16
Brúðkaup Helgin 17.-21. apríl 2014 FULLKOMIÐ BRÚÐ- KAUP Í RIGNINGU Bergljót Björk og Ing- ólfur Arnar létu mynda sig í rigningarúða í Hljómskálagarðinum. BLS. 2 einstakt eitthvað alveg STOFNAÐ 1987 | Skipholt 50 Sími 581 4020 | www.gallerilist.is V A X T A L A U S Málverk: Auður Ólafsdóttir Úrval einstakra málverka og listmuna eftir íslenska listamenn | Ski pholt 50 V A V V X álverka og listmuna eftir íslenska listamenn Sveitabrúðkaup á Suðureyri Rakel Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Vesturports og kvikmyndagerðarkona, og Björn Hlynur Haraldsson leikari giftu sig á Suður- eyri síðasta sumar. Vinir og ættingjar þeirra lögðu undir sig bæinn heila helgi og hjálpuðu bæði til við undirbúning og frágang eftir brúðkaupið. Björn Hlynur söng lag þeirra hjóna við athöfnina og Gísli Örn Garðarsson, bróðir Rakelar, hélt ræðu. BLS. 10

Brudkaup 04 2014

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Brúðkaup, Wedding magazine, Iceland

Citation preview

Page 1: Brudkaup 04 2014

BrúðkaupHelgin 17.-21. apríl 2014

Fullkomið brúð-kaup í rigninguBergljót Björk og Ing-ólfur Arnar létu mynda sig í rigningarúða í Hljómskálagarðinum.

bls. 2

einstakteitthvað alveg

STOFNAÐ 1987

| S k i p h o l t 5 0 S í m i 5 8 1 4 0 2 0 | w w w . g a l l e r i l i s t . i s

VA

XTALAUS

Mál

verk

: A

ur

Óla

fsd

ótt

ir

Ú r v a l e i n s t a k r a m á l v e r k a o g l i s t m u n a e f t i r í s l e n s k a l i s t a m e n n | S k i p h o l t 5 0

VAVV

X

á l v e r k a o g l i s t m u n a e f t i r í s l e n s k a l i s t a m e n n

Sveitabrúðkaup á SuðureyriRakel Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Vesturports og kvikmyndagerðarkona, og Björn Hlynur Haraldsson leikari giftu sig á Suður-eyri síðasta sumar. Vinir og ættingjar þeirra lögðu undir sig bæinn heila helgi og hjálpuðu bæði til við undirbúning og frágang eftir brúðkaupið. Björn Hlynur söng lag þeirra hjóna við athöfnina og Gísli Örn Garðarsson, bróðir Rakelar, hélt ræðu. bls. 10

Page 2: Brudkaup 04 2014

verið nema vegna rigningarinnar. Þetta var hið fullkomna veður fyrir brúðkaupsmyndatöku,“ segir Begga en myndirnar eru ekki stafrænar, heldur teknar á filmu. Enn í dag er Begga mjög ánægð með myndirnar úr brúðkaupsmyndatökunni. „Við skipulögðum þetta eftir okkar stíl en ekki endilega tískunni á þeim tíma og þess vegna held ég að það sé nokkuð líklegt að ég verði ánægð með þær áfram, næstu tíu árin að minnsta kosti.“

Begga segir óvæntar uppákomur á brúðkaupsdaginn einmitt til þess að gera daginn eftirminnilegri. „Ég hef þá staðföstu trú að ef allt

gengur eins og smurt þá man maður kannski ekki eins vel eftir deginum. Allt svona verður hluti af brúðkaups-deginum og eitthvað sem maður minnist með gleði.“ Í athöfninni voru giftingarhringarnir á hvítum satínpúðum og þegar kom að því að leysa hnútana sem festu þá var það ekki hægt því kominn var rembi-hnútur. „Ég snéri með við þarna við altarið og kallaði á mömmu eftir hjálp og það hlógu allir kirkjugestir. Í veislunni nefndu það margir hvað gaman hafi verið að eitthvað óvænt hafi gerst í athöfninni. Allt svona gerir daginn bara eftirminnilegri.“

Við skipulögð-um þetta eftir okkar stíl en ekki tískunni á þeim tíma.

brúðkaup Helgin 17.-21. apríl 20142

B ergljót Björk Hall-dórsdóttir og Ingólfur Arnar Stan-

geland, eða Begga og Ingó, eins og þau eru kölluð, fagna í sumar tíu ára brúðkaupsafmæli en þau gengu í hjónaband í Dóm-kirkjunni fallegan dag í ágúst 2004. Þegar athöfnin var við það hefjast byrjaði að rigna og segir Begga það síður en svo hafa haft áhrif á áætlanir dagsins þó myndatakan hafi farið fram utandyra. Um morguninn á brúðkaupsdaginn var fal-legt og gott veður en búið að spá rigningu. „Þegar við vorum á leiðinni út úr hús-inu og í kirkjuna greip ein-hver úr hópnum regnhlíf í forstofunni. Hún reyndist forláta golf-regnhlíf með stóru viðarhandfangi, stór og góð. Við höfðum hana með í bílnum til vonar og vara, ef veðurspáin skyldi rætast,“ segir Begga.

