21
Max Weber “Starf fræðimannsins” Hlutleysiskenning um vísindi

Max Weber “Starf fræðimannsins” Hlutleysiskenning um vísindi

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Max Weber “Starf fræðimannsins” Hlutleysiskenning um vísindi

Max Weber

“Starf fræðimannsins”Hlutleysiskenning um vísindi

Page 2: Max Weber “Starf fræðimannsins” Hlutleysiskenning um vísindi

Gagnrýni -- kenningin Hvaða kenning er þetta sem svo

mjög er gagnrýnd? Nokkrar útgáfur af hlutleysiskenn-

ingunni: Safn skyldra viðhorfa. Hvers konar hlutleysiskenningu

finnum við hjá Weber?

Page 3: Max Weber “Starf fræðimannsins” Hlutleysiskenning um vísindi

Ólíkar útgáfur af hlutleysis-kenningunni: Safn skyldra viðhorfa. Vísindi eru hlutlaus um verðmæti og gildi. Vísindi eru í sjálfu sér siðlaus iðja. Vísindin geta verið fullkomin frá sjónarhóli

vísinda, uppfyllt ströngustu kröfur um vinnubrögð og aðferðafræði þótt þau leiði til hins versta siðleysis (ofbeldis og pyntinga).

Hugsjónir eru vísindum óviðkomandi. Vísindin geta aldrei sagt okkur hvað við

eigum að gera eða hvað sé æskilegt.

Page 4: Max Weber “Starf fræðimannsins” Hlutleysiskenning um vísindi

... safn skyldra viðhorfa Hlutleysiskenningin kveður á um að vísindin

(og vísindamaðurinn) séu afstöðulaus. Vísindin eru hlutlaus starfsemi í þeim

skilningi að þau eru ekki áhrifavaldar á verðmæti okkar og gildi, hugmyndafræði eða stjórnmál.

Vísindi eru „hlutlaus í þeim skilningi að þau taka ekki afstöðu til spurninga um tilgang og gildi“.

Page 5: Max Weber “Starf fræðimannsins” Hlutleysiskenning um vísindi

Algeng gagnrýni á hlutleysiskenninguna Kenningin hvílir á algerum greinar-

munur staðreynda og gilda. Óraunhæf kenning – sýnir lítinn

skilning á samfélagi fræðanna og pólitík rannsókna.

Vísindamenn gefar sér ákveðnar forsendur og eru því háðir gildismati (eru ekki fordómalausir).

Page 6: Max Weber “Starf fræðimannsins” Hlutleysiskenning um vísindi

framhald... Kenningin vanmetur þátt ástríðanna –

enginn maður getur verið hlutlaus, þ.e. ástríðulaus.

Samkvæmt kenningunni getum við aldrei sett fram fræðilega, rökstudda gagnrýni á gildismat og siðferði – sem er háskaleg blekking.

Samkvæmt kenningunni geta vísindin enga leiðsögn veitt í mikilvægustu málaflokkum lífsins, s.s. um lífsviðhorf, stjórnmál og siðferði. Þetta stangast á við veruleika vísinda í dag.

Page 7: Max Weber “Starf fræðimannsins” Hlutleysiskenning um vísindi

Max Weber (1864-1920) Mennt og máttur “Starf fræðimannsins”. “Wissenschaft als Beruf”. “Science as Vocation”

Page 8: Max Weber “Starf fræðimannsins” Hlutleysiskenning um vísindi

Ástríður og tilfinningar í vísindum „Því starf án ástríðu er ekki

samboðið mannlegri reisn.“ (81) „[...] ástríðufull þrá eftir lausn

vandamálanna.“ (82)

Page 9: Max Weber “Starf fræðimannsins” Hlutleysiskenning um vísindi

Innblástur „Og á hinn bóginn er það líka

algengur misskilningur, að innblástur skipti meira máli í listum en vísindum.“ (83)

Page 10: Max Weber “Starf fræðimannsins” Hlutleysiskenning um vísindi

Vísindi: Eintóm reiknislist? „Nú er sú skoðun reyndar í tízku hjá ungu fólki, að

vísindarannsóknir séu orðnar að eintómri reiknislist, sem beitt sé við úrvinnslu úr tilraunaniðurstöðum eða staðtölusöfnum „rétt eins og í verksmiðju“, svo að köld skynsemin komi þar ein að haldi, en ekki öll „sál“ vísindamannsins. Þótt ekki væri annað, lýsir slíkt viðhorf álíka miklum misskilningi á því, sem gerist í verksmiðju og rannsóknarstofu. Á báðum stöðunum verða menn að fá hugmynd, og hana rétta, til þess að gera eitthvað að gagni. Og hugmyndin verður ekki knúin fram. Hún á ekkert skylt við yfirvegaða útreikninga. Þeir eru að vísu, eins og ástríðan, forsenda hennar.“ (81)

