16
2. tbl. - apríl 2011

Bálið 2. tbl. 2011, apríl

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Bálið, málgagn eldri skáta

Citation preview

Page 1: Bálið 2. tbl. 2011, apríl

2. tbl. - apríl 2011

Page 2: Bálið 2. tbl. 2011, apríl

Viðburðadagatal:201126. apríl: Frestur til að skrá sig á alþjóðaráðstefnuna á Ítalíu.28. apríl: Frestur til að skrá sig á Lands­gildis þing í Árbæjar kirkju og árshátíð.7. maí: Landsgildisþing í safnaðar­heimili Árbæjarkirkju – Straumur.Júlí – ágúst: World Jamboree í Svíþjóð.23. október: Vináttudagurinn Straumur.Nóvember: Fundur landsgildisstjórnar með gildis­ og varagildismeisturum.Nóvember ­ desember: Friðarljósið.

2012 Apríl: St Georgsdagurinn – Keflavík.13. júní: Fundur landsgildismeistar NBSR í Litháen.14. – 17. júní: Norrænt þing í Birstonas í Litháen.Október: Vináttudagurinn – Hafnar fjörð ur.Nóvember: Fundur landsgildisstjórnar með gildis­ og varagildismeisturumNóvember ­ desember: Friðarljósið

Landsgildisstjórn 2009-2011:Landsgildismeistari:

Elín Richards, Kópavogi s. 554 4653, 897 0356 [email protected]

Varalandsgildismeistari: Kjartan Jarlsson, Kópavogi

Ritari: Valgerður Jónsdóttir, Akureyri

Gjaldkeri: Hreinn Óskarsson, Keflavík

Erlendur bréfritari: Jón Bergsson, Hafnarfirði

Upplýsingafulltrúi: Claus Hermann Magnússon, Hafnarfirði

Spjaldskrárritari: Magnea Árnadóttir, Hveragerði

Alþjóðahreyfingin ISGFwww.isgf.org

Alþjóðaforseti: Mr. Brett D. Grant

Bálið 2. tbl. apríl 2011Ábyrgðarmaður: Elín RicharsdóttirÚtlit og umbrot: Hönnunarhúsið ehf.Prentun: Stapaprent ehf.Forsíðumynd: Sumardagurinn fyrsti

í Hafnarfirði. Ljósm.: Guðni Gíslason.

2

ehf.

útgáfuþjónustaauglýsingagerðinnanhússarkitektráðgjöf

www.hhus.is • sími 565 4513

Page 3: Bálið 2. tbl. 2011, apríl

3

VorkvæðiNú snýr þú jörð mín þínu óhljóðseyravið auðninni hvar hjartað forðum svaf, og sérhver sköpuð skepna þín má heyraskapandi ljóssins orð sem brosið gaf.

Þinn lægsti ormur, herra himinljósa, þitt hljóðsta skáld, þín fátækasta sál, er aftur barn í aldingarði og rósavið yl þinn, ljós þitt, bros þitt, saung og mál.

Hve heitt eg fagna huliðsómnum mærasem höfundur vors lífs mér dumbum gaf; hve sæll eg styn: ó dýrðardásemd skæra, ó djúpa líf, ó ríka guðdómshaf. Halldór Laxness.

Skáldið vekur okkur til umhugsunar um kraftaverk náttúrunnar, hversu mik­ils virði bros og gróður er öllu lífi. Já – vorið er framundan, bjartasti og fegursti tími íslenskrar náttúru og þá höldum við gildisskátar okkar landsgildisþing (sjá frekari upplýsingar hér í Bálinu). Þar mun undirrituð láta af starfi landsgildismeistara og annar taka við. Þessi 6 ár hafa verið í senn krefjandi og gefandi. Ég hef fengið tækifæri til að kynnast fjölmörgum á fjölbreyttum sviðum og vonast til að eiga vináttu einhverra þeirra um framtíð alla.Okkur hefur orðið nokkuð tíðrætt um fækkun félaga. Það er staðreynd sem

ekki verður horfið framhjá að frá síðasta landsgildisþingi hefur okkur fækkað um nær 100 félaga úr 350 niður í um 250. Munar þar sjálfsögðu mest um að tvö gildi hafa horfið af félagaskránni og svo allir þeir sem farið hafa heim og fáir komið í þeirra stað. Við höfum rétt hafið umræðu um fjölda manna í landsgildisstjórn – er e.t.v. að verða tímabært að fækka þar líka frá 7 stjórnarmönnum niður í 5? Þessar umræður og ákvarðanir bíða nýrrar stjórnar.Ég þakka hlýjar kveðjur sem mér hafa bor ist að undanförnu. Þakka félögum í lands gildisstjórn samstarfið sem og öllum gildisskátum.Horfum bjartsýn fram á veginn með bros á vör, vorið er jú handan við hornið og því von um betri tíð.

