12

REFF 2012

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Reykjavik European Film Festival

Citation preview

Page 1: REFF 2012
Page 2: REFF 2012

Evrópskir kvikmyndagerðarmenn halda áfram að vera fremstir meðal

jafningja þegar kemur að frábærum og áhugaverðum kvikmyndum.

Evrópsku kvikmyndahátíðinni í Reykja-vík (Reykjavík European Film Festival / REFF), sem fram fer í Bíó Paradís dagana 16.-25. nóvember, er ætlað að gefa þverskurð af því besta sem álfan hefur uppá að bjóða í bíói á síðustu misserum. Hátíðin skiptist í fjóra hluta;

• Nýjar evrópskar myndir• Myndir sem komu til greina til Lux verðlauna Evrópuþingsins• Myndir sem fjalla um kynbundið ofbeldi (í samstarfi við UN WOMEN) • Þagnarþríleikur Theo Angelopoulos

Alls eru sýndar 11 nýjar og nýlegar myndir auk hinna þriggja eldri mynda Theo Angelopoulos sem lést fyrr á árinu. Friðrik Þór Friðriksson leikstjóri mun minnast Angelopoulos sérstaklega á hátíðinni.

REFF 2012 er haldin í samvinnu Evrópustofu – upplýsingamiðstöðvar ESB, Sendinefndar ESB á Íslandi og Bíó Paradísar.

Smærri útgáfa hátíðarinnar verður haldin á Akureyri í byrjun desember á vegum Kvikmyndaklúbbs Akureyrar.

2 REFF 2012

Velkomin á REFF 2012 HÁTÍÐIN:

NÝJAR EVRÓPSKAR MYNDIR:STRÁKUR Á HJÓLI .........................3BETRA LÍF ....................................3GAURARNIR ..................................4HAFIÐ DJÚPA BLÁA ......................4SESAR VERÐUR AÐ DEYJA ............5 ALPAR ......................................... 5

LUX VERÐLAUNEVRÓPUÞINGSINS:TABÚ ............................................6 CRULIC - LEIÐIN YFIRUM ..............7BARNIÐ EFRA ...............................7

MYNDIR UM KYNBUNDIÐ OFBELDI:HIN ÚTSKÚFAÐA ...........................8 SKEMMD EPLI ..............................8

ÞAGNARÞRÍLEIKUR THEO ANGELOPOULOS:UM THEO ANGELOPOULOS .........10 FERÐIN TIL KÝÞERU ....................10BÝFLUGNABÓNDINN ..... .............11LANDSLAG Í ÞOKU ......................11

UMSJÓN HÁTÍÐAR:

BÍÓ PARADÍS NÝTUR STUÐNINGS:

SAMSTARFSAÐILAR:

SENDINEFNDESB Á ÍSLANDI

ÓKEYPIS INN 16. NÓV.!Veitingar og skemmtun frá kl. 19,

hægt að velja um fjórar myndir sem hefjast kl. 20 (sjá baksíðu). Fyrstir

koma, fyrstir fá!

Page 3: REFF 2012

REFF 2012 3

NÝJAR EVRÓPSKAR MYNDIR: NEW EUROPEAN FILMS:

BETRA LÍFUNE VIE MEILLEURE/A BETTER LIFE) FRAKKLAND/2011

110 MIN. LEIKSTJÓRI: CÉDRIC KAHN. AÐAL-HLUTVERK: GUILLAUME CANET, LEÏLA BEKHTI AND SLIMANE KHETTABI. ENSKUR TEXTI.

Yann og Nadia gera upp gamla byggingu í París og breyta henni í veitingastað. En hlutirnir fara ekki eins og þau héldu og Nadia þarf að taka sér tímabundna vinnu í Kanada. Hún neyðist til að skilja son sinn, Slimane, eftir hjá Yann. Hlutirnir versna hins vegar til muna þegar Nadia hverfur sporlaust. Leik-stjórinn Cédric Kahn var tilnefndur til verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Tokyo og annar aðalleikaranna, Guillaume Canet hlaut verðlaun sem besti leikarinn á kvikmyndahátíðinni í Róm.

