73
Lokaverkefni til MSprófs í mannauðsstjórnun Brotthvarf Hvernig vegnar nemendum í háskólanámi sem útskrifast hafa frá Háskólabrú Keilis? Agða Ingvarsdóttir Leiðbeinandi: Gylfi Dalmann Aðalsteinsson Apríl 2016

Lokaverkefni!til!MS0prófs! ímannauðsstjórnun Brotthvarf ...°a Ingvarsdóttir-MS.pdf · 2.1 Hvað!er!lærdómur?! Fjallað!verður!um!nám!og!lærdóm!sem!allaþáþekkingu!sem!einstaklingur!getur!aflað!

  • Upload
    others

  • View
    4

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Lokaverkefni!til!MS0prófs! ímannauðsstjórnun Brotthvarf ...°a Ingvarsdóttir-MS.pdf · 2.1 Hvað!er!lærdómur?! Fjallað!verður!um!nám!og!lærdóm!sem!allaþáþekkingu!sem!einstaklingur!getur!aflað!

 

 

 

Lokaverkefni  til  MS-­‐prófs    

í  mannauðsstjórnun  

 

 

 

Brotthvarf    Hvernig  vegnar  nemendum  í  háskólanámi  sem  útskrifast  hafa  frá  Háskólabrú  Keilis?  

 

Agða  Ingvarsdóttir  

 

Leiðbeinandi:  Gylfi  Dalmann  Aðalsteinsson  

Apríl  2016  

Page 2: Lokaverkefni!til!MS0prófs! ímannauðsstjórnun Brotthvarf ...°a Ingvarsdóttir-MS.pdf · 2.1 Hvað!er!lærdómur?! Fjallað!verður!um!nám!og!lærdóm!sem!allaþáþekkingu!sem!einstaklingur!getur!aflað!

 

 

 

 

 

 

 

Brotthvarf  

Hvernig  vegnar  nemendum  í  háskólanámi  sem  útskrifast  hafa  frá  

Háskólabrú  Keilis?  

 

 

 

Agða  Ingvarsdóttir  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lokaverkefni  til  MS-­‐gráðu  í  mannauðsstjórnun  

Leiðbeinandi:  Gylfi  Dalmann  Aðalsteinsson  

 

Viðskiptafræðideild  

Félagsvísindasvið  Háskóla  Íslands  

Apríl  2016

Page 3: Lokaverkefni!til!MS0prófs! ímannauðsstjórnun Brotthvarf ...°a Ingvarsdóttir-MS.pdf · 2.1 Hvað!er!lærdómur?! Fjallað!verður!um!nám!og!lærdóm!sem!allaþáþekkingu!sem!einstaklingur!getur!aflað!

 

3  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Brotthvarf:  Hvernig  vegnar  nemendum  í  háskólanámi  sem  útskrifast  hafa  frá  

Háskólabrú  Keilis?  

 

Ritgerð  þessi  er  30  eininga  lokaverkefni  til  MS-­‐prófs  við  Viðskiptafræðideild,  

Félagsvísindasvið  Háskóla  Íslands.  

 

©  2016  Agða  Ingvarsdóttir  

Ritgerðina  má  ekki  afrita  nema  með  leyfi  höfundar.  

Prentun:  Háskólaprent  ehf.  

Reykjavík,  2016  

Page 4: Lokaverkefni!til!MS0prófs! ímannauðsstjórnun Brotthvarf ...°a Ingvarsdóttir-MS.pdf · 2.1 Hvað!er!lærdómur?! Fjallað!verður!um!nám!og!lærdóm!sem!allaþáþekkingu!sem!einstaklingur!getur!aflað!

 

4  

Formáli  

Þessi   ritgerð   er   lokaverkefni   til   meistaraprófs   í   mannauðsstjórnun   við  

Viðskiptafræðideild   Háskóla   Íslands.   Vægi   hennar   er   30   ECTS-­‐einingar   sem  hluti   af   90  

ECTS-­‐eininga  meistaranámi.  Markmið  rannsóknarinnar  var  að  kanna  hvernig  nemendum  

vegnar  sem  útskrifast  hafa  frá  Háskólabrú  Keilis  á  þeim  árum  sem  skólinn  hefur  starfað  

með  tilliti  til  brotthvarfs  úr  háskólanámi.    

Sérstakar  þakkir  vil  ég  færa  þátttakendum  rannsóknarinnar,  sem  gáfu  sér  tíma  til  

þess  að  svara  þeim  spurningum  sem  lagt  var  upp  með  og  gerðu  þannig  þetta  verkefni  að  

veruleika.  Einnig  vil  ég  þakka  Soffíu  Waag  Árnadóttur  forstöðumanni  Keilis  fyrir  að  vera  

mér  innan  handar  við  gerð  þessarar  rannsóknar.  Leiðbeinandi  við  vinnu  þessa  verkefnis  

var  Gylfi  Dalmann  Aðalssteinsson  og  fær  hann  bestu  þakkir.  Einnig  vil  ég  þakka  Eyrúnu  

Ellý  Valsdóttur  fyrir  vandaðan  yfirlestur  og  uppbyggilega  gagnrýni.  Síðast  en  ekki  síst  vil  

ég  þakka  börnum  mínum,  Benjamín  Leó  og  Lúkasi  Fróða  sem  með  tilveru  sinni  minntu  

mig  á  markmiðin  þegar  á  móti  blés  og  foreldrum  mínum  og  systkinum  fyrir  ómetanlegan  

stuðning  og  hjálp  á  meðan  á  háskólanámi  mínu  stóð.  

 

 

 

Page 5: Lokaverkefni!til!MS0prófs! ímannauðsstjórnun Brotthvarf ...°a Ingvarsdóttir-MS.pdf · 2.1 Hvað!er!lærdómur?! Fjallað!verður!um!nám!og!lærdóm!sem!allaþáþekkingu!sem!einstaklingur!getur!aflað!

 

5  

Útdráttur  

Markmið   rannsóknar   var   að   kanna   hvernig   nemendum  vegnar   sem  hafa   útskrifast   frá  

Háskólabrú   Keilis   á   þeim   árum   sem   liðin   eru   síðan   Keilir   tók   til   starfa   með   tilliti   til  

brotthvarfs   úr   háskólanámi.   Notast   var   við   megindlega   rannsóknaraðferð   þar   sem  

spurningalisti   var   lagður   fyrir   þátttakendur   á   samskiptamiðlinum   Facebook.   Hannaður  

var   spurningalisti   sem   talinn   var   hentugur   fyrir   rannsóknarefnið   og   samanstóð   af   22  

spurningum.  Brotthvarfsnemar  voru  skilgreindir  sem  þeir  einstaklingar  sem  hófu  nám  í  

háskóla  en  héldu  ekki  áfram  námi  á  næstu  önn  eða  ári.  

Af  þeim  sem  svöruðu  spurningalista  rannsóknar  fóru  88%  í  háskólanám  eftir  að  

þeir  höfðu  útskrifast  frá  Háskólabrú  Keilis  og  17,1%  þeirra  höfðu  horfið  frá  háskólanámi.  

Helstu   niðurstöður   leiddu   í   ljós   að   tæp   70%   fóru   í   Háskóla   Íslands,   um   13%   fóru   í  

Háskólann  á  Akureyri  og  rétt  rúm  11%  í  Háskólann  í  Reykjavík.  Þeir  sem  stunduðu  nám  

við   verk-­‐   og   raungreinadeild   í   Keili   voru   líklegri   en   þeir   sem   stunduðu   nám   við   aðrar  

deildir  til  þess  að  hverfa  frá  námi.  Þeir  sem  hurfu  frá  námi  voru  líklegri  en  aðrir  til  þess  

að  vera  hvorki  sammála  né  ósammála  því  að  Háskólabrú  Keilis  sé  góður  undirbúningur  

fyrir  háskólanám.  Þeir  sem  hurfu  frá  námi  voru  einnig  líklegri  en  aðrir  til  þess  að  skipta  

um   deild   eða   nám   á   einhverjum   tímapunkti   í   náminu.   Tæplega   helmingur  

brotthvarfsnema  lauk  hálfu  ári  eða  minna  (allt  að  30  ECTS-­‐einingar)  áður  en  þeir  hurfu  

frá   námi,   en   38%   brotthvarfsnema   stunduðu   nám   við   raunvísinda-­‐,   verkfræði-­‐   eða  

tölvunarfræðideild.   Flestir,   eða   um   62%,   segja   einstaklingsbundna   þætti   vera   ástæðu  

fyrir  brotthvarfi  þeirra  úr  námi.    

 

Page 6: Lokaverkefni!til!MS0prófs! ímannauðsstjórnun Brotthvarf ...°a Ingvarsdóttir-MS.pdf · 2.1 Hvað!er!lærdómur?! Fjallað!verður!um!nám!og!lærdóm!sem!allaþáþekkingu!sem!einstaklingur!getur!aflað!

 

6  

Abstract  

The  aim  of  this  study  was  to  explore  how  students  prosper  who  have  graduated  from  

Háskólabrú  Keilis  in  the  years  that  have  passed  since  the  school  began  its  operation  with  

regard   to  dropout   from  university.  A  quantitative   research  method  was  used  where  a  

questionnaire  was  presented  to  participants  on  the  Facebook  communication  media.  A  

questionnaire  was  designed  which  con  22  questions  that  were  considered  suitable   for  

the   study.  The  dropout   studens  were  defined  as   those  who  started  university  but  did  

not  return  to  university  next  semester  or  year.      

Of  those  who  completed  the  questionnaire  88%  went  to  university  and  17,1%  of  

them  had  dropped  out  of  university.  The  main  results  showed  that  around  70%  went  to  

the  University  of   Iceland,   about  13%  went   to   the  University  of  Akureyri   and   just  over  

11%  went  to  the  University  of  Reykjavík.  Those  who  studied  at  the  crafts-­‐  and  science  

department  at  Keilir  were  more  likely  than  those  who  studied  at  other  departments  to  

drop  out  of  university.  Those  who  dropped  out  of  university  were  more  likely  than  those  

who  did  not  dop  out  to  neither  agree  or  disagree  to  the  statement  that  Háskólabrú  is  a  

good  preparation  for  university.  Those  who  dropped  out  of  university  were  also  more  

likely   than  others   to   change   their   course  of   study   at   some  point   during   their   studies.  

Almost  half   of   the  dropout   students   finished  half   a   year  or   less   (up   to  30  ECTS  units)  

before   they   dropped   out   of   university,   38%   studied   at   the   departments   of   science,  

engineering   or   computerscience.   About   62%   of   the   dropout   students   say   that   the  

reason  behind  their  dropout  is  related  to  individual  factors.  

 

Page 7: Lokaverkefni!til!MS0prófs! ímannauðsstjórnun Brotthvarf ...°a Ingvarsdóttir-MS.pdf · 2.1 Hvað!er!lærdómur?! Fjallað!verður!um!nám!og!lærdóm!sem!allaþáþekkingu!sem!einstaklingur!getur!aflað!

 

7  

Efnisyfirlit  

1   Inngangur  ..........................................................................................................  10  

1.1   Uppbygging  ritgerðar  .......................................................................................  11  

2   Fræðileg  nálgun  ................................................................................................  13  

2.1   Hvað  er  lærdómur?  ..........................................................................................  13  2.1.1   Kenningar  um  nám  ................................................................................  14  2.1.2   Nám  fullorðinna  ....................................................................................  15  

2.2   Samfélagið  og  menntun  ...................................................................................  17  2.2.1   Atvinnuþátttaka  og  atvinnuleysi  ...........................................................  18  2.2.2   Ávinningur  menntunar  ..........................................................................  19  

2.3   Námsframboð  ...................................................................................................  20  2.3.1   Framhaldsskólanám  ..............................................................................  21  2.3.2   Aðfaranám  og  frumgreinadeildir  ..........................................................  23  

2.3.2.1  Menntastoðir  .................................................................................  26  2.3.2.2  Háskólabrú  Keilis  ............................................................................  27  2.3.2.3  Mat  á  frumgreinanámi  Keilis  ..........................................................  29  

2.4   Brotthvarf  .........................................................................................................  32  2.4.1   Skilgreiningar  á  brotthvarfi  ...................................................................  32  2.4.2   Kenningar  um  brotthvarf  ......................................................................  33  2.4.3   Ástæður  fyrir  brotthvarfi  ......................................................................  34  2.4.4   Brotthvarf  úr  námi  á  Íslandi  ..................................................................  37  2.4.5   Leiðir  til  að  draga  úr  brotthvarfi  ...........................................................  38  

3   Aðferðafræði  ....................................................................................................  40  

3.1   Rannsóknaraðferð  ............................................................................................  40  3.2   Þátttakendur  .....................................................................................................  40  3.3   Framkvæmd  ......................................................................................................  41  3.4   Spurningalisti  rannsóknar  .................................................................................  41  3.5   Skráning  og  úrvinnsla  gagna  .............................................................................  42  

4   Niðurstöður  ......................................................................................................  43  

4.1   Keilir    ..............................................................................................................  43  4.2   Háskóli    ..............................................................................................................  47  4.3   Einstaklingsbundnir  þættir  ...............................................................................  51  

5   Umræða  ............................................................................................................  55  

5.1   Túlkun  niðurstaðna  ...........................................................................................  55  

Page 8: Lokaverkefni!til!MS0prófs! ímannauðsstjórnun Brotthvarf ...°a Ingvarsdóttir-MS.pdf · 2.1 Hvað!er!lærdómur?! Fjallað!verður!um!nám!og!lærdóm!sem!allaþáþekkingu!sem!einstaklingur!getur!aflað!

 

8  

5.2   Annmarkar  rannsóknar  .....................................................................................  60  

6   Lokaorð  .............................................................................................................  61  

Heimildaskrá  ..........................................................................................................  63  Viðauki  1.  Kynningarbréf  til  þátttakenda  ................................................................  69  

Viðauki  2.  Spurningalisti  rannsóknar  ......................................................................  70    

 

 

Page 9: Lokaverkefni!til!MS0prófs! ímannauðsstjórnun Brotthvarf ...°a Ingvarsdóttir-MS.pdf · 2.1 Hvað!er!lærdómur?! Fjallað!verður!um!nám!og!lærdóm!sem!allaþáþekkingu!sem!einstaklingur!getur!aflað!

 

9  

Töfluskrá  

Tafla  1.  Skipting  eftir  útskriftarári  frá  Keili  og  hlutfall  brotthvarfs  eftir  

útskriftarári.  .........................................................................................................  44  

Tafla  2.  Hlutfallsleg  skipting  eftir  þeirri  deild  sem  þátttakendur  stunduðu  nám  sitt  

hjá  Keili.  ................................................................................................................  44  

Tafla  3.  Upplifun  af  hefðbundnu  framhaldsskólakerfi.  ....................................................  45  

Tafla  4.  Telja  þátttakendur  námið  hjá  Háskólabrú  Keilis  vera  góðan  undirbúning  

fyrir  háskólanám  ..................................................................................................  46  

Tafla  5.  Markmiðið  að  ljúka  námsferli  með  háskólagráðu.  ..............................................  47  

Tafla  6.  Þeir  háskólar  sem  þátttakendur  stunduðu  nám  við.  ...........................................  47  

Tafla  7.  Hvaða  háskóli  varð  fyrir  valinu?  Hlutfallsleg  skipting  eftir  því  hvort  

þátttakendur  hættu  námi  eða  ekki.  .....................................................................  48  

Tafla  8.  Deildir  háskólanna  sem  þátttakendur  stunda/stunduðu  nám  við.  .....................  49  

Tafla  9.  Deildir  háskólanna  sem  brotthvarfshópur  stundaði  nám  við.  .............................  49  

Tafla  10.  Ástæður  fyrir  því  að  þátttakendur  hurfu  frá  námi.  ...........................................  50  

Tafla  11.  Þættir  sem  hefðu  getað  haft  áhrif  á  að  brotthvarfsnemarnir  héldu  áfram  

námi.  ....................................................................................................................  50  

Tafla  12.  Námstími/einingar  sem  brotthvarfsnemar  luku  áður  en  þeir  hurfu  frá  

námi.  ....................................................................................................................  51  

Tafla  13.  Aldur  þátttakenda.  ............................................................................................  52  

Tafla  14.  Hlutfallsleg  skipting  eftir  kyni  og  deild  í  Keili.  ....................................................  52  

Tafla  15.  Brotthvarfshópur  –  fjöldi  í  deildum  Keilis  eftir  kyni.  .........................................  53  

Tafla  16.  Vinna  með  háskólanámi.  ...................................................................................  53  

Tafla  17.  Ummæli  þátttakenda  í  opinni  spurningu  rannsóknar.  ......................................  54  

 

 

 

Page 10: Lokaverkefni!til!MS0prófs! ímannauðsstjórnun Brotthvarf ...°a Ingvarsdóttir-MS.pdf · 2.1 Hvað!er!lærdómur?! Fjallað!verður!um!nám!og!lærdóm!sem!allaþáþekkingu!sem!einstaklingur!getur!aflað!

 

10  

1 Inngangur  

Á   undanförnum   misserum   hafa   verið   gerðar   breytingar   á   fyrirkomulagi   náms   og  

töluverðar  breytingar  hafa  orðið  þegar  kemur  að  fullorðnum  námsmönnum.  Um  og  eftir  

aldamótin  síðustu  var  mikið   framboð  af   leiðum  til  náms   fyrir   fullorðna  námsmenn  þar  

sem  14  skólar  buðu  upp  á  öldungadeildir  eða  kvöldskóla  þegar  mest  lét.  Síðan  þá  hefur  

vægi  öldungadeilda  og  kvöldskóla  minnkað   töluvert  og   frumgreinanám  komið   inn  sem  

sterkur   valkostur   fyrir   fullorðna   námsmenn   sem   komnir   eru   af   hefðbundnum   aldri  

framhaldsskólanema   (Ríkisendurskoðun,   2012).   Samanborið   við   nágrannalönd   okkar  

ljúka  hlutfallslega  fáir  Íslendingar  framhaldsskólanámi  á  tilsettum  tíma,  og  margir  hverfa  

frá  námi  án   formlegra  námsloka,  en  um  það  bil   30%   landsmanna  25  ára  og  eldri  hafa  

ekki  lokið  framhaldsskólanámi  (Mennta-­‐  og  menningarmálaráðuneytið,  2015).  Þegar  lög  

og  reglugerðir  eru  skoðuð  kemur  fram  að  nám  sé  fyrir  alla  og  að  skólakerfið  sé  þannig  

upp  byggt  að  allir  eigi  að  finna  eitthvað  við  sitt  hæfi  (Lög  um  framhaldskóla  nr.  92/2008;  

Mennta-­‐   og   menningarmálaráðuneytið,   2011).   Þrátt   fyrir   það   virðast   ekki   allir   geta  

fundið  sér  stað  í  menntakerfinu  og  heltast  úr  lestinni  þegar  kemur  að  námi.  Margir  snúa  

þó   aftur   til   náms   á   fullorðinsárum   (Mennta-­‐   og   menningarmálaráðuneytið,   2015).  

Umræða  um  brotthvarf  úr  námi  er  mikil  og  margar   rannsóknir  hafa  verið  gerðar  bæði  

hérlendis  og  erlendis,  sérstaklega  á  brotthvarfi  úr  framhaldsskólum,  til  þess  að  reyna  að  

komast  að  því  sem  veldur  því  þegar  nemendur  flosna  upp  úr  námi  og  hvernig  hægt  sé  að  

koma   í   veg   fyrir   það   (Blöndal,   2014;   Doll,   Eslami   og   Walters,   2013).   Brotthvarf   úr  

háskólanámi  hefur  hins  vegar  tiltölulega  lítið  verið  rannsakað  á  Íslandi  en  ljóst  er  að  þeir  

nemendur   sem   ekki   útskrifast   úr   framhaldsskólanámi   skila   sér   ekki   inn   í   háskólana  

(Ríkisendurskoðun,  2007).  

Markmið  rannsóknarinnar  er  að  skoða  þann  hóp  nemenda  sem  útskrifast  hefur  

frá  Háskólabrú  Keilis  á  þeim  árum  sem  skólinn  hefur  starfað.  Sérstaklega  verður  litið  til  

þeirra   einstaklinga   sem   fóru   í   háskólanám   í   framhaldinu   en   hurfu   svo   frá   því   námi.  

Samkvæmt   þessari   rannsókn   teljast   brotthvarfsnemar   þeir   sem   hófu   háskólanám   en  

héldu   ekki   áfram  námi   á   næstu   önn   eða   ári.   Rannsóknarspurningin   sem   leitað   verður  

svara  við  er  eftirfarandi:    

Page 11: Lokaverkefni!til!MS0prófs! ímannauðsstjórnun Brotthvarf ...°a Ingvarsdóttir-MS.pdf · 2.1 Hvað!er!lærdómur?! Fjallað!verður!um!nám!og!lærdóm!sem!allaþáþekkingu!sem!einstaklingur!getur!aflað!

 

11  

• Hvernig  vegnar  nemendum  í  háskólanámi  sem  útskrifast  hafa  frá  Háskólabrú  

Keilis  með  tilliti  til  brotthvarfs?  

Þeim   þáttum,   sem   verða   skoðaðir   til   þess   að   svara   því   hvernig   þessum   nemendum  

vegnar,   hefur   verið   skipt   upp   í   þrjá   flokka.   Fyrsti   flokkur   er   Keilir   þar   sem   þættirnir  

kennsluhættir,   vendinám  og   námsbrautir   verða   skoðaðir.   Næsti   flokkur   er  háskóli   þar  

sem  þættirnir  val  á  skóla,  val  á  námsbraut,  stoðkerfi  og  námslengd  verða  skoðaðir.  Þriðji  

flokkurinn   snýr   að   einstaklingsbundnum   þáttum   þar   sem   áhersla   verður   lögð   á   aldur,  

kyn  og  vinnu  með  námi.  

1.1 Uppbygging  ritgerðar  

Ritgerðin  skiptist  í  sex  meginkafla.  Í  inngangi  hér  að  framan  er  skýrt  frá  viðfangsefni  og  

markmiðum   rannsóknarinnar.   Að   auki   er   sett   fram   rannsóknarspurning   sem   leitað  

verður  svara  við  í  rannsókninni.  

Í  öðrum  kafla  er  fræðileg  nálgun  á  viðfangsefnið.  Þar  er  fyrst  fjallað  um  hvað  felst  

í  lærdómi,  fjallað  verður  um  helstu  kenningar  um  nám  og  námi  fullorðinna  námsmanna  

verða   einnig   gerð   skil.   Fjallað   er   um   tengsl   samfélagsins   og   menntunar,   en   í   því  

samhengi   verður   fjallað   um   atvinnuþátttöku,   atvinnuleysi   og   ávinninginn   af  menntun.  

Því   næst   verður   námsframboði   gerð   skil,   þar   sem   fjallað   verður   um   hefðbundið  

framhaldsskólanám,   aðfaranám   og   frumgreinadeildir.   Í   kaflanum   um   aðfaranám   og  

frumgreinadeildir   verður   fjallað   um   Menntastoðir   og   svo   er   ítarleg   umfjöllun   um  

Háskólabrú  Keilis  þar  sem  nemendur  skólans  eru  viðfangsefni  rannsóknarinnar.  Einnig  er  

þar  kafli  um  mat  á  frumgreinanámi  Keilis.  Að  lokum  er  kafli  um  brotthvarf  en  þar  verður  

fjallað   um   helstu   skilgreiningar   á   brotthvarfi,   kenningar   um   brotthvarf,   ástæður   fyrir  

brotthvarfi   og   brotthvarf   úr   framhaldsskóla   og   háskóla.   Einnig   verður   fjallað   um   þær  

leiðir  sem  hægt  er  að  fara  til  að  draga  úr  brotthvarfi.  

Í   þriðja   kafla   er   aðferðafræði   rannsóknar   lýst.   Gerð   verður   grein   fyrir  

þátttakendum  rannsóknarinnar.  Fjallað  verður  um  framkvæmd  rannsóknarinnar  og  skýrt  

frá   því   hvernig   skráning   og   úrvinnsla   gagna   fór   fram.   Einnig   verður   fjallað   um  

spurningalista  rannsóknarinnar.    

Í  fjórða  kafla  verða  settar  fram  niðurstöður  í  ljósi  rannsóknarspurningarinnar  sem  

sett  var  fram  í  inngangi.    

Page 12: Lokaverkefni!til!MS0prófs! ímannauðsstjórnun Brotthvarf ...°a Ingvarsdóttir-MS.pdf · 2.1 Hvað!er!lærdómur?! Fjallað!verður!um!nám!og!lærdóm!sem!allaþáþekkingu!sem!einstaklingur!getur!aflað!

 

12  

Fimmti  kafli  er  umræðukafli  þar  sem  helstu  niðurstöður  verða  dregnar  fram  og  settar  í  

fræðilegt   samhengi.   Rannsakandi   setur   fram   sínar   vangaveltur   um   viðfangsefnið   og  

einnig  verður  fjallað  um  annmarka  rannsóknar.  

Að  endingu  eru  lokaorð  rannsakanda.  

 

 

 

 

Page 13: Lokaverkefni!til!MS0prófs! ímannauðsstjórnun Brotthvarf ...°a Ingvarsdóttir-MS.pdf · 2.1 Hvað!er!lærdómur?! Fjallað!verður!um!nám!og!lærdóm!sem!allaþáþekkingu!sem!einstaklingur!getur!aflað!

 

13  

2 Fræðileg  nálgun  

2.1 Hvað  er  lærdómur?  

Fjallað  verður  um  nám  og   lærdóm  sem  alla  þá  þekkingu  sem  einstaklingur  getur  aflað  

sér   hvort   sem   er   á   formlegan   hátt   eða   á   annan   máta   og   verður   því   ekki   gerður  

greinarmunur   á   námi   og   lærdómi   í   þessari   ritgerð.   Talað   er   um   að   til   séu   þrjár  

formgerðir  af  námi  (lærdómi)  sem  eru  grundvöllur  þeirrar  raunfærni  sem  einstaklingur  

getur  aflað  sér.  Formlegt  nám  og  óformlegt  nám  er  háð  ásetningi  af  hálfu  námsmannsins  

en   formlaust   nám   hefur   sjaldnast   með   ásetning   námsmannsins   að   gera  

(Sérfræðingahópur  FA,  2004).  Formlegt  nám  er  þegar  færni  er  aflað  í  formlegu  skólakerfi  

og   lýkur  því  yfirleitt  með  prófskírteini  eða  einhverskonar  viðurkenningu  frá  formlegum  

skólayfirvöldum.   Óformlegt   nám   er   þegar   færni   er   aflað  með   námskeiðum   og   öðrum  

leiðum  sem  eru  utan  hins  hefðbundna  skólakerfis.  Dæmi  um  óformlegt  nám  er  til  dæmis  

námskeið  hjá  símenntunarstöðvum  og  á  vinnustöðum.  Þessi   færni  er  oft  skjalfest  með  

þátttökuviðurkenningu   en   þó   ekki   alltaf.   Formlaust   nám   er   þegar   einstaklingur   öðlast  

færni  í  gegnum  daglegar  athafnir  tengdar  vinnu,  fjölskyldu  eða  frístundum.  Þessi  tegund  

af   færni   er   ekki   skráð   eða   skjalfest   á   neinn   hátt.   Raunfærni   einstaklinga   er   svo  

samanlögð   færni   sem  einstaklingur   hefur   aflað   sér   óháð  þeirri   leið   af   þessum  þremur  

sem  hann   hefur   farið.  Mat   á   raunfærni  miðast   því   við   að   nám   fari   fram   við   allskonar  

aðstæður  og  geti  styrkt  einstaklinga  á  þann  hátt  að  þeir  verði  meðvitaðir  um  styrkleika  

sína  og  veikleika  sem  geri  þeim  kleift  að  bæta  við  sig  þeirri  þekkingu  sem  ljóst  er  að  vanti  

og   hækka   þannig   í   leiðinni   þekkingarstig   samfélagsins   (Colardyn   og   Bjornavold,   2004;  

Fræðslumiðstöð  atvinnulífsins,  e.d.;  Sérfræðingahópur  FA,  2004).  Talið  er  mikilvægt  að  

leggja  áherslu  á  allar  formgerðir  náms;  sérstaklega  í  ljósi  þess  að  breytingar  hafa  orðið  á  

vinnumarkaði  á  síðustu  árum  og  áratugum,  æviráðningar  heyra  nærri  til  fortíðarinnar  og  

flestir   í   dag   skipta   um   starfsvettvang   nokkrum   sinnum   á   sinni   starfsævi.   Sí-­‐   og  

endurmenntun   gerir   ráð   fyrir   að   hægt   sé   að   læra   í  mismunandi   aðstæðum   og  myndi  

líklega  ekki  eiga  sér  stað  ef  ekki  væri  fyrir  þær  námsleiðir  sem  standa  utan  hins  formlega  

námskerfis.   Því   er   mikilvægt   að   leggja   áherslu   á   samspil   þessara   þriggja   námsleiða  

(Colardyn  og  Bjornavold,  2004).    

Page 14: Lokaverkefni!til!MS0prófs! ímannauðsstjórnun Brotthvarf ...°a Ingvarsdóttir-MS.pdf · 2.1 Hvað!er!lærdómur?! Fjallað!verður!um!nám!og!lærdóm!sem!allaþáþekkingu!sem!einstaklingur!getur!aflað!

 

14  

2.1.1 Kenningar  um  nám  

Í  gegnum  tíðina  hafa  ýmsar  kenningar  verið  settar  fram  um  lærdóm.  John  Dewey,  sem  

var   einn   áhrifamesti   heimspekingurinn   á   fyrri   hluta   tuttugustu   aldar,   setti   fram  

Reynslunámskenninguna  (e.  experiental  learning  theory).  Kenningin  vísar  til  þess  að  við  

lærum  af  reynslu  okkar  og  upplifunum  og  öðlumst  þekkingu  á  þann  hátt.  Hann  taldi  að  

þó  að  menntun  væri  fengin  með  reynslu  væri  ekki  öll  reynsla  menntandi.  Reynsla  gæti  

verið  neikvæð  og  þannig  haft  neikvæð  áhrif  á  menntun  okkar  og  reynsla  sem  er  jákvæð  

fyrir  einn  einstakling  þarf  ekki  að  vera  það  fyrir  annan.  Að  hans  mati  þyrfti  að  taka  mið  af  

fyrri   reynslu  einstaklinga  og  byggja  ofan  á  hana  og  þannig  væri  hægt  að  auka   framlag  

einstaklingsins  til  samfélagsins  (Dewey,  2007).  Samkvæmt  Dewey  er  ígrundun  lykilþáttur  

í   kenningunni   og   snýr   að   því   hvernig   við   vinnum   úr   upplifunum   okkar,   einstaklingur  

ígrundar   ákveðnar   aðstæður  eða   aðgerðir   og   í   framhaldinu  dregur  hann  ályktanir   eða  

gerir  prófanir  og  má  því   segja  að   reynslunámskenningar   séu  einstaklingsmiðuð  nálgun  

(Mankin,   2009).   David   Kolb   leit   á   John   Dewey   sem   einn   af   upphafsmönnum  

reynslunáms.   Sjálfur   setti   hann   Reynslunámskenninguna   upp   sem   hringferli   sem  

samanstendur   af   fjórum   þáttum.   Hringurinn   hefst   á   þætti   sem   felur   í   sér   upplifun  

einstaklingsins.  Næsti   þáttur   snýr   að   ígrundun   en   þar   vinnur   einstaklingur   úr   upplifun  

sinni.  Þriðji  þátturinn  snýr  að  alhæfingu  þar  sem  ný  reynsla  er  yfirfærð  á  aðrar  aðstæður  

og  að  lokum  er  fjórði  þátturinn  prófun  þar  sem  einstaklingurinn  metur  hvernig  reynslan  

geti   nýst   honum.   Framsetning   Kolb   á   reynslunámskenningunni   er   talin   vera   ein  

þekktasta   framsetning   á   reynslunámi   og   hefur   hún   mikið   verið   notuð   í   fræðilegri  

umfjöllun  og  einnig  sem  grunnur  að  þróun  annarra  kenninga  eins  og  kenninga  um  nám  

fullorðinna   og   kenninga   um   nám   skipulagsheilda   (Miettinen,   2000).   Í  

einstaklingsmiðuðum  kenningum  eins  og  reynslunámskenningum  er  lærdómur  almennt  

skilgreindur   sem   ferli   þegar   einstaklingur   lærir  með  því   að   framkvæma   sem  verður   til  

þess  að  skilningur  hans  breytist  (Illeris,  2004).  Atferliskenningar  og  hugrænar  kenningar  

eru   einnig   einstaklingsmiðaðar   nálganir   þar   sem   einungis   er   horft   til   einstaklingsins  

sjálfs.  Grundvallaratriði  atferliskenninga  er  að  ná  fram  tiltekinni  hegðun,  þar  sem  þjálfun  

miðar  að  því  að  ná  fram  hæfni  og  breyta  hegðun  í  takt  við  þær  kröfur  sem  gerðar  eru.  

