15

Reykjavíkurnætur

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Reykjavíkurnætur fjallar um fyrsta mál lögreglumannsins Erlendar, sem allir þekkja úr fyrri bókum höfundar, og er sextánda skáldsaga Arnaldar Indriðasonar. Bækur hans hafa mörg undangengin ár notið gríðarlegra vinsælda og hlotið frábæra dóma, jafnt hér heima sem erlendis. Þær hafa verið gefnar út á um fjörutíu tungumálum og selst í milljónum eintaka. Arnaldur hefur hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar og í fyrra var nafn hans efst á lista breska stórblaðsins The Guardian yfir bestu evrópsku sakamálahöfunda samtímans.

Citation preview

Page 1: Reykjavíkurnætur
Page 2: Reykjavíkurnætur

ReykjavíkuRnætuR

Page 3: Reykjavíkurnætur

Skáldsögur eftir Arnald Indriðason:

Synir duftsins

Dauðarósir

napóleonsskjölin

Mýrin

Grafarþögn

Röddin

Bettý

kleifarvatn

vetrarborgin

konungsbók

Harðskafi

Myrká

Svörtuloft

Furðustrandir

einvígið

Reykjavíkurnætur

vaka-HeLGaFeLL

aRnaLDuR InDRIÐaSOn

ReykjavíkuR- nætuR

Page 4: Reykjavíkurnætur

vaka-HeLGaFeLL

aRnaLDuR InDRIÐaSOn

ReykjavíkuR- nætuR

Page 5: Reykjavíkurnætur

Þessi saga er skáldskapur. nöfn, persónur og atburðir eru alfarið hugarsmíð höfundar.

Reykjavíkurnætur© arnaldur Indriðason 2012

vaka-HelgafellReykjavík 2012

Öll réttindi áskilin.

Gefin út í Reykjavík, bókmenntaborg UNESCO.

kápuhönnun: jón Ásgeir HreinssonLjósmynd af höfundi: jóhann Páll valdimarssonumbrot: GÞ / ForlagiðLetur í meginmáli: Caslon 540 Roman 10,5/13,5 pt.Prentvinnsla: Oddi, umhverfisvottuð prentsmiðja

Bók þessa má eigi afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis höfundar og útgefanda.

ISBn 978-9979-2-2195-1 (innb.)ISBn 978-9979-2-2196-8 (óinnb.)

vaka-Helgafell er hluti af Forlaginu ehf.www.forlagid.is

Page 6: Reykjavíkurnætur

R e y k j a v í k u r n æ t u r • 5

1Strákarnir ýttu við grænu úlpunni sem stóð upp úr vatninu. Hún komst á hreyfingu, snerist í hálfhring og sökk. Þeir kröfluðu í hana með prikum þangað til hún flaut upp aftur og brá illilega þegar þeir sáu hvað kom undan henni.

Piltarnir voru vinir úr Hvassaleitisblokkunum sem stóðu með-fram Miklubraut niður að óbyggðu svæði sem hét kringlumýri. Hluti hennar að norðanverðu var órækt þar sem njóli og hvönn uxu að vild en til suðurs voru opnar mógrafir á stóru svæði, svöðusár í jarðveginum þar sem Reykvíkingar höfðu grafið út mó svo að tonnum skipti til húshitunar á árum fyrri heimsstyrjaldar-innar. Þá var eldsneytisskortur í bænum vegna stríðsins. Mýrin var ræst fram og um hana lagðir vegarslóðar og byrjað á umfangs-mestu mótöku í sögu bæjarins. Hundruð manna höfðu atvinnu af því að grafa upp móinn og þurrka hann og aka í vagnalestum inn til bæjarins.

Þegar stríðinu lauk og kol og olía tóku að berast aftur til lands-ins lagðist mótekjan af og grafirnar fylltust af brúnleitu jarðvatni og stóðu þannig óbreyttar um langt skeið. Þegar borgin byggðist til austurs á sjötta og sjöunda áratugnum og ný hverfi risu við Hvassaleiti og Stóragerði urðu mógrafirnar leikvöllur barnanna, flekar voru smíðaðir til þess að sigla á stærstu tjörnunum og hjól-reiðastígar lagðir upp og niður hæðir og hóla allt í kringum svæð-ið. Þegar kólnaði á veturna myndaðist þarna upplagt skautasvell.