Yann and Nadia decide to renovate an old building to launch a restau-rant. But things turn upside down and Nadia has to accept a tempo-rary work opportunity in Montreal. She has to leave her son Slimane to Yann. Things get even worse when Nadia disappears without a trace. Director Cédric Kahn was nominated for "Tokyo Grand Prix" of the Tokyo International Film Festival in 2011 and Guillaume Canet won "Best Actor Award" at the Rome Film Festival in the same year.

STRÁKUR Á HJÓLI(LE GAMIN AU VÉLO/KID WITH A BIKE) BELGÍA/2011

97 MIN. LEIKSTJÓRAR: JEAN-LUC OG PIERRE DARDENNE. AÐALHLUTVERK: THOMAS DORET, CÉCILE DE FRANCE OG JÉRÉMIE RENIER. ENSKUR TEXTI.

Ungur drengur er yfi rgefi nn af föður sínum og endar á ríkisreknu unglingaheimili. Hársnyrtir bæjarins ákveður, af eintómri góðmennsku, að leyfa drengnum að gista hjá sér um helgar. Þessi áhrifamikla mynd frá meisturum Evrópska raunsæisins var tilnefnd til Golden Globe verðlauna sem besta erlenda myndin og einnig sem besta myndin á kvikmyndahátíðinni í Cannes þar sem hún hlaut sérstök verðlaun dómnefndar.

Abandoned by his father, a young boy is left in a state-run youth farm. In a random act of kindness, the town hairdresser agrees to foster him on weekends. The fi lm received the Grand Prix at the Cannes fi lm Festival, which is the festival's second most prestigious award. The fi lm received a nomination at the 69th Golden Globe Awards for Best Foreign Language Film. Doret received the Magritte Award for Most Promising Actor.

Page 4: REFF 2012

4 REFF 2012

SESAR VERÐUR AÐ DEYJA CESARE DEVE MORIRE/CAESAR MUST DIE) ÍTALÍA/2012

76 MIN. LEIKSTJÓRAR: PAOLO OG VITTORIO TAVIANI. AÐALHLUTVERK: COSIMO REGA, SALVATORE STRIANO OG GIOVANNI ARCURI. ENSKUR TEXTI.

Fangar í hámarksöryggisgæslu-fangelsi í Róm æfa sig fyrir upp-setningu á leikritinu Júlíus Sesar eftir Shakespeare. Cesare deve morire hlaut verðlaun sem besta myndin (Gullbjörninn) á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín fyrr á þessu ári og hefur hlotið mikið og almennt lof bæði gagnrýnenda og áhorfenda. Framlag Ítala til Óskars-verðlaunanna í ár.

Beginning with the brilliant open-ing scenes of convicts with wildly differing accents and backgrounds auditioning for the immortal roles of Brutus, Anthony, Cassius and, most impressively and menacingly, the title character in Shakespeare’s Julius Caesar, this approach reso-nates in ways that both Pirandello and Brecht would have appreci-ated. The play’s director must not only help guide these amateurs in their performances, but is also forced to police real-life rivalries and rages that threaten to derail the production before it can ever be seen. Vital, provocative and entirely engaging,Caesar marks a wonderful late-career triumph for the still-formidable brother act of the Taviani Brothers.

ALPAR(ALPEIS/ALPS) GRIKKLAND/2011

93 MIN. LEIKSTJÓRI: GIORGOS LANTHIMOS.AÐALHLUTVERK: STAVROS PSYLLAKIS, ARIS SERVETALIS OG JOHNNY VEKRIS. ENSKUR TEXTI.

Hópur fólks kemur á laggirnar fyrirtæki sem gerir út á að herma eftir látnu fólki í þeim tilgangi að hjálpa ættingjum þess í gegnum sorgarferlið. Mynd eftir hinn unga og efnilega leikstjóra Giorgos Lanthimos sem gerði m.a. myndina Dogtooth árið 2009, en sú mynd var tilnefnd sem besta erlenda myndin á Óskarsverðlaunahátíðinni. Alps hefur einnig fengið frábærar mót-tökur gagnrýnenda og vann m.a. til verðlauna fyrir besta handritið á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum auk þess sem hún var tilnefnd sem besta myndin á hátíðinni.

