20
Á fullu í mömmuleikfimi og ungbarnasundi Heilsa FRÉTTATÍMINN HELGIN 8. JANúAR-10. JANúAR 2016 n Handbolti Orri æfir sex sinnum í viku n Hleypur Hlaupaæfingarnar heilagur tími hjá Erlu n Þríþraut Pétur keppti átta sinnum í þríþraut í fyrra „VIð HARPA reynum að hreyfa okkur eitthvað á hverjum degi. Ég var í crossfit þegar ég varð ólétt en með stækkandi maga færðum við okkur yfir í meðgöngu- leikfimi hjá Fullfrísk. Á seinni hluta með- göngunnar syntum við mikið og fórum í meðgöngujóga sem bjargaði okkur bæði líkamlega en aðallega andlega fyrir fæðing- una. Núna förum við nokkrum sinnum í viku í mömmuleikfimi hjá Fullfrísk og svo förum við auðvitað mikið út að ganga. Við erum svo nýlega byrjaðar í ungbarnasundi svo að Harpa er ansi öflug, þrátt fyrir ungan aldur,“ segir Birna Erlings- dóttir, móðir Hörpu Sigríðar Gunn- arsdóttir. Hvers konar hreyfingu stundið þið? „Harpa er ekki farin að velta sér en hún er farin að halda haus alveg sjálf og gerir tilraunir til þess að grípa í tærnar sínar. Við nýtum síðan daginn vel í að hlæja og brosa. Viðhorf til heilsuræktar hefur breyst mikið á undanförnum árum og hlakka ég til að ala Hörpu upp í heilbrigðu umhverfi þar sem fyrir- myndir okkar eru sterkar og sjálfs- öruggar konur sem borða hollan og góðan mat og rífa upp 200 kíló í réttstöðulyftu.“ Hvernig er hefðbundinn morgun- matur hjá ykkur? „Það er mjólkursopinn fyrir Hörpu í öll mál ásamt D-vítamín dropum einu sinni á dag. Sjálf byrja ég alla daga á hafragraut, vítamínum og grænu tei en Harpa mun fá að kynn- ast þessari lífsnauðsynlegu þrennu bráðlega.“ Hvað gerið þið til að slaka á? „Á seinni hluta meðgöngunnar fórum við í meðgöngujóga en sjálf hef ég stundað jóga í mörg ár. Ég er enn meðvitaðri um að halda mér í góðu jafnvægi núna því að streita og stress smitar út frá sér yfir í litlu krílin. Harpa er einstaklega rólegt barn og trúi ég því innilega að ef ég er róleg og held mér í góðu jafn- vægi þá verður Harpa það líka. Jóga og hugleiðsla getur hjálpað manni mikið og finnst mér að allir ættu að gefa sér 5 mínútur á dag til þess leiða hugann inn á við og slaka á. Að fara í sund á kvöldin og þá helst í rigningu er mín hugleiðsla og býst ég við að Harpa verði einnig mikil sundkona.“ Lumar þú á einu heilsuráði sem hefur gagnast þér vel í gegnum tíðina? „Ég held að það sé aldrei hægt að segja það nógu oft, en vatnið og svefninn eru alltaf heilsuráð númer eitt, tvö og þrjú. Harpa á ennþá eftir að tileinka sér vatnið en hún sefur í 12 tíma á nóttu, leggur sig yfir daginn og brosir og hlær þess á milli. Ég hugsa að það sé eflaust besta heilsuráð sem hægt er að taka til sín. Það er magnað að sjá þróun- ina hjá svona litlu kríli á einungis þremur mánuðum. Það er gríðar- lega mikið að gerast inni í þessum litla líkama og ég sé mun á henni nánast daglega.“ Einhver markmið varðandi heils- una á nýju ári? „Við Harpa höfum ekki sett okkur nein stór markmið fyrir komandi ár. Við ætlum að halda áfram að lifa heilbrigðum lífsstíl, taka einn dag í einu og setja andlega líðan í fyrsta sæti því þaðan fáum við orkuna til þess að brosa, hlæja og njóta lífs- ins.“ Mæðgurnar Harpa Sigríður og Birna njóta þess að vera saman. Birna segir dóttur sína vera öfl- uga miðað við aldur og hlakkar til að ala hana upp í heilbrigðu umhverfi. Ljósmynd/Hari ára 0 FLóKI HRAFNS- SON er fimm ára og býr í Vesturbæ Reykjavíkur með foreldrum sínum, Stellu ólafsdóttur háskóla- nema og Hrafni Gunnarssyni, graf- ískum hönnuði. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? „Fara í smellukubba, eða að gefa öndunum brauð.“ Hvers konar hreyfingu stundar þú? „Ég hleyp inni og í útiveru.“ Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? „Pítsa.“ Hvernig er hefðbundinn morgun- matur hjá þér? „Í jólafríinu fékk ég Lucky Charms, hjá ömmu og afa fæ ég góðan hafragraut.“ Hvað gerir þú til að slaka á? „Þá sef ég.“ Skemmtilegt að gefa önd- unum brauð Heilsuvenjur Flóka Hrafnssonar - 5 ára ára 5 Heilsuvenjur Hörpu Sigríðar Gunnarsdótturá fyrsta ári á ö l l u m a l d r i

Heilsa 08 01 2015

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Health and lifestyle, Fréttatíminn, Iceland

Citation preview

Page 1: Heilsa 08 01 2015

Á fullu í mömmuleikfimi og ungbarnasundi

Heilsafréttatíminn Helgin 8. janúar-10. janúar 2016

n Handbolti Orri æfir sex sinnum í viku n Hleypur Hlaupaæfingarnar heilagur tími hjá Erlu n Þríþraut Pétur keppti átta sinnum í þríþraut í fyrra

og ungbarnasundi„Við Harpa reynum að hreyfa okkur eitthvað á hverjum degi. Ég var í crossfit þegar ég varð ólétt en

með stækkandi maga færðum

við okkur yfir í meðgöngu-leikfimi hjá Fullfrísk. Á

seinni hluta með-göngunnar syntum

við mikið og fórum í meðgöngujóga sem bjargaði okkur bæði líkamlega en aðallega andlega fyrir fæðing-una. núna förum við nokkrum sinnum í viku í mömmuleikfimi hjá Fullfrísk og svo förum við auðvitað mikið út að ganga. Við erum svo nýlega byrjaðar í ungbarnasundi svo að Harpa er ansi öflug, þrátt fyrir ungan aldur,“ segir Birna erlings-dóttir, móðir Hörpu Sigríðar gunn-arsdóttir.

Hvers konar hreyfingu stundið þið?„Harpa er ekki farin að velta sér en hún er farin að halda haus alveg sjálf og gerir tilraunir til þess að grípa í tærnar sínar. Við nýtum síðan daginn vel í að hlæja og brosa. Viðhorf til heilsuræktar hefur breyst mikið á undanförnum árum og hlakka ég til að ala Hörpu upp í heilbrigðu umhverfi þar sem fyrir-myndir okkar eru sterkar og sjálfs-öruggar konur sem borða hollan og góðan mat og rífa upp 200 kíló í réttstöðulyftu.“

Hvernig er hefðbundinn morgun-matur hjá ykkur?„Það er mjólkursopinn fyrir Hörpu

í öll mál ásamt D-vítamín dropum einu sinni á dag. Sjálf byrja ég alla daga á hafragraut, vítamínum og grænu tei en Harpa mun fá að kynn-ast þessari lífsnauðsynlegu þrennu bráðlega.“

Hvað gerið þið til að slaka á?„Á seinni hluta meðgöngunnar fórum við í meðgöngujóga en sjálf hef ég stundað jóga í mörg ár. Ég er enn meðvitaðri um að halda mér í góðu jafnvægi núna því að streita og stress smitar út frá sér yfir í litlu krílin. Harpa er einstaklega rólegt barn og trúi ég því innilega að ef ég er róleg og held mér í góðu jafn-vægi þá verður Harpa það líka. jóga og hugleiðsla getur hjálpað manni mikið og finnst mér að allir ættu að gefa sér 5 mínútur á dag til þess leiða hugann inn á við og slaka á. að fara í sund á kvöldin og þá helst í rigningu er mín hugleiðsla og býst ég við að Harpa verði einnig mikil sundkona.“

Lumar þú á einu heilsuráði sem hefur gagnast þér vel í gegnum tíðina?„Ég held að það sé aldrei hægt að segja það nógu oft, en vatnið og svefninn eru alltaf heilsuráð númer eitt, tvö og þrjú. Harpa á ennþá eftir að tileinka sér vatnið en hún sefur í 12 tíma á nóttu, leggur sig yfir daginn og brosir og hlær þess á milli. Ég hugsa að það sé eflaust besta heilsuráð sem hægt er að taka til sín. Það er magnað að sjá þróun-ina hjá svona litlu kríli á einungis þremur mánuðum. Það er gríðar-lega mikið að gerast inni í þessum

litla líkama og ég sé mun á henni nánast daglega.“

Einhver markmið varðandi heils-una á nýju ári?„Við Harpa höfum ekki sett okkur nein stór markmið fyrir komandi ár. Við ætlum að halda áfram að lifa heilbrigðum lífsstíl, taka einn dag í einu og setja andlega líðan í fyrsta sæti því þaðan fáum við orkuna til þess að brosa, hlæja og njóta lífs-ins.“

Mæðgurnar Harpa Sigríður og Birna njóta þess að vera saman. Birna segir dóttur sína vera öfl-uga miðað við aldur og hlakkar til að ala hana upp í heilbrigðu

umhverfi. Ljósmynd/Hari

ára0

Flóki HraFnS-Son er fimm ára og býr í Vesturbæ reykjavíkur með foreldrum

sínum, Stellu ólafsdóttur háskóla-

nema og Hrafni gunnarssyni, graf-ískum hönnuði.

Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir?„Fara í smellukubba, eða að gefa öndunum brauð.“

Hvers konar hreyfingu stundar þú? „Ég hleyp inni og í útiveru.“

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?„pítsa.“

Hvernig er hefðbundinn morgun-matur hjá þér?„Í jólafríinu fékk ég lucky Charms, hjá ömmu og afa fæ ég góðan hafragraut.“

Hvað gerir þú til að slaka á? „Þá sef ég.“

Skemmtilegt að gefa önd-unum brauðHeilsuvenjur Flóka Hrafnssonar - 5 ára

ára5

Heilsuvenjur Hörpu Sigríðar Gunnarsdóttur – á fyrsta ári

á ö l lum a ldri

Page 2: Heilsa 08 01 2015

2 | fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2016

HeilsaÆfir fótbolta og borðtennisHeilsuvenjur Lilju Lívar Margrétardóttur – 10 ára

ára10

lilja lív Margrétardóttir er tíu ára nemandi í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi. Hún æfir bæði fót-

bolta og borðtennis í frístundum

sínum.„ég er í fótbolta í fimmta flokki gróttu. Það er

mjög gaman. Svo æfi ég borðtennis í

Kr. Það er líka mjög skemmtilegt.“

Hve oft æfirðu í viku?„ég fer á þrjár borðtennisæfingar og fjórar fótboltaæfingar.“

Hefurðu þá tíma til að gera annað?„já, því borðtennisæfingarnar eru alltaf á kvöldin,“ segir lilja sem fer með strætó á þær æfingar.

Hvað gerirðu annað þér til skemmtunar?„ég les oft bækur eða fer út í fót-bolta.“

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?„lasagna. Sem mamma gerir.“

Pælirðu eitthvað í mataræðinu þínu?„já, ég hugsa pínu um það. ég reyni að borða hollt.“

Hvað borðarðu í morgunmat?„ég fæ mér seríós með ab mjólk yfir áður en ég fer í skólann.“

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa?„ég les oftast bók fyrir svefninn.“

Handbolti sex sinnum í vikuHeilsuvenjur Orra Heiðarssonar – 15 áraOrri HeiðarSSOn er 15 ára nemandi í valhúsaskóla. Hann æfir handbolta sex sinnum í viku og

hefur verið valinn í unglingalandslið-

ið. „ég æfi með val og spila stöðu horna-manns. Svo æfi

ég líka fótbolta svona einu sinni í

viku. en handboltinn er aðalíþróttin,“ segir Orri.

