11
Embættisskilningurinn er ekki einn Erindi á Prestastefnu 17. apríl 2013 Sigríður Guðmarsdóttir

Embættisskilningurinn er ekki einn

  • Upload
    hubert

  • View
    55

  • Download
    5

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Embættisskilningurinn er ekki einn. Erindi á Prestastefnu 17. apríl 2013 Sigríður Guðmarsdóttir. Boðun í síbreytilegu samhengi. - PowerPoint PPT Presentation

Citation preview

Page 1: Embættisskilningurinn  er ekki einn

Embættisskilningurinn er ekki einnErindi á Prestastefnu 17. apríl 2013

Sigríður Guðmarsdóttir

Page 2: Embættisskilningurinn  er ekki einn

Boðun í síbreytilegu samhengi

„Holdtekja Guðs átti sér stað í ákveðnu samhengi. Á sama hátt fer boðun alltaf fram í ákveðnu samhengi – félagslegu, trúarlegu og menningarlegu. Samhengi nútímans er vissulega frábrugðið því sem ríkti í Júdeu fyrir 2000 árum. Þess vegna þarf að greina tímanna tákn og lesa samviskusamlega úr aðstæðum og umhverfi með bæn um leiðsögn.“

Sigríður Guðmarsdóttir

Page 3: Embættisskilningurinn  er ekki einn

Limaskýrslan (1982)

Vígð þjónusta skal vera:

1.Persónuleg

2.Samábyrg

3.Samfélagsleg

Sigríður Guðmarsdóttir

Page 4: Embættisskilningurinn  er ekki einn

Gordon Lathrop: Holy People

„Leiðtogar þessa móts ættu að miða að því að efla þátttöku safnaðarins í því að lyfta upp reisn og virðingu hvers og eins meðlims hans og að skilja eftir opnar dyr til umheimsins. Reyndar ætti safnaðarrýmið að gefa kost á opnum dyrum, gegndræpum skilum milli hins ytra og innra, aðgengi að hinum ytra veruleik, og merki um gestrisni. Það sem fram fer í guðsþjónustunni á að vera merkingarbært og halda áfram eftir að móti safnaðarins er lokið. Þessi merking gefur kost á því að lýsa að nýju og ímynda sér að nýju hið hversdagslega líf.“

Sigríður Guðmarsdóttir

Page 5: Embættisskilningurinn  er ekki einn

Hirðisbréf sænskra biskupa (1990)Biskup Prestur DjákniEr leiðtogi kirkjunnar og annast eftirlit á grundvelli vals og vígslu

Þjónn orðsins á grundvelli köllunar og vígslu

Miðlar kærleika Guðs meðal manna

Ber ábyrgð á því að fagnaðarerindið sé rétt prédikað og sakramentum útdeilt

Boðberi hinnar lífgefandi og frelsandi nærveru Guðs í sköpuninni og meðal allra manneskja.

Hjálpar svöngum, sjúkum og öldruðum og er hendur Jesú Krists í heiminum

Er vígslumaður presta, djákna og biskupa

Flytur fagnaðarerindið hreint og ómengað með leiðsögn heilags anda.

Verndar hin smáu, gefur hinum þöglu rödd, styður hin veiku, berst fyrir vernd sköpunarinnar og að fagnaðarerindið sé sýnilegt

Er pastor pastorum fyrir presta stiftisins

Miðlar fyrirgefningu, huggun og tilgangi

Huggar syrgjendur

Framfylgir embætti náðarinnar í kirkjunni

Er verkfæri í skírninni til að leiða fólk til samfélags í Kristi

Benda á starf guðsríkisins mitt í samfélaginu

Er sýnilegt tákn um einingu Hefur sakramentin um hönd í vissu um nærveru Krists

Ber neyð fólksins fram fyrir Guð

Er verndari hins andlega arfs og biður fyrir kirkjunni

Heldur fast við sigur Jesú Krists yfir dauða

Sér í Kristi þjón þjónanna og sækir þaðan kraft til að vera þjónn kærleikans.

Sigríður Guðmarsdóttir

Page 6: Embættisskilningurinn  er ekki einn

Kjell Nordstokke, „The Diaconate: Ministry of Prophecy and Transformation“ (2000)

„Helsta verkefni kirkjunnar núna er að dreifa valdi, að gefa nýjan gaum að jaðrinum, að muna hinn biblíulega vitnisburð sem lyftir upp hinum fátæku, kúguðu og útilokuðu og muna sérstaklega hvernig Jesús mætti þessum hópum.“

Sigríður Guðmarsdóttir

Page 7: Embættisskilningurinn  er ekki einn

Jón Helgason, Hirðisbréf (1917)

Fá söfnuðirnir í prédikunum vorum þá leiðbeiningu, til að greiða úr vandaspurningum lífsins, sem þeir þrá heitast? Tölum vér af prédikunarstólnum þá tungu sem nálægur tími skilur? Eru prédikanir vorar fyllilega tímabærar?

Sigríður Guðmarsdóttir

Page 8: Embættisskilningurinn  er ekki einn

Sigurgeir Sigurðsson, Hirðisbréf (1940)

„Prestar á Íslandi lifa meira lífi fólksins, en flestar, ef ekki allar, aðrar stéttir í þjónustu hins opinbera... Það er því mikilvægt að sérhver prestur geri sér far um að skilja þessa hlið á starfi sínu og þroska sig til þess, sem bezt hann getur. „Prédikunin á stéttunum“ er enn í sínu fulla gildi og verður án efa alltaf.“

Sigríður Guðmarsdóttir

Page 9: Embættisskilningurinn  er ekki einn

Karl Sigurbjörnsson, Í birtu náðarinnar (2001)

„Kirkjan á að vera opin, víðsýn, umburðarlynd og halda opnu samtali við heiminn og gefa fólki færi á að vaxa í þekkingu, skilningi, náð. Hún á að hafa lága þröskulda jafnframt því sem hún stendur först á óhagganlegum grunni postulanna og heldur fast í játningu trúarinnar. „

Sigríður Guðmarsdóttir

Page 10: Embættisskilningurinn  er ekki einn

Karl Sigurbjörnsson, Í birtu náðarinnar (2001)

„Orðið embætti er stórt orð og hátíðlegt. Ósjálfrátt segjum við það í samband við háttsetta opinbera starfsmenn. Frummerking orðsins er þjónusta. Það er af sömu rót og orðið ambátt. Ég vil að við notum þetta ofhlaðna orð, „embætti“, sparlega og af varúð og minnumst þessarar frummerkingar: Þjónusta, en ekki tignarstaða. Og þó er sú þjónusta æðsta tign, já eina raunverulega tignarstaða á jörðu er að líkjast Jesú Kristi.“

Sigríður Guðmarsdóttir

Page 11: Embættisskilningurinn  er ekki einn

Sigríður Guðmarsdóttir