Hugrænar  kenningar  byggja  á  því  að  þekking  fáist  með  sjálfstæðum  lestri  efnis  eða  sem  

hluta   af   fræðslukerfi   og   miðar   námið   að   því   að   breyta   því   hvernig   einstaklingur   sér,  

Page 15: Lokaverkefni!til!MS0prófs! ímannauðsstjórnun Brotthvarf ...°a Ingvarsdóttir-MS.pdf · 2.1 Hvað!er!lærdómur?! Fjallað!verður!um!nám!og!lærdóm!sem!allaþáþekkingu!sem!einstaklingur!getur!aflað!

 

15  

skynjar   og   upplifir   umhverfið   í   kring   um   sig.   Atferliskenningar   og   hugrænar   kenningar  

geta  því  bæði  átt  við  formlegt  og  óformlegt  nám.  Á  síðustu  árum  hefur  athyglin  beinst  

fremur   að   hópi   einstaklinga   en   einstaklingnum   sjálfum   og   þá   verða   félagslegar  

kenningar  meira  áberandi   (Mankin,  2009).  Samkvæmt   félagsnámskenningum  (e.   social  

learning   theory)   er   lærdómur   félagslegt   ferli   þar   sem   samskipti   við   aðra  og  þátttaka   í  

félagslegum   athöfnum   verða   til   þess   að   þekking,   skilningur   og   færni   verða   til   (Illeris,  

2004).  Einstaklingur  lærir  af  umhverfi  sínu  í  öllum  formgerðum  náms  þar  sem  aðstæður  

verða   til   þess   að   breyting   verður   á   hegðun   hans.   Í   félagslegum   aðstæðum   fylgist  

einstaklingur  með  hegðun  annarra  og  hermir  eftir  tiltekinni  hegðun.  Þessi  lærdómur  er  

oft   nefndur   herminám   þar   sem   einstaklingurinn   lærir   af   því   að   horfa   og   gera   eins   og  

aðrir  (Mankin,  2009).  Ásamt  því  að  horfa  til  einstaklingsbundinna  og  félagslegra  þátta  er  

einnig  talið  mikilvægt  að  horfa  til  gilda  og  menningar  í  samfélaginu,  þar  sem  lærdómur  

fer  fram,  því  að  slíkt  hafi  einnig  áhrif  á  það  hvernig  einstaklingur  lærir.  Sérstaklega  þurfi  

að   horfa   til   þessara   þátta   í   fjölmenningarsamfélögum   ef   skilja   á   það   flókna   ferli   sem  

lærdómur  er   (Nieto,  2010).  Það  má  því   segja  að   lærdómur   sé   ferli   sem   feli   bæði   í   sér  

félagsleg   samskipti,   menningu   og   gildi   samfélagsins   og   sálfræðilega   úrvinnslu  

einstaklingsins.   Hinir   ýmsu   sálfræðilegu   þættir   geta   haft   áhrif   á   lærdómsferlið   hjá  

einstaklingum.  Þættir  eins  og   tálmun,  mótstaða,   röskun  eða  afbökun  af  einhverju   tagi  

getur  valdið  því  að  lærdómsferli  eins  einstaklings  verður  öðruvísi  en  hjá  þeim  næsta.  Því  

öðlast  engir  tveir  einstaklingar  sömu  þekkinguna  úr  lærdómsferlinu  (Illeris,  2004)  

Þær  hugmyndir  sem  Dewey  setti  fram  fyrir  margt  löngu  virðast  enn  vera  við  lýði  í  

menntunarfræðunum   ásamt   nýrri   hugmyndum   um   lærdóm.   Reynsla   er   þar  með   talin  

mikilvæg;  hvort  sem  fengin  er  með  formlegu  námi  eða  á  annan  hátt,  einn  með  sjálfum  

sér  eða  með  hópi  fólks,  og  talin  geta  stuðlað  að  því  að  einstaklingur  þróist  bæði  í  námi  

og  starfi.  Má  því  segja  að  gert  sé  ráð  fyrir  því  að  einstaklingar  geti  bætt  við  þekkingu  sína  

hvort  sem  þeir  gera  það  á  skipulagðan  hátt  eða  á  annan  máta.  

2.1.2 Nám  fullorðinna  

Kenningar  um  nám  fullorðinna  eiga  rætur  að  rekja  til  ársins  1833  og  Alexander  Knapp  en  

það  var  ekki  fyrr  en  árið  1968  þegar  Malcolm  Knowles  kynnti  hugtakið  ,,andragogy”  sem  

þessi   kenningalega   nálgun   á   nám   fullorðinna   verður   þekkt.   Fræðimenn   eru   ekki  

sammála   um   hvernig   skilgreina   eigi   hugtakið   fullorðinn.   Knowles   sagði   tvo   lykilþætti  

Page 16: Lokaverkefni!til!MS0prófs! ímannauðsstjórnun Brotthvarf ...°a Ingvarsdóttir-MS.pdf · 2.1 Hvað!er!lærdómur?! Fjallað!verður!um!nám!og!lærdóm!sem!allaþáþekkingu!sem!einstaklingur!getur!aflað!

 

16  

ákvarða   hvenær   einstaklingur   væri   fullorðinn.   Annars   vegar   væri   það   sálfræðilegur  

þáttur   sem  snýr  að  því  hvort  einstaklingur   líti   svo  á  að  hann   taki  ábyrgð  á  eigin   lífi  og  

hins   vegar  hvort   einstaklingur   sinni  þeim  hlutverkum  sem  samfélagið   krefst   af  honum  

s.s.  að  stunda  vinnu,  sinna  hlutverki  maka,  foreldra  og  öðrum  samfélagslegum  skyldum  

(Taylor   og   Kroth,   2009).   Í   íslenskum   rannsóknum   sem   Jón   Torfi   Jónsson   hefur   unnið  

ásamt   fleirum   hafa   verið   skoðuð   aldursbilin   16–74   ára   og   18–75   ára.   Í   samanburði   á  

rannsóknum   er   mikilvægt   að   hafa   í   huga   að   skilgreiningar   á   því   hvað   er   að   vera  

fullorðinn   geta   verið   mismunandi   (Jón   Torfi   Jónasson   og   Andrea   Gerður   Dofradóttir,  

2009;   Jón   Torfi   Jónasson   og   Jóhanna   Rósa   Arnardóttir,   1999).   Þó   ber   að   nefna   að  

samkvæmt   lögum   á   Íslandi   telst   viðkomandi   fullorðinn   þegar   18   ára   aldri   er   náð  

(Lögræðislög  nr.  71/1997).  Kenningar  um  nám  fullorðinna  (e.  andragogy)  byggja  á  því  að  

fullorðnir   og   börn   læri   ekki   á   sama   máta.   Þótt   kenningar   um   nám   fullorðinna   miði  

yfirleitt  við  upplifun  einstaklinga  af  formlegu  námi  eiga  þær  einnig  við  aðrar  formgerðir  

náms.  Hver  ávinningurinn  af   lærdómi  reynist  fyrir  einstaklinginn  helst   í  hendur  við  þau  

viðhorf  sem  hann  tekur  með  sér  í  lærdómsferlið,  viðhorfum  kennara  og  námsleiðunum  

sem  farnar  eru  (Mankin,  2009).  Knowles  þróaði  og  bætti  kenningu  sína  sem  fjallað  er  um  

í  kaflanum  hér  á  undan  og  setti  síðar  fram  sex  grundvallaratriði  um  nám  fullorðinna  sem  

byggja  á  hinum  ýmsu  rannsóknum  og  kenningum  um  nám  fullorðinna.  Hann  segir  þessa  

þætti  vera  þörfina  fyrir  að  vita,  fullorðnir  námsmenn  verði  að  vita  hvernig  staðið  verður  

að   náminu,   hvað   felist   í   náminu   og   af   hverju;   sjálfsmyndina   sem   snúi   að   því   hvernig  

samband  leiðbeinanda  og  nemanda  er  en  það  verður  að  vera  á  þá  leið  að  nemandi  taki  

ábyrgð  og  ákvarðanir   í  sínu  námi;  fyrri  reynslu  sem  hafi  einnig  margvísleg  áhrif  og  taka  

þurfi  mið  af  henni   í   lærdómsferlinu.   Fjórði  þáttur  að  mati  Knowles   snýr  að  því  hversu  

tilbúnir  fullorðnir  námsmenn  eru  til  náms.  Viðhorf  einstaklingsins  til  námsins  miðist  við  

að   námsmaðurinn   eflist   ef   námsefnið   er   sett   í   samhengi   við   það   sem   námsmaðurinn  

fæst  við  í  daglegu  lífi.  Sjötti  og  síðasti  þátturinn  sem  Knowles  tiltók  snýr  að  þeim  hvötum  

sem   liggja   til   grundvallar  námi,  hvort   sem  það  eru  ytri   hvatar  eins  og   tekjur  eða  betri  

störf  eða  innri  hvatar  eins  og  aukið  sjálfstraust  og  ánægja  (Knowles,  Holton  og  Swanson,  

2005).   Knowles   lagði   línurnar   með   hugmyndum   sínum   um   nám   fullorðinna   með  

kenningu   sinni   og   hefur   hún   staðist   tímans   tönn.   Rannsóknir   sem  gerðar   hafa   verið   á  

námi   fullorðinna   renna   flestar   stoðum   undir   þær   hugmyndir   sem   hann   setti   fram  

(Hróbjartur  Árnason,  2005).  Fullorðnir  námsmenn  vilja   læra  á  eigin   forsendum  og  vilja  

Page 17: Lokaverkefni!til!MS0prófs! ímannauðsstjórnun Brotthvarf ...°a Ingvarsdóttir-MS.pdf · 2.1 Hvað!er!lærdómur?! Fjallað!verður!um!nám!og!lærdóm!sem!allaþáþekkingu!sem!einstaklingur!getur!aflað!

 

17  

tækifæri  til  að  nýta  sér  þá  þekkingu  sem  þeir  öðlast.  Lærdómsferlið  verður  auðveldara  ef  

þeir  sjá  hag  í  lærdómnum  og  að  lærdómurinn  geti  nýst  við  dagleg  störf  (Mankin,  2009).  

Fyrri   reynsla   fullorðinna  námsmanna  af  námi  getur  haft  áhrif   á   lærdómsferli  þeirra  og  

því  er  mikilvægt  að  þessir  einstaklingar  sjái  hag  í  því  að  stunda  nám  á  fullorðinsaldri  svo  

að  lærdómsferlið  litist  ekki  af  neikvæðri  fyrri  reynslu  (Hróbjartur  Árnason,  2005).  

Þegar   fjallað   er   um   fullorðinsfræðslu   er   átt   við   alla   fræðslu   fyrir   fullorðna  

námsmenn   hvort   sem   hún   er   fengin   í   formlega   skólakerfinu   eða   utan   þess   (Jón   Torfi  

Jónasson  og   Jóhanna  Rósa  Arnardóttir,  2001).  Allt   frá  því   snemma  á   síðustu  öld  hefur  

fullorðnum  námsmönnum  á  Ísland  staðið  til  boða  bæði  formlegt  og  óformlegt  nám  sem  

stendur   utan   hins   opinbera   skólakerfis   svo   sem   í   lýðháskólum,   bréfaskólum   og  

námsflokkum,   fræðafundum,   leshringjum   og   almennum   fyrirlestrum   (Sigrún   Kristín  

Magnúsdóttir,  2005).  Á  áttunda  áratug  síðustu  aldar  voru  þessar  námsleiðir  færðar  inn  í  

opinbera  skólakerfið.  Engin  sérstök  lög  eru  til  um  fullorðinsfræðslu  á  Íslandi  í  dag  en  þó  

voru  sett  lög  nr.  47  árið  1992  um  almenna  fullorðinsfræðslu  sem  síðar  voru  felld  úr  gildi  

með   setningu   nýrra   laga   um   framhaldsskóla   nr.   80/1996.   Í   þeim   lögum   segir   að  

framhaldsskólum  er  heimilt  að  reka  bæði  kvöldskóla  og  símenntunarstöðvar  sem  miða  

að  námi  fyrir  fullorðna  námsmenn  (Sigrún  Kristín  Magnúsdóttir,  2005).  Námið  skuli  vera  

jafngilt  öðru  framhaldskólanámi  en  þó  eigi  skipulag  og  kennsluhættir  að  taka  mið  af  því  

að   um   sé   að   ræða   fullorðna   námsmenn   (Jón   Torfi   Jónasson   og   Jóhanna   Rósa  

Arnardóttir,  2001).  Mikil  samvinna  er  á  milli  yfirvalda  og  vinnamarkaðarins  þegar  kemur  

að  fullorðinsfræðslu  á  Íslandi  en  margir  aðilar  bjóða  upp  á  fullorðinsfræðslu  af  einhverju  

tagi;   má   þar   nefna   stéttafélög,   símenntunarstöðvar,   háskóla,   framhaldsskóla   og   ýmis  

félagasamtök  svo  að  eitthvað  sé  nefnt.  Þó  ber  að  nefna  að  menntamálaráðuneytið  ber  

ábyrgð  á  málaflokknum  (Sigrún  Kristín  Magnúsdóttir,  2005).  

2.2 Samfélagið  og  menntun  

Samkvæmt   samtökum   atvinnulífsins   og   Viðskiptaráði   Íslands   er   menntun   hornsteinn  

efnahagsframfara   á   Íslandi.   Menntun   er   mikilvæg   samfélaginu   og   talin   efla  

samkeppnishæfni   landsins   og   auka   lífsgæði   landans   (Samtök   atvinnulífsins   og  

Viðskiptaráð   Íslands,  2014).   Í  nánast  öllum  þeim  34   löndum  sem  tilheyra  Efnahags-­‐  og  

framfarastofnuninni  (OECD)  hefur  menntun  aukist  á  síðasta  áratug  og  þá  sérstaklega  hjá  

einstaklingum  á  aldrinum  25–34  ára  (OECD,  2015).  Háskólamenntuðum  hefur  fjölgað  á  

Page 18: Lokaverkefni!til!MS0prófs! ímannauðsstjórnun Brotthvarf ...°a Ingvarsdóttir-MS.pdf · 2.1 Hvað!er!lærdómur?! Fjallað!verður!um!nám!og!lærdóm!sem!allaþáþekkingu!sem!einstaklingur!getur!aflað!

 

18  

Íslandi   og   er   hlutfallið   svipað   og   á  Norðurlöndunum.  Hlutfall   háskólamenntaðra   hefur  

hækkað   töluvert   frá   síðustu   aldamótum  en  árið   2000   voru  24%   Íslendinga   á   aldrinum  

25–64  ára  með  háskólagráðu  samanborið  við  35%  árið  2012.  Hlutfallið  hefur  því  hækkað  

um  11%  á  þessum  12  árum.  Hlutfall  þeirra  sem  eru  með  háskólamenntun  hefur  hækkað  

jafnt   og   þétt   á   meðan   hlutfall   þeirra   sem   ekki   hafa   lokið   framhaldsskóla   hefur   farið  

lækkandi.  OECD  áætlar   að   ef  menntunarmál   halda   áfram  að  þróast   næstu  10–15   árin  

eins  og  þau  hafa  gert  frá  aldamótum  séu  95%  líkur  á  því  að  árið  2025  verði  44%  fólks  á  

aldrinum  25–64  ára  með  háskólagráðu   (OECD,  2014).  Þeim  einstaklingum  sem  komnir  

eru  yfir  tvítugt  og  sækja  framhaldsskólanám  hefur  fjölgað  mikið  á  Íslandi  á  undanförnum  

árum.  Helsta  ástæðan  fyrir  þessari  fjölgun  er  talin  hæg  námsframvinda.  Hún  veldur  því  

að   fólk  er  eldra  þegar  það  klárar   framhaldsskólanám.  Brotthvarf   á  unglingsárunum  og  

endurkoma  í  skóla  þegar  fólk  er  komið  á  þrítugsaldur  er  einnig  talið  eiga  þátt   í  þessari  

fjölgun   (Hagfræðistofnun,   2015).   Samkvæmt   Hagstofu   Íslands   voru   20.674   nemendur  

skráðir   á   framhaldsskólastigi   og   viðbótarstigi   árið   2000   en   árið   2013   voru  þeir   25.539  

manns.  Þegar  háskólastig  er  skoðað  voru  10.126  einstaklingar  skráðir   í  nám  á  háskóla-­‐  

eða  doktorsstigi  árið  2000  en  19.840  árið  2013.  Það  virðist  því  ljóst  að  þeim  fjölgar  jafn  

og   þétt   sem   ákveða   að   sækja   sér  menntun   umfram   grunnmenntun   (Hagstofa   Íslands,  

e.d.-­‐a).    

2.2.1 Atvinnuþátttaka  og  atvinnuleysi  

Þegar  litið  er  til  atvinnuþátttöku  í  OECD-­‐löndunum  árið  2013  var  atvinnuþátttaka  þeirra  

sem   höfðu   háskólamenntun   83%,   73%   hjá   þeim   sem   voru   með   menntun   á  

framhaldsskólastigi  og  55%  hjá  þeim  sem  einungis  höfðu  grunnmenntun.  Þegar  hlutfall  

atvinnulausra  innan  OECD  er  skoðað  fyrir  árið  2013  var  atvinnuleysi  5,3%  hjá  þeim  sem  

voru  með  háskólamenntun,  8%  hjá  þeim  sem  höfðu  menntun  á  framhaldsskólastigi  og  

13,7%   á   meðal   þeirra   sem   höfðu   grunnmenntun   (OECD,   2015).   Þegar   horft   er   til  

atvinnuþátttöku   á   Íslandi   þetta   sama   ár   var   samkvæmt   Hagstofu   Íslands   91,8%,  

atvinnuþátttaka  á  meðal  þeirra  sem  voru  með  háskólamenntun,  hjá  þeim  sem  voru  með  

menntun   á   framhaldsskólastigi   var   atvinnuþátttaka   82,8%   og   hjá   þeim   sem   einungis  

voru  með   grunnmenntun   var   atvinnuþátttaka   72,2%   sem  er   töluvert   hærra   heldur   en  

meðaltal   OECD-­‐landanna   fyrir   sama   ár.   Þegar   atvinnuleysi   á   Íslandi   er   skoðað   þetta  

sama  ár   var  það  3,5%  hjá  þeim   sem  höfðu  háskólamenntun,   4,4%  hjá  þeim   sem  voru  

Page 19: Lokaverkefni!til!MS0prófs! ímannauðsstjórnun Brotthvarf ...°a Ingvarsdóttir-MS.pdf · 2.1 Hvað!er!lærdómur?! Fjallað!verður!um!nám!og!lærdóm!sem!allaþáþekkingu!sem!einstaklingur!getur!aflað!

 

19  

með   menntun   á   framhaldsskólastigi   og   8,4%   hjá   þeim   sem   einungis   voru   með  

grunnmenntun   sem   er   töluvert   lægra   heldur   en   meðaltal   OECD-­‐landanna   samkvæmt  

Hagstofu  Íslands.  Bæði  var  því  atvinnuþátttaka  meiri  og  atvinnuleysi  minna  á  Íslandi  en  í  

öðrum   löndum   OECD   árið   2013   (Hagstofa   Íslands,   e.d.-­‐b).   Þrátt   fyrir   að   atvinnuleysi  

háskólamenntaðra  hafi  verið  minna  á  Íslandi  en  í  öðrum  OECD-­‐löndum  árið  2013  hefur  

hlutfallið   hækkað  mikið   frá   aldamótum,   en   þá   var   lítið   sem   ekkert   atvinnuleysi   hér   á  

landi   á   meðal   háskólamenntaðra.   Eins   og   aukið   atvinnuleysi   háskólamenntaðra   frá  

aldamótum  gefur  til  kynna  virðist  menntun  ekki  nýtast  jafn  vel  á  vinnumarkaði  og  áður  

(Samtök  atvinnulífsins  og  Viðskiptaráð  Íslands,  2014).  

2.2.2 Ávinningur  menntunar  

Hátt   menntunarstig   er   talið   hafa   tengsl   við   marga   þætti,   bæði   einstaklings-­‐   og  

samfélagslega   þætti.   Einstaklingar  með   hærra  menntunarstig   eru   almennt   heilsubetri,  

með  betri  félagstengsl,  atvinnuþátttaka  þeirra  er  meiri  og  þeir  eru  með  hærri  tekjur  en  

þeir  sem  eru  með  lægra  menntunarstig.  Í  flestum  löndum  innan  OECD  eru  einstaklingar  

með   lægsta   menntunarstigið   í   mestri   hættu   að   vera   atvinnulausir   eða   ekki   á  

vinnumarkaði   (OECD,   2015).   Æðra   menntunarstig   getur   haft   góð   áhrif   á   samfélagið   í  

heild   sinni.   Þeir   sem   eru  með   hærra  menntunarstig   eru   líklegri   til   þess   að   taka   þátt   í  

sjálfboðavinnu  og  kosningum.  Menntunin  eykur   víðsýni  þessara  einstaklinga   sem  gerir  

þá   hæfari   til   þess   að   vera   þátttakendur   í   félagslegum   þáttum   samfélagsins   og   fjölga  

þannig  þeim  möguleikum  sem  þeim   stendur   til   boða.   Þeir   eru  einnig   líklegri   til   að   lifa  

heilbrigðum   lífsstíl,   þar   sem   þeir   reykja   síður   og   stunda   frekar   líkamsrækt,   sem   hefur  

jákvæð  áhrif  á  heilbrigðiskerfið  og  einnig  á  lífslíkur  (Lamont,  2014).  Í  bókinni  Frá  skóla  til  

atvinnulífs   eru   teknar   saman   niðurstöður   sjö   rannsókna   sem   unnar   voru   á   árunum  

1993–1997  þar  sem  skoðuð  voru  tengsl  menntunar  og  atvinnulífs.  Niðurstöður  sýndu  að  

þeir  sem  höfðu  lokið  háskólanámi  og  starfsmenntun  máttu  eiga  von  á  hærri  tekjum  og  

starfi  sem  væri  hærra  skrifað  en  þeir  sem  höfðu  stúdentspróf  eða  minni  menntun.  Þeir  

sem   voru   með   stúdentspróf   virtust   ekki   vera   með   hærri   tekjur   en   þeir   sem   höfðu  

grunnskólapróf.   Þrátt   fyrir   það   sinntu   þeir   sem   höfðu   stúdentspróf   flóknari   störfum.  

Þetta   bendir   til   þess   að   stúdentspróf   sé   ekki   metið   til   tekna   á   vinnumarkaði   en  

stúdentspróf   er   fyrst   og   fremst   skipulagt   sem   grunnur   að   frekara   námi   þrátt   fyrir   að  

margir   fari   beint   á   vinnumarkaðinn   að  því   loknu   (Gerður  G.  Óskarsdóttir,   2000).  Nýrri  

Page 20: Lokaverkefni!til!MS0prófs! ímannauðsstjórnun Brotthvarf ...°a Ingvarsdóttir-MS.pdf · 2.1 Hvað!er!lærdómur?! Fjallað!verður!um!nám!og!lærdóm!sem!allaþáþekkingu!sem!einstaklingur!getur!aflað!

 

20  

rannsóknir   hafa   verið   gerðar   á   tengslum   menntunar   og   tekna   en   árið   2011   kom   út  

skýrsla   um   ævitekjur   og   arðsemi   menntunar   á   Íslandi.   Greind   voru   gögn   allra  

skattskyldra  einstaklinga  á  Íslandi  á  árunum  1998–2008.  Sýndu  niðurstöður  að  menntun  

hefur   áhrif   á   tekjur   einstaklinga.  Með   hverju   ári   sem  bætist   við  menntun   einstaklings  

hækka  tekjur  hans  um  8,3%  óháð  þeirri  atvinnugrein  sem  hann  tilheyrir.  Einnig  kemur  

fram   að   þeir   sem   hafa   háskólamenntun   hafi   88%   hærri   tekjur   en   ef   þeir   hefðu   enga  

framhaldsskóla-­‐   eða   háskólamenntun   (Eyjólfur   Sigurðsson,   2011).  Minni   áhersla   hefur  

verið  á  að  kanna  ofmenntun  einstaklinga  en  menntun  þeirra  á  Íslandi,  en  árið  2015  gerði  

Jason   Már   Bergsteinsson   meistaraverkefni   þar   sem   könnuð   var   ofmenntun   á   Íslandi.  

Ofmenntaðir  voru  skilgreindir  sem  þeir  sem  ekki  nýttu  sérþekkingu  sína  úr  námi  í  sínum  

störfum.  Niðurstöður  sýndu  að  19,3%  þátttakenda  voru  ofmenntaðir.  Þeir  sem  störfuðu  

hjá  einkareknum  fyrirtækjum  voru  líklegri  til  að  vera  ofmenntaðir  en  þeir  sem  störfuðu  

hjá   hinu   opinbera.   Ofmenntaðir   virtust   einnig   hafa   lægri   tekjur   og   vera   óánægðari   í  

starfi  en  þeir  sem  ekki  voru  ofmenntaðir.  Það  er  því  ekki  sjálfgefið  að  menntunin  nýtist  

þegar  út  á  vinnumarkaðinn  er  komið  (Jason  Már  Bergsteinsson,  2015).  Það  er  mikilvægt  

að  menntakerfið  okkar  sé  eitt  af  þeim  bestu  í  heiminum  vegna  þess  hve  samkeppni  um  

sérmenntað  starfsfólk  er  orðin  mikil  hér  á  landi.  Íslenskt  menntakerfi  er  að  stórum  hluta  

fjármagnað   af   ríkinu   og   er   einn   stærsti   útgjaldaliður   þess.   Af   þeim   sökum   eru   miklir  

samfélagslegir  hagsmunir  af  háu  menntunarstigi.  (Samtök  atvinnulífsins  og  Viðskiptaráð  

Íslands,  2014).  Mikilvægt  er  að  sú  þekking  sem  einstaklingur  aflar  sér  nýtist  bæði  honum  

og   samfélaginu   þegar   hann   snýr   út   á   vinnumarkaðinn   en   það   virðist   þó   ekki   vera  

sjálfgefið   eins   og   hærra   hlutfall   atvinnulausra   með   háskólamenntun   og   ofmenntun   á  

Íslandi   gefur   til   kynna   (Samtök   atvinnulífsins   og   Viðskiptaráð   Íslands   2014;   Jason  Már  

Bergsteinsson,  2015).  

2.3 Námsframboð  

Í  þessum  kafla  verður  fyrst  stiklað  á  stóru  yfir  það  sem  felst  í  framhaldsskólanámi.  Næst  

verður  fjallað  um  þær  frumgreinadeildir  sem  standa  námsmönnum  til  boða.  Þar  á  eftir  

verður   fjallað   um   Menntastoðir   sem   er   aðfaranám   að   frumgreinanámi,   svo   verður  

ítarlega  fjallað  um  Háskólabrú  Keilis,  fyrirkomulag  og  stefnu  þess  skóla.  Að  lokum  verður  

farið   yfir   fyrirliggjandi   rannsóknir,   bæði   innra   mat   skólans   og   annað   þar   sem  

rannsóknarefnið  er  Háskólabrú  Keilis.  

Page 21: Lokaverkefni!til!MS0prófs! ímannauðsstjórnun Brotthvarf ...°a Ingvarsdóttir-MS.pdf · 2.1 Hvað!er!lærdómur?! Fjallað!verður!um!nám!og!lærdóm!sem!allaþáþekkingu!sem!einstaklingur!getur!aflað!

 

21  

2.3.1 Framhaldsskólanám  

Aðalnámskrá   er   rammi   um   nám   og   fyrirkomulag   skólastarfs   og   byggir   á   lögum   um  

leikskóla,   grunnskóla   og   framhaldsskóla   sem   sett   voru   árið   2008.  Nokkrir   grunnþættir  

eru  hafðir  að  leiðarljósi  í  menntastefnu  aðalnámskrár  sem  hver  um  sig  á  sér  stoð  í  lögum  

um  leikskóla,  grunnskóla  og  framhaldsskóla.  Þessir  þættir  eru  læsi,  sjálfbærni,  heilbrigði  

og  velferð,  lýðræði  og  mannréttindi,  jafnrétti  og  sköpun.  Aðalnámskrá  framhaldsskóla  er  

ætlað   að   ramma   inn   fyrirkomulag   sem   mótast   hefur   í   anda   laga,   reglugerða   og  

alþjóðasamninga   og   skýra   markmið   og   fyrirkomulag   skólastarfs   á   framhaldsskólastigi.  

Lögð   er   áhersla   á   sveigjanleika   og   samfellu   í   skólakerfinu   og   eru   því   ýmsir   þættir  

aðalnámskrár  sameiginlegir  öllum  skólastigum  (Mennta-­‐  og  menningarmálaráðuneytið,  

2011).  Samkvæmt  1.  gr.  laga  nr.  92/2008  um  framhaldsskóla  er  hlutverk  framhaldsskóla  

að  stuðla  að  alhliða  þroska  allra  nemenda  og  virkri  þátttöku  þeirra  í   lýðræðisþjóðfélagi  

með   því   að   bjóða   hverjum   nemanda   nám   við   hæfi.   Samkvæmt   lögunum   er  

fræðsluskylda   til  18  ára  aldurs  sem  tryggja  á   jafnræði  allra  barna   til  náms.  Lögin  ná   til  

allra  opinberra  framhaldsskóla  og  einnig  annarra  skóla  á  framhaldsskólastigi  sem  hlotið  

hafa   viðurkenningu   ráðherra   (Lög   um   framhaldsskóla   nr.   92/2008).   Viðurkenning   á  

starfsemi  einkaskóla  sem  reknir  eru  sem  sjálfseignarstofnanir,  hlutafélög  eða  samkvæmt  

öðrum  viðurkenndu  rekstrarformi  felur  í  sér  að  staðfest  er  að  starfsemi  skólans  uppfylli  

almenn   skilyrði   laga   um   framhaldsskóla   (Reglugerð   um   viðurkenningu   einkaskóla   á  

framhaldsskólastigi  nr.  426/2010).  Einstaklingar  sem  lokið  hafa  grunnskólanámi  eða  hafa  

náð   16   ára   aldri   eiga   rétt   á   að   hefja   nám   í   framhaldsskólum   á   Íslandi.   Nemendum  

stendur  til  boða  mjög  breytt  val  þegar  kemur  að  framhaldsskólanámi  en  hægt  er  að  velja  

úr   um   það   bil   100   námsbrautum,   þar   af   eru   87   starfsnámsbrautir.   Allar   námsbrautir  

miða   að   því   að   leiða   nemendur   til   áframhaldandi   náms   (Mennta-­‐   og  

menningarmálaráðuneytið,   e.d.).   Almennir   framhaldsskólar   eru   30   í   landinu   og   bjóða  

allir   upp   á   bóknám   sem   lýkur  með   stúdentsprófi   og  margir   þeirra   bjóða   einnig   upp   á  

verknám   (Hagfræðistofnun,   2015).   Framhaldsskólanám  getur   verið   allt   frá   því   að   vera  

ein  önn  að  lengd  upp  í  átta  annir  og  eru  námslok  námsbrauta  því  mismunandi;  brautum  

getur   lokið   með   framhaldsskólaprófi,   starfsréttindaprófi,   stúdentsprófi   eða   öðrum  

lokaprófum   (Mennta-­‐   og   menningarmálaráðuneytið,   2011).   Allt   nám   frá   lokum  

grunnskóla   er   skilgreint   sem   sú   hæfni   sem   nemandinn   öðlast   (Forsætisráðuneytið,  

Page 22: Lokaverkefni!til!MS0prófs! ímannauðsstjórnun Brotthvarf ...°a Ingvarsdóttir-MS.pdf · 2.1 Hvað!er!lærdómur?! Fjallað!verður!um!nám!og!lærdóm!sem!allaþáþekkingu!sem!einstaklingur!getur!aflað!

