24
Listamaðurinn Erlingur Jónsson 75 ára Listamaðurinn Erlingur Jónsson 75 ára Hljómar með karlakórnum Heimi Það er líf eftir Kanann Laxness - fjöðrin afhent á Erlingskvöldi Góð afkoma hjá Sparisjóðnum í Keflavík á síðasta ári Sögutengd ferðaþjónusta í brennidepli Íþróttir Ég gæti vel hugsað mér að flytja suður með sjó Útskriftarnemar FS á haustönn 2004 FAXI apríl 2005 20.1.2005 9:18 Page 1

Hljómar með karlakórnum Heimi Það er líf eftir Kanann ...mitt.is/faxi/1tbl2005.pdfHanna, Þitt fyrsta bros o.fl.) lagi eftir Cole Porter (Wunderbar úr Kysstu mig Kata), ameríska

  • Upload
    others

  • View
    5

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Hljómar með karlakórnum Heimi Það er líf eftir Kanann ...mitt.is/faxi/1tbl2005.pdfHanna, Þitt fyrsta bros o.fl.) lagi eftir Cole Porter (Wunderbar úr Kysstu mig Kata), ameríska

Listamaðurinn

Erlingur Jónsson

75 ára

Listamaðurinn

Erlingur Jónsson

75 ára

◆ Hljómar með karlakórnum Heimi

◆ Það er líf eftir Kanann

◆ Laxness - fjöðrin afhent á Erlingskvöldi

◆ Góð afkoma hjá Sparisjóðnum í Keflavík á síðasta ári

◆ Sögutengd ferðaþjónusta í brennidepli

◆ Íþróttir

◆ Ég gæti vel hugsað mér að flytja suður með sjó

◆ Útskriftarnemar FS á haustönn 2004

FAXI apríl 2005 20.1.2005 9:18 Page 1

Page 2: Hljómar með karlakórnum Heimi Það er líf eftir Kanann ...mitt.is/faxi/1tbl2005.pdfHanna, Þitt fyrsta bros o.fl.) lagi eftir Cole Porter (Wunderbar úr Kysstu mig Kata), ameríska

2 FAXI

Útgefandi: Málfundafélagið Faxi, Keflavík.Afgreiðsla: Vallargata 17, sími 868 5459. Ritstjóri: Guðni Björn Kjærbo. Netf: [email protected]ðstjórn: Kristján Gunnarsson, Helgi Hólm, MagnúsHaraldsson, Geirmundur Kristinsson og Birgir Guðnason.

Öll prentvinnsla: Stapaprent ehf.Grófin 13c - 230 Keflavík. Sími 421 4388 - Fax 421 4388Netfang: [email protected] v/auglýsinga: [email protected]íðumyndina tók Arnar Fells

Það er dálítið skondið, sagði hinnbráðskemmtilegi kynnir Óskar Pét-ursson á tónleikum í Stapa laugar-

daginn 9. apríl s.l., að í fyrsta sinn sem viðHeimismenn syngjum í Stapanum þá erþað með ,,unglingahljómsveitinni“ Hljóm-um frá Keflavík. Það var sannarlega eftir-vænting í Stapanum við þetta tækifæri ogfyrir nánast fullu húsi fluttu þessir róm-uðu en ólíku listamenn ákaflega skemmti-lega hljómleika. Fyrst söng Heimir fimmlög, m.a. Sveinkadansinn eftir SigvaldaKaldalóns og hið gullfallega lag Austurdal-ur eftir Árna Gunnarsson í útsentingu kór-stjórans Stefáns R. Gíslasonar. Mikla

hrifningu vakti flutningur kórsins á laginuCore ´ngrado eftir Savatore Cardillo. Þarsöng Óskar Pétursson einsöng og stóðhann sig afbragðsvel. Sagt er að Cardillohafi samið lagið fyrir Caruso svo Óskarvar ekki að glíma við garðinn þar semhann er lægstur! Næst stigu Hljómarnir ásviðið og spiluðu nokkur lög við góðarundirtektir.Var þar bæði um að ræðagamlar Hljómaperlur sem og ný lög afnýjasta hljómdiski þeirra. Hljóp mikiðstuð í salinn þegar Fyrsti kossinn hljómaðiog með hressuilegu gítarsólói sýndi GunniÞórðar að hann er enn í fullu fjöri. Í lag-inu Þú og ég sýndi og Engilbert Jensen

frábæran söng. Aldrei þessu vant var Rún-ar frekar stilltur enda var svo mikið af allskyns tækjum og tólum á sviðinu að lítiðsvigrúm gafst til gamalla takta. Eftir hlétróðu svo karlakórinn og hljómsveitin uppsaman og þá kvað aldeilis við nýjan tón. Íþá söngskrá hafði verið blandaður góðurkokteill gamalla Hljómalaga (HarðsnúnaHanna, Þitt fyrsta bros o.fl.) lagi eftir ColePorter (Wunderbar úr Kysstu mig Kata),ameríska laginu Fly me to the moon viðtexta eftir Frank Sinatra, og hið gullfal-lega kóralag Mælifellshnjúkur eftir kór-stjórann. Samsöngurinn rann ljúflega ígegn enda engir aukvisar að verki enHljómar hafa starfað í rúm 40 ár og Heim-ir hefur starfað frá því í desember 1927eða í hartnær 80 ár! Óhætt er að segja aðþakið hafi nær fokið af Stapanum þegar ílokin hið margfræga Hljómalag ,,Bláu aug-un þín“ var leikið og sungið þar sem Ósk-ar og Engilbert sungu tvísöng. Hljómleik-arnir voru í heild mjög vel heppnaðir ogeiga þeir félagar Hljómar og Heimir bestuþakkir skildar.

Flytjendur voru sem hér segir:Hljómar: Gunnar Þórðarson, Engilbert

Jenson, Rúnar Júlíusson og ErlingurBjörnsson. Aðrir hljóðfæraleikarar: SigfúsÖrn Óttarsson á trommur og Jón KjellSeljeseth á hljómborð.

Karlakórinn Heimir: Stefán R. Gíslasonstjórnandi, Thomas Higgerson hljómborðs-leikari. Einsöngvarar voru þeir Pétur ogÓskar Péturssynir. HH

Söngskemmtun í Stapanum,skemmtileg

nýbreytni

Hljómar með karlakórnum Heimi

1. tö lublað - 65. árgangur - 2005

FAXI apríl 2005 20.1.2005 9:18 Page 2

Page 3: Hljómar með karlakórnum Heimi Það er líf eftir Kanann ...mitt.is/faxi/1tbl2005.pdfHanna, Þitt fyrsta bros o.fl.) lagi eftir Cole Porter (Wunderbar úr Kysstu mig Kata), ameríska

FAXI 3

FAXI apríl 2005 20.1.2005 9:18 Page 3

Page 4: Hljómar með karlakórnum Heimi Það er líf eftir Kanann ...mitt.is/faxi/1tbl2005.pdfHanna, Þitt fyrsta bros o.fl.) lagi eftir Cole Porter (Wunderbar úr Kysstu mig Kata), ameríska

4 FAXI

Sá langþráði viðburður átti sér nýlega stað að Íslands-meistarmótið í sundi innanhúss fór fram í full-kominni, 50 metra sundlaug. Þá var mótið sem sagt í

fyrsta skipti haldið í hinni nýju og glæsilegu 50 m laug íLaugardalnum í Reykjavík. Er enginn vafi á að tilkomahennar mun stuðla að miklum framförum meðal sundfólksokkar. Þátttakendur frá ÍRB stóð sig með miklum ágætumá mótinu og var að bæta sinn besta árangur í flestum sund-um. Besti árangurinn var sem hér segir:

Birkir Már Jónsson: Íslandsmeistari í 200m flugsundi og 200m skriðsundi.Davíð Hildiberg Aðalsteinsson: Silfur í 200m baksundi.Erla Dögg Haraldsdóttir: Íslandsmeistari í 100 og 200mbringusundi og 200 og 400m fjórsundi, silfurverðlauní 50m bringusundi.Guðni Emilsson: Bronsverðlaun í 100 og 200m bringusundi.Helena Ósk Ívarsdóttir: Íslandsmeistari í 50m bringusundiog silfurverðlaun í 100 og 200m bringusundi.Hilmar Pétur Sigurðsson: Íslandsmeistari í 1500m skriðsundiog bronsverðlaun í 400m fjórsundi.Jón Oddur Sigurðsson: Silfurverðlaun í 50m bringusundi.

Ljósmyndir: Níels Hermannsson

Faxi vill óskaöllu sundfólkiÍRB til ham-ingju með sinngóða árangur ogsendir jafnframthamingjuóskirvarðandi bygg-ingu nýrrar inni-sundlaugar íbænum.

Góð frammistaða á Íslandsmeistaramótinu í sundiGóð frammistaða á Íslandsmeistaramótinu í sundi

FAXI apríl 2005 20.1.2005 9:18 Page 4

Page 5: Hljómar með karlakórnum Heimi Það er líf eftir Kanann ...mitt.is/faxi/1tbl2005.pdfHanna, Þitt fyrsta bros o.fl.) lagi eftir Cole Porter (Wunderbar úr Kysstu mig Kata), ameríska

Fáum óraði fyrir um þremur til fjórumárum, þeim samdrætti sem orðinn erað veruleika hjá Varnarliðinu uppi á

Keflavíkurflugvelli. Í fyrstu göntuðust mennmeð þetta þ.e. að herinn væri að fara, en síð-an gerðist það einn góðan veðurdag að ískald-ur veruleikinn blasti við fjölmörgum fjölskyld-um hér á svæðinu, þegar fyrstu uppsagnirnarkomu til framkvæmda.

Einn af þeim sem var í fyrsta uppsagnar-hópnum var Valur Margeirsson. En áður en tiluppsagnarinnar kom, var hún á síðustu stundudregin til baka. En Valur var ekki lengi í Para-dís, því rúmu hálfu ári síðar fékk hann afturuppsögn og í þetta sinn var hún raunveruleg.

Okkur lék forvitni á að vita hvernig áhrifþetta hefði haft á Val og hans fjölskyldu ogfengum hann til að deila þessari reynslu meðokkur.

„Sko, það er líf eftir flugvöllinn. En það ernú samt ekki lengra síðan, en stuttu frá þvíáður en mér var sagt upp, að þá hélt ég einsog fleirum að ég myndi enda minn starfsferilá Vellinum í því starfi sem ég hafði gegnt umrúmlega þriggja áratuga skeið. En raunin varðönnur og það ferli sem þá fór í gang er ótrú-legt. Allir voru á nálum um lífsafkomu sína,enginn var óhultur og voru margir af mínumgömlu félögum undrandi þegar það kom í ljósað ég hafði fengið uppsagnarbréf.“

Hvernig leið þér við þessi tíðindi?Í fyrstu leið mér eins og mér hafði verið

hafnað og hent út í ystu myrkur. Fjölskyldunnileið vitaskuld jafn illa, því við horfðum fram áatvinnuleysi þar sem atvinnuástandið hér varekki beisið. Og þar sem ég var fyrirvinnan áheimilinu, þá kom þetta sér mjög illa. Ég ereinnig á þeim aldri að það er ekki auðvelt aðkomast í nýja vinnu. Allt þetta gramdist mérmjög og fannst eins og brotið hefði verið ámér.

Hvernig þá?Það má eiginlega útskýra það þannig þegar

maður horfir til baka og upplifir í huganumþað sem búið er að gerast þarna. Óánægjuna,óvissuna, allt þetta sem búið er að leggja ámann andlega. Það má segja að þetta sé óá-sættanlegt. Og það sem er eiginlega óásættan-legast er að svo virðist sem enginn hafi gertnokkurn skapaðan hlut til að rétta því fólkihjálparhönd sem var að missa vinnuna þessimisserin. Stjórnvöld hafa algerlega brugðistog þær samráðsnefndir sem skipaðar hafa ver-ið til að sporna við þeim áhrifum sem af þessuhlytist hafa ekki skilað neinum árangri. Alltþetta brýtur fólk niður.

