9
„SANNKALLAÐUR SAGNAMEISTARI.“ THE GUARDIAN

Einvígið eftir Arnald Indriðason - sýnishorn

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Brot úr nýjustu skáldsögu Arnaldar Indriðasonar, Einvíginu.

Citation preview

Sumarið 1972 er Reykjavík í uppnámi; heimsmeistaraeinvígið í

skák er að hefjast í Laugardalshöll og bærinn fullur af útlendingum.

Kalda stríðið er í algleymingi og fulltrúar austurs og vesturs fylgja

sínum mönnum, Spassky og Fischer, að taflborðinu. Meðan undir-

búningurinn stendur sem hæst fer meinlaus unglingspiltur í bíó

og verður fyrir fólskulegri árás. Lögreglan er önnum kafin en

Marion Briem, sem stýrir rannsókn málsins, einsetur sér að skilja

það einvígi sem þarna er háð með lífið að veði.

Í fimmtándu skáldsögu Arnaldar Indriðasonar mynda sannsögulegir

atburðir rammann um grípandi frásögn af hörmulegri mannfórn.

Enginn íslenskur höfundur hefur notið viðlíka vinsælda og Arnaldur

síðustu ár, hér heima jafnt sem erlendis. Bækur hans hafa verið þýddar

á tugi tungumála, selst í milljónum eintaka og hlotið frábæra dóma

hvarvetna. Nýlega setti breska stórblaðið The Guardian nafn hans efst

á lista yfir bestu evrópsku sakamálahöfunda samtímans.

„Arnaldur skrifar betur en nokkur annar íslenskur glæpasagnahöfundur.“

K o l b r ú n b e r g þ ó r s d ó t t i r , M o r g u n b l a ð i ð

„ [Erlendar-serían] staðsetur Arnald Indriðason mitt á meðal þeirra bestu á sviði nútíma sakamálasagna. Hann er sannkallaður

sagnameistari, og honum lætur sérlega vel að særa fram margslungið manneðlið

í hjörtum óviðfelldnustu persóna.“ t h e g u a r d i a n

„Stíll [Arnaldar] er knappur og þéttur, samfélagsviðhorfið gagnrýnið og á stundum

glettið, landslag og veður voldugir þátttakendur, sorgin og sektarkenndin þungar byrðar ...“

P o l i t i K e n

„SAnnkAllAður SAgnAmEIStArI.“ t h e g u a r d i a n

Þessi saga er skáldskapur. nöfn, persónur og atburðir eru alfarið hugarsmíð höfundar.

Einvígið© Arnaldur indriðason 2011

vaka-HelgafellReykjavík 2011

Öll réttindi áskilin.

Kápuhönnun: Alexandra Buhl / ForlagiðLjósmynd af höfundi: Olivier Favre / verlagsgruppe LübbeUmbrot: eyjólfur JónssonLetur í meginmáli: Caslon 540 Roman 10,5/13,5 pt.Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi ehf.

Bók þessa má eigi afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis höfundar og útgefanda.

iSBn 978-9979-2-2147-0 (innb.)iSBn 978-9979-2-2148-7 (óinnb.)

vaka-Helgafell er hluti af Forlaginu ehf.www.forlagid.is

E i n v í g i ð • 5

1Það var ekki fyrr en bíómyndinni var lokið, ljósin höfðu verið kveikt og allir voru farnir úr salnum að dyravörðurinn gekk fram á líkið.

Þetta var á fimmsýningu í miðri viku. Miðasalan hafði eins og venjulega verið opnuð klukkustund fyrir sýningu og strákurinn var sá fyrsti sem keypti sig inn. Konan í miðasölunni tók varla eftir honum. Hún var um þrítugt með bláan silkiborða í túperuðu hárinu. Sígaretta brann í litlum öskubakka. Konan var niður-sokkin í danskt heimilisblað og leit varla upp þegar hann kom í miðasölugatið.

– einn miða? spurði hún og hann kinkaði kolli. Konan rétti honum miðann og afganginn og prógramm sem

hún gaf honum. Svo tók hún aftur til við lesturinn. Hann setti afganginn í einn vasa og miðann í annan og gekk út úr miða-sölunni.

