48
Þjóðbúningar geta kostað nokkrar milljónir 3.-5. ágúst 2012 31. tölublað 3. árgangur 44 12 Guðrún og Ásmundur VIÐTAL VIGDÍS VALA VALGEIRSDÓTTIR Hrafnhildur Guðmunds DÆGURMÁL VIÐTAL Ef það er ekki á Facebook, þá gerðist það ekki Berg- lind Péturs Þorsteinn Eggertsson Textahöfundar verða af háum fjárhæðum 8 Ég er ekki transkona – ég er kona VIÐTAL 6 FRÉTTIR LJÓSMYND/HARI SÍÐA 18 Júlíanna Hafberg Elskar að sauma á sig föt 42 TÍSKA Veikindi Völu út í veður og vind Vigdís Vala Valgeirsdóttir var rúmliggjandi í yfir tvö ár án þess að fá greiningu á sjúkdómi sínum. Eftir að viðtal við hana birtist í Fréttatímanum fyrr á þessu ári hafði lesandi sem kannaðist við einkennin samband við hana og í kjölfarið fékk hún útskýringu á veikindunum. Nú brosir lífið við þessari nítján ára stelpu sem hyggur á nám í sálfræði í haust. Fram að því á tónlistin hug hennar allan. Þar, rétt eins og í gegnum erfið veikindin, nýtur hún stuðnings foreldra sinna, þeirra Ástu Kristrúnar Ragnarsdóttur og Valgeirs Guðjónssonar. Rokk- stjóri á 40 ára Range Rover DÆGURMÁL Jón Þór Þorleifsson 46 GÖNGUGREINING AÐEINS 1.990 KR. Útsalan hefst í dag – komdu og gerðu góð kaup! Úrval af gönguskóm, hlaupaskóm og hlífum. Áður 3.990 kr. / Tilboðið gildir í ágúst 2012 Orkuhúsinu / Suðurlandsbraut 34 / 108 Reykjavík / S. 517 3900 / www.flexor.is PIPAR\TBWA SÍA 122228

3. ágúst 2012

Embed Size (px)

DESCRIPTION

iceland, newspaper, magazine

Citation preview

Page 1: 3. ágúst 2012

Þjóðbúningar geta kostað

nokkrar milljónir

3.-5. ágúst 201231. tölublað 3. árgangur

44

12

Guðrún og Ásm undur

viðtal vigdís vala valgeirsdóttir

Hrafnhildur Guðmunds

DæGurmÁl

viðtal

Ef það er ekki á Facebook, þá gerðist það ekki

Berg-lind Péturs

Þorsteinn EggertssonTextahöfundar verða af háum

fjárhæðum

8

Ég er ekki transkona – ég er kona

viðtal

6frÉttir

LjósMynd/Hari

síða 18

Júlíanna HafbergElskar að sauma á sig föt

42tíska

Veikindi Völu út í veður og vindVigdís Vala Valgeirsdóttir var rúmliggjandi í yfir tvö ár án þess að fá greiningu

á sjúkdómi sínum. Eftir að viðtal við hana birtist í Fréttatímanum fyrr á þessu

ári hafði lesandi sem kannaðist við einkennin samband við hana og í kjölfarið

fékk hún útskýringu á veikindunum. Nú brosir lífið við þessari nítján ára stelpu

sem hyggur á nám í sálfræði í haust. Fram að því á tónlistin hug hennar allan.

Þar, rétt eins og í gegnum erfið veikindin, nýtur hún stuðnings foreldra sinna,

þeirra Ástu Kristrúnar Ragnarsdóttur og Valgeirs Guðjónssonar.

rokk-stjóri á 40 ára range rover

DæGurmÁl

Jón Þór Þorleifsson

46

GÖNGUGREINING AÐEINS 1.990 KR. Útsalan hefst í dag – komdu og gerðu góð kaup!Úrval af gönguskóm, hlaupaskóm og hlífum.

Áður 3.990 kr. / Tilboðið gildir í ágúst 2012

Orkuhúsinu / Suðurlandsbraut 34 / 108 Reykjavík / S. 517 3900 / www.flexor.is PIPA

R\

TBW

A •

SÍA

• 1

2222

8

Page 2: 3. ágúst 2012

Jónas Haraldsson

[email protected]

Húsavíkurjógúrt á tilboði

Viðamikið eftirlit lögreglu

Forseti Íslands settur Í embætti Í Fimmta sinn

Hefðarréttur til langrar setu forsetans liðinnF orsetakosningarnar urðu

tvímælalaust gagnleg vegferð, skerptu sýn landsmanna á

embættið, efldu samræður um heill og farsæld Íslendinga. Svo sagði Ólafur Ragnar Grímsson er hann var settur í embætti forseta Íslands í fimmta sinn við hátíðlega athöfn í Alþingishúsinu síðastliðinn miðviku-dag. Forsetinn þakkaði þeim sem buðu sig fram til embættisins sem með framboði sínu gerðu þjóðinni kleift að meta embættið, eðli þess og verkefni á vogarskálum sem æðstar eru í lýðræðisskipan, kosningum þar

sem allir standa jafnfætis. „Forsetakjör af slíkum toga er í

takt við lýðræðiskröfur okkar tíma, fylgir þeim betur en viðhorfin sem löngum réðu för, að ekki væri við hæfi að etja kappi við forsetann, að hið fyrsta kjör skapaði hefðarrétt til langrar setu,“ sagði forsetinn í ræðu sinni og bætti við: „Nýliðnar kosn-ingar voru því gleðilegur vitnisburð-ur um lýðræðisþróun; í raun heil-brigðismerki á tímum endurreisnar; öflugur stuðningur við þá kröfu að áfram verði haldið á braut hins beina lýðræðis.“

Forsetinn sagði kosti núgildandi stjórnarskrár hafa komið í ljós er hún hefði í kjölfar bankahruns veitt fólk-inu í landinu fimm sinnum vald til að kveða upp sinn dóm um leið og hann minnti á að Íslendingar hefðu alltaf borið gæfu til að ná víðtækri sam-stöðu um breytingar á henni. Ólafur Ragnar hét á þá sem sækja umboð sitt til þjóðarinnar, forseta, Alþingi, sveitarstjórnir, alla sem kjörnir eru til ábyrgðar, að taka upp nýja siði, láta átökin víkja og að raða verkefn-um á þann veg að breiður stuðningur verði að baki ákvörðunum.

Forsetahjónin, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff, á svölum Alþingishússins. Mynd Hari

Siglufjarðarhótel ekki samþykktSkipulags- og umhverfisnefnd Fjalla byggð ar sá sér ekki fært að að sam þykkja erindi Selvíkur, systurfyrirtækis Rauðku efh, um hótelbyggingu á Siglufirði, að því er fram kemur á vefnum Siglo.is. Ástæða höfnunarinnar er óvissa um snjóflóðavarnir og að Skipu lags stofnun hefur ekki samþykkt deiliskipulag. „Með þessari samþykkt er ljóst að framkvæmdir munu tefjast um að minnsta kosti eitt ár ef að þeim verður,“ segir enn fremur á vefnum. Rauðka hefur byggt upp aðstöðu kringum smábátahöfnina á Siglufirði þar sem eru litskrúðug og falleg hús. - jh/Mynd Siglo.is

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verður með viðamikið eftirlit um verslunarmannahelgina eins og jafnan áður, að því er fram kemur á vef hennar. Áhersla hefur verið á eftirlit með ferðavögnum/eftirvögnum og skráningu og skráningarmerkjum ökutækja. Slíkt eftirlit hefur verið mjög virkt hjá lögreglu í sumar. Jafnframt þessu verður haldið úti eftirliti í hverfum í umdæminu. „Það er fátt óskemmtilegra en að koma heim úr ferðalagi og verða þess var að innbrotsþjófar hafi látið greipar sópa um heimilið. Af þeirri ástæðu munu lögreglumenn fylgjast með íbúðarhúsnæði um verslunarmannahelgina eins og kostur er,“ segir á vefnum. Lögreglan vill jafnframt hvetja fólk, sem heldur burt af höfuðborgarsvæðinu í lengri eða skemmri tíma, til að ganga tryggilega frá heimilum sínum. Gott ráð er biðja nágranna um að líta eftir húsnæði. Lögreglan hvetur fólk líka til að láta vita um grunsamlegar mannaferðir. - jh

FÍB með aðstoð um allt landFélag íslenskra bifreiðaeigenda, FíB, verður með þjónustuvakt um verslunarmannahelgina líkt og verið hefur undanfarið 61 ár, að því er fram kemur á síðu félagsins. Hjálparþjónusta FÍB miðast við að aðstoða bíleigendur á ferðalagi sem þurfa á þjónustu bílaverkstæðis að halda eða vantar varahlut. FÍB aðstoðarbílar verða á fjölförnustu leiðum og umboðsmenn félagsins um land allt eru í viðbragðsstöðu. FÍB hefur, eins og undangengnar verslunarmannahelgar, kallað út liðsauka aðstoðarbíla. Víða um land verða verk-stæði opin vegna neyðarþjónustu og bílaumboð og stærri varahlutasalar hafa skipulagt bakvaktir vegna varahlutaafgreiðslu fyrir milligöngu FÍB. Skrifstofa FÍB, sími 414-9999, hefur milligöngu varðandi aðstoðarbeiðnir um verslunar-mannahelgina og þar verður vakt frá föstudegi til síðdegis á mánudag. Þegar ekki er vakt á skrif-stofunni svarar FÍB-aðstoð í síma 5-112-112. - jh

t ökur standa til 22. ágúst, að mestu á Eyrarbakka, tökuliðið féll fyrir fallegu húsunum þar,

en einnig í Reykjavík. Myndin er öll tekin hér á landi,“ segir Guðrún Edda Þórhannesdóttir hjá kvikmynda-fyrirtækinu Hughrif. Hún er að tala um sænsku myndina „Hemma“ eða „Heima“ en tökur standa yfir núna.

Fyrirtækið Little Big Production framleiðir en Hughrif er meðframleið-andi. Leikstjóri og handritshöfundur er Maximilian Hult og aðalleikarar eru Anita Wall, Moa Gammel, Simon Berger og Erik Lundqvist. Ísland og Eyrarbakki urðu fyrir valinu þegar tökuliðið féll fyrir fallegu húsunum í þorpinu. „Anita er mjög þekkt leik-kona í Svíþjóð, algjör díva, en kannski ekki mjög þekkt hér en hún hefur verið mikið í sjónvarpi,“ segir Guðrún Edda.

Bjarni Haukur sem sænskur yfir-þjónnHemma fjallar um Lou, unga konu, sem fréttir að hún á ömmu á lífi. Hún á erfitt með félagsleg samskipti þrátt fyrir góðar gáfur. Hún ákveður að fara í þorp ömmunnar, ílengist þar, kynnist ungum manni og ástin vaknar. Allir helstu leikarar eru sænskir en einnig koma íslenskir aukaleikarar við sögu. „Myndin er náttúrlega á sænsku og við héldum að það yrði erfitt að finna sænskumælandi íslenska leikara en það hefur gengið ótrúlega vel. Sigrún Sól hjá Icelandic Casting stóð sig vel í að finna þá.“

Meðal íslenskra leikara eru Elín Petersdóttir, María Pálsdóttir, Þórunn Magnea Magnúsdóttir, sú reynda leik-kona auk Bjarna Hauks Þórssonar

sem leikur yfirþjón á veitingastað; allt fólk sem hefur sænsku á færi sínu.

Flutti til Svíþjóðar og kemur heim með verkefniAð sögn Tinnu Proppé hjá Hughrifum er ekki hlaupið að því að fá starfsfólk í kvikmyndagerðinni núna, svo margir eru að starfa við framleiðslu mynda frá Hollywood. „Allir fastir allstaðar. Ekki eru margar íslenskar kvikmyndir í tökum þetta árið og því ótrúlega fínt að fá öll þessi verkefni til landsins. Ákaflega mikilvægt, ef auka á fjárlög til kvikmyndagerðar, að halda þessu öllu gangandi. Vonandi sjá menn mikilvægi þess.“ segir Tinna.

Þó Hemma sé ekki stærsta myndin sem er, og hefur verið, í tökum á Ís-landi þetta sumarið – framleiðslu-kostnaður er áætlaður milli 13 og 14 milljónir sænskra króna (um 250 millj-ónir ISK) vegur hún þungt í íslenska kvikmyndageiranum því eftirvinnslan mun fara að verulegu leyti fram hér á landi; Valdís Óskarsdóttir mun klippa og Kjartan Kjartansson annast hljóð-vinnslu svo dæmi séu nefnd.