Í framhaldi af þessu fer maður að pæla íhlutunum og horfir á hvernig mál hafa þróasthér á Suðurnesjum. Hér hefur byggð nánast

eingöngu risið upp með þeim hraða fyrst ogfremst vegna veru Varnarliðsins. Fólk streym-di hingað á árum áður til að komast í fastavinnu og örugga vinnu og því hófst þessi miklauppbygging sem á varð raunin. Þegar Byggða-stofnun var á sínum tíma sett á laggirnar varlína dregin á milli Hvalfjarðar og Þorlákshafn-ar og okkur sagt að við fengjum enga fyrir-greiðslu til að atvinnuuppbyggingar eins ogönnur svæði landinu þar sem við værum svovel í stakk búin af því að við hefðum Kanann.

Nú þegar Kananum þóknast að hverfa héð-an og virða ekki lengur Varnarsáttmálann afþví að hann kemur Bandaríkjamönnum ekkilengur að notum, þá sitjum við hér á Suður-nesjum í ástandi sem er algerlega óásættan-legt. Atvinnuhrun er orðið að veruleika, semforustumenn þjóðarinnar verða að horfast íaugu við. Þeir verða því að sýna sóma sinn íþví að koma þessu svæði til hjálpar. Það þýðirekki að tala um það, það verður bara að fram-kvæma það strax. Nú þegar hefur þetta orðiðfjöskyldum til tjóns, því Kaninn var ekkert aðspá í það hvort viðkomandi hefði byrjað aðvinna í gær eða fyrir þrjátíu árum, þegar komað því að segja fólki upp. Þetta er nú þettamikla atvinnuöryggi í hnotskurn.

En hvað með þig. Hvernig leystir þú þín mál?Það var nú ekki auðvelt því maður var hálf

lamaður í fyrstu. En svo reif maður sig upp árassgatinu og spýtti í lófana og fór af stað aðleita sér að vinnu. Eins og ég sagði hér áðanþá var ekki um auðugan garð að gresja. Égvelti ýmsu fyrir mér án árangurs. En svo fréttiég einn daginn að Ómar Jónsson á Fitjumhefði hug á að selja reksturinn þar sem hannværi að söðla um. Ég hafði því samband viðhann og gerði honum tilboð sem hann tók. Égstökk því út í djúpu laugina eins og sagt er og

er eftir öll þessi ár, farinn að vinna hjá sjálf-um mér á bensínstöð Orkunnar þar sem eng-inn annar vildi mig, segir Valur og hlær við.

Og hvernig líkar þér við nýja bossann (þig sjálfan)

Helvíti vel. Það er gott að vinna hjá honumog má segja að ég hafi uppgötvað á síðustuvikum að ég hafi hreinlega verið á rangri hilluallt mitt líf. En svona eru örlögin. Engin veitsína ævi fyrr en öll er. En ég hefði aldrei trúaðþví, kominn á þennan aldur að maður ætti eft-ir að stofna fyrirtæki og verða sinn eigin herraí ellinni.

En þar sem ég hef verið að þjónusta mennallt mitt líf, þekki ég það og veit að þar liggurminn styrkur og ætla ég að reyna að halda þvíáfram svo lengi sem kraftar leyfa. Ég vil fá aðkoma því hér á framfæri að ég er mjög þakk-látur Suðurnesjamönnum fyrir þær móttökursem við höfum fengið og miðað við þær, þákvíði ég ekki framtíðinni. Ég er þó ekki einn íþessum bransa, því vinur minn, Jón Þór Ön-undarson er meðeigandi með mér í þessu.Viðerum með mörg járn í eldinum, gerum viðbremsur og fleira sem til fellur varðandi bíl-ana og ætlum við að lengja opnunartímann oger hann frá sjö á morgnana til tíu á kvöldinvirka daga en um helgar er opið frá tíu til tíu.

Eitthvað að lokum ValurEkki nema það að það er deginum ljósara

að herinn er á förum. Þeirri staðhæfingu neitamenn ekki. Því legg ég til að stjórnvöld ásamtbæjaryfirvöldum á svæðinu, móti stefnu tilframtíðar um hvað skuli gera þegar herinn erhorfinn á braut. Það verður of seint í rassinngripið ef engar áætlanir liggja fyrir þegarKanianum þóknast að fara, sagði Valur Mar-geirsson að lokum. gbk.

FAXI 5

-segir Valur Margeirsson sem stökk út í djúpu laugina og hóf eiginn rekstur eftir aðhafa verið sagt upp störfum eftir þriggja áratuga starf hjá Kananum

Það er líf eftir KanannValur Margeirsson fyrirframan bensínstöðOrkunnar á Fitjum.

FAXI apríl 2005 20.1.2005 9:18 Page 5

Page 6: Hljómar með karlakórnum Heimi Það er líf eftir Kanann ...mitt.is/faxi/1tbl2005.pdfHanna, Þitt fyrsta bros o.fl.) lagi eftir Cole Porter (Wunderbar úr Kysstu mig Kata), ameríska

Listamaðurinn Erlingur Jónsson, sem áðurvar kennari í Keflavík og hefur um mar-gra ára skeið verið búsettur í Noregi, hef-

ur margoft sótt innblástur í verk Halldórs Lax-ness. Í Keflavík er eitt af listaverkum hans, Lax-ness-fjöðrin, mótuð í líkingu arnarfjarðrar. Er-lingur hefur nú ákveðið að gefa fjölda af smáumafsteypum af Laxness-fjöðrinni til að veita viður-kenningu fyrir framlag til eflingar íslenskrartungu og góð tök á íslensku máli, einkum meðalæskufólks.

Ákveðið var í þessu sambandi að láta farafram ritgerðarsamkeppni meðal nemenda í 8. -10. bekk í Myllubakkaskóla. Efnisval var frjálsten lengd ritgerðar skyldi vera á bilinu 150 - 300orð. Tvenn verðlaun voru veitt, ein fyrir dreng oghin fyrir stúlku, en allir sem taka þátt fengu við-urkenningarskjal fyrir þátttökuna.

Úrslitin voru síðan tilkynnt á Elingskvöldi íDuushúsum þann 31. mars s.l. og voru það SædísHulda Aðalbjörnsdóttir og Davíð MárGunnarsson sem áttu bestu ritgerðirnar og lásuþau ritgerðir sínar sem hér fara á eftir.Við verð-launafhendinguna tilkynndi Brynja Árnadóttirskólastjóri að næst færi þessi ritgerðarsam-keppni fram Austurbæjarskóla í Reykjavík enþað er einmitt sá háttur sem hafður verður á íþessri keppni að viðkomandi skólar tilnefniávallt þann næsta þar sem samkeppnin á að farafram

Langferð hefst á einu skrefiHver er upphafsmaður vonskunnar? Hver fékk

hugmyndina að stríði og styrjöldum? Í heiminumer eitt sem ég hef aldrei skilið, af hverju býr þettahatur í mönnununm, af hverju getur fólk ekki lifaðí sátt og samlyndi við hvert annað? Svarið er aðfólk hefur ekki tíma til að hugsa um aðrar mann-eskjur.

Margir eru búnir að gefast upp á að bjargaheiminum frá hatrinu því þeir halda að þeir séusvo vanmáttugir gagnvart þessari stóru bláu jörðsem við lifum á. Margir hafa stór orð um hvernigeigi að bæta heiminn en þetta er yfirleitt fólk sembíður eftir því að einhverjir aðrir geri það fyrir sig.

Sannleikurinn er sá að það þarf bara einn, til aðbyrja að breiða góðmennsku í kringum sig. Lausn-ina er að finna innra með okkur öllum. Ef fólkgerði eitthvað fyrir aðra í staðinn fyrir að ætlasttil alls af öðrum breiddist friður smátt og smáttum samfélagið. Það gerði það að verkum að auð-veldara yrði fyrir fólk að lifa í ást og hamingju viðhvert annað. Glæpum fækkaði til muna og okkurliði miklu betur. Ég er manneskja sem trúi ekki átilviljunarkennt líf, þar sem allir draga heppni eðaóheppni sína upp úr hatti. Við fáum það sem viðeigum skilið.

Kærleikurinn réði ríkjum ef allir lifðu eftir þess-um reglum því langferð hefst á einu skrefi.

Sædís Hulda Aðalbjörnsdóttir 9. JS

Sir. Guðmundur Gunnarsson Guðmundur Gunnarsson var inni í skólastofunni

sinni og gat ekki setið kyrr. Hann var svo spennturyfir því að komast úr þessari prísund. Klukkan,sem minnti einna helst á dáleiðsluhring sló hægtog rólega og gaf frá sér hljóð eins og þegar litlir

dropar af vatni detta í baðkerið þegar þú hefurekki skrúað nógu vel fyrir. Tikk takk, tikk takk.

Það var grafarþögn í skólastofunni og allir virt-ust vera að læra. En Gummi vissi betur og innstinni voru allir að hugsa um það sama og hann,sumarfríið. Það var síðasti dagur skólaársins ogGummi hafði ætlað sér að fara í sveitina til Robbafrænda sem var með fullt af rollum á fjalli og líkanokkra hesta í haga. Uppáhalds hesturinn hansGumma hét Blesi, skjóttur og ákaflega fallegurhestur. Blesi var svona hestur eins og riddararnirhöfðu riðið, traustur og sterklega vaxinn. ,,Hannhefði verið tilvalinn hestur fyrir Prins Valiant“hugsaði Gummi með sér. Hann var með stílabók-ina opna og hafði krotað riddara hringborðsins,hesta og sverð á blaðsíðuna. Gummi var nefnileganýbúinn að lesa ævintýri um Prins Valiant og

Arthúr Konung og hafði mikinn áhuga á öllu semtengist riddaramennsku. En Ásdís kennarinn hanshafði það aftur á móti ekki. Hún hafði skipaðbekknum að gera ritgerð um eftirminnilegan dagog Gummi var alveg tómur í hausnum, honumdatt enginn merkilegur dagur í hug og þess vegnahafði hann ekki ritað eitt einasta orð niður á blað-ið. Nú var Gummi alveg að leka niður, þessi ritun-artími var einn sá grútleiðinlegasti sem hann hafðiverið í. Hann var fastur í sínum dæmigerða dag-draumi, að berjast við dreka og bjarga prinsessum.Prinsessan hans Gumma hafði alltaf sama andlit-ið.

Andlitið átti Heiða, ljóshærð og nokkuð þroskuðstelpa með blá augu og rjóðar kinnar. „LafðiHeiða“ eins og vinir Gumma kölluðu hana oft útafbrennandi áhuga Gumma á bæði riddaramálumog ljóshærðu stúlkunni í hinum bekknum. Aðþessu sinni var Lafði Heiða föst í kastalaturninumog ógurlegur eldspúandi dreki gætti þess að enginnkæmist að henni. Auðvitað kemur Gummi tilbjargar á hestinum Blesa klæddur skínandi brynju,með skjöld prýddan merki riddara hringborðsins oghélt sverði á lofti. Þetta sverð hét Excalibur, sverðArthúrs Konungs og hafði Gummi fengið það aðgjöf fyrir að bjarga konungsríki Arthúrs í draumn-um kvöldið áður. Gummi leggur til atlögu og hegg-ur halann af drekanum og hrópar svo: ,,Ekkert aðóttast Heiða prinsessa, Sir. Gummi er hér!“ og ríðursvo að kastalaturninum. En skyndilega þá heyristógurlegt óp frá drekanum sem átti að vera stein-dauður: ,,Guðmundur! Guðmundur ertu sofandi?!Viltu gjöra svo vel að vakna Guðmundur!“ Svo erkennaraprikinu þrykkt í borðið. Gummi kippistallur við og sest upp með stírur í augunum. ,,Guð-mundur, ég trúi þessu ekki! Að þú hafir verið sof-andi í miðjum ritunartíma? Hvað á þetta eigin-lega að þýða! Og hver er þessi Heiða Prinsessa semþú talar um?“ segir hún svo. ,,Ha? Æji engin“stynur Gummi uppúr sér og þurrkar stírurnar úraugunum. ,,Jú það er Heiða úr hinum bekknum!“segir Skúli bekkjabróðir Gumma og allur bekkur-inn velltist um af hlátri. ,,Þegiðu Skúli og haltuáfram að skrifa! Hvaða ástæðu getur þú gefið mérfyrir þessu Guðmundur?“ orgar kellingin. ,,Ég erbara svo þreyttur, ég vakti svo lengi í nótt. Ég varað lesa um Prins Valiant.“ ,,Prins Valiont segirðu,já fyrst þú hefur svona mikinn áhuga á þessumPrins Valiont eða hvað sem hann nú heitir, að þúgetir bara sofnað hérna í ritunartíma þá geturðuallt eins setið hér eftir og skilað mér 250 orða rit-gerð um manninn!“. Gummi situr eftir og á ekki íneinu basli með að skrifa 250 orð um hetjuna sína,hann skrifar ritgerðina á 20 mínútum og labbarsvo glaður í bragði með blaðið til Ásdísar sem líturyfir verkefnið og segir svo: ,,Nokkuð gott, drífðu þignú heim til þín. Og hafðu það gott í sveitinni ísumar, Sir. Gummi!“

Davíð Már Gunnarsson

Á áðurnefndu Erlingskvöldi var ErlingurJónsson heiðraður á sínum 75 ára afmælisdegi.Hér til hliðar má sjá glefsur af listamanninumvið störf sín sem og myndir af ýmsum lis-taverkum. Myndir þessar tók Arnar Fells er hannvar nýlega í heimsókn hjá Erlingi í Osló.

