5
DEILISKIPULAG LAMBASTAÐAHVERFIS Skipulagslýsing skv. 40. gr. skipulagslaga - Tillaga 9. Nóvember 2012 SELTJARNARNESBÆR

DEILISKIPULAG LAMBASTA ÐAHVERFIS - Seltjarnarnes · svipa ðri stær ð og hæ ð og elsta bygg ð. Fjölb ýlishús vi ð Tjarnarból skera sig þar nokku ð úr, en þau eru allt

  • Upload
    others

  • View
    44

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: DEILISKIPULAG LAMBASTA ÐAHVERFIS - Seltjarnarnes · svipa ðri stær ð og hæ ð og elsta bygg ð. Fjölb ýlishús vi ð Tjarnarból skera sig þar nokku ð úr, en þau eru allt

DEILISKIPULAG LAMBASTAÐAHVERFIS Skipulagslýsing skv. 40. gr. skipulagslaga - Tillaga 9. Nóvember 2012

SELTJARNARNESBÆR

Page 2: DEILISKIPULAG LAMBASTA ÐAHVERFIS - Seltjarnarnes · svipa ðri stær ð og hæ ð og elsta bygg ð. Fjölb ýlishús vi ð Tjarnarból skera sig þar nokku ð úr, en þau eru allt

Skipulagslýsing Deiliskipulag Lambastaðahverfis

1

1. Inngangur

Gert er ráð fyrir að nýtt deiliskipulag Lambastaðahverfis verði í samræmi við áður samþykkta

deiliskipulagstillögu Lambastaðahverfis, dags. 14. september 2009 með síðari breytingum og samþ. í

bæjarstjórn 22. júní 2011 að því undanskyldu að skipulag fyrir lóðina Skerjabraut 1-3 verður í samræmi

við tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina, dags. 17. júli 2012, sem auglýst var til kynningar 10.

ágúst 2012 – 25. september 2012. Málsmeðferð deilskipulagsins er endurtekinn vegna niðurstöðu

úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 25. október um að áður samþykkt deiliskipulag væri

ógilt þar sem auglýsing um gildistöku þess hefði verið birt of seint í B-deild Stjórnartíðinda.

Á skipulagssvæðinu er í gildi deiliskipulag lóðarinnar Skerjabrautar 1-3, samþykkt í bæjarstjórn

28.3.2007. Einnig eru í gildi skipulags- og byggingarskilmálar fyrir Hamarsgötu 2, 4 og 6, samþykktir í

byggingarnefnd Seltjarnarneshrepps 14.11.1973. Við gildistöku nýs deiliskipulags Lambastaðahverfis

fellur hvor tveggja úr gildi.

Í skipulagslýsingu þessari er lýst afmörkun og áherslum við gerð deilskipulagsins ásamt því sem vísað

er í forsendur og fyrirliggjandi stefnur. Skipulagslýsingin byggir á forsögn að deiliskipulagi

Lambastaðahverfis, dags. í september 2008, sem samþykkt var í skipulags- og mannvirkjanefnd 25.

september 2008 og er í samræmi við meginmarkmið gildandi Aðalskipulags Seltjarnarness 2006-2024.

2. Samantekt á efni skipulagstillögu

Lambastaðahverfi hefur byggst upp á löngum tíma og eru byggingar afar fjölbreyttar hvað varðar gerð

og ásýnd. Undanfarin ár hafa komið fram óskir um endurgerð eldri bygginga, viðbyggingar og

nýbyggingar í hverfinu. Nauðsynlegt er að móta skýran ramma um byggð svæðisins á faglegum

forsendum og auðvelda vel rökstuddar ákvarðanir í einstökum málum. Á svæðið þarf að staðsetja nýja

skólpdælustöð og aðgengi að henni.

Bæjaryfirvöld í Seltjarnarnesbæ ákváðu að hefja stefnumótunarvinnu fyrir Lambastaðahverfi með það

fyrir augum að fá heildræna mynd af hverfinu, svo standa mætti markvisst að þróun þess til framtíðar,

ásamt því að fegra og bæta umhverfið og auka umferðaröryggi. Áhersla var lögð á að varðveita

sérkenni hverfisins.

Í framhaldi af þessu var tekin ákvörðun vorið 2008 um að gert skyldi deiliskipulag fyrir svæðið (sbr.

Inngang). Deiliskipulagið verður unnið í samræmi við stefnumörkun bæjaryfirvalda eins og hún birtist í

Aðalskipulagi Seltjarnarness 2006-2024.

3. Afmörkun, aðkomur og lýsing skipulagssvæðisins

Skipulagssvæðið afmarkast af Skerjabraut til norðvesturs, Nesvegi til norðausturs, bæjarmörkum að

Reykjavík til austurs og sjó til suðvesturs. Stærð deiliskipulagssvæðisins um 10,5 ha.