Þá má og geta þess að fyrirtækið Little Big Production er í eigu Önnu G. Magnúsdóttur og eiginmanns hennar. „Hún byrjaði að vinna í kvikmynda-bransanum uppúr 1980, en flutti svo til Svíþjóðar þar sem hún stofnaði Little Big Production, framleiðslufyrirtæki og hefur hún undanfarin tuttugu ár starfað við framleiðslu allskyns kvik-mynda. Og kom nú með þessa mynd hingað til lands. Það er mikið líf og fjör,“ segir Tinna.

Jakob Bjarnar Grétarsson

[email protected]

KviKmyndagerð bÍóbransinn á Íslandi blómstrar

Sænsk díva við tökur á EyrarbakkaÍslenskur kvikmyndaiðnaður blómstrar – hörgull er á fagmönnum. Erlendir framleiðendur leita í stórum stíl til landsins; Ben Stiller, Tom Cruise og Russell Crowe eru til marks um strauminn en ekki er það einungis Hollywoodfólk sem hér treður grundir: Nú standa yfir tökur á sænsku myndinni Hemma eða Heima.

Frá tökustað á Eyrarbakka en sænsku kvik-myndatöku-mennirnir féllu fyrir bænum; ung kona, greind en á við félagsfælni að stríða, kemur til þorps ömmu sinnar...

Tinna Proppé segir svo mikið að gera í kvikmynda-gerðinni að fagfólk liggi ekki á lausu nú um mundir.

Guðrún Edda hjá Hughrifum segir ótrúlega vel hafa gengið að finna sænskumælandi íslenska leikara.

Anna. G. Magnúsdóttir flutti til Svíþjóðar og stofnaði þar fram-leiðslufyrirtæki sem nú er að vinna kvikmynd á Íslandi.

2 fréttir Helgin 3.-5. ágúst 2012

Page 3: 3. ágúst 2012

Nú er Vegabréfaleik sumarsins að ljúka. Notaðu tækifærið umVerslunarmannahelgina til að fylla Vegabréfið af stimplum og

skilaðu því á næstu N1 þjónustustöð fyrir 7. ágúst. Þá áttumöguleika á að vinna ferð fyrir fjölskylduna til Tenerife að

verðmæti allt að 650.000 krónur eða fjölda annarraglæsilegra og skemmtilegra vinninga.

Sjáumst um helgina á N1 um allt land!

Meira í leiðinniWWW.N1.IS

VegabREfaleiknumLYKur 7. agust

FÍT

ON

/ S

ÍA

Page 4: 3. ágúst 2012

Farið fram á hækkun á lambakjötsverði

9%hækkunkrafa

bænda á lambakjöti

m.v. meðalverð 2011

Stjórn Landssamtak

sauðfjárbænda

veður Laugardagur Sunnudagur Mánudagur

Léttskýjað eða skýjað aF há-skýjum vestanLands. hægviðri.

höFuðborgarsvæðið: bjart veður og hafgola.

hægvirði og þurrt, en meira skýjað vestantiL. annars Léttskýjað að

mestu.

höFuðborgarsvæðið: Skýjað lengSt af.

hægur vindur og skýjað að mestu. Úrkomuvottur vestast.

höFuðborgarsvæðið: Skýjað og Smá rigning á endanum.

Fínar horfur fyrir helginagóðar líkur eru að hæglátu og mildu veðri um helgina og það sem meira er að það verður þokkalega hlýtt um land allt. Sólríkt verður heilt yfir, en þó er vafamál hvað sólin lætur

sjá sig vestantil á landinu, einkum á sunnudag og mánudag. Þá má reyndar reikna með smávægilegri vætu vestast og

meira skýjað þá á landinu en hina dagana. hiti kemst víða í 18-20 stig þar sem sólar nýtur og ekki hafgola að ráði.

14

15 1315

16 13

13 1617

1712

13 1216

15

einar sveinbjörnsson

[email protected]

OYSTER PERPETUAL DATEJUST

Michelsen_255x50_C_0612.indd 1 01.06.12 07:21

LeikLiSt Leikgerð BenediktS erLingSSonar í eiStLandi

Eistar setja upp Íslandsklukkuna

Þ etta er þjóðleikhús þeirra Eista. Heiður? Jújú, eða, heiðurinn kemur frá Guði – ekki frá mönnum. En,

þetta er stórkostlegt. Laxness talar til allra þjóða, líka Eista og saga okkar segir þeim eitthvað. Þeir eru að tengja við Íslandsklukkuna. Gaman að þessi leikgerð mín hafi verið notuð, gerðar hafa verið margar leikgerðir af þessu verki,“ segir Benedikt Erlingsson leikstjóri.

Tíunda þessa mánaðar mun leikgerð Benedikts á Íslands-klukkunni verða frum-sýnd í Estonoian Drama Theatre eða Eesti Draamateater. Leik-stjóri sýningarinnar er Lavastaja Priit Pedajas, einhver

þekktasti og merkilegasti leikstjóri þeirra Eista. Benedikt fékk boð um að vera við-staddur en kemst því miður ekki því einmitt um þær mundir eru að hefjast tökur á hans fyrstu kvikmynd í fullri lengd; Hross, sem verið hefur lengi í undirbúningi. En andi Hall-dórs Laxness verður þarna og svo þau öll: „Já, Snæfríður, Arnas Arnæus og Jón Hreggviðs-son í eistneskum fötum og með eistneskri rödd. Skáldskapurinn er okkar fulltrúi á staðnum,“ segir Benedikt.

Með öðru auganu hefur Benedikt fylgst með gangi mála ytra og segir skondið að plak-atið sem eistneska leikhúsið hefur teiknað upp af mikilli kostgæfni til að vekja athygli á sýningunni sé sláandi líkt því sem Þjóðleik-húsið notaði þegar uppfærsla Benedikts, sem frumsýnd var í apríl árið 2010, hlaut frábæra dóma og góðar viðtökur, var undir. En, hve-nær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann? Íslandsklukkan fjallar um niðurlægingarskeið í sögu þjóðarinnar. Íbúar lands í tötrum við hungurmörk og þeir sem ekki hlýða lögum og reglu eru hýddir eða drepnir. Þessi er staðan þegar Jón Hregg-viðsson stelur snærisspotta, sýpur seyðið af því og athyglisvert að velta því fyrir sér hvað Eistar sjá í verkinu sem kallast á við þeirra stöðu á vorum tímum.

Útflutningur menningarverðmæta er gleðiefni en ólíklegt má heita að þetta færi Benedikt fúlgur fjár í aðra hönd. Venjulega er það svo að þegar um nýtt íslenskt verk er að ræða fær höfundur tæpar þrjár milljónir fyrir það. Sé um leikgerð deilist það milli höfundar skáldverks og svo leikgerðar. Ef um endur-

gerð er að ræða er um prósentur af seldum miðum um að ræða, sem þá skiptast

milli höfundar bókar og þá höfundar leikgerðar, í þessu tilfelli erfingja

Laxness. Eftir því sem Fréttatím-inn kemst næst gæti greiðsla til Benedikts numið um fjórum pró-sentum af hverjum seldum miða.

jakob bjarnar grétarsson

[email protected]

Íslenskir leikhúsmenn fagna því nú að 10. þessa mánaðar mun Íslandsklukkan, í leikgerð Benedikts Erlingssonar, verða frumflutt í þjóðleikhúsi þeirra Eista. Benedikt segir að Laxness tali til allra þjóða.

róttæki sumarháskól-inn blæs til umræðnafyrsti kennsludagur róttæka sumarhá-skólans 2012 verður næstkomandi miðvikudag. Hundruð skráninga hafa borist. Skólinn er sjálfboðaverkefni þar sem öllum, óháð menntun og reynslu, er boðin þátttaka í námsstofum um pólitísk málefni þar sem áherslan er á róttæka réttlætisbaráttu. umsjónarmenn eru einstaklingar með reynslu úr kennslu, rannsóknum og pólitísku starfi, og vinna alfarið í sjálfboðavinnu, að því er fram kemur í tilkynningu. róttæki sumarháskól-inn var haldinn í fyrsta sinn sumarið 2011. Skipulag er nú með svipuðum hætti, nema að meira ráðrúm er gefið fyrir umræður og samskipti þátttakenda. Aðgangur að öllum námsstofum Róttæka sumarhá-skólans er ókeypis- jh

„Bílstjórar ættu að fá besta rúmið“„Mér finnst mjög vont til þess að vita að ferðaþjónustur geri þá kröfu að bílstjórinn sé sá aðili hóps, sem er á þeirra vegum, sem látinn er mæta afgangi þegar kemur að herbergjaskipan,“ segir Birna Mjöll Atladóttir, hótelstýra á Hótel Breiðavík, í viðtali við Bæjarins besta á Ísafirði en hún þekkir mýmörg dæmi um að bílstjórar séu látnir gista við verri aðstæður á hótelum og gistiheimilum en leiðsögumenn og gestir. „Bílstjórinn er fyrir mitt leyti,“ segir hún enn fremur, „mikilvægasti maðurinn í hópnum. Ef einhver á að lúffa og gista í síðra herbergi og í verra rúmi þá er það fararstjórinn. Bílstjórinn er sá sem þarf að vera úthvíldur. Ég er viss um að bílstjórar gætu skrifað heila bók um aðstæðurnar sem þeir eru látnir gista í.“ - jh

Stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda telur að lambakjöts-verð til bænda þurfi að hækka um 48 krónur á kíló á komandi hausti og verði 550 krónur. bændur munu samkvæmt því fá um 8.800 krónur fyrir hvern skrokk. Það samsvarar 9 prósent hækkun miðað við meðalverð í fyrra en þá var meðalverð 502 krónur á kíló, að því er fram kemur á heimasíðu samtakanna. ekki er lagt til að verð á kindakjöti verði hækkað og að meðalverð verði áfram 249 krónur á kíló. Sauðfjárbændur byggja kröfugerðina á hækkun framleiðslukostnaðar, almennri verðlagsþróun og þróun markaða frá síðasta hausti. Viðmiðunarverðið er ekki opinber verðákvörðun. Verðlagning á kindakjöti er frjáls á öllum stigum. - jh

kynningar-plakat Eista gefur til kynna að um hádramatíska uppfærslu sé að ræða en einn merkasti leik-stjóri þeirra, lavastaja Priit Pedajas, stýrir.

Benedikt Erlingsson fagnar því að leikgerð hans á

skáldsögu halldórs Laxness, Íslandsklukk-unni, sé nú á fjölunum í eistlandi.

GRILL OG GARÐHÚSGÖGN SEM ENDAST

Grillvökvi 1ltr

AFMÆLIS TILBOÐ

150 kr

AFMÆLIS TILBOÐ

300 krLokað á morgun laugardag

AFMÆLIS TILBOÐ

600

Grilltangasett

Einnota kolagrill

Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400

4 fréttir helgin 3.-5. ágúst 2012

Page 5: 3. ágúst 2012
Page 6: 3. ágúst 2012

Jakob Bjarnar Grétarsson

jakob@ frettatiminn.is

Heilsueldhúsiðheilsurettir.is

Ferðamannastraumur til Íslands eykst ár frá ári og ýmsir hafa áhyggjur af því að landið þoli ekki aukinn átroðning. Kristján Freyr Halldórsson, verslunarstjóri í Bóka-búð Máls og menningar velkist ekki í vafa um hvert straumurinn liggur og ræður það af bóksölu. „Kæru leiðsögumenn á Íslandi, það er eitt ferðakort sem selst áberandi mest í bókabúðunum og það er kort yfir Landmannalaugar: Þórsmörk. Þetta gefur okkur það að það er mun meiri traffík þar en annars staðar á landinu. Þið mættuð kannski beina fólki í aðrar áttir núna..?!“ Þessum tilmælum beinir Kristján til Fa-cebookvina sinna í ferðamálabransanum.

Samkvæmt talningum Ferðamála-stofu fóru 74.325 erlendir ferðamenn frá landinu um Leifsstöð í nýliðnum júní-mánuði eða tæplega níu þúsund fleiri en í júní á síðasta ári. Þetta þýðir 13,3 pró-senta aukning milli ára en ferðamenn eru sem því nemur fleiri í ár en í fyrra. Ferðamálaráð hefur mælt strauminn í um ellefu ár og er aukning að jafnaði 9 prósent milli ára. - jbg

Ferðamennska Ferðamenn steFna í LandmannaLaugar og Þórsmörk

Bókakaup sýna hvert straumurinn liggur

Ferðamenn eru nú á hverju strái á Íslandi. Um 13,3 prósent fleiri fóru um Leifsstöð í

júní en á sama tíma í fyrra. Ljósmynd/Hari

J újú, það er erfitt að eiga við þetta svona eftir á. Og eftir að internetið kom til hættu menn að svara svona vitleysu.

Eftir því sem auðveldara er að svara, þá er ekkert svarað,“ segir Kristján Hreinsson skáld.

