16
Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 400 m/vsk Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 400 m/vsk Fimmtudagur 19. apríl 2012 16. tbl. · 29. árg. „Ég byrjaði á handfærum þegar ég var strákur og var örugglega í þrjátíu ár á skaki. Nú er maður bara kominn í hring, enda orðinn sextugur og svona. Þetta er ljómandi fínt, að eignast nýjan bát og vera í þessu á meðan heilsan leyfir,“ segir Sigurður Hjart- arson. Á miðopnu blaðsins talar hann um ferðaþjónustu, trillurómantík og skotveiðar. Í hring

Orkubúið bætir Súðvíkingum tjónið · 19. apríl 2012 16. tbl. · 29. árg. „Ég byrjaði á handfærum þegar ég var strákur og var örugglega í þrjátíu ár á skaki

  • Upload
    others

  • View
    0

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

  • Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 400 m/vskStofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 400 m/vsk

    Fimmtudagur19. apríl 2012

    16. tbl. · 29. árg.

    „Ég byrjaði á handfærum þegar ég var strákur ogvar örugglega í þrjátíu ár á skaki. Nú er maður bara

    kominn í hring, enda orðinn sextugur og svona.Þetta er ljómandi fínt, að eignast nýjan bát og vera íþessu á meðan heilsan leyfir,“ segir Sigurður Hjart-

    arson. Á miðopnu blaðsins talar hann umferðaþjónustu, trillurómantík og skotveiðar.

    Í hring

  • 22222 FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2012

    FramhaldsskólakennararÍþróttakennari – vélfræðingurÍþróttakennari 50% staða. Umsækjendur skulu hafa háskólapróf í

    íþróttagreinum auk kennsluréttinda í framhaldsskóla.Vélfræðingur 100% staða. Um era ð ræða kennslu á A- og B-stigi.

    Umsækjendur skulu hafa lokið vélstjórnarnámi D auk kennsluréttindaí framhaldsskóla. Æskilegt er að viðkomandi hafi nokkra reynslu semvélfræðingur.

    Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi KÍ og fjármálaráðherraog stofnanasamningi skólans. Sóst er eftir kennurum sem hafa til aðbera góða samskiptahæfni, þjónustulund, frumkvæði, eru sjálfstæðirí vinnubrögðum og hafa áhuga á að taka þátt í þróunarstarfi í kennslu-háttum og uppbyggingu náms í samræmi við ný lög um framhaldsskóla(nr. 92/2008).

    Umsókn þarf ekki að vera á sérstökum eyðublöðum. Með umsóknskal fylgja ítarlegar upplýsingar um menntun, fyrri störf og meðmæl-endur. Umsóknir skal senda til skólameistara á netfangið [email protected]ða á heimilisfang skólans: Menntaskólinn á Ísafirði, Torfnesi, 400 Ísa-firði. Umsóknarfrestur er til 4. maí. Nánari upplýsingar um starfið veitirJón Reynir Sigurvinsson skólameistari [email protected], eða í síma 8964636.Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin umráðningu. Umsóknir gilda í a.m.k. sex mánuði ef staðan losnar á ný.

    Menntaskólinn á Ísafirði starfar eftir áfangakerfi. Einkunnarorð hanseru VIRÐING, METNAÐUR og VÍÐSÝNI. Nánari upplýsingar um skólannmá finna á heimasíðu hans http://www.misa.is/.

    Skólameistari.

    SKÍÐASVÆÐIÐ Á ÍSAFIRÐI –ÓFORMLEGT FORVAL – ÚTBOÐ

    Tæknideild Ísafjarðarbæjar óskar eftir að-ilum til þátttöku í útboði vegna rekstursskíðasvæðisins á Ísafirði, í Tungudal og áSeljalandsdal.Um er að ræða umsjón og rekstur á þrem-ur skíðalyftum ásamt gönguskíðasvæði.Forvalsgögn verða afhent hjá Ísafjarðarbæ18. apríl 2012.Umsóknum skal skila á bæjarskrifstofuÍsafjarðarbæjar, Hafnarstræti 1, 400 Ísa-firði fyrir kl. 11:00 þriðjudaginn 8. maí2012, en þá verða þau opnuð að viðstödd-um þeim bjóðendum sem þess óska.

    Í síðustu viku greindi BB fráþví að Sigurður Atlason formað-ur Ferðamálasamtaka Vestfjarðahygðist ekki bjóða sig til fram tilendurkjörs, en aðalfundur sam-takanna var haldinn á laugardagá Hótel Bjarkarlundi. Sigurðurmun þó leiða starf samtakanna íað minnsta kosti eitt ár í viðbót,en hann tók áskorun fundar-manna og bauð sig fram að nýju.Sigurður var endurkjörinn for-

    maður með lófataki, en ekkertmótframboð barst.

    Einar Unnsteinsson, RagnaMagnúsdóttir og Karen StuelandÓlason gengu úr stjórninni en íþeirra stað komu Valgeir Bene-diktsson, Elfar Logi Hannessonog Jón Þórðarson. Auk SigurðarAtlasonar sitja Ester Rut Unn-steinsdóttir, Halldóra Játvarðar-dóttir og Sigurður Arnfjörð áframí stjórn samtakanna.

    Hætti við að hætta– Sigurður áfram

    Kaffihúsið Heitt á prjón-unum við Silfurtorg á Ísa-firði hættir starfsemi undirlok þessa mánaðar, en þarhefur einnig verið rekinhannyrðaverslun. Að sögnGerðar Eðvarðsdóttir, semrekið hefur kaffihúsið, tókhún þessa ákvörðun um síð-ustu áramót. „Það bara kom-inn tími á þetta, en þetta hafaverið góð þrjú ár,“ segir Gerð-ur, sem hefur rekið kaffihús-ið og hannyrðaverslunina fráþví í júní 2009.

    Að sögn Gerðar hefur húnkynnst skemmtilegu fólki áþessum tíma og notið þessað sinna rekstrinum, semhafi verið bæði gefandi ogspennandi. Hún verður meðútsölu alla þessa viku, enstefnir á að selja lagerinn ogþví rekstrinum fylgdi áðuren staðurinn lokar undir lokmánaðarins.

    [email protected]

    Heitt á prjón-unum hættir

    „Það er alveg klárt mál að þettaer hlutur sem hægt er að koma íveg fyrir,“ segir Halldór V.Magnússon framkvæmdastjórirafveitusviðs Orkubús Vest-fjarða. Þrálát bilun hefur veriðhjá Orkubúi Vestfjarða sem olliðhefur spennufalli í þorpinu þegareinn fasi dettur út. Bilanir af

    þessu tagi áttu sér stað í desember2009, í mars 2011 og nú síðast27. mars. Að sögn Halldórsverður tjónið bætt að fullu. „Viðviðurkennum að við hefðumgetað staðið okkur betur í þessumáli,“ segir Halldór, en starfs-menn Orkubúsins náðu ekki aðprófa fasvörnin nægjanlega vel

    fyrir veturinn. Fasvörnin er bún-aður sem tekur út aflrofa fyrirspennustöð nýja þorpsins í Súða-vík.

    Halldór segir fjölmarga hafakomið að máli við Orkubúiðvegna málsins, en Orkubúið ertryggt hjá Sjóvá. „Tjónið verðurbætt að fullu, við höfum rætt við

    okkar tryggingarfélag og skaðinnverður bættur,“ segir Halldór.Bæði fyrirtæki og einstaklingar íSúðavík hafa orðið fyrir barðinuá spennufallinu, en að matiÓmars Más Jónssonar sveitar-stjóra gæti tjónið verið metið háttá aðra milljón króna.

    [email protected]

    Orkubúið bætir Súðvíkingum tjónið

  • FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2012 33333

  • 44444 FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2012

    Sólrisuvika menntaskólansþótti heppnast sérstaklega vel íár. Boðið var upp á fjölmargarspennandi uppákomur og nokkr-ar af vinsælustu hljómsveitumlandsins mættu á svæðið. Blaða-maður BB spjallaði við JóhönnuStefánsdóttur sem fór fyrir Sól-risunefnd þetta árið.

    38 ára hefð38 ára hefð38 ára hefð38 ára hefð38 ára hefð

    „Ég er formaður Sólrisunefnd-ar og gegni því embætti svokall-aðs menningarvita. Sólrisunefndheldur utan um Sólrisuviku semer heil vika tileinkuð menningu ískólanum. Við erum sex í nefnd-inni en svo kemur nemendaráðiðað þessu líka. Þetta er orðin 38ára gömul hefði og undirbún-ingstíminn hverju sinni er lang-ur,“ segir Jóhanna.

    - Hvað var á dagskrá? „Þaðvar mjög margt. Til dæmis varboðið upp á mikla tónlistarsúpuá Edinborgarhúsinu þar sem FMBelfast, Klysja, Prins Póló ogfleiri komu fram. Jón Jónssonkom líka og spilaði. Við starf-ræktum útvarpsstöð og settumupp söngleikinn Grease. Það varmjög stórt verkefni og gamanhvað allir voru til í það og lögðusig mikið fram. Enda gekk þettasvo vel að við þurftum að bætavið tveimur aukasýningum. Leik-stjóri sýningarinnar var HalldóraRósa Björnsdóttir. Og allur bær-inn virtist mjög ánægður meðþetta,“ segir Jóhanna.

    Góður andiGóður andiGóður andiGóður andiGóður andi

    Aðspurð segir Jóhanna um 300nemendur í menntaskólanum.