Giorgos Lanthimos and Efthymis Filippou developed the premise for the fi lm out of the idea of people who allege something which is fabri-cated, for example via prank calls or by announcing their own deaths. The fi lm premiered in competition at the 68th Venice International Film Festival where it won Osella for Best Screenplay. It also won the Offi cial Competition Prize for New Direc-tions in Cinema at the Sydney Film Festival in 2012.

Page 5: REFF 2012

REFF 2012 5

GAURARNIR(LES SEIGNEURS/THE LORDS) FRAKKLAND/2012

97 MIN. LEIKSTJÓRI: OLIVIER DAHAN. AÐAL-HLUTVERK: JOSÉ GARCIA, JEAN-PIERRE MARIELLE OG OMAR SY. ENSKUR TEXTI.

Fyrrum fótboltastjarna hefur glatað öllu sökum ólifnaðar. Hann neyðist til að fl ytja til lítils fi ski-pláss á norðurströnd Frakklands og tekur að sér að þjálfa fótboltal-iðið á staðnum. Eina verksmiðjan í þorpinu og vinnuveitandi fl estra íbúanna er komin í greiðslustöðvun, en vinni fótboltaliðið nokkra leiki verður hægt að safna nægu fé til að bjarga verksmiðjunni. Hin fallna stjarna ákveður að leita til nokk-urra gamalla félaga sinna til að hjálpa þorpsbúum. Þessi eldfjöruga gamanmynd hefur slegið hressilega í gegn í Frakklandi að undanförnu og einn af leikurum myndarinnar er Omar Sy sem sló svo eftirminnilega í gegn í Untouchables.

A former footballer living in Brittany enlists his old teammates to help the local fi shermen to win some games in order to raise money and save jobs. The fi lm has been a huge hit in France, stars include César-winning Omar Sy of Untouchable fame.

HAFIÐ DJÚPA BLÁA(THE DEEP BLUE SEA)BRETLAND/2011

98 MIN. LEIKSTJÓRI: TERENCE DAVIES. AÐALHLUTVERK: RACHEL WEISZ, TOM HIDDLESTON OG SIMON RUSSELL BEALE.

Myndin gerist um 1950 og segir frá konu bresks dómara og ástarsam-bandi hennar við fl ugmann úr kon-unglega breska fl ughernum. The Deep Blue Sea hefur fengið frábær-ar viðtökur gagnrýnenda og var m.a. tilnefnd sem besta myndin á San Sebastián International Film Festival og London Film Festival auk þess sem Rachel Weisz var tilnefnd sem besta leikkona í aðalhlutverki á London Critics Circle Film Awards og Evening Standard British Film Awards.

Master chronicler of post-War Eng-land, Terence Davies directs Rachel Weisz as a woman whose overpow-ering love threatens her well-being and alienates the men in her life. In a deeply vulnerable performance, Rachel Weisz plays Hester Collyer, the wife of an upper-class judge (Si-mon Russell Beale) and a free spirit trapped in a passionless marriage. Her encounter with Freddie Page (Tom Hiddleston), a troubled former Royal Air Force pilot, throws her life in turmoil, as their erotic relationship leaves her emotionally stranded and physically isolated.

Page 6: REFF 2012

6 REFF 2012

LUX VERÐLAUNIN:THE LUX PRIZE:

Lux verðlaun EvrópuþingsinsÞann 21. nóvember verða LUX verðlaun Evrópuþingsins veitt í sjötta sinn. Það eru þingmenn Evrópuþingsins sem velja þær evrópsku kvikmyndir sem til greina koma og fer verðlaunaaf-hendingin fram á Evrópuþinginu að viðstöddum leikstjórum myndanna. Þær þrjár myndir sem hlutu lokatilnefningu eru Just the Wind eftir Bence Fliegauf, Shun Li and the Poet eftir Andrea Segre og Tabu eftir Miguel Gomez. REFF sýnir eina þeirra (Tabu) og að auki tvær aðrar sem lentu í stærra úrtaki og hafa hlotið frábærar viðtökur (hinar tvær tilnefndu myndirnar voru því miður ekki fáanlegar). REFF 2012 mun hins vegar skýra frá verðlaunahafanum að kvöldi 21. nóvember þegar Tabu verður sýnd.

