32
1 Íllgresi 2007 2014 Málgagn Ungra vinstri grænna, 7. árg., 1.tbl.

Íllgresi 2014

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Íllgresi, málgagn Ungra vinstri grænna, 2014

Citation preview

Page 1: Íllgresi 2014

1

Íllgresi

20072014

Málgagn Ungra vinstri grænna, 7. árg., 1.tbl.

Page 2: Íllgresi 2014

Tileinkað Tinnu Ingólfsdóttur sem barðist fyrir því að gera

heiminn að betri stað

06. júlí 1992 - 21. maí 2014

Page 3: Íllgresi 2014

3

Til hamingju með að hafa eintak af nýjasta tölublaði Íllgresis í hendi þér (eða á skjánum). Þrátt fyrir róttækan boðskap er blaðið að vissu leyti íhaldssamt – það byggist einfaldlega á greinum um stjórnmál eftir félaga í UVG auk ítarefnis í léttari kantinum. Blaðið í ár litast að nokkru leyti af því að sveitarstjórnakosningar eru í ár. Á forsíðunni eru ljósmyndir af því sem áður nefndist Hjartagarðurinn en er nú staður „uppbyggingar“. Hótel rísa, byggingakranarnir eru farnir á stjá á ný og einkaaðilar fá að reisa hvað sem þeir vilja hvar sem þeir vilja án þess að skeyta nokkru um nærumhverfi sitt. Olíuleit er nýjasta útspil stóriðjunnar og laumaðist snyrtilega í gegnum kerfið. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur mynda nú ríkisstjórn þar sem allt kapp er á að draga til baka allar úrbætur vinstristjórinnar og hygla útgerðarmönnum og auðmönnum á kostnað almennings. Framsóknarflokkur keyrir í gegn ódýrt kosningaloforð og gagnrýni er litin hornauga í samfélaginu. Já 2007 er komið aftur og kona spyr sig hvernig í ósköpunum það gerðist. Nú er þörf á að Dr Who ferðist til okkar tíma og bjargi málunum – eða kannski bara að hugsa aðeins aftur í tímann og læra af mistökum fyrri tíma og fyrri kynslóða.

Umhverfismál eru einnig nokkuð áberandi enda mikilvægasti málaflokkur stjórnmála samtímans og framtíðarinnar. Þá eru greinar um feminísma, mannréttindi, friðarmál, efnahagsmál og sósílíska landsstjórn. Að auki má nefna að viðtal er við Sóleyju Tómasdóttur og Líf Magneudóttur og brýnustu mál Reykjavíkur og þá má einnig finna smá háð með ádeilu.Megi þú njóta lestur blaðsins, verða upplýstari fyrir vikið og einnig hafa gaman af. Megi mátturinn vera með þér!

Björn Reynir Halldórssonritstjóri Íllgresis 2014

Kæri lesandi.

Efnisyfirlit4 „Ert þú ekki þessi stelpa?”6 Heimsmet í vitleysu7 Staðgöngumæðrun og Everest8 Af kvótakerfinu og hreppaflutningum10 Lekamálið: Mannvonska og meðvirkni12 Hvað er ekófemínismi? 14 Kosningamál 21. aldarinnar15 Viðtal við Líf og Sóley19 Sjálfsprottna menningu. Ekki hótelæði20 „Af hverju eru þessir femínistar alltaf að æsa sig?“ -Af stofnanabundnu misrétti 22 Tíðindalaust á austurvígstöðvunum26 Trúarbrögð og umhverfisvandinn?28 Að berjast gegnolíuvinnslu með molotovkokteilum. 29 Óður til einkabílsins!

ÍllgresiMálgagn Ungra vinstri grænna

2014 1. tbl. – 7. árgangur

Útgefandi:Ung vinstri græn

Ritstjóri og ábyrgðarmaður:Björn Reynir Halldórsson

Prófarkalestur:Bjarni Þóroddsson

Björn Reynir HalldórssonGísli Garðarsson

Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir

Hönnun og umbrot:Sindri Geir Óskarsson

Forsíðumyndir:Dagný Björk Guðmundsdóttir

Prentun:GuðjónÓ - vistvæn prentsmiðja

Page 4: Íllgresi 2014

4 // Íllgresi 2014

„Þú varðst fyrir misnotkun Tinna.” Þetta sagði mamma mín við mig fyrir rétt rúmlega ári síðan. Mér hafði aldrei nokkurn tímann dottið í hug að ég hefði orðið fyrir einhvers konar misnotkun. Ég tók bara vondar ákvarðanir og var hálfviti. Það var nefnilega búið að vara mig við, ég vissi alveg að ég ætti ekki að senda strákum á internetinu nektarmyndir af mér. En sannleikurinn er sá að ég varð fyrir misnotkun.

Mér var sagt að ég væri æðisleg og frábær fyrir að senda þessar myndir og hrósin sem ég fékk fyrir líkama minn og fegurð voru meiri og fleiri en ég hafði nokkurn tímann fengið frá jafningjum mínum fyrir nokkuð annað. Ég hefði gert hvað sem er fyrir þessa (að mér fannst) jákvæðu athygli, enda var ég óvinsæl, þótti skrýtin og rugluð, auk þess að vera lögð í svo leiðinlegt einelti að þegar ég komst ári fyrr inn í Menntaskólann á Akureyri þá grét ég úr gleði og létti. Ég trúði því svo blindandi að þessir strákar (sem kom í ljós að voru ekki alltaf strákar, heldur líka fullorðnir menn) væru vinir mínir, að ég meira að segja hjálpaði einum þeirra að læra fyrir stærðfræðipróf oftar en einu sinni.

Í fyrsta skiptið sem ég sendi einhverjum nektarmynd á netinu var ég 13 ára. Ég rændi myndavél foreldra minna og notaði tölvuna hennar mömmu. Ég man ekki hvað maðurinn sem ég sendi myndirnar heitir, ég man ekki einu sinni hvað hann þurfti að spyrja mig oft (ég held þrisvar) en ég man að hann var með mynd af bláum sportbíl í prófíl á MSN og að mér fannst hann æðislega skemmtilegur. Tangarhaldið sem þessi strákur eða maður (ég veit ekkert hversu gamall hann var) hafði á mér var ótrúlegt. Hann

sagði mér hversu falleg og æðisleg ég væri, en nokkrum mínútum síðar spurði hann af hverju ég væri ekki búin að raka á mér píkuna, hlutur sem mér hafði ekki dottið í hug fyrir það, og ég fór í algjöran mínus yfir því að vera að bregðast þessum félaga og fór beinustu leið að raka á mér píkuna.

Svona hélt þetta áfram í tæplega tvö ár, þar til ég byrja með strák sem krafði mig ekki um slíka hluti og studdi mig frábærlega (takk Gísli), þegar sumar myndirnar komust í mikla dreifingu á internetinu þar sem þær eru enn. Viðbrögðin hjá nýju skólafélögum mínum í MA létu ekki á sér standa og ég fékk að heyra athugsemdir eins og „Gaman að sjá þig í fötum!” nánast daglega, þó auðvitað hafi flestir séð sér sóma í því að vera ekki að nudda mér upp úr þessu. Þetta var veturinn 2007-8 og um sumarið 2008 komast myndirnar til foreldra minna. Útprentaðar, settar í ófrímerkt umslag og rennt inn um dyralúguna heima hjá mér. Ég hljóp berfætt niður götuna og ætlaði að fleygja mér út í sjó, en pabbi minn náði mér við endann á henni.

Ég lendi ennþá í því að vel meinandi aðilar senda mér skilaboð á Facebook eða í tölvupósti til að upplýsa mig um hina og þessa staði á internetinu þar sem myndirnar af mér er að finna svo ég geti reynt að fá þær teknar niður. Ég lendi líka í því að vera úti á meðal fólks og einhver dregur mig afsíðis til að spyrja hvort ég sé „þessi stelpa”. Það er ekki það versta. Það versta, er þegar fólk skellir allri ábyrgðinni á mig. Þegar það jesúsar sig hægri vinstri yfir því að ég hafi getað verið svona vitlaus, þegar það kallar mig athyglissjúka druslu og þegar það spyr hvort ég hafi virkilega

„Ert þú ekki þessi stelpa?”Tinna Ingólfsdóttir

„Þeir sem hafa lent í því að nektarmyndir af þeim eru opinberaðar á netinu án þeirra samþykkis eru

þolendur.“

Page 5: Íllgresi 2014

5

„Ert þú ekki þessi stelpa?”

Fréttir af góðærinu og gengi markaðarins drekkja fjölmiðlum þessa daganna...ég er alltaf jafn hissa. Ég spyr - hvar er þetta góðæri? Hverjir njóta góðs og hverjir gleymdust? Ég auglýsi hér með eftir þessu margumtalaða góðæri. Ef það er svona mikill hagvöxtur og svona mikið góðæri afhverju býr fólk þá við fátækt á Íslandi? Afhverju er aðbúnaður aldraðra á hjúkrunarheimilum ekki betri? Hvers vegna eru umönnunarstörf svona illa launuð? Ef við erum svona rík hlýtur maður að draga þá ályktun að það sé einungis ákvarðanir stjórnvalda sem valda þessum félagslegu vandamálum. Ef nóg er til af peningum í landinu hlýtur þetta

að snúast um í hvað við eyðum þeim? Ef það eru ekki til neinir peningar þá er varla góðæri og hagvöxtur. Þetta tvennt stangast á að mínu mati, er semsagt búið að ákveða hverjir verði þátttakendur í góðærinu og hverjir fá að sitja eftir sáttir við sitt. Það getur varla talist ríkt land þegar gamalt fólk er látið dúsa á sjúkrahúsum frammi á gangi því að það fæst ekki fólk til að vinna á hjúkrunarheimilum. Fólk lítur ekki einu sinni á bleika fílinn í herberginu sem eru laun þess fólks sem vinnur á þessum stöðum. Það að reyna að gera einfalda hluti flókna er að mínu mati blekkingarleikur stjórnvalda og því segi ég fjárfestum í fólki en ekki steinsteypu!!!

haldið að þessir menn og strákar myndu ekki setja myndirnar á netið.

Ég var barn. Allar nektarmyndirnar sem eru til af mér á netinu eru teknar og sendar áður en ég varð 15 ára. Ég var einmana unglingsstelpa, sem þráði fátt meira en að vera venjuleg, vinsæl og að vera stelpa sem strákarnir yrðu skotnir í. Þó svo að ég vissi að þetta ætti ég ekki að gera, þá var þráin og löngunin í vináttu og viðurkenningu of sterk, svo ekki sé minnst á öll hvatningarorðin frá „vinum” mínum á netinu. Ég gaf engum þessara manna leyfi til að áframsenda þessar myndir, eða setja þær fyrir allra augu á internetið. Ég hélt að ég væri að gera þeim persónulegan greiða, því að þeir væru svo ofboðslega hrifnir af mér, en í rauninni var

ég að framleiða fyrir þá barnaklám á kostnað geðheilsu minnar.

Það var brotið á mér og minni friðhelgi með því að opinbera þessar myndir, burtséð frá því hvort ég sendi þær í fyrsta lagi. Það er það sem ég vil minna á. Þeir sem hafa lent í því að nektarmyndir af þeim eru opinberaðar á netinu án þeirra samþykkis eru þolendur.

Við þurfum nefnilega ekki bara að kenna fólki að senda ekki af sér nektarmyndir, við þurfum líka að kenna fólki að ef það fær slíkar myndir í hendurnar þá ber það ábyrgð á því að þær séu ekki misnotaðar.