Eitt sinn skáti – ávallt skáti.

Elín Richards landsgildismeistari.

Bætt á Báliðapríl 2011

Ljós

myn

d: G

uðni

Gísl

ason

Page 4: Bálið 2. tbl. 2011, apríl

4

Bálið – málgang St. Georgsgildanna á Íslandi

Landsgildisþing 2011 verður haldið laugardaginn 7. maí 2011 í safnaðarheimili Árbæjarkirkju, við Rofabæ í Reykjavík. St. Georgsgildið Straumur annast framkvæmd þingsins að þessu sinni.

Landsgildisþing 2011

Helstu dagskrárliðir:Kl. 9.45 Skráning og afhending gagnaKl. 10.30 Þinghald hefstKl. 12.15 Léttur hádegisverðurKl. 13.00 Þinghald framhaldKl. 14.30 Þinghaldi lýkur, kaffiveitingarKl. 15.00 Dagskrá St. Georgsdagsins 2011, í umsjá HafnarfjarðargildisinsKl. 16.00 Dagskrá lokið Gjald vegna þingsetu kr. 3.000 fyrir hvern þátttakanda

Kvöldverður og skemmtidagskrá verður haldin á sama staðDagskrá:Kl. 19.00 Húsið opnaðKl. 19.30 Borðhald hefst Matseðill: Forréttur, aðalréttur (hlaðborð), kaffi og konfekt.

Gosdrykkir innifaldir Óski gestir eftir að hafa borðvín,

þurfa þeir að koma með það sjálfir Gjald vegna kvöldskemmtunar kr. 5.000

Skráningu þátttakenda óskast lokið eigi síðar en 28. apríl n.k. Kristjana Grímsdóttir, netfang [email protected] Björn V. Björnsson, netfang [email protected] símar: 557 5846, 849 1477 Gildin eru minnt á að hafa skemmtiatriði meðferðis.

Móðir tekur við af syni í HafnarfirðiGuðbjörg Guðvarðardóttir var kjörin gildismeistari á aðalfundi St. Georgsgildisins í Hafnarfirði 10. febrúar sl. Tekur hún við starfinu af syni sínum Guðvarði B. F. Ólafssyni. Engar aðrar breytingar urðu í stjórn gildisins.

Page 5: Bálið 2. tbl. 2011, apríl

5

Eitt sinn skáti, ávallt skáti!

St. Georgsdags-boðskapurinn 2011Löngu fyrir okkar daga

hófu lærðir menn og vísir að velta fyrir sér tilgangi

lífsins og hvernig best væri að gera það innihaldsríkara og betra.

Miklar og dramatískar breytingar hafa orðið á lífi okkar og daglegum þörfum síðan forðum daga. Í dag höfum við meir en nóg af efnislegum gæðum og áreiti af ýmsu tagi umlykur okkur. Flest okkar hafa hlý og skjólsöm híbýli og nóg að bíta og brenna til að tryggja gott og þægilegt líf. En hefur öll þessi mikla þróun síðari ára gert okkur ánægðari og hamingjusamari? Ég held við kunnum öll svarið við þessari spurningu.Einfalt svar við hinni dýpri leit að til­gangi lífsins og lífsánægjunni bæði er varðar sál og líkama, er enn á huldu. Það fær okkur þó til þess að spyrja áfram um lífið og tilgang þess.Ég deili hér með ykkur úrdrætti úr skrif­um ókunns höfundar þar sem við ættum að geta fundið góð ráð og uppörvun við að fylgja hugsjónum skáta og gilda.

Leiðbeinandi ráðleggingar til að öðlast gott og farsælt líf:Nýrrar stefnu í lífinu ávallt leita má, nauðsyn er hana beint að stefna á!Nágrannann studdu og bjargráð veittu er örlög og líf hann leika harðræði beittu!

