35
1 NÁMSGAGNASTOFNUN 08970 Um víða veröld – Heimsálfur – Lausnir Um víða veröld – Heimsálfur Lausnir Maður og náttúra 1 10 12 17 21 25 29 32 24 Evrópa Asía Afríka Norður-Ameríka Suður-Ameríka Eyjaálfa Suðurskautslandið Heimshöfin © 2013 Hilmar Egill Sveinbörnsson © 2013 Súlurit frá Hagstofu Íslands Ritstjórn: Sigrún Sóley Jökulsdóttir Prófarkalestur: Ingólfur Steinsson 1. útgáfa 2013 Námsgagnastofnun Kópavogur Umbrot og útlit: Námsgagnastofnun

Lausnir - samfelagsfraedi2016.files.wordpress.com · Maður og náttúra 1 10 12 17 21 25 29 32 24 Evrópa Asía Afríka ... Náttúrulandafræði fæst við ásýnd landsins og jarðveg

  • Upload
    others

  • View
    4

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

1NÁMSGAGNASTOFNUN • 08970 Um víða veröld – Heimsálfur – Lausnir

Um víða veröld – Heimsálfur

Lausnir

Maður og náttúra 11012

172125293224

EvrópaAsía

Afríka

Norður-AmeríkaSuður-Ameríka

Eyjaálfa

SuðurskautslandiðHeimshöfin

© 2013 Hilmar Egill Sveinbörnsson© 2013 Súlurit frá Hagstofu Íslands Ritstjórn: Sigrún Sóley JökulsdóttirPrófarkalestur: Ingólfur Steinsson 1. útgáfa 2013NámsgagnastofnunKópavogurUmbrot og útlit: Námsgagnastofnun

2Maður og náttúraNÁMSGAGNASTOFNUN • 08970 Um víða veröld – Heimsálfur – Lausnir

Maður og náttúra VERKEFNI bls. 11

Kort1. Haf 71% (~2/3) og land 29% (~1/3).

2. Stærðarröð heimshafanna: Kyrrahaf stærst, þá Atlantshaf, Indlandshaf, Suðurhaf og Norður-Íshaf minnst. Heimsálfur: Asía, Afríka, Norður-Ameríka, Suður-Ameríka, Suðurskautslandið (Antarktíka), Evrópa og Eyjaálfa minnst.

3. Notendur korta vilja hafa þau svæði sem þeir þekkja best (þeirra áhrifasvæði) fyrir miðju korta-blaðsins. Heimssýn jarðarbúa er ólík. Nota t.d. Kínverjar sama heimskort og Evrópuþjóðir? Er Kína fyrir miðju heimskorti?

4. Barrskóga er að finna á norðurhveli jarðar. Stærstu barrskógasvæðin í heiminum eru í Kanada, á Norðurlöndum (Noregi, Svíþjóð, Finnlandi) og Rússlandi (Síberíu).

5. Í hitabeltislöndum þ.e. vesturhluta Afríku við miðbaug, Amason-svæðinu í Suður-Ameríku og í suðausturhluta Asíu.

6. a. Í Ástralíu er helst að finna eyðimörk og steppu.b. Í Kína er aðallega að finna ræktað land þar sem áður voru skógar.c. Í Suður-Afríku er helst að finna savanna, eyðimörk og ræktað land.

Finndu svarið7. Náttúrulandafræði og mannvistarlandafræði. Náttúrulandafræði fæst við ásýnd landsins og jarðveg

og gróður en mannvistarlandafræðin við efnahags- og félagslega þróun svæða, hvernig maðurinn byggir og nýtir jörðina.

8. Skipta má auðlindum í þrjá flokka:a. Endurnýjast ekki: olía, jarðgas, kol, málmar. b. Endurnýjast: vatnsorka, vindorka, sólarorka og sjávarfallaorka. c. Endurnýjast með takmörkunum: fiskistofnar og skógar.

9. Að þeir sem nota jörðina og auðlindir hennar í dag skili henni að minnsta kosti í sama ástandi, ef ekki betra, til næstu kynslóðar.

10. Meginland er stórt landflæmi umkringt sjó þar sem jarðskorpan er þykk, ekki eyjar.

11. Auðlind er það sem maðurinn hefur gagn eða gaman af.

Umræður12. Ólík svör.

13. Ólík svör.

14. Þetta er sambland margra þátta, eflaust sögulegar og veðurfarslegar skýringar að hluta; fyrrum nýlendur (erlend afskipti), stríðshrjáð lönd, hiti/raki, sjúkdómar.

15. Fara vel með þær og endurnýta og endurvinna það sem hægt er.

16. Ólík svör, eftir vill regnskóga vegna þéttleika, erfiðir yfirferðar eða eyðimerkur vegna þurrka, vatnslausar.

17. Ólík svör.

3Maður og náttúraNÁMSGAGNASTOFNUN • 08970 Um víða veröld – Heimsálfur – Lausnir

Viðfangsefni18. Með: núverandi 20%–80% skiptingu auðlinda, útgangspunktur að vilja óbreytt ástand. Á móti: telji

að núverandi skipting sé óréttlát og að henni beri að breyta. Báðir hópar rökstyðji af hverju.

19. Með því meðal annars að leggja áherslu á menntun barna og kvenna. Leiðin til að vinna að bættum lífskjörum grundvallast í Þúsaldarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sjá bls. 19.

20. a. Ólík svör, líklega komið inn á endurvinnslu og umhverfisvænni lausnir.b. Könnun endurvinnslu á heimilum nemenda. c. Myndræn útfærsla.

Ísland21. Samkvæmt korti bls. 9, freðmýri og fjallagróður.

22. Endurnýjanlegar: Vatnsorka og jarðhitaorka. Endurnýjanlegar með takmörkunum: fiskurinn í sjónum.

23. Íslendingar búa t.d. við mun kaldara loftslag en aðrar þjóðir.

24. Íslendingar geta t.d. lagt meira til í þróunaraðstoð, eins og sérfræðiaðstoð í nýtingu jarðhita í löndum þar sem jarðhita er að finna.

4Maður og náttúraNÁMSGAGNASTOFNUN • 08970 Um víða veröld – Heimsálfur – Lausnir

Maður og náttúra VERKEFNI bls. 17

Kort1. Þéttbýlustu svæði heims er að finna á framburðarsléttum stórfljóta og annars staðar þar sem er

frjósamur jarðvegur, hreint vatn og hentugt loftslag. Strjálbýlustu svæði heims er að finna þar sem loftslag býður ekki upp á búsetu eins og í eyðimörkum og jöklasvæðum.

2. Asía er þéttbýlasta heimsálfan. Þar eru fjölmennustu lönd heimsins Indland og Kína.

3. Eyjaálfa er strjálbýlasta heimsálfan af því að stór hluti hennar er óbyggilegur vegna eyðimerkur-loftslags.

4. Þéttbýl svæði meðfram stórfljótum eru t.d. meðfram Rín, Níl, Dóná, Volgu, Indus, Ganges, Brahmaputra, Jangtsefljóti og Gulá.

5. Það sem einkennir aldurspýramídana á bls 15 er að á Íslandi lifir stór hópur fólks lengur en í Lesótó. Meðalævilengd er miklu hærri hér á landi en í Lesótó. Flestir jarðarbúar eru á aldursbilinu 0–39 ára en fæstir 85–90 ára. Það sem útskýrir ólíka lögun píramídanna er að Lesótó er þróunarland en á Íslandi eru lífskjör miklu betri.

6. Ólík svör. En til að borg geti risið þarf aðgengi að auðlindum að vera gott sem og gott samgöngu-kerfi. Eins þurfa að liggja fyrir teikningar af skipulaginu t.d. götur, rafkerfi, vatnslagnir og skólp.

Finndu svarið7. Það sem hefur mest áhrif á fólksfjölgun í heiminum er há fæðingartíðni samfara lágri dánartíðni.

Þar getur margt komið til eins og bætt aðgengi að hreinu vatni og betri læknisaðstoð, einkum mæðravernd sem lækkar mæðra- og ungbarnadauða.

8. Þéttbýlustu svæði heimsins eru þar sem gott er að rækta og góðar samgöngur. Jarðvegur er þar frjósamur og gott aðgengi bæði af landi og sjó.

9. Brandt-línan er tilraun til að skipta heiminum eftir efnahagslegri stöðu í norður (ríkari hlutinn) og suður (fátækari hlutinn).

10. a. Fæðingatíðni – hversu margir fæðast á hverja 1000 íbúa á ári.b. Dánartíðni – hversu margir deyja á hverja 1000 íbúa á ári.c. Náttúruleg fólksfjölgun – þegar fæðingartíðni er hærri en dánartíðni.d. Brottflutningur – þegar fólk flytur úr landi.e. Meðalævilengd – hversu háum aldri má ætla að nýfætt barn nái sem fæðist í tilteknu landi.

5Maður og náttúraNÁMSGAGNASTOFNUN • 08970 Um víða veröld – Heimsálfur – Lausnir

Umræður11. Til að stemma stigu við offjölgun er hægt að marka stefnu í fjölda fæðinga líkt og gert var í Kína.

Einnig er hægt að auka aðgengi og notkun getnaðarvarna og mennta konur. Barnsfæðingum fækkar með hærra menntunarstigi kvenna.

12. Til að leysa fátækt og hungur er æskilegt að mennta og skapa atvinnu og viðunandi vinnuaðstöðu fyrir fólk, eins að greiða laun fyrir vinnu og virða hvíldartíma. Einnig þarf að bæta hreinlætisaðstöðu, heilbrigðiskerfið og fræða fólk um næringu matvæla.

13. Fyrir það fyrsta fæðast fleiri stúlkubörn um allan heim. Þegar stríð geisa eru karlar sendir á vígvöllinn þar sem margir þeirra láta lífið. Í Kína vilja foreldrar eiga stráka af því að þeir koma til með að sjá fyrir foreldrum sínum og það þarf ekki að borga með þeim heimanmund þegar þeir gifta sig.

14. Eitt par eru tveir einstaklingar. Ef parið eignast tvö börn viðhalda þau sjálfum sér, þ.e. mannfjöldi stendur í stað. Ef parið eignast færri en tvö fækkar fólki en fjölgar ef parið eignast fleiri en tvö.

15. Í efnaminni löndum fæðast fleiri börn af því að fólk þar þekkir ekki notkun getnaðavarna eða hefur ekki efni á þeim. Það geta líka legið að baki trúarlegar ástæður og þar sem barnadauði er hár og börnunum er ætlað að hugsa um foreldrana í ellinni er fjöldi barna ákveðin trygging fyrir ævi-kvöldið.

16. Til að geta búið á erfiðum svæðum eins og í regnskógum, í eyðimörkum og á köldum svæðum þarf að vera nóg vatn til staðar og frjósamur jarðvegur til fæðuframleiðslu.

17. Þegar horft er til hinna hagrænu þátta er mannkynið og þekking þess auðlind en sé horft til um-hverfisþátta má líta á mannkynið sem byrði á jörðinni. Þessa spurningu er hægt að ræða fram og til baka.

Viðfangsefni18. Upplýsingar er hægt að finna á vef Hagstofnunnar og einnig í Kortabók fyrir grunnskóla (2012) á

bls. 22. Hér má sjá graf yfir fólksfjölgun á Íslandi frá 1703 sem hægt er að nálgast á vef Hagstofunnar.

6Maður og náttúraNÁMSGAGNASTOFNUN • 08970 Um víða veröld – Heimsálfur – Lausnir

19. Ef unga fólkið flyst í burtu verður enginn til að taka við vinnumarkaðnum af þeim eldri svo starfsævi þeirra lengist. Auk þess er enginn til að taka við kerfinu sem þjóðir/svæði hafa komið sér upp til að sjá eldri borgurum farborða.