BARNIÐ EFRA(L'ENFANT D'EN HAUT/SISTER) FRAKKLAND/SVISS/2012

97 MIN. LEIKSTJÓRI: URSULA MEIER. AÐAL-HLUTVERK: KACEY MOTTET KLEIN, LÉA SEYDOUX AND MARTIN COMPSTON. ENSKUR TEXTI.

Myndin gerist á svissnesku skíðasvæði og fjallar um strák sem styður við bakið á systur sinni með því að ræna frá efnuðum gestum skíðasvæðisins. Barn að ofan er önnur mynd Ursulu Meier í fullri lengd. Fyrri mynd Meier, Home, hlaut afbragðs viðtökur og vann til fjölmargra verðlauna á hinum ýmsu kvikmyndahátíðum og Barn að ofan er á góðri leið með að bæta árangur hennar.

Simon lives with his older sister below a luxury Swiss ski resort. With his sister drifting in and out of jobs and relationships, twelve-year-old Simon takes on the responsibility of providing for the two of them. The fi lm played in competition at the 62nd Berlin International Film Festival, where it won the Special Award - Silver Bear. The fi lm has been selected as the Swiss entry for the Best Foreign Language Oscar at the 85th Academy Awards.

Page 7: REFF 2012

REFF 2012 7

CRULIC – FERÐIN YFIRUM (CRULIC-DRUMUL SPRE DIN-COLO/CRULIC–THE PATH TO BEYOND) RÚMENÍA, PÓLLAND, 2011

73 MIN. LEIKSTJÓRI: ANCA DAMIAN. AÐAL-HLUTVERK: VLAD IVANOV OG JAMIE SIVES. ENSKUR TEXTI.

Teiknuð heimildamynd um Claudio Crulic, rúmenskan mann sem dó í pólsku fangelsi árið 2008 eftir að hafa farið í hungurverkfall til að vekja athygli á máli sínu. Mál Crulic vakti mikla reiði almennings í Rúmeníu og Póllandi á sínum tíma og varð m.a. til þess að utanríkisráðherra Rúmeníu þurfti að segja af sér og þrír pólskir læknar voru ákærðir fyrir alvarlega vanrækslu í starfi . Crulic – ferðin yfi rum hlaut mikla athygli og einróma lof þegar hún kom fyrst fyrir sjónir almennings og hefur síðan sópað til sín á annan tug verðlauna á kvikmyndahátíðum víðs vegar um heiminn.

Tells the story of Crulic, the 33 year old Romanian accused of having stolen a wallet from an important Polish judge. He's innocent but dies due to his imprisonment. A media sensation ensues. The acclaimed Romanian actor, Vlad Ivanov, nar-rates Crulic's ironic voice over from beyond the grave. Has won more than twenty awards at various inter-national festivals.

TABÚ(TABU) PORTÚGAL/2012

118 MIN. LEIKSTJÓRI: MIGUEL GOMEZ. AÐALHLUTVERK: TERESA MADRUGA, LAURA SOVERAL OG ANA MOREIRA. ENSKUR TEXTI.

Skapstygg gömul kona, þerna hennar og nágranni sem helgar sig samhjálp búa á sömu hæð í blokk í Lissabon. Þegar gamla konan deyr komast hin tvö á snoðir um leyndarmál úr fortíð hennar; æsilega frásögn um ástir og myrkraverk í Afríku sem minnir mjög á gamlar ævintýrakvikmyndir. Þessi glettnis-lega og angurværa hugleiðing um tímann og kvikmyndirnar hefur fengið nær einróma lof gagnrýn-enda. Leikstjórinn segir hana vera um hvernig tíminn líður, um hluti sem hverfa og geta aðeins haldið áfram sem minningar, skynjun og sýnir – eða sem kvikmynd. Tabu var tilnefnd til Gullbjarnarins á síðustu Berlínarhátíð þar sem hún hlaut tvenn verðlaun. Myndin hefur einnig fengið nokkurn fjölda verðlauna og tilnefninga víða um heim.

A temperamental old woman, her Cape Verdean maid and a neighbour devoted to social causes live on the same fl oor of a Lisbon apartment building. When the old lady dies, the other two learn of an episode from her past: a tale of love and crime set in an Africa straight from the world of adventure fi lms. Won the Alfred Bauer Award and the FIPRESCI prize at this year‘s Berlinale. Also won two prizes at Las Palmas.

