8
Skipholti 29, 105 Reykjavík Sími: 551-5166, fax: 551-5136 Netfang: [email protected] Veffang: www.kgeysir.is Facebook: Klúbburinn Geysir 3 tbl . mars 2014 Eldað með Ebbu Eins og fjölmargir vita er opið einn laugardag í mánuði í Klúbbnum Geysi. Laugardaginn 15. febrúar sl. kom Ebba Guðný Guðmundsdóttir bókaútgefandi, rithöfundur og fyrirlesari í heimsókn í klúbbinn og leiðbeindi félögum í hollri matargerð. Gaf hún klúbbnum meðal annars bækurnar, “Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða?” og “Eldað með Ebbu í Latabæ” sem hún hefur gefið út og innihalda holla rétti fyrir alla fjölskylduna. Þess má geta að fimmtudagskvöldið 6.mars kl.20.00 hefst á RÚV matreiðsluþátturinn “Eldað með Ebbu”. Þetta eru heilsusamlegir matreiðsluþættir fyrir alla fjölskylduna með skemmtilegu fræðsluívafi. Það var mjög skemmtilegt að fá Ebbu Guðnýju í heimsókn og lærðum við heilmikið í vistvænni matargerð. Á myndinni fyrir ofan er Ebba Guðný fjórða frá vinstri í hópi námsfúsra Geysisfélaga.

Eldað með Ebbu - Klúbburinn Geysirkgeysir.is/wp-content/uploads/2014/05/litli-hver-2014.-3.-tbl.-8bls.pdf · myndir, þá ekki síst í veiði og á ferðalögum með fjölskyldunni

  • Upload
    others

  • View
    17

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Eldað með Ebbu - Klúbburinn Geysirkgeysir.is/wp-content/uploads/2014/05/litli-hver-2014.-3.-tbl.-8bls.pdf · myndir, þá ekki síst í veiði og á ferðalögum með fjölskyldunni

Skipholti 29, 105 Reykjavík Sími: 551-5166, fax: 551-5136 Netfang: [email protected] Veffang: www.kgeysir.is

Facebook: Klúbburinn Geysir

3 tbl . mars 2014

Eldað með Ebbu Eins og fjölmargir vita er opið einn laugardag í mánuði í Klúbbnum Geysi. Laugardaginn 15. febrúar sl. kom Ebba Guðný Guðmundsdóttir bókaútgefandi, rithöfundur og fyrirlesari í heimsókn í klúbbinn og leiðbeindi félögum í hollri matargerð. Gaf hún klúbbnum meðal annars bækurnar, “Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða?” og “Eldað með Ebbu í Latabæ” sem hún hefur gefið út og innihalda holla rétti fyrir alla fjölskylduna. Þess má geta að fimmtudagskvöldið 6.mars kl.20.00 hefst á RÚV matreiðsluþátturinn “Eldað með Ebbu”. Þetta eru heilsusamlegir matreiðsluþættir fyrir alla fjölskylduna með skemmtilegu fræðsluívafi. Það var mjög skemmtilegt að fá Ebbu Guðnýju í heimsókn og lærðum við heilmikið í vistvænni matargerð. Á myndinni fyrir ofan er Ebba Guðný fjórða frá vinstri í hópi námsfúsra Geysisfélaga.

Page 2: Eldað með Ebbu - Klúbburinn Geysirkgeysir.is/wp-content/uploads/2014/05/litli-hver-2014.-3.-tbl.-8bls.pdf · myndir, þá ekki síst í veiði og á ferðalögum með fjölskyldunni

2

Óðinn Einisson hefur verið virkur

félagi í Klúbbnum Geysi frá árinu 2000. Hann var í góðri vinnu, með

stóra fjölskyldu og var á góðri leið með að leiðbeina á Dale Carnegie

námskeiðum þegar veikindi létu á sér kræla í kjölfar röð áfalla í lífi

hans. Óðinn lagði ekki árar í bát þó vinnuþrekið hafi minnkað

heldur kemur að hinum ýmsu verkefnum í Geysi, sinnir

áhugamáli sínu sem er ljósmyndun og heldur sér við –

sem gamall hljómsveitagaur – með Kela og kiðlingunum, hinu

magnaða húsbandi Geysis. Arnar Laufeyjarson tók Óðinn tali.

