44

Isar vidskiptaplan

  • Upload
    korter

  • View
    268

  • Download
    7

Embed Size (px)

DESCRIPTION

 

Citation preview

Page 1: Isar vidskiptaplan

FORS+BAK+MILLIBLOD.ai 1 3/12/14 9:47 AM

Page 2: Isar vidskiptaplan

FORS+BAK+MILLIBLOD.ai 2 3/12/14 10:10 AM

Page 3: Isar vidskiptaplan

Efnisyfirlit

Samantekt 2Viðskiptahugmyndin 3Útganga fjárfesta 4Stofnendur og stjórn 5Varan og sérstaða hennar 7

MARKAÐSÁÆTLUNÞörf, markaðir og hlutdeild 10Vörur 11Markhópar 14Markaðssvæði í forgangsröð 14Keppinautar 14Kröfur viðskiptavina 14Viðbrögð við samkeppni 14Dreifing 14Kynning 15Ímynd 15Verð og verðstefna 15Tækifæri 16Hindranir 16Stofnkostnaður 16Fastakostnaður 16“Franchising” 16Framkvæmdaáætlun 17

Breytilegur kostnaður 18Núllpunktur 18Fjárhagsáætlun 19Íslenskt bílamerki 25Söluáætlun 26„Lean „ viðskiptamódel 27Skipurit 28Þjóðfélagsleg áhrif 29

LOKAORÐ 30

REKSTRARLÍKAN TIL 2024 31

Page 4: Isar vidskiptaplan

1. Samantekt

ÞEKKINGARFYRIRTÆKIÐ ÍSAR (JAKAR EHF ) 1 :

Þróar sérhæfða 7-30 farþega bíla fyrir alla og enga vegi

FYRSTU MARKMIÐ:

Ferðaþjónustu og björgunarsveitir vantar hæfa, arðbæra farþegabíla. Ísar uppfyllir þær þarfir.

Hérlend þekking á torfærubifreiðum er nýtt og þróuð áfram.

Fjórar línur farartækja skilgreindar, ein gerð í einu.

Framleiðsla og eftirþjónusta í alverktöku sérhæfðra aðila skv. tilboðum.

Áhættufælni, áhersla á sjálfbæran vöxt án þungrar vaxtabyrði.

Sveigjanlegt skipulag fylgir bæði upp og niðursveiflum.

10 ÁRA MARKMIÐ:

Sala hundraða Ísar bifreiða árlega. Ísar verði þekkt merki fyrir bestu fáanleg tæki í heimi á sínu sviði.

Arðsemi byggir á sérþekkingu á skýrt skilgreindum atvinnumarkaði. Vandaðir samningar festa arð af hverri sölu fyrirfram. Ræktun verðmætrar ímyndar byggðri á sérstöðu tækjanna og jákvæðum umhverfisáhrifum þeirra.

Útgönguleiðir frumfjárfesta eru fyrirsjáanlegar. Ávöxtunarhraði ræðst af veltuhraða, hlutfallsleg arðsemi er lítið háð stærð efnahags. Aðstandendur Ísar starfa á og þekkja vel markað fyrirtækisins. Sala fyrirtækisins til starfandi fyrirtækja, hluthafa og/eða fjárfesta líkleg innan fárra ára.

1

. Markaðsheiti bifreiðanna er Ísar, fleirtala af ís, sem vísar í upprunalandið. Þjált nafn í flestumheimshornum. Þar sem einkahlutafélagið Ísar er þegar skráð hérlendis var hið skylda nafn Jakar valið á fyrirtæki um reksturinn. Hér eftir verður Ísar alla jafna notað þótt átt sé við rekstrarfélagið Jaka ehf.

Fjárþörf í upphafi er undir meðallagi, jafnvægi í rekstri næst snemma.

Áhætta markast af eftirfarandi þáttum:

· Engar fastafjárfestingar, verksmiðja, birgðir eða starfsmannafjöld· Breytilegur kostnaður afmarkaður við hvern fyrirframseldan bíl· Alverktaka tryggir nær algjöran sveigjanleika að aðstæðum· Sala á atvinnumarkað, ekki neytendamarkað· Vöxtur í skrefum á eigin fé með lítilli skuldsetningu · Hönnun og þróun fjármögnuð að talsverðu leyti með innlendum og erlendum

styrkjum.

Ísar er afar sveigjanlegt til samdráttar eða vaxtar, án teljandi verkja eða skaða.

Staðan nú: Traust kaupenda og samstarfsaðila hefur byggst upp á löngum tíma.Kaupendur bíða eftir vörunum.Tæknilegt og fjárhagslegt raunhæfi hefur sannast í rekstri frumgerðar.

Komið er að fjármögnun og daglegum rekstri.

Page 5: Isar vidskiptaplan

2. Viðskiptahugmyndin

Rekstur þekkingarfyrirtækis til hönnunar, framleiðsluútvistunar og sölu vandaðra, hagkvæmra 7-33 manna farþegabíla með bestu fáanlegu eiginleika á hverskonar vegum og/eða vegleysum, fyrst hérlendis, síðan um allan heim.

Skortur á hentugum farartækjum í ferðaþjónustu, starfsvettvangi stofnanda, var kveikjan. Áratugir eru síðan þörf myndaðist fyrir hagkvæma bíla með jafn góðan aðbúnað fyrir farþega á hálendisvegum sem malbiki. Enginn hefur enn uppfyllt þær þarfir.

Viðskiptahugmyndin er að þróa þann markað sem myndast, heima og erlendis,breiða hann út og halda þar forystu. Vera ætíð skrefi á undan öllum væntanlegum keppinautumí þekkingu og þróun og halda þannig góðri arðsemi.

Skammtímamarkmið er að uppfylla aðkallandi þarfir hérlends markaðar

Langtímamarkmið er að selja hundruð arðbærra 7-30 farþega bíla árlega

Markmið

1. “Ísar” standi fyrir bestu veghæfu torfærufarþegabíla í heimi:

a) AlVeg 17-33 manna hópbíll fyrir alla vegi b) TorVeg 7-21farþega stórjeppi, torfæru/vegabíll c) AlFar 5-15 farþega hraðskreiður, flothæfur ofurstórjeppi

Að auki:d) Sætó 15-100 farþega almenningssamgöngulausn

Sjá ítarefni og upplýsingabæklinga.

2. Fyrirsjáanleg arðsemi sem fylgi breytingum á markaði fyrirtækisins

3. Markaðsforskoti haldið með síþróun bestu arðbæru lausna

4. Ímynd standi undir verulegum hluta arðs eftir um 10 ár

5. Fjölda starfa skapist í íslenskum iðnaði og ferðaþjónustu

6. Ársvelta verði allt að 2000 m.kr. eftir 10 ár. Raunarðsemi ráði ferð.

7. Fundin verði og þróuð fleiri arðbær verkefni á þekkingarsviði Ísar. Tekjur skapist af sölu þekkingarverðmæta (Intellectual Property) til framleiðslufyrirtækja

Ísar vill hafa jálkvæð áhrif á samfélag og umhverfi. Allar Ísar bifreiðir ganga að hluta eða öllu á innlendri,

endurnýjanlegri orku.

Page 6: Isar vidskiptaplan

Leiðir að markmiðum:

1. Væntanlegir kaupendur vilja sjá raunveruleg tæki, og að þau virki. Frumgerð Ísar hefur reynst afar vel, og full sannar sett markmið þrátt fyrir að hafa verið smíðuð án fjármögnunar.

2. Markviss kynning hefst um leið og dagleg starfsemi. Ólíkt neytendamarkaði má á sértækum atvinnumarkaði ná til kaupenda án hefðbundins markaðskostnaðar. Til sölu bíla hérlendis er gengið að líklegum kaupendum maður-á-mann.

3. Sala erlendis á að margfalda fyrirtækið og treysta í sessi, án hefðbundinna passífra neytendamarkaðsaðferða, auglýsingakostnaði ogmilliliðum. Virkja á áhuga miðla á þessum einstöku tækjum, sérstaklega á Netinu. Nýta á keppnir og sýningar sem koma Ísar í sem mesta og besta umfjöllun með sem minnstum tilkostnaði.

4. Daglegur rekstur á að hefjast með um 50 mkr í handbært hlutafé, 100 mkr samtals með lánum og styrkjum. Leitað verður eftir styrkjum og annarri aðstoð hérlendra og evrópskra sjóða. Gert er ráð fyrir að sölutekjur komi snemma inn og standi undir rekstrinum strax árið 2015-2016. Ekki er gert ráð fyrir að auka hlutafé umfram frumfjárfestingu nema skynsamlegt teljist að hraða vexti.

5. Nýta á áhuga fjölmiðla á framúrskarandi eiginleikum tækjanna til að byggja upp sterka ímynd og almenna þekkingu á merki félagsins.

6. Frá upphafi munu öll farartæki Ísar nýta innlenda og endurnýjanlega orkugjafa og njóta þess í ímynd og verðmæti.

Útganga fjárfesta:

Kaflaskipting starfseminnar einfaldar útgöngu. Bresti fyrirtækið grundvöll má að skaðlausu leggja það í dvala, leggja það niður eða selja verðmæti þess. Starfsemin hefur upphaf og endi við hverja fyrirfram umsamda smíði bíls, ekki liggja fjárfestingar í tækjum, fasteignumeða starfsmannaráðningum.

Bera mætti þetta skipulag saman við starfsemi kvikmyndafyrirtækja sem hafa mikil umsvif á tökutíma en hverfandi fastakostnað þess á milli. Verðmæti fyrirtækisins liggur að mestu í fyrirliggjandi og væntanlegrar þekkingar, auk vörumerkis, markaðsaðgangs, viðskiptavildar og ímyndar. Ekki er gert ráð fyrir eign í fastafjárfestingum. Engar birgðir.

Telja má líklegt að Ísar verði að hluta eða öllu selt eða sameinað starfandi fyrirtæki sem nyti samlegðaráhrifa. Þetta gæti gerst hvenær sem er, enda styrki slík sameining starfsemi Ísar. Að líkindum yrði hagstæður tími til slíkrar sölu fyrir frumfjárfesta eftir um 5 ár.

Gangi að vonum má búast við vexti og verðmætaaukningu lengra fram í tímann en séð verður. Mettun verður seint, starfsemin felst í uppgötvun og þróun markaða, ekki þrásetu á þroskuðum eða mettuðum mörkuðum. Ísar hyggst selja eða leigja frá sér framleiðslurétt á hönnun sinni þegar rétt verð býðst til að rýma fyrir þróun nýrra vara.

4

Page 7: Isar vidskiptaplan

3. Stofnendur, eigendur, stjórn, skipulag

Kt. Jaka ehf er 620305-1460, Lækjargötu 12, 101 Reykjavík. Skráð hlutafé er kr. 500.000. Meðstjórnandi er Auðunn Arnórsson Endurskoðandi er Margrét Hafsteinsdóttir hdl.

Stofnandi og eigendi er Ari Arnórsson, kt. 010462-4799, til heimilis að Urðarstíg 3, Reykjavík. Kvæntur Hildi Guðmundsdóttur mannfræðingi. Þau eiga 2 börn, fædd 1994 og 1996. Foreldrar eru Dr. Arnór Hannibalsson heimspekiprófessor og Nina Sveinsdóttir viðskiptafræðingur og kennari.

Eftir stúdentspróf 1981 starfaði Ari hjá Toyota umboðinu við sölu nýrra bíla, og seinna hjá bílaumboðinu Jöfri, við innflutning og sölu nýrra bíla. Hjá báðum bílaumboðum

sá Ari um skráningar nýrra og notaðra bíla.

