20

Click here to load reader

HM 2013 Sport is

Embed Size (px)

DESCRIPTION

HM bladid 2013 Handbolti

Citation preview

Page 1: HM 2013 Sport is

HM 2013 Spánn

Page 2: HM 2013 Sport is

Skórnir skipta öllu máli

Page 3: HM 2013 Sport is

HM 2013 | 3

Áfram Ísland!Nú er einu sinni enn komið að stundinni sem íslenska þjóðin bíður eftir með mikilli eftirvæntingu í janúar á hverju ári. Íslenska landsliðið í handknattleik er að fara að keppa á stórmóti og að þessu sinni er það Heimsmeistaramótið sem nú fer fram á Spáni.

Það er ótrúlegt að fylgjast með þjóðinni í kringum stórmót í handknattleik. Allir sem einn sameinast við sjónvarpið og ekkert annað virðist skipta okkur máli. Þegar liðinu gengur vel fögnum við óendanlega og lofum Strákanna okkar en þegar á móti blæs og gengið er ekki jafn gott verða landsmenn flestir að sjálfskipuðum handboltasérfræðingum sem allir vita nákvæmlega hvað þjálfarinn eða viðkomandi leikmenn hefðu geta gert betur.

Þegar horft er til baka eru óteljandi minningar, bæði góðar og slæmar, sem tengjast íslenska landsliðinu í handknattleik. Hver man ekki eftir því þegar Adolf Ingi grét í beinni á Ólympíuleikunum í Peking og Ísland komst í úrslit eða þegar Ísland vann Þjóðverja með fimm mörkum á EM 2002 og við komumst í undanúrslit?

Væntingarnar sem íslenska þjóðin gerir til liðsins eru miklar enda er það kannski ekki skrítið miðað við árangur liðsins á undanförnum árum. Fyrir jafn litla þjóð og Ísland er það hreint út sagt ótrúlegt að við höfum náð í silfur og brons á tveimur af sterkustu handboltamótum heimsins. Auðvitað viljum við alltaf upplifa það á hverju ári að sjá strákanna okkar með medalíu um hálsinn og það er alls ekki útilokað að það verði raunin í ár. Ungu strákarnir sem eru að stíga sín fyrstu skref með landsliðinu munu líka öðlast mikla reynslu á þessu móti sem mun reynast dýrmæt í framtíðinni, það er ekki síður mikilvægt þegar horft er á heildarmyndina. Það má heldur ekki gleyma því að Strákarnir okkar eru líka Strákarnir okkar þegar illa gengur. Það er deginum ljósara að þessir strákar sem við höldum svo mikið upp á mæta dýrvitlausir í hvern einasta leik og berjast með hjartanu fyrir íslensku þjóðina.

Munum að styðja strákanna okkar í blíðu og stríðu, þeir eiga það svo sannarlega skilið!

����� ����������

������� ������ ����������������������������

������� ����������� �����������������������������

������� ������ ������  �����­��������������������

������� ��������������������� ������� ���������������

���������������������������������������

Samstarfsaðilar Handknattleikssambands ÍslandsSamstarfsaðilar Handknattleikssambands Íslands

ÚtgefandiMedia Group ehfHSÍ

RitstjórnHilmar Þór GuðmundssonSiguróli Magni SigurðssonÞorsteinn Haukur Harðarsson

MyndirSport.is

PrentunÍsafoldarprentsmiðja

Rafræn útgáfawww.sport.is/flokkur/utgafa

HM á Spáni HM á Spáni hefst 11. janúar og mun Sport.is fjalla ítarlega um keppnina.Umfjallanir, viðtöl, myndir, þættir og allt um mótið á HM 2013-vef Sport.is

Page 4: HM 2013 Sport is

VerslunÁrmúla 26

522 3000

hataekni.is

Opið:virka daga9.30–18laugardaga12–17

Restio er ný upplifun í

hljóði og hönnun frá

Yamaha. Restio vekur

fyrst athygli fyrir flott

útlit og síðan fyrir

frábæran hjómburð þegar

tónlistin er sett í gang.

Fæst í fjórum litum:

· iPod / iPhone vagga

· Geislaspilari

· FM útvarp

· Vekjaraklukka

· Hægt að tengja MP3 spilara

· USb 2.0 tengi

Restio getur staðið á gólfi eða hangið á vegg.

Verð: kr. 149.995

– Einstök hljómfegurðYAMAHA RESTIO

PIPAR\TBW

A · SÍA

· 11

30

34

Page 5: HM 2013 Sport is

HM 2013 | 5

Argentína Argentínska liðið tekur nú þátt í Heimsmeistaramótinu í níunda sinn.

Liðið hefur sjaldan riðið feitum hesti frá mótinu en besti árangurinn kom í Svíþjóð

fyrir tveimur árum þegar liðið endaði í 12. sæti. Liðinu hefur gengið betur í sinni

heimaálfu og 5 sinnum hafa Argentínumenn orðið Suður-Ameríkumeistarar. Hvað

möguleika landsins varðar í ár verður að teljast ólíklegt að liðið geri miklar rósir en

með smá heppni gæti liðið þó náð einu af fjórum efstu sætum riðilsins.