 

22  

2012).   Samkvæmt  aðalnámskrá   framhaldsskóla   er   öllu   námi   skipað   í   fjögur  hæfniþrep  

sem   skarast   bæði   við   grunnskólastig   og   framhaldsskólastig   (Mennta-­‐   og  

menningarmálaráðuneytið,  2011).  Hæfniþrepum  er  ætlað  að   tryggja   samfellu   í  námi  á  

ólíkum  skólastigum  ásamt  þeim  grunnþáttum  sem  menntastefna  aðalnámskrár  byggir  á  

(Forsætisráðuneytið,   2012;  Mennta-­‐   og  menningarmálaráðuneytið,   2011).  Með  hverju  

þrepi   er   aukin   krafa   um   þekkingu,   leikni   og   hæfni   í   átt   til   sérhæfingar.   Á   fyrsta  

hæfniþrepi  er  gerð  krafa  um  30–120  fein.  (framhaldsskólaeiningar)  við  námslok,  en  fein.  

er  mælikvarði  á  vinnuframlag  nemenda  og  samsvarar  ein  fein.  um  þriggja  daga  vinnu  í  

6–8  klukkustundir  á  dag.  Námsbrautir  á  fyrsta  hæfniþrepi  taka  yfirleitt  1  til  fjórar  annir.  

Við  námslok  á  öðru  hæfniþrepi  er  krafist  90–120  fein.  og  taka  þær  námsbrautir  yfirleitt  

3–4  annir,  námsbrautir  með  námslok  á  þriðja  hæfniþrepi  krefjast  þess  að  nemendur  ljúki  

150–240  fein.  og  taka  yfirleitt  um  5–8  annir.  Að  lokum  eru  námsbrautir  með  námslok  á  

fjórða  hæfniþrepi  skilgreindar  sem  viðbótarnám  við  framhaldsskóla  og  er  að  jafnaði  30–

120  fein.  og  taka  um  eina  til  fjórar  annir.  Fullt  framhaldsskólanám  veitir  60  fein.  á  einu  

skólaári  eða  30  fein.  á  önn.  Stúdentspróf  getur  verið  mismunandi  á  milli  skóla  og  brauta  

en  er  þó  aldrei  minna  en  200  fein.  og  eru  námslok  skilgreind  á  þriðja  hæfniþrepi.  Nám  á  

hæfniþrepi  þrjú  einkennist  af  undirbúningi  fyrir  háskólanám  og  eiga  nemendur  að  loknu  

námi  að  geta  unnið  sjálfstætt  og  borið  ábyrgð  á  skipulagi  og  lausnum  verkefna  (Mennta-­‐  

og  menningarmálaráðuneytið,  2011).  Nám  á  háskólastigi  er  nám  þar  sem  til  inngöngu  er  

krafist   stúdentsprófs   eða   annars   sambærilegs   lokaprófs   á   framhaldsskólastigi.   Ekki   er  

eingöngu   um   að   ræða   nám   til   háskólagráðu   heldur   nær   háskólastig   einnig   til   annars  

náms  til  dæmis  iðnfræðináms,  læknaritaranáms  og  iðnmeistaranáms  svo  að  eitthvað  sé  

nefnt  (Hagstofa    Íslands,  2004-­‐b).    

Sé   miðað   við   hversu   fáir   ljúka   framhaldsskóla   á   tilskildum   tíma   og   hve  

námsframvinda  er  misjöfn  bendir  ýmislegt  til  þess  að  endurskoða  þurfi  bæði  lengd  náms  

og   námsskipulag   í   framhaldsskólum   (Mennta-­‐   og  menningarmálaráðuneytið,   2014).   Á  

Íslandi   er   grunnskólanám   10   ár   og   nám   til   stúdentsprófs   og   starfsréttinda   að   jafnaði  

fjögur   ár.   Þetta   er   með   lengri   námstímum   ef   miðað   er   við   önnur   OECD-­‐ríki  

(Forsætisráðuneytið,  2012).  Vangaveltur  hafa  verið  um  hvort  rekstur  framhaldsskóla  eigi  

að   vera   í   höndum   ríkisins   eða   hvort   sveitarfélögin   ættu   að   sjá   um   reksturinn   í   sínu  

umdæmi.   Í  dag  eru   flestir   framhaldsskólar  á   Íslandi   reknir  af   ríkinu  en   lagt  hefur  verið  

mat   á   hvort   ávinningur   hljótist   af   því   að   færa   málaflokkinn   yfir   til   sveitarfélaganna;  

Page 23: Lokaverkefni!til!MS0prófs! ímannauðsstjórnun Brotthvarf ...°a Ingvarsdóttir-MS.pdf · 2.1 Hvað!er!lærdómur?! Fjallað!verður!um!nám!og!lærdóm!sem!allaþáþekkingu!sem!einstaklingur!getur!aflað!

 

23  

sérstaklega   í   ljósi   þess   að   brotthvarf   úr   framhaldsskóla   er  mjög  mikið   og   háskólar   og  

atvinnulíf   kvarta   undan   því   að   nemendur   vanti   færni   í   kjarnagreinunum   íslensku,  

stærðfræði  og  ensku  (Samtök  sveitarfélaga  á  höfuðborgarsvæðinu,  2014).  Þessi  vöntun  

á  færni  virðist  þó  ekki  vera  tilkomin  vegna  lítillar  áherslu  á  kjarnagreinar  í  aðalnámskrá  

framhaldsskóla,  því  að  krafa  er  gerð  um  að  allar  námsbrautir  til  stúdentsprófs  innihaldi  

að   lágmarki   45   fein.   í   þessum   kjarnagreinum   (Mennta-­‐   og  menningarmálaráðuneytið,  

2011).   Talið   er   að   því   gætu   fylgt   bæði   kostir   og   gallar   að   flytja   málaflokkinn   yfir   til  

sveitarfélaga.   Flutningur   myndi   gera   sveitarfélögum   kleift   að   miða   við   sérstöðu   síns  

bæjarfélags   og   halda   námsmönnum   lengur   í   sinni   sveit   en   aftur   á   móti   gæti  

flutningurinn   haft   neikvæð   áhrif   á   fjölbreytni   náms   t.d.   í  minni   sveitarfélögum.   Því   sé  

mikilvægt  að  meiri   sveigjanleiki  og   fjölbreytni  verði  höfð  að   leiðarljósi  við  breytingar  á  

framhaldsskólakerfinu  (Samtök  sveitarfélaga  á  höfuðborgarsvæðinu,  2014).    

2.3.2 Aðfaranám  og  frumgreinadeildir  

Frumgreinanám   sem   einnig   er   kallað   aðfaranám   er   nám   á   framhaldsskólastigi   og   er  

ætlað  nemendum  sem  stefna  á  háskólanám.  Þrír  skólar  á  Íslandi  bjóða  upp  á  slíkt  nám  

en   það   eru  Háskólinn   í   Reykjavík,   Háskólinn   á   Bifröst   og   Keilir   í   samstarfi   við   Háskóla  

Íslands   (Ríkisendurskoðun,   2012).   Námið   á   sér   ekki   lagalegan   grundvöll   þar   sem   það  

fellur   ekki   undir   lög   um   framhaldsskóla   eða   aðalnámskrá   framhaldsskólanna.   Námið  

byggir  þó  á   lögum  um  háskóla  en  samkvæmt  þriðju  málsgrein  19.  gr.   laga  nr.  63/2006  

um   háskóla   er   háskólum   heimilt,   að   fengnu   samþykki   frá   mennta-­‐   og  

menningarmálaráðuneyti,  að  bjóða  upp  á  aðfaranám  fyrir  einstaklinga  sem  ekki  uppfylla  

inntökuskilyrði  í  háskóla  (Lög  um  háskóla,  63/2006).  Frumgreinanám  á  um  það  bil  50  ára  

sögu   á   Íslandi   en   upphaflega   var   það   ætlað   iðnnemum   sem   ekki   höfðu   grunn   í  

stærðfræði   eða  eðlisfræði   til   þess   að   komast   inn   í   verk-­‐   eða   tækninám  á  háskólastigi.  

Tækniskóli   Íslands   hefur   frá   stofnun   árið   1964   starfrækt   undirbúningsdeild   fyrir  

nemendur  sem  stefndu  á  nám  við  skólann  en  skorti  þekkingu   í   fyrrgreindum  greinum.  

Hugmyndina   að   frumgreinanámi   sótti   Tækniskóli   Íslands   til   Danmerkur   en   þar   höfðu  

tækniháskólar   lengi   boðið   upp   á   viðlíka   nám   fyrir   þá   sem   skorti   stúdentspróf   eða  

sambærilega  menntun  og  stefndu  á  tækni-­‐  eða  verkfræðinám  við  tækniskóla  þar  í  landi  

(Ríkisendurskoðun,   2012).   Í   mati   Ríkisendurskoðunar   á   frumgreinakennslu   íslenskra  

skóla  í  maí  2012    kemur  fram  að  lagaleg  staða  frumgreinanáms  væri  afar  óheppileg  þar  

Page 24: Lokaverkefni!til!MS0prófs! ímannauðsstjórnun Brotthvarf ...°a Ingvarsdóttir-MS.pdf · 2.1 Hvað!er!lærdómur?! Fjallað!verður!um!nám!og!lærdóm!sem!allaþáþekkingu!sem!einstaklingur!getur!aflað!

 

24  

sem   námið   félli   hvorki   undir   lög   um   framhaldsskóla   eða   að   aðalnámskrá  

framhaldsskólanna.   Lagt   var   til   að  bæta  þyrfti   lagaumgjörð  námsins  og   samræma  það  

almennu   framhaldsskólanámi   (Ríkisendurskoðun,   2012).   Reynt   var   að   koma   að  

einhverju  leyti  til  móts  við  þessi  sjónarmið  í  frumvarpi  sem  lagt  var  fyrir  Alþingi  í  janúar  

árið  2012.  Þar  var  lögð  fram  tillaga  að  viðbót  við  þriðju  málsgrein  19.  gr.  laga  um  háskóla  

sem  segir  að  ráðherra  sé  heimilt  að  gefa  út  reglur  um  aðfaranám  í  háskólum.  Í  desember  

árið   2013   gaf   svo   mennta-­‐   og   menningarmálaráðuneytið   út   reglur   1266/2013   um  

aðfaranám   að   háskólanámi   eins   og   viðbót   við   19.   gr.   laga   um   háskóla   sagði   til   um.  

Tilgangurinn  með  því   að   setja   reglurnar   var   að  bæta   lagaumgjörð  um  námið  og   skýra  

inntak   og   uppbyggingu   þess.   Reglurnar   voru   einnig   settar   til   þess   að   nemendum   sem  

stunda  aðfaranám  sé  ljóst  hvað  felst  í  náminu  og  hvaða  réttindi  námið  veitir.  Samkvæmt  

reglum  þessum  er  aðfaranám  ætlað  þeim  sem  hyggja  á  háskólanám  en   fullnægja  ekki  

inntökuskilyrðum  um  stúdentspróf.  Aðfaranám  tryggir  þó  ekki  sjálfkrafa  aðgang  að  öllu  

námi  á  háskólastigi  við  íslenska  háskóla  og  ber  þeim  skólum  sem  bjóða  upp  á  aðfaranám  

að  upplýsa  nemendur  um  sérstök  skilyrði  einstakra  deilda  háskólanna.  Samkvæmt  2.  gr.  

reglnanna   er   námið   ætlað   nemendum   sem   eru   25   ára   og   eldri   en   hægt   er   að   veita  

undanþágu  frá  þeirri  reglu  að  uppfylltum  ákveðnum  skilyrðum.  Samkvæmt  4.  gr.  sömu  

reglna   á   námið   að   byggja   á   þeim   hæfniþrepum   sem   lýst   er   í   aðalnámskrá  

framhaldsskólanna   auk   aðgangsviðmiða   sem   viðkomandi   háskólar   setja   (Mennta-­‐   og  

menningarmálaráðuneytið,  2013).  Mennta-­‐  og  menningarmálaráðuneytið  taldi  að  með  

þessari  viðbót  við  lög  um  háskóla  og  reglugerð  um  frumgreinanám  hefði  frumgreinanám  

verið  sett   í   samhengi  við  almennt   framhaldsskólanám  og  að   lagaumgjörðin  hefði  verið  

bætt   eins   og   Ríkisendurskoðun   benti   á   að   þörf   væri   á   að   gera.   Námið   er   því   í   dag  

skipulagt   í   samráði   við   mennta-­‐   og   menningarmálaráðuneytið   með   hliðsjón   af  

aðalnámskrá  framhaldsskólanna  en  er  þó  enn  faglega  á  ábyrgð  þeirra  skóla  sem  bjóða  

upp   á   námið.   Enn   hefur   þó   ekki   farið   fram   heildstæð   úttekt   á   gæðum   og   árangri  

frumgreinakennslu   á   Íslandi   eða  því   hvernig   námið  nýtist   nemendum  við   frekara   nám  

eða  störf  (Ríkisendurskoðun,  2015).    

Eins   og   áður   segir   bjóða   þrír   skólar   upp   á   frumgreinanám;   Keilir,   Háskólinn   í  

Reykjavík   og   Háskólinn   á   Bifröst.   Þrátt   fyrir   að   skólarnir   hafi   sömu   markmið   með  

frumgreinanámi,   en   það   er   að   undirbúa   nemendur   undir   háskólanám,   er   nokkur  

áherslumunur   á   náminu   eftir   skólum   (Ríkisendurskoðun,   2012).   Háskólinn   í   Reykjavík  

Page 25: Lokaverkefni!til!MS0prófs! ímannauðsstjórnun Brotthvarf ...°a Ingvarsdóttir-MS.pdf · 2.1 Hvað!er!lærdómur?! Fjallað!verður!um!nám!og!lærdóm!sem!allaþáþekkingu!sem!einstaklingur!getur!aflað!

 

25  

virðist  leggja  þó  nokkra  áherslu  á  stærðfræði  og  raungreinar  líkt  og  Tækniskólinn  gerði  á  

sínum   tíma.   Lengd   frumgreinanáms   Háskólans   í   Reykjavík   eru   tvær   til   fjórar   annir   og  

lýkur   með   frumgreinaprófi   sem   veitir   réttindi   til   áframhaldandi   náms   á   háskólastigi.  

Skilyrði  fyrir  inngöngu  í  frumgreinanám  skólans  eru  að  hafa  lokið  við  Menntastoðir  eða  

að  hafa  lokið  skilgreindu  starfsnámi.  Ef  einstaklingur  uppfyllir  ekki  fyrrgreind  skilyrði  eru  

gerðar   kröfur   um   töluverða   starfsreynslu   og   bóklegan   undirbúning.   Námið   er   einnig  

hugsað   fyrir  þá  sem  þegar  hafa   lokið   stúdentsprófi  en  vantar  einingar   í   stærðfræði  og  

eðlisfræði   vegna   áframhaldandi   náms   (Háskólinn   í   Reykjavík,   e.d.-­‐a).   Þegar  

Viðskiptaháskólinn   á   Bifröst   tók   til   starfa   árið   1988   hóf   hann   strax   að   gefa   þeim  

nemendum   kost   á   undirbúningsnámi   sem  ekki   uppfylltu   inntökuskilyrði   skólans   vegna  

viðskiptafræðináms  á  háskólastigi.   Skólinn  hefur  því   frá  upphafi  boðið  upp  á   svokallað  

frumgreinanám  (Ríkisendurskoðun,  2012).  Frumgreinanám  Háskólans  á  Bifröst  nefnist   í  

dag  Háskólagátt  og  byggir  á  því   frumgreinanámi   sem  áður  var  kennt   sem  aðfaranám   í  

grunnnámslínum  skólans   (Háskólinn  á  Bifröst,  e.d.).  Námið   í  Háskólagátt   tekur   tvær   til  

þrjár  annir  og  byggir  á  aðalnámskrá  framhaldsskólanna.  Bæði  er  hægt  að  stunda  námið  í  

fjarnámi   og   staðarnámi.   Skipulag   námsins   miðar   að   því   að   undirbúa   nemendur   sem  

hyggja  á  háskólanám   í  hug-­‐  og   félagsvísindum  en  einnig   til  að  styrkja  einstaklinga  út  á  

vinnumarkaðinn.   Skilyrði   fyrir   inngöngu   í   Háskólagátt   er   að   nemendur   hafi   lokið   140  

framhaldsskólaeiningum   og   að   auki   einum   áfanga   í   íslensku,   ensku   og   stærðfræði.   Ef  

einstaklingur   uppfyllir   ekki   þessi   skilyrði   en   hefur   mikla   starfsreynslu   getur   hann   lagt  

fram   raunfærnimat   sem   tekið   er   mið   af   við   yfirferð   umsóknar   (Háskólinn   á   Bifröst,  

2015).    

Þrátt  fyrir  að  frumgreinanám  sé  á  framhaldsskólastigi  er  margt  ólíkt  með  því  og  

hefðbundnu   framhaldsskólanámi.   Fyrst   ber   að   nefna   að   námið   byggir   á   lögum   um  

háskóla  en  ekki  á  lögum  um  framhaldsskóla  eins  og  hefðbundnir  framhaldsskólar.  Annað  

sem  greinir  á  milli  er  að  frumgreinanám  er  lánshæft  hjá  Lánasjóði  íslenskra  námsmanna  

þrátt  fyrir  að  slíkt  fari  á  svig  við   lög  um  Lánasjóð  íslenskra  námsmanna  (LÍN).  LÍN  veitir  

bæði   lán   fyrir   framfærslu   og   skólagjöldum   (Ríkisendurskoðun,   2012).   Þó   hefur  

Lánasjóður  íslenskra  námsmanna  lýst  því  yfir  að  ef  ekki  fáist   lagaleg  heimild  til  þess  að  

veita  lán  til  þeirra  sem  stunda  frumgreinanám  verði  lánveitingar  lagðar  niður  frá  og  með  

námsárinu  2015–2016  (Ríkisendurskoðun,  2015).  Reglur  um  frumgreinanám  gera  einnig  

kröfu  um  að  lágmarksaldur  sé  25  ár  þó  að  hægt  sé  að  veita  undanþágu  frá  þeirri  reglu.  

Page 26: Lokaverkefni!til!MS0prófs! ímannauðsstjórnun Brotthvarf ...°a Ingvarsdóttir-MS.pdf · 2.1 Hvað!er!lærdómur?! Fjallað!verður!um!nám!og!lærdóm!sem!allaþáþekkingu!sem!einstaklingur!getur!aflað!

 

26  

Frumgreinanám   er   einnig   töluvert   styttra   og   að   lokum   lýkur   því   ekki   með   formlegu  

stúdentsprófi  heldur   ígildi   stúdentsprófs  en  veitir   samt  sem  áður  aðgang  að  háskólum  

(Ríkisendurskoðun,   2012).   Líta  má  á   frumgreinanám   sem  óformlegt  nám  á   vissan  hátt  

þrátt   fyrir   að   það   fylgi   námskrá   framhaldsskólanna   og   viðmiðum   háskólanna   að  

einhverju   leyti   þar   sem   námi   lýkur   með   ígildi   stúdentsprófs   en   ekki   með   formlegu  

stúdentsprófi  (Fræðslumiðstöð  atvinnulífsins,  e.d.).    

Þar  sem  viðfangsefni  þessarar  rannsóknar  eru  þeir  nemendur  sem  hafa  útskrifast  

frá   Háskólabrú   Keilis   verður   ítarlega   farið   yfir   nám   og   kennsluhætti   þess   skóla   í   kafla  

2.3.2.2.  

2.3.2.1 Menntastoðir    

Keilir,  Miðstöð  símenntunar  á  Suðurnesjum  og  Fræðslumiðstöð  atvinnulífsins  gerðu  með  

sér   samning   árið   2009   um   nám   sem   ætlað   væri   þeim   sem   ekki   uppfylltu   skilyrði  

Háskólabrúar   um   inngöngu.   Námið   hét   þá   Háskólastoðir   sem   í   dag   er   þekkt   sem  

Menntastoðir  (Keilir-­‐Miðstöð  vísinda,  fræða  og  atvinnulífs,  2009).  Menntastoðir  er  nám  

sem  er  ætlað  einstaklingum  sem  ekki  hafa  lokið  stúdentsprófi  og  stefna  á  frekara  nám.  Í  

skipulagi   námsins   er   lögð   áhersla   á   samþættingu   náms   og   vinnu   og   er   námið   ætlað  

einstaklingum  sem  eru  23  ára  eða  eldri,  eru  á  vinnumarkaði  og  stefna  á  áframhaldandi  

nám.  Einnig  tekur  skipulag  námsins  mið  af  því  að  um  er  að  ræða  fullorðna  námsmenn  

sem  jafnvel  séu  að  reyna  fyrir  sér  í  námi  eftir  langt  hlé  og  hafi  mismunandi  grunnfærni  

sem  þeir   hafa   aflað   sér   í   lífinu.   Því   þurfi   að   taka  mið   af  miklum  breytileika   í   færni   og  

þekkingu  (Fræðslumiðstöð  atvinnulífsins,  2011).  Nám  sem  kennt  er  á  vinnustöðum,  hjá  

námsflokkum  og  hjá  símenntunarstöðvum  eins  og  Menntastoðum  telst  vera  óformlegt  

nám  sem  staðfest  er  með  viðurkenningu  eða  skírteini   í   lok  námskeiðs.  Má  því  segja  að  

þeir  sem  leggja  stund  á  nám  í  Menntastoðum  séu  að  afla  sér  þekkingar  með  óformlegu  

námi   sem  þeir  nýta   sér   á   leið   sinni   að   formlegra  námi   (Fræðslumiðstöð  atvinnulífsins,  

e.d.).   Námið   í   Menntastoðum   er   660   klukkustunda   nám   sem   veitir   inngöngu   í  

frumgreinadeildir  Háskólans  á  Bifröst,  Háskólans  í  Reykjavík  og  Háskólabrú  Keilis.  Eitt  af  

meginmarkmiðum  Menntastoða  er  að  við   lok  náms  hafi  námsmenn  aukið   færni  sína  á  

þann   hátt   að   þeir   séu   færir   um   að   takast   á   við   það   nám   sem   kennt   er   við  

frumgreinadeildir   háskólanna   (Fræðslumiðstöð   atvinnulífsins,   2011).   Lögð   er   áhersla   á  

að  efla   jákvætt   viðhorf   námsmannanna   til   framhaldsnáms,   þeir   læri   námstækni   og   að  

Page 27: Lokaverkefni!til!MS0prófs! ímannauðsstjórnun Brotthvarf ...°a Ingvarsdóttir-MS.pdf · 2.1 Hvað!er!lærdómur?! Fjallað!verður!um!nám!og!lærdóm!sem!allaþáþekkingu!sem!einstaklingur!getur!aflað!

 

27  

sjálfstraust   þeirra   styrkist   sem   auðveldi   þeim   að   takast   á   við   ný   verkefni   (Miðstöð  

símenntunar  á   Suðurnesjum,  e.d.).   Í   dag  er  hægt  að   stunda  nám   í  Menntastoðum  hjá  

Símey   á   Akureyri,   Miðstöð   símenntunar   á   Suðurnesjum,   Mími-­‐símenntun   á  

höfuðborgarsvæðinu  og  VISKU  Vestmannaeyjum.  Boðið  er  upp  á  bæði  staðarnám,  sem  

er  um  það  bil  sex  mánaða  nám,  og  fjarnám  sem  er  um  það  bil  10  mánaða  nám.  Helstu  

námsgreinar   sem   eru   kenndar   eru   stærðfræði,   íslenska,   enska,   námstækni   og  

upplýsingatækni.   Þeir   sem   eru   án   atvinnu   geta   sótt   styrk   fyrir   náminu   hjá  

Vinnumálastofnun  og  stéttarfélög  veita  einnig  aðildarfélögum  styrki  til  námsins.  Námið  

er  metið  til  styttingar  á  framhaldsnámi  sem  samsvarar  allt  að  50  einingum  (Keilir,  e.d.-­‐a).  

2.3.2.2 Háskólabrú  Keilis    Keilir   var   stofnaður   árið   2007   að   Ásbrú   í   Reykjanesbæ   sem   er   fyrrum   varnarsvæði  

bandaríska   hersins   (Keilir,   miðstöð   vísinda,   fræða   og   atvinnulífs,   2012).   Skólinn   var  

stofnaður   að   frumkvæði   Þróunarfélags   Keflavíkurflugvallar   ehf.   sem   er   í   eigu   íslenska  

ríkisins.  Félaginu  var  ætlað  að  koma  þeim  fasteignum  sem  áður  voru   í  eigu  bandaríska  

hersins   í   arðbær   not.   Fljótt   var   tekin   stefna   á   að   byggja   upp   háskóla-­‐   og  

þekkingarsamfélag   á   svæðinu   sem   við   í   dag   þekkjum   sem   Ásbrú   (Ríkisendurskoðun,  

2010).   Frá   upphafi   var   markmið   Keilis   að   byggja   upp   samfélag   námsmanna   þar   sem  

boðið  væri  upp  á  vandað  nám  og  nýstárlega  kennsluhætti  (Keilir,  miðstöð  vísinda,  fræða  

og  atvinnulífs,  2012).  Keilir  er  hlutafélag  og  menntafyrirtæki  í  eigu  háskóla,  fyrirtækja  og  

almannasamtaka.  Námið  í  Keili  skiptist   í   fjögur  meginsvið  sem  öll  eru  mjög  sérhæfð  og  

innan  hvers  sviðs  er  fjölbreytt  námsframboð.  Fyrst  ber  að  nefna  Háskólabrú  sem  miðar  

að  því  að  undirbúa  nemendur  fyrir  háskólanám.  Einnig  er  boðið  upp  á  Flugakademíu  þar  

sem   margskonar   flugtengt   nám   er   í   boði.   Í   Íþróttaakademíunni   er   hægt   að   nálgast  

leiðsögunám   í   ævintýraferðamennsku   og   ÍAK   þjálfararéttindi   og   að   lokum   er  

Tæknifræðisvið   þar   sem   í   boði   er   orku-­‐   og   umhverfistæknifræði   og   megatronísk  

tæknifræði   (Keilir,   e.d.-­‐b   ).   Keilir   starfar   samkvæmt   þjónustusamningi   við  mennta-­‐   og  

menningarmálaráðuneytið  um  kennslu  á  framhaldsskólastigi  en  þar  segir  að  aðilar  geri  

með  sér  samning  um  kennslu  á   framhaldsskólastigi  á  grundvelli  heimildar   í  3.  mgr.  44.  

gr.   laga   um   framhaldsskóla   nr.   92/2008.   Þar   ber   helst   að   nefna   að   Keilir   skuli   starfa   í  

samræmi   við   lög   um   framhaldsskóla   að   undanskildum   II.   kafla   laganna.   Skólinn   ber  

ábyrgð  á  því  að  þjónusta  við  nemendur  sé  fagleg,  sé  í  samræmi  við  lög  og  reglur  og  að  

Page 28: Lokaverkefni!til!MS0prófs! ímannauðsstjórnun Brotthvarf ...°a Ingvarsdóttir-MS.pdf · 2.1 Hvað!er!lærdómur?! Fjallað!verður!um!nám!og!lærdóm!sem!allaþáþekkingu!sem!einstaklingur!getur!aflað!

 

28  

réttindi   og   skyldur   nemenda   skuli   vera   sambærilegar   ákvæðum   í   almennum   hluta  

aðalnámskrár   framhaldsskóla   (Þjónustusamningur   um   kennslu   á   framhaldsskólastigi,  

2014).  Hjá  Keili  er  lögð  áhersla  á  að  tækninýjungar  og  upplýsingatækni  séu  nýtt  til  hins  

ýtrasta   þegar   kemur   að   kennslu   með   það   að   markmiði   að   nemandinn   verði   virkur  

þátttakandi   í   náminu.   Einnig   er   lagt   mikið   upp   úr   því   að   skapa   framúrskarandi  

námsumhverfi   fyrir   allt   nám   skólans   og   er   námsaðstaða   þar   fyrsta   flokks   fyrir   öll  

námssvið  (Keilir,  miðstöð  vísinda,  fræða  og  atvinnulífs,  2012).    

Eins   og   áður   sagði  miðar   Háskólabrú   Keilis   að   því   að   undirbúa   nemendur   fyrir  

háskólanám.  Háskólabrú  Keilis  er  samstarfsverkefni  Keilis  og  Háskóla  Íslands  og  að  námi  

loknu   uppfylla   nemendur   inntökuskilyrði   í   háskóla   bæði   hérlendis   og   erlendis   (Keilir,  

miðstöð  vísinda,  fræða  og  atvinnulífs,  2012).  Til  þess  að  fá  inngöngu  í  Háskólabrú  Keilis  

þurfa   nemendur   að   hafa   lokið   70   framhaldsskólaeiningum,   þar   af   að   lágmarki   6  

einingum  í  stærðfræði,   íslensku  og  ensku  (Keilir,  miðstöð  vísinda,   fræða  og  atvinnulífs,  

2014).   Sjötíu   framhaldsskólaeiningar   samsvara   117   fein.   og   sex   framhaldskólaeiningar  

samsvara  10  fein.  (Keilir,  e.d.-­‐c).  Tekin  eru  viðtöl  við  þá  sem  hyggja  á  nám  við  skólann  og  

er   það   hluti   af   því   gæðastarfi   sem   fer   þar   fram   (Keilir,   miðstöð   vísinda,   fræða   og  

atvinnulífs,  2014).  Í  samstarfssamningi  Háskóla  Íslands  og  Keilis  er  kveðið  á  um  að  hver  

háskóladeild  ákveði  fyrir  sig  hvort  lokapróf  úr  frumgreinadeild  Keilis  fullnægi  kröfum  um  

undirbúning   til  náms   í  viðkomandi  deild   (Samstarfssamningur  Háskóla   Íslands  og  Keilis  

um   frumgreinanám,   Háskólabrú   við   Keili,   2011).   Árið   2010   höfðu   ekki   allar   deildir  

Háskóla  Íslands  viðurkennt  með  formlegum  hætti  að  lokapróf  úr  frumgreinadeild  Keilis  

gilti   til   inngöngu.  Sem  dæmi  höfðu  Hjúkrunarfræðideild,  Lyfjafræðideild  og  Læknadeild  

ekki  samþykkt  prófið  (Ríkisendurskoðun,  2010).  Árið  2013  hafði  námið  ekki  enn  náð  að  

uppfylla   inntökuskilyrði   Hjúkrunarfræðideildar   Háskóla   Íslands   nema   með   sérstökum  

undantekningum   (Ríkisendurskoðun,   2013-­‐a).   Háskóli   Íslands   gerir   einnig   þá   kröfu   að  

nemendur  frá  Háskólabrú  Keilis  séu  orðnir  25  ára  þegar  þeir  sækja  um  nám  við  skólann  

(Keilir,  e.d.-­‐c).  Allt   frá  stofnun  Keilis  hefur  verið   lögð  áhersla  á  að  kennsluaðferðir  miði  

við  þarfir   fullorðinna  en  meðalaldur  þeirra   sem  hafa   lagt   stund  á  nám  við  Háskólabrú  

Keilis   hefur   verið   um  30   ár.   Árið   2012   var   kennsluaðferðum   í   öllum   áföngum  breytt   í  

svokallað  vendinám  (e.  flipped  classom)  með  það  að  markmiði  að  bæta  nám  og  kennslu  

við   Háskólabrúna   (Keilir,   miðstöð   vísinda,   fræða   og   atvinnulífs,   2013).   Í   vendinámi   er  

hefðbundinni   kennslu   snúið   við   þar   sem   fyrirlestrar   kennara   eru   vistaðir   á   netinu   og  

Page 29: Lokaverkefni!til!MS0prófs! ímannauðsstjórnun Brotthvarf ...°a Ingvarsdóttir-MS.pdf · 2.1 Hvað!er!lærdómur?! Fjallað!verður!um!nám!og!lærdóm!sem!allaþáþekkingu!sem!einstaklingur!getur!aflað!

 

29  

nemendur  geta  nálgast  þá  hvar  og  hvenær  sem  þeim  hentar.  Verkefnavinna  fer  svo  fram  

í   kennslustofunni.   Hvort   þetta   form   skili   árangri   er   undir   nemandanum   komið   og   því  

nauðsynlegt  að  nemandinn  komi  undirbúinn  í  verkefnatíma,  þ.e.  að  hann  hafi  hlustað  á  

fyrirlestra  kennarans  til  þess  að  vinnan  í  skólanum  nýtist  sem  best  (Keilir  e.d.-­‐d).  Boðið  

er   upp   á   fjórar   deildir   á   Háskólabrú   en   það   eru   félagsvísinda-­‐   og   lagadeild,  

hugvísindadeild,   viðskipta-­‐   og   hagfræðideild   og   að   lokum   verk-­‐   og   raungreinadeild.  