Strákarnir voru þrír og höfðu smíðað nýjan fleka úr afgangs-timbri frá nálægu byggingarsvæði. Hann var vandlega negldur saman með tveimur þverbitum, einangrunarplasti og ágætu gólfi úr uppsláttartimbri. Þeir ýttu sér áfram með löngum prikum sem þeir stungu niður í gruggugt vatnið. Prikin náðu til botns því að

Page 7: Reykjavíkurnætur

6 • R e y k j a v í k u r n æ t u r

vatnið var hvergi mjög djúpt. Þeir voru í gúmmístígvélum og gættu þess að blotna ekki. Það hafði komið fyrir oftar en einu sinni og oftar en tvisvar að krakkar lentu ofan í vatninu og gengu heim skjálfandi á beinunum, mest af kulda en líka af tilhugs-uninni um að koma heim til sín eina ferðina enn eins og sjó-draugar til fara og fá yfir sig skammir og jafnvel þaðan af verra.

Þeir mjökuðu sér varlega áfram í átt að kringlumýrarbrautinni og reyndu að rugga ekki flekanum þannig að vatnið flæddi yfir hann eða þeir dyttu útbyrðis. Það var nokkur kúnst, svipuð þeirri sem línudansarar stunda, krafðist samvinnu og leikni, og ekki síst töluverðrar rósemi. Félagarnir tóku sér góðan tíma í að finna jafnvægispunktinn áður en þeir áræddu að ýta loks frá landi. Þeir vissu að ef þeir stæðu of þétt saman út við jaðrana væri hætta á að flekinn sporðreistist.

Siglingin gekk vonum framar og þeir voru ánægðir með nýja fleyið. Það skreið vel og þeir fóru nokkrar ferðir fram og til baka þar sem vatnið var dýpst. umferðarniðurinn barst til þeirra norð-an frá Miklubrautinni og sunnan við þá var hitaveitustokkur sem lá upp að tönkunum efst í Öskjuhlíðinni. Þar var annað leik-svæði þeirra. Þar höfðu þeir stundum fundið litla og harða bolta eins og hænuegg sem þeir vissu ekkert hvað var fyrr en faðir eins þeirra sagði að þetta væru golfboltar. Hann hélt að einhverjir hlytu að æfa golf þarna í óræktinni við stokkinn og sagði að einu sinni hefði golfvöllur Reykvíkinga verið þarna austan við Öskju-hlíðina, ekki langt frá kringlumýri, og svæðið kallað Golfskála-tjörn. Hann taldi þó ólíklegt að boltarnir væru frá þeim tíma.

Þeir voru á góðri siglingu að tala um golfbolta og hitaveitu-stokka þegar flekinn tók niðri. eitt horn hans hvarf niður í grugg-ugt vatnið og þeir námu staðar. Strákarnir voru fljótir að rétta af hallann með því að flytja sig á gagnstætt horn og smám saman lyftist flekinn upp þótt hann kæmi ekki allur úr kafi. Þeir höfðu fest hann í einhverju þungu en gátu ekki séð hvað það var. Þeir

Page 8: Reykjavíkurnætur

R e y k j a v í k u r n æ t u r • 7

höfðu áður fundið ýmislegt drasl í grugginu, úrgang sem hent hafði verið í gömlu mógrafirnar. Á einum stað reis ónýtt reiðhjól upp úr pollvatninu. Sumt höfðu krakkarnir notað í flekasmíðar, eins og einangrunarplast. Þetta var eitthvað þyngra og þeir töldu víst að það sæti fast í nagla á einum bitanum undir flekanum.

