48
Des. 2012 SÉRHVER ÞEKKIST AF SÍNUM VERKUM GEFIÐ ÚT AF GEYSI SKÓLAVÖRÐUSTÍG, AKUREYRI & HAUKADAL 2

GEYSIR - Tbl. Nr 02

Embed Size (px)

DESCRIPTION

GEFIÐ ÚT AF GEYSI SKÓLAVÖRÐUSTÍG 16 & HAUKADAL

Citation preview

GEYSIR — 1

Des. 2012

SÉRHVER ÞEKKIST AF SÍNUM VERKUM

G E F I Ð Ú T A F G E Y S I S K Ó L A V Ö R Ð U S T Í G , A K U R E Y R I & H A U K A D A L

2

2 — GEYSIR

r e y k jav í k – de s e m b e r 2012 . ritstjórn – A r i M a g g , Auð u r K a r it a s Á sgei r s dót t i r og E i n a r G ei r I ng v a r s s on . s é r s ta k a r þa k k i r – A xel Sig u r ða r s on hönnun – E & C o. w w w.e ogc o.i s útgefendur – G ey si r S kól avör ð u s t íg , A k u r ey r i & Hau k ad a l ; E l m a r Fr ey r og Jóh a n n Guðl aug s s on .

prentun – Í S A FOL DA R PR E N T SM I ÐJA

Vefnaður er svo samofinn málinu að við tökum varla eftir því í daglegu tali. Milli vefnaðar og texta liggja bæði duldir þræðir og augljósir. Texti og textíll eru orð af sömu rót, koma úr latínu og merkja að eitthvað sé ofið eða samsett. Segja mætti að þessi texti sé vefur orða og setninga.

Áður fyrr gamnaði fólk sér við að spinna upp sögur og setja saman vísur meðan það kembdi ull eða spann garnið, uppistöðuna í lífsnauðsynleg klæði landsmanna. Þetta hefur í sjálfu sér ekki breyst svo mikið þótt verklag og efni sé annað. Nú fer þetta jú að mestu fram á vefnum.

„Uppistaða“ er nauðsynleg í öllum vefnaði, það er lóðrétti þráðurinn í vefstólnum. Láréttu þræðirnir eru síðan kallaðir „ívaf“. Þannig fléttast þræðirnir saman í voð sem veitir skjól og yl. Uppistaðan í þessu öðru tölublaði Geysis er texti um margskonar efni. Hér verður fjallað um vefnað og fataiðnað af ýmsum toga og lopinn teygður aftur í aldir.

Við heimsækjum Akureyri sem átt hefur marga merkilegustu kaflana í sögu fataiðnaðar á Íslandi í seinni tíð. Í því ljósi er vel við hæfi að Geysir opnaði verslun norðan heiða í vor. Þar höfum við átt góða daga í Hafnarstræti 98.

Við gerum víðreist. Rekum inn nefið í höfuðstöðvum Víkur Prjónsdóttur og kynnum okkur verksmiðjuna Glófa en þessi tvö fyrirtæki vinna saman að því að auka verðmæti íslenskrar ullar. Frá ull stökkvum við yfir í gull og tökum hús á tveimur eðalkonum sem vinna skart úr gulli og dýrum málmum. Auk þessa skoðum við furðufugla sem sitja öllum stundum við að gera stofustáss úr dýralífinu. Við stoppum við hjá uppstoppurum í Laxa í Mosfellsbæ. Og frá uppstoppurum að úrvalspoppurum. Hinn þjóðkunni myndaþáttur Nýtt undir nálinni er á sínum stað með portrettum af landskunnum tónlistarmönnum, uppstoppuðum í augnablikinu.

Við vonum að lesendum okkar þyki eitthvað í það spunnið og vonandi er gott í þessu.

TEXTI UM TEXTÍL

GEYSIR — 3

4 — GEYSIR

Látið fara vel um ykkur undir hinum klassísku Geysis-teppum en þau fást nú í tveimur nýjum litum.

Hátíðarverð 12.800 kr.

Uppáhaldstrefillinn - rönd eftir rönd af

fallegum og haganlega samsettum litum. Hægt

að snúa við ef litagleðin verður of mikil.

Tveir litir og tvær stærðir.

Verð frá: 9.800 kr.

Hvað er betra en að hjúfra sig uppi í sófa á jóladag með góða bók, í hlýjum ullarsokkum?

Uppháir sokkar, tvær stærðir.

Verð: 3.900 kr.

Lungamjúkir og uppháir

ullarvettlingar - jah eða kannski öllu

heldur ullarhanskar, svo fínir eru þeir.

Verð: 2.800 kr.

Þessum krúttlega fugli má búa heimili í hvaða

hillu (og syllu) sem er - hann mun gera sig heimakominn um leið.

Verð: 26.900 kr.

01 02 03 04

Athugið að vörur eru í takmörkuðu magni. Birt með fyrirvara um prentvillur.

JÓLAGJAFALISTINN

2012Hér gefur að líta brot af því mikla úrvali sem Geysisbúðirnar þrjár hafa uppá að bjóða fyrir

þessi jólin. Sumt er kunnuglegt - annað ekki. Alveg eins og við viljum hafa það. Ennfremur er það okkur sönn ánægja að segja frá því að nú hefur Geysir hafið sölu á gulli og gersemum frá

Dóru Jónsdóttur í Gullkistunni og Ingu Bachmann í Hringu. Með þessum lista sendum við ykkur hlýjar kveðjur og

hlökkum til að taka vel á móti ykkur.

Hér gefur að líta brot af því mikla úrvali sem Geysisbúðirnar þrjár hafa uppá að bjóða fyrir þessi jólin. Sumt er kunnuglegt - annað ekki. Alveg eins og við viljum hafa það. Ennfremur er það okkur sönn

ánægja að segja frá því að nú hefur Geysir hafið sölu á gulli og gersemum frá Dóru Jónsdóttur í Gullkistunni og Ingu Bachmann í Hringu.

Með þessum lista sendum við ykkur hlýjar kveðjur og hlökkum til að taka vel á móti ykkur.

GEYSIR — 5

Fyrir göngugarpa sem og gúrmeikappa er gamli Fjällräven bakpokinn tilvalinn enda meira en nóg

pláss fyrir allt sem nauðsynlegt er fyrir góða fjallgöngu, hvort sem það er nesti

eða nýir skór. Þrír litir. Verð: 23.800 kr.

Klassísku Fjällräven Känken bakpokarnir eru alltaf jafn vinsælir og ganga í erfðir kynslóða

á milli. Margir litir, tvær stærðir. Hátíðarverð: 12.600 kr.

Beint af Iðnaðarsafninu kemur þetta dýrindis ullarteppi. Þunnt og létt en alveg

undursamlega hlýtt. Hátíðarverð: 10.800 kr.

Angantíra – Geysis ilmkertin eru einstaklega náttúruleg og hrein, án paraffíns og annarra aukaafurða olíuiðnaðarins.

Jurtavax og baðmullarþráður. Fjórar mismunandi ilmtegundir.

Verð: 3.800 kr.

Tölvusamskipti eru svo gamaldags! Sendu hand-skrifaða kveðju eða rammaðu inn þessi fallegu

póstkort Samúels Eggertssonar, bónda, kennara, veðurfræðings, kortagerðarmanns

og skrautritara. Verð: 200 kr.

Við sendum í póstkröfu hvert á land sem er.Sími 519 6000

Gjafakortin frá Geysi er jólagjöf sem marga gleður.

Áður en farið er í gönguskó, gúmmískó eða inniskó er ægilega gott að geta klætt kaldar tær með því að

stinga þeim fyrst í litríka og góða ullarsokka.Margir litir og margar stærðir.

Verð: 2.700 kr.

6 — GEYSIR

01 Mýkstu treflar og húfur sem sögur fara af!

Farmers Market bjargar deginum (ásamt eyrum og hálsakotum). Ás-treflar og -húfur koma í

þremur litum; ryðrauðum, brúnum og bláum. Verð: húfa 5.900 kr.

trefill 9.300 kr.

02 Fet buxurnar frá Farmers Market hafa um árabil verið einar vinsælustu herrabuxur

landsins. Nú geta því margir glaðst en tveir nýir litir hafa bæst í hópinn.