Hægt  er  að  stunda  námið  bæði  í  fjarnámi  og  staðarnámi.  Kennsla  í  staðarnámi  fer  fram  í  

dagskóla  og  fjarnámið  er  ætlað  þeim  sem  vilja  haga  námi  eftir  eigin  þörfum  (Keilir  e.d.-­‐

e).   Lengd   námsins   ræðst   af   þeirri   deild   sem   er   valin   en   nám   við   félagsvísinda-­‐   og  

lagadeild,  viðskipta-­‐  og  hagfræðideild  og  hugvísindadeild  er  tveggja  anna  nám.  Nám  við  

verk-­‐   og   raunvísindadeild   er   þriggja   anna   nám   þar   sem   þriðja   önnin   er   sumarönn   og  

lýkur  námi  við  þá  deild  um  miðjan  júlí  (Keilir,  e.d.-­‐c).  Einnig  er  boðið  upp  á  Háskólabrú  

með  vinnu  og  er  það  tveggja  ára  nám  sem  skipulagt  er  á  sama  máta  og  fjarnámið  (Keilir  

e.d.-­‐e).    

Ljóst  er  að  Keilir  hefur  stækkað  mikið  á  fáum  árum  og  þeim  sem  útskrifast  þaðan  

fjölgar   stöðugt.   Umsvif   skólans   hafa   aukist   vegna   aukinnar   þarfar   á   frumgreinanámi  

víðar  á   landinu.  Árið  2010  gerðu  Símey  og  Keilir,  miðstöð  vísinda,   fræða  og  atvinnulífs  

með  sér  samning  um  rekstur  háskólabrúar  á  Akureyri.  Slíkt  nám  hafði  ekki  verið   í  boði  

þar   fram  að  þeim   tíma  en  mikil   þörf   hafði  myndast   fyrir   slíkt   nám.   Kennsluhættir   eru  

einnig   fjölbreyttir   hjá   Háskólabrú   Akureyrar   þar   sem   áhersla   í   kennsluháttum   er   á  

aðferðafræði  fullorðinsfræðslu  og  á  vendikennslu  líkt  og  á  Ásbrú.  Frá  stofnun  brúarinnar  

á  Akureyri  og  til  ársins  2014  hafa  flestir  útskrifaðir  nemendur   innritast   í   framhaldsnám  

og  hefur  námið  þar  því   reynst  mjög  vel   (Hildur  Bettý  Kristjánsdóttir  og  Valgeir  Blöndal  

Magnússon,  2014).  Í  júní  2015  hafði  Keilir  útskrifað  1.256  nemendur  frá  Háskólabrú  frá  

því  að  skólinn  var  stofnaður  árið  2007  (Keilir  e.d.-­‐f).  

2.3.2.3 Mat  á  frumgreinanámi  Keilis  

Eins  og  áður  hefur  komið  fram  hefur  ekki  farið  fram  nein  heildstæð  úttekt  á  gæðum  og  

árangri  frumgreinakennslu  á  Íslandi  eða  hvernig  námið  nýtist  við  frekara  nám  eða  störf  

(Ríkisendurskoðun,  2015).  Árið  2010  óskaði  mennta-­‐  og  menningarmálaráðuneytið  eftir  

því  við  Ríkisendurskoðun  að  gerð  yrði  sérstök  úttekt  á  Keili,  miðstöð  vísinda,   fræða  og  

atvinnulífs   ehf.   Í   mati   Ríkisendurskoðunar   kemur   fram   að   erfitt   sé   að   fullyrða   um  

Page 30: Lokaverkefni!til!MS0prófs! ímannauðsstjórnun Brotthvarf ...°a Ingvarsdóttir-MS.pdf · 2.1 Hvað!er!lærdómur?! Fjallað!verður!um!nám!og!lærdóm!sem!allaþáþekkingu!sem!einstaklingur!getur!aflað!

 

30  

faglegan   árangur   skólans   þar   sem  hann   hafði   einungis   starfað   í   stuttan   tíma.   Þó   væri  

ljóst   að   skólinn   mætti   þörfum   fullorðinna   sem   höfðu   ekki   lokið   framhaldsskólanámi.  

Skólinn   væri   góð   innspýting   í   samfélagið   á   gamla   varnarsvæðinu   og   menntamál   á  

Suðurnesjum.  Ríkisendurskoðun  beindi  þeim  ábendingum  til  skólans  að  honum  bæri  að  

tryggja  eigið   rekstraröryggi.   Tryggja  þyrfti   að   fjárveitingar   ríkisins   rynnu   til  umsaminna  

verkefna  og  efla  þyrfti   faglegt  gæðastarf   skólans   (Ríkisendurskoðun,  2010).  Til  þess  að  

tryggja   að   fé   renni   til   þeirra   þátta   sem   til   er   ætlast   hefur   skólinn   tekið   upp  

bókhaldslegan   aðskilnað   svo   að   hægt   sé   að   greina   á   milli   þess   sem   ríkið   styrkir   og  

annarra  þátta  í  starfinu.  Þannig  hefur  verið  gert  sýnilegt  að  lagt  er  kapp  á  að  opinbert  fé  

renni  til  þeirra  þátta  sem  því  er  ætlað.  Hvað  viðkemur  gæðastarfi  skólans  hefur  skólinn  

lagt   áherslu   á   að   innleiða   hjá   sér   gæðakerfi   og   gefnar   hafa   verið   út   gæðahandbækur  

sem  ætlast  er  til  að  fylgt  sé  eftir  (Ríkisendurskoðun,  2013-­‐a).  

  Keilir  hefur  sjálfur  gert  rafrænar  kannanir  um  ári  eftir  að  nemendur  útskrifast  til  

þess   að   kanna   afdrif   nemenda   og   er   það   einn   liður   í   gæðastarfi   skólans.   Samkvæmt  

skýrslu   Ríkisendurskoðunar   um   kannanir   Keilis   á   árunum   2009–2011   fóru   85–92%  

nemenda  sem  höfðu  útskrifast  frá  Háskólabrú  Keilis  á  árunum  2008–2010  í  háskólanám  

að  loknu  frumgreinanáminu.  Langflestir  þessara  nemenda  skráðu  sig  í  nám  við  Háskóla  

Íslands,   (55–77%).   Flestir   (43‒55%)   þeirra   sem   lögðu   stund   á   háskólanám   hófu   nám   í  

félagsvísinda-­‐  og  lagadeild  og  töldu  77‒80%  nemenda  að  nám  við  Háskólabrú  Keilis  væri  

mjög   góður  eða   góður  undirbúningur   fyrir   háskólanám   (Ríkisendurskoðun,   2010-­‐a).  Af  

þeim   sem   útskrifuðust   frá   Háskólabrú   Keilis   árið   2011   og   svöruðu   könnun   fóru   80%   í  

háskólanám,  þar  af  59%  í  Háskóla  Íslands,  tæp  13%  fóru  í  Háskólann  í  Reykjavík  og  rúm  

15%   í   Háskólann   á   Akureyri.   Töldu   um   80%   Háskólabrú   Keilis   vera   mjög   góðan   eða  

góðan  undirbúning  fyrir  Háskólanám.  Eitthvað  virtist  vera  um  að  fólk  væri  ennþá  leitandi  

því  að  um  32%  þeirra  sem  svöruðu  voru  ekki  lengur  í  því  námi  sem  þeir  höfðu  fyrst  skráð  

sig   í  þegar  þeir  hófu  háskólanám  ári  áður  (Keilir,  miðstöð  vísinda,  fræða  og  atvinnulífs,  

2012).  Af  þeim  sem  útskrifuðust  2012  og  svöruðu  könnun  fór  rúmt  81%  í  háskólanám  í  

framhaldinu.  Tæp  50%  fóru   í  Háskóla   Íslands  og   töldu  rúm  86%  Háskólabrú  Keilis  vera  

mjög  góðan  eða  góðan  undirbúning  undir  Háskólanám.  Um  21%  þeirra  sem  svöruðu  var  

ekki   lengur   í  því  námi   sem  þeir  höfðu   fyrst   skráð   sig   í  þegar  þeir  hófu  háskólanám  ári  

áður  (Keilir,  miðstöð  vísinda,  fræða  og  atvinnulífs,  2013).  Af  þeim  sem  útskrifuðust  árið  

2013  og  svöruðu  könnun  fóru  rúm  73%  í  háskólanám  í  framhaldinu.  Af  þeim  fóru  60%  í  

Page 31: Lokaverkefni!til!MS0prófs! ímannauðsstjórnun Brotthvarf ...°a Ingvarsdóttir-MS.pdf · 2.1 Hvað!er!lærdómur?! Fjallað!verður!um!nám!og!lærdóm!sem!allaþáþekkingu!sem!einstaklingur!getur!aflað!

 

31  

Háskóla   Ísland,   rúm   16   %   í   Háskólann   í   Reykjavík   og   um   það   bil   15%   í   Háskólann   á  

Akureyri.  Töldu  tæp  84%  Háskólabrú  Keilis  vera  mjög  góðan  eða  góðan  undirbúning  fyrir  

háskólanám.  Rúm  22%  þeirra  sem  svöruðu  voru  ekki   lengur   í  því  námi  sem  þeir  höfðu  

fyrst  skráð  sig   í  þegar  þeir  hófu  háskólanám  ári  áður  (Keilir  –Miðstöð  vísinda  fræða  og  

atvinnulífs,  2014).  Af  þeim  sem  útskrifuðust  árið  2014  og  svöruðu  könnun  fóru  rúm  86%  

í  háskólanám,  rúm  48%  fóru  í  Háskóla  Íslands,  rúm  23%  í  Háskólann  í  Reykjavík  og  12,5%  

fóru   í   Háskólann   á   Akureyri.   Töldu   tæp   95%   Háskólabrú   Keilis   vera   mjög   góðan   eða  

góðan  undirbúning  fyrir  háskólanám.  Rétt  rúm  14%  þeirra  sem  svöruðu  voru  ekki  lengur  

í  því  námi  sem  þeir  höfðu  fyrst  skráð  sig   í  þegar  þeir  hófu  háskólanám  ári  áður   (Keilir,  

miðstöð  vísinda,  fræða  og  atvinnulífs,  2015).  Frá  stofnun  hefur  mjög  hátt  hlutfall  þeirra  

sem  hafa  útskrifast  frá  Háskólabrú  Keilis  farið  í  háskólanám  í  framhaldinu.  Hlutfall  þeirra  

sem  telur  námið  vera  mjög  góðan  eða  góðan  undirbúning  fyrir  háskólanám  hefur  verið  

að  hækka  jafnt  og  þétt  á  þessum  árum  og  á  sama  tíma  virðist  þeim  fara  fækkandi  sem  

eru  óákveðnir  um  hvaða  nám  þeir  eigi  að  velja   í   framhaldinu.  Hlutfall  þeirra  sem  skipt  

hafa  um  nám  í  háskóla  hefur  lækkað  um  rúmlega  helming  frá  árinu  2011  til  ársins  2014,  

úr   32%   í   rúm   14%   samkvæmt   rannsóknum   Keilis   (Keilir,   miðstöð   vísinda,   fræða   og  

atvinnulífs,   2012;   Keilir,   miðstöð   vísinda,   fræða   og   atvinnulífs,   2013;   Keilir,   miðstöð  

vísinda,  fræða  og  atvinnulífs,  2014;  Keilir,  miðstöð  vísinda,  fræða  og  atvinnulífs,  2015).  

Tvær   meistararitgerðir   hafa   verið   gerðar   sem   tengjast   Háskólabrú   Keilis.   Árið  

2013  gerði  Björk  Erlendsdóttir  eigindlega  rannsókn  þar  sem  markmiðið  var  að  fá  innsýn  í  

reynslu   nemenda   sem   lokið   höfðu   námi   frá   Háskólabrú   Keilis.   Viðmælendur   í  

rannsókninni  voru  allir  fyrrum  brotthvarfsnemar  með  frekar  slæma  reynslu  af  formlega  

skólakerfinu   sem   fóru   aftur   í   nám   sem   fullorðnir   námsmenn.   Viðmælendur   töldu   að  

stuðningurinn  sem  þeir  höfðu  fengið  í  náminu  við  Háskólabrú  Keilis  væri  ein  af  ástæðum  

þess  hversu  vel  þeim  hafði  gengið  og  hve  trú  þeirra  og  sjálfstraust  jókst  mikið.  Allir  töldu  

þeir   sig   vel   undirbúna   fyrir   áframhaldandi   nám   (Björk   Erlendsdóttir,   2013).   Eru  þessar  

niðurstöður   í   samræmi   við   niðurstöður   kannananna   sem  Keilir   gerði   sem  nefndar   eru  

hér   að   ofan   þar   sem  hátt   hlutfall   taldi   Háskólabrú   Keilis   vera   góðan   undirbúning   fyrir  

háskólanám  (Keilir,  miðstöð  vísinda,  fræða  og  atvinnulífs,  2012;  Keilir,  miðstöð  vísinda,  

fræða   og   atvinnulífs,   2013;   Keilir,   miðstöð   vísinda,   fræða   og   atvinnulífs,   2014;   Keilir,  

miðstöð   vísinda,   fræða   og   atvinnulífs,   2015).   Árið   2014   gerði   Ragnhildur   Eva  

Guðmundsdóttir   eigindlega   og   megindlega   rannsókn   þar   sem   könnuð   voru   viðhorf  

Page 32: Lokaverkefni!til!MS0prófs! ímannauðsstjórnun Brotthvarf ...°a Ingvarsdóttir-MS.pdf · 2.1 Hvað!er!lærdómur?! Fjallað!verður!um!nám!og!lærdóm!sem!allaþáþekkingu!sem!einstaklingur!getur!aflað!

 

32  

nemenda   Keilis   á   vendinámi   og   helstu   kostum   og   göllum   þess   kennsluforms.  

Niðurstöður   sýndu   að   nemendur   voru   almennt   ánægðir   með   kennslufyrirkomulagið.  

Helstu   kostir   vendináms   reyndust   felast   í   aukinni   virkni   nemenda,   góðri   nýtingu   á  

kennslustundum  og  því  að  geta  horft  á  fyrirlestra  eins  oft  og  þörf  væri  á.  Helstu  ókostir  

voru  sú  staðreynd  að  nemendur  þurftu  að  vera  tengdir  interneti  til  þess  að  geta  nálgast  

fyrirlestrana   og   að   vendinám   krefðist   mikils   undirbúnings   kennara   (Ragnhildur   Eva  

Guðmundsdóttir,  2014).  Niðurstöður  þessarar  rannsóknar  styðja  niðurstöður  rafrænnar  

könnunar   Keilis   sem   lögð   var   fyrir   nemendur   sem   útskrifuðust   af   Háskólabrúnni   árið  

2014.   Þar   kom   fram   að   nemendum   virtist   líka   þetta   fyrirkomulag   kennslu   mjög   vel  

(Keilir,   miðstöð   vísinda,   fræða   og   atvinnulífs,   2015).   Í   könnunum   sem   Háskóli   Íslands  

gerði   á   námsgengi   á   árunum   2008–2011   eftir   þeim   framhaldsskólum   sem   nemendur  

komu   úr   kom   fram   að   nemendur   sem   komu   úr   frumgreinanámi   áttu   frekar   erfitt  

uppdráttar   í   samanburði   við   nemendur   annarra   framhaldsskóla.   Nemendur   úr  

frumgreinadeild  Keilis  voru   í   flestum  tilvikum  undir  veginni  meðaleinkunn  allra  skóla.   Í  

níu  tilvikum  af  22  voru  nemendur  Keilis  1,0  til  2,0  frá  veginni  meðaleinkunn  og  var  mesti  

munurinn  í  deildum  eins  og  raunvísindum,  Tölvunarfræðideild,  Sálfræði-­‐  og  Lagadeild  en  

minnstur  munurinn  var   í   Félagsráðgjafadeild.  Niðurstöður  gefa   til   kynna  að  nemendur  

frá   Keili   sem   leggja   stund   á   nám   við   Háskóla   Íslands   standi   ekki   jafnfætis   nemendum  

annarra  framhaldsskóla  þegar  kemur  að  námsárangri.  Þó  ber  að  hafa  í  huga  að  tiltekin  

rannsókn  segir  ekkert  um  nemendur  Keilis  sem  stunda  nám  í  öðrum  háskólum  eða  um  

það   hvort   þeim   sé   hættara   við   að   hverfa   frá   námi   en   öðrum   nemendum  

(Ríkisendurskoðun,  2012).  

2.4 Brotthvarf  

Í   þessum   kafla   verður   fyrst   farið   yfir   helstu   skilgreiningar   á   brotthvarfi   og   því   næst  

verður   fjallað   um   kenningar   um   brotthvarf.   Þá   verður   farið   yfir   helstu   ástæður  

brotthvarfs   og   að   lokum  verður   fjallað   um  þær   leiðir   sem  hægt   er   að   fara   til   þess   að  

draga  úr  brotthvarfi.  

2.4.1 Skilgreiningar  á  brotthvarfi  

Til   eru   margar   skilgreiningar   á   brotthvarfi   og   misjafnt   er   eftir   löndum   og   stofnunum  

hvernig   það   er   skilgreint.   Í   rannsóknum   OECD   á   brautskráningu   nýnema   á  

Page 33: Lokaverkefni!til!MS0prófs! ímannauðsstjórnun Brotthvarf ...°a Ingvarsdóttir-MS.pdf · 2.1 Hvað!er!lærdómur?! Fjallað!verður!um!nám!og!lærdóm!sem!allaþáþekkingu!sem!einstaklingur!getur!aflað!

 

33  

framhaldsskólastigi   er   brotthvarf   skilgreint   þannig   að   brotthvarfsnemar   eru   þeir  

nemendur  sem  ekki  höfðu  lokið  prófi  sex  árum  eftir  innritun  og  voru  ekki  lengur  skráðir  í  

skóla.   Hjá   Hagstofu   Evrópusambandsins   sem   hefur   rannsakað   brotthvarf   í  

vinnumarkaðskönnunum   hefur   brotthvarf   verið   skilgreint   sem   það   hlutfall   18–24   ára  

einstaklinga   sem   hvorki   hafa   lokið   prófi   úr   framhaldsskóla   né   eru   skráðir   í   skóla  

(Mennta-­‐   og   menningarmálaráðuneytið,   2014).   Hjá   Hagstofu   Íslands   má   finna   aðra  

skilgreiningu,   sem   þó   er   svipuð   og   skilgreining   OECD,   þar   sem   nemendum   sem   hefja  

nám  en  ljúka  ekki  námi  er  fylgt  eftir.  Nemendur  eru  taldir  ákveðið  skólaár,  ef  þeir  skrá  

sig   ekki   í   skóla   að   ári   og   hafa   ekki   útskrifast   í   millitíðinni   teljast   þeir   vera  

brotthvarfsnemar.  Þar  sem  til  eru  margar  skilgreiningar  geta  tölur  um  brotthvarf  verið  

mismunandi   eftir   þeirri   skilgreiningu   sem   notuð   er   og   því   getur   verið   erfitt   að   bera  

saman  brotthvarfstölur  milli  rannsókna  (Hagstofa  Íslands,  2004-­‐a).  

2.4.2 Kenningar  um  brotthvarf    

Margar   kenningar   eru   til   um   brotthvarf   sem   notaðar   hafa   verið   til   þess   að   skýra  

brotthvarf   nemenda   frá   námi   (Finn,   1989).   Þrjár   umfangsmestu   kenningarnar   sem  

notast   hefur   verið   við   til   þess   að   bera   kennsl   á   þá   þætti   sem   tengjast   brotthvarfi   eru  

Student   integration   model,   Student   attrition   model   og   College   choice   nexus   model  

(Stratton,  O’Toole  og  Wetzel,   2008).   Ein  þessara  þriggja   kenninga  er   kenning  Vincents  

Tinto,   en   hann   lagði   til   módel   (e.   Student   integration  model)   sem  ætlað   er   að   skýra  

hvernig   samspil   á   milli   einstaklings   og   skólastofnunar   veldur   því   að   hann   hverfur   frá  

námi.  Hann  taldi  að  markmið  einstaklingsins  í  námi  og  skuldbinding  hans  skipti  máli  því  

að  það  gæti   spáð   fyrir  um  samskipti  hans  við   stofnunina  sem  hann  nemur  við  og  haft  

þannig   áhrif   á   hvort   hann   ljúki   námi.   Þeim   mun   skuldbundnari   sem   hann   er   að   ná  

markmiðum  sínum  því  líklegra  er  að  hann  ljúki  námi  (Tinto,  1975).  Módel  Vincents  Tinto  

er  talið  eitt  áhrifamesta  módelið  þegar  kemur  að  brotthvarfi  úr  háskólanámi  þrátt  fyrir  

að   hafa   fengið   á   sig   töluverða   gagnrýni   (McCubbin,   2003).   Kenning   Bean,   Student  

attrition  model,  leggur  meiri  áherslu  á  að  ytri  þættir  geti  haft  áhrif  á  að  nemandi  hverfi  

frá  námi.  Áhersla  er   lögð  á  fyrirætlun  námsmannsins   í  módelinu,  þ.e.  hvort  hann  áætli  

að   vera   eða   fara   sem   spái   fyrir   um  þrautseigju   hans.   Samkvæmt   kenningunni   þarf   að  

taka   tillit   til   einkenna   námsmannsins   til   þess   að   skilja   samspil   hans   og  

háskólaumhverfisins.   Breytur   eins   og   einkunnir,   samsömun   við   háskólaumhverfið,  

Page 34: Lokaverkefni!til!MS0prófs! ímannauðsstjórnun Brotthvarf ...°a Ingvarsdóttir-MS.pdf · 2.1 Hvað!er!lærdómur?! Fjallað!verður!um!nám!og!lærdóm!sem!allaþáþekkingu!sem!einstaklingur!getur!aflað!

 

34  

hagnýti  og  gæði  námsins  hafa  áhrif   á  hversu  ánægður  nemandinn  er  með  stofnunina.  

Þeim   mun   ánægðari   sem   námsmaðurinn   er,   því   meiri   verður   skuldbinding   hans   við  

skólastofnunina  sem  minnkar  líkurnar  á  að  námsmaðurinn  hverfi  frá  námi  (Bean,  1980).  

Þriðja  umfangsmesta  módelið  er  College  choice  nexus  model  og  fjallar  um  að  tengsl  séu  

á   milli   vals   nemenda   á   háskóla   og   þrautseigju   þeirra   í   námi.   Módelið   leggur   til   að  

þrautseigja  mótist   í   þriggja  þrepa   ferli.  Á   fyrsta  þrepi  hafi   samfélagslegir  þættir   ásamt  

getu  til  náms  áhrif  á  hversu  nemendur  eru  móttækilegir  fyrir  því  að  fara  í  nám.  Á  öðru  

þrepi   metur   nemandinn   ávinning   og   kostnað   þess   að   skrá   sig   í   tiltekinn   skóla.   Þriðja  

þrepið  hefst  þegar  einstaklingurinn  hefur  námið;   reynslan  af  náminu  og   frammistaða   í  

námi  hafa  áhrif  á  hvernig  nemandinn  skynjar  ávinninginn  af  því  að  halda  áfram  námi  og  

útskrifast   frá   tilteknum   skóla.  Neikvæð   reynsla   veldur   því   að  nemandinn   er   líklegri   að  

hverfa  frá  námi  (Stratton,  O’Toole  og  Wetzel,  2008).  Fjórða  módelið  sem  fjallað  verður  

um  hér  er  módel  Jeremy  Finn  sem  talar  um  að  brotthvarf  sé  langt  ferli  sem  geti  byrjað  

mjög   snemma   á   námsferlinum.  Hann   lagði   til  Participation-­‐identification  módelið   sem  

segir   að   þátttaka   í   skólastarfinu   verði   til   þess   að   einstaklingur   dragist   félagslega   að  

hópnum  og  samsami  sig  honum  og  þannig  hámarkist  líkurnar  á  því  að  hann  ljúki  námi  ef  

hann   er   virkur   þátttakandi   í   skólastarfinu   (Finn,   1989).   Módelið   hefur   verið   gagnrýnt  

fyrir   að   geta   ekki   skýrt   af   hverju   nemendur   sem   samsami   sig   skólasamfélaginu   hverfi  

samt   sem   áður   frá   námi   vegna   ytri   aðstæðna   sem   hafi   áhrif   inn   í   skólakerfið   (Dei,  

Mazzuca,   McIsaac   og   Zine,   1997).   Flestar   leggja   þessar   kenningar   til   að   þrautseigja  

nemandans  skipti  miklu  máli  og  hafi  mikið  að  segja  um  hvort  hann  hverfi  frá  námi  eða  

ekki.   Að   vera   þátttakandi   í   félagslífi   og   öðru   starfi   skólans,   ávinningur   af   námi   og   ytri  

þættir  virðast  vera  þau  helstu  áhersluatriði  sem  kenningarnar  leggja  upp  með.    

2.4.3 Ástæður  fyrir  brotthvarfi  

Í   flestum  rannsóknum  hefur  verið  einblínt  á  að   skilgreina  og   spá   fyrir  um  brotthvarf  á  

meðan  færri  hafa  skoðað  ferlið  sem  veldur  því  að  einstaklingur  hverfur  frá  námi  (Finn,  

1989).   Þegar   einstaklingur   hverfur   frá   námi   getur   það   haft   ýmsar   afleiðingar   á   stöðu  

hans,  það  getur  haft  neikvæð  áhrif  á  starfsferil  hans  þar  sem  ljóst  er  að  þeir  sem  hafa  

hærra  menntunarstig  hafa  hærri  tekjur  á  vinnumarkaði  og  eru  síður  atvinnulausir.  Einnig  

hefur   brotthvarfsnemandinn   eytt   bæði   töluverðum   tíma   og   fjármunum   sem   teljast  

tapaðir  ef  námi  lýkur  ekki  með  prófgráðu  (Ríkisendurskoðun,  2007).  Brotthvarf  úr  námi  

Page 35: Lokaverkefni!til!MS0prófs! ímannauðsstjórnun Brotthvarf ...°a Ingvarsdóttir-MS.pdf · 2.1 Hvað!er!lærdómur?! Fjallað!verður!um!nám!og!lærdóm!sem!allaþáþekkingu!sem!einstaklingur!getur!aflað!

 

35  

virðist  tengjast  mörgum  þáttum  og  enginn  einn  þáttur  getur  spáð  fyrir  um  hverjir  eru  í  

hættu  á  að  hverfa  frá  námi.  Þeir  sem  hverfa  frá  námi  eru  misleitur  hópur  og  mismunandi  

samspil  áhrifaþátta  getur  valdið  brotthvarfi  þeirra  sem  getur  gert  rannsóknum  á  efninu  

erfitt   fyrir.  Rannsóknir  hafa  sýnt  að  brotthvarf   tengist  þáttum  á   fjórum  sviðum  en  það  

eru  þættir  sem  tengjast  einstaklingnum,  fjölskyldunni,  skólastofnuninni  og  samfélaginu  

(Hammond,  Linton,  Smink  og  Drew,  2007;  Rumberger,  2001).  Skólastofnunin  getur  haft  

áhrif  á  brotthvarf  á  tvo  vegu;  annars  vegar  óbeint  með  þeirri  stefnu  og  venjum  sem  ríkja  

innan   skólans   sem   valda   því   að   nemandinn   hverfur   viljugur   frá   og   hins   vegar   með  

beinum  hætti  þar  sem  reglur  sem  tengjast  lélegum  einkunnum,  lélegri  mætingu  og  öðru  

geta   valdið   því   að   nemandinn   hverfi   frá   tilneyddur   (Rumberger,   2001).   Talið   er   að  

brotthvarf  sé  ferli  sem  nær  yfir  tíma  og  eigi  sér  jafnvel  upphaf  áður  en  nemandinn  byrjar  

í   námi   sem  er   í   takt   við   kenningu   Jeremy   Finn   sem  nefnd   er   hér   að   ofan   (Hammond,  

Linton,  Smink  og  Drew,  2007;  Rumberger,  2001).  Áhrifaþáttum  hefur  einnig  verið  skipt  

upp  í  þrjá  flokka;  ýta  (e.  push),  draga  (e.  pull)  og  falla  út  (e.  falling  out)  til  þess  að  ramma  

þá   betur   inn   og   skilja   þannig   betur   brotthvarfsvandann.   Ýta   á   við   þegar   nemendur  

hverfa  frá  námi  vegna  einhvers  í  skólaumhverfinu.  Draga  á  við  þegar  nemendur  hverfa  

frá   námi   vegna   einhvers   í   umhverfinu   utan   skólans   og   falla   út  á   við   þegar   nemendur  

hverfa   frá   námi   vegna   þátta   sem   skólinn   eða   umhverfið   hafa   ekki   áhrif   á,   þ.e.   að  

aðstæðurnar   eru   á   þann  máta   að   skuldbinding   nemandans   við   skólann   fer  minnkandi  

sem  verður  til  þess  að  hann  hverfur  frá  námi.  Þættirnir  ýta  og  draga  virðast  samkvæmt  

mörgum   rannsóknum   vera   stærstu   áhrifaþættirnir   þegar   kemur   að   brotthvarfi  

(Hammond,  Linton,  Smink  og  Drew,  2007;  Doll,  Eslami  og  Walters,  2013).    

Mun   fleiri   rannsóknir   hafa   verið   gerðar   erlendis   en   hérlendis   þegar   kemur   að  

brotthvarfi  úr  háskólanámi.  Benda  rannsóknir  til  þess  að  brotthvarf  sé  mest  á  fyrsta  ári  

námsins.   Þó   eru   vísbendingar   um   að   allt   að   helmingur   þeirra   sem   hverfa   frá   námi   á  

fyrsta  ári   snúi  aftur   til  náms   innan  árs   (Stratton,  O’Toole  og  Wetzel,  2008;  McCulloch,  

2014).  Einnig  virðist  árangur  í  námi  á  fyrsta  ári  háskólanáms  hafa  nokkuð  að  segja  þegar  

kemur   að   brotthvarfi.   Ef   námsmenn   ljúka   fyrstu   önn  með   góðum  námsárangri   er   það  

lykilþáttur  þegar  kemur  að  ákvörðun  þeirra  um  að  halda  áfram  námi  (Montmarquette,  

Mahseredjian  og  Houle,  2001).  Í  langtímarannsókn  í  Bretlandi  kom  fram  að  ýmsir  þættir  

tengdust   því   að   hverfa   frá   námi   á   fyrsta   námsári.   Algengustu   ástæðurnar   sem  

einstaklingar   gáfu   fyrir   brotthvarfi   sínu   voru   að   annaðhvort   væru   það   persónulegar  

Page 36: Lokaverkefni!til!MS0prófs! ímannauðsstjórnun Brotthvarf ...°a Ingvarsdóttir-MS.pdf · 2.1 Hvað!er!lærdómur?! Fjallað!verður!um!nám!og!lærdóm!sem!allaþáþekkingu!sem!einstaklingur!getur!aflað!

 

36  

ástæður   eða   þeir   væru   óvissir   um   það   sem   þeir   vildu   gera.   Nemendur   með   lakari  

námsárangur   voru   í  meiri   hættu   á   að   hverfa   frá   námi   á   fyrsta   ári   (McCulloch,   2014).  

Karlmenn  eru  líklegri  en  konur  til  að  hverfa  frá  námi  og  aukast   líkurnar  með  hækkandi  

aldri.   Líkurnar   á   að   hverfa   frá   námi   eru   einnig   minni   þegar   foreldrar   hafa  

háskólamenntun.  Ef  nemendur  hafa  skýr  markmið  um  að   ljúka  gráðu  eru  þeir  ólíklegri  

að   hverfa   frá   námi   en   þeir   sem   eru   óákveðnir   eða   hafa   ekki   skýr   markmið   í   náminu  

(Hovdhaugen,   2009).   Samkvæmt   rannsókn   Félagsvísindastofnunar   Háskóla   Íslands   á  

nemendum  sem  horfið  höfðu  frá  námi  við  Háskóla  Íslands  á  árunum  2003–2006  var  um  

það  bil  þriðjungur  nemenda  sem  hætti  eða  tók  sér  hlé   frá  námi  vegna  þess  að  skólinn  

stóð   ekki   undir   væntingum.   Aðrir   hættu   námi   vegna   fjárhagslegra   eða   annarra  

persónulegra   ástæðna  og   var  helmingur   svarenda   sammála  eða  mjög   sammála  því   að  

annar  skóli  hefði  hentað  þeim  betur.  Áhrif  skólans  voru  því  stærsti  áhrifaþátturinn  í  að  

fólk  hætti  námi  og  nefndu  nemendur  atriði  eins  og   litla  þjónustu  við  nemendur,   lítinn  

aðgang  að  kennurum,  kennslan  væri  léleg  og  námskeið  of  fjölmenn  sem  helstu  ástæður  

(Heiður  Hrund  Jónsdóttir  og  Friðrik  H.  Jónsson,  2008).  Eru  þessar  niðurstöður  í  takt  við  

erlendar  rannsóknir  sem  sýnt  hafa   fram  á  að  skólastofnunin  er  stór  áhrifaþáttur  þegar  

kemur  að  brotthvarfi  (Hammond,  Linton,  Smink  og  Drew,  2007;  Doll,  Eslami  og  Walters,  

2013).   Þar   sem   vangaveltur   hafa   verið   um   að   nemendur   komi   ekki   nægilega   vel  

undirbúnir  í  háskólana  og  atvinnulífið  og  þá  sérstaklega  í  kjarnagreinum,  eins  og  talað  er  

um   í   kaflanum   um   framhaldsskólanám,   hefur   það   verið   rætt   hvernig   framhaldsskólar  

sinni   sínu   hlutverki,   þ.e.   að   undirbúa   nemendur   fyrir   frekara   nám   og   þátttöku   í  

atvinnulífinu.   Þeir   sem   koma   verr   undirbúnir   í   háskólana   hverfa   frekar   frá   námi   sem  

gerir   þá   verr   undirbúna   fyrir   atvinnulífið   og   einnig   nám   á   síðari   stigum   (Samtök  

sveitarfélaga  á  höfuðborgarsvæðinu,  2014).  Fram  kom  í  rannsókn  Jóns  Torfa  Jónassonar  

og   Kristjönu   Stellu   Blöndal,   á   tengslum   námsárangurs   á   samræmdum   prófum   og  

námsframvindu   í   háskóla,   að   skýr   tengsl   væru   á   milli   frammistöðu   á   samræmdum  

prófum  í  grunnskóla  og  þess  að  ljúka  prófi  í  háskóla  (Jón  Torfi  jónsson  og  Kristjana  Stella  

Blöndal,  2005).  Því  er  mikilvægt  að  samstarf  á  milli  háskóla  og  framhaldsskóla  sé  gott  og  

að  hæfniviðmiðum  sé  komið  skýrt  til  skila;  sérstaklega  í  ljósi  þess  að  áhrif  skólans  sé  svo  

stór   þáttur   þegar   kemur   að   brotthvarfi   (Samtök   sveitarfélaga   á   höfuðborgarsvæðinu,  

2014).  