Á leiðinni í kirkjuna byrj-aði svo að rigna svo Begga varð svolítið áhyggjufull yfir því að dropar kæmu á hvíta silkikjólinn. Mágur hennar keyrði bílinn og snaraði sér út þegar að kirkju var komið og hélt regnhlífinni yfir henni svo það kæmi nú ekki dropi á kjólinn. „Það er einmitt til mynd af honum mjög ein-beittum á svip með regn-hlífina fast á hæla mér úr bílnum og inn í kirkjuna,“ segir Begga. Eftir athöfn-ina var létt sumarrigning en þau létu það ekki á sig fá og héldu upphaflegri áætlun og fóru í Hljóm-skálagarðinn í myndatöku. „Trén þar eru svo þétt að við vorum í góðu skjóli frá rigningunni. Sú sem tók myndirnar þennan dag, hún Helga Sæunn Árna-dóttir, kunni vel að nýta veðrið til að gera myndirn-ar dásamlegar og yfir þeim er ævintýralegur blær sem kannski ekki hefði

Rigningin gaf brúðkaups-myndunum ævintýralegan blæBergljót Björk Halldórsdóttir og Ingólfur Arnar Stangeland giftu sig fallegan rigningardag í ágúst fyrir tíu árum. Að morgni brúðkaups-dagsins skein sólin glatt en svo byrjaði að rigna og olli það brúðinni örlitlum áhyggjum sem svo reyndust óþarfar. Rigningarúði er hið fullkomna veður fyrir brúðkaupsmyndatöku.

Ráð frá veislugestumSkemmtilegt er að klippa út hjarta og setja við diskinn hjá hverjum veislu-gesti og hafa nokkra penna á hverju borði. Veislugestir geta þá skrifað góðar ráðleggingar, hrós eða hvatn-ingarorð til brúðhjónanna á hjörtun. Veislustjóri eða vinir safna hjörtunum svo saman þegar líða fer á veisluna. Brúðhjónin geta svo skemmt sér við lesturinn dagana og jafnvel áratugina eftir brúðkaupið.

Hrísgrjón eða sápukúlur?Falleg hefð er að dreifa hrísgrjónum yfir brúðhjón að hjónavígslu lokinni. Hrísgrjónin tákna óskir um frjósemi og gott líf hjónanna saman. Hafa ber í huga að henda hrísgrjónunum fyrst upp í loft þannig að þau lendi á brúð-hjónunum þegar þau falla niður. Það getur nefnilega verið pínu vont fyrir brúðhjónin að fá í sig hrísgrjón af stuttu færi. Einnig tíðkast að blása sápukúlum yfir brúðhjón í sama tilgangi.

BrúðkaupstertanBrúðkaupstertan í ómissandi partur af brúðkaupsdeginum. Í gegnum tíðina hefur verið vinsælt að bjóða upp á tertur á nokkrum hæðum og að brúðhjónin skeri fyrstu sneiðina með tilheyrandi viðhöfn. Nú er einnig vinsælt að bjóða upp á litlar kökur eða konfektmola á nokkurra hæða standi. Sú útfærsla er ekki síður falleg á veisluborðinu og sparar uppvask því ekki þarf endilega disk fyrir hverja köku.

Bergljót Björk Halldórsdóttir og Ingólfur Arnar Stangeland fagna tíu ára brúðkaupsafmæli í sumar. Búið að spá rigningu á brúðkaups-daginn og sú spá rættist. Þau fóru þó í brúðkaupsmyndatöku utandyra í Hljómskálagarðinum. „Trén þar eru svo þétt að við vorum í góðu skjóli frá rigningunni. Sú sem tók myndirnar þennan dag, hún Helga Sæunn Árnadóttir, kunni vel að nýta veðrið til að gera myndirnar dásamlegar og yfir þeim er ævintýralegur blær sem kannski ekki hefði verið nema vegna rigningarinnar. Þetta var hið full-komna veður fyrir brúðkaupsmyndatöku,“ segir Begga.

Page 3: Brudkaup 04 2014

SANNARLEGA, SVAKALEGA, BRJÁLÆÐISLEGA ÁSTFANGIN AF LITRÍKUM OG GEISLANDI VÖRUM.

NÝR

LIP LOVERALL-IN-ONE LIP PERFECTOR

Finndu litinn þinn á Lancome.com

SNJALL BURSTI

FYRIR FULLKOMNAR VARIR MEÐ EINNI STROKU

Page 4: Brudkaup 04 2014

Ljóma serum Kraftmikið ljóma-búst sem hámarkar árangur

af öðrum vörum, hentar öllum húðgerðum. Jafnar húðlit, dregur úr fínum línum og yfirborð húðar verður slétt og mjúkt.

Milt rakakremViðgerandi og vinnur á

þurrkublettum. Filagrinol complex og húðmýkjandi sýrur og rakadræg efni, viðhalda raka

og mýkt dag eftir dag.

Milt næturkrem Sýnilegur bati og viðgerð eftir áreiti dagsins, húðin verður þéttari við-komu. Blanda af jurtum,

rakagjöfum og slakandi áhrifum af lavender og homeysucle, vinna yfir nóttina og endurheimta rakabirgðir húðarinnar.

Kælandi og frísk-andi augngelVinnur á baugum og þrota umhverfis augun, gefur

raka, er matt og má auðveldlega setja yfir augnfarð-ann.

Peel & reveal Kælandi gel formúla sem slípar, sléttir og mótar yfir-borð húðar. Maskinn er settur á hreina húð og látinn bíða í u.þ.b. 25 mínútur, síðan flett af. Afhjúpar mjúka, endur-nærða og þétta húð með

mikinn ljóma. Ómissandi í undirbúningi fyrir stóra daginn.

Raka maski

Gefur þreyttri húð

kraftmikinn raka, svo hún verður mjúk og sveigjanleg. Maskinn er settur á hreina húð og hafður á í 5-10 mínútur. Síðan strokinn af með rökum klút og húðin sýnir samstundis ljóma. Nota eftir þörfum, það má sofa með maskann.

brúðkaup Helgin 17.-21. apríl 2014

NS

SO

N &

LE

’MA

CK

S

jl.i

s

SÍA

Bræðir þig

laugavegi 47, opið mán.- fös. 10-18, lau. 11-17 www.kokka.is [email protected]

Koparáhöld eru ekki bara snotur. Kopar hefur

óviðjafnanlega leiðni, dreifir varma haganlega og

dregur fram seiðandi bragð. De Buyer hefur búið

til eldhúsamboð frá 1830 og þar á bæ vita menn að

koparpottarnir þeirra eru pottþétt meistaraverk.