Honum fannst best að fara einn í bíó og helst á fimmsýningu og hann keypti sér alltaf poka af poppkorni og gosdrykk. Hann átti sér líka eftirlætissæti í bíóinu og raunar í hverju einasta kvikmyndahúsi í borginni. Þau voru jafn mismunandi og bíóin voru mörg. ef hann fór til dæmis í Háskólabíó vildi hann sitja ofarlega til vinstri. Háskólabíó var stærsta bíóið með langstærsta kvikmyndatjaldið og hann vildi hafa vissa fjarlægð á myndina svo að engin smáatriði færu fram hjá honum. Það fylgdi líka ákveðin öryggistilfinning fjarlægðinni því að kvikmyndir gátu verið yfir-þyrmandi. ef hann fór í nýja bíó vildi hann sitja á efri hæðinni á stutta bekknum við ganginn. Bestu sætin í gamla bíói voru í miðstúkunni á efri hæðinni. Þegar hann fór í Austurbæjarbíó sat hann alltaf hægra megin, þremur bekkjum fyrir neðan inn-

6 • E i n v í g i ð

ganginn. í Tónabíói vildi hann vera í sætaröðinni við innganginn til þess að geta teygt úr fótunum og á þeim stað var tjaldið einnig í öruggri fjarlægð. Það sama gilti um Laugarásbíó.

Hafnarbíó var öðruvísi en hin kvikmyndahúsin og hann var lengi að gera það upp við sig hvar best væri að sitja þar. Það var minnsta bíóið og húsakostur þess lakastur. gengið var inn í lítið anddyri þar sem var standur fyrir sælgætissölu. Beggja vegna hans voru dyr inn í salinn sem var mjór og langur og með boga-hvelfingu vegna þess að Hafnarbíó var stríðsárabraggi. gangar voru niður með sætaröðunum og tvennar útgöngudyr til endanna skammt frá sýningartjaldinu. Stundum hafði hann setið ofarlega hægra megin nokkur sæti frá ganginum, stundum vinstra megin alveg úti við ganginn. Svo hafði hann fundið staðinn sinn, ofar-lega til hægri við ganginn.

nokkur stund var þangað til sýningin byrjaði og hann gekk niður á Skúlagötuna, yfir í fjöruna fyrir neðan og settist á stóran stein í sumarsólinni. Hann var klæddur í grænan mittisjakka og hvíta treyju innan undir og hélt á skólatösku. í henni var nýlegt segulbandstæki sem hann tók upp og lagði á hnén á sér. Hann var með tvær kassettur í jakkavasanum og setti aðra þeirra í tækið, ýtti svo á rauða takkann fyrir upptöku og hélt tækinu frá sér í átt að sjónum. Svo slökkti hann á upptökunni og spólaði til baka, ýtti á afspilun og hlustaði á öldugjálfrið af spólunni. Hann spólaði aftur til baka og þá var prufutökunni lokið. Tækið var tilbúið fyrir upptöku.

Hann hafði þegar merkt spólurnar með nafni myndarinnar.Upptökutækið hafði hann fengið í afmælisgjöf fyrir meira en

ári og enga hugmynd haft um hvernig hann ætti að nota það. Hann lærði fljótt á það enda var enginn galdur að taka upp og spila af því, spóla áfram og afturábak og hraðspóla. í fyrstu skemmti hann sér dálítið við að heyra rödd sína eins og hún kæmi úr útvarpinu en það entist ekki lengi. Hann gat keypt

E i n v í g i ð • 7

tónlist á kassettum og átti nokkrar, meðal annars safnlög Top of the Pops af breska vinsældalistanum. einnig kassettu með Simon og garfunkel. en foreldrar hans áttu gamlan plötuspilara og það var miklu betri hljómur úr hátölurunum svo að hann vildi heldur hlusta á tónlist af plötum. Úr útvarpinu hljóðritaði hann Lög unga fólksins en hafði ekki áhuga á öðru. Hann langaði til þess að taka upp eitthvað bitastætt og þegar hann var búinn að hljóðrita öll möguleg hljóð úr sjálfum sér og taka viðtöl við foreldra sína og ýmsa nágranna í blokkinni var gamanið eiginlega búið og tækið komið niður í skúffu.