Page 11: Max Weber “Starf fræðimannsins” Hlutleysiskenning um vísindi

Hugmyndir og gönguferðir „En hvenær henni [hugmyndinni] skýtur

upp, því ræður hún, en ekki við. Raunar er það rétt, að beztu hugmyndirnar fá menn ekki, þegar þeir sitja við skrifborðið og brjóta heilann sem ákafast, heldur þar sem þeir eiga síst von á, uppi á legubekk með vindil í munninum, eins og Jhering hefur lýst, eða, eins og Helmholtz hefur sagt af vísindalegri nákvæmni um sínar eigin hugmyndir: þegar hann er á gangi og gata lítið eitt á fótinn.“ (82)

Page 12: Max Weber “Starf fræðimannsins” Hlutleysiskenning um vísindi

Frumleiki „Og þá höfðu menn líka hugmyndir

um það, hvernig menn verði miklir af sjálfum sér, sem ég tek fram yfir frumleikadýrkunina.“ (84)

Page 13: Max Weber “Starf fræðimannsins” Hlutleysiskenning um vísindi

Hið sanna „Að vísindin opni mönnum leið til

náttúrunnar, myndi hljóma sem guðlast í eyrum æskufólksins.“ (92)

Vísa ekki leiðina að hinni sönnu list. Vísa ekki leiðina til guðs. Vísindin fræða okkur ekki um tilgang

veraldarinnar. Vísindin vísa ekki leiðina til

hamingjunnar.

Page 14: Max Weber “Starf fræðimannsins” Hlutleysiskenning um vísindi

Gildisdómar og hugmyndafræði „Eg er reiðubúinn að taka dæmi af

verkum þýzkra sagnfræðinga til að sýna, hvernig fræðimenn missa ávallt að einhverju leyti sjónar á staðreyndunum, þegar þeir fara að kveða upp gildisdóma um viðfangsefni sitt.“ (99)

Page 15: Max Weber “Starf fræðimannsins” Hlutleysiskenning um vísindi

Fordómalaus fræði? „Nú er oft talað um „fordómalaus“

fræði. Er eitthvað slíkt til? Það er undir því komið, hvaða merking er lögð í orðið.“ (94)

Page 16: Max Weber “Starf fræðimannsins” Hlutleysiskenning um vísindi

Markmiðið „Markmiðið er að búa áheyrandann

í stakk til að mynda sér sjálfur skoðun út frá sínum grundvallarsjónarmiðum.“ (98)

„[...] því að af kennarans hálfu er engin aðferð jafnóheiðarleg og að láta „staðreyndirnar tala“.“ (98)

Page 17: Max Weber “Starf fræðimannsins” Hlutleysiskenning um vísindi

Óþægilegar staðreyndir Kennari, sem einhvers er nýtur, á þá skyldu

æðsta, að kenna nemendum sínum að viðurkenna óþægilegar staðreyndir. Eg á við, að þær komi sér illa fyrir þá stjórnmálastefnu, sem viðkomandi aðhyllist. Sérhver stefna – mín líka – á nefnilega við einhverjar mjög óþægilegar staðreyndir að glíma. Knýi háskólakennarinn nemendur sína til að venja sig við þetta, þá er starf hans að mínu mati ekki einungis upplýsand, heldur vil eg taka svo mikið upp í mig að kalla það göfugt. Kann mönnum þó að þykja það fast að orði kveðið um svo sjálfsagðan hlut. (101, leturbreyting mín)

Page 18: Max Weber “Starf fræðimannsins” Hlutleysiskenning um vísindi

„Séu þér sjálfum yður trú, komizt þér ekki hjá því að hafa þetta tiltekna samræmi í skoðunum yðar.“ (107)

„[...] aðstoðað hann til að standa sjálfum sér skil á endanlegum tilgangi athafna sinna.“ (108)

„[...] þeirri einföldu skyldu að vera heiðarlegur við sjálfan sig.“ (114)

Page 19: Max Weber “Starf fræðimannsins” Hlutleysiskenning um vísindi

„Aðeins er hægt að gera sér grein fyrir, hvaða goð er tilbeðið af, eða býr í, hverju gildissviði. Þegar þeim skilningi er náð, hefur háskólakennarinn lokið hlutverki sínu hlutverki, þótt hann hafi ekki leyst þann meginvanda mannlífsins að velja á milli goðanna.“ (102)

Page 20: Max Weber “Starf fræðimannsins” Hlutleysiskenning um vísindi

„Valið stendur um guð og djöfulinn, en hvort er hvor, það er háð endanlegri afstöðu þess, sem í hlut á; hver maður verður að velja, hvort er hans guð og hvort er hans djöfull.“ (103)

Page 21: Max Weber “Starf fræðimannsins” Hlutleysiskenning um vísindi

Hlutleysiskrafan Stjórnmál eiga ekkert erindi í

kennslusali háskóla. Háskólakennara ber að stuðla að

sjálfstæðri, yfirvegaðri hugsun nemandans.

Fræðimaður rugli ekki saman hugmyndafræði eða heimsskoðun (Weltanschauung) sinni og vísindum.