7
1 IDUS MARTII

Idus Martii MMXI

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Latínublað fimmtubekkjar nema við fornmálabraut

Citation preview

Page 1: Idus Martii MMXI

1IDUS MARTII

Page 2: Idus Martii MMXI

2 3

AblativusEfnisyfirlitÁvarp ritstjóra Idus Martii 2

Ablativus 3

Kyntákn 4

Af Sókratesi 6

Brennidepill Idus Martii 7

Tónlist fornaldar 8

Artemisarhofið 9

Matarmenning Rómverja 10

Eheu, eheu!15 mars í dag, kúl. Sesar drepinn fyrir um 2055 árum, kúl.En þess ber að minnast. Amma mín varð 71 árs í gær. Bróðir minn varð 17 í fyrradag. Pretty kúl er það ekki? Hin amma mín á hins vegar ekki afmæli fyrr en eftir rúman mánuð. Synd. Páskafríið hefst eftir mánuð í dag. KúlÉg fékk mér samt ekki páskaegg í fyrra. Hví skyldi ég nú hafa tekið þá ákvörðun. Ég man það ekki. Grímuballið eftir 9 daga. Þá mæli ég með hinni ódauðlegu hösstl-línu “Visne mecum domum venire?” Hún virkar samt ekki á nát-túrufræðideildar bjánana.Efnisyfirlit blaðsins er hérna til hægri, ef það skyldi hafa farið framhjá ykkur. Það segir ykkur nú nokkurn veginn hvað er í þessu blessaða blaði. Takk og bless, Coloni out!

Hugarórar unglingspiltsÁvarp Þorgeir Helgasonar, Ritstjóra Idus Martii

Facta!

l Idus Martii er fagnað í Róm með tógahlaupi á þeim stað þar sem Sesar var drepinn

l Nú í ár kemur út kvikmynd í leikstjórn George Cloonís sem ber nafnið The Ides of March

l Eva Longoria, hin geðþekka leikkona úr Desper-ate Housewives fæddist þann 15. mars 1975.

l 15. mars árið 1962 mældist frost í Möðrudal á Fjöllum -33 °C Pæliðíðí!!

ÚtgáfaFornmáladeild fimmta bekkjar

RitstjóriÞorgeir Helgason

AðstoðarritstjóriHelga Hvanndal

IDUS MARTII MMXI

RitstjórnAldís GunnarsdóttirAnna SigurðardóttirElísabet BrynjarsdóttirErla Sigríður SævarsdóttirEydís Ylfa ErlendsdóttirHannes B. HafsteinssonIngibjörg EyþórsdóttirJóhann Páll JóhannssonJúlía Björg Kristbjörnsdóttir

Kristján NorlandLaura Cozzi

Hönnun og umbrotÞorgeir Helgason

Sérstakar þakkirKristinn ÁrmannssonJón Ásgeir JóhannssonHannes SmárasonKarl BerndsenVala MattBaltasar KormákurJúlíus SesarSiggi HlöAron Pálmarsson

Síðan ég sá þig fyrst; Allar götur síðan eyði ég deginum með þig á heilanum. Síðan ég sá þig fyrst; Finnst mér ekkert annað mikilsvert, merkilegt magnað hvað ástin getur gert. Öll tengls við sjálfan mig rofin að ást til þín er ég dofinn hvort sem ég vaki eða sofi. Ég set engin mörk, allt mitt er orðið að þínu þú heldur á hjarta mínu og nærir kvöl mína og pínu. Er þetta ást ? Kveljast og þjást eins konar ást er það ást ? Er það ást ? Er þetta Ást ? Kveljast og þjást Er það ást ? Er það ást !? Þú er allt sem ég vil, eitthvað meiriháttar þarf að ske til að ég hætti að elska þig. Alveg viss er um það þú ert sendur mér til björgunar, þú þarna áttunda undur veraldar. Öll tengls við sjálfan mig rofin að ást til þín er ég dofinn hvort sem ég vaki eða sofi Ég set engin mörk, allt mitt er orðið að þínu þú heldur á hjarta mínu og nærir kvöl mína og pínu. Er þetta ást ? Allar götur síðan eyði ég deginum með þig á heilanum. Ég er fastur í vef. Svo líður allur dagurinn líkaminn, fókusinn er alltaf á þér. Öll tengls við sjálfan mig rofin að ást til þín er ég dofinn hvort sem ég vaki eða sofi Ég set engin mörk, allt mitt er orðið að þínu þú heldur á hjarta mínu og nærir kvöl mína og pínu. Er þetta ást ? Já ég er ástfanginn af ablatívusnum!