Ari hóf snemma þátttöku í rallakstri, smíðaði til þess bíla sjálfur með fleirum og rak á köflum nokkra útgerð með 5-6 manna liði. Ari er keppnisskapmaður, meinilla við tap og gefst helst aldrei upp.

Ari starfaði talsvert við blaðamennsku, ljósmyndun og dagskrárgerð fyrir blöð, tímarit, útvarp og sjónvarp, jafnan með bíla og tækni sem aðalefni.

Auk þess almenn störf til sjávar og sveita með námi, kennsla, verkstjórn o.fl.

1985 fékk Ari inngöngu í RWTH tækniháskólann í Aachen í Þýskalandi til náms í bílaverkfræði sem ekki varð af. Veturinn 1992-3 nam Ari við verkfræðideild Háskóla Íslands, og 2002-2003 hönnun á Hönnunarbraut Listnámsdeildar Iðnskólans í Reykjavík.

Ari hefur setið námskeið í framsetningu hugmynda og hönnunar, s.s. í teikningu, AutoCad, Autodesk Inventor, umbrots- og vefforritum. Ennfremur námskeið um rekstur fyrirtækja.

Ari tók öll aukin ökuréttindi árið 1985, og nýtti þau af og til samhliða öðrum störfum. Prófi frá Leiðsöguskóla Íslands lauk Ari 1991 og starfaði við leiðsögn í aukastarfi þar til 1995 að hann sneri sér að leiðsögn og ökuleiðsögn erlendra ferðamanna að aðalstarfi.

Ari notar ensku, þýsku, dönsku, sænsku og norsku í vinnu sinni, hefur að auki vald á frönsku og les hollensku, ítölsku og spænsku.

Tveir rauðir þræðir eru í starfsferli Ara: Mannleg samskipti, og öflun, úrvinnsla og framsetning upplýsinga. M.ö.o. framleiðsla og framreiðsla hugmynda.

Ari er að mestu sjálflærður og hefur alla tíð sótt í tækniþekkingu með bókasafnalestri og annarri upplýsingaöflun. Hann á safn bóka og rita um þetta aðaláhugamál sitt, tæki og hönnun, útlitshönnun, verkfræði, efnistækni, burðarþol, efnisfræði og framleiðslutækni.

Page 8: Isar vidskiptaplan

Sterkt lið í hönnun og umsjón :

Helgi Geirharðsson verkfræðingur, verkefnastjórn http://www.linkedin.com/pub/helgi-geirhardsson/0/b/515

Guðmundur Jónsson véliðnfræðingur, hönnun, tölvulíkanagerð m.m. http://gjjarn.byethost15.com/TF3QQ/index.htm

Bjarni Hjartarson, bílahönnuður IED, útlitshönnun

https://drive.google.com/file/d/0B7ubBFGoLGAxSWkzVFVSemZfb3c/ edit?usp=sharing

Garðar Vilhjálmsson lögfræðingur, samningagerð m.m. http://www.lslegal.is/um-okkur/starfsfolk/#/um-okkur/starfsfolk/gardar-k-vilhjalmsson-hdl/

Samhæfður framleiðsluklasi:

GJ Járn: íhlutasmíði, fjöðrun og tilraunasmíði, www.gjjarn.com Bílaskjól: bifreiðasmiðja, boddísamsetning og frágangur www.bilaskjol.is

Vagnar og Þjónusta: boddísmíðar og íhlutaframleiðsla www.vagnar.is

Ivan Mladenovic, rafkerfahönnuður, rafkerfi og lagnir www.pronet.is

6

Page 9: Isar vidskiptaplan

4. Sérstaða í tækni og framleiðslu

Ísar: Vandaðir bílar með sömu þægindum og í fólksbílum fyrir litla hópa um hverskyns vegi og/eða vegleysur.

Lausnir Ísar munu opna kaupendum í ferðaþjónustu og björgun nýja möguleika í þjónustuframboði.

Engin tæki fást nú með tilætlaða eiginleika. Í staðinn eru notaðir malbikssendibílar og flutningatæki fyrir grófvöru. Þau standast ekki kröfur 21. aldar um meðferð farþega, enn síður farþega sem greiða þrefalt rútuverð fyrir farið. Með vandlega undirbúinni og þaulhugsaðri hönnun, og litlum markaðskostnaði, má ná bæði hagstæðu söluverði bíla og ágætri afkomu.

Ísar bílar verða stöðugt aðlagaðir bættri tækni og breyttum þörfum og aðstæðum, enda ekki faststeypt fyrir ákveðin framleiðslutæki eða skipurit. Hætti markaður að vera arðbær - t.d. vegna samkeppni - getur Ísar selt hönnunina og snúið sér að þróun annars markaðskima. Starfsemi Ísar byggir á úrvinnslu þekkingar og hugvits, ekki á fastri framleiðslu.

Alla Ísar bíla einkennir:

1. Yfirburða eiginleikar2. Arðsemi3. Byggingaraðferð4. Skipulag framleiðslu5. Jákvæð umhverfisáhrif

1) Mjúk, dempuð og slaglöng fjöðrunartækni úr eyðimerkurkappakstri stóreykur þægindi farþega; styttir ferðatíma á ósléttu undirlagi; minnkar skrölt og læti; eykur endingu.

2) Mikið er lagt upp úr góðum rekstrarforsendum hvers einasta Ísar bíls. 3) Útlitið fylgir notagildi, er sérstakt og vekur verulega athygli.

4) Hönnunin stórminnkar smíðatíma. Dauðaþyngd er lágmörkuð (“No Dead Luggage concept”, forðast er allt sem þyngir bílinn án þátttöku í styrkeða stífni s.s. laus sæti, klæðningar, hangandi tankar) og því afar létt en stíft.

5) Bílarnir eru gerðir til mjög langrar endingar, eru afar sterkbyggðir og úr tæringarfríum efnum. Bílarnir eru fulleinangraðir, sem stóreykur loftgæði og minnkar hitunar- og loftskiptaþörf.

6) Hver bíll er sérsmíðaður, kaupandinn getur þannig sniðið atvinnutæki sitt algjörlega að sínum þörfum. Af því er enginn kostnaðarauki, vegna smíðaaðferðarinnar úr stórum einingum, tölvusniðnum í hvaða stærð sem er án stansa eða móta. Þetta veitir sveigjanleika sem stórfyrirtæki geta ekki boðið, eins og dæmin sanna.

6) Notaðar er bestu fáanlegar vélar og tvinntækni til að stórminnka eyðslu.Öll Ísar farartæki nýta innlenda og endurnýjanlega orku. Lengri ending er miklu betri en endurvinnsla, sbr atvinnuflugvélar.

Sjá nánar í ítarefni og fylgiritum

Page 10: Isar vidskiptaplan

4.1 Þjónustan

Þjónusta Ísar við viðskiptavini sína felst í að breyta óskum og þörfum þeirra fyrir arðbær tæki í rekstrarhæfan raunveruleika.

Fyrst er gerð þarfaskilgreining fyrir kaupandann. Fyrirliggjandi hönnun er síðan aðlöguð þörfum hans. Kaupandinn fær myndir og jafnvel líkan af bílnum „sínum“ fyrir undirritun kaupsamnings. Eftir það sér Ísar um allt sem þarf til afhendingardags.

Kaupendur á þessum markaði eyða öllum sínum tíma og kröftum í rekstur síns fyrirtækis, þjónusta Ísar er að sjá til þess að þeir geti haldið því áfram. Ísar skaffar þeim sérsniðin verkfæri sem þeir síðan beita til að bæta rekstur síns fyrirtækis.

Eftirþjónusta og varahlutaþjónusta er einnig útvistuð hjá sérhæfðum aðilum. Stafræn og prentuð bók fylgir hverjum bíl og gagnagrunnur er vistaður á heimasíðu Ísar. Allt byggir það á afar nákvæmu og víðtæku verkfræðilíkani, forsendu hagkvæmni verkefnisins.

Mikil áhersla er á að allir íhlutir séu algengir og aðgengilegir víða, á hagstæðu verði, líftíma bílsins. Þessu fyrirkomulagi má líkja við opinn vs. læstan hugbúnað, rekstaraðili Ísar bíla sækir varahluti og þjónustu milliliðalaust að eigin vali án álagningar milliliða.

4.2 Framleiðslan

Framleiðsla er öll útvistuð, þ.e. fer fram með fyrirliggjandi fjárfestingum fyrirtækja í rekstri stálsmíði, plastvinnslu, raflagna o.sv.frv.

Áður en smíði hefst binda vandaðir samningar milli Ísar, kaupanda, fjármálastofnunar og birgja/smíðaaðila saman ferilinn frá kaupákvörðun til afhendingar. Ísar sér um eftirlit, að vinnsla gangi snurðulaust fyrir sig, tækið standist kröfur kaupanda og afhendist á réttum tíma.

Dreifing smíðavinnu á nokkra staði samtímis, þar sem aðstaða er best til verka á hverjum tíma styttir framleiðslutíma margfalt. Þannig er fjöldi fagmanna að störfum á sama tíma frekar en fáir á löngum tíma. Raunhæft er að gera ráð fyrir 2-4 mánaða afgreiðslufresti, jafnvel skemmri.

Ísar rekur ekki verksmiðju og ræður ekki framleiðslustarfsmenn. Er því óháð sveiflum í eftirspurn og ber ekki kostnað milli smíðalota.

4.3 Ávinningur íslensks þjóðfélags

Af tilurð Ísar er fjölþættur ávinningur fyrir íslenska atvinnustarfsemi. Þótt starfsmannatala Jaka ehf haldist lág myndast störf í fyrirtækjum sem þegar eru í rekstri í iðnaði og ferðaþjónustu. Ekki þarf að leggja í nýjar fjárfestingar eða húsnæði, það er þegar til staðar.

Segja má að flestir starfsmenn Ísar séu í vinnu hjá öðrum.

· Iðnaður:

Þekkingaröflun og hönnunarstarfsemi Ísar styrkir og styður hina grónu atvinnugrein bifreiðasmíði. Svipaðar hugmyndir hafa verið orðaðar í skipasmíði, þ.e. beita hugviti og þekkingu meira en handavinnu í gamalgróinni iðngrein. Þannig næst arðbærni þrátt fyrir hærra tímakaupen í Asíu. Framleiðslan er sérhæfðar, verðmætar vörur utan beinnar samkeppni við massaframleiðendur.

· Ferðaþjónusta:

Hérlendis skortir sárlega hentug tæki til að ná niður sætiskílómetra-kostnaði í ímyndarferðaþjónustu (jeppaferðum) og þróa hana áfram til meiri arðsemi. “Vondir” vegir er verðmæt, vannýtt auðlind. Til nýtingar þeirrar auðlindar vantar tæki, Ísar á að stækka kökuna og bæta arðsemi.

· Náttúruvernd:

Þessi tæki eru vopn fyrir ósnortna náttúru, ekki gegn. Að laga farartækin að náttúrunni er betri nýting ferðaþjónustuverðmæta en að eyðileggja náttúru undir malbiksháða bíla. Til þess að fylgja þessari lausn hefur vantað hentug farartæki, um allan heim.

Umhverfismál

Farartæki Ísar munu öll ganga á innlendum, endurnýjanlegum orkugjöfum innan ramma hagkvæmni og tæknilegrar raunhæfni. Þetta sparar ekki bara eldsneytiskostnað heldur gerir rekstraraðilum kleift bæta umhverfisímynd sína,

8

Page 11: Isar vidskiptaplan

4.6 Sérstaða fyrirtækisins

Skipulag framleiðslu og framkvæmda í “sýndarverksmiðju”, „virtual factory“ kann að virðast sérstæð.

