12
LYGASAGA Eitt skref í einu – stig 2 Ása Marin Hafsteinsdóttir |2104|© Menntamálastofnun 2018|Stig 2| 24 Gott ráð fyrir snjalla lesara Góðir lesarar kunna ýmsar brellur til að hjálpa sér í lestri: Þeir skoða orðið vel og velta því fyrir sér hvort það líkist öðru orði sem þeir kunna. Þeir hljóða sig hægt í gegnum óþekkta orðið. Þeir skoða myndirnar á blaðsíðunni og athuga hvort þær hjálpi þeim að ráða í orðið. Þeir lesa málsgreinina til enda og reyna að giska á orðið. Þeir fá hjálp hjá lestrarþjálfara sínum. Þeir lesa nýja orðið nokkrum sinnum til að festa það í minni. Orðafjársjóður Hér máttu skrifa þau orð sem þér finnst áhugaverð eða þig langar til að vita meira um. ___________________ ___________________ ___________________ ___________________ ___________________ 20 1 3 2 4 5 9 11 7 6 10 12 13 14 17 16 19 15 18 8 Litaðu eina risaeðlu fyrir hvern texta sem þú þjálfar.

LYGASAGA - mms.is · 2 |2104|© Menntamálastofnun 2018|Stig 2| Til lestrarþjálfara Um þjálfunina Æskilegt er að sami aðilinn sjái um þjálfunina á þjálfunartímabilinu

Embed Size (px)

Citation preview

LYGASAGA

Eitt skref í einu – stig 2

Ása Marin Hafsteinsdóttir

|2104|© Menntamálastofnun 2018|Stig 2|24

Gott ráð fyrir snjalla lesaraGóðir lesarar kunna ýmsar brellur

til að hjálpa sér í lestri:

• Þeir skoða orðið vel og velta því fyrir sér hvort það líkist öðru orði sem þeir kunna.

• Þeir hljóða sig hægt í gegnum óþekkta orðið.• Þeir skoða myndirnar á blaðsíðunni og athuga

hvort þær hjálpi þeim að ráða í orðið.• Þeir lesa málsgreinina til enda og reyna að giska

á orðið.• Þeir fá hjálp hjá lestrarþjálfara sínum.• Þeir lesa nýja orðið nokkrum sinnum til að

festa það í minni.

OrðafjársjóðurHér máttu skrifa þau orð

sem þér finnst áhugaverð eða þig langar

til að vita meira um.

___________________

___________________

___________________

___________________

___________________

20

1

3

2

4

5

9

11

7

6

10

12

13

14

17

16

19

15

18

8

Litaðu eina risaeðlu fyrir hvern texta sem þú þjálfar.

|2104|© Menntamálastofnun 2018|Stig 2|2

Til lestrarþjálfara

Um þjálfuninaÆskilegt er að sami aðilinn sjái um þjálfunina á þjálfunartímabilinu til að viðhalda sama vinnulagi og fá tilfinningu fyrir framförum.

Heildarþjálfunartími er 15 mínútur; fyrst lesfimiþjálfunin samkvæmt þjálfunarfyrirkomulagi og svo í heimalestrarbók að 15 mínútunum.

Nemandinn les alltaf upphátt til að lestrarþjálfarinn fái innsýn í lestrar-ferlið hjá nemandanum.

Sjáið til þess að nemandinn hafi fingurinn undir því orði sem lesið er hverju sinni eða notið blýant til að styðja hann í lestrinum.

Lesskilningsspurningarnar eru leystar munnlega eftir síðustu tímatökuna.

Gott hljómfall við lestur næst þegar nemandinn hikar á kommum og stoppar á punkti.

Erfiðleikar við lestur orðs?Ekki hleypa barninu áfram í lestri nema orð sé alveg rétt lesið.

Í tímatökunni skaltu bíða í tvær sekúndur en svo máttu segja barninu hvert orðið er svo það geti haldið áfram lestrinum.

Þegar nemandinn þjálfar textann milli tímatöku og lendir í vanda við umskráningu orðs, getur þú nýtt þér eftirfarandi ráð:

• Láttu barnið glíma sjálft við orðið í um það bil fimm sekúndur.

• Spurðu „Hvaða orð heldur þú að þetta sé?“

• Hvettu barnið til að lesa máls- greinina til enda og nýta sér samhengið til að ráða í orðið.

• Lestu orðið fyrir barnið, skoðaðu það vel með því og láttu það þjálfa lestur orðsins nokkrum sinnum.

