32
© Guðmundur Pálsson 1 Félags- og mannvísindadeild Haustmisseri 2011 BÓK505G Verkefni í bókasafns og upplýsingafræði 31. desember Könnun á upplýsingagildi vefsíðunnar www.skatar.is Stefanía Júlíusdóttir Guðmundur Pálsson lektor 250563-7019

Könnun á upplýsingagildi vefsíðunnar €¦ · fram í nóvember 2011, könnun var framkvæmd í desember sama ár og úrvinnsla í janúar 2012. Markmiðið með verkefninu var

  • Upload
    others

  • View
    7

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Könnun á upplýsingagildi vefsíðunnar €¦ · fram í nóvember 2011, könnun var framkvæmd í desember sama ár og úrvinnsla í janúar 2012. Markmiðið með verkefninu var

© Guðmundur Pálsson 1

Félags- og mannvísindadeild Haustmisseri 2011 BÓK505G Verkefni í bókasafns og upplýsingafræði 31. desember

Könnun á upplýsingagildi vefsíðunnar

www.skatar.is

Stefanía Júlíusdóttir Guðmundur Pálsson lektor 250563-7019

Page 2: Könnun á upplýsingagildi vefsíðunnar €¦ · fram í nóvember 2011, könnun var framkvæmd í desember sama ár og úrvinnsla í janúar 2012. Markmiðið með verkefninu var

© Guðmundur Pálsson 2

Efnisyfirlit

Inngangur .......................................................................................................................... 3

Hugtök ................................................................................................................... 3

Umfjöllun .......................................................................................................................... 4

Upphaf og þróun www.skatar.is .................................................................... 4

Niðurstöður könnunar ...................................................................................... 6

Niðurstaða ..................................................................................................................... 26

Lokaorð ........................................................................................................................... 27

Framtíðin ............................................................................................................ 27

Heimildaskrá ................................................................................................................. 29

Viðauki ............................................................................................................................ 30

Page 3: Könnun á upplýsingagildi vefsíðunnar €¦ · fram í nóvember 2011, könnun var framkvæmd í desember sama ár og úrvinnsla í janúar 2012. Markmiðið með verkefninu var

© Guðmundur Pálsson 3

Inngangur Verkefni þetta er hluti af námi mínu til BA-prófs í Bókasafns- og upplýsingafræðum við Háskóla

Íslands og var unnið undir handleiðslu Stefaníu Júlíusdóttur lektors. Undirbúningur verkefnisins fór

fram í nóvember 2011, könnun var framkvæmd í desember sama ár og úrvinnsla í janúar 2012.

Markmiðið með verkefninu var að kanna hvert upplýsingagildi vefsíðan www.skatar.is hefur gagnvart

stjórnendum skátafélaganna og starfsmanna þeirra.

Beitt var megindlegri (quantitative) og eigindlegri (qualitative) aðferðarfræði á þann hátt að annars

vegar var framkvæmd rafræn skoðanakönnun og hins vegar voru tekin viðtöl.

Rafræna skoðanakönnunin samanstóð af 19 spurningum sem settar voru upp í skoðanakönnunar-

kerfinu eSurveysPro (www.esurveyspro.com) og sendar út á 65 aðila þann 27. desember 2011 og var

könnunin opin til 4. janúar 2012.

Þýðið var fengið úr rafrænu félagakerfi Bandalags íslenskra skáta innihélt 65 einstaklinga sem skiptust

á eftirfarandi hátt:

Félagsforingjar 33

Aðstoðarfélagsforingjar 15

Starfsmenn 17

Fjögur netföng virkuðu ekki og var ekki gerð tilraun til þess að lagfæra þau eða koma boðum til

viðkomandi með öðru hætti. Fimm netföng sendu til baka upplýsingar um að viðkomandi væri í leyfi.

Sé gengið út frá því að þeir sem voru í leyfi hafi ekki tekið þátt í könnuninni var endanlegt þýði því 56

einstaklingar. Af þessum 56 tóku 36 þátt eða 64,28%.

Viðtöl voru tekin við þá Guðmund Jónsson og Sturla Bragason sem voru upphafsmenn vefsíðunnar og

Birgi Örn Björnsson, núverandi kerfisstjóra vefsíðunnar og hönnuð vefumsjónarkerfisins. Óformleg

samtöl áttu sér einnig stað við starfsmenn á skrifstofu BÍS og Baldur Árnason, einn starfsmanna, lagði

til gögn frá Modernus, samræmdri vefmælingu. Er þessum aðilum þakkað fyrir aðstoðina og veittar

upplýsingar.

Umfjöllun verkefnisins fjallar í fyrstu um upphaf og þróun vefsvæðisins www.skatar.is og í seinni hluta

hennar er gerð grein fyrir tölfræðilegum niðurstöðum og þær ræddar. Að umfjöllun lokinni eru

niðurstöður ræddar og lagt mat á þau gögn sem fram komu í rannsókninni. Í lokaorðum er

samantekt og kjölfar hennar hugleiðingar um framtíðina hvað vefsvæðið varðar.

Hugtök Til glöggvunar fyrir þá sem ekki þekkja vel til skátastarfs er hér stuttur listi yfir nokkur hugtök sem

koma fyrir í verkefninu:

Félagsforingi – æðsti stjórnandi skátafélags.

Aðstoðarfélagsforingi – næstráðandi félagsforingja.

BÍS – skammstöfun fyrir Bandalag íslenskra skáta

Page 4: Könnun á upplýsingagildi vefsíðunnar €¦ · fram í nóvember 2011, könnun var framkvæmd í desember sama ár og úrvinnsla í janúar 2012. Markmiðið með verkefninu var

© Guðmundur Pálsson 4

Umfjöllun Í umfjöllun minni um vefsvæðið www.skatar.is leitast ég við að gera sem best skil þeim niðurstöðum

sem fengust úr megindlega hluta verkefnisins sem fólst í rafrænni skoðanakönnun og samhliða því að

birta þær niðurstöður leitast ég við að túlka þær og leggja mat á þær upplýsingar sem fram koma.

Eigindlegi hluti verkefnisins er byggður á viðtölum og er þeim hluta gerð skil hér á eftir og í

niðurstöðum verkefnisins.

Upphaf og þróun www.skatar.is Vefsvæði skáta á sér langa og merkilega sögu. Fyrsti vefurinn sem settur var í loftið var unnin af

Sturlu Bragasyni og var markmið hans að flytja fréttir og veita upplýsingar um ferð íslenskra skáta á

Alheimsmót skáta í Hollandi 1995. Fljótlega bættist Sturlu liðsauki þegar fréttahaukurinn Guðmundur

Jónsson gekk til liðs við hann um þetta verkefni en þeir höfðu starfað saman í Skátafélaginu

Garðbúum í Reykjavík. Á þessum tíma er skátaflokkurinn Smiðjuhópurinn að stíga sín fyrstu spor þar

sem nokkrir eldri skátar sameinuðu krafta sína í þágu skátastarfs og fljótlega þróuðust mál þannig að

vefumsjón fyrir skáta varð hluti af starfi flokksins. Smiðjuhópurinn fékk stuðning frá Islandia um

vistun og rekstur vefsins og í upphafi þess samstarfs gaf Islandia skátum lénið www.scout.is og var

það skráð þann 29. október 1997. Vefurinn var nýttur sem markaðstæki fyrir verkefni á vegum

hópsins sem fékk nafnið Smiðjudagar og þótti mikil bylting í upplýsinga- og kynningarmálum skáta.

Vefsvæðið www.scout.is lagði áherslu á fréttir af skátastarfi og voru menn óþreytandi á þessum tíma

að þeysast um landið, taka myndir og skrifa fréttir. Vefsvæðið lék einnig lykilhlutverk í kynningarstarfi

fyrir landsmót skáta veturinn 1997-1998 og má segja að þá hafi verið slegin tónninn fyrir framtíðina –

vefurinn festi sig í sessi sem mikilvægt tæki í upplýsinga- og kynningarstarfi hreyfingarinnar.