Óðinn er fæddur í Reykjavík árið 1961 og fimmtán ára gamall kynntist hann

reykvískri stúlku á heimavistarskólanum á Núpi í Dýrafirði. Hún heitir Laufey

Gunnarsdóttir og er sjúkraliði sem starfar á leikskóla í dag. Þau hafa verið saman síðan

þá og eiga fjögur börn, þrjár stúlkur og einn son.

„Þegar ég var ungur

var ég í

hljómsveitinni Mistök á Núpi og

spiluðum við m.a. á Þingeyri, Flateyri og

á Bíldudal. Þegar ég kom heim til

Reykjavíkur stofnaði ég og

götulistamaðurinn Jojo hljómsveit og

spiluðum við á hinum ýmsu

stöðum í borginni. Ég hætti um tvítugt í þessum bransa því

mér fannst ekki passa saman að spila allar helgar og vera kominn með fjölskyldu.

Þegar við hættum fór Jojo til Bandaríkjanna. Fræg er sagan af því þegar

hann var í Kaupmannahöfn sem

„böskari“ (að spila á gítar á götuhornum) í nokkurn tíma. Bruce Springsteen var á

röltinu og kom upp að Jojo, þar sem hann var að spila á Strikinu, fékk lánaðan gítar

og tók nokkur lög með honum, m.a; I´m

on fire, The river og Dancing in the dark. Þetta var í eina skiptið sem ég sá eftir því

að vera ekki að spila með honum lengur“. En ýmislegt tekur breytingum þegar maður

stofnar fjölskyldu: „Svo datt tónlistar-áhuginn hjá mér

niður, en síðar

kom ég inn sem

gítarleikari í Kela og Kiðlingunum

sem er húsbandið í Geysi og hefur

verið lengi starfandi. Fljótlega

fór ég að syngja með og það er

ótrúlega gaman og gefandi að hitta

félagana í Kela og kiðlingunum spila

saman. Æfingar eru vikulega og mikil skemmtun“.

Ljósmyndun tekur við af veiðimennskunni

„Ég var mjög mikið í stangveiði áður en ég veiktist, hefur minnkað samt aðeins. Var

mikið í skotveiði líka. Mest veiddi ég í

vötnum, t.d Hítarvatni á Mýrum, Baulárvallavatni og Hraunsfjarðarvatni, en

þau eru á því svæði þar sem kölluð er Vatnaleið á Snæfellsnesi. Mikil spenna var

„Hef aldrei lagt árar í bát þrátt fyrir áföll í lífinu“

segir Óðinn Einisson í opinskáu viðtali

Óðinn á góðum degi í Geysi

Mynd sem Óðinn tók í Flatey á Breiðarfirði

Page 3: Eldað með Ebbu - Klúbburinn Geysirkgeysir.is/wp-content/uploads/2014/05/litli-hver-2014.-3.-tbl.-8bls.pdf · myndir, þá ekki síst í veiði og á ferðalögum með fjölskyldunni

3

alltaf að komast í Hítarvatn með félögunum

á vorin í gamla daga. Hin síðari ár veiði ég mikið í Meðalfellsvatni í Kjós, en þar á

móðir mín sumarbústað. Þar hefur maður stundum fengið lax sem gengur úr Laxá í

Kjós upp í Bugðu í Meðalfellsvatnið. Það hefur alltaf heillað mig meira að veiða í

vötnum heldur en laxveiðiám því mér finnst ég vera í meiri tengslum við náttúruna við

vatnið“ – og það er augljóst að Óðinn er á heimavelli þegar hann rifjar upp minningar

um veiðina. En hver skyldi vera uppáhaldsmatur

Óðins Einissonar veiðimanns? „Rjúpa og hreindýrakjöt er það besta, en ég

stundaði rjúpnaveiðar töluvert áður en ég veiktist. Ég á einnig góðar minningar frá

Flatey í Breiðafirði þar sem ég bjó í þrjú ár sem strákur. Flatey var mikil matarkista og

þar borðaði maður svartfugl,

egg og sel með bestu lyst. Þangað

er stundum gott að leita í

huganum og töfra fram góðar

minningar þegar veröldin verður

helst til drungaleg.

Ljósmyndaáhugi minn hefur aukist

í seinni tíð þó ég hafi alltaf tekið

myndir, þá ekki síst í veiði og á ferðalögum með fjölskyldunni. Það eru um það bil

fjögur ár síðan áhuginn kom fyrir alvöru, en þá eignaðist ég flotta digital myndavél. Ég

og bróðir minn höfum sömu áhugamál og getum rætt um þau tímunum saman. Hér

er slóðin á flickrsíðuna mína ef einhver hefur áhuga á að kíkja á hana: http://

www.flickr.com/photos/einisson/ Það er gaman að vera með þessa síðu og

eignast ljósmyndavini um allan heim,

skiptast á skoðunum og tjá sig um ljósmyndir. Einnig hef ég gaman af því að

semja ljóð og smásögur, þó ég semji mest fyrir skúffuna.