Að opna faðminn öðrum er upplifun blíð í stað þess að heyja á móti þeim stríð.Heimsæktu nýja granna og ljáðu þeim eyra í stað þess af fordómum vilja ekkert heyra!Varðaðu sjálfsálit þitt og góðan orðstý, mun að hugur þinn er og djúpur og pæl­ing hlý.Æskirðu að aðrir mót þér brosi, og vinsemd þér sýni, mættu þeim aldrei með fáleik og brossnauðu trýni,Hikaðu ei við að vinmælast við aðra þér ókunna, ferskar nýjar hugmyndir þér gefa þeir kunna.Heimurinn umbreytist, það tekst aldregi hemja, mættu þeim teitur, reyn jákvæða lífssýn þér temja.Þá morgunkaffið þér lagar og ljósið þitt kveikir lít út um gluggann, eru grannar þínir kannski veikir?Viðbúinn ávallt þínu með öðrum að deila, ljáðu þeim barm þinn, er tár þeirra fljóta hjálp sorg þeirra og þjáning þar með að heila, þannig muntu gleði og hamingju hljóta.(Birt í Erikoislääkäri 3/2005, tímariti sérfræðilækna.)

Með skátakveðju,Visa Huuskonen skátagildinu Ilves, Finnlandi

Page 6: Bálið 2. tbl. 2011, apríl

Bálið – málgang St. Georgsgildanna á Íslandi

6

Á aðalfundi sem haldinn var 2. nóv 2010 var eftirfarandi stjórn kjörin:

Sigurlína Sigurgeirsdóttir gildismeistari Ingigerður Traustadóttir varagildismeistari Kristbjörg Rúna Ólafsdóttir gjaldkeri Þórey Bergsdóttir ritari Kristín B Jónsdóttir meðstjórnandi.

Sú breyting var samþykkt á aðalfundi að framvegis verða aðalfundir í febrúar ár hvert í stað nóv. og reikningsár skal vera almanaksárið.Fundir St. Georgsgildisins á Akureyri eru haldnir 1. mánudag í mánuði á tímabilinu september til mai. Fundarstaður er í hinni nýju starfsaðstöðu Gildisins, Vörðunni, sem er við Freyjunes á Akureyri, en Varðan var vígð og gefið nafn í nóvember 2010.Í nóvember 2010 var þess minnst að 50 ár eru liðin síðan St. Georgsgildið á Akureyri var stofnað og að þeirri stofnun stóð Dúi Björnsson.

Haustferðin var á sínum stað og var farið til Siglufjarðar um Héðinsfjarðargöng.St. Georgsgildið á Akureyri hefur um ára bil séð um leiðalýsingu í kirkugarði Akur eyr ar og nú einnig í Lögmannshlíðar kirkju garði. Vinnufundir hafa verið amk. viku lega frá

Rikki „í tunnunni“ á Siglufirði

Frá grillhátíð í ágúst 1999.

St. Georgsgildið Á Akureyri:

Fréttir að norðan

Page 7: Bálið 2. tbl. 2011, apríl

Eitt sinn skáti, ávallt skáti!

77

áliðnu sumri til jóla, en krossar eru lýstir frá 1. sunnudegi í aðventu fram til þrettánda dags jóla. Síðan fer það eftir tíðarfari hve­nær hægt er að taka inn krossa og það sem þeim fylgir og ganga frá.Jólafundur er venjulega haldinn fyrsta mánu dag í desember og sjá gildisfélagar um mats eld ásamt því að sjá um að skera og steikja laufabrauð og huga að jólagleðinni.

Í janú ar er að öllu jöfnu gripið í spil eða bingó.Okkur bættist við liðsauki í febrúar, en þá gengu þau Svala og Bragi í gildið okkar. Því var tekið fagnandi.Göngunefnd, sem Fjóla og Valgeir skipa, sér um að skipuleggja gönguferðir og er gengið á sunnudögum. Þetta eru göngu­ferðir þar sem flestir geta tekið þátt í og er gengið í u.þ.b. eina klst. Töluvert ber á staf ­göngustöfum sem minna á gömlu skáta­stafina og er það vel.

Okkur hefur verið boðið á sameiginlegan fund sem Kvistur stóð fyrir og var þar ríkj­andi skátaandi og gaman að vera saman.Á hverju hausti býður skátafélagið Klakkur til samveru í Fálkafelli eina kvöldstund í tilefni þess að skálinn er opnaður til vetrarstarfs og þar eiga gildin og skátarnir góða stund saman. Einnig er samvera með skátunum 22. feb. við söng og gleði.