Ýmsum þótti ekki nógu gott að hafa heiti lénsins á ensku og því varð úr að þann 29. október 2002 er

vefurinn færður yfir á lénið www.skatar.is og hefur hann verið þar til dagsins í dag.

Margir hafa komið að þessu verkefni í gegnum tíðina en síðasta áratuginn hefur það verið Birgir Örn

Björnsson, úr skátafélaginu Árbúar í Reykjavík, sem hefur borið hitann og þungan af vefsvæðinu, sem

og öðrum kerfum BÍS, s.s. félagatali, dagskrárvef o.fl. Birgir kom fyrst að skátavefnum árið 2002 og

fyrsta vefumsjónarkerfið sem hann forritar er vefur fyrir Landsmót skáta og átti sú vinna sér stað í

upphafi árs 2003. Þetta verkefni þótti takast svo vel að þáverandi framkvæmdastjóri BÍS, Þorsteinn Fr.

Sigurðsson, gekk til samninga við Birgi um að gera viðbætur á þessu vefumsjónarkerfi svo það mætti

nýtast vefsvæðinu www.skatar.is einnig. Samhliða var lagt í umfangsmikla greiningar- og gagnavinnu

og efnistök ákveðin. Fljótlega kom í ljós að þörf var fyrir sérstakan vef með stoðefni fyrir skátaforingja

(núverandi dagskrárvefur) en www.skatar.is, almennt nefndur „skátavefurinn“, skyldi fyrst og fremst

þjóna sem almennur vefur með grunnupplýsingum um skátastarf. Í kjölfar þessarar vinnu var útliti,

virkni og innihaldi vefsins umbylt og tók hann þá á sig það útlit sem einkennir hann enn í dag.

Á þessum tíma, um 2004, er farið að bera á margskonar vefumsjónarkerfum sem mörg hver var hægt

að fá fyrir lítið og var sá möguleiki skoðaður hvort skynsamlegt væri að byggja framtíðarlausn

skátahreyfingarinnar á slíkum hugbúnaði. Niðurstaðan úr þessum vangaveltum varð sú að byggja upp

frá grunni eigin lausn sem myndi samþætta margvíslega virkni. Þannig var lagt upp með þá sýn að

hafa eitt miðstýrt vefumsjónarkerfi sem þjónað gæti vefsvæðinu www.skatar.is, heimasíðum fyrir

skátafélögin og einstaka viðburði, félagatali og dagskrárvef, svo nokkur dæmi séu tekin. Samkvæmt

þessu hefur verið unnið æ síðan og í dag eru vistaðar 36 vefsíður skátafélaga, skátahópa og viðburða í

vefumsjónarkerfinu.

Page 5: Könnun á upplýsingagildi vefsíðunnar €¦ · fram í nóvember 2011, könnun var framkvæmd í desember sama ár og úrvinnsla í janúar 2012. Markmiðið með verkefninu var

© Guðmundur Pálsson 5

Á árinu 2011 fékk vefsvæðið www.skatar.is 24.898 heimsóknir og 255.855 síðum var flett.

(Modernus.is – samræmd vefmæling 31.12.2011).

Eitt af því sem skiptir auðvitað höfuðmáli hverrar vefsíðu er að það liggi ljóst fyrir hvaða tilgangi hún á

að þjóna og hvers konar notendum er ætlað að veita upplýsingar. Eins og fram hefur komið var lagt í

umfangsmikla greiningarvinnu árið 2004. Þeirri vinnu var stýrt af Jóni Ingvari Bragasyni, núverandi

formanni dagskrárráðs og stjórnarmanni í stjórn BÍS, en með honum störfuðu meðal annars þeir

Birgir Björnsson, kerfisstjóri og Þorsteinn Fr. Sigurðsson, þáverandi framkvæmdastjóri BÍS.

Niðurstaðan úr þeirri vinnu var sú að vefsíðan www.skatar.is skildi innihalda almennar upplýsingar

um skátastarf sem myndi nýtast skátum sjálfum og almenningi en að auki skyldi stefnt að gerð

sérstaks vefsvæðis sem ætlað yrði skátaforingjum þar sem væri m.a. að finna margskonar stoðefni

fyrir þá svo sem dagskrárhugmyndir og fleira.

Vefsvæðið „Dagskrárvefurinn“ er nú orðinn að veruleika og inniheldur stoðefni fyrir skátaforingja en

um hann er ekki fjallað í þessari könnun heldur er athyglinni einvörðungu beint að vefsíðunni

www.skatar.is og upplýsingagildi hennar kannað.

Page 6: Könnun á upplýsingagildi vefsíðunnar €¦ · fram í nóvember 2011, könnun var framkvæmd í desember sama ár og úrvinnsla í janúar 2012. Markmiðið með verkefninu var

© Guðmundur Pálsson 6

Niðurstöður könnunar

Spurning 1: Hversu oft notar þú internetið til að skoða tölvupóst og vefsíður?

Fjöldi svarenda: 36 Svarhlutfall: 100%

Umræða

Tilgangurinn með þessari spurningu er að kanna almennt hversu reglulega þátttakendur í könnuninni

nota internetið. Í ljós kom að meginþorri aðspurðra, eða 34 af 36 (94,45%) teljast reglulegir notendur

internetsins.

Daglega 2-4 sinnum í viku Sjaldnar

Fjöldi 32 2 2

Hlutfall í % 88,89 5,56 5,56

0

10

20

30

40

50

60

70

80

90

100

Page 7: Könnun á upplýsingagildi vefsíðunnar €¦ · fram í nóvember 2011, könnun var framkvæmd í desember sama ár og úrvinnsla í janúar 2012. Markmiðið með verkefninu var

© Guðmundur Pálsson 7

Spurning 2: Hvenær skoðaðir þú síðast vefsíðuna www.skatar.is?

Fjöldi svarenda: 36 Svarhlutfall: 100%

Umræða

Í ljósi þess að 94,45% aðspurðra eru reglulegir notendur internetsins, skv. niðurstöðum í spurningu 1,

er fróðlegt að sjá að aðeins liðlega helmingur þeirra skoðaði www.skatar.is þann dag sem svarað var

eða í vikunni þar á undan.

Það verður að taka fram að þá daga sem könnunin er framkvæmd liggur skátastarf niðri að langmestu

leyti vegna jólaleyfa og vafalítið hefur það haft áhrif á niðurstöðuna. Einnig er mjög sennilegt að þeir

átta þátttakendur sem greina frá því að þeir hafi skoðað www.skatar.is þann dag sem þeir svara

könnuninni, hafi gert það til að rifja upp og hressa upp á minnið varðandi innihald vefsins.

Einnig felst að mínu mati vísbending í því að sjö þátttakenda (19,44%) greina frá því að meira en

mánuður sé liðinn frá því þeir skoðuðu vefinn síðast og það hlutfall ætti að vera mun lægra og

auðvitað markmið í sjálfu sér að enginn stjórnandi skátafélags eða starfsmaður láti líða svo langt á

milli heimsókna á vefinn.

Í dag Í þessari viku Í þessum mánuðiFyrir meira en

mánuði

Fjöldi 8 11 10 7

Hlutfall í % 22,22 30,56 27,78 19,44

0

5

10

15

20

25

30

35

Page 8: Könnun á upplýsingagildi vefsíðunnar €¦ · fram í nóvember 2011, könnun var framkvæmd í desember sama ár og úrvinnsla í janúar 2012. Markmiðið með verkefninu var

© Guðmundur Pálsson 8

Spurning 3: Vefsíðunni www.skatar.is er skipt upp í nokkra efnisflokka – hvaða efnisflokka skoðar þú

helst? (Hægt er að velja einn eða fleiri flokka).

Fjöldi svarenda: 36 Svarhlutfall: 100%

Umræða

Markmið þessarar spurningar er að gefa stjórnendum www.skatar.is vísbendingar um hvaða

efnisflokkar eru helst skoðaðir. Slíkum upplýsingum þyrfti að safna saman með reglubundnum hætti

því þær gefa vísbendingar um hvaða vægi hver efnisflokkur á að hafa, bæði með tilliti til

staðsetningar og rýmis á forsíðu og ekki síður hvað varðar forgangsröðun við efnisgerðina sjálfa.

