8
G uðný Gerður Gunnarsdóttir er borgarminjavörður, safnstjóri Árbæjarsafns og framkvæmdarstjóri rekstrarfélag Sarpsins, en það sér um rekstur Sarpsins. Guðný Gerður segir að samkvæmt safnalögum beri söfnum landsins að skrá allar minjar og muni, allt frá húsum til ljósmynda til að svara kalli um aukið aðgengi almennings að gögnum safnanna. Undanfarin ár hafa þau söfn og stofnanir, sem eru aðilar að Sarpi, skráð um eina milljón færslna í gagnasafnið sem varðveitt er á svonefndum innri vef. Til þess að tryggja framgang varðveislu gagna á rafrænu formi hefur Þjóðminjasafnið og Þekking hf. unnið að þróun og hönnun nýs kerfis sem er Sarpur 3.0, en það er öflugt upplýsingakerfi byggt ofan á venslaðan gagnagrunn. Ákveðið þróunarstarf hefur átt sér stað undanfarin ár, þar sem aðilar hafa sameinast um að gera kerfið sem best og notendavænt fyrir almenning. Þekking hefur smíðað nýtt umhverfi fyrir Sarpinn og þróað svokallaðan ytri vef, en sá vefur mun veita almenningi aðgang að þjóðminjum. Sarpur 3.0 samanstendur af tveimur veum, innri og ytri vef. Gerð innri vefsins lauk formlega 25. október 2012 og er hann annars vegar opinn gagnaeigendum sem ýmist eru með skráningarréttindi að eigin aðfangaskrám eða lesaðgang að eigin gögnum og annarra. Ytri vefurinn var opnaður almenningi 13. maí 2013 á vefslóðinni sarpur.is. Vert er að geta þess að vegna höfundarréttarlaga og laga um persónuvernd er ekki hægt að birta öll gögn á ytri vefnum nema að rétthafi hafi veitt til þess leyfi. Það á t.d. við um andlitsmyndir af lifandi fólki. „Allur safnageirinn mun græða á þessu,“ segir Guðný Gerður. „Þessi vinna mun hvetja önnur söfn til þess að taka skráningu sína til endurskoðunar og uppfæra hana svo að hinn ytri miðlægi vefur þjóni notendum sínum sem best. Skráning menningarverðmæta verður með því besta sem við þekkjum í heiminum og í raun verður það þannig að allt það sem við teljum til menningarlegrar arfleiðrar verður aðgengilegt í gegnum miðlægan gagnagrunn, Sarpinn, þ.á m. landskerfi bókasafna í gegnum leitir.is.“ Guðný segir enn fremur að notendur verði með um 30 til 40 söfn og fyrirtæki sem starfa á þessu sviði og að nær megi að telja að 6 til 10 milljón færslunúmer muni að endingu verða almenningi aðgengileg. FRÉTTABRÉF SEPTEMBER 2013 Á Íslandi er mikil sagnahefð og söfn landsins hafa þjónað því hlutverki að varðveita sögu landsins innan vébanda sinna, tryggt aðkomu fræðimanna og almennings að gögnum þeirra sem og skráningu. - SKRÁNING MENNINGARVERÐMÆTA MEÐ ÞVÍ BESTA Á VESTURLÖNDUM Í SARPINN SKAL SAGAN LÁTIN

Þekking - Fréttabréf (okt 2013)

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Fréttabréf Þekkingar hf. Október 2013

Citation preview

Page 1: Þekking - Fréttabréf (okt 2013)

Guðný Gerður Gunnarsdóttir er borgarminjavörður,

safnstjóri Árbæjarsafns og framkvæmdarstjóri rekstrarfélag Sarpsins, en það sér um rekstur Sarpsins. Guðný Gerður segir að samkvæmt safnalögum beri söfnum landsins að

skrá allar minjar og muni, allt frá húsum til ljósmynda til að svara kalli um aukið aðgengi almennings að gögnum safnanna. Undanfarin ár hafa þau söfn og stofnanir, sem eru aðilar að Sarpi, skráð um eina milljón færslna í gagnasafnið sem varðveitt er á svonefndum innri vef.