Verð: 17.800 kr.

04 Royal Republiq eru hér með sína eigin útgáfu

af hinum svokölluðu eyðimerkurskóm (Desert shoes). Hrágúmmíbotn og hágæða rússkinn í

frískandi litum fyrir öll tilefni.Margir litir.

Verð: 26.800 kr.

03 Hinum frábæra gallabuxnaframleiðanda

Lee hefur hér tekist að gera enn eina snilldar gallaskyrtuna sem svo auðveldlega er hægt að klæða bæði upp fyrir hátíðlegri tilefni og

niður fyrir hin hversdagslegri. Verð: 17.500 kr.

06 Glæný peysa frá sænsku snillingunum hjá

Fjällräven með fallegu mynstri. Verð: 28.800 kr.

05 Summit úlpan frá Penfield er glæsilegt dæmi um gæðayfirhöfn. Hettunni má smella af og

úlpuna má draga saman í mitti ef vill. Verð: 59.800 kr.

HANNfyrir

2012

GEYSIR — 7

Fyrir þá sem vilja halda sig

við klassíkina er Barbour trefillinn úr skosku lambsullinni tilvalinn. Ein stærð

hentar öllum! Verð: 9.800 kr.

Hér gefur að líta einn vinsælasta

Barbour jakka allra tíma. Endingargóður

með eindæmum og hentugur. Tveir litir.

Verð: 56.800 kr.

Geysispeysan Gunnar er jafn sterk og

myndarleg og nafni hans Hámundarson

frá Hlíðarenda. Fjórir litir.

Verð: 23.800 kr.

Það má alltaf stóla á Royal Republiq þegar

finna skal gott og vandað belti úr fyrsta

flokks leðri.Verð: 9.800 kr.

Fyrir ferðalanginn er fátt nauðsynlegra

en góð snyrtitaska fyrir alla litlu en

mikilvægu hlutina. Hæfir herramönnum

á öllum aldri. Verð: 17.800 kr.

Fjällräven hefur með þessum bráðskemmtilega bakpoka tekist að toppa sig enn á ný. Hreinar línur og hagnýt hönnun. Kemur einnig í rauðum, grænum, bláum og svörtum.

Verð: 24.800 kr.

Fjällräven Gutulia anorakkurinn er hannaður fyrir

aktívar vetrarferðir. Gerviloðfeldi má auðveldlega bæta

við hettuna. Verð: 42.800 kr.

8 — GEYSIR

01 Virðulegri loðhúfur en þær frá verkstæði Felds

finnast vart þó víða væri leitað.Verð: 34.800 kr.

02 Hrafnatrefillinn frá Vík Prjónsdóttur er

blásvartur eins og nóttin en forvitnilegur og fagur eins og fuglinn sjálfur.

Verð: 14.500 kr.

05 Farmers Market kjóllinn Heiði er léttur og þægilegur kjóll úr 100% hrásilki. Hlýrarnir eru stillanlegir þannig að ein stærð hentar

mörgum. Margir litir.Verð: 28.500 kr.

04 Geysispeysan Ásgerður er harðgerð en kvenleg og fögur eins og nafna hennar Bjarnardóttir frá

Borg á Mýrum. Þrír litir.Verð: 26.800 kr.

03 Heyrst hefur að Jade gallabuxurnar frá Lee séu

þær klæðilegustu og þægilegustu sem komið hafa fram síðan konur fóru að ganga í síðbuxum.

Verð: 19.800 kr.

06 Létt alhliða taska frá Royal Republiq úr níðsterku strigasegli með mjúkum

leðurhandföngum. Tveir litir. Verð: 24.700 kr.

HANAfyrir

2012

GEYSIR — 9

Sænska úlpusláin frá Fjällräven er innblásin af vaðmálsherðaslám Samanna. Frábær ein og sér á vorin og haustin og tilvalin yfir hlýjar ullarpeysur á allra köldustu vetrardögunum. Þrír litir.

Verð: 52.800 kr.

Dásamlegir kuldaskór frá Royal Republiq.

Fóðraðir með grófum botni sem gerir þá að hentugum

kosti fyrir íslensku vetrarmánuðina. Verð: 34.800 kr.

Mokkavestið frá Varma nýtist vel sem skjólflík yfir fallegan

leðurjakka eða léttar skyrtur.

Þrír litir. Verð: 65.900 kr.

Hneppta kaðlapeysan Akrar fráFarmers

Market. Fyrir bæði kyn. Olnbogabætur úr

leðri og tölur úr ekta lambshorni.

Tveir litir.Verð: 31.500 kr.

Prjónaði hringkraginn frá Feldi er fisléttur

en dúnmjúkur. Úr ullarblöndu og

úlfaskinni. Verð: 24.800 kr.

Rúmgóður og praktískur

leðurbakpoki sem er flottur, hvort sem það er skólinn, vinnan eða

helgarferðin sem er framundan.

Verð: frá 24.800 kr.

Skinnlúffur halda kuldanum úti og

hlýjunni inni. Og ekki skemmir himneski loðkanturinn fyrir.

Verð: 8.400 kr.

10 — GEYSIR

Litla-Brekka vermir litla kroppa enda úr alíslenzkri ull. Mjúk lambsull í kraga sem lítil hálsakot kunna

að meta. Verð: 11.500 kr.

Nýju ennisböndin frá Geysi eru glæsileg gjöf hvort sem er fyrir

yngri dömurnar eða hinar eldri. Tveir litir.

Verð: 4.800 kr.

Á nöprum vetrarmorgnum er gott að geta smeygt viðkvæmum litlum höndum í lúffur úr

lambaskinni Verð: 4.800 kr.

Reykjahlíð ungbarna-gallinn er hlýr og

notalegur úr dúnmjúkri merinoull. Smellur

innanfótar sem auðvelda bleyjuskipti.

Verð: 13.800 kr.

Hver man ekki eftir fögru leðurhúfunum með þvottabjarnar-skottinu? Húfa sem fyrir löngu er orðin

klassísk. Fimm stærðir.Verð: 9.800 kr.

Litlu Fjällräven Känken bakpokarnir eru upplagðir undir smálegt dót sem fylgir litlu fólki. Margir fallegir litir.

Hátíðarverð: 9.600 kr.

Ullarsokkar til að halda hita á minnstu

tásunum. Tveir litir.

Verð: 1.700 kr.

GEYSIR — 11

12 — GEYSIR

Það er svolítið leiðinlegt að hönnunin skuli geta ferðast án hönnuðanna!

GEYSIR — 13

Höfuðstöðvar Víkur Prjónsdóttur eru ekki þær stærstu í hei-minum. Útsýnið er þó ekki af verra taginu; ofarlega á Laugaveginum getur að líta út um gluggann Esjuna, Skarðsheiðina og Útvarp Sögu. Frá þessum höfuðstöðvum sem eru eitt herbergi með stóru borði, minni borðum, hillum með vörum Víkur og síðast en ekki síst verð-launum og viðurkenningum þar sem í öndvegi er fallegur gripur frá Iðnaðarmannafélagi Reykjavíkur.

Hver er þessi Vík, þessi Prjónsdóttir? Hún er ekki, eins og skaparar hennar þurfa oft að leiðrétta, hún er ekki afsprengi krepp-unnar og hrunsins. Hún fæddist árið 2005 þegar nokkrir ungir hönn-uðir tóku sig til og vildu auka veg íslensku ullarinnar. Þetta voru dramatískir tímar, íslenskur ullariðnaður var við það að hverfa af yfirborði jarðar. Markmiðið með Vík Prjónsdóttur var að færa vöruþróun og nýsköpun inn í ullariðnaðinn. Það tókst. Verkefn-inu var haldið áfram til ársins 2010 þegar það kom að ákveðnum tímamótum: Vík Prjónsdóttir hætti að vera verkefni og varð fyrirtæki. Þrjár af þeim fimm sem hófu verkefnið héldu með Vík út á lendur viðskiptanna: Brynhildur Pálsdóttir, Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir og Þuríður Rós Sigurþórsdóttir.