    „En það er mikið af aukadeild-um og margir í verklegu námiþannig að maður hittir ekki nærrialla. Kannski er nær að segja aðþað séu um 500 manns semstunda nám við skólann. En flest-ir krakkarnir hér á Ísafirði fara ímenntaskólann hér heima. Árið

    sem ég byrjaði fóru ekki nematveir suður. Þó hefur það eitthvaðaðeins aukist upp á síðkastið aðfólk sé að fara í Versló og svona.Það hefur náttúrlega verið mikillniðurskurður, nokkrir áfangarekki verið kenndir í mörg ár ogmarga þeirra bara hægt að taka ífjarnámi. Það væri auðvitað ósk-andi að hægt væri að auka náms-framboðið almennt.“

    Jóhanna segir andann í skólan-um góðan og samheldni ríkja.„Þetta er lítill menntaskóli, ekkisá minnsti en lítill og samheldniner mikil. Við erum fá og þekkj-umst því öll og allir tilbúnir til aðhjálpast að. Til dæmis var gamanað upplifa samstöðuna í kringumMorfís. Þar komumst við í áttaliða úrslit en töpuðum svo fyrirM.S. En stuðningsliðið okkar varfrábært. Við höfum ekki enn ekkikomist í sjónvarpið í Gettu beturen vonandi kemur að því.“

    Lögfræði eðaLögfræði eðaLögfræði eðaLögfræði eðaLögfræði eðastjórnmálafræðistjórnmálafræðistjórnmálafræðistjórnmálafræðistjórnmálafræði

    Jóhanna gerir ráð fyrir að út-skrifast fyrir næstu jól. „Mérfinnst líklegt að ég fari í Hús-mæðraskólann því ég hef þarnaeina lausa önn. Móðir mín fór íhann og ég væri alveg til í aðgeta gert margt af því sem húngetur. Síðan stefni ég á annað-hvort lögfræði eða stjórnmála-fræði. Mér þykja bæði föginheillandi og þau skapa mannimikla möguleika. Ég er ekki vissum hvað ég vil vinna við en fjöl-skyldan segir að ég eigi eftir aðverða þingmaður,“ segir Jóhannaog brosir.

    „En ég ætla að koma til bakaeinhverntíma eftir nám. Ég ersvo heimakær og við verðum líkaað halda þessu gangandi hérna.“

    - Hvað ætlarðu að gera í sum-ar? „Ég verð að vinna á sjúkra-húsinu. Það er misjafnt hvernigkrökkunum gengur að fá vinnuen það reddast nú yfirleitt,“ segirJóhanna að lokum.

    Menningarvitiog þingmaður?

  • FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2012 55555

  • 66666 FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2012

    Útgefandi: Gúttó ehf., kt. 680501-2620, Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564. Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson,sími 892 5362, [email protected]. Blaðamenn: Thelma Hjaltadóttir, símar 456 4693 og 849 8699, [email protected]. · Guðmundur Björn Þorbjörnsson,

    sími 692 8686, [email protected] · Ritstjóri netútgáfu bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson. Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125,[email protected]. Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson. Lausasöluverð er kr. 400 eintakið m. vsk. Veittur er afsláttur

    til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti. Önnur útgáfa: Ferðablaðið Á ferð um Vestfirði. ISSN 1670 - 021X

    Ritstjórnargrein

    Sumardagurinn fyrstiSumardagurinn fyrsti er ríkur í vitund þjóðarinnar; rótgróinn há-

    tíðisdagur árstíðaskipta þar sem vetur er kvaddur og sumri fagnaðburt séð frá því hvernig viðrar. Vestfirðingar eru trúlega öðrumlandsmönnum vanari við að það andi köldu á sumardaginn fyrsta ogað sama skapi væntingafyllri um að sumarið í nánd verði göfult oggott, enda litli fuglinn, sem árlega flýgur heimsálfa á milli og kemurhingað til þess að kveða burt snjóinn og leiðindi vetrar myrkursins,búinn að láta til sín heyra fyrir nokkru.

    Þorri og Góa grálynd hjú /gátu son og dóttur eina: / Einmánuð sembætti ei bú / og blíða Hörpu að sjá og reyna, segir í gömlum hús-gangi.

    Sem oft áður minnti Einmánuður heldur betur á að vetrinum væriekki lokið með síðbúnu páskahreti, eftir að vorboðanum hafði tekistað koma því inn hjá gestum rokkhátíðarinnar Aldrei fór ég suður,sem nú í níunda sinn lukkaðist sem aldrei fyrr, að nú væri voriðkomið fyrir fullt og fast. En þetta er nú bara einu sinni íslensk veðr-átta, óútreiknanleg og ætti ekki að koma á óvart.

    Hvað sem duttlungum veðurguðanna líður er þó skjalfest að fráog með þeim degi er þetta eintak Bæjarins besta kemur fyrir augulesenda, að sumardagurinn fyrsti kominn. Af því tilefni sendir blað-

    ið lesendum sínum og landsmönnum öllum bestu óskir um gottsumar, landi og lýð til farsældar.

    Hlægilegt!Hlægilegt!Hlægilegt!Hlægilegt!Hlægilegt!Á dögunum var norskt línuveiðiskip staðið að meintum ólöglegum

    veiðum út af Suðurlandi, nánar til tekið á Skeiðarárdýpi, viðkvæmukóralsvæði þar sem slík veiði er bönnuð. Í frétt af töku skipsins vargreint frá því að við broti af þessu tagi ætti útgerðin yfir höfði sérsektargreiðslu, allt að fjórum milljónum króna!

    Fréttin af töku norska línuveiðiskipsins er ekki hlægileg. Það erhins vegar spurning hvort hlæja eigi að gráta yfir sinnuleysinu semfelst í sektarákvæðinu. Afli skipsins, ef einhver var, skiptir ekkimáli, heldur hitt, hvar skipið var við veiðar og hvaða afleiðingarveiðarnar geta haft á lífríki hafsins um ófyrirsjáanlega framtíð.Miðað við hámark sektar virðist brot á veiðum innan fiskveiðilögsöguÍslands heldur léttvægt fundið.

    Ólöglegar veiðar innan fiskveiðilögsögunnar eiga að veradýrkeyptar þeim sem staðnir eru að verki.

    Þjóðerni brotamanna skiptir ekki máli. s.h.

    SpurninginErt þú spennt(ur) fyrirforsetakosningunum?

    Alls sækja sjö guðfræð-ingar um embætti sóknar-prests í Þingeyrarpresta-kalli. Umsóknarfrestur rannút þann 30. mars síðastlið-inn. Aðeins einn umsækj-enda, sr. Hildur Inga Rún-arsdóttir, hefur hlotið vígsluog starfað sem prestur. Hild-ur Inga hefur þjónað á Þing-eyri í afleysingum. Sr. Guð-rún Edda Gunnarssdóttirhefur þjónað á Þingeyri síð-astliðin 16 ár.

    Umsækjendur um Þing-eyrarprestakall eru: Cand.theol. Anna Eiríksdóttir,Cand. theol. Gunnar StígurReynisson. Séra Hildur IngaRúnarsdóttir, Cand. theol.Jóhanna Magnúsdóttir, Cand.theol. Jón Pálsson, Cand.theol. Salvar Geir Guðgeirs-son, Cand. theol. SigríðurRún Tryggvadóttir. BiskupÍslands skipar í embættið tilfimm ára að fenginni um-sögn valnefndar. Valnefndskipa níu manns úr presta-kallinu og prófasturinn íVestfjarðarprófastsdæmi,sr. Agnes M. Sigurðardóttir.

    [email protected]

    Sjö sækjaum Þingeyri

    Undirbúningur fyrir Heklu-mótið svokallaða gengur vel envon á miklum fjölda kórfélagatil Ísafjarðar laugardaginn 21.apríl. „Mesti spretturinn verðurþó líklega vikuna fyrir mótið.Það þarf að setja upp tvö svið ííþróttahúsinu, eitt þar sem hverog einn kór syngur sín lög og svoeitt risastórt þar sem allir kórarnirkoma saman í söng,“ segir Hörð-ur Högnason hjá karlakórnumErni sem er gestgjafi mótsins íár. Hekla er samband karlakóra

    af Austur-, Norðurlandi og Vest-fjörðum. Heklumót er nú haldiðí 18. sinn en það hefur aldrei fyrrverið haldið á Vestfjörðum.

    Mótið er haldið á fjögurra árafresti. „Á þeim kóramótum semvið höfum farið á er eins og þakiðsé að rifna af húsinu þegar allirkórarnir syngja saman. Hekla varupphaflega karlakórasambandNorðurlands en fyrir nokkrumárum byrjuðum við að taka þáttog teygja Norðurlandið til Vest-fjarða,“ segir Hörður. Karlakór-

    inn Ernir hefur starfað af miklumþrótti undanfarin tíu ár og nú æfaað jafnaði 55-60 karlar reglulegameð kórnum. Það er skemmtilegtilviljun að Karlakór Ísafjarðar,sem er eitt af hryggjarstykkjumKarlakórsins Ernis, var stofnaður5. maí 1922 og á því 90 ár afmælium þessar mundir.

    Áheyrendur er boðið að hlýðaá söng kóranna og má því segjaað mótið verði veglegir tónleikar.„Til þess er leikurinn gerður aðleyfa fólki að heyra í fleiri kórum

    og einhverjum öðrum en engamla góða Erni,“ segir Hörður.Að móti loknu munu kórfélagareiga góða stund saman. „Viðætlum að gera okkur glaðan dagum kvöldið þar sem við verðummeð hátíðarkvöldverð og dansi-ball fyrir kórfélaga.“

    Þess má geta að Karlakórinnóskaði eftir styrk frá Ísafjarðarbævegna leigu á íþróttahúsinu áTorfnesi, Ísafirði og hefur bæjar-ráð samþykkt þá beiðni.

    [email protected]

    Mynda einn risa karlakórKarlakórinn Ernir er gestgjafi mótsins.

    Alls svöruðu 608.Já sögðu 202 eða 33%

    Nei sögðu 4406 eða 67%

    Netspurningin er birt viku-lega á bb.is og þar geta

    lesendur látið skoðun sínaí ljós. Niðurstöðurnar eru

    síðan birtar hér.

    HelgarveðriðHorfur á föstudag:

    Austlæg átt, 5-10 m/s ogskýjað með köflum engengur í NA 8-15 m/saustast með slyddu eðsnjókomu þegar líður á

    daginn. Horfur á laugar-dag: Hæg norðlæg eðabreytileg átt og stöku él

    austantil en annarsbjartviðri. Hiti 0-5 stig.Horfur á sunnudag:

    Vaxandi austanátt og úr-koma og hlýnandi veður.

  • FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2012 77777

    SÚÐAVÍKURHREPPUR

    Auglýsingum breytingu á skipu-lagi Súðavíkurhrepps

    Tillaga að breyttu aðalskipulagi Súðavíkur-hrepps 1999-2018.

    Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps samþykkti áfundi sínum þann 12. janúar 2012 að auglýsa til-lögu að breytingu á aðalskipulagi Súðavíkur-hrepps skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Breytingin er gerð vegna aukinna umsvifa Ferða-þjónustunnar í Heydal í Mjóafirði, vegna stækkun-ar frístunda-og skógræktarsvæða að Hlíð í Álftafirðog að Hesti í Hestfirði.

    Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.Tillaga að deiliskipulagi í Heydal í Mjóafirði.Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps samþykkti á

    fundi sínum þann 12. janúar 2012 að auglýsa til-lögu að nýju deiliskipulagi í Heydal skv. 41. gr.skipulagslaga nr. 123/2010.

    Í tillögunni felst að gera ráð fyrir hótel/tómstunda-byggingu, 6 gistihúsum, 2 norðurljósa-húsum,aðstöðu við laugasvæði og snyrtingu.

    Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.Tillaga að breytingu á deiliskipulagi að Hlíð í

    Álftafirði.Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps samþykkti á

    fundi sínum þann 12. janúar 2012 að auglýsatillögu að nýju deiliskipulagi í Heydal skv. 43. gr.skipulagslaga nr. 123/2010.

    Í tillögunni felst að stækka frístunda-og skóg-ræktarsvæði að Hlíð í Álftafirði, fjölgun og stækkunlóða ofan þjóðvegar og þar af leiðandi breytingará byggingarreitum, breytingar á skilmálum, fækk-un og stækkun lóða neðan þjóðvegar og þar afleiðandi breytingar á byggingarreitum, ný tengingað efri hluta byggðar við þjóðveg og breytingar ognánari skilgreining á skjólbeltum ofan þjóðvegar.

    Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.Tillögurnar ásamt greinargerðum verða til sýnis

    á skrifstofu Súðavíkurhrepps, Grundarstræti 1-3,Súðavík, virka dag frá kl. 10:00-12:00 og frá 13:00-15:00 frá og með 16. apríl til og með 31. maí 2012.

    Einnig má sjá tillögurnar á heimasíðu Súðavíkur-hrepps, www.sudavik.is. Þeim sem telja sig eigahagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á aðgera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til þessað skila inn athugasemdum er til 31. maí 2012.

    Athugasemdir, ef einhverjar eru, skulu vera skrif-legar og berast til skrifstofu SúðavíkurhreppsGrundarstræti 1-3, 420 Súðavík.

    Hver sá sem ekki gerir athugasemdir innan til-skilins frests, telst samþykkja tillögurnar.

    F.h. SúðavíkurhreppsÓmar Már Jónsson, sveitarstjóri

    Ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla á Ísafirði

    Mat á umhverfisáhrifum– Álit Skipulagsstofnunar

    Skipulagsstofnun hefur gefið álit sitt um matá umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/2000 m.s.b. Skipulagsstofnun telur að sjónrænáhrif framkvæmdarinnar geti orðið talsvert nei-kvæð, áhrif á gróður nokkuð jákvæð, aukiðvatnsmagn kunni að vera í rásum sem flytjaeiga yfirborðsvatn til sjávar og búast megi viðónæði vegna hávaða og umferðar á framkvæmda-tíma.

    Niðurstaða Skipulagsstofnunar er að fyrirhug-uð gerð ofanflóðavarna neðan Gleiðarhjallamuni ekki valda umtalsverðum neikvæðumáhrifum á umhverfið.

    Álitið í heild liggur frammi hjá Skipulagsstofn-un, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Álit Skipu-lagsstofnunar og matsskýrslu NáttúrustofuVestfjarða er einnig að finna á heimasíðu stofn-unarinnar, www.skipulagsstofnun.is.

    Skipulagsstofnun.

    Sr. Agnes er bjartsýn„Ég er bjartsýn, en ég geri mér

    grein fyrir því að hvert atkvæðitelur og ekkert er í hendi fyrr entalningu er lokið. Ég er raunsæ íþessum efnum sem og öðrum,“segir sr. Agnes M. Sigurðardóttirprófastur Vestfjarðaprófasts-dæmis og sóknarprestur í Bol-ungarvík. Agnes er annar þeirraframbjóðenda sem er í seinniumferð biskupskjörs, en talningatkvæða fer fram 25. apríl. Hinnframbjóðandinn er sr. SigurðurÁrni Þórðarson, prestur í Nes-kirkju.

    „Því hefur verið haldið framað við Sigurður höfum ólíka sýná hlutina, en í raun komum viðfrá svipuðum stað,“ segir Agnes,en hún og Sigurður voru sam-nemendur í guðfræðideildinniundir lok 8. áratugarins, en fóruólíkar leiðir eftir námið. Agnesvígðist til Bolungarvíkur og ernú prófastur en Sigurður kláraðidoktorsnám frá Vanderbilt há-skóla í Bandaríkjunum, og þjónarnú í Reykjavík. Agnes segir þaðhafa haft áhrif á sig að vera pró-fastur. „Verandi prófastur hef égvanið mig á það að hengja mig áreglur og nákvæmni í allri stjórn-sýsluvinnu. Ef maður er ekkisáttur við reglurnar þá skal maðurreyna að breyta þeim, en meðanþær gilda verður að fara eftirþeim,“ segir Agnes og bætir þvívið að hver og einn mótist eftirþví sem hann reynir á lífleiðinni.

    „Einkunnarorð mín í þessaribaráttu hafa verið jafnræði, um-hyggja og samstaða. Þetta er þaðsem höfða á til fólks og kirkjunni.Ekki hefur alltaf verið farið eftirreglum og ekki hafa allir notiðjafnræðis í kirkjunni,“ segir Agn-es, en talsvert hefur borið á þvíað vígt sé til prests án auglýsinga.Að sögn Agnesar er það ólíðandi.Í kirkjunni er hinsvegar nokkurtofframboð af guðfræðingum, því10-12 einstaklingar sækja umnær hverja lausa stöðu sem í boðier. Vaninn er sá, og reglurnarsegja til um, að hæfasti einstakl-ingurinn í starfið hverju sinni sésá sem hafi mesta starfsreynslu.Að sögn Agnesar er þetta fyrir-komulag vandasamt.

    „Reglurnar eru þannig að þærhvetja til að einstaklingur semþegar er vígður sé valinn. Semprestur og guðfræðingur finnstmér það gott, en að sama skapi erþað ekki gott að guðfræðingarsem hafa mikla reynslu af kirkju-starfi og lífinu sjálfi komi ekkitil greina í starfið vegna þess aðvígður einstaklingur á meirimöguleika frá upphafi. Val-nefndin sem velur prest þarf aðrökstyðja val sitt hverju sinni, enhún þarf ekki að rökstyðja hversvegna aðrir voru ekki valdir,“segir Agnes sem telur að þessu

    að koma boðskapnum á framfæriþannig hann nái til fólks og virkií lífi þeirra. Við getum farið ýms-ar leiðir til þess, t.d. getum viðbætt boðleiðirnar. Of mikil gjáer á milli biskupsstofu og fólks-ins, á milli yfirstjórnar kirkjunnarog safnaðanna,“ segir Agnes enbætir því við að henni þyki enguað síður ómaklega verið vegiðað Karli Sigurbjörnssyni, núver-andi biskupi Íslands. „Karl hefurgert margt gott, en engu að síðurverðum við nú að vinna samanað þessu verkefni. Boðskapnumverður að koma til skila. Söfn-uður, yfirstjórn, sóknarnefnd ogallir í kirkjunni verða að vinnasaman að því.

    Aðspurð um nýlegar tölur fráHagstofu Íslands um umtals-verða fækkun á fjölda skírðrabarna í Þjóðkirkjunni á undan-förnum árum, telur Agnes aðþetta vandamál sé ekki á Vest-fjörðum. „Nánast öll börn semfæðast í Bolungarvík eru skírð íþjóðkirkjunni. Við verðum aðhafa í huga að mörg þeirra barnasem fæðast á Íslandi í dag eigaforeldra sem eru annarrar trúar,t.d. kaþólikkar,“ segir Agnes.

    [email protected]

    þurfi að breyta og þetta fyrir-komulag valdi því að prestastétt-in gangi ekki í gegnum nægjan-lega endurnýjun.

    En hvernig sér Agnes fyrir sérkirkjuna, verði hún biskup?

    „Framtíðarverkefnin í kirkj-unni eru þau sömu og þau hafaalltaf verið. Verkefni hennar er

    Sr. Agnes M. Sigurðardóttirer í framboði til biskups.

  • 88888 FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2012

    Veiðar og rómantíkSigurður B. Hjartarson hefur

    siglt með ferðamenn á Hornstrand-ir undanfarin ár en hefur nú snúiðsér aftur að færaveiðum. Blaða-maður BB hitti Sigurð á heimilihans og spjallaði við hann umsjómennsku, lífið í Bolungarvíkog veiðimennsku.

    Ávallt ÍsfirðingurÁvallt ÍsfirðingurÁvallt ÍsfirðingurÁvallt ÍsfirðingurÁvallt Ísfirðingur

    „Ég er Ísfirðingur, nánar til-tekið Hlíðarvegspúki. Það varmikil samheldni á Hlíðarvegin-um og við hittumst alltaf einusinni á ári í Hlíðarvegspúkapartí-inu. Ég bjó á Ísafirði þar til égvar rétt rúmlega tvítugur og var ábátum og skipum en þegar égkynntist konunni minni, KristínuH. Karvelsdóttur og fluttist éghingað í Bolungarvík,“ segir Sig-urður.

    „Það var gott að vera á togur-unum í gamla daga og þar vorufínir karlar. Hinsvegar hafði hug-urinn alltaf staðið til eigin út-gerðar, helst smábátaútgerðar.Mér líkaði aldrei þessar lönguútivistir á togurunum. Upplifðiþær sem skerðingu á frelsi. Enþað er betra að gera út smábátafrá Bolungarvík en Ísafirði þvísiglingin á miðin er styttri ogbetra að sjá til veðurs. Það ásamtþví að konan mín er héðan gerðiað verkum að maður fluttist hing-að. En maður telur sig alltaf Ís-firðing.“

    Hjörtur StapiHjörtur StapiHjörtur StapiHjörtur StapiHjörtur Stapi

    Fyrst eftir komuna til Bolung-arvíkur starfaði Sigurður semstýrimaður á línubátum.

    „Ég var tvö eða þrjú ár í því ogsigldi meðal annars á GuðmundiPéturs með Jóni Eggert. Síðaneignaðist ég mína eigin útgerðog stundaði rækjuveiðar í rúm20 ár í Ísafjarðardjúpi. Nánastallt lífið hefur snúist í kringumbáta og skip og aðallega smærribáta síðastliðin 30 ár,“ segir Sig-urður.

    Fyrir fimm árum vatt Sigurðurkvæði sínu í kross og fór út íferðaþjónustu.