Þangað til það fékk alveg nýjan tilgang.Hann var alæta á bíómyndir og fann alltaf eitthvað í hverri

mynd sem var bíómiðans virði. Skipti engu hvort það voru söngva- og dansamyndir með öllu fallega fólkinu og glæsilegu sviðsmyndunum eða vestrar, sem voru í töluverðu uppáhaldi hjá honum, með píreygðum hetjum og gróðurlausum auðnum. Myndir sem gerðust í framtíðinni voru einnig eftirsóknarverðar, hvort sem þær sýndu mannkynið þurrkað út í kjarnorkustormi eða geimskip sem leið yfir svartan útgeiminn knúið áfram af engu öðru en ímyndunarafli hans sjálfs. Allt streymdi það inn um himnur augna hans svo stirndi á þær í myrkrinu.

Og hljóðrásin var ekkert minna undur. Hann gat hlustað á nið stórborganna, kliðinn í fólkinu, heyrt breiðþotu lenda, skothvelli hljóma, tónlist, samræður. Sum hljóðin komu aftan úr öldum, önnur úr ókomnum tíma. Stundum var æpandi þögn og stundum ærandi hávaði. Þannig hafði hugmyndin fæðst og hann fundið ný not fyrir upptökutækið. Hann gat ekki tekið myndina sjálfa upp á band en hann gat tekið upp hljóðin og séð myndina aftur í huganum. Þetta hafði hann gert nokkrum sinnum og átti þegar upptökur af fáeinum kvikmyndum.

Um stundarfjórðungi fyrir sýningu opnaði dyravörðurinn inn í anddyrið og reif af miðanum. Ung stúlka vann í sælgætinu en

8 • E i n v í g i ð

áður en hann fór þangað gekk hann um anddyrið og skoðaði veggspjöld af næstu myndum. Hann beið eftir einni þeirra með töluverðri eftirvæntingu. Hún hét Little Big Man og var með einum af uppáhaldsleikurunum hans, Dustin Hoffman, í aðal-hlutverki. Hún var sögð óvenjulegur vestri og hann hlakkaði mikið til þess að sjá hana.

Sýningarstjórinn gantaðist við stelpuna í sælgætinu. Stutt biðröð hafði myndast í miðasölunni. Kannski yrðu um tuttugu manns í salnum. Hann setti skólatöskuna á gólfið og tók peninga úr vasa sínum sem voru sérstaklega ætlaðir til sælgætiskaupa.

Hann fann sætið sitt og kom sér fyrir. eins og venjulega lauk hann við poppkornið og gosið áður en myndin byrjaði, setti upp-tökutækið á sætisbríkina við hliðina á sér og lét hljóðnemann hvíla á arminum á sætinu fyrir framan. Hann gætti þess að kass-ettan væri örugglega í tækinu og að allt væri til reiðu fyrir upp-töku. Það dimmdi í salnum. Hann tók allt upp, líka sýnishornin úr næstu myndum.

Myndin sem hann hafði keypt sig inn á hét Undir urðarmána og var vestri með gregory Peck, leikara sem hann hafði í miklum hávegum. The Stalking Moon stóð á auglýsingaplakatinu frammi í anddyrinu og hann var ráðinn í að spyrja eftir sýninguna hvort til væri aukaplakat sem hann gæti fengið. Hugsanlega máttu þau missa einhverjar ljósmyndir úr vestranum. Hann safnaði þeim líka.

Tjaldið lifnaði við.Hann vonaði að hann fengi að sjá sýnishorn úr Little Big Man.

nokkru eftir að fimmsýningunni lauk gekk dyravörðurinn inn í salinn. Hann var seinn fyrir vegna þess að hann hafði orðið að hlaupa í skarðið fyrir konuna í miðasölunni. Þau gerðu stundum hvort öðru slíka greiða. Óvenjumargt var á sjösýningu og biðröð hafði myndast framan við miðasölugatið. Hann gat ekki hleypt

E i n v í g i ð • 9

inn í anddyrið á meðan og fékk stúlkuna í sælgætinu til þess að rífa af miðunum. Þegar stund gafst til hraðaði hann sér inn í salinn. Hans verk var að opna útgangana fyrir gesti eftir sýningar og gæta þess að enginn yrði eftir og svindlaði sér á aðra sýningu. eða skytist inn í bíósalinn í gegnum annan af útgöngunum.

eins og jafnan gerðist þegar hann var seinn fyrir höfðu gestirnir sjálfir séð um að opna sér leið út og hann gekk niður eftir öðrum ganginum og lokaði dyrunum. Stikaði svo þvert yfir salinn og lokaði hinum megin. Sjösýningin átti að fara að hefjast og hann vissi af reynslu að gestirnir voru óþolinmóðir að komast í sæti sín. Dyravörðurinn leit inn eftir sætaröðunum á leiðinni fram í anddyrið.