Hinar helstu gerðir ablatívusa

Eins og alkunna er þá eru til margar gerðir abla- tívusa enn hér að neðan verður aðeins stiklað á þeim algengustu. Til þess að útskýra notkun tækisfallsins hefur ritstjórn samið þess ágætu dæmisögu:

Eitt sinn var maður uppi sem hét Hannes Björn Hafsteinsson. Honum hafði verið boðið til kvöldverðarboðs til Quintusar. Svo að Hannes gekk hinn forna veg (abl. viae) Hannes ákvað að best væri að valhoppa (abl. modi) því þá kæmist hann fljótar til boðsins. Þegar Hannes kemur í boðið stendur fyrir utan búgarðinn dyravörður nokkur. Dyravörðurinn er að innheimta aðgangseyri sem er 10 skildingar (abl. pretii). Hannes greiðir að sjálfsögðu gjaldið og gengur inn. Þegar inn var komið heilsaði hann að fornum sið Quintusi með röddinni (abl. instr.) Að kvöldverðarboðinu loknu (abl. abs.) hélt Hannes heim á leið.

Page 3: Idus Martii MMXI

4 5

Kyntákn í fornöld5 kynþokkafyllstu vírarnir

5 kynþokkafyllstu vífin

HeraclesEinnig þekktur sem Hercules. Hann er eitt frægasta gríska goðið og sonur Seifs, tákn karlmennsku og vöðva. Hann var ótrúlega sterkur, hugrakkur og kynþokkinn hreinlega lak af honum. Hann var ekki talinn vera meðal þeirra klárustu, en hann var hnyttin og notaði hann hnyttnina þegar styrkur hans dugði ekki til. Heracles var með svo mikla kynorku að hún var of mikil fyrir aðeins eitt kyn, og var hann talinn hafa átt bæði kvenkyns og karlkyns elskendur. Heracles er tvímælalaust sá sem flestum dettur í hug þegar maður hugsar um kynþokka. Þess vegna er hann í sæti 1 á listanum.

AkkílesAkkíles var grísk hetja í Trójustríðinu. Hann er aðalpersónan í Illionskviðu Hómers og er talinn myndarlegastur allra þeirra sem tóku þátt í Trójustríðinu. Akkíles var ósæranlegur nema á hælnum og var það einmitt París sem skaut hann með ör í hælinn sem dró hann til dauða. Akkíles er vafalaust með þeim heitustu á listanum

okkar og er því í sæti 2.

LeónídasLeonidas eins og flestir kannast við úr 300, var hetja Spartverja og jafnvel talinn vera afkomandi Herkúlesar. Leonidas lést í Thermopylae bardaganum. Hann var talinn afska-plega sterkur og hugrakkur maður og er hann því #3 á listanum.

EneasEneas var tróversk hetja, sonur Anchisesar og gyðjunnar Afródítu. Eftir að Eneas flúði frá Tróju gekk hann í bandalag við Latinus konung og giftist Laviniu dóttur hans. Eneas naut verndar frá guðunum og var honum bjargað tvisvar frá dauða af guðunum. Eneas er grjótharður náungi og er því í sæti 4.

AlexanderAlexander III af Makedóníu, eða Alexander mikli eins og hann er oftast kallaður er vafalaust sá einn af þeim kynþokkafyllstu á listanum. Hann var ekki aðeins valdamikill konungur Makedóníu heldur náði veldi hans frá Jónahafi að Himalayafjöllum. Þrátt fyrir að hafa glímt við hryggvandamál alla sína ævi, tókst honum að verða eitt af stærstu nöfnunum í fornöld.

Hann var talinn metnaðarfullur og bráður í skapi, en hann er í sæti 5 á listanum.

KleópatraKleópötru þekkja allir. Hún var drottning og faraó í Egyptalandi hinu forna og var því hin valdamesta mennska konan hér á listanum. Kleó-patra átti í ástarsambandi við stórmennið Júlíus Caesar og giftist svo Markúsi Antoniusi og segja má að þau hafi verið “the power-couple” í Róm. Kleópatra fyrirfór sér síðar. Ekki er hægt að skafa ofan af því hversu falleg Kleópatra var og ekki skemmdu völdin sem hún hafði fyrir. Því er Kleópatra efst á listanum í sæti #1.