    „Þá seldi ég bátinn sem ég áttiog lét smíða fyrir mig annan semhentaði til fólksflutninga. Næstufimm ár vann ég svo við að flytjafólk á Hornstrandir. Ferðamennsk-an er heillandi heimur en tekurlíka á. Það fylgir þessu mikiðsímaat og áreiti og þetta er krefj-andi starf. Svo er það líka þannigað þegar maður eldist gerir maðursér grein fyrir að það er ekki þaðsama að flytja fisk og fólk. Fólks-flutningum fylgir mikil ábyrgð

    og það er svolítið lýjandi. Égseldi því bátinn nýverið til Boreaá Ísafirði en mun sjálfsagt grípaeitthvað í þetta áfram með því aðfara ferð og ferð fyrir þá. Enmaður á náttúrlega fjölskyldu ogsumarbústað sem maður hefurvanrækt svolítið undanfarin ár.“

    Sigurður bíður nú eftir nýjumSómabát og er á leið í strand-veiðikerfið.

    „Ég byrjaði á handfærum þeg-ar ég var strákur og var svo umþrjátíu ár á skaki. Nú er maðurbara kominn í hring, enda orðinnsextugur og svona. Þetta er ljóm-andi fínt, að eignast nýjan bát ogvera í þessu á meðan heilsanleyfir. Báturinn sem ég er að látasmíða núna mun fá nafnið Hjört-ur Stapi. Hann heitir eftir föðurmínum og auðvitað í virðingar-skyni við gamla manninn semvar mikill sjóhundur.“

    Ísbjörn í HælavíkÍsbjörn í HælavíkÍsbjörn í HælavíkÍsbjörn í HælavíkÍsbjörn í HælavíkSigurður hefur orð á sér fyrir

    að hafa mikinn áhuga á öllumveiðum

    „Ég er kannski ekki þannigveiðimaður að ég skjóti þúsundrjúpur á ári, eða eitthvað álíka.En ég viðurkenni að lífið snýstmikið í kringum veiðar. Ég hefmjög gaman af rjúpnaveiðum enhjá mér er þetta útiveran, ekkiendilega hvað margar rjúpur égveiði. Eins erum við nokkrir aðskjóta tófur hér á veturna þótt égsé nú ekki nein grenjaskytta. Viðhöfum aðallega verið í Skálavíkog eitthvað á Jökulfjörðum en þáauðvitað fyrir utan friðlandið. Égfer líka á svartfugl, renni fyrirsilung á sumrin og hef stundumnáð mér í múkkaegg með vinummínum á vorin en verð seint tal-inn bjargmaður. Þetta eru leifarfrá uppeldinu en pabbi var mikillveiðimaður. Hann veiddi alvegfram í andlátið, enda lést hannvið veiðar 84 ára gamall. Gárung-arnir á Ísafirði sögðu að hannhefði látið eftir sig fjögurra árabyrgðir af svartfugli, silungi oglaxi. Það er nú kannski frekar ýkten á mínu æskuheimili var alltafnóg til af villibráð. Ég hef áhugaá öllu sporti sem tengist veiðumog tókst að ná í fyrsta hreindýriðsíðasta haust, á Öxi rétt við Egils-staði. Í haust ætla ég svo að skellamér aftur með félaga mínum semfékk leyfi. Maður þarf ekki endi-lega að skjóta sjálfur, það ergaman að öllu í kringum þetta.“

    - Sagan segir að þú hafir mættísbirni á Hornströndum.

    „Já það er rétt, við vorum aðdraga grásleppunet á Hælavíkásamt Reimari Vilmundarssyni

    á Sædísinni þegar hann kom augaá þennan ísbjörn. Við vorum þrírum borð, Hagbarður Marinósson,Reimar og ég. Reimar kallaðiokkur hina tvo fram í brú ogspurði hvort hann væri að sjáofsjónir, þarna væri örugglegaísbjörn. Þetta var skemmtileglífsreynsla. Björninn kom í ágæt-is skotfæri og ég get ekkert fullyrthvað hefði gerst hefði riffillinnhans Reimars verið um borð.Það var fullt af skotfærum í bátn-um en skipstjórinn hafði veriðað þrífa lúkarinn og gleymt aðtaka byssurnar um borð. Einaskiptið sem þessi bátur hefurverið vopnlaus. Þetta hefur senni-lega bjargað því að við erumekki á Hrauninu upp á vatn ogbrauð. Það má ekkert gera í dagnema það fari fyrir allskonar mis-vitra sérfræðínga og ráðuneyti.“

    FerðamennFerðamennFerðamennFerðamennFerðamennog Vestfirðirog Vestfirðirog Vestfirðirog Vestfirðirog Vestfirðir

    Hvernig finnst Sigurði að lítatil baka yfir árin og þróunina íferðaþjónustunni nú þegar hanner að hætta?

    „Eiginlega byrjaði ég að flytjafólk þegar ég var á rækju fyrirhartnær tuttugu árum. Þá vorukröfurnar ekki jafn strangar ogmaður þurfti bara að hafa tiltækangúmmíbát um borð fyrir farþeg-ana. Ég flutti því fólk stundumút á Hornstrandir með veiðar-færin um borð. Síðan hefur traff-íkin þarna út náttúrlega aukistmikið. Þegar ég byrjaði formlegaí þessu jókst hún stöðugt og húner enn að aukast. Farþegarnir hjámér hafa sennilega verið um 70%Íslendingar og 30% útlendingar,“segir Sigurður.

    „En tímabilið er mjög stutt,þetta eru tveir góðir mánuðir ogreytingur á vorin og haustin. Þáeru svona albínóar að fara norðurí refaskoðanir eða á Hesteyri tilað dvelja þar í húsum. Og fólk erað skutlast frameftir hausti til aðloka bústöðum eða fara á svart-fugl. Ég hef fengið mikið snattfyrir Borea og byrjaði að þjónustaþá í mars í fyrra. Þá byrjaði églíka aðeins í að bjóða upp á hvala-skoðun. Hvalurinn er í Djúpinuog það er óplægður akur. Einseru tækifæri í kringum stjóstöng-ina. Þótt hér sé fjöldinn allur afbátum eru þeir bara fyrir Þjóð-verjana og fastir í því. Ég skrappstundum með fólk en hafði aldreialmennilega tíma til að sinnaþessu. En Íslendingar sækja í sjó-stöng í auknum mæli og ég efastekki um að það eru tækifæri þar.Það eru því enn möguleikar í

    ferðaþjónustu hér á svæðinu.“

    Vill auka nýliðunVill auka nýliðunVill auka nýliðunVill auka nýliðunVill auka nýliðunÁ meðan Sigurður bíður eftir

    nýja bátnum og að strandveiðarhefjist er hann á grásleppuveið-um ásamt félaga sínum, Reimari.Hvaða skoðanir hefur Sigurður áhinu umdeilda strandveiðikerfi?

    „Menn halda kannski að vegnaþess að ég er að fara inn í kerfiðnúna ætli ég að vegsama þettaallt saman. En í heildina séðfinnst mér þetta bara í góðu lagi.Strandveiðarnar taka ekki fráneinum og ef eitthvað er þyrftiað auka við þær svo fleiri yngrikomist inn í kerfið. Það er búiðað vera alltof mikið fjaðrafok íkringum strandveiðikerfið. Þess-ir litlu fiskveiðibæir þurfa nauð-synlega á þessu að halda yfirsumartímann. Það mætti hins-vegar þróa kerfið þannig að meirakæmi í hlut hvers og eins. Þessikvóti sem nú er veittur hrekkurekki fyrir miklum lánum fyrirnýliða til að starta útgerð. Sátekjuhæsti hérna er kannski meðfimm og hálfa milljón yfir sum-arið. Það vantar því enn herslu-muninn til að gera þetta arðbært.En að öðru leyti held ég að þettakerfi þurfi að vera til fyrir þessasmærri bæi. Strandveiðarnarskapa mikið líf í höfnum og slóð-in sem færabátarnir eru á er til-tölulega vannýtt. Og mér líst velá þessar hugmyndir um að leyfaað róa fjóra daga í viku en setjahámark á daginn, eða þá að hafakannski visst magn á viku, svohagkvæmara yrði að sækja aflannvegna ört hækkandi olíuverðs. Ístaðinn fyrir að menn séu að róakannski fimm daga í mánuði,“segir Sigurður.

    - Sumum svíður að sjá öllumaflanum keyrt í burtu.

    „Hér er öflugt fyrirtæki, JakobValgeir, sem kaupir þann aflasem það getur annað. Og svostendur til að það bætist við nýfiskverkun hérna. En miðað viðnúverandi kerfi er ekki hægt aðætlast til að bara þessi hópur landiheima. Það er alltaf eitthvað tek-ist á um eitthvað í þessu. Nú erusumir óhressir út í loðnuskipinog vilja meina að þau séu aðveiða upp fæðu þorsksins. Égheld að þetta þurfi allt að vera til,togarar, loðnuskip, smábátar ogsvo framvegis. Þetta leitar alltjafnvægis. Til dæmis getur veriðmjög erfitt að sækja fiskinn ástrandveiðunum og með tíð ogtíma skýrist hverjir eiga heima íþessu og hverjir ekki.“

    Lífið í VíkinniLífið í VíkinniLífið í VíkinniLífið í VíkinniLífið í Víkinni

    Aðspurður um lífið í Bolungar-vík, svarar Sigurður:

    „Mannlífið er gott hérna ogfólk stendur saman. Strákarnirsem róa héðan eru á heimsmæli-kvarða og slá öllum öðrum álandinu við í sóknarhörku ogaflabrögðum. Það er mikið líf íkringum höfnina. Og svo er end-urnýjun í línubátunum hérna ogþessir nýju bátar eru að leysa afbáta sem hafa verið með þeimaflahæstu á Íslandi.

    Auðvitað munar þó um fyrir-tæki eins og rækjuverksmiðjunaog hér hefur örlað á atvinnuleysi.Þó virðist vera aukning í kringumsjóinn og í augnablikinu vantarfasteignir til sölu hérna. Þannigað þetta minnsta kosti stendur ístað. En þetta er náttúrlega ekkertí samanburði við það sem hérvar þegar ég fluttist hingað árið1975. Þá vann hver krakki semgat staðið undir sjálfum sér ogunnið hér nánast allan sólarhring-inn. Þegar ég kom var Einar Guð-finnsson enn í ágætis fjöri, orðinngamall maður en samt enn allt íöllu. Fiskurinn flóði út úr frysti-húsinu, hér voru tveir togarar ogfjórir stórir línubátar. Þetta hefurnáttúrlega breyst.“

    - Hvert heldurðu að svæðiðstefni?