Breytt verklag vegna greiðslna til texta-höfunda liggur fyrir og gengur í gildi í lok þessa árs: Hafi íslenskir textahöfundar ekki leyfi lagahöfunda fyrir textum sínum fá þeir ekki greiðslur vegna flutnings. Á árum áður, þegar Ísland var einangraðara, þótti sjálfsagt að setja saman texta við lag sem náð hafði vinsældum ytra og endurgera. Enginn sá neitt athugavert við það og hefur sá háttur verið hafður á allt fram á okkar tíma og þá með ýmsum hætti. Baggalútur til að mynda hefur nú árum saman sent frá sér nýjan jóla-texta við vinsæl erlend lög. Þeir sem helst eru nefndir í sambandi við að þurfa að súpa seyðið af þessu eru Þorsteinn Eggertsson, Ómar Ragnarsson, Kristján Hreinsson og Bragi Valdimar Skúlason. En þeir eru vita-skuld miklu fleiri. Til að setja þetta í sam-

hengi þá er greiðsla vegna lags sem nær máli á öldum ljósvakans á ársgrundvelli milli 300 til 400 þúsund krónur að jafn-aði. Af því fær textahöfundur helming. Það liggur því fyrir að um verulegt tekjutap getur verið að ræða hjá þeim

afkastameiri í þessum geira.Kristján Hreinsson furðar sig á þessu

sem slíku, segir að hann hafi litið svo á að það standi meira uppá útgefendur að hafa þetta á hreinu. „Ég sem kannski texta, ljóð, sem þykir henta við eitthvað lag. Og það er svo sett á plötu. Ekki þýðing heldur nýtt kvæði. Ef það þarf leyfi til þess þá á það ekki að vera mitt mál.“ Þorsteinn Eggerts-son er líklega afkastamesti textahöfund-ur landsins og mjög virkur í textagerð þegar ekkert þótti sjálfsagðara en taka upp erlend lög og syngja við þá íslenska texta. „Já, þetta er töluvert rask. En það

er góður maður að vinna í þessu; Bógómíl Font eða Sigtryggur Baldursson. Hann er í samningaviðræðum við erlendar skrifstofur. Sjálfur er ég svo heppinn að þetta er að koma uppá núna þegar ég er kominn á ellilaun og hef því dágóðan tíma til að stússa í þessu.“ Þorsteinn tekur þessu létt þó um verulega hagsmuni sé að ræða í hans tilfelli; eftir hann liggja fimm hundruð textar, með endurút-gáfum um sjö hundruð og þetta eru lög sem alltaf heyrast.

Jakob Frímann Magnússon er formaður Félags tónskálda og textahöfunda. Hann segir að FTT sé mönnum innan handar við að sækja tilskilin leyfi, átak sé um að ræða. „Við skrifuðum nokkrum erlendum aðilum til að afla leyfa og í flestum tilfellum er þetta hægt. Það sem er viðkvæmt og erfitt í þessu er að þetta er algerlega undir geðþótta við-komandi höfundar komið hvort hann vill veita þetta leyfi; einhverjum lókal textahöf-undi og í mörgum tilfellum vilja menn fá hundrað prósent til sín.“

Að sögn Jakobs er verið að þjarma að inn-heimtustofnunum á borð við STEF allstaðar í heiminum með þessi atriði, að þau séu í lagi. „Við hjá STEF erum ein af 230 inn-heimtustofnunum tónhöfunda í heiminum og lútum alþjóðlegum samþykktum CISAC.“ Jakob gerir ekki lítið úr því að þetta geti þýtt tekjutap textahöfunda. Nýlega er búið að fella þetta að þeim sem elstir eru og látnir. „Þeirra réttindi í þessu samhengi eru ekki lengur gild. En, þetta þýðir að menn verða að huga mjög vandlega að því hvort þeir kjósa að helga kröftum sínum erlendu lagi og fá þá hugsanlega ekki krónu fyrir sinn snúð eða hvort þeir vilja semja texta við nýtt lag. Ég veit það að félagi minn Bragi Valdimar, sem iðinn hefur verið við að taka erlend lög og setja við íslenska texta, hann fór að hugsa praktískt fyrir tveimur árum og semja lögin sjálfur. Þetta getur reynst hvati til nýsköp-unar.“

Jakob Bjarnar Grétarsson

[email protected]

Farangursbox

Opnunartími:Opið virka daga frá kl. 8:00 til18:00

Vagnhöfði 23Sími: 590 2000www.benni.is

30%afsláttur

Vandað farangursbox til að setja á þakið - 450 l. Verð aðeins: 45.430 kr.

steFgJöLd regLur um úthLutun hertar

Textahöfundar verða af hundruðum þúsundaInnan tíðar verður tekið upp breytt verklag við útdeilingu STEFgjalda; sé um að ræða íslenskan texta við erlent lag fá textahöf-undar ekki greitt fyrir flutninginn nema fyrir liggi form-legt leyfi frá upprunalegum höfundi.

Jakob Frímann segir að fátt sé svo með öllu illt; nýjar STEF-reglur geti meðal annars stuðlað að nýsköpun.

Þorsteinn Eggerts-son er einn afkastamesti textasmiður Íslands og prísar sig sælan að þetta fyrirkomulag skuli koma upp núna, þá hann er kominn á eftirlaun og hefur tíma til að stússast í þessu. Mynd: Hari.

67% ... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*

*konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent okt.-des. 2011

6 fréttir Helgin 3.-5. ágúst 2012

Page 7: 3. ágúst 2012

12

-11

94

HV

ÍTA

SIÐ

/SÍA

Notaðu snjallsímann þinn á hlaupaæfingum til að fylgjast með vegalengdum, tíma og hraða á hlaupunum. Veldu gagnamagnspakka sem hentar þér til að ná árangri.

Endomondo í 10 kílómetra með Vodafone: 0,1 MB

HTC One X – 7.394 kr á mán. í 18 mánuði.Þóknun til Borgunar nemur 340 kr. á hverja greiðslu.

300 MB

500 MB

1GB

5GB

Þín ánægja er okkar markmið

Page 8: 3. ágúst 2012

É g er kona sem fæddist með karlkyns æxlunarfæri. Fjöldi kvenna fæðist með gölluð

kynfæri og fer í aðgerð til að lag-færa það.“ Hrafnhildur Guðmunds-dóttir lét lagfæra æxlunarfæri sín fyrir þremur árum og fær loks að lifa óáreitt sem kona eftir að hafa þurft að stríða við sjálfa sig og samfélags-legar staðalímyndir alla tíð.

„Fjölmargir fara í skurðaðgerðir vegna ýmissa fæðingargalla, svo sem minniháttar lagfæringu á kyn-færum eða aðgerð vegna skarðs í vör. Í mínum huga eru þetta að sam-bærilegar aðgerðir og sú sem ég fór í því verið er að leiðrétta galla sem varð á líkamanum á fósturskeiði,“ segir Hrafnhildur.

Munurinn hjá Hrafnhildi var hins vegar sá að vegna fæðingargallans setti samfélagið hana strax við fæð-ingu í ákveðið box, drengjaboxið, þar sem gerðar voru þær kröfur til hennar að hún hefði áhuga á því sem staðalímynd drengja hefði áhuga á. Hún átti að hafa áhuga á strákadóti og íþróttum og klæðast bláum bux-um en ekki bleikum kjólum, vera með stutt hár og mátti ekki mála sig.

„Ég var mjög ung þegar ég komst að því að það var eitthvað sem ekki var eins og það átti að vera og stærsti hlutinn af því var félagslegur. Ég lað-aðist að hlutum sem ég átti ekki að laðast að því samfélagið skilgreindi mig sem strák. Gerðar voru kröfur til mín um að haga mér samkvæmt því – sem ég reyndi að gera. Mér leið samt alltaf illa með það. Skömmin var stærsta tilfinning bernskunnar. Skömmin yfir því að hafa tilfinn-ingar sem samræmdust ekki því sem samfélagið ætlaðist til af mér. Ef ég horfði á stelpulegt barnaefni í sjónvarpinu leit ég í kringum mig til þess að vera viss um að það sæi enginn að mér fyndist þetta svona skemmtilegt.“

Eilíf togstreita„Þetta var eilíf togstreita á milli þess sem mig langaði til að gera, og þess sem ætlast var til að ég gerði. Ég prófaði að klæða mig í stelpuföt þegar enginn sá til.” Með því að klæða sig í stelpuföt var Hrafnhildur í raun að máta sig í það samfélags-lega hlutverk sem henni fannst sér ætlað en aðrir samþykktu ekki. Það hafði ekkert með það að gera að hún

fengi eitthvað út úr því líkt og klæð-skiptingar. „Klæðskiptingar fara í föt af hinu kyninu af því að þeir fá eitthvað út úr því, sem er allt í fína mín vegna. En þótt karl klæði sig í kvenmannsföt er ekki þar með sagt að hann upplifi sig af röngu kyni. Honum finnst það kannski bara gaman og má alveg finnast það gam-an,“ segir Hrafnhildur.

Hún hefur sterkar skoðanir á stað-alímyndum og umræðunni um svo-kallað transfólk og er ekki sammála þeirri hugtakanotkun sem ráðandi er nú á dögum. „Ég er ekki trans-kona. Ég er kona.“ Við dettum í heil-miklar, heimspekilegar pælingar um skilgreiningar á hugtökum tengdum kynferði, kynupplifun og kynhneigð og komumst að þeirri niðurstöðu að það vinni ef til vill gegn baráttumál-um kynskiptinga/transfólks að vera hluti af Samtökunum 78. Fólk sem hafi gengið í gegnum kynleiðrétt-ingu eigi ekkert sameiginlegt með hommum og lesbíum nema það að vera minnihlutahópur. Kynleiðrétt-ing hefur ekkert með kynhneigð að gera. Fólk sem hefur gengið í gegnum kynleiðréttingu getur allt eins verið gagnkynhneigt og sam-kynhneigt. Samkynhneigt transfólk ætti heima í baráttuhópi hinsegins-fólks á forsendum kynhneigðar sinn-ar en ekki á forsendum þess að það hafi farið í gegnum kynleiðrétting-araðgerð. Þetta eru skemmtilegar vangaveltur sem varpa nýju ljósi á viðhorf transfólks til sjálfs síns sem eru í raun speglun á viðhorfum sam-félagsins.

Fannst hún alltaf með brjóstHrafnhildur átti í mikilli innri bar-áttu sem barn og unglingur og leið oft mjög illa. „Ég talaði ekki um þetta við neinn en fann sem unglingur að ég yrði að leita mér hjálpar. Ég fór ein til sálfræðings og notaði launin mín í unglinga-vinnunni til að borga fyrir tímann og hafði sjálf fyrir því að panta tíma og komast á staðinn með strætó. Ég vissi hvað ég ætlaði að tala við sál-fræðinginn um, hvað mér liði illa

yfir þessum líkama og að ég væri í raun og veru stelpa. Ég vissi ekkert hvernig hann myndi bregðast við og fór því í stelpufötum til hans með maskara til að hann skildi hvað ég væri að tala um.“

„Á þessum tíma var enginn skiln-ingur á því sem ég var að ganga í gegnum í samfélaginu. Opinber stefna var að enginn færi í kyn-leiðréttingaraðgerðir hér á landi og þeim sem töldu sig hafa þörf á því var bent á að leita sér aðstoðar geðlækna. Ég fór til geðlæknis sem bókstaflega sagði mér bara að ég yrði bara að komast yfir þetta. Það væri ekkert hægt að gera í málinu.“

Hrafnhildur flúði samfélagið sem skilgreindi hana sem karlmann og flutti til útlanda þar sem hún gat lifað í því kynhlutverki sem henni var ætlað en líkaminn leyfði ekki. „Það var mikill léttir. Þegar ég var orðin öruggari með mig ákvað ég að koma heim aftur og hélt að ég gæti haldið áfram að lifa hér sem stelpa en það gekk ekki upp. Ég fór aftur til útlanda og leið betur þar en kom svo heim aftur og var búin að ákveða að ég myndi ganga í gegn-um það sem þurfti til að leiðrétta kyn mitt. Þá var ég búin að vera að fikta sjálf með hormóna, hafði lagst í rannsóknir á netinu og pantað mér hormóna. Ég fann mikinn mun á mér andlega og líkamlega þegar ég tók hormóna fyrst. Það var eins og ég væri að fá eitthvað sem mig hafði alltaf vantað.“

„Vendipunkturinn hjá mér, upp-hafið að nýju lífi, var í raun á þess-um tíma, fyrir 10-12 árum, þegar ég byrjaði að taka hormóna. Kynleið-réttingaraðgerðin sjálf var það ekki, hún var einfaldlega hluti af þessu

ferli. Hún var engin töfralausn sem varð til þess að öll mín vandamál hurfu út í veður og vind. Þetta er eilífðarbarátta sem snýst um að ná sátt við sjálfan sig. Ég væri ansi grunnhyggin ef ég segðist vera búin að ná því með því að fara í aðgerð-ina, lífið er miklu flóknara en svo.“

Ósýnilegur leggur „Það er í raun ekki hægt að ætlast til þess að fólk sem á ekki í flökti með kynvitund sína skilji þær til-finningar sem fólk sem fer í kyn-leiðréttingarferli gengur í gegnum. Þetta er í raun óskiljanlegt fyrir þá sem eru sáttir og öruggir með kyn sitt. Það er samt sem áður mikil-vægt að fólk skilji að þetta er ekki val. Það myndi engin heilvita mann-eskja velja þetta.“

Hrafnhildur nær sér í blað og penna. „Svona skil ég þetta,“ seg-ir hún og teiknar á blaðið. „Hér er X-litningur, sem kemur frá móður-inni og svo ákvarðast kynið út frá kynlitningnum frá föður, sem er annað hvort X eða Y. Ef hann er X þá verður barnið stúlka en drengur ef litningurinn er Y. Ég fékk Y-litn-ing en ég held að það sé einfaldlega ósýnilegur eða ógreinilegur legg-ur á honum. Hann er í rauninni X.“ Hún teiknar bandstrik út frá Y-inu og breytir því þannig í X.