HelenaAndlit Helenu sendi af stað þúsundir skipa, og þúsundir dóu fyrir fegurð hennar. Helena var talin vera fegursta gyðja sinna tíma og þegar hún var komin á giftingaraldur voru ekki ófáir menn sem vildu giftast henni en hún giftist konungi Spartverja, Menelás. Fegurð hennar er talin vera ein af aðalástæðum fyrir Trójustríðinu, því að henni var rænt af Paris, en Menelás sendi af stað þúsundir manna til að ná henni aftur. Hún er því í sæti #2.

MedúsaÞegar þú heyrir nafn Medusu dettur þér án vafa í hug skrímslið með snáka sem hár, en Medusa var ekki alltaf hræðileg í útliti. Einu sinni hafði hún verið svo

falleg að hún heillaði sjávarguðinn Poseidon upp úr skónum. Þau tvö óhelguðu hof Aþenu og Aþena varð svo brjáluð að hún breytti hári Medusu í snáka og henni í ófreskju þan-nig að menn gátu ekki litið á hana án þess að breytast í stein. Maður verður samt að viðurk-

enna að exótíska útlit hennar gerir hana svolítið spen-nandi. Þess vegna er ófreskjan/fegurðardrottningin í sæti #3.

PandoraPandora var fyrsta konan samkvæmt grískri goðafræði. Pandora var sköpuð af guðunum sem prýddu hana allskonar tælandi eigin-leikum. Samkvæmt goðsögninni á Pandora að hafa opnað öskju sem innihélt alla illsku mannkynsins svo sem plágur og sjúkdóma, en það var alveg óvart, hún var bara sjúklega forvitin. Pandora er talin ómótstæðileg af mönnum og guðum vegna fegurðar sinnar og er því í sæti #4.

AfródítaAfródíta er gríska gyðja ástar, fegurðar og kynþokka og er þá ekki spurning að hún sé á listanum. Fegurð hennar var hinum guðunum til mikillar hræðslu því hún gæti valdið stríðum, svo þeir giftu hana manni sem var lítil ógn, Hephaestusi. Afródita átti marga elskhuga, bæði ódauðlega og dauðlega menn. Hún er í sæti #5, enda gædd ómennskri fegurð.

Elísabet Brynjarsdóttir& Hrafnhildur Agnarsdóttir

Page 4: Idus Martii MMXI

6 7

Ephesus er upphaflega forngrísk borg og seinna mikil rómversk borg. Hún er staðsett í Tyrklandi 3 km suð-vestur frá borginni Selçuk. Meira en 250.000 bjuggu í Ephesus á fyrstu öld f.Kr. sem gerði hana að næststærstu borg í hemi. Borgin var fræg fyrir Artemisarhofið sem var eitt af sjö undrum fornra tíma. Borgin eyddist að hluta til árið 614 e.Kr. við jarðskjálfta. Rústir borgarinnar eru nokkuð vel varðveittar og eru þær stærstu rústir við austanvert Miðjarðarhaf. Í síðustu útskriftarferð til Marmaris var í boði ferð til Ephesus og ég ásamt fleirum fór og skoðaði þessar athyglisverðu rústir. Hlutir sem vöktu mest athygli mína voru meðal annars Celsus bókasafnið sem var byggt um 125 e.Kr. og innihélt eitt sinn rúmlega 12.000 handrit. Það var frekar athyglisvert að beint frá bókasafninu voru göng sem leiddu til gleðihússins handan við götuna. Þar er einnig stórt leikhús sem talið er að hafi rúmað um 44.000 manns og því verið eitt stærsta útileikhús fornaldar. Það var skemmtilegt að skoða baðhúsin þar sem menn komu áður saman og gerðu þarfir sínar, spjölluðu og hlustuðu á tónlist. Í einum veislulsal var lítill pyttur og eftir að fornleifafræðingar höfðu efnagreint botninn varð nokkuð ljóst að þetta hafði verið staður til þess að æla í til að geta haldið áfram að borða.

Í borginni er einnig stórt leikhús sem talið er að hafi rúmað um 44.000 manns og því verið eitt stærsta útileikhús fornaldar. Frá leikhúsinu liggur hið fræga hafnarstræti þar sem mikið var áður um verslanir. Í dag er hafnarstrætið ekki lengur staðsett við sjóinn því sjávarlínan hefur færst. (Þess má til gamans geta að mynd er af hafnarstrætinu í latínubókinni). Ég hvet alla þá sem leggja leið sína til Vestur-Tyrklands að skoða þessar merkilegu rústir.