Þess vegna lofa þeir lífstíðarábyrgð.

Fagnaðu stóra deginum í Hörpu

Fáðu tilboð: [email protected] eða 528 5070

Við sjáum um að útfæra brúðkaupsveisluna með þér, eins og þú vilt hafa hana. Úrvals aðstaða, glæsilegir salir og hagstætt verð — og útsýnið er innifalið.

Bran

denb

urg

Húðina í jafnvægi fyrir stóra daginnVisible difference línan er flott lína fyrir brúðina til að draga fram það besta í húðinni og koma henni í jafn-vægi fyrir stóra dag-inn. Léttar formúlur og ferskleikinn eru í aðalhlutverki.

Morgun serum Gefur húð samstundis kraft með jurtablöndu

og A-vítamíni. Sett yfir dagkrem eða rakakrem, einnig góður grunnur sem gefur farðanum jafna, fallega og þétta áferð.

Mild raka-gefandi hreinsi-mjólk.Hreinsar farða og óhreinindi á mildan hátt.

Inniheldur kröftug rakadræg efni sem geyma rakann í húðinni.

Milt raka-gefandi andlits-vatn

Frískar og vekur þreytta húð, fjarlægir dauðar húðfrumur og rest af óhreinindum eftir hreinslunina og þéttir húðholur svo húðin fær mjúka og slétta áferð.

Page 5: Brudkaup 04 2014

Brúðargjafalisti Byggt og búið er þægileg lausn!Brúðargjafalisti Byggt og búið er þægileg lausn!

Kæru verðandi Brúðhjón

ɶ Inneign: Við stofnun brúðargjafalistans fá brúðhjónin inneign sem eykst við hverja úttekt sem getur hljóðað upp á 6,77–10% af heildartölu úttekta. Eftir brúðkaupið fá hjónin nýbökuðu senda inneignar nótu sem þau geta notað að eigin vild.

ɶ Góðgerðarmál: 2% af heildartölu listans rennur

til góðgerðamáls að vali brúðhjónanna og Byggt og búið leggur fram mótframlag að sömu upphæð – og tvöfaldast þannig framlagið!

ɶ Glæsilegir vinningar: Allir skráðir brúðargjafalistar fara í pott, með glæsilegum vinningum, sem dregið verður úr í lok sumars.

Glæsileg dönsk hönnun og einstök gæði.

Alþekkt gæði og ending. Draumagjöf brúðhjónanna.

Vandaðir þýskir pottar og pönnur í miklu úrvali.

Brot af því besta í hnífapörum.

EVA SOLO KARAFLA 1L VICTORINOX HNÍFAR Í MIKLU ÚRVALI.

FISSLER POTTASETT 4STK ORIGINAL PRO

GRUNWERG HNÍFAPARASETT 44STK CHOPSTICK

BRÚÐARGJAFABÚÐIN ÞÍN

VICTORINOX HNÍFAR

Hágæða hnífar frá Sviss.

Page 6: Brudkaup 04 2014

www.gullsmidjan.is

KYNNING

brúðkaup Helgin 17.-21. apríl 20146

Bæjarlind 6, sími 554 7030 www.rita.is Ríta tískuverslunBæjarlind 6, sími 554 7030 www.rita.is

Fallegt fyrir veisluna

Ert þú búin að prófa ?

Keratin Oil sjampó og næringStyrkir náttúrulegt keratin prótín hársins. Eykur sveigjanleika og styrk hársins og minnkar

líkur á sliti, klofnum endum og skemmdum vegna burstunnar og notkunar hitatækja.

Ert þú búin að prófa ?Ert þú búin að prófa ?Ert þú búin að prófa ?Ert þú búin að prófa ?

M orgungjöf er gömul og skemmti-legt hefð. Í aldanna rás hefur tíðkast að brúðgumi gefi brúði

sinni morgungjöf. Talið er að siðurinn sé upprunninn frá Grikkjum og Rómverj-um. Áður fyrr var morgungjöfin séreign brúðarinnar og átti að tryggja framfærslu hennar ef brúðguminn félli frá og mátti hann sjálfur ekki ráðstafa henni. Nú eru tímarnir breyttir og algengt að makar gefi hver öðrum morgungjafir. Oft er gjöfin af-hent morguninn eftir brúðkaupið en sumir geta einfaldlega ekki beðið og skiptast á gjöfum að kvöldi brúðkaupsdagsins.

Það getur verið svolítið snúið að velja gjöfina, geyma hana og koma á nætur-stað þannig að makinn sjái ekki til og því um að gera að fá hjálp við laumuspilið svo gjöfin komi á óvart. Algengt er að konur fái skartgrip í morgungjöf og jafn-vel demantshring sem passar við gift-ingarhringinn. Hér á landi er algengt að gefa körlum vandað armbandsúr. Mikil-vægt er að hafa í huga að vanda valið og gefa gjöf sem makann virkilega langar í og getur átt alla ævi og jafnvel látið ganga til afkomenda eftir sinn dag.

Morgungjöf er skemmtileg hefð

Mikilvægt er að vanda valið á morgungjöfinni svo hún endist alla ævi.

Brúðarförðun

Förðun: Kristjana Guðný Rúnarsdóttir.

Módel: Sólrún Reginsdóttir.

Hár: Theódóra Mjöll Skúladóttir.

Augu: Fyrst set ég augn-skugga-primer á allt augnlokið, alveg upp undir augabrún, til að skugginn sitji betur (hann er væntanlegur í búðir innan skamms).Við þessa brúðarförðun nota ég fallega brúntóna Hypnôse pallettu, ST 7, með fimm augnskuggum.

Nota lit nr. 2 sem er ljós mattur yfir allt augnlokið, svo fer litur nr. 1 mattur brúnn yfir neðra augnlokið. Gott er að byrja við ytri augnkrók og milda litinn niður að innri augnkrók.