VÍK SKEMMTIR SÉR EIN Í ÚTLÖNDUMJá, höfuðstöðvar Víkur Prjónsdóttur eru ekki þær stærstu í heim-inum en þær eru höfuðstöðvar. Þaðan berast vörur Víkur vítt um heiminn. Þar sitja núna Brynhildur og Guðfinna en Þuríður Rós dvelst í Bandaríkjunum.

Vörur Víkur eru seldar í öllum heimsálfum nema Suður- Ameríku og Suðurskautslandinu. Hún hefur þó farið á sýningar í Suður-Ameríku. Það er eitthvað sem Vík kann að meta. Oft fer hún bara ein og skilur hönnuði sína eftir. „Það er gaman að hún fái stund-um að skemmta sér ein í útlöndum,“ segir Guðfinna. „Hún hefur fengið mikla umfjöllun í alþjóðlegum tímaritum þótt við höfum ekki lagt í mikla markaðssetningu. Það er mjög ánægjulegt og hvetjandi að finna fyrir þessum áhuga.“

Þær tala um hana í þriðju persónu eins og vinkonu sína. „Hún á sitt sjálfstæða líf sem við stjórnum en hún getur verið á flakki þótt við fáum ekki að flakka með henni,“ segir Guðfinna. „Við öfundum hljómsveitir sem verða að spila úti um allan heim. Það er svolítið leiðinlegt að hönnunin skuli geta ferðast án hönnuðanna! Okkur var síðast boðið að taka þátt í seminari í Stokkhólmi um handverk og hefðir á vegum Edition in Craft. Það er mjög áhugavert verkefni sem horfir til uppruna og framleiðslu og vöruþróun með hefðbundin hráefni og handverk.“

„NÚNA ER VARLA PLÁSS FYRIR OKKUR“Handverk og hefðir. Upphaflega var Vík samstarf við Víkurprjón þar sem mikið af vörum Víkur hefur verið framleitt þótt hluti sé nú framleiddur hjá Glófa. Árið 2005 var lítið að gera í þessum verksmiðjum og aðstandendur Víkur gátu gengið beint inn með hugmyndir sínar. „Núna er varla pláss fyrir okkur,“ segir Guðfinna. „Það er mjög jákvætt að iðnaðurinn er á allt öðrum stað en hann var þegar við byrjuðum og bændur fá meira greitt fyrir ullina en þá. Okkar markmið var í byrjun að sýna fram á að það væru tækifæri í ullinni og það væri hægt að skapa nýtt úr henni og ná til nýs markhóps. Það hefur verið ánægjulegt hvernig það hefur þróast. Við viljum vinna út frá ákveðnum hugsjónum, við viljum að fram-leiðslan sé heiðarleg og gagnsæ og það sé ekkert að fela.“

SKINNMJÚKIR FORFEÐUREr eitthvað sérstakt við íslensku ullina, spyr ég, og það stendur ekki á svari: „Já,“ segir Brynhildur. „Í alþjóðlegu samhengi er hún mjög sérstök. Íslenska ullin hefur fengið að þróast í friði frá því land-nemarnir mættu með kindurnar sínar hingað. Hún hefur ekki verið ræktuð sérstaklega eins og þekkist til dæmis í Ástralíu. Hún hefur þessi tvö lög, þelið sem er mjúki hlutinn og togið sem gefur ullinni vatnshelda eiginleika. Íslenska ullin er ótrúlega hlý og ég held að það sé hægt að fullyrða að án ullarinnar værum við ekki lifandi hér á þessari eyju. Í gamla daga var allt sem kom við húð okkar úr þeli og þá var ekki búið að þvo lanólínið, þessa náttúrulegu fitu, úr ullinni. Sú fita passar mjög vel við okkar eigin húðfitu og því hafa forfeður okkar örugglega verið mjög skinnmjúkir og huggulegir.“Það er óhætt að segja að vörur Víkur Prjónsdóttur séu sérstakar. Maður tekur eftir þeim. Hvernig skyldi hönnuðum hennar líða að sjá vörur sínar hjá ókunnu fólki? „Þegar ég sé vörurnar okkar inni á heimilum fólks eða þegar maður mætir einhverjum með trefil frá Vík þá langar mig næstum til að hneigja mig og segja takk,“ segir Guðfinna. „Það er spennandi og áhugavert fyrir mann sem hönnuð að hafa áhrif á daglegt líf fólks,“ segir Brynhildur.

Það er ekki lítið mál að hleypa fólki inn í sitt daglega líf. Og eitt er víst að Vík Prjónsdóttir lætur fara vel um sig á fjölmörgum heimil-um í flestum heimsálfum. Það er margt í gangi, spennandi samstarf og Nátthrafninn, nýjasta teppi Víkur, er að mæta á svæðið. Allt þetta þrátt fyrir að höfuðstöðvarnar við Laugaveginn á Íslandi séu litlar.

HINN FORNI ÍSLENSKI ÞRÁÐUR

TexTi

SIGTRYGGUR MAGNASON

Ljósmynd

ARI MAGG

14 — GEYSIR

Uppstoppun. Þegar maður er lítill og horfir á lundann eða hrafninn eða einhvern fugl sem má ekki veiða en hefur dáið af eðlilegum orsökum og er einhverra hluta vegna kominn upp í hillu hjá ömmu eða frænku, þá eru yfir þessu fyrirbæri einhverjir töfrar. Það er í þessu fólgin einhver stórfengleg frysting á tíma. Þarna er þessi fugl, hann horfir á mann haukfránum augum, hann stendur stoltur á steini og (eins og Hemmi Gunn hefði sagt) er kominn aftur og hefur engu gleymt.

Manni finnst einhvern veginn eins og öll heimili æskunnar hafi átt sinn fiðraða grip sem stóð við hlið lavalampa og átti í harðri störukeppni við rjúpu Guðmundar frá Miðdal. Og vann alltaf.Hrafninn var dularfullur, minnti mann jafnt á Óðin og Edgar Allan Poe, goðumlíkur. Svo var auðvitað lundinn, prófastur með skrautlegt nef, hressa týpan sem væri örugglega úr Kópavogi ef hún væri maður.

RÍKI MANNSINSUppstoppun var hluti af innanhúshönnun og skreytilist Viktoríu-tímans og ein birtingarmynd þess að mannkynið ríkti yfir dýrunum. Þetta viðhorf hefur líklega breyst að einhverju leyti þótt enn séu ákveðnir fuglar og þá ekki síður fiskar sem eru verðlaunagripir fyrir ástundun í veiðimennsku. Þetta er gamall siður en var kannski farinn að láta undan síga í samkeppni við eitthvert útlenskt trums sem allt í einu var þröngvað inn í íslensku hilluna milli fjölskyldumynda (ef þær voru þá nógu módern til að fá að stilla sér upp). Þeir hafa ekki verið sérlega margir, uppstoppararnir á Íslandi og erfitt að komast í nám hér heima. Þetta hefur verið að breytast, nýir menn að koma inn og áhuginn að aukast.

HÁLFGERÐUR FURÐUFUGL„Frá því ég man eftir mér hef ég haft ótrúlega mikinn áhuga á fugl-um. Ég er hálfgerður furðufugl,“ segir Sveinbjörn Sigurðsson upp-stoppari uppi í Mosfellsbæ, nánar til tekið hjá Laxa ehf. Þar vinnur hann alla daga við annan mann, Eirík Kristinsson, við að stoppa upp fugla og fiska. Þar er lundinn vinsælastur en hann er einmitt sestur í verslanir Geysis og gleður þar innfædda sem útlenska.