    „Maður vonar bara að þessismærri pláss nái sér upp. Og þaueiga alveg að geta gert það ef þaðverður aukið við kvótann. Þaðþarf líka að reyna að lengja ferða-mannatímann en mér skilst aðnú séu þeir hjá Borea komnir afstað um miðjan mars. Það erbreyting til batnaðar. En svo erspurning hvað á að taka við áhaustin. Ferðaþjónusta detturmikið til niður strax eftir verslun-armannahelgi. Það er eins og Ís-lendingum finnist enginn sjarmiyfir þessu þegar farið er aðdimma á nóttunni. Útlendingarn-ir reyndar halda áfram að fara áHornstrandir fram eftir hausti,en þetta er náttúrlega líka spurn-ing um þjónustu. Það eru eigin-lega ekki nema þrír staðir semhafa þjónustað strandirnar, Hest-eyri Hornbjargsviti og Reykja-fjörður Menn hafa viljað setjaupp einhverja aðstöðu til að fólkgeti farið í bað og gist eða keyptsér gistingu en þetta er alltaf háðlandeigendum,“ segir Sigurður.

    Rómantík?Rómantík?Rómantík?Rómantík?Rómantík?

    - Skak og trillulíf, er það topp-urinn á tilverunni?

    „Það er viss rómantík í þessu.Mér er það alltaf minnisstætt þeg-ar Þorsteinn Pálsson, þáverandi

  • FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2012 99999

  • 1010101010 FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2012

    sjávarútvegsráðherra kom á fundá Flateyri. Þá voru trillukarlarósáttir við eitthvað sem hafðikomið upp. Á þessum fundi sagðihann að það væri engin rómantíkfólgin í því að vera úti á sjó, þettasnerist bara um peninga. En þaðer ekki rétt. Sá sem hefur veriðeinn úti á báti í blíðuveðri ogsólin kannski að setjast, veit bet-ur. Þótt trillulífið snúist um pen-inga að einhverju leyti er veru-lega sérstakt að upplifa náttúrunameð þessum hætti.“

    - Líka þegar það er bræla?„Það getur náttúrlega verið jag

    á þessu. En maður verður hluti afþessu og tekur þetta í törnum.Og það er annað, í strandveiði-kerfinu er of mikið verið að otamönnum í keppni. Ég sá það oftþegar ég var í farþegaflutning-unum að menn voru að hendastút þegar ekki var færaveður. Enmenn virtust telja sig þurfa aðfara á eftir stærri bátunum.“

    Orðinn langafiOrðinn langafiOrðinn langafiOrðinn langafiOrðinn langafi

    Aðspurður um börn og barna-börn, svarar Sigurður:

    „Ég á tvö börn, Sólveigu ogBenedikt. Barnabörnin eru orðin

    nokkur og fyrsta barnabarnabarn-ið kom nýlega í heiminn. Það erfalleg 5 mánaða stelpa sem heitirHólmfríður, yngsta barnabarniðer Kristófer Stapi, Stapi er svonahálfgert ættarnafn þar sem pabbivar fæddur í Stapadal í Arnarfirði

    - Hvað gerirðu þér til dægra-styttingar?

    „Mitt sport snýst mikið umútiveru og veiði, rjúpan á haustin,tófan og eiginlega allar veiðar,þær eru mitt golf. Við erum aðstússast í þessu við GuðmundurJakobsson, Jói Hannibals HafþórGunnars og fleiri. Við erum meðsjálfvirkar myndavélar þar semvið getum séð vídeómyndir afrefnum, þetta víkkar út sportiðkringum veiðarnar.“

    - Hvernig verður sumarið hjáþér?

    „Við Reimar verðum á grá-sleppu fram í maí en þá hefjaststrandveiðarnar. Þetta verður þóvæntanlega miklu rólegra en íferðmennskunni þar sem það máekki róa nema nokkra daga í mán-uði. Í haust ætla ég að leigja mérkvóta og róa eitthvað í septemberog október. Svo sér maður til,“segir Sigurður Hjartarson að lok-um. - Huldar Breiðfjörð.

    Sumarstarfvið garðyrkju

    Af sérstökum ástæðum vantar garðyrkjumanntil að annast garðinn Skrúð á Núpi í Dýrafirðitímabilið 15. maí til ágústloka 2012. Um er aðræða alla almenna umhirðu gróðurs, matjurta-ræktun og grasslátt auk almenns viðhalds stein-hleðslna og mannvirkja. Vélar og verkfæri erutil staðar.

    Leitað er að sjálfbjarga aðila með garðyrkju-menntun eða mikla reynslu af garðyrkju. Starfs-maðurinn þarf að geta unnið sem verktaki oghafa bíl til umráða.

    Nánari upplýsingar veitir Sæmundur í síma893 1065. Umsóknir ásamt stuttu yfirliti yfirmenntun og fyrri störf þurfa að berast fyrir 23.apríl nk., og sendast á póstfangið [email protected].

    Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefurlagt að gengið verði til samningavið GI Halldórsson ehf., vegnareksturs tjaldsvæðis Ísafjarðar-bæjar í Tungudal. Fjögur tilboðbárust í reksturinn en tilboð GIHalldórsson þótti hagstæðast.Ísafjarðarbær bauð út reksturtjaldsvæðisins frá 1. maí og framtil 1. október, en heimilt verðurað framlengja samninginn til 1.október 2014, sé það vilji beggjaaðila.

    Tjaldsvæðið var rekið af starfs-fólki íþróttahússins á Ísafirði ísumar en samþykkt var að leitaeftir tilboðum í reksturinn þarsem ljóst þótti að ekki væri lengurhægt að samnýta starfsfólk á millistaða. – [email protected]

    Tilboð GIHalldórssonhagstæðast

    M.Ed. og annar höfunda Rökkur-hæða fjalla um læsi barna. For-eldrar segja frá lestri barna sinnaog ungmenni frá sínum lestrar-venjum.

    Ýmis skemmtiatriði verða íflutningi barna, svo sem dans,söngur og rapp. Í Bryggjusal

    verður úrval bóka til að skoða oglesa ásamt annarri afþreyingu.Hægt verður að fá ráð við val ábókum til að lesa fyrir börn ogmeð börnum. Aðgangur er ókeyp-is og boðið upp á veitingar. Allireru velkomnir. Dagskráin er styrktaf Menningarráði Vestfjarða.

    [email protected]

    Dagskráin Börn og bækur -Sumarlestur fer fram í Edinborg-arhúsinu á Ísafirði á sumardaginnfyrsta, frá kl. 14-16. Dagskráinverður með fjölbreyttu sniði oger ætluð sem skemmtun fyrirbörn og fullorðna. Í Edinborgar-sal mun Marta Hlín Magnadóttir

    Fjallað um sumarlestur barna

    Vaxtarsamningur Vestfjarða(Vaxvest) hefur ákveðið aðstyrkja uppbyggingu og vöruþró-un hjá nýsköpunarfyrirtækinuGreenland Kayaks sem framleið-ir grænlenska kajaka. Vaxvest ersamstarfverkefni Atvinnuþróun-arfélags Vestfjarða (Atvest) ogiðnaðarráðuneytisins en meðstyrknum eru Atvest og Vaxvestað binda vonir við atvinnuupp-byggingu og verðmætasköpun á

    framleiðsluvörum sem eiga sérfáar hliðstæður. „Kajakarnir semslíkir eru sérstakir, en einnig eruáhugaverð þau vöruþróunarverk-efni sem fyrirtækið mun vinna tilþess að efla fyrirtækið enn frekar.

    Á Vestfjörðum hefur verið upp-gangur á ævintýraferðamennskuog er fyrirtækið m.a. í samstarfivið ferðaþjóna á því sviði ogstyður verkefnið við þá ímyndsem er að skapast í tengslum við

    ferðaþjónustu svæðisins,“ segirí tilkynningu. Framleiðsla kajak-ana sjálfra er samstarfsverkefnivið Trésmiðju Ísafjarðar en aukþess er Greenland Kayaks í sam-starfi við 3x-Technology umframleiðslu á ákveðnum íhlutum.Verkefnið er því að nýta og eflaþað framleiðsluumhverfi sem erá svæðinu. Áætlað er að á næstuárum skapist 7-10 störf við fram-leiðsluna. – [email protected]

    Áætlað að 7-10 störf skapist

    Vaxtarsamningur Vestfjarða, samstarfsverkefni Atvinnuþróunarfélags Vestfjarðaog iðnaðarráðuneytisins, hefur ákveðið að styrkja uppbyggingu og vöruþróun

    hjá nýsköpunarfyrirtækinu Greenland Kayaks sem framleiðir Grænlenska kajaka.

  • FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2012 1111111111

    Subway stefnirað opnun í maíStefnt er að því að útibú frá

    Subway keðjunni á Íslandiopni á Ísafirði í maí. „Við erumað bíða eftir að fá tæki og tóltil landsins fyrir staðinn á Ísa-firði svo það verður ekki opnaðþar fyrr en í maí úr þessu. Viðerum ekki komin með neinaákveðna dagsetningu en stefn-an er tekin á maí og við munumþví koma vestur með hækkandisól,“ segir Gunnar Skúli Guð-jónsson, framkvæmdastjóriSubway. Hann segir fyrirhug-aða opnun hafa fengið mjöggóðar viðtökur. „Ég hef ekkiannað heyrt að fólk sé spenntað fá okkur vestur.“

    Subway festi kaup á húsnæðií verslunarkjarnanum Neista áÍsafirði fyrir nokkru með þaðað markmiði að opna þar veit-ingastað. Um er að ræða hús-

    næði sem áður hýsti Office 1og síðar Bókahornið. GunnarSkúli Guðjónsson segir opnun-ina leggjast vel í Subway-menn en leitin að húsnæði hef-ur staðið yfir um árabil. Þáhefur mikill áhugi verið hjáheimamönnum að fá keðjunavestur og í þeim tilgangi varfyrir tveimur árum stofnaðurhópur á samskiptavefnum Face-book þar sem 1.800 mannshvöttu eigendur fyrirtækisinstil að opna útibú á Ísafirði.