Sú niðurstaða sem fékkst úr þessari spurningu var að flestu leyti nokkuð fyrirsjáanleg, þ.e. að

efnisflokkar s.s. fréttir og yfirlit viðburða fá mestu aðsóknina. Athygli vekur þó hvað efnisflokkarnir

„skátastarf“ og „dagskrárvefurinn“ (sem hefur að geyma margvíslegt dagskrárefni og hugmyndir fyrir

skátaflokka og –sveitir) eru mikið sóttir af þeim sem spurðir voru ef tekið er tillit til samsetningar

þýðisins sem voru að megninu til stjórnendur skátafélaga sem öllu jafna eru ekki eiginlegir

þátttakendur í daglegu starfi skátaflokka og –sveita.

Við nánari greiningu á skoðun efnisflokka mætti á síðari stigum bæta við breytum og skoða t.d.

heimsóknir á ákveðna efnisflokka með tilliti til ársreiknings. Í því sambandi mætti til dæmis bera

saman framlög til alþjóðastarfs (1,08% heimsóknir) á síðasta rekstrarári og framlög til vinnu við

dagskrárvefinn (18,28% heimsóknir). Hugsanlegt er að viðameiri upplýsingaöflun á þessu sviði gæti

orðið stjórnendum BÍS vísbending um forgangsröðun fjármuna í starfinu almennt.

FréttirYfirlit

viðburðaUm BÍS

Þjónustu-verkefni

Skáta-starf

ForinginnAlþjóða-

starfSkáta-búðin

Dagskrár-vefurinn

Fjöldi 29 18 4 2 10 5 1 7 17

Hlutfall í % 31,18 19,35 4,30 2,15 10,75 5,38 1,08 7,53 18,28

0

5

10

15

20

25

30

35

Page 9: Könnun á upplýsingagildi vefsíðunnar €¦ · fram í nóvember 2011, könnun var framkvæmd í desember sama ár og úrvinnsla í janúar 2012. Markmiðið með verkefninu var

© Guðmundur Pálsson 9

Spurning 4: Innan hvers efnisflokks eru fjölmargir undirflokkar – hverja þeirra skoðar þú helst?

(Nefndu að hámarki þrjá helstu).

Fjöldi svarenda: 15 Svarhlutfall: 41.7%

Umræða

Hér má sjá sterkar vísbendingar um að þeir þátttakendur sem svöruðu þessari spurningu eru mjög

virkir í starfinu sjálfu því undirflokkarnir „dagskrárvefurinn“, „dagatal viðburða“ og „fræðsla og

þjálfun“ gefa samtals 52,38% hlutfall.

Ekki má samt draga of miklar ályktanir af þessum niðurstöðum þar sem svarhlutfall var í lægri

kantinum eða 41,7% og leyfi ég mér að álykta að hér hafi fæstir stjórnendur svarað en þeim mun

hærra hlutfall starfsmanna.

Athyglisvert er að aðeins einn þátttakandi var að velta fyrir sér næsta landsmóti skáta sem fer fram í

júlí 2012 í tilefni af 100 ára afmæli skátastarfs á Íslandi.

1

1

2

1

5

1

1

2

4

1

1

1

4,76

4,76

9,52

4,76

23,81

4,76

4,76

9,52

19,05

4,76

4,76

4,76

0 5 10 15 20 25

Landsmótsvefur

Námskeið

Fræðsla og þjálfun

Fréttir

Dagatal viðburða

Skátafélög

Tengiliðir

Félagatal

Dagskrárvefurinn

Skátadagskráin

Fundargerðir ÚSÚ

Lög og reglugerðir

Hlutfall í % Fjöldi

Page 10: Könnun á upplýsingagildi vefsíðunnar €¦ · fram í nóvember 2011, könnun var framkvæmd í desember sama ár og úrvinnsla í janúar 2012. Markmiðið með verkefninu var

© Guðmundur Pálsson 10

Spurning 5: Hversu vel eða illa gengur þér að finna þær upplýsingar sem þú leitar eftir?

Fjöldi svarenda: 36 Svarhlutfall: 100%

Umræða

Samkvæmt niðurstöðum úr þessari spurningu má segja að stjórnendur www.skatar.is geti nokkuð vel

við unað því 44,44% þátttakenda gengur mjög vel og frekar vel að finna þær upplýsingar sem leitað er

eftir og sé hlutlausum bætt í hópinn er hlutfallið 86,11% sem er mjög gott hlutfall.

Sé þessi spurning borin saman við spurningu 8 (Hversu vel eða illa finnst þér vefsíðan www.skatar.is

uppfylla þarfir þínar um upplýsingar?) koma líka mjög jákvæðar niðurstöður fram en þar segjast 52,77%

að vefsíðan uppfylli mjög- eða frekar vel þarfir sínar um upplýsingar og sé hlutlausum bætt við í

hópinn nær það 94,44% hlutfalli sem verður að teljast frábært.

Við frekari skoðun væri áhugavert að skoða betur þessi 13,89% sem gengur frekar illa og mjög illa að

finna þær upplýsingar sem leitað er eftir.

Mjög vel Frekar vel Hvorki né Frekar illa Mjög illa

Fjöldi 3 13 15 3 2

Hlutfall í % 8,33 36,11 41,67 8,33 5,56

0

5

10

15

20

25

30

35

40

45

Page 11: Könnun á upplýsingagildi vefsíðunnar €¦ · fram í nóvember 2011, könnun var framkvæmd í desember sama ár og úrvinnsla í janúar 2012. Markmiðið með verkefninu var

© Guðmundur Pálsson 11

Spurning 6: Þig vantar upplýsingar um einhver atriði er varða skátastarf eða þjónustu skrifstofu BÍS –

hvaða eftirfarandi leiðir notar þú í upplýsingaleitinni? (Velja má einn eða fleiri möguleika).

Fjöldi svarenda: 36 Svarhlutfall: 100%

Umræða

Markmiðið með þessari spurningu var að kanna hvaða samskiptaleiðir þátttakendur nota til að afla

sér upplýsinga um atriði er varða skátastarf eða þjónustu skrifstofu BÍS.

Það má segja að mannafli á skrifstofu BÍS sé aldrei nægur enda verkefnin og viðfangsefnin mörg og

því er það mikilvægt fyrir stjórnendur á hverjum tíma að nýta þá starfskrafta sem best, bæði til að

sinna þeim verkefnum sem fyrir liggja en auðvitað ekki síður til að veita félagsmönnum þá þjónustu

sem nauðsynleg er. Í þessu sambandi er augljóst að því betur sem vefsíðan þjónar tilgangi sínum sem

upplýsingaveita þá dregur úr fyrirspurnum og upplýsingagjöf með öðrum aðferðum s.s. tölvupósti,

símtali og heimsóknum.

Það má ekki skilja það sem svo að markmiðið sé að allir lifi og hrærist í hinni fullkomnu rafrænu

veröld þar sem menn þurfi ekki lengur að vera í samskiptum, langt í frá og allra síst í félagsskap sem

þessum. En engu að síður er hér á ferðinni viðleitni til að skoða hvaða samskiptaleiðir eru í notkun,

innbyrðis hlutfall þeirra og niðurstaðan gefur um leið vísbendingu um hvernig megi stýra

samskiptaleiðunum.

Það skal tekið fram að BÍS heldur einnig út Facebook-síðu en mér einfaldlega láðist að hafa hana með

sem svarmöguleika.

Samkvæmt þátttakendum fer upplýsingaöflunin fram með rafrænum hætti í 57,15% tilfella. Hér gafst

þátttakendum kostur á að velja einn eða fleiri möguleika og ljóst er að flestir nota amk. þrjár af

fjórum uppgefnum samskiptaleiðum. Í 32,47% tilfella er vefsíðan notuð til upplýsingaleitar.

www.skatar.is Tölvupóstur Símtal Heimsókn

Fjöldi 25 19 23 10

Hlutfall í % 32,47 24,68 29,87 12,98

0

5

10

15

20

25

30

35

Page 12: Könnun á upplýsingagildi vefsíðunnar €¦ · fram í nóvember 2011, könnun var framkvæmd í desember sama ár og úrvinnsla í janúar 2012. Markmiðið með verkefninu var

© Guðmundur Pálsson 12

Spurning 7: Þig vantar upplýsingar um einhver atriði er varða skátastarf eða þjónustu skrifstofu BÍS –

hvaða eftirfarandi leiðir notar þú OFTAST í upplýsingaleitinni? (Aðeins hægt að velja einn möguleika).