Hann fann eina eftirlegukind í hálfrökkri salarins.Strákurinn með skólatöskuna var ennþá í sætinu sínu en virtist

hafa sigið til hliðar yfir á næsta sæti og sást þess vegna ekki þegar horft var yfir raðirnar. Hann svaf vært. Dyravörðurinn kannaðist við hann eins og aðra þá sem komu reglulega í bíó og höfðu sínar sérstöku þarfir, keyptu sig inn á ákveðnar sýningar og sátu á ákveðnum stöðum. Þessi kom oft í bíó og skipti engu máli hvaða myndir voru sýndar, hann virtist hafa áhuga á allri flórunni. Stundum hafði strákurinn vikið spurningu að honum um næstu myndir, hvenær þær væru væntanlegar og þess háttar, jafnvel hvort hann ætti ljósmyndir að gefa honum eða annað auglýsinga-efni. Hann virkaði svolítið einfaldur, jafnvel barnalegur, miðað við strák á hans aldri, og hann var alltaf einn á ferð.

Dyravörðurinn kallaði til piltsins. Á gólfinu var tómur popp-kornspoki og gosflaska.

Strákurinn ansaði honum engu og dyravörðurinn gekk inn eftir sætaröðinni og stjakaði við honum og skipaði honum að vakna og fara út, næsta sýning færi að hefjast. Hann fékk engin viðbrögð. Hann beygði sig niður og sá að strákurinn var með hálfopin augun. Hann ýtti fastar við honum en pilturinn lét sér

1 0 • E i n v í g i ð

ekki segjast. Loks tók hann í öxlina á honum og ætlaði að draga hann á fætur en fann að skrokkurinn var undarlega þungur og líflaus og hann sleppti takinu.

í því kviknuðu ljósin í salnum til fulls. Það var ekki fyrr en þá sem hann sá blóðpollinn á gólfinu.

E i n v í g i ð • 1 1

2Aðeins Marion Briem fékk leyfi til þess að hafa sófa á skrifstofu sinni. Fæstir fóru fram á slíkan munað. Sófinn var ekki merkilegt húsgagn og mátti furðu sæta að hann hefði vakið jafn sterk við-brögð og raun bar vitni. Hann var gamall og lúinn, klæddur þunnu leðri sem trosnað hafði á hornunum, langur með þremur setum og þægilegum örmum fyrir höfuðið. Þannig var hann í raun eins og sniðinn fyrir síðdegisblund. Sumir eldri starfsmenn rannsóknar-lögreglunnar stálust stundum til þess að leggjast fyrir í sófanum ef Marion var af bæ og hvíla lúin bein en fóru jafnan varlega því að Marion gat tekið það óstinnt upp ef menn þvældust inn á skrif-stofuna án leyfis. Sófinn hafði löngum verið bitbein manna hjá rannsóknarlögreglunni sem öfunduðust út í Marion og þoldu enga mismunun. eitt átti yfir alla að ganga. Marion skipti sér minnst af því og yfirmenn gerðu aldrei neitt í málinu af ótta við að styggja einn besta starfskraft lögreglunnar. Umræðan gaus þó upp með reglulegu millibili, einkum þegar nýir menn komu til starfa og ætluðu að vera með læti. einu sinni hafði nýliði gengið svo langt að láta setja sófa inn á skrifstofuna sem hann deildi með tveimur öðrum, með þeim orðum að fyrst Marion fengi að hafa sófa ættu þeir að fá það líka. ekki liðu nema fáeinir dagar þangað til sófinn var fjarlægður og nýliðinn færður í umferðardeildina á ný.

Marion hafði lagt sig og svaf vært þegar Albert rak inn nefið og tilkynnti um hnífstunguárásina í Hafnarbíói. Albert deildi skrif-stofunni með Marion en hafði aldrei sýnt sófanum neinn áhuga. Hann var þrítugur fjölskyldumaður og bjó í fjögurra hæða blokk við Háaleiti, rannsóknarlögreglumaður sakadómaraembættisins í Reykjavík, og hafði verið holað niður hjá Marion Briem í höfuðstöðvunum í Borgartúni. Marion hafði borið fram mótmæli