Á gildisfundum er ýmist fróðleikur eða einhver dægradvöl.Hand verkskvöld hafa verið haldin mán ­að ar lega og stund­um höfum við not ið kennslu við föndur.

Í ár eru liðin 20 ár frá vígslu á bústaðnum okkar, Árseli í Aðaldal, en hann var vígður 27. okt. 1991.

Eftirlitsferð í kirkjugarðinn.

Á góðri stundu við Ársel.

Slaufuskemmtun - sjáið handverkið!

Vinnuaðstaðan í Vörðunni.

Page 8: Bálið 2. tbl. 2011, apríl

Bálið – málgang St. Georgsgildanna á Íslandi

8

Mamma og pabbi eru búin að berjast við mosa í blettinum hjá sér í mörg mörg ár.En í sumar fór pabbi hamförum á blettinum með tætara, eitur og öxi en ekkert dugði. Í júlí gafst mamma svo endanlega upp á öllu saman og ákvað að fara að ráðum tengdapabba míns, og þekja blettinn algjörlega með sandi.Tengdó hefur sambönd og sá um að senda sandinn. Ég bauð mömmu aðstoð mína og mætti tilsettan dag heim til hennar í verkefnið.Það var ansi heitt í veðri og við töluðum um hvað við værum heppnar að geta unnið úti í svona góðu veðri, mamma var búin að koma fyrir dúkuðu borði úti, með kaffi og brauði á og þar ætluðum við að hvíla okkur, svona á milli þess sem við keyrðum hjólbörurnar inn í garðinn.Hann var af stærstu gerð – tankbíllinn sem kom með sandinn og svo drösluðum við langri svartri slöngu bak við hús og inn í garð og úr þessari slöngu átti svo sandurinn að puðrast.Frábært! sagði ég við mömmu, þetta verður auðvelt – engar fjandans hjólbörur.Þú byrjar bara, sagði ég og fékk mér sæti við kaffi borðið. Mamma hélt í slönguna og kallinn hvarf inn í bíl.Fyrst í stað var þetta bara fínt, það rétt sullaðist sandurinn úr slöngunni og við mamma gátum næstum spjallað saman. Ég ákvað að fara og biðja bílstjórann um að setja meiri kraft á , annars yrðum við í allan dag að þessu. Nú, sagði hann ég set þá á meiri kraft. Já, töluvert meiri sagði ég. Ég hafði varla sleppt orðinu þegar þessi líka svaka hávaði byrjar og ég sé slönguna sem áður hafði legið þarna hálf slöpp og aumkunnarverð lyftast pinnstífa meter frá jörðu. Í sömu andrá heyri ég þetta líka neyðaróp úr garðinum.Mamma!!!! Ég hentist af stað og inn í garð.Guð minn góður, þarna var litla, sextuga móð ir mín á fljúgandi siglingu um allan garð eins og norn á óþekku kústskafti og ríghélt sér í slöng­una. Auðvitað hefði ég átt að hlaupa til baka og láta bílstjórann slökkva á sand draslinu, en mín

fyrsta og eina hugsun var að bjarga mömmu. Ég fleygði mér á slönguna af öllu afli og mamma sem áður hafði þeyst um í loftinu brotlenti rétt fyrir framan mig.Hún leit á mig uppglenntum augum og sagði; hva va a ske? (mamma er sko þýsk og talar mjög skemmtilega ísl.) Hún leit út eins og litli svarti sambó, kolsvört í framan með uppglennt rauð augu og hárið var eins og hún hefði fengið rafstraum. Ég missti mig alveg, ég hló svo mikið að ég var alveg óundibúin þegar karlfjandinn óumbeðinn jók kraftinn enn meir. Sandurinn kom með svo miklum krafti að við réðum ekki neitt við neitt. Algjörlega á valdi slöngunnar þutum við eins og tómir pokar í slagveðri um garðinn. Þetta var ekki lengur spurningin um að koma sandinum á grasið heldur að halda lífi og vona að tankurinn færi að klárast. Ekki veit ég hvað að mér var, sjálfsagt einhver bölvuð taugaveiklun, en ég bara gat ekki hætt að hlæja og til að kóróna allt pissaði ég í mig. Mamma er sjálfsagt hálfbiluð líka því að hún hló ekkert minna en ég og nú vorum við mæðgur eins og útúrdópaðir geðsjúklingar á fljúgandi siglingu um allan garð á svartri sandslöngu.Ekki veit ég hvað þetta tók langan tíma en allt í einu var þetta búið og karlfjandinn, sem hafði ekki nennt að hreyfa sig úr bílnum, stóð yfir okkur eins og fáviti og spurði; hvar er allur sandurinn?Ég var skítug, sveitt og búin að pissa í mig og mamma lá við hliðina á mér algjörlega óþekkjanleg og velltist um af hlátri, ég leit í kringum mig. Kaffiborðið var horfið og stólarnir líka, fallega gullregnið hennar mömmu, sem staðið hafði í miðjum garðinum var horfið og það sem merkilegast var, var að það var nánast enginn sandur í garðinum.Það voru 8 tonn af sandi sem við höfðum fengið, minnst af því fór í garðinn hjá pabba og mömmu, aftur á móti sandblésum við allar rúðurnar á neðri hæðinni á húsinu þeirra svo og gróðurhúsið, en mest allur sandurinn hafði farið upp á þak, á svalirnar og nærliggjandi garða. Borðið, stólarnir og kaffið endaði úti í móa en gullregnið fundum við aldrei, það var 4 m á hæð og 3 m í þvermál.