Eitt kvöld var mér hugsað til þeirra mörgu

sjómanna sem hafa farist við

Íslandsstrendur og fjölskyldna þeirra. Þá varð þetta ljóð til“:

Í bænum mínum Drottinn bið,

að blessa þá er sigla um dröfn.

Almættið öllum veiti frið,

er aldrei ná í heimahöfn.

Með ljúfri hendi leiði þá

og ljósið sýni bjarta.

Sem ástvin fær ei meir að sjá

og sorgin býr í hjarta.

Á Óðinn ljósmyndari og skáld þá sér einhvern uppáhaldslit?

Já, grænan. Hvaða menntun hlaustu, Óðinn?

„Ég er útskrifður af verslunar- og sölufræðibraut frá Fjölbrautaskólanum í

Breiðholti. Ég vann í heildversluninni Brum í 11 ár og

var 33ja ára þegar ég veiktist og þurfti að hætta, en þá var ég

orðinn skrifstofustjóri.

Fyrsta alvöru vinna mín var á

smurstöðinni Klöpp sem tengdafaðir

minn átti ásamt fleirum. Þá var ég

15 ára gamall.

Einnig var ég til

sjós, aðallega á

fraktskipum, en ég var alltaf sjóveikur

og fann að þetta var ekki fyrir mig.

Seinustu árin sem ég var i Brum fór ég á Dale Carnegie námskeið og eftir það var ég

aðstoðarleiðbeinandi og ýmis tækifæri buðust og mér fannst veröldin brosa við

mér. En ekki löngu seinna fór ég að veikjast, veröldin hrundi og ég neyddist til

að hætta að vinna árið 1996 í kjölfar þriggja áfalla sem komu hvert á eftir öðru.

Tengdamóður mín lést, faðir minn og föðuramma létust með stuttu millibili.

Sálfræðingurinn minn sagði mér að sá geðsjúkdómur sem er að hrella mig allra

mest geti verið undirliggjandi og brjótist fram við stór áföll. Þessi sjúkdómur ásamt

öðru eiga sinn þátt í því og hef ekki verið á

vinnumarkaði síðan“.

Af vinnumarkaði í Klúbbinn Geysi „Eftir innlögn á spítala, þar sem ég stundaði

Framhald á síðu 5

Hljómsveitin Mistök. Óðinn er annar frá hægri í fremri röð

Page 4: Eldað með Ebbu - Klúbburinn Geysirkgeysir.is/wp-content/uploads/2014/05/litli-hver-2014.-3.-tbl.-8bls.pdf · myndir, þá ekki síst í veiði og á ferðalögum með fjölskyldunni

4

n.

þri

. m

ið.

fim

. fö

s.

lau

.

3.

(Bo

llu

da

gu

r)

Fis

kib

oll

ur

4.

(Sp

ren

gid

ag

ur)

Sa

ltk

jöt

og

ba

un

ir

5.

(Ösk

ud

ag

ur)

Sa

lat

6.

Hla

ðb

orð

7.

Au

stu

rle

nsk

ur

kjú

kli

ng

ur

8.

10

.

Eg

gja

ka

ka

Ja

nin

u

11

.

Ste

iktu

r fi

sku

r

12

.

Kin

da

bjú

gu

13

.

Hla

ðb

orð

14

.

La

sag

ne

me

ð

ha

kk

i

15

. Op

ið h

ús

me

xik

ósk

t

þe

ma

17

.

So

ðin

ýsa

18

.

Slá

tur

19

. G

rjó

na

gra

utu

r o

g

slá

tur

20

.

Hla

ðb

orð

21

.

Kín

arú

llu

r m

ræk

jum

og

hrí

s-

grj

ón

um

22

.

24

.

pa

25

.

Ofn

ba

ka

ðu

r fi

sku

r

26

.

rré

ttu

r H

ale

em

s

27

.

Hla

ðb

orð

28

.

lbö

gg

lar

29

.

31

.