Til þess að tryggja framgang varðveislu gagna á rafrænu formi hefur

Þjóðminjasafnið og Þekking hf. unnið að þróun og hönnun nýs kerfis sem er Sarpur 3.0, en það er öflugt upplýsingakerfi byggt ofan á venslaðan gagnagrunn. Ákveðið þróunarstarf hefur átt sér stað undanfarin ár, þar sem aðilar hafa sameinast um að gera kerfið sem best og notendavænt fyrir almenning. Þekking hefur smíðað nýtt umhverfi fyrir Sarpinn og þróað svokallaðan ytri vef, en sá vefur mun veita almenningi aðgang að þjóðminjum.

Sarpur 3.0 samanstendur af tveimur vefjum, innri og ytri vef. Gerð innri vefsins lauk formlega 25. október 2012 og er hann annars vegar opinn gagnaeigendum sem ýmist eru með skráningarréttindi að eigin aðfangaskrám eða lesaðgang að eigin gögnum og annarra. 

Ytri vefurinn var opnaður almenningi 13. maí 2013 á vefslóðinni sarpur.is. Vert er að geta þess að vegna höfundarréttarlaga og laga um persónuvernd er ekki hægt að birta öll gögn á ytri vefnum nema að rétthafi hafi veitt til þess leyfi. Það á t.d. við um andlitsmyndir af lifandi fólki.

„Allur safnageirinn mun græða á þessu,“ segir Guðný Gerður. „Þessi vinna mun hvetja önnur söfn til þess að taka skráningu sína til endurskoðunar og uppfæra hana svo að hinn ytri miðlægi vefur þjóni notendum sínum sem best. Skráning menningarverðmæta verður með því besta sem við þekkjum í heiminum og í raun verður það þannig að allt það sem við teljum til menningarlegrar arfleiðrar verður aðgengilegt í gegnum miðlægan gagnagrunn, Sarpinn, þ.á m. landskerfi bókasafna í gegnum leitir.is.“

Guðný segir enn fremur að notendur verði með um 30 til 40 söfn og fyrirtæki sem starfa á þessu sviði og að nær megi að telja að 6 til 10 milljón færslunúmer muni að endingu verða almenningi aðgengileg.

FRÉTTABRÉF SEPTEMBER 2013

Á Íslandi er mikil sagnahefð og söfn landsins hafa þjónað því hlutverki að varðveita sögu landsins innan vébanda sinna, tryggt aðkomu fræðimanna og almennings að gögnum þeirra sem og skráningu.

- SKRÁNING MENNINGARVERÐMÆTA MEÐ ÞVÍ BESTA Á VESTURLÖNDUM

Í SARPINN SKAL SAGAN LÁTIN

Page 2: Þekking - Fréttabréf (okt 2013)

AKUREYRARBÆR ER Í GÓÐUM HÖNDUM HJÁ ÞEKKINGU

Hvernig hefur þjónusta Þekkingar gagnast Akureyrarbæ best?

Þetta er í raun einfalt en skipta má hag bæjarins af þjónustunni í þrjá hluta: tími sparast, sparnaður eykst í rekstri og mannahald verður markvissara. Akureyrarbær hefur í á annan áratug hýst tölvukerfi sín hjá hýsingarfyrirtækjum, nú síðustu árin hjá Þekkingu. Reynslan er góð og engar hugmyndir eru uppi um að hverfa til baka til eigin tölvudeildar. Við höfum verið í góðum höndum hjá Þekkingu, þar eru góðir fagmenn og rík þjónustulund en hvort tveggja skiptir afar miklu máli.

Eykur samstarfið þjónustustig bæjarins við íbúana sem og afköst starfsmanna bæjarins?

