20
Brúðkaup FRÉTTATÍMINN Páskahelgin 24.–28. mars 2016 www.frettatiminn.is Munurinn á okkur og mörgum öðrum er að við handsmíðum alla okkar hringa. 13 Sigurður G. Steinþórsson, gullsmíðameistari worldclassiceland worldclassiceland worldclassice GJAFABRÉF Á VELLÍÐAN & DEKUR Suðrænt og afslappað Helga Kristjánsdóttir förðunarfræðingur og Magnús Þór Ás- geirsson markaðsstjóri létu pússa sig saman í Hallgrímskirkju á fögrum sumardegi. Þau ákváðu að missa sig ekki í smátriðum við undirbúninginn en lögðu í staðinn áherslu á afslappað andrúmsloft með börnum sínum, vinum og ölskyldu. 10 Mynd | Bragi Þór Jósefsson

Brudarblad 24 03 2016

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Wedding, lifestyle, Iceland, Fréttatíminn

Citation preview

Page 1: Brudarblad 24 03 2016

BrúðkaupFRÉTTATÍMINN

Páskahelgin 24.–28. mars 2016www.frettatiminn.is

Munurinn á okkur og mörgum öðrum er að við handsmíðum alla okkar hringa. 13Sigurður G. Steinþórsson, gullsmíðameistari

worldclassiceland worldclassiceland worldclassice

GJAFABRÉF Á VELLÍÐAN & DEKUR

Suðrænt og afslappað

Helga Kristjánsdóttir förðunarfræðingur og Magnús Þór Ás-geirsson markaðsstjóri létu pússa sig saman í Hallgrímskirkju

á fögrum sumardegi. Þau ákváðu að missa sig ekki í smátriðum við undirbúninginn en lögðu í staðinn áherslu á afslappað

andrúmsloft með börnum sínum, vinum og fjölskyldu. 10

Mynd | Bragi Þór Jósefsson

Page 2: Brudarblad 24 03 2016

Brúðkaup

Flottar dagsetningarSumir horfa mjög í dagsetninguna sjálfa þegar þeir velja sér brúðkaupsdag og geyma jafnvel brúðkaupið í ein-hvern tíma til þess að hitta á einhvern ákveðinn dag. Ein stærsta dagsetning í brúðkaupum fyrr og síðar var 7. júlí 2007; 07.07.07. Þá var gift á nánast hverri kirkju á landinu. Önnur stór dagsetning var föstudagurinn 11. nóvember árið 2011; 11.11.11. Þann dag giftu sig óvanalega margir, sér í lagi miðað við að daginn bar upp á föstudag. Í ár er ber 16. júlí upp á laugardag og er nokkuð eftirsótt dagsetning; 16.07.16. Samkvæmt upp-lýsingum frá Hallgrímskirkju eru ennþá nokkrar dagsetningar lausar í kirkjunni fyrir brúðkaup í sumar en nú þegar er farið að taka pantanir fyrir sumarið 2017 og þar af nokkrar fyrirspurnir um 17. júlí; 17.07.17 – klukkan 17. Þann dag ber upp á mánudag en það stoppar ekki þau sem eru með „thing“ fyrir tölum.

Sumir kjósa að láta gefa sig saman „í kyrrþey“, eða með sem minnstri fyrirhöfn. Þá er gott að geta leitað til sýslumanns sem framkvæmir borgaralegar hjónavígslur með litlum tilburði. Einhverjir fara til sýslumanns og halda síðan veislu meðan aðrir vilja ekkert umstang, aðeins vígsluna. En þetta þarf þó að gera með þokkalegum fyrirvara því skila þarf inn ýmsum gögnum og panta tíma. Skila þarf hjóna-vígsluskýrslu sem hjónaefnin og

tveir svaramenn skrifa undir áður en hún er lögð inn. Svaramenn þurfa að vera 18 ára eða eldri og fjárráða, en þeir þurfa ekki að vera viðstaddir athöfnina sjálfa. Skila þarf fæðingarvottorði og hjúskap-arvottorði sem ekki er eldra en átta vikna. Einnig þarf að skila inn lögskilnaðarleyfi ef viðkomandi var giftur áður. Hægt er að óska eftir því að fulltrúi sýslumannsins komi og gifti um helgar eða eftir hefðbundinn skrifstofutíma.

Einfalda leiðin

Íslenska brúðkaupssumariðSenn hefur brúðkaups-tímabilið innreið sína þar sem sveitarómantík og ástarljómi ráða ríkjum.

Lyktin af vorinu er farin að fylla vitin. Eftir dimma mánuði, svipt-inga í veðri og vindum og kulda sem nístir inn að beini er þessi tími fullur fyrirheita og vænt-inga. Ekki síst fyrir þau sem eru á leiðinni í hnapphelduna á næstu mánuðum. Þrátt fyrir að það verði alltaf algengara að fólk gifti sig yfir vetrarmánuðina er sumarið tími brúðkaupa. Íslenska sumarið er svo hlaðið þokka með sínum dyntum og duttlungum að það er ekki annað hægt en að nýta það í að ganga ástinni á hönd.

Sveitarómantíkin Það sem er kannski einkennandi

fyrir íslensk brúðkaup eru sveita-brúðkaup. Gerðar hafa verið heilu bíómyndirnar um þetta fyrirbæri. Það sem gerir íslensk-um brúðhjónum auðvelt fyrir að halda brúðkaup í sveitinni er góður aðgangur að félagsheim-ilum sem eru víða um land og þeim fylgir gjarnan góð gistiað-staða og jafnvel sundlaug.

Sveitabrúðkaup eiga það til verða heil brúðkaupshelgi sem er kannski það skemmtilegasta við þessa tegund brúðkaupa. Gestir mæta jafnvel á föstudegi og hjálpa til við að skreyta salinn og koma sér í gírinn fyrir aðalgiggið.

Fjarlægðin frá borginni afslapp-andiRagnhildur Rós Guðmundsdóttir grunnskólakennari og Ólafur S. K. Þorvaldz, leikari, handritshöf-

undur og leikstjóri, giftu sig hjá sýslumanni árið 2014. Þau héldu veislu nokkrum dögum síðar í félagsheimilinu Hlöðum í Hval-firði. Þau höfðu skoðað nokkra staði kringum höfuðborgar-svæðið en heilluðust af staðsetn-ingunni og umhverfinu, auk þess sem sundlaugin og tjaldsvæðið var mikið aðdráttarafl þar sem fólk kom hvaðanæva að. Þar sem hin eiginlega athöfn hafði farið fram ákváðu þau að fá vin sinn, Agnar Jón Egilsson, til þess að stjórna lítilli athöfn áður en borð-hald hófst. „Þetta var eftirminni-legasti og yndislegasti dagur lífs okkar og fjarlægðin frá borginni var afslappandi. Allir vinirnir og ættingjarnir sem komu og eyddu helginni með okkur gerðu allt saman ógleymanlegt,“ segir Ragnhildur.

Myn

d | J

ónat

an G

réta

rsso

n

Stærðir 38-58

Flott föt, fyrir flottar konur

2 | fréttatíminn | páskaHelgin 24. mars–28. mars 2016

Page 3: Brudarblad 24 03 2016

Myn

d | J

ónat

an G

réta

rsso

n

C

M

Y

CM

MY

CY

CMY

K

frettatíminn.pdf 1 3/22/2016 5:32:01 PM

Page 4: Brudarblad 24 03 2016

Hawaii er ekki bara draumaheimur úr bíómynd-unum; það er líka hægt að fara þangað.

Línan milli fjörs og feigðar getur verið örfín.

Steggur í tjullpilsi eða gæs í glimm-ergalla er algeng sjón í miðbænum yfir sumarmánuðina. Það getur ver-ið ótrúlega gaman að koma saman og gera sér glaðan dag og sprella dá-lítið með manneskjunni sem gengur senn í hnappelduna. En aðgát skal höfð í nærveru sálar og best er vit-anlega að ganga hægt um gleðinnar dyr. Hér eru nokkur atriði sem vert er að hafa bak við eyrað þegar gæs-un eða steggjun er í uppsiglingu.

■ Passið ykkur að skipuleggja ykk-ur vel þannig að dagurinn rakni ekki upp í einhverja markleysu. Hópurinn verður að vera nokk-uð sammála um hvað er gert og það er gott að nota til dæmis leynihópa á Facebook til þess að henda hugmyndum á milli.

■ Ef gæsunin/steggjunin er tekin upp á myndband skal passa að sá sem klippir það sé meðvit-aður um að löng steggja/gæsam-yndbönd eru ekki skemmtileg. Það er ekkert gaman við það að horfa á 20 mínútur af einkahúm-or vinahópa og slíkt getur verið töluverður stuðbani í brúðkaup-um. Hafið myndbandið 5 mín-útur í mesta lagi og hafið snöggar klippur af því markverðasta sem gerðist yfir daginn.

■ Ekki láta gæs/stegg gera neitt óviðeigandi eða eitthvað sem henni/honum finnst mjög óþægi-

legt. Hlustið á viðkomandi ef hann biður um vægð, dagurinn á að snúast um gleði en ekki vand-ræðalegheit.

■ Hlutir geta kostað nokkuð og það er ekki víst að allir í hópnum séu jafn tilbúnir eða færir um að reiða fram háar upphæðir.

■ Ef halda á ódýra gæsun/steggjun getur verið sniðugt að gera sem mest úti í náttúrunni, fara í laut-arferð, gönguferð, folf, strand-blak eða annað sem ekkert kost-ar. Nesti þarf ekki að vera dýrt og svo er hægt að skipuleggja ýmsa leiki sem allir hafa gaman af.