ALLIR MEÐ BYSSURÞessi mikli áhugi Sveinbjörns á fuglum varð til þess að hann var alltaf á leiðinni í nám í uppstoppun. Það lá beinast við þótt ekki væri mikið framboð á slíku námi hér á Íslandi. Hann reif sig því upp árið 2002 og fór vestur til Ameríku, til smábæjar í Wisconsin þar sem hann fór í skóla. „Ég var ekki farinn að fikta við þetta en var alltaf á

leiðinni til þess, “ segir Sveinbjörn. Spurður um hvort það hefði ekki verið sérstakt að ganga í skóla þar sem allt snerist um þetta sérstaka fag segir hann að þarna hafi allt snúist um veiðar. „Þarna voru allir með byssu og á flestum heimilum var eitthvað uppstoppað.“

GREININ LYFST Á HÆRRA PLANFyrst eftir að Sveinbjörn kom heim var uppstoppunin aukavinna hjá honum. Núna er hún orðin hans aðalstarf og það er mikið að gera, svo mikið að hann kemst ekki einu sinni á rjúpu í haust. Já, auðvitað er Sveinbjörn veiðimaður. Fiskur á sumrin og rjúpa á haustin. Maður verður að þekkja fuglinn, þekkja fiskinn, til að geta gert honum góð skil í uppstoppuninni. „Það er ekki sama hvernig maður stillir þeim upp,“ segir Sveinbjörn. „Ég horfi mikið á dýralífsþætti og svo er ég auðvitað mikið úti í náttúrunni. Ég vil ná fuglunum og fiskunum þannig að þeir séu eðlilegir. Þessi grein hefur lyfst á hærra plan á síðustu árum og meiri vinna lögð í hvern grip.“

20 PUNDINEinhvern veginn ímyndar maður sér að uppstoppun fugla sé erfiðari en fiska. Neinei, það er ekki þannig. „Það er meiri vinna í fiskinum, þar skipta millimetrarnir meira máli en í fuglinum auk þess sem ferlið er töluvert lengra,“ segir Sveinbjörn. Verkefnin eru að miklum hluta fyrir einstaklinga þótt lundinn hafi komið sterkur inn sem söluvara á síðustu árum. Til Sveinbjörns koma roggnir veiðimenn með maríulaxinn. „Það eru ekkert endilega stærstu laxarnir sem eru flottastir,“ segir Sveinbjörn, „þótt þeir séu yfirleitt um 20 pundin sem menn koma til mín.“

LUNDINN OG GOSIÐSkýturðu lundann sjálfur, spyr ég Sveinbjörn. „Nei, þetta er fugl sem er veiddur fyrir mig í Grímsey, þeir eru að norðan,“ segir Sveinbjörn. „Við erum að vinna að því að tengja lundann við eldgosin til að auka vægi hans fyrir ferðamenn. Í vor verður hægt að kaupa lunda á undirstöðu sem er unnin úr vikri. Fólk mun hafa gaman af því.“

„ÞETTA SELST ALLT“Eftirlætisgripurinn? Sveinbjörn hugsar sig um smá stund. „Er ekki alltaf fyrsti fuglinn, fyrsti fuglinn? Það var fasani sem ég stoppaði upp úti í Wisconsin. Á fyrsta gripnum sér maður framfarirnar sem maður tekur. Eftir því sem manni finnst hann ljótari því betri er maður orðinn,“ segir Sveinbjörn. „Ég ætlaði alltaf að byggja upp lítið safn með gripum en það gengur illa. Þetta selst allt.“

„MAÐUR VERÐUR AÐ ÞEKKJA FUGLINN“

TexTi

SIGTRYGGUR MAGNASON

Ljósmynd

ARI MAGG

GEYSIR — 15

„Þarna voru allir með byssu og á flestum heimilum var eitthvað uppstoppað.“

16 — GEYSIR

LUNDINN

Slippurinn

EymundssonEymundsson

12 Tónar 12 Tónar

G E Y S I R

Ostabúðin

GEYSIR — 17

01 – Geysir Við lífæð verslunar í miðborginni

búum við.

02 – FiðlusmiðurinnHvað væri lífið án tónlistarinnar? Frekar

laglaust, allavega.

03 – Frú LaugaHér geturðu farið í tilkomumikil ferðalög

með bragðlaukana þína.

04 – 12 TónarHér mætast sannir tónlistarunnendur, jafnt

tattúeraðir rokkabillíboltar og útúr- elektrónískir framtíðarspekúlantar.

05 – OstabúðinGott bragð um allt hús og full neðri hæð af fólki í hádeginu. Fiskurinn klikkar aldrei.

06 – KaffifélagiðStærsta minnsta kaffihús í

Reykjavík. Hér eru dægurmálin krufin, jafnvel á stéttinni

fyrir utan.

07 – mokkaÞegar sest er inn á Mokka sötrar maður kaffi með listasögu Íslands síðustu áratugina og

borðar þykkar vöfflur með sultu og alvöru rjóma.

08 – LundinnPrófasturinn með skrautlega nefið gleður

margan útlendinginn.

09 – slippurinnHér hugsar enginn: það vex aftur. Jafnvel þó

það vaxi auðvitað aftur.

10 – AntikbúðinHér er hvert húsgagn fullt af sögu

og umhyggju.

11 –núðluskálinNúðlur með tvisti.

12 – Þorsteinn BergmannHvert heimili þarf að minnsta kosti einn

Þorstein Bergmann.

13 – dýraspítalinnDagfinnur dýralæknir er hættur að

sigla. Núna sinnir hann ferfættum við Skólavörðustíg. Læknar ekki bara dýr heldur

býður líka mat og jólagjafir fyrir þessar elskur.

14 – FótógrafíHér býr hann Ari Sigvaldason ljósmyndari. Hann er aðallega í því að festa samfélagið á

filmu, hvort sem því líkar betur eða verr.

15– Tösku og hanskabúðinEf þér er kalt á höndunum eða vilt bara vera

kúl á því. Þau selja líka ferðatöskur og regnhlífar. Svona ef þú ert að fara

eitthvert. Pælið í því.

16 – eymundssonÞað stendur einhvers staðar að sá sem lesi

aldrei lifi einu lífi en sá sem lesi bækur lifi þúsund lífum.

17 – FangelsiðBatnandi mönnum

er best að lifa.

– SKÓL AVÖR ÐUST ÍGU R –

myndsKReyTinG

SNORRI ELDJÁRN SNORR ASON

GATAN OKKAR

Skólavörðustígurinn er eitt af heimilum Geysis. Þarna á horninu á Óðinsgötu og Skólavörðustíg tökum við glöð á móti gestum og gangandi.

Við erum hluti af samfélagi stígsins, hluti af ótrúlegum fjölbreytileika en þó sterkri svipmikilli heild. Og gatan sjálf, þessi beina, breiða gata

endar í mikilfenglegu kennileiti, Hallgrímskirkju. Á þessum síðum viljum við horfa í kringum okkur og þakka f yrir nokkra af okkar

frábæru nágrönnum.

18 — GEYSIR

ERTA ÞÚ JÓLASVEINN? Þetta lag hef ég oft spilað með Stórsveit Reykjavíkur og Bogomil Font. Það kemst á listann því mér þykir hr. Font svo óheyrilega fyndinn þegar hann flytur þetta og kemur mér alltaf í gott skap.

CHRISTMAS SONG / ÞORLÁKSMESSUKVÖLD Flott lag eftir Mel Tormé sem margir hafa hljóðritað. Fáir standast þó Ellu Fitzgerald snúning í flutningi.

JÓLASYRPA MEÐ GLÁMI OG SKRÁMI (JÓLA HVAÐ?) Það þarf nú varla að útskýra snilldina í þessu hjá Halla og Ladda.

ÞAÐ Á AÐ GEFA BÖRNUM BRAUÐ Ég man eftir að hafa velt dálítið fyrir mér þessum rólum sem Grýla gafst uppá og afhverju í ósköpunum þessi gamla kerling væri yfirhöfuð að þvælast úti á róluvelli. Kannski er Grýla bara með athyglisbrest, ætlaði hún að ná í óþekka krakka en fór svo bara að róla sér?

Það má með sanni segja að músíkantinn og tenórsaxófónleikarinn Jóel Pálsson hafi lifað tvöföldu lífi undanfarin ár, en meðfram því að sinna tónlistinni af heilum hug hefur hann ásamt spúsu sinni, Bergþóru Guðnadóttur, verið önnum kafinn í gríðar farsælu hönn-unarfyrirtæki þeirra hjóna - Farmers Market.

Spilamennska hans hefur verið hljóðrituð inn á meira en 200 hljómplötur og á síðasta ári var Jóel tilnefndur til hinna virtu Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs fyrir fimmtu breiðskífu sína Horn sem gagnrýnendur hafa hlaðið lofi síðan hún kom út árið 2010.

JÓLALÖGIN HANS JÓELS

HVÍT JÓL Haukur Morthens er okkar Bing Crosby þegar kemur að jólalögum.