Þessi grein birtist fyrst á síðunni Freyjur.is

Ung vinstri græn römbuðu inn á áhugaverða grein frá árinu 2006 sem á ágætlega við í dag. Greinin fjallar um góðærið og hvernig í raun ekki allir njóta góðs af því. Greinarhöfundurinn, Elín Oddný Sigurðardóttir, heldur áfram að berjast fyrir þá sem minna mega sín en hún skipar nú þriðja sæti á lista VG í Reykjavík. Gefum Elínu orðið:

Góðærið- fyrir hverja?Elín Oddný Sigurðardóttir

Page 6: Íllgresi 2014

6 // Íllgresi 2014

Förum aðeins yfir stöðuna á Íslandi árið 2014. Í hverri viku dynja á okkur fréttir um verkföll. Stuðningsnetið sem ríkið veitir þegnum sínum kemst ekki nálægt því sem gerist á Norðurlöndum. Það er dýrt að vera í námi og enn dýrara að veikjast. Fréttir berast af því að 16% barna á Íslandi búi við fátækt. Heilt yfir litið fær almenningur of lítið til baka fyrir það skattfé sem hann leggur í ríkissjóð, meðal annars út af því að við erum enn að borga fyrir hrunið. Á sama tíma er gullið tækifæri til að ýta undir grænan hagvöxt sem byggist á nýsköpun og þróun og skapa velferðarkerfi sem stenst samanburð við nágrannalöndin.

Þetta er staðan. En í staðin fyrir að takast á við vandann og grípa tækifærin kemur ríkisstjórnin fram með það sem hún kallar „Leiðréttinguna“, enn eina risavöxnu heildarlausnina frá Framsókn sem á að bæta upp fyrir síðustu heildarlausn. Tillögur ríkisstjórnarinnar um skuldaniðurfellingar þarf ekki að kynna fyrir neinum. Þær ganga út á að fella niður hluta af skuldum sumra á kostnað allra. Ríkisstjórnin ætlar að láta 80 milljarða af beinhörðu skattfé (auk annarra tekna sem tapast) í að klóra yfir loforðaflóðið sem Sigmundur Davíð stóð fyrir í síðustu kosningum.

Hér er um að ræða eignatilfærslu. Meira fé rennur til fólks sem býr á höfuðborgarsvæðinu en landsbyggðinni. Mjög fáir fá hámarksupphæð (fjórar milljónir) og þeim sem eru yfirskuldsettir fer fækkandi. Leigjendur mega éta það sem úti frýs. Margir munu fá lítið en summan er engu að síður stór fyrir ríkissjóð, sérstaklega með tilliti til þess að enn var skorið niður í síðustu fjárlögum. Niðurstaðan hlýtur að vera að allir tapa.

Fyrir 20 milljarða á ári gætum við afnumið skólagjöld í opinberum háskólum, komið upp námsstyrkjakerfi, aukið til muna framlög til nýsköpunar og þróunar, verið þjóð meðal þjóða í þróunarsamvinnu við önnur lönd, nýtt hluta af fénu í nýjan Landspítala og gert öldruðum og öryrkjum kleift að lifa við mannsæmandi kjör. Svo getum við lækkað skatta á mat og aðrar nauðsynjar fyrir afganginn. Þannig batna lífskjör jafnt og þétt- og þetta eru bara örfá dæmi.

Valið stendur á milli þess sem hér var upptalið og að feta hæga en örugga leið til betri lífskjara eða stóru millifærslu Framsóknar. Hvort viljum við það eða að setja enn eitt heimsmet í vitleysu?

Heimsmet í vitleysuBjarki Þór Grönfeldt

„Heilt yfir litið fær almenningur of lítið til baka fyrir það skattfé sem hann leggur í ríkissjóð, meðal annars út af því að við erum enn að borga fyrir hrunið.“

Page 7: Íllgresi 2014

7

Heimsmet í vitleysu

Staðgöngumæðrun og Everest eiga þegar fljótt er á litið ekki margt sameiginlegt. Mount Everest var mikið í umræðunni í aprílmánuði þessa árs þegar snjóflóð féll og sextán leiðsögumenn létu lífið. Ég hef alltaf litið á það sem stórt afrek að klífa Everest og mikinn persónulegan sigur fyrir þann einstakling sem það gerir. Það vekur upp hugrenningatengsl við helstu landkönnuði og frömuði mannkynssögunnar, við hin óþrjótandi mannsvilja sem leitar lengra, gerir betur. Við höfum lært að tengja ævintýraþrá við hugarfarið sem kom okkur út úr hellinum og gerði okkur að ráðandi dýrategund á jörðinni.

Staðgöngumæðrun er í okkar huga tengd við hugrekki og góðmennsku af annarri sort. Staðgöngumæðrun felur í sér að kona gangi með barn fyrir aðra manneskju sem vegna ýmissa ástæðna getur ekki eignast barn sjálf. Hvað gæti verið göfugra en það? Kona sem tekur á sig að ganga með barn til að færa öðru fólki lífsgleði. Í okkar samfélagi teljum við konum það mjög til tekna að vera fórnfúsar og gjafmildar. Staðgöngumæðrun er hámark fórnfýsinnar. Við tölum um staðgöngumæðrun í gróðaskyni annars vegar og í velgjörðarskyni hins vegar. Það er s.s. annaðhvort gert til að græða eða af því að þú vilt gera öðrum vel - ert góð manneskja. Það er ekki laust við að þessi hugtök séu eitthvað gildishlaðin.

Everest og staðgöngumæðrun hafa í fyrstu ákveðinn sjarma. Þvílíkt afrek að klífa fjallið og hversu mikil fegurð er í því fólgin að ganga með barn fyrir einhvern sem getur það ekki. Hvort tveggja felur í sér að einstaklingur leggi á sig mikið álag og áhættu til að ná markmiði sem margir myndu telja göfugt.

„Er það persónulegur sigur þinn að klífa Everest þegar leiðsögumenn hafa lagt líf sitt í hættu til að koma þér þangað?“

Um miðjan apríl síðastliðinn kom þó í ljós að það var eitthvað rotið í Everestveldi. Mannskæðasta snjóflóðið í sögu fjallsins varpaði ljósi á hörmulegar aðstæður nepölsku sjerpanna sem hafa í áratugi tekið að sér að leiða ríka Vesturlandabúa upp fjallshlíðina.

Það kom í ljós að hetjudáð þeirra sem ná tindinum felst helst í því að hafa efni á að ráða til sín innfædda til að vinna vinnuna fyrir sig. Íslenskur fjallgöngumaður sem þurfti að hætta við ferð sína á tindin sagði það leiðinlegt þegar kjarabarátta og pólitík skemmi svona fyrir enda draumum hans kastað á glæ. Það er skiljanlegt að hann sé ósáttur, eða hvað? Til hvers er eðlilegt að ætlast af fólki? Við ætlumst til þess að nepölsku sjerparnir hjálpi okkur að komast á fjallið sama hvað það kostar þá. Hvenær hættir það að vera allt í lagi? Hvenær er það nokkurn tímann í lagi? Er það persónulegur sigur þinn að klífa Everest þegar leiðsögumenn hafa lagt líf sitt í hættu til að koma þér þangað? Breytir það einhverju ef þú borgar þeim það sem við Íslendingar köllum dagslaun fyrir verkið?

Þegar kona gengur með barn fyrir aðra konu í svokölluðu velgjörðarskyni því hún vill gera fyrir hana það sem sú síðarnefnda getur ekki sjálf - hvað á sér þá stað? Jú, konan er að leggja á sig vinnu og áhættu af góðmennsku sinni. Okkur finnst ekki í lagi að slíkt sé gert gegn greiðslu því það gengur of nálægt því að vera sala á manneskjum og vekur upp spurningar sem við helst viljum ekki þurfa að kljást við: um eðli yfirráða fólks yfir eigin líkama og frelsis einstaklingsins. En hver eru skilaboðin þegar við segjum að í lagi sé að biðja konur um að ganga með börn fyrir aðra svo lengi sem þær fái ekkert fyrir það – nema að uppfylla þörf samfélagsins fyrir fórnfýsi kvenna?

Það að klífa Everest er ekki réttur neins - hvað þá með mönnum sem leggja sig í hættu til að tryggja þína frægð og frama. Það eru ekki mannréttindi að eignast börn. Það eru mannréttindi barna að eiga foreldra. Það er ekki réttur neins að önnur manneskja gangi með börn fyrir sig og það, að samfélaginu þyki sú fórn sem í þessu felst falleg, er afar varhugavert. Hvar er línan dregin gagnvart því til hvers við ætlumst af fólki? Ljóst er að markaðurinn hefur ógnarvald yfir lífi sjerpanna. Hvað er hitt annað en áhrif feðraveldisins? Er það ekki varasamt þegar annað fólk er aðeins leið okkar að eigin markmiðum?

Staðgöngumæðrun og Everest

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir

Page 8: Íllgresi 2014

8 // Íllgresi 2014

Flestir gera sér grein fyrir því í dag að íslenska kvótakerfið er slæmt kerfi. Örfáar fjölskyldur eiga auðlindina „okkar“ og fólksfækkun hefur verið gífurleg í mörgum sjávarplássum þar sem útgerðarkallinn á staðnum seldi skipið og kvótann og flutti – skildi plássið eftir í rúst, en gekk burt með fulla vasa af peningum.

Lítið hefur verið gert til þess að sporna við þessu. Síðasta ríkisstjórn hækkaði veiðigjöld mikið svo að við fólkið í landinu fengjum eitthvað úr auðlindinni „okkar“. Þá kom í ljós að flest útgerðarfélög gátu borgað þessi eðlilegu veiðigjöld en þrátt fyrir það vældu útgerðarmenn eins og stungnir grísir, sögðu að þessar tölur væru galnar og þeir gætu aldrei borgað þessar fjárhæðir fyrir afnot af auðlindinni. Starfsfólki hjá útgerðinni var skipað að mæta á Austurvöll að mótmæla, og að sjálfsögðu hlýddi starfsfólkið, enda allir hræddir um störfin sín, lífsviðurværið sitt.

Enn þann dag í dag gerast neikvæðir hlutir í sjávarútvegi. Fyrir nokkrum vikum tilkynnti Vísir hf. að flytja ætti vinnslur fyrirtækisins á Djúpavogi, Þingeyri og Húsavík til Grindavíkur og að allir sem vildu gætu fengið vinnu. En þetta er ekki svona einfalt því stór hluti þessa fólks situr uppi með verðlitlar eignir og getur alls ekki hreyft sig. Þetta eru hreppaflutningar sem eiga ekki að viðgangast í dag.

Sjálfur hef ég sterkar skoðanir á kvótakerfinu og Vísi hf., enda er ég uppalinn í Grindavík og þekki eigendur Vísis ágætlega. Þetta er gott fólk sem hefur gert mikið fyrir samfélagið í Grindavík

en þarna fór Vísisfólkið útaf sporinu. Það er þó enn möguleiki að snúa þessari ákvörðun við og vonandi verður það gert áður en það er of seint.

„Flestir vita líka að Sjálfstæðis-mönnum er alveg sama um fólkið á þessum stöðum. Þeir eru í hagsmunagæslu á Alþingi fyrir útgerðamenn og auðvaldið...“

Ríkisstjórnarflokkunum gæti ekki verið meira sama um fólk í þessum plássum. Fyrir Framsóknarflokkinn situr Páll Jóhann Pálsson sem þingmaður en hann er einnig einn af eigendum Vísis og bæjarfulltrúi í Grindavík. Hann má þó eiga það að hann var heiðarlegur og viðurkenndi að hann væri í hagsmunagæslu fyrir útgerðarmenn og þar á meðal sjálfan sig á Alþingi. Flestir vita líka að Sjálfstæðismönnum er alveg sama um fólkið á þessum stöðum. Þeir eru í hagsmunagæslu á Alþingi fyrir útgerðamenn og auðvaldið, þeir eru bara ekki jafn heiðarlegir og Páll Jóhann að viðurkenna það.

Ég las um daginn viðtal við einn af starfsmönnum Vísis á Djúpavogi. Hann sagði að einn þingmaður hefði komið þangað til þess að tala við fólkið á staðnum en það var þó ekki þingmaður ríkisstjórnaflokkanna, því sá þingmaður sem mætti var Steingrímur J. Sigfússon. Ég vona bara að fólkið á staðnum muni eftir þessu eftir þrjú ár í næstu kosningum.Það þarf að stokka spilin upp á nýtt. Það þarf að blása fólkinu í þorpunum úti á landi von í brjóst. Þetta gengur ekki svona. Kerfið í núverandi mynd er dautt!

Af kvótakerfinu og hreppaflutningum

Bensó Harðarson

Page 9: Íllgresi 2014

9

Hvers vegna VG? Því VG er umhugað um jafnrétti hvort sem það sé hugsað á milli kynja, kynhneigðar, búsvæða eða kynslóða.