Brasilía Fyrirfram verður brasilíska liðið að teljast það slakasta í riðlinum. Liðið

er að keppa á mótinu í 11. sinn en besti árangurinn kom í fyrsta skiptið, árið 1958,

þegar liðið náði 13. sæti. Liðið hefur komist inn á seinustu níu mót en ávallt endað

í sætum 19-24 og segir sagan okkur því að afar ólíklegt sé að Brasilíumenn fari upp

úr riðlinum. Liðið hefur tvisvar sinnum orðið Suður-Ameríkumeistari, árin 2006 og

2008.

Frakkland Frakkar eru án nokkurs vafa sigurstranglegasta liðið í A-riðli. Liðið

hefur unnið seinustu tvær Heimsmeistarakeppnir og stefnir á þriðja sigurinn í röð. Þá

hefur liðið einnig sigrað Ólympíuleikana í handknattkeik undanfarin tvö skipti og eru

Frakkar því handhafar að tveimur af stærstu titlunum í alþjóða handknattleik. Liðið

varð einnig Evrópumeistari árið 2010 en náði ekki að verja þann titil í Serbíu í fyrra.

Margir af leikmönnunum í gullaldarliði Frakka eru komnir á lokahluta ferilsins og vilja

ólmir enda landsliðsferilinn á gulli á Spáni.

A-riðillGranollers

Argentína

Frakkland

Túnis

Brasilía

Svartfjallaland

Þýskaland

A-riðillinn er leikinn í Granoller sem er borg skammt frá Barcelona. Höllin sem leikirnir fara fram í var byggð árið 1991 og rúmar um það bil 5.200 manns í sæti.

Page 6: HM 2013 Sport is

Ísland

Page 7: HM 2013 Sport is

HM 2013 | 7

Svartfjallaland Svartfellingar keppa nú undir eigin formerkjum í fyrsta skipti á

Heimsmeistaramótinu en landið fékk sjálfstæði frá Serbíu árið 2006. Frumraun þeirra

á stórmóti var á EM árið 2008 en þá endaði liðið í 12. sæti. Liðið hefur ekki keppt á

stórmóti síðan. Þó að Svartfellingar séu óskrifað blað þegar kemur að handknattleik

undir sínum formerkjum náði liðið ágætis árangri sem sameinað lið Serbíu og

Svartfjallalands eins og þriðja sæti á HM í Frakklandi árið 2001.

Túnis Túnisar taka nú þátt í 10. sinn í röð og í 11. sinn alls. Besti árangur liðsins

kom þegar mótið var haldið á þeirra heimavelli árið 2005 þegar liðið endaði í fjórða

sæti. Liðið er eitt það allra sterkasta í Afríku og hefur til að mynda níu sinnum orðið

Afríkumeistari, þar af fjórum sinnum í seinustu sex skipti sem mótið var haldið. Túnisar

eiga fína möguleika á því að komast áfram upp úr riðlinum.

Þýskaland Þjóðverjar hafa löngum verið stórþjóð í handknattleik þó þeir hafi verið

á ákveðinni lægð undanfarin ár. Liðið varð Heimsmeistari árið 2007 þegar mótið fór

fram í Þýskalandi en síðan þá hefur uppskeran verið dræm. Liðið endaði í 11. sæti á HM

í Svíþjóð fyrir tveimur árum og lenti svo í 7. sæti á EM í Serbíu í fyrra. Liðið ætti þó að

komast nokkuð þægilega upp úr riðlinum í ár.

Síle Það er á engan hallað þegar sagt er að Síle sé líklega eitt af slökustu liðunum

í B-riðli. Liðið er að taka þátt á Heimsmeistaramótinu í annað sinn en fraumraun

þeirra var í Svíþjóð fyrir tveimur árum. Liðið endaði þá í 22. Sæti af 24 liðum og því

ekki búst við miklu af liðinu í ár. Besti árangur liðsins í Suður-Ameríkukeppninni er 3.

sætið en þeim árangri hefur liðið náð í tvígang, árin 2010 og 2012.

Danmörk Danir eru gríðarlega góðir á sviði handboltans og óhætt að segja að lið

þeirra sé til alls líklegt á mótinu. Danir þurftu eftirminnilega að sætta sig við silfur

á Heimsmeistaramótinu í Svíþjóð fyrir tveimur árum en snúa nú aftur í vígvöllinn í

hefndarhug. Í millitíðinni stóð liðið uppi sem sigurvegari á Evrópumótinu í Serbíu í

fyrra og stefnir nú á að bæta eins og einum Heimsmeistaratitli í bikarasafnið.

Ísland Íslenska handboltalandsliðið þarf vart að kynna fyrir lesendum. Liðið

endaði í 6. sæti á seinasta Heimsmeistaramóti eftir að hafa unnið alla leiki sína í

riðlakeppninni en að sama skapi tapað öllum leikjum sínum í milliriðlinum. Liðið

þurfti svo að játa ósigur gegn Króatíu í leik um 5. sætið. Eins og flestir vita vantar

fjóra leikmenn sem leikið hafa stórt hlutverk með liðinu, þá Alexander Petersson,

Arnór Atlason, Ingimund Ingimundarson og Ólaf Stefánsson. Það kemur þó alltaf

maður í manns stað og gaman verður að fylgjast með reynsluminni leikmönnum

spreyta sig á stóra sviðinu á Spáni.