Hagnýt ráðÞjálfið eins snemma dags og kostur er.

Gætið þess að barnið sé ekki svangt og sé búið að fara á salernið.

Veljið stað þar sem næði er gott og engin truflun.

Sitjið við hlið barnsins og veitið lestri þess góða athygli.

Hvetjið og hrósið.

Hvatning og hrósVel lesið!

Þú last öll orðin rétt!

Þér tókst að leysa orðið!

Þér hefur virkilega farið fram í …

Þú stendur þig vel í þjálfuninni!

Þú lest skýrt og fallega.

Frábært viðhorf!

|2104|© Menntamálastofnun 2018|Stig 2| 23

vísbendingar óskiljanlegur skálminni

Engar vísbendingar voru

til staðar um allt

sem ég sá um nóttina.

Og nú veit ég hvað

þú ert að hugsa:

Þetta hefur bara verið draumur.

Skrýtinn og óskiljanlegur draumur.

Trúðu mér, ég hugsaði það líka.

En það er eitt sem

ég á eftir að segja ykkur.

Þegar ég vaknaði daginn

eftir var ég með súkkulaði

á milli tánna.

Og risaeðlurnar á náttbuxunum

mínum voru allar á

hægri skálminni.

Var þetta draumur eða ekki? Hvað heldur þú?

Hvernig heldur þú að draumurinn hefði orðið ef það hefðu verið ofurhetjur í staðinn fyrir risaeðlur á náttbuxum stráksins?

3

7

12

17

21

26

30

36

41

47

51

56

59

63

67

69

|2104|© Menntamálastofnun 2018|Stig 2|22

morguninn fetaði

Morguninn eftir vöktu

foreldrar mínir mig.

Varlega fór ég niður stigann.

Fetaði mig þrep fyrir þrep.

Hissa á því að foreldrar mínir

höfðu ekkert sagt.

En stofan var alveg venjuleg.

Á gólfinu voru flísar.

Sófinn var úr leðri.

Engar risaeðlur voru lokaðar

undir skál.

Ég fór inn í eldhús.

Skápahurðir voru úr gleri

en ekki brjóstsykri.

Vatn rann úr krananum í stað safa.

Allt var eins og það átti að vera.

Hvernig leit heimilið út þegar drengurinn vaknaði um morguninn?

Hvers vegna var allt bara venjulegt um morguninn?

3

6

11

16

22

25

30

34

38

42

44

49

53

56

63

71

|2104|© Menntamálastofnun 2018|Stig 2| 3

SkráningSkipti Dagsetning Tímataka 1

orð 1Tímataka 2

orð 2Tímataka 3

orð 3 Lestrarþjálfari Skóli

1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

11

12

13

14

15

16

17

18

19

20

|2104|© Menntamálastofnun 2018|Stig 2|4

ótrúlega skrökva fussa lygilega

Þú munt ekki trúa

þessari sögu. Hún er svo

ótrúlega ósennileg. Þú munt

halda að ég sé að skrökva.

Spinna hana upp.

Búa hana til.

Já, þú munt fussa

og segja að ég sé

að ljúga að þér.

En ég ætla samt

að segja þér söguna.

Því hún er góð.

Hún er í alvöru

lygilega góð.

Skoðaðu myndina framan á bókinni. Um hvað ætli sagan fjalli?

Hvað merkir það „að spinna eitthvað upp“?

4

9

13

19

22

25

29

34

38

42

46

50

54

56

|2104|© Menntamálastofnun 2018|Stig 2| 21

hvolf tröppurnar springa

Þá tók ég á rás.

Skellti stóru skálinni á

hvolf yfir eðlurnar.

Nú kæmust þær ekki í burtu.

Ég hljóp út úr stofunni

og upp tröppurnar.

Tók tvær tröppur í hverju skrefi.

Ég hljóp hratt inn ganginn.

Inn í herbergið mitt.

Lokaði dyrunum og lagðist upp í rúm.

Hjartað var að springa.

Ég breiddi sængina yfir mig.

Ég veit ekki hvernig eða

hversu langan tíma það tók

en mér tókst að sofna aftur.

Hvernig kom drengurinn í veg fyrir að risaeðlurnar ætu öll húsgögnin?

Hvernig ætli drengnum hafi tekist að sofna eftir risaeðluævintýrið?

5

9

12

18

23

26

32

37

41

48

52

57

62

67

73

|2104|© Menntamálastofnun 2018|Stig 2|20

grúfðu rifu tuggðu kjaftinn

Á veturna gefum við smáfuglum

fræ og brauðmola.