Ísar er þekkingarfyrirtæki, ekki framleiðslufyrirtækiÍsar vinnur úr bestu fáanlegu tækni, ekki uppfinningum

Skipulagi Ísar má líkja við arkitektastofu sem ekki á gröfur og ekki er með hópa múrara á launaskrá, en byggir hús. Skipulagið þýðir að Ísar er:

Ekki í taprekstri Ekki rekið á lánsfé Óháð reglulegri innkomu

Ísar byrjar með hönnunarbanka til að vinna úr, skuldlausan. Sjálft fyrirtækiðer e.k. “sýndarverksmiðja” og ekki fjárhagslega viðkvæmt fyrir sveiflum í eftirspurn. Smíði og samsetning fer alfarið fram í verktöku, starfsemin hefur upphaf og endi með hverjum seldum og afhentum bíl. Milli smíðalotafellur lítill kostnaður til. Ferlið frá birgjum og tilboðsgjöfum til endanlegs kaupanda er fyrirfram reyrt saman með vönduðum samningum. Verð allra íhluta, eininga og vinnuer bundið fyrirfram áður en kostnaður fellur til. Þannig má tryggja kaupanda nákvæmt tilboð um verð, útfærslu og afhendingardagsetningu aðviðlögðum dagsektum. Verktaka er tryggð greiðsla frá fjármálafyrirtæki á tilteknum degi, sem gerir honum kleift að bjóða besta mögulega verð.

Verktakar taka ábyrgð á verkinu sem ábyrgð Ísar á bílnum byggir síðan á.

Starfsemi Ísar er óslitin bestun milli þess að finna upp hjólið og hanga á úreltum vinnubrögðum.

4.7 Sérstaða farartækjanna

1. Tæknilega sérstæð hönnun Ísar fellir reyndar hugmyndir og ferli víða aðúr ýmsum greinum saman í heild til að ná framúrskarandi eiginleikum með hagkvæmni. Mikið er lagt upp úr að allar tæknilegar lausnir séu bæði raunhæfar og hagkvæmar.

2. Vinnusparnaður er lykillinn að lækkun smíðakostnaðar á vesturlöndum. Leiðarljós allrar hönnunar Ísar er úthugsaður einfaldleiki. Sneitt er hjá flóknum lausnum og mikilli handavinnu. Mikil áhersla er jafnframt lögð á sparnað í þyngd, neikvæð áhrif eins auka kílós á farartæki eru mikil ogdýr og þeim mun meiri sem líftími er lengri. “Dauð þyngd”, eins og laus sæti ofl., er útilokuð kerfisbundið og nýtt sem hluti burðarvirkis. Engar lausar klæðningar eða annað áhang eykur kostnað eða þyngd.

3. Yfirbyggingarnar eru fulleinangraðar og því mun betri fyrir fólk til íveru,hvernig sem viðrar. Enn önnur sérstaða er ekkert ryð. Eitt enn er að ekkiþarf að opna málningardós við framleiðsluna. Skipta má um lit og áferð bílanna á ódýran og fljótlegan hátt með límfilmu, eða sleppa því.

4. Útlit er andlit vörunnar og mikið upp úr því lagt hjá Ísar, enda er velgengni viðskiptavina Ísar að talsverðu leyti byggð á útliti og ímynd farartækjanna sem þeir reka. Það má sannarlega segja um þá bíla sem ráðgerðir eru að þeir muni vekja athygli.

5. Ísar ætlar að skilgreina og leiða markaðinn fyrir vönduð allravegafær farþegafarartæki. Erfitt er að skilgreina keppinauta, þar eð uppfylla á þarfir sem enginn uppfyllir nú. Verð á þessum markaði er nógu hátt til að gefa Ísar svigrúm til góðrar afkomu, enda viðskiptalegar og tæknilegar lausnir Ísar alltaf skynsamlegar og hagkvæmar. Vara með yfirburði í eiginleikum á verði lakari vöru á góða lífsmöguleika.

Ísar hefur þegar sannað þessar fullyrðingar með frumgerð sinni

Sjá nánar í ítarefni og fylgiritum

Page 12: Isar vidskiptaplan

FORS+BAK+MILLIBLOD.ai 4 3/12/14 10:11 AM

Page 13: Isar vidskiptaplan

MM ARKAÐSÁÆTLUNARKAÐSÁÆTLUN

1. Markaðir, þörf og hlutdeild

Starfsemi Ísar byggir á þarfaskilgreiningu á fjórum markaðssviðum:

1. Minni/miðlungsstórir gæðahópbílar AlVeg 2. Ímyndarferðaþjónusta (jeppaferðir) TorVeg og AlFar 3. Björgun TorVeg og AlFar 4. Almenningssamgöngur Sætó

Brýn þörf er fyrir þægileg, hagkvæm farþegafarartæki fyrir 7-33 manna hópa fólks. Vaxandi fyrirtæki í ferðaþjónustu hérlendis og um heim allan leita betri tækja og lausna ísína starfsemi, ekki síst millistærðar “rútur”.

Björgunarsveitir hérlendis og erlendis eru sífellt á höttunum eftir betri tækjum. TorVeg og AlFar reiða sig á mikla sérstöðu á markaði, keppinautar eru fáir og með langtum lakari eiginleika.

Nauðsyn er að finna raunhæfa almenningssamgöngulausn fyrir gisnar borgir.“Sætó” byggir á nýjungum í farartækjasmíði, kerfislausnum og ímyndarbyggingu og verður fjármagnað og rekið sérstaklega.

Stærð innlends atvinnumarkaðar auk hugsanlegra einkaaðila er á annað þúsund einingar, en er aðeins ætlað að taka við tugum/hundruðum Ísar bifreiða á u.þ.b. áratug.

Ísar ætlar sér brot af heildarmarkaði en yfirburði á sínu sviði. Náist fótfesta á undan öðrum gæti Ísar orðið leiðandi á heimsvísu í sínum markaðskima. Með stöðugu forskotií þekkingaröflun og úrvinnslu er vænst yfirgnæfandi hlutdeildar á skilgreindum sérmörkuðum.

Ísland er mikilvægt, þar eru ræturnar og þaðan er þekkingin og grunnþarfirnar, þótt heildarstærð markaðarins sé ekki nema fáein þúsund og Ísar ætli sér hann ekki allan.

Erlendan markað er erfitt að meta í tölur, en benda má á að fjöldi stórra og smárra fyrirtækja í Ástralíu, Afríku, Arabíu, Ameríku, og víðar bjóða ferðir um ógreiðar slóðir. Sú starfsemi fer hratt vaxandi. Heildarfjöldi farartækja í þessari grein nú nemur tugum þúsunda þrátt fyrir skort á hentugum bílum.Sala til björgunarstarfa getur numið hundruðum eintaka árlega að auki.Hundruð smárra og meðalsmárra fyrirtækja hafa góða afkomu af að sinna sértækum þörfum fyrir tæki sem stórfyrirtæki sinna ekki og geta ekki sinnt. Brotabrot þess markaðar er nægjanleg Ísar til góðrar afkomu.

Ísar svarar þörf atvinnulífs fyrir arðbær , sérhæfð verkfæri.

10

Page 14: Isar vidskiptaplan

2.1. AlVeg

Markaðsstærð : Um 300 hópbílar yfir18 farþega eru í notkun hér á landi ogmeira þarf til vegna fjölgunar ferðamanna.Á undanförnum fáum árum hafa selsttugir nýrra 17-25 manna bíla hér á landiþrátt fyrir óhagstætt verð og óánægjumeð eiginleika þeirra sem fást. Ísar ræðst því á lágan garð og fer fram á grundvelliafburða eiginleika, ekki undirboðsverðs. Markaður AlVeg er magnmiðaðri,þroskaðri, byggir meira á verði og minnaá séreiginleikum og ímynd og en hinnaÍsar gerðanna.

Markhópar: Rekstraraðilar hópferðabifreiða

Markaðshlutdeild : AlVeg gæti náð allt að 50% hérlends smá/miðlungsrútumarkaðs eða tugum eintaka á næstu árum, þar sem sveigjanleg framleiðslan dekkar óskir viðskiptavina allt frá skólabílum til lúxusrútu. Óvissuþættir eru margir. Heimsmarkaðsmöguleikar Ísar AlVeg eru ekki taldir útilokaðir, en takmarkaðir. Heimsmarkaður er gríðarstór, flókinn, og galli fyrir smáfyrirtæki að vera langt frá mörkuðum.

2.2. TorVeg

Markaðsstærð : Þúsundir breyttra jeppa eru í notkun hér á landi, þar af 100-200 í vaxandi atvinnuafþreyingarferðaþjónustu og 170 í þjónustu björgunarsveita. Einnig er þörf er fyrir svona tæki meðal opinberra aðila, veitufyrirtækja, rútufyrirtækja, til einkanota eða annarra, markaðsstærð upp á 300-400 tæki.

Markhópar: Björgunarsveitir, ferðaþjónusta, veitur, opinberir aðilar og einkaaðilar.

Markaðshlutdeild : Eftir viðtöl við flesta hugsanlega kaupendur í ferðaþjónustu er markmiðið sett á 20-35 eintök á 3-10 árum. Talinn er möguleiki á sölu allt að 20-30 TorVeg eintaka til björgunarsveita og 10-20 til annarra aðila hérlendis á fimm til tíu árum. Eftir markaðsmettun tekur við sala til endurnýjunar.

Sala erlendis á að ná hundruðum eintaka árlega þegar fullnaðarmarkmiðum er náð.

Page 15: Isar vidskiptaplan

2.3. AlFar

Markaðsstærð : Heildarheimsmarkaðsstærð er áætluð nokkur þúsund eintök árlega.AlFar er ofurtæki fyrir kannski ómælanlegan markað, eiginleikarnir skarast við allt frá dráttarvélum, snjóbílum, lúxusjeppum og láðs-og-lagarbátum til brynvagna, ónothæfra til borgaralegra starfa. Dæmi: Tugir þúsunda SteyrDaimlerPuch Pinzgauer, sérhæfðs torfærubíls, hafa verið framleiddir á 25 árum, þrátt fyrir mjög hátt verð miðað við hernaðarlega kaupendur. Sala AM General á Hummer nemur yfir 200.000 á 15 árum.Sala sérhæfðra vinnubíla eins og GINAF, ÖAF, Astra, Bremach, Fresia, SCAM, Pfau, Achleitner omfl nemur tugum til hundraða eintaka árlega hvert fyrirtæki, en fyrirtækin eruvel þekkt í sinni grein, arðbær og hafa notið velgengni og langlífis.Tugir þúsunda flothæfra brynbíla eru í notkun, og takist að komast inn á hersöluaðila eins og Vickers-Alvis/BAE eða Stewart & Stevenson er aldrei að vita hvað gerist. Framlegð af hverju eintaki á þessum markaðsgeira er há, og kröfurnar sérstakar. Benda má á þróun Arctic Trucks að undanförnu.

Markhópar: Flugvallarslökkvilið, björgunarlið, ferðaþjónusta, sérsveitir, herir og auðugir einstaklingar.

Markaðshlutdeild : Brot af fyrrgreindum heildarmarkaði, en yfirburðir á sérmarkaði. Ísar stefnir að smíði nokkurra eintaka af AlFar, kynningar á heimsvísu án eiginlegs tilkostnaðar – leiðangur á Norðurpólinn - og sjá svo hvað gerist. Sölumarkmið nú er tugir til nokkur hundruð á allmörgum árum.