Hvað er brýnast í sveitafélaginu þínu? Helstu málin eru fræðslumál og málefni fjölskyldunnar. Í Borgarbyggð er mikill uppgangur, fjöldi sprotafyrirtækja að spretta upp í bland við hefðbundinn búskap og því er mikilvægt að sveitarfélagið auðveldi ungu fólki að setjast að í sveitarfélaginu auk þess sem mikilvægt er að treysta grunninn í kringum þær atvinnugreinar sem fyrir eru. Í því samhengi má nefna vegabætur þar sem leggja þyrfti bundið slitlag auk þess sem ljósleiðaratengingar þurfa að komast á. Það er sorglegt að hér í sveitarfélaginu liggi ljósleiðarar í jörðu örfáa metra frá íbúðarhúsum en ekki finnist fjármagn til þess að tengja þá. VG hefur starfað í meirihluta hér síðustu 4 ár og komið ýmsu góðu til leiðar og nú stefnum við ótrauð áfram á þeirri leið, önnur fjögur ár með VG í meirihluta er bara borðleggjandi

Hvers vegna VG? Því Vinstri græn bjóða upp á heildarstefnu sem tekur mið af almannahagsmunum. Við erum ekki í sérhagsmunapólitík eða framapoti, heldur er það samfélagið í heild sinni sem við vinnum fyrir.

Hvað er brýnast í sveitafélaginu þínu? Skuldastaðan. Á þessu kjörtímabili hefur unnist gríðarlegur árangur á því sviði og við verðum að halda áfram. Greiðum niður skuldir okkar núna en ekki láta þær renna til komandi kynslóða. Bæjarstýra Hafnarfjarðar á svo sannarlega þakkir skildar fyrir að taka til í rekstrinum og fólk getur verið stolt að merkja við V í vor!

Nafn: Daníel Haukur Arnarsson - Aldur: 24 Frambjóðandi í: Hafnarfirði

Nafn: Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir- Aldur: 27Frambjóðandi í: Borgarbyggð

Ungir frambjóðendur

Page 10: Íllgresi 2014

10 // Íllgresi 2014

Það er gömul saga að málefni hælisleitenda hafi verið í ólestri á Íslandi. Ráðamenn hafa aldrei sýnt neinn sérstakan áhuga né vilja til að takast á við málefni hælisleitenda þrátt fyrir að landið sé aðili að Flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna. Stjórnvöld hafa aldrei haft neina heildstæða stefnu í þessum málum heldur afgreitt þessi mál með handahófskenndum hætti þó meginreglan sé að skýla sér á bak við lögin með níðþröngum túlkunum á þeim og nota Dyflinnar-reglugerðina sem afsökun til að vísa hælisleitendum úr landi. Það hefur verið óþolandi einkenni á sögu þessa málaflokks hversu ragir ráðamenn hafa verið við að taka á málefnum hælisleitenda með viðunandi hætti og látið útlendingaótta og eiginhagsmuni ráða för með þeim afleiðingum að málaflokkurinn hefur vaxið ráðamönnum yfir höfuð nú á þeim tímum þegar hælisumsóknir eru orðnar daglegt viðfangsefni íslenskra stjórnvalda, þó fáir leiti hingað til lands í alþjóðlegu samhengi. Það er hins vegar alveg ný saga að ráðamenn stingi skjólstæðinga sína í bakið með pólitískum klækjabrögðum og leki viðkvæmum persónuupplýsingum í valda fjölmiðla til að sverta mannorð þeirra.

Stríð ráðherransMál Tonys Omos hefði auðveldlega geta horfið innan um mál fjölmargra hælisleitenda sem

ekki fengu landvistarleyfi á Íslandi, jafnvel þrátt fyrir lekann. Hanna Birna hefði getað sýnt frumkvæði með því að láta rannsókn fara strax fram, vikið tímabundið úr starfi á meðan svo forðast mætti hugsanlega árekstra og málið hefði verið upplýst. Æru ráðuneytis og ráðherrans hefði verið bjargað hver sem endanleg niðurstaða hefði orðið. Hins vegar kaus ráðherra meðvitað að heyja stríð þegar ljóst var að tveir blaðamenn, fullir eldmóðs, ætluðu að komast til botns í málinu ólíkt ráðherranum sem þagði til að byrja með.

Það er búið að vera pínlegt að horfa upp á ráðherrann, sem áður birtist sem heilsteyptur og rökfastur stjórnmálamaður með áherslu á samræðustjórnmál, grafa sína eigin gröf með því að að hvæsa tennurnar inn á milli þess að spila sig sem fórnarlamb og þrábiðja um vorkunn samfélagsins. Ráðherra hefur ekki einu sinni getað svarað þeim spurningum þingmanna sem ganga út frá því að lekinn hafi verið í óþökk ráðherrans, sbr. spurningu Bjarkeyjar Gunnarsdóttur, þingmanns VG: „Hvers vegna hefur ráðuneytið ekki farið fram á leiðréttingu frá [Morgun]blaðinu?“ Í staðinn kom ræða á Alþingi þar sem ráðherrann í nauðvörn hrópaði með miklum hneykslunartón að hún vissi ekki neitt.

Lekamálið: Mannvonska og meðvirkni

Björn Reynir Halldórsson

„...kaus ráðherra meðvitað að heyja stríð þegar ljóst var að tveir blaðamenn, fullir eldmóðs, ætluðu að komast til botns í málinu...“

Page 11: Íllgresi 2014

11

Málsvörn ráðherrans hefur hins vegar sjaldnast staðist skoðun þegar nánar er að gáð. Þannig fékkst það ekki staðfest að rekstrarfélag Stjórnarráðsins hefði athugað tölvupóstsendingar frá ráðuneytinu, aðstoðarmaður ráðherra hefur verið tvísaga og fullyrðingar um að viðkomandi upplýsingar hafi einnig getað komið frá öðrum stofnum og félagasamtökum á borð við Rauða krossinn hafa með öllu verið hraktar. Samt sem áður heldur ráðherra áfram að gefa sér leyfi til að stilla sér upp sem fórnarlambi og hefur fórnarlambsvæðingin náð hámarki sínu þegar níu ára gömul dóttir er dregin í sviðsljóðið með fyrirsögninni „Þetta er bara pólitík, mamma“.

„Til að koma Hönnu Birnu til varnar líkir hann umkomu-lausum hælisleitendum við innbrotsþjófa.“

MeðvirkninRáðherrann stendur þó ekki einn í þessu máli. Flokkurinn hefur staðið þétt að baki hennar. Svo dæmi séu tekin hafa formaðurinn, Bjarni Benediktsson, og þingflokksformaðurinn, lýst yfir stuðningi við hana. Þá hefur hinn kjaftfori hæstaréttarlögmaður og alþingismaður Brynjar Níelsson einnig komið henni til varnar og má velta fyrir sér hvort sá maður myndi sætta sig við lekann ef að um skjólstæðing sinn væri að ræða. Hámark ósmekklegheitanna kemur þó tvímælalaust frá helsta hugmyndafræðingi íslenskra frjálshyggjumanna, Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni. Til að koma Hönnu Birnu til varnar líkir hann umkomulausum hælisleitendum við innbrotsþjófa. Ummæli sem eru þess eðlis að fá mann til að efast um mannkynið en varpa þó ljósi á ákveðið hugarfar sem ríkjandi hefur verið á meðal íslenskra yfirvalda þar sem litið er á hælisleitendur sem glæpamenn.

Þessi meðvirkni sjálfstæðismanna sætir furðu þar sem ekki er á nokkurn hátt hægt að flokka lekann undir einhverjar pólitískar hugsjónir. Hér er um klækjabrögð að ræða – rýting í bak hælisleitanda frá ráðuneyti sem fer með mál viðkomandi. Mál sem sætir sakamálarannsókn þrátt fyrir tilraunir ráðherrans til að láta eins og ekkert sé að í þeirri von að það muni fljótt gleymast líkt og mörg hneykslismál gera. Með því að styðja Hönnu Birnu hefur í raun allur Sjálfstæðisflokkurinn lagt blessun sína yfir þessa gjörð sem ráðherra hefur þó ekki verið sakfelldur fyrir.

NiðurlagÞegar þessi pistill er skrifaður er ekki komið í ljós hver lak skjalinu. Góður ráðherra hefði gert sitt besta til að upplýsa lekann sem fyrst. Það gerði Hanna Birna hins vegar ekki. Ljóst er að Hanna Birna hefur með viðbrögðum sínum við lekanum hylmt yfir með hinum seka og logið m.a. að Alþingi og þjóðinni í því skyni. Hún gefur glatað trúverðugleika sínum og ráðuneyti síns í leiðinni og er henni ekki annað fært en axla ábyrgð gagnvart þjóðinni, í hverrar umboði hún situr , og segja af sér.

Ljóst er að lekamálið markar nýjan kafla í sögu málefna hælisleitenda. Það er til marks um að brýnna úrbóta sé þörf, ekki bara stjórnsýslulegra heldur einnig hugarfarslegra, og Ísland þarf að axla sína ábyrgð gagnvart þeim sem ekki eiga sér samastað í þessum heimi.

Page 12: Íllgresi 2014

12 // Íllgresi 2014

Ekófemínismi, vistfemínismi, eða vistfræðilegur femínismi er hugmyndafræðileg stefna um valdakerfi sem stuðlar í senn að kúgun náttúrunnar og undirskipun kvenna og þess sem menningarlega er skilgreint sem kvenlægt. Stefnan er margþætt og til eru margvíslegar hreyfingar með mismunandi áherslur og útfærslur. Sameiginleg er þó sú afstaða að mikilvæg söguleg og merkingarleg tengsl séu á milli kúgunar náttúrunnar og undirskipunar kvenna og hins kvenlæga. Þessi afstaða er jafnframt nauðsynlegur þáttur í hugmyndafræði femínisma og umhverfissiðfræði.

Femínistar hafa löngum bent á að sá heimur sem við lifum í sé karllægur vegna ýmissa kerfa sem tryggja margvísleg völd karla og hins karllæga yfir konum og því kvenlæga. Hvað telst vera femínískt málefni ræðst ávallt af samhenginu, en til einföldunar má segja að hvaðeina sem veldur eða viðheldur kúgun á grundvelli kyns eða kynferðis á einhverju sviði falli undir þann flokk. Margir ekófemínistar hafa beint athyglinni að áður óþekktum kynjavíddum í manngerðum breytingum á náttúrunni og greint þær kynjuðu hugmyndir sem við höfum um náttúruna og nýtingu á henni. Nú síðast hafa ekófemínistar m.a. sýnt fram á hvernig loftslags- og vistkerfabreytingar eiga rætur í karllægum hugsanagangi sem bitnar verst á fólki í fátækum löndum, einkum og sér í lagi konum.

Ófullnægjandi greining marxismansTilurð stefnunnar eru m.a. viðbrögð við marxískum femínisma víða í Evrópu um miðjan áttunda áratug síðustu aldar. Marxískir femínistar töldu eignarréttinn og stéttaskiptinguna í samfélaginu vera helstu orsakirnar fyrir kúgun kvenna. Sífellt fleiri konur töldu að þessi greining væri ófullnægjandi, að sósíalisminn eins og hann var í framkvæmd, byggðist á tæknihyggju

og rányrkju á náttúrunni og tæki ekki mið af málstað kvenna. Femínistar leituðu nýrra leiða við að gagnrýna samfélagið óháð marxískri túlkun og áhugi á kvennasögu vaknaði. Meðal annars komu fram hugmyndir og kenningar um svokallað mæðraveldi sem á að hafa verið forveri feðraveldisins. Þessi þróun varð til þess að kúgun kvenna var frekar talin eiga rætur sínar í hugmyndum hins allsumlykjandi feðraveldis, sem í nútímanum sameinar í raun karlmennskuhugmyndir kommúnismans og kapítalismans. Eitt fyrsta ritið sem hægt er að kenna við ekófemínismann er bókin Femínismi eða dauði (Le Féminisme ou la Mort) eftir Françoise d’Eaubonne sem kom út árið 1974. Hún vildi vekja athygli á möguleikum kvenna til að koma á viðhorfsbreytingum á vistfræðilegum grunni og hvetja til umhverfisvænni nýtingar á náttúrunni.