Fjöldi svarenda: 36 Svarhlutfall: 100%

Umræða

Þessi spurning er nánast samhljóða spurningu 6 nema hvað hér var aðeins hægt að velja einn

möguleika til að svara því hvaða leiðir þátttakandinn notar oftast þegar hann vantar upplýsingar um

einhver atriði er varða skátastarf eða þjónustu skrifstofu BÍS.

Hér er það greinilega vefsíðan www.skatar.is sem er langmest notuð eða í 50% tilfella.

www.skatar.is Tölvupóstur Símtal Heimsókn

Fjöldi 18 9 8 1

Hlutfall í % 50,00 25,00 22,22 2,78

0

10

20

30

40

50

60

Page 13: Könnun á upplýsingagildi vefsíðunnar €¦ · fram í nóvember 2011, könnun var framkvæmd í desember sama ár og úrvinnsla í janúar 2012. Markmiðið með verkefninu var

© Guðmundur Pálsson 13

Spurning 8: Hversu vel eða illa finnst þér vefsíðan www.skatar.is uppfylla þarfir þínar um upplýsingar?

Fjöldi svarenda: 36 Svarhlutfall: 100%

Umræða

Hér er ágæt niðurstaða fyrir stjórnendur vefsíðunnar því 52,77% þátttakenda telja að vefsíðan

www.skatar.is uppfylli mjög vel eða frekar vel þarfir sínar um upplýsingar. Hátt hlutfall hlutlausra

vekur hins vegar athygli því 41,67% aðspurðra virðast ekki hafa sérstaka skoðun á því hvort vefsíðan

uppfylli þarfir sínar um upplýsingar eða ekki. Hér er greinilega verðugt verkefni til að vinna að í

framtíðinni.

Í umræðunni um spurningu 5 (Hversu vel eða illa gengur þér að finna þær upplýsingar sem þú leitar

eftir?) var þessi spurning borin saman við þær niðurstöður og er heildarniðurstaðan ágæt því þar kom

fram að 44,44% þátttakanda gengur mjög vel og frekar vel að finna þær upplýsingar sem leitað er

eftir.

Það sama á reyndar við í því tilfelli að þar er hlutfall hlutlausra nokkuð hátt eða 41,67% og mikilvægt

að lækka það hlutfall og þá auðvitað á þann veg að hlutfall ánægðra notenda aukist.

Mjög vel Frekar vel Hvorki né Frekar illa Mjög illa

Fjöldi 3 16 15 1 1

Hlutfall í % 8,33 44,44 41,67 2,78 2,78

0

5

10

15

20

25

30

35

40

45

50

Page 14: Könnun á upplýsingagildi vefsíðunnar €¦ · fram í nóvember 2011, könnun var framkvæmd í desember sama ár og úrvinnsla í janúar 2012. Markmiðið með verkefninu var

© Guðmundur Pálsson 14

Spurning 9: Finnst þér að það vanti upplýsingar eða efni á vefsíðuna www.skatar.is?

Fjöldi svarenda: 36 Svarhlutfall: 100%

Umræða

Markmiðið með þessari spurningu var að fá fram upplýsingar um hvort þátttakendum fyndist vanta

upplýsingar eða efni á vefsíðuna www.skatar.is og þessari spurningu var svo fylgt eftir með spurningu

10 (Hvaða efni finnst þér helst vanta á vefsíðuna www.skatar.is svo hún uppfylli betur þarfir þínar

fyrir upplýsingar?).

Hér er áhugavert að skoða að 27,78% þátttakenda telja að það vanti upplýsingar og efni en sé sú

niðurstaða borin saman við niðurstöður úr spurningu 8 (Hversu vel eða illa finnst þér vefsíðan

www.skatar.is uppfylla þarfir þínar um upplýsingar?) þá kemur í ljós að þar eru það 52,77% sem

finnst vefsíðan uppfylla þarfir sínar um upplýsingar mjög vel eða frekar vel .

Í spurningu 9 voru hlutlausir 41,67% sem er of hátt hlutfall, eins og rætt hefur verið um hér að

framan. Það má því leiða líkum að því að þrátt fyrir að ríflega helmingur þátttakenda (52,77%) finnist

vefsíðan uppfylla upplýsingaþörf sína mjög vel eða frekar vel þá sé þetta stóra hlutfall hlutlausra

(41,67%) að hafa áhrif hér í spurningu 9 og leiði til þess að liðlega þriðjungur þátttakenda (27,78%) sé

þeirra skoðunar að upplýsingar eða efni vanti á vefsíðuna.

Hér í spurningu 9 fáum við svo aftur mjög hátt hlutfall hlutlausra því 61.11% þátttakenda hafa ekki

skoðun á því hvort efni eða upplýsingar vanti á vefsíðuna.

Já Veit ekki Nei

Fjöldi 10 22 4

Hlutfall í % 27,78 61,11 11,11

0

10

20

30

40

50

60

70

Page 15: Könnun á upplýsingagildi vefsíðunnar €¦ · fram í nóvember 2011, könnun var framkvæmd í desember sama ár og úrvinnsla í janúar 2012. Markmiðið með verkefninu var

© Guðmundur Pálsson 15

Spurning 10: (Aðeins svara þessari spurningu ef þú hefur svarað spurningunni hér að framan játandi).

Hvaða efni finnst þér helst vanta á vefsíðuna www.skatar.is svo hún uppfylli betur þarfir þínar fyrir

upplýsingar?

1. Það sem ég tel að vanti helst er að uppfæra viðburðardagatalið fyrr t.d. um mót eða námskeið sem við erum að senda krakkana á. Oft eru litlar upplýsingarnar og upplýsingarnar að koma mjög seint inn og erfitt fyrir landsbyggðarfólk að skipuleggja ferðir sínar með svona stuttum fyrirvara.

2. Ýmislegt ítarefni og krækjur í erlenda skátatengda vefi. Dagskrárefni - e.t.v. er það þarna en þá vandfundið.

3. Hvernig ég eigi að komast í samband við skátafélög erlendis. Hvort það séu einhverjir afslættir á gistingum erlendis í gegnum skátana.

4. Það er mikilvægt að upplýsingar á skatar.is séu réttar. Það er misbrestur á því. 5. Það vantar nokkuð oft ítarupplýsingar um dagskrárliði, það er allt of lengi sem stendur

"nánari upplýsingar koma síðar". 6. Hún er flókin, löng leið að því sem maður þarf að finna. Úreltar upplýsingar í einhverjum

tilvikum. Fæ meira út úr því og er hraðvirkara að hringja eða senda tölvupóst. Vantar að hún sé notendavænni og auðveldara að nálgast upplýsingarnar sem eru inni á henni.

7. Auðveldara að komast í ýmsa viðburði beint úr forsíðu. Auðveldari aðgang að útgefnu efni. Ferskari fréttir. Meira samhengi í hlutina.

8. Varðandi dagskránna lengst til hægri, þá eru oft daprar upplýsingar á bakvið það sem er verið að auglýsa, sumt er þar inni sem viðburður en ekki neinar uppl. þar á bakvið. Má nefna t.d núna er þar inni Nýársútilega kópa. Þetta stendur ef maður klikkar á, 1.-3. janúar 2012 halda Kópar sína árlegu nýársútilegu fyrir rekkaskáta og eldri. er þessi útilega fyrir alla? eða bara kópa og afhverju er hún þarna ef hún er bara fyrir kópa? og hvert á maður að snú sér ef manni langar að vita meira um málið. svona er það með t.d alla viðburði, og uppl. koma mjög seint inn á, með verð, hvar og fyrirkomulag. annars eru uppl. um verkefni og heimildir sem ég þarf góðar.