Page 37: Lokaverkefni!til!MS0prófs! ímannauðsstjórnun Brotthvarf ...°a Ingvarsdóttir-MS.pdf · 2.1 Hvað!er!lærdómur?! Fjallað!verður!um!nám!og!lærdóm!sem!allaþáþekkingu!sem!einstaklingur!getur!aflað!

 

37  

2.4.4 Brotthvarf  úr  námi  á  Íslandi  

Þeim   sem   ljúka   framhaldsskólanámi   á   Íslandi   hefur   farið   fjölgandi   frá   aldamótum.  

Hlutfallið   hefur   farið   úr   63%   í   71%   hjá   aldurshópnum   25–64   ára   og   einnig   hjá  

aldurshópnum  25–34  ára,  úr  63%   í  75%.  Þrátt   fyrir  þessa   fjölgun  erum  við  enn   langt  á  

eftir   Norðurlöndunum   og   hvergi   annars   staðar   ljúka   færri   framhaldsnámi   innan  

skilgreinds   tíma   en   hér   á   landi.   Í   yngri   aldurshópnum   er   hlutfall  

framhaldsskólamenntaðra  um  það  bil   90%   í  öllum   löndum  sem   tilheyra  OECD  nema  á  

Íslandi   (OECD,   2014).   Af   þeim   sem   hefja   framhaldsskólanám   strax   að   loknu  

grunnskólanámi  eru  aðeins  45%  þeirra  sem  ljúka  námi  á  tilskildum  tíma  og  einungis  58%  

sem  lokið  hafa  náminu  á  sex  árum  (Hagfræðistofnun,  2015).  Þegar  háskólamenntun  er  

skoðuð   eru   Íslendingar   hvað   elstir   samanborið   við   OECD-­‐löndin   þegar   þeir   ljúka  

háskólanámi.  Að  meðaltali  er  það  við  27  ára  aldur  innan  OECD-­‐landanna  en  á  Íslandi  við  

um   það   bil   31   árs   aldur   árið   2012   (OECD,   2014).   Árið   2004   skoðaði   Hagstofa   Íslands  

brotthvarf  nemenda  á  háskólastigi  á  árunum  2002–2003  með  því  að  nota  skilgreiningu  

Hagstofunnar  á  brotthvarfi.  Brotthvarf  nemanda  á  milli  áranna  var  14,7%,  borið  saman  

við   framhaldsskóla   var   það  mun   lægra   hlutfall   en   brotthvarf   úr   framhaldsskólum   var  

19,3%  þetta  sama  ár.  Brotthvarf  var  mun  meira  hjá  þeim  sem  voru  í  hlutanámi  (21%)  en  

þeim   sem   voru   í   fullu   námi   (12,2%)   og   jókst   einnig   með   hækkandi   aldri   nemenda.  

Niðurstöður   þessarar   rannsóknar   voru   sambærilegar   niðurstöðum   samskonar  

rannsóknar  sem  gerð  var  á  milli  skólaáranna  1997  og  1998  en  brotthvarfshlutfall  var  það  

sama  þrátt  fyrir  að  nemendum  hafi  fjölgað  mikið  á  þeim  fimm  árum  sem  liðin  voru.  Eftir  

nánari   skoðun   hafði   þó   helmingur   brotthvarfshópsins   árið   1998   hafið   nám   á   ný   fimm  

árum   síðar.   Ekki   liggja   fyrir   nýrri   heildstæðar   tölur   um   brotthvarf   úr   háskólanámi   hjá  

Hagstofu  Íslands  (Hagstofa    Íslands,  2004-­‐b).    

Brotthvarf   hefur   verið   skoðað   í   afmörkuðum   úttektum   en   Ríkisendurskoðun  

gerði   úttekt   árið   2007   til   þess   að   kanna   kostnað,   skilvirkni   og   gæði   háskólakennslu.  

Bornir   voru   saman   ríkisreknir   og   einkareknir   háskólar   árin   2003–2005.   Þar   voru   borin  

saman   atriði   varðandi   kennslu   í   viðskiptafræði,   lögfræði   og   tölvunarfræði   hjá  Háskóla  

Íslands   (HÍ),  Háskólanum  á  Akureyri   (HÁ),  Háskólanum  á  Bifröst   (HB)  og  Háskólanum   í  

Reykjavík  (HR).  Brotthvarf  nemenda  úr  viðskiptafræði  í  háskólunum  var  almennt  minna  í  

einkareknu  (HR  og  HB)  skólunum  en  þeim  ríkisreknu  (HÍ  og  HA)  og  voru  nemendur  þeirra  

Page 38: Lokaverkefni!til!MS0prófs! ímannauðsstjórnun Brotthvarf ...°a Ingvarsdóttir-MS.pdf · 2.1 Hvað!er!lærdómur?! Fjallað!verður!um!nám!og!lærdóm!sem!allaþáþekkingu!sem!einstaklingur!getur!aflað!

 

38  

skóla   einnig   ánægðari  með   kennslu   og   aðra   þætti   skólastarfsins.   Brotthvarf   á   þessum  

árum  var  mjög  misjafnt  eftir  skólum  en  á  bilinu  19–57%  nemenda  hurfu   frá  námi  eftir  

eins  árs  nám.  Brotthvarfið  var  mest  hjá  HÍ  en  minnst  hjá  einkareknu  skólunum  HR  og  HB  

(Ríkisendurskoðun,   2007).   Þegar   brotthvarf   fyrir   árin   2007–2009   var   skoðað   hafði  

brotthvarf  minnkað  mikið   (16–43%).   Enn  var  það  hærra  hjá   ríkisreknu  háskólunum  en  

þeim   einkareknu,   43%   hjá   bæði   HÍ   og   HA,   26%   hjá   HR   og   16%   hjá   HB.   Þessar  

brotthvarfstölur   eiga   þó   eingöngu   við   brotthvarf   úr   viðskiptafræðideildum   þessara  

fjögurra   háskóla   en   brotthvarf   úr   Háskóla   Íslands   telst   enn   vera   töluvert   hátt   bæði  

samanborðið   við   aðra   íslenska   háskóla   og   á   erlendan   mælikvarða   og   hefur   töluverð  

neikvæð  áhrif  á  skilvirkni  skólans  (Ríkisendurskoðun,  2010-­‐b).  

2.4.5 Leiðir  til  að  draga  úr  brotthvarfi  

Þar  sem  nemendur  hverfa   frá  námi  af  ýmsum  ástæðum  þarf  sú  þjónusta  sem  þeim  er  

veitt  að  vera  sveigjanleg  og  taka  mið  af  þörfum  einstaklinganna.  Í  ljósi  þess  að  brotthvarf  

getur  verið  ferli  sem  hefst  jafnvel  áður  en  einstaklingurinn  byrjar  í  námi  þarf  að  huga  að  

því   að   grípa   inn   í   snemma   á   námsferlinum.   Ekki   hefur   þó   verið   sýnt   fram   á   það  með  

afgerandi  hætti  að  íhlutun  vegna  brotthvarfs  skili  tilskildum  árangri  (Rumberger,  2001).  

Á   síðustu   árum   hafa   mennta-­‐   og   menningarmálaráðuneytið   og   framhaldsskólarnir   í  

landinu  unnið  að  aðgerðum  þar  sem  leitað  er  upplýsinga  um  brotthvarf  innan  skólanna  

og   skimað   fyrir   brotthvarfi.   Talið   er   að   skimun   fyrir   nemendum   sem   eru   í  

brotthvarfshættu  sé  lykilþáttur  þegar  kemur  að  því  að  vinna  í  forvörnum  og  grípa  inn  í  

hjá  nemendum  í  brotthvarfshættu  (Kristrún  Birgisdóttir,  2015).  Einnig  er  talið  að  náms-­‐  

og   starfsráðgjöf   sé   úrræði   sem   hafa   þurfi   í   huga   í   tengslum   við   brotthvarfsvandann.  

Nemendur  sem  hafa  fengið  ráðgjöf  telja  sér  ganga  betur  í  námi,  sjá  tilgang  með  náminu  

og  eru  ólíklegri  en  þeir  sem  ekki  hafa   fengið  ráðgjöf   til  að  hverfa   frá  námi.  Talið  er  að  

náms-­‐   og   starfsráðgjöf   geti   því   verið   góð   forvörn   við   brotthvarfi   nemenda   (Alþingi,  

2008).   Sem   liður   í   því   að   sporna   við   brotthvarfi   úr   námi   hafa   verið   sett   fram   tvö  

aðalmarkmið  um  umbætur  í  menntun  á  Íslandi  fram  til  ársins  2018,  en  þau  eru  að  90%  

grunnskólanema   nái   lágmarksviðmiðum   í   lestri   og   þeim   verði   fjölgað   sem   ljúka  

framhaldsskólanámi   á   tilskildum   tíma,   úr   44%   í   60%.   Til   þess   að  markmiði   um   fjölgun  

útskrifaðra  úr  framhaldsskólanámi  verði  náð  er   lagt  til  að  nám  til   lokaprófa  verði  stytt.  

Nám   til   stúdentsprófs   verði   stytt   í   þrjú   ár   og   að   skimað   verði   fyrir   áhættuþáttum  

Page 39: Lokaverkefni!til!MS0prófs! ímannauðsstjórnun Brotthvarf ...°a Ingvarsdóttir-MS.pdf · 2.1 Hvað!er!lærdómur?! Fjallað!verður!um!nám!og!lærdóm!sem!allaþáþekkingu!sem!einstaklingur!getur!aflað!

 

39  

brotthvarfs   með   það   fyrir   augum   að   reyna   að   draga   úr   brotthvarfi   (Mennta-­‐   og  

menningarmálaráðuneytið,   2014).   Talið   er   að   mikill   hagur   geti   verið   af   því   að   stytta  

framhaldskólanám   úr   fjórum   árum   í   þrjú,   stytting   myndi   auka   hvata   til   menntunar,  

hraða  námsframvindu  og  draga  úr  brotthvarfi  ásamt  því  að  námstíminn  verði  svipaður  

og  þekkist  á  Norðurlöndunum.  Aftur  á  móti  gæti  það  haft  neikvæð  áhrif  á  þá  nemendur  

sem  þurfa  að  vinna  með  námi  vegna   fjárhagsaðstæðna  en  þyrftu  að  hætta  því   sökum  

þéttingar  á  námsskrá.  Einnig  er  talið  að  með  styttingu  náms  yrði  mikill  ávinningur  fyrir  

efnahagslífið   því   að   bæði  myndi   það   skila   rekstrarhagræðingu   innan   skólakerfisins   og  

nemendur  kæmu  ári   fyrr  út  á  vinnumarkaðinn  (Hagfræðistofnun,  2015).  Einnig  er  talið  

nauðsynlegt   að   jafnvægi   náist   á   milli   markmiðanna   að   lágmarka   brotthvarf   og   þeirra  

krafna   sem   nauðsynlegar   eru   til   að   undirbúa   nemendur   fyrir   háskólanám   (Samtök  

sveitarfélaga  á  höfuðborgarsvæðinu,  2014).  Þar  sem  brotthvarf  úr  ríkisreknum  háskólum  

er  mjög  mikið  er   lagt  til  að  gera  þurfi  athugun  á  því  að  taka  upp  inntökupróf  eða  setja  

strangari  inntökuskilyrði  fyrir  inngöngu  í  háskóla  sem  mögulega  leið  til  þess  að  draga  úr  

brotthvarfi   (Ríkisendurskoðun,   2013-­‐b).   Í   átaksverkefni   sem   Stjórnmálafræðideild  

Háskóla  Íslands  hefur  unnið  að  til  þess  að  bæta  gæði  náms  og  kennslu  hefur  verið  gripið  

til   þess   að   bjóða   nemendum   á   fyrstu   misserum   námsins   upp   á   leiðsagnartíma.  

Kennslukannanir  benda  til  þess  að  það  skili  góðum  árangri,  dregið  hafi  úr  brotthvarfi  og  

námsánægja  hafi  aukist  innan  deildarinnar  (Háskóli  Íslands,  2013).    

Þegar  stefnur  stærstu  háskólanna  voru  skoðaðar  með  tilliti  til  brotthvarfs  kom  í  

ljós   að   skólarnir   leggja   mismikla   áherslu   á   brotthvarf   í   stefnum   sínum.   Sennilega   má  

rekja   það   til   þess   að   brotthvarf   er  mjög  mismunandi   eftir   skólum   eins   og   fram   hefur  

komið.  Fram  kemur   í   stefnu  Háskóla   Íslands  2011–2016  að  markvisst  ætti  að  vinna  að  

því  að  draga  úr  brotthvarfi,  markmiðið  var  að  5%  hækkun  yrði  á  árunum  2011–2016  á  

endurkomuhlutfalli   nemenda   á   öðru   ári   og   fimm   ára   brautskráningarhlutfalli   á  

fyrrgreindum   árum   (Háskóli   Íslands,   2010).   Í   stefnu   Háskólans   í   Reykjavík   í  

jafnréttismálum  2012–2017  eru  ekki  sett  fram  nein  markmið  þegar  kemur  að  brotthvarfi  

en  fram  kemur  að  sérstaklega  skuli  skoða  brotthvarf  þegar  kemur  að  minnihlutahópum,  

hvernig  brotthvarf  er  í  samhengi  við  aðra  hópa  og  hvað  valdi  því  (Háskólinn  í  Reykjavík,  

e.d.-­‐b  ).  Ekkert  er  fjallað  um  brotthvarf   í  stefnum  Háskólans  á  Akureyri  og  Háskólans  á  

Bifröst  eftir  bestu  vitund  rannsakanda.  

Page 40: Lokaverkefni!til!MS0prófs! ímannauðsstjórnun Brotthvarf ...°a Ingvarsdóttir-MS.pdf · 2.1 Hvað!er!lærdómur?! Fjallað!verður!um!nám!og!lærdóm!sem!allaþáþekkingu!sem!einstaklingur!getur!aflað!

 

40  

3  Aðferðafræði  

Í  þessum  kafla  verður  gerð  grein   fyrir  þeirri   rannsóknaraðferð  sem  notuð  var  við  gerð  

rannsóknarinnar.  Einnig  verður   farið  yfir   val   á  þátttakendum,   framkvæmd  rannsóknar,  

spurningalista  rannsóknarinnar  og  að  lokum  skráningu  og  úrvinnslu  gagna.    

3.1 Rannsóknaraðferð  

Til  þess  að  fá  svör  við  þeirri  spurningu  sem  lagt  var  upp  með  í  rannsókninni  var  notast  

við  megindlega  rannsóknaraðferð  þar  sem  spurningalisti  var  lagður  fyrir  þátttakendur  á  

samskiptamiðlinum  Facebook.  Hönnun  megindlegra  rannsókna  felur  í  sér  að  afmarka  sig  

vel  efnislega  séð.  Þannig  er  sjónum  oft  beint  að  rannsóknarspurningu  sem  leitast  er  við  

að  svara  í  rannsókninni.  Þegar  hönnun  er  lokið  er  megindlegum  gögnum  safnað  saman.  

Breytur  eru  mældar,   tilgátur  prófaðar  og  niðurstöður  settar   fram  með   lýsandi   tölfræði  

(Neuman,  2011).  Megindleg  rannsóknaraðferð  var  talin  hentug  leið  fyrir  þessa  rannsókn  

þar   sem  hún   er   formleg  og   kerfisbundin   aðferð   til   þess   að   lýsa   breytum.   Einnig   gefur  

aðferðin  kost  á  að  draga  ályktanir  um  þýði  út   frá  úrtaki  og  kanna  tengsl  á  milli  breyta  

(Sigurlína  Davíðsdóttir,  2013).    

3.2 Þátttakendur    

Markmið  rannsóknarinnar  var  að  ná  til  einstaklinga  sem  höfðu  útskrifast  frá  Háskólabrú  

Keilis,  höfðu  farið  í  háskólanám  í  framhaldinu  og  horfið  frá  námi  úr  háskóla.  Þar  sem  ekki  

var   fyrirliggjandi   vitneskja   um  þá   einstaklinga   sem   fóru   í   háskólanám   í   framhaldinu   af  

Háskólabrúnni  var  gerð  tilraun  til  þess  að  ná  til  alls  hópsins,  þ.e.  allra  þeirra  nemenda  

sem   stundað   höfðu   nám   við   Háskólabrú   Keilis.   Til   þess   að   ná   til   hópsins   var  

spurningakönnun   dreift   á   samskiptamiðlinum   Facebook   í   þá   Facebook-­‐hópa   sem  

stofnaðir   höfðu   verið   fyrir   nemendur   sem   stundað   höfðu   nám   við   Háskólabrú   Keilis.  

Einnig  var  haft   samband  við  vini  og  kunningja  sem  vitað  var  að  hefðu   tengsl  við  hvort  

tveggja  hópana  á  Facebook  og  aðra  nemendur  sem  stundað  höfðu  þar  nám.  Voru  þeir  

fengnir  til  að  aðstoða  við  að  koma  spurningakönnuninni  á  framfæri.  Alls  fór  listinn  inn  í  

hópa  sem  samanstóðu  af  824  einstaklingum  og  bárust  194  svör  við  spurningalistanum.  

Page 41: Lokaverkefni!til!MS0prófs! ímannauðsstjórnun Brotthvarf ...°a Ingvarsdóttir-MS.pdf · 2.1 Hvað!er!lærdómur?! Fjallað!verður!um!nám!og!lærdóm!sem!allaþáþekkingu!sem!einstaklingur!getur!aflað!

 

41  

Svarhlutfall  var  því  tæp  24%.  Þýðið  er  allir  þeir  sem  höfðu  stundað  nám  við  Háskólabrú  

Keilis   og   úrtakið   þeir   sem   fóru   í   háskólanám   í   framhaldinu   og   höfðu   horfið   frá   námi.  

Úrtakið  er  svokallað  hentugleikaúrtak  og  takmarkast  við  þær  leiðir  sem  farnar  voru  við  

gagnaöflun.    

3.3 Framkvæmd  

Þegar  samkoma  var  haldin  fyrir  alla  nemendur  sem  útskrifast  höfðu  frá  Háskólabrú  Keilis  

vorið  2015  setti  rannsakandi  sig  í  samband  við  forstöðumann  Háskólabrúarinnar  til  þess  

að   kanna   hvort   áhugi   væri   fyrir   því   að   vera   rannsakanda   innan   handar   við  

rannsóknarverkefni   tengt   Háskólabrúnni.   Vel   var   tekið   í   það   og   fór   þá   í   gang   ferli   við  

hönnun  rannsóknarinnar.    

Til  þess  að  meta  þá  nemendur  sem  höfðu  útskrifast  með   ígildi   stúdentsprófs   frá  

Háskólabrúnni,  farið  í  háskólanám  í  framhaldinu  og  svo  horfið  frá  námi  var  spurningalisti  

settur   inn   í  hópa  á  Facebook  sem  samanstóðu  af  nemendum  sem  stundað  höfðu  nám  

við  Háskólabrú  Keilis.  Gagnaöflun  fór  fram  á  tímabilinu  19.  nóvember  til  28.  nóvember  

2015.  GoogleForms-­‐könnunarforrit   var  notað  við  uppsetningu   spurningalista,   einnig   til  

þess  að  setja  könnun  á  netið  og  safna  saman  gögnum.  Ásamt  því  að  setja  sig  í  samband  

við   meðlimi   í   viðeigandi   hópum   notaði   rannsakandi   tengslanet   sitt   til   þess   að   koma  

spurningalistanum  á  framfæri.  Þegar  gagnaöflun  var  lokið  voru  niðurstöður  færðar  yfir  í  

SPSS  til  þess  að  hægt  væri  að  vinna  úr  þeim  svörum  sem  höfðu  borist.  Fremst  í  könnun  

komu   fram  upplýsingar   um   rannsakanda  og   rannsóknina.   Jafnframt   var   þátttakendum  

gefinn  kostur  á  að  hafa  samband  við  rannsakanda  ef  upp  kæmu  einhverjar  spurningar  

varðandi  rannsóknina  (sjá  viðauka  1).  

3.4 Spurningalisti  rannsóknar  

Til   þess   að   fá   svör   við   rannsóknarspurningunni   var  hannaður   spurningalisti   sem   talinn  

var  hentugur,  bæði  að   lengd  og  upplagi   fyrir   rannsóknina.  GoogleForms  var  notað  við  

uppsetningu   spurningalistans   og   öflun   gagna   frá   þátttakendum.   Spurningalistinn  

samanstóð  af  22  spurningum.  Í  upphafi  listans  var  spurt  um  útskriftarár  frá  Keili  til  þess  

að   koma   í   veg   fyrir   að   aðrir   en   þeir   sem   útskrifuðust   frá   Háskólabrúnni  myndu   svara  

spurningalistanum.  Spurningalistinn   skiptist   í  þrjú  þemu  en  þau  voru  Háskólabrú  Keilis  

og  fyrra  nám,  en  þar  var  spurt  sex  spurninga  sem  tengdust  fyrra  námi  nemenda  og  námi  

Page 42: Lokaverkefni!til!MS0prófs! ímannauðsstjórnun Brotthvarf ...°a Ingvarsdóttir-MS.pdf · 2.1 Hvað!er!lærdómur?! Fjallað!verður!um!nám!og!lærdóm!sem!allaþáþekkingu!sem!einstaklingur!getur!aflað!

 

42  

þeirra  við  Háskólabrú  Keilis,  háskólanám  þar  sem  spurt  var  12  spurninga  sem  tengdust  

námi   þátttakenda   í   háskóla   og   svo  bakgrunnsspurningar.   Bakgrunnspurningarnar   voru  

fjórar  og  voru  þær  allar  fjölvalsspurningar.      

Fjórar  spurningar  voru  á  fimm  punkta  Likert-­‐kvarða  þar  sem  svarmöguleikarnir  voru  

frá  mjög  sammála   til  mjög  ósammála  og  merktu  þátttakendur  við  þann  kost   sem  best  

átti  við  hverju  sinni.  Svarmöguleikum  var  gefið  tölulegt  gildi  þar  sem  einn  stóð  fyrir  mjög  

ósammála  og  fimm  fyrir  mjög  sammála,  en  einn  gefur  til  kynna  frekar  neikvæða  afstöðu  

á  meðan  fimm  gefur  til  kynna  frekar  jákvæða  afstöðu  til  fullyrðinganna  sem  spurt  er  um  

í   rannsókninni.   Þannig   fékk   svarið  mjög   sammála   5   stig,   svarið   frekar   sammála   fékk   4  

stig,   svarið   hvorki   né   fékk   3   stig,   svarið   frekar   ósammála   fékk   2   stig   og   svarið   mjög  

ósammála   fékk  1   stig.  Ein   spurning  var  opin,  en  þar  var  þátttakendum  gefið   færi  á  að  

bæta  einhverju  við  ef  þeir  teldu  þörf  á.  Aðrar  spurningar  listans  voru  tvíkostaspurningar  

eða   fjölvalsspurningar.   Spurningalistinn   var   forprófaður   af   tveimur   fyrrverandi  

nemendum   Háskólabrúarinnar   og   svo   endurbættur   eftir   þeim   smávægilegu  

athugasemdum  sem  fram  komu.  Spurningalistann  má  sjá  í  heild  sinni  í  viðauka  2.  

3.5 Skráning  og  úrvinnsla  gagna  

Eins   og   áður   segir   var   gagna   aflað   með   könnunarforritinu   GoogleForms.   Svörum   var  

safnað  í  þar  til  gert  Excel-­‐form  og  að  gagnaöflun  lokinni  voru  gögnin  flutt  yfir  í  SPSS  þar  

sem  frekari  vinnsla  með  gögnin  fór  fram.  Í  upphafi  voru  gögnin  skoðuð  til  þess  að  kanna  

hvort  allt  væri  með  felldu  og  að  engin  gögn  vantaði.  Niðurstöður  eru  settar   fram  með  

lýsandi  tölfræði  þar  sem  tíðni  og  hlutföll  breyta  eru  sett  fram  í  töflum.  Einnig  var  notast  

við  marktektarpróf  til  þess  að  kanna  mun  á  milli  hópa.  Notast  var  við  kíkvaðratpróf  og  

þar   sem  forsendum  kíkvaðratprófs  var  ekki   fullnægt  var  notast  við  Fisher’s  exact-­‐próf.  

Sumstaðar  þurfti  að  sameina  gildi  breyta  til  þess  að  uppfylla  forsendur  marktektarprófs  

og   er   skýrt   nánar   frá   því   í   niðurstöðum   þar   sem   við   á.   Meðaltal   var   reiknað   fyrir    

spurningar  sem  voru  á  Likert-­‐kvarða.    

Page 43: Lokaverkefni!til!MS0prófs! ímannauðsstjórnun Brotthvarf ...°a Ingvarsdóttir-MS.pdf · 2.1 Hvað!er!lærdómur?! Fjallað!verður!um!nám!og!lærdóm!sem!allaþáþekkingu!sem!einstaklingur!getur!aflað!

 

43  

4 Niðurstöður    

Í  eftirfarandi  kafla  verður  fjallað  um  niðurstöður  rannsóknarinnar.  Niðurstöðurnar  verða  

settar   fram   í   rituðu  máli   en   einnig   verða   birtar   töflur  með   lýsandi   tölfræði   til   frekari  

útskýringa.  Fjallað  verður  um  flokkana  Keilir,  háskóli  og  einstaklingsbundnir  þættir  með  

það   að   markmiði   að   fá   skýr   svör   við   rannsóknarspurningunni.   Tæp   88%   þeirra   sem  

svöruðu  spurningalistanum  fóru  í  háskólanám  í  framhaldi  af  Háskólabrú  Keilis  og  17,1%  

þeirra  höfðu  horfið  frá  háskólanámi.  Þegar  fjallað  er  um  brotthvarfshópinn  og  svo  aðra  í  

niðurstöðum   teljast   aðrir   vera   þeir   sem   fóru   í   háskólanám   eftir   að   hafa   útskrifast   frá  

Háskólabrú  Keilis  en  hurfu  ekki  frá  námi.    

4.1 Keilir  

Í  þessum  kafla  verða  niðurstöður  fyrir  flokkinn  Keilir  settar  fram.  Þættir  verða  raktir  sem  

snúa  að  þátttakendum  og  námi  þeirra  við  Háskólabrú  Keilis  ásamt  fyrra  námi  þeirra.  

Þátttakendur   rannsóknar   dreifðust   vel   á   þau   ár   sem   Háskólabrú   Keilis   hefur  

útskrifað  nemendur.  Flestir,  eða  um  19%  þátttakenda,  útskrifuðust  árið  2012  en  fæstir  

útskrifuðust  árið  2014.  Ef  brotthvarfshópurinn  er  skoðaður  sérstaklega  eftir  því  ári  sem  

þeir  útskrifuðust  frá  Keili  höfðu  flestir  sem  hurfu  frá  háskólanámi  útskrifast  árið  2012  frá  

Keili.  Næstflestir   útskrifuðust   árið  2013,   eða  um  24%.   Enginn  af  þeim   sem   tóku  þátt   í  

könnun  og  útskrifaðist  árið  2014,  hafði  horfið  frá  námi  þegar  rannsókn  fór  fram.  Til  þess  

að  uppfylla   forsendur  kíkvaðratprófs  þurfti  að  sameina  útskriftarár.  Árin  2008  og  2009  

voru  sameinuð   í  eina  breytu  og  einnig  árin  2013,  2014  og  2015.  Engin  marktæk  tengsl  

fundust   á  milli   útskriftarárs   og   þess   að   hverfa/hverfa   ekki   frá   námi.   Um   það   bil   67%  

þátttakenda   stunduðu   nám   við   Háskólabrú   Keilis   í   staðarnámi   en   um   33%   í   fjarnámi.  

Engin  marktæk  tengsl  fundust  á  milli  þeirrar  leiðar  sem  þátttakendur  fóru  í  námi  og  þess  

að  hverfa/hverfa  ekki  frá  námi.  Þegar  útskriftarár  þátttakenda  var  skoðað  með  hliðsjón  

af  því  hvenær  vendinám  var  tekið  upp  hjá  Keili  voru  útskriftarár  sameinuð  með  tilliti  til  

þess   að   vendinám   var   tekið   upp   árið   2012.   Útskriftarárin   2008,   2009,   2010,   2011   og  

2012   voru   sameinuð   í   eina  breytu  og   árin   2013,   2014  og  2015   voru   einnig   sameinuð.  

Engin  marktæk  tengsl  fundust.  Tíðni  og  hlutföll  eftir  útskriftarári  má  sjá  í  töflu  1.  

Page 44: Lokaverkefni!til!MS0prófs! ímannauðsstjórnun Brotthvarf ...°a Ingvarsdóttir-MS.pdf · 2.1 Hvað!er!lærdómur?! Fjallað!verður!um!nám!og!lærdóm!sem!allaþáþekkingu!sem!einstaklingur!getur!aflað!

 

44  

Tafla  1.  Skipting  eftir  útskriftarári  frá  Keili  og  hlutfall  brotthvarfs  eftir  útskriftarári.    

 Ár  

 Tíðni  

 Hlutfall  %  

 Brotthvarfshópur  %  

2008   17   10.0   3.4  2009   27   15.9   17.2  2010   14   8.2   3.4  2011   22   12.9   20.7  2012   33   19.4   27.6  2013   28   16.5   24.1  2014   12   7.1   0  2015   17   10.0   3.4    

Þegar  þátttakendur  eru  skoðaðir  eftir  þeirri  deild  sem  þeir   stunduðu  nám  sitt  hjá  Keili  

má   sjá   að   rúmlega   helmingur   brotthvarfshóps   hafði   stundað   nám   við   verk-­‐   og  

raungreinadeild   Keilis.   Fæstir   höfðu   stundað   nám   við   hugvísindadeild,   eða   7%.   Þegar  

aðrir   eru   skoðaðir   má   sjá   að   langflestir,   eða   rúmlega   helmingur,   stundaði   nám   við  

félagsvísinda-­‐  og  lagadeild.  Sameina  þurfti  breytur  þegar  tengsl  þess  að  hverfa  frá  námi  

voru   skoðuð   með   tilliti   til   þess   við   hvaða   deild   þátttakendur   stunduðu   nám   við   hjá  

Háskólabrú  Keilis.  Þar  sem  fáir  þátttakendur  höfðu  stundað  nám  við  hugvísindadeild  og  

viðskipta-­‐   og   hagfræðideild   voru   þær   deildir   sameinaðar   til   þess   að   forsendur  

kíkvaðratprófs   stæðust.   Marktæk   tengsl   eru   á   milli   þeirrar   deildar   sem   þátttakendur  

stunduðu  nám  við  í  Keili  og  þess  hvort  þeir  hurfu  frá  námi  eða  ekki,  χ2(2,  N=170)=10,60,  

p  ≤  0,01.  Þetta  bendir  til  þess  að  þeir  sem  stunda  nám  við  verk-­‐  og  raungreinadeild  séu  

líklegri  en  aðrir  til  þess  að  hverfa  frá  námi  í  háskóla.  Nánari  hlutfallslega  skiptingu  eftir  

deildum  má  sjá  í  töflu  2.  