Hið vanmetna samband kvenna við náttúrunaVestræn samfélög hafa haft gríðarleg áhrif á náttúruna víðast hvar á jarðarkringlunni frá því að iðnbylting hófst fyrir aldamótin 1800. Hnattvæðing markaðarins, með efnahagslegan gróða og kapítalíska sérhæfingu að markmiði, hefur haft áhrif á framleiðslu- og lifnaðarhætti fólks um allan heim. Sem dæmi má nefna Indverja, og aðrar fyrrverandi nýlenduþjóðir, sem víðast hvar hafa verið sviptar þeirri hefðbundnu nýtingu á náttúrunni í sínu nánasta umhverfi sem tíðkaðist áður en vestrænir nýlenduherrar, og síðar stórfyrirtæki, byrjuðu að nýta sér ræktarsvæði fyrir vörur til útflutnings til Evrópu og Ameríku. Þá mætti nefna þær vistkerfisbreytingar sem átt hafa sér stað vegna einsleitrar ræktunar fárra tegunda sem eru vinsæl markaðsvara í vestrænum samfélögum á kostnað þeirrar fjölbreyttu flóru sem þar var áður. Þessi þróun hefur meðal annars

Hvað er ekófemínismi?Katrín Þorgerðar-Pálmadóttir

„...hafa ekófemínistar m.a. sýnt fram á hvernig loftslags- og vistkerfabreytingar eiga rætur í

karllægum hugsanagangi sem bitnar verst á fólki í fátækum löndum, einkum og sér í lagi konum.“

Page 13: Íllgresi 2014

13

orðið til þess að innfæddar konur geta síður nýtt sér þá fjölbreyttu möguleika sem plönturnar buðu upp á t.a.m. sem mat, eldsneyti, dýrafóður, verkfæri, lit, lyf o.fl. Þar með hafa þær færri leiðir til þess að afla tekna fyrir heimilið. Ekófemínistar á borð við Vandönu Shiva halda því fram að konur hafi sérstöðu og þekkingu vegna náins sambands síns við náttúruna í daglegum athöfnum og verkum. Vinna þeirra skapi auð í sátt og samlyndi við náttúruna, með heildræna vistfræðilega sýn á ferli og afurðir sem nýta má í náttúrunni. Þessi þekking hafi verið hundsuð í þróun vestrænna kapítalískra valdakerfa. Mörg dæmi mætti taka fram þar sem konur eru meðal þeirra sem líða mest fyrir það arðrán á náttúrunni sem vestræn heimsvaldastefna stendur fyrir.

Tækniframfarir, þekkingariðnaður og vald-beiting.Femínískir heimspekingar huga fyrst og fremst að því hugmyndafræðilega kerfi sem felst í hvers kyns valdbeitingu eða kúgun. Vestræn hugmyndasaga einkennist af stigskiptri tvíhyggjuhugsun sem flokkar heiminn á marga vegu, t.d. efni og anda, menningu og náttúru, skynsemi og tilfinningar og áfram mætti lengi telja. Stigskiptingin birtist í þeirri hugmynd að hugsun sé að einhverju leyti hreinni en líkaminn; sem birtist t.d. í þeirri lífseigu hugmynd að líkamann þurfi að aga og passa að lystisemdir holdsins taki ekki yfir rökhugsunina. Sama tvíhyggja gegnsýrir afstöðu mannsins til náttúrunnar þar sem yfirburðir mannsins og þekking er talin gera honum kleift að drottna yfir öðrum ómannlegum þáttum á jörðinni, þ.m.t. öðrum dýrum og jörðinni sjálfri. Femínistar hafa bent á að svipuð tvíhyggja einkenni viðhorf til kynjanna, en karlar og konur eru ævinlega talin vera andstæður, og annað kynið talið æðra hinu. Konum er oftar en körlum eignaðir eiginleikar sem tengja þær náttúrunni. Mikil áhersla er lögð á líkama kvenna í samfélagi okkar og menningu, hvort sem það tengist barnsburði, útliti, veikri líkamsbyggingu eða einfaldlega skorti á rökhugsun.

Femínískir heimspekingar greina ennfremur þau valdakerfi sem birtast í sköpun þekkingar. Þeir hafa bent á að þeir aðilar sem skapað hafa

þekkingu frá upphafi mannkynssögunnar eru þeir sömu og njóta mestra forréttinda í samfélaginu. Þeir sem ákveða hvaða spurninga er spurt og hvað eigi að skilgreina sem þekkingu eru þeir sem hafa völd hverju sinni og því er þekking ávallt pólitísk. Í nútíma samfélagi blómstrar tækni- og framfarahyggjan og ekki sér enn fyrir endann á nýjungagirninni. Ekkert virðist ómögulegt ef viðkomandi hefur þekkingu og nægilegt fjármagn. En fyrir hverja eru tækninýjungar og hverjir eru það sem græða á þeim? Og á kostnað hverra? Í nútíma fræðasamfélögum er þekkingarframleiðslan markaðsstýrð og það eru ávallt efnahagslegir hagsmunir í húfi. „Hlutlaus vísindi“ eða „tækniframfarir fyrir mannkynið“ eru innihaldslausar klisjur eða útópískt bergmál frá fyrri kynslóðum, sem þó réttlæta ýmsar aðgerðir hagsmunahópa og yfirvalda enn í dag.

NiðurlagEkófemínistar og femínískir heimspekingar gagnrýna þau vísindi sem ekki gera grein fyrir hvernig sköpun auðmagns tengist náttúrunni og raunverulegum lífs- og vinnuskilyrðum fólks, sérstaklega kvenna, barna og annarra valdalausra. Í gagnrýni á nútíma vísindasamfélög og ímynd þeirra sem algild og ógildishlaðin þekkingarkerfi vilja ýmsir ekófemínistar varpa ljósi á gildi eins og samkennd, umhyggju og samvinnu sem annars konar uppsprettu þekkingar. Aðrir ekófemínistar leggja áherslu á tengslin milli líkamleika manna og náttúrunnar. Við erum þrátt fyrir allt líkamlegar verur, hluti af náttúrunni, og eigum ekki ekki aðra kosti en að hugsa vel um hana. Við erum hluti af stærra vistkerfi sem er okkur lífsnauðsynlegt og því skerðir eyðilegging náttúrunnar lífsskilyrði okkar, ekki síst komandi kynslóða. Heimildir og frekara lesefni:

Warren, Karen J. 2000. Ecofeminist Philosophy. A Western Perspective on What It Is and Why It Matters. Lanham – Boulder – New York – Oxforr, Rowman & Littlefield Publishers, Inc.

Warren, Karen J. 1990. The Power and Promse of Ecolocigal Feminism. Environmental ethics, Volume 12, Issue 2, 1990.

Page 14: Íllgresi 2014

14 // Íllgresi 2014

Sveitarstjórnarkosningarnar í ár snúast ekki síst um umhverfismál. Hvernig atvinnu vilja sveitafélög byggja upp – stóriðju eða stórmenningu? Hvernig er staðið að losun sorps, eru aðferðirnar sjálfbærar? Hvernig viljum við hafa okkar nánasta umhverfi? Síðast en ekki síst, hvernig er hægt að sporna við viðvarandi loftlagsbreytingum? Já, kona spyr sig. En eitt er þó ljóst að umhverfismál eru mikilvægasti málaflokkur samtíma okkar.

Aldrei hefur jafn mikill fjöldi fólks búið á jörðinni og hafa fleiri ríki orðið þróaðri með tilheyrandi ágangi á umhverfið. Baráttan við hækkun loftslags hefur staðið áratugum saman með litlum árangri þar sem mörg ríki hafa gert sitt besta til að skara eld að eigin köku þrátt fyrir yfirlýstan vilja til að berjast gegn loftlagsvánni.

Ísland er þar engin undantekning. Þannig tókst íslenskum stjórnvöld að knýja út sér-íslenska undanþágu til að fá að menga meira, þegar Kyoto-sáttmálinn var undirritaður af hálfu stóriðjusinna. Undantekning var þó gerð í tíð vinstristjórnarinnar. Sér-íslenska undanþágan var numin á brott, stjórnsýsluumbætur urðu til þess að sérhagsmunaöfl áttu ekki greiða leið og við höfðum umhverfisráðherra sem hafði í alvörunni þá stefnu að vernda umhverfið í stað þess að starfa sem stimplari fyrir iðnaðarráðuneytið.

En stóriðjustefnan er síður en svo dauð úr öllum æðum og er olían nýjasta æði stóriðjusinna. Í fréttum er það einna helst að við getum orðið moldrík eftir 5-6 ár ef marka má ónefndan fréttamann með yfir þrjátíu ára reynslu af blaðamennsku. Alið er á óraunhæfum væntingum um skyndigróða

sem til langtíma er skaðlegur umhverfinu. Auk framlags Íslendinga til hnattrænnar hlýnunar er, þrátt fyrir að ítrustu kröfur verði gerðar um öryggi, aldrei hægt að tryggja að komist verði hjá stórfenglegu umhverfisslysi. Þá þarf líka að treysta að gerð verði strangar reglur og að þeim verði framfylgt. Reynslan af Kárahnjúkavirkjun var sú að virkjunin átti að rísa sama hvað. Ekki fékkst óháð mat á umhverfisáhrifum. Nái slíkt hugarfar yfirhöndinni á ný er ljóst að í mikið óefni stefnir þegar vinna á olíu.

Nú á tímum þegar ágangur á jörðina hefur aldrei verið meiri hljótum við því að spyrja hversu lítið þurfum við til að komast af. Þurfum við virkilega að reisa annað álver? Þurfum við virkilega á þessari olíu að halda? Þurfum við að klára allan jarðvarmann strax og stífla hverja einustu á í landinu? Margir stjórnmálamenn myndu svara þessum spurningum játandi og bera fyrir sig ástæður á borð við hagvöxt eða fleiri störf á landinu án þess að skeyta nokkuð um langtímaafleiðingar. Menn gráta jafnvel hvern lítra sem rennur óbeislaður til sjávar. Komandi kynslóðir eru þannig arðrændar og það sem verra er, almennum lífsskilyrðum er teflt í tvísýnu.

Miðað við almenna viðleitni stjórnmála-manna,bæði á Íslandi sem og annars staðar), við að þjóna fyrst eigin skamtímahagsmunum, t.d. kapp sveitarstjórnarmanna við að græða á olíuævintýri Íslendinga, er ekkert sem bendir til þess að loftlagsvandinn minnki á næstu árum. Umhverfismálin verða því sífellt meira í brennidepli eftir því sem að kosningarnar líða. Stjórnmálamenn, allt frá sveitarstjórnarfulltrúa í fámennum byggðalögum til ráðherra og fulltrúa þjóðríkja í SÞ verða að vinna saman að því að fara vel með jörðina – við höfum enga til vara.

Kosningamál 21. aldarinnar.

Björn Reynir Halldórsson

Page 15: Íllgresi 2014

15

Sóley Tómasdóttir og Líf Magneudóttir skipa tvö efstu sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík. Sóleyju þekkja margir fyrir störf sín í borgarstjórn en Líf hefur sömuleiðis unnið gott starf sem varaborgarfulltrúi og á nú bullandi séns að komast inn í borgarstjórn. Þær eru nú á fullu í kosningabaráttu og voru nýkomnar úr leikskólaferð þegar Björn Reynir Halldórsson spjallaði við þær. Þar voru þær að dreifa miðum með tillögum VG um gjaldfrelsi til foreldra leikskólabarna:

Líf: Ég fékk reyndar að fara með mín börn í leikskólann en við höfum farið í leikskólana með markpóst handa foreldrum því við þurfum að kynna stefnuna með einhverjum hætti og erum blönk þannig að það er gott að fara og hitta fólk. Þetta hefur bara gengið mjög vel.

Þetta er ykkar helsta stefnumál í vor?Líf: Þetta er meðal þess sem við leggjum áherslu á.

Það eru samt mörg framboð með svipuð stefnumál og þið, er það ekki?Líf: Ekki jafn afdráttarlaus og okkar. Það er enginn sem boðar gjaldleysi í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum borgarinnar. En ástæðan fyrir þessari áherslu er náttúrulega sú að ef við getum samþykkt leikskólann sem fyrsta skólastigið þá hljótum

við að geta samþykkt að leikskólinn eigi að vera gjaldfrjáls, þ.e. að við borgum fyrir hann úr sameiginlegum sjóðum. Við eigum að standa straum af menntun við öll börn.