Þegar fyrsti fuglinn finnur

matinn kallar hann á fleiri.

Risaeðlurnar grúfðu sig

yfir karamellurnar.

Alveg eins og fuglarnir

grúfa sig yfir fræin á veturna.

Gráðugar rifu eðlurnar í sig

eina, tvær, þrjár karamellur.

Þær tuggðu og tuggðu en

karamellurnar festust í hvössum

tönnum þeirra. Að lokum gátu þær

ekki lengur opnað kjaftinn.

Nú gátu þær ekki étið

meira af húsinu okkar.

Hvernig vinna smáfuglarnir saman á veturna?

Hvaða afleiðingar hafði karamelluátið fyrir risaeðlurnar?

5

8

12

17

20

22

26

32

37

41

46

50

56

60

65

69

|2104|© Menntamálastofnun 2018|Stig 2| 5

foreldrar stuttermabol ganginum

Einu sinni vaknaði ég

um miðja nótt.

Foreldrar mínir vöktu mig ekki.

Ég bara vaknaði upp

á eigin spýtur.

Ég fór fram á gang.

Klæddur í náttbuxur með

risaeðlum á og stuttermabol.

Ég var ekki í neinum sokkum.

Með berar táslur gekk

ég eftir ganginum.

Ég man ekki hvert ég ætlaði.

Kannski þurfti ég á klósettið.

Hvað merkir það að gera eitthvað „upp á eigin spýtur“?

Hvort heldur þú að sögupersónan sé drengur eða stúlka, hvers vegna?

4

7

12

16

19

24

28

32

38

42

45

51

56

|2104|© Menntamálastofnun 2018|Stig 2|6

hrotur drunur sérstaklega

Kannski ætlaði ég að

fá mér að drekka.

Nei, ég hreinlega

man það ekki.

Við áttum heima í

tveggja hæða húsi.

Ég og foreldrar mínir.

Við sváfum á efri hæðinni.

Háværar hrotur bárust úr

herbergi foreldra minna.

Ótrúlegar drunur.

Eins og tröll svæfu þar inni.

Það brakaði alltaf í stiganum.

Sérstaklega í efstu fimm þrepunum.

Hvers vegna vaknaði drengurinn?

Hvernig heldur þú að heyrist í tröllum þegar þau hrjóta?

4

8

11

14

18

21

25

30

34

37

39

45

50

55

|2104|© Menntamálastofnun 2018|Stig 2| 19

karamellur haug skarið

Fyrst fann ég nokkrar karamellur.

Síðan fann ég stóra skál.

Því næst setti ég karamellur

í haug á mitt stofugólfið.

Þá var komið að því að bíða.

Ég þurfti ekki að

bíða mjög lengi.

Risaeðlurnar fundu hauginn fljótt.

Þær byrjuðu að þefa

af karamellunum.

Ein risaeðla tók af skarið

og smakkaði, með bréfi og öllu.

Það þurfti ekki meira til.

Allar hinar smökkuðu þá líka.

Þær minntu mig á smáfugla.

Hvað merkir „að taka af skarið“?

Hvaða orð lýsir risaeðlunum vel? Eru þær saddar, gráðugar eða forvitnar?

5

10

15

20

27

31

34

38

42

44

49

55

60

65

70

|2104|© Menntamálastofnun 2018|Stig 2|18

vöknuðu hugmynd

Ég gæti geymt pokann þar

til foreldrar mínir vöknuðu.

Þeir myndu svo vita hvað

ætti að gera við eðlurnar.

En þeir myndu vakna

við lætin í ryksugunni.

Stundum eru foreldrar svo

þreyttir að þú vilt gera allt

til að þeir sofi vel á næturnar.

Það var því ekki gott

ráð að ryksuga upp risaeðlurnar.

Þá fékk ég aðra hugmynd.

Sem var töluvert betri.

Ég ákvað að láta reyna

á þá hugmynd.

Heldur þú að fullorðnir kunni betri ráð til að losna við risaeðlur en krakkar? Hvers vegna eða hvers vegna ekki?

Hvaða hugmynd heldur þú að drengurinn hafi fengið?

5

9

14

19

23

27

31

37

44

49

54

59

63

68

71

|2104|© Menntamálastofnun 2018|Stig 2| 7

tiplaði þrepin furðulega

Ég tiplaði hljóðlega niður.

Reyndi að stíga laust

á efstu fimm þrepin.

Það var bjart úti,

þó svo að það væri nótt.