AF SókRATeSIHeimspekingurinn John Stuart Mill sagði eitt sinn að vér ættum ekki að láta einn einasta dag líða hjá án þess að minnast þess að uppi hefði verið maður að nafni Sókrates. Þar hitti Mill sannarlega naglann á höfuðið, enda er Sókrates sá sem lagði grunninn að vestrænni siðfræði. Sókrates lifði og dó fyrir hugsjón sína, þá sannfæringu að fátt eða ekkert væri æðra frjálsri og gagnrýnni hugsun.

Heimildir um líf Sókratesar eru af frekar skornum skammti. Helst má nefna skrif tveggja áhangenda hans, Xenófóns og Platóns, að ógleymdum leikritum Aristófanesar þar sem líklega er þó dregin upp fremur skrumskæld mynd af Sókratesi.

Sókrates fæddist árið 469 f. Kr. í Aþenu. Foreldrar hans voru sæmilega efnaðir og létu þeir eftir sig svo miklar eignir að Sókrates gat lengi vel lifað og hrærst atvinnulaus. Þannig gafst honum tími til hugarleikfimi og göfgunar. Samkvæmt ritum Platóns gekk Sókrates einnig í herinn og tók þátt í stríðsátökum. Á sextugsaldri gekk Sókrates að eiga konu að nafni Xanþippa, og eignuðust þau þrjá syni: Lamprocles, Sophroniscus og Menexenus.

Sókrates er einna frægastur fyrir aðferð sína við rökræður. Hann átti það til að stilla sér upp fyrir framan bláókunnugar manneskjur á strætum Aþenuborgar og spyrja þær spurninga um hluti sem þeim jafnvel þóttu sjálfsagðir og sjálf-gefnir. Þá tók hann til sinna ráða og hagaði orðum sínum þannig að smám saman tóku viðmælendur hans að mæla í mótsögn við sjálfa sig. Þannig leiddi hann ýmsa heiðvirða Aþenubúa á rökfræðilega refilstigu. Hann var kaldhæðinn, þessi gamli mörður!

Sókrates hélt því fram að mennirnir væðu einungis í villu og svíma vegna þess að þeir vissu ekki hvað væri rétt og hvað væri rangt og vegna þess að rökfræðilegum stoðum hefði ekki enn verið rennt undir siðferðsgildin. Um leið og menn kæmust að því hvað væri í raun og sannleika gott og rétt myndi enginn lengur gera öðrum illt. Þannig má segja að Sókrates hafi verið dálítið útópískur í hugsun; hann treysti á mátt rökhugsunarinnar og heimspekinnar til að fleyta manntegundinni yfir á æðra stig siðferðilegrar fullkomnunar. En siðferðilegar framfarir krefjast uppgjörs við kreddur tíðarandans og því fór sem fór. Rifjum

upp hið fornkveðna: ,,Í draumi sérhvers manns er fall hans falið. Þú ferðast gegnum dimman kynjaskóg”. Og í Sókratesar tilfelli samanstóð kynjaskógur þessi ekki af blek-kingum sem brjóst hans hafði alið, heldur af þröngsýnum og öfundsjúkum smáborgurum sem vildu hann feigan. ,,Sókrates spillir ungviðinu” hrópuðu þeir sýknt og heilagt. ,,Hann dýrkar ekki guði okkar Aþeninga, heldur skapar ný goð!”

Að lokum var Sókrates dreginn fyrir dóm, og þá var það sem hann hélt hina víðfrægu var-narræðu. Platón, nemandi Sókratesar, skri-faði varnarræðu Sókratesar upp eftir minni, líklega nokkrum vikum eftir að hún var flutt. Varnarræða Sókratesar er skemmtileg afles-trar og hefur öðlast mikilvægan sess í sögu vestrænnar heimspeki. Þannig var mál með vexti að vinur Sókratesar, Kalefón, spurði eitt sinn véfréttina í Delfí, hvort nokkur í heiminum væri

vitrari en Sókrates. Hún svaraði spurningunni neitandi. Þetta olli Sókratesiheilabrotum, og tók hann að rannsaka hvort véfréttin hefði virkilega rétt fyrir sér. Eftir að hafa rökrætt við ýmsa þá sem taldir voru gáfaðastir Aþ-enubúa komst hann að þeirri niðurstöðu að orð véfréttarinnar væru sönn. Ályktun hans mætti orða einhvern veginn svona: Við ýmsa hef ég á orðum skipst og allir töldu sig vitra. En þegar öll kurl koma til grafar er þó þekking þeirra býsna yfirborðskennd og snertir ekki vitund hin hinstu rök tilverunnar. Um þau vitum við í rauninni ekkert og ég er sá eini sem gerir sér grein fyrir því. Ég er vitrari en samtímamenn mínir, því ólíkt þeim þá veit ég að ég veit ekki neitt!” Varnarræða Sókratesar er skorinorð og rökföst. Þar mælir greinilega maður með mikið siðferðisþrek, maður sem er samkvæmur sjálfum sér. Með röksnilli sinni og mælskulist tekst honum að láta ákæruna gegn sér hljóma hjákátlega. En þótt varnarræðan hafi heillað andans menn öldum saman dugði hún ekki til að bjarga honum frá dauða. Vald þröngsýninnar sigraði í Sókratesar tilfelli. Sókrates var dæmdur til að drekka eitrað óðjurtarseyði.