Fjöldi svarenda: 8 Svarhlutfall: 22,2%

Umræða

Spurning 10 er beint framhald af spurningu 9 (Finnst þér að það vanti upplýsingar eða efni á

vefsíðuna www.skatar.is?) og voru aðeins þeir beðnir um að svara sem höfðu svaraði því játandi að

upplýsingar og efni vantaði á vefsíðuna www.skatar.is og voru þátttakendur beðnir um að tilgreina

hvers þeir söknuðu helst.

Svör þeirra 8 (22,2%) sem tóku þátt í þessum hluta er látin standa hér óbreytt eins og þau komu fyrir

úr könnuninni.

Athygli vekur þó að í spurningu 9 (Finnst þér að það vanti upplýsingar eða efni á vefsíðuna

www.skatar.is?) eru það 27,78% þátttakenda sem telja að upplýsingar eða efni vanti á vefsíðuna en

heldur færri, eða 22,2% hafa svo eitthvað til málanna að leggja, eins og fram kemur í niðurstöðum

spurningar 10.

Page 16: Könnun á upplýsingagildi vefsíðunnar €¦ · fram í nóvember 2011, könnun var framkvæmd í desember sama ár og úrvinnsla í janúar 2012. Markmiðið með verkefninu var

© Guðmundur Pálsson 16

Spurning 11: Hversu aðlaðandi eða óaðlaðandi finnst þér viðmót og útlit vefsíðunnar www.skatar.is?

Fjöldi svarenda: 36 Svarhlutfall: 100%

Umræða

Þessi spurning snýst um smekk svarenda og er algjörlega huglæg. Hinsvegar er það ekki óþekkt

fyrirbæri í svona könnunum að spurt sé að atriðum er snúa beint að upplifun fólks og þótt þetta sé

smekksatriði hvers og eins þá eru þetta ávallt sterkar vísbendingar til umsjónarmanna um upplifunina.

Niðurstaðan er að mínu mati bærileg en 16 þátttakendur (44,44%) finnst viðmót og útlit vefsíðunnar

vera mjög eða frekar aðlaðandi en aðeins 4 þátttakendur (11,12%) finnst viðmót og útlit vera frekar

eða mjög óaðlaðandi.

Hinsvegar er hér enn á ferðinni nokkuð stór hópur, eða 44,44%, sem virðist ekki hafa sérstaka skoðun

og það hlýtur að vera markmiðið að fækka verulega í þeim hópi og þá auðvitað í þá átt að fjölga enn

frekar þeim sem finnst viðmót og útlit vefsíðunnar vera mjög og frekar aðlaðandi.

Mjög aðlaðandi Frekar aðlaðandi Hvorki néFrekar

óaðlaðandiMjög óaðlaðandi

Fjöldi 3 13 16 3 1

Hlutfall í % 8,33 36,11 44,44 8,33 2,79

0

5

10

15

20

25

30

35

40

45

50

Page 17: Könnun á upplýsingagildi vefsíðunnar €¦ · fram í nóvember 2011, könnun var framkvæmd í desember sama ár og úrvinnsla í janúar 2012. Markmiðið með verkefninu var

© Guðmundur Pálsson 17

Spurning 12: Skátar.is og starfandi skátar | Hversu vel eða illa finnst þér vefsíðan www.skatar.is

endurspegla hvað skátastarf stendur fyrir, að þínu mati, gagnvart starfandi skátum?

Fjöldi svarenda: 36 Svarhlutfall: 100%

Umræða

Eins og fram kom hér í upphafi var það niðurstaða greiningarvinnu sem unnin var árið 2004 að

vefsíðan www.skatar.is skyldi innihalda almennar upplýsingar um skátastarf, annars vegar gagnvart

skátunum sjálfum og hins vegar gagnvart almenningi. Spurningar 12 og 13 eru settar fram til að fá

vísbendingar frá þátttakendum könnunarinnar um hvernig til hafi tekist og hvernig staðan er í dag.

Í ljós kemur að meirihluti aðspurðra, 52,77% eru þeirrar skoðunar að vefsíðan endurspegli mjög eða

frekar vel hvað skátastarf stendur fyrir gagnvart starfandi skátum. Hlutfall þeirra sem hafa ekki

sérstaka skoðun á þessu atriði er nokkuð hátt eins og reyndar í mörgum tilfellum í þessari könnun,

eða liðlega þriðjungur aðspurðra (27,78%). Nær fimmtungur aðspurðra (19,45%) er hins vegar þeirrar

skoðunar að vefsíðan endurspegli frekar eða mjög illa hvað skátastarf standi fyrir og það er

umhugsunarefni fyrir umsjónarmenn síðunnar.

Það verður þó að taka það fram að það mætti liggja skýrar fyrir sameiginlegur skilningur félagsmanna

á því nákvæmlega hvað skátastarfið stendur fyrir. Þótt félagsmenn séu vafalítið sammála um

grundvallargildin þá geta áherslur manna verið mismunandi og því er etv. ekki að undra að vefsíðan

endurspegli þessi atriði á mismunandi hátt gagnvart þeim sem spurðir eru. Skýrar skilgreiningar á

þessum þáttum gera auðvitað starf umsjónarmanna vefsíðunnar einfaldara og er því hér með komið

á framfæri við ábyrgðaraðila.

Mjög vel Frekar vel Hvorki né Frekar illa Mjög illa

Fjöldi 4 15 10 6 1

Hlutfall í % 11,10 41,67 27,78 16,67 2,78

0

5

10

15

20

25

30

35

40

45

Page 18: Könnun á upplýsingagildi vefsíðunnar €¦ · fram í nóvember 2011, könnun var framkvæmd í desember sama ár og úrvinnsla í janúar 2012. Markmiðið með verkefninu var

© Guðmundur Pálsson 18

Spurning 13: Skátar.is og almenningur | Hversu vel eða illa finnst þér vefsíðan www.skatar.is

endurspegla hvað skátastarf stendur fyrir, að þínu mati, gagnvart almenningi?

Fjöldi svarenda: 36 Svarhlutfall: 100%

Umræða

Í þessari spurningu er hugsanlega um ákveðna rökvillu að ræða af minni hálfu því hér er ekki verið að

spyrja almenning heldur starfandi skáta og enda þótt þeir séu auðvitað einnig hluti af almenningi þá

er ef til vill erfitt fyrir þá að svara þessari spurningu öðru vísi en með augum skátaforingjans. Einnig

komum við hér aftur að sömu vangaveltu og ég ræddi um í spurningunni hér á undan, þ.e.

mismunandi viðhorf til þess fyrir hvað skátastarf stendur fyrir.

Það má velta fyrir sér hvaða upplýsingar almenningur hefði gagn af á svona vefsíðu. Auðvelt er að

ímynda sér að almenningur sé áhugasamur um hvar skátastarf sé í boði, hvar skátaheimili séu

staðsett, hverjir séu í forsvari á tilteknum stað, fyrir hvaða aldur sé starf í boði, hver séu megin

markmið skátastarfs, hvernig dagskráin sé og svona mætti áfram telja. Þrátt fyrir að öll þessi atriði

sem ég hef hér talið upp, séu aðgengileg strax á forsíðu vefsíðunnar, telja engir aðspurðra að vefsíðan

endurspegli skátastarf mjög vel. Hins vegar eru 38,89% þeirrar skoðunar að vel takist til á meðan

19,46% telja að vefsíðan endurspegli skátastarf frekar eða mjög illa gagnvart almenningi.

Stærsti hópurinn, 41,67%, hafa ekki sérstaka skoðun og að mínu mati er það líklega vegna þess að

félagsmenn hafa ekki nægjanlega skýra sýn á það hvað skátastarf stendur fyrir, hvorki gagnvart þeim

sem taka þátt né almenningi.

Mjög vel Frekar vel Hvorki né Frekar illa Mjög illa

Fjöldi 0 14 15 5 2

Hlutfall í % 0,00 38,89 41,67 13,89 5,57

0

5

10

15

20

25

30

35

40

45

Page 19: Könnun á upplýsingagildi vefsíðunnar €¦ · fram í nóvember 2011, könnun var framkvæmd í desember sama ár og úrvinnsla í janúar 2012. Markmiðið með verkefninu var

© Guðmundur Pálsson 19

Spurning 14: Er skátafélagið þitt með vefsíðu?

