8
NÁMSSKRÁ HAUSTÖNN 2013 KROSSMÓA 4 - 260 REYKJANESBÆ - S: 421 7500

Namskra mss haustid 2013

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum Hustið 2013 Námskeið, Námsleiðir, Tómstundir,

Citation preview

Page 1: Namskra mss haustid 2013

N Á M S S K R ÁH A U S T Ö N N

2 0 1 3

KROSSMÓA 4 - 260 REYKJANESBÆ - S: 421 7500

Page 2: Namskra mss haustid 2013

2 KROSSMÓA 4 - 260 REYKJANESBÆ - S: 421 7500

VILTU STUNDA NÁM Á DAGINN?NÁMSLEIÐIR Á DAGTÍMAGRUNNMENNTASKÓLINNGrunnmenntaskólinn er 300 kennslustunda nám fyrir þá sem hafa stutta skólagöngu að baki. Tilgangur skólans er að stuðla að jákvæðu viðhorfi námsmanna til áframhaldandi náms og auðvelda þeim að takast á við ný verkefni. Í náminu er lögð áhersla á að námsmenn læri að læra, efli sjálfstraust sitt og lífsleikni. Helstu námsþættir eru íslenska, stærðfræði, enska, námstækni og sjálfstyrking.

Námið hefst 16. september.Verð: kr. 56.000.

SKRIFSTOFUSKÓLINNSkrifstofuskólinn er 240 kennslustunda nám ætlað fólki á vinnumarkaði sem er 20 ára eða eldra og vill auka færni sína til að takast á við almenn skrifstofustörf. Námsaðferðir eru byggðar á hagnýtum viðfangsefnum sem auðvelt er að yfirfæra á almenn skrifstofustörf. Helstu námsgreinar eru verslunarenska, verslunarreikningur, bókfærsla og upplýsingatækni.

Námið hefst 16. september.Verð: kr. 44.000.

AFTUR Í NÁM – NÁM FYRIR LESBLINDAAftur í nám er 95 kennslustunda nám (þar af 40 einkatímar) ætlað einstaklingum sem eiga við lestrar- eða tölublindu að etja eða aðra námsörðugleika. Stuðst er við Ron Davis aðferðina. Aðrir námsþættir eru sjálfstyrking, notkun tölvu- og upplýsingatækni við lesblindu og íslenska.

Námið hefst 8. október. Verð: kr. 66.000.

STERKARI STARFSMAÐUR – TÖLVUR OG SAMSKIPTI. Sterkari starfsmaður - tölvur og samskipti er 150 kennslu-stunda nám sem hentar vel byrjendum í tölvu. Farið er í öll helstu tölvuforrit auk þess sem áhersla er lögð á sjálfstyrkingu, frumkvæði og eflingu í starfi og leik auk ýmissa annarra þátta.

Námið hefst 10. október. Verð: kr. 28.000.

ÁRANGURSRÍK VERSLUNARSTJÓRNUNStutt, snarpt og snjallt námskeið fyrir verslunareigendur og verslunarstjóra þar sem farið er yfir helstu atriði árangursríkrar verslunarstjórnunar. Námskeiðið hentar öllum sem standa í verslunarrekstri, bæði verslunareigendum og verslunarstjórum í smærri og stærri verslunum. Farið verður yfir skipulag og framstillingu í verslunum, vöruúrval og vörustaðsetningu, samskipti starfsfólks og viðskiptavina, hvernig best er að uppfylla þarfir viðskiptavinarins á hagkvæman hátt og hvernig

má auka líkur á sölu og tryggja að viðskiptavinurinn komi aftur og aftur auk ýmissa annarra þátta.

Leiðbeinandi: Thomas Möller, hagverkfræðingur, stundakennari og framkvæmdarstjóri.Tími: 23. október 13:00 – 16:00Verð: kr. 13.900

ER GAMAN Í VINNUNNI?Er gaman í vinnunni hjá þér? Gleði í vinnunni skilar sér í ánægðara starfsfólki, betri líðan á vinnustað og betri afkomu fyrirtækisins. Fjallað verður um samskipti, viðhorf, gleði og jákvæðni og bent á leiðir til árangurs. Ávinningurinn er líflegri og skemmtilegri vinnustaður, betri og árangursríkari samskipti, meiri starfsánægja, aukin vellíðan á vinnustað og meiri fram-leiðni og árangur.

Leiðbeinandi: Edda Björgvinsdóttir, leikari og fyrirlesari.Tími: 14. nóvember kl. 13:00 – 16:00Verð: kr. 11.900

STARFSMANNASAMTÖL – FYRIR STJÓRNENDURFjallað um framkvæmd starfsmannasamtala og ástæður þeirra. Mismunandi leiðir starfsmannasamtala, kosti og galla. Hvernig er best að ræða frammistöðu starfsmanna og meta hana. Hvernig skal veita uppbyggilega endurgjöf og einnig hvernig skal taka á erfiðum málum. Farið yfir hvað ber sérstaklega að varast við framkvæmd starfsmannasamtala.