„Af hverju fæðast karlmenn með geirvörtur?“ spyr hún. „Er einhver fúnksjón í geirvörtum karla?“ Þeg-ar ekkert svar kemur heldur hún áfram: „Af því að karlar og konur eru sama uppskriftin í sitt hvoru eldhúsinu. Þeir sem hafa farið í gegnum fyrsta árið í fósturfræði í læknisfræði skilja þetta.“ Hún út-skýrir að í upphafi þroskast fóstur

með sama hætti, hvort sem um dreng eða stúlku er að ræða. Sem dæmi um það eru geirvörturnar á strákunum, sem hefðu breyst í brjóst síðar meir ef Y-litningurinn hefði verið X. Þeir byrjuðu því að þroskast sem stúlkur en síðan greip Y-litningurinn inn í og lét vaxa á þá utanáliggjandi æxlunarfæri, eistu og tippi, en ekki innbyrðis eins og hjá konunum, leggöng, leg og eggja-stokka. „Þetta fór úrskeiðis hjá mér á fósturskeiði þótt mér finnist skrýt-ið að segja að ég sé eitthvað brengl-uð,“ segir Hrafnhildur og hlær. „En það eru margar útgáfur á fæðingar-galla á æxlunarfærum.“ Fæðingar-galli Hrafnhildar er þó ekki bara lík-amlegur, heldur einnig félagslegur.

„Líkamlega fannst mér ég alltaf vera stelpa. Mér fannst mjög skrít-ið þegar ég var í hormónaferlinu og fólk spurði: „Færðu þá brjóst?“ Því mér fannst ég alltaf hafa verið með brjóst.“ En þrátt fyrir að hún sé komin með brjóst og kvenkyns æxlunarfæri mun hún aldrei geta gengið með barn né heldur fer hún á blæðingar. „Ég myndi gjarnan vilja fara á túr eins og aðrar konur. Það er bara hluti af því að vera kona og ég skil ekki konur sem segjast öfunda mig fyrir það að sleppa við það. Mér finnst líka dálítið erfitt að sætta mig við að ég mun aldrei geta gengið með barn. Ég verð bara að horfa á það þannig að ég er ekki eina konan sem getur ekki gengið með barn af líkamlegum ástæðum. En mig dreymir um að ættleiða barn. Mig dreymir um að verða móðir. Ég þarf að fara að huga því. Klukkan tifar. Það er löngu farið að klingja í eggjastokkunum á mér,“ segir hún og hlær.

Njóttu gæðanna og bragðsins og kældu þig niður í leiðinni með hollustu.Joger - hollur og góður og fæst víða.. Prófuaðu bara!

Engin heilvita manneskja myndi velja þettaHrafnhildur Guðmundsdóttir fæddist með karlkyns æxlunarfæri en fékk ekki að vera kona fyrr en hún lét lagfæra þau fyrir þremur árum. Alla tíð þurfti hún að stríða við fyrirframgefnar hugmyndir um hvernig hún ætti að haga sér einfaldlega vegna þess að hún væri með tippi. Sigríður Dögg Auðunsdóttir hitti hana í tilefni af því að heimildarmynd um kynleiðréttingarferlið verður frumsýnd á þriðjudaginn.

Skömmin var stærsta til-finning bernsku Hrafnhildar sem var mjög ung þegar hún komst að því að það var eitt-hvað sem ekki var eins og það átti að vera. Ljósmynd/Hari

Sigríður Dögg Auðunsdóttirsigridur@ frettatiminn.is

Þetta var eilíf tog-streita á milli þess sem mig langaði til að gera, og þess sem ætlast var til að ég gerði.

8 viðtal Helgin 3.-5. ágúst 2012

Page 9: 3. ágúst 2012

Chevrolet CRUZEHér er á ferðinni Chevrolet Cruze, tvímælalaust einn fallegasti bíllinn á götunum í dag. Hann hefur allt sem prýtt getur einn bíl: Styrk, stílhreint útlit og viðráðanlegt verð. Staðalbúnaðurinn er mjög ríkulegur og allt sem lítur að þægindum og öryggi farþega er framúrskarandi. Taktu krús á nýjum Cruze!

Komdu í heimsókn og reynsluaktu Chevrolet

Bílabúð Benna • Tangarhöfða 8 • S: 590 2000Njarðarbraut 9 • Reykjanesbæ • S: 420 3330

Bílaríki • Glerárgötu 36Akureyri • S: 461 3636

Nánari upplýsingar áwww.benni.is

Chevrolet CRUZE LTZ5 dyra, bensín, bsk.

kr. 3.390 þús.

krúsa um landiðÞað er góð hugmynd að

krúsa um landiðÞað er góð hugmynd að

krúsa um landið

SPARK CAPTIVA ORLANDO MALIBUVOLT AVEO

Nánari upplýsingar áwww.benni.is

Gæðabíllá frábæru

verði

TEST 2011

Page 10: 3. ágúst 2012

10 úttekt Helgin 3.-5. ágúst 2012

Þ essar helgar voru alger geðbilun maður, “ segir Ólafur Vigfús Ólafsson, sem vann

á bensínstöðvum Essó um langt árabil en var hættur áður en félagið fékk nafnið N1. „Traffíkin við dælurnar fór að þyngjast strax síðdegis á fimmtudeginum og spreng-ingin varð svo snemma á föstudegi en þá var stöðugur bílastraumur á dælurnar frá því við opnuðum klukkan hálf átta þangað til við skelltum í lás að kvöldi. Vaktirnar voru í það minnsta tvöfaldaðar til þess að mæta þessu. Yfirleitt voru þrír inni og þar af einn alveg fastur við Lottó-kassann. Blessað fólkið gat nú ekki farið út úr bænum án þess að kaupa Lottóið sitt, “ segir Ólafur og hlær. Síðan vorum við fimm til sex úti á plani og einn útimaðurinn stóð fastur í að fylla á bláu PRIMUS-gaskútana. Þeir hlóðust upp og voru merktir eig-endum sínum með miðum enda var biðin eftir þeim oft löng vegna þess að þetta var bölvað maus að fylla á. Þetta er hætt núna enda má víst ekki fylla á þetta lengur. Örugglega ein-hver ESB-reglugerð eða eitthvað en við hefðum víst alveg getað sprengt heilu íbúðahverfin með þessu. Þessir kútar voru komnir í skiptikútakerfi eins og grillkút-arnir þegar ég hætti. Þá kom fólk bara með þá tómu og fékk fullan

tilbúinn á móti. Allt annað líf.“

Allt til alls og líka WD-40Ólafur segir að fólk í ferða-hug hafi sótt miklu meira en eldsneyti á bensínstöðv-arnar. „Margir létu athuga olíu, stýrisvökva, sjálf-skiptivökva, bæta á vatns-kassann, rúðupissið og allt þetta drasl þannig að hver bíll staldraði lengi við dæluna og á meðan bættist bara í biðröðina. Ég veit ekki hvernig þetta er í dag en allt þetta hlýtur að hafa minnkað

enda eru allir alvöru bensínaf-greiðslumenn dauðir eða komnir á elliheimili og þetta nýja lið kann ekkert til verka.“

Og ekki gekk neitt minna á inni á stöðvunum þar sem mann-skapurinn sótti allar helstu nauðsynjar fyrir ferðalagið. Frosna kubba í kæliboxin, tjaldhæla, samlokur, gos og sælgæti, grillkol, smokka, blautþurrkur og bleyjur. „Ég gerði svo mikið af því að ráð-leggja fólki að taka með sér WD-40, ryðolíuna. Þetta er undraefni sem getur eigin-lega reddað öllu. Maður er fær í hvað sem er með WD-40 í vasanum.“

Stanslaust stuðÓlafur segir örtröðina þó

síður en svo hafa verið leiðinlega. „Það var

alltaf smá kvíði í

okkur áður en þetta skall á en frá föstudagsmorgni var þetta bara stuð. Föstudagurinn og

laugardagurinn liðu á ör-skotsstundu enda varla tími til þess að stoppa til þess að borða eða fara á klósettið. Síðan er það nú svo merkilegt að eins og kúnnar á bensínstöðvum geta verið drepleiðinlegir og

frekir þá var fólk almennt í mjög góðu skapi þessa helgi þótt öllum lægi auðvitað lífið á eins og venjulega. Liðið var í góðum fílíng og margir orðnir mjúkir strax upp úr hádegi og unga fólkið djókaði mikið og vildi endilega bjóða manni sjúss þannig að maður hefði getað orðið vel fullur yfir daginn ef út í

það er farið.“En upp úr klukkan fimm

á laugardeginum fjöruðu lætin fljótt út. „Þetta kláraðist svo bara eins og skrúfað væri fyrir krana og maður sá oft hvorki bíl né kjaft síðustu klukku-tímana á laugardagsvakt-inni. Þá kom smá spennu-fall og síðan var ekkert að gera nema glápa út í loftið,

láta sér leiðast, reykja og kjafta við vinnufélagana. Sunnudag-arnir voru síðan alveg stein-dauðir en svosem ekkert að því enda vorum við nú frekar þunnir þá. Við fórum oftast saman á djammið beint af vaktinni enda

var í þá daga aldrei betra að skemmta sér í miðbæn-um á meðan allur skríllinn var úti á landi. “

Bannað að fá fríÓlafur segir verslunar-mannahelgina hafa verið tekna mjög hátíðlega hjá Essó. „Lagerinn var auðvitað fylltur af öllum andskotanum og þrefaldur skammtur af grillgaskútum pantaður og allt það. Síðan var ofuráhersla

lögð á að manna stöðvarnar vel. Ég man eftir því að

þessum skólakrökkum sem voru í sumarafleys-ingum var einfaldlega sagt strax við ráðningu að þau fengju ekki vinnu hjá Essó ef þau ætluðust til þess að geta fengið frí um verslunarmannahelgi. Ég man eftir einum vitleysingi

sem var svo æstur í að kom-ast til Eyja að hann reif sig úr Essó-peysunni og struns-aði út af stöðinni þegar hann fékk ekki frí. Hann sást aldrei

aftur, “ segir Ólafur og skellir upp úr. „Ég hef ekki hugmynd um hvernig þetta er í dag en mér sýnist þetta unga fólk meira eða minna vera handónýtt til allrar vinnu. Þetta er sítuðandi um frí allar helgar og nennir engu. Merkilegur andskoti alveg.“

Þórarinn Þórarinsson

toti@frettatiminn

Brjálaður hasar á

byrjunarreit verslunar­

manna­helgarinnar

Bensínstöðvar eru fyrstu viðkomustaðir margra ferða-langa um verslunarmannahelgina. Þessi langa helgi var

og er sjálfsagt enn sú fengsælasta hjá olíufélögunum. Fyrir nokkrum árum teygðu bílalestir sig frá dælunum

og út á götu og bláir, tveggja kílóa PRIMUS-gaskútar biðu áfyllingar í löngum röðum á meðan óþolinmóðir eigendurnir biðu þess að geta komist af stað. Brunað

út í gleðina og guðsgræna náttúruna. Fréttatíminn rifjar hér upp rafmagnaða stemninguna á þessum

sígildu byrjunarreitum mestu ferðahelgar ársins með hjálp alvöru bensínkalla sem muna tímana tvenna.