Þar sem rekstur tölvukerfanna er hnökralaus verður ekki við Þekkingu að sakast ef eitthvað vantar á að þjónusta sveitarfélagsins við íbúana sé nógu góð eða afköst starfsmanna ekki sem skyldi. Ég held raunar að hvort tveggja sé í góðu lagi. Akureyrarbær er ekki í fremstu röð sveitarfélaga í rafrænni þjónustu en það er ákvörðun forráðamanna sveitarfélagsins og hýsingarfyrirtækið getur lítið gert í

því annað en láta tölvukerfi virka eins og Þekking gerir.

Hverjir eru helstu kostir samstarfsins og myndir þú mæla með því við önnur sveitarfélög? 

Til að eigin tölvudeild geti veitt sömu þjónustu og hýsingarfyrirtæki þarf sveitarfélag að geta tryggt sér starfsmenn með góða fagþekkingu og tryggt þeim aðstæður til stöðugrar endurmenntunar því að breytingar á þessu sviði eru mjög örar. Á sínum tíma, á meðan Akureyrarbær rak eigin tölvudeild, átti hann í erfiðleikum með að keppa við almenna markaðinn í launakjörum starfsmanna. Þetta hefur ekki breyst þótt ástandið hafi e.t.v. batnað á meðan bankakreppan var sem dýpst. Akureyrarbær mun aldrei geta boðið starfsmönnum eigin tölvudeildar sama starfsumhverfi og þeir njóta í hýsingarfyrirtæki þar sem starfsmenn geta sérhæft sig á hinum ýmsu sviðum. Þannig getur hýsingarfyrirtækið tryggt öflugri þjónustu en lítil tölvudeild gæti gert, jafnvel þótt tækist að ráða fagmenntaða starfsmenn.

- SEGIR GUNNAR FRÍMANNSSON VERKEFNASTJÓRI HJÁ AKUREYRARBÆ

Page 3: Þekking - Fréttabréf (okt 2013)

Microsoft-ráðstefnan er haldin ár hvert fyrstu vikuna í júlí en þá er fyrirtækið að loka sínu rekstrarári

og stilla strengina fyrir það nýja.Ráðstefnan var sett í Houston

Toyota Center og var þétt setin af 16.000 ráðstefnugestum sem voru þar samankomnir. Allir helstu stjórnendur Microsoft héldu tölu um árangur Microsoft á síðasta rekstrarári, framtíðarhorfur fyrirtækisins og nýjungar í heimi upplýsingatækninnar.

Ráðstefnudagskránni var skipt upp þannig að fyrir hádegi var fjöldi fyrirlestra í boði tengdur fjölbreyttu þjónustu- og vöruframboði Microsoft. Eftir hádegi voru svo fyrirlestrar og umræður þar sem ráðstefnugestir tóku þátt í umræðunum og spurðu spurninga.

Helsta áhersla Microsoft á þessari ráðstefnu voru skýjalausnir og var lögð

sérstök áhersla á Office 365-lausnina sem Þekking þjónustar og selur. Einnig er ljóst að Microsoft mun leggja mikinn þunga í þróun tækjabúnaðar á borð við Microsoft-snjallsíma og Surface-spjaldtölvuna sem kom nýlega á markað og mikið verður lagt í að kynna á næstu mánuðum.

Mikil og þétt dagskrá var alla fjóra dagana sem ráðstefnan fór fram og voru fjölmörg fyrirtæki mætt til að kynna vörur sínar. Þar á meðal var Veeam, öflugt hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í afritunarlausnum fyrir sýndarnetþjóna, en Þekking er einmitt samstarfsaðili Veeam á Íslandi. Það er ljóst að það er spennandi ár fram undan hjá Microsoft sem gaman verður að vera hluti af.

Ráðstefnunni lauk með veglegri lokahátíð og tónleikum Lenny Kravitz á Minute Maid Stadium þar sem kappinn tók alla sína bestu slagara.