Leiðbeinandi: Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við HÍ.Tími: 10. október kl. 13:00 – 16:00Verð: kr. 11.900

NÁMSKEIÐ FYRIR STARFS-FÓLK Í FERÐAÞJÓNUSTUPENINGAR Á FLUGI Viltu auka tekjur og ná betri árangri í þínum rekstri? Peningar á flugi er stutt, skemmtilegt og hnitmiðað 4 kennslustunda námskeið fyrir þá sem eru að vinna í ferðaþjónustu og ferðatengdum greinum. Hentar jafnt eigendum sem og almennum starfsmönnum. Helstu efnisþættir námskeiðsins eru:Ferðamaður á ferðinni – hverju er hann að leita að ? Hvað er sagt um okkur og hvaða áhrif getur það haft ?Hvernig er hægt að auka sölu og bæta þjónustu ?Almenn sala, framboð á vöru, orðalag og aðferðir Samskipti og upplýsingamiðlun.

Verð: kr. 13.900 Tími: 16. október - kl. 9:00-12:30Leiðbeinendur: Hansína B. Einarsdóttir og Jón Rafn Högnason en þau byggðu m.a. upp Hótel Glym í Hvalfirði.

PENINGAR Í POTTINUMEr hægt að auka tekjur í veitingasölu?Peningar í pottinum er stutt en gagnlegt og skemmtilegt 8 kennslustunda námskeið sem getur bætt tekjurnar hjá fyrirtækjum í veitingarekstri. Námskeiðið er ætlað matreiðslumönnum, eigendum og framkvæmdastjórum.Helstu efnisþættir námskeiðsins taka á hegðun viðskiptavinarins: • Hvernig kemur hann til mín ? Eftir hverju er hann að leita ?• Orðsporið á netinu – hversu mikilvægt er það ?• Hvað þarf ég að gera til að tryggja/bæta mínar tekjur ?• Matseðlar – einingar, samsetning og framreiðsla, innkaup, nýting• Vinnuskipulag, stjórnun og verkefnadreifing

Page 3: Namskra mss haustid 2013

3KROSSMÓA 4 - 260 REYKJANESBÆ - S: 421 7500

VILTU STUNDA NÁM Á KVÖLDIN?NÁMSLEIÐIR Á KVÖLDINNÁM OG ÞJÁLFUN Í ALMENNUM BÓKLEGUM GREINUMNám og þjálfun í almennum bóklegum greinum er 300 kennslustunda nám einkum ætluð þeim sem hafa ekki lokið almennum bóklegum greinum með prófi. Námsþættir eru: námstækni, sjálfsþekking og samskipti, íslenska, enska, danska og stærðfræði. Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum er einnig upplagt námskeið fyrir þá sem eru á leið í starfsnám eða iðnnám.

Hefst í september og lýkur 16. apríl 2014. Verð: kr. 56.000.

SKRIFSTOFUSKÓLINNSkrifstofuskólinn er 240 kennslustunda nám ætlað fólki á vinnumarkaði sem er 20 ára eða eldra og vill auka færni sína til að takast á við almenn skrifstofustörf. Námsaðferðir eru byggðar á hagnýtum viðfangsefnum sem auðvelt er að yfirfæra á almenn skrifstofustörf. Helstu greinar eru verslunarenska, verslunarreikningur, bókfærsla og upplýsingatækni.

Námið hefst 16. september. Verð: kr. 44.000. AFTUR Í NÁM – NÁM FYRIR LESBLINDAAftur í nám er 95 kennslustunda nám (þar af 40 einkatímar) ætlað einstaklingum sem eiga við lestrar- eða tölublindu að etja eða aðra námsörðugleika. Stuðst er við Ron Davis aðferðina. Aðrir námsþættir eru sjálfstyrking, notkun tölvu- og upplýsingatækni við lesblindu og íslenska.

Námið hefst 8. október. Verð: kr. 66.000.

Eldað er saman á námskeiðinu, prófað, smakkað og spjallað á staðnum .

Verð: kr. 29.900 - 50 % afsláttur fyrir annan aðila frá sama fyrirtæki. Tími: 12. nóvember kl. 09:00 -16:00.Leiðbeinendur: Hansína B. Einarsdóttir og Jón Rafn Högnason en þau byggðu m.a. upp Hótel Glym í Hvalfirði.

TAKTU EFTIR MÉR OG MÍNUTaktu eftir mér og mínu... er öflugt fagnámskeið þar sem kynntar eru árangursríkar aðferðir til þess að halda fyrirlestur, kynningar eða taka á móti gestum.

Námskeiðið er ætlað þeim sem þurfa að halda fyrirlesta, kyn-ningar, taka á móti gestum og/eða öðrum þeim sem starfa í framlínu fyrirtækja.

Helstu efnisþættir námskeiðs:Persónuleg og fagleg hæfni Góður undirbúningur – hvað átt þú að gera og hvaða árangri viltu ná?Leiðir til þess að draga úr kvíðaKynningartækni , tæki og tól sem virka Að koma sjá og sigra á staðnum ....

Verð: 29.900 Kennt 24. og 26. september kl. 09:00-12:30Leiðbeinandi er Hansína B Einarsdóttir sem hefur áratuga reynslu af fyrirlestra og námskeiðahaldi.

STERKARI STARFSMAÐUR – TÖLVUR OG SAMSKIPTISterkari starfsmaður - tölvur og samskipti er 150 kennslustunda nám sem hentar vel byrjendum á tölvum. Farið er í öll helstu tölvuforrit auk þess sem áhersla er lögð á sjálfstyrkingu, frum-kvæði og eflingu í starfi og leik auk ýmissa annarra þátta.

Námið hefst 10. október. Verð: kr. 28.000.