Þeir stjökuðu flekanum varlega frá og þurftu að neyta allra sinna krafta til þess að þoka honum áfram. Draslið dróst með nokkurn spöl áður en flekinn losnaði skyndilega frá því, horn hans skaust upp úr vatninu og þeir misstu jafnvægið og voru næstum dottnir. Þeim tókst að finna jafnvægið aftur, prísuðu sig sæla yfir að hafa ekki bleytt sig og störðu á það sem flekinn hafði tosað upp á yfirborðið.

– Hvað er þetta? sagði einn þeirra og potaði varlega með prik-inu í ruslið.

– er þetta poki? sagði annar.– nei, þetta er úlpa, sagði sá þriðji. Strákurinn potaði ákveðnar í aðskotahlutinn og ýtti við honum

og gat loks komið honum á hreyfingu. Hann tók dýfu í vatnið og þeir krökuðu betur í hann svo að hann flaut upp aftur. Smám saman snerist hann og þeir sáu að undan úlpunni gægðist manns-höfuð, hvítt og blóðlaust með litlausum hártjásum. Þeir höfðu aldrei séð neitt eins viðurstyggilegt. einum þeirra var svo brugðið að hann hrópaði upp af skelfingu og féll aftur fyrir sig ofan í vatnið. við það raskaðist jafnvægið á flekanum og fyrr en varði voru þeir allir þrír dottnir útbyrðis og óðu æpandi í land, burt frá líkinu.

Þar stóðu þeir blautir og skjálfandi og horfðu á grænu úlpuna og þann helming andlitsins sem stóð upp úr vatninu og hlupu svo eins og fætur toguðu burt úr mógröfunum.

Page 9: Reykjavíkurnætur

8 • R e y k j a v í k u r n æ t u r

2Þeir tóku við tilkynningu um ryskingar í heimahúsi í Bústaða-hverfinu og juku hraðann, óku inn á Miklubraut og þaðan austur yfir Háaleitið og inn á Grensásveg í suðurátt. Lítil sem engin umferð var á götum borgarinnar. klukkan var langt gengin í fjögur um nóttina og mjög tekið að hægjast um. Þeir fóru fram hjá tveimur leigubifreiðum á leið í úthverfin og voru næstum lentir í árekstri á gatnamótunum við Bústaðaveg þegar bíll sil-aðist upp úr Fossvoginum í veg fyrir þá. við stýrið var roskinn maður sem gerði sér ekki grein fyrir hraða lögreglubílsins og taldi sér óhætt að beygja inn á götuna.

– er hann bilaður?! hrópaði erlendur sem sat undir stýri í þetta skiptið og sveigði skarpt fram hjá bílnum og áfram eftir Bústaðavegi.

– eigum við ekki að athuga hann? sagði Marteinn sem sat aftur í.

– Látið hann eiga sig, sagði Garðar.erlendur leit í baksýnisspegilinn og sá að bíllinn úr Fossvog-

inum hökti áfram vestur Bústaðaveginn.Garðar og Marteinn voru sumarafleysingamenn, lásu lögfræði

í háskólanum. erlendi fannst ágætt að vinna með þeim. Báðir voru með bítlahár, toppinn ofan í augu og stóra barta. Þeir sátu þrír saman í klossaðri lögreglubifreið, Svörtu Maríu, sem var inn-réttuð með litlum fangaklefa að aftan. Þetta var traustur en sila-leg ur Chevrolet sem náði engum sérstökum hraða, málaður svartur og hvítur. Þeir höfðu ekki haft fyrir því að setja sírenuna í gang og ekki heldur rauðu blikkljósin sem ef til vill var ástæðan fyrir því að legið hafði við árekstri. Ryskingar í heimahúsi köll-uðu ekki á slíkar trakteringar um miðja nótt þótt Garðar hefði

Page 10: Reykjavíkurnætur

R e y k j a v í k u r n æ t u r • 9

reyndar oftsinnis kveikt á öllu saman og ekið eins og þrjótur af minna tilefni, bara til þess að létta sér lund.