    Fyrsti veitingastaður Sub-way á Íslandi var opnaður íFaxafeni í Reykjavík árið1994. Nú eru Subway staðirnirorðnir 18 á Íslandi, í Reykja-vík, Keflavík, Akureyri, Hafn-arfirði, Kópavogi, Mosfellsbæ,Selfossi, Akranesi og nú síðastá Egilsstöðum.

    Sjö manns hafa verið tilnefndirí starfshóp um framtíðarskipanPollsins á Ísafirði. Bæjarráð Ísa-fjarðarbæjar hefur staðfest skipanstarfshópsins og tilnefnt GíslaH. Halldórsson sem formann.Einnig eru tilnefndir í hópinnMarsellíus Sveinbjörnsson, Elísa-bet Gunnarsdóttir, Jón ReynirSigurvinsson og Ásgerður Þor-leifsdóttir, fulltrúar Ísafjarðar-bæjar og Torfi Einarsson og JónPáll Hreinsson, fulltrúar HSV.Einnig er lagt til að með nefnd-

    inni starfi þrír starfsmenn Ísa-fjarðarbæjar, Daníel Jakobsson,bæjarstjóri, Guðmundur M.Kristjánsson, hafnarstjóri ogJóhann Birkir Helgason, sviðs-stjóri umhverfis- og eignasviðs.

    Hlutverk starfshópsins er aðsemja skýrslu sem inniheldurmeðal annars framtíðarsýn aðumhverfi Pollsins með hliðsjónaf núverandi aðalskipulagi oghugsanlegum breytingum á því.Einnig skulu mögulegar útfærsl-ur af sjóvörnum fyrir Pollgötuna,

    sem jafnhliða gæti nýst sem að-staða fyrir sportmáta, koma þarfram.

    Mögulegar leiðir á að auka að-gengi íbúa að fjöru og sjónumvið Pollgötu og Skutulsfjarðar-braut skulu einnig athugaðar.Einnig ber starfshópnum að haldaopinn íbúafund um verkefnið ogkalla eftir sjónarmiðum íbúa íþessu máli. Starfshópurinn munheyra beint undir bæjarstjórn, enstarfa einnig á umhverfis- ogeignasviði. – [email protected]

    Starfshópur um framtíðar-skipan Pollsins í Skutulsfirði

    Sýningar- og geymsluhúsByggðasafns Vestfjarða íNeðstakaupstað á Ísafirðimun að öllum líkindumverða selt Ísafjarðabæ ánæstunni. Drög hafa veriðgerð að kaupsamningi meðafsali, þar sem gert er ráðfyrir að Ísafjarðarbær kaupiframangreindar eignir. Hús-ið hefur aðeins verið byggtað hluta, miðað við upphaf-legar teikningar, en það ernú 340,5 fermetrar að stærð.

    Ísafjarðarbær mun komatil með að leigja Byggða-safni Vestfjarða húsið, endrög að leigusamningi millibæjarins og byggðasafnsinshafa verið lögð fram. Þar ergert ráð fyrir því að samn-ingurinn gildi í allt að 10 árán heimildar til uppsagnar.Að þeim tíma liðnum er upp-sögn heimil, en með 12 mán-aða uppsagnarfresti. Áætlaðleigugjald pr. mánuð verður260.000 kr. – bundið vísitöluneysluverðs.

    Kaupverð hússins verðurþví sem nemur viðskipta-skuld Byggðasafnsins viðÍsafjarðarbæ, en hún varþann 31. desember 2011 kr.26.794.239.

    [email protected]

    Bærinnkaupir

    og leigirtil baka

    „Þetta er frágengið, við erumað ganga frá lausum endum, enbáðir aðilar eru sáttir með kaup-verð og annað sem máli skiptir,“segir Sigurður Arnfjörð veitinga-maður, en hann ásamt bróður sín-um Guðmundi Helgasyni takavið rekstri veitingarstaðar Edin-borgarhússins undir lok þessamánaðar. BB greindi frá því ísíðustu viku að Vestfirskir verk-takar ehf. hefðu hug á að seljakaupleiguréttinn á staðnum ogværu þau mál í söluferli. Vest-firskir verktakar innréttuðu húsiðá sínum tíma og fengu kaup-leigurétt til 15 ára sem hluta afgreiðslunni. Nú hafa bræðurnirSigurður og Guðmundur, sem

    reka hótel- og veitingastað aðNúpi í Dýrafirði keypt kaupleigu-réttinn og því mun veitingastað-urinn Vesturslóð hætta rekstri ánæstu dögum.

    Að sögn Sigurðar munu þeiropna nýjan stað undir öðrum for-merkjum en Vesturlóð. „Við ætl-um að opna stað sem nefnistEdinborg – Bistro, café og bar.Nafnið er dregið af eðli þeirraveitinga sem við munu bjóða uppá yfir daginn. Við leggjum áhersluá að vera með fljótlegan og flott-an mat úr héraði í bland við aðratískustrauma,“ segir Sigurður, ogvísar þá í „bistro“ nafnið. Þeirbræður munu leggja mikla áhersluá kaffihúsið, en kaffibarþjónn

    mun starfa á staðnum fyrstuvikurnar og tryggja gæði kaffis-ins. Sigurður rak kaffihúsið Sól-on Íslandus fyrir nokkrum árumog mun að eigin sögn notast viðþær kökuuppskriftir sem voruhvað vinsælastar frá þeim tíma.„Að lokum verður þetta einnigbar, og verður áfram rekinn semslíkur á kvöldin og eins og leyfieru til um helgar,“ segir Sigurður.

    Aðspurður hvort hann hræðistekki samkeppnina í bænum segirSigurður svo ekki vera. „Það erunáttúrulega komin tvö ný kaffi-hús í bæinn, en við munum reynaað taka mið af markaðnum einsog hann er hverju sinni. Þótt þettasé stórt markaðssvæði á sumrin

    þá er það minna á veturna. Þvímunum við reyna að skipta ummatseðil tvisvar til þrisvar ár ári,en sjá til þess að hægt sé að fá20-30 rétti frá klukkan 11:30-21:00 alla daga vikunnar.“

    Veitingahúsið Vesturslóð munhætta rekstri á næstu dögum ogað sögn Sigurður verður rýmiðlokað í viku til 10 daga, en þeirbræður munu leggjast í innan-hússbreytingar á staðnum. „Viðætlum að kaupa ný borð, pússaparketið, mála allt upp á nýtto.fl.“ segir Sigurður. Hvatinn aðkaupum þeirra bræðra á staðnumer sá að sögn Sigurðar að þeirvilja skapa sér tækifæri til þessað lifa af veitingarekstri allt árið.

    Edinborg – Bistro, café ogbar opnar í lok mánaðarins

    Edinborg – Bistro, café og bar opnar undir lok apríl mánaðar.

  • 1212121212 FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2012

    Stakkur skrifar >

    Stakkur hefur ritaðvikulega pistla í Bæjarinsbesta í mörg ár. Skoðanir

    hans á mönnum og mál-efnum hafa oft verið um-

    deildar og vakið umræður.Þær þurfa alls ekki að

    fara saman við skoðanirútgefenda blaðsins. Þrátt

    fyrir það bera ábyrgðar-menn blaðsins ábyrgð áskrifum Stakks á meðanhann notar dulnefni sitt.

    Styttist í vorið

    smáarTil sölu er einbýlishúsið Ár-bakki í Hnífsdal. Húsið er tæp-lega 130m², nýstandsett ogsnyrtilegt að innan. Leigistfrá 1. maí. Leiguverð er kr. 70þús. á mán. Upplýs. í síma861 1056.

    Til leigu er 100m² verkstæði /atvinnuhúsnæði að Árbakkaí Hnífsdal. Lágur kyndingar-kostnaður með varmadælu.Leigist frá 15. maí. Leiguverðkr. 75 þús. á mánuðu. Uppl. ísíma 861 1056.

    Til sölu er pallhýsi í þokkaleguástandi. Verð kr. 120 þús.Uppl. í síma 861 1056.

    Bæjarráð Ísafjarðarbæjarhefur samþykkt að veitafimm menningarstyrki viðfyrri úthlutun þessa árs aðfjárhæð 775 þúsund krónur.

    Ráðið samþykkti að veitaFjölni Baldurssyni 150.000krónur vegna kvikmynda-gerðar, Gospelkór Vest-fjarða 75.000 krónur í rekstr-arstyrk, Listavélinni á Ísa-firði 200.000 krónur vegnavestfirsku tónlistarþáttanna„Heyrðu mig nú“, Litlaleikklúbbnum 200.000 krón-ur vegna rekstrartaps ogSunnukórnum 150.000 krón-ur í styrk til undirbúnings 80ára afmælis kórsins 25. jan-úar 2014.

    Þá hafnaði ráðið styrk-umsókn útvarpsstöðvarinnarLífæðarinnar í Bolungarvík.

    [email protected]

    Fimmverkefnifá styrki

    Um okkur fer alltaf fiðringur þegar vorið er í nánd og hver nýrdagur lofar einhverju óræðu. Stundum er veðrið gott og hitamælirinnstígur, en aðra daga fellur hann og þótt vorið sé innra með okkurvantar að það sýni sig hið ytra. Þannig er lífið. Langanir, vonir ogþrár eru sá kraftur sem drífur okkur mannfólkið áfram. Náttúrinniverður hins ekki stjórnað af manninum eins og marg oft hefur komiðí ljós og við þekkjum vel Vestfirðingar.

    Náttúruhamfarir þurfum við að læra að lifa við, gera ráðstafanirfyrirfram til að koma í veg fyrir tjón og leita allra leiða til þess aðdraga úr og milda slæm áhrif náttúruhamfara. Því hefur verið haldiðhér fram áður að kannski hefði verið besta leiðin að grípa til samskonar aðferða í framhaldi bankahrunsins í október 2008 til þess aðdraga úr áhrifum og afleiðingum þess bæði á efnahagslíf og ekkisíður á fólkið í landinu, einstaklingana sem margir áttu um sárt aðbinda. Reyndar hafa sumir hagfræðingar haldið því fram að Íslend-ingar hafi valið réttu leiðina þegar gömlu bankarnir voru látnir fallaog nýir reistir á grunni þeirra á kostnað skattgreiðenda. Hins vegarhafi Írar valið ranga leið þegar írska ríkið dældi fjármunum skatt-borgara inn í starfandi banka og það kosti írsku þjóðina enn meira enÍslendinga.