Fjöldi svarenda: 36 Svarhlutfall: 100%

Umræða

Langstærsti hluti þeirra skátafélaga sem aðspurðir tilheyra eru með eigin vefsíðu (86,11%). Það skal

tekið fram til glöggvunar að hér er ekki verið að mæla hversu mörg skátafélög í landinu sé með

heimasíðu heldur einungis hvort þau skátafélög sem aðspurðir tilheyra séu með heimasíðu enda þótt

ákveðin líkindi séu til þess að þetta hlutfall endurspegli landið í heild.

Athygli vekur að einn þátttakandinn í könnuninni veit ekki hvort skátafélagið sitt sé með heimasíðu.

Ekki síst vegna þess að þátttakendur eru stjórnendur skátafélaganna og starfsmenn þeirra.

Já Veit ekki Nei

Fjöldi 31 1 4

Hlutfall í % 86,11 2,78 11,11

0

10

20

30

40

50

60

70

80

90

100

Page 20: Könnun á upplýsingagildi vefsíðunnar €¦ · fram í nóvember 2011, könnun var framkvæmd í desember sama ár og úrvinnsla í janúar 2012. Markmiðið með verkefninu var

© Guðmundur Pálsson 20

Spurning 15: (Aðeins svara þessari spurningu ef þú hefur svarað spurningunni hér að framan játandi).

Ef félagið þitt er með vefsíðu, hversu vel eða illa finnst þér að heimasíða félagsins endurspegli

starfsemi skátafélagsins?

Fjöldi svarenda: 32 Svarhlutfall: 89%

Umræða

Í þessari spurningu eru þeir þátttakendur, sem svöruðu því játandi að félagið þeirra væri með vefsíðu,

beðnir um að meta hversu vel eða illa vefsíða þeirra félags endurspegli starfsemi félagsins. Eftir á að

hyggja er það ákveðin galli á könnuninni að tvískipta ekki þessari spurningu því þá hefði verið hægt að

bera nákvæmlega saman hvernig aðspurðir meti eigin síðu í samanburði við www.skatar.is gagnvart

skátunum sjálfum annars vegar og almenningi hins vegar.

Niðurstaðan er sú að 40,61% telja síðu síns félags endurspegla starfsemi félagsins mjög eða frekar vel

en fjórðungur (25,01%) telja síðuna endurspegla starfið frekar eða mjög illa sem er auðvitað allt of

hátt hlutfall. Enn á ný sjáum við hátt hlutfall þeirra sem ekki hafa á þessu sérstaka skoðun eða 34,38%.

Mjög vel Frekar vel Hvorki né Frekar illa Mjög illa

Fjöldi 1 12 11 7 1

Hlutfall í % 3,11 37,50 34,38 21,88 3,13

0

5

10

15

20

25

30

35

40

Page 21: Könnun á upplýsingagildi vefsíðunnar €¦ · fram í nóvember 2011, könnun var framkvæmd í desember sama ár og úrvinnsla í janúar 2012. Markmiðið með verkefninu var

© Guðmundur Pálsson 21

Samanburður

Á þessari mynd hér að ofan eru bornar saman niðurstöður úr spurningum 12, 13 og 15. Lagðar eru

saman niðurstöður spurninga 12 og 13 sem snúa að www.skatar.is og þær niðurstöður bornar saman

við niðurstöður úr spurningu 15 sem snýr að vefsíðu skátafélagsins.

Til upprifjunar þá er um eftirtaldar spurningar að ræða:

Spurning 12: Skátar.is og starfandi skátar | Hversu vel eða illa finnst þér vefsíðan

www.skatar.is endurspegla hvað skátastarf stendur fyrir, að þínu mati, gagnvart starfandi

skátum?

Spurning 13: Skátar.is og almenningur | Hversu vel eða illa finnst þér vefsíðan www.skatar.is

endurspegla hvað skátastarf stendur fyrir, að þínu mati, gagnvart almenningi?

Spurning 15: (Aðeins svara þessari spurningu ef þú hefur svarað spurningunni hér að framan

játandi). Ef félagið þitt er með vefsíðu, hversu vel eða illa finnst þér að heimasíða félagsins

endurspegli starfsemi skátafélagsins?

Niðurstaðan er sú að svarendur hafa nánast sömu upplifun af eigin vefsíðu og vefsíðunni

www.skatar.is þegar kemur að því að meta hvernig þessar síður endurspegla skátastarf. Hafa skal í

huga að þýðið er lítið og vikmörkin það lág að það má gefa sér að niðurstaðan sé nákvæmlega sú

sama að nánast öllu leyti. Undantekningin er þó sú að fleiri telja eigin síðu endurspegla skátastarf

frekar illa (21,88%) heldur en www.skatar.is (15,27%).

Mjög vel Frekar vel Hvorki né Frekar illa Mjög illa

Eigin síða 3,11 37,50 34,38 21,88 3,13

skatar.is 5,55 40,27 34,72 15,27 4,16

0,00

5,00

10,00

15,00

20,00

25,00

30,00

35,00

40,00

45,00

Page 22: Könnun á upplýsingagildi vefsíðunnar €¦ · fram í nóvember 2011, könnun var framkvæmd í desember sama ár og úrvinnsla í janúar 2012. Markmiðið með verkefninu var

© Guðmundur Pálsson 22

Spurning 16: Hér að neðan getur þú sett fram ábendingar, athugasemdir eða hugmyndir um atriði

sem þér finnst að betur megi fara varðandi vefsíðuna www.skatar.is – þitt innlegg er dýrmætt!

1. Það mætti vera auðveldari leit fyrir skátasöngbók og svona hluti sem almenningur er að nota.

2. Vantar hjálp við að gera vefsíðuna okkar betri. 3. Ég hef ekki notað skátavefinn að neinu marki varðandi þjónustu við mitt skátafélag. Er

nýkominn inn aftur eftir langa fráveru sem gæti skýrt þetta að hluta. 4. Það vantar eins og ég sagði hér fyrr nánari upplýsingar um viðburðina með góðum

fyrirvara. Annars er síðan fín. 5. Dæmi. Ég vil fara á landsmót skáta - sem gestur. Fer á skatar.is og undir dagskrá get ég

valið ár og mánuð. Grunar að mótið verði í júlí og vel 7. Þá kemur: Landsmót skáta 20.07.2012 Dagana 20.-29. júlí verður haldið glæsilegt landsmót á Úlfljótsvatni í tilefni 100 ára afmælis skátastarfs á Íslandi. Og hvað svo? Sjá til samanburðar: http://2012.spejderne.dk/en/visitors

6. Það er mjög erfitt að finna efni á síðunni. Flokkunin er óskýr. En þó gagnast hún starfandi skátum talsvert ef þeir eru þolinmóðir.

7. Gefa betri hugmynd og frásagnir um metnaðarfullt skátastarf. 8. Finnst oft erfitt að finna þær upplýsingar sem ég leita að, finnst síðan oft fremur

óskipulögð. 9. Gera hana notendavænni. Skipuleggja upplýsingarnar inn á henni betur, öðruvísi. Það er

eitthvað þarna sem skiptir ekki máli og sumt sem maður á erfitt með að finna eins og t.d. skátalög og heiti. Mætti vera meira um skátasöngva inn á henni eða linkur á þá, hafa starfandi skátar verið að kvarta undan því

10. Meira um leiki, dagskrár atriði, þrautir og gátur, meira gagnvirkt efni, meira um söngva og hreyfingar, föndur, meðferð ýmissa tóla og tækja og margt fleira væri hægt að taka til.

11. Ef síðan á að endurspegla skátarf þá vantar fleiri spennandi myndir sem eru heillandi., hún er frekar þurr og fræðileg. Forsíðan er troðin af texta. Gott að hafa allar þessar upplýsingar en þegar maður kemur inn á síðuna er hún ekki sérstaklega heilandi, virkar alla vega ekki á mann eins og skátastarf sé eitthvað skemmtilegt

12. Oft er erfitt að finna það sem leitað er að. Síðan er frekar flókinn, sem og oft eru úreltar upplýsingar inn á síðunni. Forsíðu fréttirnar flettast einnig alltof hratt.

