12
Egill scriba scholaris

Egill Ástráðsson | scriba scholaris

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Kosningabæklingur í framboði til scribu scholaris Skólafélags MR, skólaárið 2015-16

Citation preview

Page 1: Egill Ástráðsson | scriba scholaris

Egill scriba scholaris

Page 2: Egill Ástráðsson | scriba scholaris

2

Kæru samnemendur

Félagslífið í MR er mitt helsta áhugamál og hefur verið lengi. Allt frá því að ég fór í viðtal til nokkurra kjarnakvenna sem skipuðu Skemmtinefnd Skólafélagsins 2013-14 hefur líf mitt nokkurnveginn hringsnúist um Skólafélagið. Ég hef gífurlega gaman af og gæti ekki hugsað mér að vera án þess á meðan mér gefst þess kostur.

Ég hef í raun alltaf haft mikinn áhuga á félagsmálum og sinnti formennsku í nemendaráði í grunnskóla. Einnig tók ég þátt í lýðræðisverkefni á vegum Evrópu Unga Fólksins. Eins og áður kom fram fékk ég svo inngöngu sem busi Skemmtinefndar. Sú reynsla að vinna í nánustu samstarfsnefnd Skólafélagsstjórnar var gífurlega góð reynsla fyrir mig strax á fyrsta ári. Ári síðar sóttist ég eftir því að

vera formaður nefndarinnar og hlaut það. Á sl. ári hef ég unnið að langflestum stærri og jafnvel smærri verkefnum Skólafélagsins á einn eða annan hátt. Ég þekki þar af leiðandi félagið gífurlega vel og hef mikinn metnað til þess að bæta það.

Þegar að því kom að ákveða hvað ég skyldi gera í þessum kosningum var valið gífurlega einfalt. Ég hafði haft augastað á hlutverki scribu um allnokkurn tíma. Ég tel embættið henta mér mjög vel. Að taka sæti í Skólafélagsstjórn er að mínu mati rökrétt skref eftir alla þá vinnu sem ég hef lagt í að starfa með henni. Ég tel mig hæfan í starfið og er fullviss um að ég myndi sinna því með prýði. Ég hvet ykkur, kæru kjósendur um að kynna ykkur restina af bæklingnum sem og facebook síðu framboðsins og endilega að bera ykkur að tali við mig í vikunni.

Kæru samnemendur

-Egill Ástráðssonframbjóðandi til embættis scribu scholaris 2015-2016

2

Page 3: Egill Ástráðsson | scriba scholaris
Page 4: Egill Ástráðsson | scriba scholaris

4

Reynsla

Formaður Nemendaráðs Hagaskóla 2012-2013

Þáttakandi í verkefni með ungmennum frá Tyrklandi og Ítalíu. Verkefnið fjallaði m.a. um lýðræði og frumkvöðlastarf. Lokaverkefnið fór fram á Ítalíu.

Busi Skemmtinefndar Skólafélagsins, nánustu samstarfsnefndar Skólafélagsstjórnar, skólaárið 2013-2014.

Starfsmaður í framleiðslu á Secret Solstice tónlistarhátíðinni árið 2014.

Starfsmaður í framleiðslu á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni árið 2014.

Starfsmaður í framleiðslu á Sonar Reykjavík tónlistarhátíðinni árið 2015.

Formaður Skemmtinefndar Skólafélagsins, skólaárið 2014-2015.

Page 5: Egill Ástráðsson | scriba scholaris
Page 6: Egill Ástráðsson | scriba scholaris

6

StefnumálÉg hef mikinn áhuga á því að Skólafélagssíðan taki sér stærra hlutverk. Hún gæti skipt okkur öll töluvert meira máli. T.d. gæti ritstjórn Skólablaðsins Skinfaxa verið falið ritstjórnarvöld á henni yfir árið og þangað gætu MR-ingar sent pistla. Ég vil ráða fagaðila til þess að gjörbreyta síðunni, taka hana í gegn og hanna upp á nýtt. Bæta alla góðu fídusana, taka út þá slæmu og bæta nýjum við. Síðan gæti orðið mjög skemmtileg og töluvert oftar heimsótt af MR-ingum og öðrum.

Söngkeppnin er frábær viðburður. Ég tel ýmislegt mega gera til að bæta hana. Í fyrsta lagi tel ég mögulegt að færa hana í veglegra hús. Ég vil hafa prufur fyrr á skólaárinu. Þetta gefur tækifæri á því að hrista keppendahópinn betur saman og að við sendum betur mótuð atriði á svið. Ég vil ráða listrænan stjórnanda með í verkefnið til að stuðla að sem bestri keppni. Hlúa þarf betur að tæknimálum og ganga þarf fyrirfram úr skugga um að allt sé í lagi á staðnum. Allt þetta mun bæta upplifun okkar allra til muna.