    Hvað satt er í þessari fullyrðingu skal ósagt látið. Sagan mundæma það og margir velta sér upp úr því hver hefði verið besta

    leiðin. Hagfræðingar framtíðarinnar munu skrifa lærðar ritgerðirum efnið. En öll sú vinna mun ekki gagnast þeim sem eru aðglíma við vandann. Reyndar gleymist allt of oft að minna á aðmargir þeirra sem stríða við afleiðingar hrunsins voru þegar ívandræðum fyrir hrun og á það hefur ekki mátt minnast. Ríkis-stjórnin núverandi vill halda sínum pólitíska réttrúnaði í þeimefnum að allt sé Sjálfstæðisflokknum að kenna í þessum efnumog reyndar Framsóknarflokki líka, en gleymir þeirri mikilvægustaðreynd að annar núverandi stjórnarflokka, Samfylkingin sat íríkisstjórninni þegar hrunið varð. Það er gott að skjóta sér í skjólannarra.

    Svo má böl bæta, segir máltækið, að finna annað verra. Þaðhefur nefnilega ótrúlega fátt gengið eftir sem lofað var þegar hinhátimbraða skjaldborg heimilanna var fundin upp af Vinstrigrænum og samstarfsflokki þeirra í sitjandi ríkisstjórn. Hin marg-lofaða 110 prósenta leið var dauðadæmd fyrir venjulegt launafólken góð leið fyrir peningafólk, sem virðist stundum markhópurríkisstjórnarinnar. Umboðsmaður skuldara hefur valdið vonbrigð-um, mál ganga seint og kosta miklu meira en ef nýtt hefði veriðgjaldþrotaleið lögum samkvæmt og fólki leyft að byrja á nýjanleik að loknum tveimur árum. Það vorar ekki hjá þeim fjölmörgusem berjast í bökkum eða öllu heldur í bökkum.

    Mikil kynning fyrir VestfirðiMikið annríki hefur verið hjá

    kvikmyndagerðarmanninum ís-firska, Fjölni Baldurssyni, und-anfarin misseri. Hann hefur m.a.nýlokið tökum á kvikmynd ífullri lengd. „Ég hef verið að kvik-mynda í mörg ár og á töluverðanáhorfendahóp erlendis sem oghérlendis og kynni menningu ogannað sem hefur gerst hér á svæð-inu,“ segir Fjölnir. Kvikmyndinsem um ræðir er bandarísk-ís-lenska myndin One Scene semtekin var upp í Súðavík og áÍsafjarðarsvæðinu. Stefnt er aðþví að hún verði sýnd á kvik-myndahátíðum í Ameríku næsta

    vetur, á bæjarhátíðinni Bláberja-dögum í Súðavík og í Ísafjarðar-bíói. Að sögn Fjölnis verðurmyndin mikil kynning fyrir vetr-arríkið á Vestfjörðum.

    Þá vinnur Fjölnir að þátttaröðsem kallast Kvenmenn í framrássem felst í stuttum myndum.Hann hefur sett fjölda mynd-banda frá Vestfjörðum á verald-arvefinn og hafa nú yfir 200.000manns horft á þau. Í gegnumtíðina hefur Fjölnir komið aðýmsum verkefnum sem tengjastkvikmyndatöku, má þar nefnatónlistarþættina Listavélina ogheimildarmynd um kvikmyndina

    Vaxandi tungl auk þess sem hannað kom að kvikmyndatöku þeirr-ar myndar. Þá hefur hann tekiðupp fjölda myndbanda við íþrótta-

    viðburði hér í bæ og gerði mynd-band við stuðningsmannalag BÍ/Bolungarvíkur síðasta sumar.

    [email protected]

    Fjölnir Baldursson.

    Spennufall olli miklu tjóniMikil óánægja er meðal Súð-

    víkinga með þráláta bilun hjáOrkubúi Vestfjarða sem veldurþví að spennufall verður í þorp-inu, þegar einn fasi dettur út. Aðsögn Ómars Más Jónssonar sveit-arstjóra leiða slíkar bilanir ætíðtil tjóns, bæði hjá fyrirtækjum ogeinstaklingum. „Tjónið í byggð-inni sem rekja má til síðustu bil-unar OV gæti verið hátt á aðramilljón króna eftir því sem égkemst næst. Það sem ég hef heyrter að a.m.k. níu rofar á hitatúpumhafi eyðilagst, einhverjar tölvur,tölvuskjáir, spennuvari fyrirvatnsveituhugbúnað á skrifstofuSúðavíkurhrepps og o.fl. endastóð spennufallið yfir að mérskilst í hátt í hálftíma áður enOV sló rafmagninu út,“ segir íbréfi Ómars til Orkubúsins.

    Ómar segir málið mjög hvim-

    okkur er um 2 ár og eru miklarlíkur á því að það sé vegna ítrek-aðs spennufalls sem hér verður,“segir Ómar. Hann segir trygging-arnar ekki bæta það tjón semíbúar Súðavíkur hafa orðið fyrir,en eru þeir að kanna rétt sinngagnvart Orkubúinu, hvort ekkisé eðlilegt að þeir bæti það tjónsem heimilin, fyrirtæki og stofn-anir verða fyrir vegna þessa oghafa þeir tekið jákvætt í að verðavið því.

    Ómar hefur óskað eftir því aðOrkubú Vestfjarða geri sem fyrstkönnun meðal íbúa og fyrirtækjaí Súðavík um það tjón sem rekjamá til bilunarinnar og leiti allraleiða til að bæta tjón heimila ogfyrirtækja vegna biluninnar ogtryggja að viðeigandi búnaðiverði komið upp sem komi í vegfyrir að slíkt geti gerst aftur.

    leitt þar sem honum skiljist áforsvarsmönnum Orkubúsins aðþað eigi ekki að vera mikið málað koma í veg fyrir að slíkt getigerst með því að setja upp uppviðeigandi búnaði sem varnarslíku. Í bréfinu minnist hann á aðþessi bilun hafi átt sér stað í þrí-gang, fyrst í desember 2009, svo14. mars 2011 og loks 27. marssíðastliðinn.

    Þá má geta þess að vatnsveitan

    í Súðavík keyrir frekar flókinnbúnað, tvær dælur með hraða-stillum og kerfisstýringu og hafaSúðvíkingar orðið fyrir verulegutjóni síðustu 10 ár þegar hraða-stillar og dælurnar sjálfar eyði-leggjast. „Hver bilun í þeim bún-aði hleypur á kostnaði milli 1-1,5 milljónir króna. Hver dælaog hraðastillir eiga að duga í 15–20 ár, að sögn framleiðanda bún-aðarins en meðalendingatími hjá

  • FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2012 1313131313

    Nýjar vörur fyrirerlenda markaði

    Fyrirtækið Murr ehf., í Súða-vík hefur undanfarin misseri eyttmiklum tíma og fjármunum íundirbúning fyrir útflutning ávörum sínum á erlenda markaðiog vöruþróun fyrir þá markaðisem og innanlandsmarkað. „Slíkfjárfesting er alltaf - og enn frekarvið þær efnahagsaðstæður semuppi eru á Íslandi - afar erfið litlufyrirtæki með takmarkað rekstr-arfé og hefur tilvist félagsins ástundum hangið á bláðþræði. Efekki hefði komið til einstaktlanglundargeð kröfuhafa, skiln-ingur þeirra á stöðunni og trúþeirra á því að úr rættist, er óvístað um nokkurt Murr væri að ræðaí dag,“ segir Þorleifur Ágústsson,dýralífeðlisfræðingur og fram-kvæmdastjóri Murr.

    Þorleifur segir að nú standiMurr hins vegar á tímamótum. Ísíðustu viku hófst framleiðsla ánýrri vörulínu fyrir innanlands-markað sem mun samanstandaaf sex tegundum af Murr katta-mat og sex tegundum af Urr smá-hundamat. „Fyrstu tegundirnarfara að detta inn í verslanir straxí þessari viku og hinar munu svoein af annarri birtast í hillunum ánæstu vikum,“ segir Þorleifur ogbætir við að á sama tíma hófstframleiðsla á þessari nýju vöru-línu fyrir markaði í Bandaríkj-unum og Kanada, en fyrsta send-ing af Murr og Urr vörum vesturyfir haf fer frá Íslandi 4. maí. „Íbáðum löndum gilda afar strang-ar reglur um innflutninging, söluog markaðssetningu gæludýra-fóðurs og í því felst mikil viður-kenning fyrir Murr og Urr vörurað sölu- og markaðsleyfi ligginú fyrir, eftir langt og strangtumsóknar- og staðfestingarferli.“

    Gjörbreytt útlit er á umbúðumfyrirtækisins, en útlitið er afrakst-ur af vinnu bandarískra hönnuðasem ætlað er að leggja áherslu áuppruna vörunnar og einkenni.Þannig er t.d. að finna örsögurum Ísland, Vestfirði eða Súðavíká hverjum pakka, eina sögu áhverri tegund, og mun þeimverða skipt út reglulega fyrir nýj-ar. Þá skírskotar framhlið um-búðanna beint til víkingafortíðarÍslands og náttúru landsins. Lokser áherslan enn sem fyrr á aðMurr og Urr vörur innihalda eng-in vibótar- eða rotvernarefni.

    Ofangreind aukning umsvifahefur í för með sér stækkun áfyrirtækinu og hafa þegar veriðráðnir fjórir nýir starfsmenn tilfélagsins. Í dag eru því u.þ.b.átta stöðugildi hjá hjá Murr. „Viðhorfum því björtum en raunsæj-um augum til framtíðar og von-umst eftir góðum viðtökum viðnýjum vörum á innanlandsmark-

    aði sem og því að ná markaðs-festu erlendis. Við göngum hinsvegar ekki með neinar grillur umskjótfengin gróða en gerum ráðfyrir því að ná jákvæðri rekstrar-niðurstöðu á næstu vikum ogmánuðum sem vonandi verðursíðan hægt að byggja á til frekarisóknar,“ segir Þorleifur.

    [email protected]

    Þorleifur Ágústssonvið störf í Murr ehf.

  • 1414141414 FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2012

    Hafdís Sturlaugsdóttir, land-nýtingarfræðingur hjá Náttúru-stofu Vestfjarða hélt nýverið er-indi um villtar nytjajurtir hjáFræðslumiðstöð. Hún vinnureinnig að rannsókn á klippinguplantna.

    „Í erindinu fjallaði ég um villt-ar nytjajurtir hér á Vestfjörðumsem bæði menn og skepnur nýta.Grös, tejurtir, blómplöntur ogþað sem við köllum lækninga-jurtir,“ segir Hafdís.