Sjá nánar í ítarefni og fylgiritum

12

Page 16: Isar vidskiptaplan

2.4. “Sætó”

Verkefnið í hnotskurn

Nýjungar í farartækjasmíði,kerfislausnum, ímyndarsköpun ogumferðarmannvirkjum samþættar íraunhæfa samtíðar/framtíðarlausn ávandamálum hefðbundinnastrætisvagnakerfa gisinna borgarsvæða.

Kaupendur eru í byrjun skipuleggjendur og/eða rekstraraðilar íslenskra almenningssamgangna. Á Íslandi eru einnig um 300 hópferðabílar, en tæknilausnir "Sætó" gætu yfirfærst á þann geira. Fullgera á hönnun og kanna regluverk og viðskiptalegan grundvöll, og smíða svo frumgerð.

Þær nýjungar sem “Sætó” býður eiga uppfylla þarfir á nokkrum sviðum:1: Auðvelda rekstraraðilum rekstur almenningssamgöngutækja2: Auðvelda sveitarstjórnarmönnum að koma á virkum almenningssamgöngum3: Auðvelda almenningi að nota almenningssamgöngur4: Breyta ímynd almenningssamgangna5: Minnka farþegakílómetrakostnað innan dreifðra borga6: Auka gæði skipulagðrar farþjónustu gisinna svæða eins og í Reykjavík.

Markaðsstærð : Um 150 strætisvagnar eru nú í daglegri notkun hérlendis. Heimsmarkaður er gríðarstór, þúsundir eintaka árlega, en einnig flókinn.

Markhópar: Rekstraraðilar almenningssamgangna

Markaðshlutdeild : “Sætó” gæti komið í stað allra almenningsvagna á Íslandi, á hagkvæman hátt, í skrefum. Gangi allt á besta veg tekur það nokkur ár, en líklegra er að það taki á annan áratug.

Markaður fyrir almenningsamgöngulausnir er stór og Evrópa nærtækasti ogstærsti markhópurinn. Fordæmi eru fyrir afar góðum útflutningsárangri ungra fyrirtækja á svipuðu sviði frá eldvirkum eyjum fjarri alfaraleið (Nýja Sjálandi).

Sjá sér bækling um “Sætó”

Page 17: Isar vidskiptaplan

3. Markhópar

Fyrirtæki, einstaklingar, hið opinbera, björgunarsveitir og fleiri sem reka farartæki fyrir litlahópa fólks á vegum og/eða vegleysum, í ferðaþjónustu, björgun og við veitugerð. Hugsanlegt er að Ísar bílar fari til einkaafnota. Skilgreindir markhópar erlendis eru einnig á atvinnumarkaði (ferðaþjónusta, björgunarlið,veitur, sérsveitir og herir).

4. Markaðssvæði í forgangsröð

1) Ísland. Að fengnum vindi í segl er hægt að fikra sig út fyrir landsteina, hugsanlega yrði

2) Ástralía fyrst. Þar er hefð fyrir ferðum lítilla hópa inn til óbyggða og skilningur á grundvelli Ísar (Ísland er t.d. markaður fyrir ástralskar jeppavörur).

3) Suður-Afríka og fleiri Afríkulönd hafa ríka “Safari”hefð, og í

4) N. og S. Ameríku eykst óbyggðatúrismi hratt. Nú þegar eru í þessum þrem heimsálfum starfandi fyrirtæki til takmarkaðrar framleiðslu farartækja fyrir staðbundnar aðstæður, en með allt aðrar áherslur en Ísar. Ennþá.

5) Arabía er áhugaverð, enda hefðbundin veiðilenda fyrir seljendur dýrra sérstakra bíla, ekki síst með eiginleika eins og Ísar bílanna. Einnig

6) Rússland, en þangað fara nánast öll tæki eins og Aixam Mega og Spyker (stórir, sérstakir, dýrir bílar). Í Rússlandi eru lítil fyrirtæki í gerð óbyggðabíla, en verulega vantar uppá eiginleika þeirra miðað við Ísar.

5. Keppinautar

Starfsemi Ísar byggir á að finna markaðssvið þar sem enginn beinn keppinautur er fyrir. Í ítarefni er farið yfir hvaða tæki standa ætluðum viðskiptavinum Ísar nú til boða.

Sjá ítarefni

Helst er við að keppa framleiðslu þekktra og minna þekktra framleiðenda á sviði utanvegabíla, en með sveigjanleika og þunga áherslu á stöðugt uppfærða þekkingu á að ná tækni- og viðskiptalegum yfirburðum yfir þá keppinauta sem fyrir eru og einnig þá sem upp kunna að spretta.

Viðskiptamódel Ísar veitir visst forskot á stór fyrirtæki með rígfasta framleiðslu (t.d. Multicar vs Daimler-Benz). Ísar framleiðir eftir föstum samningum við kaupendur sem ákveða útfærslur að eigin höfði og þörfum. Hvergi í heimi er boðið upp á sambærilega þjónustu á þessu sviði svo vitað sé og

beinir keppinautar því enn ófundnir - þrátt fyrir stöðuga leit.

6. Kröfur viðskiptavina

Kröfur kaupenda Ísar tækja eru margþættar. Veigamestar eru rekstrarforsendur, að tækið skili eiganda arði, eins og í öðrum tækjarekstri.

Kröfur viðskiptavina í hinni sérhæfðu “jeppa”- ferðaþjónustu beinast að auki að ímynd, útliti, gangvissu, hæfni til að takast á við erfiðar aðstæður ofl.

Kröfur björgunarsveita eru um hæfni, ímynd, sölumöguleika til ferðaþjónustu við endurnýjun, svo eitthvað sé nefnt.

Kröfur einkaaðila eru t.d. að fá gressilegustu ófærubana heims í heimreið sína, og, fyrir suma, raunveruleg geta.

7. Viðbrögð við samkeppni

Ísar uppgötvar og þróar markaði fyrir tæki og aðrar vörur á sérþekkingarsviði sínu.Viðbrögð við skæðri samkeppni gætu því verið að selja eða jafnvel leggja niður starfsemi sem ekki teldist lengur nægilega arðbær.Ísar ætlar ekki að bregðast við samkeppni með undirverðlagningu eða verja markaðshlutdeild með auglýsingakostnaði eða þess háttar.

8. Dreifing

Kaupandi sækir tilbúna bifreið sína eða fær hana senda. Enginn lager, engir endursöluaðilar, ekkert dreifikerfi.

14

Page 18: Isar vidskiptaplan

9. Kynning

Halda á veglega kynningu frumgerðar fyrir skilgreinda kaupendur, ráðamenn og fjölmiðla. Kynningarriti verður dreift á markhóp persónulega, augliti til auglitis. Fjölmiðlarvirkjaðir til umfjöllunar án beins tilkostnaðar. Vefsíða og bein mannleg samskipti.

Hefðbundnar auglýsingar á ekki að kaupa, en um leið og fyrirtækið hefur burði til verðurunnið að uppákomum og þátttöku í sýningum og keppnum. Internetið á að virkja á skilvirkan hátt, einstakir eiginleikar, hönnun og útlit ættu að koma bílum Ísar inn á fjölmargar fjölsóttar vefsíður sem markhópar venja komur á. Einnig að ná fram greinum í sem flest tímarit um bíla, ferðamennsku og fleira.

Vefsíða Ísar verður títt uppfært samskiptatæki með tæmandi, aðgengilegt magn upplýsinga. Þegar kemur að kynningu erlendis verður ennfremur lögð áhersla á beint samband við vænlega kaupendur á fagsýningum, öðrum sýningum, og keppnum.

Gert er ráð fyrir samstarfi við aðra aðila til að halda kostnaði í lágmarki, t.d. flugfélög, skipafélög, ferðaþjónustuaðila, birgja ofl. T.d. er víst að hrikatæki sem Ísar TorVeg eða AlFar drægju mikla og áhrifaríka athygli að sýningarbás á t.d. ferðakaupstefnu. Einnig gætu vissar alþjóðlegar atvinnutækjasýningar veitt aðgang að stórum hluta kaupenda á fljótlegan og tiltölulega ódýran hátt.

Að vissu leyti má bera kynningarstefnu Ísar saman við vinnubrögð seljenda herbúnaðar. BAe, Panhard eða Alvis eru t.d. óþekkt meðal almennings, en stórfyrirtæki á sínu sviði, herbílum og bryndrekum. Kynning þessara fyrirtækja er áhrifarík en beinist rétt eins og nútíma vopn nákvæmlega þangað sem þarf án dýrrar “teppalagningar”. Fyrirtækin enduðu í þessari grein eftir að hafa gefist upp á fólksbílamarkaði. Framleiðslutölur eru nú brot af fyrri stærðum, en verð á eintak margfalt, sérhæfing mikil, og stór hluti tekna fer í hönnun og tilraunir (R&D).

10. Ímynd

Þung áhersla verður lögð á ímyndaruppbyggingu. Ímynd byggð á yfirburðaeiginleikum sönnuðum í leiðöngrum eins og á Norðurpólinn er meira virði en dýrar auglýsingaherferðir, bæði fyrir Ísar og kaupendur.Í ferðaþjónustu mun sjaldan reyna að fullu á alla eiginleika Ísar bílanna. Því er mikils virði fyrir rekstarraðila bílanna ef viðskiptavinir þeirra sækja í þá vegna útlits og ímyndar. Fólk greiðir nú ca þrefalt hærra gjald fyrir flutning í farartæki með eftirsóknarverða ímynd (sbr. “limmósínur”, ofurjeppar ofl.), en í rútum.

Ísar leggur mikla áherslu á að öll starfsemi miði markvisst í sömu átt. Ímynd og merki farartækjanna verði stór hluti af verðmæti þeirra og fyrirtækisins, og uppbygging og viðhald þeirrar ímyndar sé meginverkefni. Verðmæti ímyndarinnar skapitekjur fyrir kaupendur bílanna.

Gæta á þess frá upphafi að spyrða ímynd Ísar saman við jákvæð umhverfisáhrif, öll tæki verði að sem mestu leyti knúin innlendri og endurnýjanlegri orku, tæringarfrí efni tryggja langa endingu, búnaður og útlit sé uppfæranlegt til að lengja hagkvæman líftíma.

Nefna má aragrúa fyrirtækja sem byggja arð sinn á ímynd frekar en getu eða eiginleika, og önnur sem hafa lítinn arð af sölu afbragðs vara vegna ímyndarskorts.

11. Verð og verðstefna

Framlegð af hverri einingu er í forgangi, og áhersla lögð á afkomu framar magni. Ekki er ráðgert að gernýta álagningarmöguleika, heldur rækta orðspor “hagstæðra kaupa á hágæða vöru”. Við ákvörðun á verði er tekið tillit til:

· Verð “keppinauta” · Þol markaðarins

Ímynd á að standa undir auknum hluta af verði bílanna seinna meir. Útreikningar og reynsla af smíði frumgerðar benda til að borð sé fyrir báru til álagningar, og góðir möguleikar á sveigjanleika eftir aðstæðum á hverjum tíma.

Skipulag Ísar þýðir að í stað undirverðlagningar á erfiðum tímabilum megi einfaldlega leggja starfsemina í híði þar til forsendur batna.