HH

6 FAXI

Laxness - fjöðrin afhent á Erlingskvöldi Erlingur Jónsson

leggur til verðlaun íritgerðasamkeppni

FAXI apríl 2005 20.1.2005 9:18 Page 6

Page 7: Hljómar með karlakórnum Heimi Það er líf eftir Kanann ...mitt.is/faxi/1tbl2005.pdfHanna, Þitt fyrsta bros o.fl.) lagi eftir Cole Porter (Wunderbar úr Kysstu mig Kata), ameríska

FAXI 7

Erlingur á í viðskiptum við fullt af verkstæðum víðsvegar um Ósló. Hérsést hann á spjalli við bræður sem eiga járnsmíðaverkstæði en hjá þeimgengur hann alltaf undir nafninu Ísland.

Erlingur við logsuðu á einu tveggja verkstæðasinna.

Verkið Hrafnar Óðins á heimili Erlings.

Erlingur á tali við gamla starfsfélaga sínavið Bredtvet skólann í Ósló

Mánahesturinn fyrirframan Bredtvet skólann

Erlingur vinnur að lágmynd af ritstjóraMorgunnblaðsins, Styrmi Gunnarssyni

Erlingur við vinnu á einu verkstæða sinna. Í forgrunni má sjá brjóstmyndir af Vigdísi Finnbogavinkonu Erlings

FAXI apríl 2005 20.1.2005 9:18 Page 7

Page 8: Hljómar með karlakórnum Heimi Það er líf eftir Kanann ...mitt.is/faxi/1tbl2005.pdfHanna, Þitt fyrsta bros o.fl.) lagi eftir Cole Porter (Wunderbar úr Kysstu mig Kata), ameríska

Hagnaður Sparisjóðsinsí Keflavík árið 2004nam 508,9 m. kr. fyrir

skatta samanborið við 738,2 m.kr. árið 2003. Hagnaður eftirskatta nam 408,6 m. kr. saman-borið við 604,1 m. kr. árið 2003.Arðsemi eigin fjár var 17,3%.Minnkun hagnaðar á milli áramá að mestu rekja til minnigengishagnaðar. Hafa þó tvösíðustu ár verið með ágætumen þar á bæ eru menn varkárirog spá minni hagnaði á yfir-standandi ári. Ástæður hinnarágætu afkomu á árinu 2004voru m.a. góður gengishagnað-ur af fjármálastarfsemi sem ogmjög hagstæð efnahagsþróun.Helstu einkenni hennar vorumikill hagvöxtur, aukið fram-boð á lánamarkaði og sterkstaða íslensku krónunnar.

Séu skoðaðar nokkrar tölu-legar stærðir úr starfsemisparisjóðsins kemur m.a. eftir-farandi í ljós sem sýnir aðstofnunin stendur mjög vel

enda er hér um að ræða einnaf stærstu sparisjóðum lands-ins: ◆ Vaxtatekjur Sparisjóðsins

námu 1.902,2 m.kr. envaxtagjöld námu 1.131,8m.kr. Hreinar vaxtatekjurnámu því 770,5 m.kr. sam-anborið við 721,0 m.kr.árið 2003 sem er hækkunum 6,9%.

◆ Aðrar rekstrartekjur voru884,6 m.kr. en önnurrekstrargjöld voru 829,7m.kr., þar með talið 316,4m.kr. framlag í afskriftar-sjóð.

◆ Heildarinnlán í Spari-sjóðnum ásamt lántökunámu í lok árins 200418.824 m.kr. og er aukning-in 20,7% á milli ára. ÚtlánSparisjóðsins ásamt mark-aðsskuldabréfum námu21.082,3 m.kr. í lok ársins2004 og höfðu aukist um4.631,1 m.kr. eða um28,2%.

◆ Í lok ársins var niðurstöðu-

tala efnahagsreiknings26.310,9 m.kr. og hafði húnhækkað um 6.318,2 m.kr.eða 31,6%. Eigið fé Spari-sjóðsins í lok ársins 2004nam 2.682,1 m.kr. og hefureigið fé aukist um 323,2m.kr. eða 13,7%. Eiginfjár-hlutfall Sparisjóðsins sam-kvæmt CAD-reglum er12,56% en var 14,95% ásama tíma árið áður.

◆ Í lok árins 2004 var stofnfé600 milljónir og voru stofn-fjáraðilar 554 talsins.

Merkasta nýbreytnin í starf-semi sparisjóðsins á árinu birt-ist undir lok ársins en þá gekkSparisjóðurinn í Keflavík tilsamstarfs við Íbúðalánasjóð.Munu þessar tvær stofnanir ísameiningu bjóða öllum hús-næðiskaupendum lán sem getanumið allt að 90% af mark-aðsvirði húseignar til allt að 40ára með 4,15% föstum vöxtum.Til viðbótar getur sparisjóður-inn tekið að sér að fjármagna

kaupin til fulls í samræmi viðútlánareglur þaraðlútandi. Erhér um að ræða svar sparisjóð-ins við þeirri samkeppni semvarð á fjármálamarkaði þegarbankarnir tóku að bjóða fast-eignalán á mun lægri vöxtumen tíðkast hafði um langtskeið.

Eins og kunnungt er varSparisjóðurinn í Keflavíkstofnaður árið 1907 og hefurþví þjónað Suðurnesjamönnumí 97 ár. Hann rekur fimm af-greiðslur sem starfræktar eru íKeflavík, Njarðvík, Garði,Grindavík og Vogum. Höfuð-stöðvar Sparisjóðsins eru íKeflavík. Meðalfjöldi starfs-manna árið 2004 var 74,35 semer aukning um 2 stöðugildi fráárinu áður. Sparisjóðssjóri erGeirmundur Kristinsson en for-maður stjórnar er ÞorsteinnErlingsson í Keflavík.

HH

8 FAXI

Góð afkoma hjá Sparisjóðnum í Keflavík á síðasta ári

FAXI apríl 2005 20.1.2005 9:18 Page 8

Page 9: Hljómar með karlakórnum Heimi Það er líf eftir Kanann ...mitt.is/faxi/1tbl2005.pdfHanna, Þitt fyrsta bros o.fl.) lagi eftir Cole Porter (Wunderbar úr Kysstu mig Kata), ameríska

FAXI 9

Íþróttir

Yngri flokkarnir haldaupp heiðri GrindvíkingaÍ íþróttunum hafa skipst á skin og skúrir hjá Grindvíking-

um. Meistaraflokkar karla og kvenna áttu misjöfnu gengiað fagna í vetur. Karlanir misskildu veðurguðina eitthvað oghéldu að það væri komið sumar og fóru því í frí. En stúlk-urnar byrjuðu sínar úrslitarimmur aðeins seinna, en þá varvetrarveðrið aftur skollið á og þær neituðu að fara í snemm-búið sumarfrí og háðu hetjulega baráttu um Íslandsmeist-aratitilinn í körfuboltanum, sem því miður dugði ekki allaleið og enduðu þær í öðru sæti. Hinsvegar hafa yngri flokk-arnir haldið uppi heiðri Grindavíkur og staðið sig feikivel.

Þann 8. apríl 2005 var haldið fjölmenntmálþing í Reykjanesbæ um sögutengdaferðaþjónustu. Aðilar hvaðanæva af land-inu sögðu frá margvíslegum verkefnumsem öll áttu það sameiginlegt að veratengd fyrstu öldum sögunnar á Íslandi.Mikill hugur er greinilega í mönnum aðefla ferðaþjónustuna heima í héruðummeð auknu framboði af afþreyingu. Ís-lendingasögurnar eru hrein gullkista,hafa allt til að bera, hasar, rómantík, sorgog gleði, litað með sterkum litum í frá-bærri sagnatækni þessa tíma. Auk þesseru miðaldir í tísku samanber DaVincilykilinn og fleiri slíkar bækur.

Á málþinginu var og kynnt Evrópu-verkefnið Destination Viking Sagalands,sem Reykjanesbær, ásamt 5 öðrum frá Ís-landi hafa tekið þátt í.Verkefnið miðarað því að tengja sama svæðið þar semvíkingar koma við sögu, eins konar vík-ingaslóðir, með margvíslegri samvinnu ogtengslum. Í tilefni málþingsins afhjúpaði

Gunnar Marel Eggertsson skipstjóri ogskipasmiður, eftirbát Íslendings. Eftirbát-ar voru gjarnan hafðir með í siglingum

til margvíslegra nota og voru oft dregnireftir skipinu, þaðan kemur nafngiftin.

Sögutengd ferðaþjónusta í brennidepli

Mikið og öflugt starf hefur farið fram hjá Ungmannafélagi Grindavíkurog eru margar ungar stúlkur farnar að láta að sér kveða í meistara-flokki. Ljósm/UMFG

FAXI apríl 2005 20.1.2005 9:19 Page 9

Page 10: Hljómar með karlakórnum Heimi Það er líf eftir Kanann ...mitt.is/faxi/1tbl2005.pdfHanna, Þitt fyrsta bros o.fl.) lagi eftir Cole Porter (Wunderbar úr Kysstu mig Kata), ameríska

10 FAXI

Njarðvíkingar lögðuFjölni 90:64 í úrslitumbikarkeppninnar í

körfuknattleik karla þann 13.febrúar s.l. Leið Njarðvíkingaað úrslitaleiknum gegn Fjölnivar sem hér segir.Njarðvíkingar mættu ÍS í 32liða úrslitum og höfðu þar sig-ur 81-130. Þeir mættu næstStjörnunni úr Garðabæ ogunnu léttilega með því aðskora 115 stig gegn 63 stigumStjörnumanna. Næsti leikurvar síðan við nágrannana úrKeflavík og var þar að sjálf-sögðu um hörkuslag að ræðasem lauk með sigri Njarðvík-inga 88-85. Munaði einna mestum stórleik bandaríska leik-mannsins Anthony Lackey semskoraði 30 stig, þar af sjöþriggja stiga körfur, margarmeð miklum tilþrifum. Í und-anúrslitum léku Njarðvíkingarsíðan gegn Breiðabliki úrKópavogi og endaði sú viður-eign með sigri Njarðvíkingasem skoruðu 113 stig gegn 75.Og þá var komið að úrslita-leiknum gegn Fjölni en þeirhöfðu unnið Hamar/Selfoss110-100 í undanúrslitum. Erskemmst frá því að segja að úr-slitaleikurinn náði því aldreiað verða spennandi því þónokkuð jafnræði hafi veriðmeð liðunum framan af (stað-an í leikhléi var 43-39 fyrirUMFN) þá tóku Njarðvíkingar

gjörsamlega öll völd á vellin-um seinni hluta leiksins. Stiga-hæstu menn voru sem hér seg-ir: UMFN: Guðmundur Jóns-son 20 stig, Matt Sayman 18stig, Lackey 17 stig og PállKristinsson 10 stig. Fjölnir: JebIvey 23 stig, Darel Flake 16stig og Nemanja Sovic 14 stig.

