6
FORNLEIFAVERND RÍKISINS MINJAVÖRÐUR NORÐURLANDS EYSTRA

KEFLAV K FJ R UM - mbl.isNotkun hvalbeina sto grind h sa er ekkt h r landi allt fr am s ustu (20.) ld. Tegundagreining kj lkabeini hefur ekki enn bor i rangur en s tilg ta hefur veri

  • Upload
    others

  • View
    5

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: KEFLAV K FJ R UM - mbl.isNotkun hvalbeina sto grind h sa er ekkt h r landi allt fr am s ustu (20.) ld. Tegundagreining kj lkabeini hefur ekki enn bor i rangur en s tilg ta hefur veri

FORNLEIFAVERND RÍKISINSMINJAVÖRÐUR NORÐURLANDS EYSTRA

KEFLAVÍK Í FJÖRÐUMGREINARGERÐ UM FUND HVALBEINA OGMANNVISTARLEIFA Í KEFLAVÍK Í FJÖRÐUM

Staðurinn þar sem hvalbein fundust. Horft til vesturs

SIGURÐUR BERGSTEINSSONAKUREYRI 2002

Page 2: KEFLAV K FJ R UM - mbl.isNotkun hvalbeina sto grind h sa er ekkt h r landi allt fr am s ustu (20.) ld. Tegundagreining kj lkabeini hefur ekki enn bor i rangur en s tilg ta hefur veri

MINJAVÖRÐUR NORÐURLANDS EYSTRA 2

InngangurÞað vakti nokkra athygli þegar hvalbein og mannvistarleifar tengdar þvífundust í Keflavík í Fjöðrum haustið 2001. Leifarnar benda til þess að þarnahafi staðið mannvirki og að hvalbein hafi verið notuð í stoðgrind þess.Notkun hvalbeina í stoðgrind húsa er þekkt hér á landi allt fram á síðustu(20.) öld. Tegundagreining á kjálkabeini hefur ekki enn borið árangur en sútilgáta hefur verið sett fram að um sé að ræða bein úr sandlægju.Sandlægja dó út á Norðuratlandshafi á 17. öld. Aldursgreining meðgeislakolsmælingu á kjálkabeini sýnir hinn háa aldur 620 til 690 e. kr. Hér erþví um ævagamlar mannvistarleifar að ræða.Minjarnar eru í mikilli hættu vegna landbrots enda standa þær tæpt framá klettabrún fyrir opna hafi. Því er afar brýnt að rannsaka þessarforvitnulegu leifar áður en þær brotna í sjó fram.

I. Leiðangur sumarið 2001Aðdragandi leiðangurs til Keflavíkur, var sá að Ásbjörn Björnssonforstöðumaður Hvalamiðstöðvarinnar á Húsavík hafði rekist á hvalbein ágönguferðferð í Keflavík. Hvalbeinið stakkst undan lágum hól sem stóðfram á kletti niður við sjó. Bein þetta var kjálkabein úr skíðishval. Ásbjörnályktaði að undir hólnum leyndist beinagrind hvals. Hann hafði því hug áað gera út leiðangur til að grafa fram meinta hvalbeinagrind sem hannhugði koma fyrir á sýningu í Hvalamiðstöðinni.1. ágúst árið 2001 fór leiðangur á vegum Ásbjarnar til Keflavíkur.Þátttakendur í leiðangrinum voru; Richard Sabin frá breskaNáttúrufræðisafninu í London; Sophia Perdikaris frá Brooklyn Collage, NewYork; Dr. Anthony Newton frá Edinborgarháskóla; Ævar Petersen ogÞorvaldur Björnsson frá Náttúrufræðistofnun; Magnús Þorkelssonfornleifafræðingur; Friðþjófur Helgason ljósmyndari ogkvikmyndatökumaður sjónvarpsins auk nokkurra fornleifafræðinemandaSophiu Perdikaris.Fljótlega komu í ljós mannvistarleifar á staðnum, m.a. torfveggir,grjóthleðslur, kola- og öskuleifar. Einnig fundust nokkrir gripir. Þar á meðalvar kambsbrot og brýni. Sophie Perdikaris kom þessum hlutum tilFornleifastofnunar Íslands. Fornleifastofnun skilaði Þjóðminjasafninuhlutunum í haust eins og lög gera ráð fyrir. Engar teikningar, fundaskrá,skýrsla né önnur rannsóknargögn fylgdu með. Rifbein og kjálkabeinhvalsins voru fjarlægð og eru nú geymd á Náttúrufræðistofnun Íslands.