Til að fá meiri dýpt nota ég lit nr. 4 djúp brúnan í glóbuslínuna og blanda honum vel upp á við. Til að fá opnara og bjartara augnaráð nota ég lit nr. 5 fallegan gylltan á miðju augnloksins. Við neðri augnlínu nota ég lit nr. 3, þó ekki alveg inn í augn-krókinn.

Ég lýsi upp innri augnkrók með lit nr. 2. Í eyeliner línuna nota ég

Artliner nr. 1, fullkominn í brúðarförðun. Að lokum Hypnôse Doll Eyes WP maskari sem þéttir og gefur fullkomna lyftingu.

Gott að hreinsa núna ef eitthvað hefur hrunið niður af augnskuggum.

Augabrúnir: Le crayon sourcils nr. 20 er frábær til að móta og fylla upp í.

Farði: Nauðsynlegt er að nota góðan farðaprimer. Visonnari Blur er full-kominn í þessa förðun, ég ber hann á allt andlitið, því hann gefur fallegan ljóma og virkar eins og photoshop.Teint Miracle nr. 1 varð fyrir valinu því að hann hylur án þess að vera of mikill, gefur fullkominn ljóma og er hinn fullkomni farði. Ég ber farðann alltaf á með farða bursta nr. 2, farðinn verður svo miklu fallegri. Til að fá ljómann í kringum augun er Teint Miracle penninn frábær, hann er allt í einu; ljómi,

hyljari, augnkrem. Allt sem við þurfum til að fríska upp á augun. Frábært er að hafa hann í veskinu því tvær smellur af honum undir augun, sem dreift er með fingrinum upp á við, heldur þér ferskri allan daginn.

Kinnar: Starbronzer nr. 3 mattsólarpúður létt yfir ennið og niður á kinnbein. Fallegt að setja niður á bringuna líka. Blush Subtil nr. 3 bleiktóna kinnalitur settur á eplin. Til að finna eplið er bara að brosa. Bleikir og ferskju tónaðir kinnalitir eru alltaf vinsælir fyrir brúðarförð-un. Ég vel lit eftir hvaða varalitur verður fyrir valinu, ef hann er bleikur vel ég bleikan tón.

Varir: Rouge in Love nr. 232 Rose mantic, mildur bleikur litur sem helst vel á allan daginn, bæti Lip Lover glossinum yfir til að fá fallegt endurkast á varirnar og næringu .

Gott er að undirbúa húðina vel fyrir stóra daginn. Ég mæli með Visionnaire serumi, það gefur fallegan húðljóma og dregur saman opnar húðholur.

Smá ráð til ykkar yndislegu brúðir, eigið þið yndislegan dag

Kveðja Kristjana Guðný, Nma Lancôme.

Page 7: Brudkaup 04 2014

GLEÐILEGA PÁSKA– MUNDU EFTIR SÓLARVÖRNINNI!

Page 8: Brudkaup 04 2014

brúðkaup Helgin 17.-21. apríl 20148

Breyttir tímarNú til dags hefur fólk sambúð í fyrsta sinn mun síðar en áður. Árið 1991 var meðalaldur karla við stofnun sambúð-ar 27,7 ár en kvenna tæplega 25,4 ár. Árið 2011 var meðalaldurinn kominn upp í 32 ár hjá körlum en 29,4 ár hjá konum. Sífellt fleiri velja borgaralegar athafnir í dag þó kirkjuathafnir séu enn í meirihluta. Árið 2011 var hlutfall borgaralegra giftingarathafna 25 prósent en var 7 prósent árið 1971.

Diskur brotinn í TékklandiÍ Tékklandi eru í heiðri hafðar margar gamlar og skemmtilegar hefðir tengdar brúðkaupum. Ein þeirra er brjóta disk í upphafi brúðkaupsveislunnar. Hjónin tína svo brotin saman upp og sópa því sem eftir er. Samkvæmt hefðinni er mikilvægt að ekkert brot verði eftir á gólfinu því það gæti leitt til ógæfu. Brúðhjónin verða því að gjöra svo vel að skríða um gólf og tína upp hvert brot. Samkvæmt hefðinni á hvert brot að færa brúðhjónunum hamingju. Samvinna hjónanna á að sýna fram á hversu samhent þau verða í hjóna-bandinu.

KLASSÍSK ÍSLENSK ÚRFYRIR HANN OG HANA

H afdís Huld er segir alltaf dásamlegt að syngja við brúðkaupsathafnir og gam­

an að upplifa mismunandi áherslur brúðhjóna þegar kemur að tónlist­arflutningi á stóra daginn. „Það er alltaf áskorun að gera fallega útgáfu sem passar í kirkjuathöfn og að brúðhjónin upplifi lagið sem sitt,“ segir Hafdís Huld.

Það eru nokkur sígild íslensk lög sem Hafdís Huld er oftast beðin að syngja, eins og til dæmis lagið Ó, þú eftir Magnús Eiríksson. Þá er lag­ið Þú fullkomnar mig með Sálinni líka alltaf vinsælt. „Oftar og oftar er ég þó beðin að gera fallegar út­setningar laga sem kannski teljast ekki týpísk brúðkaupslög. Ég hef til dæmis sungið lög með Metallica og Kiss og sett í fallegar, órafmagnað­ar útsetningar.“ Hafdís hefur sungið Kisslagið I was made for loving you við brúðkaupsathöfn og einu sinni var lag með Metallica plokkað fal­lega á gítar þegar brúðhjónin gengu út úr kirkjunni. „Í fyrstu áttaði fólk sig ekki á því að um þungarokkslag væri að ræða en þegar það rann upp fyrir því brosti það út að eyrum og kinkaði kolli til brúðgumans. All­ir vissu að hann hafði valið lagið.“ Hafdís segir að ólíklegustu lög geti virkað í brúðkaupi í réttri útsetn­ingu, svo lengi sem textinn sé við­eigandi.