Með þessum sigri urðuNjarðvíkingar BikarmeistararKKÍ í áttunda sinn. M.a. unnuþeir fjögur ár í röð á árunum1987-1990, síðan 1992, 1999 og2002. Aðeins KR hefur oftarorðið bikarmeistari, alls í tíuskipti. Faxi óskar Njarðvíking-um til hamingju með bikar-meistaratitilinn 2005.

Í sambandi við þennan góðaárangur Njarðvíkinga hittumvið að máli Einar Árna Jó-hannsson þjálfara liðsins eneftir langan og farsælan þjálf-araferil með yngri lið Njarðvík-inga þá tók hann að sér þjálf-un meistarflokks s.l. haust. Eróhætt að segja að hann hafibyrjað vel.Við báðum hann aðsegja frá því sem væri minnis-stætt eftir tímabilið.

,,Vissulega stendur Bikar-meistaratitill félagsins uppúrþetta árið.

Keflvíkingar höfðu ekki tap-að fyrir íslensku liði á Sunnu-brautinni síðan í

janúar 2003 svo að það varmikilvægur sigur sem við unn-um þegar við lögðum

þá í keppninni Meistararmeistaranna í byrjun október.

Brutum þar ís sem átti eftir aðverða mikilvægur því við dróg-umst svo gegn þeim í 8 liða úr-slitum Bikarkeppninnar og þaðá þeirra velli. Sá leikur barvott um hungur í okkar her-búðum og þar mættu mennvirkilega einbeittir og lögðuallt sitt í leikinn sem skilaðigóðum sigri. Undanúrslitinvoru svotil íslensk af okkarhálfu þar sem erlendu leik-mennirnir léku samtals 12 mín-útur. Úrslitaleikurinn var svofrábær skemmtun fyrir okkurNjarðvíkinga þar sem að viðunnum virkilega góðan sigurgegn spútnikliði Fjölnis.

Þegar maður lítur yfir vetur-inn þá var ánægjulegt að fáloks annan fána í

Ljónagryfjuna en vissulegavoru það mikil vonbrigði aðfara snemma út í

úrslitum Íslandsmóts. Umþessar mundir eru það von-brigðin sem standa upp úr ensíðar meir horfir maður meiratil þess að þetta ár urðum viðBikarmeistarar og unnumreyndar góða sigra eins og ámóti í Danmörku og Meistarameistaranna í Keflavík.“ HH

Viðtalstími bæjarstjóra er á miðvikudögum kl. 09:00 til 12:00. Panta skal viðtalstíma hjá ritara bæjarstjóra í síma 421 6700.

Bæjarbúar eru hvattir til að nýta sér ofanskráðan viðtalstíma.

Einnig er hægt að senda fyrirspurnir og ábendingar tilbæjarstjóra á netfangið [email protected]

Árni Sigfússon,bæjarstjóri

Njarðvíkingar bikarmeistar-ar KKÍ í áttunda sinn

Ljósm. Víkurfréttir

FAXI apríl 2005 20.1.2005 9:19 Page 10

Page 11: Hljómar með karlakórnum Heimi Það er líf eftir Kanann ...mitt.is/faxi/1tbl2005.pdfHanna, Þitt fyrsta bros o.fl.) lagi eftir Cole Porter (Wunderbar úr Kysstu mig Kata), ameríska

Körfuknattleiksdeildheldur úti mjög öflugriheimasíðu þar sem

auðvelt er að fylgjast með ölluþví helsta sem gerist hjá félag-inu.Við tökum okkur hér þaðbessaleyfi að styðjast við frá-sögn á heimasíðunni þegarKeflavík hreppi Íslands-meistaratitilinn fyrir árið 2005.

Keflavík sigraði Grindavík ígær 70-57 og varð þar með Ís-landsmeistari þriðja árið í röð.Það, að þær hafi sigrað úrslita-einvígið við Grindavík 3-0,kemur kannski flestum á óvartnema kannski okkur Keflavík-ingum. Það verður þó að segj-ast að margir höfðu spáð jafn-ara einvígi. Ástæðan sennilegasú að í liði Grindavíkur erumargir góðir leikmenn og t.d.fóru Erla Þorsteinsdóttir ogErla Reynisdóttir yfir tilGrindavíkur fyrir tímabilið.Svandís Sigurðardóttir, ein afsterkari leikmönum ÍS, skiptieinnig yfir og fyrir lokaátökinfengu þær svo eina af betri er-lendu leikmönnunum sem hérhefur spilað til liðs við sig. Þærsigruðu Hauka í undanúrslit-um 2-0 og liðið virtist vera aðsmella saman. Önnur ástæðafyrir því að margir héldu aðþetta einvígi yrði jafnara er aðmargar ungar stelpur eru aðkoma upp í Keflavík og reynsl-

an ekki þeirra megin. Keflavíkvar líka með frábæran kana,Reashea Bristol, sem þurfti aðyfirgefa liðið en í hennar staðkom Alex Stewart sem hefurvaxið með hverjum leik og spil-að frábærlega í úrslitakeppn-inni.

En snúum okkur að leiknumí gær. Það virtist ekkert truflaleikmenn Keflavíkur að hafa

bikarinn kláran á borði viðhliðarlínuna. Þær mættuákveðnar til leiks og komustmest í 12-4 og settu línurnarfyrir leikinn. Grindavík náðioft að minnka muninn enaldrei að jafna eða komast yfir.Grindavík minnkaði muninnniður í eitt stig 20-19 í öðrumleikhluta og staðan í hálfleikvar 36-31.

Þriðji leikhluti var mjögskemmtilegur og komust Kefl-víkingar fljótlega í átta stigamun. Rita, sem hafði verið ístangri gæslu allan leikinn,skoraði 10 stig á stuttum kaflaog þar af tvær þriggja stigakörfur og staðan orðin 43-41 ogleikurinn opnaður upp á gátt.Alex tók þá til sinna ráða ogskoraði fjögur stig í röð ogKeflvíkingar komast í 50-43áður en Sólveig setur niðurþrist og staðan fyrir fjórðaleikhluta 50-46.

Eins og svo oft áður virðistAlex hafa það sem til þarf tilað klára leiki og skoraði húnfyrstu 4 stig leikhlutans. MaríaBen átti þó mikilvægustu körfuleiksins þegar hún skoraðiþrist í stöðunni 54-50. Grinda-vík reyndi hvað þær gátu í lok-in og tóku mikið af slæmumskotum og Keflavík vann leik-inn með 13 stiga mun.

Bestar í kvöld: Alex semskoraði 24 stig, tók 10 fráköstog var valin besti leikmaðurúrslitakeppninnar, Birna Val-garðs, skoraði 8 stig og lékgóða vörn á Ritu. Anna María,sem lék sinn 500 leik, skoraði 8stig og tók 14 fráköst. Svavaskoraði 9 mikilvæg stig, Bryn-dís 8 stig og 9 fráköst og MaríaBen 7 stig og átti mikilvægustukörfu leiksins. Rannveig skor-aði svo 6 stig og átti margargóðar sendingar og spilaðigóða vörn.

Sverrir Þór þjálfari hefurgert frábæra hluti með liðið ívetur og það á sínu fyrsta árisem þjálfari meistaraflokks.Sverri tókst að vinna fjóra titlameð liðinu, meistarakeppnina,hópbílameistarar, deildarmeist-arar og svo Íslandsmeistarar.Sverrir náði að gera efnilegarstelpur að góðum leikmönnum,t.d. Bryndísi Guðmundsdótturog einnig að rífa liðið upp úröldudalnum sem það lenti í eft-ir að Reshea fór.

Keflavík hefur nú orðið Ís-landsmeistari í tólf skipti ogskortir nú aðeins einn titil tilað jafna metin við KR. Til ham-ingju Keflavík.

FAXI 11

Keflavíkurstúlkur Íslandsmeistarar 2005

,,Tvær úr tungunum” – gælunafn á hinum snjöllu leikmönnum BjörguHafsteinsdóttur og Önnu Maríu Sveinsdóttur. Fölskvalaus gleði erÍslandsmeistartitillinn var í höfn. Ljósm/HH

FAXI apríl 2005 20.1.2005 9:19 Page 11

Page 12: Hljómar með karlakórnum Heimi Það er líf eftir Kanann ...mitt.is/faxi/1tbl2005.pdfHanna, Þitt fyrsta bros o.fl.) lagi eftir Cole Porter (Wunderbar úr Kysstu mig Kata), ameríska

12 FAXI

Hvað getur maður sagt um körfu-boltalið Keflavíkur sem ekki hefurverið sagt nú þegar. Þetta er stór-

kostlegt lið. Keflavík varð deildarmeistari íIntersportdeildinni með 36 stig. Liðið vann18 leiki og tapaði aðeins 4. Snæfell varð íöðru sæti með 32 stig og Njarðvík í þriðjasæti með 30 stig. Úrslitakeppnin varð ein-staklega spennandi hvað Keflavíkurliðiðsnerti. Í fyrstu umferð lék liðið gegn Grind-víkingum og eftir tvo leiki var staðan jöfn,bæði liðin unnu sinn fyrsta heimaleik.Grindvíkingar mættu mjög ákveðnir tilKeflavíkur í þriðja leikinn en þeim tókst þóekki að sigra Keflavíkurliðið sem vann meðfimm stigum, 80-75.

Næstu mótherjar voru hið ágæta lið ÍR-inga sem höfðu slegið Njarðvíkinga út meðsigri í tveimur leikjum. Það voru því bjart-sýnir og ákveðnir leikmenn ÍR sem mættutil Keflavíkur í fyrsta leikinn. En þrátt fyrirágætan leik töpuðu þeir fyrir Keflvíkingumsem skoruðu 88 stig gegn 80. En það var alltannað uppi á teningnum þegar næsti leikur

fór fram á heimavelli ÍR. Hinir fjölmörgustuðningsmenn sem fylgdu Keflavík tilReykjavíkur gátu vart trúað sínum eiginaugum þegar ÍR-ingar tóku öll völd á vellin-um og unnu leikinn með 26 stigum - 97-72.En eftir það sáu þeir ekki til sólar og Kefla-vík vann næstu tvo leiki 97-79 og 97-72. Þarmeð voru þeir annað árið í röð komnir í úr-slit gegn hinum harðsnúnu leikmönnumSnæfells.

Fyrsti leikurinn í úrslitarimmunni fórfram í Keflavík og unnu heimamenn frekarauðveldlega, þeir skoruðu 90 stig gegn 75.Annar leikurinn, sem fór fram í Stykkis-hólmi 4. apríl, var á allt öðru plani. Bæði lið-in sýndu sínar bestu hliðar. Snæfell leiddi íhálfleik með 44-42 en Keflavík náði for-ustunni í þriðja leikhluta og var staðan þá71-68. En það var Snæfell sem sigraði áendasprettinum með 97 stigum gegn 93. Þaðvar því ljóst að þriðji leikurinn í Keflavíkmyndi ráða úrslitum varðandi framhaldið ogþar sigraði Keflavík í mjög jöfnum ogspennandi leik með 86 stigum gegn 83. Það

er óhætt að segja að mikil eftirvænting hafiríkt fyrir fjórðu viðureignina í Stykkishólmilaugardaginn 9. apríl. Íþróttahúsið var troð-fullt en þrjár rútur óku vestur með stuðn-ingsmenn Keflvíkinga auk þess sem fjöl-margir komu á eigin vegum. Og ekki vant-aði að heimamenn sýndu liðinu sínu stuðn-ing. Áhorfendur, bæði í íþróttahúsinu semog þeir sem fylgdust með útsendingu á Sýn,urðu ekki fyrir vonbrigðum hvað sjálfaíþróttina varðaði. Bæði liðin buðu upp á frá-bæran körfubolta þar sem Keflavík tók for-ystuna í fyrsta leikhluta og leiddi hann með11 stigum. Snæfellingar voru nær því aðjafna fyrir hlé en þá munaði aðeins einustigi - 52-53. Eftir þriðja leikhluta var staðan76-70 fyrir Keflavík og þeir unnu svo síðastaleikhlutann 22-18.Yfirburðir Keflvíkingavoru of miklir og þeir unnu þetta einvígi3/1. Þar með urðu þeir Íslandsmeistarar íþriðja skipti í röð og hafa þá alls unniðþann titil í átta skipti. Til hamingju Keflavíkog bestu þakkir til allra hinna liðanna íþessari skemmtilegu úrslitakeppni. HH

Keflvíkingar Íslandsmei

Nick Bradford mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar. Ljósm. Víkurfréttir

FAXI apríl 2005 20.1.2005 9:19 Page 12

Page 13: Hljómar með karlakórnum Heimi Það er líf eftir Kanann ...mitt.is/faxi/1tbl2005.pdfHanna, Þitt fyrsta bros o.fl.) lagi eftir Cole Porter (Wunderbar úr Kysstu mig Kata), ameríska

FAXI 13

FJÖLBRAUTASKÓLI SUÐURNESJAVirðing - samvinna - árangur

Innritun á haustönn 2005

Umsóknarfrestur um skólavist á haustönn 2005 er til 14. júní.Innritun nýnema verður 13. og 14. júní kl. 10:00 - 16:00 báða dagana.Sérstök athygli er vakin á nýjum starfsmenntabrautum en þæreru skólaliðabraut, námsbraut fyrir leiðbeinendur á leikskólum ognámsbraut fyrir stuðningsfulltrúa í grunnskólum.Námsframboð Fjölbrautaskóla Suðurnesja auk annarra upplýsinga um skólastarfið er að finna á heimsíðunni www.fss.is Nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu skólans, sími 421-3100. Þar er jafnframt hægt að panta viðtal við námsráðgjafa.