SÖLU- REKSTRA- OG MARKAÐSNÁM (SRM NÁM) SRM námið er 410 kennslustunda nám og ætlað fólki sem er að vinna eða hefur hug á að vinna við sölustörf eða hyggur á að stofna eigin rekstur. Tilgangur námsins er að veita námsmön-num tækifæri til að auka hæfni sína og bæta við sig lykilfærni á sviði sölu-, markaðs- og rekstrarmála. Námsþættir eru: námstækni, markmiðasetning, tímastjórnun, upplýsinga- og tölvutækni, sölutækni, viðskiptatengsl, verslunarreikningur, markaðsfræði, samskipti, framsögn og framkoma, markaðsrannsóknir, Excel við áætlanagerð, markaðssetning á samfélagsmiðlum, samningatækni, frum-kvöðlafræði og fyrirtækjasmiðja, verkefnastjórnun, gerð kynningarefnis og gerð viðskiptaáætlunar. Kennt verður síðdegis tvo daga í viku og einstaka laugardaga.

Hefst: 24. september og lýkur á vorönn 2014. Verð: kr. 73.000.

TÖLVUNÁM FYRIR BYRJENDURFlott 30 kennslustunda tölvunámskeið fyrir fólk með litla sem enga kunnáttu á tölvur. Markmiðið er að gera þátttakendur færa um að vinna sjálfstætt í Windows umhverfinu ásamt því að geta notað Word ritvinnsluna. Einnig verður kíkt aðeins á það sem Excel býður upp á. Þá verða kynntir helstu möguleikar Internetsins.

Námið hefst 30. september. Verð: kr. 34.000

TÖLVUNÁMSKEIÐ FYRIR 50+ FRAMHALDTölvunámið er 30 kennslustundir og hentar þeim sem hafa sótt byrjendanámskeið eða hafa töluverða kunnáttu á tölvur. Farið verður yfir Internetið og hvað það hefur (spennandi) upp á að bjóða. Kennt verður á tölvupóst, helstu forrit Office pakkans ( Power Point, Word, Excel), vefgeymslur eins og Dropbox, Skydrive og Google Docs og fleira.

Námið hefst 1. október.Verð: kr. 34.000

LEIKSKÓLABRÚ Leikskólabrú er fjögurra anna nám sem ætlað er fyrir leikskóla-liða og er ætlað fullorðnu fólki sem óskar að fá metna starfs-reynslu og óformlegt nám til styttingar á námi á leikskólabraut. Skilyrði til innritunar í nám á Leikskólabrú eru að umsækjandi sé orðinn 22 ára gamall, hafi að baki a.m.k. þriggja ára reynslu af störfum fyrir leik- eða grunnskóla við umönnun, uppeldi eða menntun barna og framvísi staðfestingu vinnuveitanda þar að lútandi. Umsækjandi skal auk þess hafa lokið starfstengdum námskeiðum á vegum sveitarfélaga, stéttarfélaga, stofnunar eða annarra aðila með það að markmiði að auka kunnáttu og færni til viðkomandi starfa.Námið hefst á haustönn 2013 og lýkur vorið 2015.

STÖK EININGAFÖG KENND Á HAUSTÖNN 2013 Hægt er að skrá sig í stök einingafög og eru eftirfarandi fög í boði:Félagsfræði 103, Uppeldisfræði 103, Skyndihjálp 101, Öldrun 103 og Fötlun og samfélag 103.

Page 4: Namskra mss haustid 2013

4 KROSSMÓA 4 - 260 REYKJANESBÆ - S: 421 7500

HLJÓÐSMIÐJA IHljóðsmiðja I er 120 kennslustunda nám fyrir þá sem hafa áhuga á að læra um upptökur. Námsmenn kynnast grundvallaratriðum í hljóðvinnslu. Kennt er að taka upp talmál og tónlist, klippa upptöku, laga galla í upptöku og búa til flut-nings í viðeigandi hljómflutningsbúnaði.Verkefni eru unnin undir verkstjórn en þó með nokkru sjálf-stæði. Námið er unnið í samstarfi við Geimstein og Studio Sýrland.

Námið hefst 24. september.Verð: kr. 22.000

KVIKMYNDASMIÐJAKvikmyndasmiðja er 120 kennslustunda nám fyrir þá sem hafa áhuga á kvikmyndun. Námið er hagnýtt verklegt nám þar sem námsmenn kynnast grunnþáttum kvikmyndagerðar, læra up-pbyggingu handrits stuttmyndar og þroska myndmál sitt. Markmið náms í Kvikmyndasmiðju er að námsmaður tileinki sér sjálfstæð og öguð vinnubrögð sem krafist er við kvik-myndagerð, lestur myndmáls, hljóðvinnslu og eftirvinnslu kvikmynda. Námsmenn vinna að gerð þátta, stuttmynda og við aðrar upptökur í samvinnu og undir handleiðslu. Námið er unnið í samvinnu við Kvikmyndaskóla Íslands og Stúdíó List.