ÞEKKING ÁTTI FULLTRÚA Í TEXAS

SAMSTARFSAÐILAR MICROSOFT HITTUST Á ÁRLEGRI RÁÐSTEFNUMicrosoft hélt sína árlegu ráðstefnu, Worldwide Partner Conference, í Houston, Texas, dagana 7.-11. júlí sl. Líkt og fyrri ár átti Þekking fulltrúa á ráðstefnunni en Bjarni Freyr Guðmundsson viðskiptastjóri fór út og kynnti sér helstu áherslur Microsoft fyrir næsta ár.

Page 4: Þekking - Fréttabréf (okt 2013)

Starfsfólk Þekkingar veit að lífið er ekki bara vinna og það vita stjórnendur fyrirtækisins líka. Hobbíherbergi Þekkingar gefur starfsfólkinu tækifæri til að næra hugann yfir vinnudaginn og efla starfsandann í léttum leik. Þeir allra hörðustu sýna svo meistaraleg tilþrif með boltann á vikulegum fótboltaæfingum!

LÍF OG FJÖR HJÁ ÞEKKINGU

Nordic Security Conference var haldin á Hilton Nordica í lok ágúst við frábærar undirtektir. Þekking var með kynningarbás á staðnum og ekki stóð á áhuga gesta við að kynna sér þjónustu og ráðgjöf Þekkingar.

Page 5: Þekking - Fréttabréf (okt 2013)

Hvernig var vistin hjá Þekkingu í sumar?Það var mjög ánægjulegt að starfa

hjá Þekkingu. Þarna er virkilega góður starfsandi og ég tók líka sérstaklega eftir því að þarna ríkir mikið traust milli starfsmanna. Það er líklega þess vegna sem andrúmsloftið er svona þægilegt og afslappað og öllum virðist líða almennt mjög vel í vinnunni.

Í hverju var starf þitt fólgið?Ég er búin með eitt ár í tölvunarfræði

þannig að ég hafði litla sem enga reynslu í því sem ég var að fást við en ég gat alltaf spurt eins margra spurninga og ég þurfti og lærði helling af því að vinna þarna fyrir vikið. Mitt hlutverk fólst í sjá um að hægt væri að breyta um tungumál á innri vefnum sarpur.is. Ég var því að vinna í javascript og það hefur hjálpað mér á núverandi önn í skólanum í áfanga um vefforritun, ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið sumarvinnu sem gagnast mér í náminu.

Hvernig var andinn og aðstaðan?Aðstaðan er mjög góð og hægt er að kíkja

í afþreyingarherbergi í pásunum sínum eða eftir vinnu sem mér finnst mjög sniðugt. Það þjappar hópnum saman og gerir það auðveldara að kynnast samstarfsfélögunum. Það er líka gaman hversu mikið af kraftmiklu og skemmtilegu fólki vinnur hjá Þekkingu og það gerir vinnustaðinn ferskan og spennandi. Ég kynntist mörgum snillingum á þessu sumri og vona að ég fái tækifæri til að vinna fyrir Þekkingu aftur í framtíðinni.

„ÉG KYNNTIST MÖRGUM SNILLINGUM Í SUMAR“Anna Hafþórsdóttir var í sumarstarfsnámi hjá Þekkingu

Page 6: Þekking - Fréttabréf (okt 2013)

ANTON STEFÁNSSONAnton hefur hafið störf á Ráðgjafa- og sérlausnasviði Þekkingar í Kópavogi þar sem hann mun fást við forritun. Anton er með BSc.-gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík og starfaði áður sem tölvunarfræðingur hjá Friðriki Skúlasyni ehf.

ÍRIS SIGTRYGGSDÓTTIRÍris hefur hafið störf á sölu- og markaðssviði Þekkingar þar sem hún mun sinna markaðsmálum. Íris er með BS-gráðu í viðskiptafræði frá University College Dublin auk diploma í markaðsfræði frá Háskóla Íslands. Íris hefur unnið talsvert við markaðsmál og viðskiptatengsl, auk mannauðsmála.