Gamla Eurovision lagið Lífið er lag sem Model flutti í Söngvakeppni Sjónvarpsins árið 1987 söng Hafdís Huld í brúðkaupi í fyrra og vakti það mikla lukku. Eftir á höfðu margir gestir á orði hversu vel lagið hent­aði í brúðkaup. „Svo hef ég tvisvar sinnum sungið lög frá Þjóðhátíð í Eyjum. Það er gaman þegar tón­listin minnir brúðhjónin á ákveðið augnablik, eins og til dæmis þegar

þau hittust fyrst.“Eiginmaður Hafdísar, Alisdair

Wright, spilar undir hjá henni en þau vinna mikið saman að tónlist. „Ég er því alltaf með frábæran gítar­leikara með mér. Stundum vill fólk láta leika brúðarmarsinn á kirkju­

org elið en að við sjáum svo um ann­an tónlistarflutning í athöfninni. Það er samt alltaf að aukast að fólk vilji hafa mjúkt gítarspil bæði þegar gengið er inn og út, sérstaklega í minni kirkjum. Þá skapast virkilega hlýleg stemning.“

The Wedding Singer kom út árið 1998 og fjallar um rokkarann og brúðkaupssöngv-arann Robbie Hart sem leikinn er af Adam Sandler. Robbie verður ástfanginn af Juliu Sullivan sem leikin er af Drew Barrymore. Myndin gerist á 9. áratugnum og í henni hljóma því mörg skemmtileg 80 s lög.

Bridesmaids er bandarísk kvikmynd sem kom út árið 2011 og vakti mikla lukku. Myndin fjallar um Annie sem fær það hlut-

verk að vera brúðarmær vinkonu sinnar en tekst að klúðra öllu því sem hægt er að klúðra. Myndin skartar mörgum skemmti-legum karakterum og var tilnefnd til ýmissa verðlauna.

Ástralska kvikmyndin Muriel s Wedding sló gegn sumarið 1994 og vann til ýmissa verðlauna en leikkonan Toni Collette hlaut Golden Globe verðlaunin sem besta leikkonan það árið. Ekki skemmir fyrir að í myndinni hljóma mörg lög með hljómsveit-inni Abba. Myndin fjallar um Muriel, unga konu sem aldrei hefur farið á stefnumót, en á sér rómantíska dagdrauma.

Söngkonan Hafdís Huld er oft beðin að útsetja óhefðbundin brúðkaupslög fyrir athafnir. Óvenjulegasta beiðnin er lag með Metallica sem vakti mikla kátínu meðal kirkjugesta. Hún segir mestu máli skipta að lögin við brúðkaupsathöfnina hafi rómantíska þýðingu fyrir parið.

Ó, þú eftir Magnús Eiríksson vinsælasta lagið

Brúðkaup á hvíta tjaldinu

Það er alltaf áskorun að gera fallega útgáfu sem passar í kirkjuat-höfn og að brúðhjónin upplifi lagið sem sitt.

Hafdís Huld segir ólíklegustu lög geta virkað í brúðkaupi í réttri útsetningu, svo lengi sem textinn sé viðeigandi. Til dæmis hefur hún sungið Kisslagið I was made for loving you við brúðkaupsathöfn. Ljósmynd/Hari.

Ófáar stórskemmtilegar kvikmyndir fjalla um brúðkaup og ekki úr vegi að gleyma sér yfir nokkrum slíkum, slaka á við brúðkaups-undirbúninginn og hlæja saman.

Page 9: Brudkaup 04 2014

Hreinsaðu. Undirbúðu. Nærðu. Njóttu.

Upplifðu heilbrigðari og

fallegri húð í fjórum skrefum

með Visible Difference línunni

frá Elizabeth Arden.

Sjáanlegur munur á aðeins

sex dögum.

4 skref að fallegri húð.

VISIBLE DIFFERENCE

Hámarks ljóma Serum.

Bættu serumi við daglega

rútínu þína og finndu muninn.

Page 10: Brudkaup 04 2014

brúðkaup Helgin 17.-21. apríl 201410

www.siggaogtimo.is

Verð kr. 144.000.- parið

R akel Garðarsdóttir, fram-kvæmdastjóri Vesturports og kvikmyndagerðarkona með

meiru og leikarinn Björn Hlynur Haraldsson giftu sig í byrjun júní í fyrra og buðu vinum og ættingjum til Suðureyrar í ekta sveitabrúðkaup með smá glamúr. Suðureyri stendur við Súgandafjörð og er nyrst á Vest-fjarðakjálkanum. Sex tíma tekur að aka frá Reykjavík til Suðureyrar en boðsgestir létu það ekki aftra sér og mættu allir sem einn. „Við bjuggumst við einhverjum afföllum svo það kom skemmtilega á óvart að flestir skyldu mæta. Þetta var alveg ótrúlega gaman og ekki oft sem maður fær tækifæri til að dvelja úti á landi með vinum og fjölskyldu í rólegheitum heila helgi. Einn af mörgum kostum við að halda brúðkaup svona langt úti á landi er að enginn fer snemma heim enda allt of langt að fara heim,“ segir Rakel.