Námið hefst 23. september og lýkur 18. desember. Verð: kr. 22.000

KVIKMYNDASMIÐJA IIKvikmyndasmiðja II er 120 kennslustunda nám og er sjálfstætt framhald af Kvikmyndasmiðju I. Þátttakendur vinna eigið handrit að 7 mínútna stuttmynd og fá innsýn í hlutverk leik-stjórans og samskipti hans og annarra listrænna stjórnenda. Þátttakendur undirbúa tökur á eigin stuttmynd. Það felur í sér val á tökustöðum, leikurum, leikmunum og verkaskiptingu tökuliðs. Þátttakendur búa einnig til skipulag fyrir sína tökudaga. Á námskeiðinu verður farið yfir verkferla hljóðeftirvinnslu, farið verður yfir hlutverk hljóðhönnuðar og þau hughrif sem hljóð getur haft á áhorfandann útskýrð. Með það að leiðarljósi hljóðvinna nemendur stuttmyndina sína. Námið er unnið í samvinnu við Kvikmyndaskóla Íslands og Stúdíó List.

Námið hefst 23. september og lýkur 18. desember. Verð: kr. 22.000

GRAFÍSK HÖNNUNARSMIÐJA Grafísk hönnunarsmiðja er 120 kennslustunda nám fyrir þá sem hafa áhuga á að læra grafíska hönnun. Markmið nám-skeiðsins er að námsmenn nái tökum á grundvallaratriðum hvers forrits og séu í stakk búnir til að vinna einföld verkefni með samþættingu allra forrita og geti komið frá sér

hugmyndum á tölvutæku formi. Kennt er á Adobe forritin: Photoshop (myndvinnsla), Illustrator (teikning) og InDesign (umbrot). Námskeiðið byggir mest á verklegum æfingum í tölvu og raunverkefnum.

Námið hefst 16. september.Verð: kr. 22.000.

NÁMSKEIÐ FYRIR SJÚKRALIÐAFJÖLSKYLDUHJÚKRUNÞátttakendur öðlast aukna innsýn í áhrif sjúkdóma á fjölskyldur og skilning á helstu hugtökum í fjölskylduhjúkrun. Þátttakendur tileinka sér aðferðir sem geta dregið úr neikvæðum áhrifum veikinda á skjólstæðinga og fjölskyldur þeirra. Kynnt verður hvernig umhverfið getur aukið eða dregið úr streitu í fjölskyldum í kreppu og hvaða aðferðir eru árangursríkar í annasömum hversdagsleika hjúkrunar. Leiðbeinandi: Guðbjörg Sveinsdóttir geðhjúkrunarfræðingur

Tími: 25. og 26. nóvember kl. 17:00 – 21:00Verð: kr. 17.000

MEÐVIRKNI OG HJÚKRUNÞátttakendur fá innsýn í og læra um hugmyndafræði og einkenni meðvirkni, lélegrar sjálfsmyndar, yfirfærslu og gagnyfirfærslu og hvernig þessir þættir geta mögulega haft áhrif í starfi. Fjallað verður um hugmyndafræði meðvirkni og um tengsl sjálfsmyndar og meðvirkni. Skoðað verður hvort einkenni meðvirkni geti verið styrkur í hjúkrun og hvað þarf að varast. Kennt verður hvernig á að bera kennsl á einkenni með-virkni, yfirfærslu og gagnyfirfærslu, ásamt því hvernig hægt er að stuðla að bættri sjálfsmynd.

Leiðbeinandi: Sylvía Ingibergsdóttir, sérfræðingur í geðhjúkrun á geðsviði Landspítala.Verð: kr. 17.000

BATAHVETJANDI UMHVERFIÞátttakendur öðlast aukinn skilning á samspili og áhrifaþáttum umhverfisins í bataferli sjúklingsins og hvernig sjúklingur upplifir heilbrigðisstarfsmenn í umhverfi sjúkrahússins. Litið verður á skilgreiningar og ólík sjónarmið um hvað flokkast sem sjúklingur/notandi eða þjónustuþegi. Helstu áhrifavaldar og hvaða þætti þarf að hafa í huga þegar einstaklingurinn er skoðaður heildrænt út frá umhverfinu sem hann dvelur í.

Leiðbeinandi: Guðmundur Sævar Sævarsson RN, MMHN, geðhjúkrunarfræðingur.

Verð: kr. 11.000

MEÐFERÐ MATVÆLA Meðferð matvæla er 60 kennslustunda nám fyrir þá sem starfa sem matráðir, í mötuneytum og í annarri matvælaframleiðslu. Í náminu er farið í námsþætti eins og gæði og öryggi við meðferð matvæla, matvælaeftirlit, vinnsluferla, þrif og sót-threinsun ásamt spennandi matreiðslu námskeiði. Á haustönn verða 30 kennslustundir af 60 kenndar og hefst námið í nóvember.

Verð: kr. 6.000 + 4.000 kr. í efniskostnað.

Page 5: Namskra mss haustid 2013

5KROSSMÓA 4 - 260 REYKJANESBÆ - S: 421 7500

TUNGUMÁL OG TÓMSTUNDIRSEPTEMBER

ENSKA TALKENNSLA – KENNT Í GRINDAVÍKLangar þig einfaldlega að bæta enskukunnáttu þína? Ert þú feimin að tala ensku fyrir framan aðra? Skelltu þér á talnám-skeið í ensku með fólki, sem er í sömu sporum. Markmið nám-skeiðsins er að auka sjálfstraust til samskipta á ensku. Lögð er áhersla á að þjálfa ensku sem talað mál. Námskeiðið er byggt upp á líflegan hátt þar sem áhersla er lögð á að læra ensku í gegnum spjall, hlustun og raunverulegar aðstæður.