Ætli það hafi ekki

verið sumar.

Og nú komum við

að furðulega hluta sögunnar.

Þeim hluta sem þú

munt aldrei trúa.

Það er ekkert furðulegt

við það að barn

vakni um miðja nótt.

Stattu upp og sýndu lestrarþjálfaranum þínum hvernig á að tipla.

Heldur þú að það sé sumar í sögunni? Hvers vegna?

4

8

12

16

22

26

28

32

36

40

43

47

51

55

|2104|© Menntamálastofnun 2018|Stig 2|8

dúaði trampólíni klístrað

En það sem á eftir

kemur í þessari sögu,

það er furðulegt.

Þegar ég kom niður

stigann var gólfið ekki

lengur alveg hart.

Það dúaði smá.

Eins og ég væri

að ganga á trampólíni.

Þar sem ég var sokkalaus

fann ég að gólfið var klístrað.

Ekki kannski klístrað eins og

slím heldur klístrað eins

og smjör.

Hvenær getur gólf orðið klístrað?

Getur þú nefnt dæmi um fleiri hluti sem dúa?

5

9

12

16

20

23

26

30

34

39

45

50

54

56

|2104|© Menntamálastofnun 2018|Stig 2| 17

merkingunni alvörunni ryksuguna

Hvað myndu foreldrar mínir segja?

Ég þurfti að stoppa þær.

Fá þær til að hætta að éta.

Ég lagði höfuðið í bleyti.

Ekki í alvöru bleyti.

Bara í merkingunni að

brjóta heilann.

Samt ekki að brjóta

heilann í alvörunni.

Æ, ég meina að ég

hugsaði mjög stíft um

hvað ég ætti að gera.

Fyrst datt mér í hug

að sækja ryksuguna.

Ég gæti ryksugað risaeðlurnar

upp í pokann.

Til hvaða ráðs ætlaði drengurinn að grípa til að losa sig við risaeðlurnar?

Til hvaða ráðs hefðir þú gripið til að losna við þær?

5

10

17

22

26

30

32

36

39

44

48

53

58

61

65

68

|2104|© Menntamálastofnun 2018|Stig 2|16

hrifnar flugeðlurnar hringsóluðu sólbekkina

Það var strax augljóst að þær

voru ekki hrifnar af lakkrís.

Annar púðinn í tveggja manna

sófanum hvarf á augabragði.

Eftir sátu tvær risaeðlur

sem héldu um magann.

Mér sýndist þær báðar brosa.

Flugeðlurnar hringsóluðu

um ljósakrónurnar,

sem voru úr kókostoppum.

Út um allt voru risaeðlur.

Þær nöguðu sólbekkina, sleiktu rúðurnar

og smjöttuðu á húsgögnunum.

Hvað átti ég að gera?

Ekki gat ég horft á

þær éta heimili mitt.

Hvað merkir það „að hringsóla“?

Teldu sólbekkina heima hjá þér. Úr hvaða efni eru þeir og hvað eru þeir margir?

6

11

16

20

24

28

33

35

37

41

46

51

55

60

65

69

|2104|© Menntamálastofnun 2018|Stig 2| 9

súkkulaði sleikti dásemd kringum

Fitugt. Já, það er betra

orð til að lýsa gólfinu.

Ég leit niður.

Þá sá ég að gólfið

hafði breyst í súkkulaði.

Ég beygði mig niður

og sleikti gólfið.

Það var á bragðið eins

og páskaegg.

Hvílík dásemd.

Það er miklu betra

að eiga heimili úr

súkkulaði en steypu.

Þegar ég leit betur í

kringum mig hoppaði

hjartað af gleði.

Súkkulaði er ekki venjulegt gólfefni. Nefndu dæmi um venjulegt gólfefni.

Hverjir eru helstu gallarnir við að eiga heimili úr súkkulaði?

5

10

13

18

22

26

29

34

36

38

42

46

49

54

57

60

|2104|© Menntamálastofnun 2018|Stig 2|10

veggirnir aðallega lyktin sykurpúðar

Það var ekki bara

gólfið sem hafði breyst

í súkkulaði. Veggirnir líka.

Nú ert þú kannski

að velta fyrir þér:

Hvernig voru húsgögnin?

Þau voru aðallega úr

lakkrís og marsipani.

Ég settist á sófasettið.

Það var áður úr leðri,

svörtu leðri.

Það leit nánast eins út,

nema lyktin sagði mér að

leðrið hefði breyst í lakkrís.