Verð á eintak er áætlað 15 til 60 milljónir íslenskra króna á núverandi verðlagi. Ekki er talið þess virði að leggja vinnu í markaði fyrir bíla ódýrari en 10 mkr, sérsmíðaðir bílar fyrirflugvallarslökkvilið með aukabúnaði og öðru eru sumir seldir á á annað hundruð milljóna.

Page 19: Isar vidskiptaplan

12. Tækifæri

Eðli starfsemi Ísar sem þekkingarvinnslu og hönnunarstofu er að leita stöðugt að möguleikum til þróunar starfsemi í arðbærar áttir. Sveigjanleiki er mikill til að bregðast við nýjum tækifærum sem bjóðast og setja fram nýja vöru hraðar en keppinautar. Hinsvegar er starfsemin innan skýrs ramma svo hún villist ekki á berangur.

13. Hindranir

Dæmi um hugsanlegar hindranir:

Skráningaryfirvöld hindri nýjungar í gerð bifreiða. Slakt ástand á mörkuðum af ytri eða innri ástæðum. Gallar komi upp í bifreiðum fyrirtækisins sem dýrt er að laga Fyrirtækið er háð frumkvöðli í byrjun Aðstandendur verða uppiskroppa með góðar hugmyndir Elst verði við slæmar hugmyndir

14. Stofnkostnaður

Jakar ehf er stofnað 1995. Stofnkostnaður og rekstur í níu ár er framlag stofnanda. Engar skuldir eða kvaðir hvíla á fyrirtækinu vegna stofnunar þess. Félagið er skuldlaust og á bifreiðina AM-744, 23 manna frumgerð Ísar AlVeg.

15. Fastakostnaður Ekki á að kaupa framleiðsluhúsnæði og ekki ráða nema örfáa fasta starfsmenn. Fastakostnaður er nær eingöngu skrifstofuhald 1-6 starfsmenna, eftir umfangi og veltu.

16. Breytilegur kostnaður

Kostnaður við íhluti, einingar og vinnu við smíði hvers bíls, er fastsettur fyrirfram með samningum við birgja, þjónustuaðila og fjármálafyrirtæki. Samið er við hvern kaupanda um verð hvers bíls, byggt á óskum og sérþörfum, áður en lagt er í kostnað. Breytilegi kostnaðurinn er þannig spyrtur saman við innkomu.

17. Núllpunktur

Núllpunktur við smíði bíls er útlagður smíðakostnaður. Má segja að núllpunktur myndistí starfseminni hvert sinn sem bíll er afhentur. Allar upphæðir eru fastsettar fyrir sölu hvers eintaks, til að tap verði af starfseminni þarf beinn útlagður kostnaður að fara fram úr söluverði.

18. “Franchising”

Ísar gæti falið smíði eftir fyrstu eintök alfarið öðru fyrirtæki, sölu og þjónustu jafnvel líka Einnig eru möguleikar á slíku erlendis. Fjöldi dæma eru um að sama hönnun smárútu er framleidd hjá mörgum fyrirtækjum samtímis, á mismunandi mörkuðum eða mismunandi tímum, oft undir mismunandi nöfnum og jafnvel til mismunandi verkefna. Góð hönnun lifir lengi, oft í áratugi.

Sennilega er skemmtilegasta verkið í markaðsáætlun okkar þriggja bíla leiðangur frá Times Square í New York á Rauða Torgið í Moskvu, yfir Norðurpólinn (Ísar TorVeg flýtur). Það yrði í fyrsta sinn sem það er gert á bílum, hvað þá óbreyttum götubílum. Brúsann borgar einstaklingur með áhuga á að komast óafmáanlega í sögubækurnar. Flogið er með viðkomandi næstum aðPólnum, þar sest hann/hún undir stýri á fremsta Ísar TorVeg, ekur á sjálfan Norðurpólinn, brosir breitt í myndavélar og flýgur heim. Leiðangurinn heldur áfram til Moskvu, en á báðum endum leiðangursins, ekki síst á stóru svæði í kring um Rauða Torgið, eru vænlegir kaupendur með ríflega kaupgetu. Allri uppákomunni er vandlega komið í miðla, sérstaklega vefmiðla, sem þar með koma Ísar á stall sem merki “bestu götujeppa í heimi”.

16

Page 20: Isar vidskiptaplan

FF RAMKVÆMDAÁÆTLUNRAMKVÆMDAÁÆTLUN

1994: Hönnun hófst. 1996: Hönnun aðlöguð að Hummer undirvagni fyrir Hummer umboðið.2004, desember: Nýr Ford E-450 pantaður frá verksmiðju. 2005, apríl: Undirvagn kemur til landsins2005, desember: Smíði frumgerðar lauk, þrátt fyrir erfiðleika í óðaþenslu2007: Endanleg skráning frumgerðar.2008: Rekstur frumgerðar

2014, mars: Fjöldi kaupenda TorVeg leggja inn hlutafé, dagleg starfsemi hefst2014, haust: Smíði frumgerðar TorVeg hefst2014: Prófanir fyrsta TorVeg2015: Smiði þriggja fyrstu Torveg fyrir kaupendur2016: Sala og afhending 5-6 TorVeg

Á prófunartíma er frumgerð TorVeg við störf í farþegaflutningum gegn greiðslu. Ennfremur er bíllinn nýttur til kynningar á Ísar, beint og gegn um fjölmiðla.

Samandregnir helstu punktar framkvæmdaáætlunar:

1. Sala hlutafjár, daglegur rekstur tryggður

2. Útlit, vefsíða, kynning og ímyndaruppbygging

3. Hönnun, þróun og tekjuöflun

4. Samningar fyrir smíðaferli frágengnir

5. Sala og smíði TorVeg bíla.

6. Frumgerð TorVeg, sala og smíði beint í kjölfarið

7. Smíði frumgerðar AlFar á árinu 2010 til 2012

8. Vinnsla “Sætó” verkefnisins á styrkjum

Page 21: Isar vidskiptaplan

Helstu vörður

18

Page 22: Isar vidskiptaplan

FORS+BAK+MILLIBLOD.ai 3 3/12/14 10:11 AM

Page 23: Isar vidskiptaplan

6. Fjárhagsáætlun

6.1 Fjármögnun og lánsfjárþörf

6.1.1 Stofnandi hefur fleytt Ísar áfram á vinnuframlagi og launum fyrir aðra vinnu.

10mkr bílalán fékkst hjá TM fyrir smíðakostnaði AM-744 umfram framlag stofnanda. Frumgerðin fór á skrá 15. des. 2005 og var smíðakostnaður staðgreiddur með persónulegum lánum. Launalaust starf stofnanda við rekstur frumgerðarinnar í ferðaþjónustu hefur haldið Jökum ehf gangandi síðan. Verðmæti Jaka og hugverka þess eru á þessu stigi ómetin.

6.1.2 Stefna Ísar hefur sannað sig, en nú er komið að næsta skrefi.50 m.kr hlutafé+50mkr í styrkjum, bankafyrirgreiðslu og lánum til að hefja arðbært tekjuflæði skv. áætlunum.

Gert er ráð fyrir ríkri eigin fjármögnun í rekstri Ísar, en framleiðsla er óháð því þar sem hver seldur bíll er fjármagnaður sérstaklega. Eigið fé fer því í þátttöku í sýningum og aðra markaðsstarfsemi auk hönnunar, en ekki í fasteignir, framleiðslu, söluvöru eða birgðir.

Ísar er ekki stofnsett til að ná svimandi arðtölum. Fjárfestar hafa séð hærri tölur á verðbréfamarkaði, þ.e. fyrir hrun þeirra. Í áætlunum Ísar er lögð mikil áhersla á öryggi, stöðugleika og sveigjanleika til að fylgja öldunni skaðlaust, minnka jafnt sem stækka. Markaður fyrirtækisins er atvinnumarkaður og minna háður sveiflum en margir aðrir, kaupendur eru í atvinnurekstri eða opinberir aðilar. Arðsemi eigin fjár getur því verið ágæt og fyrirsjáanleg, eins og dæmin sýna.

Útganga fjárfesta frá Ísar er einföld, vegna kaflaskiptingar starfseminnar. Hægt er að leggja fyrirtækið niður eða selja verðmæti þess hvenær sem er, því starfsemin hefur í rauninni upphaf og endi við hvern smíðaðan bíl. Ekki liggja fjárfestingar í lausabúnaði, fasteignum eða starfsmannaráðningum. Lánsfjárþörf á að vera litil, helst engin.

6.2 Svartsýnisáætlun

Svartsýnisáætlun á að meta hvaða tilkostnaður gæti farið úr böndum. Þegar að smíði fleiri bíla kemur er bókhald frumeintaksins verðmætur grunnur, og með vandaðri fyrirfram samningagerð má forðast erfiðleika frumgerðarsmíðarinnar og lækka óvissu í nokkur prósent.

Svartsýnisáætlun gerir líka ráð fyrir slakari sölu en vonir standa til, jafnvel engri.

Að brostnum vonum frádregnum verður nær ekkert tap af engri sölu vegna uppsetningar fyrirtækisins.

6.3 Bjartsýnisáætlun

Alagning er áætluð 25-40%, sem greiða á kostnað við hönnun, skipulagningu og umsjón, frumgerðarsmíði og arð.

Bjartsýnisáætlun stefnir í nánustu framtíð að sölu á um 10 eintökum á ári með 25-45% framlegð. Vörur okkar eiga að seljast á 15-60 milljónir króna. Ársvelta væri þannig á annað hundrað milljóna með um15mkr nettóframlegð inn í fyrirtækið. Eftir framgang erlendis er gert ráð fyrir að þessar tölur margfaldast í milljarða ársveltu.

Aðstandendur telja fast land undir fótum verðmætara en excelgróði,innkoma af starfsemi meira virði en lán og skuldir.

Page 24: Isar vidskiptaplan

20

Page 25: Isar vidskiptaplan

Hlutfallsleg kostnaðargreining hefðbundins bílaframleiðanda og Ísar

l

Stórar verksmiðjur spýta út úr sér straumi bíla með lágum framleiðslukostnaði. En annað vegur á móti þessum lága einingakostnaði. Hagkvæmni stórra bílaverksmiðja veltur á gríðarlegum fastafjárfestingum sem krefjast mikillar og stöðugrar söluveltu. Samkeppni í greininni er hörð og flestir bílaframleiðendur að keppa um sömu viðskiptavini. Almennt kostar meira, stundum margfalt meira, að ná viðskiptavini en að framleiða bíl hans. Útsöluverð þarf að vera margfaldur framleiðslukostnaður til að ná yfir núllið.

Af útsöluverði fjöldaframleidds bíls liggur framleiðslukostnaður frá 10% og allt upp í 40%. Algengt meðaltal í fyrirtæki eins og VW (t.d. Golf gerðin) er 20-25%. Hinar gífurlegu fjárfestingar í föstum framleiðslutækjum og mótum krefjast ósveigjanlegrar og langrar notkunar þeirra. Fastakostnaður í starfsmannahaldi og yfirstjórn er einnig mikill. Fjöldi lítilla fyrirtækja nýtir sér að framleiðslutækjafjárfestingar stórfyrirtækjanna eru of ósveigjanlegar til að vörur þeirra henti öllum kaupendum. Stórfyrirtækin nýta sér líka þennan sveigjanleika smáfyrirtækjanna þegar eftirspurn er eftir sérlausnum, kaupa þær og endurselja í mörgum tilfellum undir eigin nafni.