Sumarið 2013 verður að öllum lík-indum í minni flestra sumarið þegar sólin lét lítið sem ekkert sjá sig. Til allrar hamingju hittu Rakel og Björn Hlynur á nánast eina sólardaginn á Suðureyri það sumarið. Þau voru í skýjunum með brúðkaupsdaginn og Rakel segir stemninguna hafa verið

afslappaða og góða.Björn Hlynur og Rakel trúlofuðu

sig 3. júní 2012 á afmælisdegi hennar og giftu sig svo ári seinna. Hún segir þau hjónin ekki mikið fyrir að skipu-leggja langt fram í tímann svo undir-búningurinn tók ekki svo langan tíma. Rakel á ættir að rekja til Suður-eyrar og því ákváðu þau að halda brúðkaupið þar. „Við höfum dvalið mikið á Suðureyri með börnunum okkar og fjölskyldu og líður alltaf vel þar. Mamma mín bjó á Suðureyri en flutti burt þegar hún var barn. Á undanförnum árum höfum við endur-vakið kynnin og ættartengslin.“

Á Suðureyri búa um 300 manns en veislugestir voru 130 svo segja má að bærinn hafi verið undirlagður af veisluhöldum þessa helgi. Rakel og Björn Hlynur höfðu farið til Suður-eyrar páskana áður og í leiðinni pantað hótelið á staðnum og nokkur hús fyrir veislugesti.

Gestirnir komu flestir til Suðureyr-ar á föstudagskvöldi og nokkrir tóku þátt í undirbúningnum með brúð-hjónunum, skelltu sér í sund og nutu þess að dvelja úti á landi. Brúðkaupið var svo haldið síðdegis á laugardeg-inum. Athöfnin fór fram í lítilli kirkju

Sveitabrúðkaup á SuðureyriHjónin Rakel Garðarsdóttir og Björn Hlynur Haraldsson giftu sig á Suður-eyri síðasta sumar og héldu ekta sveitabrúðkaup með smá glamúr. Gestirnir dvöldu fyrir vestan alla helgina og hjálpuðu brúðhjónunum að undirbúa brúðkaupið og sömuleiðis að þrífa á sunnudeginum.

Björn Hlynur og Rakel Garðarsdóttir giftu sig í byrjun sumars í fyrra á Suðureyri við Súgandafjörð. Þar búa um 300 manns en veislugestir voru 130 svo bærinn var undirlagður af veisluhöldum. Ljósmynd/Halla Harðardóttir

Það klikkaði ekk-

ert hjá okkur á

brúðkaupsdaginn

nema að bjóða

prestinum í veisl-

una.

á Suðureyri og var það presturinn á staðnum sem gaf þau saman. „Það klikkaði ekkert hjá okkur á brúð-kaupsdaginn nema að bjóða prest-inum í veisluna eftir athöfnina. Við vissum ekki að það tíðkaðist. Það var leiðinlegt því hann var alveg frábær. Við hefðum nú getað boðið honum upp á einn kaffibolla.“

Við athöfnina söng Björn Hlynur lagið þeirra hjóna, The Ship Song, sem þekktast er í flutningi Nick Cave & The Bad Seeds. Söngurinn snerti strengi í hjörtum brúðkaups-gesta og felldu margir tár. Bróðir Rakelar, Gísli Örn Garðarsson

leikari, hélt ræðu við athöfnina og talaði til brúðhjónanna. „Þetta var virkilega falleg og eftirminnileg stund,“ segir Rakel.

Veislan var haldin í félagsheim-ilinu og var boðið upp á fiskisúpu og brauð. „Grunninn í fiskisúp-una elduðum við í Reykjavík með aðstoð góðra vina og tókum með okkur frosinn. Kakan var svo bökuð á staðnum. Við eigum mjög hæfileikaríka vini sem tóku þátt í þessu með okkur. Það var engin að-keypt þjónusta nema frá prestinum. Vinir okkar sungu í kirkjunni og góð vinkona mín tók myndirnar.“

Page 11: Brudkaup 04 2014

brúðkaupHelgin 17.-21. apríl 2014 11

Vertu vinur á

við elskum skó

19.990 kr.

VELKOMIN Í SMÁRALIND

Fullt af nýjum vörum

opið í dag frá 13-18 og

laugardag 11-18

19.990 kr.r.r Leðurtaska 4.litir kr 13.990 12.790 kr.

15.990 kr.

9.990 kr.

12.990 kr.

15.990 kr. 14.990 kr.

14.990 kr.

HIN FULLKOMNA MORGUNGJÖF

Mikið úrval af TRIWA fyrir dömur og herra.1. „Þetta var virkilega falleg og eftirminnileg stund,“ segir Rakel. Við athöfnina söng

Björn Hlynur lag þeirra hjóna, The Ship Song, og felldu margir tár.2. Athöfnin fór fram í lítilli kirkju á Suðureyri en Rakel og Björn Hlynur hafa mikið

dvalið þar undanfarin ár með börnum sínum og fjölskyldu. 3. Séra Fjölnir Ásbjörnsson.4. Brúðkaupið fór fram í byrjun júní síðasta sumar. Rakel segir einn af mörgum

kostum við að halda brúðkaup svo langt úti á landi vera að enginn fari snemma heim enda sé allt of langt að fara heim. Ljósmyndir/Halla Harðardóttir

2

3

4

1

Pabbi Rakelar var veislustjóri og vinir þeirra fluttu ýmis skemmtiatriði. Seinna um kvöldið gæddu veislu-gestir sér svo á grilluðum hamborg-urum og æskuvinkona Rakelar var plötusnúður fram eftir nóttu.

Á sunnudeginum, daginn eftir brúðkaupið, hittu brúðhjónin gestina aftur í félagsheimilinu og opnuðu gjafirnar frá deginum áður. „Þá var fólk aðeins minna hresst en á laugar-

deginum. Við hjálpuðumst að við að þrífa eftir veisluna svo þetta var mjög heimilislegt.“

En á Rakel einhver góð ráð til para sem eru að skipuleggja stóra daginn? „Það er um að gera að skipuleggja ekki of mikið, þá verður maður síður stressaður og sömuleiðis síður fyrir vonbrigðum. Ef maður er stressaður og búinn að skipuleggja of vel, þá er hætt við að eitthvað klikki.“

Page 12: Brudkaup 04 2014

brúðkaup Helgin 17.-21. apríl 201412

Góð vín í brúðkaupsgleðinaÞegar kemur að því að velja vín fyrir brúðkaupsveisluna þarf að taka bæði tillit til verðs og gæða. Hér eru gæðavín sem óhætt er að mæla með en öll eiga þau það sameiginlegt að hver flaska kostar undir tvö þúsund krónum.