Þeir stönsuðu við tiltekið húsnúmer í raðhúsalengju, settu upp hvítu húfurnar og stigu út í sumarnóttina. Það var þung-skýjað og súld í lofti en hlýtt. talsvert hafði verið um ölvun í bænum en útköllin ekki verið alvarleg fram að þessu. Þeir höfðu stöðvað ökumann vegna gruns um ölvunarakstur og farið með hann í blóðmælingu. eitt útkall höfðu þeir farið í vegna slags-mála fyrir utan vinsælan skemmtistað og annað í leiguhjall í vesturhluta borgarinnar. Fimm menn á ólíkum aldri, skipshöfn utan af landi, leigðu tvö herbergi og höfðu lent í stælum við nágranna sem enduðu með áflogum. einhver tók upp hníf og tókst að stinga mann í handlegginn áður en hann var snúinn niður. Hann var froðufellandi af reiði þegar þeir mættu til þess að skakka leikinn og þeir skelltu á hann handjárnum og færðu í fangaklefa niður á Hverfisgötu. aðrir róuðust við komu lögregl-unnar og klögumál gengu á víxl um hvernig allt hefði byrjað.

Þeir hringdu dyrabjöllunni. Það fór ekki mikið fyrir rysking-unum. allt virtist með ró og spekt við húsið. í talstöðinni hafði verið sagt að nágranni hefði hringt inn út af hávaðarifrildi og látum í húsinu og gefið upp heimilisfangið. Þeir bönkuðu á dyrnar. Hringdu bjöllunni aftur. Ræddu hvað þeir ættu að gera. erlendur vildi brjóta upp dyrnar og fara inn. Laganemarnir tveir töldu það fráleitt. nágranninn var hvergi sjáanlegur.

Þeir stóðu í því þrefi þegar dyrnar opnuðust allt í einu og maður um fertugt kom fram í gættina, ógyrtur, í hvítri skyrtu og með axlaböndin lafandi niður af buxnastrengnum. Hann hafði hendur í vösum.

– Hvaða læti eru þetta? sagði hann og leit á þá til skiptis undr-andi á heimsókn lögreglunnar. Þeir fundu ekki af honum áfengis-þef og það var heldur ekki eins og þeir hefðu vakið hann.

– Okkur barst kvörtun um hávaða héðan, sagði Garðar.

Page 11: Reykjavíkurnætur

1 0 • R e y k j a v í k u r n æ t u r

– Hávaða? sagði maðurinn og pírði augun. Það er enginn hávaði hér. Hvað … hver var að kvarta … var einhver að kvarta við ykkur?

– er þér sama þótt við komum inn andartak? spurði erlendur.– Inn? sagði maðurinn. Hingað? Þetta er bara gabb, strákar.

Þið eigið ekki að láta fara svona með ykkur.– er konan þín á fótum? spurði erlendur.– konan mín? Hún er ekki í bænum. Hún er í sumarbústað

með vinkonum sínum. Ég skil ekki hvað … þetta er einhver misskilningur í ykkur.

– við höfum kannski ekki fengið rétt heimilisfang, sagði Garð ar og leit á þá erlend og Martein. við þurfum að spyrja þau að því niður frá.

– Þú afsakar þetta, sagði Marteinn.– ekkert mál, strákar, leitt að það hafi orðið þessi misskiln-

ingur en ég er bara einn í kotinu. Hafið það gott.Garðar og Marteinn sneru við í átt að lögreglubílnum. erlendur

fylgdi á eftir. Þeir settust upp í bílinn og Marteinn fór í talstöð-ina og fékk staðfestingu á því að þeir hefðu fengið rétt heimilis-fang.

– Það er ekkert að gerast hér, sagði Garðar.– Bíðið aðeins, sagði erlendur og steig út úr bílnum. Það er

eitthvað skrítið við þetta.– Hvað ætlarðu að gera? spurði Marteinn.erlendur gekk aftur í átt að húsinu og bankaði á dyrnar.

nokkur stund leið en svo kom maðurinn á ný fram í gættina.– er ekki allt í lagi? sagði hann.– Mætti ég fara á klósettið hjá þér? spurði erlendur. – klósettið? sagði maðurinn.– Bara andartak, sagði erlendur. Það tekur enga stund.– Því miður, það … ég get ekki …– Má ég sjá á þér hendurnar? spurði erlendur.