Page 8: REFF 2012

8 REFF 2012

MYNDIR UM KYNBUNDIÐ OFBELDI:FILMS ON GENDER-BASED VIOLENCE:

HIN ÚTSKÚFAÐA(DIE FREMDE/WHEN WE LEAVE) ÞÝSKALAND/2010

119 MIN. LEIKSTJÓRI: FEO ALADAG. AÐAL-HLUTVERK: SIBEL KEKILLI, NIZAM SCHILLER OG DERYA ALABORA. ENSKUR TEXTI.

Umay er ung kona af tyrkneskum uppruna sem berst fyrir því að fá að lifa sjálfstæðu lífi í Þýskalandi gegn vilja fjölskyldu sinnar. Barátta hennar leiðir til mikilla átaka innan fjölskyldunnar og setur líf hennar í hættu. Myndin hefur sópað til sín á fjórða tug verðlauna á fjölmörgum af stærstu og virtustu kvikmynda-hátíðum heims. Hún var m.a. valin besta myndin á Þýsku kvikmynda-verðlaununum auk þess sem hún fékk LUX verðlaun Evrópuþingsins árið 2010.

Umay is a young woman of Turkish descent, fi ghting for an independent and self-determined life in Germany against the resistance of her family. Her struggle initiates a dynamic, which results in a life-threatening situation. This widely acclaimed fi lm has won over forty awards at festivals all over the world, includ-ing the LUX prize of the European Parliament in 2010.

Alþjóðlegt átak gegn kynbundnu ofbeldi

UN Women tekur þátt í 16 daga átaki 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi sem haldið er árlega um allan heim. Átakið stendur yfi r frá 25. nóvember - alþjóðlegum baráttudegi gegn kynbundnu ofbeldi - til 10. desember, hins alþjóðlega mannrétt-indadags. Dagsetningarnar voru valdar til að tengja á táknrænan hátt kynbundið ofbeldi og mannréttindi og leggja áherslu á mannréttinda-brotin sem felast í slíku ofbeldi. Markmið átaksins er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis. Evrópusambandið á í víðtæku sam-starfi við UN Women um valdefl ingu kvenna og baráttu gegn kynbundnu ofbeldi á heimsvísu. Samstarfsamn-ingur þess efnis var undirritaður í apríl sl. að viðstöddum Ban Ki-Moon, framkvæmdastjóra Samein-uðu þjóðanna, og José Manuel Barr-oso, forseta framkvæmdastjórnar ESB (sjá ljósmynd).

Evrópska kvikmyndahátíðin í Reykjavík gerir þessu átaki sérstök skil með sýningum á myndunum Tyrannosaur og Die fremde, sem báðar snerta á þessum málum en frá ólíkri hlið.

Page 9: REFF 2012

REFF 2012 9

SKEMMD EPLI(TYRANNOSAUR) BRETLAND/2011

92 MIN. LEIKSTJÓRI: PADDY CONSIDINE. AÐALHLUTVERK: PETER MULLAN, OLIVIA COLMAN OG JAG SANGHERA. ÍSLENSKUR TEXTI.

Ekkillinn Jósef er atvinnulaus og þjakaður af ofbeldishneigð og reiði sem er að leggja líf hans í rúst. Hann kynnist Hönnu sem starfar í búð sem rekin er á vegum hjálparsam-taka í hverfi nu. Með þeim takast góð kynni og Jósef byrjar að eygja von um að geta breytt lífi sínu til betri vegar. En Hanna býr yfi r þrúg-andi leyndarmáli sem gæti orðið til að draga Jósef aftur til fyrri hátta. Tyrannosaur er fyrsta mynd hins kunna breska leikara Paddy Consi-dine og hefur hlotið hátt á þriðja tug verðlauna víða um heim.

Joseph, an unemployed widower, plagued by violence and a rage that is driving him to self-destruction, becomes close to local charity shop worker Hannah. However Hannah has a dark secret of her own which threatens to plunge Joseph back into his former life. Has won over twenty awards the world over.________________________________

Myndin verður sýnd sunnudaginn 25. nóvember kl. 20 og er miðaverð 1000 kr. Allar tekjur af miðasölu renna til UN Women.

NJÓTTU FRÁBÆRRAEVRÓPSKRA KVIKMYNDA Á GÓÐU VERÐI:

Almennt miðaverð: 500 kr.