Tafla  2.  Hlutfallsleg   skipting  eftir   þeirri  deild   sem  þátttakendur   stunduðu  nám  sitt  hjá  Keili.  

   

 Brotthvarfshópur  %  

 Aðrir  %  

 Kíkvaðrat    

Deildir  Verk-­‐  og  raunvísindadeild  

 51.7  

 22.7  

10,60**  

Félagsvísinda-­‐  og  lagadeild   27.6   52.5    Hugvísindadeild   6.9   10.6    Viðskipta-­‐  og  hagfræðideild   13.8   14.2    *p  ≤  0,05;  **p  ≤  0,01;  ***p  ≤  0,001.        

Page 45: Lokaverkefni!til!MS0prófs! ímannauðsstjórnun Brotthvarf ...°a Ingvarsdóttir-MS.pdf · 2.1 Hvað!er!lærdómur?! Fjallað!verður!um!nám!og!lærdóm!sem!allaþáþekkingu!sem!einstaklingur!getur!aflað!

 

45  

Langflestir  þeirra  sem  fóru  í  háskólanám  í  framhaldi  af  Háskólabrúnni,  eða  87%  (N=148),  

höfðu   stundað   nám   við   hefðbundinn   framhaldsskóla   á   einhverjum   tíma   áður   en   þeir  

hófu   nám   við   Háskólabrú   Keilis.   Þegar   hlutfallið   er   skoðað   sérstaklega   fyrir  

brotthvarfshópinn   og   svo   aðra   voru   79%   (N=23)   brotthvarfshóps   sem   stundað   höfðu  

nám  við  hefðbundinn  framhaldsskóla  á  einhverjum  tíma,  en  89%  annarra  (N=125).  Engin  

marktæk   tengsl   fundust.   Þegar   spurt   var   um   upplifun   þátttakenda   af   hefðbundnu  

framhaldsskólakerfi   var   um  helmingur   brotthvarfsnema   sem  ekki   tók   afstöðu   og   valdi  

valmöguleikann   hvorki   né   við   staðhæfingunni;   upplifun   mín   af   hefðbundna  

framhaldsskólakerfinu  er  frekar  jákvæð.  Af  öðrum  merktu  32%  við  hvorki  né.  Til  þess  að  

uppfylla   forsendur   kíkvaðratprófs   voru  mjög   sammála   og   frekar   sammála   sameinuð   í  

eina  breytu,   einnig   voru  mjög  ósammála  og   frekar  ósammála   sameinuð   í   eina  breytu.  

Engin  marktæk   tengsl   fundust.  Þegar  meðaltal  hópanna  er   skoðað  má  sjá  að   lítill   sem  

enginn  munur  er  á  meðaltölunum  sem  bendir   til  þess  að  upplifun  brotthvarfsnema  og  

annarra  af  hefðbundnu  framhaldsskólanámi  sé  svipuð.  Meðaltöl  og  nánari  hlutfallslega  

skiptingu  eftir  afstöðu  þátttakenda  má  sjá  í  töflu  3.  

Tafla  3.  Upplifun  af  hefðbundnu  framhaldsskólakerfi.    

 Afstaða  

 Tíðni-­‐brotthvarfshópur  

 Brotthvarfshópur  %  

 Tíðni-­‐aðrir  

 Aðrir  %  

Mjög  sammála   2   8.7   10   8.0  Frekar  sammála   5   21.7   29   23.2  Hvorki  né   11   47.8   40   32.0  Frekar  ósammála   2   8.7   35   28.0  Mjög  ósammála  Meðaltal  (1-­‐5)  

3  3,0  

13.0   11  2,9  

8.8  

 Tæp   85%   þeirra   sem   fóru   í   háskólanám   í   framhaldinu   af   Háskólabrú   Keilis   voru  mjög  

sammála  eða   frekar   sammála   staðhæfingunni;  ég   tel  námið  hjá  Háskólabrú  Keilis   vera  

góðan   undirbúning   fyrir   háskólanám.   Rétt   rúm   7%   voru   mjög   ósammála   eða   frekar  

ósammála  sömu  staðhæfingu.  Þegar  afstaða  þátttakenda  var  skoðuð  eftir  því  hvort  þeir  

hurfu   frá  námi  eða  ekki  mátti  sjá  að  rúm  58%  af  þeim  sem  ekki  höfðu  horfið   frá  námi  

voru  mjög  sammála  því  að  Háskólabrú  Keilis  væri  góður  undirbúningur  fyrir  háskólanám  

en   aðeins   tæplega   21%   þeirra   sem   hurfu   frá   námi   voru   mjög   sammála   sömu  

staðhæfingu.   Þar   sem   forsendur   kíkvaðraprófs   stóðust   ekki   var   ákveðið   að   notast   við  

Fiecher  Exact  Test  í  staðinn  fyrir  Pearson  Chi-­‐Square.  Prófið  sýndi  að  marktækur  munur  

Page 46: Lokaverkefni!til!MS0prófs! ímannauðsstjórnun Brotthvarf ...°a Ingvarsdóttir-MS.pdf · 2.1 Hvað!er!lærdómur?! Fjallað!verður!um!nám!og!lærdóm!sem!allaþáþekkingu!sem!einstaklingur!getur!aflað!

 

46  

var  á  brotthvarfshópi  og  öðrum  (Fisher  exact  próf  p  ≤  0,001.)  þegar  kom  að  afstöðu  til  

þess   hvort   þeir   teldu   Háskólabrú   vera   góðan   undirbúning   fyrir   háskólanám.   Þeir   sem  

hurfu   frá   námi   voru   líklegri   en   aðrir   til   þess   að   vera   hvorki   sammála   né   ósammála  

staðhæfingunni.   Meðaltöl   og   hlutfallslega   skiptingu   brotthvarfshóps   og   annarra   eftir  

afstöðu  til  staðhæfingarinnar  má  sjá  í  töflu  4.

Tafla  4.  Telja  þátttakendur  námið  hjá  Háskólabrú  Keilis  vera  góðan  undirbúning  fyrir  háskólanám

 Afstaða  

 Tíðni-­‐brotthvarfshópur  

 Brotthvarfshópur  %  

 Tíðni-­‐aðrir  

 Aðrir  %  

Mjög  sammála   6   20.7   82   58.2  Frekar  sammála   11   37.9   45   31.9  Hvorki  né   7   24.1   7   5.0  Frekar  ósammála   4   13.8   7   5.0  Mjög  ósammála  Meðaltal  (1-­‐5)  

1  3,6  

3.4   0  4,4  

0    

           

Eins  og  fram  kom  í  byrjun  niðurstaðna  fóru  88%  þátttakenda  í  háskólanám  eftir  að  hafa  

útskrifast   frá   Háskólabrú   Keilis.   Niðurstöður   sýna   að  mjög   hátt   hlutfall   (87,7%)   þeirra  

sem  fóru  í  háskólanám  í  framhaldinu  hafi  í  upphafi  náms  við  Háskólabrú  Keilis  ætlað  sér  

að   fara   í   háskólanám   í   framhaldinu  og   ljúka   því   námi  með  háskólagráðu.   Tæp  66%  af  

þeim  sem  hurfu  frá  háskólanámi  voru  mjög  sammála  eftirfarandi  staðhæfingu;  þegar  ég  

hóf   nám   við   Háskólabrú   Keilis   var   markmið   mitt   að   ljúka   námsferlinum   með  

háskólagráðu.   Þegar   hópurinn   sem   ekki   hafði   horfið   frá   námi   var   skoðaður   voru   tæp  

79%   sammála   sömu   staðhæfingu.   Af   brotthvarfshópi   voru   3,4%   mjög   eða   frekar  

ósammála  staðhæfingunni  en  7,1%  annarra.  Forsendur  til  marktektarprófs  stóðust  ekki  

og  því  er  ekkert  hægt  að  álykta  um  hvort  ásetningur  um  að  ljúka  háskólagráðu  hafi  verið  

meiri  eða  minni  hjá  þeim  sem  hurfu  frá  námi.  Þegar  meðaltal  hópanna  er  skoðað    má  sjá  

að  það  er  tiltölulega  hátt  hjá  báðum  hópum  sem  bendir  til  þess  að  markmið  beggja  hópa  

í  námi  hafi  verið  mjög  skýr.  Tíðni,  hlutfallslega  skiptingu  og  meðaltal  brotthvarfshóps  og  

annarra  eftir  afstöðu  til  staðhæfingarinnar  má  sjá  í  töflu  5.  

   

Page 47: Lokaverkefni!til!MS0prófs! ímannauðsstjórnun Brotthvarf ...°a Ingvarsdóttir-MS.pdf · 2.1 Hvað!er!lærdómur?! Fjallað!verður!um!nám!og!lærdóm!sem!allaþáþekkingu!sem!einstaklingur!getur!aflað!

 

47  

Tafla  5.  Markmiðið  að  ljúka  námsferli  með  háskólagráðu.      

 Afstaða  

 Tíðni-­‐brotthvarfshópur  

 Brotthvarfshópur  %  

 Tíðni-­‐aðrir  

 Aðrir  %  

Mjög  sammála   19   65.5   111   78.7  Frekar  sammála   7   24.1   12   8.5  Hvorki  né   2   6.9   8   5.7  Frekar  ósammála   0   0   8   5.7  Mjög  ósammála  Meðaltal  (1-­‐5)  

1  4,5  

3.4   2  4,6  

1.4    

 

4.2 Háskóli  

Í  þessum  kafla   verða  niðurstöður   fyrir   flokkinn  háskóli   settar   fram.  Þættir   verða   raktir  

sem  snúa  að  þátttakendum  sem  fóru   í  háskólanám   í   framhaldi  af  Háskólabrú  Keilis  og  

innra  starfi  háskólanna.  

Af  þeim  170  einstaklingum  sem   fóru   í  háskólanám   í   framhaldinu  af  Háskólabrú  

Keilis  fóru  tæp  70%  í  Háskóla  Íslands.  Um  13%  fóru  í  Háskólann  á  Akureyri  og  rétt  rúm  

11%   í   Háskólann   í   Reykjavík.   Af   þeim   sem  merktu   við   annað   fóru   fjórir   í   háskólanám  

erlendis   en   einnig   voru   nefndir   Háskólinn   á   Hólum   og   framhaldsnám   hjá   Keili.  

Hlutfallslega  skiptingu  eftir  skólum  má  sjá  í  töflu  6.  

Tafla   6.   Þeir   háskólar   sem   þátttakendur   stunduðu  nám  við.  

 Heiti  skóla  

 Hlutfall  %  

Háskólanám  erlendis   6.5  Háskólinn  á  Bifröst   5.3  Háskóli  Íslands   60.6  Háskólinn  á  Akureyri   12.9  Háskólinn  í  Reykjavík   11.2  Annað   3.5    

Þegar   þeir   sem   hurfu   frá   háskólanámi   og   aðrir   sem   fóru   í   háskólanám   eru   skoðaðir  

sérstaklega   má   sjá   að   72,4%   þeirra   sem   hurfu   frá   námi   stunduðu   nám   við   Háskóla  

Íslands  á  meðan  58,2%  annarra  sem  fóru   í  háskólanám  stunduðu  nám  við  sama  skóla.  

Forsendur   marktektarprófs   stóðust   ekki.   Hlutfallslega   skiptingu   brotthvarfshóps   og  

annarra  eftir  skólum  má  sjá  í  töflu  7.    

Page 48: Lokaverkefni!til!MS0prófs! ímannauðsstjórnun Brotthvarf ...°a Ingvarsdóttir-MS.pdf · 2.1 Hvað!er!lærdómur?! Fjallað!verður!um!nám!og!lærdóm!sem!allaþáþekkingu!sem!einstaklingur!getur!aflað!

 

48  

Tafla  7.  Hvaða  háskóli  varð  fyrir  valinu?  Hlutfallsleg  skipting  eftir  því  hvort  þátttakendur  hættu  námi  eða  ekki.  

 

 Heiti  skóla  

 Brotthvarfshópur  %  

 Aðrir  %  

Háskólanám  erlendis   3.4   7.1  Háskólinn  á  Bifröst   3.4   5.7  Háskóli  Íslands   72.4   58.2  Háskólinn  á  Akureyri   13.8   12.8  Háskólinn  í  Reykjavík   6.9   12.1  Annað   0   4,3    

Þeir  þátttakendur  rannsóknar  sem  fóru  í  háskólanám  í  framhaldinu  virtust  dreifast  vel  á  

hinar  ýmsu  deildir  háskólanna.  Flestir  sóttu  þó  nám  við  félags-­‐  og  mannvísindadeild,  eða  

21,1%.   Tæp   12%   sóttu   nám   við   verkfræði-­‐   eða   tölvunarfræðideild.   Um   13%   nefndu  

aðrar  deildir  en  þær  sem  sjá  má  í  töflu  8,  svo  sem  tæknifræði,  flugvirkjun,  íþróttafræði,  

iðjuþjálfun  og  matvæla-­‐  og  næringarfræði  svo  að  eitthvað  sé  nefnt.  Eitthvað  var  um  að  

nemendur   skiptu   um   deildir   eftir   að   þeir   hófu   háskólanám.   Þegar   allur   hópurinn   er  

skoðaður   höfðu   23,2%   skipt   um   deild   á   einhverjum   tímapunkti   í   sínu   námi.   Þegar  

brotthvarfshópurinn  og  aðrir  eru  skoðaðir  sérstaklega  höfðu  51,7%  þeirra  sem  hurfu  frá  

námi   skipt   um  deild   eða   nám   á   einhverjum   tímapunkti   í   sínu   námi   á  meðan   einungis  

21,3%  annarra  sem  stunduðu  háskólanám  höfðu  skipt  um  deild  eða  nám  á  einhverjum  

tímapunkti.  Marktæk   tengsl   voru   á  milli   þess   að   skipta   um  deild   eða  nám  og  þess   að  

hverfa  frá  námi  eða  ekki,  χ2(1,  N=170)=11,46,  p  ≤  0,01.  Þetta  bendir  til  þess  að  þeir  sem  

hverfa  frá  námi  eru  líklegri  en  aðrir  til  þess  að  hafa  skipt  um  deild  eða  nám  á  einhverjum  

tímapunkti   í   náminu.  Nánari  dreifingu  á  nemendum  eftir  deildum  háskólanna  má  sjá   í  

töflu  8.    

   

Page 49: Lokaverkefni!til!MS0prófs! ímannauðsstjórnun Brotthvarf ...°a Ingvarsdóttir-MS.pdf · 2.1 Hvað!er!lærdómur?! Fjallað!verður!um!nám!og!lærdóm!sem!allaþáþekkingu!sem!einstaklingur!getur!aflað!

 

49  

Tafla   8.   Deildir   háskólanna   sem   þátttakendur  stunda/stunduðu  nám  við.  

 

 Heiti  deildar  

 Tíðni  

 Hlutfall  %  

Viðskiptafræðideild   20   10.3  Sálfræðideild   9   4.6  Kennaradeild   15   7.7  Hjúkrunarfræðideild   10   5.2  Félags-­‐  eða  mannvísindadeild   41   21.1  Verkfræði-­‐  eða  tölvunarfræðideild   23   11.9  Lagadeild   7   3.6  Sagnfræði-­‐  eða  heimspekideild   1   .5  Læknadeild   1   .5  Raunvísindadeild   9   4.6  Uppeldis-­‐  og  menntunarfræðideild   8   4.1  Annað   26   13.4    

Þegar  brotthvarfshópurinn  er  skoðaður  sérstaklega  með  tilliti  til  þeirrar  deildar  sem  þeir  

nemendur   stunduðu  nám   sitt  má   sjá   að   flestir   sem  hurfu   frá   námi   stunduðu  nám  við  

verkfræði-­‐   eða   tölvunarfræðideild,   eða   tæpt   21%.   Næstmesta   brotthvarfið   var   úr  

raunvísindadeild,   eða   17,2%,   og   rétt   tæp   14%   hurfu   frá   námi   úr   viðskiptafræðideild.  

Nánari  skiptingu  eftir  þeim  deildum  sem  brotthvarfsnemendur  stunduðu  nám  við  má  sjá  

í  töflu  9.  

Tafla   9.  Deildir   háskólanna   sem   brotthvarfshópur   stundaði  nám  við.  

 Heiti  deildar   Tíðni     Hlutfall  %  Viðskiptafræðideild   4   13.8  Sálfræðideild   1   3.4  Kennaradeild   1   3.4  Hjúkrunarfræðideild   2   6.9  Félags-­‐  eða  mannvísindadeild   3   10.3  Verkfræði-­‐  eða  tölvunarfræðideild   6   20.7  Lagadeild   2   6.9  Raunvísindadeild   5   17.2  Uppeldis-­‐  og  menntunarfræðideild   1   3.4  Annað   4   13.8    

Þegar  brotthvarfsnemarnir  voru  spurðir  að  því  hvort  þeir  hefðu  fengið  einhverja  ráðgjöf  

frá   sérfræðingi   svo   sem   námsráðgjafa,   sálfræðingi   eða   öðrum   áður   en   þeir   hurfu   frá  

Page 50: Lokaverkefni!til!MS0prófs! ímannauðsstjórnun Brotthvarf ...°a Ingvarsdóttir-MS.pdf · 2.1 Hvað!er!lærdómur?! Fjallað!verður!um!nám!og!lærdóm!sem!allaþáþekkingu!sem!einstaklingur!getur!aflað!

 

50  

námi   sögðust   41,4%   hafa   fengið   ráðgjöf   áður   en   þeir   hættu   námi.   Þegar   ráðgjöf  

brotthvarfsnema  var  skoðuð  með  tilliti  til  kyns  höfðu  42,9%  kvenkyns  brotthvarfsnema  

fengið   einhverja   ráðgjöf   og   37,5%   karlkyns   brotthvarfsnema.   Þegar   ástæður   fyrir  

brotthvarfi   eru   skoðaðar,   nefna   langflestir   einstaklingsbundnar   ástæður   svo   sem  

fjárhagslegar,   fjölskyldu-­‐   eða   heilsutengdar   ástæður   fyrir   brotthvarfinu.   Rúmlega   17%  

nefna  aðrar  ástæður  en  þær  sem  sjá  má  í  töflu  10.  Flestir  af  þeim  sem  nefna  annað  telja  

alla   þættina   hafa   haft   áhrif,   þ.e.   samspil   skuldbindingar,   einstaklingsbundinna   og  

skólatengdra   ástæðna   sem   hafi   orðið   þess   valdandi   að   þeir   hurfu   frá   námi.   Nánari  

skiptinu  eftir  ástæðum  fyrir  brotthvarfi  má  sjá  í  töflu  10.    

Tafla  10.  Ástæður   fyrir  því   að  þátttakendur  hurfu   frá  námi.  

 Ástæður   Tíðni   Hlutfall  %  Einstaklingsbundnar  ástæður   18   62.1  Skólatengdar  ástæður   4   13.8  Skuldbinding   2   6.9  Annað   5   17.2  

Rétt   rúmlega   86%   brotthvarfsnema   tóku   afstöðu   til   spurningar   um   þá   þætti   innan  

skólans  sem  hefðu  mögulega  getað  haft  áhrif  á  að  þeir  héldu  áfram  námi.  Af  þeim  sem  

svöruðu  töldu  20%  að  meiri  stuðningur  kennara  og  námsráðgjafa  hefði  getað  haft  áhrif.  

Tuttugu   prósent   töldu   að   minna   verkefnaálag   hefði   getað   haft   áhrif   á   að   þeir   héldu  

áfram   námi.   Þeir   sem   nefndu   aðrar   ástæður   en   þær   sem   sjá  má   í   töflu   11   voru   32%  

þeirra   sem   svöruðu.   Þar   voru   helstu   þættir   sem   nefndir   voru   heilsutengdir   þættir,  

fjárhagurinn,   hærri   námslán  og   þörf   á   sveigjanlegri   lánareglum  hjá   Lánasjóði   íslenskra  

námsmanna.  Nánari  skiptingu  eftir  áhrifaþáttum  má  sjá  í  töflu  11.  

Tafla  11.  Þættir  sem  hefðu  getað  haft  áhrif  á  að  brotthvarfsnemarnir  héldu  áfram  námi.  

 Áhrifaþættir  

 Tíðni    

 Hlutfall  %  

Fjölbreyttari  kennsluaðferðir   4   16.0  Minna  verkefnaálag   5   20.0  Fjölbreyttara  námsmat   1   4.0  Meiri  stuðningur  kennara/námsráðgjafa   6   24.0  Betra  aðgengi  að  kennurum   1   4.0  Annað   8   32.0  

Page 51: Lokaverkefni!til!MS0prófs! ímannauðsstjórnun Brotthvarf ...°a Ingvarsdóttir-MS.pdf · 2.1 Hvað!er!lærdómur?! Fjallað!verður!um!nám!og!lærdóm!sem!allaþáþekkingu!sem!einstaklingur!getur!aflað!

 

51  

Þegar  skoðaður  var  sá  námstími  sem  brotthvarfsnemar  luku  áður  en  þeir  hurfu  frá  námi  

mátti  sjá  að  um  það  bil  helmingur  þeirra  lauk  hálfu  ári  eða  minna,  eða  allt  að  30  ECTS-­‐

einingum  í  námi  áður  en  þeir  hurfu  frá  námi.  Um  þrjátíu  prósent  luku  einu  ári,  eða  um  

það  bil  60  ECTS-­‐einingum  og  um  20%  höfðu  lokið  einu  ári  eða  meiru  áður  en  þeir  hættu  

námi.  Nánari  útlistun  má  sjá  í  töflu  12.  

Tafla   12.  Námstími/einingar   sem   brotthvarfsnemar   luku   áður   en   þeir   hurfu  frá  námi.  

 Námshlutfall  

 Tíðni  

 Hlutfall  %  

Hálft  ár  eða  minna  (allt  að  30  ECTS-­‐einingar)   14   48.3  1ár  (um  60  ECTS-­‐einingar)   9   31.0  1  1/2  ár  (um  90  ECTS-­‐einingar)   4   13.8  2ár  (um  120  ECTS-­‐einingar)   1   3.4  2  1/2  ár  (um  150  ECTS-­‐einingar)   1   3.4  

 

4.3 Einstaklingsbundnir  þættir  

Í  þessum  kafla  verður  farið  yfir  flokkinn  einstaklingsbundnir  þættir  þar  sem  breytur  sem  

tengjast   þátttakendum   rannsóknarinnar   verða   skoðaðar.   Áhersla   verður   lögð   á  

breyturnar  aldur,  kyn  og  vinnu  með  námi.    

Flestir  þeirra  sem  fóru  í  háskólanám  í  framhaldi  af  Háskólabrúnni  voru  á  aldrinum  

31–35  ára,  eða  um  37%.  Tæpt  21%  var  á  aldrinum  26–30  ára.  Um  7%  voru  46  ára  eða  

eldri.  Þegar  aldur  er  skoðaður  með  tilliti   til  þess  hvort  nemendur  hættu  námi  eða  ekki  

eru   um   45%   brotthvarfshópsins   á   aldrinum   31–35   ára   en   35%   annarra.   Flestir  

þátttakendur   í   báðum   hópum   voru   á   aldrinum   31–35   ára.   Til   þess   að   forsendur  

marktektarprófs   stæðust   þurfti   að   sameina   aldursbil.  Ný   aldursbil   voru  því   23–30  ára,  

31–40   ára   og   41–60   ára.   Engin   marktæk   tengsl   fundust   á   milli   aldurs   og   þess   að  

hverfa/hverfa  ekki  frá  námi.  Tíðni  og  hlutföll  aldursbila  má  sjá  í  töflu  13.  

   

Page 52: Lokaverkefni!til!MS0prófs! ímannauðsstjórnun Brotthvarf ...°a Ingvarsdóttir-MS.pdf · 2.1 Hvað!er!lærdómur?! Fjallað!verður!um!nám!og!lærdóm!sem!allaþáþekkingu!sem!einstaklingur!getur!aflað!

 

52  

Tafla  13.  Aldur  þátttakenda.        

 Aldur  

 Tíðni-­‐brotthvarfshópur  

 Brotthvarfshópur  %  

 Tíðni-­‐aðrir  

 Aðrir  %  

23–25  ára   0   0   7   5.0  26–30  ára   7   24.1   28   19.9  31–35  ára   13   44.8   49   34.8  36–40  ára   6   20.7   26   18.4  41–45  ára   1   3.4   21   14.9  46–50  ára   2   6.9   9   6.4  51–60  ára   0   0   1   .7  

Þegar  þátttakendur  rannsóknar  sem  fóru  í  háskólanám  í  framhaldi  af  Háskólabrú  Keilis  eru  

skoðaðir  eftir  kyni  má  sjá  að  124  þeirra  eru  konur  og  46  eru  karlar.  Þegar  þeir  sem  fóru   í  

háskólanám   voru   skoðaðir   með   tilliti   til   kyns   og   deildar   í   Keili   kom   í   ljós   að  marktækur  

munur  var  á  kynjunum.  Niðurstöður  sýndu  að  marktæk  tengsl  voru  á  milli  kyns  og  þeirrar  

deildar  sem  námið  var  stundað  við  í  Keili,  χ2(3,  N=170)=26,50,  p<0,001.  Karlmenn  (53,2%)  

voru  líklegri  en  konur  (46,85%)  til  þess  að  stunda  nám  við  verk-­‐  og  raungreinadeild  og  konur  

voru  líklegri  (86,6%)  en  karlar  (13,4%)  til  þess  að  stunda  nám  við  félagsvísinda-­‐  og  lagadeild.  

Hlutfallslega  skiptingu  eftir  kyni  og  deild  í  Keili  má  sjá  í  töflu  14.  

Tafla  14.  Hlutfallsleg  skipting  eftir  kyni  og  deild  í  Keili.  

          Kvenkyn  %   Karlkyn  %   Kíkvaðrat    Deildir       26,50***  Verk-­‐  og  raunvísindadeild   46,8   53,2    Félagsvísinda-­‐  og  lagadeild   86,6   13,4    Hugvísindadeild   88,2   11,8    Viðskipta-­‐  og  hagfræðideild   66,7   33,3    *p  ≤  0,05;  **p  ≤  0,01;  ***p  ≤  0,001.      

Þegar  brotthvarfshópurinn  var  skoðaður  með  tilliti  til  kyns  mátti  sjá  að  17  konur  (58,6%)  

höfðu  horfið   frá  háskólanámi  en  12  karlar   (41,4%).  Forsendur  marktektarprófs  stóðust  

ekki  þegar  kanna  átti  hvort  tengsl  væru  á  milli  kyns  og  deildar  við  Keili.  Þó  að  karlmenn  

séu  líklegri  en  konur  til  þess  að  stunda  nám  við  verk-­‐  og  raungreinadeild,  eins  og  fram  

kemur   í   töflu   14,   eru   karlmenn   sem   stunda  nám  við  þá  deild   ekki   líklegri   en   konur   til  

þess  að  hverfa  frá  háskólanámi.  Einnig  var  skoðað  hvort  tengsl  væru  á  milli  kyns  og  þess  

hversu  stórum  hluta  náms  þátttakendur   luku  áður  en  þeir  hurfu  frá  námi,  ástæðunum  

fyrir  því  að  þeir  hættu  og  hvað  hefði  getað  haft  áhrif  á  að  þeir  héldu  áfram  námi.  Engin  

marktæk  tengsl  fundust.  Tíðni  karla  og  kvenna  eftir  deildum  má  sjá  í  töflu  15.  

Page 53: Lokaverkefni!til!MS0prófs! ímannauðsstjórnun Brotthvarf ...°a Ingvarsdóttir-MS.pdf · 2.1 Hvað!er!lærdómur?! Fjallað!verður!um!nám!og!lærdóm!sem!allaþáþekkingu!sem!einstaklingur!getur!aflað!

 

53  

Tafla  15.  Brotthvarfshópur  –  fjöldi  í  deildum  Keilis  eftir  kyni.    

 Deildir  

Kvenkyn    Tíðni  

Karlkyn  Tíðni  

Verk-­‐  og  raunvísindadeild   7   8  Félagsvísinda-­‐  og  lagadeild   6   2  Hugvísindadeild   2   0  Viðskipta-­‐  og  hagfræðideild   2   2  

Þegar  þátttakendur   voru   skoðaðir   eftir   fjölda  barna   á   framfæri  má   sjá   að   tæp  82%  af  

þeim  sem  fóru  í  háskólanám  eiga  eitt  barn  eða  fleiri.  Rúmt  71%  er  í  sambúð,  í  sambandi  

eða  giftir.  Þegar  brotthvarfshópurinn  er  skoðaður  sérstaklega  mátti  sjá  að  86%  af  þeim  

sem  hurfu  frá  námi  eiga  eitt  barn  eða  fleiri  og  rétt  tæp  76%  eru  í  sambúð,  sambandi  eða  

giftir.   Flestir   í   bæði   brotthvarfshópi   og   hópi   annarra   eiga   tvö   börn,   34,5%  

brotthvarfsnema  og  30,5%  annarra.    

Um  það  bil  43%  þátttakenda  stunduðu  vinnu  með  háskólanámi.  Þegar  vinna  með  

háskólanámi  var  skoðuð  með  tilliti   til  þess  hvort  þátttakendur  hurfu   frá  námi  eða  ekki  

mátti   sjá   að   tæp  52%  þeirra   sem  hurfu   frá  námi   stunduðu  vinnu  með  náminu  en   rétt  

rúmt   41%   annarra   stundaði   vinnu   með   námi.   Engin   marktæk   tengsl   fundust.   Nánari  

hlutfallslega  skiptingu  má  sjá  í  töflu  16.    

Tafla  16.  Vinna  með  háskólanámi.    

 Vinna  

 Brotthvarfshópur  %  

 Aðrir  %  

Já   51.7   41.1  Nei   48.3   58.9    

Í   lok  spurningalistans  var  opin  spurning  þar  sem  þátttakendum  gafst  kostur  á  að  bæta  

einhverju   við   ef   þeim   sýndist   svo.   Flestir   sem   lögðu   eitthvað   til   málanna   í   opnu  

spurningunni  höfðu  orð  á  því  að  reynsla  þeirra  af  Háskólabrú  Keilis  væri   jákvæð.  Keilir  

væri  flottur  skóli  sem  undirbyggi  nemendur  vel  fyrir  háskólanám  og  það  væri  frábært  að  

geta   lokið   háskólabrúnni   á   einu   ári.   Einnig   var   nefnt   hversu   mikil   ánægja   væri   með  

starfsfólkið   í   Keili   sem   styddi   vel   við   bakið   á   nemendum   sínum   og   vildi   stöðugt   gera  

betur.   Einhverjir   nefndu   að   þeir   hefðu   hætt   í   háskólanámi   en   væru   byrjaðir   aftur.   Þó  

nokkrir   nefndu   engu   að   síður   að   stærðfræðikennslan   í   Keili   væri   ekki   nógu   góð.   Sá  

undirbúningur  sem  fengist  í  verk-­‐  og  raungreinadeild  Keilis  í  stærðfræði  væri  ekki  nægur  

fyrir  nám  á  raunvísindadeild  háskóla.  Helstu  ummæli  þátttakenda  má  sjá  í  töflu  17.    

Page 54: Lokaverkefni!til!MS0prófs! ímannauðsstjórnun Brotthvarf ...°a Ingvarsdóttir-MS.pdf · 2.1 Hvað!er!lærdómur?! Fjallað!verður!um!nám!og!lærdóm!sem!allaþáþekkingu!sem!einstaklingur!getur!aflað!

 

54  

Tafla  17.  Ummæli  þátttakenda  í  opinni  spurningu  rannsóknar.  

 Ummæli  þátttakenda  

 • Keilir  er  flottur  skóli  sem  vill  stöðugt  bæta  sig  og  gera  vel.  

 • Starfsfólkið  á  Keili  eru  stórkostlegar  mannverur.  

 • Snilld  að  geta  lokið  háskólabrúnni  á  einu  ári.  Það  réði  úrslitum  fyrir  mig.  

 • Háskólabrú  Keilis  er  sú  besta  fjárfesting  sem  ég  hef  gert  fyrir  sjálfa  mig,  ever.  

 • Keilir  undirbýr  fólk  mjög  vel  fyrir  háskólanám  og  er  ég  þakklátur  fyrir  þann  stuðning  sem  

ég  fékk  á  minni  dvöl  þar  ásamt  því  að  ég  er  mjög  þakklátur  því  fólki  sem  ég  fór  í  gegnum  skólann  með.    