En því má ekki gleyma, að Platón hinn áðurnefndi, þroskaðist gífurlega árin eftir dauða Sókratesar, og varð að einhverjum andríkasta heimspekingi sögunnar. Að vísu má deila um það hversu hliðhollur hann var kenningum Sókratesar, en heimspekingurinn Karl Popper hefur haldið því fram að Platón hafi að mörgu leyti snúist gegn grundvallarboðskap Sókratesar.

Ekki er úr vegi að setja hugmyndir Sókratesar í samhengi við nútímann. Er samfélagið ekki enn gegnsýrt af kreddum svipuðum þeim sem Sókrates barðist gegn? Deilum við nútímamenn ekki enn um keisarans skegg í stað þess að grafast fyrir um þau gildi sem liggja hugmyndum okkar og hugsjónum til grundvallar?

Eflaust væri tímafrekt og leiðingjarnt að kryfja hvert einasta sjónarmið til mergjar, en þó væri okkur öllum hollt

að staldra stundum við og spyrja erfiðra og jafnvel ósvaranlegra spurninga. Sagan af Sókratesi ætti að kenna okkur að horfa lengra en nef okkar nær.

Hans verður minnst um aldir alda sem píslarvotts gagnrýnnar hugsunar.

Jóhann Páll Jóhannsson & Kristján Norland

Brennidepill Idus MArtII

Steven Tyler fékk að heyra það!

Áróra Ósk lætur Steven Tyler heyra þaðAthafnakonan Áróra Ósk Halldórsdóttir hefur gagnrýnt Steven Tyler fyrir þátttöku hans í sjónvarpsþáttunum vinsælu American Idol. Kid Rock telur að þetta hafi verið óviturleg ákvörðun hjá rokkgoðinu Tyler.

Í viðtali hjá Piers Morgan segist Áróra ekki vera aðdáandi sjónvarpsþáttanna og að söngvararnir séu flestir frekar lélegir. „Mér fannst þetta slæm ákvörðun hjá Tyler. Hann er einn virtasti rokksöngvari í sögu bandarískrar tónlistar. Mér finnst þetta ekki rétti vettvangurinn fyrir hann,” sagði athafnakonan.

Fuglar trufla Cindy Rúnu Xiao LiHeimsborgarinn og lífskúnstnerinn Cindy Rún hefur kært nágranna sinn vegna óhljóða í fuglum. Cindy segist upplifa hræðileg öskur í fuglunum sem trufla hana við lærdóm heima hjá sér.Nágranninn er nýmálabrautarneminn

Tómas Valur en hann skrifaði meðal annars stuttsöguna Geimgeir og ljóðabókina Snákasögur.Cindylagði inn kæru á fimmtudag eftir að hafa reynt að semja við Tómas, sem segist ekki geta þaggað niður í fuglunum.

Óþekkur fugl

Höskuldar Agnar ósáttur við Itunes“Flóttamaðurinn” Höskuldur Agnar Þorvarðarson sakar Steve Jobs, eiganda Apple, um að hafa drepið tónlistariðnaðinn með iTunes.Höskuldur segist hryggur yfir því að börn finni ekki lengur gleðina sem fylgir því að kaupa plötu í tónlistarverslun, því miklu auðveldara sé að hala niður tónlistinni á iPod.

„Krakkar missa af því að nota vasapeningana sína til að kaupa plötu sem þau vita sáralítið um. Þetta voru magnaðir tímar. Mér hrýs hugur við að hljóma eins og gamall maður, en það er það sem ég er. Næsta kynslóð á eftir að spyrja: „Hvað gerðist eiginlega?“ Steve Jobs ber persónulega ábyrgð á þessu,“ sagði Höskuldur í viðtali við Skessuhorn.

Efesus

Anna Sigurðardóttir

Page 5: Idus Martii MMXI

svörtum steini. Hún hafði mörg brjóst sem áttu að tákna frjósemi gyðjunnar. Hofið var sem sagt 73 metrar að breidd 133 metrar að lengd og 34 metrar að hæð. Súlurnar voru gerðar í jónískum stíl.