B-riðillSevilla

B-riðillinn fer fram í Sevilla, sunnarlega á Spáni. Höllin sem leikið verður í er alla jafna notuð undir körfuboltaiðkunn en hefur nú verið tímabundið breytt í hand-boltahöll. Hún var byggð árið 1988 og rúmar 9.500 manns í sæti.

Síle

ÍSLAND

Makedónía

Danmörk

Katar

Rússland

12. janúarKl. 17:00 ÍSLAND – Rússland

13. janúarKl. 14:45 ÍSLAND – Síle

15. janúarKl. 17:00 ÍSLAND – Makedónía

16. janúarKl. 19:15 ÍSLAND – Danmörk

18. janúarKl. 17:00 ÍSLAND – Katar

Page 8: HM 2013 Sport is

Eitt á ég alltaf til... þegar góða gesti ber að garði

PIPA

R\TB

WA

• S

ÍA •

102

269

Page 9: HM 2013 Sport is

HM 2013 | 9

Katar Katar sendir nú lið á Heimsmeistaramótið í fjórða sinn. Besti árangurinn kom

á Heimsmeistaramótinu í Portúgal fyrir tíu árum þegar liðið náði 16. sætinu. Síðast

keppti liðið á HM þegar mótið var haldið í Þýskalandi árið 2007 og hafnaði liðið þá í 23.

sæti. Besti árangur liðsins í Asíukeppninni er 2. sætið en því sæti náði liðið árið 2012 og

tryggði sér í leiðinni þátttökurétt á HM. Afar ólíklegt verður að teljast að lið Katar sé að

fara að gera miklar rósir á mótinu í ár.

Makedónía Makedónar keppa nú undir eigin merkjum í þriðja sinn. Liðið náði góðum

árangri þegar liðið lék undir merkjum gömlu Júgóslavíu en síðan þá hefur árangurinn

látið á sér standa. Besti árangur liðsins kom á HM árið 2009 þegar liðið endaði í 11. sæti

en liðið komst einmitt á mótið eftir að hafa sigrað Ísland í umspilsleikjum. Makedónía

sýndi svo framfaramerki þegar liðið náði fimmta sætinu á EM í fyrra og gæti náð góðum

árangri á Spáni í ár.

Rússland Rússar, sem fyrir nokkrum árum voru stórveldi í handbolta, þar sem liðið

varð Heimsmeistari árin 1993 og 1997, hafa verið í lægð undanfarið en ætla að rífa

sig upp aftur á mótinu á Spáni. Liðið olli miklum vonbrigðum þegar það missti af sæti

á Heimsmeistaramótinu fyrir tveimur árum en mikil endurnýjun hefur átt sér stað

síðan þá. Bjartsýnustu menn vona að HM á Spáni marki nýtt upphaf í rússneskum

handknattleik.

Hvíta-Rússland Hvít-Rússar, sem einmitt eru með Íslandi í riðli í undankeppni

EM 2014, leika nú á Heimsmeistaramótinu í annað sinn en frumraun þeirra var þegar

mótið fór fram hér á Íslandi árið 1995. Þá endaði liðið í níunda sæti og síðan þá hefur

liðið ekki náð inn á mótið. Liðið hefur einnig leikið einu sinni á Evrópumótinu en það

var árið 1994 og uppskeran 8. sæti. Miðið við söguna verður að teljast ólíklegt að

Hvít-Rússar muni ná langt á mótinu.

Pólland Pólska liðið er líklegt til afreka í C-riðli. Liðið endaði í öðru sæti á HM

2007 og náði í brons tveimur árum síðar. Pólverjar náðu sér þó ekki eins vel á strik

í Svíþjóð fyrir tveimur árum þar sem uppskeran varð áttunda sætið. Besti árangur

liðsins á Evrópumóti kom þegar liðið náði fjórða sætinu árið 2010 en þá tapaði liðið

gegn Íslandi í leik um bronsverðlaun. Þetta er lið sem að öllum líkindum á eftir að

fara áfram úr riðlinum.

Saudí Arabía Það þykir nokkuð ljóst að lið Saudí Arabíu er ekki að fara að fagna

mikilli velgengni á HM á Spáni í janúar. Landið hefur ekki verið þekkt í gegnum tíðina

sem mikil handboltaþjóð og fátt í spilunum sem segir að það muni breytast í náinni

framtíð. Liðið hefur sex sinnum unnið sér þátttökurétt á HM og kom besti árangurinn

í Portúgal árið 2003 þegar Saudí Arabar náðu 19. sætinu. Liðið hefur í þrígang náð

þriðja sæti í Asíukeppninni, árin 2002, 2008 og 2012.

C-riðillZaragoza

C-riðillinn fer fram í Zaragoza sem er í norðurhluta Spánar, ekki langt frá Barce-lona. Höllin sem leikið verður í var byggð árið 1990 og rúmar um það bil 11.000 manns í sæti.