Sandslangan ógurlega

Page 9: Bálið 2. tbl. 2011, apríl

Eitt sinn skáti, ávallt skáti!

9

Ný heimasíða Landsgildisins

www.stgildi.is

Ný heimasíða Landsgildisins er komin í loftið.Slóðin er einföld www.stgildi.isÞar má finna ýmsan fróðleik og þar hafa gildin möguleika á að setja inn efni úr starfi sínu og upplýsingar.Skoðið endilega og sendið álit ykkar og tillögur á [email protected]

Bálið á vefnumBálið er að sjálfsögðu líka hægt að skoða á vefnum og tengil á blaðið má finna á heimasíðu Landsgildisins.Slóðin beint á blöðin er www.issuu.com/skatar

Hafnarfjarðargildið er með sína eigin síðu.

Page 10: Bálið 2. tbl. 2011, apríl

Bálið – málgang St. Georgsgildanna á Íslandi

10

St. Georgsgildið Kvistur:

Nokkur orð að norðanSkátar á Akureyri héldu

22. febrúar hátíðlegan eins og endranær.

Skátaskemmtun fór að þessu sinni fram í Giljaskóla sem er einn þriggja grunnskóla í Glerárhverfi á Akureyri. Skemmtunina sóttu skátar á aldrinum 8 – 70 ára og allir áttu þar góða stund.

Um kvöldið bauð St. Georgsgildið Kvist­ur stjórn og foringjaráði Skátafélagsins Klakks á ,,þorrablót” upp á kjötsúpu og þorra mat þótt komin væri góa.

Fundurinn var haldinn í Skátaheimilinu Hvammi sem hefur tekið stakkaskiptum og er afskaplega skátalegt og skemmtilegt hús fyrir skátafundi. Fundargestir glímdu við ,,mjög erfiðan kimsleik” og greinilegt var að minnið var farið að dvína hjá sumum. Einnig frædd­umst við um Þorrann sjálfan og hvernig hann hefur verið haldinn hátíðlegur á Íslandi.Sungið var af hjartans lyst einkum lög eftir Tryggva Þorsteinsson og spilaði Finnbogi Jónasson á gítarinn af miklum krafti. Ekki var annað að sjá en að allir fundar­gestir yndu sér vel þótt aldursmunur væri 40­50 ár.

Terta en ekki útilegusvæði skáta!

Foringjar Skátafélagsins Klakks, þau Finnbogi Jónasson, Margrét Aðalgeirsdóttir og Ingimar Eydal.

Page 11: Bálið 2. tbl. 2011, apríl

Eitt sinn skáti, ávallt skáti!

11

Við Gildisfólk höfum stundum áhyggjur af því hversu lítil fjölgun er í gildunum. Það hvarflar að höfundi þessa pistils að líklega væri hægt að krækja í yngri skáta með því að vera duglegri að bjóða þeim á fundi til okkar af og til. Félögum í Kvisti fjölgar pínulítið, einn hefur bæst í hóp­inn á þessu ári og tveir í fyrra og það sem best er, að þeir eru allir í kringum fimmtugt, svo það yngir upp hópinn.