Fimm mynda passi: 2.000 kr.

Verð á styrktarsýningu UN Women(Skemmd epli):1.000 kr.

ENJOY GREAT EUROPEAN CINEMA AT A FINE PRICE:

General Tickets: 500 kr.

Five Film Pass: 2.000 kr.

UN Women Benefi t Screening: (Tyrannosaur):1.000 kr.

Page 10: REFF 2012

10 REFF 2012

ÞAGNARÞRÍLEIKURINN:THE TRILOGY OF SILENCE:THEO ANGELOPOULOS

Theodoros Angelopoulos (1935-2012) var án nokkurs efa einn merkasti kvikmynda-leikstjóri Evrópu á ofanverðri tuttugustu öldinni. Hann þróaði með sér einstakan myndstíl sem einkenndist af löngum, fl óknum en afar nákvæmlega unnum senum. Útkoman var ekki að-eins seiðandi og djúpskreið heldur og sérstaklega áhrifa-mikil. Leiðarstef í verkum hans voru gjarnan ferðalangar, fl óttinn frá heimalandinu og endurkoma, auk sögu Grikklands á tuttug-ustu öldinni. Þagnarþríleikurinn svokallaði kemur fram um mið-bik ferils Angelopoulos. Mynd-irnar eru Ferðin til Kýþeru (1984), Býfl ugnabóndinn (1986) og Landslag í þoku (1988). Tvær þær fyrstnefndu eru tragískar lýsingar á hugsjónafólki sem glatað hefur málstaðnum, sú síðasta lýsir örvæntingar-fullu Grikklandi sem ákaft leitar sáluhjálpar annarsstaðar.

Theo Angelopoulos.

FERÐIN TIL KÝÞERU(TAXIDI STA KYTHIRA/VOYAGE TO CYTHERA) GRIKKLAND/1984

120 MIN. LEIKSTJÓRI: THEO ANGELOPOU-LOS. AÐALHLUTVERK: MANOS KATRAKIS, MAIRI HRONOPOULOU OG DIONYSIS PAPAGI-ANNOPOULOS. ENSKUR TEXTI. STAFRÆN SÝNING.

Gamall kommúnisti snýr aftur til Grikklands eftir 32 ára dvöl í Sovétríkjunum. Staðan í Grikklandi er hins vegar alls ekki eins og hann hafði vonast eftir. Ferðin til Kýþeru vann til verðlauna fyrir besta handrit á kvikmyndahátíðinni í Cannes auk þess sem hún fékk sérstaka viður-kenningu kvikmyndagagnrýnenda (FIPRESCI Prize) á hátíðinni. Þá var hún jafnframt tilnefnd sem besta myndin.

A fi lm director, tired of the illu-sions and fi ctions of his profession, searches for a story of substance by attaching himself to an old man, a recently returned political exile. The man, away in the Soviet Union for 32 years and now stateless, fi nds himself at the beginning of a jour-ney, not the end, and Angelopoulos evokes the past, present and future to bridge the gap between reality and the imagination. It was entered into the 1984 Cannes Film Festival, where it won the FIPRESCI Prize and the award for Best Screenplay.

Page 11: REFF 2012

REFF 2012 11

BÝFLUGNABÓNDINN(O MELISSOKOMOS/THE BEE-KEEPER) GRIKKLAND/1986

122 MIN. LEIKSTJÓRI: THEO ANGELOPOU-LOS. AÐALHLUTVERK: MARCELLO MASTROI-ANNI, NADIA MOUROUZI OG SERGE REGGIANI. ENSKUR TEXTI. 35MM.

Býfl ugnabóndinn Spiros ferðast frá Norður-Grikklandi til Suður-Grikklands með býfl ugurnar sínar til að mæta vorinu. Myndin hlaut frábærar viðtökur gagnrýnenda á sínum tíma og var m.a. tilnefnd sem besta myndin á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum.

Alienation and despair have so mestastasized in the fi lm's central fi gure that he's virtually one of the walking dead. Spyros, a man soured by a secret, incestuous love for his daughter, on the day of her wedding, gives up his position as a schoolteacher, to take up again the profession of his father and grandfather. This is a slow, care-fully composed fi lm, a sequence of memorable images, some visually beautiful, others showing the gritty harshness of life. There is a constant shifting between dreams and realities that leaves what actually happens shrouded in doubt, and a moody atmosphere of nostalgia that pervades the whole fi lm.