Hvíta-Rússland

Saudí Arabía

Slóvenía

Pólland

Serbía

Suður Kórea

Page 10: HM 2013 Sport is
Page 11: HM 2013 Sport is

HM 2013 | 11

Serbía Líkt og hjá Svartfjallalandi hefur árangurinn hjá Serbum minnkað eftir að

löndin tvö slitu samstarfi sínu. Síðan Serbar fóru að senda eigið lið til keppni lenti liðið

í 8. sæti á HM 2009 og 10. sæti tveimur árum síðar. Frábært gengi á Evrópumótinu

í fyrra, sem einmitt var haldið í Serbíu, hefur vakið von um að bjartari tímar séu

framundan en þar náði liðið öðru sæti mótsins eftir að hafa tapað gegn Dönum í

úrslitaleiknum.

Slóvenía Slóvenska liðið hefur alls sex sinnum tekið þátt í lokakeppni HM en það

hefur ekki gerst síðan árið 2007 þegar liðið náði 10. sæti, sem er besti árangur liðsins

á Heimsmeistaramóti. Við tóku tvær keppnir þar sem liðinu mistókst að tryggja sér

þátttökurétt en nú eru Slóvenar mættir aftur. Besti árangur Slóvena á stórmóti kom á

Evrópumótinu árið 2004 þegar liðið náði 2. sætinu en það ár var mótið einmitt haldið

í Slóveníu. Liðið náði svo 6. sætinu á EM í fyrra og þykir það gefa góð fyrirheit fyrir það

sem koma skal á Spáni í janúar.

Suður Kórea Lið Suður Kóreu mætir nú til leiks á HM í 11. sinn en besti árangurinn

kom á HM 1997 í Japan þegar liðið náði áttunda sæti. Landslið Suður Kóreu er það lang

sigursælasta í Asíu en liðið hefur níu sinnum unnið Asíukeppnina, þar af í þrjú síðustu

skipti sem mótið hefur verið haldið. Þó að erfitt sé að bera asískan handbolta saman við

evrópsk lið er ljóst að Kóreumenn eiga fína möguleika á því að fara upp úr riðlinum.

Alsír Afríkuríkið Alsír er ekki beint það sem maður kallar stórþjóð í alþjóðlegum

handknattleik. Liðið taldist reyndar nokkuð stórt á afrískan mælikvarða þegar

Alsíringar urðu sex sinnum Afríkumeistarar á 15 árum, 1981-1996, en síðan þá hefur

lítið gengið. Liðið er að keppa í þrettánda sinn á HM og er 13. sætið á mótinu árið

2001 besti árangur þeirra. Alsíringar geta ekki talist líklegir til stórra afreka á mótinu

í ár.

Ástralía Ástralir eru ekki þekktir fyrir afrek sín inni á handboltavellinum og það

er ekkert sem segir okkur að það sé að fara að breytast. Liðið hefur sex sinnum áður

tekið þátt á mótinu og í fimm af þeim skiptum hefur liðið endað í neðsta sæti. Besti,

eða öllu heldur skársti, árangurinn kom þegar liðið náði 21. sæti á HM í Portúgal árið

2003. Ástrálía hefur reyndar unnið Eyjaálfukeppnina í fjögur skipti af þeim fimm

sem keppnin hefur verið haldin en þó skal það tekið fram að einungis tvö lið keppa á

mótinu.

Egyptaland Egyptar eru sigursæl þjóð þegar kemur að afrískum handbolta þó

hróður þeirra hafi ekki borist út fyrir álfuna. Hápunktur þeirra er líklega þegar liðið

náði fjórða sæti á HM í Frakklandi árið 2001. Tveimur árum áður var mótið haldið í

D-riðillMadríd

D-riðillinn fer fram í Madrid sem er hö-fuðborg Spánar. Höllin sem leikið verður í er frekar nýleg því hún var byggð árið 2009. Hún rúmar um 11.000 manns í sæti.

Alsír

Egyptaland

Spánn

Ástralía

Króatía

Ungverjaland

Page 12: HM 2013 Sport is

Opið 11-22 alla daga

áfram strákarnir Okkar!

allur maturinn okkar er úr gæðahráefni, allar marineringar

eru heimatilbúnar, beint frá ♥ og án allra aukefna.

Við notum ekki hvítan sykur og ekkert hvítt hveiti.

minnum líka á samlokubakkana okkar - þeir henta afar vel með leiknum!

ho llt ferskt og framandi

afram island

Page 13: HM 2013 Sport is

HM 2013 | 13

Egyptalandi og lentu Egyptar þá í 7. Sæti. Liðið hefur 5 sinnum unnið Afríkukeppnina,

seinast árið 2008, og þó að liðið sé líklega ekki að fara að vinna HM gæti liðið komist

upp úr riðlinum með smá heppni.

Króatía Króatar eru afar sigurstarnglegir í þessum riðli og ættu hið minnsta

að komast nokkuð þægilega áfram í 16-liða úrslitin. Þeir unnu fyrsta og eina

Heimsmeistaragull sitt árið 2003 og hafa endað í 5 efstu sætunum allar götur síðan.