Passarðu vel upp á mataræðið?já, ég fæ mér auðvitað bara það sem er í matinn heima en síðan fæ ég mér skyr og eitthvað svona

á milli æfinga. Það er alltaf hollur matur heima hjá mér.“

Hvað borðarðu í morgunmat?„jógúrt með múslí. Fæ mér alltaf það sama.“

Hvað gerirðu til að slaka á?„ég spila bara tölvuleiki eða les.“

Hefurðu sett þér einhver markmið fyrir nýja árið?„já, að samræma betur íþrótta-iðkun og námið.“

Orri Heiðarsson borðar hollan mat milli íþróttaæfinga og slakar á með því að spila tölvuleiki og lesa. Ljósmynd/Hari

ára15

ára20

Er eins og jójó þegar kemur að hreyfinguHeilsuvenjur Eddu Kristjánsdóttur – 20 ára„ég æFði fótbolta þegar ég var yngri en hætti því þegar ég var fimmtán ára og fór að fara í rækt-

ina í staðinn. Þegar maður

var yngri hugsaði maður ekkert

um hreyf-

ingu sem skyldu, meira sem að það væri gaman. nú er maður kannski aðeins markvissari með æfingum,“ segir hin tvítuga edda Kristjánsdóttir. edda er að læra félagsráðgjöf við Háskóla íslands og að vinna hjá styrktarfélag-inu Ás í nPa þjónustu.

Hversu miklum tíma verðu í heilsurækt? „ég er svolítið eins og jójó með hreyfingu þar sem ég tek oft tímabil þar sem ég hreyfi mig mjög mikið og svo rosalega lítið. Upp á síðkastið hef ég verið í dálítilli lægð með heilsu-rækt en annars reyni ég að æfa um það bil 4 til 5 sinnum í viku.“

Hvers konar hreyfingu stundar þú?

„Mismunandi, ég reyni að mæta bæði í hóptíma í

ræktinni og lyfti sjálf.“

Borðarðu hvað sem er eða hugsarðu um það sem þú

lætur ofan í þig? „ég reyni nú

að hugsa um það sem ég

læt ofan í mig en ekkert alltaf.“

Hvernig er hefðbundinn morgun-matur hjá þér? „annað hvort hafragrautur eða ab mjólk.“

Hvað gerir þú til að slaka á? „til að slaka á horfi ég oftast á Fri-ends eða hlusta á tónlist. Svo finnst mér rosa þægilegt að kíkja í bók, ég var mikill lestrarhestur þegar ég var yngri.“

Lumar þú á einu heilsuráði sem hefur gagnast þér vel í gegnum tíðina? „að njóta, það skiptir mestu máli.“

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? „ætli það sé ekki að taka einn netrúnt og skoða Snapchat.“

Færðu næga hreyfingu úr dag-legum störfum þínum eða þarftu að ætla þér tíma til að sinna hreyfiþörfinni?„ég þarf alveg að gefa mér tíma í hreyfingu utan daglegra starfa þar sem ég er í fullu námi og eyði þar af leiðandi stórum hluta dagsins fyrir framan bækur.“

Hefurðu sett þér einhver markmið varðandi heilsuna á nýju ári?„já, en þau voru ekkert mjög mark-viss; einfaldlega að koma bæði líkamlegri og andlegri heilsu í betra jafnvægi.“

Edda Kristjánsdóttir horfir á sjónvarpþættina Friends eða

hlustar á tónlist þegar hún vill slaka á. Ljósmynd/Rut

fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2016

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa?

g les oftast bók fyrir svefninn.“

Lilja Lív Margrétardóttir fer á sjö íþróttaæfingar í hverri viku. Uppáhalds

maturinn hennar er lasagna. Ljósmynd/Hari

UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA897-2896 OG Á WWW.BAKLEIKFIMI.IS

Hefst 3. september

Fjörugir tímar undir leiðsögn sjúkraþjálfara.Mánudaga kl. 17.45 og miðvikudaga kl. 18.15 í Grensáslaug

AQUA FITNESS

Hefst 11. janúar

BAKLEIKFIMI & AQUA FITNESS

UNDIR LEIÐSÖGN SJÚKRAÞJÁLFARAÍ GRENSÁSLAUG, GRENSÁSVEGI 62.

Upplýsingar og skráning á www.bakleikfimi.is

BAKLEIKFIMI & SAMBALEIKFIMI

UNDIR LEIÐSÖGN SJÚKRAÞJÁLFARAÍ HEILSUBORG, FAXAFENI 14

Hefst 12. janúar

Þriðju- og fimmtudaga kl. 12.05, 16.20 og 17.20

Upplýsingar og skráning á www.bakleikfimi.is

Page 3: Heilsa 08 01 2015

utilif. isGLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND

Útsala30-70%

AFSLÁTTUR AF ALLSKONAR VÖRUMÁRNASYNIR

Vorum að bæta

við vetrarfatnaði

á börn og fullorðna

Page 4: Heilsa 08 01 2015

4 | fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2016

Heilsa

„Ég forðast sem mest unnar vörur og kjöt. Ég kaupi aldrei kjöt nema ég virkilega þurfi þess. Ég ætl-

aði að verða græn-metisæta en

gafst upp – það var of erfitt,“ segir Kjartan oddason, 25

ára hönnuður hjá Maurum.

Kjartan borðar mikið af fiski, græn-meti og ávöxtum. „og rauðrófum. Það var einu sinni tilboð á rauð-rófum í Krónunni og ég lifði á þeim í viku.“

Hvernig er hefðbundinn morgun-matur hjá þér?„Ætli það sé ekki oftast skyr.“

Kjartan stundar ekki neina mark-

vissa líkamsrækt en hann gengur hins vegar til og frá vinnu. Í frítíma sínum finnst honum gaman að vera með vinum og dunda sér við tæki og tækni.

Hvað gerir þú til að slaka á? „Ég hlusta á tónlist. eða breyti öllu nálægt mér. Ég umturna íbúðinni minni einu sinni eða tvisvar í viku. Það eru ekki ýkjur. Ég hef alltaf verið

svona. ef ég er órólegur þá fer ég og breyti öllu. Það er alltaf betri mögu-leiki sem maður verður að finna.“

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? „Það er örugglega facebook-rúnturinn. sem er mjög slæmt. Ég var einmitt að ræða það um daginn hvað maður þyrfti að fara að hætta þessu.“

Lifði á rauðrófum í vikuKjartan Oddason – 25 ára

ára25

| Helgin 8. janúar-10. janúar 2016

Tilboðsverð kr. 109.990,- Með fylgir Vitamix sleif, drykkjarmál

og svuntaFullt verð kr. 137.489,-

Vitamix TNC er stórkostlegur. Mylur alla ávexti, grænmeti, klaka og nánast hvað sem er.Býr til heita súpu og ís.Til í � órum litum, svörtum, hvítum rauðum og stáli.

Besti vinurinn í eldhúsinu

Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is

Kjartan Oddason gengur til og frá vinnu og passar

vel upp á mataræði sitt.

Ragnheiður Helgadóttir – 30 ára„Ég reyni að fara milli tvisvar og þrisvar í viku í reebok fitness, það fer eftir vinnu og annríki í náminu,“

segir ragnheiður Helgadóttir, 30

ára nemi í tóm-stundafræði.

Borðarðu hvað sem er eða

hugsarðu um það sem þú lætur ofan í þig?„Ég hef aldrei þurft að hugsa mikið um hvað ég læt ofan í mig en ég reyni að halda skyndibitanum í lág-marki.“

Hvernig er hefðbundinn morgun-matur hjá þér?„ab-mjólk með múslí eða hafra-grautur.“

Hvað gerir þú til að slaka á? „set góða tónlist í eyrun, þannig næ ég fullkominni slökun.“

Lumar þú á einu heilsuráði sem hefur gagnast þér vel í gegnum tíðina? „Ég hef tamið mér það hugarfar að hugsa vel um sjálfa mig, bæði andlega

Mestu skiptir að vera ánægður með sjálfan sigMestu skiptir að vera ánægður með sjálfan sigog líkamlega. Öll hreyfing er góð. en það sem skiptir mestu máli er að vera ánægður með sjálfan sig, því þú skapar þína eigin hamingju.“

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa?

„Bursta tennurnar.“

Hefur heilsurækt þín breyst með árunum? Ef svo er, hvernig?„já, ég er duglegri að hreyfa mig en ég var.“

Hefurðu sett þér einhver markmið varðandi heilsuna á nýju ári?„Ég ætla að halda áfram að fara í ræktina í fasta tíma tvisvar í viku til þess að fá smá hreyfingu. en fyrst og fremst rækta sjálfa mig og njóta lífsins.“

Ragnheiður Helgadóttir hefur aldrei þurft að hugsa mikið um hvað hún borðar, en reynir að halda skyndibita í lágmarki. Ljósmynd/Hari

Æfi meira eftir að ég hætti á sjónumHeilsuvenjur Ragnars Kristjáns Jóhannssonar – 35 ára

„Ég Hef reynt að hafa þá venju síðustu árin að fara alla vega fimm sinn- um á viku í ræktina.

Ég æfi í reebok fitness, oftast er ég bara að lyfta og tek létt „cardio“. svo spila ég fótbolta

tvisvar sinnum í viku,“ segir ragnar

Kristján jóhannsson, sjómaður og sölumaður hjá gÁP.ragnar var lengi háseti og neta-maður á frystitogurum en starfar nú í hjólabúð. sem starfsmaður í hjólabúð hefur hann ekki farið var-hluta af hjólaæðinu sem gengið hefur yfir landsmenn. eða hluta þeirra að minnsta kosti. „Ég hjóla á sumrin. Maður fylgir flæðinu,“ segir hann.

Borðarðu hvað sem er eða hugs-arðu um það sem þú lætur ofan í þig?„Maður reynir nú að hafa þetta kjúkling, fisk, sætar kartöflur og skyr en maður leyfir sér alveg ef mann langar í eitthvað.“

Hvernig er hefðbundinn morgun-matur hjá þér?„Ég borða skyr eða hafragraut.“

Hvað gerir þú til að slaka á? „eins og þetta hefur verið gefst nú ekki mikill tími til þess. Ég er í fjarnámi í stýrimannaskólanum og sest oftast niður fyrir framan skóla-bækurnar. en svo reynir maður líka að hitta vinina.“

Lumar þú á einu heilsuráði sem hefur gagnast þér vel í gegnum tíðina?

„Það er að ætla sér ekki of mikið. Margir ætla sér allt í einu en svo gerist ekkert. Þetta snýst ekki alltaf bara um janúar.

Hefur heilsurækt þín breyst með árunum? „já, fyrir 10-15 árum gerði ég voða lítið. Þá var ég bara á sjónum og þetta kom af sjálfu sér. Maður finnur alveg fyrir því núna að þurfa að halda líkamanum liðugum. Ég spilaði körfubolta og fótbolta þegar ég var yngri, alveg þangað til ég fór á sjóinn 17 ára.“

Hefurðu sett þér einhver markmið varðandi heilsuna á nýju ári?„Bara það sama og verið hefur. Halda áfram að hreyfa sig, passa mataræðið og njóta þess að vera til.“

ára30

ára35

Ragnar Kristján mætir í ræktina fimm sinnum í

viku og spilar þar að auki fótbolta tvisvar í viku.

Ljósmynd/Hari

Page 5: Heilsa 08 01 2015

SolarayFjölbreytt úrval bætiefna

sem svara þinni þörf. Afsláttur af allri línunni.

25%

25%

25%BÆTIEFNA-tilboð!

5. – 20. JANÚAR

25%25%25%25%

Terranova - hámarks vellíðanHágæða bætiefni án

allra aukaefna.

Guli miðinnBætiefni fjölskyldunnar

á frábæru verði.

Higher NatureBætiefni fyrir fólk sem gerir kröfur.

Higher Nature

25%25%

Higher Nature

Efalex - byggt á Omega 3Ef þú hefur ekki enn prófað Efalex skaltu nýta þér tækifærið núna.

25% afsláttur af allri línunni. Stuðlar að heilbrigði og góðri líðan.