KOMDU TIL MÍN FYRSTA KVÖLDIÐ JÓLA. Súrrealísk þula sem ég man að hafa reynt að leggja á minnið sem pjakkur. Annars er þetta lag á i jólaplötu Þrjú á palli sem var ein af þeim plötum sem rötuðu nokkuð oft á fóninn á mínu æskuheimili um hátíðarnar.

JÓLASTJARNAN Siggi Guðmunds og Memfismafían gáfu út frábæra jólaplötu í hitteðfyrra. Hún var meira og minna í spilaranum hjá okkur öll jólin í fyrra. Mig grunar að þessi plata eigi eftir að verða íslensk klassík.

HÁTÍÐ FER AÐ HÖNDUM EIN Fallegt og dulúðugt þjóðlag sem að best er að spara fram á aðfangadag ef maður ætlar að toppa í jólastemingu á réttum tíma. Ég er alinn upp við útgáfuna sem Þrjú á palli hljóðrituðu.

Í hugum f lestra eru jólalög tengd bernskuminningum og nostalgíu. Þannig er oft mismunandi hvað fólki þykir jóla-legt. Mörg lög eru eru t.d. af erlendum uppruna og alls ekki jólalög í upprunalegu útgáfunni þó að íslendingum þyki þau ekki tilhlýðileg nema á jólum. En hvað um það hér eru nokkur lög sem hafa með einum eða öðrum hætti komist í f lokk uppáhalds jólalaga hjá mér.

Ljósmynd

ARI MAGG

„„

GEYSIR — 19

20 — GEYSIR

GEYSIR — 21

Upphaf fataiðnaðar á Akureyri má rekja til Tóvinnufélags Eyfirðinga. Félagið sinnti fyrst í stað ullarvinnslu fyrir sveitir í nágrenninu en breytist ört eins og sprotastarfsemi á að gera. Starfsemin vindur því nokkuð fljótt upp á sig. Fyrstu tíu árum fyrirtækisins er skemmtilega lýst í blaðinu Norðurlandi:

„Það eru nú bráðum 10 ár síðan Tóvélar Eyfirðinga komust á stofn … haustið 1897 í nóvembermánuði voru vélarnar teknar til starfa og hafa síðan á hverju ári kembt og spunnið mjög mikið, ekki einungis fyrir næstu héruð, heldur einnig að meira og minna leyti fyrir alt Austur- og Norðurland og Vestfirði. Hafa þær á þessu árabili stutt mjög að því að viðhalda heimilistóskapnum, sem eru síðustu leifarnar af hinum gamla og góða heimilisiðnaði hér á landi.“ (Norðurland, 25. tölubl. 1907)

Veturinn 1902 runnu Tóvélar Eyfirðinga saman við Verksmiðjufélagið á Akureyri sem stofnað var til að koma upp fullkominni klæðaverksmiðju á svæðinu. Greina má nokkurn létti í orðum blaðamannsins:

„Eftir tíu ára starf og strit er þá þetta mikilsvarðandi framfaramál komið það áleiðis, að vonandi verður nú hægt í nóvembermánuði 1907, að byrja klæðagjörð eins og byrjað var 1897 á að kemba lopa fyrir fólkið.“ (Norðurland, 25. tölubl. 1907)

Það varð úr. Tóvinnuverksmiðjan á Akureyri hét Gefjun upp úr árinu 1907 og þannig hófst saga elsta iðnfyrirtækis á Akureyri. Í sögu fyrirtækisins skiptust á skin og skúrir. Samvinnuhreyfingin keypti Gefjuni árið 1930 en SÍS rak þá þegar skinnaverksmiðjuna Iðunni.

Sambandið hafði flesta þætti atvinnulífsins í hendi sér á þessu blóma-skeiði fataiðnaðarins í Eyjafirði. Frá skinnadeild barst ull til ullardeildar sem fullvann ullina. Loðbandsdeildin framleiddi ullarband fyrir hand-prjón og vefnað. Vefdeildin framleiddi fataefni, gluggatjöld, húsgagna-áklæði og ullarteppi. Prjónadeildin gerði úr garninu margvíslegan prjónafatnað og þannig koll af kolli.

AKUREYRIBÆRINN SEM SPJARAÐI

ÞJÓÐINA

Akureyringar höfðu aldeilis mikið á prjónunum. Sambandið hóf rekstur vinnufataverksmiðjunnar Heklu árið 1948 og framleiddi í áratugi hinar vinsælu Heklu-úlpur, að ógleymdum Duffy’s gallabuxum. Áður var minnst á skinnaverksmiðjuna Iðunni. Undir merkjum Iðunnar voru framleiddir svokallaðir Iðunnar-skór, sérhannaðir um íslenskt fótlag, ef marka má auglýsingu í Samvinnunni frá árinu 1952:

„Hvers vegna líður öllum bezt í IÐUNNAR-skóm? Það er fyrst og fremst sökum þess, að allir IÐUNNAR-skór eru sérstaklega lagaðir fyrir íslenzkt fótlag. Auk þess eru allir IÐUNNAR-skór smekklegir, vandaðir og ódýrir. Gangið í IÐUNNAR-skóm, þá líður ykkur vel. Skinnaverksmiðjan IÐUNN - skógerðin -

Seinna meir — á Duran Duran og Wham tímabilinu — fór Iðunn að selja skóframleiðslu sína undir vörumerkinu ACT og auglýsti að á ACT gengju menn í takt. Það átti að vera í takt við tíðarandann og skórnir þóttu seljast betur innanlands undir engilsaxnesku vörumerki þótt enginn væri útflutningurinn. Um sama leyti framleiddi Gefjun fatnað undir heitinu „Guts“, frjálslegan fatnað í „gæjastæl“ sem höfða átti til ungra manna.

Fataiðnaðurinn á Akureyri var lifibrauð fjölmargra á löngu árabili. Til eru dæmi um starfsfólk sem vann alla sína ævi hjá fyrirtækjum í þessum bransa og ætla má að bæjarbúar hafi án mikillar fyrirhafnar getað klætt sig algerlega í fatnað úr heimabyggð. Þarna var allt framleitt. Hanskar, peysur, buxur og mokkajakkar. Nærfötin saumuð í Amaró. Náttkjólarnir í Írisi.

Á níunda áratugnum tók að halla undan fæti hjá Sambandinu. Með því dró verulega úr slagkrafti iðnaðarins í bænum. Verksmiðjur og sauma-stofur lögðu upp laupana hver á fætur annarri, skiptu um hlutverk eða voru seldar úr firðinum. Í dag er framleiðslan aðeins brotabrot af því sem hún var en eitt kemur í annars stað. Ferðamenn geta nú heimsótt Iðnaðarsafnið á Akureyri. Næst þegar þú ert fyrir norðan væri upplagt að gera sér ferð þangað til að fá iðnsögu bæjarins beint í æð.

TexTi

KJARTAN HALLUR

LjósmyndiR

ARI MAGG

22 — GEYSIR

GEYSIR — 23

Ólafur Gunnar Ívarsson er prjónameistari hjá Glófa á Akureyri. Reyndar margt fleira því Ólafur er mikill áhugamaður um vélar. Það voru reyndar vélarnar sem heilluðu þegar hann hóf störf í þessum bransa árið 1975. Við Ólafur sammælumst um að vera ekkert að telja hversu mörg ár eru liðin. Það má samt segja um þessi örfáu ár sem hafa liðið í aldanna skaut (og aldrei koma til baka) að þau hafa verið rysjótt. Það hafa skipst á skin og skúrir, ekki bara í þessu venjulega hagfræðilega japli heldur hefur þessi iðnaður séð ýmis veður. Núna er að birta til.