Sóley: Já, þetta með gjaldfrelsið snýst um miklu meira en ráðstöfunartekjur barnafjölskyldna, sem er verðugt viðfangsefni út af fyrir sig, en þetta snýst líka um að við viðurkennum grunnþjónustu sem grunnþjónustu, að við viðurkennum leikskólastigið sem fyrsta skólastigið og sinnum fræðsluskyldu okkar þannig að öll börn geti í alvöru notið þess. Það er núna þannig að fimm börnum var sagt upp vist á leikskólum borgarinnar vegna þess að foreldrarnir höfðu ekki greitt. Það sama gildir um frístundaheimilin, þar var 15 börnum sagt upp vist. Það er raunveruleg mismunun í gangi og ef við viljum að þessi þjónusta sé fyrir alla þá eigum við ekki að hafa efnahagslegar hindranir

Viðtal við Líf og Sóley

„Sanngjarnasta leiðin til að innheimta fjármuni eða gjöld er skattkerfið því þá borgar fólk eftir getu og þiggur eftir þörfum.“

Page 16: Íllgresi 2014

16 // Íllgresi 2014

til staðar. Fyrir utan það að foreldrar eru bara að borga 10% af kostnaðinum. Það er ekki til skýrari jafnaðarhugsjón en að klára þessa aðgerð.

Líf: Mig langar líka aðeins til að koma inn á loforð Samfylkingarinnar um systkinaafslátt. Þau eru í raun að boða meiri bjúrókrasíu þar sem gjaldskrárnar verða með alls konar fiffum til að niðurgreiða fyrir þá sem uppfylla ákveðnar kröfur. En það er í sjálfu sér ekkert endilega sanngjarnt. Í Reykjavík eru alltof margir afsláttarflokkar.

Sóley: Afsláttakerfi borgarinnar er algerlega súrrealískt. Það er barnagjald í strætó, unglingagjald og fullorðinsgjald. Í sundi er barna- og fullorðinsgjald. Á frístundaheimilum er ekki afsláttur fyrir einstætt foreldri, en það er á leikskólum og skólamáltíðum. Ég gæti talið upp 7000 flokka sem hefur verið komið inn hingað og þangað.

Líf: Það er ekkert samræmi. Svo má líka spyrja sig, af hverju rukkum við leikskólagjöld en ekki gjöld fyrir félagsmiðstöðvar? Sú þjónusta sem frístundaheimili og leikskólar veita foreldrum er nauðsynleg þannig að foreldrum er í raun stillt upp við vegg. Ef 98% barna fer í leikskóla þá er ekki hægt að tala um að foreldrar hafi val. Leikskólinn er nauðsynleg þjónusta og fyrsta skólastigið og því eðlilegt að hún sé gerð endurgjaldslaus. Sóley: Sanngjarnasta leiðin til að innheimta fjármuni eða gjöld er skattkerfið því þá borgar fólk eftir getu og þiggur eftir þörfum.

Og þið eruð komin með vel útfært plan fyrir áætlanir ykkarLíf: Þetta eru tölur sem liggja fyrir í fjárhagsáætlun. Það má búast við að tekjur Reykjavíkurborgar aukist og það myndist svigrúm fyrir þetta. Þess vegna ætlum við að gera þetta skref fyrir skref.

Sóley: Fræðilega væri hægt að gera þetta strax á næsta ári en það ætlum við ekki að gera því það eru það eru önnur stefnumál sem kosta peninga, það verður að leiðrétta laun kennara og uppeldis- og umönnunarstétta. Það þarf að hækka fjárhagsaðstoð. Þess vegna ætlum við að innleiða í skrefum að taka pínulítinn hluta af tekjum borgarinnar og færa inn þennan málaflokk, þannig að borgarsjóður finni lítið fyrir þessu.

Líf: Ef við gerum þetta með þessum hætti, sem við ætlum að gera, þá er samt rekstrarafgangur hjá borginni.

„Við eigum ekki að hugsa um þetta eins og fólks sé að slugsa á fjárhagsaðstoð eða það sé að svindla.“

Hver er stefna ykkar varðandi fjárhagsaðstoð?Líf: Við höfum talað allt kjörtímabilið um að hún sé alltof lág. Svo hefur meirihlutinn talað um að skilyrða hana þannig að ef þú þiggur ekki vinnu eða úrræði er hægt að svipta þig fjárhagsaðstoðinni. Við erum mótfallin því vegna þess að þetta er í raun neyðarúrræði fólks. Það er eiginlega að vera að svelta fólk til vinnu. Það þarf að fjölga úrræðum fyrir fólk á fjárhagsaðstoð. Við höfum líka talað um að það þurfi að fjölga félagsráðgjöfum og stytta biðtímann eftir ráðgjöf. Við eigum ekki að hugsa um þetta eins og fólks sé að slugsa á fjárhagsaðstoð eða það sé að svindla.

Sóley: Það tengist líka fjárhagsaðstoðinni að vera með gott skólakerfi þar sem öll börn taka virkan þátt. Við þurfum að rjúfa vítahring fátæktarinnar. Eins og skýrsla Rauða krossins, sem kom núna út fyrir helgi, sýnir að þá er félagslegur arfur fátæktar svo sterkur. Ef við komum í veg fyrir að fólk þurfi að borga hundruði þúsunda á ári í skólagjöld, þá getur fólk notað það í annað og börnum verður ekki félagslega mismunað eftir efnahag foreldranna.

Page 17: Íllgresi 2014

17

Þannig erum við að reyna að stuðla að því að fólk komist út úr þessum vítahring fátæktar. Við viljum fara hvatningarleið, ekki skilyrðingarleið.

Hvað með húsnæðismál? Sóley: Það er annar hluti sem skiptir miklu máli til að stuðla að auknum jöfnuði. Það er náttúrulega þannig að það er mikill aðstöðumunur á íbúðareigendum og leigjendum. Séreignarstefnan er gengin sér til húðar án þess að við höfum eitthvað í staðinn. Við höfum verið með meirihlutanum í að búa til húsnæðisstefnu borgarinnar. Við höfum haft mikil áhrif á það, m.a. er inn í húsnæðisstefnunni ákvæði um að alls staðar þar sem við förum í uppbyggingu á 25% af íbúðunum að vera til leigu eða íbúðarréttar. Við teljum að borgin þurfi að koma inn í einhverskonar leigufélög því markaðurinn hefur ekki séð um þaetta, hann er að níðast á leigjendum í dag. Þá viljum við líka leysa brýnan vanda fólks eftir félagslegu húsnæði. Félagsbústaðir hafa ekki verið að sinna þeim, það hefur verið keyptir 70 íbúðir á kjrötímabilinu þegar 550 manns eru í brýnni þörf. Okkar markmið er að eyða biðlista þessa fólks.

„Við verðum að stuðla að lifnaðarháttum þannig að komandi kynslóðir hafi jafnan rétt til lífsviðurværis og við en það er bara ekki þannig í dag.“

Svo er líka eitt að við gætum líka byggt fjórar blokkir með 500 íbúðum í Breiðholti eða einhvers staðar en við höfum, sem betur fer, lært mikið í skipulagsmálum á undanförnum áratugum og það er lykilatriði að við blöndum vel, bæði félagslega og efnahagslega í hverfum. Það á ekki að sjást hvar félagslegu húsnæðin eru heldur eiga allir að búa í sátt og samlyndi án þess að vera stimplaðir. Þetta gerum við í gegnum skipulagið þar sem samfélagið er teiknað í grunninn.

Svo er eitt í viðbót sem snýst líka að félagslegu réttlæti og þar eru umhverfismálin. Við verðum að stuðla að lifnaðarháttum þannig að komandi kynslóðir hafi jafnan rétt til lífsviðurværis og við en það er bara ekki þannig í dag.

Þið hafið einmitt á stefnuskránni að minnka notkun einkabílsins.Líf: Já, en það skiptir líka máli hvernig einkabílinn er, hvort hann brenni jarðefnaeldsneyti eða ekki. Svo eru það líka lýðheilsusjónarmið að ganga, hjóla eða taka strætó. Í stóra samhenginu ættu allir að nota einkabílinn minna eða losa sig alfarið við hann.

Sóley: Við þurfum líka að skipuleggja borgina þannig að þú getir sótt þjónustu í nærumhverfi þínu og þurfir að ekki nota einkabílinn. Þetta er náttúrlega dýr samgöngumáti, bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið sem þarf að byggja stór mannvirki í kring um hann. Það er miklu hagkvæmara en að halda áfram að þjóna einkabílnum.

Nú heyri ég einmitt í sorphirðubílnum hér fyrir utan. Hvernig standa flokkunarmál í Reykjavík?Líf: Þróunin hefur verið of hæg. Nú hefur verið í bígerð jarð- og gasgerðarstöð á þriggja til fimm ára plani. Þú getur ekki keypt flokkun sem einstaklingur, þ.e. á lífrænu sorpi. Við erum með tunnu frá gámaþjónustunni þar sem hægt er að setja batterí, pappír, áldósir o.fl. Við flokkum mikið heima hjá mér en borgin getur ekki boðið okkur upp á að gera þetta við dyrnar. Það vantar bara herslumuninn þar. Það eru fá tækifæri fyrir borgarbúa að flokka lífrænt sorp nema þeir séu með garð og geti sett í beðin eða í moltukassa. Því miður.

Sóley: Það er vont að einkafyrirtæki séu komin svo langt á undan borginni. Það sem hefði þurft að gera er að taka fleiri skref. Næstu mál er að taka út gler, málmar eru seglaðir frá þannig að þeir eru ekki urðarðir. Varðandi lífræna úrganginn eru skiptar skoðanir um hvað eigi að gera. Sorpa vill fara í jarð- og gasgerðarstöð og

Page 18: Íllgresi 2014

18 // Íllgresi 2014

vill meina að ekki þurfi að taka lífræna úrgangin út heldur megi fara með honum plast sem að jarð og gasgerðarstöðin muni sigta út og hreinsa eftir framleiðsluna. Ég er ekki viss um að þetta sé rétta leiðin. Kannski er betra að taka lífræna úrganginn og sigta út. En það er ágreiningur á milli borgarinnar og Sorpu um þetta. Það er hins vegar auðvitað best ef að fólk lærir að gera moltu sjálft og setja í garðinn sinn. Það er sjálfbærasta leiðin til að nýta lífrænan úrgang. Mér finnst líka að skólar og leikskólar fari í moltuvinnslu þannig að krakkar læri hringrásina. Hluti af þessu er líka að efla matjurtarrækt í garðinum. Það er heilmikið sem við getum gert sjálf og spornað þannig líka gegn loftlagsbreytingun.

Líf: Fræðsla og forvarnir skipta öllu máli, sama hvert viðfangsefnið er. Við þurfum að efla þá þætti til muna til að koma í veg fyrir ofnýtingu og bruðl.

Eins og Hellisheiðarvirkjun?Sóley: Já, talandi um Hellisheiðarvirkjun. Meirihlutinn er ekki lítið duglegur við að hrósa sér við að endurreisa fjárhag Orkuveitunnar, sem hann gerði að vísu. En það sem ekki hefur verið gert er að taka til í rekstrargrunninum sjálfum og endurskoða hvernig við erum að nýta auðlindina sjálfa. Ef við ofnýtum auðlindina og klárum hana, sem virðist vera að stefna í, þá skiptir engu máli hvernig fyrirtækið er rekið. Þá höfum við enga vöru til að selja. Nýtingin á Hellisheiði er rányrkja. Ef við höldum svona áfram er ekki nema áratugur eða tveir þar til við erum búin með auðlindina og hvað ætlum við að gera þá? Svo er líka mengunin af brennisteini grafalvarlegt vandamál.

Hvað getur Orkuveitan gert til að stuðla að sjálfbærri þróun?Líf: Það að sinna grunnhlutverki sínu og koma orkunni til borgarbúa en ekki selja rafmagn stóriðju.