Guli miðinnGuli miðinnGuli miðinnGuli miðinnGuli miðinnBætiefni fjölskyldunnar

25%

NETVERSLUN HEILSUHUSID.IS

Janúar 2016 – 1. tbl 17. árgangur

HEILSUFRÉTTIR

bls. 4

ÞÍNAR EIGINHÚÐVÖRUR

BÆTIEFNI Í BARÁTTUNNI VIÐ TÓBAKIÐbls. 6

bls. 13

bls. 5

bls. 10

BREYTTUR OG BÆTTUR LÍFSSTÍLL

bls. 8

SÉRLÖGUÐ TE FYRIR HEILSUHÚSIÐ

UPPSKRIFTIRGRÆNARbls. 14

LAUGAVEGI LÁGMÚLA KRINGLUNNI SMÁRATORGI SELFOSSI AKUREYRI NETVERSLUN HEILSUHUSID.IS

EINSTAKLINGS-BUNDIÐMATARÆÐIMATARÆÐITEITUR GUÐMUNDSSON

LÆKNIR

DAMIANA FRÁ SOLARAYÁSTARJURT SEM HRESSIR KYNHVÖTINAbls. 4

LÁGMÚLA KRINGLUNNI SMÁRATORGI SELFOSSI AKUREYRI NETVERSLUN HEILSUHUSID.IS

KYNHVÖTINA

25%

HEILSUFRÉTTIR ERU KOMNAR ÚT!

NÁÐU ÞÉR Í EINTAK!

Bætiefni fyrir fólk sem gerir kröfur.

Efalex - byggt á Omega 3

25%

Page 6: Heilsa 08 01 2015

6 | fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2016

Heilsa

Tvö 12 vikna námskeið hefjast í Hlíðasmára 15, Kópavogi, þriðjudaginn 12. janúar: kl. 16.30 og 17.30

Ef ekki næst full þátttaka verða námskeið felld niður eða sameinuð.

Takmarkaður fjöldi

Skráning og nánari upplýsingar: [email protected] eða í síma 564-5442

Grindarbotnkvennaheilsa

S J ò N

„Frá því ég stofnaði Skema árið 2011 hefur sá tími sem ég ver til heilsuræktar minnkað allsvakalega.

en nú er ég að reyna að bæta

úr því og hlusta á heilsuviðvar-anir sem eru allt of algengar

í sprotaheim-inum,“ segir rakel

Sölvadóttir, framkvæmdastjóri Skema.

Hvers konar hreyfingu stundar þú? „varðandi almenna líkamsrækt þá er ég meira týpan sem fer að lyfta og í klifur heldur en að sprikla í eróbikki. annars elska ég fjallgöngur og var mjög dugleg við þær á sínum tíma. Ég byrjaði að dusta rykið af gönguskónum í sumar og hélt síðan upp á fertugsafmælið mitt á Kilim-anjaro í afríku í september.

afmælisdagurinn var einn sá eftir-minnilegasti, í regnskógi á ?Kilim-anjaro?. þessir sjö dagar á fjalli voru mögnuð lífsreynsla – þvílíkt líkam-legt átak, þvílík andleg áreynsla, þvílík gleði og þvílík upplifun. Fékk að upplifa allt það sem háfjallaveik-in hefur upp á að bjóða; bullandi blóðnasir, gubberí og einn versta hausverk sem ég hef fengið síðustu þrjá dagana. því miður komst ég ekki alla leið á toppinn (5895m) þar sem ég þurfti að snúa til baka í 5350 metra hæð (vantaði bara 3,5 klukkustundir upp á) sökum hjartavesens, súrefnismettunar við

hættumörk, púls í hættumörkum líka og helbláar varir. Fararstjórinn var með mæligræjur og fylgdist vel með og það var ekkert vit í að fara lengra miðað við aðstæður og ástand. lífið er mikilvægara en að toppa Kili undir þessum kringum-stæðum. Ég er samt ótrúlega stolt af sjálfri mér, ánægð með ferðina og sjúklega stolt af Kristrúnu og guðnýju, sem fóru með mér, fyrir að tækla toppinn. Maður veit aldrei nema maður prófi og maður öðlast aldrei þekkingu og reynslu nema setja sig í aðstæðurnar.“

Hefurðu sett þér einhver mark-mið varðandi heilsuna á nýju ári?„Ég og konan mín settum okkur markmið á nýársdag. við ætlum að fara á sjö fjöll á íslandi á þessu ári. Til að gera það þarf maður að vera í einhverju formi þannig að ræktin fær meiri tíma hjá mér þetta árið en undanfarin ár. það er líka frá-bært fjölskyldusport að fara í klifur og ég mun klárlega byrja að príla aftur á árinu.

Borðarðu hvað sem er eða hugs-arðu um það sem þú lætur ofan í þig?„Ég ét nú bara allt og fer eftir því að allt er gott í hófi. Til dæmis borða ég oftast svið á nýársdag, það er góð hefð sem ég missti því miður af í ár. Ég tek auðvitað mín öfgatímabil eins og margir. Sérstak-lega þegar ég er dugleg í ræktinni en það stafar nú mest af því að með aukinni hreyfingu fer líkaminn

að kalla meira eftir heilbrigðara mataræði.“

Hvernig er hefðbundinn morgun-matur hjá þér?„núna er það lgg og rude Health hafragratur. þessi grautur er það besta í heimi og hann er í upp-áhaldi hjá fjölskyldunni.“

Hvað gerir þú til að slaka á? „Ég er ekki týpa sem á auðvelt með að slaka á, mín slökun er meira að fá líkamlega útrás heldur en kyrr-staða.“

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? „vinnan fer oft með manni inn í nóttina en það er slæmur vani. Ég er hins vegar nýfarin að hlusta á hljóð-bækur og það er algjör snilld. það væri afar ljúft ef þeim fylgdi skynjari sem myndi slökkva þegar maður sofnar svo maður þurfi ekki alltaf að finna hvert maður var kominn.“

Hefur heilsurækt þín breyst með árunum? Ef svo er, hvernig?„Hún hefur breyst þannig að ég hef minna sinnt henni sökum tímaskorts. það er það versta sem maður gerir því með aukinni heilsurækt er maður með betri athygli, nýtir tímann betur og þarf minni svefn. Markmiðið er að laga þetta. það hefur því miður tekið of langan tíma fyrir mig að kveikja á perunni með þetta – ekki vænlegt til vinnings að kaffæra sig í vinnu og sleppa heilsuræktinni.“

Rakel Sölvadóttir á Kilimanjaro á fertugsaf-mælinu sínu í fyrra.

Heilsuvenjur Rakelar Sölvadóttur - 40 ára

Fagnaði fertugsafmælinu á Kilimanjaro

ára40

ára45

Pétur á TT hjólinu í Hval-firðinum þegar hann keppti í hálfum Járnmanni í ágúst 2015. Ljósmynd/Arnold Björnsson

Keppti átta sinnum í þríþraut í fyrraHeilsuvenjur Péturs Hannessonar – 45 áraPÉTur HanneSSon er 45 ára, kvæntur fjögurra barna faðir sem starfar hjá upphafi fasteignafélagi.

Hann notar frítíma sinn til að æfa og keppa í þríþraut og járnmanni.Pétur byrjaði í þríþraut

haustið 2014, þá nánast ósyndur,

mætti á allar æfingar og keppti svo átta sinnum í þríþraut í fyrra.

Hversu miklum tíma verðu í heilsurækt? „árið 2015 sem er árið sem ég tók minn fyrsta iron Man, þá varði ég um 11 klukkutímum á viku í æfingar að jafnaði. Ég reikna með því að í ár verði þetta á bilinu 8-10 klukkustundir á viku.“

Hvers konar hreyf-ingu stundar þú? „Ég syndi, hjóla og hleyp. Stunda sem sagt þríþraut. auk þess tek ég styrktaræfingar inn á milli.“

Borðarðu hvað sem er eða hugsarðu um það sem þú lætur ofan í þig? „Ég myndi segja að ég fylgi hinni sívin-sælu súpermódel upp-skrift, þ.e. borða 80% hollt og 20% rusl.“

Hvernig er hefðbundinn morgun-matur hjá þér? „nánast allt árið 2015 var það Chi-agrautur með banana, bláberjum og jarðarberjum en upp á síðkastið hefur það verði aB mjólk með grófu músli og bláberjum.“

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? „geri klárt fyrir æfingar næsta dag og hangi svo of lengi í símanum.“

Hefur heilsurækt þín breyst með árunum? „já, ég var lengi vel í lyftingum, svo BootCamp en er alveg farinn yfir í þríþraut og hjólreiðar.“

Færðu næga hreyfingu úr dag-legum störfum þínum eða þarftu að ætla þér tíma til að sinna hreyfiþörfinni? „Ég þarf að taka frá tíma fyrir hreyfinguna, sit við skrifborð stóran hluta dagsins.“

Hefurðu sett þér einhver markmið varðandi heilsuna á nýju ári? „ekki varðandi heilsuna beint

en myndi vilja hafa heilsu til þess að klára keppnina escape

From alcatraz á undir þremur klukkutímum og Berlínar mara-þon á undir 3:25 klukkustundum.“

Pétur á TT hjólinu í Hval-firðinum þegar hann keppti í hálfum Járnmanni í ágúst 2015. Ljósmynd/Arnold Björnsson

minn fyrsta ron Man, þá varði ég um 11 klukkutímum á viku í æfingar að jafnaði. Ég reikna með því að í ár verði þetta á bilinu 8-10 klukkustundir á viku.“

Hvers konar hreyf-Hvers konar hreyf-Hvers konar hreyfingu stundar þú? „Ég syndi, hjóla og hleyp. Stunda sem sagt þríþraut.

uk þess tek ég styrktaræfingar inn á milli.“

Borðarðu hvað sem er eða hugsarðu um það sem þú lætur ofan í þig?„Ég myndi segja að ég fylgi hinni sívin-sælu súpermódel upp-skrift, þ.e. borða 80% hollt og 20% rusl.“

þríþraut og hjólreiðar.“

Færðu næga hreyfingu úr dag-legum störfum þínum eða þarftu að ætla þér tíma til að sinna hreyfiþörfinni? „Ég þarf að taka frá tíma fyrir hreyfinguna, sit við skrifborð stóran hluta dagsins.“

Hefurðu sett þér einhver markmið varðandi heilsuna á nýju ári? „ekki varðandi heilsuna beint

en myndi vilja hafa heilsu til þess að klára keppnina escape

From alcatraz á undir þremur klukkutímum og Berlínar mara-þon á undir 3:25 klukkustundum.“

Page 7: Heilsa 08 01 2015
Page 8: Heilsa 08 01 2015

8 | fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2016

Heilsa

Heilsuvenjur Erlu Traustadóttur – 50 ára„Það er stutt síðan ég uppgötvaði hvað það er ótrúlega gaman að hlaupa. Mér finnst líka gaman að

hjóla, spila golf eða ganga með

hundinn. Mér leiðast líkams-ræktarstöðvar, en er til í flest

sem hægt er að stunda utandyra,“

segir erla Traustadóttir, vinnusál-fræðingur og maraþonhlaupari. erla er fimmtug og kveðst reyna að hreyfa sig eitthvað á hverjum degi. Hún hjólar eða gengur yfirleitt til og frá vinnu og mætir á hlaupaæfingar hjá laugaskokki þrisvar í viku. „Það er heilagur tími,“ segir hún.

Borðar þú hvað sem er eða hugsar þú um það sem þú lætur ofan í þig?„Ég á rosalega erfitt með að neita mér um góðan mat og er mikill sælkeri. Ég trúi því að meðalhófið sé best, en reyni auðvitað að velja eitthvað hollt og gott.“

Hvernig er hefðbundinn morgun-matur hjá þér?„Það er ýmist chia-hafragrautur með ávöxtum eða gamla góða Cheeriosið. ef ég er í stuði er einnig skálað í grænum djús og dagurinn er fullkominn.“

Hvað gerir þú til að slaka á?