    „Hér er mikill fjöldi af jurtumsem við getum nýtt, til dæmis beintí salat. Margir nýta túnsúru þann-ig en við getum gert hið samavið ung fíflablöð, njóla, fjörukálog fjöruarfa, allt eru þetta góðaplöntur í salat. Aðrar plönturhenta svo vel sem krydd, til dæm-is birkilauf, blóðberg og hvönn.Ungir hvannarstönglar eru líkamjög gómsætir niðursneiddir ogsteiktir í smjöri og bornir frammeð steik. Hvönnin hentar líka

    vel í te.“- Ég hef heyrt að kerfill sé góð-

    ur í súpu. „Já, það er vel hægt aðnýta hann þannig þótt bragðið sékannski ekki í uppáhaldi hjá mér.Þetta snýst auðvitað líka umsmekk. Það er til fullt af gömlumuppskriftum sem eru býsna góðaren það má vel betrumbæta þarmeð öllu því sem við höfum íkringum okkur í dag og var kann-ski ekki á boðstólnum áður. Enþað er auðvitað afskaplega gottað reyna að nýta sem mest afkerfli því þetta er ágeng plantaog nóg af henni.“

    MelasólMelasólMelasólMelasólMelasól- Það virðist vera mikil vakning

    í íslenskum grasafræðum. „Já,að undanförnu hefur sprottið uppfjöldi fyrirtækja sem er að nýtavilltan íslenskan gróður. Kannskigerðist þetta í kjölfar kreppunnarað fólk hafði minna að gera og

    gat hugsað sér að nýta þennanvillta gróður betur en það hafðigert áður. Það er gott og blessaðen við verðum að staldra við oghugsa um hvort við erum stað-bundið að taka of mikið,“ segirKristín.

    „Ég sagði frá því í erindi mínuað Náttúruverndarstofa Vest-fjarða fékk styrk úr Náttúru-verndarsjóði Pálma Jónssonar tilað gera athugun á hvað má klippamikið af plöntu og hvað hún erlengi að ná fyrri þrótti aftur. Þaðer, hversu fljótt planta nær séreftir að búið er að klippa hana.Ég byrjaði á þessari rannsóknsíðasta sumar, klippi á milli 25%til 75% af plöntunni og mun svomæla hvað tekur hana mörg árað verða jafn stór og hún varfyrir klippingu. Þetta er eitthvaðsem fólk er bara að giska á núna.Og í sumum tilfellum, eins ogmeð fjallagrös, eru plöntur mjöglengi að ná sér eftir að búið er að

    klippa þær.“- Er flóran á Vestfjörðum mik-

    ið öðruvísi en annarsstaðar álandinu? „Það vantar vissarplöntur algerlega inn í flórunahjá okkur. Til dæmis mjaðjurt,sem er mjög góð tejurt, finnstekki hér nema í görðum. Kannskihefur henni verið útrýmt hérna ásínum tíma en kindur éta hana.Þó finnst mér líklegra að húnþoli ekki veðurfarið hér. Það erufleiri tegundir sem ekki finnast áVestfjörðum. En svo finnst lík-lega hvergi meira af melasól enhér. Því ætti melasól að vera ein-kennisblóm Vestfjarða.“

    Að þurrkaAð þurrkaAð þurrkaAð þurrkaAð þurrka- Nú styttist í að fólk fari að tína

    jurtir, áttu einhver góð ráð? „Þaðsem alltaf þarf að hafa í huga erað fá leyfi landeiganda þar semtínt er. Maður þarf líka að þekkjasvolítið vel þær tegundir sem

    maður ætlar að tína. Þá er heppi-legt að kíkja í grasagarðinn íBolungarvík til að rifja það upp.Í vor verður líka haldið námskeiðum jurtir og tínslu á vegum Fræð-slumiðstöðvar og Náttúrufræði-stofu. En ef við gefum okkur aðfólk þekkir plöntur vel er eftirsem áður misjafnt hvenær bester að taka þær. Maður á líka aðnota þá reglu að taka aldrei meiraen 1/3 af jurtinni og tína ekkimeira en maður ræður við aðþurrka.“

    - Hvernig er best að þurrkajurtir? „Það er heppilegast að geraþað við stofuhita. Breiða lérefts-dúk undir þær og setja þetta svoá grind. Svo þarf auðvitað aðhræra reglulega í þessu ef þettaer þykkt lag. Fólk verður líka aðpassa sig að geyma þurrkaðarjurtir í loftþéttum umbúðum,annars draga þær í sig raka aftur,“segir Hafdís Sturlaugsdóttir aðlokum.

    Villtar nytjajurtir

  • FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2012 1515151515

    Sælkeri vikunnar er Kolbeinn Einarsson frá Ísafirði

    Illa fengin lúða með svartamarkaðs Season AllIlla fengin lúða með svartamarkaðs Season AllIlla fengin lúða með svartamarkaðs Season AllIlla fengin lúða með svartamarkaðs Season AllIlla fengin lúða með svartamarkaðs Season AllSælkeri vikunnar býður upp

    á einfalda uppskrift af lúðu.

    Illa fengin lúða meðsvartamarkaðs Season All

    Ef þú kemur höndunum yfirlúðu. Þá er þetta besta og ein-faldasta leiðin til að elda hana.Þú tekur lúðuflak, en persónu-lega finnst mér hún best þver-skorin, setur hana í eldfast mótog snýrð sárinu upp. Þú sturtaryfir hana Season all og ekkertvera að spara það. (Hún á að

    vera season all) en bara ofan á.Ef ekkert season all fæst er gottað nota McCormick Seafood sea-soning.

    Svo setur þú þetta í ofn á 210gráðum og lætur þetta mallaþangað til þetta lítur ágætlega út.Þá skellir þú á grillið í ofninumog lætur þetta þangað til yfirborð-ið er nokkuð stökkt viðkomu.

    SósanSvo er það sósan. Þú tekur

    rjóma og þeytir hann vel og hrær-

    ir svo við mayonesi (svona ¾ afupprunalegu magni rjómans enþað er ekki hægt að bæta rjóma íeftir það þarf bara að treysta á aðþetta komi vel út. Síðan skellirþú smá salti og ríflega af piparrótút í og skerð slatta af bönunumút í þetta. Þá er þetta bara komið.

    Hrísgrjón eru tilvalið meðlætiog einnig er þessi uppskrift frá-bær á grillið á sumrin.

    „Ef þú kemur ekki höndunumyfir lúðu þá mæli ég með ome-lettu Julia Childs en hana finnur

    þú á Youtube og hún er sú albestaomeletta sem þú getur fengið eðaRokkarapulsu. Rokkarapylsa ervenjuleg pulsa með barbíkjúsósuí botninn, tvær ostsneiðar ofan áþað, síðan lætur þú bara heitapulsuna bræða það og skellir svosinnepi ofan á það. Ef þú fokkareitthvað í pylsunni þá er þettaekki Rokkarapylsa,“ bætir Kol-beinn við.

    Að lokum vill ég skora á JuliaStables listakokk og skríbentinnog eiginmann hennar Hauk S.

    Magnússon á að þýða fyrirhana.

    Framandi nestispakkar„Þegar við fáum til okkur ferða-

    langa sem vita ekkert um staðinaá svæðinu, viljum við gefa þeimskemmtilegar upplýsingar umþessa staði og láta þá sjá þá í alltöðru ljósi. Fólk vill í ríkara mælivita meira um svæðið og veravirkir þátttakendur,“ segir NannýGuðmundsdóttir, en hún vinnurnú að gerð nestispakka fyrirferðamenn á Vestfjörðum. Verk-efnið „Veganesti fyrir ferða-langa“ er eitt þriggja verkefna afVestfjörðum sem hlutu á dögun-um styrk frá Atvinnumálumkvenna. Nanný er hugmynda-smiður verkefnisins, en hún ereinn eigenda ferðaskrifstofunnarBorea adventures. „Við byrjuð-um á þessu verkefni fyrir þremurárum,“ segir Nanný, en Veganestifyrir ferðalanga er hugsað semnestispakki fyrir fólk í dagsferð-um. Pakkinn á að uppfylla orku-þörf fyrir meðalhreyfingu, eneinnig að innihalda fróðleik.

    „Í fyrra fékk ég styrk fráNýsköpunarmiðstöð til að þróainnihald nestispakkans, en styrk-urinn sem verkefninu er veitturnúna snýr að þróun á umbúðum,“segir Nanný. Umbúðirnar skuluvera vistvænar en um leið upp-fylla þær kröfur að nestið sé bæðiferskt og fallegt þegar pakkinner opnaður. En þar með er ekkiöll sagan sögð, því hugmyndNannýjar gengur út á að utan ápakkanum séu fróðleiksmolarum staði og kennileiti á Vest-fjörðum. „Pakkinn getur þannigsagt þér sögur frá þeim stöðumsem þú ert að fara til,“ segirNanný.

    Innihald nestisins er í hollarikantinum, en Nanný segist leggjaáherslu á hráefni úr héraði.Rabbabari og bláber koma afsvæðinu, sem og bygg sem kem-ur frá Vallarnesi og er lífræntræktað. Osturinn kemur sömu-leiðis frá Erpsstöðum. Pakkarnir

    innihalda orkustykki, byggbolluog bláberjamuffins og er búinntil af starfsmönnum Borea ogBræðraborgar. Í framtíðinni hyggstNanný skoða þann möguleika aðhefja almenna sölu á einstakavörum úr nestispakkanum, eins

    og chili-sultu eða orkustykkinu,í búðum. Það verði þó að bíðabetri tíma. Nanný segir að mikillmetnaður sé lagður í að hráefniðog nestið sjálft sé ferskt og nýtt.

    Upphaflega var nestispakkinnþróaður í kringum ferðir tengdum

    Borea adventures, en í fyrra vareinnig hægt að kaupa hann hjáVesturferðum. Kaffihúsið Bræðra-borg, sem rekið er af eigendumBorea adventures opnaði í síðastamánuði, en fyrsta stóra helginvar um páskahelgina. Að sögn

    Nannýjar var feykilega mikið aðgera alla helgina. „Heimamennvoru alveg sérstaklega duglegirað koma og það skiptir okkuröllu máli. Fólk á öllum aldri kem-ur hingað í kaffi og hefur þaðnotalegt,“ segir Nanný.

    Nanný Guðmundsdóttir nestispakkafrömuður.

  • 1616161616 FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2012