Í ár átti ég mikinn þátt í að koma á laggirnar heimasíðu keppninnar ásamt samstarfsfélögum mínum og vefhönnuðinum Jóni Kára og tel ég mikið tilefni til að halda því starfi áfram. Gerð síðunnar var krefjandi og skemmtilegt verkefni. Gott dæmi um hvernig mér finnst svona verkefnum eiga að vera háttað. Meðmæli Jóns Kára tala sínu máli en þau má finna á síðunni minni. Markaðsstarf keppninnar út á við er gífurlega mikilvægur hlekkur í því að stækka við hana. Forsenda fyrir góðu markaðsstarfi út á við er þó sú að mikil stemning sé fyrir keppninni innan skólans og því þarf að setja kraft í innanskóla markaðssetningu hennar.

Skó

lafé

lags

síða

n

Sön

gkep

pni S

kóla

féla

gsin

s

Page 7: Egill Ástráðsson | scriba scholaris

Ég tel iocer scholae, fyndnasti maður MR geta verið afar skemmtilegur viðburður. Ég sýndi því mikinn áhuga í ár að halda hann á stærra sviði en Cösukjallara og hyggst gera mitt ítrasta til þess á næsta ári. Hægt er að gera afar gott kvöld úr þessu með blöndu af áhuga og atvinnugrínistum, sem og t.d. fögnuði eftir keppni.

Að fyrirmynd Verzlunarskólans(og augljóslega Iceland Airwaves) langar mig að tileinka eina viku lifandi tónlistarflutningi á skólalóð skólans, þó hún gæti borið hvaða nafn sem er. Þetta tel ég geta verið mjög skemmtilegt, hægt væri að skoða margar mögulegar staðsetningar fyrir svið innan svæðisins, persónulega er ég mest spenntur fyrir íþróttahúsinu í þessu samhengi. Hægt væri að skipta sviðum eftir stemningu. Ég tel mögulegt að fá fyrirtæki inn sem stuðningsaðila vikunnar og þar með fjármagna flott tónlistaratriði. Þetta mætti svo t.d. festa og filmu og myndi klárlega nýtast vel við kynningu á skólanum.

Það skiptir mig miklu máli að í Skólafélaginu séu jafnréttissjónarmið í hávegum höfð. Að koma að hverju verkefni með jafnrétti kynjanna í huga hefur verið mín stefna í starfi mínu Skólafélagsins undanfarin 2 ár. Síðustu ár hefur Skólafélagið tekið ótal skref fram úr fornu fari og verður jafnréttissinnaðara með hverjum degi sem líður. Upp hefur komið tal um að búa til jafnréttisáætlun fyrir félagið og vil ég framfylgja því. Áætlunin myndi taka til stjórnar félagsins sem og allra undirfélaga þess. Óskandi væri að komandi stjórnir Skólafélagsins og Framtíðarinnar gætu samræmst um þetta.

Hlutverk scribu er alls ekki þröngt afmarkað. Vissulega hefur hún yfirumsjón með Morkinskinnu, skráir fundargerðir og fleira tengt ritun, en þeir sem þekkja starf Skólafélagsstjórnar vita að verksvið hennar er gífurlega breitt. Með því að bjóða sig fram í scribu er maður að bjóða sig fram í Skólafélagsstjórn. Sem scriba tekur maður þátt í öllu starfi Skólafélagsstjórnar á einn eða annan hátt, öllu sem hún gerir. Ég þekki hlutverk scribu vel, eftir samstarf með tveimur slíkum og veit vel út í hvað ég geng.

Jafn

rétt

ism

ál

Hlu

tver

k S

crib

uM

R-w

avesio

cer s

chol

ae

Page 8: Egill Ástráðsson | scriba scholaris

8

Eitt af aðalverkefnum scribu er að hafa yfirumsjón með útgáfu Morkinskinnu, dagbók okkar MR-inga. Morkinskinna er eitt af þeim verkefnum scribu sem ég er hvað spenntastur fyrir. Að fá tækifæri til að móta eitthvað sem allir MR-ingar fá í hendurnar er mjög áhugavert og mikil ábyrgð. Ég stefni á að fá með mér í lið færan grafískan hönnuð og í samvinnu við Skólafélagsstjórn búa til fallega bók sem nýtist MR-ingum allt skólaárið. Ég vil að Morkinskinna taki sér stærra hlutverk en síðustu ár. Morkinskinna á að kynna nýjum MR-ingum MR enn betur, sem og almennt kynna MR-ingum kúl stöff tengt eða ótengt MR.