Félagar úr St. Georgsgildunum á Akur­eyri hafa verið skátum á Akureyri hjálp ­legir á ýmsan hátt, nefna má við undir­búning og framkvæmd lands móta, yfir vetrartímann með heim sókn um á fundi, aðstoð við útburð á fermingarskeytum og fl. Í Kvisti er fólk sem kemur víða að með margs konar bakgrunn, flestir eru gamlir skátar en ekki allir. Það er mjög gaman að starfa í svona blönduðum hópi.

Það sem mér finnst einkenna starfið í Kvisti er söngurinn og mér finnst Kvistir bara syngja nokkuð vel, alla vega hafa þeir mjög gaman af söng. Ég óska ykkur öllum gleðilegs sumars. Valgerður Jónsdóttir, gildismeistari Kvists.

Kjötsúpa var skömmtuð af miklum móð.

Skátar úr foringjaráði Skátafélagsins Klakks.

Fólk er mjög hugsi yfir Kimsleiknum en hlýðir einnig á fræðslu um Þorrann fyrr og nú.

Page 12: Bálið 2. tbl. 2011, apríl

Bálið – málgang St. Georgsgildanna á Íslandi

12

Skátahreyfingin er einhver útbreiddasta heilbrigðasta og mest mannbætandi æsku­lýðs starfsemi, sem um getur, með um 2 millj ónir félaga. Hún teygir sig til velflestra landa heims og mikill fjöldi beztu og virtustu þegna þjóðanna hefur hlotið sína fyrstu þjálfun í mannlegum samskiptum innan vébanda hennar.Skátastarf hófst í Keflavík hinn 15. septem­ber 1937, er Helgi S. Jónsson gekkst fyr ir stofnun skátafélagsins Heiðabúa. Ann an dag júlímánaðar 1943 var stofnuð kven­skátasveit innan Heiðabúa. Var félagið þar frumkvöðull. Áður höfðu hvarvetna verið aðskilin félög fyrir hvort kyn, en Heiðabúar urðu fyrst skátafélaga heims til að fá viðurkenningu sem „tvíkynja” skátafélag.Grein, sem Helgi S. ritaði í fyrsta tölu blað Lilj unnar, sveitarblaðs kven skáta sveit ar­innar, lýsir að nokkru því, sem skáti er. Í grein þessari segir Helgi meðal annars:„Nú eruð þið að gerast starfsmenn skáta-hreyfi ngarinnar, ekki aðeins Heiðabúa, held ur þátttakendur í alþjóðastarfi skáta. Ykkar bíða ónumin lönd, ný sjónarmið og ný störf. Ef til vill heltist einhver ykkar úr lestinni, en fleiri munu finna verk við sitt hæfi, eitthvað, sem heillar hugann, eitthvað, sem svalar æskuþrótti ykkar. Skátahreyfingin – skáta lögin fela í sér takmarkalaust viðfangsefni – fagurt, eins og fjalla bláma – erfitt, eins og úfið hraun – seið andi, eins og samstilltur varð eldasöngur. „Ég lofa að gera það, sem í mínu valdi stendur” sé ykkar yfirskrift.Verið djarfar og gætnar í senn og gleymið aldrei, að þið eruð að vinna verk í þágu lands og þjóðar, með því að aga ykkur sjálfar og opna öðrum leið til þátttöku í leiknum, sem heillað hefur milljónir

æskumanna og kvenna um all an heim. – Æskan er stutt og kemur aldrei aft ur – notið árin því vel.“Skáti merkir í raun sá, sem hlustar – skyggn ­ist um – er á verði, það er að segja sá, sem er ávallt viðbúinn, enda hafa þeir tekið sér það kjörorð. Skátahugsjónin byggir á því góða í manninum sjálfum, drenglund – hjálp­semi – fórnfýsi – skyldurækni. Hún leit­ast við að laða fram beztu eðliskosti hvers einstaklings og efla þá. Hún leitast við að gera einstaklingana sjálfstæða og sjálf bjarga og efla athyglisgáfu þeirra og bróðurþel. Hún leitast við að gera þá að betri þjóðfélags­ og alheimsþegnum. ­ Skátalögin eru hvorki löng né flókin, aðeins nokkrar stuttar, en hnitmiðaðar og auðlærðar greinar, sem höfða allar til beztu eiginleika mannsins.Englendingurinn Robert Baden­Pow ell stofnaði skátahreyfinguna með 20 ung ­menn um á Brownseaeyju í ánni Thames árið 1907 og systir hans kven skáta hreyfinguna

Hvað er skáti?