SIGURÐUR SÆBERG ÞORSTEINSSONSigurður hefur tekið við starfi sviðsstjóra sölu- og markaðssviðs. Sigurður lauk BSc.-námi í viðskiptafræði frá Auburn University Montgomery-háskólanum og starfaði á sölu- og markaðssviði Þekkingar frá árinu 2007 til ársins 2012. Sigurður hefur sl. ár gegnt starfi forstöðumanns sölu- og markaðssviðs Líflands.

TÓMAS DAN JÓNSSONTómas hefur hafið störf sem tæknimaður á rekstrarsviði Þekkingar í Kópavogi. Tómas hefur lokið MCITP – kerfisstjórnunarnámi hjá Nýja tölvu- og viðskiptaskólanum og starfaði áður sem tæknistjóri á Icelandair Hotel Reykjavík Natura.

UNNAR SIGURÐSSONUnnar er nýr starfsmaður á rekstrarsviði Þekkingar í Kópavogi. Unnar hefur lokið námi í bæði rafvirkjun og rafeindavirkjun og starfaði síðast sem rafvirki hjá Múlaraf. Unnar hefur einnig fengist við tölvuuppsetningar og viðgerðir.

NÝTT STARFSFÓLK HJÁ ÞEKKINGU

Microsoft SharePoint er heildarlausn sem býður fjölbreytta möguleika í efnisstjórnun, upplýsingagjöf, leit og verkefnavinnu og miðar að því að auka framleiðni innan fyrirtækja. Lausnin hentar sérlega vel fyrir fyrirtæki sem eru á fleiri en einum stað og fyrir utanumhald um skjöl, verkferla og vinnusvæði sem ganga þvert á deildir fyrirtækja. Einnig er lausnin einföld í umsýslu og því öflug og hagkvæm leið til að koma upp fyrsta flokks innraneti fyrir stór og smá fyrirtæki.

Með Microsoft SharePoint hafa starfsmenn aðgengi að upplýsingum hvar og hvenær sem er, óháð landfræðilegri staðsetningu. Með aðstoð sérfræðinga Þekkingar er hægt að fá fyrsta flokks innranet, sérsniðnar rafrænar handbækur og fjölda annarra lausna allt frá utanumhaldi sumarleyfa til öflugs ábendingakerfis.

Haustið 2012 kom út ný og endurbætt útgáfa, SharePoint 2013, sem hefur verið einstaklega vel tekið af viðskiptavinum hvort þeir eru að uppfæra eldri útgáfur eða innleiða SharePoint frá grunni.

Mikið hefur verið lagt í SharePoint 2013 útgáfuna og býður hún upp á ótal möguleika fyrir fyrirtæki og stofnanir sem innranet og fyrir miðlun frétta, verkferla ásamt því að vera miðlægur gagnagrunnur fyrir gæða- og öryggishandbækur og aðra samþættingu kerfa innan fyrirtækis.

Margar skemmtilegar nýjungar eru í þessari nýju útgáfu, svo sem aukin aðlögun á síðum, auðveldari notkun snjallsíma og spjaldvélar, mikið bætt viðskiptagreind og enn sterkari leit.

SharePoint 2013 er hannaður til þess að geta aðlagað sig upplausnum snjallsíma og spjaldtölvum, það gerir fyrirtækjum kleift að þjónusta fleiri notendur og hanna lausnir sem eru notaðar úti á mörkinni.

Aðlögun SharePoint-síðna er mun aðgengilegri í dag en í fyrri útgáfum, fyrirtæki og stofnanir geta aðlagað útlit innri og ytri síðna að eigin þörfum.  Miklir möguleikar hafa opnast við viðmótshönnun og forritun og í mörgum tilfellum þarf ekki sérfræðinga til þess að aðlaga síðurnar.

SharePoint 2013 kemur út með nýrri og endurbættri leit og nú geta notendur skilgreint sínar eigin leitarforsendur, ásamt því að hægt er að útvíkka leitina í önnur tæki og fá um leið yfirlit yfir niðurstöður.