Skólameistari

fimi

-

,

á--ð

na

k

H

eistarar þriðja árið í röð

3-0 má lesa úr þessari myndLjósm. Víkurfréttir

Bikarinn kominn heim!Ljósm. Víkurfréttir

FAXI apríl 2005 20.1.2005 9:19 Page 13

Page 14: Hljómar með karlakórnum Heimi Það er líf eftir Kanann ...mitt.is/faxi/1tbl2005.pdfHanna, Þitt fyrsta bros o.fl.) lagi eftir Cole Porter (Wunderbar úr Kysstu mig Kata), ameríska

14 FAXI

Íhaust tekur hin nýja Íþróttaakademíasem verið er að reisa við hlið Reykja-neshallarinnar til starfa í Reykjanes-

bæ. Ótrúlegur hraði hefur verið á fram-kvæmdum og sjá menn mikinn mun dagfrá degi. Íþróttaakademía þessi verðursjálfseignarstofnun á háskólastigi og erþegar búið að ráða framkvæmdastjóra,Geir Sveinsson, fyrrverandi landsliðsmanní handknattleik sem flestum landsmönn-um er að góðu kunnur. Faxi tók Geir talium komandi verkefni.

Aðspurður sagðist Geir kunna alvegágætlega við sig í þessu nýja starfi. Þettaværi mjög áhugavert en jafnframt mjögkrefjandi og byði upp á mjög svo spenn-andi viðfangsefni auk þess sem fjölbreyti-leikinn yrði að sama skapi mjög mikill ogværi það ekki til að skemma fyrir.

En fyrir hverja verður þessi nýja háskólaakademía?

Hún er í raun og veru fyrir alla þá semhafa áhuga á íþróttum og heilsu. En hug-

myndin er að í boði verði fjölbreytilegtnám á þessum sviðum og að fólk geti fund-ið eitthvað við sitt hæfi, hvort sem um erað ræða styttri námskeið eða háskólanámtil þriggja ára.

Aðspurður um innra starf skólans sagðiGeir að Akademían yrði þrískipt en nærværi að tala um fjórskiptingu.

Í fyrsta lagi væri um almennt þriggjaára háskólanám að ræða í samstarfi viðHáskólann í Reykjavík þar sem nemendur

Ég gæti vel hugsað mér að flytja suður með sjó

-segir Geir Sveinsson framkvæmdastjóri Akademíunnar sem tekur til starfa í haust

FAXI apríl 2005 20.1.2005 9:20 Page 14

Page 15: Hljómar með karlakórnum Heimi Það er líf eftir Kanann ...mitt.is/faxi/1tbl2005.pdfHanna, Þitt fyrsta bros o.fl.) lagi eftir Cole Porter (Wunderbar úr Kysstu mig Kata), ameríska

FAXI 15

útskrifuðust sem íþróttafræðingar meðkennararéttindi.

Í öðru lagi væri um að ræða námskeiða-hald og fræðslu á sviði íþrótta, heilsu ogsímenntunar.

Í þriðja lagi væri fjarkennsla á háskóla-stigi og annað hugsanlegt námskeiðahaldþví tengdu.

Nýjasta og síðasta útspil ÍAK væri hins-vegar samvinnuverkefni við Fjölbrauta-skóla Suðurnesja en í haust myndi fara ígang afreksbraut til stúdentsprófs viðskólann. Til að byrja með yrðu í boði þrjártil fjórar greinar, fótbolti, körfubolti, sundog golf.

Nemendur myndu stunda sína grein ámorgnana fram til kl.10 í Íþróttaakademí-unni en síðan tæki venjulegt skólanám viðhjá FSS. Að því loknu væri síðan gert ráðfyrir því að hver og einn nemandi færi tilæfinga hjá sínu félagi eins og þeir eruvanir.

Þá sagði Geir aðspurður að munurinn áÍþróttafræðasetrinu á Laugarvatni þ.e.gamla Íþróttaskólanum og Akademíunnihér á Suðurnesjum, væri sá að hér myndunemendur geta valið sér ákveðna braut áþriðja vetri en leiðirnar sem nemendurgætu valið á milli væru; Lýðheilsa, Þjálf-un, og Stjórnun og rekstur. En að aukiyrðu svo áherslubreytingar á sjálfum nám-skeiðunum sem líta myndu dagsins ljóssíðar innan tíðar. Báðir skólarnir útskrif-uðu hinsvegar íþróttafræðinga með kenn-araréttindi.En verður einhver önnur starfsemi tengdÍþróttaakademíunni?

Já, hér er á Suðurnesjum er starfandiMiðstöð símenntunar (MSS) sem í dagheldur meðal annars utan um fjarnám áháskólastigi, en þar stunda um 70 nem-endur nám í hinum ýmsu háskólagreinum.Hugmyndin er að Íþróttaakademían getiaðstoðað Miðstöð símenntunar á einhvernhátt varðandi utanumhald en sú vinna erennþá á frumstigi svo ekki er orðið ljósthver aðkoman verður, en það skýrist vænt-anlega fljótlega.

Og svona í lokin Geir. Nú ert þú borgarbarn.Hvernig líst þér á Reykjanesbæ?

Almennt líst mér mjög vel á bæinn ykk-

ar. Það er gríðarleg gróska hér og mikið afgóðum og jákvæðum hlutum að gerast.Bærinn hefur tekið miklum breytingum ogásýnd hans orðin glæsileg. En það er alvegljóst að bærinn þarfnast þess að fleiri fly-tji hingað og ég hef fulla trú að svo verði ínáinni framtíð. Sjálfur bý ég enn í Reykja-vík og er það fyrst og fremst af persónu-legum ástæðum, en ég gæti vel hugsaðmér að flytja hingað suður með sjó í ná-inni framtíð og það er aldrei að vita nemaað svo verði, sagði þessi viðkunnanlegifyrrverandi landsliðsmaður í handknatt-leik, Geir Sveinsson.

FAXI apríl 2005 20.1.2005 9:20 Page 15

Page 16: Hljómar með karlakórnum Heimi Það er líf eftir Kanann ...mitt.is/faxi/1tbl2005.pdfHanna, Þitt fyrsta bros o.fl.) lagi eftir Cole Porter (Wunderbar úr Kysstu mig Kata), ameríska

16 FAXI

Faxi fór á stúfana nú rétt fyrirskömmu og forvitnaðist um þaðhelsta sem væri á döfinni í sveitar-

félögunum hér á Suðurnesjum en allsstað-ar var vorhugur kominn í menn og undir-búningur á fullu til hinna ýmsu góðuverka. Í fréttum var þetta helst.

ReykjanesbærBúið er að úthluta byggingarétti á 500

til 600 íbúðum í Innri Njarðvíkurhverfi íReykjanesbæ og virðist ásókn ætla aðverða mikil á þetta svæði en framkvæmdir

á svæðinu standa yfir af fullum krafti. Þarer og meðal annars verið að byggja nýjangrunnskóla í hverfinu, Akurskóla, semvæntanlega verður tekinn til notkunar íupphafi næsta skólaárs.

Þá standa yfir framkvæmdir á nýbygg-ingu sem verið er að reisa við Flugvallar-veg, en þar verður til húsa hin svokallaðaÍþróttaakademia þar sem fram mun faraháskólanám á sviði íþróttafræða, svo ogýmis fjarkennsla og margt margt fleira.Metnaðarfull nýjung þar.

Framkvæmdir við 50 m. innilaug í Sund-

miðstöðinni við Sunnubraut ásamt vatna-garði eru hafnar og ganga vel og ætti þessinýja aðstaða að gleðja bæði unga semaldna, en gert er ráð fyrir að þessari fram-kvæmd ljúki næsta vor.

VogarVerið er að stækka Stóru-Vogaskóla um

1300 fm og ganga framkvæmdir vel, enáætlað er að framkvæmdum ljúki í ágústn.k. Bætt verður við almennum kennslu-stofum, sérgreinastofum, auk þess semstarfsaðstaða verður bætt. Þá verður íþessari nýju aðstöðu nýr salur tekinn tilnotkunar sem tekur 160 manns í sæti.Hann verður fjölnota salur, notaður á dag-inn fyrir mötuneyti skólans og uppákomurí skólanum en annars notaður sem fundar-,ráðstefnu- og veislusalur.

Undirbúningur að stækkun íþróttamið-stöðvarinnar stendur fyrir dyrum. Bún-ingsklefum verður fjölgað, þreksalurinn

Unnið við gangstéttir í nýju hverfi í Vogum.Ljósm/gbk

Nýbygging við Stóru-Vogaskóla sem á verðurtekin í notkiun næsta haust.Ljósm/gbk

Nýbyggingar rísa í Innri- Njarðvík. Ljósm/SE

FAXI apríl 2005 20.1.2005 9:20 Page 16

Page 17: Hljómar með karlakórnum Heimi Það er líf eftir Kanann ...mitt.is/faxi/1tbl2005.pdfHanna, Þitt fyrsta bros o.fl.) lagi eftir Cole Porter (Wunderbar úr Kysstu mig Kata), ameríska

FAXI 17

stækkaður, auk þess sem þarna verður að-staða fyrir félagsmiðstöð, aðstaða fyrir frí-stundaskólann, tómstundaaðstaða barna,unglinga og eldri borgara og aðstaða fyrirtjaldstæði sem verður staðsett bak viðÍþróttamiðstöðina. Framkvæmdir fara afstað í sumar og er gert ráð fyrir að þeimljúki á miðju næsta ári.

Í umhverfismálum stendur til að endur-nýja götur og gangstéttar. Halda áframmeð malbikað og upplýst göngustíganetum Vogana. Framkvæmdir eru að fara afstað og er gert ráð fyrir að þeim ljúki nú íhaust.

Í byggingu eru tvö, tíu íbúða fjölbýlishúsvið Heiðargerði.Verktaki er TrésmiðjaSnorra Hjaltasonar ehf. og mun það fyrir-tæki einnig byggja upp nýtt hverfi í suðurVogum, í svokölluðu Dalahverfi. Þar munurísa 47 hús í blandaðri byggð þ.e. einbýlis-hús, parhús og raðhús. Framkvæmdir eruum það bil að hefjast.

Sandgerði18. maí næstkomandi verður lagður horn-

steinn að húsnæði í nýjum miðbæ Sand-gerðisbæjar. Hús þetta er um 2500 fm áþremur hæðum og stendur við Miðnestorg3. Þar verða meðal annars skrifstofur bæj-arins, bæjarbókasafnið, heilsugæslan svoog banki. En auk þessa verða þarna 10íbúðir, auk fjögurra svokallaðra þjónustuí-búða. Það er ljóst að þessi nýja byggingkemur til með að styrkja miðbæ Sandgerð-isbæjar verulega, auk þess sem öll almennþjónusta verður mun aðgengilegri.