Page 12: Reykjavíkurnætur

R e y k j a v í k u r n æ t u r • 1 1

– Ha? sagði maðurinn. Hendurnar?– já, hendurnar, sagði erlendur og ýtti ákveðið á hurðina svo

að maðurinn hrökk á undan honum inn í húsið. erlendur óð inn á eftir honum, leit snöggt inn í eldhúsið, opn-

aði salerni gegnt því á vinstri hönd, hljóp inn herbergisgang, opnaði herbergisdyr, kallaði. Maðurinn stóð kyrr í holinu og kvartaði eit thvað um hvers konar framkoma þetta væri en var að öðru leyti rólegur. erlendur hraðaði sér aftur yfir holið, fram hjá húsráðanda og inn í stofuna þar sem hann sá konu liggja hreyfingar lausa á gólfinu. Stofan var í rúst, stólar á hvolfi, lampar höfðu fallið í gólfið, reykborð lá á hliðinni, gluggatjöld höfðu rifnað niður úr festingum sínum. Hann hljóp til konunnar og laut niður að henni. Hún var meðvitundarlaus, annað augað sokkið í andlitinu, varir hennar sprungnar og á höfðinu sár sem blóðið vætlaði úr. erlendi sýndist að hún hefði fallið á stofu-borðið, skurður opnast og hún rotast. Hún var í kjól sem hafði lyfst upp fyrir mjaðmirnar. Hún var með stóran marblett á lærinu og hann sá að ofbeldið hafði ekki byrjað þessa nótt.

– náið í sjúkrabíl! kallaði erlendur til þeirra Garðars og Mar-teins sem komnir voru í dyragættina. Hvað er hún búin að liggja hérna lengi?! hrópaði hann á manninn sem stóð eins og þvara frammi í holinu.

– er hún dáin? spurði hann.– Það er ekki útséð um það, sagði erlendur og þorði ekki að

hreyfa við konunni. Hún hafði hlotið alvarlega höfuðáverka og sjúkraflutningamennirnir myndu vita betur hvers konar meðferð hún þyrfti fyrir flutninginn. Hann fann rifin gluggatjöld og lagði yfir hana og sagði Marteini að setja manninn í handjárn og færa út í lögreglubílinn. Maðurinn sá ekki lengur ástæðu til þess að hafa hendur í vösum. Þær voru blóðrisa eftir átökin.

– eigið þið börn? spurði erlendur.– tvo stráka, þeir eru í sveit fyrir austan.

Page 13: Reykjavíkurnætur

1 2 • R e y k j a v í k u r n æ t u r

– Ég er ekki hissa á því, sagði erlendur.– Ég ætlaði ekki að gera þetta, sagði maðurinn þegar hann var

settur í handjárnin og leiddur út. Ég veit ekki … ég ætlaði ekki að fara svona með hana. Hún … ég ætlaði ekki að gera þetta … Hún … ég ætlaði sko að fara að hringja í ykkur. Hún datt þarna á borðið og ansaði mér ekki og ég hélt kannski …

Orð hans fjöruðu út. veik stuna barst frá konunni. – Heyrirðu í mér? hvíslaði erlendur en fékk ekkert svar.nágranni, maður um þrítugt sem hafði hringt í lögregluna, var

kominn út í nóttina og var á tali við Garðar. erlendur gekk til þeirra. Maðurinn var að segja frá því að stundum hefðu þau hjón-in heyrt hávaða frá nágrönnum sínum en það hefði aldrei verið eins slæmt og núna.

– Hefur þetta staðið lengi? spurði erlendur.– Ég get bara ekki sagt til um það, við höfum átt heima hérna

í rúmt ár og það …, eins og ég segi, maður heyrir stundum hróp og köll, sagði nágranninn. Það er í rauninni mjög óþægilegt vegna þess að við vitum ekkert hvernig við eigum að snúa okkur í því, þekkjum þetta fólk mjög lítið þótt við búum svona við hliðina á því.