Græ

nm

eti

ssú

pa

Mats

eðill fy

rir

mars

2014

Mats

eðil

l b

irtu

r m

eð f

yrir

vara u

m b

reyti

ng

ar

Page 5: Eldað með Ebbu - Klúbburinn Geysirkgeysir.is/wp-content/uploads/2014/05/litli-hver-2014.-3.-tbl.-8bls.pdf · myndir, þá ekki síst í veiði og á ferðalögum með fjölskyldunni

5

Afmælisveisla félaga í

mars verður fimmtudaginn

27. mars kl. 14.00.

iðjuþjálfun og var í meðferð á Hvíta bandinu

lá leiðin í Klúbbinn Geysi. Í samráði við lækninn minn varð úr að ég fór í Geysi.

Þetta var árið 2000 og var Geysir þá ungur að árum. Það var stór kvíðahnútur í

maganum þegar ég tók fyrsta skrefið inn í nýtt umhverfi. Ég fann þó fljótt að það voru

óþarfa áhyggjur, því ég fékk góðar móttökur frá fyrsta degi og hef verið í Geysi

síðan.“ Þó að Óðinn segist ekki hafa verið í launaðri vinnu kemur í ljós að hann sinnir

aldeilis ýmsum störfum í Geysi. „Ég hef verið mjög virkur í klúbbnum. Fór á

þriggja vikna námskeið fyrir nokkrum árum í Bandaríkjunum til að kynna mér

hugmyndafræði Fountain House. Þá hef ég farið með á ráðstefnur til Helsinki og

Edinborgar og var í samstarfsverkefni Evrópuklúbbhúsa sem heitir Elect. Þar var

unnið að gerð handbókar sem átti að lýsa því hvernig best væri að styðja fólk

varðandi menntun eða nám í klúbbhúsum (Manual for study report).

„Í Geysi hef ég aðallega unnið í

skrifstofudeild því að þar er ég á mínum

heimavelli. Þar fer ég í flest störf er til falla, t.d. í ýmsa tölfræði og að halda utan um

heimasíðu Geysis. Ég vona að ég hafi unnið jafn vel fyrir Geysi eins og hann hefur gert

mér gott. Ekki má gleyma öllum þeim vinum sem ég hef eignast í gegnum árin í

klúbbnum. Þar á ég bæði við félaga og starfsfólk“.

Viðtal Arnar Laufeyjarson

Framhald af blaðsíðu 3

Vottunarskýrslufundir

Búið er að þýða vottunarskýrsluna og ákveðið hefur verið að halda fundi til að fara yfir niðurstöðuna. Fyrsti fundurinn var þann 26. febrúar sl. en samtals verða fundirnir 3-4. Fundirnir verða á miðvikudögum

kl. 10.00. Markmiðið er að fá góðar umræður og skoðanaskipti sem nýta má við gerð framkvæmdaáætlunar sem unnin verður með félögum, starfsfólki og stjórn í framhaldinu.

Óðinn ræðir málin við félaga í þjálfun í Genesis Clubhouse 2003

Samkvæmt viðmiðunarreglum Fountain House ber að gefa félögum tækifæri til að meta árangur starfsseminnar með reglubundum hætti. Síðustu ár hefur verið lögð fyrir árangurskönnun fyrir félaga sem sækja staðin reglulega. Þátttaka í könuninni gefur félögum tækifæri til að koma skoðunum sínum um starfssemi klúbbsins á framfæri. Því fleiri sem taka þátt, því marktækari verða niðurstöðurnar. Könnunin er nafnlaus og upplýsingar eru ekki persónugreinanlegar. Árangurskönnunin hefst mánudaginn 3. mars og verður út marsmánuð. Félagar geta nálgast eyðublöð til að fylla út í móttökunni á þeim tíma. Útfylltum könnunum á síðan að skila í merktan kassa í móttökunni.

Árangurskönnun

Page 6: Eldað með Ebbu - Klúbburinn Geysirkgeysir.is/wp-content/uploads/2014/05/litli-hver-2014.-3.-tbl.-8bls.pdf · myndir, þá ekki síst í veiði og á ferðalögum með fjölskyldunni

6

Viðtalið: Barbara frá Póllandi

Þorramatur er sérstakur

-Hvað heitir þú fullu nafni? Barbara

Maria Martyna Zofia Pawlowska. -Hversu gömul ert þú? 27 ára, ég fæddist

24. maí 1986. -Þú ert frá Póllandi, en er það rétt

munað hjá mér að þú sagðir við mig að

þú værir frá Gdansk? Já, ég bjó meira að

segja nálægt Lech Walesa, fyrrverandi forseta Póllands.