Ólafur, við skulum kalla hann Óla, byrjaði ungur maður, einmitt þetta umtalaða 1975, að vinna í prjónaverksmiðjunni Pólarprjón á Blönduósi. Þar sem Þorvaldur listmálari sagði í viðtali við Matthías Johannessen að sjórinn væri grunur um ókunn lönd. Eins og fyrr sagði var það ekki yfirdrifinn áhugi á handverki sem dró Óla inn í ullariðnaðinn. „Vélarnar, maður,“ segir Óli sem situr við hinn enda símalínunnar fyrir norðan. Það er hádegi. „Er ekki allt á kafi,“ spyr ég og Óli segir „jú“. „Þá er gott að vera í góðum sokkum,“ segi ég spyrj-andi. „Já, heldur betur, það hefur haldið lífinu í mörgum.“

Já, vélarnar. Þær eru sumar eldri en Óli. Sumar vélarnar af sama tagi og eru á Iðnaðarsafninu.„Þetta eru ótrúlega sterkar vélar,“ segir hann. „Þær hafa enst vel. Kannski er hluti af ástæðunni fyrir ending-unni sá að þær eru ekki það hraðvirkar að þegar eitthvað gefur sig þá skemmir það ekki út frá sér.“

Óli flutti frá Blönduósi til Akureyrar árið 1987, flutti „norður“ eins og hann segir. Frá árinu 1994 hefur hann starfað hjá Glófa sem prjónameistari. Framleiðslan hefur breyst talsvert. „Þegar þetta fyrirtæki byrjaði þá voru einungis framleiddir vettlingar, þá í sex fermtetra geymslu í blokk hérna í bænum,“ segir hann. „Núna eru fermetrarnir orðnir átta hundruð og framleiðslan fjölbreytt. Fyrirtækið hefur vaxið frá því að vera það minnsta til þess að vera stærst á markaðnum.“

Hádegismaturinn búinn. Samtalinu lýkur og ég sé Óla fyrir mér klæða sig í ullarsokkana og þramma niður í Glófa sem framleiðir ekki lengur bara glófa, heldur nánast allt milli himins og jarðar.

„VÉLARNAR, MAÐUR!“

TexTi

SIGTRYGGUR MAGNASON

Ljósmynd

ARI MAGG

24 — GEYSIR

GEYSIR — 25

26 — GEYSIR

Hæ, hitti ég illa á þig? Ég er reyndar að keyra.

Viltu hringja í mig þegar þú ert komin á áfangastað. Nei nei, ég stoppa bara hérna. Þú ert gullsmiður.Já, ég lærði listræna gullsmíði í Barcelona.

Af hverju gullsmíði?Ég hef alltaf verið nálægt málmi. Afi minn var járnsmiður. Ég hef einhvern veginn alltaf ímyndað mér að ég myndi vinna með málma. Það er svolítil eilífið í málminum. Já, þetta er efni jarðar. Af hverju Barcelona? Ég var búin að vera áður á Spáni og kunni spænsku. Skólinn sem ég fór í er mjög góður og margir kennarar þar sem í Suður-Evrópu eru svolítið stór nöfn. Þannig að ég sótti um. Hvenær komstu heim aftur? Ég kom heim sumarið 2005 eftir að hafa ferðast aðeins um Bandaríkin. Ég byrjaði að vinna hjá öðrum gullsmiði. Síðan opnaði ég eigið verkstæði á Klapparstíg árið 2008, mánuði eftir hrun. Góð tímasetning (broskall). Já, eftir fallið.

Hefur gengið vel? Já, mjög vel.

Hefurðu sérhæft þig?Ég vinn mikið með silfur þótt það sé alltaf einstaka sérpöntun í gulli. Ég legg sérstaka áherslu á að smíða úr málmum sem eru umhverfis- og siðferðilega vottaðir. Nálægt 80 prósent af því efni sem ég nota er úr endurunnum málmi. Ég vel endurunnið silfur og eins er því farið með steinana. Ég kaupi fairtrade steina og ef ég finn þá ekki þá kaupi ég frekar ræktaða steina sem eru búnir til þannig að líkt er eftir aðstæðum í náttúrunni. Þeir eru alveg jafngóðir ef ekki betri. Ég vinn líka mikið í þemum, náttúruþema, borgarþema og sjávarþema. Í Geysi eru verk eftir mig sem eru í sjávarþemanu, inspíreruð af fjörinni og sjónum. Hvaðan kemur þessi áhersla? Það er nægjanlegt silfur og gull í umferð til að sinna eftirspurn. Silfur er einnig notað mikið í iðnaði og afföll sem verða þar og hjá gullsmiðum á að geta komið til móts við eftirspurn. Námuvinnsla er líka mjög mengandi og í mörgum löndum er illa komið fram við bændur og landeigendur. Ég kýs frekar að kaupa af fyrirtæki sem kaupir það sem fellur af hjá iðnaðarfyrirtækjum og gullsmiðum, hreinsa og endurblanda. Það kostar aðeins meira en borgar sig í stóra samhenginum. Hvernig er að sjá fólk úti á götu með skartgripina þína? Það er rosalega gaman. Skartgripir er einmitt eitthvað sem fólk ákveður að gefa við sérstök tilefni. Þeir hafa því oft meira tilfinningalegt gildi en maður áttar sig sjálfur á þegar maður er í kringum þessa málma alla daga. Ánægjulegast finnst mér þegar fólk tengir sig persónulega við hlutina sem ég skapa, þegar fólk þekkir sjálft sig eða umhverfi í gripunum.

INNBLÁSIÐ AF FJÖRUNNI

Inga Rúnarsdóttir Bachmann er gullsmiður og rekur verkstæðið Hringa við Laugaveginn. Ég hringi í hana um kvöldmatarleytið,

fullur af sektarkennd yfir því að vera mögulega að eyðileggja matmálstímann. Og já, ég sit í grænum sófa við Austurvöll.

Það skiptir reyndar engu máli.

TexTi

SIGTRYGGUR MAGNASON

Ljósmynd

ARI MAGG

GEYSIR — 27

28 — GEYSIR

TexTi

KJARTAN HALLUR

LjósmyndiR

EYJÓLFUR HALLDÓRSSON

Efni er stutt orð með víða merkingu. Þetta orð býr yfir nægu efni í heila bók. Raunar byggjast allar bækur á því efni sem þær innihalda; efnisgreinum sem tvinnast saman í stærri heildir og reyna að fylgja þræði. Það þarf líka efni í tímaritsgreinar, bíla, hús, fólk og föt. Við gætum sett upp spekingslegan svip, farið út á svalir og hrópað: Allt er efni! — en látum það samt eiga sig.

„Ekki eru til neinar reglur um lengd efnisgreina en ef einhver þeirra verður mjög stutt, t.d. styttri en þrjár línur, er rétt að athuga hvort ekki megi sameina hana annarri um skylt efni.“ (Handbók um ritun og frágang, 2010)

Um það bil sem menn tóku sér bólfestu á Íslandi var vaðmál löglegur gjaldmiðill. Þeir sem áttu meira en nóg af vaðmáli voru ríkir. Þeir voru efnaðir. Til að komast í álnir þurfti yfirleitt að leggja nokkuð á sig. Ætla má að tekið hafi heilan vinnudag að vefa eina alin vaðmáls í „kljásteinsvefstaðnum“ sem var vefstóll þess tíma. Alin jafngildir hér um bil hálfum metra af efni og til að eignast einn eyri silfurs þurfti í kringum sex metra vaðmáls. Það er svona vinnuvika.

„Orðið alin, eða á fornu máli vanalega öln, er til í flestum germönskum málum … sama orðið … og ulna á latínu, og táknar upphaflega framhandlegginn með hendinni firir neðan olnboga, og þarnæst lengd hans, hafða sem mál. (Björn M. Ólsen, Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1910)

Útlenskur fatnaður var ekki auðfenginn á Íslandi fyrr á öldum. Helst voru það fyrirmenni sem gátu leyft sér slíkan munað. Auk þess var um skeið refsivert að fólk klæddi sig betur en stétt og efni leyfðu. Í Jónsbók, lögbók landsins fram á 17. öld, voru ákvæði um að alþýðan mætti ekki klæða sig upp, þ.e. ekki upp fyrir sína stétt. Það þótti nauðsynlegt að hafa vit fyrir fátæku fólki svo að það sóaði ekki vaðmálsaurum sínum í útlenskt tildur. Umhyggja af þessu tagi virðist reyndar alþjóðlegt fyrirbrigði.