Liðið náði til að mynda öðru sætinu árin 2005 og 2009. Liðið hefur einnig komist á

verðlaunapall á þremur seinustu Evrópumeistaramótum, með tvö silfur og eitt brons, og

er því til alls líklegt á Heimsmeistaramótinu í ár.

Spánn Það er mikil pressa á Spánverjum enda eru þeir á heimavelli á mótinu og

skilyrðislaus krafa um góðan árangur. Liðið varð Heimsmeistari á HM 2005 og krækti

svo í bronsverðlaun í Svíþjóð 2011. Liðið þurfti svo að gera sér fjórða sætið að góðu á

EM í fyrra en nú vilja Spánverjar sjá liðið sitt með gull um hálsinn á nýjan leik. Hvort að

það séu of miklar væntingar skal ósagt látið en ljóst er að spænska liðið á hið minnsta

að fara nokkuð þægilega upp úr riðlinum.

Ungverjaland Það verður gaman að fylgjast með Ungverjum á mótinu en lið þeirra

ætti að öllu eðlilegu að fara nokkuð þægilega upp úr riðlinum. Liðið endaði í 7. sæti

á HM 2011 og í 8. sæti á EM ári síðar. Liðið komst í undanúrslit á Ólympíuleikunum

síðastliðið sumar eftir að hafa unnið Ísland í 8-liða úrslitum og endaði að lokum í fjórða

sæti mótsins.

Við hvetjum íslenska liðið til afreka á HMFjarðargrjótFuruhlíð 4HafnarfirðiS: 893 9510

Strákarnir okkar stjórna afslættinum!Taktu þátt í HM-leik ÓB

PIPA

R\TB

WA

• SÍ

A •

1238

41

Page 14: HM 2013 Sport is

Með nýjum þjálfara fylgja breytingarAron Kristjánsson undirbýr íslenska liðið nú af kappi fyrir Heimsmeistaramótið á Spáni. Aron er að stýra liðinu í fyrsta sinn á stórmóti og því væntanlega mikil pressa á honum enda þjáist íslenska þjóðin af hjartatruflunum þegar íslenska landsliðið etur kappi á stórmóti. Þrátt fyrir annríki við undirbúninginn gaf Aron sér tíma til þess að svara nokkrum spurningum fyrir lesendur.

Page 15: HM 2013 Sport is

HM 2013 | 15

Miðað við undirbúning liðsins, hversu bjartsýnn ertu fyrir mótið? „Ég er nokkuð bjartsýnn fyrir þetta mót. Varnarleikurinn hefur heilt yfir verið nokkuð öflugur í þessum æfingaleikjum sem við höfum spilað. Nýir menn sem munu gegna stóru hlutverki hafa komið vel inn og sóknarmennirnir okkar eru að skora mikið. Sóknarleikurinn hefur heilt yfir verið í lagi en stirðnar á köflum og við þurfum að laga það. Við erum vel undirbúnir fyrir mótið“

Nú tókstu við liðinu af Guðmundi Guðmundssyni eftir Ólympíuleikana og er HM þín frumraun á stóra sviðinu, ertu stressaður? „Nei ég get ekki sagt að ég sé eitthvað stressaður. Það er frekar að ég finni fyrir mikilli spennu og tilhlökkun fyrir mótinu. Mér finnst það bara skemmtilegt að vera á leiðinni með íslenska landsliðið á stórmót.“

Nú hefur mikið verið rætt um forföllin í hópnum enda nokkrir máttarstólpar úr liðinu ekki með að þessu sinni. Miðað við þau forföll sem við stöndum frammi fyrir og að yngri menn séu að koma inn, þurfa væntingarnar að vera minni en áður?

„Já það er auðvitað ekki hægt að ætlast til þess sama af ungu mönnunum og þeim eldri sem hafa verið lengur í landsliðinu. Samt er ennþá kjarni til staðar sem mun bera liðið uppi og hjálpa þeim yngri. Við verðum að reyna að búa til blöndu úr eldri og yngri leikmönnum og láta blönduna virka. Þá verður einnig mikilvægt að dreifa álaginu meira en kannski oft áður. Þá má ekki gleyma því heldur að yngri leikmennirnir munu öðlast mikla reynslu á þessu móti sem kemur til með að nýtast liðinu vel í framtíðinni.“

Ertu að eigin mati að breyta miklu af því sem forveri þinn var að gera? „Með nýjum þjálfara koma alltaf einhverjar breytingar og þá eru einnig margir nýir leikmenn í liðinu. Við byggjum auðvitað á mjög góðum grunni og reynum að byggja ofan á þann grunn og bæta það sem hægt er að bæta. Hvað varðar vídeófundi og svona leikjaundirbúning þá er þetta ósköp svipað og leikmennirnir þekkja frá forvera mínum.“

Þær breytingar hafa orðið á fyrirkomulagi mótsins að eftir fyrsta riðilinn tekur enginn milliriðill við heldur er farið beint í 16-liða úrslit.