Finnur Óskarsson hefur staðið við eldsneytisdælurnar hjá Shell í þrettán ár. Hann segir ýmislegt hafa breyst á þessum árum og þótt enn sé vissulega fjör á vaktinni yfir verslunarmannahelg-ina þá sé hasarinn ekki sá sami og hann var fyrir rúmum áratug.„Þetta hefur minnkað mikið og ég held nú að það sé kannski aðallega vegna þess að ferðalögin eru farin að dreifast meira yfir sumarið. Ég gæti til dæmis alveg trúað því að traffíkin verði minni í ár en oft áður vegna þess að við erum búin að fá hérna átta sólríkar helgar í

röð, eða eitthvað álíka. Fólk hlýtur að vera búið að vera á þeytingi um landið allar helgar í sumar.“Breyttar neysluvenjur hafa auðvitað líka sitt að segja. „Hér áður fyrr fannst manni allt snúast um þessa einu helgi og fólk talaði ekki um annað í lok júlí og byrjun ágúst. Nú heyrir maður varla nokkurn minnast á þessa helgi. Ég held líka að eftir að húsbílar og tjaldvagnar urðu svona almennir þá hafi áherslan á verslunarmannahelgina minnkað. Fólk er meira á ferðinni yfir sumarið og hér áður fyrr gat vont veður og rigning

hreinlega eyðilagt þessa helgi. Áhrif veðursins hafa minnkað með þessum húsbílum.“Finnur tilheyrir stétt sem er í útrým-ingarhættu en eftir að sjálfsafgreiðslu-dælur ruddu sér til rúms hefur gömlum bensínköllum snarfækkað. „Já, já. Ætli svona um 80% af sölunni hjá okkur sé ekki í sjálfsafgreiðslunni og margir hverjir renna bara upp að dælunni, stinga kortinu í, dæla á og bruna svo í burtu, “ segir Finnur sem segir stöðugt minna um að fólk leiti ráða og hjálpar hjá útimönnunum en áður.

Mannskapurinn hjá Shell við Vestur-landsveg er þó við öllu búinn enda stöðin við helstu umferðaræðina út úr bænum. „Þetta byrjar strax á fimmtudaginn og við tökum enga áhættu og það verður bætt við mann-skap á föstudag og laugardag svo þetta gangi allt eins og smurt. “

Sjálfsafgreiðslan dreifir álaginu

Er við öllu búinn fyrir helgina en segir ann-ars mæða miklu meira á starfsmönnum á plani yfir veturinn þar sem fólk bjargi sér

frekar sjálft á sumrin. „Við seljum stundum 400 lítra af rúðupissi á dag á veturna.“

Grill-kolapokar rata í skottið á fjölmörgum bílum um verslunar-mannahelgina enda henta gasgrillin illa til ferðalaga.

Smokkurinn má ekki vera neitt feimnis-mál og rýkur út um leið og skemmtanagl-aðasta liðið fyllir á bílinn.

WD-40 er eitt-hvað sem Ólafur mælti með við ferðalanga enda dugir olían jafn vel til þess að drepa geitunga og losa rennilása á svefnpokum. Og allt þar á milli.

Grillgaskút-arnir eru aldrei jafn eftirsóttir og mikilvægir en einmitt yfir verslunar-mannahelgina.

Aldrei nóg af tjald-hælum.

Margir treystu sér ekki út úr bænum fyrr en þeir voru búnir að reyna að tryggja sér stóra vinn-inginn.

Ólafur Vigfús Ólafsson segist ekki geta hugsað sér að vinna á bensínstöð í dag en á ánægjulegar minningar frá verslunarmannahelgum liðinna ára sem hann eyddi við bensíndælurnar. Mynd/Hari

Myn

d/H

ari

Page 11: 3. ágúst 2012

Kringlan 7 I Laugavegur 11 I Reykjavíkurvegur 64 I S: 510 9505 I �allakofinn.is

Við vinnum náið með leiðsögumönnumm.a.

Page 12: 3. ágúst 2012

Kostnaður við gerð búninga er mikill miðað við

almennan fatnað en varla ef til þess er litið hver

staða hans er og þess tíma sem honum er ætl-að að endast. Í gegnum aldirnar hafa búningar og búningaskart geng-ið frá móður til dóttur og gera enn. Í slíkum tilfellum getur verið nóg að yfirfara hlutina svo búningurinn verði nothæfur,“ segir Guð-rún Hildur Rósenkjær klæðskera- og kjóla-meistari.

Guðrún Hildur á og rekur, ásamt eiginmanni sínum, „Annríki – Þjóðbún-ingar og skart“ sem var formlega stofn-að í júní 2011 en áður hafði Guðrún verið í samstarfi um rekstur „Þjóðbún-ingastofu“ í ein 10 ár. „Alveg frá því ég

Þjóðbúningur og fullur skrúði kostar milljónir

Þjóðbúningar eru merkilegt fyrirbæri, bæði í listrænu- og menningarsögulegu samhengi, en hafa ef til vill ekki notið verðskuldaðrar athygli. Guðrún Hildur Rósenkær, klæða- og kjólameistari, kvartar þó ekki undan verkefnaskorti; fyriræki hennar Annríki ber nafn með rentu. Jakob Bjarnar Grétarsson ræddi við Guðrúnu og komst meðal annars að því að almennilegur þjóðbúningur getur kostað milljónir.

Smellugas Olíseinfalt og þægilegt

Smellugas

fyrir grillið, útileguna og heimilið.

Fæst á næstu Olís-stöð og útibúum Olís um allt land.

PIPA

R\TB

WA

• S

ÍA

5 kg

11 kg10 kg

hóf störf við þjóðbúningakennslu hef ég starfað samhliða við þjóð-búningasaum og alltaf haft nóg að gera og eftir því sem árin liðu jókst eftirspurnin stöðugt. Starfsemin í Annríki er fjölbreytt og felst í öllu því sem viðkemur búninga-gerð, verkefni eru mörg og marg-vísleg og má með sanni segja að fyrirtækið beri nafn með rentu. Hvað saumaskap varðar snýst vinnan bæði um nýsaum á heilum búningum og búningahlutum en ekki síður um lagfæringar á eldri búningum. Eiginmaður minn, Ás-mundur Kristjánsson, lýkur gull-smíðanámi vorið 2013, en hann sérhæfir sig í gerð búningasilfurs. Meistari hans er Dóra Jónsdóttir í Gullkistunni, en í haust ætlar hann að ljúka starfsnáminu í Voss í Nor-egi þar sem hann mun kynna sér sérstaklega silfursteypu. Í Annríki verður því boðið upp á nýsmíði á allar gerðir búninga sem og við-bætur og lagfæringar á gömlu silfri. Einnig tökum við gamalt silfur og búninga í umboðssölu en talsverð eftirspurn hefur verið eftir þeirri þjónustu.“

Frá hálfri milljón og uppúrÞjóðbúningar eru merkilegt fyrir-bæri en áður en vikið verður að því leikur blaðamanni Frétta-tímans forvitni á að vita hvað einn slíkur kostar? En, Guðrún segir það mjög breytilegt eftir gerð þeirra: „Peysuföt sem ekki bera mikið skart eru ríflega hálfvirði af upphlut með öllu. Ef nemandi saumar sjálfur búning á námskeiði er útlagður kostnaður minni, en

tímafjöldi bak við verkið er misjafn eftir hæfni og getu og því ómetan-legur. Eigi að kaupa saumaskap og allt silfur nýtt, steypt eða hand-unnið víravirki, jafnvel stokka-belti, getur verðmæti búninganna verið milljóna virði. Ég myndi segja að gott sé að áætla kostnað á nýjum búningi frá 500 þúsund krónum og uppúr allt eftir því hvað í hann er lagt. Fald-, kirtil- og skautbúninga er hinsvegar afar erfitt að verðleggja, það fer allt eftir vinnunni sem í þá er lagt og skarti sem við þá er borið.“

Þetta er sem sagt breytilegt og þau hjón eru ávallt reiðubúin að ræða málin og upplýsa um kostnað í hverju tilfelli.

Eitt og annað sem kallar á þjóðbúningAð sögn Guðrúnar er það alls-konar fólk sem fær sér búning og af ýmsum ástæðum. Sumar konur

eiga gamla búninga frá ömmu eða langömmu sem tími er til kominn að lagfæra og nota, margar eiga gamalt fjölskyldusilfur en vantar flíkurnar, aðrar eiga ekki neitt en langar að eignast búning. „Alltaf er eitthvað um að konur eignist búning vegna ákveðins tilefnis svo sem fermingar, brúðkaups, útskriftar, vegna atvinnu eða bara til að eiga virkilega góð spariföt sem henta við öll tækifæri. Það er samt tvennt sem nánast alltaf fylgir sögunni; falleg minning um formæður í íslenskum búningi, en allt fram yfir miðja 20. öld voru þeir hversdagsbúningar margra kvenna fæddra um aldamótin 1900, það síðara er virðing og stolt fyrir þjóðararfinum. Karlmenn eignast margir búning ef konurnar þeirra eiga eldri gerðir búninga, þó eru líka til þeir sem finnst þetta bara flott föt og reynsla mín er sú að þeir sem eignast slíka búninga taka þá gjarnan fram yfir hefð-bundin jakkaföt. Sumir vilja fá verkið unnið af fagmanni en fleiri hafa mikla ánægju af því að vinna verkið sjálfir á námskeiði undir handleiðslu fagmanns. Í lang-flestum tilfellum tekur ferlið frá hugmynd að búningi langan tíma, vinnuferlið er langt auk þess er kostnaður mikill sem gott er að dreifa eftir því sem verkinu vindur fram.“

Fimm ára komin í upphlutÁhugi Guðrúnar fyrir búningnum vaknaði snemma. Móðir hennar saumaði upphlut á hana og systur hennar þegar þær voru aðeins

fimm og sex ára gamlar en sjálf átti hún búning. „Við notuðum þá heilmikið og eignuðumst síðar silfur á 20. aldar upphlut. Ég hafði áhuga á að eignast búning, en það var ekki fyrr en mörgum árum síðar, eftir að ég kláraði nám í fata-iðndeild Iðnskólans í Reykjavík og orðin klæðskera- og kjólameistari, að ég lét af því verða. Árið 1997 fór ég á námskeið hjá Vilborgu Stephensen kjólameistara sem þá kenndi þjóðbúningasaum við Heimilisiðnaðarskólann. Við vor-um hjá henni nokkrar faglærðar konur sem sumar hófum störf hjá skólanum og þar starfaði ég sam-fleytt frá 1997 til haustsins 2011. Eftir því sem árin liðu snerust störf mín og áhugi meir og meir að því að rannsaka búninga íslenskra kvenna og karla, því saga þeirra nær auðvitað svo langt aftur sem land byggðist.“

Margt það sem áður taldist til heimilisiðju telst nú á tímum til forns handverks í útrýmingar-hættu

Hjónin Guðrún og Ás-mundur en fyrirtæki þeirra Annríki ber

nafn með rentu; hún hér í 19. aldar búningi en hann

í 19. aldar herrabúningi – báðir handsaumaðir af Guðrúnu.

Framhald á næstu opnu

12 viðtal Helgin 3.-5. ágúst 2012

Page 13: 3. ágúst 2012

159.990ÁÐUR 189.990

EITT ÞAÐ BESTA FRÁ

Panasonic TXL42E5Y

RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • WWW.SM.IS

ÖRÞUNNUR IPS LED HÁGÆÐA SKJÁRHáskerpu upplausn fyrir hámarks upplifun af Blu-ray diskum, leikjatölvum eða háskerpu sjónvarpsútsendingum

150Hz Backlight scanningClear Panel myndsían fjarlægir óæskilegt ljós úr skjánum sem tryggir bjartari og meiri myndgæði. 150Hz tæknin skilar allri hreyfingu frábærlega til áhorfandans.

VIERA ConnectViera Connect færir þér Internetið á stóran skjá beint heim í stofu og gerir þér kleift að njóta efnis á mörgum

mismunandi formum ásamt því að halda sambandi við vini á Facebook eða Twitter og vera í sambandi gegnum Skype. Einnig er hægt að spila leiki án þess að nota tölvu.

VrealLIVE örgjörviVelkomin í veröld SmartTV með VIERA og Vreal Live.

Myndvinnsluörgjörvinn er hannaður til að tryggja bæði hraða og nákvæma netvirkni ásamt bestu mögulegu myndgæðum.

V-Audio SurroundV-Audio Surround er fjölrása hljóðstilling sem skilar Surround hljómgæðum úr innbyggðum hátölurum tækisins.

Media spilariSettu í SD minniskort úr myndavél, upptökuvél eða snjallsíma eða tengdu USB minnislykil við sjónvarpið og Media Player kemur sjálfkrafa upp til að skoða og spila allt margmiðlunarefni.

VIERA Remote App SupportStjórnaðu sjónvarpinu með snjallsímanum þínum óháð því hvort tækið er byggt á Android eða Apple stýrikerfi. Viera Remote App gefur þér möguleika á að senda margmiðlunarefni úr símanum þínum yfir í VIERA sjónvarpið.