Leiðbeinandi: Þórey GarðarsdóttirTími: 3. september til 22. október kl. 18:00 til 20:00 ( 8 skipti)Verð: kr. 32.000

SPÆNSKA IINámskeiðið er sjálfstætt framhald af námskeiðinu Spænska I. Námið hentar þeim sem hafa grunnþekkingu í spænskri málfræði og tjáningu.

Leiðbeinandi: Ingibjörg BöðvarsdóttirTími: 16. september til 4. nóvember kl. 17:30 til 19:30 (8 skipti)Verð: kr. 32.000

SKRAUTSKRIFT FYRIR BYRJENDUR Þátttakendur læra undirstöðuatriði skrautskriftar og að ná

tökum á gotneska skrautskriftarletrinu.

Leiðbeinandi: Jens Guðmundsson Tími: 19., 24. og 26. september kl. 17:30 til 21:30 Verð: kr. 9.900 ( innifalið í verði er skrautskriftarpenni, gyllingarpenni og forskriftarblokk en þátttakendur verða að koma með sér skrifblokk)

NORSKA IFarið verður í undirstöður í málfræði, mállýskur, framburð og orðaforða. Þátttakendur eiga að geta spurt um einfalda hluti.

Leiðbeinandi: Anna Björg IngadóttirTími: 24. september til 5. nóvember kl. 17:30 til 19:30 Verð: kr. 32.000

MÁLUN (8 KVÖLD) FMR Myndlistanámskeið fyrir byrjendur og þá sem vilja bæta við sig tækni og þekkingu á notkun efna og lita. Farið verður í málun með olíu og eða akríl.Tekið verður fyrir landslag, portret og uppstillingu.Þátttakendur þurfa að taka með sér liti, efni og blindramma. Námskeiðið endar með samsýningu á verkefnunum sem unnin verða.

Leiðbeinandi: Guðmundur Rúnar LúðvíkssonHvar: Listasmiðjunni Keilisbraut 773 á ÁsbrúTími: Hefst 11. september, nánar auglýst á heimasíðu MSSVerð: kr. 18.000, félagsmenn í FMR fá 10% afslátt

HEKLAÐ ÖMMUTEPPIEr barn eða barnabarn í vændum? Væri ekki skemmtilegt að geta heklað kósý ömmuteppi handa krílinu? Flott námskeið þar sem þátttakendur fá að byrja á teppi og þurfa þátttakendur að koma með sitt eigið garn og heklunál sem hæfir garninu. Mjög sniðugt að nota afganga í svona teppi.

Leiðbeinandi: Magdalena ÞórisdóttirTími: 11. og 18. september kl. 18:00 til 20:00Verð: kr. 6.900

HANDMÁLUN OG SPAÐI Unnið með olíu á striga, notaður verður spaði við gerð myndarinnar. Þátttakendur fara heim með tvær stærðir af myndum 20x80.Leiðbeinandi: Þorbjörg Óskarsdóttir (Tobba)Tími: 12. september kl. 17:30 til 20:30Verð: kr. 9.900 (allt efni innifalið)

ENSKA ILögð er áhersla á að byggja upp enskan orðaforða. Þjálfun í framburði, tali, ritun og í notkun orðaforða við aðstæður í daglegu lífi. Einnig er farið í nokkur grunnatriði í málfræði.

Leiðbeinandi: Þórey GarðarsdóttirTími: 12. september til 31. október kl. 17:30 til 19:30 (8 skipti)Verð: kr. 32.000

PRJÓNANÁMSKEIÐ FYRIR BYRJENDURStutt námskeið fyrir byrjendur í prjóni. Farið verður í hugtök og heiti á prjóni og helstu grunnaðferðir kenndar. Þátttakendur koma með sokkaprjóna ( 5 saman ) nr. 4,5 og garn sem hæfir prjónastærðinni, málband, skæri og javanál.

Leiðbeinandi: Magdalena ÞórisdóttirTími: 23. og 25. september kl. 18:00 til 21:00Verð: kr. 9.900

BÚTASAUMURÞátttakendur læra grundvallaratriðin í bútasaumi og sauma dúk að stærð 72x72 cm á námskeiðinu.

NÁMSKEIÐ Í SAMVINNU ÞEKKINGARSETURS SUÐURNESJA OG MSSHANDFLÖKUN FISKSTími: 24. september kl. 18:00-20:00

BYRJENDANÁMSKEIÐ Í FLUGUHNÝTINGUMTími: 1. október kl. 20:00-22:00

HJÁTRÚ OG DRAUMAR Í NÁTTÚRUNNITími: 16. október kl. 20:00-22:00

MATREIÐSLA SJÁVARFANGSTími: 6. nóvember kl. 20:00-22:00

SUÐURNESJAKONUR SEM SETTU MARK SITT Á SÖGUNATími: 19. nóvember kl. 20:00-22:00

Námskeiðin verða haldin í húsnæði Þekkingarseturs Suðurnesja að Garðvegi 1, Sandgerði.Þessi námskeið eru í boði Þekkingarsetursins og MSS og þátttakendum að kostnaðarlausu.

Page 6: Namskra mss haustid 2013

6 KROSSMÓA 4 - 260 REYKJANESBÆ - S: 421 7500

Leiðbeinandi: Hanna VilhjálmsdóttirTími: 26. september og 3. október kl. 17:30 til 20:30Verð: kr. 10.900, fyrir utan efni

OKTÓBER

LEIKJAFORRITUN FYRIR 7-11 ÁRAFlott námskeið í gerð tölvuleikja í samvinnu við Skema (www.skema.is). Á námskeiðinu fá þátttakendur kennslu og innsýn í möguleika tækninnar á skemmtilegan og áhugaverðan máta.