20. Fréttaskýringarþáttur.

Ísland21. Á höfuðborgarsvæðinu eru mestir möguleikar á fjölbreyttri atvinnu og þar er þjónustan best.

22. Aldursamsetningu Íslendinga má m.a. sjá á aldurspíramída á bls. 15 en þar kemur fram að Íslendingar verða mjög gamlir.

23. Mannfjöldaspár gera ráð fyrir að Íslendingar verði 345 þús. árið 2020 og 375 þús. árið 2030. Þetta er hægt að sjá á myndriti í Kortabók fyrir grunnskóla (2012) á bls. 22.

24. Lífskjör á Íslandi eru mjög góð og í samanburði við þróunarlönd þá er aðgengi að heilsugæslu, vatni og mat mjög ólík hér á landi og meðalaldur Íslendinga er mjög hár.

7Maður og náttúraNÁMSGAGNASTOFNUN • 08970 Um víða veröld – Heimsálfur – Lausnir

Kort1. Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna má finna m.a. í Kortabók fyrir grunnskóla (2012) á bls. 94–95.

a. Í löndum um miðbik Afríku.b. Í Afríku.c. Í Afríku.d. Í löndum um miðbik Afríku.e. Í löndum í suðurhluta Afríku. f. Í löndum um norðanverða Afríku og í Mið-Austurlöndum.g. Hungur er mest í Afríku í löndum sunnan Sahara.

2. Þau tungumál sem eru útbreiddust eru kínverska, enska, hindí og spænska.

3. Kristni er útbreidd í Norður- og Suður-Ameríku, Evrópu og norðurhluta Rússlands. Islam er útbreitt um norðanverða Afríku inn í miðja Asíu. Hindúatrú er útbreidd á Indlandsskaga og Búddhatrú er útbreidd í austur- og suðausturhluta Asíu.

Maður og náttúra VERKEFNI bls. 24 og 25

Finndu svarið4. Í mannréttindayfirlýsingu Sþ er kveðið á um grundvallar mannréttindi til handa öllum í heiminum.

Mikilvægustu réttindin eru réttindi til lífs, málfrelsi og trúfrelsi.

5. Fyrsta kynslóð mannréttinda teljast borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi okkar. Önnur kynslóð er réttur okkar til mannsæmandi lífsskilyrða. Þriðja kynslóð mannréttinda eru svokölluð samstöðu-réttindi, þ.e. réttur okkar til friðvænlegs umhverfis og réttur komandi kynslóða til óspilltrar náttúru.

6. Þúsaldarmarkmið eru þau markmið sem alþjóðasamstarfi á 21. öldinni er fyrst og fremst ætlað að snúast um og búa jarðarbúum betri heim með; frelsi, jafnrétti, umburðarlyndi, virðingu og sam-ábyrgð.

7. Þjóðerniskennd getur verið það ósýnilega afl sem sameinar þjóð eins og með sameiginlegum uppruna, sögu, tungumáli og trú.

8. Mansal er það glæpsamlega athæfi þegar fólk, jafnt konur, karlar og börn er selt í hagnaðarskyni.

Umræður9. Til borgaralegra og stjórnmálalegra réttinda er t.d. rétturinn til að efna til eða taka þátt í

friðsamlegum mótmælum, kosningaréttur, trúfrelsi, félagafrelsi og málfrelsi.

10. Ef allir jarðabúar væru sömu trúar … DÆMIa. væru ekki trúarstríðb. væri lífið auðveldara

11. Vatn er öllum lífsnauðsynlegt til að geta lifað. Án vatns myndi líkaminn þorna upp og deyja.

12. Mismunandi svör. En við gætum t.d. passað upp á að láta ekki vatn renna að óþörfu úr krönum, þvegið sjaldnar, farið sjaldnar í sturtu og fækkað sundlaugum.

8Maður og náttúraNÁMSGAGNASTOFNUN • 08970 Um víða veröld – Heimsálfur – Lausnir

Viðfangsefni13. Mannréttindabrot eru t.d. fangelsun án dóms og laga, mismunun vegna kynhneigðar, ofsóknir

vegna pólitískra skoðana og hömlur á tjáningarfrelsi (ritskoðun). Hægt er að finna dæmi um mannréttindabrot í mörgum löndum m.a. í Palestínu, í Kína, víða í Afríku og svo má lengi telja.

14. Ólík nálgun en hitaeininganeysla í þróunarlöndum og iðnríkjum er mjög ólík.

15. Hringrás vatns útskýrð á ólíkan hátt.

16. Skráning á því hversu mikið vatn nemandi notar á einni viku.

17. Vatn er t.d. hreinsað með eimingu. Aðferðin er þó mjög kostnaðarsöm.

18. Hugtakakort. Gott að safna hugtökum á töflu með hugstormi nemenda.

19. Spurningar þar sem svarið er vatn gætu verið:a. Hvað er mikilvægast fyrir manneskju að fá til að lifa?b. Úr hverju er maðurinn að 70% gerður?c. Efni sem getur verið í fljótandi formi, föstu formi og sem gufa er?d. Hvað verður til úr tveimur vetnisfrumeindum og einni súrefnisfrumeind?e. Hvar veiðir maður lax? f. Hvað er grunnefnið í kóki?

20. Ríki þar sem sameining hefur gengið vel er t.d. Austur- og Vestur-Þýskalands (1990). Þar sem illa hefur gengið að sameina þjóðarbrot í eitt ríki er t.d. víða í Afríku og Mið-Austurlöndum þar sem utankomandi aðilar teiknuðu þau landamæri sem mynda ríkin sem þar eru nú, t.d. lenda Kúrdar innan landamæra Sýrlands, Tyrklands, Írans, Íraks, Georgíu og Armeníu.

21. Hugtök útskýrð t.d. á veggspjaldi eða með skjákynningu.a. Þjóð: Gæti verið hópur fólks á ákveðnu landsvæði sem hefur sameiginlega tungu, sögu, menningu og þjóðernistilfinningu.b. Menning: Samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs er menning „þroski mannlegra eiginleika mannsins, það sem greinir hann frá dýrum, þjálfun hugans, andlegt líf“. Íslensk orðsifjabók bætir því við að menning sé „þroski hugar og handa; … það að manna einhvern … þróun, efling, siðmenning“. Orðabók Menningarsjóðs segir líka að menning sé „sameiginlegur arfur (venjulega skapaður af mörgum kynslóðum) … rótgróinn háttur, siður“. Hin Íslenska alfræði- orðabók Arnar og Örlygs segir að menning sé „sú heild þekkingar, siðferðis, trúar og tákna sem er undirstaða mannlegs samfélags“.c. Mannréttindi : Skv skýring á Vísindavefnum hefur fólk lagt þrenns konar skilning í hugtakið mannréttindi. Lagalegur skilningur: Réttindi sem eru skilgreind í réttindaskrám og alþjóðasamþykktum, til dæmis í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Pólitískur skilningur: Réttindi sem talið er æskilegt að tryggja fólki hvort sem þau eru nefnd í alþjóðasamþykktum eður ei. Siðferðilegur skilningur: Réttindi sem allir menn hafa óháð staðbundnum kringumstæðum eins og samfélagsgerð eða efnahag.

22. Ólík svör.

23. Stofnanir eða samtök sem berjast fyrir mannréttindum í heiminum eru t.d. Amnesty International, UNICEF, UN WOMEN, Human Rights Watch og Rauði Krossinn.

24. Í þjóðernishreinsunum (e. ethnic cleansing) er markmiðið að hreinsa ákveðin svæði af fólki af öðru þjóðerni eða uppuna með því að myrða það kerfisbundið eða reka í burtu. Stærstu þjóðernishreins-anir seinni tíma eru útrýming gyðinga í seinni heimsstyrjöld (1939–1945). Nær okkur í tíma eru hreinsanir á íbúum í Bosníu sem ekki voru af serbneskum uppruna (á síðasta áratug 20. aldar) og útrýming blökkumanna (kristinna) í Darfur í Súdan (2012).

25. Ólík nálgun.

26. Fimm tillögur að því hvernig hægt er að útrýma hungri í heiminum. Svör flokkuð og metin.

27. Leikþáttur; tilvalinn fyrir árshátíðir, samveru á sal eða bara í kennslustofu.

9Maður og náttúraNÁMSGAGNASTOFNUN • 08970 Um víða veröld – Heimsálfur – Lausnir

Ísland28. Ólík svör en á Íslandi teljast mannréttindi með því besta sem gerist. Á Íslandi eru mannréttindi þó

stundum brotin. Rétt er að hafa í huga að mannréttindi eru áunnin réttindi sem geta tapast sé ekki staðinn vörður um þau.

29. Unglingar á Íslandi hafa m.a. þær skyldur að mæta á réttum tíma í skólann, fara eftir umferðar-reglum og hlíta ákvörðunum forráðamanna sinna.

30. Ef barn á Íslandi telur á sér brotið og ef það hefur reynt að fá lausn innan fjölskyldu, skóla, hjá nánustu ættingjum, barnaverndaryfirvöldum eða lögreglu og ekki gengur að leysa málið er hægt að hafa samband við umboðsmann barna, www.barn.is.

31. Íslenska er germanskt mál.

32. Kristin trú er útbreiddasta trúin og eru langflestir Íslendingar í þjóðkirkjunni. Myndrit sem sýnir fylgjendur stærstu trúarbragða á Íslandi, sjá hagstofuvef, www.hagstofa.is.

33. Ólík nálgun en m.a. sameiginlegt tungumál og menningin sem við ölumst upp í, ímynd okkar af landi og þjóð.

34. Vatn er ekki óþrjótandi auðlind og ber að ganga vel um hana. Á Íslandi er úrkoma sem stendur mikil sem tryggir Íslendingum mikið vatn.

NÁMSGAGNASTOFNUN • 08970 Um víða veröld – Heimsálfur – Lausnir 10Evrópa

Evrópa VERKEFNI bls. 34 og 35

Kort1. Stærstu borgir Evrópu eru t.d. London, París, Madríd, Manchester, Berlín, Moskva og Istanbúl.

Mun fleiri hafa fleiri en 1 milljón íbúa. Á bls. 39 og bls 51 í Kortabók fyrir grunnskóla (2012) má finna fleiri borgir.

2. Stærstu og lengstu fljót Evrópu eru t.d. Volga, Dóná, Rín, Dnepr, Loire og Elbe.

3. Pýreneafjöll, Alpafjöll, Appennínafjöll, Úralfjöll og Kákasusfjöll eru stærstu fjallgarðar í Evrópu og er Elbrus í Rússlandi hæsta fjall Evrópu en það er 5642 metrar að hæð og er í Kákasusfjöllum.

4. Evrópaa. Ladoga og Onega í Rússlandi, Vänern og Vättern í Svíþjóð.b. Bretlandseyjar, Ísland, Írland, Sardinía, Sikiley, Korsíka, Krít og Kýpur.c. Svartahaf, Kaspíhaf, Miðjarðarhaf, Atlantshaf, Norðursjór, Eystrasalt og Norður-Íshaf.d. Íberíuskagi, Balkanskagi, Skandinavíuskagi, Appennínaskagi.

5. Gróðurbeltin eru að sunnan; makkíkjarr, laufskógar (hafa að mestu vikið fyrir ræktuðu landi), barrskógar og freðmýrar. Loftslagsbelti eru að sunnan; heittempraða beltið, tempraða beltið að stærstum hluta og kuldabeltið nyrst.

6. Óbyggð svæði eru nyrst í álfunni vegna kulda og í fjalllendi.