Vegna tæknilausna hefur Ísar forskot á nánustu keppinauta í framleiðslukostnaði. Þrátt fyrir hærri framleiðslukostnað á einingu en stórframleiðenda getur kostnaðarsamsetning Ísar á einingu verið samkeppnisfær. Ísar hefur engan dreifingarkostnað. Ísar hefur engan lagerkostnað. Ísar ber engan vaxtakostnað af fastafjárfestingum. Stjórnunarkostnaður er hverfandi.

Fastafjárfestingar eru nauðsynlegar til hagkvæmrar framleiðslu vara. Ísar nýtir sér hins vegar fastafjárfestingar sem þegar eru til staðar í eigu annarra fyrirtækja, þegar á þarf að halda, en ber engan kostnað af þeim þar á milli.

Page 26: Isar vidskiptaplan

Bregðast þarf við mikilli fjölgun ferðamanna með nýjungum og endurbótum á framboði ferða og afþreyingar. Náttúran er sem fyrr helsta aðdráttaraflið, en ef öll náttúruvætti verða manngerðtil að farartæki fyrir malbik komist sem hraðast að og (fram)hjá,er sjálfur grunnur þjónustunnar rýrður, ef ekki eyðilagður.

Það er því öflug náttúruvernd að halda „erfiðu“ aðgengi að hluta náttúru Íslands, og þjónusta þá hluta með farartækjum sem ekki krefjast neinna sérstakra breytinga á náttúrunni. Að koma fólki til og frá eftir náttúrulegum slóðum án aðflutts efnis, hvað þá uppbyggingar og malbiks. Þetta viðheldur bæði náttúrunni og upplifun fólks af henni.

Þetta er einn megintilgangur Ísar verkefnisins.

22

Page 27: Isar vidskiptaplan

Frávikagreining

649WACC.022 9,6% 10,6% 11,6% 12,6% 13,6% 14,6% 15,6%

FRA

MTÍÐ

AR

VÖXTU

R

-0,5% 820.502 729.709 654.586 591.514 537.903 491.847 451.916

0,0% 854.830 756.763 676.280 609.167 552.448 503.961 462.100

0,5% 892.915 786.484 699.922 628.274 568.099 516.931 472.957

1,0% 935.407 819.289 725.785 649.022 584.988 530.852 484.556

1,5% 983.119 855.683 754.199 671.632 603.269 545.832 496.975

2,0% 1.037.076 896.289 785.561 696.368 623.120 561.998 510.304

2,5% 1.098.591 941.884 820.354 723.543 644.753 579.495 524.648

BREYTINGÍ TEKJUM -30% -20% -10% 0% 10% 20% 30%

BR

EYTING

Í KO

STNA

ÐI

-30% 33.211 37.876 42.540 47.205 51.869 56.534 61.198

-20% 28.328 32.429 36.530 40.631 44.733 48.834 52.935

-10% 23.444 26.982 30.520 34.058 37.596 41.134 44.672

0% 18.561 21.536 24.510 27.485 30.460 33.435 36.409

10% 13.677 16.089 18.500 20.912 23.323 25.735 28.146

20% -2.278 10.642 12.490 14.339 16.187 18.035 19.883

30% -9.266 -7.532 -5.799 -4.065 -2.332 -598 11.620

Page 28: Isar vidskiptaplan

Forsendur og skýringar

Framlegð Gert er ráð fyrir að smíðakostnaður sé 60-80% af söluverði Ísar bifreiðanna.Gengur það upp?

1. Rýni í kostnaðargreiningu annarra sýnir að algeng framlegð að frádregnum framleiðslukostnaði sé enn hærri en þetta. En hér er ekki fjöldaframleiðsla smávöru áneytendamarkað. Hér eru sérhæfð tæki sérsmíðuð fyrir atvinnumenn, rýrnun 0.

2. Reynslan af smíði frumgerðarinnar sýnir að hinar tæknilegu nýjungar spara svo mikið miðað við hefðbundna prófílasmíði að þessi álagning sé fyllilega raunhæf.

3. Áhrif ímyndar og orðspors er ekki tekið með, enda slíkt vart fyrir hendi fyrr en eftir áralanga góða reynslu og/eða aðgerðir eins og Norðurpólsmetferð.

Sölutölur

Íslenskur heimamarkaður er leikskólavöllurinn þar sem Ísar á að læra að ganga áður en tekist er á við heimsmarkað. Viðræður við væntanlega kaupendur undanfarið hafa styrkt verulega trú á verkefninu. Sölutölurnar eru endurskoðaðar jafnóðum og horfur breytast, en eru annars niðurstaða af vandlegri skoðun á möguleikum Ísar svo langt fram í tímann sem séð verður.Góð arðsemi eiginfjár í lok rekstraráætlunarinnar byggir á sölu 100-200 sérhæfðra farartækja árlega. Heimsmarkaður er fyrir tugi þúsunda eintaka árlega.

SöluverðMeðalverð á Ísar bifreiðunum í rekstraráætlunum miðar við þær vörur sem nú eru á markaði með mun lakari eiginleika.

Kostnaður

Áætlanirnar einkennast af aðhaldi á kostnaðarhliðinni. Húsnæði þarf hvorki að vera stórt eða á dýrum stað, heldur ekki þótt vel gangi og hægt væri að stækka og stæla upp. Fastakostnaður er í byrjun rekstur skrifstofu og einn til tveir starfsmenn. Starfsmönnum fjölgi í 6 á tímabilinu. Mannaráðningar eru til að ná markmiðum, ekki gorta af fjölda ráðinna. Megnið af kjarnavinnu Ísar geta 3 hæfir og samstæðir einstaklingar framkvæmt. Arð á að setja í framtíðarvinnu (R&D) og sjóð, ekki “fjárfestingar” í þeim skilningi sem lagt var í orðið á bólutímum, eða óhóflegar greiðslur út úr fyrirtækinu.

Markaðsstarfsemi á eins og annað í þessu fyrirtæki að byggja á hugviti framar eyðslu. Markaðsstarf er einfalt, viðskiptavinir þekktir og gengið beint að þeim. Byggja á sterka ímynd m.a. með umfjöllun alþjóðlegra fjölmiðla.

Aðkeypta þjónustu (verkfræðiþjónusta, hönnunarvernd/ einkaleyfaumsóknir o.fl.) má einnig laga að tekjustreymi.Eftir smíði frumgerða minnkar kostnaður, en tekjur aukast.

Lán Stefnt er að því að grunnfjármögnun (hlutafé) nægi til að hrinda af stað tekjuöflun sem nægi til framhaldsvaxtar án viðvarandi lántöku.

Magn Jakar er þekkingarfyrirtæki og er verðmætauppbygging að mestu í hönnun (verndaðri eftir þörfum), sérfræðiþekkingu og ímynd sem ekki er metið inn í áætlunina.Halda á markaðsforskoti með sterkri áherslu á öflun þekkingar og hraða úrvinnslu hennar í selda vöru, hugverkavernd og einkaleyfaskráningu síðar.

Sjá ársreikning og rekstraráætlun

24

Page 29: Isar vidskiptaplan

Gildi íslensks bílamerkis – aukin markaðsverðmæti- opnun markaða

Í heiminum er hægt að velja úr að minnsta kosti 50 mismunandi “exclusive” sportbílamerkjum. Eigi að fást hátt verð fyrir framleiðslu þeirra verður upplag að vera takmarkað. Hafi merki sögu bætir það álagningarmöguleika, og í þeim tilgangi hafa gömul merki verið endurvakin án tengsla við fyrri starfsemi, t.d kaup VW á Bugatti merkinu franska til að nota á 1001 ha. ofursportbíl sinn. Önnur sækja trúverðugleika í kappakstur eða aðrar eftirsóknarverðar ímyndargreinar (t.d. Bertone, Ferrari), enn önnur bara byrja og láta bíla sína tala (t.d. Königsegg, Pagani).

Auðmenn safna þessum bílum sem þykja þeim mun verðmætari sem þeir eru sjaldgæfari, sérstakari og aflmeiri. Flestir eru þessir bílar gerðir í Evrópu, s.s. í Svíþjóð, Danmörku, Hollandi, Mónakó, Liechtenstein . . . Það land er varla til sem ekki býður upp á sportbílamerki. Marokkó, Malasía, Suður-Afríka, Ástralía . . . fyrir nú utan Bretland, Ítalíu og önnur þekkt upprunalönd eðalsportbíla.

Úrval “exclusive” torfærubílamerkja hefur hinsvegar fram að þessu verið lítið. Nánar tiltekið: Ekkert.

Markaðurinn er klárlega fyrir hendi, sérstaklega í fyrrum Sovétlýðveldum og Arabíu. Þar eiga safnarar dýrra sérportbíla yfirleitt alls konar torfærubíla líka, en það er allt “ódýrir” fjöldaframleiddir Toyota, GM, Ford o.sv.frv. Ýmsir eyða miklu í breytingar á t.d. GM Hummer, en sá bíll er jú og verður algeng, fjöldaframleidd General Motors vara, Silverado pallbíllinn í jogginggalla, sama hvað honum er breytt. GM leigir réttinn til að nota Hummer nafnið af AM General hergagnaframleiðandanum fyrir stórfé, og selur Hummer útgáfur af “pickupum” á tvöföldu verði miðað við sama búnað. Merkið skapar verðið.Rétt eins og það að úr sé með merki frá Sviss eykur verðmæti þess verulega er ljóst að “exclusive” torfærubílamerki “designed /made in Iceland” getur aukið verðmæti vöru umfram það sem til hennar er kostað í framleiðslu. Þeim mun meira sem varan verður þekktari fyrir yfirburða eiginleika. Til þess á að nota tengsl við vel tengda bílablaðamenn og ná umfjöllun um allan heim með hverfandi tilkostnaði. Umfjöllunin er þá ekki lengur um hve snjallir íslenskir “skúrakallar” eru í að breyta fjöldaframleiddum bílum á stærri dekk, heldur hvernig uppsöfnuð þekking áratuga þróunar sé sameinuð í hinu nýja merki.Að baki standi þeir sem hafi þróað bíla sem ekið hafa á Suðurpólinn, þróað keppnisbíla sem komast upp lóðrétta hraunveggi, og borið hafa ævintýramenn og svo almenna ferðamenn um alla stærstu jökla Evrópu í þægindum og öryggi.

Nú er einfaldlega komið að því að breyta þessari þekkingu og ímynd í peninga með íslensku torfærubílamerki. Hvort heitið sé Ísar, Arctic Trucks, IceCool eða hvað er ekki aðalatriðið, heldur að það sé gert með þekkingu, trú og langtíma staðfestu.

Dæmi um gildi íslensks bílamerkis/viðurkennds bílaframleiðanda:Í Noregi gilda afar strangar reglur um breytingar á bílum. Dæmi eru um norska jeppaáhugamenn sem fljúga til Íslands af og til til að aka eigin breyttum jeppum sem þeir geyma hér því þeir fá ekki að nota þá heima fyrir. Norski herinn fær sérstaka undanþágu til að mega aka með 35” dekk undir Toyota jeppum sínum. Aðrir bílar mega vera á hvaða götuviðurkenndu dekkjum sem er (t.d. 58” M-B Unimog) ef framleiðandinn gefur þá stærð upp. Bílar Ísar standast evrópskar reglur um skráningarskilyrði fyrir bifreiðir framleiddar í litlu magni og ganga þannig beint inn á alla markaði ES og EES.

Annað dæmi:Mikið breytt Ford bifreið var nýlega seld einstaklingi í einu fyrrum Sovétlýðveldanna. Verkefnið skilar góðri afkomu, en aðstandendur vita að með eigin merki í stað Ford merkisins verði bæði auðveldara að fá skráningu og einnig séu kaupendur reiðubúnir til að greiða meira fyrir sér merki frá Íslandi enbreytta fjöldaframleidda bifreið..