■ Passið ykkur að gera ekki lítið úr öðrum – til dæmis er afar ósmekklegt að nota Gay pride sem einhvern grundvöll til að gera lítið úr stegg eða gæs. Það er um að gera að fara á Gay pride til þess að sýna stuðning og hafa gaman en ekki klæða stegginn í g-streng og henda honum upp á pall til þess að hlæja að honum á kostnað göngunnar, það er bara ekki smart.

■ Ef stutt er í brúðkaupið þegar gæsun/steggjun á sér stað, pass-ið ykkur á því að útjaska ekki steggnum eða gæsinni þannig að hætta sé á því að hann/hún liggi kylliflöt daginn eftir. Það er alveg hægt að gera ýmislegt skemmti-legt sem ekki eyðileggur heilan dag sem annars hefði mögulega átt að fara í undirbúning.

Þið hafið heiminn í hendi ykkarBrúðkaupsferðin á að snúast um samveru brúðhjónanna og skiptir kannski ekki höfuð-máli hvert er farið. Þið gætuð farið í tjaldútilegu og haft það alveg eins gott og í lúxussvítu í erlendri stórborg. En það er þó ekki úr vegi að nýta brúð-kaupsferðina og fara á framandi slóðir, ef þið ætlið á annað borð að fara út fyrir landsteinana. Internetið geymir ógrynni upp-lýsinga um alla heimsins staði og það eru engin takmörk fyrir

því sem hægt er að gera sem fyrir fáum árum var óaðgengi-legt. Með tilkomu vefsíðna eins og dohop.is og lastminute.com er hægt að bóka ferðir með stuttum fyrirvara hvert sem er. Því ekki að fara til Bali, Hawaii eða Jamaíka? Eða til Perú og kanna Machu Picchu? Kannski „road trip“ þvert yfir Bandarík-in? Möguleikarnir eru óþrjót-andi og ef ævintýraþráin er sterk hafið þið heiminn í hendi ykkar.

Machu Picchu er óröskuð og einstaklega vel varðveitt Inkaborg í Perú.

Það sem má og ekki má

4 | fréttatíminn | páskaHelgin 24. mars–28. mars 2016

Brúðkaup

Page 5: Brudarblad 24 03 2016
Page 6: Brudarblad 24 03 2016

NÝTTNÝTT

MIRACLE MATCHFarði sem aðlagast þínum húðlit fullkomlega.Jafnar út misfellur og nærir húðina.Heilbrigt og náttúrulegt útlit.

Sykurmassaofgnótt á undan-haldi í brúðartertubakstri

„Mér finnst bara almennt séð áherslan vera að færast frá því að terturnar eigi bara að „lúkka“ yfir í að þær eigi bragðast vel,“ segir Auður Ögn Árnadóttir, eigandi 17 Sorta, um það nýjasta í brúðkaups-tertubransanum. „Það er minni áhugi fyrir þessum ægilegu skreyt-ingum og sykurmassaofgnótt og fólk er farið að spá meira í bragðið. Sykurmassinn er svotil ekkert nema bragðlaus sykur,“ segir Auður.

Vinsælustu brúðarterturnarAlmennilegar kökur eiga einn-ig meira upp á pallborðið en áður fyrr, að sögn Auðar, og fólk sækir minna í kökur sem eru meira eins og frauð eða mús. „Fólk vill bara almennilega köku en kakan getur verið allavega. Vinsælustu brúðar-terturnar hjá okkur eru annars-vegar súkkulaði og saltkaramellu og hins vegar vanillubotnar með hvítu súkkulaði, kampavíni og jarðarberj-um. Sú kaka er rosalega sparileg.“

Mikil kúnst að gera nakta kökuNaktar kökur eru að koma mjög sterkar inn en þeim má lýsa sem sykurmassakökum – án sykur-massans. „Það er raunar miklu erfiðara að gera nöktu kökurnar

Útlitið er að víkja fyrir bragðinu

Brúðhjónin Katrín Þóra Jóhannes-dóttir og Þórir Már Björgúlfsson skera

bollakökubrúðartertu frá 17 Sortum.

Naktar kökur eru eitt af því heitasta í dag. Þær eru einfaldar en hráefnin verða að vera 100%.

Fersk ber eiga alltaf upp á pall-borðið.v

Bollakökurnar í 17 sortum hafa vakið lukku.

því þú hefur ekkert til að fela þig bak við. Þær eru svo einfaldar og hráefnin verða að vera 100% og það þarf að hafa hraðar hendur. Sykurmassaterturnar eru svo vel einangraðar og loftþéttar en þegar sykurmassanum er sleppt er hætta á að hún þorni. Það þarf að passa vel upp á hlutfall krems og köku og að kakan sé ekki of þurr eða of blaut,“ segir Auður.

BollakökubrúðarterturAuður segir 17 Sortir hafa komið inn á markaðinn til þess að vera öðruvísi en bakaríin og mikil áhersla sé til að mynda á vel gerðar og öðruvísi bollakökur hjá þeim. „Margir eiga sér eftirlætis köku hjá okkur og biðja um hana í bolla-kökuformi. Það var svo mikil eftir-spurn eftir bollakökum í brúðkaup að við fluttum inn stand sem tekur

margar hæðir af bollakökum. Efst er síðan lítil terta sem brúðhjónin skera og hún dugir fyrir háborðið og svo er ein bollakaka á mann. Þetta myndar brúðartertu þó að óhefðbundin sé,“ segir Auður og bætir við að með þessu sé hægt að koma til móts við mismunandi smekk gesta og kaupa kannski 3-4 týpur af bollakökum.

Bara konurAuður er með tvo bakara í vinnu, þær Írisi Björk Óskarsdóttur og Rakel Hjartardóttur. Báðar eru þær nýútskrifaðar í iðninni. „Ég vildi ekki fá konditormeistara til mín því þeir gera oftar kökur sem eru meira eins og eftirréttir. Ég var svo heppin að fá þessar öflugu stelpur til mín í vinnu. Það eru reyndar bara konur sem vinna hér, bæði í framleiðslu, þetta er bara „girl power“ alla leið.“

Mynd | Unnur Ósk Kristinsdóttir

Auður Árnadóttir, eigandi 17 Sorta, segir fólk í dag vilja almennilega bragðgóða köku í stað sykurmassaofgnótt-

arinnar sem hefur verið ríkjandi í mörg ár.

Mynd | Hari

6 | fréttatíminn | páskaHelgin 24. mars–28. mars 2016

Brúðkaup AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | [email protected]

Page 7: Brudarblad 24 03 2016
Page 8: Brudarblad 24 03 2016

Fagnaðu stóra deginum í Hörpu

Fáðu tilboð: [email protected] eða 528 5070

Við sjáum um að útfæra brúðkaupsveisluna með þér, eins og þú vilt hafa hana. Úrvals aðstaða, glæsilegir salir og hagstætt verð — og útsýnið er innifalið.

Veislustjórn er ansi mikil-vægur hlekkur í því að skapa góða stemningu í brúð-kaupsveislunni. Veislustjór-inn verður að halda vel um taumana til þess að veislan gangi smurt og hnökralaust fyrir sig. Hér eru nokkur atriði sem stuðla að vel heppnaðri veislu.

Ef brúðhjónin fara í mynda-töku áður en þau mæta í veisluna þá er gott að vera búinn að fara yfir praktísk

atriði þegar þau mæta. Til dæmis varðandi mat og drykk, skemmtiat-riði og almennan framgang veisl-unnar; til dæmis hvort það verður vinsælt að fara í „kossaleikinn“ (klingt í glösum og brúðhjón fara upp á stól að kyssast – ekki öll brúð-hjón nenna þessu, veislustjórinn verður að lesa í aðstæður).

Munið að skála reglulega. Það léttir stemninguna og brýtur upp veisluna.

Sumum gæti þótt það snilldarhug-mynd að raða á borð ókunnugu fólki og blanda saman hópum. Það gæti verið sniðugt ef á gestalistan-um eru aðallega opnar týpur sem fíla ögrandi aðstæður en veislu-stjórinn ætti þó að undirstinga það við brúðhjónin að raða saman fólki sem þekkist. Þannig er hægt að losna við alls konar vandræða-legheit og pínlegar samræður og fólk getur notið kvöldsins betur.

Látið mælendaskrá lokast á einhverjum tímapunkti, það gengur ekki að fólk sé að koma frameftir öllu kvöldi og kveða sér hljóðs – eftir því sem líður á verða ræðurnar innihaldsrýr-ari og leiðinlegra að sitja undir þeim – þó að sá/sú sem mælir sé ekki endilega sammála því.

Passið að fólk tali ekki of lengi. Haf-ið einhvern hámarkstíma á ræðum.

Veislustjóri verður að hafa kjark til þess að stoppa af með lagni atriði eða ræður sem eru komnar á hálan ís. Það er ákveðin list að skynja það hvaða áhrif orð eða gjörðir eru að hafa á stemninguna og þá aðallega brúðhjónin. Það verður að vera hægt að gera góðlátlegt grín en meiðandi eða særandi orð eða upprifjun á leiðinlegum atvikum eiga ekki heima í brúðkaupsveislum.

Segið gestum að háborðið sé ekki heilagt – það má og á að fara til hjónanna, skála við þau og segja þeim brandara.