Meginakstursaðkomur að skipulagssvæðinu eru um Tjarnarstíg og Skerjabraut frá Nesvegi.

Á skipulagssvæðinu er nú þegar fremur þétt íbúðarbyggð sérbýlis- og fjölbýlishúsa. Þar er eitt skilgreint

leiksvæði við Tjarnarstíg. Elstu byggingar eru býli á eignarlóðum frá fyrri hluta síðustu aldar, ein til tvær

hæðir og ris. Lóðir margra þeirra standa við sjó. Í tímans rás hafa bæst við nýrri íbúðarbyggingar af

svipaðri stærð og hæð og elsta byggð. Fjölbýlishús við Tjarnarból skera sig þar nokkuð úr, en þau eru

allt að fjórar hæðir auk hálfniðurgrafinnar jarðhæðar.

Flestar íbúðarhúsalóðir eru í einkaeign, en land er að öðru leyti í eigu bæjarins.

Page 3: DEILISKIPULAG LAMBASTA ÐAHVERFIS - Seltjarnarnes · svipa ðri stær ð og hæ ð og elsta bygg ð. Fjölb ýlishús vi ð Tjarnarból skera sig þar nokku ð úr, en þau eru allt

Skipulagslýsing Deiliskipulag Lambastaðahverfis

2

4. Forsendur, leiðarljós og markmið skipulags

Staðfest Aðalskipulag Seltjarnarness 2006-2024 nær yfir allt svæði Lambastaðahverfis. Á gildandi

aðalskipulagsupprætti skiptist skipulagssvæðið í íbúðarsvæði, sem nær til núverandi íbúðarbyggðar og

opið svæði til sérstakra nota, sem nær til fjörunnar og umhverfis. Tengistígur liggur eftir svæðinu um

gangstétt við Nesveg, Tjarnarstíg og Lambastaðabraut. Leiksvæði er við Tjarnarstíg í tengslum við stíg.

Helstu leiðarljós og markmið deilskipulags Lambastaðahverfis eru:

• Áhersla verður lögð á að varðveita og nýta sérstöðu Lambastaðahverfis, sem einkennist af

nálægð við sjó og fjöru, fallegri sjávarsýn og góðum tengingum við verslun og þjónustu, íbúum

hverfisins í hag.

• Kappkostað verður að bæta umhverfi svæðisins þar sem þess gerist þörf og styrkja gott og

fallegt heildaryfibragð, en leyfa sérkennum þess og skemmtilegum margbreytileika byggðar og

náttúru að njóta sín.

• Leitast verður við að beina umferð akandi og gangandi á markvissan og öruggan hátt um

hverfið og bæta þannig umferðaröryggi og umhverfisgæði.

• Eigendum lóða í hverfinu verður gert kleift að endurnýja og bæta fasteignir sínar í sátt við

umhverfið.

Page 4: DEILISKIPULAG LAMBASTA ÐAHVERFIS - Seltjarnarnes · svipa ðri stær ð og hæ ð og elsta bygg ð. Fjölb ýlishús vi ð Tjarnarból skera sig þar nokku ð úr, en þau eru allt

Skipulagslýsing Deiliskipulag Lambastaðahverfis

3

5. Tengsl við aðrar áætlanir

Deiliskipulagið er í samræmi við eftirfarandi áætlanir:

• Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2001-2024

• Aðalskipulag Seltjarnarness 2006-2024

• Umhverfisstefna Seltjarnarnesbæjar, endurbætt 4. útgáfa sept 2001

6. Umhverfi og staðhættir

Lambastaðir voru eitt höfuðbýla á Seltjarnarnesi, forn útvegsjörð, prestssetur í um 200 ár og um skeið

aðsetur biskups landsins. Fyrsti vísir þéttbýlis á framanverðu Seltjarnarnesi myndaðist í landi

Lambastaða á fyrri hluta síðustu aldar. Á árum síðari heimstyrjaldarinnar var þar herkampur.

Umhverfi skipulagssvæðisins er margbreytilegt, það nýtur nálægðar við sjó með fjölbreytta og lífmikla

fjöru og tilkomumikla fjallasýn til suðvesturs, allt utan frá Melshúsabryggju um Lambastaðavör og

Lambastaðagranda að bæjarmörkum. Fjaran hefur mikið útivistar- og fræðslugildi. Melshúsabryggja er

hlaðin steinbryggja, byggð af Thor Jensen og er nærri 100 ára gömul.

Lega skipulagssvæðisins er hagstæð með tilliti til tengsla við náttúrusvæði og fjöru sem og við verslun

og þjónustu. Tengingar við helstu verslun, þjónustu og stofnanir bæjarins eru um Nesveg.