Ég vil efla markaðsstarf bókarinnar og safna hærri upphæð í styrkjum. Ég vil gefa út dýrari bók af meiri gæðum en ég tel Morkinskinnu samt geta skilað hagnaði. Morkinskinna er gífurlega dýrmæt auglýsingaauðlind og það á að markaðssetja hana sem slíka fyrir fyrirtækjum. Á undanförnum árum hefur Skólafélaginu tekist að hækka verð auglýsinga í bókinni stigmagnandi og vil ég halda þeirri þróun áfram.

Ákjósanlegast þykir mér að ráða utanaðkomandi aðila til uppsetningar bókarinnar, enda er verkefnið gífurlega umfangsmikið og brýnt tilefni til þess að ráða fagaðila í verkið. Það er skýrt markmið mitt að fyrsta skóladag haustsins bíði ný, fallegri, gagnlegri Morkinskinna öllum MR-ingum.

Mor

kins

kinn

a

Page 9: Egill Ástráðsson | scriba scholaris
Page 10: Egill Ástráðsson | scriba scholaris

10

Meðmæli

Við höfum unnið með Agli Ástráðssyni að hinum ýmsu verkefnum í gegnum tíðina hjá GuðjónÓ - vistvænni prentsmiðju. Það sem eftir stendur er að allt hefur staðið eins og stafur á bók og gott betur, Agli er fullkomlega treystandi til góðra verka.

Egill er flottur gaur. Hann reddaði mér einu sinni KFC fötunni hans ScHoolBoy Q. Og það var ennþá chicken í henni! Fyrir það eitt og sér ættuð þið að kjósa hann.En svo er hann líka klár, ábyrgur og með nennið sem að flestum vantar. Í alvöru, það er svo ótrúlega mikilvægt að fá fólk með metnað, vilja og þor til þess að leiða hópinn.

Ég kynntist Agli þegar ég vann með honum, stjórninni og Skemmtinefnd Skólafélagsins að undirbúningi Söngkeppninnar í ár. Egill fól mér það verkefni að hanna og forrita heimasíðu fyrir keppnina. Það var frábært að vinna með Agli. Hann hafði augljóslega ástríðu fyrir verkefninu og sterka sýn, en treysti mér á sama tíma til að sýna frumkvæði. Góðir leiðtogar eru alltaf tilbúnir að tala og hlusta. Og það var þannig sem Egill leiddi þetta sameiginlega verkefni okkar í höfn með miklum sóma.

Þórleifur V. Friðriksson, framkvæmdastjóriÓlafur Stolzenwald, prentsmiðjustjóri

Logi Pedro Stefánsson

Jón Kári Eldon

Page 11: Egill Ástráðsson | scriba scholaris

Árið 2012 kynnist ég ungum dreng sem ég vissi strax frá upphafi að væri einstakur drengur. Hann sýndi ekki einungis strax hversu hæfur hann er í mannlegum samskiptum og sem leiðtogi, heldur einnig hversu falleg og góð manneskja hann er. Hann er jákvæð fyrirmynd öllum þeim sem á vegi hans verða og hefur þroskað marga samferðamenn sína í gegnum árin, þar á meðal mig.

Egill er ábyrgðarfullur og á auðvelt með að vinna með stórum hópi ólíkra einstaklinga og fá þá leiðtogahæfileikar hans að skína. Hann er einstaklega jafnréttissinnaður og á auðvelt með að setja sig í spor annarra. Egill hefur unnið með mér á þremur stórum tónlistahátíðum, Iceland Airwaves, Sónar Reykjavík og Secret Solstice og var það ómetanlegt fyrir mig. Hann er fljótur að leysa úr ágreiningi, sýnir sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði. Egill Ástráðsson er að mínu mati allt sem Menntaskólinn í Reykjavík þarf, þá sérstaklega í embætti scribu Skólafélagsins á næstkomandi skólaári.

Það eru fáir í fjórða bekk sem geta státað af jafnmikilli reynslu af félagslífinu og Egill. Enda hefur hann setið í skemmtinefnd í tvö ár og starfað náið með skólafélagsstjórn. En það er ekki bara reynslan sem gerir Egil að besta kostinum til scribu scholaris. Hann hefur augljósalega mikinn metnað og ástríðu fyrir því að færa félagslíf MR-inga upp á æðra stig. Egill lætur verkin tala, hann kemur með frábærar hugmyndir og lætur þær gerast.Gerið sjálfum ykkur og skólanum greiða, kjósið Egil í scribu. Birna Ketilsdóttir

Schram

Sigga Ólafsdóttir

inspector scholae 2012-2013

Athafnakona & frístundaleiðbeinandiFramkvæmdastjóri Les Frères StefsonVerkefnastjóri hjá Iceland Airwaves

umbrot & hönnun: Hlynur Snær Andrason

Page 12: Egill Ástráðsson | scriba scholaris

12