Sóley: Við erum náttúrlega í erfiðri stöðu, við erum með samninga og gætum verið

skaðabótaskyld. Við getum keypt rafmagn af Landsvirkjun í heildsölu til að selja áfram, eða reynt að endurskoða þá samninga sem nú eru í gildi. En að draga úr framleiðslu Hellisheiðarvirkjunar er algert grundvallaratriði.

Að lokum, við höfum talað um málefni sem varða framtíðina en ekki bara kjörtímabilið.Líf: Já, einmitt, það er það sem gerir stjórnmálaflokka góða, að þeir hafi framtíðarsýn. Við erum ekki bara að vinna fram að næstu kosningum.

Er eitthvað sem þið viljið koma á framfæri til ungs fólk? Sóley: Standið með sjálfum ykkur.Líf: Við værum aldrei komin á þann stað sem við erum nema því að ungt fólk setur spurningamerki við það sem kynslóðirnar á undan gerðu. Þannig fengum við t.d. femínismann því við drögum í efa hefðbundin kynhlutverk. Þó að hlutirninr hafi alltaf verið með einhverjum hætti áður þurfa þeir ekki að vera það í framtíðinni. Það eru skilaboðin til ungs fólks, að vera gagnrýnin og setja alltaf spurningamerki við ríkjandi viðmið og gildi. Í því felst framþróunin.

Page 19: Íllgresi 2014

19

Það er varla ofsögum sagt að undanfarin ár hafi gengið yfir hálfgert hótelæði í Reykjavík, því það virðist varla vera sá blettur í borginni, sérstaklega í miðbænum og í námunda Laugavegarins, sem ekki þarf að leggja undir hótel. Ekkert annað kemst að, og allra síst sjálfsprottin menning eða tónlistarlíf.

Hótelæðið hefur bitnað sérstaklega á ungum og efnilegum tónlistarmönnum. Ungir tónlistarmenn og allt tónlistaráhugafólk hefur þurft að horfa á eftir stöðum eins og Nasa, Hjartagarðinum og Faktorý.

Fljótt á litið virðast staðir á borð við Hjartagarðinn, Nasa og Faktorý ekki hjarta menningarinnar í Reykjavík. En ég vil fullyrða að þeir hafa skipt sköpum fyrir ungt fólk og unga listamenn sem munu í framtíðinni vera leiðandi í menningarsköpun okkar. Ef ungt fólk á að geta blómstrað í Reykjavík þarf það að hafa staði til þess að prófa sig áfram, halda tónleika og hittast í lifandi umhverfi. Menning framtíðarinnar mun ekki þroskast í hótellobbýum eða í túristasjoppum.

Hugsunarhátturinn í borginni virðist vera sá sami og í annarri uppbyggingu hér á landi. Það er aldrei hugsað hverju við fórnum. Það sama gildir um menningu borgarinnar og náttúru landsins: Jarðýtum er sigað á allt sem stendur í vegi fyrir uppbyggingunni.

Að sjálfsögðu á að efla ferðaiðnaðinn, en þegar við rífum niður það sem ferðamennirnir koma til þess að sjá og það sem gerir Ísland að því landi sem það er þá eyðileggjum við fyrir okkur sjálfum. Menningin og náttúrufegurðin er það sem dregur ferðamenn hingað, ekki hótelbyggingar.

Fyrir okkur, sem borg, skiptir þó mestu að við lokum ekki á möguleika ungmenna til þess að koma saman og tjá list sína. Við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði viljum að miðbænum verði hlíft við frekari eyðileggingu vegna hótelæðisins. Þess í stað skuli gert meira til að efla sjálfsprottna menningu. Borgin þarf að leggja sitt af mörkum til þess að auðvelda ungum tónlistarmönnum og götulistamönnum, listamönnum framtíðarinnar, að finna staði til að þróa list sína.

Aðeins þannig getur borgin haldið áfram að blómstra sem menningarborg!

Sjálfsprottna menningu Ekki hótelæði

Ragnar Auðun Árnason

„Það sama gildir um menningu borgarinnar og náttúru landsins: Jarðýtum er sigað á allt sem stendur í vegi fyrir uppbyggingunni.“

Page 20: Íllgresi 2014

20 // Íllgresi 2014

Eflaust kannast margir við það að vera í sakleysi sínu að spjalla við jafningjahóp og gantast þegar einhver, líklega kona, slítur eitthvað sem þú sagðir algjörlega úr samhengi og fer að æsa sig yfir því. Áður en þú veist af er hún búin að slengja fram hugtökum eins og „feðraveldi“, „kynjamismunun“ og – það fer hrollur um þig – „femínismi“. Þú segir henni að róa sig en það virðist bara gera illt verra. Hvað er í gangi? Vel meintur húmor á það því miður til að vera særandi, og sumum þykir erfitt að skilja hvers vegna. Ég ætla að leyfa mér að notast við myndlíkingu í þessu samhengi. Ímyndaðu þér að þú sért að eiga í samræðum við félaga þína þegar einn þeirra stígur á tána á þér. Þú emjar af sársauka og bendir honum á að hann hafi stigið á tána á þér. Í stað þess að hann biðji þig afsökunar segir hann í staðinn: „Vá, róaðu þig. Það er ekki eins og ég hafi gert þetta viljandi.“ Ímyndaðu þér nú að þú sért kona (ef þú ert karl þá getur þetta verið dálítið erfitt),að karlar stígi á tærnar á þér á hverjum einasta degi og verði pirraðir út í þig í hvert skipti sem þú bendir þeim á það. Ímyndaðu þér að allar konur lendi í þessu, en að samfélagið láti eins og þetta sé ekkert mál og að konur séu rosalega pirrandi og leiðinlegar að vera alltaf að tala um þetta. Ertu einhverju nær?Við búum nefnilega í svona samfélagi, þó

ekki sé um tær að ræða heldur konur eins og þær leggja sig. Samfélagsgerðin okkar metur karlmenn hærra en konur. Þetta hefur verið kallað svokallað „kynjakerfi“ en það er einnig talað um það sem „feðraveldi“ eða „karlaveldi“ þar sem það staðsetur karlmenn á toppnum, eða í valdastöðu. Það sem þetta þýðir er að í samfélaginu okkar hallar mikið á konur (sem er ástæða þess að femínismi heitir femínismi: vegna þess að hann miðar að því að rétta stöðu þeirra). Kynin hafa verið sett upp sem andstæðupar (e. dichotomy). Andstæðupör eru hlutir eins og svart og hvítt, ljós og myrkur, kona og karl, nótt og dagur. Vandamálið við andstæðupör af þessu tagi er að andstæðurnar standa aldrei jafnfætis, heldur er annað alltaf yfirskipað hinu í skilningi okkar. Hvítur er til dæmis augljóslega yfirskipaður svörtum. Annað vandamál við þessa tvíhyggju er að hún hunsar algjörlega allt sem fellur ekki í annan hvorn flokkinn, til dæmis litinn grænan eða fólk sem er hvorki 100% karlkyns né kvenkyns.

Í samfélagi sem reiðir sig á það að „annað“ kynið (af þessum tveimur sem við höfum skilgreint sem „alvöru“ kyn) sé yfirskipað hinu verða til ákveðnar leiðir til þess að halda niðri undirskipaða kyninu. Þessar leiðir eru ótalmargar og sumar næstum ósýnilegar, en þegar þær safnast saman verður til heilmikið

„Af hverju eru þessir femínistar alltaf að æsa sig?“ -Af stofnanabundnu misrétti

Védís Huldudóttir

„Í samfélagi sem reiðir sig á það að „annað“ kynið...sé yfirskipað hinu verða til ákveðnar leiðir til þess að halda niðri undirskipaða kyninu.“

Page 21: Íllgresi 2014

21

kynjakerfi sem snýst um það að halda konum niðri og verður í raun alveg óþægilega augljóst þegar maður fer að spá í það.

Þess vegna er það vandamál þegar karlmenn nota orð eins og „kelling“ sem niðrandi orð sín á milli, því það er svo hallærislegt að vera kona. Kvenlegir hlutir eru vanmetnir (e. devalued) í samfélagi okkar, sem er ástæðan fyrir því að kona þykir töff fyrir það að klæða sig karlmannlega og vera fyrir fótbolta, en karlmaður sem klæðist pilsum er aðhlátursefni(á sama tíma er þó ætlast til þess af konum að þær fari ekki of langt inná svið karlmanna, því hún má ekki verða betri í því en þeir).

„Konur lenda í því á hverjum einasta degi að vera ásakaðar um það að hafa fengið stöðuhækkun með því að sofa hjá yfirmanninum...“

Á atvinnumarkaði þurfa konur að takast á við álíka vandamál. Á meðan karlmaður getur verið mynduglegur og tekið stjórn í verkefnum þá á kona sem gerir slíkt hið sama á hættu að vera kölluð „stjórnsöm“, sem er eitthvað sem er yfirleitt kallað „leiðtogahæfileikar“ þegar það birtist hjá karlmanni. Karlmaður getur daðrað við samstarfsfólk og þótt sniðugur og fyndinn, en konur á atvinnumarkaði hafa oft þurft að draga úr einkennum kyns síns til þess að vera teknar alvarlega. Konur lenda í því á hverjum einasta degi að vera ásakaðar um það að hafa fengið stöðuhækkun með því að sofa hjá yfirmanninum, eða eitthvað í þá áttina. Það er eitt að þessum tækjum sem ég minntist á sem eru nánast ósýnileg en eru hönnuð til þess að ráðast á konur, draga úr þeim kjarkinn og láta þeim líða eins og afrek þeirra séu ekki þeirra eigin.

Nú vilja margir meina að þetta myndi lagast af sjálfu sér ef við hættum bara að vera alltaf að spá í þessi kyn. Og auðvitað er það markmiðið

að við þurfum ekki að spá í þetta lengur. Markmið femínismans er að gera sjálfan sig óþarfan. En vandamálið við það að grípa til þess ráðs að hunsa kyn í tilfellum þar sem kyn hefur áhrif – núna þegar samfélagið okkar er ekki ennþá orðið fullkomið – er það að við misskiljum vandamálið og mikilvæg breyta fer alveg framhjá okkur.

Tökum umferðardólg (e. road rage) sem dæmi. Semsagt þegar fólk hagar sér á dónalegan og ofbeldisfullan hátt í umferðinni. Það er aldrei fjallað um umferðardólg sem kynjað vandamál, en samt eru 95% af umferðardólgum karlkyns. Þetta stafar af því að karlar eru skynjaðir sem hið sjálfgefna (e. default) kyn, eða í rauninni sem ekki kyn. Þegar við tölum um kyn erum við svo oft að tala um konur og ekki karla. Umferðardólgslæti eru ekki rannsökuð á grundvelli kyns þrátt fyrir þessa tölfræði, og það getur ekki annað en dregið úr réttmæti niðurstaðnanna. Það hlýtur allt vísindalega þenkjandi fólk að sjá.

Þess vegna er svo mikilvægt að loka ekki augunum fyrir því hvernig heimurinn er. Ef við högum okkur bara eins og heimurinn sé þegar orðinn eins og við viljum að hann sé þá breytum við aldrei neinu.

Page 22: Íllgresi 2014

22 // Íllgresi 2014

NATOAð öllum líkindum hefur það ekki farið framhjá lesendum að í kjölfar ríkisstjórnarskipta síðasta vor hefur orðið afgerandi stefnubreyting í utanríkismálum líkt og í öðrum málaflokkum. Blikur sáust á lofti strax þann þrettánda júlí síðastliðinn. Þá hitti utanríkisráðherra Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóra NATO (Norður-Atlantshafsbandalagsins), á fundi í Brussel og lýsti því yfir í kjölfarið að aukin áhersla yrði lögð á verkefni Íslands innan bandalagsins á komandi árum og að ný ríkisstjórn yrði viljugri þátttakandi í starfi þess en vinstristjórnin. „Það verður enginn vandræðagangur núna að geta sagt við NATO og við bandalagsþjóðirnar að við berum þarna skyldu sem við ætlum okkur að axla. Það hefur stundum verið vandræðagangur á því sem verður ekki núna,“ sagði utanríkisráðherrann við tilefnið við fréttastofu RÚV. Ástæðan fyrir því að tregða var í ríkisstjórnarsamstarfi Samfylkingar og Vinstri grænna gagnvart þátttöku í verkefnum á vegum NATO er einföld. Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur frá stofnun tekið afstöðu gegn áframhaldandi þátttöku Íslands í hernaðarbandalaginu og er sú afstaða eitt þeirra atriða sem íslensku vinstriflokkana greinir á um. Fyrir því eru ríkar og góðar ástæður - NATO hefur aldrei sinnt því yfirlýsta hlutverki sínu að vernda aðildarlönd sín fyrir innrásum en hefur aftur á móti staðið áratugum saman fyrir óforskammaðri hernaðarhyggju og stríðsbrölti gegn þjóðum heims í nafni lýðræðis

og mannúðar. Árásirnar á Kósóvó, Afganistan og Líbíu eru allar í þá veru. Við Vinsti græn höfnum hernaði og viljum ekki eyða peningum ríkissjóðs í „mannúðarverkefni“ sem fela í sér morð og eyðileggingu samfélaga. Það hryggir mig, svo ekki sé tekið dýpra í árinni, að utanríkisráðherra geti ekki hugsað sér að taka þátt í þeim „vandræðagangi“, sem hann svo kallar.