„Prjónaðir sokkar komust í tízku hjá hástéttunum á 16. öld, og almúginn fór þegar að dæmi þeirra og klæddist þessum ágætu flíkum. Þetta þótti stjórnarvöldunum furðuleg ósvífni, og gaf Kristján konungur IV. út tilskipun þess efnis, að aðalskonur einar mættu klæðast silkisokkum, borgarstjóra og borgarráðsfrúm leyfðist af sérstakri náð að vera í prjónuðum ullarsokkum, en húsfrúr og dætur venjulegra borgara máttu á engan hátt ganga í prjónuðum sokkum.“ (Tímaritið Melkorka, 1952)

Þannig liðu aldirnar. Íslenskt sauðfé trítlaði um holt og hæðir og safnaði vöxtum í formi ullar sem var uppistaðan í fatnaði landsmanna allt fram á síðustu öld. Segja má að hvert og eitt heimili hafi verið lítil verksmiðja sem framleiddi efni í klæðnað, hvort sem var til heimabrúks eða útflutnings. Á seinni hluta 16. aldar lærðu Íslendingar að prjóna og prjónuð plögg urðu snarlega aðalútflutningsvara landsins. Alltaf jafnæstir í tækninýjungar, þessir Íslendingar.

„… skýrsla frá 1624 sýnir að engin óunnin ull var flutt úr landinu en í staðinn voru flutt út rúmlega 72.231 pör af sokkum, 12.232 pör af vettlingum og 12.251 álnir af vaðmáli.“ (Ásdís Jóelsdóttir, Saga fatagerðar og fatahönnunar á Íslandi 2009)

Iðjusemi og nýtni hafa löngum verið aðalsmerki íslensks heimilisiðnaðar. En vinnuharkan gat einnig orðið allnokkur. Meðan prjónarnir léku aðalhlutverkið í höndum Íslendinga á öllum aldri þótti eðlilegt að átta ára börn skiluðu að minnsta kosti einum sokk á dag eða tvennum sjóvettlingum á viku. Í dag mundi þetta kallast barnaþrælkun. Sem betur fer eru íslensk börn laus við þá hlekki. Það er hins vegar sorgleg að hugsa til þess að fötin sem æska landsins klæðist í dag kunni að hafa verið saumuð í þrælakistum í fjarlægum löndum — í barnshöndum sem aldrei fá að njóta æskunnar. Höfum við efni á að ganga í slíkum fötum?

EFNISBÚTAR UM EFNI, AÐALLEGA Í FÖT

- NOK K R A R SL IT RU R OG PJÖT LU R -

GEYSIR — 29

30 — GEYSIR

„Gott er að hafa vænt efni í fötum sínum, því þá endast þau mikið lengur, enda verður það að tiltölu ódýrara, þótt fötin kosti meira í fyrstu.“ (Kvennafræðarinn, 1891)

Kvennafræðari Elínar Eggertsdóttur Briem seldist í 3.000 eintökum þegar bókin kom fyrst út árið 1889 og var gefin út oft eftir það. Landsmenn tóku fegins hendi hagnýtum ráðum fyrir daglegt líf; allt frá ráðleggingum um hvernig skyldi leggja á borð til sauma- og prjónauppskrifta. En Elín taldi einnig að fötin þyrftu að vera heilsusamleg. Tvennt skipti þar mestu máli:

„1. að klæðnaðurinn gjöri hinum mikilvægustu líffærum engan tálma í störfum þeirra (við andardráttinn, meltinguna og hringferð blóðsins).

2. að klæðnaðurinn hlúi jafnt að öllum líkamanum, haldi á honum jöfnum hita og skýli honum fyrir breytingu loptslagsins.“ (Kvennafræðarinn, 1891)

Á öldinni sem leið breyttust íslensk efni. Sjálfsþurftarbúskapur vék leifturhratt fyrir sérhæfingu. Nýstárleg efni ruddu sér til rúms. Skinnskórnir höfðu ekki roð í gúmmítútturnar. Sjóklæðin voru sniðin úr innfluttum olíubornum dúkum, gúmmíefni og loks plastefni. — Og úr því að minnst er á plast: Gamlar sveitakonur minnast fyrstu plastpokanna með hlýju. Um miðja síðustu öld var plastpoki nytsamleg gersemi sem auðveldaði lífið. Pokarnir voru til dæmis góðir utan um matvæli og eftir notkun mátti þvo þá, hengja á þvottasnúru til þerris og endurnýta. Í dag eru plastpokar helst settir í samhengi við rusl og sóun.

En nú erum við komin aðeins út fyrir efnið. Fataefnið, umbúðir fyrir fólk.

Saga fataiðnaðar á Íslandi var lengst af tíðindalítil. Á seinni öldum hafa verið gerðar nokkrar djarfhuga tilraunir til að koma í gang fyrirtækjum í framleiðslu á efni og í fatasaumi. Þær verksmiðjur hafa þó sjaldnast þrifist með góðu móti og helst náð sér á strik þegar höft hafa verið á innflutningi. Stundum virðist þurfa höft og kreppu til að innlend framleiðsla nái að blómstra. Kreppa og höft hljóma kunnuglega í eyrum landsmanna um þessar mundir. Framleiðsla á íslenskum fatnaði hefur líka tekið kipp. Er það tilviljun?

„Höfum nú fengið frá fataverksmiðjunni Heklu, drengjabuxur, sem eru úr ótrúlega sterku nankin, samofnu úr flónel að innan. Flónelið er brotið út fyrir skálmarnar að neðan, eftir amerískum sniðum. Þessar buxur hafa náð geysivinsældum víða um heim, enda kunna mæðurnar að meta styrkleika þeirra og drengirnir mýkt flónelsins, sem að þeim snýr. — Skoðið þessar nýju „gallabuxur“ við fyrsta tækifæri.“ (Auglýsing í Alþýðublaðinu árið 1954.)

Fatnaður gefur forvitnilegt sjónarhorn á söguna. Sú var tíðin að einkum verkafólk gekk í fötum úr dením-efni, slitsterkum þykkbotna skóm eða loðfóðruðum úlpum sem hægt var að hneppa innan úr fóðrinu. Þar á móti var fína fólkið í sínu silki, loðfeldum, sérsniðnum jakkafötum og lakkskóm. En svo breyttist eitthvað. Ungt fólk í virðulegum menntastofnunum fór að ganga um í gallaefnum og safnaði hári. Valið stóð kannski helst um Vinnufatabúðina eða Karnabæ. Hafði verkamannastéttin stigið þrepi ofar í menntakerfinu eða voru þau öll að snobba niðrávið? Við afgreiðum þá spurningu með rími:

Það býttar ekki máli. Það gerir ekki neitt. Það skiptir ekki neinu því það kemur út á eitt.

Nú til dags eru litlar hömlur settar við klæðnaði. Ákvæði Jónsbókar um klæðaburð eru að mestu gleymd. Reyndar er bannað að ganga um í einkennisbúningum valdstjórnarinnar nema maður sé lögga. Svo er líka bannað að vera nakinn á almannafæri nema í þar til sniðnum sturtuklefum. En að öðru leyti getur maður klætt sig eins og maður vill — svona mestmegnis — veður og tíska ráða alltaf einhverju.

„Everybody in this room is wearing a uniform, don’t kid yourself.“ (Svo mælti tónspekingurinn Frank Zappa á hljómleikum eitt sinn er hávaðaseggur úr áhorfendaskaranum gerði hróp að einkennisklæddum öryggisverði. Þetta má heyra á plötunni Burnt Weeny Sandwich frá 1970.)

Fötin eru ekki lengur sniðin eftir stéttum í jafnmiklum mæli og áður. Hins vegar getur verið munur á gæðum efnisins, endingu klæðanna, styrkleika og gleði fyrir augað. Við hljótum eftir sem áður að velja okkur föt eftir efnum, heilsusemi, hagkvæmni og notagildi. Það veitir gleði að klæðast fallegum fötum en sú gleði margfaldast í sterkum og endingargóðum fatnaði úr efni sem snertir þig og gott er að snerta. Þetta eru fötin sem þér þykir vænt um. Þau eru hluti af þér. En það er efni í aðra grein.

Meðan prjónarnir lékU aðalhlUtverkið í

höndUM íslendinga á öllUM aldri þótti eðlilegt að

átta ára börn skilUðU að Minnsta kosti einUM sokk

á dag eða tvennUM sjóvettlingUM á vikU.