Telur þú að þetta sé góð eða slæm breyting? „Það hentar okkur mjög vel held ég. Við erum nokkurskonar bikarlið eins og staðan er í dag og það getur komið sér vel fyrir okkur að þurfa ekki að treysta á að fara með einhver ákveðin stig í milliriðil. Þegar þú kemur í útsláttarkeppni þá er það bara að duga eða drepast og ég held það henti okkur ágætlega.“

Miðað við allt sem á undan er gengið. Hvað getur talist ásættanlegur árangur fyrir íslenska liðið? „Staðan er þannig að við förum í mjög erfiða riðlakeppni með sterkum þjóðum og við höfum tekið ákvörðun um að horfa ekki lengra en á riðlakeppnina í bili. Við setjum auðvitað kröfu á okkur sjálfa að fara áfram upp úr riðlinum og við verðum að gera það á sem bestan máta til þess að auðvelda okkur lífið mögulega þegar kemur að útsláttarkeppninni. Þegar þangað er komið eru þetta allt eða ekkert leikir og þá eigum við jafn mikla möguleika og andstæðingurinn.“

Page 16: HM 2013 Sport is

HM 2013 | 16

Einbeitum okkurað vinna hvern leikÞað er ekki bara nýr maður í brúnni hjá landsliðinu heldur er nýr leikmaður búinn að taka við fyrirliðabandinu. Guðjón Valur Sigurðsson hefur tekið við bandinu góða af Ólafi Stefánssyni sem lagði skóna á hilluna eftir Ólympíuleikana í London.

Page 17: HM 2013 Sport is

HM 2013 | 17

Guðjón Valur hefur þó fengið nokkurn tíma til þess að aðlagast lífinu sem fyrirliði og er heimsmeistaramótið á Spáni ekki fyrsti vettvangurinn sem Guðjón mun bera bandið góða. Guðjón hefur leikið ríflega 250 landsleiki og skorað í þeim tæplega 1300 mörk. Hann hefur verið einn ástsælasti handknattleiksmaður þjóðarinnar í mörg ár en árið 2006 var hann valinn íþróttamaður ársins af samtökum íþróttafréttamanna.

HM-blaðið setti sig í samband við Guðjón áður en landsliðið hélt út til Svíþjóðar til þess að leika æfingaleik við heimamenn og spurði hann aðeins út í æfingarnar sem að baki voru og hvernig heimsmeistaramótið lægi fyrir honum.

Hvernig hafa æfingarnar fyrir mótið gengið? Fyrir mótið hafa verið langar og margar æfingar en það er ekki mikið álag á þeim. Við erum meira í taktík og að æfa leikkerfi. Það er yfirleitt hættulegt ef að menn leggja sig ekki fram á æfingum og slaka á þessvegna er tekið vel á því inn á milli. Það er ekki mikið álag í langan tíma heldur frekar stuttar skorpur þar sem menn takast á en mestur tími fer þó í að slípa saman leikkerfi.

Á mótinu á Spáni verður boðið upp

á ýmsar nýungar sem ekki hafa áður sést á stórmóti í handbolta. Til dæmis má vera með 16 leikmenn á skýrslu í stað 14 og þá eru engir milliriðlar. Leikið er í fjórum riðlum og fara fjögur lið (af sex) upp úr hverjum riðli beint í sextán liða úrslit. Þetta þýðir að ekki þarf að spá og spekúlera í hversu mörg stig hvaða lið fer með sér upp í milliriðilinn en þeim liðum sem illa hefur gengið í riðlakeppninni og farið án stiga í milliriðil, reynist oftar en ekki ómögulegt að komast í undanúrslitin, þrátt fyrir að vinna alla leikina í milliriðlinum. Nú er farið beint í sextán liða útsláttarkeppni. En hvernig finnst landsliðsfyrirliðanum þetta? Mjög gott. Á undanförnum mótum, þar sem var spilað í milliriðlum, þurfti maður jafnvel að treysta á einhverjar aðrar þjóðir til þess að komast í undanúrslitin ef illa gekk í riðlinum. Núna er þetta ósköp einfalt: Koma sér upp úr riðlinum og eftir það er þetta bara bikarkeppni.

Íslendingar eru orðnir góðu vanir þar sem íslenska handboltalandsliðið hefur tekið þátt í hverju stórmótinu á fætur öðru undanfarin ár og í janúar færast augu þjóðarinnar að sjónvarpsskjánnum þar sem fylgst er með strákunum okkar etja að kappi við hinar ýmsu þjóðir. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa undanfarin ár en brons í Austurríki 2010 og silfur á Ólympíuleikunum 2008 telst frábær

árangur fyrir svo fámennt land. Íslenska landsliðið hefur aðeins mistekist að komast á eitt stórmót af síðustu 13 en finna strákarnir fyrir auknum áhuga þegar styttist í stórmótin? Já svona aðeins, fólk fylgist með og virðist hafa áhuga á þessu sem er bara jákvætt og við tökum því bara fagnandi.