ESBFlumbrugangur ríkisstjórnarinnar í meðferð Evrópusambandsumsóknarinnar hefur verið öllu meira áberandi og framhjá engum farið. Líklega skyldi heldur engan undra að ekki hafi tekist að koma í gegn þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um að draga umsóknina til baka án þjóðaratkvæðagreiðslu, fyrir þinglok í ljósi þeirra viðbragða sem tillagan hlaut meðal þjóðarinnar. Óþarfi er að tíunda þá lönguvitleysu hér til fulls enda á almannavitorði. En þau rök, sem upphaflega var ýjað að í greinargerð þingsályktunartillögunnar, að einhverjir þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hafi brotið gegn stjórnarskrá og þingmannseið þegar þeir samþykktu umsóknina á síðasta kjörtímabili bera því ljóslega vitni að utanríkisráðherra hafi ekki lesið þær samþykktir sem grundvalla afstöðu Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs til ESB-umsóknarinnar eða sé hreinlega ófær um að skilja þær. Við utanríkisráðherra erum sammála um að Ísland eigi að standa utan

Tíðindalaust á austurvígstöðvunum

Gísli Garðarsson

„Þó svo að utanríkisráðherra kunni ef til vill ekki að gera greinarmun á því að vilja ljúka aðildarviðræðum við ESB og að vilja

aðildina sjálfa þá sýna kannanir okkur það að þjóðin geri það.“

Page 23: Íllgresi 2014

23

Evrópusambandsins. Þá afstöðu byggjum við hins vegar á ólíkum grunni.

Ólíkar afstöðurAndstaða Ungra vinstri grænna við ESB byggir fyrst og fremst á öðrum þætti Lissabon-sáttmálans. Í honum eru meðal annars ákvæði um að sameiginleg stefna í „öryggis- og varnarmálum“ (lesist: hernaðarmálum) skuli vera óaðskiljanlegur hluti sameiginlegrar stefnu í utanríkismálum og skuli tryggja ESB athafnagetu á grundvelli borgaralegra og hernaðarlegra kosta; sömuleiðis að aðildarríki skuli leggja ESB til borgaralega og hernaðarlega getu til að koma stefnunni til framkvæmda og að aðildarríki skuli takast á hendur að efla hernaðargetu sína stig af stigi. Augljóslega samræmist annar þáttur Lissabon-sáttmálans ekki hugsjónum Ungra vinstri grænna um friðsamlega alþjóðahyggju og herlausan heim. Aukinheldur byggir hagkerfi Evrópusambandsins á samblöndu frjálshyggjumarkaðskerfis og ríkisstyrkja, sem hvort tveggja eykur á stéttaskiptingu og skerðir möguleika þróunarríkja á að taka þátt á evrópskum markaði með tilheyrandi atvinnusköpun. Slíkt hefur slæm áhrif á kjör alþýðufólks, bæði utan sambandsins sem og innan, og samræmist því ekki hugsjónum Ungra vinstri grænna um félagslegt réttlæti.

Skýr lýðræðisleg krafaEngu að síður vill það svo til að við utanríkisráðherra búum í lýðræðisríki og þegar síendurteknar skoðanakannanir yfir langan tíma sýna niðurstöðu verðum við að lúta henni hvort sem okkur líkar hún betur eða verr. Þó svo að utanríkisráðherra kunni ef til vill ekki að gera greinarmun á því að vilja ljúka aðildarviðræðum við ESB og að vilja aðildina sjálfa þá sýna kannanir okkur það að þjóðin geri það. Þær röksemdir stjórnarliða að búið sé að kjósa um málið standast ekki heldur. Óháð því að þingkosningar séu ekki þjóðaratkvæðagreiðsla og að stjórnarflokkarnir séu að svíkja loforð sín um málið þá er ekki

nægur meirihluti meðal kjósenda þeirra til að mynda meirihluta meðal þjóðarinnar um stefnuna. Um 80% (talan sem Margrét Gísladóttir, aðstoðarkona utanríkisráðherra, nefndi sem hlutfall kjósenda stjórnarflokkanna sem eru á móti aðild) af 51.1% þjóðarinnar (raunkjörfylgi stjórnarflokkanna) mynda ekki meirihluta meðal þjóðarinnar.

Lýðræði og friðurÁ þeim lýðræðislegu sjónarmiðum grundvallast sú afstaða okkar Vinstri grænna að ljúka eigi viðræðunum þó svo að við séum andsnúin aðild; sú stefna hefur raunar verið ríkjandi í flokknum frá því á landsfundi 2009 alveg sama hversu Framsókn hamrar á því að stefna Vg í evrópumálum hafi verið svikin á síðasta kjörtímabili. Utanríkisráðherra virðir hins vegar að vettugi vilja fólksins í landinu og ætlar ekki að bakka með stefnu sína þrátt fyrir það gífurlega mótlæti sem hún hefur mætt; þar með tekur hann stöðu gegn lýðræðinu. Ráðherra sem hirðir ekki um lýðræði og tekur jafnframt skýlausa stöðu með hernaði og á móti friði, líkt og yfirlýsingar um aukna þátttöku í hernaðarbandalaginu NATO gefa til kynna, getur ekki talað fyrir ríki sem á tyllistundum þykist tala fyrir friðsamlegri og félagslegri alþjóðahyggju. Ráðherra, sem hvorki lýtur lýðræðinu né kröfunni um friðsamlega og félagslega alþjóðahyggju, er ekki stætt á stóli.

Page 24: Íllgresi 2014

24 // Íllgresi 2014

Loforðahjól Framsóknarflokksins

Skul

dale

iðré

tting

300

mill

jóni

r frá

von

dum

hræ

gam

mas

jóðu

m

Umsókn um aðild að

ESB

Misskilningur. Það var engu lofaðNý stjórnarskrá, samin

af þjóðinni

Ekki verður haldið

áfram um

sókn að ESB

Ný stjórnarkrá, samin af

Sigurði Líndal.

Alveg eins og sú gamla.

Mis

skiln

ingu

r.

Stjó

rnar

ands

taða

n

sner

i bar

a út

úr

Umsókn um ESB dregin til baka.

Úttekt úr Kaupfélagi

Skagfirðinga.Úttekt af auðlindum

hafsins.

(Aðeins fyrir LÍÚ)

Skuldaleiðrétting - 80

milljarðar af skatt fé.

Misskilningur. Ummælin

í beinni voru uppspuni

vinstriflokkanna

Page 25: Íllgresi 2014

25

Hvers vegna VG? Vegna þess að ég hef trú á félagslegu réttlæti í velferðarsamfélagi, friði, jafnrétti og náttúruvernd.

Hvað er brýnast í sveitafélaginu þínu? Sem nýbökuð móðir og grunnskólakennari eru menntamál og málefni ungra fjölskyldna mér ofarlega í huga. Einnig þarf að tryggja jöfnuð innan Fjarðabyggðar og standa vörð um umhverfið svo eitthvað sé nefnt.

Hvers vegna VG? Vegna jafnréttis. Allir eiga skilið sömu kjör óháð kyni, stöðu, búsetu, kynhneigð og hverju öðru sem manni gæti dottið í hug. Vinstri græn eru fremst í flokki að berjast fyrir því sem skiptir mig máli og þess vegna kýs ég að starfa með þeim.

Hvað er brýnast í sveitafélaginu þínu? Menntamálin. Undanfarin ár hefur þjónusta við menntastofnanir bæjarins dregist saman og nú loks er tækifæri til að skila þeirri þjónustu aftur. Kópavogur hefur vaxið ört á undanförnum árum og því þarf meiri fjárveitingu í menntamálin. Sem dæmi viljum við bæta aðstöðu leikskóla og grunnskóla og fá nýjan framhaldsskóla sem leggur áherslu á verkmenntun og íþróttir. Fólk ætti að líta til Kópavogs og hugsa: "Þarna er best haldið utan um menntun barna." Sömuleiðis viljum við námsmannaíbúðir á miðbæjarsvæðinu, tengdar Háskólasvæðinu.

Nafn: Helgi Hrafn Ólafsson - Aldur: 26 ára Frambjóðandi í: Kópavogi

Nafn: Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir - Aldur: 25 ára Frambjóðandi í: Fjarðabyggð (með Fjarðalistanum, - lista félagshyggjufólks í Fjarðabyggð)

Ungir frambjóðendur

Page 26: Íllgresi 2014

26 // Íllgresi 2014

Nú í upphafi 21. aldar erum við mörg sem veltum fyrir okkur tilgangi trúarbragða og hvort þau séu við það að deyja út. Hér á Íslandi höfum við séð töluverðar breytingar á trúarlandslagi þjóðarinnar. Sífellt fleiri ákveða að yfirgefa Þjóðkirkjuna og ganga til liðs við önnur trúfélög, Siðmennt eða standa utan trúfélaga. Þessar hræringar eru ákveðin birtingarmynd veraldarvæðingarinnar (e. secularization). Með auknu framboði af trúar- og lífsskoðunarfélögum hefur kristni (og sérstaklega Þjóðkirkjan) tapað trúarlegri einokun sinni og fólk hefur meira frelsi til að vera leitandi og finna trúarþörf sinni farveg eftir leiðum sem áður hefðu talist óhefðbundnar, en eru samþykktar í dag.

Hún er þó lífsseig hugmyndin um að veraldarvæðingin muni ganga af trúnni dauðri og að framþróun fylgi trúleysi. Raunar hefur þessu verið haldið fram í að verða 400 ár en þrátt fyrir að mýtan lifi í almennri umræðu virðast félagsfræðingar flestir fallnir frá þessari hugmynd í ljósi þess að trú og trúarbrögð í sínum fjölbreyttu birtingarmyndum haldi áfram að móta og setja svip sinn á samfélög manna um víða veröld. Það er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir að trúarskoðanir geta haft mótandi áhrif á heimsmynd, siðferði og atferli fjölda einstaklinga og því er ekki hægt að hunsa þær, hæðast að þeim eða bíða eftir að trúarbrögðin deyji út. Þau hafa áhrif á þann heim og það samfélag sem við búum í, bæði góð áhrif og slæm, og það sem meira er, þá gætu

trúarbrögðin orðið mikilvægt afl í baráttunni gegn sumum af stærstu ógnum 21. aldar.

Umhverfismál í brennidepliFá málefni eru eins mikilvæg á 21. öldinni og umhverfismál. Það ættum við að sjá og skilja af tíðum fréttaflutningi um hlýnun jarðar, bráðnun jökla, óábyrgt skógarhögg, mengun, fæðuskort, vatnsskort, umhverfisslys, aukna tíðni mannskæðra flóða og fellibylja. Þetta kemur skýrt fram í nýrri skýrslu Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem kynnt var í mars 2014. Þar segir að áhrif loftslagsbreytinganna verði að öllum líkindum alvarleg, viðvarandi og óafturkræf.

Skýrslan dregur einnig fram að sá umhverfisvandi sem við búum við er margþættur. Hann hefur ýmsar birtingarmyndir en undanfarið hefur athygli fólks beinst að þeirri staðreynd að vandinn snertir ekki aðeins dýr eða plöntur, hann snertir okkur mennina. Hann snertir framtíðar lífshorfur okkar, lífsstíl og neyslu en einnig hefur komið í ljós að afleiðingar loftslagsbreytinga bitna hvað harðast á fátækustu íbúum jarðar. Umhverfisvandinn snertir því baráttuna fyrir félagslegu réttlæti í heiminum.