Fjöldi svarenda: 12 Svarhlutfall: 33,3%

Umræða

Þegar hér var komið í könnuninni var þátttakendum boðið að setja fram ábendingar og athugasemdir

eða leggja til hugmyndir um atriði sem betur mætti fara á vefsíðunni www.skatar.is. Hér að ofan eru

þau atriði sem fram komu og ekki gerð tilraun til þess að greina þau frekar heldur sett hér fram eins

og þau koma frá þátttakendum og vonandi felast hér einhverjar vísbendingar til umsjónarmanna

vefsins.

Athygli vekur hvað svarhlutfallið er lágt en aðeins þriðjungur (33,3%) svarenda leggja hér orð í belg.

Þetta lága hlutfall, og það hvað hátt hlutfall þátttakenda virðist ekki hafa sérstaka skoðun (hvorki né)

á mörgum þeirra atriða sem spurt er um í könnuninni, vekur upp spurningar. Ekki ætla ég að draga

sérstakar ályktanir af þessum niðurstöðum í þessu verkefni aðrar en þær að hugsanlega sé þetta

vísbending um að efla þurfi veg og vegsemd vefsíðunnar innan raða félagsmanna, fá um hana

almennari og gagnrýnni umræðu og vekja skáta almennt til vitundar um mikilvægi hennar.

Page 23: Könnun á upplýsingagildi vefsíðunnar €¦ · fram í nóvember 2011, könnun var framkvæmd í desember sama ár og úrvinnsla í janúar 2012. Markmiðið með verkefninu var

© Guðmundur Pálsson 23

Spurning 17: Hvar er þinn helsti starfsvettvangur sem skáti?

Fjöldi svarenda: 34 Svarhlutfall: 94%

Umræða

Í þessari spurningu er skoðað hvernig þýðið endurspegli landshlutana og hér á myndinni að neðan er

búseta aðspurðra borin saman við skiptingu skátafélaganna á milli landssvæða. Á vefnum

www.skatar.is eru skráð 32 skátafélög (www.skatar.is þann 5. janúar 2012). Níu þeirra starfa á

höfuðborgarsvæðinu, eitt á Reykjanesi, fjögur á Vesturlandi, tvö á Vestfjörðum, fjögur á Norðurlandi,

tvö á Austurlandi og fjögur á Suðurlandi. Á myndinni hér að neðan er borin saman hlutfallsleg skipting

skátafélaganna á milli landssvæða við búsetu þátttakenda í könnuninni.

Höfuðb.-svæðið

Reykjanes Vesturland Vestfirðir Norðurland Austurland Suðurland

Fjöldi 18 3 7 0 3 1 2

Hlutfall í % 52,94 8,82 20,59 0,00 8,82 2,94 5,89

0

10

20

30

40

50

60

Höfuðb.-svæðið

Reykjanes Vesturland VestfirðirNorðurlan

dAusturland Suðurland

Þátttakendur % 52,94 8,82 20,59 0,00 8,82 2,94 5,89

Skátafélög % 43,75 3,13 15,63 6,25 12,50 6,25 12,50

0,00

10,00

20,00

30,00

40,00

50,00

60,00

Page 24: Könnun á upplýsingagildi vefsíðunnar €¦ · fram í nóvember 2011, könnun var framkvæmd í desember sama ár og úrvinnsla í janúar 2012. Markmiðið með verkefninu var

© Guðmundur Pálsson 24

Spurning 18: Upplýsingar um menntun (hakaðu við þá möguleika sem við eiga):

Fjöldi svarenda: 34 Svarhlutfall: 94%

Umræða

Fróðlegt er að skoða upplýsingar um menntun þátttakendanna en hér kemur í ljós að stjórnendur

skátafélaganna og starfsmenn þeirra virðast í heildina vera sæmilega menntað fólk sem er auðvitað

mjög jákvæð niðurstaða, ekki síst fyrir hreyfingu sem lítur gjarnan á sig sem uppeldishreyfingu.

Grunnskóla-próf

Framhalds-skólapróf

Iðnpróf

Háskólaprófeða

sambærilegmenntun

Framhalds-nám á

háskólastigiDoktorspróf

Fjöldi 17 16 8 18 4 0

Hlutfall í % 26,98 25,40 12,70 28,57 6,35 0,00

0

5

10

15

20

25

30

Page 25: Könnun á upplýsingagildi vefsíðunnar €¦ · fram í nóvember 2011, könnun var framkvæmd í desember sama ár og úrvinnsla í janúar 2012. Markmiðið með verkefninu var

© Guðmundur Pálsson 25

Spurning 19: Hvert er fæðingarár þitt?

Umræða

Á þessari mynd má sjá fæðingarár þátttakenda og þar standa upp úr árgangarnir 1966, 1968 og 1973.

Árgangur 1966 verður 46 ára á árinu 2012.

Árgangur 1968 verður 44 ára á árinu 2012.

Árgangur 1973 verður 39 ára á árinu 2012.

Yngsti þátttakandinn í könnuninni er fæddur árið 1992 og verður því 20 ára árið 2012 og elstu

þátttakendurnir eru fæddir árið 1950 og verða því 62 ára árið 2012. Meðalaldur allra þátttakanda er

41,73 ár miðað við árið 2012.

Þessar niðurstöður sýna að stjórnendur og starfsmenn skátafélaganna er fullorðið fólk og er það

ánægjuleg niðurstaða. Mikilvægt er að stjórnendur félaga í æskulýðsstarfi og lykilstarfsmenn séu

fullorðnir og nægilega lífsreyndir til að geta sinnt því mikla ábyrgðarhlutverki sem stjórnun slíks félags

felur í sér.

50 54 58 59 60 61 63 66 68 69 70 73 74 77 78 80 81 84 86 88 92

Fjöldi 2 1 2 1 1 1 2 4 3 1 1 3 1 1 1 2 2 1 2 1 1

Hlutfall í % 6,1 2,9 5,9 2,9 2,9 2,9 5,9 11, 8,8 2,9 2,9 8,8 2,9 2,9 2,9 5,9 5,9 2,9 5,9 2,9 2,9

0

2

4

6

8

10

12

14

Page 26: Könnun á upplýsingagildi vefsíðunnar €¦ · fram í nóvember 2011, könnun var framkvæmd í desember sama ár og úrvinnsla í janúar 2012. Markmiðið með verkefninu var

© Guðmundur Pálsson 26

Niðurstaða Almennt talið má segja að þátttakendur í könnuninni séu ánægðir með vefsvæðið www.skatar.is,

innihald þess, útlit og viðmót og telja að upplýsingagildi hennar sé gott. Því er þó ekki að leyna að

alltaf má gera góðan hlut betri og er það mín niðurstaða að þessi könnun leiði í ljós ýmislegt sem

betur má fara og verði ábyrgðaraðilum vefsins að gagni.

Ýmsir vankantar eru á könnuninni enda hér á ferðinni frumraun höfundar á þessu sviði. Þann stærsta

tel ég þó vera að sá hugbúnaður sem ég valdi til verksins er ókeypis útgáfa (www.esurveyspro.com)

og allir úrvinnslumöguleikar því afar takmarkaðir. Má sem dæmi nefna að öll myndrit þurfti að

handvinna í Excel og ekki var hægt að flytja tölfræðilegu upplýsingarnar úr skoðanakönnunarkerfinu

yfir í töflureikni til frekari úrvinnslu og samanburðar. Í ljós kom að BÍS hefur keypt aðgang að rafrænu

skoðanakönnunarkerfi þar sem öll úrvinnsla er möguleg en því miður hafði ég ekki upplýsingar um

þann aðgang þegar könnunin var gerð.

Engu að síður er það mín skoðun að hér hafi tekist vel til og þessi könnun verði vonandi vísir að stærri

og umfangsmeiri verkefnum á þessu sviði. Gaman væri t.d. að skoða framangreindar rannsóknar-

spurningar í stærra þýði þar sem öllum skátum væri gefin kostur á að taka þátt og fleiri hópar væru

með s.s. foreldrar.