Ekki nóg með það að mikill áhugi sé hjá þjóðinni þá er einnig mikil pressa á strákunum. Þjóðarsálin sveiflast upp og niður með gengi strákanna og voru mörg hjörtu brotinn eftir svekkjandi tap gegn Ungverjum á Ólympíuleikunum í sumar. Þá eru ýmis fyrirtæki sem heita á strákana og ÓB lækkar bensínverð í samræmi við markamun í leikjum þeirra. Hvað finnst Guðjóni um það og finnur hann fyrir aukinni pressu? Það er bara flott framtak, þá þýðir það að það sé ekki nóg að vinna með einu, sagði Guðjón léttur í bragði. Hann setti sig síðar í alvarlegri stellingar. Við höfum nú ekki mikinn áhuga á svoleiðis og erum bara að einbeita okkur að vinna hvern leik fyrir sig og ná í sem flest stig í riðlinum. En það bara æðislegt ef að fólk nýtur góðs af því ef að við spilum vel þó að það blóti mér kannski ef að ég klikka á færi.

Page 18: HM 2013 Sport is

HM 2013 | 18

Einn af þeim fjórum nýliðum í landsliðinu, sem eru að fara á sitt fyrsta stórmót er Stefán Rafn Sigurmannsson. Stefán Rafn leikur stöðu vinstri hornamanns og mun koma til með að gefa Guðjóni Val kærkomna hvíld inn á milli enda langt og strangt mót framundan.

Stefán Rafn hefur verið viðloðandi landsliðið undanfarið ár en árið 2012 var frekar stórt í hans lífi. Hann öðlaðist lykilhlutverk í deildar- og bikarmeistaraliði Hauka í N1-deildinni og í loks árs 2012 var hann keyptur til Rhein Neckar Löwen í þýsku úrvalsdeildinni, til þess að taka við af Uwe Gensheimer, sem hafði meiðst.

Við settum okkur í samband við Stefán Rafn og spurðum hann út í stemminguna í hópnum en eins og áður sagði er hann með yngri mönnum í liðinu og nýliði: „Hún er rosalega góð. Þetta er mjög skemmtilegur hópur, hrikalega þéttur og góður hópur og stemmingin yndisleg,“ sagði Stefán Rafn, glaður í bragði.

Eins og fram kemur að ofan er Stefán Rafn á leið á sitt fyrsta stórmót en

flestir strákar sem byrja að æfa handbolta hafa það að markmiði að leika fyrir hönd íslenska landsliðsins á stórmóti. Hvernig er tilfinningin að vera á leið á sitt fyrsta stórmót fyrir Íslands hönd? „ smá fiðringur en aðallega er þetta hrikalega spennandi. Þetta hefur alltaf verið eitt að mínum markmiðum og tilfinningin er hrikalega góð.“

Samkeppnin um stöður í landsliðinu er virkilega hörð og ekki gefið að vera valinn í hvern hópinn á fætur öðrum. Fjöldinn allur af ungum og efnilegum vinstrihornamönnum hefur verið að koma upp á Íslandi og auk Stefán Rafns hafa þeir Oddur Gretarsson og Bjarki Már Elísson verið viðloðandi landsliðið. Hvað finnst Stefáni um þessa samkeppni? „ búið að vera hrikalega hörð samkeppni sem er frábært. bæði gott fyrir mig og liðið,“ sagði Stefán Rafn.

Ísland er undir stjórn Arons Kristjánssonar á sínu fyrsta stórmóti en Stefán lék einnig undir stjórn Arons hjá Haukum. Þá eru einnig leikmenn sem hafa verið í minna hlutverki að fá meiri ábyrgð og nýliðarnir fjórir eiga eflaust eftir að koma talsvert við sögu. Hvernig

leggst það í liðið? „Ég held að það fari bara vel í liðið. Það eru allir mjög jákvæðir og staðráðnir í að leggja sig alla fram í þetta verkefni.“

En hvert er markmið liðsins á mótinu? „Markmið okkar er að komast í 16-liða úrslit og sjá svo bara til eftir það. Eftir að í 16-liða úrslitin er komið er þetta bara útsláttarkeppni þar sem hver leikur er úrslitaleikur,“ sagði Stefán en mótherjar Íslendinga í 16-liða úrslitum gætu orðið stórþjóðir á borð við Frakkland eða Þýskaland.

Eins og áður hefur komið fram fer mótið fram á Spáni en Spánverjar hafa átt góðu gengi að fagna í fótbolta undanfarin ár. Ekki nóg með að spænska landsliðið sé í fremstu röð heldur eru Real Madrid og Barcelona tvö af bestu félagsliðum heims. Flestir fótboltaáhugamenn (og fylgist Stefán með fótboltanum) halda annaðhvort með Barcelona eða Real, með hvoru liðinu heldur Stefán? „Ég styð Real Madrid enda er Sergio Ramos minn maður.“

Smá fiðringur

Page 19: HM 2013 Sport is

Þorsteinn J. og gestirÞorsteinn J. sér um umfjöllun fyrir og eftir leiki ásamt sérfræðingum Stöðvar 2 Sport, Geir Sveinssyni og Guðjóni Guðmundssyni, og fleiri góðum gestum.