Page 13: Bálið 2. tbl. 2011, apríl

Eitt sinn skáti, ávallt skáti!

13

þrem árum síðar. Í hinzta boðskap sínum til skáta sagði Baden­Powell:„Ég hef lifað mjög hamingjusömu lífi og ég vil líka, að sérhver ykkar lifi eins hamingjuríku lífi og ég. Ég trúi því, að Guð hafi sent okkur í þennan heim til þess að njóta lífsins og verða hamingjusöm. Hamingjan er ekki fólgin í því að vera ríkur, né í því eingöngu, að þér gangi vel, eða í eftirlátssemi við sjálfan þig,Eitt skref í áttina til hamingjunnar er að gera þig heilbrigðan, á meðan þú ert ungur, svo að þú getir orðið þarfur maður og þannig notið lífsins.Með því að athuga náttúruna, muntu sjá, hve undursamlegan Guð hefur gert heiminn fyrir þig.Vertu ánægður með það, sem þú hefur, og gerðu þitt bezta úr því.Líttu ávallt á björtu hlið málsins. En ham­ingjuna er aðeins hægt að höndla á einn veg, og það er með því að gera aðra hamingjusama. Reyndu að kveðja þennan heim ofurlítið betri og fegurri en hann var, þegar þú komst í hann. Þá veiztu, að þú hefur ekki lifað til einskis.„Vertu viðbúinn” að lifa hamingjusamur á þennan hátt. Haltu ávallt skátaheitið, jafnvel eftir að þú hættir að vera ungur drengur. Og Guð hjálpi þér til þess. Þinn vinur, Baden-Powell.”

Þjálfun skáta byggist mikið á útiveru og að læra að bjarga sér við misjafnar aðstæður, í samveru við náttúruna. Í útilegum er venju­lega setið við varðeld að kvöldi og mikið sungið. Sátum við áður fyrrsaman á kveldin,syngjandi skátalögsólbrún við eldinn.sagði Kristinn (Reyr) Pétursson í einu kvæði sínu.

Helgi S. kvað einnig varðeldssöng:Vináttu varðeld hérvonglaðir kyndum vér,að skátasið.Höldum svo hönd í hönd,heimsins um ókunn lönd,út yfir okkar strönd,að skátasið.

Samtaka - allir eittáfram um landið breitt,að skátasið.Tökum við hönd í hönd,trúum á frið um lönd,treystum vor bræðraböndað skátasið.

Vinnum þess heilög heitvernda hvern gróðurreit, að skátasið.Eflum í heimi frið,einingu leggjum lið,sé það vort sjónarmið,að skátasið.

Samantekt: Björn Stefánsson.

Page 14: Bálið 2. tbl. 2011, apríl

Bálið – málgang St. Georgsgildanna á Íslandi

14

Þann 5. mars 2011 fór þessi góði gildisskáti og fyrrum mikilsmetni félagi St. Georgsgildisins í Reykja­vík Kristín Bárðadóttir heim. Hún var Ísfirðingur að ætt. Foreldrar hennar dóu bæði meðan hún var ung að aldri og tóku Bárður G. Tómasson og kona hans hana þá í fóstur.Kristín varð snemma skáti og í forystu Kvenskátafélagins Val­kyrjan á Ísafirði. Maður hennar Hafsteinn G. Hannesson var og mjög virkur i skáta hreyf­ingunni; endureisti hann m.a. Skátafélagið Einherja 1942. Árið 1989 fluttist Kristín með manni sínum til Reykjavíkur eftir nokkurra ára búsetu á Eskifirði og í Grindavík. Þegar til Reykjavíkur kom gerðist Kristín fljótlega félagi í Reykjavíkurgildinu. Kristín var afar

hlý, hógvær og góður félagi með mikla kímnisgáfu. Var hún mikilsmetin af gildisfélögum og tók virkan þátt í starfi gildisins í mörg ár. Síðustu árin og sér­staklega eftir að hún missti mann sinn 2002 tók heilsu hennar að hraka mjög, og gat hún því eigi mætt vel á fundi gildisins. Var hennar mjög saknað.Við fyrrum félagar hennar send­

um eftirlifandi afkomendum þeirra hjóna samúðarkveðjur og óskum þess með þeim að ferð hennar um hin grænu engi eilífðarinnar verði henni hin ljúfasta.

Fyrir hönd fyrrum félaga í Reykjavíkurgildinu. Einar Tjörvi.