Barone Montalto

Montalto vínin koma frá Sikiley og eru mest seldu lífrænt ræktuðu vínin hér á landi. Barone Montalto-fyrirtækið er ungt fyrirtæki sem stofnað var árið 2000 og hefur á þessum stuttu tíma náð að skapa sér sess sem virtur léttvínsframleiðandi. Montalto-vínin eru nú fáanleg um allan heim.

Montalto Organic Nero d‘Avola rauðvín. Nero d‘Avola er ein mikilvægasta þrúga á Sikiley sem notuð er í framleiðslu á rauðvínum og kemur upprunalega frá litlum bæ á suður Sikiley sem heitir Avola. Rúbínrautt vín með léttri fyllingu, þurrt með ferskri sýru og litlu tannín, vín með angan af kirsuberjum og hindberjum. Vín sem passar með fugla- og svínakjöti, pastaréttum og smáréttum.

Montalto Organic Cataratto hvítvín. Cataratto er þrúga sem nær eingöngu er ræktuð á Sikiley. Vínið er ljóssítrónugult, með meðalfyllingu, þurrt með milda sýru og angan af ljósum ávexti, sítrus- og kryddtónum.

Báðar tegundir kosta 1.850 kr. í Vínbúðunum.

Mamma Piccini

Þetta eru ein mest seldu léttvín hér á landi. Piccini er einn stærsti vínframleiðandi Toskana héraðsins á Ítalíu. Piccini er fjölskyldu-fyrirtæki sem framleitt hefur vín frá árinu 1882 og nú fjórða kyn-slóð fjölskyldunnar við stjórnvölinn.

Mamma Piccini Rosso rauðvínið er kirsuberjarautt, vín með meðalfyllingu, þurrt en frísklegt, vín með anga af skógar-berjum, lyngi og vanillu. Vín sem passar með fuglakjöti, svínakjöti, pastaréttum sem og smáréttum.

Mamma Piccini Bianco hvítvín er sítrónugult, þurrt en ferskt, með angan af ávöxtum og sítrus. Vín sem smellpassar sem fordrykkur, með fiskréttum, ostum og grænmetisréttum

Báðar tegundir kosta 1.599 kr. í Vínbúðunum.

Piccini Memoro

Þessi vín koma frá Ítalíu eru ein mest seldu vínin hér á landi. Það sem gerir þessi vín sérstök er að í þeim eru notaðar fjórar mismunandi þrúgur frá fjórum hornum Ítalíu. Þrúgurnar koma frá Puglia, Abruzzo, Sikiley og Veneto.

Piccini Memoro rauðvínið er dökkrúbínrautt, þétt vín með góðri fyllingu. Það er þurrt, með ferskri sýru, þroskuðu tanníni, sælgætiskenndum berjabláma með snertingu af vanillu og eik. Vín sem passar með nautakjöti, lambakjöti og svínakjöti sem og ostum, pottréttum og grillmat.

Piccini Memoro hvítvínið er sítrónugult með meðalfyllingu, þurrt með angan af peru, hunangi og eik. Vín sem passar með fiskréttum, fuglakjöti, grænmetisréttum sem og smáréttum.

Báðar tegundir kosta 1.999 kr. í Vínbúðunum.

Masi Modello

Þessi vín koma frá Verona á Norður-Ítalíu. Masi er einn virtasti vínframleiðandi Ítalíu og brautryðjandi í mörgum vínaðferðum á Ítalíu. Hann er hvað þekktastur fyrir Amarone vínin sín sem eru með betri vínum Ítalíu. Modello vínin eru ung vín gerð úr þrúgum frá Veneto svæðinu.

Masi Modello rauðvínið er kirsuberjarautt, vín með meðal-fyllingu, ósætt, með mildu tanníni, með keim af lyngtónum, kryddi og vanillu. Vín sem passar með fuglakjöti, grillmat, pastaréttum sem og smáréttum.

Masi Modello hvítvínið er fölgrænt, með létta fyllingu, þurrt vín með milda sýru, vín með keim af epli og melónu.

Báðar tegundir kosta 1.899 kr. í Vínbúðunum.

Page 13: Brudkaup 04 2014

Brúðargjafir í Bosch-búðinni.Við bjóðum brúðargjafalista og gjafakort í Bosch-búðinni.Þar er mikið úrval traustra, fallegra og endingargóðra vara.Stór og lítil heimilistæki frá Bosch, fallegur borðbúnaður ogaðrar eigulegar gjafavörur.

Glæsilegar gjafir á óskalistann ykkar.

Tao matarstell úr hágæða postulíni.

Hnífapör í úrvali frá Mepra. Vönduð handgerð glös frá Leonardo í öllum regnbogans litum.

Bosch safapressur.

Bosch expressó-kaffivélar.

Litríkur borðbúnaður frá þýska fyrirtækinu Kahla.

Margverðlaunaðar hrærivélar frá Bosch. Kraftmiklar, fallegar og hljóðlátar.

Magisso flöskukælir heldur köldu í marga klukkutíma. Sniðug gjöf.

Eldhúsáhöld og hágæðapottasett frá Rösle.

Bosch blandarar. Peugeot salt- og piparkvarnir með 30 ára ábyrgð á kvörn.

Sterk vínglös úr tectron-gleri sem þola þvott í uppþvottavél.

Vinsælu Babell turnarnir eru ómissandi í veisluna.

Inneign

Brúðhjónin fá inneign í Bosch-búðinni sem nemur 10% af heildarverðmæti úttekta.

Lukkupottur

Brúðargjafalistar fara í pott, með glæsilegum vinningum, sem dregnir verða út í lok sumars.