Framlag guðfræðinnarÍ fyrstu er kannski ekki auðvelt að sjá og skilja hvernig guðfræði og umhverfisvernd geta átt samleið. Það er hinsvegar svo að fá

Trúarbrögð og umhverfisvandinn

Sindri Geir Óskarsson

Page 27: Íllgresi 2014

27

svið guðfræðinnar hafa verið í jafn mikilli grósku undanfarna áratugi og vistguðfræði (e. ecotheology) og femínísk vistguðfræði. Síðustu ár og áratugi hafa fræðimenn á sviði guðfræði og trúarbragðafræða í auknum mæli látið sig umhverfismál varða. Þeir hafa kafað í arf trúarbragða heimsins og dregið fram texta og trúarlegar hugmyndir sem hvetja til virðingar fyrir náttúrunni. Lagðar hafa verið fram nýjar kenningar og nýjar guðfræðistefnur (eða gamlar hugmyndir endurvaktar) sem miða að því að sjá náttúruna (sköpunarverkið) sem heild sem beri að gæta og bæta. Afleiðingar þessa starfs eru m.a. að söfnuðir og trúarhópar hafa víða gerst grænir, hafa farið að beita sér fyrir verndun umhverfisins og reynt að stuðla að hugarfarsbreytingum í samfélagi sínu um helgi sköpunarinnar. Úr þessu hefur sprottið nýtt svið innan guðfræði sem nefnist vistguðfræði.

Í hinni kristnu Biblíu er að finna ýmsar sköpunarsögur og fjölbreytta sköpunarguðfræði (ekki aðeins eina í upphafi 1. Mósebókar). Þrátt fyrir fjölbreytni virðast flestar sköpunarsögurnar miða að því að túlka stöðu mannsins á þá vegu að hann sé hluti af sköpunarverkinu, en ekki yfir það settur. Maðurinn eigi að vera sem ráðsmaður sem hlúir að náttúrunni og gætir hennar og að jafnvel er hægt að túlka umhverfisspjöll sem brot gegn helgi sköpunarverksins. Söguna af Nóa flóðinu má túlka táknrænt og segja að hún máli upp mynd af stöðu mannsins sem hirðis, sem eigi að gæta dýra jarðar í þeim ógöngum sem gangi yfir, að maðurinn eigi ekki aðeins að hugsa um eigin tegund heldur huga að velferð heildarinnar.

Vistguðfræði er þó ekki einskorðuð við kristna trú heldur hefur hún verið sérstaklega gróskurík í ýmsum austurlenskum trúarhefðum, t.a.m.

hindúisma og búddisma sem og ýmsum trúarbrögðum frumbyggja (e. indigenous religions). Trúarhópar hafa jafnvel verið leiðandi í baráttunni gegn óábyrgu skógarhöggi á svæðum í Suður-Ameríku en það sem vistguðfræði gerir er að hún fæst við að greina hvert samband manns, náttúru og guðdómsins sé og hver ábyrgð mannsins sé á náttúrunni. Vistguðfræði grípur stærsta málefni 21. aldar og leiðir kirkjur og trúarhópa heimsins tiI verka til verndar náttúrunni.

Vistguðfræði í íslensku samfélagiHér á landi hafa margir guðfræðingar og prestar tekið vistguðfræði fagnandi. Byrjað hefur verið að boða sjálfbærni og visthyggju á trúarlegum forsendum, virkjanaframkvæmdum og olíuleit mótmælt og byrjað að grænka kirkjur landsins. Hér höfum við mörg trúfélög, sum fjölmenn og áhrifamikil, önnur fámenn en þó ekki áhrifalítil, því þau skipa fylgjendur sína máli. Öll trúfélög á Íslandi eiga rætur í eldri og stærri hefðum og allar þessar hefðir, hvort sem það eru gyðingdómur, íslam, kristni, hindúismi, baháí, búddismi, daoismi eða heiðni eiga sér vistguðfræði, eiga sér texta sem hvetja til virðingar og ábyrgð gagnvart náttúrunni.

Því tel ég að þegar við veltum fyrir okkur tilgangi trúarbragða á 21. öld sé niðurstaðan sú að þau geti orðið mikilvægt afl í baráttunni fyrir réttlátri og sjálfbærri framtíð. Trúarbrögð eru hluti af samfélagi okkar og verða það áfram því er nauðsynlegt að afskrifa þau ekki heldur frekar leitast eftir að draga fram á hvaða hátt þau geta virkjað fylgjendur sínar til virðingar fyrir umhverfinu. Ég hafna þeirri þröngsýni að trúarskoðanir séu ekki gildar í umræðunni og hvet til þess að trúfélög á Íslandi verði virkjuð í baráttunni við stærstu ógn samtíma okkar.

„...söfnuðir og trúarhópar hafa víða gerst grænir, hafa farið að beita sér fyrir verndun umhverfisins og reynt að stuðla að

hugarfarsbreytingum í samfélagi sínu um helgi sköpunarinnar. Úr þessu hefur sprottið nýtt svið innan guðfræði sem nefnist

vistguðfræði.“

Page 28: Íllgresi 2014

28 // Íllgresi 2014

Það er alltaf gaman að ferðast, hvað þá að upplifa eitthvað nýtt. Ég fæ þann heiður að ferðast um sem alþjóðaritari Ungra vinstri grænna og taka þátt í hinum ýmsu uppákomum. Oftast fer ég til Evrópu til þess að sitja ráðstefnur um græna framtíð og sjálfbær samfélög. Það situr þó alltaf í mér, þessi nagandi tilfinning þegar ég flýg út. Þegar hreyflarnir byrja að snúast þá fer kolefnisreiknivélin í hausnum mínum í gang og mér líður svolítið eins og ég sé að malbika yfir náttúruna til þess að bjarga henni.

„Ég reyni að halda niðri sektarkenndinni með því að planta einu tré fyrir hverja utanlandsferð.“

Ég er þó búin að vingast við tréræktarfélag sem sérhæfir sig í að kolefnisjafna fyrir einstaklinga og félagasamtök. Ég reyni að halda niðri sektarkenndinni með því að planta einu tré fyrir hverja utanlandsferð. Ég fer um það bil fjórum sinnum á ári á fundi erlendis og einnig hef ég farið á aðrar ráðstefnur, sumarbúðir í tveimur löndum og ráðstefnur út um víð og dreif í Evrópu. Það kemur mér enn á óvart að ég hef aðeins hitt eina aðra manneskju sem kolefnisjafnar sín flug og hún gerir það reyndar ekki sjálf, heldur samtökin sem hún vinnur hjá.

Það er leiðinlegt að vita til þess, að flest allar ungliðahreyfingar nú til dags senda fulltrúa sína erlendis mörgum sinnum á ári. Hefur einhver reiknað hve stórt umhverfisfótspor þessara hreyfinga er orðið? Ég reiknaði út hve stórt okkar hefði verið í fyrra og það kom mér á óvart: Umhverfisfótspor okkar vegna aþjóðastarfa var í heild sinni um 4.2 tonn af CO2 - en það þyrfti að gróðursetja um 50 tré til þess að jafna það út. Það hljómar alls ekki vel, að umhverfisvæn ungliðahreyfing mengi svo mikið á einu ári. Það kom mér líka sjálfri á óvart, ég hafði ekki einu sinni gróðursett nægilega mörg tré.

Ég fjárfesti því strax í fleiri trjám og það besta við það var, að það er ekki svo dýrt að kolefnisjafna flug! Kolvidur.is sér um að kolefnisjafna flugferðir, bensínnotkun og margt fleira. Það er reiknivél á síðunni þeirra sem auðvelda þér meira að segja málið. Að kolefnisjafna öll þessi fjögur tonn af gróðurhúsalofttegundum kostaði allt í allt um 8000 krónur. Ég skora því á lesendur að kolefnisjafna sín flug í framtíðinni og vonandi einn daginn, taka aðrar ungliðahreyfingar á Íslandi græna alþjóðaritarann til fyrirmyndar og minnka sín umhverfisfótspor!

Að berjast gegnolíuvinnslu með molotovkokteilum.

Una Hildardóttir

Page 29: Íllgresi 2014

29

Um daginn sótti ég hjólið mitt úr viðgerð. Þvílíkt frelsi sem ég endurheimti. Þó ágætt sé að ganga götur Reykjavíkurborgar felst svo mikið frelsi í því að komast ögn hraðar þegar í hjólið er gripið, t.d. þegar tími er naumur eða ég man allt í einu eftir einhverju (eins og t.d. töskunni minni sem ég gleymdi í vinnunni) og þarf því að snúa við. Einhverjir hugsa núna hvort ég sé ekki að tala um einkabílinn?

Einkabíllinn er ágætur til síns brúks en hins vegar er ekki gaman að ferðast um höfuðborgarsvæðið á honum. Til að byrja með er einangrunin frá umheiminum alger og loftið er þungt. Þá er gífurlegt stress sem stundum fylgir því að keyra svona bíl, einkum og sér í lagi þegar umferð er mikil. Fólk ferðast mishratt og kona veit aldrei hvað næsti maður ætlar að gera. Ofan á allt þetta bætist oft við mikil eftirvænting þegar komið er í helgarfrí og á endanum er það saklaus afgreiðslustarfsmaður á skyndibitastað í úthverfum Reykjavíkur, sem þarf að þola uppsafnað stress í formi skítkasts. Að ekki sé svo talað um að finna stæði í miðbæ Reykjavíkur (nema maður sé ríkur og borgi bara alltaf fyrir stæði í Hörpunni, sem er samt svo langt í burtu og umkringd hraðbraut, tonnum af bílastæðum og stjórnsýslubyggingum), það reynir aldeilis á taugarnar, sérstaklega þegar vöðvabúnt á sportbílum með spoilera nota flautuna óspart. En hvers vegna kjósa svo margir einkabílinn?

Í dag er búið að innprenta manneskjum að bílaeign sé frelsi og sjálfsögð mannréttindi. Kannski er það þannig í borg sem er alfarið hönnuð í kringum einkabílinn. En þá er heldur ekki neitt frelsi til að komast til staða ef maður þarf alltaf að grípa í einkabílinn: Þegar strætó ferðast of sjaldan og er óstundvís í þokkabót; þegar ekki er pláss fyrir hjólreiðamenn því hjólastígar eru fáir, illa merktir og bílstjórar nota þá gjarnan sem bílastæði og beygjuakreinar; Þegar ekki er pláss fyrir gangandi vegfarendur á aðalverslunargötu borgarinnar þar sem bílaeigendur lafa niður á gönguhraða í örvæntingafullri leit sinni að bílastæði beint fyrir framan verslunardyrnar.

Og þegar á þetta er bent heyrist hrópað úr fjarska: Einkabílahatur! Þegar ökumenn eru sektaðir fyrir að leggja á gangstétt eða fagurgrænt grasið er hrópað: Ofbeldi gegn fjölskyldubílnum! Þegar skapa á vinalegt umhverfi með göngugötu á Laugaveginum fer Reykjavík á hausinn ef marka má einstaka kaupmenn.

Nei, þegar allt kemur til alls felst raunverulegt frelsi í fjölbreyttum samgönguháttum og möguleika á að komast á milli staða á sem ódýrastan hátt. Styrkjum úthverfin, fjölgum strætóleiðum og hjólreiðastígum í úthverfum borgarinnar, í miðbænum, á landsbyggðinni og alls staðar þar á milli! Aukum frelsi til að komast á milli staða!

Óður til einkabílsins!Björn Reynir Halldórsson

„Þegar ökumenn eru sektaðir fyrir að leggja á gangstétt eða fagurgrænt grasið er hrópað: Ofbeldi gegn fjölskyldubílnum!“

Page 30: Íllgresi 2014

30 // Íllgresi 2014

Myndir úr starfi UVG

Page 31: Íllgresi 2014

31

Page 32: Íllgresi 2014

Ungt fólk til forystu!

ÞITT ATKVÆÐI SKIPTIR MÁLI – KJÓSTU!