Látið dagskrána hefjast undir borðhaldi og stefnið að því að henni sé lokið á ákveðnum tímapunkti. Það er engum greiði gerður með því að láta dagskrána teygjast fram eftir öllu, athyglin er farin út í veður og vind og fólk þreytist undir löngu borðhaldi. Þegar nær dregur miðnætti vill fólk bara fara á flakk og byrja að spjalla eða dansa og brúðhjónin vilja smávegis „frjálsan tíma“ áður en þau halda út í brúðkaups-nóttina.

Ef það koma upp vandamál (ofur-ölvi frænka, eldur í servíettu eða stíflað klósett, t.d.) passið þá að brúðhjónin verði ekki vör við það. Fáið einhvern öflugan og lausna-miðaðan með ykkur í lið til þess að leysa vandamálið á eins skilvirkan hátt og hægt er.

Margir sem eru beðnir um að vera veislustjórar halda að þeir hafi verið ráðnir í uppistand. Það er ekki raunin, veislustjór-inn virkar meira eins og leik-stjóri – hann á að draga það besta fram í gestunum og passa að brúðhjónin njóti sín og veisl-unnar sinnar. Ef hann er fynd-inn í ofanálag er það bara plús.

Haltu vel utan um veisluna

Lausar fléttur og nátt-úrulegir liðir eru það

sem flestar brúðir sækjast eftir í dag.

Frjálslegar áherslur í hárgreiðslumÞað er af sem áður var að brúðir skarti stífum, ofspreyjuðum uppgreiðslum og slöngulokkum á brúðkaupsdaginn. Í dag snýst allt um náttúrulega og frjálslega liði, lausar fléttur og hippalega blómakransa. Þessi tíska fylgir tíðaranda sem margir fagna því að honum fylgir meira frelsi og fjölbreytni en lengi hefur tíðkast.

Fallegur blóma-

krans með lifandi

blómum getur gert

ótrúlega mikið fyrir

einfalda greiðslu.

8 | fréttatíminn | páskaHelgin 24. mars–28. mars 2016

Brúðkaup AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | [email protected]

Page 9: Brudarblad 24 03 2016

ÖRUGG SÓLARVÖRN

FYRIR VIÐKVÆMA HÚÐ

2016FEBRUAR

NIVEA Sun Protect and Sensitive Kids 50+

BEST I TEST

foreldre&barn

LOKSINS PÁSKAR BLÁR HIMINN OG GOTT SKÍÐAFÆRI – MUNDU SÓLARVÖRNINA

NIVEA.com

Page 10: Brudarblad 24 03 2016

Helga Kristjáns er ein af færustu förðunarfræðingum landsins og hefur farðað fyrir og stíliserað ótal myndatökur. Þegar hún giftist ástinni sinni kviknaði óbilandi áhugi á brúðkaupum og hefur hún farðað fjöldann allan af brúðum síðan.

„Við ákváðum að gifta okkur ári eftir að hann bað mín og þess vegna var nægur tími til undir-búnings. Ég kom út úr skápnum sem alger „brúðkaupsperri“ því síðan hef ég elskað allt tengt brúð-kaupum og væri til í að skipuleggja þau á hverju ári,“ segir förðunar-fræðingurinn, stílistinn og Viku-blaðamaðurinn Helga Kristjáns-dóttir sem gekk í hið heilaga með Magnúsi Þór Ásgeirssyni markaðs-stjóra einn fagran sumardag fyrir þremur árum. „Dagurinn okkar var yndislegur í alla staði og ég hefði engu viljað breyta. Ég myndi alltaf ráðleggja fólki að missa sig ekki of mikið í smáatriðin í brúðkaupsund-irbúningnum. Hafa gaman af þessu og muna hvað það er sem skiptir í raun og veru máli.“

Giftust á „heimaslóðum“Eftir töluverðar vangaveltur ákváðu Helga og Magnús að láta pússa sig saman í Hallgrímskirkju. „Upp-runalega langaði okkur að giftast á suðrænum slóðum en gerðum okkur fljótt grein fyrir því að það er hægara sagt en gert. Svo vorum við lengi vel að skoða litlar sveitakirkjur en enduðum á „heimaslóðum“ þar sem við bæði erum alin upp, í Þing-holtunum. Veislan var svo haldin niðri í bæ í afslöppuðum anda, í sal með útsýni út á höfn. Við ákváðum að vera með spænska smárétti frá Tapas barnum og það tókst mjög vel,“ segir Helga. Þriggja rétta borð-hald heillaði ekki og því varð þessi afslappaði stíll fyrir valinu.

Eins og fyrr sagði kviknaði brenn-andi áhugi hjá Helgu á brúðkaupum fljótlega eftir að hún hóf undir-búning á sínu eigin. „Það verður að segjast eins og er að ég varð svolítið mikið heltekin og varði góðum tíma í að skoða hugmyndir á Pinterest. En ég gerði mér samt grein fyrir því

að öll smáatriði skiptu ekki öllu; aðalmálið væri að skemmta sér vel, hafa nánasta fólkið sitt samankom-ið, góðan mat, góða tónlist og ef við kæmum gift út úr deginum hafði allt farið á besta veg.“

Spöngin vakti mikla athygliKjóllinn hennar Helgu var hönnun Veru Wang, „White By Vera Wang“. „Ég var ekki með neinar fastmót-aðar hugmyndir um kjólinn. Mér fannst ótrúlega gaman að skoða allskonar stíla en fann fljótt í hvaða átt ég vildi fara. Ég hef alltaf verið hrifin af svona grísku sniði eins og er á kjólnum og fannst líklegt að sniðið á honum færi vaxtarlagi mínu vel. Ég tók hinsvegar risastór-an séns þar sem ég pantaði kjólinn á netinu en pabbi minn var svo góður að koma með hann heim úr einni Ameríkuferðinni. Hann endaði með að smellpassa og ég var virki-lega ánægð með hann,“ segir Helga. Magnús klæddist afslöppuðum Dolce Gabbana jakkafötum. „Ætli upprunalega hugmyndin um suð-rænt brúðkaup hafi ekki haft svolítil áhrif á fatavalið og afslappaða stíl-inn. Við vorum bæði allavega strax sammála um að við vildum alls ekk-ert of stíft eða hefðbundið.“

Hárgreiðsla Helgu var áreynslu-laus og frjálsleg en spöngin vakti mikla athygli. „Þegar ég rakst á þessa tilteknu spöng var það ást við fyrstu sýn. Síðan hefur hún birst á forsíðu brúðkaupsblaðs Vikunnar og nokkrar konur komið til mín og viljað leigja hana af mér!“

Endaði á því að mála sig sjálfStarfandi sem förðunarfræðingur og stílisti ætlaði Helga að gefa sjálfri sér frí á brúðkaupsdaginn og fór í prufuförðun til förðunarfræðings. „Mig langaði að vera „stikkfrí“ á brúðkaupsdaginn en það endaði hins vegar á því að ég farðaði ekki bara sjálfa mig, heldur líka mömmu mína og stjúpdóttur,“ segir Helga og hlær. „Maður þekkir sitt and-lit og sinn stíl best. Ég fór ekkert út fyrir þægindarammann með brúðarförðunina, ég hélt mig við það sem ég vissi að klæddi mig vel. Lúkkið endaði sem brúnt „smokey“ með ferskjulituðum vörum.“

Smáatriðin skipta ekki

máli

Helga og Magnús eiga samtals fimm börn; Magneu Ástu, Ásgeir Snæ, Júlíu Heiði, Jórunni Ósk og Birtu Maríu sem

kom undir stuttu eftir brúðkaupið.

Million Dollar Tan Ilmar vel - léttur og ferskur ilmurSérð litinn strax - Liturinn kemur strax í ljós og verður betri eftir sturtubaðEndist lengi - allt að 6-12 daga Náttúrulegir litir - inniheldur hæstu prósentu af DHAÞornar fljótt - á innan við 5 mínútum getur þú klætt þig afturNuddast ekki af - mörg brúnkukrem nuddast auðveldlega af, en ekki MDTAlgjörlega skaðlaust - Brúnka án skaðlegra UV sólargeisla og enginn bruniInniheldur lífrænt DHA - virka efnið í brúnkusprayinu sem gefur litinn

Eitt það skemmtilegasta

sem ég veit er að vera með í brúð-

kaupsundirbúningi og gera konur hrikalega fal-

legar og ljómandi fyrir stóra daginn

þeirra.

Við ákváðum að biðja Braga Þór Jósefsson um að mynda okkur, því ég

hafði unnið með honum í fjölmörg ár og veit fyrir hvað hann stendur.

Hann er einn af okkar allra bestu ljósmyndurum, þægilegur í nær-

veru og alger fagmaður. Hann vissi nákvæmlega að hverju við vorum

að leita og ég mæli með því að fólk velji vel og hittist og spjalli við við-

komandi ljósmyndara fyrir stóra daginn. Myndirnar frá deginum eru

dýrmætustu minningarnar.