Land skipulagssvæðisins nær hæst í um 8 m yfir sjávarmáli við Lambastaðabraut. Byggð er lægst í um

3,5 m yfir sjó.

7. Veðurfar

Á Seltjarnarnesi er veðurfar svipað og annars staðar með sjávarsíðu höfuðborgarsvæðisins.

Norðaustanvindar eru þó mun minna ríkjandi á Seltjarnarnesi en í austurborg Reykjavíkur. Norðlægur

vindur (Hvalfjarðarstrengurinn) er aftur á móti mun meiri á Seltjarnarnesi. Lega Lambastaðahverfis veitir

nokkurt skjól fyrir honum. Suð- og vestlægar áttir geta verið allsterkar og valdið aukinni sjávarhæð.

8. Jarðfræði, jarðvegur og grundun

Jarðvegur er víðast grunnur á skipulagssvæðinu.

Hluti skipulagssvæðisins er holt er tengist malarkambi við strönd og rís hæst á bæjarstæði Lambastaða.

Á norðanverðu svæðinu var votlendi sem þurrkað hefur verið upp og land stendur lágt. Á austanverðu

svæðinu stendur land einnig lágt, þar er sjávarvík og nokkur setmyndun og malarlög.

Ekki er vitað til að mengandi starfsemi hafi farið fram á svæðinu.

9. Kvaðir, verndun, fornleifar

Fráveitulögn liggur um skipulagssvæðið suðvestan byggðar næst fjöru. Fyrirhuguð fráveitulögn mun

liggja suðaustan íbúðarhúsa við Tjarnarstíg. Stefnt er að því að byggja skólpdælustöð, að mestu leyti

neðanjarðar, sunnan Tjarnarstígs. Tryggja þarf leið að nýrri skólpdælustöð. Kvöð er um aðkomu að lóð

býlisins Elliða frá Nesvegi um lóð Sæbóls (Nesvegar 121).

Á skipulagssvæðinu eru nokkrar lóðir sem ekki liggja beint að húsagötum, heldur tryggja kvaðir á öðrum

lóðum aðkomu að þeim.

Við norðurenda götunnar Tjarnarbóls er spennistöð. Kvaðir eru vegna lagna á lóð við Skerjabraut 1-3.

Page 5: DEILISKIPULAG LAMBASTA ÐAHVERFIS - Seltjarnarnes · svipa ðri stær ð og hæ ð og elsta bygg ð. Fjölb ýlishús vi ð Tjarnarból skera sig þar nokku ð úr, en þau eru allt

Skipulagslýsing Deiliskipulag Lambastaðahverfis

4

Engin friðlýst svæði eða svæði á Náttúruminjaskrá eru á skipulagssvæðinu.

Í greinargerð og skilmálum með deiliskipulagi samþ. í bæjarstjórn 22. júní 2011 er gerð grein fyrir

húsakönnun og hverfisvernd.

Unnin hefur verið skýrslan Fornleifaskráning á Seltjarnarnesi (FS305-05221, Reykjavík, 2006). Á

skipulagssvæðinu eru 16 minjastaðir af þeim eru 11 horfnir vegna byggðar, þeir fimm sem eftir verða

merktir á deiliskipulagsuppdrátt. Þótt minjar séu ekki sýnilegar á yfirborði er mögulegt að minjar leynist

undir sverði og eru þær friðaðar á sama hátt og sýnilegar fornminjar sbr. 13. gr. þjóðminjalaga.

10. Samráð og kynningar

Í skipulagsvinnunni er lögð áhersla á samráð við hagsmunaaðila en mikið samráð hefur þegar verið haft

við gerð tillögunnar á fyrri stigum.

Gerð deiliskipulagsins og framsetning þess er undir stjórn skipulags- og mannvirkjanefndar

Seltjarnarnesbæjar.

Í samræmi við 40. gr. skipulagslaga verður leitað umsagnar um skipulagslýsingu þessa hjá

Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum. Skipulagslýsingin verður kynnt fyrir almenningi á heimasíðu

Seltjarnarnesbæjar og á opnum kynningarfundi í kjölfar samþykktar bæjarstjórnar.

Þegar skipulagslýsing hefur verið samþykkt í bæjarstjórn og kynnt almenningi á opnum kynningarfundi

verður tillaga að deiliskipulagi Lambastaðahverfis kynnt á almennum fundi áður en hún er tekin til

afgreiðslu í bæjarstjórn í samræmi við 40. gr. skipulagslaga. Teknar verða saman athugasemdir og

ábendingar frá kynningarfundi og metið á hvaða hátt þær munu móta deiliskipulagstillögu. Því næst

verður deiliskipulagstillagan tekin til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Þegar bæjarstjórn hefur samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi skal hún auglýst í samræmi við 41.

grein skipulagslaga.