Keflavík

Keflavík í Fjörðum er nyrst á skaganum Milli Eyjafjarðar og Skjálfanda

Page 3: KEFLAV K FJ R UM - mbl.isNotkun hvalbeina sto grind h sa er ekkt h r landi allt fr am s ustu (20.) ld. Tegundagreining kj lkabeini hefur ekki enn bor i rangur en s tilg ta hefur veri

MINJAVÖRÐUR NORÐURLANDS EYSTRA 3

Sýni af hvalbeini var sent til Oxford til aldursgreiningar meðgeislakolsmælingum og DNA greiningar.Úrvinnsla rannsóknargagna beindist aðalega að tveimur þáttum.Annarsvegar var reynt að greina úr hvaða hvalategund beinin voru oghins vegar aldersgreining með geislakolsmælingu. Samanburður á gerðhins fundna kjálkabeins við kjálkabein úr þekktum skíðishvölum hefur sýntað kjálkabeinið frá Keflavík er frábrugðið þeim tegundum sem nú lifa hérvið land. Sú tilgáta hefur verið sett fram að beinið sé úr Sandlægju, -hvalategund sem talin er hafa dáið út í Atlandshafi á 17. öld. Vonir standatil að DNA greining muni skera úr þetta.Niðurstöður geislakolsgreiningar á hvalbeininu liggja fyrir. Svo virðist semhvalurinn hafi drepist einhvern tíma á 7. öld eða á tímabilinu 620 til 690 e.kr. Aldursgreining með geislakolsaðferð er háð nokkurri óvissu þannig aðtaka ber niðurtöðuna með fyrirvara. Einnig ber að hafa í huga að aldurbeinsins getur verið töluvert hærri en aldur mannvirkisins. Beinið getur hafalegið í langan tíma áður en það var nýtt af mönnum,- jafnvel nokkurhundruð ár. Hinn hái aldur beinsins bendir þó eindregið til þess aðmannvistarleifarnar séu frá því á landnámsöld.

II. Vettvangsferð Minjavarðar í október 2001.Minjavörður Norðurlands eystra heyrði um fund hvalbeinanna í ríkisútvarpi íágúst. Þjóðminjavörður hafði einnig samband við Minjavörð vegnamálsins. Þá hafði Ásbjörn Björnsson samband og lét minjavörð fá ýmisgögn um málið, m.a. lánaði hann möppu með ljósmyndum sem teknarhöfðu verið í leiðangrinum.

Séð yfir Keflavík frá austriLjósmyndirnar bentu til að hvalbeinin hefðu verið í mannvikri á staðnum.Líklegt verður að teljast að hvalbeinin hafi verið hluti af mannvirkinu.Minjavörður ákvað kanna vettvang við fyrsta tækifæri. Keflavík er mjögafskekkt og bæði land- og sjóleið nokkur erfiðar. Ekki er hægt að lendabát nema í sunnan eða suðvestanátt.Þann 11. október fór minjavörður ásamt Stefáni Kristjánssyni á GrýtubakkaII og aðstoðarmanni hans ríðandi til Keflavíkur. Ekið var inn að Gili íHvalvatnsfirði og riðið þaðan inn í Keflavík. Leiðin er erfið á köflum og tókum 3 tíma að komast hvora leið. Í Keflavík dvöldum við í um 3 tíma.Staðurinn þar sem hvalbeinin fundust eru tæplega einn kílómeter vestanvið bæjarstæðið í Keflavík.

Hvalbein

Bæjarstæði

Page 4: KEFLAV K FJ R UM - mbl.isNotkun hvalbeina sto grind h sa er ekkt h r landi allt fr am s ustu (20.) ld. Tegundagreining kj lkabeini hefur ekki enn bor i rangur en s tilg ta hefur veri

MINJAVÖRÐUR NORÐURLANDS EYSTRA 4

Horft til norðurs yfir minjastaðinn þar sem hvalbeinin fundust.

Horft til austurs. Sjávarbrot er mikið á minjastaðnum.Minjavörður ljósmyndaði mældi og teiknaði rústahólinn ásamt tóftum, semvoru skammt fyrir sunnan hann og gætu verið frá sama tíma.Hóllinn er um 7 metra langur og 3 metra breiður. Sjá mátti að grafið hafðiverið í miklum hluta austurhelmings hólsins. Þar hafði verið grafið niður ásteinaröð, sem augljóslega er leifar hleðslu. Í grafsniðinu eftir endilöngumhólnum mátti greina torfleifar ásamt viðarkolamolum.Minjunum stafar mikil hætta af sjáfarbroti og líklegt er að einhver hlutiminjanna hafi þegar eyðilagst af sjávargangi.