BRILLIANT

Page 14: 3. ágúst 2012

ÓDÝRASTIÍSINNÍ BÓNUS

Á ÞRIÐJA HUNDRAÐ EURO SHOPPERVÖRUTEGUNDIR Í BOÐI

398 kr.12 stk.

498 kr.8 stk.

298 kr.3 stk.

Athyglisverðar rannsóknirGuðrún fylgdi þessum áhuga eftir og hóf haustið 2008 nám í sagnfræði við Háskóla Íslands sem hún stefnir á að ljúka árið 2013. „Rannóknir mínar hafa snúist um búninga á 17., 18., 19. og 20. öld eða eins langt aftur og heimildir leyfa og hefur mér tekist með þeim að bæta heilmiklu við þá vitneskju sem til staðar var. Síðasta sumar fékk ég rannsóknarstyrk úr Nýsköp-unarsjóði námsmanna í verkefnið „Þróun íslenskra kvenbúninga frá 1850-1950. Frá faldbúningi til skautbúnings.“ Og í sumar hlaut ég styrk til að rann-saka innflutning á efnum og tilleggi til fatagerðar frá Danmörku árin 1759-74. Einnig hef ég aðeins komið að rannsóknum á dánarbúum sem skráð voru frá fyrri hluta 18. aldar, en þar er gríðarlega mikinn fróðleik að finna. Rannsóknir sem þessar eru athyglisverðar séð frá ýmsum hliðum, en fyrir mig, með minn faglega bakgrunn í fataiðn, er það ekki síst saga fatagerðar og efnisvinnslu sem stunduð var á hverju heimili fram eftir öldum sem skiptir mál. Einnig er mér mikið í mun að skoða söguna útfrá störfum kvenna sem unnu þessi verk, stórkostlega hæfileika þeirra og þekk-ingu til fatagerðar en ekki síst hið fjölbreytta og fagra handverk sem þær nýttu til að skreyta búningana og fengu þannig útrás fyrir listræna hæfileika sína. Þetta er saga sem nauðsynlegt er á skoða og skrá, saga sem fjallar um daglegt líf almennings í landinu miklu frekar en hugtakið „þjóðbúning“ sem ekki varð til fyrr en á 19. öld.“

Undirstrikaði stöðu kvenna í sjálfstæðisbaráttuGuðrún telur að í okkar hraða, fjöldaframleiðslu-, nútímasamfélagi þar sem allt þarf að gerast strax og verðsamanburður er handverki í óhag sé mikil hætta á að saga búninganna glatist en ekki síður handverks-ins. Sem betur fer er þó til fólk sem vill berjast gegn straumnum og gefa sér tíma til að sinna fögru hand-verki:

„Faldbúningar voru til dæmis lítt þekktir meðal almennings á 20. öld þar sem þeir lágu geymdir og gleymdir í hirslum safna. Samkvæmt mínum rann-sóknum er hægt að rekja sögu þeirra að minnsta kosti aftur til 17. aldar en þeir hófu sitt mikla breytingarferli í kringum miðja 19. öld er þeir þróuðust í meðferð kvenna og fyrir hvatningarorð Sigurðar „málara“ Guð-mundssonar í „faldbúning hinn nýa“ það er skautbún-ing. Sigurður var frumkvöðull í öllu er laut að menn-ingarmálum á Íslandi á sínum tíma og hann hvatti konur til að aðlaga búningana í átt til breyttrar tísku frekar en að taka upp danska kjóla. Hann hvatti þær

til að nýta handverkið við gerð búninganna því þannig fengi listrænt handbragð þeirra notið sín áfram. Sigurður lagði mikla áherslu á þjóðernishugtakið í umfjöllun sinni um skautbúninginn og nauðsyn þess að varðveita í honum séríslensk einkenni. Hann nýtti búninginn til að undirstrika stöðu kvenna í sjálfstæðis-baráttunni og festi ímynd hans í þeim sessi sem flestir Íslendingar þekkja sem „Fjallkonubúning“.

Handverk í útrýmingarhættuÞjóðbúningurinn hefur með öðrum orðum leikið stórt hlutverk í sögu þjóðar. Eftir miðja 19. öld varð mikil breyting á íslensku samfélagi, iðnþróun, aflögð verslunarshöft, tilkoma kvennaskóla, aukin menntun og atvinnuþátttaka kvenna breyttu áherslum í heim-ilishaldinu verulega. „Konur hófu í auknum mæli að stunda handverk og útsaum sér til ánægju og híbýla-prýði, enda fór það svo að margt það sem áður taldist til heimilisiðju telst nú á tímum til forns handverks í útrýmingarhættu,“ segir Guðrún og heldur áfram:

„Með því starfi sem nú þegar er unnið, hefur mikið áunnist til varðveislu búninga og fjölbreytts hand-verks við gerð þeirra. En betur má ef duga skal ef ekki á illa að fara. Aukin fræðsla er nauðsynleg ekki bara um gerð búninga heldur handverk yfirleitt. Það þarf að gæta að handverksmenntun strax í grunnskóla því þar er grunnurinn lagður. Ég þori að fullyrða að áhugi á handverki, hverju nafni sem nefnist sé flestum í blóð borinn það er aðeins spurning um fræðslu og viðhald þekkingarinnar sem gerir gæfumuninn.“

Áhuginn eykst jafnt og þéttEn, þó fyllsta ástæða sé að standa vörð um þessa merku menningararfleifð hefur áhugi almenn-ings aukist jafnt og þétt – Guðrún segist skynja það greinilega: „Upphlutir og peysuföt 20. aldar eru alltaf vinsælir búningar, en eftir að farið var að kenna fald-, kirtil- og skautbúningsgerð hefur áhugi almennings ekki síst aukist, þar sem mikið og fjölbreytt handverk við gerð þeirra dregur ætíð að sér mikla athygli. Nám-skeið í gerð barna- og herrabúninga hafa líka verið vinsæl frá upphafi og skemmtilegast er þegar karlarn-ir koma sjálfir að sauma sér búning. Aukningin hefur verið stöðug en þó má merkja meiri áhuga á búninga-gerð í kringum sérstaka stórviðburði svo sem 17. júní 1994 á 50 ára afmæli lýðveldisins og fyrir kristnihá-tíðina árið 2000. Einnig hefur eftirspurn aukist í sam-bandi við fermingar, brúðkaup og slíka viðburði sem gjarnan verður að langtíma fjölskylduverkefni. Oft er hægt að safna saman gömlu silfri úr fjölskyldunni

14 viðtal Helgin 3.-5. ágúst 2012

Page 15: 3. ágúst 2012

Föstudaginn 24. júlí fylgir Fréttatímanum sérblað um nám og námskeið. Þar verða kynnt námskeið sem he�ast á haustmánuðum og hvað skólar og fyrirtæki bjóða upp á slíkt fyrir fróðleiksfúsa Íslendinga. Áhugasamir ha�ð samband við [email protected]

SÉRBLAÐ UM NÁMSKEIÐ

H E LGA R BL A Ð

VERÐLAUNUÐ LEIÐ TIL BJARTRAR FRAMTÍÐARFrjálsi lífeyrissjóðurinn

Á síðustu árum hefur Frjálsi lífeyrissjóðurinn þrisvar unnið hin alþjóðlegu verðlaun Investment Pension Europe sem besti lífeyrissjóður á Íslandi. Þessar viðurkenningar endurspegla sterka stöðu sjóðsins og árangur hans undanfarin ár.

Ef þú hefur frjálst val um hvar þú ávaxtar skyldulífeyrissparnaðinn þinn og vilt faglega stýringu þá er Frjálsi lífeyrissjóðurinn góður kostur. Jafnframt stendur öllum til boða að ávaxta viðbótarlífeyrissparnað sinn hjá Frjálsa lífeyrissjóðnum.

Þú færð ítarlegar upplýsingar um sjóðinn í næsta útibúi Arion banka, á www.frjalsilif.is eða með því að senda fyrirspurn á [email protected].

5%

10%

15%

Frjálsi 1 Frjálsi Áhætta*Frjálsi 2 Frjálsi 3

9,6%

6,0%

Nafnávöxtun 30.06.2011 – 30.06.20125 ára meðalnafnávöxtun tímabilið 30.06.2007 – 30.06.2012

11,1%

9,6%

12,8%12,8%

9,8%

*Frjálsi Áhætta var stofnaður í ársbyrjun 2008 og því eru ekki til 5 ára tölur.

HV

ÍTA

SIÐ

/SÍA

– 1

2-14

29

1 Heill búningur á gínu. Tilbúinn 20. aldar upphlutur, víravirki eftir Ás-

mund en Guðrún saumaði.

2 Boðangur af upphlut; Handsmíðað víravirki eftir Ásmund en Guðrún

saumaði.

3 Faldtreyjuboðangur, skreyttur með flauelsskurði og snúrulagður og

að sjálfsögðu handsaumaður af Guð-rúnu. Tvær tegundir af knipli neðan af faldbúningspilsum.

4 Víravirkishólkur sem Ásmundur handsmíðaði.

sem má lagfæra og smíða inn í og síðan eru það gjarnan mæðurnar sem sauma búning á dæturnar og þannig koma margir að verkinu, oft á löngum tíma.“

ágúst

Page 16: 3. ágúst 2012

© IL

VA

Ísla

nd

20

12

30-80%

AFSLÁTTURYFIR 1500 VÖRULIÐIR Á LÆKKUÐU VERÐI

RÝMUM FYRIR

HAUSTLÍNUNNIRÝMINGAR-

SALAILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is - laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30

RÝMINGAR-SALARÝMINGAR-

RÝMINGAR-RÝMINGAR-

30-80%AFSLÁTTURYFIR 1500 VÖRULIÐIR Á LÆKKUÐU VERÐI

30-80%

Page 17: 3. ágúst 2012

einfaldlega betri kostur

RÝMINGAR-SALA

Bjóðum uppá vaxtalaust

lán til 6 mánaða

sendum um allt land

RÝMINGAR-SALARÝMINGAR-

RÝMINGAR-RÝMINGAR-RÝMINGAR-RÝMINGAR-RÝMINGAR-

BEYGLA MÁNAÐARINS

LaxabeyglaReyktur lax, egg, grafl axsósa og salatblanda 895,- NÚ 595,-

Page 18: 3. ágúst 2012

Vigdís Vala Valgeirsdóttir hafði átt í mjög erf-iðum veikindum í þrjú ár án þess að læknar kæmust að orsökunum. Í janúar birti Fréttatíminn viðtal við Völu, eins og hún er kölluð, og föður hennar, Valgeir Guðjóns-

son tónlistarmann í tilefni af 60 ára afmælistónleikum hans. Þar lýsti hún einkennunum sem ollu því að hún var oft lengi rúmliggjandi: líkamlegur doði og lömunartil-finning, brengluð raunveruleikaskynjun og sjóntruflanir. Eftir að viðtalið birtist hafði lesandi samband við móður Völu, Ástu Kristrúnu Ragnarsdóttur, og kannaðist við lýsinguna því sonur hans hafði átt við svipuð veikindi að stríða án þess að hafa fengið sjúkdómsgreiningu. Hann hafði síðar greinst með eitrun vegna myglusvepps á heimilinu.

Lesandinn reyndist hafa rétt fyrir sér. Veikindi Völu voru af sama toga. „Við bjuggum í nýju húsi í Vestur-bænum og þess vegna hafði kannski engum dottið þetta í hug,“ segir Vala. „Það kom hins vegar í ljós þegar við fórum að skoða málið að það höfðu orðið vatnsskemmdir eftir leka í baðherbergi hússins áður en við fluttum í það en okkur var talin trú um að það væri allt afgreitt mál. Herbergið mitt var við hliðina á baðherberginu en þegar við fluttum út kom í ljós að í veggnum á milli herbergisins og baðherbergisins var allt svart af myglusveppi,“ segir Vala.

Á góðum batavegiFjölskyldan flutti úr húsinu nokkru áður en sjúkdóms-greiningin kom í ljós en Vala hefur verið á góðum bata-vegi síðan.