„Sumarbústaður tengdaforeldra minna í Skorradal býr yfir töfra-mætti og næst hvergi betri slökun en þar. Þess á milli er það freyðibað og góð bók.“

Lumar þú á einu heilsuráði sem hefur gagnast þér vel í gegnum tíðina? „einfaldasta leiðin til að auka hreyf-ingu er að nýta tímann til og frá vinnu. Í kaupbæti mætir maður vel vakandi og glaður í vinnu og nær að veðra burt krefjandi vinnudag áður en maður kemur heim.“

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? „renni yfir það helsta á netinu og les góða bók.“

Hefur þú sett þér einhver mark-mið varðandi heilsuna á nýju ári?„já markmið eru nauðsynleg til að ná einhverjum árangri. Síðasta ár var undirlagt af maraþonundirbún-ingi, sem var óendanlega skemmti-legur tími en einnig mjög krefjandi. lítill tími gafst til að sinna öðrum hugðarefnum, eða fjölskyldu og vinum. Því verður árið 2016 til-einkað aukinni samveru með þeim sem standa mér næst og auðga líf mitt á hverjum degi. Undirmarkmið er svo að sjálfsögðu að koma þeim öllum með mér út að hlaupa og hef ég góðar vonir um að það takist fyrir árslok.“

ára50

Æfingarnar heilagur tími

Líf án streitu- lærðu að njóta lífsins

Námskeiðið er fyrir þá sem vilja njóta lífsins, lifa lífinu aðeins hægar og huga að andlegri og líkamlegri líðan. Dvölin gefur einnig einstakt tækifæri til að taka upp nýjar og skynsamlegar leiðir hvað varðar hreyfingu, næringu og svefn.

Innifalið: Ljúffengur og hollur matur, skipulögð dagskrá, hugleiðsla og jóga, aðgangur að sundlaugum, baðhúsi og líkamsrækt. Einnig nudd og val um ýmsar meðferðir.

Verð á mann: 130.000 kr. (123.500 í tvíbýli)

7 daga heilsudvöl 7. - 14. febrúar

Nánari upplýsingar í síma 483 0300 og á heilsustofnun.is

- berum ábyrgð á eigin heilsu

Meðgönguþjálfun og þjálfun eftir fæðinguNánari upplýsingar er hægt að finna á www.fullfrisk.com.

Skráningar og fyrirspurnir í síma 661-8020 eða [email protected]. í Sporthúsinu

Ný námskeið hefjast

11.01.16

Einnig er hægt að finna okkur á Facebook

Erla Traustadóttir vinnusálfræðingur æfði sund í gamla daga en nú eiga hlaupin hug

hennar allan. Ljósmynd/Hari

Page 9: Heilsa 08 01 2015

| 9fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2016

ára60

ára55

Eftir að bækurnar okkar Heilsuréttir �ölskyldunnar og Nýir heilsuréttir komu út kom í ljós að fólk hefur

því miður ekki alltaf tíma til þess að elda næringar-ríkan mat frá grunni eins og það vildi gera, m.a. til þess að forðast aukaefni og of mikinn sykur. Þannig að fljótlega varð okkar næsta verkefni að búa til heilsurétti án aukaefna, viðbætts sykurs, eins og maturinn væri í raun matreiddur í eldhúsinu heima, en samt hægt að kaupa tilbúna úti í búð. Við höfum útbúið þrjá nýja heilsurétti, Grænmetislagsagna, Gulrótarbu�

og Indverskar grænmetisbollur. Bragðgóðir réttir, fullir af þarflegum næringarefnum.

Bestu kveðjur, Berglind og Siggi.

Hollusturettir

Diddú stundar líkamsrækt í fimm klukku-stundir á

viku en slakar á með því að lesa bækur og

dúlla sér í eldhúsinu.

Ljós-mynd/Hari

Stundar upp-byggjandi og mannbætandi líkamsræktHeilsuvenjur Di ddúar – 60 ára„að sjálfsögðu er söngurinn ákveðin líkamsrækt, en tekur ekki á öllum vöðvum líkamans, né liðleika.

flestir söngvarar hafa gott vald á öndun, sem kemur sér vel í ræktinni,“ segir söngkonan

sigrún Hjálmtýs-dóttir, betur þekkt

sem Diddú.

Diddú stendur á sextugu og stundar líkamsrækt um það bil fimm klukkustundir á viku. „Ég hef sótt tíma undanfarin 18 ár í heilsu-ræktinni Hjá Báru jsB. Þetta er upp-byggjandi og mannbætandi líkams-rækt fyrir konur á öllum aldri,“ segir Diddú.

Lumar þú á einu heilsuráði sem hefur gagnast þér vel í gegnum tíðina?„Það hollasta er að forðast óþarfa áreiti, sem hefur truflandi áhrif á mann. álag og streita eru mann-skemmandi.“

Borðarðu hvað sem er eða hugs-arðu um það sem þú lætur ofan í þig?„Ég er meðvituð um það sem ég læt ofan í mig, og „tek reglulega til“ í mataræði, án öfga.“

Hvernig er hefðbundinn morgun-matur hjá þér?„Ég byrja á góðum kaffibolla. svo hreinan ávaxtasafa, hrökkbrauð eða ristað gróft brauð með osti og gúrku eða tómötum.“

Hvað gerir þú til að slaka á?„Það er bóklestur, algjör nautn! elda góðan mat fyrir vini og fjölskyldu, dúlla mér í eldhúsinu.“

HeilsaGef sjálfum mér hreyfiskipanirHeilsuvenjur Illuga Jökulssonar – 55 ára„Ég stunDaði enga líkamsrækt lengi vel. um þrítugt fór ég að synda svolítið og rétt um fertugt fór

ég svo að hlaupa og hef hlaupið

nokkur hálf-maraþon síðan. Það fer svo alveg eftir öðru

heilsufari hversu iðinn ég er um

þessar mundir,“ segir illugi jökuls-

son rithöfundur.illugi er 55 ára og segir það mis-munandi eftir heilsufari sínu hversu miklum tíma hann ver í heilsurækt. „Ég stríði svolítið við hjartveiki sem dregur stundum úr þreki og þá verð-ur lítið úr hreyfingu. en sé þrekið skikkanlegt þá hef ég – þegar best lætur – reynt að hreyfa mig sirka 5-6 sinnum í viku, kannski klukku-tíma í senn.“

Hvers konar hreyfingu stundar þú? „sund, hlaup eða göngur fyrst og fremst.“

Hvernig er hefðbundinn morgun-matur hjá þér?„jógúrtdós og banani, svona yfir-leitt. Og kaffi.“

Færðu næga hreyfingu úr dag-legum störfum þínum eða þarftu að ætla þér tíma til að sinna

hreyfiþörfinni?„Ég vinn við skrifborð og fæ því litla útrás fyrir hreyfiþörf. sú hreyfiþörf er reyndar ekki alltaf mikil, heldur gef ég sjálfum mér hreyfiskipanir.“

Illugi stefnir að því að missa tugi kílóa á árinu

og koma hjartanu í lag. Ljósmynd/Rut

Sigurðardóttir

Page 10: Heilsa 08 01 2015

fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 201610 |

Heilsa

Brakandi góð og velbökuð súrdeigsbrauð

að hætti Jóa FelSteinbökuð brauð með heilkorni.

Enginn viðbættur sykur!

TOSCANA, súrdeigsbrauð með heilkorna hveiti

HOLTABRAUÐ, gróft fimmkornabrauð með súrdeigi

SVEITABRAUÐ, dökkt súrdeigsbrauð með heilkorni og rúgi

„Ég þarf ekki að fara í einhverja stöð til að láta segja mér hvað ég á að hlaupa. en ég stoppa aldrei allan

daginn, það vita þeir sem þekkja

mig. Ég held mér í fínu formi við almennilega vinnu í mínum

frítíma, smíðar og göngu og fleira.

Svo er ég með göngubretti úti í skúr þegar það er of mikill snjór úti,“ segir níels Árni lund.

níels, sem á árum sat á þingi og hefur starfað sem ráðuneytisstjóri, er um þessar mundir að jafna sig eftir axlaraðgerð. „þetta er eitthvað sem annar hver maður fer í. það þarf að víkka göngin fyrir taugarnar niður í öxlina. þeir fara bara með Black & Decker þarna inn og bora þetta.“

Borðarðu hvað sem er eða hugs-arðu um það sem þú lætur ofan í þig?„Ég er alinn upp á venjulegum íslenskum mat og ét hann enn hiklaust. Með miklu af smjöri og rjóma. Ég borða eiginlega allt sem vellur út úr ísskápnum, hvort sem það er á daginn eða á nóttunni. en ég er ekkert í gosinu. þetta eru

Borða venjulegan íslenskan matHeilsuvenjur Níelsar Árna Lund – 65 ára

ára65

ára70

„Ég Hef stundað sund töluvert og útiveru í skógrækt. Ég er með land-skika þar sem ég planta á hverju

ári og sú útivera er gríðarlega holl,“ segir þórunn Svein-björnsdóttir, formaður

félags eldri borgara.

Borðarðu hvað sem er eða hugs-arðu um það sem þú lætur ofan í þig?„Ég borða gríðarlega hollan mat og hugsa um hollustuna. Ég borða gróf brauð, mikið af grænmeti og ávöxtum. þetta er það sama og ég hef alltaf borðað en hef þó aðeins bætt í, sérstaklega með græn-metið. Mataræðið er fjölbreyttara en það var.“

Hvernig er hefðbundinn morgun-matur hjá þér?„Hafragrautur, eiginmaðurinn lagar hafragraut með allskonar ljúfmeti út í. Hann notar epli og allskonar korn. Við setjum stundum bláber í hann. þau tínum við á haustin til að eiga á veturna. það er nóg til af berjum á Íslandi. þetta er heilög morgunstund hjá okkur.“

Hvað gerir þú til að slaka á? „Ég les mikið. Ég er eiginlega alltaf með góða bók á náttborðinu. Síðan þykir mér rosa gott að hafa góða tónlist. Ég hef nú orðið svo fræg að nefna það að við eldri borgarar vildum gjarnan fá okkar

tónlistarhátíð, einskonar airwaves gold. það er slökun að hlusta á góða tónlist.“

Lumar þú á einu heilsuráði sem hefur gagnast þér vel í gegnum tíðina? „jákvæðni, hún flytur fjöll. Og að taka sjálfan sig ekki of alvarlega.“

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? „að lesa. Ég er núna í kasti með sakamálasögur en annars er ég alæta á bækur.“

Hefurðu sett þér einhver mark-mið varðandi heilsuna á nýju ári?„fyrst og fremst að reyna að stunda útiveru af bestu getu. Svo stendur félagið hér fyrir aukinni hreyf-ingu – við höfum verið að predika það. aukin hreyfing mun hjálpa eldra fólki til bættar heilsu og betra lífs.“

Heilög morgunstund yfir hafragraut eiginmannsinsHeilsuvenjur Þórunnar Sveinbjörnsdóttur – 70 ára

Níels Árni er að jafna sig eftir axlaraðgerð en alla jafna er hann á ferð-inni frá morgni til kvölds. Ljósmynd/Rut Sigurðardóttir

sömu siðirnir hjá mér og hafa alltaf verið en eftir því sem maður eldist þá borðar maður minna.“

Hvað gerir þú til að slaka á? „Ég hef til dæmis óskaplega gaman af því að vinna í garðinum mínum. Við vinnum mikið saman, við hjónin. Við spilum líka bridds, það er nóg að gera. Ég skrifa líka mikið í frítíma mínum, enda er ég kominn

niður í hálft starf. Ég var að ljúka við þriggja binda verk um Melrakka-sléttu, þúsund síður með 1.500 myndum. Ég er búinn að vinna við þetta síðustu sex ár. þetta verður einstakt rit um landsvæði sem er farið í eyði. Svo á ég þrjú börn og sjö barnabörn og það er yndislegt að fá þau í heimsókn. Maður getur ekki nógsamlega þakkað guði fyrir hvað lífið er dásamlegt.“

Borða venjulegan íslenskan matHeilsuvenjur Níelsar Árna Lund – 65 ára

Page 11: Heilsa 08 01 2015

| 11fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2016

Heilsa

Náðu hámarksárangri á Hilton Reykjavík SpaHilton Reykjavík Spa er heilsurækt í algjörum sérflokki. Glæsileg aðstaða, notalegt andrúmsloft, einkaþjálfun, hópatímar og spennandi nám skeið, auk endurnærandi heilsulindar og fyrsta flokks nudd- og snyrtimeðferða.