LANDSLAG Í ÞOKU(TOPIO STIN OMICHLI/LAND-SCAPE IN THE MIST) GRIKK-LAND/1988

127 MIN. LEIKSTJÓRI: THEO ANGELOPOU-LOS. AÐALHLUTVERK: MICHAEL FASSBEND-ER, KEIRA KNIGHTLEY OG VIGGO MORTENS-EN. ENSKUR TEXTI. 35MM.

Vegamynd um leit tveggja ung-menna að föður sínum sem á, sam-kvæmt móður þeirra, að eiga heima í Þýskalandi. Þráhyggja barnanna gagnvart þessari föðurímynd sinni leiðir þau hins vegar ekki aðeins í ferðalag um Grikkland heldur einnig að mörkum æsku og fullorðinsára.Landslag í þoku er margverðlaunuð mynd sem vann m.a. til verðlauna sem besta kvikmyndin á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum og á Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum.

Portrays the journey of two children in search of their father, whom they believe lives in Germany. On the way they meet many people, including a troupe of actors, and encounter dangers. Eventually, they cross a river to reach their hoped-for destination. One of the best known of Angelopoulos fi lms, this multiple-award winning fi lm is a feast for the senses.________________________________

Á undan sýningu myndarinnar fi mmtudaginn 22. nóvember kl. 20 mun Friðrik Þór Friðriksson kvik-myndaleikstjóri minnast starfs-bróðurs síns Theo Angelopoulos, sem lést í janúar s.l. við tökur á mynd sinni The Other Sea.

Page 12: REFF 2012

TÍMI FÖS 16. NÓVEMBER

20:00 ALPS

20:00 KID WITH A BIKE

20:00 THE DEEP BLUE SEA

20:00 THE LORDS (LES SEIGNEURS)

TÍMI LAU 17. NÓVEMBER

18:00 CRULIC-THE PATH TO BEYOND

20:00 TABU

22:00 A BETTER LIFE

TÍMI SUN 18. NÓVEMBER

18:00 SISTER

20:00 CAESAR MUST DIE

22:00 CRULIC-THE PATH TO BEYOND

TÍMI MÁN 19. NÓVEMBER

18:00 A BETTER LIFE

20:00 THE LORDS (LES SEIGNEURS)

22:00 CAESAR MUST DIE

TÍMI ÞRI 20. NÓVEMBER

18:00 KID WITH A BIKE

20:00 THE DEEP BLUE SEA

22:00 SISTER

TÍMI MIÐ 21. NÓVEMBER

18:00 A BETTER LIFE

20:00 TABU (Lux Prize announced)

22:00 ALPS

TÍMI FIM 22. NÓVEMBER

18:00 THE DEEP BLUE SEA

20:00 LANDSCAPE IN THE MIST + FTF

22:00 KID WITH A BIKE

TÍMI FÖS 23. NÓVEMBER

18:00 THE LORDS (LES SEIGNEURS)

20:00 CRULIC-THE PATH TO BEYOND

22:00 THE BEEKEEPER

TÍMI LAU 24. NÓVEMBER

18:00 VOYAGE TO CYTHERA

20:00 ALPS

22:00 CAESAR MUST DIE

TÍMI SUN. 25. NÓVEMBER

18:00 TABU

20:00 TYRANNOSAUR (UN Women)

22:00 WHEN WE LEAVE

22:00 SISTER

Birt með fyrirvara um villur og breytingar. Rétta dagskrá má avallt sjá a www.bioparadis.is

SÝNINGARTÍMAR/SCREENINGS:Almennt miðaverð á REFF 2012 er aðeins 500 krónur. Hægt er að kaupa fi mm mynda

passa á 2000 kr. í miðasölu Bíó Paradísar. Sýningin á Skemmdum eplum (Tyrannosaur) er til styrktar UN Women og kostar aðgöngumiðinn 1000 kr. Allar tekjur af miðasölu

renna til UN Women.

Opnunarkvöldið, 16. nóvember, er ókeypis í bíó meðan húsrúm leyfi r. Boðið verður uppá fjölbreyttar veitingar og skemmtiatriði frá kl. 19.