Margir fóru síðar í pílagrímsför til hofsins sem stóðu í um tvö hundruð ár eða alveg þangað til geðveikur maður að nafni Herostratos kveikti í því að öllum líkindum til að öðlast einhvers konar frægð. Sagan segir að Herostratos átti að hafa kveikt í því á fæðingardag Alexanders Mikla árið 356. Er Alexander óx úr grasi, heimsótti hann hofið og ákvað að endurreisa það. Nýja hofið var undur í fimm hundruð ár og gaf af sér miklar

tekjur og velmegun til íbúanna í kring.Hofinu var eytt á þriðju öld eftir krist fyrst af Gotum en síðar voru byggingarefni hofsins notuð til að byggja kirkju í nágreninu. Árið 1870 gróf Englendingur að nafni Wood upp staðinn og fann margar leifar af “hofunum báðum”, m.a. Styttu af Artemis og sendi þær til British Museum þar sem leifarnar eru ennþá varðveitar í dag. Ekkert er eftir af hofinu í dag nema nokkrar undirstöðu súlur.

Stefán Kristinsson

Fyrir rösklega 3300 árum síðan skall loftsteinn á konung þorpsins Apashash (er í vestur Tyrklandi per í dag). Íbúar þorpsins töldu að þarna væri á ferð móðir jörð sem hafði refsað konungnum fyrir lélegt stjórnarfar. Íbúarnir álitu steininn vera helgan og tilbáðu hann. Þegar fram liður stundir blómstraði þorpið og hvaðanæva komu aðkomumenn úr nágreninu til að tilbyðja gyðjuna, en grískir gestir breyttu nafni þorpsins frá Apashash yfir í Efesus og kenndu gyðjuna sem Artemis þeirra eigin gyðju frjósemis og fæðingu.

Á sjöttu öld fyrir krist ákvað Crössus auðgi frá Lydíu að búa til gríðarstórt og glæsilegt hof gyðjunni til vegsamar. Crössus réð til sín stóran hóp af grískum arkitektum sem hófust strax handa. Ákvað var að byggja hofið á eins hektara svæði. Hofið skiptist í aðalsal og súlnaandyri að framan en súlur hofsins voru samtals 127 talsins. Eftir að búið var að leggja gruninn og gólfið í hofinu voru súlurnar reistar í einingum smátt og smátt. Kranar og önnu tæki og tól voru notuð til að lyfta hinum stóru steinstykkjum. Byggingin sjálf var gerð úr kalksteini með marmaralagi nema súlurnar sem voru allar úr marmara. Sîðast var þakið reist en að því loknu hófu myndhöggvarar gerð við hinnar margbrotnu skreytingar sem hofið varð rómað fyrir. Inni í hofinu nánast falið á milli súlnaraðana var stytta af Artemis sem var gerð úr gulli, silfri, íbenviði og

Bókmenntir, kveðskapur, leikrit og slíkt er sennilega það sem fær flesta til að hrífast af hinu forna Grikklandi og Rómaveldi og menningu þeirra. Eitt mjög nátengt efni sem þó skiljanlega ekki í eins miklu uppáhaldi, er tónlist fornaldar. Ég segi að það sé skiljanlegt vegna þess að heimildir fornrar tónlistar er mjög takmarkaðar, sérstaklega miðað við öll þau rit sem við höfum frá þessum menningum arfðleyfðum. Náttúrulega hefur engin raunveruleg tónlist varðveist frá þessum tíma og einungis brot af hljóðfærum og nótum, þannig við getum bara ímyndað okkur hvernig þessi tónlist hefur hljómað. Þessi ímyndun byggist á ýmsum dreifðum heimildum, svo sem afmyndun hljóðfæra og hljóðfæraleikara, vasamálverkum, tilvitnunum í tónlist og tónlistarsköpun í bókmenntum og fræðilegum ritum um tónlist.

Mikilvægustu hljóðfæri forngrikkja voru aulos og kithara. Kitharan var tegund af lýru, sem er strengjahljóðfæri. Upprunanlega gerðin af hljóðfærinu hefur sennilega verið með fjóra strengi og hljóðfærið samanstóð af hljómkassa og tvem bognum stroffum. Það voru til mjög margir mismunandi gerðir af

þessu hljóðfæri og enn fleiri gerðir af lýrum. Menn gátu spilað á lýrur á margan hátt: sitjandi, standandi, gangandi, já, jafnvel dansandi. Til þess að slá á strengina var notuð nögl sem kallaðist plektron. Ef það er ekki nú þegar augljóst, þá er það einmitt frá gríska orðinu kithara sem við fáum orðið gítar.