-Hversu lengi hefur þú verið á Íslandi? Síðan í ágúst í fyrra.

-Þú starfar hjá AUS, er það ekki? Já, ég vinn hjá AUS í áætluninni Evrópa unga

fólksins. -Hvað gerir þú hjá AUS? Mikið. Til dæmis

heimsæki ég alla sjálfboðaliðana á vinnustöðum þeirra og tala við alla

verkefnastjórana á vinnustöðunum. Ég fer einu sinni í viku í slíka heimsókn. Á hverjum

degi tek ég viðtöl við sjálfboðaliða sem

koma til Íslands og ber ábyrgð á málum þeirra eins og að skrifa skýrslur og búa til

samninga fyrir þá. -Hefur þér vegnað vel í því starfi? Já!!!

Þetta er frábært og ofsalega gaman! Það var besta ákvörðun lífs míns að koma til

Íslands! -Hvernig líst þér á starfsemina í

Klúbbnum Geysi? Það var gaman að vera hér í einn dag og ég lærði heilmikið, en

Þorrablótið var ágætt fyrir utan matinn.

-Ert þú í námi með starfi? Ég er að klára þriðja stigs námskeið í íslensku, en annars

er ég bara í skóla lífsins sem er besta reynsla ævi minnar. Formlegt nám er ekki

eins mikilvægt núna fyrir mér heldur hið óformlega nám af lífinu.

-Áhugamál? Borðtennis! Ég spila borðtennis í Hinu Húsinu tvisvar til þrisvar í

hverri viku. Ég fer í sund og leikfimi eldsnemma á morgnana. Fjallgöngur eru

líka mikið áhugamál. Ég fór á Esjuna í gær og það var ofsalega svalt. Ég les mikla

félagsfræði og sálfræði auk þess sem ég les ævintýrasögur. Sögur um talandi hesta eru

uppáhaldið mitt. -Talar þú mörg tungumál? Pínulitla

þýsku, íslensku og rússnesku, en ég tala

ensku mjög vel auk móðurmáls míns

pólsku. -Finnst þér gaman á Íslandi? Stundum

já, stundum nei. -Hvenær er gaman og hvenær ekki?

Gaman þegar ég er mikið upptekin. Ekki er gaman þegar það er lítið að gera og

skammdegið er ekki að hjálpa. -Hvaða matur finnst þér góður? Ekki

íslenskur.Besti maturinn er kínverskur! Ég hef smakkað skötu, hákarl og annan

Þorramat og fannst hann ekkert sérstaklega góður sem mátti sjá þegar allir

Íslendingarnir við borðið hlógu að mér þegar ég var að borða Þorramatinn (ég

þjáðist mikið!). Ég ætla samt ekkert að móðga Íslendinga. Segi ekki meir.

-Eitthvað jákvætt, skemmtilegt og uppbyggilegt að lokum? Nei... Jú annars!

Lífið er of stutt til að vera fúll, líka í

skammdeginu. Viðtal Steinar Almarsson

Spekingar spjalla: Steinar og Barbara

Barbara í réttarferð með Geysi sl. haust

Page 7: Eldað með Ebbu - Klúbburinn Geysirkgeysir.is/wp-content/uploads/2014/05/litli-hver-2014.-3.-tbl.-8bls.pdf · myndir, þá ekki síst í veiði og á ferðalögum með fjölskyldunni

7

Áfram halda hátíðir

veislur og gleði

Framundan eru áframhaldandi matarveislur í mars. Að sjálfsögðu fylgir Klúbburinn Geysir öllum hefðum að vanda og heldur uppá bolludaginn sem er 3. mars. Þá verður boðið upp á fiskibollur í hádeginu og fjölbreyttar rjómabollur með kaffinu. Þriðjudaginn 4. mars er svo sprengidagur þar sem við kýlum okkur út af saltkjöti og baunum. Miðvikudaginn 5. mars er svo öskudagur. Þá höfum við þemadag og gerum okkur glaðan dag. Þemað verður auglýst nánar þegar nær dregur.