Leiðbeinandi: Sif Karlsdóttir Tími: 5., 6., 12. og 13. október frá kl. 09:00-12:00, kennsla fer fram á tveimur helgum. Verð: kr. 25.700

LEIKJAFORRITUN FYRIR 12-16 ÁRAFlott námskeið í gerð tölvuleikja í samvinnu við Skema (www.skema.is). Á námskeiðinu fá þátttakendur kennslu og innsýn í möguleika tækninnar á skemmtilegan og áhugaverðan máta.

Leiðbeinandi: Sif Karlsdóttir Tími: 5., 6., 12. og 13. október frá kl. 12:30-15:30, kennsla fer fram á tveimur helgum. Verð: kr. 25.700

ÆVINTÝRAMATARGERÐ – HALDIÐ Í SVEITARFÉLGINU VOGUMHér blandar Yesmine saman matreiðslutækni frá Japan, Nepal og Mexico, þar sem þátttakendur læra að útbúa Dumplings gyoza og elda í bambuspotti. Einnig verða eldaðir heilsusam-legir réttir úr zoba núðlum og kinóa. Gerður verður mexican marengs, indverskar poppadoms og ný heilsusöm, girnileg og bragðmikil indversk súpa. Gert verður tælenskt og indverskt karrí frá grunni og margt fleira. Námskeiðið tekur rúmar 4 klukkustundir og fá þátttakendur að sjálfsögðu að borða saman afrakstur kvöldsins. Leiðbeinandi: Yesmine OlssonTími: 2. október kl. 18:00 til 22:00 í Stóru Vogaskóla Verð: kr. 13.900 ( allt efni innifalið )

HÆTTU AÐ REYKJA !!!Valgeir Skagfjörð hefur áralanga reynslu af að hjálpa reykingarfólki við að losna frá nikótínfíkn. Valgeir hjálpar reykingarfólki með að öðlast þann andlega styrk sem þarf til að sigrast á hindrunum sem reykingarfólk leggur sjálft í veg fyrir sig. Þátttakendur fá eftirfylgni frá leiðbeinanda bæði í síma og með tölvupósti eftir námskeiðið. Innifalið í námsgjaldi er bókin „Fyrst ég gat hætt“ eftir Valgeir. Hámarksþátttaka á námskeiðið er 15 manns. Námskeiðið er styrkt af MSS í tilefni Heilsuviku Reykjanesbæjar.

Leiðbeinandi: Valgeir SkagfjörðTími: 3. október kl. 16:30 til 20:30Verð: kr. 5.000

SKRAUTSKRIFT FRAMHALDSNÁMSKEIÐ Þátttakendur læra aðra leturgerð en kennd var á grunnnám-skeiðinu og kenndar verða ýmsar aðferðir til að skreyta með litum og gyllingu. (innifalið skrautskriftarpenni, gyllingarpenni og forskriftarblokk)

Leiðbeinandi: Jens GuðmundssonTími: 3., 8. og 10. október kl. 17:30 til 21:30Verð: kr. 9.900

KRUKKUHEKL Þátttakendur læra að hekla utan um krukku sem má t.d. nota undir kertaljós eða eitthvað annað. Þátttakendur koma með

tóma krukku sem er bein og heklunál á bilinu 1,75 til 2,5 og heklugarn sem hæfir heklunálinni.

Leiðbeinandi: Magdalena ÞórisdóttirTími: 8. október kl. 18:00 til 21:00Verð: kr. 5.900

HANDMÁLUN OG SPAÐI, OLÍA OG KOL -KENNT Í REYKJANESBÆ OG GRINDAVÍKUnnið með olíu og kol á striga. Þátttakendur fá að spreyta sig og skapa sína eigin mynd. Notaður verður spaði við gerð myndarinnar.

Leiðbeinandi: Þorbjörg Óskarsdóttir (Tobba)Tími: 9. október í Grindavík og 10. október í Reykjanesbæ Verð: kr. 10.900 ( allt efni innifalið )

TVÖFALT PRJÓNPrjón þar sem réttan er beggja vegna. Sami litur er aðallitur öðrumegin en munsturlitur hinumegin og öfugt. Þátttakendur fá kennslu í þessari aðferð og er nauðsynlegt að þátttakendur kunni að prjóna þar sem námskeiðið er aðeins ein kvöldstund.

Leiðbeinandi: Magdalena ÞórisdóttirTími: 10. október kl. 18:00 til 21:00Verð: kr. 5.900

NORSKA IIFarið verður í grunnmálfræði og unnið með ýmsa texta til að auka orðaforða og unnið verður með framburð út frá „bokmål“. Kennsla fer fram á þriðjudögum.Leiðbeinandi: Anna Björg IngadóttirTími: 15. október til 26. nóvember kl. 17:30 til 19:30Verð: kr. 32.000

HEIMAVIDEÓGERÐNámskeið þar sem þátttakendur læra að gera stuttar myndir úr myndskeiðum sem þeir hafa tekið sjálfir. Farið verður í grunnatriði klippingar og sett saman stutt myndskeið úr heimagerðu efni. Miðað er við að lokaútgáfan sé ekki lengri en 10 mín.