Við trúUm á Sigur

HM í handboltaÍ LEIFTRANDI HÁSKERPU

11.–27. janúar

FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT | 512 5100 | STOD2.IS | VERSLANIR VODAFONE | VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000

Page 20: HM 2013 Sport is

Sterkur leikur

HV

ÍTA

SIÐ

/ S

ÍA -

Act

avis

31

10

40

Notkunarsvið: Íbúfen inniheldur íbúprófen sem er bólgueyðandi, verkjastillandi og hitalækkandi lyf. Íbúfen tilheyrir �okki ly�a sem kölluð eru NSAID lyf (bólgueyðandi lyf sem ekki eru sterar). Íbúfen er notað við vægum til meðal miklum verkjum eins og höfuðverk, mígreni, tannpínu, tíðaverkjum og hita. Ekki má taka Íbúfen: Þeir sem hafa ofnæmi fyrir íbúprófeni, öðrum skyldum ly�um eða einhverju hjálparefnanna. Þeir sem fengið hafa ofnæmisviðbrögð eins og astma, nefrennsli, útbrot með kláða eða ef varir, andlit, tunga eða háls hafa bólgnað upp eftir að hafa tekið íbúprófen eða skyld lyf. Þeir sem þjáðst hafa af sárum eða blæðingum í maga eða smáþörmum (skeifugörn) í tengslum við fyrri notkun bólgueyðandi verkjaly�a, þjást núna af sárum eða blæðingum í maga eða smáþörmum (skeifugörn) eða hafa áður þjáðst af slíku, tvisvar eða oftar, með alvarleg lifrar-, nýrna-, eða hjartavandamál (kransæðasjúkdómar meðtaldir), þeir sem þjást af umtalsverðum vökvaskorti (vegna uppkasta, niðurgangs eða of lítillar vökvaneyslu), eru með einhverjar blæðingar (blæðingar í heila meðtaldar), eru með sjúkdóm af óþekktum uppruna sem leiðir til óeðlilegrar myndunar blóðfrumna. Sérstök varnaðarorð: Þeir sem eru með rauða úlfa (SLE) eða aðra sjálfsnæmissjúkdóma, arfgengan sjúkdóm sem hefur áhrif á blóðrauða, hemoglóbín (purpuraveiki), langvarandi bólgusjúkdóma í þörmum eins og bólgur í ristli með sárum (sáraristilbólgu), bólgur í meltingarvegi (Crohn´s) eða aðra maga- eða þarmasjúkdóma, tru�anir á blóðfrumnamyndun, vandamál tengd blóðstorknun, ofnæmi, ofnæmiskvef, astma, langvarandi bólgur í nefslímhúð, kinnbeinaholum, kokeitlum eða langvarandi teppusjúkdóma í öndunarvegi, blóðrásarkvilla í slagæðum handleggja og fóta, lifrar-, nýrna- eða hjartavandamál eða háan blóðþrýsting, nýkomnir úr meiriháttar skurðaðgerð ættu ekki að nota ly�ð. Meðganga/brjóstagjöf: Íbúprófen má ekki taka á síðustu 3 mánuðum meðgöngu. Aðeins ætti að nota Íbúfen á fyrstu 6 mánuðum meðgöngu í samráði við lækni og ef það er algerlega nauðsynlegt. Íbúprófen getur gert konum er�ðara með að verða þungaðar. Þessi áhrif ganga til baka þegar hætt er að taka ly�ð. Íbúprófen berst í brjóstamjólk í litlum mæli og brjóstagjöf þarf y�rleitt ekki að hætta meðan á skammtíma meðferð stendur. Ef lengri tíma meðferð er áætluð, ætti að meta hvort hætta eigi brjóstagjöf. Aukaverkanir: Svartar, tjörukenndar hægðir eða blóðlituð uppköst (sár í meltingarvegi með blæðingum), brjóstsviði, kviðverkir, meltingar-tru�anir, tru�anir í meltingarfærum s.s. niðurgangur, ógleði, uppköst, vindgangur og harðlí�, sáramyndun í meltingarvegi með eða án rofs, þarmabólga og versnandi bólga í ristli og meltingarvegi (Crohn´s) og pokamyndun í digurgirni (rof eða �stlar), smásæjar blæðingar frá þörmum sem geta leitt til blóðleysis, sára og bólgu í munni, höfuðverkur, sy�a, svimi, sundl, þreyta, æsingur, svefnleysi og viðkvæmni. Skammtastærðir: Fullorðnir og unglingar eldri en 12 ára (≥ 40 kg): 200-400 mg sem einn skammtur eða 3-4 sinnum á dag með 4-6 klst. millibili. Hámarks dagsskammtur er 1200 mg. Börn 6-9 ára (20-29 kg): 200 mg, 1-3 sinnum á dag á 4-6 klst. fresti eftir þörfum. Hámarks skammtur er 600 mg á dag. Börn 10-12 ára (30-40 kg): 200 mg, 1-4 sinnum á dag á 4-6 klst. fresti eftir þörfum. Hámarks skammtur er 800 mg á dag. Sjá nánar í fylgiseðli. Börn 12 ára og yngri eiga ekki að nota Íbúfen nema í samráði við lækni. Ly�ð er ekki ætlað börnum yngri en 6 ára. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja ly�nu. Janúar 2013.

– Bólgueyðandi og verkjastillandiÍbúfen®400 mg, 30 stk og 400 mg, 50 stk