SPENNANDI NÁMSKEIÐ AÐ HEFJAST

Hilton Reykjavik Spa – Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík – www.facebook.com/HiltonReykjavikSpa

60 Plús – styrkur, jafnvægi, þol og samhæfing4 vikur, hefst 18. janúarTímar kl. 13 alla virka dagaMán, mið og fös - hóptímarÞri og fim - æfingaáætlun í sal, frjáls mæting

Sérsniðið fyrir fólk á besta aldri. Fjölbreyttar æfingar. Hugað að getu og óskum hvers og eins. Ráðgjöf um þjálfun og fyrirlestur um mataræði.

Kennari: Agnes Þóra Árnadóttir

Verð 26.900 kr.

Heilsuáskorun í 100 dagaHefst 18. janúarTímar kl. 17.30 mán, mið og fös

Átaksnámskeið og lífsstílsbreyting.• Fyrirlestrar af ýmsu tagi• Kennslustund í Salt eldhúsi• Næringarráðgjöf• Mikið aðhald og hvatning• Fjölbreyttir tímar• Mælingar mánaðarlega

Fyrstu verðlaun fyrir bestan árangur, 80.000 kr. gjafakort hjá Icelandair

Verð 99.900 kr.

Hot Yoga Sculpt4 vikur, hefst 19. janúarTímar kl. 17.30 þri og fim og kl. 12.30 sun

Styrkur, orka og öndun. Jógaæfingar með léttum lóðum í heitum sal. Hnit miðaðar æfingar gerðar rólega með einbeitingu á öndun. Mótun, aukið úthald og styrkur, aukinn liðleiki. Sviti og bruni í þessum áhrifaríku og skemmtilegu tímum.

Kennari: Dísa Lareau

Verð 28.900 kr.

Skráning og nánari upplýsingar á [email protected] og í síma 444 5090.

Syndir 200 metra á hverjum morgniHeilsuvenjur Snæs Karlssonar – 75 ára

„Ég syndi á hverjum morgni í laugardalnum og hef gert alla tíð. Ég syndi yfirleitt 200 metra. svo er komið við í pottinum. Þar eru

leystar flestar gátur sem uppi eru,“

segir snær Karlsson.

snær lék fót-bolta á sínum

yngri árum með Völsungi á Húsa-

vík. Hann vann hjá starfs-greinasambandi Íslands og forverum þess í 18 ár.

Hvernig er hefðbundinn morgun-matur hjá þér?

„Ég fæ mér nú bara lýsi á morgn-ana og ávaxtasafa áður en ég fer og syndi. svo fæ ég mér te þegar ég kem heim um níuleytið.“

Borðarðu hvað sem er eða hugs-arðu um það sem þú lætur ofan í þig?

„Ég borða nú bara algengan mat, fisk og kjöt líkt og það hefur alltaf verið.“

Hvað gerir þú til að slaka á? „Ég fer í göngur eða fæ mér bók

að lesa. Ég er alltaf með bók á nátt-borðinu og stundum fleiri en eina.“

| 11

Snær lék fótbolta á sínum yngri árum en

stundar nú göngur og syndir daglega. Ljós-

mynd/Hari

Þórunn Sveinbjörnsdóttir ráð-leggur fólki að vera jákvætt og að taka sig ekki of alvarlega. Ljósmynd/Rut Sigurðardóttir

ára75

Page 12: Heilsa 08 01 2015

12 | fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2016

„Ég er bara hress, ég var uppi í Kringlu áðan,“ segir hin níræða anna Stígsdóttir. anna vann við

skrifstofustörf fyrr á árum.

„Ég fer tvo daga í viku á Múlabæ, á

þriðjudögum og fimmtudögum.

Þar spilum við til dæmis og förum í stólaleikfimi. Þá erum við bara að gera æfingar, eins og gert er með okkur gamla fólkið. Það eru voða góðar stelpur sem eru með okkur. Það koma oft til okkar skemmti-kraftar eftir hádegið. Mér finnst ofsalega gott að koma í Múlabæ. Ég er búin að fara svo lengi – í ellefu ár – að ég tími ekki að hætta því. Ég gæti ekki hugsað mér það.“

Ertu mikið á ferðinni?„já, ég geng alltaf. Ég fer alltaf út. ef það er hált þá set ég á mig brodda. Ég hef alltaf hreyft mig mikið, ég verð að gera það. Kannski er það ofvirkni. Það var nú bara sagt þegar ég var lítil að ég væri óþekk, þá þekktist ekki þetta orð.“

anna kveðst lesa mikið. „Ég les blöðin, ég les heilmikið. nú er ég að lesa hann Árna bergmann og finnst hann stórskemmtilegur. Þetta er yndisleg bók sem mér finnst að allir ættu að lesa.“

Hvað gerir þú til að slaka á? „Ég geri það ekki. Ég kann ekki að slaka á. en ég ligg stundum og les.“

Borðarðu hvað sem er eða hugs-arðu um það sem þú lætur ofan í þig?„Ég borða bara hvað sem er. Við fáum mat uppi á Múló. Það er ekki alltaf gott en við látum okkur hafa það. Það er allt í lagi. en ég drekk aldrei kaffi. Ég hef aldrei kunnað það.“

Hvað með áfengi og tóbak?„Ég reykti þegar ég var ung, eins og allir. Það eru nú orðin 24 eða 25 ár síðan ég drap í. Um leið og ég gerði það þoldi ég ekki aðra sem reyktu. Hvað áfengið varðar þá skálar maður kannski í sérríi við og við en ég hef aldrei getað drukkið bjór.“

Hvernig er hefðbundinn morgun-matur hjá þér?„Ég fæ mér stundum jógúrt og svo fæ mér alltaf hafragaraut hjá stelp-unum. Mér finnst hann svo góður.“

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? „Ég les bækur. Svo er ég með blöðin. Ég er nú ekki mikill sjón-varpsglápari. Ég horfi alltaf á fréttir en annað þarf að vera eitthvað alveg sérstakt.“

Hefurðu sett þér einhver markmið varðandi heilsuna á nýju ári?„nei, ég þarf ekki að gera það. Ég verð bara eins og ég hef alltaf verið. Ég vona bara að ég geti haldið áfram að hreyfa mig.“

HeilsaHef aldrei kunnað að drekka kaffiHeilsuvenjur Önnu Stígsdóttur - 90 ára

ára90

Anna Stígsdóttir segist alltaf hafa hreyft sig mikið, hún verði að gera það. Það sé kannski ofvirkni, en þegar hún var lítil hafi bara verið sagt að hún væri óþekk. Ljós-Mynd/Rut Sigurðardóttir

Enginn viðbættur sykur,

ekkert ger.VILTUHRÖKKVA Í GÍRINN?Þeir sem hugsa um hollustuna velja BURGER hrökkbrauð. Í því er enginn

viðbættur sykur og ekkert ger. Það er líka einstaklega bragðgott!

Það er engin tilviljun að BURGER er vinsælasta hökkbrauðið á Íslandi.

HUGSAÐU UM HOLLUSTUNA!

Þeir sem hugsa um hollustuna velja BURGER hrökkbrauð. Í því er enginn viðbættur sykur og ekkert ger. Það er líka einstaklega bragðgott! Það er engin

tilviljun að BURGER er vinsælasta hrökk-brauðið á Íslandi.

Enginn viðbættur sykur,

ekkert ger.VILTUHRÖKKVA Í GÍRINN?Þeir sem hugsa um hollustuna velja BURGER hrökkbrauð. Í því er enginn

viðbættur sykur og ekkert ger. Það er líka einstaklega bragðgott!

Það er engin tilviljun að BURGER er vinsælasta hökkbrauðið á Íslandi.

HUGSAÐU UM HOLLUSTUNA!

Enginn viðbættur sykur,

ekkert ger.VILTUHRÖKKVA Í GÍRINN?Þeir sem hugsa um hollustuna velja BURGER hrökkbrauð. Í því er enginn

viðbættur sykur og ekkert ger. Það er líka einstaklega bragðgott!

Það er engin tilviljun að BURGER er vinsælasta hökkbrauðið á Íslandi.

HUGSAÐU UM HOLLUSTUNA!

Enginn viðbættur sykur,

ekkert ger.VILTUHRÖKKVA Í GÍRINN?Þeir sem hugsa um hollustuna velja BURGER hrökkbrauð. Í því er enginn

viðbættur sykur og ekkert ger. Það er líka einstaklega bragðgott!

Það er engin tilviljun að BURGER er vinsælasta hökkbrauðið á Íslandi.

HUGSAÐU UM HOLLUSTUNA!

Frettatiminn 2x20.indd 1 6.1.2016 15:49:11

Daði Jónsson læknir hefur hafið störf með aðstöðu hjá Atlas endur­hæfingu í ÍSÍ húsinu við hliðina á Laugardalshöllinni, Engjavegi 6.

Daði er sérfræðingur í endurhæfinga­lækningum og vinnur mikið með íþróttafólk.

Tímapantanir í síma 552 6600 og [email protected]

Page 13: Heilsa 08 01 2015

Vítamín og bætiefni Gula miðans eru sérstaklega valin og þróuð fyrir íslenskar aðstæður. Þess vegna hefur Guli miðinn verið hluti af daglegu lífi Íslendinga í 25 ár.Kynntu þér úrvalið á gulimidinn.is aðstæður. Þess vegna hefur Guli miðinn verið hluti af daglegu lífi Íslendinga í 25 ár.

Page 14: Heilsa 08 01 2015

14 | fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2016

auglýsingardeild fréttatímansS. 531 33 00 | [email protected] | Heilsa

Calamari Gold olían frá Bioglan er sér-staklega rík af DHA og inniheldur jafn-framt EPA fitusýrur.

rannSóknir Hafa sýnt að Omega-3 olía úr smokk-fiski hefur fleiri heilsu-bætandi eiginleika en hefðbundin omega-3 olía úr öðrum fiski-tegundum. Omega-3 olían úr smokk-fisknum inniheldur mikið magn af DHa fitusýru sem er eitt aðal byggingarefni heilans, en rannsóknir hafa sýnt að DHa styður við heilbrigða starfsemi heilans. fitusýran gegnir því mikilvægu hlutverki í starfsemi heilans og er talin bæta einbeitingu, minni og vitsmunaþroska. einnig

Rannsóknir hafa sýnt að Omega-3 olía:n Stuðlar að heilbrigðari heilastarf-semin Bætir minni og einbeitingun Vinnur gegn elliglöpumn er nauðsynleg fyrir eðlilegan þroska og starfsemi líkamans

Ráðlögð notkun: 1 perla á dag með vatnsglasi. Í einum pakka af Calam-ari gold eru 30 perlur (1000mg) eða um mánaðarskammtur.

Balsam ehf. er söluaðili Biologan Calamari Gold TM á Íslandi, sem býður náttúrulegur vörur sem eru hannaðar til að stuðla að hreysti og góðri heilsu með hágæða nær-ingu. Vörurnar innihalda aðeins vönduð, vottuð og næringarrík innihaldsefni sem er að finna í leyndardómum náttúrunnar

Unnið í samstarfi við Balsam

Calamari Gold – Öflugasta Omega fitusýran á markaðinum? Calamari Gold olían frá Bioglan er sér-frá Bioglan er sér-frá Bioglan er sérstaklega rík af DHA og inniheldur jafn-framt EPA fitusýrur.