Page 14: Brudkaup 04 2014

brúðkaup Helgin 17.-21. apríl 201414

Light blue frá DOLCE & GABBANA

Tveir nýir ilmir í takmörkuðu upplagi. Ævintýralegt ferðalag elskenda á Aeolia eyjum sem hefst í Panarea og nær alla leið til Vulcano. Kvenilmurinn, Escape to Panera er sætur og um leið ferskur.

Herrailmurinn, Discover Vulcano er viðar-kenndur með sýprus. Töfrandi par sem ber

hug elskenda til Miðjarðarhafsins.

Ilmaðu vel inn í sumarið

Taj Sunset frá Escada

Var sumarilmurinn árið 2011. Þessi ilmur er vinsælasti sumarilmur frá upphafi frá Escada. Hann verður einnig fáanlegur í

takmörkuðu upplagi.

Born in Paradise frá Escada

Nýr heillandi sumarilmur. Pina Colada kokteillinn er kveikja ilmsins. Ögrandi

ilmur sem fyllir loftið af girnilegri ávaxta-angan og smitandi kæruleysistilfinningu. Suðrænn blær sem fær mann til að svífa

til paradísar. Ilmurinn er í takmörkuðu upplagi.

Miss Dior Blooming Bouqet

Nýr dásamlegur ilmur inn í Miss Dior línuna. Hann er ljúfur blómailmur með Sicilian Orange essence í topp nótum,

fresíur leika stórt hlutverk í hjartanu og í grunntóni er white musk.

Flottur ilmur við öll tækifæri.NUIT intense frá Hugo Boss

Nýr kvenlegur og þokkafullur ilmur sem er varanleg viðbót við kvenilmvötnin frá

Hugo Boss. Heillandi ilmur með hvíta ferskju í toppi, jasmín og fjólu í hjarta ilmsins. Kristalmosi og sandelviður í

grunntónum sem gefa ilminum mildan keim.

Dolce frá DOLCE & GABBANA

Nýr ilmur sem tekur þig í tilfinningahlaðið ferðalag til Sikileyjar þar sem rætur Dolce

og Gabbana liggja. Mild og kvenleg blanda af neroli, hvítri harðlilju og papaja

blómsins.

Manifesto L‘Élixir – nýr ilmur frá

Yves Saint LaurentDjarfur ilmur, umvafinn leyndardómum. Bergamot og skínandi tónar mandarínu gefa ilminum frískandi tón á meðan full-komin samsetning jasmínu og páskalilju

gefa honum kvenlegan blómailm. Grunnurinn er með viðartónum, ambroxan

og vanillubaunum sem kalla fram glæsi-leikann í ilminum sem er klassískur og

nútímalegur í senn.

Sí frá Armani

Heillandi innblástur sjálfstæðra kvenna og þeirra sem þora að taka ákvarðanir. Grunnnótur eru patchuli, orcanow, van-illa og jasmín. Toppnótur eru bergamot,

mandarína, sólber og fresía. Hjartað er úr rósablöðum, neroil, osmanthus og jasmíni.

POLO RED frá Ralph Lauren

Ilmurinn er fyrir mann sem er óhræddur við að taka áhættu. Hönnun ilmsins er fullkomin, kraftmikil og stílhrein. POLO RED fær innblástur sinn af bifreiðasafni Ralph Lauren, allt frá hönnun glassins til

djarfa rauða litarins. Ilmurinn er samsettur af rauðu greipaldini, rauðu saffran og

rauðum sedrusvið og er hann fullur hraða, adrenalíns og tælingar.

L‘HOMME parfum INTENSE frá

YSLÁkafur ilmur á jaðri kynþokkans, mun-

úðarfullur og ómótstæðilegur. Kynnir sig með björtum toppnótum sem svo bráðna með lostafullu og töfrandi hjarta. Viður og rúskinn umvefja svo þessa tóna með fáguðum hætti. Fágaður, lostafullur og

töfrandi.

Spicebomb frá Viktor&Rolf

Einstaklega ávanabindandi karlmannlegur ilmur. Innihaldsefni ilmsins eru bergamot, kanill, elemi og bleikur, sterkur pipar sem gefa honum skerpu ásamt pimento pipar, vetiver og tóbakslaufum sem kalla fram

kynþokkann í ilminum.

Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is

FLOTT FÖT FYRIR FLOTTAR KONUR Spariföt, hversdagsföt og kósýföt

Verslunin Belladonna

Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is

Verslunin Belladonna

Flott föt fyrir flottar konur stærðir 38-52

Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is

VVVVerslunin Belladonnaerslunin Belladonnaerslunin Belladonnaerslunin Belladonnaerslunin Belladonnaerslunin Belladonnaerslunin Belladonnaerslunin Belladonnaerslunin Belladonnaerslunin Belladonnaerslunin Belladonnaerslunin Belladonnaerslunin Belladonnaerslunin Belladonnaerslunin Belladonnaerslunin Belladonnaerslunin Belladonnaerslunin Belladonnaerslunin Belladonnaerslunin Belladonnaerslunin Belladonnaerslunin BelladonnaVerslunin BelladonnaVVerslunin BelladonnaV

FyRIR KARLMENN

FyRIR BÆðI KyNIN

FyRIR KONuNA

Flowerbomb frá Viktor&Rolf

ummyndar neikvæðu í jákvætt, raunveru-leika í draum, konum í blóm. Ljúffeng,

lostafull blómasprengja.

Page 15: Brudkaup 04 2014

DG_DOLCE-IS-(220x297).indd 1 20/01/14 17:00

Page 16: Brudkaup 04 2014

THE MORE YOU USE ITTHE BETTER IT LOOKS

Öll brúðhjón sem fá KitchenAid Artisan hrærivél fá glæsilega svuntu með nöfnum sínum og brúðkaupsdegi ísaumuðum.

Íslensk kennslubók í matreiðslu fylgir hrærivélum!

Sérstök brúðkaupsgjöf