Og annað dæmi:Stór fyrirtæki selja íhluti s.s. mótora og drifrásareiningar á mismunandi verði eftir því hvort vöru þeirra á að nota sem varahluti eða íhluti í nýjar bifreiðir. Cummins vélaframleiðandinn t.d. segir muna 40% á varahlutaverði stakra mótora og íhlutaverði til skráðra bílaframleiðenda. Það gerir enn hagkvæmara að kaupa ekki bíl og breyta honum heldur kaupa íhluti og smíða bílinn frá grunni undir eigin merki.

Jakar hafa í áratugi lagt mikla vinnu í skráningarþekkingu. Á grunni hennar hyggjumst við verða fyrsti íslenski bifreiðaframleiðandinn sem raðsmíðar bifreiðir eftir eigin hönnun og gildandi Evrópureglum.

Þetta er talið gefa Jökum mikil tækifæri í starfsemi við ráðgjöf og styrkja tekjumyndun við sölu bifreiða á erlendum mörkuðum.

Page 30: Isar vidskiptaplan

7. Söluáætlun

Áætlanir Ísar hafa verið í rýni og þróun í mörg ár. Valinn hefur verið sá kostur að hallast fremur að svartsýni en bjartsýni í tölum. Þess vegna er í meðfylgjandi gögnum ekki reiknað með fleiri gerðum en þeim tveim sem þegar eru tilbúnar til framleiðslu og þekktirkaupendur eru að, Ísar TorVeg og Ísar AlVeg. Fleiri gerðir eru hálfundirbúnar, og hægt að setja í framleiðslu með skömmum fyrirvara eftir að fjármögnun fæst. Til þess kemur þó ekki nema öruggt megi telja að þróun þessara nýju gerða borgi sig.

Þegar kemur að áætlun á fjölda seldra eintaka fram í tímann hefur verið miðað við ferðaþjónustukaupendur alfarið fyrstu árin. Þrátt fyrir það er talsverður markaður hjá innlendum björgunarsveitum. Við áætlum sölu TorVeg til björgunar 20-30 eintök áður en kemur að endurnýjun fyrstu seldu eintaka, en björgunarsveitir hafa mestan hag af endurnýjun á 5 ára fresti.

Sala á AlVeg til útflutnings er ekki heldur inni í þessum tölum.

Aðstandendur verkefnisins hafa vissulega sínar væntingar en vilja heldur sýna fram á meiri árangur en auglýst er en að ná ekki bjartsýnum markmiðum.

26

Page 31: Isar vidskiptaplan

8. „Lean” v iðskiptamódel

1. Kaupandi skilgreinir þarfir sínar og ákveður útfærslur sem settareru inn í tölvulíkan að bíl hans. Þegar kaupandinn er ákveðinn ergengið frá pöntun og greitt inná hlutfall af kaupverði.

2. Fjármagnandi, Ísar og smíðaaðilar/birgjar semja um greiðslur fyrir afhendingu eininga og verka á grunni verklýsinga, teikninga og skriflegra samninga.Verktökum er greitt fyrir afhendingu á réttum tíma að viðlögðum dagsektum.

3. Bíllinn er afhentur kaupanda á umsömdum tíma, fullnaðaruppgjör fer fram.

Með gerð fastra, baktryggðra samninga við birgja og verktaka má ná hagstæðari samningum. Einnig er með þessu móti njörfað niður fyrirfram hvað tækið muni kosta, og með fastsetningu afhendingardags er vitað nákvæmlega hvenær bifreiðin verður tilbúin til vinnu.

Engir vextir falla á Ísar ef greiðslur frá fjármagnanda til birgja og verktaka falla saman við afhendingardag bílsins. Þá tekur fjármögnun eiganda/rekstraraðila við að fullu, tækið fer í vinnu og tekjustreymi hefst. Einnig kann að vera hagkvæmt að semja um staðgreiðslu við birgja og/eða verktaka gegn hagstæðara verði, en þá falla til vextir þann tíma sem líður þar til fjármögnun rekstraraðila tekur við.

Samningagerð, greiðsluumsjón og fjármálaþjónusta er útvistuð. Þannig getur Ísar einbeitt sér alfarið að kjarnastarfseminni, gerð verklýsinga, teikninga, umsjón með smíðaferli og auðvitað hönnun og þróun.

Kaupandindi

Fjármagnandi kaupanda

Birgjar

Birgjar

BirgjarBirgjar

Jakar

Page 32: Isar vidskiptaplan

J9. Skipurit

28

Page 33: Isar vidskiptaplan
Page 34: Isar vidskiptaplan

10. Lokaorð

Arður. Hagkvæmni. Annars ekki.

Hvað knýr menn til að leggja í vinnu, persónuleg útgjöld, álag á fjölskyldu, áhættu og ólaunað erfiði í áratugi við svona verkefni?

Atvinnugreinina sem stofnandi hefur starfað við lengi sárvantar betri tæki.

Einhver verður að ganga í að leysa það. Það hefur gengið hingað til með blöndu af keppnisskapi og vestfirskri þrjósku. Gulrót stofnanda er að vinna við það sem hann gerir best, nýsköpun og þekkingarvinnslu á sérhæfðu farartækjasviði.

Þessi viðskiptaáætlun er rammi utan um arðsköpun.

Arð fyrir aðstandendur, arð fyrir hlutafjáreigendur, arð fyrir kaupendur.

Hugmyndir sem ekki töldust arðsamar hafa fallið útbyrðis. Þótt arðurinn sé varla farmiði inn á Forbes lista er hann fyrirsjáanlegur.Útganga frumfjárfesta er nokkuð örugg, og möguleg tiltölulega snemma. Fyrirtækið er í raun gamaldags og áhættufælið þótt starfsemin sé nýsköpun.

Engin sala = engin útgjöld. Engin starfsemi = enginn kostnaður.

Hver smíðalota bíls styrkir fyrirtækið, en þess á milli má pakka því saman og geyma, selja eða flytja hvenær sem er því engar fasteignir, fastráðningar eða aðrar fastafjárfestingar binda það niður.

Ísar er þekkingarfyrirtæki, sem framleiðir raunverðmæti.

Framleiðsla Ísar er ekki bara þekking heldur handföst verðmæti, beinhörð verkfæri til raunverðmætasköpunar í útflutningi.

Bílar Ísar auka verðmætasköpun ferðaþjónustu, og afla beins gjaldeyrir við sölu erlendis.

Aðstandendur eru klárir, kaupendurnir bíða. Rennum af hleinum, ýtum úr vör.

Allar nánari upplýsingar veitir fúslega:

Ari ArnórssonJakar ehf

Lækjargata 12101 Reykjavík

GSM 694-1974Heima 551-9761

[email protected]

30

Page 35: Isar vidskiptaplan

FORS+BAK+MILLIBLOD.ai 5 3/12/14 10:12 AM

Page 36: Isar vidskiptaplan

Viðskiptaáætlun

Kynning fyrir fjárfesta

Prentað 6.3.2014

TEKJUR 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022 2023 2024

Fjöldi seldra eintakaAlVeg 3 5 7 10 10 8 8

TorVeg 3 5 10 10 15 20 30 40 50Verð pr. eintak

Alveg 20.000 20.000 20.000 20.000 20.000 20.000 20.000 20.000 20.000 20.000Torveg 22.000 22.000 22.000 22.000 22.000 22.000 22.000 22.000 22.000 22.000

TekjurAlVeg 60.000 100.000 140.000 200.000 200.000 160.000 160.000

TorVeg 66.000 110.000 220.000 220.000 330.000 440.000 660.000 880.000 1.100.000Sala á frumgerð AlVeg 5.000

Samtals Tekjur 71.000 110.000 280.000 320.000 470.000 640.000 860.000 1.040.000 1.260.000

KOSTNAÐUR 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022 2023 2024

Framleiðslukostnaðarhlutfall

AlVeg 78% 70% 58% 58% 58% 58% 58% 58% 58%TorVeg 58% 58% 58% 58% 58% 58% 58%

Breytilegur kostnaður

AlVeg 34.800 58.000 81.200 116.000 116.000 92.800 92.800TorVeg 20.280 51.260 77.300 127.600 127.600 191.400 255.200 382.800 510.400 638.000

Samtals breytilegur kostnaður 20.280 51.260 77.300 162.400 185.600 272.600 371.200 498.800 603.200 730.800

Fastur kostnaður

Launakostnaður 10.140 17.940 17.940 17.400 19.200 19.800 20.100 20.400 21.000 21.400Aðkeypt hönnunarvinna og ráðgjöf 3.000 3.000 8.400 8.400 8.400 8.400 8.400 8.400 8.400

Ýmis aðkeypt þjónusta 2.000 2.000 2.800 5.000 5.000 5.000 5.000 5.000 5.000 5.000Útlitshönnun 1.000

Grafísk hönnun 150Skrifstofuvörur 100 100 100 100 100 100 100 100 100 100

Launabókhald og hönnun 1.000 2.312 6.764Verkfræði- og 1/10 líkan 1.600

Umsjónhönnunar 750Rafkerfishönnun 600

Markaðs og sölukostnaður 1.300 1.300 1.300 900 1.800 1.800 1.800 1.800 1.800 1.800Rekstur bíls 800 800 800 800 800 800 800 800 800 800

Húsaleiga 800 800 800 800 800 800 800 800 800 800

Samtals fastur kostnaður 20.240 28.252 33.504 33.400 36.100 36.700 37.000 37.300 37.900 38.300

Samtals heildarkostnaður 40.520 79.512 110.804 195.800 221.700 309.300 408.200 536.100 641.100 769.100

Page 1 of 6

Page 37: Isar vidskiptaplan

Viðskiptaáætlun

Kynning fyrir fjárfesta

Prentað 6.3.2014

LÁN & SKULDIR

Lántökukostnaður (%)

Vextir (%)

Tímabil síðustu afborgunar

Tímabil fyrstu afborgunar

Tímabil lántöku (0 = áhvílandi)

Höfuðstóll í upphafi

Áhvílandi skuldir 1 1 8

FJÁRFESTINGAR & EIGNIR

Tegund Fjárfestingar/Eignar (1=fasteign)

Rýrnun raunvirðis (% pr tímabil)

Hrakvirði (%)

Lokatímabil afskrifta

Upphafstímabil afskrifta

Fjárfestingartímabil (0 = Eign til staðar)

Raunvirði í upphafi

Fjárfesting eða eign

Fyrsta frumgerð AlVeg 4.566 4.566 1 2 50Kaup á sendibíl til að þjónusta reksturinn 1.000 1.000 1 10 10 10

GRUNNUR TIL AFSKRIFTA 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022 2023 2024

Fyrsta frumgerð AlVeg 4.566Kaup á sendibíl til að þjónusta reksturinn 900 800 700 600 500 400 300 200 100

Heildar eignir í upphafi 5.566Fjárfesting

Afskriftagrunnur í upphafi tímabils 5.466 800 700 600 500 400 300 200 100Afskriftir 4.666 100 100 100 100 100 100 100 100

Óafskrifað í lok tímabils 900 800 700 600 500 400 300 200 100 100Raunvirði í lok tímabils 800 700 600 500 400 300 200 100

Fasteignir

HLUTAFÉ

Hlutafé til staðar 500Arðgreiðslur (% af hlutafé) 20

INNBORGAÐ HLUTAFÉ 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022 2023 2024

Sem hlutfall af fjárfestingu (%)