óknir Hafa sýnt að Omega-3 olía úr smokk-fiski hefur fleiri heilsu-bætandi eiginleika en hefðbundin omega-3 olía úr öðrum fiski-tegundum. Omega-3 olían úr smokk-fisknum inniheldur mikið magn af DHafitusýru sem er eitt aðal byggingarefni heilans, en rannsóknir hafa sýnt

styður við heilbrigða starfsemi heilans. fitusýran gegnir því mikilvægu hlutverki í starfsemi

Rannsóknir hafa sýnt að Omega-3 olía:n Stuðlar að heilbrigðari heilastarf- Stuðlar að heilbrigðari heilastarf- Stuðlar að heilbrigðari heilastarfsemin Bætir minni og einbeitingun Vinnur gegn elliglöpum

Unnið í samstarfi við Balsam

Calamari Gold – Öflugasta Omega fitusýran á markaðinum? fitusýran á markaðinum? Calamari Gold – Öflugasta Omega fitusýran á markaðinum? Calamari Gold – Öflugasta Omega

styður DHa fitusýran við eðlilega starfsemi augna og hjartakerfisins, auk grundvallarstarfsemi líkamans og eru því nauðsynlegar fyrir heilsu okkar allra.

Calamari Gold einstaklega rík af Omega-3Calamari gold olían frá Bioglan er sérstaklega rík af DHa og inniheldur jafnframt ePa fitusýrur. Olían er unnin úr smokkfiski sem veiddur er til matar. ólíkt þorski, er smokkfisk-ur ekki ofveiddur og lifir tiltölulega stutt sem þýðir að færri eiturefni safnast upp í honum í samanburði við margar aðrar fisktegundir. Þetta þýðir að gæði omega-3 fitusýranna er meiri en í mörgum fiskum. Calamari gold er með vottun frá umhverfissamtökunum friends of the Sea, eða Vinum hafsins.

Öflugar en hefðbundar Omega-3 olíurBioglan Calamari gold er mun öflugra en hefðbundnar omega-3 olíur og inniheldur fimm sinnum meira DHa en þorskalýsi og þrisvar sinnum meira en fiskiolía. Þar af

leiðandi veitir Calamari gold öflugri stuðning við eðlilega heilastarfsemi.

Öflug vörn gegn elliglöpumnýjustu rannsóknir áætla að á næstu árum fari þeim hratt fjölg-andi sem glíma við elliglöp eftir 65 ára aldur, en til að mynda í Bret-landi glímir einn af hverjum 14 í þessum aldurshópi við elliglöp.

Verðu þig gegn skertum lífs-gæðumelliglöp draga úr hæfni heilans til að starfa eftir bestu getu en hrörnun veldur minnisleysi og dregur úr snerpu í hugsun. Heilinn eldist með árunum eins og aðrir líkamshlutar og því er eðlilegt að upplifa ákveðna hrörnun heilans. Þess vegna er mikilvægt að hugsa vel um heilann frá unga aldri og til að viðhalda ákveðnum lífsgæðum út ævina.

Sölustaðir: eftirtaldir staðir selja Calamari gold: lyfja, apótekið, Heilsuhúsið, lyf og Heilsa, apótekar-inn, lyfjaval, Heilsutorgið Blómavali og fjarðarkaup.

því mikilvægu hlutverki í starfsemi heilans og er talin bæta einbeitingu, minni og vitsmunaþroska.

því mikilvægu hlutverki í starfsemi heilans og er talin bæta einbeitingu, minni og vitsmunaþroska. einnig

Ultimate Superfoods – fyrir hámarks heilbrigðiÖflug blanda ofurfæðis sem samanstendur af grænmeti, ávöxtum, berjum og lífvirkum ensímum.

Unnið í samstarfi við Artasan.

Ultimate Superfoods er fullkomin ofurfæðisblanda í hylkjum frá nat-

ures aid sem er hlaðin lífrænu ofur-fæði. efnin í blöndunni eru 31 talsins og er hún því stútfull af jurtaefnum (phytonutrients) og sindurvörum/andoxurum ásamt háu hlutfalli af vítamínum, steinefnum, ensímum

Lífrænt vottað og án allra aukaefna!

Hrönn Hjálmars-dóttir heilsu-

markþjálfi.

Inntaka: 2 hylki á dag

og amínósýrum. efnin eru öll í hæsta gæðaflokki og saman mynda þau öfluga blöndu ofurfæðis sem saman-stendur af grænmeti, ávöxtum, berjum og lífvirkum ensímum.

„Samhliða skynsamlegu mataræði er þetta auðveld leið til að tryggja að líkaminn fái öll þau næringarefni sem hann þarfnast til að viðhalda góðri heilsu,“ segir Hrönn Hjálmars-dóttir heilsumarkþjálfi.

Page 15: Heilsa 08 01 2015

NÝJUNG

NiveaGeRiR HÁRiÐ FaLLeGT

· FINNUR SKEMMT HÁR· BÆTIR, STYRKIR OG VERNDAR HVERN HÁRSTÖNGUL

FYRsTa sJampÓiÐ FRÁ Nivea sem FiNNUR sKemmDiR Í HÁRi OG BYGGiR ÞaÐ Upp aFTUR.

· FINNUR· BÆTIR,

Page 16: Heilsa 08 01 2015

16 | fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2016

Kynningar | Heilsa

Unnið í samstarfi við World Class.

World Class stöðvarnar 10 eru í reykjavík, Hafnarfirði, Mos-fellsbæ, seltjarnarnesi, Kópavogi og nú síðast opnaði glæsileg stöð á selfossi. World Class stöðvarnar í Kringlunni og í Háskólanum í reykjavík eru opnar allan sólar-hringinn. Fyrir þá sem vilja endur-næra sig eftir æfingu er frítt í sund í 4 sundlaugum, lágafells-laug, seltjarnarneslaug, laugar-dalslaug og sundhöll selfoss. Fljótlega mun fimmta sund-laugin, Breiðholtslaug, bætast í hópinn.

Fjölbreytt námskeið og opnir tímarÍ hverri viku eru yfir 300 fjöl-breyttir og opnir tímar þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi, t.d. spinning, Zumba, Hiit Tabata, Hot yoga, Buttlift og fleira.Í World Class er líka boðið upp á lokuð námskeið sem henta þeim sem vilja fá góða leiðsögn, hvatningu og stuðning. Má þar nefna meðgöngu- og mömmu-leikfimi, Fit Pilates, stott Pilates, Ólympískar lyftingar, Hörkuform, Fitness Form, Ketilbjöllur, Booty Ballet og fleira.

dansstúdíó World Class er einn stærsti dansskóli landsins þar sem fjölbreyttur dansstíll er kenndur börnum frá 4 ára aldri og upp úr. Tækjasalir World Class eru á heimsmælikvarða hvað varðar aðbúnað og starfsfólk.

Nudd og dekurHjá World Class snýst heilsusrækt ekki bara um æfingar. Í Betri stofunni, sem er staðsett bæði á seltjarnarnesi og í laugum, er boðið upp á rólegt umhverfi þar sem er tilvalið að slaka á. Í laugum er líka laugar spa sem er glæsileg fyrsta flokks heilsulind að evrópskri fyrirmynd. laugar spa er fyrsta flokks snyrti- og nudd-stofa sem býður upp á allar hefð-bundnar snyrti- og nuddmeðferðir ásamt sérmeðferðum. sérútbúinn nuddbekkur fyrir konur á með-göngu, paranuddherbergi, lPg andlits- og líkamstæki þar sem færustu fagmenn sjá um að veita gestum góða þjónustu og slökun frá amstri dagsins.

Unnið í samstarfi við MS

Í uPPHaFi nýs árs byrja margir að hugsa um hreyfingu og skunda af stað í líkamsræktarstöðvarnar af miklum móð. Margir vilja hins vegar gleyma að hollt mataræði er ekki síður mikilvægt og lykillinn að góðum árangri er að ná góðu jafnvægi þarna á milli. Hleðsla er íþróttadrykkur sem inniheldur prótein og kolvetni til hleðslu og hentar drykkurinn vel fyrir bæði fyrir þá sem stunda líkamsrækt og hreyfingu og eins þá sem vilja hollt millimál.

„Hleðsla inniheldur eingöngu hágæðaprótein úr íslenskri mjólk, en í hverri fernu eða dós eru 22 g af próteinum sem eru mikilvæg til vöðvauppbyggingar og viðhalds,“ segir Björn s. gunnarsson, vöruþró-unarstjóri Ms. „Hleðsla er bæði fitu-lítil og kalkrík, reyndar er Hleðsla í fernu með kalkríkari mjólkurvörum,

litla fernan gefur meira en helming af ráðlögðum dagskammti af kalki,“ bendir Björn á. Í Hleðslunni í bláu fernunni hefur verið dregið úr kol-vetnainnihaldi með notkun á súkra-lósa í stað agaveþykknis og allur laktósinn, þ.e. mjólkursykurinn verið klofinn, sem þýðir að hún hentar vel fólki með laktósaóþol og öðrum þeim sem finna til óþæginda í melt-ingarvegi við neyslu mjólkurvara,

auk þess sem varan er kjörin fyrir þá sem vilja draga úr neyslu kolvetna.

Hleðsla hentar vel fólki sem er á ferðinni, hvort sem það er á leið í ræktina, fer út að hlaupa, á skíði eða í fjallgöngur eða þeim sem eru í vinnu og skóla og leita eftir hollri millimáltíð. Hérna er því íþrótta-drykkur sem er bæði hollur og handhægur – og ekki skemmir gott bragðið fyrir.

Hleðsla – holl næring í amstri dagsinsHollt mataræði ekki síður mikilvægt en hreyfing til að ná árangri

Aðeins 6.840 krónur á mánuði og 3 mánaða uppsagnarfresturAðgangur að 10 stöðvum og 4 sundlaugum

Á vefsíðu World Class, www.worldclass.is, má finna stundatöflur, opnunartíma, verðskrá og fleira. World Class er líka á Facebook, Instagram og Snapchat.

Hollt mataræði ekki síður mikilvægt en hreyfing til að ná árangri

Page 17: Heilsa 08 01 2015

| 17

Kynningar | Heilsafréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2016

slepptu þynnkunniAfter Party töflurnar gegn þynnku. Náttúruleg efni sem gera daginn eftir drykkju bæri-legri.

Kíktu á síðuna okkar www.icecare.is eða á facebook IceCare þín heilsa

Krónunni, Hagkaup, Iceland og Apótekum

Náttúruleg lausn við brjóstsviða Frutin eru töflur sem geta hjálpað þér að neyta fæðu sem getur valdið brjóstsviða án þess að eiga hættu á að finna fyrir óþægind-um eftir máltíðina.

Léttara líf með Active Liver

active liver taflan er byltingar-kennd uppfinning og ólík öllum þeim megrunarvörum sem eru á markaði, en hún er sérstaklega gerð til að stuðla að virkni lifrarinnar og gallsins. Það er alveg rökrétt að það er erfitt að léttast þegar lifrin safnar fitu vegna óheilbrigðs lífs-stíls. Þess vegna er dagleg notkun á active liver heilsutöflunum frábær fyrir þá sem vilja njóta lífsins en samt léttast. active liver inniheldur mjólkurþistil, ætiþistil, túrmerik, svartan pipar og kólín. Mjólkurþistill var notaður sem lækningajurt til forna, hann örvar efnaskipti lifrarfrumna og verndar lifrina gegn eituráhrifum. Ætiþistil-linn styrkir meltinguna og eykur niðurbrot fitu. túr-merik hefur verið notað gegn bólgum, maga-vandamálum, liða-gigt, brjóstsviða og lifrarvandamálum í gegnum aldirnar. Svartur pipar eykur virkni túrmeriksins og virkar einn-ig vel gegn uppþembu, magaverk og

hægðatregðu. Kólín er eitt af B-vít-amínum sem vinnur með jurtunum sem finna má í active liver.

Aukin orka með Active Liverjóna Hjálmarsdóttir ákvað að prófa active liver þar sem það inniheldur aðeins náttúruleg efni. „Ég hef fulla trú á að náttúruefnin í vörunni hjálpi lifrinni að hreinsa sig. Ég er sjúkraliði að mennt og er meðvituð um líkamsstarfsemina og veit að fitan getur safnast á lifrina, þess

vegna vildi ég prófa.“ eftir að hafa notað active liver í um

það bil fjóra mánuði fann jóna mun. „Ég fékk aukna orku og mér finnst auð-veldara að halda mér í réttri þyngd. Ég er í vinnu þar sem ég þarf að vera mikið á ferðinni. Ég er í

góðu formi og hef trú á að active liver geri mér gott. Ég finn einnig mikinn mun á húðinni á mér, hún ljómar meira og er mýkri. Ég er mjög ánægð með árang-urinn og mæli með active liver fyrir fólk sem hugsar

Active Liver inniheldur náttúruleg efni sem styrkja starfsemi lifrarinnar og eykur niður-brot fitu í lifrinni. Active Liver veitir aukna orku og er tilvalin fyrir þá sem vilja létta sig.