Aulos var afar líkt flautu í laginu og hefur oft verið kennt við það, en sú líking er ekki alveg nógu nákvæm, því aulos var í raun reyrblaðarhljóðfæri. Tónlistar menn spiluðu næstum því undantekningarlaust á tvö hljóðfæri samtímis, eitt í hvorri hendi.Hljóðfæri Grikkjanna eru mjög áhugaverð og skemmtileg en röddin var miklu mikilvægari, því að Grísk tónlist samanstóð aðallega af söng. Hljóðfærið var ekki aðalatriðið, heldur átti það einungis að ýta undir söngin. Söngur bæði verið kór eða sólo, en það var ekki leikið undir kórnum með jafn mörgum hljóðfærum, heldur gat einn hljóðfæraleikari gert það, sama hversu stór kórinn var. Það var viðurkennt að söngurinn varð ánægulegri ef leikið var undir honum með hljóðfæri en ekki vegna hljómfegurðar hljóðfærisins

heldur vegna þess hvernig það gerir sönginn skýrari. Aulos var álitið hæfara lýrunni til þess að leika undir söng, vegna þess að það blandaðist söngnum betur saman og duldi hugsanleg mistök söngvaranna. Það er auðvelt að nota röddina, t.d. til að humma, jóðla eða líkja eftir ýmsum hljóðum, t.d. í náttúrunni. En Grikkirnir notuðu ekki röddina til þess. Þeir höfðu skýra hugmynd um tilgang raddarinnar en það var að koma ákveðnum texta á framfæri. Textarnir gátu verið mjög flóknir og margbrotnir og var oft í ljóðrænum stíl. Þess vegna var afturhaldssemi hljóðfæranna í tengslum við söng svo mikilvæg.

Stærð kóranna var gífurlega fjölbreyttur en stærsta samankoma Grikkja í einum kór sem við vitum um er hundrað manns. Kórarnir voru annað hvort kvenkyns eða karlkyns og þetta var fasti. Annars virðist söngur Grikkjanna ekki hafa verið mjög formfastur. Skýrleiki og hreinleiki tóna, hljómun og samræmi var leiðarvísir þess.

Tónlist fornaldar

Artemisarhofið

Hannes Björn Hafsteinsson

Page 6: Idus Martii MMXI

10 11

Flestum finnst það mjög gaman og þægilegt að setjast niður með fjölskyldunni eða í góðra vina hópi og borða saman kvöldmat. Vanalega endist sú stund þó ekki mikið lengur en í kannski halftime til klukkutíma við matarborðið sú var ekki sagan hjá Rómverjum til forna.

Í Róm þá byrjaði cena (kvöldmatur) klukkan 4 og entist langt fram á nótt sérstaklega ef gestir voru í spilunum og svo luku þeir kvöldinu með comissation(drykkir). Það var byrjað á gustation eða promulsis(forréttir) í matarboðum og þá var drukkið mulsum (vín blandað hunangi). Ef um stóra veislu var að ræða þá voru margir forréttir á boðstólum. Forréttirnir voru mjög léttir svo sem ávextir, grænmeti, sveppir, sniglar og léttir fiskréttir. Rómverjar höfðu gjarnan svínakjöt sem aðalrétt og svínaeyru fannst þeim algjört lostæti. Kjúklingar voru

taldir dýrari og fínni en gæsir annað en nú gengur og gerist. Svanir voru líka borðaðir við sérstök tækifæri. Eftirrétturinn var að hluta til eitt stórt hlaðborð af allskonar ávöxtum og berjum. Svo voru líka brauð, ávaxtatertur og kökur.

Það þurfti að þvo bæði hendur og fætur fyrir kvöldmatinn því maturinn var tekinn upp með fingrunum og tveimur tegundum af skeiðum. Á meðan setið var til borðs fóru fram ljóðalestrar, dansar og tónverk voru spiluð en það mikilvægasta af öllu voru þó umræðurnar sem fóru fram við matarborðið.

Það að yfirgefa borðið vegna ”líkamlegra ástæðna” var talinn mjög mikill dónaskapur og það sýndi mjög mikla kurteisi að halda aftur af sér. Með matnum var svo að sjálfsögðu drukkið mikið af víni.