„Ég fann strax að heilsa mín skánaði þegar við fluttum úr húsinu síðasta sumar og ég er búin að vera á stöð-ugum batavegi síðan. Ég er nánast orðin einkennalaus að mestu og hljóp til að mynda 8 kílómetra um daginn, það er metið mitt núna,“ segir hún og hlær. „Einkennin koma einstaka sinnum ef ég er búin að yfirkeyra mig en aldrei í jafnmiklum mæli og þegar þau voru verst. Ég hef verið með fullkomið jafnvægi og fæturnir hafa ekkert verið að gefa sig undan mér.“

Vala veiktist á fyrsta ári sínu í Menntaskólanum í Reykjavík en hún útskrifaðist þaðan nú í vor. Henni tókst að ljúka náminu á réttum tíma þrátt fyrir að hafa lítið geta mætt í skólann á öðru og þriðja ári vegna veikindanna. „Þetta byrjaði með því að ég fékk einkirningasótt. Ég varð mjög veik og var frá skóla í tvo mánuði. Þegar ég kom aftur í skólann eftir páska og var þá bara ágætlega hress en var samt ennþá að jafna mig. Í sumarfríinu

ætlaði ég svo að taka upp fag sem ég hafði ekki getað tekið vegna veikindanna af heilsunni en þá veiktist ég rosalega,“ segir Vala. „Þetta var fyrst eins og flensa. Ég var alveg ónýt í þrjár vikur og gat ekki klárað þetta próf. Ég þurfti því að skipta um námsbraut sem ég er reyndar mjög þakklát fyrir í dag,“ segir Vala. „Heimurinn hefur alltaf eitthvert plan,“ bætir hún við hlæjandi. „Síðan byrj-aði ég aftur í skólanum og veit ekki betur en ég hafi bara verið með flensu en var svo nánast alveg frá skóla allan þann vetur og næsta líka.“

Einkennin lýstu sér með útlimadoða og lömun, ofskynj-unum og sjóntruflunum. „Ég gat ekki lesið en er samt með fullkomna sjón. Þetta helltist yfir mig í köstum og ég átti kannski góðan dag inn á milli, en sjaldnast marga í einu. Þegar var minna álag á mér á sumrin gat ég farið út úr húsi því ég var ekki jafn slæm,“ lýsir hún.

Oft á tíðum þurfti að halda á Völu ef hún þurfti að komast á salerni því hún stóð ekki undir sér sjálf. „Ég vann einu sinni við umönnun á Grund og það var álíka mikið mál að koma mér út úr rúmi og þeim sjúklingum sem ég annaðist þar. Það þurfti að hjálpa mér að setjast upp í rúminu. Þegar ég var skárri og komst fram úr lenti ég stundum í því að fæturnir gáfu sig og ég hrundi ein-faldlega í gólfið. Mamma var með mér vakin sem sofin og veit ég að þetta var henni mjög erfiður tími líka. “

Bentu alltaf á einkirningasóttinaLæknar stóðu ráðþrota gagnvart veikindum Völu. „Það var alltaf verið að benda á einkirningasóttina og sagt að fólk sem hefði fengið einkirningasótt gæti verið að glíma við eftirköst í langan tíma á eftir. Ég fór til rosalega margra sérfræðinga og þegar þeir gátu ekki bent á neitt annað þá var alltaf sagt að þetta væru bara eftirköst af einkirningasóttinni. Mér fannst það mjög skrítið því ég hafði alveg heyrt um slæm eftirköst af þessum veikindum í allt að þrjú ár en aldrei lömun eða slíkt, kannski bara síþreytu. Einkenni mín voru miklu meira en það,“ segir hún.

Aðspurð segir hún ótrúlega sárt að hafa ekki fengið sjúkdómsgreiningu allan þennan tíma. „Með alla þessa fínu lækna. Mér fannst það eiginlega átakanlegra að vita ekki hvað þetta var heldur en það að vera veik vegna þess að það hefði verið miklu betra að vita hvað ég var að eiga við og hvernig lausnin á því væri. En það var engin lausn, ég þurfti alltaf bara að bíða og sjá og ég er ekkert þol-inmóðasta manneskjan í heiminum,“ segir hún og hlær. „Þetta kannski barði það inn í hausinn á mér að maður verður að vera þolinmóður.“

Vigdís Vala Valgeirsdóttir fékk útskýringu á erfiðum veikindum eftir viðtal í Fréttatímanum í janúar þegar lesandi kannaðist við einkennin. Hún hafði leitað til ótal sérfræðinga sem ekki vissu hvað hrjáði hana. Hún var sýkt af eitrun vegna myglusvepps en er nú á svo miklum batavegi að hún hefur stofnað hljómsveit og kemur einnig reglulega fram með föður sínum, tónlistarmanninum Valgeiri Guðjónssyni.

Fékk lyf við MSVala náði að ljúka menntaskóla og út-skrifaðist í vor „Það hjálpaði mér mjög mikið að einn læknir gaf mér lyf sem notuð eru við MS sjúkdómnum enda eru einkennin svipuð. Ég lenti reyndar í því að fara til læknis sem var handviss um að ég væri með MS. Hjartað í mér sökk við þær fréttir. Ég fór í rannsóknir og þá kom í ljós að þetta var ekki MS. En MS lyfið virkaði samt sem áður á einkennin og gerði mér kleift að læra meira en ella og ég gat farið í skólann. En Vala lá ekki aðgerðalaus í rúminu heldur nýtti tímann og kenndi sjálfri sér á gítar. „Ég reyni að líta á björtu hliðarnar og vera í rauninni þakklát fyrir þessi veik-indi. Þau eru búin að kenna mér ótrúlega margt, til dæmis hvernig maður getur verið einn með sjálfum sér. Og hvernig maður getur gert það besta úr því versta. Ég kynntist frábærum vinkonum sem spiluðu með mér og ein þeirra er með mér í nýja bandinu mínu. Ég hefði aldrei tekið mig til og farið að leita mér að spilafólki ef ég hefði ekki byrjað að spila og ég hefði örugglega ekki byrjað að spila ef ég hefði ekki veikst. Það var alltaf svo mikið að gera hjá mér í skólanum og svoleiðis þann-ig að ég hafði alveg nóg á minni könnu.“

Lærði að spila á gítar rúmföstEn hvernig stendur á því að gítaráhuginn kviknaði ekki fyrr hjá henni þar sem hún ætti nú að hafa fæðst með gítarinn í fang-inu ef svo má að orði komast? „Ég lærði á píanó sem barn alveg frá fimm ára aldri í svona níu ár. En það var kannski aðeins meiri skóli þar sem ég var aðallega að læra að spila eftir nótum. Þegar ég tók síðan gítarinn upp var það allt einhvern veginn frjálslegra og mér fannst ég geta farið að gera eitthvað sjálf sem ég hugsaði ef til vill ekki út í áður.“

Vala er farin að spila á píanóið aftur

Vigdís Vala Valgeirsdóttir: Sjúkdómseinkennin koma einstaka sinnum ef ég er búin að yfirkeyra mig en aldrei í jafnmiklum mæli og þegar þau voru verst. Ljósmyndir Hari.

Ég er nán-ast orðin einkenna-laus að mestu og hljóp til að mynda 8 kílómetra um dag-inn, það er metið mitt núna.

Sigríður Dögg Auðunsdóttirsigridur@ frettatiminn.is

Framhald á næstu opnu

Þrálát veikindi Völu greind í kjölfar viðtalsins

18 viðtal Helgin 3.-5. ágúst 2012

Page 19: 3. ágúst 2012
Page 20: 3. ágúst 2012

ásamt því að spila á gítar og semja lög. „Ég er ekkert sérstakur píanó-leikari en ég hef allt aðra tengingu við það núna. Ég hafði alveg gaman af píanónáminu á sínum tíma en þetta var ekkert sem ég hafði sjálf ákveðið að ég vildi gera. Þetta var meira svona skemmtileg skylda,“ segir hún og hlær, „sem er alls ekki það sem ég er að upplifa með tónlist-ina í dag. Það er engin skylda, bara skemmtun.“

Eigum nóg efni fyrir sólarhringVala er nýbúin að stofna hljómsveit ásamt tveimur vinkonum, Unni Söru Eldjárn og Silju Rós Ragnarsdóttur, sem syngja báðar og semja lög. „Við

erum alveg með nóg efni til að spila í meira en sólarhring samfleytt,“ segir hún og hlær. Auk þeirra eru í hljómsveitinni Borgþór Jónsson bassaleikari, Helgi Reyr Guðmunds-son trommari, Sindri Bergsson á gít-ar og Jón Birgir Eiríksson píanóleik-ari. Hljómsveitin hefur hlotið nafnið Líparít. „Við stelpurnar ákváðum bara að stofna hljómsveit og tíndum saman úr öllum áttum einhverja flinka stráka með okkur sem við vissum að voru betri að spila á hljóð-færi en við,“ segir Vala og hlær. „Þetta er allt saman mjög nýtt en við ætlum að koma fram á Menningar-nótt, spilum í Iðnó klukkan þrjú.“

Aðspurð segist Vala ekkert hafa á móti því að leggja fyrir sig tónlist-ina. Hún segir það hins vegar ekki auðveldasta starf í heimi og því sé hún búin að skrá sig í sálfræði í Há-skólanum í haust. Með því sameinar hún starfsgreinar beggja foreldra sinna því Ásta er náms- og starfsráð-gjafi og reka þau saman Nemaforum á Lækjartorgi, sem er menningar-hús þar sem boðið er upp á nám-skeið og tónleika.

Vala hefur einnig komið reglulega fram með pabba sínum við ýmis

tækifæri, nú síðast á Tónlistarhá-tíðinni Bræðslunni á Borgarfirði eystra sem fram fór um helgina. Stærsti viðburðurinn var hins vegar 60 ára afmælistónleikar Valgeirs sem haldnir voru í Hörpu í árs-byrjun. „Það var alveg stórkostleg upplifun. Ég vissi ekkert hvað ég var að koma mér út í enda hafði ég bara verði búin að spila fyrir mest 50 manns þegar þetta var og svo stend ég þarna fyrir framan heila Eldborg,“ segir Vala. „Pabbi bað mig um að gefa sér í afmælisgjöf að syngja fyrir sig í Hörpu og ég gerði það. Þetta var alveg sérstök upplifun – og mögnuð.“

Mikill aðdáandi pabba sínsHún viðurkennir að auðvitað geti það hjálpað henni að komast áfram í tónlistinni verandi dóttir Valgeirs Guðjónssonar. „Auðvitað fæ ég tækifæri sem ég fengi kannski ekki ef hann væri ekki pabbi minn. En ég vona að það sé ekki eingöngu vegna þess.“

Hún segist mikill aðdáandi pabba síns. „Hann er fyrirmynd mín í tónlist. Ég uppgötvaði Spilverk þjóð-anna allt of seint og svo Stuðmenn og Hrekkjusvínaplötuna. Ég er alveg grjótharður aðdáandi tónlistarinnar hans.“

Hún segir ómetanlegt að eiga hann að í tónlistinni. „Hann er með svo mikla reynslu og alltaf með góð ráð. Hann kemur líka alltaf með rosalega prófessjónal gagnrýni þannig að ég get tekið mark á hon-um og þar af leiðandi verið aðeins ákveðnari og öruggari með það sem ég er að gera.“

Þó svo að Vala sé komin með eigin hljómsveit er hún ekki hætt að koma fram með pabba sínum. „Nei, alls ekki. Við ætlum næst að halda tónleika í Nemaforum um verslunar-mannahelgina.“

Krumma

Gylfaflöt 7, 112 Reykjavík

587-8700

www.krumma.is

Öryggi - Gæði - Leikur

Mikið úrval af Lyra föndurvörum.

Verð 5.305 kr.

Nýtt mekkanó í verkfæratöskum. Verð 3.800-7.148.

BRIO náttúrulegir trékubbar 50 stk.

LEGO há-og lágstafir. Verð 6.500 kr.

Leikur að læra margföldunartöfluna.

Verð 2.890 kr.

Verð 5.734 kr.Stærfræðispil

Plus-Plus kubbarnir eru vinsælir sem kennslu- og leikefni

Um myglusvepp:Rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl á milli þess að búa þar sem raki er við-varandi og heilsufars. Sterkustu tengsl eru á milli raka í húsnæði og astma, öndunarfæraeinkenna og svefntruflana þar sem raki er viðvarandi í gólfi. Raki í steyptu gólfi getur valdið niðurbroti efna í steypu, gólfefnum og límum sem hefur neikvæð áhrif á gæði innilofts. Þar sem raki er í steyptu gólfi er algengara að íbúar finni til einkenna í nefholi og hálsi en þar sem raki er ekki til staðar.

Einkenni sem geta komið fram eru talin upp hér:

FullorðnirEinkenni— koma ekki öll fram—ein-staklingsbundið. Þreyta, eða sífelldur höfuðverkur,

stundum eins og mígreni. Ennisholubólgur, óþægindi og sí-

endurteknar sýkingar. Hósti, þurrkur eða sviði í hálsi, eða

sviði í lungum, hrotur. Tíð þvaglát, tíður niðurgangur eða

aðrar meltingartruflanir. Sjóntruflanir, minnistruflanir,

snertiskyn, doði og dofi í útlimum, ljósnæmni, rafmagnsviðkvæmni.