Geta SharePoint 2013 til þess að birta viðskiptalegar upplýsingar og skýrslur hefur aukist gríðarlega, ásamt því að Power Pivot-kerfið hefur styrkst mikið.  Einnig hefur samþætting SharePoint og Excel orðið enn þéttari.

Ráðgjafar Þekkingar hafa komið að SharePoint-innleiðingum hjá fjölda ólíkra fyrirtækja og stofnana, af öllum stærðum og gerðum. Þekking leggur áherslu á að greina þarfir viðskiptavina og skilar tillögum sem sniðnar eru að þörfum hvers og eins.

Einnig mælum við eindregið með því að fyrirtæki og stofnanir leiti til ráðgjafa ef þeir huga að uppfærslum úr eldri útgáfu.

Fyrir ráðgjöf og upplýsingar varðandi SharePoint 2013: Vinsamlegast hafið samband við Þekkingu á [email protected] eða í síma 460-3100.

MICROSOFT SHAREPOINTEYKUR FRAMLEIÐNI INNAN FYRIRTÆKJAOddur Hafsteinsson, sviðsstjóri sérlausna Þekkingar, skrifar:

Page 7: Þekking - Fréttabréf (okt 2013)

Af hverju SharePoint?Við innleiddum SharePoint hjá okkur

árið 2008 til að mæta sívaxandi þörf fyrir miðlægri geymslu og samþættingu innri upplýsinga. Stofnunin var þá og er enn þá að nota OneCRM-málakerfið til að halda utan um stjórnsýslumál sem eru til meðferðar. Þó að sú lausn nýttist mjög vel til þess sem hún var ætluð var hún ekki að leysa nægilega vel þörf stofnunarinnar um innri vef þar sem hægt væri að samþætta hina ýmsu upplýsingabrunna ásamt fréttamiðlun og mannauðstengdum málefnum.

Þar sem stofnunin styðst að mestu leyti við Microsoft-lausnir lá beinast við að nýta SharePoint til þess að leysa fyrrgreind verkefni af hendi. Stofnunin innleiddi SharePoint í samstarfi við Þekkingu haustið 2008. Verkefnið hófst í lok árs 2007 og var

mikil áhersla lögð á góðan undirbúning, greiningavinnu og samstarf við starfsmenn og stjórnendur um það hvernig þeir vildu sjá uppsetningu á vefnum, þessa vinnu unnum við alfarið með aðstoð sérfræðinga frá Þekkingu. Það sem kom út úr þessari vinnu var það sem nú er innri vefur stofnunarinnar.

Hvert er hlutverk innrivefsins?Innrivefurinn okkar heldur utan um

ýmis mannauðsmál, svo sem starfsmanna-handbók, endurmenntunarstefnu, starfs- lýsingar og viðveru, ásamt ýmsum almennum upplýsingum. Einnig er hann notaður sem fréttaveita innanhúss þar sem birtar eru fréttatengdar upplýsingar og efni er varðar innra starf stofnunarinnar og upplýsingar um stöðu einstakra verkefna.

SharePoint-vefurinn er einnig

notaður fyrir geymslu og miðlun upplýsinga um verkefnismál, stjórnunar- og stefnumótunarupplýsingar, gæðahandbækur og jafnvel bókasafn stofnunarinnar. Einnig eiga starfsmenn þess kost að vera með sína SharePoint-síðu þar sem þeir geta sniðið að eigin þörfum.

Hvað er fram undan?Stofnunin hefur keyrt SharePoint 2007

síðan á haustmánuðum 2008 en síðan þá hafa komið fram nýir upplýsingabrunnar sem og óskir frá starfsmönnum um frekari samþættingu SharePoint og annarra lausna sem stofnunin er að nýta sér. Við erum því núna að leggja lokahönd á uppsetningu SharePoint 2010 þar sem komið er til móts við þessar auknu þarfir og óskir starfsmanna. Þessa innleiðingu höfum við unnið að mestu leyti með dyggri aðstoð Þekkingar. En reynsla þeirra og þekking hefur verið ómetanleg við úrlausn flókinna samþættingarferla, ásamt öðru.