Beinn innsláttur 60.000 10.000

Incoming Share Capital 60.000 10.000Total Share Capital 60.500 70.500 70.500 70.500 70.500 70.500 70.500 70.500 70.500 70.500

Page 2 of 6

Page 38: Isar vidskiptaplan

Viðskiptaáætlun

Kynning fyrir fjárfesta

Prentað 6.3.2014

AÐRAR STÆRÐIR

Tekjuskattur 20 % of Tekjuskattstofni

Staðgreiðsla skatta? 0 = já; 1 = næsta tímabil

Staðgreiðsla opinberra gjalda? 0 = já; 1 = næsta tímabil

Fasteignaskattur 2 % af fasteignaskattstofni

Eignaskattur 1 % af heildareignum

Opinber gjöld 1 % af stofni

Vaxtatekjur 3 % af nettó fjárstreymi

Vextir af viðbótarlánum 9 % af eftirstöðvum

Lántökukostnaður viðbótarlána 3 % af lánsupphæð

Varasjóður % af hagnaði fyrir skatta

Afvöxtun fjárstreymis 8 %

Fyrri töp Frádráttarbært frá tekjuskattstofni

Aðrir sjóðir til staðar

OPINBER GJÖLD 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022 2023 2024

Grunnur fyrir eignaskatt 800 700 600 500 400 300 200 100Eignaskattur 12 10 9 7 6 4 3 1

Grunnur fyrir opinber gjöld 71.584 110.624 195.900 221.800 309.400 408.300 536.200 641.200 769.100Opinber gjöld 716 1.106 1.959 2.218 3.094 4.083 5.362 6.412 7.691

Opinber gjöld 12 726 1.115 1.966 2.224 3.098 4.086 5.363 6.412 7.691

Page 3 of 6

Page 39: Isar vidskiptaplan

Viðskiptaáætlun

Kynning fyrir fjárfesta

Prentað 6.3.2014

REKSTRARREIKNINGUR 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022 2023 2024

Heildartekjur 71.000 110.000 280.000 320.000 470.000 640.000 860.000 1.040.000 1.260.000Breytilegur kostnaður 20.280 51.260 77.300 162.400 185.600 272.600 371.200 498.800 603.200 730.800

Framlegð I -20.280 19.740 32.700 117.600 134.400 197.400 268.800 361.200 436.800 529.200

Fastur kostnaður 20.240 28.252 33.504 33.400 36.100 36.700 37.000 37.300 37.900 38.300Rekstrarfjárkostnaður

Lántökukostnaður

Hagnaður fyrir fjármagnstekjur/gjöld -40.520 -8.512 -804 84.200 98.300 160.700 231.800 323.900 398.900 490.900

+ Vaxtatekjur 584 624 586 2.235 4.257 7.804 13.119 20.741 30.320 - Vaxtakostnaður

Hagnaður fyrir afskriftir -40.520 -7.928 -180 84.786 100.535 164.957 239.604 337.019 419.641 521.220

Afskriftir 4.666 100 100 100 100 100 100 100 100Hagnaður fyrir skatta og gjöld -45.186 -8.028 -280 84.686 100.435 164.857 239.504 336.919 419.541 521.220

Varasjóður

Arður 14.100 14.100 14.100 14.100 14.100 14.100 14.100Opinber gjöld 12 726 1.115 1.966 2.224 3.098 4.086 5.363 6.412 7.691

Tekjuskattsgrunnur -45.198 -8.754 -1.395 68.619 84.112 147.659 221.318 317.455 399.029 499.429

Tekjuskattur 13.724 16.822 29.532 44.264 63.491 79.806 99.886

Hagnaður -45.198 -8.754 -1.395 54.895 67.289 118.127 177.054 253.964 319.223 399.543

Page 4 of 6

Page 40: Isar vidskiptaplan

Viðskiptaáætlun

Kynning fyrir fjárfesta

Prentað 6.3.2014

FJÁRSTREYMI 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022 2023 2024

Heildartekjur 71.000 110.000 280.000 320.000 470.000 640.000 860.000 1.040.000 1.260.000Vaxtatekjur 584 624 586 2.235 4.257 7.804 13.119 20.741 30.320

Lán

Viðbótarlán

Minnkun rekstrarfjár

Innborgað hlutafé 60.000 10.000Sjóður í upphafi

INN 60.000 81.584 110.624 280.586 322.235 474.257 647.804 873.119 1.060.741 1.290.320

Fjárfestingar

Varasjóður

Rekstrarkostnaður 40.520 79.512 110.804 195.800 221.700 309.300 408.200 536.100 641.100 769.100Greiddur tekjuskattur 13.724 16.822 29.532 44.264 63.491 79.806 99.886Greidd opinber gjöld 12 726 1.115 1.966 2.224 3.098 4.086 5.363 6.412 7.691

Arður 14.100 14.100 14.100 14.100 14.100 14.100 14.100Rekstrarfjárkostnaður

Aukning rekstrarfjár

Vextir og afborganir lánaLántökukostnaður

ÚT 40.532 80.238 111.919 225.590 254.846 356.030 470.650 619.054 741.418 890.777

Nettó fjárstreymi 19.468 1.346 -1.295 54.995 67.389 118.227 177.154 254.064 319.323 399.543

Uppsafnað nettó fjárstreymi 19.468 20.814 19.520 74.515 141.905 260.132 437.286 691.350 1.010.673 1.410.217

Page 5 of 6

Page 41: Isar vidskiptaplan

Viðskiptaáætlun

Kynning fyrir fjárfesta

Prentað 6.3.2014

EFNAHAGUR 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022 2023 2024

EIGNIRVELTUFJÁRMUNIR

Uppsafnað nettó fjárstreymi 19.468 20.814 19.520 74.515 141.905 260.132 437.286 691.350 1.010.673 1.410.217Varasjóður

Rekstrarfé

Samtals 19.468 20.814 19.520 74.515 141.905 260.132 437.286 691.350 1.010.673 1.410.217FASTAFJÁRMUNIR

Raunvirði eigna 800 700 600 500 400 300 200 100Eignir samtals 20.268 21.514 20.120 75.015 142.305 260.432 437.486 691.450 1.010.673 1.410.217

SKULDIR & EIGIÐ FÉ

SKAMMTÍMASKULDIRNæsta árs afborganir

Ógreiddur tekjuskattur

Ógreidd opinber gjöld

SamtalsLANGTÍMASKULDIR

Remaining Loans and Debts

- Næsta árs afborganir

Samtals

Skuldir samtals

EIGIÐ FÉEigið fé í upphafi áætlunar 5.066 5.066 5.066 5.066 5.066 5.066 5.066 5.066 5.066 5.066

Varasjóður

Hlutafé 60.500 70.500 70.500 70.500 70.500 70.500 70.500 70.500 70.500 70.500Hagnaður -45.198 -53.952 -55.346 -451 66.839 184.966 362.020 615.984 935.207 1.334.751

Endurmat eigna -100 -100 -100 -100 -100 -100 -100 -100 -100 -100

Eigið fé samtals 20.268 21.514 20.120 75.015 142.305 260.432 437.486 691.450 1.010.673 1.410.217

Skuldir og Eigið fé samtals 20.268 21.514 20.120 75.015 142.305 260.432 437.486 691.450 1.010.673 1.410.217

MÆLIKVARÐAR 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022 2023 2024

Hagnaður/Tekjum -12,3% -1,3% 19,6% 21,0% 25,1% 27,7% 29,5% 30,7% 31,7%Fjárstreymi/Tekjum 1,9% -1,2% 19,6% 21,1% 25,2% 27,7% 29,5% 30,7% 31,7%

Skammtímaskuldir/Tekjum

Eigið fé/Eignir 100,0% 100,0% 100,0% 100,0% 100,0% 100,0% 100,0% 100,0% 100,0% 100,0%Véltufé/Skammtímaskuldir

Page 6 of 6

Page 42: Isar vidskiptaplan

ViðskiptaáætlunKynning fyrir fjárfesta

Prentar 6.3.2014

Lykil tölur

Tölur í þús.kr 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022 2023

Rekstrar tekjur - 71.000 110.000 280.000 320.000 470.000 640.000 860.000 1.040.000 1.260.000

Breytilegur framleiðlukostnaður 20.280 51.260 77.300 162.400 185.600 272.600 371.200 498.800 603.200 730.800

Framlegð 20.280 - 19.740 32.700 117.600 134.400 197.400 268.800 361.200 436.800 529.200

Framlegðar hlutfall 28% 30% 42% 42% 42% 42% 42% 42% 42%

EBITDA 40.532 - 8.654 - 1.295 - 54.995 67.389 118.227 177.154 254.064 319.323 399.543

Hagnaður/(Tap) 45.198 - 8.754 - 1.395 - 54.895 67.289 118.127 177.054 253.964 319.223 399.543

Eignir 20.268 21.514 20.120 75.015 142.305 260.432 437.486 691.450 1.010.673 1.410.217

Eigiðfjár hlutfall 100% 100% 100% 100% 100% 100% 100% 100% 100% 100%

Veltufé frá rekstri/ til rekstrar 40.532 - 8.654 - 1.295 - 54.995 67.389 118.227 177.154 254.064 319.323 399.543

-200

0

200

400

600

800

1.000

1.200

1.400

ISK '000

2014

2015

2016

2017

2018

2019

2020

2021

2022

2023

Rekstrar tekjur Hagnaður (tap)

Sölu áætlun

0 5 10 15 20 25 30 35 40 45 50 55

2015201620172018201920202021202220232024

Fjöldi seldra eintaka

AlVeg TorVeg

Page 43: Isar vidskiptaplan

ViðskiptaáætlunKynning fyrir fjárfesta

Prentað 6.3.2014

Næmi greining

-30% -20% -10% 0% 10% 20% 30%-30% 5.958 - 1.142 8.242 15.342 22.442 29.542 36.642

-20% 13.910 - 6.810 - 290 7.390 14.490 21.590 28.690

-10% 21.861 - 14.761 - 7.661 - 561 - 6.539 13.639 20.739

0 29.812 - 22.712 - 15.612 - 8.512 - 1.412 - 5.688 12.788

10% 37.763 - 30.663 - 23.563 - 16.463 - 9.363 - 2.263 - 4.837

20% 45.714 - 38.614 - 31.514 - 24.414 - 17.314 - 10.214 - 3.114 -

30% 53.666 - 46.566 - 39.466 - 32.366 - 25.266 - 18.166 - 11.066 -

Grunnár 2016

-30% -20% -10% 0% 10% 20% 30%

-30% 14.434 - 7.334 - 234 - 6.866 13.966 21.066 28.166

-20% 19.560 - 12.460 - 5.360 - 1.740 8.840 15.940 23.040

-10% 24.686 - 17.586 - 10.486 - 3.386 - 3.714 10.814 17.914

0 29.812 - 22.712 - 15.612 - 8.512 - 1.412 - 5.688 12.788

10% 34.938 - 27.838 - 20.738 - 13.638 - 6.538 - 562 7.662

20% 40.064 - 32.964 - 25.864 - 18.764 - 11.664 - 4.564 - 2.536

30% 45.190 - 38.090 - 30.990 - 23.890 - 16.790 - 9.690 - 2.590 -

Grunnár 2016

Bre

ytin

g í k

ostn

i

Breyting í tekjum

Bre

ytile

gu

r ko

stn

ur

Breyting í tekjum

II

Page 44: Isar vidskiptaplan

FORS+BAK+MILLIBLOD.ai 6 3/12/14 10:12 AM