Sjö góðar ástæður fyrir því að taka Active Liver:n eykur efnaskiptin þín og fitu-brennslu.n eykur virkni lifrarinnar og gallsins.n Kemur í veg fyrir að sykur umbreytist og geymist sem fita í lifrinni.n eykur niðurbrot á fitu í þörm-unum.n Stuðlar að daglegri hreinsun líkamans.n Bætir meltinguna.n inniheldur einungis náttúruleg jurtaþykkni.

Aukin orka með Bio-Kult

Bio-Kult gerlarnir hjálpa til við að viðhalda náttúrulegri bakteríuf-lóru líkamans. gerlarnir koma í hylkjaformi og eru fáanlegir í tvenns konar útgáfum, Bio-Kult original og Bio-Kult candéa. Bio-Kult candéa hylkin innihalda hvítlauk og greipfræ og geta virkað sem öflug vörn gegn candida-sveppasýkingu en hún getur komið fram með ólíkum hætti hjá fólki, til dæmis sem munnangur, fæðuóþol, pirringur og skapsveiflur, þreyta, brjóstsviði, verkir í liðum, mígreni eða ýmis húð-vandamál.

Laus við sveppa-sýkingar„Ég er alveg tilbúin að gefa Bio-Kult candéa mín meðmæli, ég hef notað það síðast-

Bio-Kult Original og Bio-Kult Candéa inni-halda öfluga blöndu vinveittra gerla sem styrkja þarmaflóruna.

Unnið í samstarfi við Icecare

Bio-Kult Original:n inniheldur blöndu af vinveittum gerlum sem styrkja þarmaflóruna.n Þarf ekki að geyma í kæli.n Hentar vel fyrir alla, einnig fyrir barnshafandi konur, mjólkandi mæður, sem og börn.n Fólk með mjólkur- og sojaóþol má nota Bio-Kult.n Mælt er með Bio-Kult í bókinni Meltingarvegurinn og geðheilsa eftir Dr. natasha campbell-McBride.

Bio-Kult Candéa:n inniheldur blöndu af vinveittum gerlum ásamt hvítlauk og grape Seed extract.n Öflug vörn gegn candida sveppa-sýkingu í meltingarvegi kvenna og karla.n Öflug vörn gegn sveppasýkingu á viðkvæmum svæðum hjá konum.n Hentar vel fyrir alla, einnig fyrir barnshafandi konur, mjólkandi mæður, sem og börn.n Fólk með mjólkur- og sojaóþol má nota Bio-Kult.n Mælt er með að taka 2 hylki á dag.

„Áður en ég fór að taka inn Bio-Kult

Candéa var ég alltaf þreytt

og hafði mjög lítið úthald,“ segir Svala Guð-munds-dóttir. Mynd/Hari.

um að halda meltingunni góðri.“ein heilsutafla á dag fyrir lifrinataflan, sem er tekin inn daglega, samanstendur eingöngu af náttúru-legum kjarna sem stuðlar að eðli-legri starfsemi lifrar- og gallkerfisins. Það nægir að taka inn eina töflu á dag. active liver er ekki ætlað börnum yngri en 11 ára eða barns-hafandi konum, nema í samráði við fagfólk. active liver er fáanlegt í öllum apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaðanna. nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu icecare, www.icecare.is

Meltingarvegurinn og geðheilsa eftir Dr. natasha campbell-McBride.

Bio-Kult Candéa:n inniheldur blöndu af vinveittum

liðin tvö ár og finn mikinn mun á heilsunni. Ég er ein af þeim sem þarf að nota talsvert af meðulum og fékk oft sveppasýkingu ef ég þurfti að taka penisilín, en það hefur ekki gerst síðan ég byrjaði að taka Bio-Kult,“ segir Svala guð-mundsdóttir. til að byrja með tók hún inn tvö hylki á dag en í dag tekur hún eitt hylki á dag og dugir það vel. „Áður en ég fór að taka inn Bio-Kult candéa var ég alltaf þreytt og hafði mjög lítið úthald, en eftir að hafa tekið inn hylkin í um það bil mánuð fann ég mikinn mun á mér og síðan hef ég tekið það með smá hléum en um leið og ég fer að verða þreklítil þá tek ég það aftur.“ Svala hafði litla trú á Bio-Kult í byrjun, en hefur nú sannreynt að þetta virkar.

Bio-Kult er fáanlegt í öllum apótekum, heilsuverslunum

og heilsuhillum stórmark-aða. nánari upplýsingar má nálgast á www.icecare.is.

Þegar Hanne borðaði ham-borgara, franskar kartöflur eða of stóra matarskammta leið henni eins og maginn væri útþaninn og sýru-framleiðsla magans örvaðist. Stórir matarskammtar geta valdið auknu álagi á ákveðna vöðva þannig að magasýrurnar flæða upp í vélindað.

Aukin sýrumyndun í maga„Ég á erfitt með að viðurkenna að ég borða ekki eins hollan mat og ég ætti að gera. Ég á það til að borða of stóra matar-skammta og elska fitugan mat og franskar kartöflur. Þegar ég borðaði slíkan mat flæddu magasýrurnar upp í vélinda úr magan-um með tilheyrandi vanlíðan. Þetta var hræðileg bruna-tilfinning og ég þurfti samstundis að drekka vatn eða mjólk. Stundum flæddu magasýru-rnar líka upp í vélinda þegar ég lagðist upp í rúm. Sérstaklega þegar ég borðaði seint. Það var hræðilegt. Ég fór í heilsubúð og spurði hvort þau ættu náttúrubætiefni sem ég gæti tekið inn,“ segir Hanne.

Náttúrulega lausnin kom á óvartHanne átti von á því að vera ráðlagt að taka inn myntu-töflur og það kom því á óvart þegar konan sem rekur verslun-ina sagði að til væru töflur sem hægt er

að tyggja og innihalda náttúrulegar trefjar úr appelsínum. „afgreiðslu-konan útskýrði fyrir mér að þetta eru einu töflur sinnar tegundar sem innihalda þessar einstöku trefjar úr appelsínum. trefjar sem eru svo sér-stakar að þær mynda náttúrulega róandi froðu yfir efsta hluta mag-ans sem hjálpar til við að hindra að magasýrurnar flæða upp í vélindað.

Það hljómaði vel og ég var tilbúin að prófa þær náttúru-legu meðferðir sem eru í boði,“ segir Hanne.

Hefur Frutin töfl-urnar ávallt á sér„Ég gat ekki beðið eftir því að fá mér hamborgara og franskar kartöflur með miklu salti. Máltíð sem ég var viss um að myndi örva magasýrurnar. Þegar magasýrurnar byrjuðu að flæða tuggði ég tvær

Frutin töflur. Þær virkuðu strax og ég varð undrandi. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að þessar trefj-ar gætu hjálpað mér að líða vel á svo skömmum tíma.“ Það er meira en ár síðan Hanne prófaði fyrstu Frutin töfluna og núna er hún alltaf með töflurnar meðferðis, hvert sem

hún fer. „Ég er með pakka í eld-húsinu, á náttborðinu og í bílnum.“ Frutin er fáanlegt í öllum apótekum, heilsu-verslunum og heilsuhillum stórmarkaðanna. nánari upplýsingar er hægt er að nálgast á heimasíðu icecare, www.icecare.is.

Page 18: Heilsa 08 01 2015

18 | fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2016

auglýsingardeild fréttatímansS. 531 33 00 | [email protected] | Heilsa

Sólgæti býður Íslendingum hágæða vörur þar sem gæði, hrein-leiki og rekjanleiki vörunnar er í hávegum hafður. „eins og áður er yfirskrift Sólgætis, heilnæmt og náttúrulegt, ljómandi gott fyrir alla,“ segir Hafdís guðmundsdóttir, vöruþróunarstjóri Heilsu ehf. sem framleiðir Sólgæti.

„Við leitum eftir því að framleiða vörur sem uppfylla þarfir neyt-enda, bæði hvað varðar gæði og verð. Þess vegna er það með mikilli ánægju og eftirvæntingu sem við kynnum nýjungar frá Sólgæti á nýju ári.“

Meðal nýjunga má nefna; chia fræ, sólþurrkuð mórber, lífrænt kakóduft úr 100% hreinum kakóbaunum, kókossykur og kókosolíu. „allt eru þetta vörur sem stuðla að heilbrigðu líferni,“ segir Hafdís.

Chia fræin frá Sólgæti eru lífræn og stútfull af vítamínum. Þar má nefna omega 3 og 6, trefjar og pró-tein. Chia fræ eru frábær viðbót út í boostið, brauðbaksturinn eða í hafragrautinn. trefjarnar í chia fræunum hjálpa til við að lækka sykurstuðulinn og að halda blóð-sykrinum innan eðlilegra marka ásamt því að halda meltingunni heilbrigðri og ristlinum góðum. eins

og margir vita eru chia fræ alger ofurfæða og til að hámarka nýtingu og auðvelda upptöku næringar úr fræjunum er mikilvægt að láta þau liggja í vatni áður en þau eru notuð.

Sólþurrkuð mórber hafa verið að slá í gegn í evrópu, meðal annars vegna þess hversu dásamlega bragð-góð þau eru og ekki er verra hversu holl þau eru líka, full af C-vítamíni, járni og trefjum. Hægt er að nota mórber í alla matargerð, þar er endalaust hægt að prófa sig áfram. Við mælum líka með að nota þau sem hollustu snakk með hnetum.

Kókossykur er kærkomin viðbót í Sólgætis fjölskylduna. rannsóknir hafa sýnt að kókossykur er með frekar lágan sykurstuðul sem gerir hann mjög ákjósanlegan í bakstur-

inn eða matargerðina í staðinn fyrir brúnan eða hvítan sykur. Kókossyk-ur er með svipaða áferð og hrásykur en örlítið bragðmeiri með smávegis karamellubragði.

Kakóið frá Sólgæti er lífrænt og framleitt úr 100% kakóbaunum þar sem engu er bætt við. Kakóbaunir eru hið fullkomna andoxunarefni og topp súperfæða. Það er selt í endur-lokanlegum umbúðum eins og allar nýju vörurnar frá Sólgæti.

Síðast en ekki síst ber að nefna líf-rænu kaldpressuðu jómfrúar kókos-olíuna sem fæst í tveimur stærðum, 400 ml og 200 ml krukkum. Sól-gætis kókosolían er algerlega hrein og án nokkurra aukaefna, er frábær til notkunar í hvers kyns matreiðslu og að auki góð fyrir húðina og í

hárið. Hafdís mælir með að fá sér eina teskeið af kókosolíu út í te eða kaffi, en það sefar hungrið og sykur-þörfina. jafnvel er talið að þeir sem neyta að minnsta kosti matskeiðar á dag af kókosolíu brenni fleiri hita-einingum, sem er ekki verra.

nýju vörurnar frá Sól-gæti fást nú í Heilsuhúsinu og í Krónunni.

„Margar aðrar spennandi vörur eiga eftir að líta dagsins ljós hjá Sólgæti á nýju ári,“ segir Hafdís.

100% HOLLUSTA

PURE safarnir frá Harboe eru 100% hreinir nýkreistir og ósíaðir safar. Þrátt fyrir að vera 100% hreinir eru safarnir líka án rotvarnarefna. Byrjaðu daginn með heilnæmum safa frá PURE.

Heilsusamlegar nýjungar frá Sólgæti fyrir grænkera, sælkera og alla hina líkaUnnið í samstarfi við Heilsu ehf.