7. T.d. Bretlandseyjar, Írland, Ísland og Færeyjar.

8. Lönd sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum eru: Eistland, Lettland, Litháen, Hvíta-Rússland, Úkraína og Moldóva.

9. Tungumála. Baskneska er töluð á Spáni og í Frakklandi.b. Gelíska er töluð í Skotlandi (einkum í skosku Hálöndunum og Suðureyjum).c. Kalmykkisk er talað í Rússlandi (norðan Kaspíhafs).d. Komi er talað í Rússlandi (norðausturhluta Evrópu).e. Retórómanska er töluð í Sviss.

Finndu svarið10. Alparnir urðu til við árekstur tveggja fleka, Afríkuflekans og Evrasíuflekans. Jaðrar jarðskorpuflekanna

krumpast upp (og niður). Krumpan eru Alpafjöll.

11. Helsta auðlind Evrópu er frjósamur jarðvegur meira og minna um alla álfu þar sem kvikfjárrækt, akuryrkja og skógrækt er stunduð. Einnig er stutt á fengsæl fiskimið í Atlantshafinu.

12. Höf sem liggja á mörkum Asíu og Evrópu eru Kaspíhaf, Svartahaf og innsti hluti Miðjarðarhafs (Eyjahaf ).

13. Með iðnbyltingunni þróaðist tækni við að fjöldaframleiða vörur. Vélar, færibönd og verksmiðjur komu til sögunnar.

NÁMSGAGNASTOFNUN • 08970 Um víða veröld – Heimsálfur – Lausnir 11Evrópa

Umræður14. Ólík svör.

15. T.d. Mercedes Bens, BMW, Volkswagen, Fiat og Skoda.

16. Ólík svör.

17. Ólík svör.

Viðfangsefni18. Fjórfrelsið er hugtak sem vísar til frjáls flæðis vöru, fólks, fjármagns og þjónustu. Fjórfrelsið er

grundvöllur innri markaðar Evrópusambandsins (ESB) og Evrópska efnahagssvæðisins (EES).

19. Iðnbyltingin breytti starfsháttum þannig að vélar sem urðu til á þessum tíma breyttu vörufram-leiðslu úr handverki í fjöldaframleiðslu.

20. Ferðalag skipulagt um Evrópu.

21. Frétt frá Evrópulandi valin og skrifaður útdráttur.

22. Ferðamannabæklingur útbúinn, teiknaður, handskrifaður og föndraður, eða gerður í t.d. word eða publisher.

23. Villt dýr – kynning á plakati eða Powerpoint.

24. Ólík svör.

25. Samantekt um valið smáríki í Evrópu.

Ísland26. Rök sem talin eru með inngöngu eru t.d. stöðugra efnahagskerfi, batnandi lífskjör og sameiginleg

mynt. Rök á móti eru m.a. að sumir telja að við missum fullveldið og tökin á stjórnun auðlinda okkar.

27. Þau lönd sem við Íslendingar höfum mest samskipti við eru nágrannar okkar á Norðurlöndunum. Þangað fer fólk gjarnan í framhaldsskóla og þar liggja m.a. menningartengsl okkar.

28. Þau lönd sem Íslendingar sækja mest til eru Norðurlöndin og í sumarleyfum er vinsælt að fara til landa við Miðjarðarhafið.

29. Við kaupum m.a. grænmeti, bíla, fatnað og margs konar þjónustu frá Evrópu.

30. Mismunandi svör.

12AsíaNÁMSGAGNASTOFNUN • 08970 Um víða veröld – Heimsálfur – Lausnir

Kort1. Rússland og Tyrkland eru að hluta í Asíu og að hluta í Evrópu. En að öðru leyti liggur Asía að

Egyptalandi (Afríka) og Papúa Nýju-Gíneu (Eyjaálfu).Höf er liggja að Asíu eru: Norður-Íshaf – Barentshaf, Karahaf, Laptevhaf og Austur-Síberíuhaf. Kyrrahaf – Beringshaf, Okhotskhaf, Japanshaf, Gulahaf, Austur-Kínahaf, Suður-Kínahaf og Bandahaf. Indlandshaf – Bengalflói, Arabíuflói, Persaflói og Rauðahaf. Miðjarðarhaf og Svartahaf.

2. Sex svæði Asíu eru:a. Mið-Austurlönd – Tyrkland, Sýrland, Líbanon, Ísrael, Jórdanía, Sádi-Arabía, Jemen, Óman, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Katar, Barein, Kúveit, Írak, Íran, Georgía, Armenía og Aserbaídsjan.b. S-Asía – Pakistan, Indland, Nepal, Bútan, Bangladess, Srí Lanka og Maldíveyjar.c. A-Asía – Kína, Mongólía, Norður-Kórea, Suður-Kórea, Japan og Taívan.d. SA-Asía – Burma, Taíland, Laos, Víetnam, Kambódía, Malasía, Singapúr, Indónesía, Brúnei, Filippseyjar og Austur-Tímor.e. N-Asía – Rússland. f. Mið-Asía – Kasakstan, Úsbekistan, Túrkmenistan, Kirgistan, Tadsjikistan og Afganistan.

3. Marga myndarlega fjallgarða er að finna í Asíu. Hæstu eru Himalajafjöll, Karakorumfjöll, Tian Shan, Pamírfjöll, Kunlun Shan, Hindukushfjöll og Altaifjöll. Hæsta fjall Asíu og í heiminum er Mt. Everest í Himalajafjöllum sem er 8848 m að hæð.

4. Indónesía – stærsta eyjan Súmatra. Filippseyjar – stærsta eyjan Mindanao.Japan stærsta eyjan Honshu.

5. Stærstu skagar í Asíu eru Indlandsskagi, Arabíuskagi, Malakkaskagi og Kóreuskagi.

6. Bls. 96 í Kortabók handa grunnskólum (2012). Helstu trúarbrögð í Asíu eru gyðingdómur, kristni, islam, hindúatrú, búddatrú, kínversk trúarbrögð (m.a. konfúsíusarhyggja og taósiður), shintotrú og sálnatrú (trúarbrögð frumbyggja).

7. Gróðurbeltin sem Asía er í eru freðmýrar, barrskógar, laufskógar, steppur, savanni, hitabeltis-regnskógar og eyðimörk. Asía er í öllum loftslagsbeltunum; kuldabeltinu, tempraða beltinu, heittempraða beltinu og hitabeltinu.

8. Norður-Íshaf – Ob, Jenisej og Lena. Kyrrahaf – Amur, Huang He (Gulafljót) og Yangtsefljót. Indlandshaf – Irrawaddy, Ganges, Indus og Shat-el-Arab.

Asía VERKEFNI bls. 46 og 47

Finndu svarið9. Orðið Himalaja merkir land snjóa. Him – snjór og laja – heimur.

10. Tíbethásléttan er kölluð Þak heimsins af því að hún er hæsta og stærsta háslétta jarðar. Hún liggur í 4000–5000 m hæð.

11. K2 er næsthæsti tindur jarðar (8610 m hár) í Karakorumfjallgarðinum.

12. Aralvatn er að hverfa vegna þess að þar hefur vatni úr ánum sem renna í það verið veitt í áveitur sem notaðar eru til ræktunar á m.a. bómull og hrísgrjónum.

13. Tæplega 2/3 hlutar mannkyns búa í Asíu.

13AsíaNÁMSGAGNASTOFNUN • 08970 Um víða veröld – Heimsálfur – Lausnir

Umræður14. Barnaþrælkun er ólögleg starfsemi þar sem börn undir lögaldri eru neydd til að vinna. Vinnan er oft

erfið og hættuleg og aðstæðurnar ömurlegar. Börn eru látin vinna í námum, með eiturefni í landbún-aði, með hættulegar vélar eða þræla við heimilishjálp án launa. Milljónir stúlkna eru látnar vinna sem heimilsþernur þar sem þær eru berskjaldaðar fyrir arðráni og misnotkun. Börn eru einnig þvinguð í vændi eða klám, í hernaðarátök og aðrar ólöglegar aðgerðir. Barnaþrælkun viðgengst víða í Asíu, í löndum sunnan Sahara, Suður-Ameríku og á Karíbahafseyjunum og í minna mæli víða um heim.

15. Fair trade viðskipti merkir að þá hefur fólkið sem býr til vöruna fengið borgað sanngjarnt kaup og unnið við viðurkenndar aðstæður.

16. Ólík svör. En sem neytendur erum við öflugur hópur og getum sniðgengið vörur þegar okkur líkar ekki aðferðir við framleiðslu þeirra. Reglulega koma fréttir í fjölmiðlum sem upplýsa okkur um mis-munun og óréttlæti og þá er um að gera að bregðast við sem neytandi.

17. Ólík svör. En það mætti t.d. aðstoða bændur við að ná í vatnið annars staðar en úr ánum sem renna í Aralvatn. Prófa að bora eftir því. Rækta aðrar tegundir en þær sem eru vatnsfrekar eins og bómull og hrísgrjón.

18. Þegar olíuna þrýtur munum við vonandi vera búin að finna aðra lausn á því hvernig knýja má farartæki og kynda hús.

19.–20. Ólík svör.

Viðfangsefni19. Ferðaáætlun í fjallgöngu á Everestfjall.

20. Þau lönd sem voru hluti af Sovétríkjunum til 1991 voru; Eistland, Lettland, Litháen, Hvíta-Rússland, Úkraína, Moldóva, Georgía, Armenía, Aserbaídsjan, Kasakstan, Úsbekistan, Túrkmenistan, Kirgistan og Tadsjikistan.

21. Kynning á dýrum frá Asíu.

22. Í suður- og austurhluta álfunnar er mest ræktað af hrísgrjónum. Í Norður-Kína og á sléttum Rússlands og Kasakstan er ræktað hveiti. Í Úsbekistan er ræktaður bómull. Í Suðaustur-Asíu er t.d. ræktað kaffi, te, kókoshnetur og sykurreyr. Þessar landbúnaðarafurðir eru að stórum hluta fluttar út en hrísgrjóna- og hveitirækt er einnig fyrir innanlandsmarkað.

23. Dagbók um valið efni.

24. Kynning á þekktum Asíubúa.

25. Valdir ferðamannastaðir nemenda.

26. Frétt frá Asíu, útdráttur.

27. Myndbönd fundin á netinu og málefni Aralvatns krufin. Umræður.

28. Fjöldi af neysluvörum og fatnaði sem nemendur geta nefnt. Gagnrýni á vöruframleiðslu í Asíu er m.a. vegna lélegs aðbúnaðar og kjara vinnufólks.

Ísland29. Samskipti Íslands við Asíu er aðallega í formi margskonar viðskipta. Íslendingar kaupa ýmsan varning

frá Asíu. Má þar nefna föt og skó, bíla, tölvur og smærri rafmagnstæki, ljósmyndavörur, leikföng og lífræn kemísk efni. Mörg börn hafa verið ættleidd frá Asíu.

30. Ólík svör.

31. Ólík svör.

32. Ólík svör. Dæmi um mat í boði á matsölustöðum eru t.d. núðlur og súrsætur matur.

33. Ólík svör.

14AsíaNÁMSGAGNASTOFNUN • 08970 Um víða veröld – Heimsálfur – Lausnir

Kort1. Löndin á Indlandsskaga eru Indland, Pakistan, Nepal, Bútan og Bangladess.

2. Höf sem liggja að Kína eru strandhöf og innhöf úr Kyrrahaf, þ.e. Gulahaf, Austur-Kínahaf og Suður-Kínahaf. Lönd sem liggja að Kína eru 14; Rússland, Norður-Kórea, Víetnam, Laos, Burma, Bútan, Nepal, Indland, Pakistan, Afganistan, Tadsjikistan, Kirgistan, Kasakstan og Mongólía. Stærstu borgir Kína eru Shanghai, Beijing og Hong Kong.