Leiðbeinandi: Haukur Valdimar PálssonTími: 21. og 24. október kl. 17:00 til 21:00Verð: kr. 15.900

TÁKNMÁL FYRIR BYRJENDURÞátttakendur læra að kynna sig, spyrja og svara einföldum spurningum, gefa einföld fyrirmæli og lýsa fötum og athöfnum.

Leiðbeinandi: Frá Samskiptamiðstöð heyrnalausra og heyrnaskertra Tími: 24. október til 21. nóvember kl. 17:00 – 19:40Verð: kr. 23.000

SKAPANDI SKRIFÁttu þér draum að skrifa skáldsögu eða smásögu? Þátttakendur fá innsýn í uppbyggingu skáldsögu, persónusköpun og hvernig maður fangar athygli lesenda. Fyrra kvöldið fá þeir sem vilja verkefni sem þeir segja frá seinna kvöldið, einnig verða nokkur ritunarverkefni bæði kvöldin. Unnið verður á tölvu og geta þátttakendur komið með sína eigin eða fengið tölvu lánaða á staðnum. Leiðbeinandi: Þorgrímur Þráinsson rithöfundurTími: 28. október og 4. nóvember kl. 17:00 til 20:00Verð: kr. 12.900

Page 7: Namskra mss haustid 2013

7KROSSMÓA 4 - 260 REYKJANESBÆ - S: 421 7500

NÓVEMBER

HEKLAÐAR JÓLASERÍUREr ekki notalegt að geta lífgað upp á skammdegið með fallegum seríum? Skemmtilegt námskeið þar sem þátttakendur læra grunnatriðin í að hekla bjöllur utan um seríu. Einnig er kennt hvernig á að stífa bjölluna. Þátttakendur koma með heklunál nr. 1,5 og garn sem hentar í bjöllurnar.

Leiðbeinandi: Magdalena ÞórisdóttirTími: 5. nóvember kl. 18:00 til 21:00Verð: kr. 5.900

INDVERSK MATARGERÐ Námskeiðið er byggt á metsölu- og verðlaunabókum Yesmine Olsson, Framandi og freistandi. Á námskeiðinu verður farið í gegnum grunnkrydd í indverskri matargerð ásamt grunnmatreiðsluaðferðum. Farið verður yfir hvernig hægt er að einfalda uppskriftir eða gera þær enn hollari án þess að það bitni á bragðinu. Þátttakendur fá svo að borða saman afrakstur kvöldsins.

Leiðbeinandi: Yesmine OlssonTími: 6. nóvember kl. 18:00 til 22:00Verð: kr. 13.900 ( allt efni innifalið )

HEKLAÐAR JÓLAKÚLUR EÐA SNJÓKORN Á námskeiðinu verður kenndur grunnurinn í hekluðum jólakúlum og snjókornum sem tilvalið er að nota sem jólaskraut. Þátttakendur velja á milli hvort þeir vilja hekla jólakúlur eða snjókorn á námskeiðinu, ekki vinnst tími í að gera bæði. Þátttakendur koma með hvítt garn í snjókornin og annan lit í jólakúlurnar og heklunál sem hæfir garninu.

Leiðbeinandi: Magdalena ÞórisdóttirTími: 18. nóvember kl. 18:00 til 21:00Verð: kr. 5.900

HANDMÁLUN OG SPAÐI Unnið með olíu á striga. Þátttakendur fara með heim eina mynd í stærð 20x80. Notaður verður spaði við gerð myndarinnar.

Leiðbeinandi: Þorbjörg Óskarsdóttir (Tobba)Tími: 14. nóvember kl. 17:30 til 20:30Verð: kr. 9.900 (allt efni innifalið)

SMURBRAUÐSNÁMSKEIÐ MEÐ MARENTZU POULSEN -KENNT Í GRINDAVÍKFlott smurbrauðsnámskeið með Marentzu Poulsen smur-brauðsjómfrú þar sem gert verður flott og gott smurbrauð.

Tími: 24. október kl 18:00 – 22:00 Verð: kr. 10.000

NÁMSTILBOÐ FYRIR ERLENDA NEMENDURÍSLENSKA FYRIR ÚTLENDINGA 1-6 Íslenska 1. stig Áhersla er lögð á að nemendur tjái sig frá upphafi og nýti sér það sem þeir læra frá degi til dags. Íslenska 2. stig Áhersla er lögð á samtöl á milli nemenda og að nemendur noti tungumálið sér til gagns og gamans.Íslenska 3. stig Áhersla er lögð á orðaforða og talmál í tengslum við daglegt líf nemenda.Íslenska 4. stig Áhersla er lögð á umræður um texta og samtöl á meðal nemenda auk þess sem áhersla er lögð á sögu og menningu Íslands.Íslenska 5. stig Áhersla er lögð á aukinn orðaforða og talmál og að þjálfa það sem lært hefur verið í málfræði frá upphafi. Íslenska 6.stig - undirbúningur fyrir bóklegt nám í MSS

Verð: kr. 35.000 hvert námskeið. Námskeiðin eru 60 kennslustundir hvert.

LANDNEMASKÓLINN Landnemaskólinn er 120 kennslustunda nám fyrir fólk af erlendum uppruna.Lögð er áhersla á kennslu í íslensku og að auka þekkingu á íslenskri menningu, samfélagi og atvinnulífi. Kennsla fer fram á íslensku og æskilegt er að nemendur hafi lokið a.m.k. Íslensku 3. Námið fer fram með umræðum, verkefnavinnu, gagnaöflun á netinu, vettvangsferðum og ýmsum fjölbreyttum aðferðum.