GEYSIR — 31

32 — GEYSIR

STELPAN Í GULLKISTUNNI

TexTi

SIGTRYGGUR MAGNASON

LjósmyndIR

ARI MAGG

GEYSIR — 33

34 — GEYSIR

„Ég hugsa stundum með mér að það taki ekki að byrja á einhverju af því ég sé nú alveg að fara að hætta,“

Gull. Það er náttúrlega ekkert jafn eilíft og gull, nema kannski ástin. Þó er líklegt að margir mótmæli því enda ekki ósjaldan sem hringarnir lifa ástina og vel það. En við erum ekki að tala um ástina, ekki þannig, við erum að velta f yrir okkur gulli og silfri og skarti. Þessum f yrirbærum sem eru ekki taldir nauðsynleg f yrir líf okkar en gefa því samt sem áður einhvern skemmtilegan, jafnvel ævintýralegan, blæ. Það er gull í ævintýrunum og það er gull í Seðlabankanum. Annað er nauðsynlegt, hitt er gaman.

Gull hefur líklega alltaf verið stöðutákn. Til forna skreyttu höf ðingar sjálfa sig og konur sínar með gulli og þegar þau þóttu fullskreytt sneru menn sér að hrossum sínum. Þá sást hvar höf ðingjar fóru þegar glitraði á málminn á hestunum. Núna eru það jepparnir sem hafa tekið við af gullinu að sumu leyti þótt enn sé það tákn um velgengni og stöðu að sjá gull í skarti kvenna og úrum karla. Svo langt hefur gullæðið gengið að á ákveðnum samkomum hafa menn étið það. Lengra verður varla náð í velgengninni.

GULLKISTANÞað er búð við Frakkastíg sem heitir Gullkistan. Það er ekki að ástæðulausu sem hún heitir það því þegar stigið er inn um dyr nar tekur við gylltur töfraheimur. Þar inni ríkir gullsmiðurinn Dóra Jónsdóttir sem er ekki alveg ný í faginu, hún byrjaði 18 ára að læra gullsmíði hjá föður sínum og síðan eru liðin nokkur ár. Það var árið 1976 sem hún flutti verslun sína á þennan stað en áður en það gerðist hafði hún verið með verslunina á Skólavörðustíg.

Á hæðinni fyrir ofan verslunina er Dóra með gullsmíða-verkstæðið og á efstu hæðinni býr hún. Maður skilur vel að fólk vilji búa nálægt vinnunni sinni en maður skilur sérstaklega vel að Dóra vilji búa í þessu húsi því þarna er góður andi, þarna er saga.

„STELPAN“18 ára gömul, já, byrjaði Dóra að læra gullsmíði hjá föður sínum sem lét til leiðast þótt honum þætti nú eitthvað skrýtið við það að stelpan ætlaði að vera gullsmiður. Þannig varð það síðan næstu tuttugu árin að hún var í félagskap gullsmiða í Reykjavík alltaf kölluð stelpan. „Það hjálpaði mér aðeins að ég var ekki fyrsta konan til að verða

GEYSIR — 35

gullsmiður því skömmu áður hafði önnur kona gengið í félagið,“ segir Dóra, „konur áttu ekkert að vera að standa í svona. Núna eru breyttir tímar því líklega eru konur orðnar fleiri en karlar í félaginu.“

FEIMNIN VIÐ ÞJÓÐBÚNINGINNUppi á vegg í Gullkistunni er í ramma mynd með öllum tegundum íslenska þjóðbúningsins og þegar ég horfi á hana finn ég að ég veit nánast ekki neitt um þessa merkilegu sögu. Raunar er ótrúlegt að þessum þætti hafi ekki verið sinnt betur í skólakerfinu. Því er líklega eins farið með þessi menningarverðmæti og rímurnar og fleira það sem við höfum lítið sinnt.

Dóra segist þó hafa orðið vör við aukinn áhuga. „Það er hins vegar eins og konur séu feimnar við að klæðast íslenskum búningi,“ segir hún. Af hverju? spyr ég og hún svarar því til að þegar svo fáar konur klæðist honum þá sé kannski erfiðara að klæða sig upp.

„ÉG VÆRI LÍKLEGA HÆTT EF…“61 ár í gullsmíðaverslun eru þó nokkur tími. „Ég hugsa stundum með mér að það taki ekki að byrja á einhverju af því ég sé nú alveg að fara

að hætta,“ segir Dóra og hlær. „Ég væri líklega hætt ef ekki væri fyrir það að það kom til mín maður sem vildi læra gullsmíði og vildi vera nemi hjá mér. Ég spurði hann hvernig í ósköpunum honum dytti í hug að læra hjá mér og hann sagði að hjá mér myndi hann læra það sem hann langaði að læra. Konan hans er kjólameistari og saman myndu þau einbeita sér að íslenska þjóðbúningnum.“

GRIPIRNIR OG SAGANÞað leita margir til Dóru með gamla gripi. Sumir koma með hluti sem þeir hafa erft og vilja vita uppruna þeirra og sögu en aðrir koma með hluti sem þeir hafa lengi átt og vilja fríska aðeins við. „Það kom til mín kona um daginn með gamalt armband sem hún vildi að ég hreinsaði upp fyrir hana. Þetta var armband sem hún hafði fengið frá manninum sínum í tilhugalífinu fyrir mörgum mörgum árum. Hún ljómaði öll þegar hún fékk það til baka,“ segir Dóra. „Það er nefnilega þannig með gull að aldurinn færir því eitthvað meira, færir því söguna sem er okkur svo dýrmæt. Mér finnst fólk vera að átta sig meira á því hvað gripirnir og sagan hafa að geyma.“

36 — GEYSIR

L JÓSM Y N DIR A R I M AG G

sTíLiseRinGAUÐUR KARITAS

FöRðun & HáRFRÍÐA MARÍA

AðsTOðARLjósmyndARiA xEL SIGURÐARSON

NÝTT UNDIR NÁLINNI

GEYSIR — 37

M AGN ÚS Þ ÓR JÓN S S ON – M E G A S R AU L A R L Ö G I N S Í NP E Y S A O G T R E F I L L FA R M E R S M A R K E T – S K Y R T A L E E

38 — GEYSIR

Á ST H I L DU R Á K A D Ó T T I R & JÓF R Í ÐU R Á K A D Ó T T I R – PA S C A L PI N O N – T WO S O M E N E S SK J Ó L A R FA R M E R S M A R K E T

GEYSIR — 39

40 — GEYSIR

GEYSIR — 41

E L L E N K R I STJÁ N S D Ó T T I R – S Ö N G L Ö GU L L A R S L Á G E Y S I R – K J Ó L L FA R M E R S M A R K E T

42 — GEYSIR

U N N ST E I N N M A N U E L ST E FÁ N S S ON – R E T R O S T E F S O NP E Y S A FJÄ L L R ÄV E N – B U X U R & S K Y R T A L E E

GEYSIR — 43

44 — GEYSIR

ST E I N D ÓR A N DE R S E N & H I L M A R ÖR N H I L M A R S S ON – S TA F N B Ú IJA K K A R B A R B O U R – H Ú FA L E E – P E Y S A G E Y S I R

GEYSIR — 45

46 — GEYSIR

Þ ÓRU N N A N T ON Í A M AGN ÚS D Ó T T I R – S TA R C R O S S E DB O L U R L E V I ’ S V I N T A G E – H Ú FA F E L D U R V E R K S T Æ ÐI

GEYSIR — 47

Á S G E I R T R AUST I E I N A R S S ON – DÝ R Ð Í D AU Ð A Þ Ö G NJA K K I F I DE L I T Y – B O L U R L E E

48 — GEYSIR

Geysir Skólavörðustíg, A kureyri og Haukadal. Sími 519 6000. *Fram að jólum.

Hátíðarverð 10.800 kr.*

VÆRÐARVOЗ Ullarteppið frá GEYSI —

Njótið skammdegisins undir þjettofinni værðarvoð sem minnir á gömlu góðu dagana. Þessar prýðismjúku ábreiður með hlýjum röndum eru

nú á sjerstökuhátíðarverði í verzlunum okkar fyrir jólin.