Þeir heyrðu vaxandi hávaða í sírenum og sáu sjúkrabíl beygja inn götuna og heim að húsinu. Honum fylgdi annar lögreglu bíll. Fólk í nálægum húsum hafði vaknað við lætin og farið út í glugga, sumt jafnvel stigið fram í dyragættina. Það sá þegar konan var borin út á sjúkrabörum og Svörtu Maríuna silast af planinu með húsráðandann í fangageymslunni. Brátt varð allt hljótt í götunni að nýju og fólk gekk aftur til náða, undrandi á þessari truflun um miðja nótt.

að öðru leyti var næturvaktin tíðindalaus. erlendur var á leið heim úr vinnunni þegar hann sá ofbeldismanninn úr Bústaða-hverfi framan við lögreglustöðina á Hverfisgötu að bíða eftir leigubíl. Honum hafði verið sleppt eftir yfirheyrslu, málið talið

Page 14: Reykjavíkurnætur

R e y k j a v í k u r n æ t u r • 1 3

upplýst og hann var frjáls ferða sinna. konan var ekki í lífshættu, yrði útskrifuð af spítala eftir fáeina daga og sneri þá aftur heim til hans. Hún átti líklega í fá hús að venda. konur sem máttu sæta barsmíðum á heimili sínu áttu hvergi stuðning vísan.

erlendur hafði flett yfir atburðaskrá vaktarinnar áður en hann fór heim og sá að roskinn maður hafði ekið á ljósastaur í voga-hverfi og eyðilagt bílinn sinn. Hann var einn á ferð og mjög drukkinn og erlend grunaði af lýsingu á bílnum að það væri maðurinn sem ók í veg fyrir þá á Bústaðaveginum.

Hann leit upp eftir nýtískulegum húsakynnum lögreglunnar í Reykjavík við Hverfisgötu og gekk að sjónum við Skúlagötu, horfði norður að esjunni og yfir til austurfjallanna. Sólin skein hátt yfir fjallstoppunum. Þetta var árla sunnudagsmorguns og kyrrð yfir borginni sem fór langt með að hrekja burt óhljóð næt-urinnar.

Á leiðinni varð honum einu sinni enn hugsað til útigangs-mannsins sem fannst á floti í kringlumýri. einhvern veginn vildi atvikið ekki hverfa úr huga hans. kannski vegna þess að hann var ekki alveg ókunnugur manninum. tilkynningin hafði borist honum þar sem hann var á eftirlitsferð og hans bíll verið fyrstur á staðinn. Hann sá fyrir sér grænu úlpuna á floti úti í tjörninni og strákana þrjá sem höfðu farið út á flekanum.

erlendur vissi að á því ári sem liðið var frá því að maðurinn drukknaði hafði rannsóknarlögreglan ekki fundið neitt sem benti til þess að dauða hans hefði borið að með grunsamlegum hætti. Hann vissi einnig að hún hafði ekki lagt neina sérstaka áherslu á að rannsaka lát útigangsmannsins, hafði öðrum hnöppum að hneppa og málið var talið borðleggjandi; flest virtist hníga að því að maðurinn hefði fallið út í vatnið og drukknað fyrir slysni. enginn virtist hafa áhuga á honum. erlendur velti því fyrir sér hvort ástæðan fyrir sinnuleysinu væri sú að hann hefði ekki skipt neinu máli. að ekkert merkilegt hefði gerst í mógröfunum í

Page 15: Reykjavíkurnætur

1 4 • R e y k j a v í k u r n æ t u r

kringlumýri annað en að fækkað hefði um einn róna á götum borgarinnar. ef til vill var málið svo einfalt. Og kannski ekki. Skömmu áður en maðurinn lést hafði erlendur heyrt hann halda því fram að reynt hefði verið að kveikja í kjallaranum þar sem hann bjó. enginn trúði honum. ekki heldur erlendur og það sat í honum. að hafa ekki hlustað betur á manninn heldur sýnt honum sama sinnuleysið og allir aðrir.