Myndir | Bragi Þór Jósefsson

Undirbúningur skemmtilegasturSíðustu ár hefur Helga farðað margar brúðir en síðasta sumar var alger sprengja. „Er það bara ég eða giftu sig bókstaflega allir í fyrra-sumar,“ spyr Helga og hlær. „Eitt það skemmtilegasta sem ég veit er að vera með í brúðkaupsundirbúningi og gera konur hrikalega fallegar og ljóm-andi fyrir stóra daginn þeirra. Það er mikilvægast að konur séu þær sjálfar á brúðkaupsdaginn, bara besta útgáf-an af sjálfri sér,“ segir Helga og bætir við að mikilvægt sé að konur fari í prufuförðun og séu óhræddar að segja sína skoðun, hvað þeim líkar og líkar ekki. „Það er alltaf gott að vera með einhverja mynd í huga og jafnvel sýna förðunarfræðingnum mynd af förðun sem þér þykir falleg, svo þið séuð að tala sama tungumálið.“

Ekki prófa á brúðkaupsdaginnAðspurð um pottþétt ráð þegar förð-unin er annars vegar segir Helga mik-ilvægt að konur séu trúar sínum stíl og séu ekki að prófa eitthvað spánnýtt þegar kemur að stóra deginum. „Til dæmis myndi ég ekki mæla með rauð-um varalit ef það er ekki eitthvað sem konan er vön að bera. Svo er ýmis-legt sem gott er að nota á húðina til að undirbúa hana fyrir farðann og láta hann endast sem lengst, eins og gott rakakrem og farðagrunn. Gott er að hafa með sér hyljara, púður og gloss eða varalit í töskunni, til að lappa upp á sig yfir daginn og kvöldið.“

facebook.com/makeupbyhelga

10 | fréttatíminn | páskaHelgin 24. mars–28. mars 2016

Brúðkaup AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | [email protected]

Page 11: Brudarblad 24 03 2016

Hilton Reykjavík Spa er heilsurækt í algjörum sérflokki. Við bjóðum upp á glæsilega aðstöðu og notalegt andrúmsloft og æfingaáætlun sem er sérsniðin að þínum þörfum. Í heilsulindinni okkar er boðið upp á fjölbreyttar nudd- og snyrtimeðferðir og spa upplifun sem henta bæði körlum og konum. Styrktu líkama, huga og sál undir framúrskarandi handleiðslu okkar á Hilton Reykjavik Spa.

Hilton Reykjavik Spa – Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík – símar 444 5090 og 444 5555 – www.hiltonreykjavikspa.is

Persónuleg og góð

þjónusta

Nuddog spa

meðferðir

Gefðu þér gjöf sem veitir vellíðan

Page 12: Brudarblad 24 03 2016

Réttarhálsi 2 • 110 ReykjavíkSími: 520 6666 • [email protected] • rv.is

Rekstrarvörur- vinna með þér

Rekstrarvörur– fyrir þig og þinn vinnustað

Hágæða postulín- með innblæstri frá náttúrunni

Verið velkomin í verslun RV og sjáið úrvalið af glæsilegum borðbúnaði frá REVOL. Starfsfólk RV aðstoðar verðandi brúðhjón við að velja postulínsborðbúnaðinn á gjafalistann.

24/7

RV.isRV.is

Opið virka daga frá 11:00 -19:00 og laugardaga 12 - 18

Í Ostaskóla Búrsins eru bara ostar á námsskránni. Engar frímínútur og heldur engin heimavinna. Afþreying fyrir ostelskandi einstaklinga.

Ostaást?Búrið er troðfullt af ótrúlega girnilegu

ostagóðgæti og öðru gúmmulaði.

Komin tími til að kíkja í Búrið?

Grandagarður 35 · 101 Reykjavík · Sími 551 8400 www.burid.is

Kate fór dálítið ólíka leið tengdamóður sinnar heitinnar, Díönu prinsessu, sem fór alla leið í rjómatertustíl-num. Slörið var tæplega 8 metrar á lengd og kjólinn alsettur perlum og gimsteinum. Í dag er kjóllinn talinn

ómetanlegur og ferðast á milli landa sem sjálfstæður sýningargripur. Trúlofunarkjóll Díönu seldist fyrir fimm árum á 192,000 pund, eða tæplega 35 milljónir króna miðað við gengið í dag.

Goðsagnir í formi brúðarkjólaBrúðarkjóllinn er stóra málið fyrir allflestar brúðir. Þennan dag er brúðurin stjarna – með fullri virðingu fyrir brúðgumum. Brúðarkjóllinn getur orðið að goðsögn, eins og reyndin er með þessa kjóla sem við völdum úr sem fremsta meðal jafningja.

Einn frægasti brúðar-kjóll allra tíma er

kjóllinn sem Grace Kelly klæddist þegar

hún gekk að eiga prins Rainier af Mónakó. Það

tók tæplega fjörutíu saumakonur meira en

sex vikur að handsauma hverja perlu og blúndu á kjólinn. Hann hefur elst einstaklega vel og þegar

Kate Middleton giftist Vilhjálmi Bretaprinsi

var kjóllinn hennar, sem hannaður var hjá

tískuhúsi Alexander McQueen, greinilega inn-

blásinn af Grace Kelly.

Einn frægasti brúðarkjóllinn í seinni tíma bíómyndasögu er án efa kjóllinn sem Carrie Bradshaw úr Sex and the City klæddist

þegar hún ætlaði að giftast mr. Big í bíómyndinni um hinar fjórar fræknu – en það fór ekki eins og ætlað var, eins og frægt er. Það

var Vivienne Westwood sem hannaði kjólinn sem varð, aðeins klukkutímum eftir frumsýningu myndarinnar, uppseldur. Þrátt

fyrir að hafa sjálf látið framleiðendum myndarinnar kjólinn í té var Westwood langt því frá uppnumin yfir henni og yfirgaf

raunar bíósalinn á frumsýningunni eftir aðeins tíu mínútur. Hún sagðist hafa haldið að „konsept“ Sex and the city væri beitt og

ögrandi jaðartíska en það sem hún hefði séð væri ekki á nokkurn máta áhugavert eða eftirminnilegt. Hananú.

12 | fréttatíminn | páskaHelgin 24. mars–28. mars 2016

Brúðkaup AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | [email protected]

Page 13: Brudarblad 24 03 2016

Unnið í samstarfi við Gull og silfur

Sigurður G. Steinþórsson gullsmíðameistari smíðaði sína fyrstu giftingarhringa árið 1970 og ári síðar, 3.

apríl 1971, stofnaði hann Gull og silfur ásamt fjölskyldu sinni og hefur hann staðið vaktina allar götur síðan. Það þýðir að aðeins nokkrir dagar eru í 45 ára afmæli fyrirtækisins, sem fyrst var til húsa við Laugaveg 35 en hefur í rúman áratug verið í húsi númer 52 við verslunargötuna góðu. Gull og silfur hefur verið rekið við góðan orðstír allan þennan tíma og ávallt lagt mikla áherslu á smíði giftingar- og trúlofunahringa.

„Munurinn á okkur og mörgum öðrum er að við handsmíðum alla okkar hringa. Það eru margir sem eru meira og minna í innflutningi. Allir okkar hringar eru smíðaðir á staðnum – og þeir eru meira að segja ódýrari en þessi innfluttu,“ segir Sigurður. „Þessi bransi er að breytast svo mikið.“

Ábyrgð á þúsundum hjónabandaSigurður segir fólk hafa ýmsar skoðanir á því hvernig það vill hafa hringana og þeir eru smíðaðir í öllum stærðum og gerðum. „Við klæðskerasaumum hringana að þörfum hvers og eins. Þetta er svo stór stund í lífi fólks að það er gaman að geta veitt þessa þjónustu. Sumir vilja klassíkina í formi og lit en aðrir eitthvað allt annað og aðra liti eins og hvítagull, rósagull og jafnvel silfur. Fólk getur komið með sínar eigin hugmyndir að hringum

sem við smíðum svo eftir,“ segir Sigurður sem hefur ásamt öðrum gullsmiðum Gulls og silfurs að öllum líkindum smíðað fleiri trúlofunar- og giftingarhringa en nokkur annar hér á landi. „Ætli við berum ekki ábyrgð á nokkur þúsund hjónaböndum gegnum tíðina, við erum búin að vera svo lengi í bransanum.“

Snýst um virðingu fyrir faginuSigurður leggur ríka áherslu á að Gull og silfur sé fyrst og fremst íslenskt handverk og íslensk fram-

leiðsla. „Mikið af því sem kallað er íslensk hönnun og boðin víða til sölu er framleidd erlendis, svipað og með prjónavörurnar, sem eru mikið í umræðunni. Það er alltaf verið að reyna að finna ódýrt vinnuafl en við tökum ekki þátt í því. Svo snýst þetta líka um að bera virðingu fyrir okkur og faginu. 95% af öllum þeim vörum sem til sölu er í versluninni er handsmíðuð vara á okkar eigin gullsmíðaverkstæði og mjög oft bara eitt eintak af hverju. Sumum finnst það kannski tímaskekkja en svoleiðis viljum við hafa það.“

Á vefsíðu Gulls og silfurs, gullogsilfur.is, er mikið úrval af fallegum trúlofunar- og giftingar-hringjum. Vikuna 1. apríl til og með 9. apríl verður 15% afsláttur af trúlofunarhringum og 25% af allri annarri vöru í tilefni af 45 ára afmæli fyrirtækisins.

„Munurinn á okkur og mörgum öðrum er að við handsmíðum alla okkar hringa. Það eru margir sem eru meira og minna í inn-flutningi.“

Handsmíðaðir hringar í 45 árÍslensk skartgripasmíði af betri gerðinni hjá Gull og silfur við Laugaveg

Klassískir gulagullshringar eru aðalsmerki Gulls og silfurs.

Sigurður hefur staðið vaktina ásamt fjölskyldu sinni í 45 ár í Gulli og silfri.

Mynd | Rut

Fallegar gjafir fyrir lifandi heimiliVið hjá Húsgagnahöllinni bjóðum upp á mikið úrval gjafavöru fyrir stóru stundirnar í lífinu. Okkar vinsælu brúðagjafalistar auðvelda vinum og fjölskyldu að finna gjöfina sem ykkur langar sem mest í. Hvort sem um er að ræða vinsælu matarstellin eða stærri gjafir sem ykkur langar að safna. Skráið ykkur á gjafalista á husgagnahollin.is Öll brúðhjón sem skrá sig fáveglega gjöf. Það er okkur ánægja að auðvelda ykkur valið.