Í tengslum við Háskóla Íslands er veriðað stofna nýtt háskólasetur í Sandgerði,sem kemur til með að efla Fræðasetrið,rannsóknarstöðina og NáttúrustofuReykjaness verulega. Þarna verða miklarrannsóknir stundaðar auk þess semkennsla á háskólastigi kemur til með aðfara þarna fram. Þetta tryggir væntanlegaenn betur rekstrargrundvöll þessa frum-kvöðlastarf sem þarna hefur verið unnið.

GarðurÍ sumar verður hin langþráða og glæsi-

lega viðbygging tekin í notkun við Byggða-safnið sem stendur við sjálfan Garða-skagavitann. Um er að ræða rúmlega 500fermetra sal sem kemur til með að bætaaðstöðuna mjög mikið. Fyrir ofan sýning-arsalinn á annarri hæð verður skemmtileg

kaffitería, með fallegu útsýni yfir Flóannog Jökulinn, auk þess sem Garðskagafjar-an með sinni miklu fuglaflóru blasir við.Væntanlega á þessi staður eftir að dragaað sér ferðamenn í hrönnum.

Mikil fjölgun á sér stað í íbúðabygging-um í Garðinum um þessar mundir. Þá erframundan stækkun við leikskólannGefnarborg auk þess sem verið er að hefjabyggingu á nýrri verslunarmiðstöð viðgamla Sparisjóðinn að Sunnubraut 4. Enþar verða til húsa m.a. höfuðstöðvar bæj-arins, bæjarskrifstofurnar, Sparkaup svoog Sparisjóðurinn.

GrindavíkÁ undanförnum vikum hefur verið mik-

ill handagangur í Öskjunni vegna úthlut-unar lóða í svokölluðu Norðurhverfi íGrindavík en umsóknir hafa aldrei veriðjafn margar. Nýbyggingar á þessu svæðiverða í kringum 100 og miðað við fólk-fjölda í Grindavík hlýtur þetta að teljastÍslandsmet hvað þetta varðar. Í þessuhverfi kemur til með að rísa nýr grunn-skóli.

Fljótlega verður síðan hafin smíði nýsleikskóla í svokölluðu Lautarhverfi. Sáleikskóli mun leysa af hendi annan mikiðmun smærri, sem í raun er löngu orðinnúreltur og kominn er til ára sinna, en hef-ur að sjálfsögðu skilað sínu hlutverki meðsóma.

Ekki má svo gleyma að minnast á afla-brögð þegar Grindavík er annars vegar íumræðunni, en þau hafa verið með mikl-um ágætum í vetur. Hafa bæði línubátarog smærri netabátar verið að fá ágætisafla. Loðnuvertíðin var ágæt, þó vissulegahvíli enn yfir skuggi hins hörmulega elds-voða í verksmiðjuhúsi Samherja hf.

Saltfisksetur Íslands hefur notið tals-verðra vinsælda og fer gestafjöldi sífelldvaxandi. Gestir eru almennt á einu málium, að safnið sé hrífandi og að sýninginum undirstöðuatvinnugrein okkar Íslend-inga sé vel upp sett. Ekki skemmir heldurfyrir, að reglulega eru haldnar sýningar íefri sal safnsins, á málverkum ljósmynd-um og fleiru. Jafnframt er gott útsýni yfirhafnarsvæðið, sem iðar af mannlífi þegarbátarnir koma í land.

Glæsileg viðbygging við Byggðasafnið verður tekin í notkun í sumar. Um er að ræða rúmlega 500fm. Á annari hæð verður skemmtileg kaffitería, með fallegu útsýni yfir Flóann og Jökulinn. Ljósm.Ingimundur Arnar.

FAXI apríl 2005 20.1.2005 9:20 Page 17

Page 18: Hljómar með karlakórnum Heimi Það er líf eftir Kanann ...mitt.is/faxi/1tbl2005.pdfHanna, Þitt fyrsta bros o.fl.) lagi eftir Cole Porter (Wunderbar úr Kysstu mig Kata), ameríska

18 FAXI

Íbúar á Suðurnesjum eiga greiðanaðgang að gámasvæðum þar sem hægt

er að losna við almennt heimilissorp.

Gámasvæðin eru opin sem hér segir:

Berghólabraut 7: Alla daga kl. 13.00 - 19.00

Grindavík: Alla virka daga kl. 15.00 -19.00, laugardaga. 13.00 - 18.00

Vogar: Þriðjudaga/fimmtudaga/föstudaga kl. 15.00-19.00, sunnudaga 13.00 - 18.00

Móttökustöð fyrir fyrirtæki að Berghólabraut 7 er opin alla virka daga kl. 08:00-17:00

FAXI apríl 2005 20.1.2005 9:20 Page 18

Page 19: Hljómar með karlakórnum Heimi Það er líf eftir Kanann ...mitt.is/faxi/1tbl2005.pdfHanna, Þitt fyrsta bros o.fl.) lagi eftir Cole Porter (Wunderbar úr Kysstu mig Kata), ameríska

FAXI 19

Þótt seint sé langar mig til þess að minn-ast Sigga ,,Simrad“, vinar míns meðnokkrum línum. Sigurður var fæddur íReykjavík 21. mars 1930, hann lést áheimili sínu Skólavegi 9 1. mars síðast lið-inn.

Foreldar Sigurðar voru Jón Eiríkssonloftskeytamaður og kona hans IngibjörgGísladóttir húsmóðir. Sigurður var elsturþriggja systkina sem fæddust með 12 áramillibili, næst Sigga, Eiríkur og loks Sigur-borg.

Að skólagöngu lokinni fór Siggi til Hull íEnglandi og dvaldi hjá frændfólki sínu þarum hríð. Hann fór svo í Loftskeytaskólannog hóf feril sinn sem loftskeytamaður átogaranum Keflvíking. Þar hófust mínkynni af Sigga. Ekki get ég talað umSigga án þess að nefna hana Þóru. Þauvoru nýgift þegar hún kom til Keflavíkur.Hún fékk þá vinnu í saltfiski hjá Togaraút-gerð Keflavíkur, ég var þá orðinn verk-stjóri þar. Hef ég því þekkt Þóru frá þvíer hún kom til Keflavíkur árið 1952. Þaðvar Sigga mesta gæfa að fá slíkan lífsföru-naut, sem Þóra er. Þau eignuðust 5 börn,þeirra fyrsta barn fæddist andvana síðanRagnar Ólafur, Ingibjörg, Lára Björk ogGuðrún Jóna. Þau ólu upp dótturson sinnSigurð sem sitt barn væri.

Skipstjórinn á Keflvíking var af gamlaskólanum, formfastur og ekki beint glað-lyndur. Siggi gaf lítið fyrir formfestuna oggamlar hefðir. Glettni Sigga verkaði vel ákarlinn. Við vorum steinhissa á því hvaðvel karlinn tók ýmsum uppátækjum Siggasem oft voru ekki í stíl við gamalar hefðir.

Á árunum upp úr 1950 hnignaði hagurtogaraútgerðarinnar ört. Siggi fór í land1954 og hóf þá nám í rafvirkjun hjá Þor-leifi Sigurþórssyni.

Á þessum árum voru allt að 60 bátar hérí Keflavík á vertíðinni og nær annað eins íSandgerði og Grindavík. Dýptamælarvoru komnir í bátana og menn réru helstekki nema þeir væru í lagi, að mestu varviðgerðaþjónusta sótt til Reykjavíkur ogþangað var dýrt að sækja hana. Þar gagn-aðist Sigga vel menntun hans sem loft-skeytamaður. Langflestir voru meðSimrad mæla. Fljótlega eftir að Siggi laukrafvirkjanáminu fór hann til Friðriks Jóns-sonar sem hafði umboðið fyrir Simrad.

Hann stofnaði fyrirtækið Sónar og tók aðsér þjónustu við bátaflotann á Suðurnesj-um. Siggi varð fljótt þekktur af starfi sínuog fékk af því viðurnefnið Simrad. Fáirþekktu Sigurð Jónsson en allir vissu hverSiggi Simrad var. Vinnudagurinn var oftlangur, bátar komu að á kvöldin oft seintog fóru út aftur snemma að morgni.Stöðugt mátti Þóra svara símanum. Ekkivoru GSM símar í þá daga. Þóra sagði méreina sögu, sem lýsir vinnudegi Sigga á ver-tíð og reyndar hennar líka. Útgerðamaðurí Keflavík hringdi um kvöldmatarleyti ogvildi fá Sigga í bát sinn. Þóra svaraði aðhann væri nú ekki kominn í mat en að þaðsíðasta sem hún vissi var að hann var áleiðinni til Grindavíkur og að hann ættieftir að fara í Sandgerði og í tvo báta íKeflavík, hún myndi skila þessu til Siggaer hann kæmi heim. Með nokkru millibilihringdi útgerðamaðurinn allt kvöldið, umlágnættið svaraði Þóra, ég ætla að fara aðsofa, ég er búin að skrifa skilaboðin fráþér á miða og festa hann með títuprjóni íkodda hans. Þessu líkt gekk öll vertíð, al-gengt var að Siggi kæmi ekki heim fyrr enundir morgun.

Bátarnir stækkuðu og tækjum í þá fjölg-aði, radar, sjálfstýringar, lóran og loks GBSstaðsetningartæki. Siggi fékk einkaum-boðið fyrir JRC siglingartæki í Bandaríkj-unum sem framleiðir öll þessi siglingar-tæki. Hann seldi þau og þjónustaði. Þauurðu brátt mjög vinsæl og seldi hann tæki

hvert á land sem var. Siggi gat ekki neitaðað þjónusta þegar menn sögðu að öllvinnsla á staðnum myndi stöðvast ef skip-in kæmust ekki út, reikningurinn yrðigreiddur á næstu dögum sem oft urðurbýsna margir og tóku jafnvel engan enda.Þar kom að greiðasemi kom honum í koll.Því sem öðru tók hann með æðruleysi ogbyrjaði bara upp á nýtt. Þjónusta Sigga oghans manna var ómetanleg og hennarminnast margir.

Þar kom að Siggi fann leið til þess aðhafa frið um helgar á sumrin. Árið 1970byggðu þau sér sumarbústað, smá skúrupp í Skorradal. Eftir það hurfu þau umhelgar strax og hann losnaði úr vinnunni.Siggi var náttúrubarn og naut sín vel íSkorradalnum. Sumarið 1972 lét ég verðaaf því að heimsækja þau í Skorradalinn.Það var unun að sjá hvað þau nutu lífsinsþar. Þú átt að fá lóð hér sagði Siggi. Fá-lega tók ég því í fyrstu en skömmu seinnahringdi Siggi og sagði: „Ég er búinn að fálóð fyrir þig á besta stað.“ Ég lét segjastog byggði bústað í nágrenni við Sigga.

Ekki komst ég á lag með að nýta hanneins vel og Siggi en margar góðar stundirátti ég þó með Sigga og Þóru í Skorradaln-um, síðast í sumar sem leið. Siggi bættivið skúrinn í áföngum. Þetta var orðinngóður sumarbústaður með rafmagni ogfleiri þægindum, löngu búinn að fá nafniðÞórukot.

Síðustu árin var Siggi í félagi við aðra íReykjavík, sem þjónustuðu siglingartæki íflotanum um allt land, hér í Keflavík varekki teljandi útgerð lengur. Sjötugurhætti hann að vinna og eftir það voru þauí Skorradalnum frá páskum til fyrstu snjóaog undu hag sínum vel.

Það var einn af föstum punktum í tilver-unni að Siggi kom til okkar um hádegi áaðfangadag með jólakort. Við fengumokkur þá gjarnan eitt koníaksglas ogröbbuðum um gamla tíma, ég mun saknaþessa forleiks jólanna. Siggi kvaddi þenn-an heim aðfaranótt 1. mars hljóðlega einsog hann hafði alltaf farið.

Þóra mín við Hrefna vottum þér og þín-um okkar dýpstu samúð, en huggun íharmi er að Guð geymir góðan dreng.