Evrópuráðstefna

Evrópuráðstefna

klúbbhúsa verður í Stirling í Skotlandi í

október á þessu ári. Ákveðið hefur verið að

hafa fund fyrir þá sem hafa áhuga á að fara á ráðstefnuna

ásamt þeim sem hafa áhuga á að koma að undirbúningi og þátttöku Geysis s.s

val á málstofum, ferðaundirbúningi o.fl. Rætt verður um mögulega þátttöku

Geysis í málstofum, hvernig svona ráðstefnur hafa farið fram og hvaða

kröfur eru gerðar til þátttakenda. Félagar og starfsmenn sem hafa sótt ráðstefnur

deila reynslu sinni. Fundurinn verður í Geysi mánudaginn 10. mars og hefst kl.

14.00. Allir áhugasamir velkomnir!

Þessir hressu krakkar sungu fyrir okkur á öskudaginn í fyrra.

Ráðið í RTR starfið

á Vitatorgi

Hanna Katrín Stefánsdóttir hefur verið ráðin í RTR starfið á Vitatorgi. Í starfinu felst aðstoð í matsal og létt þrif. Unnið er aðra hvora viku frá 10.00 -14.00. Starfshlutfall er 25%. Við óskum Hönnu Katrínu hjartanlega til hamingju með starfið. Starfið er laust næst í febrúar árið 2015.

ATOM Fréttir atvinnu-og menntadeildar

Tölvuver

Tölvuver alla fimmtudaga kl. 11:15. Þar gefst félögum tækifæri á að fá aðstoð við að læra á og efla færni sína í tölvum s.s. á facebook, við tölvupóst, í ritvinnslu, excel og hvaðeina sem tengist tölvum. Einnig minnum við á frábæra aðstöðu fyrir námsmenn.

Grunnnámskeið í notkun á Facebook hefst þriðjudaginn 11. mars. Tímarnir verða í menntadeild Klúbbsins Geysis frá kl. 11.15-12.30. Leiðbeinandi verður Heiða. Áhugasamir geta fengið frekari upplýsingar á skrifstofunni. Komdu og bættu þekkingu þína í Facebook!

Facebook

Page 8: Eldað með Ebbu - Klúbburinn Geysirkgeysir.is/wp-content/uploads/2014/05/litli-hver-2014.-3.-tbl.-8bls.pdf · myndir, þá ekki síst í veiði og á ferðalögum með fjölskyldunni

8

Klúbburinn Geysir er opinn alla virka daga frá kl. 08:30 - 16:00, nema föstudaga er opið frá 08:30 - 15:00.

Deildarfundir Fundir í deildum eru haldnir á hverjum degi kl. 9:30 og 13:15. Þar er farið yfir verkefni

sem liggja fyrir hverju sinni. Æskilegt er að félagar mæti á deildarfundina.

Tökum ábyrgð og ræktum vináttuböndin.

Húsfundir! Húsfundir eru miðvikudaga kl. 14:30. Þar er rétti staðurinn fyrir félaga til að koma skoðunum sínum á framfæri og

taka þátt í opnum umræðum. Allir að mæta!

Félagslegt í mars

Fimmtudagur 6. mars´ Bíóferð kl. 18.00

(nánar auglýst síðar)

Fimmtudagur 13. mars Gönguferð í Gróttu

Lagt af stað frá Geysi kl. 16.00

Laugardagur 15. mars Opið hús kl. 11.00-15.00

Fimmtudagur 20. mars

Kaffihús Lagt af stað kl. 16.00

Fimmtudagur 27. mars Opið Hús kl. 16.00-19.00

Slóvakískt þema

Árshátíð Geysis

Árshátíð Klúbbsins Geysis verður haldin föstudaginn 4. apríl í sal Veislumiðstöðvarinnar í Borgartúni 6 fyrstu hæð. Í boði verður þriggja rétta máltíð, skemmti-atriði og dansað eftir kl 23.00 við undirleik Stefáns og Jónasar. Miðaverð kr. 6.500. Í tengslum við árshátíðina verður lítið happdrætti þar sem í vinning verður ókeypis miði á árshátíðina. Þeir sem ekki vilja vera í matnum geta keypt miða sem gildir í dansinn eftir kl. 23.00 og kostar hann kr. 1.500 og verður að greiðast fyrirfram. Ekki verða seldir miðar við innganginn og staðfestingargjald kr. 3.000 verður að greiða í síðasta lagi miðvikudaginn 19. mars. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í undirbúningi árshátíðar geta mætt á árshátíðarfundi sem eru á föstudögum kl. 10.00.

Næsti ferðafundur verður þriðjudaginn 11. mars kl. 14.00. Allir áhugasamir félagar hvattir til að mæta!

Myndin er tekin á árshátíðinni í fyrra sem tókst einkar vel.