ReykjavíkBíldshöfða 20

AkureyriDalsbraut 1

www.husgagnahollin.is 558 1100

|13fréttatíminn | pÁSkAHeLGin 24. MArS–28. MArS 2016

Kynningar | Brúðkaup AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | [email protected]

Page 14: Brudarblad 24 03 2016

samkvæmi og að ég verði komin með rauðvínsbletti í kjólinn minn áður en fyrstu gestirnir fara. Þetta á að vera gaman, rífandi gott tjútt sem endar á bestu timburmönn-um í heimi – þú veist, gjafirnar og allt það.

Hvernig er staðan; kalt mat?Á þessum tímapunkti mætti alveg ganga betur. Satt best að segja. Við eyddum heilli viku í það að hanna boðskortin okkar í febrúar sem ég ætlaði svo að láta prenta núna í mars þegar ég var búin taka lokasprettinn á gestalistanum. Ekki það að ég sé ekki að bæta við hann og henda út á hverjum ein-asta degi. Ferlega erfitt mál þessir gestalistar.

En vikuvinna, vænn slatti af rifrildum og almennu volæði við fór svolítið fyrir bí þegar senda átti boðskortin í prentun og ég fann hvergi kortin inni á vefsíðunni sem

við höfðum notast við. Enda hafði mannvitsbrekkan, ég, aldrei vistað bannsett kortin. Og þau með öllu horfin. Ég er meira að segja búin að hringja háskælandi eitthvert til útlanda og ekkert hægt að gera. Nema búa til ný boðskort. Eða bjóða fólki símleiðis og eyða meiri pening í áfengar veigar.

Áður en við ákváðum að græja boðskortin á þennan hátt fór ég einmitt og eyddi formúu í fínan pappír, límmiða og fokdýra penna af því ég ætlaði að vera frumleg og ægilega persónuleg og handskrifa boðskortin. Ég skrifaði tvö stykki. Gafst upp og tróð öllu draslinu ofan í skúffu. Þetta var svona fyrsta alvöru bakslagið hvað fjár-hagsáætlunina varðar...

Guðrún Veiga hatar Excel en elskar skipulag. Hún ætlar að ganga í heilagt hjónaband í sumar en undirbúningurinn hefur litast af misgáfulegu kroti í tugi minnisbóka, nokkrum tárum yfir glötuðu boðskorti og fjárhagsáætlun sem mögulega er löngu sprungin. Við fengum að gægjast bak við tjöldin í skipulagðasta en jafnframt kaotískasta brúðkaupsundirbúningi sem sögur fara af.

Hvernig undirbýr skipulagsfíkill með kvíðaröskun brúðkaup?

Sjá lengri útgáfu af dagbók skipulagsfíkils á frettatíminn.is

Hvenær ætli brúðkaupsundirbún-ingurinn hafi byrjað – þegar litið er um öxl? Tja, svona um það bil sex mínútum eftir að kærastinn féll í stafi yfir rómantísku bónorði mínu. Sem átti sér stað þegar hann var að skipta um rúmföt. Og ég áttaði mig skyndilega á að kona lætur ekki mann sem skiptir um rúmföt ganga sér úr greipum. Nú, um leið og vilyrði fyrir brúð-kaupi var fengið fleygði ég mér í fangið á honum, umvafin tandur-hreinum rúmfötum auðvitað og reif upp tölvuna með látum. Til þess að sýna honum sko allar hug-myndirnar sem ég er búin að vista á Pinterest. Síðustu fimm árin eða, þú veist... sjö. Það var þó nokkrum klukkutímum eytt í bólinu þann daginn. Þar sem ég sýndi honum mínar hugmyndir. Og skaut niður hans inn á milli.

Kannski ég grilli bara pylsur...Það er margt sem þarf að huga að, talsvert meira en mig óraði fyrir – mögulega gæti ég verið að flækja ferlið með því að væflast um með fulla tösku af minnisbókum og handskrifa hvert einasta atriði í stað þess að setja hlutina upp í stílhreint og einfalt Excel-skjal. Ég hata Excel. Minnisbækur eru raunar ákveðinn útgjaldaliður á fjárhagsáætlun þessa ágæta brúð-kaups. Svo er ég meðlimur í hópi á Facebook sem heitir Brúðkaups-hugmyndir og þegar ég voga mér þangað inn fæ ég reglulega snert af taugaáfalli. Ég er að fara að gifta mig í ágúst en fólk sem ætlar að gifta sig í september 2019 virðist

vera komið lengra en ég í ferlinu. Ég íhuga ítrekað að fleygja öllum mínum bókum í ruslið, hóa í sýslumann og grilla svo pylsur í kjölfarið.

Svo er það fjárhagsáætlunin...fjárhagsáætlun sem er auð vitað fyrir löngu farin úr skorðum, svona af því við verðandi hjónin höfum mjög ólíkar hugmyndir um hvað telst spreð og hvað telst nauð-syn. Það urðu nánast sambúðarslit um daginn þegar brúðguminn reif fram ævaforna spariskó, sem mig grunar að hann hafi fermst í, og þóttist ætla að leiða mig inn í lífið með þá á löppunum. Að hans mati (sem er augljóslega mjög brenglað) þá er auðvitað bölvað bruðl að fjár-festa í sérstökum skóbúnaði fyrir eitthvert brúðkaup.

Ég fór mjög blíðlega yfir þessi mál með honum og kom honum í skilning um að hann gengi ekki í hjónaband á skóm sem hann hefur dansað í á Austur. Á meðan bað ég auðvitað auðmjúklega og í hljóði til Guðs að hann kæmist aldrei að því hvað brúðarskórnir sem ég hef augastað á kosta.

Verður rífandi gott tjúttÉg hef grenjað yfir ófáum brúð-kaupskvikmyndum í gegnum tíðina og haft hinar ýmsu hug-myndir um hvernig mitt brúðkaup á að vera síðan ég var krakki. En með aldrinum hafa áhyggjurnar af ásýnd tertunnar farið minnk-andi og áhyggjur af áfengismagni vaxandi. Mér er mikið í mun að þetta verði húrrandi skemmtilegt

Hvenær ætli brúð-kaupsundirbúningurinn

hafi byrjað ... svona um það bil sex mínútum eftir

að kærastinn féll í stafi yfir rómantísku bónorði

mínu. Sem átti sér stað þegar hann var að skipta

um rúmföt. Og ég áttaði mig skyndilega á að kona

lætur ekki mann sem skiptir um rúmföt ganga

sér úr greipum.

Guðrún Veiga segir að sig hafi ekki órað fyrir því hversu mörgu þarf að huga að við skipulagningu eigins brúðkaups.

Myndir | Hari

Ein af ótalmörgum skipulagsbókum Guðrúnar Veigu.

14 | fréttatíminn | páskaHelgin 24. mars–28. mars 2016

Brúðkaup

Page 15: Brudarblad 24 03 2016

Unnið í samstarfi við Carat

Carat býður upp á einstaka þjónustu þar sem pör geta hannað sína eigin giftingar-hringa, allt eftir smekk og

efnahag hvers og eins.Í samstarfi við þýska skartgripa-

framleiðandann Acredo býður Carat pörum sem eru að velja sér giftingar- eða trúlofunarhringi ein-staka þjónustu þar sem þau geta komið að allri hönnun á stíl og útliti hringsins. Haukur gullsmíðameistari í Carat segir þetta verða til þess að úrvalið sé meira en hefur nokkru sinni hefur þekkst í þessum geira.

Bylting í áletrunumEkki nóg með að hægt sé að hanna útlit hringsins heldur hefur einnig orðið bylting í áletrunum. „Allar áletranir eru leiserskornar og þannig getum við boðið upp á mikið úrval og allt sem hugurinn girnist í þeim efnum. Fólk getur skrifað eitthvað sjálft niður og við skönnum það inn og leiserskerum það í hringinn. Sumir hafa sett fingraför og það er hægt að setja hvað sem er,“ segir Haukur og rifjar upp eina skemmti-lega áletrun sem var þannig að kona kyssti blað og kossinn var skann-aður, minnkaður og skorinn innan í hring. „Það er hugmyndaflugið sem ræður hér, þetta er virkilega skemmtilegt.“

Stórgott úrvalHaukur segir fólk vera opið fyrir alls konar nýjungum og það sé ekki endilega vegna þess að smekkur fólks sé að breytast heldur ein-faldlega vegna þess að úrvalið í dag sé miklum mun meira en það var fyrir örfáum árum. „Það er bara svo mikið í boði. Við erum að bjóða hringana í öllum tegundum eðalmálma, einlita, tvílita og þrí-lita. Rósagullið er til dæmis að koma sterkt inn núna. Það er ekki ósvipað rauðagullinu en þó með mun mýkri rauðum blæ, ekki eins sterkum koparlit og rauðagullið. Svo koma ýmis munstur einnig inn líka og mjög margir velja demanta, einn eða fleiri, í dömuhringinn. Það virðist vera meiri stemning fyrir þessum hringum núna,“ segir Haukur en bætir við að þessir hefð-bundnu einföldu hringar standi þó alltaf fyrir sínu og það sé alltaf gott úrval af þeim líka.