Í stað púðanna voru sykurpúðar.

Úr hverju voru húsgögnin gerð?

Úr hverju er marsipan búið til?

4

8

12

16

20

23

27

30

34

39

41

46

51

56

61

|2104|© Menntamálastofnun 2018|Stig 2| 15

renndu fikruðu kjark

Þær renndu sér um

borðplötuna úr brjóstsykrinum,

eins og þær væru á skautum.

Allar risaeðlurnar virkuðu mjög kátar.

Rólega fikruðu þær sig út úr

eldhúsinu og inn í stofu.

Ég taldi í mig kjark

og elti þær.

Það var erfiðara að fylgjast

með þeim öllum inni í stofu.

Þær voru svo margar

og stofan svo stór.

Einhverjar fóru að naga sófasettið.

Hvað skyldu foreldrar mínir segja?

Hvers vegna heldur þú að risaeðlurnar hafi verið svona kátar?

Hvað heldur þú að foreldrar þínir myndu segja ef risaeðlur nöguðu sófasettið heima hjá þér?

4

7

13

18

24

29

34

37

42

48

52

56

61

66

|2104|© Menntamálastofnun 2018|Stig 2|14

þórseðla stukku snareðlur príluðu

Þær voru litlar og í

öllum regnbogans litum.

Rauð þórseðla komst fyrst

niður á gólf.

Strax á eftir stukku

niður tvær gular snareðlur.

Ég ákvað að príla

upp á borð og fylgjast með þeim.

Sjá hvort þær væru

rólegar eða æstar.

Hvort ég gæti treyst þeim eða ekki.

Hvort ég gæti jafnvel

leikið mér við þær.

Risaeðlurnar byrjuðu strax

að naga súkkulaðið.

Þrjár príluðu upp á borð.

Hvernig litu risaeðlurnar út?

Hvers vegna prílaði drengurinn upp á borð?

5

8

12

15

19

23

27

34

38

41

48

52

56

59

62

67

|2104|© Menntamálastofnun 2018|Stig 2| 11

freistinguna þorsti lakkrísátið súkkulaðigólfinu

Sykurpúðarnir voru eins

og stórir, mjúkir koddar.

Ég lagðist á sófann

og gat ekki staðist freistinguna.

Opnaði munninn og tók

stóran bita af arminum.

Foreldrar mínir keyptu

nánast aldrei lakkrís.

Þeir sögðu að hann væri

ekki góður fyrir hjartað.

Eða var það blóðið?

Ég man það ekki.

Þorsti sótti á mig eftir lakkrísátið.

Ég gekk eftir súkkulaðigólfinu

inn í eldhús.

Hvað freistaðist drengurinn til að gera?

Hvers vegna ætli hann hafi orðið þyrstur eftir lakkrísátið?

3

7

11

16

20

24

27

30

35

39

43

47

53

57

60

|2104|© Menntamálastofnun 2018|Stig 2|12

skápahurðirnar brjóstsykri aldinkjöti

Skápahurðirnar, sem áður

voru úr gleri, voru úr brjóstsykri.

Borðplatan líka.

Vaskurinn, sem áður

var úr stáli, var úr hlaupi.

Til að svala þorstanum

skrúfaði ég frá krananum.

Þú trúir því ekki,

en út úr honum rann appelsínusafi.

Þegar ég skrúfaði frá

kalda vatninu fékk ég

hreinan appelsínusafa.

Og þegar ég skrúfaði

frá heita vatninu kom

appelsínusafi með aldinkjöti

út úr krananum.

Hvernig hafði efnið í skápahurðunum og borðplötunni breyst?

Hvað merkir orðið „aldinkjöt“?

3

9

11

14

20

24

28

32

38

42

46

48

52

56

59

62

|2104|© Menntamálastofnun 2018|Stig 2| 13

tyllti klæja kitla buxnaskálmarnar

Ég tyllti mér á tær

og teygði mig undir bununa.

Drakk og drakk þar til

maginn var fullur af safa.

Það var þá sem mig

fór að klæja og kitla

á sama tíma.

Aðallega á fótunum og tánum.

Þegar ég leit niður

sá ég að risaeðlurnar á

náttbuxunum mínum voru lifandi.

Þær losuðu sig út úr

náttbuxunum og skriðu niður

buxnaskálmarnar.

Stattu upp og tylltu þér á tær. Tiplaðu síðan dálítið.

Hvers vegna fór drenginn að klæja og kitla?

5

10

15

20

25

30

33

38

42

47

51

56

60

61