3. Þriggja gljúfra stíflan er um 1500 km upp með Yangtsefljóti frá hafnarborginni Shanghai.

4. Kínamúrinn er tæplega 7000 km langur.

5. Himalajafjöll, Karakorumfjöll, Pamírfjöll, Tian Shan og Kunlun Shan liggja í V-Kína.

6. Fljótið Amur myndar landamæri við Rússland.

7. Til suðurs; Indus, Ganges, Brahmaputra, Irrawaddy og Mekong. Til austurs; Yangstefljót og Gulafljót.

Asía VERKEFNI bls. 57

Finndu svarið8. Olía er ein verðmætasta auðlind Asíu. Einnig er mikið um kola- og járngrýtislög í Rússlandi og Kína.

Undan ströndum Asíu eru gjöful fiskimið.

9. Þéttbýlustu svæði Indlands eru meðfram stórfljótunum Ganges og Brahmaputra.

10. Hrísgrjón og hveiti eru einkum ræktuð í Kína. Skoða Kortabók fyrir grunnskóla (2012).

11. Keisaraskurðurinn er 2000 km langur skipaskurður sem liggur á milli Gulafljóts og Yangtsefljóts. Hann er einn elsti skipaskurður í heimi.

Umræður12. Borgin Hong Kong í Kína var lengi undir stjórn Breta eða allt til ársins 1997. Borgin hefur talsvert

sjálfstæði sem sérstakt sjálfstjórnarhérað í Kína.

13. Ólík svör.

14. Rökræður um kosti og galla virkjanna.Kostir: Ódýr og umhverfisvænn orkugjafi og mengar ekki.Gallar: Mikið jarðrask vegna uppistöðulóna og mannvirkja. Röskun á búsvæði manna og dýra o.fl.

15. Rökræður með og á móti olíuvinnslu. Rök með: Auðvelt að vinna olíu og hana er oft að finna í miklu magni á afmörkuðu svæði. Rök á móti: Bruni olíu mengar og stuðlar að frekari gróðurhúsaáhrifum. Úrgangsefni olíuvinnslu eru mikil. Olíuvinnsla leiðir einnig oft til pólitísks óróa o.fl.

15AsíaNÁMSGAGNASTOFNUN • 08970 Um víða veröld – Heimsálfur – Lausnir

Þetta átti að vera í kennslubókinni. Hér urðu þau leiðu mistök að út úr verkefnunum í kennslubókinni féll liðurinn Viðfangsefni en honum verður bætt við í næstu prentun. Í þeim flokki voru þessar spurningar:

Viðfangsefni1. Hvernig var ríkjaskipan í Miðausturlöndum áður en olían fannst þar?

2. Segið frá Gangesfljótinu og hvaða þýðingu það hefur í lífi Indverja

3. Veljið eitt af eftirfarandi verkefnum og búið til kynningu. (útskýrið og nefnið dæmi)a. Hagkerfi Kínab. Erfðastéttarkerfið í Indlandic. Silkivegurinnd. Taj Mahal

4. Finnið 2–3 lönd í Asíu sem voru nýlendur og hvaða þjóð réð yfir þeim.

5. Leitið upplýsinga um minjar á skrá Unesco og kynnið fyrir bekknum

6. Veljið eitt af eftirfarandi og kynnið fyrir samnemenduma. Ankor, borgina sem hvarf í skóginumb. Mandarín og útbreiðsla þessc. Trúarbrögð í Asíud. Eldfjallið Pinatubo

7. Búið til stuttmynd eða myndasögu um eitt af eftirfarandi:a. Vinsælir ferðamannastaðir í Asíub. Eldgos og jarðskjálftar í Japanc. Þriggja gljúfra stíflan í Kínad. Kínamúrinn

Svörin við viðfangsefni bls. 571. Tvö stór öflug veldi, Tyrkir og Persar réði svæðinu að stórum hluta. Þegar olían finnst um aldamótin

1900 komu Bretar og Frakkar og skiptu þeir svæðinu upp eftir fyrri heimsstyrjöld sem leiddi til pólitísks óstöðugleika um ókomna tíð.

2. Gangesfljótið er eitt helgasta fljót hindúa. Trúarlega hefur það mikla þýðingu fyrir Indverja sem telja sig geta hreinsað sig af syndum sínum með því að baða sig í fljótinu.

3. Kynning með t.d upplestri, plakati eða ppt.a. Hagkerfi Kínab. Erfðastéttarkerfið í Indlandic. Silkivegurinnd. Taj Mahal

4. Ólík svör.

5. Ólík svör. Kynning t.d. með upplestri, plakati, ppt eða einhverju öðru.

6. Kynning með t.d. upplestri, plakati eða ppt.a. Ankor – borgin sem hvarf í skóginumb. Mandarín og útbreiðsla þessc. Trúarbrögð í Asíud. Eldfjallið Pinatubo

7. Stuttmynd eða myndasaga.a. Vinsælir ferðamannastaðir í Asíub. Eldgos og jarðskjálftar í Japanc. Þriggja gljúfra stíflan í Kínad. Kínamúrinn

16AsíaNÁMSGAGNASTOFNUN • 08970 Um víða veröld – Heimsálfur – Lausnir

Ísland16. Á Íslandi eru þó nokkrar vatnsaflsvirkjanir. Stærsta virkjun Íslendinga, Kárahnjúkavirkjun (690MW)

framleiðir 30 sinnum minni orku en Þriggja gljúfra stíflan (18,2 GW).

17. Bílar sem framleiddir eru í Asíu er m.a. Toyota, Lexus, Mazda, Nissan, Kia, Hyundai, Daihatsu og Lada.

18. Íslendingar kaupa einkum leikföng, raftæki og bíla frá Asíu.

19. Mismunur á lestarmenningu í Indlandi og strætómenningu á Íslendi er mikill. Á Indlandi tíðkast að hanga utan og ofan á lestinni ef maður á ekki fyrir farinu en það viðgengst ekki á Íslandi. Almenningssamgöngutæki eru yfirleitt mjög mikið notuð og yfirfull á Indlandi.

20. Ólík svör.

17NÁMSGAGNASTOFNUN • 08970 Um víða veröld – Heimsálfur – Lausnir Afríka

Kort1. Höf sem liggja að Afríku eru Miðjarðarhaf, Rauðahaf, Indlandshaf og Atlantshaf.

2. Madagaskar er stærsta eyjan undan ströndum Afríku. Þar eru líka minni eyjaklasar eins og Máritíus, Seychelles-eyjar, Kómoreyjar, Saó Tóme og Prinsípe, Grænhöfðaeyjar og Kanaríeyjar.

3. Regnskóga í Afríku er að finna í vesturhluta álfunnar við miðbaug. Í t.d. Gabon, Kongó, Mið-Afríku-lýðveldinu og Austur-Kongó. Einnig í löndunum við Gíneuflóa.

4. Miðbaugurinn liggur um Gabon, Kongó, Austur-Kongó, Úganda, Kenía og Sómalíu.

5. Stærstu eyðimerkur í Afríku eru Sahara-, Kalaharí-, og Namibeyðimerkurnar.

6. Helstu náttúruauðlindir í Afríku eru gull og demantar auk þess er frjósamur jarðvegur þar sem hægt er að rækta t.d. kaffi og te.

7. Franska, enska og portúgalska en evrópsku tungumálin eru töluð þar vegna þess að lönd í Afríku voru nýlenduríki margra Evrópuþjóða.

8. Mismunandi svör, gætu t.d. verið Botsvana, Suður-Súdan, Kenía.

Afríka VERKEFNI bls. 68 og 69

Finndu svarið9. Útskýringar:

a. Sahel er svæði í Afríku sem liggur á mörkum Sahara og gróðurlendisins í suðri sem er kallað Súdan. Svæðið er aðallega gresja og nær frá Atlantshafinu að Horni Afríku og frá hálfþurru graslendi að hitabeltisgresju.b. Hirðingjar eru samfélög fólks sem ferðast með kvikfé milli bithaga án fastrar búsetu. Hirðingjar eru þannig aðgreindir frá öðrum flökkuþjóðum sem einnig flytja sig stöðugt um stað en þá milli veiðilenda, sem farandsalar, farandverka-fólk eða flakkarar.c. Savanni er gróðurbelti þar sem eru stórar, opnar gresjur með tré á stangli.

10. Regnskógur er ekki góður til ræktunar vegna þess að trén eru þétt og þarf að fella þau og rýma til að hægt sé að rækta en þá er jarðvegurinn ófrjósamur.

11. Arabalönd eru löndin nyrst í Afríku t.d. Egyptaland, Alsír, Marokkó, Líbía, Súdan, Tsjad og fleiri af því að þar búa arabar að stórum hluta og þeir tala arabísku.

12. Afríkubændur rækta einkum korn og rótarplöntur til að framfleyta fjölskyldum sínum.

13. Hæsta fjall Afríku heitir Kilimanjaro, 5895 m hátt og er á landamærum Tansaníu og Kenía.

18NÁMSGAGNASTOFNUN • 08970 Um víða veröld – Heimsálfur – Lausnir Afríka

Umræður14. Umræður um þrælahald. Þó þrælkun og nauðungarvinna sé hvergi lögleg og fordæmd um allan

heim leynist hún víða. Má t.d. benda á barnaþrælkun sem áður hefur verið minnst á. Þrælahald nú-tímans birtist í mörgum myndum. Fólk er í nauðungarvinnu í verksmiðjum, í landbúnaði, byggingar-iðnaði og við heimilisstörf. Kynlífsþrælkun stúlkna og kvenna um allan heim er útbreitt vandamál.

15. Gróðinn af náttúruauðlindum eins og gulli og demöntum renna til annarra en Afríkubúa af því að áður voru löndin nýlendur og nýlenduherrar hirtu gróðann og nú í dag eru námur oft í eigu útlendinga. Einnig eru hráefnin seld óunnin úr landi og fyrir þau fæst minna verð þannig.

16. Ráð gegn hungri í Afríku:a. Byggja vegi – þá er auðveldara að koma aðföngum til og frá svæðum.b. Leggja vatnsleiðslur – hjálpar til við að halda heilsu að fá hreint vatn.c. Byggja sjúkrahús – hjálpar til við að halda heilsu.d. Byggja skóla – menntar fólk og stuðlar þannig að aukinni verðmætasköpun og vitundarvakningu gagnvart stöðu meðal íbúa og þjóða heims.

Viðfangsefni17. Hópvinna með www.globalis.is.

18. Blóðdemantar eru venjulegir demantar en eru kallaðir það vegna þess að viðskipti með þá fara fram á leynilegum mörkuðum og andvirði þeirra er notað í stríðsrekstur.

19. Stutt greinargerð um frétt frá Afríkuríki.

20. Vinna með heimildir t.d. http://translate.google.com/ Þar er hægt að finna tungumál eins og arabísku, afríkönsku og svahílí.

21. Ímyndaðri ferð um þjóðgarð lýst t.d. Kruger, Serengeti, Masai Mara, Ngorongoro.

22. Finnið dæmi um afríska list. Búa til listaverk.

23. Kynning á afrísku dýri.

24. Leikþáttur um samskipti Evrópubúa og Afríkubúa.

25. Frásögn af þekktum Afríkubúa.

26. Ólík nálgun en ljósmagnið á jörðu niðri ætti að vera einhverjum hugleikið. Dreifð smáljós og olíueldar á móti stórborgum og skipulagi.