Í Carat er lögð áhersla á pers-ónulega þjónustu í afslöppuðu andrúmslofti, undirstrikar Haukur. „Við hvetjum fólk til þess að taka sér tíma og koma til okkar, skoða úrvalið og fá ráðgjöf. Fá sér kaffi-sopa eða kampavínsdreitil og taka ákvörðun í góðu tómi.“

Draumahringurinn er handan við hornið hjá Carat

Haukur ásamt Rakel Mist, dóttur sinni, sem stendur vaktina í Carat við hlið föður síns. Úrvalið í Carat er með því mesta sem þekkist hér á landi.

„Við hvetjum fólk til þess að taka sér tíma og koma til okkar, skoða úrvalið og fá ráðgjöf. Fá sér kaffisopa eða

kampavínsdreitil og taka ákvörðun í góðu tómi.“

Allar áletranir eru leiser-skornar og þannig getum við boðið upp á mikið úrval og allt sem hugurinn girnist í þeim efnum.

Hvernig berðu þig að?Farðu inn á carat.is og veldu „trúlofunar- og giftingarhringir“. Þá kemur upp gluggi þar sem þú getur prófað þig áfram, valið breidd hringanna og lögun, þykkt og stærð. Liti að sjálfsögðu; hvítagull, gulagull, rauðagull, rósagull eða platínu. Einnig er hægt að velja steina – eða sleppa þeim og einnig áferð, hvort hringarnir eigi að vera mattir eða í glans. Þegar verið er að hanna hring-inn er hægt að fylgjast með verðinu allan tímann, það breytist jafnharðan og breytingar eru gerðar. Athugið að í verslun Carat við Hátún eru á annað hundruð hringapör, demantshringir, demantsbönd og demantsskart til sýnis og mátunar. Við bjóðum ykkur velkomin í Carat og við aðstoðum ykkur að finna draumahringana.

CARAT Haukur gullsmiður, Hátún 6A S: 577 7740 | www.carat.is

|15fRéTTATíminn | páSkAHElgin 24. mARS–28. mARS 2016

Kynningar | Brúðkaup AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | [email protected]

Page 16: Brudarblad 24 03 2016

Unnið í samstarfi við Luxor tækjaleigu

Fólk leitar gjarnan til okkar með grófar hugmyndir og við útfærum þær með viðkomandi. Við tökum hugmyndina og látum hana verða að veruleika,“ segir

Bragi Reynisson, framkvæmdastjóri Luxor tækja-leigu.

Luxor hefur verið starfrækt frá árinu 2001 og starfsfólk fyrirtækisins býr yfir mikilli reynslu í tæknimálum, til að mynda frá framleiðslu sjónvarpsþátta á borð við Biggest Loser og The Voice. Luxor býður upp á ljósakerfi, sviðslausnir, hljóðkerfi, rauða dregla og ýmislegt annað til leigu sem tilheyrir veisluhaldi.

„Við getum með einföldum hætti tekið hefð-bundinn sal og umbreytt honum. Látlaus salur eignast nýtt líf með tækjunum okkar, sérstak-lega LED-ljósunum sem breyta stemningunni. Þau fylgja því litaþema sem er í brúðkaupinu og svo þegar líður á kvöldið breytist litaþemað yfir í partí með einum smelli,“ segir Bragi.

Hann segir að fagþekking síns fólks geti komið að góðum notum í brúðkaupsveislum. „Mínir menn geta komið á staðinn og séð alfarið um tæknimálin, þá eru þau í öruggum höndum. Hvort sem það eru ræðuhöld, myndbönd eða plötusnúðar. Það er algengt að einhverju sé

tæknilega ábótavant í veislusölum og þá kemur fagþekking okkar sér vel. Flestir fá sér veisluþjón-ustu í brúðkaupum, það er alveg jafn sjálfsagt að leita eftir tækniþjónustu.“

Nánari upplýsingar má fá á heimasíðunni www.luxor.is.

Tæknimálin í öruggum höndumLuxor tækjaleiga býður upp á ljósakerfi, sviðslausnir og hljóðkerfi fyrir brúðkaupsveislur

Látlaus salur eignast nýtt líf með LED-ljós-unum sem Luxor hefur yfir að ráða.

Bragi Reynisson, framkvæmdastjóri Luxor.

Unnið í samstarfi við Más og blás

Þegar kemur að því að skipu-leggja stóra daginn er vissara að huga að tónlistinni. Steinar Sigurðarson tónlistar-

maður hefur mikla reynslu af því að troða upp í brúðkaupum og að skipuleggja tónlistaratriði.

„Ég hef komist að því í gegnum tíðina að margir vita ekki hvert þeir eiga að leita þegar kemur að tónlist í veislum. Ég hef tekið þetta að mér, allt frá því að troða upp sjálfur með saxafóninn í að skipuleggja stór tón-listaratriði eða tónlist sem spiluð er undir borðhaldi,“ segir Steinar.

Steinar segir ýmsa möguleika í boði varðandi tónlistarflutning í brúðkaupum. Hann hafi til að mynda sett saman brassband í New Orleans-stíl sem hafi marserað með fólk frá kirkju að veislu, hann hafi troðið upp með saxafóninn bæði

með plötusnúðum og gítarleikurum og þannig mætti áfram telja. „Við höfum spilað hresst „happy“ lag í staðinn fyrir útgöngumarsinn og það heppnaðist ótrúlega vel. Presturinn og kirkjan ráða því ekki hvort eða hvernig þú spilar brúðarmarsinn eða útgöngumarsinn. Það er hægt að spila þetta á allt annan hátt eða spila önnur lög.“

Steinar segir að margir veigri sér við að leggja fram óskir sínar í þeirri trú að það sé ómögulegt, passi ekki eða sé illframkvæmanlegt. „Það þarf ekki að vera svo og yfirleitt er hægt að hanna hlutina í kringum viðburðinn. Fólk áttar sig oft ekki á þeim möguleikum sem í boði eru og þorir jafnvel ekki að spyrja.“

Þeir sem hafa skipulagt brúðkaup vita að ýmislegt getur gengið á í hamaganginum. Steinar segir að eitt og annað er snýr að tónlist og tækni-málum eigi það til að gleymast og þá sé gott að hafa fagmann í málinu.

„Þegar pípulagnirnar bila þá ræð ég mér pípara, ég er ekki að fara í rörin sjálfur því þá eru töluverðar líkur á að það leki. Það sama gildir um tónlistina, fólk vill bara hafa þetta í lagi. Það vill ekki að það sé bara þögn þegar ræður eru búnar, tónlistin í borðhaldinu passi ekki eða það gleymist snúra til að tengja græjurnar,“ segir hann.

Hægt er að hafa samband við Steinar í gegnum síðu hans á Facebook (Steinar Sig) og þar eru jafnframt nánari upplýsingar um hann.

Steinar sér um tónlistinaTekur að sér að troða upp í brúðkaupum og skipuleggja tónlistaratriði

Steinar Sigurðarson hefur góða reynslu af því að skemmta í

brúðkaupum og að skipuleggja tónlistaratriði.

Mynd | Hari

Unnið í samstarfi við Hljóðver.is

Þetta er tilvalið til að gera daginn skemmtilegan, að taka saman upp lag,“ segir Jónas Björgvinsson, upptökumaður

og eigandi Hljóðvers.is. Jónas hefur mikla reynslu af því að taka á móti hópum í gæsunum og steggjunum. Vinsælt er að gæsin eða steggurinn syngi lag í hljóðverinu sem svo er spilað í brúðkaupinu, gjarnan undir myndasyrpu frá gæsuninni eða steggjununni.

Hljóðver.is hefur verið rekið frá 2008 að Langholtsvegi 60 og þar hefur fjölbreytt tónlist verið tekin upp í gegnum tíðina. „Þetta er lítið og skemmtilegt hljóðver og hér er gott að vinna,“ segir Jónas sem hefur auk tónlistar fengist talsvert við aug-lýsingar og talsetningu.

„Og síðan hefur þetta alltaf fylgt,

að taka á móti hópum, eða gæsa-tímabilið eins og við köllum það. Gæsatímabilið hjá okkur er á vorin og sumrin en ekki á haustin eins og hjá flestum,“ segir hann í léttum tón.

Aðspurður segir Jónas að vanalega hafi skipuleggjend-ur samband við hann og velji lag. Svo þegar hópurinn mætir í hljóðverið tekur um það bil hálftíma til klukku-tíma að hljóðrita sönginn. „Gæsin eða steggurinn syngur aðalröddina og stundum syngja vinirnir bakraddir, það getur komið skemmtilega út. Svo eru dæmi um það að báðir hóparnir, gæsin og steggurinn, komi í sitt hvoru lagi og brúðhjónin séu óafvitandi látin syngja dúett,“ segir Jónas.

Hann segir athyglisvert að kon-urnar séu yfirleitt metnaðarfyllri og vilji gera hlutina vel. Strákarnir virðist hafa meiri ánægju af að pína stegginn, til að mynda með því að syngja rokkballöður sem viðkom-andi ráði alls ekki við.

Gengur ekki fólki misvel að spjara sig í hljóðverinu?

„Jú, auðvitað. Við höfum fengið alla flóruna, allt frá góðum söngvurum til fólks sem er algjör-lega laglaust. Það hefur auðvitað ákveðið skemmtanagildi líka. Svo er líka vissara að reyna að gera þetta fyrri part dags, svo allir séu ennþá hressir.“

Þegar gæsir og steggir hafa sungið hjá Jónasi hljóðblandar hann lagið og skilar af sér geisladiski með laginu og myndum frá upptökunum. Allar nánari upplýsingar má fá á heimasíðunni www.hljodver.is.