„ÞEKKING HEFUR VERIÐ ÓMETANLEG VARÐANDI

ÚRLAUSN FLÓKINNA SAMÞÆTTINGARFERLA“

Hilmar Þórðarson, sviðsfulltrúi á Samkeppniseftirlitinu, segir okkur frá innleiðingu og notkun þeirra á SharePoint.

Page 8: Þekking - Fréttabréf (okt 2013)

FRÉTTABRÉF ÞEKKINGAR

RITSTJÓRI: Íris SigtryggsdóttirUMSJÓN: Guðrún Vaka Helgadóttir og Jón Kristinn Snæhólm MYNDIR: Heiða Helgadóttir, Kristinn Magnússon og úr safniFRAMLEITT AF BIRTÍNGI EHF. FYRIR ÞEKKINGU

PRENTUN: ÁSPRENT<

URÐARHVARF 6203 KÓPAVOGUR

S : 4603100

HAFNARSTRÆTI 93 -95600 AKUREYR I

S : 460 3100

www.thekking. i s thekking@thekking. i s

Þann 27. september næstkomandi mun Þekking halda morgunverðarfund á Hótel KEA á Akureyri. Á fundinum

munu sérfræðingar Þekkingar kynna Office

365 skýjalausnina frá Microsoft sem hentar bæði stórum sem smáum fyrirtækjum. Meðal fyrirlesara verða Guðmundur Freyr Ómarsson, viðskiptastjóri hjá Microsoft

á Íslandi og fulltrúi frá Ráðgjafarmiðstöð Landbúnaðarins sem hafa nýverið notið þjónustu Þekkingar við uppsetningu og innleiðingu á Office 365.

Á HÓTEL KEA 27. SEPTEMBER NK. MORGUNVERÐARFUNDUR Á AKUREYRI

FUNDURINN ER OPINN ÖLLUM OG FER SKRÁNING FRAM Á OFFICE 365-SÍÐU ÞEKKINGAR, WWW.365THEKKING.IS

„Við leituðum að kerfi sem gæti uppfyllt þær kröfur sem við gerðum varðandi skjalakerfi og Þekking benti okkur á SharePoint-lausnina frá Microsoft,“ segir Pétur. „Við vildum byggja upp öflugt innra net sem þjónaði starfsfólki og stjórnendum á sem bestan hátt. Það er mikilvægt fyrir okkur að hafa gott upplýsingaflæði og að starfsfólk hafi góðan og auðveldan aðgang að

upplýsingum um innri starfsemi fyrirtækisins.“

Pétur segir SharePoint hafa reynst Dynjanda mjög vel þann tíma sem það hefur verið í notkun. Upplýsingagjöf til starfsmanna er mun skilvirkari og starfsfólk á auðvelt með að fylgjast með því sem er að gerast hjá okkur. „Við höfum til dæmis sett inn mikið af upplýsingum sem nauðsynlegt er að starfsfólk hafi aðgang að

svo sem starfsmanna- og umhverfisstefnu fyrirtækisins ásamt ýmsum handbókum og vinnuferlum. Lausnin nýtist einnig sem skráningarkerfi fyrir starfsfólk og auðvelt er að sjá hvaða starfsmenn eru við vinnu.“

Pétur segir augljóst að kerfið bjóði upp á gríðarlega möguleika þar sem enn sé verið að bæta inn í það nýjum þáttum í samstarfi við Þekkingu, þetta muni því nýtast Dynjanda við fleiri hliðar rekstursins.

SHAREPOINT HEFUR REYNST DYNJANDA EINSTAKLEGA VEL

Þekking sá nýlega um uppsetningu og innleiðslu SharePoint hjá Dynjanda. Við tókum hús á Pétri Gísla Jónssyni, sölustjóra Dynjanda, og spurðum hann út í þeirra reynslu af kerfinu.