27. Fiskveiðar Evrópuþjóða við strendur Afríku hafa verið gengdarlausar og líkt við nýja nýlendustefnu þar sem Evrópubúar fái leyfi til að stunda rányrkju við Afríkustrendur. Þessar gengdarlausu veiðar koma niður á íbúum þessara landa sem reiða sig á fiskveiðum sér til framfærslu.

Ísland28. Það er margt líkt með gliðnunarbeltinu sem liggur þvert yfir Ísland frá SV til NA og Sigdalnum

í Afríku. Meðal þess sem er líkt er eldvirkni og jarðhiti en það sem er ólíkt er t.d. hversu mikið af vötnum er að finna í Sigdalnum mikla í Afríku.

29. Tengsl Íslandsa. Íslenska ríkið sinnir skipulögðu þróunarstarfi í nokkrum Afríkuríkjum, m.a. Malaví.b. Rauði krossinn skipuleggur hjálparstarf og neyðaraðstoð.c. Ferðaskrifstofur skipuleggja ýmsar ævintýraferðir um Afríku t.d. til að klífa Kilimajaro og ferðast um þjóðgarða.

30. Ólík svör. En við getum t.d. látið eitthvað af hendi rakna þegar safnanir ganga yfir þegar erfiðleikar steðja að í Afríku eins og hungursneið eða aðrar náttúruhamfarir.

31. Ferðaskipulag á hæsta fjall Afríku, Kilimanjaro.

19NÁMSGAGNASTOFNUN • 08970 Um víða veröld – Heimsálfur – Lausnir Afríka

Kort1. Hvíta-Níl á upptök sín í hálendinu við Viktoríuvatn og Bláa-Níl á upptök sín í hálendinu í Eþíópíu.

Þær renna saman í Níl við höfuðborg Súdan, Kartúm. Níl rennur í gegn um Úganda, Eþíópíu, Suður-Súdan, Súdan og um Nílardalinn í Egyptalandi til sjávar í Miðjarðarhafið.

2. Þau lönd sem liggja að S-Afríku eru Namibía, Botsvana, Simbabve, Mósambík og Svasíland. S-Afríka umlykur Lesótó.

3. Í Austur-Kongó er m.a. ræktað kakó, kaffi og gúmmítré sem gúmmí er unnið úr. Helstu náttúru-auðlindir eru verðmæt jarðefni eins og demantar, silfur og gull og verðmætur harðviður í regn-skóginum.

4. Stærstu vötnin í Sigdalnum mikla eru Tanganyikavatn, Viktoríuvatn og Malavívatn.

5. Stærstu eyjarnar úti fyrir ströndum Afríku eru Madagaskar, Máritíus, Seychilles-eyjar, Grænhöfðaeyjar og Kanaríeyjar.

Afríka VERKEFNI bls. 79

Finndu svarið6. Austur-Kongó hefur gengið undir nöfnunum Belgíska-Kongó, Lýðveldið Kongó og Saír.

7. Níl er lífæð Egypta. Hún er mikilvæg samgönguleið, hún er virkjuð til raforkuframleiðslu og þar er hægt að veiða sér til matar. Þegar áin flæðir yfir bakka sína á flæðislétturnar skilur hún eftir næringarríkan framburð sem auðvelt er að rækta í. Áin hefur einnig mikið aðdráttarafl fyrir ferða-menn og var kölluð móðir Egypta.

8. Píramídar eru grafhýsi faraóa.

9. Líbería var stofnað árið 1820 sem sjálfstætt ríki til að gefa svörtum þrælum í Ameríku kost á að koma aftur heim til Afríku.

Umræður10. Með aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku var markvisst unnið að því að skilja að kynþætti hvíta

minnihlutans og svarta meirihlutans í landinu. Svarti meirihlutinn var kerfisbundið útilokaður frá pólitískum, félagslegum og efnahagslegum réttindum.

11. Ólík svör en margt var athugavert við nýlendustefnuna t.d. það að nýlenduherrar hirtu verðmæti frá nýlendunum og komu í mörgum tilfellum illa fram við þá.

12. Í dag er venja að nota hugtakið hjálenda í stað nýlendu. Landsvæði og þjóðir víða um heim eru í dag undir stjórn fjarlægs ríkis. Má þar t.d. nefna Færeyjar og Grænland sem eru undir yfirráðum Dana.

13. Grænland og Færeyjar eru ekki sjálfstæð en með heimastjórn. Palestína er ekki sjálfstæð en með heimastjórn. Puerto Rico, sem tilheyrir Bandaríkjunum; og Tsjetsníu, sem tilheyrir Rússlandi.

20NÁMSGAGNASTOFNUN • 08970 Um víða veröld – Heimsálfur – Lausnir Afríka

Viðfangsefni14. Kynning

a. Nelson Mandelab. Þrælaverslunc. Egyptaland – fornminjar, píramídar, hof og stytturd. Þjóðflokkar í Kongó t.d. Pygmýare. HIV í Afríku

15. Hugtakakort um Níl.

16. Upplýsingabæklingur um valið land.

17. Ólík nálgun – gera töflu um 5 lönd í Afríku.

18. Spurningakeppni með 10–20 spurningum.

Ísland19. Ólík nálgun – kynna sér Þróunarsamvinnustofnun.

20. Ellen Johnson Sirleaf og Vigdís Finnbogadóttir voru frumkvöðlar og báðar fyrstu konurnar til að gegna embætti sem forsetar í heimalandi sínu. Aðrir kvenleiðtogar, þó ekki þjóðarleiðtogar eru Angela Merkel (Þýskaland), Hillary Clinton (Bandaríkin) og Aung San Suu Kyi (Burma).

21. Íslendingar flytja einkum inn ávexti, kaffi og kakó, vefnaðarvörur, málma, kork og trjávið frá löndum Afríku.

21NÁMSGAGNASTOFNUN • 08970 Um víða veröld – Heimsálfur – Lausnir Norður-Ameríka

Kort1. Þau lönd sem tilheyra N-Ameríku eru Kanada, Bandaríkin, Mexíkó, Gvatemala, Hondúras, El Salvador,

Níkaragva, Kostaríka, Panama, Kúba, Jamaíka, Haítí, Dóminíska lýðveldið, Bahamaeyjar og fjöldi smáeyja í Karíbahafi.

2. Grænland tilheyrir N-Ameríku landfræðilega en Danir fara með stjórn á Grænlandi.

3. Lengsta fljót N-Ameríku er Mississippi sem rennur í gegnum ríkin Minnesota, Wisconsin, Iowa, Illinois, Missouri, Kentucky, Tennessee, Arkansas, Mississippi og að lokum í gegnum Louisiana til sjávar í Mexíkóflóa.

4. Helstu náttúruauðlindir N-Ameríku eru frjósamur jarðvegur og góð fiskimið. Barrskógar í Kanada og verðmæt jarðefni á víð og dreif um álfuna eins og olía og kol.

5. Þeir fimm fjallgarðar sem teljast til Vesturfjallgarðanna eru, Klettafjöll, Coast Mountains, Strandfjöll (Coast Range), Cascade Range og Sierra Nevada.

6. Til að sigla frá Chicago til Atlantshafs er fyrst siglt út á Vötnin miklu, Michiganvatn þaðan um skipastiga í Huronvatn, Erievatn og Ontariovatn. Frá Ontariovatni er siglt á Saint Lawrencefljóti til Atlantshafs.

7. Olíuleiðslan í Alaska er næstum jafn löng og Hringvegurinn (Þjóðvegur 1) á Íslandi.

Norður-Ameríka VERKEFNI bls. 92 og 93

Finndu svarið8. N-Ameríku er gróflega skipt í fjögur landslagssvæði: Vesturfjallgarðana, Kanadaskjöldinn, Slétturnar

miklu og Miðhálendið og Appalachiafjöll.

9. Hæsta fjall N-Ameríku er Mt. McKinley (Denali) 6194 m hátt.

10. Norður- og Suður-Ameríka kallaðist Nýi heimurinn af því að þessar tvær heimsálfur voru nýjar fyrir Evrópubúum á 15. og 16. öld.

11. Af þeim fjölda eyja nyrst í Kanada má nefna Banksey, Victoriaey, Queen Elizabeth-eyjar, Baffinsland og fleiri. Stefanssoney (næsta litla eyja fyrir norðan Victoriaey) heitir eftir íslenska landkönnuðinum Vilhjálmi Stefánssyni.

12. Meðal eyja í Karíbahafinu má nefna, Kúbu, Jamaíka, Hispaniola (Haítí/Dóminíska lýðveldið), Puerto Rico og Trínidad og Tóbagó.

22NÁMSGAGNASTOFNUN • 08970 Um víða veröld – Heimsálfur – Lausnir Norður-Ameríka

Umræður13. Kostir: styttir sjóleiðina verulega milli stórra markaða, Kína, Evrópu og N-Ameríku.

Ókostir: Allt umhverfi og lífríki á norðurslóðum er mjög viðkvæmt fyrir mikilli ágengni og þarf ekki mikið út af að bera svo illa fari.

14. Það að daglínan liggur mitt á milli tveggja eyja gæti boðið upp á þá skemmtilegu lausn að það mætti halda upp á hátíðisdaga tvo daga í röð með því að fara á milli eyja og endurtaka fyrri dag.

15. Ólík svör. Samskiptum kúreka og indíána er oftast lýst sem mjög erfiðum og stríð um yfirráðasvæði var algengt.

16. Það dýralíf sem er á Norðurskautssvæðinu hefur aðlagast því umhverfi sem þar hefur verið. Hlýnun mun því raska verulega búsvæðum margra dýrategunda en jafnframt gefa öðrum dýrategundum kost á að nema land.

Viðfangsefni17. Kynning á stórri borg í Bandaríkjunum.

18. Frá Kyrrahafi til Atlantshafs heita þau Breska Kólumbía, Alberta, Saskatchewan, Manitoba, Ontario, Québec, Nýfundnaland og Labrador, Nýja Brunswick, Prince Edward eyja og Nova Scotia. Sjálfstjórnarsvæðin eru öll norðan 60 breiddargráðu og heita Yukonsvæðið, Norðvestursvæðin og Nunavut sem er sjálfstjórnarsvæði Inúíta.

19. Helstu jarðskjálftasvæði N-Ameríku eru á vesturströnd Bandaríkjanna þar sem Kyrrahafs- og Norður-Ameríkuflekarnir mætast.

20. Kynning á villtu dýri frá N-Ameríku.

21. Í upphafi vesturferða var íbúafjöldi á Íslandi um 70.000 manns. Talið er að á milli 15 og 20 þúsund Íslendingar hafi flust á brott eða um 20–25% landsmanna.

22. Kynna þjóðflokk fyrir bekknum.

23. Kynning.a. Olíuleiðslan í Alaskab. Rushmore-fjallc. Mt. McKinleyd. Beringssund

Ísland24. Flogið er til Anchorage í Alaska, Boston, Denver, Halifax, Minneapolis, New York, Orlando, Seattle,

Toronto og Wasington DC. Flugsamgöngur í N-Ameríku eru mjög góðar og því nóg að fljúga til austurstrandar en þaðan er fjöldi tengifluga vítt og breitt um Ameríku.

25. Ólík svör.

26. Þær vörur sem Íslendingar flytja aðallega inn frá Bandaríkjunum er olía og ýmsar olíuafurðir, ýmis grunnefni til efnaiðnaðar, tölvur og ýmis rafmagnstæki, skrifstofuvélar og annar vélbúnaður, bílar, unnar matvörur, kornvörur og ýmsar iðnaðarvörur.