Tekur á móti steggjum og gæsumJónas Björgvinsson rekur Hljóðver.is þar sem vinsælt er að láta tilvonandi brúðhjón syngja lag sem svo er spilað í brúðkaupinu

Jónas Björgvinsson.

Það er oft lífleg stemning í hljóðverinu þegar gæsir og steggir kíkja í heimsókn.

16 | fréttatíminn | PáSkAHELGiN 24. MARS–28. MARS 2016

Kynningar | Brúðkaup AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | [email protected]

Page 17: Brudarblad 24 03 2016

Unnið í samstarfi við Blush

Kynlífstækjaverslunin Blush.is býður upp á fríar kynningar á höfuðborgarsvæðinu. „Við mætum á staðinn með allar vörurnar og posa þannig að fólk hefur tök á því að versla í lokin,“ segir Gerður

Arinbjarnardóttir, eigandi Blush. Gerður leggur áherslu á kynningar í gæsapartíum þar sem gæsin fær veglega gjöf í lok kynningar. Helgarnar yfir sumartímann eru vanalega þéttbókaðar en Gerður sinnir kynningunum sjálf og er að auki með 10-12 konur í vinnu.

Hægt að versla í friðiLögð er áhersla á vönduð merki hjá Blush og þar eru Lelo og Svakom fremst í flokki. Á kynningunum eru allar vör-urnar til sýnis. „Við leyfum konunum að snerta vörurnar þannig að þær fái tilfinningu fyrir þeim. Við leiðbeinum og útskýrum hvernig þær virka, það eru auðvitað ekki allir sérfræðingar í þessum efnum. Í lokin er öllum svo boðið að fara afsíðis, ein og ein, til þess að versla því einhverjar vilja kannski ekki versla eða spyrja ítarlegra spurninga fyrir framan allan hópinn,“ segir Gerður og bætir við að á hverri kynningu sé alltaf ein sem kann allt og á alla flóruna og svo feimna týpan sem finnst óviðeigandi að ræða kynlíf fyrir framan annað fólk. „Svo er það nú oft þannig að þessi týpa leynir á sér þegar farið er afsíðis,“ segir Gerður og hlær.

Vill aftengja kynlíf og klámÁ þeim fimm árum síðan Gerður byrjaði að kynna kynlífstæki hefur margt breyst að hennar mati, konur orðnar mun opnari en áður og flestar mjög spenntar fyrir nýbreytni í kynlífinu. „Ég er líka orðin opnari sjálf og minna feimin. Með til-komu samfélagsmiðla eins og snapc-hat hefur umræðan líka opnast. Þar erum við að sýna ýmislegt og fræða, það er allskonar um að vera. Við erum með um

10-12.000 fylgjendur þar.“ Gerður leggur mikla áherslu á jafnrétti í kynlífi og það sem vekur

athygli er hönnun kynlífstækjanna sem eru bæði falleg í laginu og á litinn. „Það sem ég er að reyna að gera er að tengja

kynlífstæki meira við kynlíf en klám. Að mínu mati á ekki að selja kynlífs-tæki með nöktum konum framan á og

risastór æðaber typpi heldur falleg tæki sem mann virkilega langar til þess að nota,“ segir Gerður.

Blush mun opna verslun að Hamraborg 5 þann 17. apríl. Úrvalið má skoða á Blush.is og snapchatið

er blush.isKynlífstæki eru orðin mun fegurri en áður og

meira lagt í að gera tækin aðlaðandi.

Kynlífstæki eru að færast fjær klámiBlush býður upp á heimakynningar á kynlífstækjum

Gerður Arinbjarnardóttir er sérfróð um alla kynlífstækjaflóruna og leggur mikinn

metnað í góða ráðgjöf.

Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook

Opið virka daga kl. 11–18

Opið laugardaga kl. 11-15

Flottur sumarfatnaður

Kvarterma peysa á 12.900 kr.3 litirStærð 36 - 52

Buxur á 15.900 kr.5 litirStærð 34 - 48

Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook

Opið virka daga kl. 11–18

Opið laugardaga kl. 11-15

Flottur sumarfatnaður

Kvarterma peysa á 12.900 kr.3 litirStærð 36 - 52

Buxur á 15.900 kr.5 litirStærð 34 - 48

Kíkið á myndir og verð á Facebook

Verð 11.900 kr.3 litir: blátt, grátt, svart.Stærð 36 - 46- rennilás neðst á skálm

Verð 15.900 kr.5 litir: gallablátt,

svart, hvítt, blátt, ljóssand.

Stærð 34 - 48

Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook

Opið virka daga kl. 11–18

Opið laugardaga kl. 11-15

Flottur sumarfatnaður

Kvarterma peysa á 12.900 kr.3 litirStærð 36 - 52

Buxur á 15.900 kr.5 litirStærð 34 - 48

Gallabuxur

Kíkið á myndir og verð á Facebook

Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook

Opið virka daga kl. 11–18

Opið laugardaga kl. 11-15

Flottur sumarfatnaður

Kvarterma peysa á 12.900 kr.3 litirStærð 36 - 52

Buxur á 15.900 kr.5 litirStærð 34 - 48

Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook

Opið virka daga kl. 11–18

Opið laugardaga kl. 11-15

Flottur sumarfatnaður

Kvarterma peysa á 12.900 kr.3 litirStærð 36 - 52

Buxur á 15.900 kr.5 litirStærð 34 - 48

Kíkið á myndir og verð á Facebook

Verð 11.900 kr.3 litir: blátt, grátt, svart.Stærð 36 - 46- rennilás neðst á skálm

Verð 15.900 kr.5 litir: gallablátt,

svart, hvítt, blátt, ljóssand.

Stærð 34 - 48

Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook

Opið virka daga kl. 11–18

Opið laugardaga kl. 11-15

Flottur sumarfatnaður

Kvarterma peysa á 12.900 kr.3 litirStærð 36 - 52

Buxur á 15.900 kr.5 litirStærð 34 - 48

Gallabuxur

Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook

Opið virka daga kl. 11–18

Opið laugardaga kl. 11-15

Flottur sumarfatnaður

Kvarterma peysa á 12.900 kr.3 litirStærð 36 - 52

Buxur á 15.900 kr.5 litirStærð 34 - 48

Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook

Opið virka daga kl. 11–18

Opið laugardaga kl. 11-15

Flottur sumarfatnaður

Kvarterma peysa á 12.900 kr.3 litirStærð 36 - 52

Buxur á 15.900 kr.5 litirStærð 34 - 48

Kíkið á myndir og verð á Facebook

Verð 11.900 kr.3 litir: blátt, grátt, svart.Stærð 36 - 46- rennilás neðst á skálm

Verð 15.900 kr.5 litir: gallablátt,

svart, hvítt, blátt, ljóssand.

Stærð 34 - 48

Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook

Opið virka daga kl. 11–18

Opið laugardaga kl. 11-15

Flottur sumarfatnaður

Kvarterma peysa á 12.900 kr.3 litirStærð 36 - 52

Buxur á 15.900 kr.5 litirStærð 34 - 48

Gallabuxur

Flottir kjólar Kjóll á 9.900 kr.Einn liturStærð 38 - 46

Kjóll á 7.900 kr.3 litir og fleiri mynstur

Stærð 38 - 44

Unnið í samstarfi við Eríal Pole

Eríal Pole á Rauðarárstíg er polefitness- og dansstúdíó sem hefur að geyma hæstu súlur á landinu. Eríal Pole

býður upp á skemmtilega hópa-tíma í súludansi og polefitness sem passa fullkomlega fyrir skemmtilega gæsun eða steggjun. Eva Rut Hjalta-dóttir, þjálfari og eigandi Eríal Pole, segir tímana henta langflestum hópum sem vilja koma saman og gera eitthvað öðruvísi og ögrandi saman.

„Það er bara svo gaman að koma og sveifla sér, þetta er bara eins og að vera á leikvelli,“ segir Eva. Í gæs-unar- og steggjunarhópum fá allir í hópnum að spreyta sig en áhersla er lögð á gæsina eða stegginn sem í endann verður að sýna hópnum hvað í henni eða honum býr.

Hægt er að nálgast upplýsingar á Facebook, facebook.com/ErialPole, og í síma 770-2012.

Geggjuð gæsun og steggjunFrábær skemmtun fyrir hópa sem vilja gera eitthvað öðruvísi og ögrandi

Algengt er að fólk sem kemur í gæsanir og steggjanir í Eríal Pole skrái sig á námskeið í kjölfarið.

Eva Rut hefur stundað súlufimi í 6 ár en á þeim tíma hefur hún farið frá því að geta ekki gert eina arm-

beygju klakklaust yfir í að geta þetta.

|17fréttatíminn | PÁSkAHELGin 24. MARS–28. MARS 2016

Kynningar | Brúðkaup AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | [email protected]

Page 18: Brudarblad 24 03 2016

Unnið í samstarfi við Culina

Margir þekkja vörurnar frá Culina sem fást til dæmis í Búrinu og Frú Laugu en góður rómur

hefur verið gerður að sósunum, kexinu og maukinu sem framleitt er úr fyrsta flokks hráefni. Dóra Svavarsdóttir matreiðslumeistari er eigandi Culinu sem einnig er veislu-þjónusta með áherslu á persónu-lega matseðla sem sniðnir eru að þörfum viðskiptavinarins. „Ég vil semja matseðlana með fólki þannig að hver matseðill verði svona dálítið sérstakur,“ segir Dóra.