Kveðja frá félögum í St. Georgsgildinu á AkureyriFrá liðnum árum er margs að minnast og ber mishátt í hugum okkar, er við lítum yfir farinn veg. Okkur er enn í fersku minni elsklegheit og rausnarskapur þeirra hjóna, Dóru og Guðna þegar við vorum að koma frá Akureyri á landsgildisþingin, sem haldin voru sunnan heiða. Þar stóð heimili þeirra opið og móttökurnar stór­kostlegar, hvernig sem á stóð. Fyrir þetta og ótalmargt fleira erum við þakklát. Nú eru þau bæði farin heim en eftir stendur falleg minningin og þakklæti í hugum okkar.

Ættingjum öllum sendum við samúðar­kveðjur.

St Georgsgildið á Akureyri.

Kristín BárðardóttirFædd 10. júlí 1922 – dáin 5. mars 2010

Halldóra Þorgilsdóttir og Guðni JónssonF. 31.12.1923 – d. 15.01.2011 F. 13.10.1920 – d. 23.07.1995

Page 15: Bálið 2. tbl. 2011, apríl

Eitt sinn skáti, ávallt skáti!

15

English Summary April 2010The National Assembly is soon upon us. Preparations are under way and we are all urged to meet with a smile on our faces May 7th next. In this issue our national president, Elín Richards, announces that she will not be standing for re­election, something we will all greatly regret. She has been our leader for six successful years and will be missed. In her message she quotes a poem by our Nobel price writer H. K. Laxness, in which he reminds us of the coming of spring in all its splendour and the awakening of nature‘s glory; the importance of meeting life with a smile and good humour whatever the situation we meet.This same message is replicated in the Fellowship message from the Finnish National president, Mr. Visa Huuskonen, where we are given 10 maxims that will help us live a happier, fuller and more satisfying life.The St. George’s guild in Akureyri gives a summary of last years activities, which comprise nature walks, putting Christmas lights on graves in the church yard and a meeting together with the Scout group Klakkur. Two additional members joined the guild last February.A humorous tale is told of a battle with an onerous moss growth in a member’s lawn using sand to do away with the moss and employing a spraying –technique to distribute said sand. Needless to say

the spraying hose was more than they could handle and everything was sand­sprayed but the lawn.The national guild has set up a new homepage, which may be accessed via the internet path www.stgildi.is, and the Bálið may be directly accessed via www.issuu.com /skatar.The Akureyri guild Kvistur relates a report on a traditional Thorrablot feast held 22. February meeting held with Akureyri Scouts spanning the age range from 8­70. The centre of attraction was a glorious traditional Thorri food topped by a chocolate cake in the form of a scout tent. Everybody had a wonderful time old as well as young.Björn Stefánsson wrote an interesting summary of what it entails being a Scout. He exhorts the many advantages that being a Scout brings with it; reminding us of the core of the Scout ideology using quotation from Sir Baden Powel such as his very last message to the movement. The essence of which is to always be prepared, always look at the bright side, be satisfied with what you have and make the best of it. Love, respect and take care of Nature, which our Creator left in your care.Finally we pay homage to three of our members, which have left for home after a long, faithful and successful life of Scouting. Einar Tjörvi

www.stgildi.is

Page 16: Bálið 2. tbl. 2011, apríl

Bálið – málgang St. Georgsgildanna á Íslandi

16

Skátamót í sumar

St. Georgsgildið á Akureyri • St. Georgsgildið í HafnarfirðiSt. Georgsgildið í Hveragerði • St. Georgsgildið í Keflavík

St. Georgsgildið í Kópavogi • St. Georgsgildið Kvistur á Akureyri St. Georgsgildið Straumur í Reykjavík

Sumardagurinn fyrsti

Leynast skátar hér?Skátaandinn lifir lengi..

Gildisskátar sinna viðhaldi í Árseli

Ef heimilisfang er rangt, endursendist á: Hreinn Óskarsson, Pósthússstræti 3, 230 Keflavík

Gildisskátar eru hvattir til að heimsækja skátamótin í sumar. Skv. upplýsingum Bandalags íslenskra skáta verða eftirfarandi skátamót í sumar:Rs. Þjófstart 27.-29 maí á Úlfljótsvatni • Drekaskátamót 4.-5. júní á Úlfljótsvatni

Vormót Hraunbúa 10.-13. júní í Krýsuvík • Landnemamót 23.-26. júní í Viðey.