23NÁMSGAGNASTOFNUN • 08970 Um víða veröld – Heimsálfur – Lausnir Norður-Ameríka

Norður-Ameríka VERKEFNI bls. 106 og 107

Kort1. Helstu auðlindir Bandaríkjanna eru mikill kolaforði í jörðu, olía, góð fiskimið og frjósamur jarðvegur.

2. Þau lönd sem tilheyra Mið-Ameríku eru, Mexíkó, Gvatemala, Belís, El Salvador, Hondúras, Níkaragva, Kostaríka og Panama.

3. Litlu-Antillaeyjar eru, Jómfrúreyjar, Sankti Kitts og Nevis, Antígva og Barbúda, Montserrat, Guadeloupe, Dominique, Martinique, Sankti Lúsía, Barbadoseyjar, Sankti Vinsent, Grenada, Trínidad og Tóbagó og Hollensku Antillaeyjar (Aruba, Bonaire og Curacao). Stóru-Antillaeyjar eru, Kúba, Jamaíka, Hispaníóla (Haítí og Dóminíska Lýðveldið) og Púerto Ríkó.

4. Ólík svör.

5. Höfuðborg Bandaríkjanna er Washington D.C. (District of Columbia) sem er jafnframt sjálftstætt ríki.

Finndu svarið6. Með hugtakinu eftirréttahagkerfi er átt við að tekjur ríkisins koma af framleiðslu afurða sem notaðar

eru í eftirrétti á veitingahúsum, sykur, kaffi og vindlar.

7. Námugröftur á eyjum Karíbahafsins er töluverður, þá einkum á Jamaíka, Púertó Ríkó, Barbados og Trínidad og Tóbagó þar sem báxít og ýmis jarðefni fyrir byggingariðnað og vegagerð eins og sement, sandur og möl eru unnin úr jörðu.

8. Engin fjöll hindra kalt loft í að blása langt suður á bóginn, sem veldur hörðum vetrum í miðríkjum Bandaríkjanna. Á sumrin blása svo hlýir vindar frá Mexíkóflóa langt norður í land.

Umræður9. Með ameríska draumnum er átt við lífsmynstur sem snerist um frelsi, tækifæri og jafna möguleika

til að efnast á skjótan hátt.

10. Ólík nálgun.

11. Löndin sunnan Bandaríkjanna eru spænskumælandi og þaðan kemur mikill fjöldi fólks sem telur mun betra að búa í Bandaríkjunum en í sínu heimalandi.

12. Ólík svör en bandaríkjaforsetar síðustu kjörtímabila, frá 1960, eru talið frá nútíma: Barack Obama, George W. Bush, Bill Clinton, George H.W. Bush (eldri), Ronald Reagan, Jimmy Carter, Gerald Ford, Richard Nixon, Lyndon B. Johnson og John F. Kennedy.

24NÁMSGAGNASTOFNUN • 08970 Um víða veröld – Heimsálfur – Lausnir Norður-Ameríka

Viðfangsefni13. Kynning eða myndasaga.

a. Borgir í Bandaríkjunumb. Mexíkóborgc. Karíbahaf

14. Samanburður á tveimur ólíkum ríkjum Bandaríkjanna.

15. Þegar Kólumbus kom siglandi að eyjum Karíbahafsins taldi hann að hann væri kominn að austurströnd Asíu (Indía) og nefndi svæðið því Vestur-Indíur.

16. Myndasýning frá borgum á Kúbu bornar saman við vestrænar borgir.

17. Sigling um Karíbahafið skipulögð. Gerð ferða- og kostnaðaráætlun, útbúnaðarlisti og viðkoma á ferðamannastöðum.

18. Finna mexíkóska mataruppskrift og prófa að elda hana eða safna saman í eitt skjal og dreifa eða gefa út.

19. Ólík svör.

20. Ólík nálgun.

21. Nauðsynlegt að lesa sér frekar til um þrælastríðið fyrir gerð leikþáttar. Eflaust ætti að vera hægt að finna mikið af heimildum á bókasöfnum og á netinu.

22. Í Kísildalnum er mikið um hátækniiðnað þar sem nýjustu og flottustu græjurnar eru þróaðar. Fram-leiðslan fer gjarnan fram annars staðar. Nemendur eiga væntanlega einhver tæki sem eru hönnuð þar?

23. Kynning á völdu efni.a. Frumbyggjar N-Ameríkub. Fidel Castroc. Frelsisstríð Bandaríkjannad. Martin Luther Kinge. Nýlendukapphlaupið f. 11. september 2001g. Fellibyljir, hvar eru þeir algengir og af hverju?h. Route 66 og vegakerfið í Bandaríkjunum

Ísland24. Stjórnkerfi Íslands og Bandaríkjanna eru að mörgu leyti lík sem lýðræðis- og lýðveldisríki þar sem

æðsti embættismaður er forseti. Í Bandaríkjunum hefur forsetinn hins vegar mestu völdin en for-sætisráðherrann á Íslandi. Forseti Íslands er kosinn í beinni kosningu en forseti Bandaríkjanna er kosinn af kjörmönnum.

25. Það sem Íslendingar kaupa aðallega frá Bandaríkjunum er olía og ýmsar olíuafurðir, ýmis grunn-efni til efnaiðnaðar, tölvur og ýmis rafmagnstæki, skrifstofuvélar og annar vélbúnaður, bíla, unnar matvörur, kornvörur og ýmsar iðnaðarvörur. Það sem við seljum til Bandaríkjanna er aðallega fiskur (þorskur, ýsa og silungur), vörur til lækninga og drykkjarvörur. Það sem við kaupum frá Kanada er aðallega fiskur og unnið fiskmeti, kornvörur og pappír. Það sem við seljum til Kanada er aðallega fiskur (þorskur, ufsi, síld og humar) og fiskmeti, kísiljárn, rafeindavogir og aðrar iðnaðarvörur.

26. Ólík nálgun.

27. Bandaríski og íslenski fáninn eru í sömu litum. Litirnir tákna hins vegar ekki það sama. Stjörnur í bandaríska fánanum tákna ríkin sem mynda Bandaríkin og línurnar eru 13 og táknuðu í upphafi fjölda ríkja í upphafi en þau voru þá 13 talsins. Í íslenska fánanum táknar hins vegar rauði liturinn eld, blái táknar himinblámann og hvíti liturinn jöklana. Rautt og hvítt táknar þannig eld og ís.

28. Ólík svör.

25NÁMSGAGNASTOFNUN • 08970 Um víða veröld – Heimsálfur – Lausnir Suður-Ameríka

Kort1. S-Ameríka liggur að Atlantshafi, Kyrrahafi og Karíbahafi.

2. Falklandseyjar eru undir stjórn Breta en þær liggja við strönd Argentínu í Atlantshafi.

3. La Paz í Bólivíu liggur hæst yfir sjávarmáli eða í 3640 metra hæð.

4. Regnskógur Amason liggur í Brasilíu, Bólivíu, Perú, Ekvador, Kólumbíu, Venesúela, Gvæjana, Súrínam og Frönsku-Gvæjana.

5. Andesfjöll liggja meðfram allri vesturströnd S-Ameríku. Þessi fellingafjallgarður sem enn er í mótun myndaðist við það að Nascaflekinn skreið undir Suður-Ameríkuflekann.

6. Humboldt-straumurinn og Perú-straumurinn eru þeir hafstraumar sem hafa mest áhrif á hversu góð fiskimiðin við strendur Chile og Perú eru.

Suður-Ameríka VERKEFNI bls. 121

Finndu svarið7. Níl er lengsta fljót jarðar en á eftir því kemur Amasonfljótið.

8. Í fyrsta lagi bergskildirnir þrír Brasilíuskjöldurinn, Gvæjanaskjöldurinn og Patagóníuskjöldurinn. Í öðru lagi fellingafjallgarðurinn Andesfjöll og í þriðja lagi eru það setlægðir milli þessara bergskjalda þar sem t.d. Amasonlægðina er að finna.

9. Frá hafi liggja strandsléttur sem hækka ört til Andesfjalla sem er einn hæsti fjallgarður í heimi.

Umræður10. Umræður um umhverfisvernd á Amasonsvæðinu.

11. Eyðing skóga hefur í för með sér miklar breytingar á því vistkerfi sem þar er að finna. Líffræðilegur fjölbreytileiki myndi dvína mikið. Auk þess eru skógar heimsins mikilvæg forðabúr bundins kolefnis og framleiðendur súrefnis.

12. Umræður um ræktun og upprætingu eiturlyfja eins og kókaíns.

26NÁMSGAGNASTOFNUN • 08970 Um víða veröld – Heimsálfur – Lausnir Suður-Ameríka

Viðfangsefni13. Samanburður á spænsku og portúgölsku, gott að gera í http://translate.google.com/

14. Ólík svör því þar er að finna ólíkar tónlistastefnur. Þó er suðræni sambatakturinn nokkuð útbreiddur.

15. Lýsing á stað.a. Galapagosb. Falklandseyjarc. Patagónía

16. Helstu vandamálin við það að búa á Amason-svæðinu eru slæmar samgöngur, mikill hiti og raki og hitabeltissjúkdómar.

17. Valið verkefni um Amason.a. Dýralífb. Regnskógurinnc. Amasonfljótiðd. Gróður og loftslag

18. Sambabolti er einkennandi fyrir fótbolta í S-Ameríku en það sem gerir hann sérstakan er m.a. hin léttleikandi spilamennska og uppátækjasöm og vel tæknilega útfært einstaklingsframtak leikmanna. Brasilísk lið leika dæmigerðan sambabolta. Nafnið varð til vegna mikils trumbusláttar á leikjum Suður-Amerískra liða.

19. Sjónvarpsþáttur eða myndbandsauglýsing um eitt land í S-Ameríku.

20. Ólík svör. Sofið í húsasundum, á götunni. Leitað sér matar, engir foreldrar eða jafnvel skyldmenni o.s.frv.

21. Umfjöllun um frægan S-Ameríkubúa.

Ísland22. Skógrækt á Íslandi hefur breyst og fólk er orðið meira meðvitað um að planta trjám í stað þeirra sem

höggvin eru. Mikilvægt er að halda jafnvægi í því sem við tökum og plöntum vegna þess að trén sjá um að hreinsa loftið og framleiða súrefni og binda í sig co².

23. Amasonsvæðið er 8,2 milljónir km² að stærð og Ísland rétt rúmlega 100.000 km² svo það þarf um 82 eintök af Íslandi til að þekja svæðið.

24. Meðal annars léttvín, kaffi, kakó og ávextir.

25. Ólík svör. Sem dæmi þá eru um 10 þús. km til Ríó de Janeiro sem tekur 13–14 klukkutíma að fljúga til með millilendingu í London. Það tekur um 12–13 daga að sigla þangað frá Íslandi miðað við 20 sjómílna hraða (37 km/klst). Þó eru margir þættir sem gætu flýtt eða seinkað siglingunni eins og tegund bátsins sem siglt er, veður og sjólag og ríkjandi vindáttir eftir árstímum.

27NÁMSGAGNASTOFNUN • 08970 Um víða veröld – Heimsálfur – Lausnir Suður-Ameríka

Suður-Ameríka VERKEFNI bls. 131

Kort1. Helstu náttúruauðlindir í Brasilíu er hinn frjósami jarðvegur þar sem mikið er ræktað í m.a. kaffi,

sykurreyr, bananar og appelsínur. Þar er einnig að finna olíu og verðmæta málma í jörðu, m.a. járn, báxít og gull, og vatnsorku. Í Argentínu er ein helsta náttúruauðlindin frjósamur jarðvegur sem er undirstaða nautgriparæktar. Einnig er ræktað hveiti, maís, bómull og sykurreyr.