Sérhæfir sig í sérþörfumSérstaða veisluþjónustunnar er ef til vill sú að mikið er lagt upp úr því að koma til móts við þau sem þurfa af einhverjum ástæðum að vera á sér-fæði, til dæmis vegna ofnæmis eða óþols. „Það er ekkert leiðinlegra en þegar fólk sem þarf að huga að sér-stöku mataræði getur ekki einu sinni borðað matinn í eigin veislu, það er alveg glatað,“ segir Dóra sem notar sína miklu reynslu og þekkingu til þess að sníða matseðlana að þörfum hvers og eins án þess að það bitni á bragði eða gæðum. Bæði græn-metisætur og þau sem eru vegan hafa líka verið stór hópur sem sækir veisluþjónustu sína til Culinu.

Alltaf hægt að finna lausnirDóra gefur sér mikinn tíma til að semja matseðilinn með kúnnanum,

sest niður með honum og ræðir óskir og væntingar. „Það er alltaf gott að fólk sé með einhverja hug-mynd áður en það kemur til mín og jafnvel verðhugmynd. Það er svo auðvelt að smíða inn í rammann eftir hugmyndum hvers og eins og alltaf hægt að finna lausnir og gera eitthvað skemmtilegt sem passar inn í flesta fjárhagsramma. Mark-miðið er alltaf að þetta verði fallegt og gott og sanngjarnt fyrir alla,“ segir Dóra.

Sjá nánari upplýsingar á culina.is. Hafið samband beint við Dóru: [email protected] eða í síma 892 5320

Rómantískur brúðarvöndurFalleg blanda af hvítum vorblómum, sígildur og rómantískur.4 árstíðir Lágmúla 4S. 566 8215

Framandi brúðarvöndurLeikur að þykkblöðung-um og orkídeum, ný og skemmtileg blanda.4 árstíðir Lágmúla 4S. 566 8215

Frjálslegir,rómantískir og náttúrulegir

Persónulegir matseðlar og pottþétt þjónustaVeisluþjónusta Culinu leggur metnað sinn í að uppfylla óskir og væntingar viðskiptavina

Samansettur af nellikum, hor-tensíum, bónda-rós, brúðar-kollu, safari og eryngium.18 Rauðar Rósir HamraborgS. 554 4818

Hefðbundin rómantík Vöndurinn er vafinn með brúðarslöri, nellikum, ástareldi og hvítum hortensíum. 18 Rauðar Rósir Hamraborg • S. 554 4818

Rómantískur og lukkulegurSamkvæmt gömlum brúðkaupshefðum er það brúðinni til lukku að hafa eitthvað blátt á brúðkaupsdaginn. Bláu hortensíurnar gera þennan vönd einstaklega rómantískan og fallegan og færa brúðinni vonandi lukku í komandi hjónabandi.Garðheimar Stekkjarbakka 6 • S. 540 3300

Frjálslega formaðir vendir eru að koma sterkir inn. Þeir bera með sér fersk-an og óformlegan andblæ. Líkt og brúðurin hafi farið út á engi og tínt sér nokkur blóm í vönd. Í þessum vendi leika græn lauf og greinar mikilvægt hlut-verk í fylgd með uppáhaldsblómum brúðarinnar. GarðheimarStekkjarbakka 6S. 540 3300

Ferskur og frjálslegurVilltur náttúruvöndur

Matseðlar af öllum sortumÞó að Culina sérhæfi sig í mat-seðlum fyrir þau sem eru með sérþarfir af einhverju tagi eru engin takmörk fyrir því hvað er í boði; matseðlarnir geta verið af öllum sortum. Það eina sem þeir eiga allir sameiginlegt er að Culina leggur metnað sinn í að elda alla rétti frá grunni og notar engin óþörf aukaefni eða rotvarnarefni.

„Það er ekkert leiðinlegra en þegar fólk sem þarf að huga að sérstöku mataræði getur ekki einu sinni borðað matinn í eigin veislu, það er alveg glatað,“ segir Dóra.

Mynd | Hari

18 | FRéttatíminn | páSkaHeLgin 24. MarS–28. MarS 2016

Kynningar | Brúðkaup AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | [email protected]

Page 19: Brudarblad 24 03 2016

„Þá er humarsúpa í forrétt og svo innbökuð nautalund eða Beef Wellington, hun-angsgljáð kalkúnabringa og lambalæri. Svo er úrval sætra bita í boði í eftirrétt.“

Unnið í samstarfi við Veislugarð

Veisluþjónustan Veislugarður var stofnuð árið 1998 af hjónunum Vigni Kristjáns-syni matreiðslumeistara og

Elísu Guðmundsdóttir blómaskreyti. Veislugarður býður upp á alhliða veisluþjónustu og leggur mikla áherslu á girnilegan og vel útilátinn matseðil sem lætur bragðlaukana dansa.

Beef Wellington slær alltaf í gegnVignir segir mikla fjölbreytni ríkja í matseðlum fyrir brúðkaup en eitt af því vinsælasta sé steikarhlaðborðið. „Þá er humarsúpa í forrétt og svo innbökuð nautalund eða Beef Well-ington, hunangsgljáð kalkúnabringa og lambalæri. Svo er úrval sætra bita í boði í eftirrétt.“

Smáréttir af öllum gerðumSmáréttahlaðborð er einnig afar vinsælt í brúðkaupsveisluna og þá er hægt að raða saman alls kyns girni-legum minni réttum. „Þar erum við að tala um tapassnittur og mikið úrval af alls kyns smáréttum,“ segir Vignir.

Á vefsíðu Veislugarðs, veislugardur.is, má sjá fjölbreytt úrval rétta og matseðla og fá tilboð í veislu.

Bragðlaukarnir dansa í veislunniVeisluþjónustan Veislugarður býður upp á fjölbreytt úrval af mat fyrir brúðkaup og aðrar veislur

Smáréttahlaðborð eru afar vinsæl.

Matreiðslumeistari með mikla reynsluMatreiðslumeistari og framkvæmdastjóri Veislu-garðs er Vignir Kristjánsson. Vignir útskrifaðist af Hótel Borg árið 1982. Hann hefur starfað við

fagið allar götur síðan og m.a. starfað á Hótel Holti, Sjávarsíðunni og í veiðihúsum víða um Ísland.

Myndir | Rut

Beef Wellington er hluti af steikarhlaðborði Veislugarðs.

Unnið í samstarfi við 4 Árstíðir

Elísa Ó. Guðmundsdóttir blómahönnuður er eigandi 4 Árstíða. Verslunin sérhæfir sig í árstíðabundinni blómahönn-

un og fallegri gjafavöru, til að mynda sælkeravörunum frá Nicholas Vahé, IB Laursen, B. Green og hinu skand-ínavíska House Doctor sem margir þekkja. Í 4 Árstíðum er lögð áhersla á að bjóða upp á það ferskasta sem í boði er á hverjum árstíma.

Villtir vendir„Það sem er að gerast í brúðar-blómunum er að vendirnir eru að verða minna formfastir en þeir voru. Þéttingsfastir kúluvendir eru á undanhaldi og það er komin meiri hreyfing í þá, þeir eru að stækka og verða mun lausari,“ segir Elísa. „Það er líka dálítið verið að leika sér með náttúruna og blanda blómum, vendirnir eru villtir og þurfa alls ekki að vera symmetrískir.“

Frjálsræðið allsráðandiFjölbreytnin í blómunum er alls-ráðandi, að sögn Elísu og jafnvel er farið að blanda þykkblöðungum og kryddjurtum með í vendina. Blómin eru í öllum litum og blandast með alls konar greinum. „Þetta er bara mjög skemmtilegt. Við erum að upplifa mikið frjálsræði í þessum efnum, erum að ganga inn í öld Vatnsberans!“

4 Árstíðir eru til húsa að Lágmúla 4, ekið er inn á plan hjá Mikluborg fasteignaskrifstofu, beygt strax til hægri og keyrt niður brekku.

Litagleði, frjálsræði og fjölbreytniBrúðarvendir eru að verða villtari og náttúrulegri

Yfirgripsmikil reynsla og fagmannleg vinnubrögðElísa hefur starfað við blómahönnun og útstillingar frá árinu 1978. Reynsla hennar spannar vítt svið og var hún meðal annars yfirblóma-skreytir hjá Alaska 1982-1993. Þá starfaði hún sjálfstætt við ýmis verk-efni tengd viðburðum, útstillingum og blómasýningum til ársins 1998 er hún stofnaði veislu- og viðburðaþjónustuna Veislugarð ásamt manni sínum, Vigni Kristjánssyni matreiðslumeistara. Veislugarður heldur utan um veislur og aðra viðburði af flestum toga og eru skreytingar Elísu stór umgjörð utan um þá. Árið 2014 opnaði hún 4 Árstíðir sem hún rekur meðfram Veislugarði.

Há og falleg skreyting sem myndi sóma sér vel á hvaða háborði sem er.

Litríkur hippavöndur úr smiðju Elísu.

„Það er líka dálítið verið að leika sér með náttúruna og blanda blómum, vendirnir eru villtir og þurfa alls ekki að vera symmetrískir.“

|19fréttatíminn | pÁSKAHELGIN 24. MARS–28. MARS 2016

Kynningar | Brúðkaup AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | [email protected]

Page 20: Brudarblad 24 03 2016

Laugavegur - Kringlan - kunigund.is

Vandaðar brúðargjafirBrúðhjón sem stofna brúðargjafalista hjá Kúnígúnd

fá 15% kaupauka frá versluninniSetjið saman ykkar eigin brúðargjafalista á kunigund.is

15%kaupauki til brúðhjóna