Hér er nokkrar tegundir af víni:Calda, er vín og heitu vatni blandað saman með allskonar kryddum og Calda var klassískur vetrardrykkur.Mulsum var vín blandað með hunangi og var oft drukkið með forréttum. Pasla var lélegt vatnskennt vín og því var oft gefið hermönnum og þrælum. Vino var þynnt og kryddað vín.Rómverjar elskuðu vín og drukku það við hvert tækifæri svo sem í matarboðum eða bara þegar þeir sáttu í hægindum sínum úti í garði.

Rómverjar töldu líka að vín væri mjög hollt fyrir líkama og sál og notuðu vín til að koma í veg fyrir þunglyndi, minnistap og sorg og líka gegn niðurgangi, snákabitum, þvagvandamálum og bjúg.

Gratias agimus vobis.Helga Hvanndal

& Ingibjörg Eyþórsdóttir

l Bjór var talinn mjög villimannslegur drykkur því Keltar drukku það oftast.

l Vínum var skipt niður í þrjá flokka, rautt, hvít og gult.

l Kosinn var arbiter bibendi eða drykkjumeistari sem ákvað hlutfall vatns í víninu. Það var því undir honum komið hversu mikil ölvun myndi eiga sér stað hverju sinni.

l Það að drekka hreint vín á tóman maga var talið leiðinlegt og merki um alkohólisma.

l Marcus Antonius, Neró og Cato voru alkar.

Matarmenning Rómverja

Facta!

Nytsamlegir Latínu-frasar

Skiptinemagreinin

Hæ hæ ég heiti Laura (eins og Lára) og ég er frá Italiu. Ég er hérna á Islandi sem skiptinemi af því að mig langaði ekki meira að búa á Italiu. Ég er buín að vera lengið næstum 7 mánuður og ég vill ekki fara heim. Ísland er mjög kalt en nuna þegar ég sjá að það er 1° stig mér finnst að vera í somar! Ég elska kleinur og itölsku skiptinemar hugsa að ég er brjálæð bara af því að ég elska spaghetti með tómatosósa. Islensku sundulaug eru mjög ódýrt og það er gaman að fara þar líka þegar það er að snjóa eða rigna. Í skóla á Islandi allir gera bara allt sem þau vilja gera: fara út og in, vera án skór, borða og þrekka þegar þau eru í tima og mikið meira. Eitthvað sem mér finnst ekki gott er að hérna allt er mjög dýrt og mér finnst ekki gaman að þegar það er að snjóa mikið skolar eru ekki lokar. En ég elska Islandi og fólk sem eru á Islandi!!! bæjó

Tilraun I Tilraun II(Eftir hjálp frá íslenska pabbanum)

Hæ hæ ég heiti Laura (eins og Lára) og ég er frá Italiu. Ég er á Islandi sem skiptinemi af því að mig langar ekki meira að búa á Italiu. Ég er buín að vera lengi næstum 7 mánuði og ég vil ekki fara heim. Ísland er mjög kalt en núna þegar ég sé að það er 1 stig finnst mér vera komið sumar! Ég elska kleinur og itölsku skiptinemarnir hugsa að ég er brjáluð bara af því að ég elska spaghetti með tómatosósu. íslensku sundulaugarnar eru mjög ódýrar og það er gaman að fara þangað þegar það er snjóar eða rigning. Í skólanum á Íslandi gera allir það sem þeir vilja: fara út og inn úr skólanum þegar þeir vilja. þú ræður hvort þú ert í skóm, borðar og drekkur þegar þú ert í tima. Mér finnst ekki gott að hérna er allt mjög dýrt og mér finnst ekki gaman þegar snjóar mikið þá loka skólarnir ekki . En ég elska Ísland og fólk sem er á Íslandi!!! bæjó

carpe noctem - Gríptu nóttinacogito ergo sum - Ég hugsa, þess vegna er égcredo quia absurdum est - Ég trúi þar sem þetta er fáránlegtdum vita est, spes est - Á meðan það er líf, er vonluceat lux vestra - Láttu ljós þitt skínanon ducor duco - Ég er ekki leiddur, ég leiðisemper ad meliora - Alltaf í átt að betri hlutum Nosce te ipsum - Þekktu sjálfan þigveni, vidi, vic - Ég kom, ég sá, ég sigraði Aut viam inveniam aut faciam - Annaðhvort finn ég leið eða geri leiðQuid novi? - Hvarra frella? Pistrix! - Hákarl!Nonne macescis? - Hefurðu grennst?Minime senuisti! - Þú hefur ekkert elst!Apudne te vel me? - Heim til mín eða þín

Erla Sigríður Sævarsdóttir & Júlía Björg Kristbjörnsdóttir

Page 7: Idus Martii MMXI

12 Vale!