• Ég  var  frábærlega  undirbúin  fyrir  mitt  háskólanám,  þar  sem  námið  við  Háskólabrúna  var  erfitt,  krefjandi  en  umfram  allt  skemmtilegt-­‐  það  gaf  mér  tækifæri  á  að  takast  á  við  krefjandi  verkefni  eins  og  háskólanámið  mitt  er.  Háskólabrú  Keilis  er  frábær  undirbúningur  undir  hvaða  háskólanám  sem  er,  ég  segi  það  og  skrifa  af  eigin  raun!      

• Ég  er  mjög  sátt  við  að  hafa  lokið  námi  við  Háskólabrú  Keilis.  Eins  vil  ég  taka  það  fram  að  eftir  að  ég  lauk  námi  hjá  Keili  hef  ég  lokið  tveimur  BA  gráðum  og  er  nú  að  ljúka  mastersnámi.    

• Lauk  BA  gráðu  2012  og  MA  gráða  í  vinnslu.  Veit  um  þó  nokkra  úr  mínum  árgangi  og  árgangi  fyrra  árs  sem  kláruðu  grunngráðu  og  jafnvel  framhaldsgráðu  líka.    

• Ég  stend  vel  að  vígi  í  flestum  fögum  í  HR  nema  Stærðfræði.    

• Tel  mig  hafa  verið  mjög  vel  undirbúna  fyrir  háskólanámið  eftir  Háskólabrúna  en  þar  sem  þetta  heitir  félagsvísinda-­‐  og  lögfræðisvið  þá  mætti  kenna  í  brúnni  heimildarskráningarkerfið  sem  notað  er  við  lagadeildina  í  ritgerðavinnu.    

• Stærðfræðikennslan  var  ekki  nógu  góð  á  V&R  í  Keili.    

• Háskólabrú  Keilis  hefur  hjálpað  mér  með  ýmsu  móti.  Það  verður  þó  að  segjast  að  á  kynningardegi  HÍ  var  nemendum  frá  Keili  sagt  að  námið  myndi  henta  vel  eftir  undirbúning  í  Keili.  Það  stóðst  engan  veginn.  Afar  fáir  eru  enn  í  námi  af  mínum  árgangi,  hvort  sem  það  er  þess  vegna  eða  út  af  öðru.      

• Stærðfræðikennslan  á  verk-­‐  og  raun  í  Keili  er  ekki  nægur  undirbúningur  fyrir  raunvísindadeild.  

 

Page 55: Lokaverkefni!til!MS0prófs! ímannauðsstjórnun Brotthvarf ...°a Ingvarsdóttir-MS.pdf · 2.1 Hvað!er!lærdómur?! Fjallað!verður!um!nám!og!lærdóm!sem!allaþáþekkingu!sem!einstaklingur!getur!aflað!

 

55  

5 Umræða  

Markmið   rannsóknar   var   að   kanna   hvernig   nemendum  vegnar   sem  útskrifast   hafa   frá  

Háskólabrú  Keilis  á  þeim  árum  sem  liðin  eru  frá  því  að  Keilir   tók  til   starfa  með  tilliti   til  

brotthvarfs   úr   háskólanámi.  Hannaður   var   spurningalisti   sem   talinn   var   hentugur   fyrir  

rannsóknarefnið   og   samanstóð   hann   af   22   spurningum.   Brotthvarfsnemar   voru  

skilgreindir  sem  þeir  einstaklingar  sem  hófu  nám  í  háskóla  en  héldu  ekki  áfram  námi  á  

næstu   önn   eða   ári.   Í   niðurstöðum   var   gerður   greinarmunur   á   þeim   sem   fóru   í  

háskólanám  og  hurfu  frá  námi  og  þeim  sem  hurfu  ekki  frá  námi.  Í  umræðu  verða  helstu  

niðurstöður  túlkaðar  og  settar   í  samhengi  við  fræðin  og  fyrri   rannsóknir.  Einnig  verður  

fjallað  um  annmarka  rannsóknarinnar.  

5.1 Túlkun  niðurstaðna  

Hér   verða  helstu   niðurstöður   rannsóknarinnar   dregnar   saman   til   þess   að   varpa   ljósi   á  

rannsóknarspurninguna  „Hvernig  vegnar  nemendum  í  háskólanámi,  sem  útskrifast  hafa  

frá   Háskólabrú   Keilis   með   tilliti   til   brotthvarfs?“   Af   þeim   sem   svöruðu   spurningalista  

rannsóknar  fóru  88%  í  háskólanám  eftir  að  þeir  höfðu  útskrifast  frá  Háskólabrú  Keilis  og  

17,1%  þeirra  höfðu  horfið  frá  háskólanámi.  Tæp  70%  fóru  í  Háskóla  Íslands,  um  13%  fóru  

í   Háskólann   á   Akureyri   og   rétt   rúm   11%   í   Háskólann   í   Reykjavík.   Um   79%  

brotthvarfsnema  og  89%  annarra  höfðu  stundað  nám  við  hefðbundinn   framhaldsskóla  

áður   en   þeir   hófu   nám   við   Háskólabrú   Keilis.   Þeir   sem   stunduðu   nám   við   verk-­‐   og  

raungreinadeild  í  Keili  voru  líklegri  en  þeir  sem  stunduðu  nám  við  aðrar  deildir  til  þess  að  

hverfa   frá   námi.   Þeir   sem  hurfu   frá   námi   voru   líklegri   en   aðrir   til   þess   að   vera   hvorki  

sammála   né   ósammála   því   að   Háskólabrú   Keilis   sé   góður   undirbúningur   fyrir  

háskólanám.   Tæp   66%   brotthvarfsnema   höfðu   markmið   um   að   ljúka   námsferli   með  

háskólagráðu   þegar   þeir   hófu   nám   við   Háskólabrú   Keilis   og   79%   annarra   höfðu   sama  

markmið.  Þeir  sem  hurfu   frá  námi  voru   líklegri  en  aðrir   til  þess  að  hafa  skipt  um  deild  

eða  nám  á  einhverjum  tímapunkti  í  náminu  en  38%  brotthvarfsnema  stunduðu  nám  við  

raunvísinda-­‐,   verkfræði-­‐   eða   tölvunarfræðideild.   Tæplega   helmingur   brotthvarfsnema  

lauk  hálfu  ári  eða  minna  (allt  að  30  ECTS-­‐einingum)  áður  en  þeir  hurfu  frá  námi  og  höfðu  

Page 56: Lokaverkefni!til!MS0prófs! ímannauðsstjórnun Brotthvarf ...°a Ingvarsdóttir-MS.pdf · 2.1 Hvað!er!lærdómur?! Fjallað!verður!um!nám!og!lærdóm!sem!allaþáþekkingu!sem!einstaklingur!getur!aflað!

 

56  

tæp  42%  fengið  ráðgjöf  af  einhverju  tagi  áður  en  þeir  hættu.  Flestir,  eða  um  62%,  segja  

einstaklingsbundna  þætti  vera  ástæðu  fyrir  brotthvarfi  þeirra  úr  námi.    

Þrátt  fyrir  að  þær  niðurstöður  sem  nefndar  eru  í  upphafi  kaflans  geti  gefið  ágæta  

mynd  af  því  hvernig  nemendum  vegnar  sem  útskrifast  hafa  frá  Háskólabrú  Keilis  og  fara  í  

háskólanám  í  framhaldinu  var  margt  sem  kom  fram  við  úrvinnslu  niðurstaðna  sem  vakti  

upp   ýmsar   vangaveltur   rannsakanda.   Eins   og   fram   kemur   í   fræðilegri   nálgun   telja  

nemendur  sem  hafa  fengið  ráðgjöf  sér  ganga  betur  í  námi,  þeir  sjá  tilgang  með  náminu  

og  eru  ólíklegri  en  þeir  sem  ekki  hafa  fengið  ráðgjöf  til  þess  að  hverfa  frá  námi  (Alþingi,  

2008).  Um  42%  brotthvarfsnema   í   þessari   rannsókn  höfðu   fengið   ráðgjöf   af   einhverju  

tagi   áður   en   þeir   hurfu   frá   námi   og   kom   sú   tala   rannsakanda   á   óvart.   Ráðgjöf   sem  

forvörn   gegn   brotthvarfi   virðist   því   ekki   koma   í   veg   fyrir   brotthvarf   þegar   kemur   að  

þessum  nemendum.  Veltir  rannsakandi  fyrir  sér  hvort  það  hafi  eitthvað  að  segja  þegar  

um  fullorðna  námsmenn  sé  að  ræða.  

Brotthvarf   úr   framhaldsskólum   er   mjög  mikið   og   háskólar   og   atvinnulíf   kvarta  

undan  því  að  nemendur  vanti  færni   í  kjarnagreinum,  þar  með  talið  stærðfræði  og  hafa  

verið  vangaveltur  um  að  framhaldsskólar  sinni  sínu  hlutverki  ekki  nægjanlega  vel,  þ.e.  að  

undirbúa   nemendur   fyrir   frekara   nám   (Samtök   sveitarfélaga   á   höfuðborgarsvæðinu,  

2014).  Niðurstöður  þessarar  rannsóknar  renna  stoðum  undir  þær  vangaveltur  þar  sem  

þær  sýna  að  52%  brotthvarfsnemanna  stunduðu  nám  við  verk-­‐  og  raungreinadeild  Keilis  

og  38%  þeirra  hurfu  frá  háskólanámi  við  raunvísinda-­‐,  verkfræði-­‐  eða  tölvunarfræðideild  

í  háskólum.    

Fram  kom  í  þeim  rannsóknum  sem  Keilir  gerði  á  útskriftarnemum  að  þeim  virtist  

fara  fækkandi  með  árunum  sem  voru  óákveðnir  með  það  nám  sem  þeir  ættu  að  fara   í  

eftir  Háskólabrúna,  því  að  hlutfall  þeirra  sem  skipt  höfðu  um  nám  í  háskóla  hafði  lækkað  

um  rúmlega  helming   frá  árinu  2011   til   ársins  2014,  úr  32%   í   rúm  14%   (Keilir,  miðstöð  

vísinda,   fræða  og  atvinnulífs,  2012;  Keilir,  miðstöð  vísinda,   fræða  og  atvinnulífs,  2013;  

Keilir,   miðstöð   vísinda,   fræða   og   atvinnulífs,   2014;   Keilir,   miðstöð   vísinda,   fræða   og  

atvinnulífs,   2015).   Í   þessari   rannsókn   voru  þeir   sem  hurfu   frá   námi   líklegri   en   aðrir   til  

þess   að   hafa   skipt   um   deild   eða   nám   á   einhverjum   tímapunkti   í   náminu.   Tæp   52%  

brotthvarfsnema  höfðu  skipt  um  deild  eða  nám  en  einungis  rúmt  21%  annarra.  Ef  þessar  

tölur  eru  settar  í  samhengi  við  þær  rannsóknir  sem  Keilir  gerði  á  meðal  útskriftarnema  

Page 57: Lokaverkefni!til!MS0prófs! ímannauðsstjórnun Brotthvarf ...°a Ingvarsdóttir-MS.pdf · 2.1 Hvað!er!lærdómur?! Fjallað!verður!um!nám!og!lærdóm!sem!allaþáþekkingu!sem!einstaklingur!getur!aflað!

 

57  

er  varla  hægt  að  segja  að  þær  séu  samræmanlegar  þar  sem  flestir  sem  hurfu  frá  námi  í  

þessari   rannsókn   höfðu   útskrifast   árið   2012   frá   Háskólabrú   Keilis   (27,6%).   Rúm   72%  

brotthvarfsnemanna  útskrifuðust  á  árunum  2011–2013.  Þó  ber  að  minnast  á  að  enginn  

af   þeim   sem   útskrifuðust   árið   2014   hafði   horfið   frá   námi.   En   af   þeim   sem   svöruðu  

könnun  og   fóru   í   háskólanám   var   einungis   7,1%   sem  útskrifaðist   árið   2014   sem  gefur  

sennilega  ekki  rétta  mynd  af  þeim  árgangi  hvað  brotthvarfið  varðar.  Mögulega  eiga  þeir  

sem  hverfa  frá  námi  erfiðara  með  að  finna  það  sem  hentar  námslega  séð  en  aðrir,  sem  

getur  svo  aftur  haft  áhrif  á  hvort  þeir  hverfa  frá  námi  eða  ekki.    

Þrátt  fyrir  að  valkvætt  væri  að  svara  spurningunni  um  þá  þætti  innan  skólans  sem  

hefðu   getað   haft   áhrif   á   að   einstaklingarnir   héldu   áfram   námi   tóku   86%  

brotthvarfsnemanna  afstöðu  til  spurningarinnar.  Þetta  kom  nokkuð  á  óvart  þar  sem  rúm  

62%  brotthvarfsnema   sögðu  einstaklingsbundnar   ástæður  hafa  búið   að  baki   ákvörðun  

þeirra  að  hætta  námi.  Þetta  getur  bent  til  þess  að  þættir  innan  skólans  hafi  einnig  haft  

áhrif  á  ákvörðunina  að  hverfa  frá  námi  þótt  ekki  sé  hægt  að  fullyrða  um  það.      

Þegar   svör   við   staðhæfingunni;   upplifun   mín   af   hefðbundna  

framhaldsskólakerfinu   er   frekar   jákvæð,   voru   skoðuð   komu   niðurstöður   rannsakanda  

mikið   á   óvart.   Fyrirfram   hefði   rannsakandi   talið   að   skýrari   afstaða   yrði   tekin   til  

staðhæfingarinnar.   En   helmingur   brotthvarfshóps   tók   ekki   afstöðu   og   valdi  

svarmöguleikann  hvorki  né,  32%  annarra  völdu  sama  svarmöguleika.  Samkvæmt  College  

choice   nexus   model   um   brotthvarf   getur   neikvæð   reynsla   valdið   því   að   nemandi   er  

líklegri   að  hverfa   frá  námi,   en  þriðja  þrep   kenningarinnar  hefst   þegar   einstaklingurinn  

hefur  nám;  reynslan  af  náminu  og  frammistaða  í  námi  hafa  áhrif  á  hvernig  nemandinn  

skynjar   ávinninginn   af   því   að   halda   áfram   námi   og   útskrifast   frá   tilteknum   skóla.  

Neikvæð   reynsla   veldur   því   að   nemandinn   er   líklegri   til   að   hverfa   frá   námi   (Stratton,  

O’Toole   og  Wetzel,   2008).   Rannsakandi   hefði   talið   að   þar   sem   þátttakendurnir   höfðu  

reynslu  af  hefðbundnu  framhaldsskólanámi,  og  séu  því  í  raun  brotthvarfsnemar  þaðan,  

hefðu   þeir   fremur   neikvæða   reynslu   af   hefðbundna   framhaldskólanum.   Ekkert   í  

niðurstöðum   þessarar   rannsóknar   bendir   þó   til   þess   að   fyrri   reynsla   af   námi   sé  

áhrifavaldur  þegar  kemur  að  brotthvarfi.  

Eins  og  fram  kemur  í  fræðilegu  yfirliti  eru  þeir  sem  hafa  háskólagráðu  ólíklegri  en  

aðrir   til  þess  að  vera  atvinnulausir  og  atvinnuþátttaka  þeirra  er  einnig  meiri   (Hagstofa  

Page 58: Lokaverkefni!til!MS0prófs! ímannauðsstjórnun Brotthvarf ...°a Ingvarsdóttir-MS.pdf · 2.1 Hvað!er!lærdómur?! Fjallað!verður!um!nám!og!lærdóm!sem!allaþáþekkingu!sem!einstaklingur!getur!aflað!

 

58  

Íslands,   e.d.-­‐b).   Ef   það   er   haft   í   huga   má   leiða   líkur   að   því   að   þeir   nemendur   sem  

útskrifuðust   frá   Keili   og  hurfu   svo   frá  háskólanámi  hafi   lægri   tekjur   og   geti   jafnvel   átt  

erfiðara  með   að   fá   vinnu   en  þeir   sem   klára   sínar   háskólagráður.   Þó   að   þeir   hafi   lokið  

námi  við  háskólabrúna  skilar  það  þeim  ekki  hærri  tekjum  á  vinnumarkaði.  Eins  og  fram  

kemur   hjá   Gerði   G.   Óskarsdóttur   (2000)   virðast   þeir   sem   hafa   stúdentspróf   ekki   vera  

með   hærri   tekjur   en   þeir   sem   einungis   hafa   grunnskólapróf   þótt   þeir   sinni  mögulega  

flóknari   störfum.   Ef  miðað  er   við   að   atvinnuþátttaka  er  meiri   og   atvinnuleysi  minna   á  

meðal  háskólamenntaðra,  eins  og  kemur  fram  hér  að  ofan,  má  velta  því  fyrir  sér  hvort  

kröfur  samfélagsins  séu  þær  að  fólk  sé  með  háskólamenntun.  Leiða  má  líkur  að  því  að  

breytingarnar  séu  sennilega  ekki  jafn  miklar  á  högum  þeirra  sem  hurfu  frá  námi  og  þeir  

höfðu  kannski  ætlað  sér  í  upphafi  þar  sem  margir  höfðu  plön  í  upphafi  um  að  ljúka  námi  

með  háskólagráðu.  Þar  sem  um  er  að  ræða  fullorðna  námsmenn  í  þessari  rannsókn,  sem  

flestir  höfðu  áður  reynt  við  nám  í  hefðbundnum  framhaldsskóla  áður  en  þeir  fóru  í  Keili  

og   sennilega   verið   á   vinnumarkaði   í   einhvern   tíma   sem   launþegar   án  

framhaldsskólamenntunar,  þá  veltir  maður  fyrir  sér  hvort  sú  starfsreynsla  hafi  ekki  haft  

þó  nokkuð  vægi  þegar  kom  að  fyrirætlunum  þeirra  í  upphafi  náms,  en  87,7%  þeirra  sem  

fóru   í   háskólanám   höfðu   í   upphafi   náms   við   Háskólabrú   Keilis   ætlað   sér   að   fara   í  

háskólanám  í  framhaldinu  og  ljúka  því  námi  með  háskólagráðu.      

Rannsóknir  hafa  sýnt  að  flestir  sem  hverfa  frá  námi  hverfi  frá  í  upphafi  náms  eða  

á  fyrsta  ári  námsins  (Stratton,  O’Toole  og  Wetzel,  2008;  McCulloch,  2014).  Niðurstöður  

þessarar  rannsóknar  renna  stoðum  undir  það,  en  48,3%  þeirra  sem  hurfu  frá  námi  luku  

hálfu  ári  eða  minna   (allt  að  30  ECTS-­‐einingum)  og  31%   lauk  um  einu  ári   (um  60  ECTS-­‐

einingum).  Um  80%  þeirra  sem  hurfu  frá  námi  luku  því  einu  ári  eða  minna  í  námi  áður  en  

þeir  hættu.  Mögulega  gæti  það  haft  einhver  áhrif  á  brotthvarf  ef  fleiri  deildir  tækju  upp  

leiðsagnartíma  eins  og  Stjórnmálafræðideild  Háskóla   Íslands  hefur  boðið  nemendum  á  

fyrstu   misserum   námsins.   Kannanir   hafa   sýnt   að   þessir   leiðsagnartímar   skili   góðum  

árangri   og   dregið   hafi   úr   brotthvarfi   (Háskóli   Íslands,   2013).   Því   má   ætla   að   slíkt  

fyrirkomulag  myndi  einnig  skila  árangri  í  öðrum  deildum  háskólans  eða  deildum  annarra  

skóla.   Velta   má   fyrir   sér   hvort   það   sé   betri   kostur   fyrir   fullorðna   námsmenn   að   fá  

leiðsagnartíma   þar   sem   samkvæmt   þessari   rannsókn,   eins   og   fram   hefur   komið,   náði  

ráðgjöf  ekki  að  koma  í  veg  fyrir  að  nemendur  hyrfu  frá  námi.  

Page 59: Lokaverkefni!til!MS0prófs! ímannauðsstjórnun Brotthvarf ...°a Ingvarsdóttir-MS.pdf · 2.1 Hvað!er!lærdómur?! Fjallað!verður!um!nám!og!lærdóm!sem!allaþáþekkingu!sem!einstaklingur!getur!aflað!

 

59  

Fram  kom  í  þeim  rannsóknum  sem  Keilir  gerði  á  meðal  útskrifaðra  nemenda  að  á  

bilinu   77–95%   töldu   námið   við   Háskólabrú   Keilis   vera   mjög   góðan   eða   góðan  

undirbúning   fyrir   háskólanám.   Af   útskriftarnemum   ársins   2012   voru   86%   sem   töldu  

námið  mjög   góðan  eða   góðan  undirbúning  og  95%  þeirra   sem  útskrifuðust   árið   2014.  

(Keilir,   miðstöð   vísinda,   fræða   og   atvinnulífs,   2012;   Keili,   miðstöð   vísinda,   fræða   og  

atvinnulífs,   2013;   Keilir,   miðstöð   vísinda,   fræða   og   atvinnulífs,   2014;   Keilir,   miðstöð  

vísinda,   fræða   og   atvinnulífs,   2015).   Þegar   skoðuð   voru   svör   þátttakenda   í   þessari  

rannsókn  við  staðhæfingunni;  ég  tel  námið  hjá  Háskólabrú  Keilis  vera  góðan  undirbúning  

fyrir   háskólanám,   var   einungis   tæplega   21%   brotthvarfshóps   mjög   sammála   því   að  

Háskólabrú  Keilis  væri  mjög  góður  undirbúningur  fyrir  háskólanám  en  rúm  58%  annarra  

voru   mjög   sammála   staðhæfingunni.   Þar   sem   spurningar   rannsóknanna   um   hvort  

nemendur  teldu  Háskólabrú  Keilis  vera  góðan  undirbúning  fyrir  háskólanám  voru  ekki  á  

sama  kvarða  er  ekki  hægt  að  bera  rannsóknirnar  saman.    

Fram  kom   í   fræðilegu  yfirliti   að  Háskóli   Íslands  gerði   rannsóknir  á  brotthvarfi   á  

árunum   1997   og   1998   og   árunum   2002–2003.   Brotthvarf   var   tæplega   15%   í   báðum  

rannsóknum  þrátt  fyrir  að  nemendum  hefði  fjölgað  mjög  mikið  á  þeim  árum  sem  liðu  á  

milli   rannsókna   (Hagstofa     Íslands,   2004-­‐b).   Einnig   gerði   Háskóli   Íslands   könnun   á  

námsgengi   á   árunum  2008–2011  þar   sem   fram  kom  að  nemendur  úr   frumgreinanámi  

ættu   frekar   erfitt   uppdráttar   í   samanburði   við   nemendur   annarra   framhaldsskóla.   Þar  

voru   nemendur   frá   Keili   í   flestum   tilvikum   undir   veginni   meðaleinkunn   allra   skóla  

(Ríkisendurskoðun,   2012).   Ef   litið   er   til   brotthvarfshlutfalls   í   þessari   rannsókn   sem  var  

17,1%  er  það  lítið  hærra  en  hlutfall  brotthvarfsnema  í  rannsóknum  Háskóla  Íslands  sem  

var   tæplega   15%.   Brotthvarfið   er   þó   mun   lægra   en   brotthvarf   var   í   rannsóknum  

Ríkisendurskoðunar  þar  sem  bornir  voru  saman  ríkisreknir  og  einkareknir  háskólar  árin  

2003–2005  og  2007–2009.  Þar  kom  fram  að  brotthvarf  frá  námi  var  á  bilinu  19–57%  árin  

2003–2005   og   16–43%   árin   2007–2009   (Ríkisendurskoðun,   2007;   Ríkisendurskoðun,  

2010-­‐b).  Velta  má  því  fyrir  sér  hvort  brotthvarfið  sé  ekki  meira  en  raun  ber  vitni  vegna  

þess   að   markmið   nemendanna   sem   fóru   í   háskólanám   voru   skýr.   Fram   kom   hjá  

Hovdhaugen   (2009)   að   nemendur   sem   eru  með   skýr  markmið   um   að   ljúka   gráðu   eru  

ólíklegri   að   hverfa   frá   námi   en   þeir   sem   ekki   eru   með   skýr   markmið   í   náminu.  

Niðurstöður   rannsóknar   sýndu   að   87,7%  þeirra   sem   fóru   í   háskólanám  höfðu   sett   sér  

markmið   um  að   ljúka   námsferlinum  með  háskólagráðu   þegar   þeir   hófu   nám   við   Keili.  

Page 60: Lokaverkefni!til!MS0prófs! ímannauðsstjórnun Brotthvarf ...°a Ingvarsdóttir-MS.pdf · 2.1 Hvað!er!lærdómur?! Fjallað!verður!um!nám!og!lærdóm!sem!allaþáþekkingu!sem!einstaklingur!getur!aflað!

 

60  

Varast   ber   að   bera   brotthvarfshlutföll   saman   en   mögulega   geta   niðurstöður   gefið  

vísbendingar  um  að  brotthvarf  þessarara  nemenda  sé  ekki  svo  mikið.    

5.2 Annmarkar  rannsóknar    

Rannsóknin  er  háð  ákveðnum  annmörkum  þó  að  niðurstöður  geti  gefið  ágæta  mynd  af  

því  hvernig  nemendum  hefur  vegnað  sem  útskrifast  hafa  frá  Háskólabrú  Keilis  og  fara  í  

háskólanám  í  framhaldinu.  Fyrst  ber  að  nefna  þá  aðferð  sem  notast  var  við  til  að  nálgast  

þá  sem  útskrifast  höfðu  frá  Háskólabrú  Keilis,  en  úrtakið  var  hentugleikaúrtak  í  gegnum  

samfélagsmiðil.   Leitað   var   að   öllum   þeim   hópum   á   Facebook   sem   virtust   tilheyra  

nemendum   Háskólabrúar   þessi   tilteknu   ár   og   bar   sú   leit   ágætan   árangur.   Þó   er   ekki  

hægt  að  ábyrgjast  að  sú  tala  sem  nefnd  er  í  byrjun  (824),  um  fjölda  þeirra  sem  tilheyrðu  

hópunum  á  Facebook,  sé  nákvæm.  Ekki  var  hægt  að  tryggja  að  einhverjir  einstaklingar  

hafi  ekki  verið  aðilar  að  fleiri  en  einum  hóp.  Hóparnir  báru  hin  ýmsu  nöfn  og  voru  ekki  

alltaf   merktir   því   ártali   sem   nemendurnir   stunduðu   námið   við   Háskólabrúna.   Þó   að  

Facebook  megi  teljast  góð  leið  til  að  ná  til  fólks  er  það  ýmsum  vanköntum  háð.  Ekki  er  

hægt   að   tryggja   að   einstaklingar   sjái   allar   tilkynningar   sem   settar   eru   inn   á   hópa   sem  

þeir  eru  aðilar  að.  Því  er  ekki  ólíklegt  að  innleggið  sem  sett  var  inn  á  hópana  með  krækju  

á   rannsóknina  hafi   farið   framhjá  mörgum  sem  mögulega  hefðu  annars   tekið  þátt.  Ekki  

var   heldur   hægt   að   kanna   hvort   hugsanlega   væru   einhverjir   einstaklingar   meðlimir   í  

tilteknum  hópum  þó  að  þeir  hafi  ekki  útskrifast  frá  Háskólabrúnni.  Til  þess  að  tryggja  að  

einungis  þeir   sem  útskrifuðust   svöruðu   spurningalistanum  hófst   hann  á   spurningu  um  

útskriftarár.   Í   spurningalista   rannsóknar   var   ekki   spurt   að   fjölda   barna   eða  

hjúskaparstöðu  á  þeim  tíma  sem  þátttakendurnir  hurfu  frá  námi.  Því  ber  að  hafa  í  huga  

að  staða  brotthvarfsnema  gæti  hafa  verið  önnur  hvað  þetta  varðar  þegar  þeir  hurfu  frá  

námi.  Eins  og  gefur  að  skilja  var  því  ekki  hægt  að  kanna  hvort  tengsl  væru  á  milli  fjölda  

barna  og  hjúskaparstöðu  og  brotthvarfs  úr  námi.  Þar  sem  úrtakið  í  þessari  rannsókn  er  

hentugleikaúrtak  ætti   að   fara   varlega   í   að   yfirfæra  niðurstöður   á  þýði   þó  að   vissulega  

geti  þær  gefið  einhverjar  vísbendingar.    

Page 61: Lokaverkefni!til!MS0prófs! ímannauðsstjórnun Brotthvarf ...°a Ingvarsdóttir-MS.pdf · 2.1 Hvað!er!lærdómur?! Fjallað!verður!um!nám!og!lærdóm!sem!allaþáþekkingu!sem!einstaklingur!getur!aflað!

 

61  

6 Lokaorð  

Rannsóknin  var   lokaverkefni  höfundar   í  meistaranámi   í  mannauðsstjórnun  við  Háskóla  

Íslands.  Höfundur  stundaði  sjálfur  nám  við  Háskólabrú  Keilis  og  útskrifaðist  þaðan  árið  

2011.  Þegar  farið  var  að  huga  að  rannsóknarefni  fyrir   lokaverkefni  námsins  kviknaði  sú  

hugmynd  að  kanna  stöðu  þeirra  nemanda  sem  hafa  útskrifast  með  ígildi  stúdentsprófs  

frá  Háskólabrú  Keilis.  Höfundur  velti  fyrir  sér  út  frá  eigin  reynslu  í  háskólanámi  hvernig  

staðan   væri   hjá   öðrum   nemendum   sem   farið   höfðu   þessa   sömu   leið   og   lokið  

framhaldsskólanámi  sem  fullorðnir  einstaklingar.    

Tilgangur   rannsóknar   þessarar   var   að   kanna   hvernig   nemendum   vegnar   sem  

útskrifast  hafa  frá  Háskólabrú  Keilis  á  þeim  árum  sem  skólinn  hefur  starfað  með  tilliti  til  

brotthvarfs   úr   háskólanámi.   Þrátt   fyrir   að   rannsakandi   teldi   svörun   rannsóknarinnar  

ákjósanlega  hefði   stærra  úrtak  mögulega  gefið  betri  mynd  af   stöðu  þessara  nemenda.  

Niðurstöður  rannsóknarinnar  benda  til  að  brotthvarf  sé  tiltölulega  lítið  hjá  þessum  hópi  

samanborðið   við   rannsóknir   á   brotthvarfi   úr   háskólanámi.   Flestir   fóru   í   háskólanám   í  

framhaldi  af  Háskólabrú  Keilis  og  höfðu  markmið  um  að  ljúka  námi  með  háskólagráðu.  

Niðurstöður  benda  einnig  til    að  úrbóta  sé  þörf  þegar  kemur  að  kennslu   í  greinum  þar  

sem  mikil  krafa  er  um  stærðfræðiþekkingu.  Brotthvarfsnemar  sem  flestir  stunduðu  nám  

við   verk-­‐   og   raungreinabraut   í   Keili   og   í   verkfræði,   tölvunarfræði   eða   raunvísindum   í  

háskólunum  töldu  sig  ekki  nægjanlega  vel  undirbúna  fyrir  háskólanám.  Þótt  nemendur  

úr   frumgreinanámi  Keilis   séu   ef   til   vill   ekki   framúrskarandi   nemendur  þegar   litið   er   til  

einkunna  benda  niðurstöður  til  þess  að  þeir  hverfi  ekki   frekar  úr  háskólanámi  en  aðrir  

nemendur  í  háskóla.  

Það   er   von   höfundar   að   þessi   rannsókn   geti   gefið   ákveðnar   vísbendingar   um  

hvernig  nemendum  vegnar   sem  útskrifast   frá  Háskólabrú  Keilis  og   fara   í   háskólanám   í  

framhaldinu  og  að  hún  sé  kærkomin  viðbót  við  þær  rannsóknir  og  úttektir  sem  gerðar  

hafa  verið  á  frumgreinanámi  þrátt  fyrir  að  vera  háð  ákveðnum  annmörkum,  eins  og  rætt  

var  í  samnefndum  kafla.  Eins  og  fram  hefur  komið  hefur  ekki  farið  fram  nein  heildstæð  

úttekt   á   gæðum   og   árangri   frumgreinakennslu   á   Íslandi   eða   hvernig   námið   nýtist   við  

frekara  nám  eða  störf.   Í   ljósi  þess  hvetur  höfundur  til  fleiri  rannsókna  í  framhaldinu  og  

Page 62: Lokaverkefni!til!MS0prófs! ímannauðsstjórnun Brotthvarf ...°a Ingvarsdóttir-MS.pdf · 2.1 Hvað!er!lærdómur?! Fjallað!verður!um!nám!og!lærdóm!sem!allaþáþekkingu!sem!einstaklingur!getur!aflað!