Í göMlu bakhúsi við Skólavörðu-stíginn leynist blómstrandi starf-semi þar sem dansinn hefur dunað í meira en 30 ár. Kramhúsið leynir á sér. lítið fer fyrir því, það felur sig bak við hærri hús og andinn er eins og að koma í annan heim. Húsið var smíðaskemma en fékk nýtt hlutverk árið 1984 og síðan hefur dansinn dunað og ýmsir listasprotar náð fót-festu eftir aðhlynningu í þessu skap-andi gróðurhúsi fjölbreytileikans.

nú þegar eru afrískir tónar farnir að streyma frá Kramhúsinu en fyrsti gestakennari ársins er mættur og afró Workshop hitar upp vetrarríkið. aðal afró kennarar Kramhússins taka svo við þegar þeir koma frá gíneu þar sem þeir sækja reglulega jarð-tengingu og nýja tóna. Kennarar Kramhússins koma víða að og tíðar heimsóknir erlendra gestakennara auka enn á gæðin og skilja eftir hugmyndir og fólk sem bætast í gróskumikinn pott kennara hússins. ein þeirra er anais, danskennari frá Frakklandi, sem mun nú bjóða pörum að læra Kizomba. Þessi blandaði dans hefur verið kallaður african tangó og nýtur mikilla vin-sælda í evrópu. einnig geta pör lært argentínskan tangó frá grunni og allir geta dansað Milongu á föstu-dagskvöldum í Kramhúsinu. Í febrúar bætist aftur í kennararflóruna þegar alejandra frá Spáni kemur með Flamenco tíma, en hún hefur sér-hæft sig í hefðbundnum sporum og sígaunatakti. Frá Belgíu kemur núna í fyrsta sinn Contemporary kennari að nafni Kim. Hugsanlega bætast enn fleiri í hópinn fyrir vorið.

Eitthvað fyrir allaÞað finna allir eitthvað við sitt hæfi í Kramhúsinu, hvort sem

leitað er að einfaldri líkamsrækt eða skemmtilegri mann- og geð-rækt. Magadans, leikfimi, yoga eða Pilates henta einnig vel fyrir bakið. Bollywood, Burlesque eða Beyoncé dansar eru gleðibombur og sérlega vinsælt fyrir gæsagigg eða vinkonuhristing. Diskó, abba, tina turner og ýmiss konar hristingur eru einnig sívinsæl gigg þemu enda er nánast ekkert sem Kramhúsfólki er ómögulegt að gera þegar kemur að dansgleði og orkugefandi sköpun. afró, jane Fonda og Zumbafitness koma fólki heldur betur á hreyfingu og Contemporary dansinn heldur

öllum í formi. gríðarleg fjölbreytni er í barna- og unglingastarfi Kram-hússins og mikill áhugi á dansi og skapandi hreyfingu hjá yngstu kynslóðinni enda þarf að hlúa vel að unga fólkinu og gleðja í dansins amstri.

aldursdreifing Kramverja ber vitni um víddina í starfinu en yngstu nemendur er á þriðja aldursári og þeir elstu á níræðisaldri. Kramhúsið er svo sannarlega fyrir alla!

nánari upplýsingar um Kramhús-starfið má sjá á vefnum kramhusid.is og á Facebook síðu Kramhússins.

Skapandi hreyfing í þrjátíu árUnnið í samstarfi við Kramhúsið

Unnið í samstarfi við MS.

Page 19: Heilsa 08 01 2015

| 19fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2016

auglýsingardeild fréttatímansS. 531 33 00 | [email protected] | Heilsa

Bio-Kult kemur jafnvægi á heilsunaBio-Kult Original og Bio-Kult Candéa innihalda öfluga blöndu vinveittra gerla sem styrkja þarmaflóruna.Unnið í samstarfi við Icecare

Margrét alice BirgiSdóttir heilsumarkþjálfi mælir alltaf með því við viðskiptavini sína í upphafi þjálf-unar að þeir hafi meltinguna í góðu lagi. „Meltingarstarfsemi er mitt hjartans mál og mér finnst sérstak-lega mikilvægt að meltingarfærin starfi eins og þau eiga að gera. ef bakteríuflóra líkamans er í ójafnvægi starfar líkaminn ekki eins og hann á að gera. Upptaka næringar, niður-brot fæðu og stór hluti ónæmiskerfis okkar eru háð því að við viðhöldum þessum aðstoðarher baktería. Bio Kult hefur reynst afar vel til að bæta starfsemi meltingarinnar.“

Laus við sjúkdómseinkenniSjálf greindist Margrét með colitis Ulcerosa eða sáraristilbólgu fyrir fjórtán árum. „Í dag er ég lyfja- og einkennalaus og hef verið það að mestu til margra ára. ég er sann-færð um að bakteríurnar sem ég hef tekið í gegnum tíðina samhliða jákvæðum breytingum á lífsstíl hafi sitt að segja varðandi það hversu vel mér gengur.“ ef litið er til matar-venja þá hafa flest lönd ákveðna rétti sem innhalda gerjaðan mat eða eru til þess fallnir að viðhalda náttúrlegri bakteríuflóru líkamans. „Fyrir þá sem ekki borða slíkan mat eru bakteríur í hylkjum það sem kemur næst. ég mæli heilshugar með Bio-Kult, bæði candéa með hvítlauk og greip fræjum til að halda einkennum niðri, og með Bio-Kult Original til að viðhalda batanum. Báðar tegundir hafa reynst mér vel,“ segir Margrét alice. Bio-Kult candéa-hylkin geta virkað sem öflug vörn gegn candida-sveppa-sýkingu en hún getur komið fram með ólíkum hætti hjá fólki, til dæmis sem munnangur, fæðuóþol, pirringur og skapsveiflur, þreyta, brjóstsviði, verkir í liðum, mígreni eða ýmis húðvandamál.

Betri líðan með Bio-Kult Margrét Kaldalóns fann mikinn mun á meltingunni eftir að hún byrjaði að taka inn Bio-Kult Original

hylkin. Hún hefur starfað í heilsu-geiranum í 30 ár og því kynnst mörgum tegundum fæðubótarefna og mjólkursýrugerla. „ég veit það af reynslunni að mjög margir þjást af meltingarvandamálum. Það eru ýmsar tegundir mjólkursýrugerla á markaði sem lifa magasýrurnar ekki af og ná því ekki að virka sem skyldi. Í mínum störfum hef ég prófað

margar tegundir af mjólkursýru-gerlum og finn að Bio-Kult gerlarnir henta mér best,“ segir Margrét. Áður fyrr var Margrét mjög við-kvæm fyrir ýmsum fæðutegundum og fann oft til óþæginda eftir mál-tíðir. „Oft leið mér eins og ég væri með þyngsli í maganum. eftir að ég byrjaði að taka Bio-Kult gerlana inn hef ég fundið mestan mun á

líðaninni í smáþörmunum því ég var mjög viðkvæm í þeim áður. ég tek inn fjögur hylki á dag og finnst henta best að taka þau með mat. Venjulegur skammtur er tvö hylki en mér finnst betra að taka aukalega. ég er sérlega ánægð með Bio-Kult gerlana því að þeir hafa hjálpað mér og meltingin hefur lagast til mikilla muna.“

Bio-Kult er fáanlegt í öllum apó-tekum, heilsuverslunum og heilsu-hillum stórmarkaða. Í desember munu 100 krónur af hverjum seldum pakka af Bio-Kult renna til ljóssins, endurhæfingar- og stuðningsmið-stöðvar fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þeirra. nánari upplýsingar má nálgast á www.icecare.is.

Hvítari tennur með Gum Original WhiteTennurnar verða hvítari með Gum Original White munnskoli og tannkremi. Vörurnar innihalda flúor, veita vörn og hreinsa burt bletti og óhreinindi.gUM Original WHite munnskol og tannkrem hreinsa burt bletti og óhreinindi og veita tönnunum vernd. tannlæknar mæla með gum vörunum. „Vörulínan er breið og góð og í henni má finna allt frá tannburstum og Soft Picks tann-stönglum til tannhvíttunarefna. Sérfræðingar gum eru fljótir að til-einka sér nýjungar og mæta þörfum fólks sem er virkilega gott í þessum geira,“ segir Sólveig guðlín Sigurðar-dóttir, vörumerkjastjóri hjá icecare.

Engin bleikiefnigum Original White munnskol og tannkrem hreinsa burt bletti

og óhreinindi og tennurnar fá sinn upprunalega lit. Báðar vör-urnar innihalda flúor og má nota að staðaldri. Þær hafa ekki skaðleg áhrif á almenna tannheilsu og innihalda ekki bleikiefni sem geta skaðað náttúrulega vörn tannanna. „Hvíttunarlínan, Original White, er mjög góð því hún virkar vel en fólk fær samt sem áður ekki tann-kul. Slípimassinn er agnarsmár svo hann rispar ekki upp glerunginn eins og oft vill verða þegar notuð eru hvíttunartannkrem.“ Sólveig segir það einnig kost að Original White línan viðhaldi árangri eftir lýsingar-meðferð á tannlæknastofu.

Margrét Alice heilsumarkþjálfi segir að mikilvægt sé að hafa meltinguna í góðu lagi. Hún mælir heilshugar með meltingargerlunum frá Bio-Kult.

Margrét Kaldalóns fann oft til óþæginda í meltingu eftir máltíðir en líður mun betur eftir að hún byrjaði að taka inn Bio-Kult Original hylkin.

„Soft Picks tannstönglarnir eru mitt uppáhald því þeir komast vel á milli tannanna og innihalda engan vír og eru ríkir af flúori. Þetta eru frábærir einnota tann-stönglar sem virka eins og millitannburstar en þá er hægt að hafa í veskinu eða heima fyrir framan sjón-varpið.“ Hvíttunarvörurnar innihalda sérstaka blöndu sem gum hefur einka-leyfi á og hreinsar betur en bleikiefni. Vörurnar eru fáanlegar í lyfju, apótekinu og að auki í flestum öðrum apótekum og í verslunum Hagkaupa, Víðis, Krónunnar, nettó

og iceland.„Hvíttunarlínan, Original White, er mjög góð því hún virkar vel en fólk fær samt sem áður ekki tann-kul. Slípimassinn er agnarsmár svo hann rispar ekki upp glerunginn eins

Vörulínan frá Gum Original White inniheldur allt sem þarf til að viðhalda hvítum og heilbrigðum tönnum.

Sólveig Guðlín Sigurðar-dóttir, vörumerkjastjóri hjá Icecare. Mynd/Hari.

Bio-Kult Original:n inniheldur blöndu af vinveittum

gerlum sem styrkja þarmaflóruna.n Þarf ekki að geyma í kæli.n Hentar vel fyrir alla, einnig fyrir barnshafandi konur, mjólkandi mæður, sem og börn.n Fólk með mjólkur- og soja-óþol má nota Bio-Kult.n Mælt er með Bio-Kult í bókinni Meltingarvegurinn og geðheilsa eftir dr. natasha campbell-McBride.

Bio-Kult Candéa:n inniheldur blöndu af vinveittum

gerlum ásamt hvítlauk og grape Seed extract.n Öflug vörn gegn candida sveppa-sýkingu í meltingarvegi kvenna og karla.n Öflug vörn gegn sveppa-sýkingu á viðkvæmum svæðum hjá konum.n Hentar vel fyrir alla, einn-ig fyrir barnshafandi konur, mjólkandi mæður, sem og börn.n Fólk með mjólkur- og sojaóþol má nota Bio-Kult.n Mælt er með að taka 2 hylki á dag.

Page 20: Heilsa 08 01 2015

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

Laugavegi 15 og Kringlunni - sími 511 1900 - www.michelsen.is

Stórafsláttur af völdum úrum frá þessum vörumerkjum í verslunum okkar á Laugavegi 15 og Kringlunni

Fossil

60%afsláttur

DKNY

60%afsláttur

Zeitner

60%afsláttur

Klaus Kobec

60%afsláttur

Jorg Gray

70%afsláttur

Obaku

30%afsláttur

Gildir ekki á michelsen.is

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

Diesel

70%afsláttur

D&G

60%afsláttur

Einnig eru fjölmörg glæsilegtilboð á öðrum vörum í verslunum

okkar meðan á útsölu stendur

Hlökkum til að sjá þig!

TW Steel

60%afsláttur

Armani

50%afsláttur

Michael Kors

50%afsláttur