14
Hallgrímur Pétursson Máney Sól Jónsdóttir

Hallgrimu petursson

  • Upload
    monsa99

  • View
    145

  • Download
    8

Embed Size (px)

Citation preview

Hallgrímur Pétursson

Máney Sól Jónsdóttir

Fæðingarár og staður

Hallgrímur Pétursson er fæddur í Gröf á Höfðaströnd árið 1614.

Hann var sonur hjónanna Péturs Guðmundssonar og konu hans, Solveigar Jónsdóttur.

Hann flutti ungur að Hólum í Hjaltadal með föður sínum en þar var hann hringjari.

Hallgrímur þótti nokkuð óþekkur í æsku og var látin fara frá Hólum.

Uppvaxtarár

Hallgrímur er kominn til Kaupmannahafnar árið 1632.

En þá um haustið kemst hann í Vorrar frúar skóla.

Með hjálp Brynjólfs Sveinssonar.

Síðar biskups.

Lærlingur í járnsmíði

Hallgrímur fór erlendis og komst í þjónustu hjá járnsmið.

Eða kolamanni, í Glückstadt sem var í Danmörku.

En er nú í Norður-Þýskalandi.

Námsárin í Kaupmannahöfn

Haustið 1636 er hann fenginn til að hressa upp á kristindóm Íslendinga þeirra sem leystir höfðu verið leyst úr ánauð í Alsír eftir að hafa verið herleiddir þangað eftir Tyrkjaránið 1627.

Var talið að þeir væru farnir að

ryðga í kristinni trú og jafnvel í móðurmálinu.

Þess vegna var fenginn íslenskur námsmaður til þess að fara yfir fræðin með þeim og varð Hallgrímur fyrir valinu.

Í þessum hópi var kona nokkur frá Vestmannaeyjum, Guðríður Símonardóttir, gift kona.

Guðríður var í þeim hópi og var orðin riðguð

í móðurmálin

u.

Hallgrímur og Guðríður

Urðu Hallgrímur og Guðríður ástfangin og æxluðust mál þannig að hann yfirgaf námið.

Og hann yfirgaf Danmörku og fór til Íslands með Guðríði.

Þegar hópurinn var sendur heim.

Guðríður var 16 árum eldri en Hallgrímur.

Hjónaband og barneignir

Komu þau til lands í Keflavík snemma vors 1637 og var Guðríður þá ófrísk að fyrsta barni þeirra.

Þau settust að í smákoti, sem hét Bolafótur og var hjáleiga frá Ytri-Njarðvík, og gerðist Hallgrímur vinnumaður hjá dönsku kaupmönnunum í Keflavík.

Einhverja sekt mun hann hafa orðið að greiða, vegna þess að þegar þau komu til Íslands var Guðríður ófrísk, gift kona, en reyndar hafði maður hennar dáið árið 1636.

En það vissu þau hjúin ekkert um og voru því ótvírætt brotleg.

Starf hans sem prestur

Einhvern veginn kastaðist í kekki á milli Hallgríms Torfa Erlendsson, sýslumanns á Stafnesi og munu þeir aldrei hafa litið hvor annan réttu auga.

Árið 1644 losnaði embætti prests á Hvalsnesi.

Þá ákvað Brynjólfur Sveinsson, biskup í Skálholti, að vígja Hallgrím til þessa embættis, þrátt fyrir það að hann hafði ekki lokið prófi.

Hann mun samt hafa verið fyllilega jafn vel menntaður og flestir þeir sem voru vígðir prestar á Íslandi þá.

Hallgrímur og Torfi

Er sagt að þegar hann var vígður og tók við prestsembættinu á Hvalsnesi hafi Torfi Erlendsson, sem þá var orðinn nágranni hans sagt: „Allan andskotann vígja þeir.“

Einnig er sagt að Hallgrímur hafi verið að yrkja um Torfa er hann kvað:

Áður en dauður drepst úr hor drengur á rauðum kjóli, feginn verður að sleikja slor slepjugur húsgangs dóli.

Sýna þessi ummæli Torfa og kveðskapur Hallgríms að þeim hefur verið lítt til vina.

Prestur

Hann var prestur á Hvalsnesi og saurbæ.

Árið 1651 fékk séra Hallgrímur veitingu fyrir Saurbæ á Hvalfjarðarströnd.

Og fluttust þau hjón þangað.

Talið er að þar hafi Hallgrími líkað betur.

Ævilok Hallgríms

Síðustu ár sín bjó Hallgrímur á Kalastöðum og loks á Ferstiklu á Hvalfjarðarströnd og dó þar.

Hann hefur þá verið farinn að þjást af sjúkdómnum sem dró hann til dauða, en það var holdsveiki.

Þau Guðríður áttu nokkur börn.

En aðeins eitt þeirra komst upp og var það Eyjólfur, elsta barnið.

Ljóð

Hallgrímur Pétursson var mjög virkt ljóðskáld en meðal hans frægustu verka eru Passíusálmarnir svokölluðu, 50 talsins, sem hann skrifaði á árunum 1656 – 1659.

Sem dæmi um önnur verk hans má nefna sálminn Um dauðans óvissan tíma (oft nefnt Allt eins og blómstrið eina eða einfaldlega Sálmurinn um blómið sem er einmitt nafn á bók eftir Þórberg Þórðarson).

Hallgrímur var undir miklum áhrifum píetismans.

Til eru nokkrar þjóðsögur um Hallgrím þar sem hann er sagður vera kraftaskáld.

Kirkjur

Margar kirkjur eru kenndar við Hallgrím Pétursson:

Hallgrímskirkja í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd (byggð 1954 – 1957)

Og Hallgrímskirkja á Skólavörðuholti í Reykjavík (byggð 1945 – 1986).

Einnig er lítil en falleg kirkja: Hallgrímskirkja Vindáshlíðar í Kjós.

Sú kirkja var áður í Hvalfirði en var flutt eftir að Vindáshlíðarkonur höfðu mikið beðið fyrir að fá kirkju.

Þjóðsagan

Ein þjóðsagan segir frá því að hann var við guðsþjónustu og hafi skyndilega litið út um litla trégluggann og sá tófu bíta fé.

Þá orti hann þessa vísu:

Þú sem bítur bóndans fé, bölvuð í þér augun sé, stattu nú sem stofnað tré, steindauð á jörðunni. Við þetta féll tófan niður dauð og segir

sagan að þar hafi hann misst skáldgáfuna vegna þess að hann misnotaði hana með þessum hætti í miðri guðsþjónustu.

Samkvæmt sögunni fékk hann hana aftur þegar hann hóf að semja Passíusálmana 1656-1659.