Verð: kr. 22.000.

FÆRNI Í FERÐAÞJÓNUSTU I - FYRIR ÚTLENDINGANámið er 60 kennslustundir og ætlað þeim sem hafa áhuga á að starfa í ferðaþjónustu, eru starfandi í greininni eða vilja undirbúa sig fyrir frekara nám á sviði ferðaþjónustu. Námið eflir færni einstaklinga til að veita gæða þjónustu og takast á við fjölbreytt úrlausnarefni í ferðaþjónustu. Þátttakendur auka þjónustuvitund sína, vöruþekkingu, staðarþekkingu og verkkunnáttu. Að námi loknu eru þátttakendur betur í stakk búnir til að sinna fjölbreyttum og krefjandi verkefnum á ýmsum sviðum ferðaþjónustu. Námið fer fram á íslensku en tekið er mið af því í kennslunni að nemendur eru af erlendum uppruna.

Verð: kr. 12.000.

ENSKA FYRIR PÓLVERJA Enska 1 og 2 þ.e. fyrir byrjendur og lengra komna. Hvert námskeið er 24 kennslustundir.

Verð: kr. 32.000

UMHVERFISSMIÐJA FYRIR ÚTLENDINGAUmhverfissmiðja er 120 kennslustunda nám fyrir útlendinga. Kennd verður hellu- og steinalögn og veitt innsýn inn í almenna umhirðu garða, gróðursetningu og þökulögn og um leið kennd fagorð og heiti á tólum og tækjum. Garðyrkjuskóli ríkisins metur námsleiðina inn í nám hjá sér.

Verð: Ekkert þátttökugjald er tekið þar sem verkefnið er styrkt úr þróunarsjóði menntamálaráðuneytisins.

MATARSMIÐJA FYRIR ÚTLENDINGAMatarsmiðjan er 80 kennslustunda nám fyrir útlendinga. Í náminu er lögð áhersla á að þátttakendur öðlist þekkingu á grunnatriðum í umgengni við matvæli. Fjallað er um næringargildi og samsetningu algengustu matvæla. Nemendur æfa sig í framreiðslu einfaldra rétta og að áætla magn. Á námskeiðinu er farið í helstu atriði starfa í mötuneyti svo sem þjónustu og gæðaskoðun og þátttakendur fara í starfsþjálfun í skóla- eða fyrirtækjamötuneytum, til að kynnast umgengni og framreiðslu matvæla af eigin hendi.

Verð: Ekkert þátttökugjald er tekið þar sem verkefnið er styrkt úr þróunarsjóði menntamálaráðuneytisins.

Nánari upplýsingar um öll námskeið eru á heimasíðu okkar www.mss.is

Fylgist með MSS á Facebook.Sláðu inn MSS í leitarstreng og ýttu svo á líkar við

hnappinn og þá er hægt að fylgjast með hvaða námskeið eru framundan hjá okkur.

Page 8: Namskra mss haustid 2013

NÁMS- OG STARFS-RÁÐGJÖF FYRIR ALLA!Hefur þú áhuga á að setja þér markmið, efla sjálfstraustið eða skoða möguleika varðandi nám eða störf?

Vantar þig aðstoð við að greina áhugasvið, færni og persónulega styrkleika?

Viltu fræðast um raunfærnimat og hvort það sé eitthvað sem þú getur nýtt þér?

Getum við aðstoðað þig að gera ferilskrá eða hjálpað þér með atvinnuumsóknina?

Bjóðum upp á ókeypis náms- og starfsráðgjöf fyrir alla. Fyrirtæki og stofnanir geta einnig nýtt sér þjónustu náms- og starfsráðgjafa.

Þær Anna Lóa Ólafsdóttir og Jónína Magnúsdóttir náms- og starfsráðgjafar taka vel á móti þér. Vertu í sambandi og við sníðum ráðgjöfina að þínum þörfum. Þú getur skrifað okkur eða hringt í síma 421-7500.

Anna Lóa Ólafsdóttir - [email protected] Jónína Magnúsdóttir - [email protected]

HEFUR ÞÚ UNNIÐ Í VERSLUN EÐA VIÐ ÞJÓNUSTU?RAUNFÆRNIMAT Í VERSLUNARFAGNÁMI

Átt þú erindi í raunfærnimat?• Ertu orðin/n 23 ára?• Hefur þú unnið við verslun og þjónustu í 3 ár eða lengur?• Viltu bæta við menntun þína?• Viltu styrkja stöðu þína á vinnumarkaði?

Þá er raunfærnimat fyrir þig!Tilgangur raunfærnimats er að staðfesta þá þekkingu sem einstaklingur býr yfir á ákveðnu sviði. Miðað er við námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, Verslunarfagnám sem er starfstengt nám á framhaldsskólastigi, 51 eining.Þessa staðfestingu er hægt að nota til • að stytta nám• að sýna fram á reynslu og færni í starfi eða í atvinnuumsókn• að leggja mat á hvernig einstaklingur getur styrkt sig í námi eða starfi

Raunfærnimatið er ókeypis fyrir þátttakendur.

Jónína Magnúsdóttir, náms- og starfsráð[email protected], sími 421-7500/412-5958

NÁNARI UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 421 7500.WWW.MSS.IS