Ólafur Björnsson

Minning:

Sigurður JónssonFæddur 21. mars 1930 - Dáinn 1. mars 2005

FAXI apríl 2005 20.1.2005 9:20 Page 19

Page 20: Hljómar með karlakórnum Heimi Það er líf eftir Kanann ...mitt.is/faxi/1tbl2005.pdfHanna, Þitt fyrsta bros o.fl.) lagi eftir Cole Porter (Wunderbar úr Kysstu mig Kata), ameríska

20 FAXI

Ágætu útskriftarnemar, kennarar og starfsfólkFjölbrautaskóla Suðurnesja - góðir gestir.

Eins og glöggt má sjá og margoft getið - þáerum við að þessu sinni að útskrifa í nýju hús-næði - nýjum glæsilegum hátíðarsal sem tekinnvar í notkun við upphaf haustannar.

Hér hefur á undraskömmum tíma átt sér staðalgjör bylting í aðstöðu nemenda og starfsfólks.Umbyltingin er svo mikil að það tók reyntheimafólk töluverðan tíma að átta sig - og hrein-lega rata um húsin, þegar við byrjuðum skóla-hald hér í ágúst.

Öll aðstaða til kennslu er orðin til mikillar fyr-irmyndar og það verður bara að segjast sem svoað það er leitt - ykkar vegna - að þið hafið ekkigetað notið þessara nýju aðstæðna nema mjögskamman tíma - þessa síðustu önn ykkar.

En það er jú eins og maðurinn sagði - fallegarumbúðir duga skammt ef innihaldið er ekki gott.Við höfum á að skipa öflugu liði kennara og þaðer jú kennslan - eða segjum öllu heldur námiðsem skiptir mestu máli þegar upp er staðið.

Það breytir því þó ekki að það var orðið löngutímabært að bæta úr varðandi aðstöðu og búnaðiog óhætt er að segja að draumar okkar hafi aðþví leiti svo sannarlega ræst - og svo um munar.

Hér í dag eru að útskrifast nemendur eftirmislangt nám við skólann. Flest eigið þið þó umfjögur ár að baki. Þessi tími er ekki langur sam-anborið við ævina alla, en þetta er tími mótunarog á þessum tíma eru gjarnan mörg mikilvæg-ustu sporin tekin og mikilvægar ákvarðanirteknar um framtíðina.

Sum ykkar halda héðan til frekara náms, enaðrir út á vinnumarkaðinn og í störf sem þið haf-ið menntað ykkur til.

Árin í framhaldsskóla eru fyrir flesta mikiðmótunarskeið. Það eru mikil viðbrigði að takastá við nýtt og krefjandi nám, nýjan skóla og nýandlit og sífelldar kröfur um að taka ákvarðanirum framtíðina. Að ég minnist ekki á nýja viniog ástir sem gátu verið „heitari á einum degi - enöðrum tekst í áratuga hjónabandi“ eins og skáld-ið kvað forðum.

Oftast eiga sér stað svo mikilar breytingar hjáungu fólki á þessum árum að erfitt reynist aðbera saman þá óhörðnuðu unglinga sem koma tilokkar á þessum síðustu árum bernskunnar (15,16 ára - þegar flest þeirra hófu nám) við það full-orðna fólk sem hér situr og kveður skólann sinn ídag.

Það er ekki að furða að margur kennarinnværi því fegnastur að fá að hafa ykkur svonaeins og eitt til tvö ár til viðbótar í stað þess aðtaka inn nýja hóp unglinga!

En ekkert að óttast. Það verður víst ekki aftursnúið. Þið hafið öll lokið námi. Fengið ykkarskírteini. Náminu hér er lokið og það eru þessitímamót sem við höldum hátíðleg í dag.

Þetta er uppskeruhátíð ykkar - fjölskyldnaykkar og vina, en ekki síður uppskeruhátíð okk-ar - kennara ykkar og starfsfólks skólans, semhafa verið svo lánsöm að fá að fylgja ykkurþennan miklvæga tíma.

Það er afar mikilvægt að fá að taka út þroskavið aðstæður sem hvetja og styðja og það er ekkisíður forréttindi fyrir okkur að fá að taka þátt í -

og reyna að skapa þessar aðstæður. Það erhreint út stórkostlegt síðan að fá að upplifa af-raksturinn - eins og við eru að gera hér í dag.

Ég hef áður við útskrift lýst áhyggjum vegnaþess hversu fá ungmenni á Suðurnesjum leggjafyrir sig framhaldsnám ( hvað lægst á landinu)og það er því jafnframt ánægjulegt að geta þesshér - að samkvæmt nýjum tölum hagstofu Ís-lands höfum við tekið okkur rækilega á. Fleirifeta nú í ykkar fótspor, fleiri en nokkru sinnifyrr og höfum við nú loksins náð landsmeðaltali.

Það er mikilvægt að hvetja ungt fólk á Suður-nesjum til framhaldsnáms. Það er mikilvægtþeim sjálfum og framtíðarmöguleikum þeirra íbreytilegum heimi, en það er ekki síður mikil-vægt okkur hinum og samfélaginu hér á Suður-nesjum. Í því sambandi er ábyrgð okkar semeldri erum, okkar foreldra, mjög mikil. Orð erueitt, en það er ekki síður mikilvægt að vera ung-mennum fyrirmynd og í því sambandi eru þaðþið - þið sem nú eruð að útskrifast sem hafiðeinna mest jákvæð áhrif.

Þið hafið lokið prófum og standið nú á merk-um tímamótum. Og þó svo þetta sé í flestum til-fellum einungis áfangi á lengri leið eigið þið aðvera stolt af því að hafa komist þetta langt. Þiðeigið að vera stolt af árangri ykkar.

Það er engin ástæða til að líta til baka. Vissu-lega hefði ýmislegt mátt betur gera eða öðruvísi,en nú er rétt að líta fram á veginn.

Það er ýmislegt framundan hjá ykkur og ferð-in rétt að byrja og það er sannarlega ekki auð-velt að veita góð ráð á stundum sem þessum.

Þarfir og áhugamál eru misjöfn, aðstæður ólík-ar og ferðalagið mismunandi skýrt markað.

Því verða ráð gefin ykkur hér bæði almennseðlis og endurspegla gjarnan reynslu þess semveitir.

Ég var að rifja það upp í gær að þetta munvera í tuttugasta sinn sem ég útskrifa hóp nem-enda.

Ágætu útskriftanemar,Sækið fram og setjið markið hátt. Útskrift

héðan er einungis einn sigur af mörgum á langri

lífsleið. Til þess að sækja fram þarf hugrekki -og það öðlast þeir einir sem takast á við hiðóþekkta, sigrast á fjölbreyttum aðstæðum ogvelja sér sífellt erfiðari og meira krefjandi verk-efni.

Það þarf sífellt að reyna á sig til að viðhaldaþroskanum og við erum að læra allt lífið. Það eroft freistandi að halla sér aftur að loknu góðuverki, en viljum við lifa lífinu til fulls og njótaþess sem okkur er gefið, krefst það þess að viðtökum á.

Verið umburðalynd og tillitssöm í garð ann-arra og gleymið aldrei að þið ferðist ekki ein.

Ég óska ykkur góðs gengis og velfarnaðar í lífiog starfi.

Til hamingju með daginn - lifið heil.

Eftir útskriftÁgætu hátíðargestir. Það er að nálgast lokin á

þessari dagskrá okkar. En áður en ég slíthaustönn langar mig að víkja sem snöggvast aft-ur að nýbyggingu skólans - þessari glæsilegu um-gjörð um skólastarfið.

Það hefur tekist vel til og það á alveg undra-verðum tíma. Þar sem við erum ekki búin aðopna húsið formlega og kynna það gestum oggangandið eru fæstir sem í raun vita hvaða um-bylting hefur átt sér stað í húsnæðismálum á ein-ungis tveimur árum - og þó mest á 15 mánuðumfrá því í maí 2003. Það sem sjá má að utanverðuog hér í nýbyggingunni er einungis hluti af þess-um breytingunum. Hér var - eins og ég hef getiðum - öllu húsnæðinu umbylt á stuttum tíma fyrirutan jarðhæðinni hér í miðálmunni. Eins oggefur að skilja hefur þetta ekki gerst af sjálfusér, né átakalaust og það verður að segjast semer að það má undrum sæta að þetta hafi veriðhægt og það án þess að felldur hafi verið niðureinn einasti dagur í kennslu.

Það ber mörgum að þakka að svona vel hafitekist til .

Fyrir utan ríki og sveitarfélög á Suðurnesjumsem fjármögunuðu verkið (nálægt 800m) ber aðþakka skólanefnd, byggingarnefnd, ráðgjöfum,ræstingafólki, verktökum, starfsfólki á bóka-safni og skrifstofu og kerfisstjóra að ógleymdumkennurum og nemendum sem sýnt hafa miklaþolinmæði meðan framkvæmdir hafa staðið yfir.

Það verður þó varla á aðra hallað þó ég kallitil tvo menn sem hafa verið í framvarðasveitinnifrá upphafi og mest hefur mætt á. Fyrstan vilég nefna Sæmund Vilhjálmsson umsjónarmannhúsa. Það verður víst ekki annað sagt Sæmund-ur minn en að það er með ólíkindum að þú skul-ir hafa haldið holdum þennan tíma sem þettahefur staðið yfir - hvað þá geðheilsu, en slíkthefur verið atið. Kunnum við þér bestu þakkirfyrir dugnað, útsjónarsemi og ekki síst ósér-hlífni og þolimæði.

Þá vil ég fá að kalla til Jón Sæmundsson fjár-málastjóra, sem nú lætur formlega af störfumeftir langt og farsælt starf í þágu skólans. Jónhóf störf við skólann 1989, en auk fjármála-stjórnar hafði hann fjárhagslega umsjón meðviðbyggingu og framkvæmdum við miðálmu1992 og lýkur nú sínum starfsferli við skólannmeð því að halda utan um fjármál þessara mestu

Brautskráðir nemendur FSá haustönn 2004

Ólafur Jón Arnbjörnsson, skólameistari.

FAXI apríl 2005 20.1.2005 9:20 Page 20

Page 21: Hljómar með karlakórnum Heimi Það er líf eftir Kanann ...mitt.is/faxi/1tbl2005.pdfHanna, Þitt fyrsta bros o.fl.) lagi eftir Cole Porter (Wunderbar úr Kysstu mig Kata), ameríska

FAXI 21

framkvæmda í sögu skólans.Það þarf vart að spyrja að því að allt utanum-

hald hefur verið með slíkum fyrirmyndum aðumtalað er - hvort heldur í ráðuneytum eða ríkis-endurskoðun.

Það er rétt að taka það fram hér að skólinnhefur staðið mjög vel fjárhagslega og verið innanfjárlaga í vel á annan áratuginn - sem er sjálf-sagt betri árangur en flestir skólar á framhalds-skólastigi geta státað af og það er ekki síst hon-um Jóni Sæmundssyni að þakka.

Það er ekki frá því að ég hafi skynjað svolítinnkvíða í svip Jóns þegar ég kom til starfa hér viðskólann - sem nýr skólameistari haustið 1995.Hann sagði það ekki upphátt en ég heyrði hannhugsa upphátt - „jæja - Hjálmar var nú slæmur,en ég þarf örugglega að sitja svolítið á honumþessum“. Að heyra Jón segja annað slagið - „Já,en Ólafur minn við þurfum að eiga borð fyrirbáru“ var ekki bara viðkvæði - heldur lífsstíll -sem hann var staðráðinn í að tileinka MÉR fráupphafi.

Ég held þó að hann hafi ekki alveg talið migvonlausan frá upphafi og að jafnvel mætti geraúr mér sæmilega ábyrgan fjármálamann - endaaf ágætu póitísku kyni kominn. Það var eins oghann reiknaði alltaf með því að ég myndi skilamér með tímanum.

Öllu gríni fylgir jú einhver alvara og að öllugríni slepptu vil ég geta þess hér við þessi tíma-mót að ekki hefði ég getað hugsað mér betrimann til að halda utanum fjármálin þessi árin.Jón hefur alla tíð þjónað þessum skóla vel.Hann hefur axlað ábyrgð og verið ráðagóður(sérstaklega þegar hann var að kalla mig inn tilsín og byrjaði á orðunum „ég veita það Ólafur aðmér kemur það ansk. ekkert við, en...). Stund-um óþægilega tregur í taumi þegar honumfannst ég vera að leiða skólann út í einhverjavillu, en án undantekninga traustur og hrein-skiptinn í allri umgengni.