Page 5: KEFLAV K FJ R UM - mbl.isNotkun hvalbeina sto grind h sa er ekkt h r landi allt fr am s ustu (20.) ld. Tegundagreining kj lkabeini hefur ekki enn bor i rangur en s tilg ta hefur veri

MINJAVÖRÐUR NORÐURLANDS EYSTRA 5

Mannvirki sunnan við hvalbeinaminjar. Horft til suðurs.

Um 10 metrum sunnan við ofannefndan minjastað eru tóftir. Þær eru mjöglyngi vaxnar sem bendir til þess að þær séu a.m.k. nokkur hundruð áragamlar. Athuga þyrfti hvort þær hafi verið samtíma mannvirkinu meðhvalbeinunum.Önnur mannvirki sáust ekki í næsta nágrenni.

Horft til austurs yfir minjastaðinn.

III. Aðgerðir.Minjastaðnum er mikil hætta búinn af ágangi sjávar. Nú þegar hefursjórinn brotið af honum þó ekki sé ljóst hversu stór hluti minjanna er horfinn.

Hér fundust hvalbeininTóftir

Page 6: KEFLAV K FJ R UM - mbl.isNotkun hvalbeina sto grind h sa er ekkt h r landi allt fr am s ustu (20.) ld. Tegundagreining kj lkabeini hefur ekki enn bor i rangur en s tilg ta hefur veri

MINJAVÖRÐUR NORÐURLANDS EYSTRA 6

Niðurstöður aldursgreiningar á kjálkabeini hvalsins sína merkilega háanaldur, miðað við viðteknar skoðanir á fyrstu landnámsmönnum á Íslandi.Því er afar brýnt að rannsaka það sem eftir er af minjunum.Markmið rannsóknanna yrði að afla sem bestra upplýsinga um aldur,tegund og gerð mannvirkis þess, sem þarna hefur staðið. Vonast er til aðrannsóknirnar leiði í ljós í tilgang mannvirkisins, sem aftur gæt varpað ljósi áhvers eðlis mannvist á staðnum var á þessum tíma. Var þetta veiðistöðeða hluti af landbúnaðarmannvirkjum? Vegna þeirrar hættu sem steðjarað minjunum er nauðsynlegt að fjarlægja alla mannvistarleifar áklettasnösinni með greftri. Þá verður að kanna vel strandlengjuna ogdalinn inn af víkinni, kortleggja og meta þær tóftir sem þar eru.Rannsóknaraðferð á staðnum verður með hefðbundnum hætti. Gröftursíðasta árs verður opnaður og snið skoðuð vandlega, sérstaklega með tillititil hugsanlegra gjóskulaga í jarðveginum, sem eru mikilvæg tímamörk oggefa góða vísbendingu um aldur mannvistarlaganna. Mannvistarlögverða afhjúpuð í öfugri tímaröð og hvert lag teiknað, ljósmyndað og skráðsérstaklega. Allir fundir og sýni verða skráð innan hvers lags og þaustaðsett í þrívíðu hnitakerfi. Sýni verða tekin af mannvistarlögum tilgreiningar á jurtaleifum, skordýraleifum og e.t.v. frjókornum. Greiningsýnanna gæti varpað ljósi á hvers eðlis vera manna á staðnum var. HelstuMannvistarlög verða sigtuð til að tryggja að smæstu vísbendingar finnist.

IV. LokaorðHvalbeinin sem fundust í Keflavík í Fjörðum eru hluti af merkum fornleifum ástaðnum. Aldursgreining sýnir að minjarnar eru frá fyrstu öldum byggðarauk þess sem hús úr hvalbeini eru forvitnileg. Fornleifarnar eru í hættuvegna sjávarrofs, svo brýnt er að rannsaka þær áður en það verður umseinan.Gert er ráð fyrir að þrír menn geti grafið þær leifar sem eftir eru á þremurdögum. Tvo daga til viðbótar þarf til að komast til og frá staðnum. Þáværi æskilegt að eyða einum til tveimur dögum til að kanna dalinn ogstrandlengjuna og kortleggja allar rústir. Helsti kostnaður við rannsókninaverða uppihald, ferðir og búnaður. Launakostnaður fornleifafræðinga ergreiddur af Fornleifavernd ríkisins en annan kostnað verður að reyna að fáfjármagnaðan með styrkjum.Undanfarin ár hafa Fjörðungar EHF staðið fyrir skipulögðum gönguferðumum Fjörðu og Látraströnd. Keflavík er þar einn af náttstöðunum. Ferðir umþessar eyðibyggðir hlýtur að leiða huga ferðamanna að sögu þess fólkssem þarna háði sína lífsbaráttu. Lítið er vitað um byggð á þessu svæði álandnáms- og Þjóðveldisöld. Rannsóknir í Keflavík gætu varpað einhverjuljósi á byggðasögu fyrstu alda, á þessu svæði.

Akureyri 15. apríl 2002.