2. Öll lönd Suður-Ameríku fyrir utan Chile og Ekvador liggja að Brasilíu, þ.e. Úrúgvæ, Argentína, Paragvæ, Bólivía, Perú, Kólumbía, Venesúela, Gvæjana, Súrínam og Franska-Gvæjana. Brasilía liggur að Atlantshafi.

3. Stærstu fljót Brasilíu eru Amasonfljótið og þverár þess, Rio Negro, Madeira og Xingu.

4. Þau lönd sem liggja að Argentínu eru Chile, Bólivía, Paragvæ, Brasilía og Úrugvæ. Argentína liggur að Atlantshafi.

5. Machu Picchu er í Perú.

6. Brasilía er stærsta landið í S-Ameríku en minnsta landið er Franska-Gvæjana.

Finndu svarið7. Á kaffirunnanum vaxa ber. Þegar berin eru orðin rauð eru þau handtínd. Í hverju beri eru tvær hvítar

baunir sem eru þurrkaðar og síðan ristaðar. Þegar ristaðar kaffibaunir berast til neytenda eru þær malaðar. Síðan er sjóðandi vatni helt yfir og ilmandi kaffi borið fram. Kaffi er einnig borið fram kalt.

8. Kjötkveðjuhátíðin er trúarhátíð að kaþólskum sið sem haldin er til að minnast píningar og píslar-vættis Jesú. Í lok hátíðarinnar hefst fastan en þá má ekki borða kjöt í 40 daga.

9. Orðið Inki merkir niðji sólarinnar sem er afkvæmi sólarinnar.

10. Francisco Pizarro var spænskur fjársjóðsleitarmaður sem ásældist gull Inkanna.

11. Hornhöfði er syðsti oddi S-Ameríku og er hann í Chile.

Umræður12. Græðgi, þeir sem hafa mestu völdin semja reglurnar sér í hag. Þeir sem hafa það gott eiga erfitt

með að gefa af sínu. Til að bæta ástandið þarf að vinna statt og stöðugt að lýðræði og mannrétt-indum öllum til handa.

13. Lítill fréttaflutningur frá álfunni. Við vitum líklega mest um Brasilíu og Argentínu og þá fótbolta-menn sem þaðan koma. Auk þess er Brasilía með eitt stærsta hagkerfi heims sem við fáum reglu-lega fréttir frá. Frá litlu löndum álfunnar fáum við nánast engar fréttir nema þær veki heimsathygli.

14. T.d. með því að tryggja fátækum íbúum menntun og vinna gegn spillingu.

15. Ólík svör.

28NÁMSGAGNASTOFNUN • 08970 Um víða veröld – Heimsálfur – Lausnir Suður-Ameríka

Viðfangsefni16. Kynning á veggspjaldi á völdu viðfangsefni.

a. Kaffi frá Brasilíub. Ferðaþjónusta í Brasilíuc. Iðnaður í Brasilíud. Fátækrahverfi í S-Ameríku

17. Skipulagning á 10 ferðalagi í S-Ameríku.a. Á kjötkveðjuhátíðina í Brasilíub. Á slóðir Inka í Andesfjöllumc. Ævintýraferð um Amason-frumskóginn

18. Kynning á völdu landi í S-Ameríku.

Ísland19. Það sem flutt er inn frá Brasilíu er aðallega málmgrýti og málmúrgangur, kaffi, kakó og eitthvað af

ávöxtum. Það sem við flytjum einkum inn frá Argentínu er léttvín og bjór, skepnufóður og ávextir.

20. Franska-Gvæjana (84.000 km²), Ísland (103.000 km²), Súrínam (164.000 km²).

21. Ólík svör.

22. Ólík svör.

29NÁMSGAGNASTOFNUN • 08970 Um víða veröld – Heimsálfur – Lausnir Eyjaálfa

Eyjaálfa VERKEFNI bls. 146 og 147

Kort1. Þau höf sem liggja að Ástralíu eru Kyrrahaf og Indlandshaf.

2. Stærstu lönd Eyjaálfu eru Ástralía og Nýja Sjáland og Papúa Nýja-Gínea.

3. Dýpsta hafsvæði í Eyjaálfu er við Maríaneyjatrog en þar er Challenger-gjáin sem er 11034 metra djúp.

4. Stærstu ár Ástralíu eru Murray með þverána Darling. Þær eiga upptök sín í Great Dividing Range fjöllum. Murray rennur til sjávar í Ástralíuflóa austan við borgina Adelaide.

5. Stærstu eyðimerkur í Ástralíu eru Great Victoria desert, Great Sandy desert, Simpson desert og Gibson desert.

6. Tvær stærstu eyjar Nýja Sjálands eru Suðurey og Norðurey.

7. Lengsta á Eyjálfu er Murrey.

8. Helsta landbúnaðarframleiðsla í Eyjálfu er kjöt, ull og mjólkurvörur. Ástralía er einn helsti útflytjandi hveitis í heiminum. Einnig er mikið ræktað af sykurreyr, maís og bygg.

9. Hvaða land ræður yfir þessum eyjum?a. Bikini – Marshalleyjarb. Gilberteyjar – Kíribatíc. Guam – Bandaríkind. Linjeeyjar – Kíribati (fr. Iles de la Ligne, e. Line Islands)e. Nýja-Bretland - Bismarckseyjar f. Nýja-Írland – Bismarckseyjarg. Nýja-Kaledónía – Frakklandh. Pitcairn – Bretland i. Páskaeyja – Chile j. Tasmanía – Ástralía (ríki í Ástralíu)

10. Daglínan liggur um Fídjieyjar.

Finndu svarið11. Eyjabálkarnir þrír heita Míkrónesía, Melanesía og Pólýnesía.

12. Stærsta kóralrif veraldar heitir Kóralrifið mikla og það er í Kyrrahafi úti fyrir ströndum Ástralíu í norðaustri.

13. Til að kóralar myndist þarf sjórinn að vera tær, heitari en 18°C og saltmagnið þarf að vera í kringum 3‰.

14. Árstíðaskiptin í Eyjaálfu eru öfugt við það sem við þekkjum á Íslandi. Þegar sumar er á Íslandi er vetur í Eyjaálfu og þegar vetur er á Íslandi er sumar í Eyjaálfu.

15. Bikini-eyjar eru einkum þekktar fyrir það að þar gerðu Bandaríkjamenn tilraunir með kjarnorku-sprengingar á árunum 1946–1958.

16. Þetta eru nöfn á áströlskum frumbyggjaþjóðflokkum.

17. Fjórar setningar um Eyjaálfu. Dæmi gætu verið:a. Eyjaálfa er minnsta heimsálfan.b. Eyjaálfa er fámennasta heimsálfan.c. Eyjaálfa er álfa þar sem Ástralía er stærsta ríkið en fjöldi eyja teljast einnig til álfunnar. d. Hljómsveitirnar Bee Gees og AC/DC koma frá Eyjálfu. e. Hugh Jackman, Nicole Kidman, Heath Ledger og Russell Crowe eru frægir leikarar frá Eyjaálfu.

30NÁMSGAGNASTOFNUN • 08970 Um víða veröld – Heimsálfur – Lausnir Eyjaálfa

Umræður18. Ólík svör en loftslagsmál eru ein þau brýnustu. Við gætum þurft að skoða vel mengunarvarnir í

verksmiðjum og útblástur samgöngutækja, eyðingu skóga, nýtingu vatnsins, sorpið, hlýnun jarðar, mengun hafsins o.fl.

19. Vegna gróðurhúsaáhrifa hefur verið að hlýna á jörðinni og því bráðna jöklar hraðar og sjávar-staða hækkar. Þessar umhverfisbreytingar geta leitt til þess að óbyggilegt verði á mörgum eyjum í Kyrrahafi, að margar eyjar hreinlega sökkvi í sæ.

Viðfangsefni20. Vestur-Ástralía, Suður-Ástralía, Queensland, Nýja Suður Wales, Victoría og Tasmanía og tvö

sjálfstjórnarsvæði sem eru Norðursvæðið og höfuðborgarsvæðið Canberra.

21. Kynning á Kóralrifinu mikla.

22. Breska samveldið er samband fullvalda ríkja sem flest öll eru fyrrverandi nýlendur breska heims-veldisins. Breska samveldið samanstendur af 53 ríkjum flest þeirra fyrrum breskar nýlendur. Sam-veldið var stofnað árið 1884 þegar breska heimsveldið fór að leysast upp. Samtökin áttu að gegna hlutverki samvinnuvettvangs um sameiginlegt tungumál og verkefni sem nýju ríkin stóðu frammi fyrir. Samtökin hafa fasta skrifstofu í London sem rekur fjölda samstarfsverkefna á milli aðildarland-anna. Þekktast þeirra er íþróttamótið Samveldaleikarnir sem haldnir eru fjórða hvert ár. Aðildarríkin hittast annað hvert ár til að ræða þróun verkefna og almenna pólitíska afstöðu í löndunum. Þrátt fyrir að Samveldið hafi ekki neitt formlegt vald yfir meðlimum sínum hefur það haft mikil áhrif með því að útiloka lönd sem eiga í átökum sem stríða gegn lögmálum samtakanna. Nígeríu og Fijdieyjum var vikið úr samtökunum á tíunda áratugnum og Simbabve árið 2002, Simbabve sagði sig svo endanlega úr þeim árið 2003. Þau lönd sem eru í Samveldinu eru; Antigva og Barbúda, Ástralía, Bahamaeyjar, Bangladess, Barbadoss, Belís, Botsvana, Brúnei, Kanada, Dóminíka, Gambía, Gana, Grenada, Gvæjana, Indland, Jamaíka, Kamerún, Kíribatí, Kýpur, Lesótó, Malaví, Maldíveyjar, Máritíus, Mósambík, Namibía, Nárú, Nýja Sjáland, Nígería, Pakistan, Papúa Nýja- Gínea, Rúanda, Saint Kristófer og Nevis, Sambía, Sankti Lúsía, Sankti Vinsent og Grenadíneyjar, Salómonseyjar, Samóa, Seychelleseyjar, Sierra Leóne, Singapúr, Srí Lanka, Bretland, Svasíland, Suður- Afríka, Tansanía, Tonga, Trínidat og Tóbagó, Túvalú, Úganda og Vanúatú.

23. Kynning á dýrum sem einkennandi eru fyrir Eyjálfu.

24. Ólík svör en líklega verða fyrir valinu eyjar í Kyrrahafi og Indlandshafi sem ná lítið eitt yfir sjávarmál. Til að stemma stigu við loftslagsbreytingum þurfa að koma til viðhorfsbreytingar þjóða heims varðandi loftslags- og umhverfismál.

25. Kynning á þjóðflokki frumbyggja Ástralíu.

26. Kynning á þekktu tónlistarfólki frá Eyjaálfu.

27. Kynning á eyjaklösunum þremur í Kyrrahafi.

28. Skipulögð sigling um Kyrrahafið.

29. Ólík svör en oft er það veiði dagsins úr sjónum, suðrænir ávextir og hinir og þessir kókosréttir.

30. Kóralrif verður til við sérstakar aðstæður í sjónum. Sjórinn þarf að vera mátulega hlýr og saltur til að kóralar geti myndast. Þegar kóraldýrin deyja myndar hin harða kalkkennda stoðgrind þeirra kórala sem hlaðast smám saman upp og mynda kóralrif.

31NÁMSGAGNASTOFNUN • 08970 Um víða veröld – Heimsálfur – Lausnir Eyjaálfa

Ísland31. Á Íslandi og Nýja Sjálandi eru jöklar og há fjöll. Í báðum þessum löndum er jarðhiti og eldfjöll.