Þið megið trúa því að það er auðveldara aðstýra skóla sem veltir hátt í hálfum miljarði á áriþegar þú veist að fjárhagurinn er í góðum ogtraustum höndum og það eru engar ýkjur þegarég segi ykkur að góður orðstýr Jóns hafi náð út-fyrir skólann.

Það er ekki slæmt skal ég segja ykkur - að fáþau vibrögð þegar ég stend í viðkvæmum samn-

ingum í ráðuneytinu - að þetta og þetta sé nú ílagi að fara af stað með - vegna þess að þeir vitaað málin eru í góðum höndum Jóns fjármála-stjóra. Og marg oft höfum við notið góðs afþessu. Ég gæti nú farið að tala um það hvaðhann getur veri drep fyndinn og skemmtilegur,en ég held að það fari honum illa að mæra´nn ofmikið auk þess veit hann vel hvaða hlýhug bæðiég og aðrir hér bera til hans.

Ég vil biðja Jón um að koma hér upp. Þiggjasmá þakklætisvott frá skólanefnd og okkur sam-starfsmönnum og fá jafnframt að sæma þig gull-merki Fjölbrautaskóla Suðurnesja fyrir gottstarf í þágu skólans og framhaldsmenntunar áSuðurnesjum.

Skipstjórinn er farinn í land og stýrimaðurinná leiðinni í leyfi - en eins og mörg ykkar vita, þáhef ég fengið árs leyfi til endurmenntunar frá1.janúar. Mun ég eyða bróðurparti tímans í mín-um gamla skóla Kaupm.hafnar háskóla og auk

eðlilegrar endurnýjunar í stjórnun mun ég takastarfsmenntun sérstaklega fyrir.

Það þarf þó enginn að kvíða né hafa áhyggj-ur af skútunni á meðan. Fyrir utan skipstjórannog stýrimann í leyfi er áhöfnin sú sama og áðurauk þess sem Oddný Harðardóttir er komin afturtil starfa og mun stýra stofnuninni í minni fjar-veru ásamt þeim Kristjáni, Atla og Steinunni, enSteinunn tók formlega við af Jóni 1.janúar.

Ég vil við þetta tækifæri enn og aftur þakkaIðnaðarmannafélagi Suðurnesja fyrir höfðingleg-ar gjafir. Ég vil þakka bygginganefnd, skóla-nefnd og stjórn nemendafélagsins samstarfið.Ég vil þakka kennurum og samstarfsfólki sam-starfið á haustönn.

Ég óska ykkur nemendum enn og aftur tilhamingju með daginn. Ég óska okkur til ham-ingju með ykkur og öllum gleðilegra jóla og ný-árs.

Ég segi haustönn 2004 formlega slitið

Dúx skólans ?? tekur við bókargjöfum

FAXI apríl 2005 20.1.2005 9:20 Page 21

Page 22: Hljómar með karlakórnum Heimi Það er líf eftir Kanann ...mitt.is/faxi/1tbl2005.pdfHanna, Þitt fyrsta bros o.fl.) lagi eftir Cole Porter (Wunderbar úr Kysstu mig Kata), ameríska

22 FAXI

Útskriftarnemar Fjölbrautaskóla

Bergþóra Ólöf Björnsdóttir Lauk stúdentsprófi af félagsfræðibraut

Heiðarbóli 10c230 Reykjanesbær

Birgitta Rún Birgisdóttir Lauk stúdentsprófi af félagsfræðibraut

Norðurvöllum 48 230 Reykjanesbær

Björg Ásbjörnsdóttir Lauk stúdentsprófi

af náttúrufræðibrautValbraut 12250 Garði

Björgvin Sigmundsson Lauk stúdentsprófi

af náttúrufræðibrautHeiðarbóli 31

230 Reykjanesbær

Bóel Björk Jóhannsdóttir Lauk stúdentsprófi

af náttúrufræðibrautHringbraut 69

230 Reykjanesbær

Elías Líndal Jóhannsson Lauk stúdentsprófi

af náttúrufræðibrautÓsbraut 1 250 Garði

Elva Björk Margeirsdóttir Lauk stúdentsprófi

af náttúrufræðibrautHáaleiti 24

230 Reykjanesbær

Elvar Geir Gestsson Lauk prófi

af iðnbraut pípulagnaFífumóa 5c

260 Reykjanesbær

Erla Jóna GísladóttirLauk stúdentsprófi af félagsfræðibraut

Leynisbrún 11 240 Grindavík

Erna Rún Magnúsdóttir Lauk stúdentsprófi

af málabrautStaðarhrauni 21240 Grindavík

Erna Sif Óskarsdóttir Lauk stúdentsprófi

af náttúrufræðibrautFramnesvegi 65101 Reykjavík

Fríða Stefánsdóttir Lauk stúdentsprófi af félagsfræðibraut

Heiðarbraut 2245 Sandgerði

Gísli Konráðsson Lauk stúdentsprófi af félagsfræðibraut

Brekkustíg 16 260 Reykjanesbær

Guðrún Kristín Ragnarsdóttir

Lauk stúdentsprófi af náttúrufræðibraut

Vogagerði 4 190 Vogar

Gunnar Þór Ásgeirsson Lauk stúdentsprófi

af náttúrufræðibrautHeimavöllum 13

230 Reykjanesbær

Gunnar Örn Einarsson Lauk prófi

af iðnbraut húsasmíðaBorgarvegi 20

260 Reykjanesbær

Gyða Kolbrún Guðjónsdóttir

Lauk prófi af uppeldisbraut

Túngötu 13230 Reykjanesbær

Hafrún Pálsdóttir Lauk stúdentsprófi af félagsfræðibraut

Fornuvör 9240 Grindavík

Hjalti Sigvaldason Lauk stúdentsprófi

af náttúrufræðibrautÁsabraut 5

240 Grindavík

Hjörtur Magnús Guðbjartsson

Lauk stúdentsprófi af félagsfræðibraut

Kirkjubraut 35 260 Reykjanesbær

Hlynur Þór Valsson Lauk stúdentsprófi af félagsfræðibraut

Vallarbraut 10a245 Sandgerði

Anna Lilja Jóhannsdóttir Lauk stúdentsprófi

af málabrautFramnesvegi 12

230 Reykjanesbær

Arna Vala Eggertsdóttir Lauk stúdentsprófi af félagsfræðibraut

Suðurgötu 23 245 Sandgerði

Arnar Már Halldórsson Lauk stúdentsprófi

af náttúrufræðibrautKlapparbraut 9

250 Garði

Atli Davíð Smárason Lauk prófi

af iðnbraut húsasmíðaHeiðarhrauni 24 240 Grindavík

Árni Jóhannsson Lauk stúdentsprófi af félagsfræðibraut

Greniteigi 21 230 Reykjanesbær

Ásborg Guðmundsdóttir Lauk stúdentsprófi

af málabrautHeiðarhorni 14

230 Reykjanesbær

Ásgeir Aðalsteinsson Lauk stúdentsprófi

af náttúrufræðibrautHeiðarbóli 69

230 Reykjanesbær

FAXI apríl 2005 20.1.2005 9:20 Page 22

Page 23: Hljómar með karlakórnum Heimi Það er líf eftir Kanann ...mitt.is/faxi/1tbl2005.pdfHanna, Þitt fyrsta bros o.fl.) lagi eftir Cole Porter (Wunderbar úr Kysstu mig Kata), ameríska

FAXI 23

óla Suðurnesja á haustönn 2004

Kristín Þóra Jökulsdóttir Lauk stúdentsprófi af félagsfræðibraut

og málabrautEfstaleiti 34

230 Reykjanesbær

Linda Rós Björgvinsdóttir Lauk prófi

af viðskiptabrautEyjaholti 8 250 Garði

Marsibil Lilly Guðlaugsdóttir

Lauk stúdentsprófi af félagsfræðibraut

Mávabraut 9c230 Reykjanesbær

Ólafur Viggó Thordersen Lauk stúdentsprófi af félagsfræðibraut

Norðurvöllum 20 230 Reykjanesbær

Ómar Svavarsson Lauk prófi

af iðnbraut húsasmíðaVallargötu 5

245 Sandgerði

Rakel Guðnadóttir Lauk stúdentsprófi

af málabrautSuðurvöllum 20

230 Reykjanesbær

Rebekka BryndísBjörnsdóttir

Lauk stúdentsprófi af félagsfræðibraut

og málabrautSmáratúni 19

230 Reykjanesbær

Rebekka Laufey Ólafsdóttir

Lauk stúdentsprófi af náttúrufræðibraut

Hólabraut 14 545 Skagaströnd

Ronald G Jónsson Lauk stúdentsprófi af félagsfræðibraut

Túngötu 12240 Grindavík

Rósa María Óskarsdóttir Lauk stúdentsprófi af félagsfræðibraut

Þórustíg 16 260 Reykjanesbær

Rúnar Kjartan Jónsson Lauk meistaranámi

í rafvirkjunTunguvegi 10

260 Reykjanesbær

Sigurlaug Rúna Guðmundsdóttir

Lauk stúdentsprófi af náttúrufræðibraut

Gónhóli 6260 Reykjanesbær

Sigurveig Margrét Önundardóttir

Lauk stúdentsprófi af félagsfræðibraut

Iðavöllum 5240 Grindavík

Sóley Margeirsdóttir Lauk prófi

af íþróttabrautHáaleiti 24

230 Reykjanesbær

Stella Stefánsdóttir Lauk stúdentsprófi

af málabrautTúngötu 10

245 Sandgerði

Svavar Marteinn Kjartansson Lauk prófi

af iðnbraut pípulagnaÓðinsvöllum 19

230 Reykjanesbær

Svavar Steinarr Guðmundsson

Lauk stúdentsprófi af félagsfræðibrautVesturgötu 13a - 230

Reykjanesbær

Sveinlaug Ósk Guðmundsdóttir

Lauk stúdentsprófi af náttúrufræðibraut

Lyngbraut 1 250 Garði

Vala Rún Björnsdóttir Lauk stúdentsprófi

af náttúrufræðibrautFagragarði 4

230 Reykjanesbær

Þórir Rafn Hauksson Lauk stúdentsprófi af félagsfræðibraut

Kirkjubgerði 3190 Vogar

Hólmar Örn Rúnarsson Lauk stúdentsprófiaf félagsfræðibraut

Hátúni 33230 Reykjanesbær

Inga Lára Jónsdóttir Lauk stúdentsprófi

af náttúrufræðibrautValbraut 12 250 Garði

Ingi Hauksson Lauk stúdentsprófi af félagsfræðibrautHeiðarholti 8d - 230

Reykjanesbær

Ingibjörg Ósk Jóhannsdóttir

Lauk stúdentsprófi af náttúrufræðibraut

Háteigi 13 230 Reykjanesbær

Ingunn Oddsdóttir Lauk stúdentsprófi

af félagsfræðibraut ogmálabraut

Grænagarði 4 230 - Reykjanesbær

Ingunn Sigríður Unnsteinsdóttir

Lauk stúdentsprófi af félagsfræðibraut

Kirkjugerði 11190 Vogar

Jón Hallvarður Júlíusson Lauk stúdentsprófi

af náttúrufræðibrautDrangavöllum 4

230 Reykjanesbær

Bogi Haraldsson Lauk stúdentsprófi

af náttúrufræðibrautLágmóa 5

260 Reykjanesbær

Guðbjörg Sigríður ÓskarsdóttirLauk prófi af iðnbraut háriðna

Hlíðargötu 44 245 Sandgerði

Rúnar Ingi Hannah Lauk meistaranámi í úrsmíði

Smáratúni 41230 Reykjanesbær

Þorvaldur SæmundssonLauk 1. stigi af vélstjórnarbraut

Víkurbraut 14a240 Grindavík

FAXI apríl 2005 20.1.2005 9:21 Page 23

Page 24: Hljómar með karlakórnum Heimi Það er líf eftir Kanann ...mitt.is/faxi/1tbl2005.pdfHanna, Þitt fyrsta bros o.fl.) lagi eftir Cole Porter (Wunderbar úr Kysstu mig Kata), ameríska

FAXI apríl 2005 20.1.2005 9:21 Page 24