 

62  

að  litið  verði  sérstaklega  til  þeirra  þriggja  skóla  sem  bjóða  upp  á  frumgreinanám.  Einnig  

hefur   verið   meiri   áhersla   á   að   rannsaka   brotthvarf   úr   framhaldsskólanámi   en   úr  

háskólanámi  og  því  ljóst  að  frekari  rannsókna  er  þörf  með  það  að  markmiði  að  greina  og  

koma  í  veg  fyrir  brotthvarf  úr  háskólanámi  á  Íslandi.    

 

 

Page 63: Lokaverkefni!til!MS0prófs! ímannauðsstjórnun Brotthvarf ...°a Ingvarsdóttir-MS.pdf · 2.1 Hvað!er!lærdómur?! Fjallað!verður!um!nám!og!lærdóm!sem!allaþáþekkingu!sem!einstaklingur!getur!aflað!

 

63  

Heimildaskrá  

Alþingi.  (2008).  Skýrsla  nefndar  um  eflingu  náms-­‐  og  starfsráðgjafar  í  grunn-­‐  og  framhaldsskólum  sem  úrræðis  gegn  brottfalli  nemenda  (Lögð  fyrir  Alþingi  á  136.  Löggjafarþingi  2008–2009).  Sótt  3.  nóvember  2015  af  http://www.althingi.is/altext/136/s/pdf/0353.pdf.  

Bean,  J.  P.  (1980).  Dropouts  and  turnover:  The  synthesis  and  test  of  a  causal  model  of  student  attrition.  Research  in  Higher  Education,  12(2),  155–187.  

Björk  Erlendsdóttir.  (2013).  „Ég  fór  inn  um  einar  dyr  og  allt  í  einu  stóðu  100  dyr  opnar“.  Reynsla  nemenda  af  Háskólabrú.  Óbirt  MA-­‐ritgerð:  Háskóli  Íslands,  Félags-­‐  og  mannvísindasvið.  

Blöndal,  K.  S.  (2014).  Student  disengagement  and  school  dropout:  parenting  practices  as  context.  Óbirt  doktorsritgerð:  Reykjavík  :  Háskóli  Íslands,  Menntavísindasvið.    

Colardyn,  D.  og  Bjornavold,  J.  (2004).  Validation  of  Formal,  Non-­‐Formal  and  Informal  Learning:  Policy  and  Practices  in  EU  Member  States.  European  Journal  of  Education,  39(1),  69–89.    

Dei,  G.  J.  S.,  Mazzuca,  J.,  McIsaac,  E.  og  Zine,  J.  (1997).  Reconstructing  ‘dropout’:  Understanding  the  dynamics  of  black  students  disengagement  from  school.  Toronto:  University  of  Toronto  Press.  

Dewey,  J.  (1938/2000).  Reynsla  og  menntun.  (Gunnar  Ragnarsson  þýddi).  Reykjavík:  Rannsóknarstofnun  Kennaraháskóla  Íslands.  

Doll,  J.  J.,  Eslami,  Z.  og  Walters,  L.  (2013).  Understanding  why  students  drop  out  of  high  school,  according  to  their  own  reports.  Sage  Open,  3(4),  1–15.  

Eyjólfur  Sigurðsson.  (2011).  Ævitekjur  og  arðsemi  menntunar.  Reykjavík:  Bandalag  háskólamanna.  

Finn,  J.  D.  (1989).  Withdrawing  from  school.  Review  of  educational  research,  59(2),  117–  142.  

Forsætisráðuneytið.  (2012).  Allir  stundi  nám  og  vinnu  við  sitt  hæfi,  tillögur  um  samþættingu  menntunar  og  atvinnu.  Reykjavík:  Höfundur.    

Fræðslumiðstöð  atvinnulífsins.  (2011).  Menntastoðir.  Námsskrá  fyrir  tilraunakennslu.  Reykjavík:  Höfundur.  

Fræðslumiðstöð  atvinnulífsins.  (e.d.).  Raunfærni,  raunfærnimat.  [bæklingur].  Reykjavík:  Höfundur.  Sótt  10.  nóvember  2015  af  http://www.simenntun.is/files/Skra_  0049430.pdf.  

Page 64: Lokaverkefni!til!MS0prófs! ímannauðsstjórnun Brotthvarf ...°a Ingvarsdóttir-MS.pdf · 2.1 Hvað!er!lærdómur?! Fjallað!verður!um!nám!og!lærdóm!sem!allaþáþekkingu!sem!einstaklingur!getur!aflað!

 

64  

Gerður  G.  Óskarsdóttir.  (2000).  Frá  skóla  til  atvinnulífs.  Reykjavík:    Félagsvísindastofnun  Háskóla  Íslands.  

Hagfræðistofnun.  (2015).  Efnahagsleg  áhrif  af  styttingu  framhaldsnáms.  (Skýrsla  nr.  C15:03).  Reykjavík:  Hagfræðistofnun  Háskóla  Íslands.  

Hagstofa  Íslands.  (2004-­‐b).Brottfall  nemenda  af  háskólastigi  2002–   2003.Hagtíðindi,skólamál,89(59),1–12.  

Hagstofa  Íslands.  (2004-­‐a).  Brottfall  nemenda  úr  framhaldsskólum  2002–2003.  Hagtíðindi,  skólamál,  89(45),  1–11.  

Hagstofa  Íslands.  (e.d.-­‐a).  Fjöldi  nemenda  að  hausti  eftir  skólastigi  1997–2014.  Sótt  13.  nóvember  2015  af  http://px.hagstofa.is/pxis/pxweb/is/Samfelag/Samfelag__  skolamal__0_yfirlit/SKO00000.px/table/tableViewLayout1/?rxid=5b808d74-­‐31aa-­‐484d-­‐98d0-­‐2e03da9e9fc4  

Hagstofa  Íslands.  (e.d.-­‐b).  Laun,  tekjur  og  vinnumarkaður.  Sótt  22.  október  2015  af  http://gamli.hagstofa.is/?PageID=2594&src=https://rannsokn.hagstofa.is/pxis/Dialog/varval.asp?ma=VIN01104%26ti=Vinnumarka%F0urinn+eftir+kyni%2C+aldri%2C+b%FAsetu+og+menntun+1991%2D2014%2C+hlutfallsleg+skipting++++++++%26path=../Database/vinnumarkadur/rannsoknir/%26lang=3%26units=  Hlutfall  

Hammond,  C.,  Linton,  D.,  Smink,  J.  og  Drew,  S.  (2007).  Dropout  Risk  Factors  and  Exemplary  Programs.  Clemson,  SC:  National  Dropout  Prevention  Center,  Communities  In  Schools,  Inc.    

Háskóli  Íslands.  (2010).  Stefna  Háskóla  Íslands  2011–2016.  Sótt  8.  febrúar  2016  af  http://www.hi.is/adalvefur/stefna_haskola_islands_2011_2016  

Háskóli  Íslands.  (2013).  Fundargerð  11.  Háskólaþings  14.  nóvember  2013.  Sótt  1.  nóvember  2015  af  http://www.hi.is/adalvefur/fundargerd_11_haskolathings  _14_november_2013    

Háskólinn  á  Bifröst.  (2015).  Háskólagátt,  Aðfaranám  Háskólans  á  Bifröst.  Sótt  6.  október  2015  af  http://www.bifrost.is/files/thjonusta/  nemendaskra  /haskolagatt.pdf  

Háskólinn  á  Bifröst.  (e.d.).  Háskólagátt.  Sótt  5.  október  2015  af  http://www.bifrost.is/namid/haskolagatt  

Háskólinn  í  Reykjavík.  (e.d.-­‐a).  Frumgreinanám.  Sótt  4.  október  2015  af  http://www.ru.is/frumgreinanam/stadarnam/  

Háskólinn  í  Reykjavík.  (e.d.-­‐b).  Jafnréttisáætlun  Háskólans  í  Reykjavík.  Sótt  8.  febrúar  2016  af  http://www.ru.is/haskolinn/stefna/  

Heiður  Hrund  Jónsdóttir  og  Friðrik  H.  Jónsson.  (2008).  Könnun  á  meðal  skráðra  nemenda  Háskóla  Íslands  sem  hætt  hafa  námi.  Reykjavík:     Félagsvísindastofnun  Háskóla  Íslands.    

Page 65: Lokaverkefni!til!MS0prófs! ímannauðsstjórnun Brotthvarf ...°a Ingvarsdóttir-MS.pdf · 2.1 Hvað!er!lærdómur?! Fjallað!verður!um!nám!og!lærdóm!sem!allaþáþekkingu!sem!einstaklingur!getur!aflað!

 

65  

Hildur  Bettý  Kristjánsdóttir  og  Valgeir  Blöndal  Magnússon.  (2014).  Samstarf  Símey  og  Keilis  um  háskólabrú  á  Akureyri.  GÁTT,  ársrit  um  fullorðinsfræðslu  og  starfsmenntun,  72–73.  Reykjavík:  Fræðslumiðstöð     atvinnulífsins.  

Hovdhaugen,  E.  (2009).  Transfer  and  dropout:  different  forms  of  student  departure  in  Norway.  Studies  in  Higher  Education,  34(1),  1–17.  

Hróbjartur  Árnason.  (2005).  Hvað  er  svona  merkilegt  við  það  að  vera  fullorðinn?  Gátt.  Ársrit  um  fullorðinsfræðslu  og  starfsmenntun,  14–22.  Reykjavík:  Fræðslumiðstöð  atvinnulífsins.  

Illeris,  K.  (2004).  A  model  for  learning  in  working  life.  The  Journal  of  Workplace  Learning,  16(8),  431–441.  

Jason  Már  Bergsteinsson.  (2015).  Ofmenntun  á  íslenskum  vinnumarkaði,  samræmi  á  milli     menntunar  og  starfa  háskólamenntaðs  fólks.  Óbirt  MS-­‐ritgerð:  Háskóli  Íslands,  Viðskiptafræðideild.  

Jón  Torfi  Jónasson  og  Andrea  Gerður  Dofradóttir.  (2009).  Þátttaka  í  fræðslu  á  Íslandi.  Niðurstöður  úr  vinnumarkaðsrannsókn  Hagstofunnar  2003.  Reykjavík:  Félagsvísindastofnun  Háskóla  Íslands.  

Jón  Torfi  Jónasson  og  Jóhanna  Rósa  Arnardóttir.  (1999).  Símenntun  á  Íslandi.  Yfirlit  yfir  nám  fólks  á  aldrinum  18–75  ára  og  athugun  byggð  á  námskeiðasókn  vorið    1998.  Reykjavík:  Félagsvísindastofnun  Háskóla  Íslands.  

Jón  Torfi  Jónasson  og  Jóhanna  Rósa  Arnardóttir.  (2001).  Fræðsla  fullorðinna  á  Íslandi.  Reykjavík:  Félagsvísindastofnun  Háskóla  Íslands.  

Jón  Torfi  Jónasson  og  Kristjana  Stella  Blöndal.  (2005).  Námsframvinda  í  háskóla  í  ljósi  einkunna  á  samræmdu  prófi  grunnskóla.  Reykjavík:  Félagsvísindastofnun.  

Keilir,  miðstöð  vísinda,  fræða  og  atvinnulífs.  (2014).  Ársskýrsla.  Reykjanesbær:  Höfundur.  

Keilir,  miðstöð  vísinda,  fræða  og  atvinnulífs.  (2009).  Ársskýrsla.  Reykjanesbær:  Höfundur.  

Keilir,  miðstöð  vísinda,  fræða  og  atvinnulífs.  (2012-­‐a).  Keilir,  spennandi  tækifæri  í  skapandi  umhverfi.  Kynningarbæklingur  um  Keili.    

Keilir,  miðstöð  vísinda,  fræða  og  atvinnulífs.  (2012-­‐b).  Náms  og  starfsgengi  HBR  2011.  Óútgefin  gögn.  

Keilir,  miðstöð  vísinda,  fræða  og  atvinnulífs.  (2013).  Ársskýrsla.  Reykjanesbær:  Höfundur.  

Keilir,  miðstöð  vísinda,  fræða  og  atvinnulífs.  (2013).  Náms  og  starfsgengi  HBR  2012.  Óútgefin  gögn.      

Page 66: Lokaverkefni!til!MS0prófs! ímannauðsstjórnun Brotthvarf ...°a Ingvarsdóttir-MS.pdf · 2.1 Hvað!er!lærdómur?! Fjallað!verður!um!nám!og!lærdóm!sem!allaþáþekkingu!sem!einstaklingur!getur!aflað!

 

66  

Keilir,  miðstöð  vísinda,  fræða  og  atvinnulífs.  (2014).  Náms  og  starfsgengi  HBR  2013.  Óútgefin  gögn.  

Keilir,  miðstöð  vísinda,  fræða  og  atvinnulífs.  (2015).  Náms  og  starfsgengi  HBR  2014.  Óútgefin  gögn.  

Keilir.  (e.d.-­‐a).  Menntastoðir.  Sótt  3.  október  2015  af  http://www.keilir.net/haskolabru/nam/namsframbod/menntastodir  

Keilir.  (e.d.-­‐b).  Keilir.  Sótt  12.  október  2015  af  http://www.keilir.net/is/keilir/um-­‐keili  

Keilir.  (e.d.-­‐c).  Um  Háskólabrú  Keilis.  Sótt  17.  október  2015  af  http://www.keilir.net/haskolabru/nam/  um-­‐haskolabru  

Keilir.  (e.d.-­‐d).  Vendinám.  Sótt  17.  október  2015  af  http://www.keilir.net/haskolabru/nam/um-­‐haskolabru/speglud-­‐kennsla  

Keilir.  (e.d.-­‐e  ).  Háskólabrú  –  námsframboð.  Sótt  17.  október  2015  af  http://www.keilir.net/haskolabru/nam/namsframbod  

Keilir.  (e.d.-­‐f).  Útskrift  Keilis  á  Ásbrú.  Sótt  7.  desember  2015  af  http://www.keilir.net/is/keilir/frettir/category/1/utskrift-­‐keilis-­‐a-­‐asbru  

Knowles,  M.  S.,  Holton,  F.  H.  og  Swanson,  R,  A.  (2005).  The  Adult  Learner:  The  definitive  classic  in  adult  education  and  human  resource  development.  (6.  útgáfa).     USA:  Eslevier.  

Kristrún  Birgisdóttir.  (2015).  Brotthvarf  úr  framhaldsskólum.  Reykjavík:  Námsmatsstofnun.    

Lamont,  M.  (2014).  How  do  University,  Higher  Education  and  Research  Contribute  to  Societal  Well-­‐Being?.  Í  G.  Goastellec  og  F.  Picard  (ritstj.),  Higher  Education  in  Societies  (bls.  9-­‐16).  Rotterdam:  SensePublishers.  

Lög  um  framhaldsskóla  nr.  92/2008.  

Lög  um  háskóla  nr.  63/2006.  

Lögræðislög  nr.  71/1997.  

Mankin,  D.  (2009).  Human  Resource  Development.  New  York:  Oxford.    

McCubbin,  I.  (2003).  An  examination  of  criticisms  made  of  Tinto’s  1975  student  integration  model  of  attrition.  Sótt  5.  október  2015  af  http://www.psy.gla.ac.uk/~steve/localed/docs/icubb.pdf  

McCulloch,  A.  (2014).  Learning  from  Futuretrack:  Dropout  from  higher  education.  London:  BIS.  

Page 67: Lokaverkefni!til!MS0prófs! ímannauðsstjórnun Brotthvarf ...°a Ingvarsdóttir-MS.pdf · 2.1 Hvað!er!lærdómur?! Fjallað!verður!um!nám!og!lærdóm!sem!allaþáþekkingu!sem!einstaklingur!getur!aflað!

 

67  

Mennta-­‐  og  menningarmálaráðuneytið.  (2011).  Aðalnámskrá  framhaldsskóla  2011,  almennur  hluti.  Reykjavík:  Höfundur.    

Mennta-­‐  og  menningarmálaráðuneytið.  (2013).  Reglur  um  aðfaranám  að  háskólanámi  nr.  1266/2013.  Sótt  4.  október  2015  af  http://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/forsidugreinar/nr/7884  

Mennta-­‐  og  menningarmálaráðuneytið.  (2014).  Hvítbók  um  umbætur  í  menntun.  Reykjavík:  Höfundur.  

Mennta-­‐  og  menningarmálaráðuneytið.  (2015).  Aðgerðaráætlun,  námstími.  Tillögur  verkefnishóps.  Reykjavík:  Höfundur  

Mennta-­‐  og  menningarmálaráðuneytið.  (e.d.).  Framhaldsskólastig.  Sótt  7.  október  2015  af  http://www.menntamalaraduneyti.is/menntamal/framhaldsskolar/  

Miðstöð  símenntunar  á  Suðurnesjum.  (e.d.).  Námsbrautir,  Menntastoðir.  Sótt  3.  október  2015  af  http://www.mss.is/namsbrautir//flokkar/menntastodir/13  

Miettinen,  R.  (2000).  The  concept  of  experiential  learning  and  John  Dewey's  theory  of  reflective  thought  and  action.  International  Journal  of  Lifelong  Education,  19(1),  54–72.  

Montmarquette,  C.,  Mahseredjian,  S.  og  Houle,  R.  (2001).  The  determinants  of  university  dropout:  A  bivariate  probability  model  with  sample  selection.  Economics  of  Educational  Review,  20,  475–484.  

Neuman,  W.  L.  (2011).  Social  research  methods:  Qualitative  and  quantitative  approaches  (7.  útgáfa).  Boston,  MA:  Pearson.  

Nieto,  S.  (2010).  The  light  in  their  eyes:  Creating  multicultural  learning  communities  (10  ára  afmælisútgáfa).  New  York:  Teachers  College  Press.  

OECD.  (2014).  Education  at  a  Glance  2014:  OECD  Indicators,  OECD  Publishing.  DOI  :10.1787/eag-­‐2014-­‐en.  

OECD.  (2015).  Education  at  Glance  interim  report:  update  of  employment  and  educational  attainment  indicators.  París:  OECD    

Ragnhildur  Eva  Guðmundsdóttir.  (2014).  „Spegluð  kennsla  er  snilld“.  Rannsókn  á  viðhorfi  gagnvart  speglaðri  kennslu.  Óbirt  M.Ed-­‐ritgerð:  Háskólinn  á  Akureyri,  Kennaradeild.  

Reglugerð  um  viðurkenningu  einkaskóla  á  framhaldsskólastigi  nr.  426/2010.    

Ríkisendurskoðun.  (2007).  Kostnaður,  skilvirkni  og  gæði  háskólakennslu.  Reykjavík:  Höfundur.  

Ríkisendurskoðun.  (2010-­‐a).  Keilir  ehf.  Ríkisframlög  og  árangur.  Reykjavík:  Höfundur.  

Ríkisendurskoðun.  (2010-­‐b).  Skýrsla  um  eftirfylgni:  Kostnaður,  skilvirkni  og  gæði  háskólakennslu  (2007).  Reykjavík:  Höfundur.  

Page 68: Lokaverkefni!til!MS0prófs! ímannauðsstjórnun Brotthvarf ...°a Ingvarsdóttir-MS.pdf · 2.1 Hvað!er!lærdómur?! Fjallað!verður!um!nám!og!lærdóm!sem!allaþáþekkingu!sem!einstaklingur!getur!aflað!

 

68  

Ríkisendurskoðun.  (2012).  Frumgreinakennsla  íslenskra  skóla.  Reykjavík:  Höfundur.  

Ríkisendurskoðun.  (2013-­‐a).  Skýrsla  um  eftirfylgni:  Keilir  ehf.  Ríkisframlög  og  árangur.  Reykjavík:  Höfundur.  

Ríkisendurskoðun.  (2013-­‐b).  Skýrsla  um  ítrekaða  eftirfylgni:  Kostnaður,  skilvirkni  og  gæði  háskólakennslu  (2013).  Reykjavík:  Höfundur.  

Ríkisendurskoðun.  (2015).  Eftirfylgni:  Frumgreinakennsla  íslenskra  skóla.  Reykjavík:  Höfundur.  

Rumberger,  R.  W.  (2001).  Why  Students  Drop  Out  of  School  and  What  Can  Be  Done.  Youth  &  Society,  20,  123–147.  

Samstarfssamningur  Háskóla  Íslands  og  Keilis  um  frumgreinanám,  Háskólabrú  við    Keili.  (2011).  Sótt  12.  október  2015  af  http://www.keilir.net/static/files/  Haskolabru/PDF/samningur-­‐hi-­‐keilir.pdf    

Samtök  atvinnulífsins  og  Viðskiptaráð  Íslands.  (2014).  Stærsta  efnahagsmálið,  sóknarfæri  í  menntun.  Reykjavík:  Höfundur.    

Samtök  sveitarfélaga  á  höfuðborgarsvæðinu.  (2014).  Mat  á  yfirfærslu  framhaldsskóla  frá  ríki  til  sveitarfélaga.  Reykjavík:  Höfundur.    

Sérfræðingahópur  FA.  (2004).  Hvað  áttu  við?  Gátt,  ársrit  um  fullorðinsfræðslu  og  starfsmenntun,  20–22.  Reykjavík:  Fræðslumiðstöð     atvinnulífsins.  

Sigrún  Kristín  Magnúsdóttir.  (2005).  Fræðsla  fullorðinna  á  Íslandi.  Gátt,  ársrit  um  fullorðinsfræðslu  og  starfsmenntun,  49–53.  Reykjavík:  Fræðslumiðstöð  atvinnulífsins.  

Sigurlína  Davíðsdóttir.  (2013).  Eigindlegar  eða  megindlegar  rannsóknaraðferðir?  Í  Sigríður  Halldórsdóttir  (ritstj.),  Handbók  í  aðferðafræði  rannsókna  (bls.  229–237).  Akureyri:  Háskólinn  á  Akureyri.  

Stratton,  L.  S.,  O’Toole,  D.  M.  og  Wetzel,  J.  N.  (2008).  A  multinomial  logit  model  of  college  stopout  and  dropout  behavior.  Economics  of  Education  Review,  27(3),  319–331.    

Taylor,  B.  og  Kroth,  M.  (2009).  Andragogy's  Transition  into  the  Future:  Meta-­‐Analysis  of  Andragogy  and  Its  Search  for  a  Measurable  Instrument.  Journal  of  Adult  Education,  38(1),  1–11.  

Tinto,  V.  (1975).  Dropout  from  higher  education:  A  theoretical  synthesis  of  recent  research.  Review  of  educational  research,  89–125.  

Þjónustusamningur  um  kennslu  á  framhaldsskólastigi.  (2014).  Sótt  12.  október  af  http://www.keilir.net/static/files/Keilir/PDF/mrn-­‐thjonustusamningur.pdf  

 

Page 69: Lokaverkefni!til!MS0prófs! ímannauðsstjórnun Brotthvarf ...°a Ingvarsdóttir-MS.pdf · 2.1 Hvað!er!lærdómur?! Fjallað!verður!um!nám!og!lærdóm!sem!allaþáþekkingu!sem!einstaklingur!getur!aflað!

 

69  

Viðauki  1.  Kynningarbréf  til  þátttakenda  

Ágæti  viðtakandi  

Ég  heiti  Agða   Ingvarsdóttir  og  er  nemi   í  meistaranámi   í  mannauðsstjórnun  við  Háskóla  

Íslands.   Þessi  misserin   er   ég   að   vinna   að  meistararitgerðinni  minni   og   þar   sem  ég   var  

sjálf   nemandi   við   Háskólabrú   Keilis   fannst   mér   áhugavert   að   gera   þá   nemendur   sem  

útskrifast  hafa  þaðan  að  viðfangsefni  rannsóknar  minnar.  Markmiðið  er  að  kanna  stöðu  

þessara   nemenda   og   sjá   hvað   þeir   hafa   tekið   sér   fyrir   hendur   að   loknu   námi   við  

Háskólabrú   Keilis.   Brýnt   er   að   sem   flestir   svari   spurningalistanum,   sem   er   nafnlaus,   í  

heild  sinni  svo  að  niðurstöður  verði  sem  áreiðanlegastar.  Vonast  ég  til  þess  að  þú  getir  

gefið  þér  tíma  til  þess  að  svara  og  þannig   leggja  þitt  af  mörkum  til  þess  að  rannsóknin  

verði  að  veruleika.  

Ef   upp   vakna   spurningar   um   rannsóknina   eða   einstaka   þætti   spurningalistans   er  

velkomið  að  hafa  samband  við  mig  með  því  að  senda  póst  á  netfangið  [email protected]  eða  í  

síma  6950807.  

 

Með  von  um  góðar  viðtökur    

Agða  Ingvarsdóttir  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Page 70: Lokaverkefni!til!MS0prófs! ímannauðsstjórnun Brotthvarf ...°a Ingvarsdóttir-MS.pdf · 2.1 Hvað!er!lærdómur?! Fjallað!verður!um!nám!og!lærdóm!sem!allaþáþekkingu!sem!einstaklingur!getur!aflað!

 

70  

Viðauki  2.  Spurningalisti  rannsóknar  

 

Spurningalisti  rannsóknar  

Ef   þú   hefur   ekki   útskrifast   frá   Háskólabrú   Keilis   þá   vil   ég   þakka   þér   fyrir   að   sýna  

rannsókninni   áhuga.   Ef   þú   hefur   útskrifast   frá   Háskólabrú   Keilis   ertu   vinsamlegast  

beðin/nn  um  að  halda  áfram.  

1. Útskriftarár  frá  Háskólabrú  Keilis?    • 2008  • 2009  • 2010  • 2011  • 2012  • 2013  • 2014  • 2015    

2. Hvaða  leið  fórstu  í  námi  við  Keili?  • Fjarnám  • Staðarnám    

3. Við  hvaða  braut  stundaðir  þú  nám  þitt?  • Verk-­‐  og  raunvísindadeild  • Félagsvísinda-­‐  og  lagadeild  • Hugvísindadeild  • Viðskipta-­‐  og  hagfræðideild    

4. Hafðir  þú  stundað  nám  við  hefðbundinn  framhaldsskóla  á  einhverjum  tíma  áður  en  þú  hófst  nám  við  Háskólabrú  Keilis?*  

• Já    • Nei    

5. Upplifun  mín  af  hefðbundna  framhaldsskólakerfinu  er  frekar  jákvæð.  • Mjög  sammála  • Frekar  sammála  • Hvorki  né  • Frekar  ósammála  • Mjög  ósammála    

Page 71: Lokaverkefni!til!MS0prófs! ímannauðsstjórnun Brotthvarf ...°a Ingvarsdóttir-MS.pdf · 2.1 Hvað!er!lærdómur?! Fjallað!verður!um!nám!og!lærdóm!sem!allaþáþekkingu!sem!einstaklingur!getur!aflað!

 

71  

6. Þegar  ég  hóf  nám  við  Háskólabrú  Keilis  var  markmið  mitt  að  ljúka  námsferlinum  með  háskólagráðu.  

• Mjög  sammála  • Frekar  sammála  • Hvorki  né  • Frekar  ósammála  • Mjög  ósammála    

7. Fórstu  í  háskólanám  í  framhaldi  af  Háskólabrúnni?*  (Ef  svarið  er  nei,  vinsamlegast  skrifaðu  í  „annað“  hvað  þú  tókst  þér  fyrir  hendur)  

• Já  • Nei  • Ef  nei,  hvað  tók  við?  ____________    8. Hvaða  háskóli  varð  fyrir  valinu?    

(Vinsamlegast  skrifaðu  í  „annað“  ef  réttur  valmöguleiki  er  ekki  fyrir  hendi)  • Háskólanám  erlendis  • Háskólinn  á  Bifröst    • Háskóli  Íslands  • Háskólinn  á  Akureyri  • Háskólinn  í  Reykjavík  • Annað,  ef  annað  hvað?  ____________  

 

9. Við  hvaða  deild  stundar/stundaðir  þú  háskólanám  þitt?    (Vinsamlegast  skrifaðu  í  „annað“  ef  réttur  valmöguleiki  er  ekki  fyrir  hendi)  

• Viðskiptafræðideild    • Sálfræðideild  • Kennaradeild  • Hjúkrunarfræðideild  • Félags-­‐  eða  mannvísindadeild  • Verkfræði-­‐  eða  tölvunarfræðideild  • Lagadeild  • Sagnfræði-­‐  eða  heimspekideild  • Læknadeild  • Raunvísindadeild  • Annað,  ef  annað  hvað?  ____________  

 

10. Stundaðir  þú  vinnu  með  háskólanámi?  • Já    • Nei    

 

11.  Ég  tel  námið  hjá  Háskólabrú  Keilis  vera  góðan  undirbúning  fyrir  háskólanám.  

Page 72: Lokaverkefni!til!MS0prófs! ímannauðsstjórnun Brotthvarf ...°a Ingvarsdóttir-MS.pdf · 2.1 Hvað!er!lærdómur?! Fjallað!verður!um!nám!og!lærdóm!sem!allaþáþekkingu!sem!einstaklingur!getur!aflað!

 

72  

• Mjög  sammála  • Frekar  sammála  • Hvorki  né  • Frekar  ósammála  • Mjög  ósammála    

12. Hefur  þú  skipt  um  deild  eða  nám  á  einhverjum  tímapunkti  í  þínu  háskólanámi?    • Já    • Nei    

13. Hefur  þú  hætt  í  háskólanámi  eftir  að  þú  byrjaðir  námið?  (Á  ekki  við  þá  sem  hafa  skipt  um  nám  eða  útskrifast  úr  grunnnámi  eða  framhaldsnámi  í  háskóla)  *  

• Já  • Nei    

14. Hvað  laukstu  stórum  hluta  af  náminu  áður  en  þú  hættir?    (Vinsamlegast  veldu  það  sem  kemst  næst  réttu  svari)  

• hálft  ár  eða  minna  (allt  að  30  ECTS-­‐einingar)    • 1  ár  (um  60  ECTS-­‐einingar)    • 1  ½  ár  (um  9O  ECTS-­‐einingar)  • 2  ár  (um  120  ECTS-­‐einingar)  • 2  ½  ár  (um  150  ECTS-­‐einingar)    

15. Hvað  varð  þess  valdandi  að  þú  hættir  í  námi?    (Vinsamlegast  veljið  það  sem  á  best  við  eða  skrifaðu  svar  í  „annað“)  

• Einstaklingsbundnar  ástæður  (fjárhagslegar,  fjölskyldu-­‐  eða  heilsutengdar     ástæður)  • Skólatengdar  ástæður  (mikið  verkefnaálag,  erfiðir  áfangar,  mætingarvandi,  lítil     aðstoð  kennara,  lélegur  námsárangur)  • Skuldbinding  (lítill  áhugi  á  náminu,  líkaði  ekki  skólinn/námið,  aðlagaðist  illa     námsumhverfinu)  • Annað,  ef  annað  hvað?  ____________  

 

16. Hvað  af  eftirfarandi  hefði  getað  haft  áhrif  á  að  þú  héldir  áfram  námi?  (Vinsamlegast  skrifaðu  í  „annað“  ef  réttur  valmöguleiki  er  ekki  fyrir  hendi)  

• Fjölbreyttari  kennsluaðferðir  • Minna  verkefnaálag  • Fjölbreyttara  námsmat  • Meiri  stuðningur  kennara/námsráðgjafa  • Betra  aðgengi  að  kennurum  • Annað,  ef  annað  hvað?  ____________    

Page 73: Lokaverkefni!til!MS0prófs! ímannauðsstjórnun Brotthvarf ...°a Ingvarsdóttir-MS.pdf · 2.1 Hvað!er!lærdómur?! Fjallað!verður!um!nám!og!lærdóm!sem!allaþáþekkingu!sem!einstaklingur!getur!aflað!

 

73  

17. Fékkstu  einhverja  ráðgjöf  hjá  sérfræðingi  (t.d.  námsráðgjafa,  sálfræðingi  eða  annað)  áður  en  þú  hættir  námi?  

• Já    • Nei    

18. Er  eitthvað  sem  þú  vilt  bæta  við  sem  ekki  kemur  fram  í  spurningunum  hér  að  ofan?  

 

–––––––––––––––––  

Bakgrunnsspurningar:  

19. Kyn?  • Kvenkyn  • Karlkyn    

20. Aldur?  • 23–25  ára  • 26–30  ára  • 31–35  ára  • 36–40  ára  • 41–45  ára  • 46–50  ára  • 51–60  ára  • 61  eða  eldri    

21. Hjúskaparstaða?  • Ég  er  einhleyp/-­‐ur  • Ég  er  í  sambandi  • Ég  er  í  sambúð  • Ég  er  gift/-­‐ur    

22. Fjöldi  barna?    0  1  2  3  Fleiri  en  3  

Kærar  þakkir  fyrir  þátttöku  þína.  

Ef  þú  vilt  koma  einhverju  á  framfæri  varðandi  rannsóknina  getur  þú  sent  mér  póst  á  [email protected].