Loftslag er líkt og er rík hefð fyrir sauðfjárrækt í báðum löndunum.

32. Íbúar Íslands og Ástralíu búa meðfram ströndinni en miðhluti landanna er óbyggilegur. Á Íslandi er hálendið torsótt og kalt en um miðbik Ástralíu eru eyðimerkur sem ekki er hægt að byggja.

33. Það sem við flytjum einkum inn frá Eyjaálfu er léttvín og bjór og lítið eitt af ávöxtum.

32NÁMSGAGNASTOFNUN • 08970 Um víða veröld – Heimsálfur – Lausnir Suðurskautslandið – Antarktíka

Suðurskautlandið – Antarktíka VERKEFNI bls. 155

Kort1. Þau ríki sem gera tilkall til Suðurskautslandsins má sjá á kortinu á bls. 150; Noregur, Ástralía,

Frakkland, Nýja Sjáland, Chile, Bretland og Argentína.

2. Graham land á Suðurskautsskaga (Antarktíkuskaga) er nyrsta svæðið. Þaðan eru um 980 km til syðsta odda S-Ameríku.

3. Hæsta fjall á Suðurskautslandinu er Ellisworth, 5140 m á hæð.

4. Það er styst að sigla til Suðurskautslandsins frá Chile.

5. Stærstu höfin sem ganga inn í Suðurskautslandinu eru Kyrrahaf þar sem Rosshaf, Amundsenhaf og Bellingshausenhaf ganga inn í landið, Atlantshaf þar sem Weddelhaf gengur inn í landið og Indlandshaf.

6. Heimskautsbaugur nyrðri á 66,5°N liggur í gegnum Bandaríkin (Alaska), Kanada, Grænland, Ísland (Grímsey), Noreg, Svíþjóð, Finnland og Rússland. Heimskautsbaugur syðri á 66,5°S liggur einungis yfir Suðurskautslandið.

Finndu svarið7. Heimsálfan er sú kaldasta, stormasamasta og er úrkoma þar mjög lítil. Kuldamet eru reglulega

slegin á Suðurskautinu.

8. Talið er að sömu náttúruauðlindir sé að finna í berggrunni Suðurskautslandsins og er að finna í berggrunni, S-Ameríku, Afríku og Ástralíu þar sem þessi landsvæði lágu saman og mynduðu meginlandið Pangeu fyrir 250 milljónum ára. Á Suðurskautslandinu hafa m.a fundist járn, króm, kopar, gull, nikkel og olía, jarðgas og kol.

9. Um 98% Suðurskautslandsins er hulið ís.

10. Þau höf sem ganga inn í Suðurskautslandið eru Rosshaf og Weddelhaf.

Umræðuefni11. Talið er að um 70% af ferskvatnsbirgðum heimsins séu bundnar í ísnum á Suðurskautslandinu.

12. Til að hægt væri að búa á Suðurskautslandinu allt árið um kring þyrfti veðurfarið að breytast. Það eru þó margir sem búa á Suðurskautslandinu í rannsóknarstöðvum og stunda rannsóknir.

13. Ef ísinn á Suðurskautalandinu bráðnaði allur hækkaði sjávarstaða svo mikið að margar eyjar myndu sökkva í sjó og strandlína landa heims myndi færast tugi metra ofar í landið.

14. Það sem rannsóknarstöðvar eru að rannsaka á Suðurskautslandinu er m.a. veðurfar, lífríki, jarðefni og ísinn.

15. Ísþekjan á Suðurskautslandinu liggur ofan á landi en ísþekjan á norðurskautinu liggur yfir hafi, Norður-Íshafi.

33NÁMSGAGNASTOFNUN • 08970 Um víða veröld – Heimsálfur – Lausnir Suðurskautslandið – Antarktíka

Viðfangsefni16. Tilvalið að leita á www.google.com. Þar er að finna um 70 rannsóknarstöðvar frá um 30 löndum.

Einnig má sjá kort á bls 82 í Kortabók fyrir grunnskóla (2012).

17. Kynning á dýrum Suðurskautslandsins.a. Mörgæsirb. Selirc. Fuglalífd. Hvalir

18. Staðreyndir um Suðurskautslandið: t.d.a. Suðurskautslandið er kaldasta heimsálfan.b. Það búa fæstir á Suðurskautslandinu af öllum heimsálfum.c. Þar lifa mörgæsir o.s.frv.

19. Pangea er heiti á risameginlandi sem var til fyrir 250 milljónum ára. Þær heimsálfur sem tengdust og hafa sama berggrunn eru Suðurskautslandið, S-Ameríka, Afríka og Ástralía. Í raun voru öll meginlöndin samhangandi. Sjá kort í Kortabók fyrir grunnskóla (2012) bls 84.

20. Kynning.a. Rossíshellanb. McMurdo-rannsóknarstöðinc. Lambertjökullinnd. Að nema land á Suðurskautinu

Ísland21. Það sem er líkt með veðurfari og landslagi á Suðurskautslandinu og Íslandi er t.d. það að á báðum

stöðum má finna jökla og eldfjöll. Það sem er ólíkt er t.d. það að á Íslandi er byggilegt vegna þess að þangað streymir hlýr sjávarstraumur sem gerir loftslag mun mildara.

22. Siglingaleiðin frá Íslandi til McMurdo-rannsóknarstöðvarinnar er um 20.000 km. Ef við tökum varð-skipið Þór sem dæmi sem gengur um 20 sjómílur á klst. tekur það um mánuð að sigla þessa leið.

23. 20 sjómílur á klst. ~ 37 km á klst. ~ 900 km á sólarhring. Tilvalið að mæla vegalengd í GoogleEarth.

24. Krían flýgur samtals um 35.000 km leið frá Suðurskautslandinu til Íslands, sem tekur hana um 60 daga.

25. Kynning á íslenskum pólförum sem hafa farið á Suðurpólinn.

34NÁMSGAGNASTOFNUN • 08970 Um víða veröld – Heimsálfur – Lausnir Heimshöf in

Heimshöfin VERKEFNI bls. 162

Kort1. Fimm stærstu heimshöfin eru: Kyrrahaf, Atlantshaf, Indlandshaf, Norður-Íshaf og Suðurhaf.

Stærstu innhöf eru: Miðjarðarhaf, Hudsonflói, Svartahaf og Eystrasalt.

2. Helstu olíuríki heims eru Sádi-Arabía, Rússland, Bandaríkin, Íran, Kína, Kanada, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Venesúela, Mexíkó og Nígería. Frá þessum löndum koma um 60% af allri olíufram-leiðslu í heiminum. Undir hafsbotni Norðursjávar er unnið talsvert magn af olíu og þá aðallega af Norðmönnum.

3. Það er styttra til Íslands en Noregs frá Drekasvæðinu og því væri styttra að sækja þjónustu þangað ef þar fyndist olía.

4. Efnahagslögsaga (e. exclusive economic zone) Íslands er 754.000 km² að stærð. Bretar hafa 770.000 km² efnahagslögsögu, Norðmenn 1.700.000 km² (Svalbarði og Jan Mayen meðtalið) og Japanir 1.850.000 km² (utan smáeyja í Kyrrahafi).

5. Golfstraumurinn er hlýr straumur sem ber hingað til lands hlýjan sjó. Hlýi sjórinn gerir það að verkum að á Íslandi er ekki eins kalt og það myndi annars vera og því vel byggilegt.

6. Enn nýta Íslendingar aðallega fiskinn úr sjónum.

Finndu svarið7. Hugtök útskýrð:

a. Landhelgi nær 12 sjómílur út fyrir strendur landa. Þar hafa ríki fullan umráðarétt.b. Efnahagslögsaga nær allt að 200 sjómílur í haf út. Þar hafa ríki ákveðin réttindi til fiskveiða og annarrar nýtingar auðlina í hafinu og á hafsbotni.c. Í fiskveiðilögsögu fer ríki með stjórn fiskveiða.

8. Auðlindir í hafinu eru m.a. fiskur, olía, jarðgas og ýmis jarðefni eins og sandur, salt og málmar. Öldur og hafstrauma er hægt að nýta til að framleiða orku.

9. Í hafinu er mikið magn af gull en í of litlu magni til að vinnsla svari kostnaði. Þar er að finna magnesíum í vinnanlegu magni sem verksmiðjur í Bandaríkjunum og Noregi vinna úr sjó. Magnesíum er notað við framleiðslu léttmálma. Á hafsbotni er líka að finna málmkúlur, mangan-hnyðlinga, á stærð við kartöflur sem myndast við útfellingu og verða til utan um harða hluti eins og steina. Kúlurnar innihalda mikið magn af mangani en minna af nikkeli, kopar og kóbalti. Nikkel og kóbalt eru mikilvægir málmar í stáliðnaðinum. Enn er mjög kostnaðarsamt að vinna málma úr manganhnyðlingum.

10. Hafsvæði utan efnahagslögsögu ríkja kallast alþjóðleg hafsvæði.

Umræður11. Efnahagur Íslendinga mun að öllum líkindum vænkast.

12. Kostir Hafréttarsáttmála Sþ eru t.d. þeir að þá eru til reglur sem allir verða að fara eftir og veitir ríki rétt til að ráða yfir eign, það er enginn annar að ráðskast með hana. Gallarnir eru m.a. þeir að erfitt getur verið að fylgja svo stórum sáttmála eftir þar sem eftirlitsaðilinn er svo fjarlægur.

13. Skipastigi er með hólfum með skilrúmum á milli. Þegar sjó er dælt í hólf lyftist skipið með. Síðan er hólfið opnað og skipið siglir inní hólf hærra í skipastiganum og þannig koll af kolli.

35NÁMSGAGNASTOFNUN • 08970 Um víða veröld – Heimsálfur – Lausnir Heimshöf in

Viðfangsefni14. Kynning á frétt um sjórán.

15. Fisktegundir sem hafa verið ofveiddar eru t.d. síld og þorskur í Norður-Atlantshafi, sardínur í norðurhluta Kyrrahafs og ansjósur við strendur Perú og Chile.

16. Fisktegundira. Í hitabeltislöndum eru t.d. tilapia, catfish (steinbítur) og snakehead.b. Þar sem loftslag er kaldara eru algengar tegundir lax, silungur og sjávarfiskar eins og þorskur, sandhverfa, lúða, hlýri og ýsa.

17. Kynning á skipaskurði.

18. Rökræður um íslenska kvótakerfið. Varðveisla fiskistofna, byggðasjónarmið, á að úthluta kvóta á byggðarlög eða einstaklinga/fyrirtæki o.s.frv.

19. Kynning á landkönnuði.

Ísland20. Landhelgi Íslendinga hefur stækkað svona í áföngum:

1950/1952 – 4 sjómílur, firðir og flóar lokaðir.1958 – 12 sjómílur1972 – 50 sjómílur1975 – 200 sjómílur. Miðlína á milli Íslands og Færeyja og Grænlands.

21. Af botnfisktegundum eru það m.a. þorskur, ufsi, ýsa og karfi. Af uppsjávarfisktegundum eru það m.a. loðna, síld, kolmunni og makríll.

22. Íslendingar stunda fiskveiðar í efnahagslögsögu nágrannaríkja. Einnig hafa verið stundaðar fisk-veiðar undan ströndum Afríku og S-Ameríku. Íslensk fiskiskip veiða alltaf öðru hvoru á fjarlægum miðum.

23. Ísland myndi líklega verða í alfaraleið á milli stórra markaða í Ameríku, Evrópu og austurhluta Asíu. Á Íslandi væri möguleiki á uppskipunarhöfn sem myndi skapa Íslandi miklar tekjur.