Í samtölum mínum við þá Sturla Bragason og Guðmund Jónsson, sem voru upphafsmenn að

www.skatar.is og Birgi Örn Björnsson, núverandi kerfisstjóra og aðalhönnuð kerfisins í núverandi

mynd, kemur í ljós að betur mætti standa að greiningar- og skipulagsvinnu í tengslum við vefsvæðið.

Tímamótavinna átti sér reyndar stað árið 2004 en vefsvæði er svo lifandi verkefni að það þarf að vera

stöðug vinna í gangi við að rýna til gagns, skipuleggja og annast um það.

Page 27: Könnun á upplýsingagildi vefsíðunnar €¦ · fram í nóvember 2011, könnun var framkvæmd í desember sama ár og úrvinnsla í janúar 2012. Markmiðið með verkefninu var

© Guðmundur Pálsson 27

Lokaorð Mikilvægt er að BÍS skilgreini nákvæmlega markmið sín um hvað vefurinn eigi að endurspegla,

hverjum hann eigi að þjóna og með hvaða hætti hægt verði að uppfylla þessi markmið, þar með talið

fjármagn og starfsfólk.

Ég hélt að almennt væru menn á þeirri skoðun að vefsíðan www.skatar.is væri afar mikilvæg, sem

upplýsingaveita og tæki til kynningar og markaðssetningar. Niðurstaða könnunarinnar vekur hins

vegar upp þá spurningu hvort það sé almennt skoðun félagsmanna og er ég þá að vísa í ítrekað hátt

hlutfall hlutlausra í mjög mörgum spurningunum. Eftir á að hyggja hefði mátt nota tækifærið og

kanna viðhorf aðspurðra til mikilvægis vefsvæðisins og væntingar þeirra til þess en það verður að

bíða betri tíma.

Fleiri vinnuhópar hafa verið að störfum frá árinu 2004 en ekki er sjáanlegt að þeirra vinna hafi orðið

að veruleika.

Dagleg vinna við vefinn er nokkuð tilviljanakennd og ekki ljóst hve miklum tíma starfsfólk

skrifstofunnar á að eyða í vefinn né heldur hvort ákveðnum fjármunum sé úthlutað til slíkrar vinnu.

Afleiðingin er oft á tíðum tilviljanakenndur fréttaflutningur, ómarkviss beiting vefsins sem markaðs-

og kynningartækis, nokkuð er um að ítarlegar upplýsingar um viðburði komi seint á vefinn og það vill

brenna við að gamalt og úrelt efni sé ekki fjarlægt eða uppfært eins og þátttakendur í könnuninni

bentu á.

Framtíðin Umræða hefur verið innan BÍS um uppfærslu og endurhönnun á vefsvæðinu www.skatar.is og hafa

menn verið að líta til erlendra vefsíðna um skátastarf þar sem útlit og viðmót eru meira aðlaðandi en

það sem blasir við á skátavefnum í dag. Litið hefur verið til margvíslegra lausna eins og t.d. WordPress

sem í fyrstu sýn virðist vera ókeypis lausn en sú er ekki raunin ef ná á fram þeirri virkni sem er til

staðar í dag.

Hafa verður í huga að núverandi vefkerfi er hluti af samþættri lausn sem hefur vensl við félagaskrá,

einstaka viðburði, skráningar- og greiðslukerfi og svo mætti áfram telja. Það er því mitt mat að halda

verði áfram með þessa tæknilegu högun umhverfisins en sjálfsagt sé að aðlaga viðmótið betur.

Viðmót stjórnenda er með miklum ágætum en það viðmót sem birtist gestum má taka miklum

breytingum. Skynsamlegast er að menn komi sér saman um hverjum síðan eigi að þjóna og hvaða

skilaboð hún hafi. Þegar slík mynd hefur verið rædd og skipulögð yrði hún færð í hendur þeim sem

annast tæknilegu hliðina og þeir aðlaga kerfið að þessum væntingum. Þetta er augljóslega ódýrasta

leiðin fyrir BÍS.

Veikleikar núverandi fyrirkomulags eru hinsvegar augljósir. Það kerfi sem notast er við er ekki á

almennum markaði og notendur þess (BÍS og skátafélögin) eru fjárhagslega veikir aðilar. Öll þróun er

því háð því að núverandi notendur leggi til fjármagn öndvert við kerfi s.s. WordPress þar sem

tugþúsundir forritara um allan heim eru að forrita einstaka kerfishluta sem hægt er að nota frítt eða

fyrir lítið endurgjald.

Page 28: Könnun á upplýsingagildi vefsíðunnar €¦ · fram í nóvember 2011, könnun var framkvæmd í desember sama ár og úrvinnsla í janúar 2012. Markmiðið með verkefninu var

© Guðmundur Pálsson 28

Niðurstaðan er því sú að það séu í raun tvær leiðir færar: Sú fyrri að leggja af núverandi kerfi og taka

upp „OpenSource“ lausn á borð við WordPress og kosta til forritunarvinnu við gagnagrunnstengingar

sem erfitt er að áætla hvar myndi enda – þessi leið er fær ef nægir fjármunir eru fyrir hendi. Hin leiðin

er sú að færa tæknifólkinu í hendur vel skilgreinda útfærslu á þeim væntingum sem menn hafa til

vefsvæðisins og fela þeim að aðlaga núverandi kerfi að þeim þörfum – sú leið er að mínu viti sú eina

færa miðað við núverandi aðstæður.

Að lokum langar mig að þakka þeim Birgi Erni Björnssyni, Baldri Árnasyni, Guðmundi Jónssyni og

Sturlu Bragasyni fyrir ómetanlega aðstoð sem og öllum þeim sem tóku þátt í könnuninni.

Page 29: Könnun á upplýsingagildi vefsíðunnar €¦ · fram í nóvember 2011, könnun var framkvæmd í desember sama ár og úrvinnsla í janúar 2012. Markmiðið með verkefninu var

© Guðmundur Pálsson 29

Heimildaskrá Bandalag íslenskra skáta. Listi yfir starfandi skátafélög. Sótt 6. janúar 2012 af:

http://skatar.is/vefur/default.asp?ItemGroupID=7&ItemID=736

ISNIC – Internet á Íslandi hf. Rétthafaskrá. Sótt 15. janúar 2012 af: http://www.isnic.is/is/

Bandalag íslenskra skáta. Skátavefurinn www.skatar.is. Sótt 10. desember 2011 af:

http://skatar.is/vefur/default.asp?ItemGroupID=7

Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Vefsafn.is. Sótt 13. janúar 2012 af:

http://vefsafn.is/?page=wayback-results&site=http%3A%2F%2Fscout.is

Sturla Bragason (munnleg heimild, 19. desember 2011)...

Guðmundur Jónsson (munnleg heimild, 20. desember 2011)...

Baldur Árnason (munnleg heimild, 30. desember 2011)...

Birgir Örn Björnsson (munnlegar heimildir, 27.-31. desember 2011)...

Page 30: Könnun á upplýsingagildi vefsíðunnar €¦ · fram í nóvember 2011, könnun var framkvæmd í desember sama ár og úrvinnsla í janúar 2012. Markmiðið með verkefninu var

© Guðmundur Pálsson 30

Viðauki Að lokum eru hér til gamans, skjámyndir af útliti skátavefsins frá mismunandi tímum.

Skjámynd af forsíðu skátavefsins 8. desember 2004.

Page 31: Könnun á upplýsingagildi vefsíðunnar €¦ · fram í nóvember 2011, könnun var framkvæmd í desember sama ár og úrvinnsla í janúar 2012. Markmiðið með verkefninu var

© Guðmundur Pálsson 31

Skjámynd af forsíðu skátavefsins 2. apríl 2005.

Page 32: Könnun á upplýsingagildi vefsíðunnar €¦ · fram í nóvember 2011, könnun var framkvæmd í desember sama ár og úrvinnsla í janúar 2012. Markmiðið með verkefninu var

© Guðmundur Pálsson 32

Skjámynd af forsíðu skátavefsins 6. janúar 2012.