Jafnvægistruflanir, Kvíði, þunglyndi, svefnvandamál. Áreiti í slímhúð—öndunarfæri og

melting. Þroti, bjúgur Húðvandamál, þurrkur eða útbrot. Liðverkir, stingir, eða aðrir óútskýrðir

verkir. Fæðuóþol, óþol gegn t.d. hnetum,

brauði, msg, mjólkurvörum eða öðru.

Þyngdaraukning eða þyngdartap án skýringa

Einkenni eins og hjá börnum

BörnEinstaklingsbundið hvaða einkenni koma fram og hversu sterktEf þessi einkenni koma fram án eðlilegra skýringa nefrennsli, hitasveiflur, eyrnaverkur, þrýstingur í eyrum (eins og hellur), hósti, astmi, lungnabólga, bronkítis höfuðverkur eða einkenni frá ennisholum. útbrot (líkt exem), þurr húð, roða í kinnar, rauða flekki í framan, þurra bletti eða sprungna húð, kláði. sveppasýking á bleyjusvæði eða annars staðar tíðar sýkingar, RS og bakteríur verk í fætur eða liðamót—oft framan á sköflungi eða í hnjám Magakrampi, meltingartruflanir, niðurgangur eða harðlífi. Óróleiki, athyglisbrestur og einkenni ofvirkni, einbeitingarskortur, skap-brestir. Í slæmum tilfellum hægist á þroska og einkenni frá taugakerfi koma fram. Fæðuóþol t.d mjólkurvörur ofl.

Rétt þykir að benda á að það eru aðrir umhverfisþættir sem geta haft neikvæð áhrif á loftgæði innandyra. Það eru neikvæð tengsl á milli raka í húsnæði og heilsu.

Ef grunur leikur á að myglusveppir vaxi í húsnæði er mikilvægast að finna upptök raka og ástæðu fyrir því að þeir nái að vaxa. Myglusveppir geta ekki vaxið nema þar sem raki er til staðar. Raki getur myndast til dæmis þar sem húsnæði lekur, lagnir hafa rofnað, einangrun er ábótavant eða þar sem loftflæði er lítið. Afar brýnt er að bregðast fljótt og örugglega við ef vatnstjón á sér stað og koma í veg fyrir að byggingarefni séu blaut.

Gró myglusveppa eru alls staðar loftborin. Myglusveppir verða ekki vandamál innandyra nema þar sem raki er óeðlilega mikill í lofti eða í byggingarefnum og gróin vaxa upp og mynda myglu.

Af husogheilsa.is

Pabbi er fyrirmynd mín í tónlist. Ég uppgötvaði Spilverk þjóðanna allt of seint og svo Stuðmenn og Hrekkjusvínaplötuna. Ég er alveg grjótharður aðdáandi tónlistarinnar hans.

Auðvitað fæ ég tækifæri sem ég fengi kannski ekki ef hann væri ekki pabbi minn. En ég vona að það sé ekki eingöngu vegna þess.

20 viðtal Helgin 3.-5. ágúst 2012

Page 21: 3. ágúst 2012

Merrild kaffi,500 g

kr./Pk.

915

kr./Pk.

PlóMur í öskju

399

gunnarssósur,4 tegundir,200 Ml

kr./stk.

237

H a m r a b o r g – N ó a t ú n 1 7 – H r i n g b r a u t – A u s t u r v e r – G r a f a r h o l t

laMbalæri,heiðMerkurkryddað

kr./kg

1399

ÍSLENSKTKJÖT

Bbestirí kjöti

ÚR KJÖTBORÐIÚR KJÖTBORÐI

kr./kg

laMbalæris-sneiðar

15981998

F

FISKBORÐI

ÚR FISKBORÐI

ferskirí fiski

Opið alla

helgina!verslunarmanna-

Öll

verð

eru

birt

með

fyrir

vara

um

pre

ntvi

llur o

g/eð

a m

ynda

bren

gl.

Við gerum meira fyrir þig

Bbestirí kjöti

ÚR KJÖTBORÐIÚR KJÖTBORÐI

ÍSLENSKTKJÖT

Bbestirí kjöti

ÚR KJÖTBORÐIÚR KJÖTBORÐI

Marylandkex,4 tegundir

kr./Pk.

145

kr./Pk.

þykkvabæjargrillkartöflur

398

kr./Pk.

h&g veislusalat,100 g

526

laMbainnlæri

kr./kg3198

Bbestirí kjöti

ÚR KJÖTBORÐIÚR KJÖTBORÐI

ÍSLENSKTKJÖT

nóatúns grófhaMborgara-brauð, 2 stk. í Pk.

kr./Pk.

134

Nautakjöt!100%

kr./stk.

ungnautahaMborgari,90 g

169

ÍSLENSKTKJÖT

Nýtt rakakerfi

fyrir ávexti og grænmeti

20%afsláttur

3998

Bbestirí kjöti

ÚR KJÖTBORÐIÚR KJÖTBORÐI

ÍSLENSKTKJÖT

kr./kg

fylltar grísalundir

2548

blálöngu-steik M/sítrónusMjöri

kr./kg1598eMMess daiM- og hnetu-toPPar, 6 stk.

kr./Pk.839

20%afsláttur

1049

NÝtt!

OPIÐ ALLA VERSLUNARMANNAHELGINA

20%afsláttur

Page 22: 3. ágúst 2012

6 VERSLANIR UM ALLT LAND

SKÓLATILBOÐIN

KOMIN !Yfir 60 gerðir af fartölvum frá fjórum

af sterkustu framleiðendum heims !

Tölvulistinn er umboðsaðili fyrir Toshiba á Íslandi sem er einn af stærstu framleiðendum heims í fartölvum. Ánægðir fartölvueigendur Toshiba skipta tugþúsundum á Íslandi enda þekktar fyrir að vera traustar tölvur með lága bilanatíðni og langan líftíma. Gæði sem borga sig. Skólalínan frá Toshiba í ár er mjög fjölbreytt á frábærum verðum, allt frá 15,6“ fartölvu á 59.990.

Fartölvulínan frá Asus í ár er sérstaklega glæsileg. Nýju Zenbook vélarnar eru Ultrabook vélar sem eru rúmlega kíló á þyngd og örþunnar en samt með öflugri örgjörvum og hraðari vinnslu en sambærilegar vélar. Bestu vélarnar í skólann - bæði mjög meðfærilegar og öflugar. Fartölvulínan er mjög spennandi og spannar allt frá 10“ vélum á 49.990 upp í flottustu leikjavélina á 339.990.

Við erum stoltir að kynna Apple skólatölvurnar sem hluta af úrvalinu okkar í fyrsta sinn. Apple er eitt af vinsælustu vörumerkjum heims og þekktir fyrir tölvur í hæsta gæðaflokki. Skólalínan frá Apple samanstendur af hinni örþunnu MacBook Air og öflugu MacBook Pro með Retina skjá. Tölvulistinn býður Apple tölvurnar á lækkuðu verði auk þess sem viðskiptavinir okkar fá MacBook Pro með tvöfalt meira vinnsluminni en frá framleiðanda – innifalið í verðinu. Meira fyrir peninginn.

Tölvulistinn hefur flutt inn Acer í fjölda ára með góðum árangri. Í skólalínunni í ár eru meðal annars litríkar 10“ vélar í Acer One línunni, öflugar Acer Aspire vélar á frábæru verði og örþunnar Acer Timeline. Einn af helstu styrkleikum Acer er að maður fær mikið fyrir peninginn. Fartölvur sem endast vel og eru öflugar í senn.

0% VEXTIRÍ ALLT AÐ 12 MÁNUÐI

Lokað um verslunarmannahelgina

10-18OPIÐ

ALLA VIRKA DAGA

Page 23: 3. ágúst 2012

REYKJAVÍKSUÐURLANDSBRAUT 26

Sími 414 1700

AKUREYRIGLERÁRGÖTU 30

Sími 414 1730

EGILSSTAÐIRKAUPVANGI 6Sími 414 1735

SELFOSSAUSTURVEGI 34

Sími 414 1745

KEFLAVÍKHAFNARGÖTU 90

Sími 414 1740

HAFNARFJÖRÐURREYKJAVÍKURVEGI 66

Sími 414 1750

ALDREI

MEIRA ÚRVAL !

1. LÆGRA VERÐ Tölvulistinn er stærsta tölvuverslun landsins með mikinn fjölda viðskiptavina. Vegna vinsælda fartölva fyrir skólann tekst okkur að ná hagstæðari innkaupum með magnkaupum og lækka verðið. Hvort sem þig vantar fartölvu fyrir skólann, heimilið eða vinnuna þá er góður tími núna til að endurnýja.

2. TRAUST MERKIVið bjóðum einungis upp á fartölvur sem við höfum langa og góða reynslu af. Hjá okkur færðu tölvur frá fjórum af sterkustu fartölvuframleiðendum heims – Toshiba, Asus, Apple og Acer.

3. MIKIÐ ÚRVALÍ verslunum okkar erum við með yfir 60 gerðir af fartölvum. Eigum allt frá þeim minnstu og einföldustu upp í þær stærstu og öflugustu. Allir geta fundið það sem hentar best.

4. LÁG BILANATÍÐNIVið veljum framleiðendur sem státa af lágri bilanatíðni. Öll þau vörumerki sem við bjóðum hafa reynst okkar viðskiptavinum vel í fjölda ára. Toshiba og Asus voru með lægstu bilanatíðni allra fartölvuframleiðenda í rannsókn sem var gerð á bilanatíðni 30.000 fartölva hjá Square Trade.

5. TRAUST ÁBYRGÐTölvulistinn hefur rekið öflugt tölvuverkstæði í 19 ár, sem leggur metnað í að veita skjóta og góða þjónustu. Það skiptir miklu máli að versla við trausta aðila með gott þjónustuverkstæði.

6. 0% VEXTIR Í 12 MÁNUÐI Hvaða fartölvu sem þú velur getur þú greitt með því að skipta niður vaxtalaust í 12 mánuði á greiðslukorti. Eini kostnaðurinn felst í 3,5% lántökugjaldi og lágu færslugjaldi kr. 340 á mánuði.

7. GULLTRYGGINGMeð 3 ára gulltryggingu Tölvulistans lengist ábyrgðartíminn í 3 ár auk þess sem fartölvan er að fullu tryggð fyrir þjófnaði eða tjóni án sjálfsábyrgðar öll þrjú árin. Gerist ekki betra.

8. SSD STÆKKANLEGARNær allar fartölvur okkar eru breytanlegar fyrir SSD diska. Í ágúst bjóðum við sérstakt tilboð á uppfærslu í SSD. Með SSD verður fartölvan mun hraðvirkari, hljóðlátari og þolir betur hnjask en með hefðbundnum hörðum diski.

9. TVÖFALDAÐU MINNIÐ FYRIR LÍTIÐFlestar okkar fartölvur koma með 4GB vinnsluminni. Fyrir aðeins 5.990 færðu tölvuna þína með 8GB vinnsluminni sem stóreykur vinnsluhraða fartölvunnar.

10. VÍRUSTRYGGINGÞað skiptir miklu máli fyrir vinnslu fartölvunnar að halda vírusum frá henni. Lykla-Pétur frá FRISK er rammíslensk vírusvörn sem er meðal þeirra bestu í heiminum. Þeir sem fá sér Lykla-Pétur með fartölvunni hjá Tölvulistanum fá ekki einungis örugga vírurvörn heldur ókeypis fjarþjónustu og aðstoð frá sérfræðingum FRISK ef tölvan fær vírus.

10 bestu ástæður þess að kaupa skólatölvuna í Tölvulistanum !

Page 24: 3. ágúst 2012

60prósenta hlutur í Tryggingamiðstöðinni skipti um eigendur í vikunni. Hópur lífeyrissjóða og inn-lendra fjárfesta keypti hlutinn af Stoðum.

86ára var bandaríski rithöf-undurinn Gore Vidal þegar hann lést í vikunni.

74milljarða króna skulda íslensk heimili í yfirdrátt. Það jafngildir því að hvert mannsbarn hér á landi skuldi 230 þúsund krónur. Samanlagðir ársvextir landsmanna eru 9,3 milljarðar króna sem jafngildir gerð Vaðlaheiðarganga.

13árum skilaði Arnar Eggert Thoroddsen í tónlistarskrif í Morgunblaðið. Hann gefur út greinasafn með skrifum sínum í haust.

Vikan í tölumSýknaður í TaílandiBrynjar Mettinisson, sem setið hefur í fangelsi í Taílandi frá því í júní í fyrra, var sýknaður fyrir dómi en réttarhöldum yfir honum lauk fyrir rúmum mánuði.

Makríll lækkar um fimmtungVerðlækkun á makrílafurðum frá síðasta ári gæti verið hátt í 20 prósent í erlendri mynt, segir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmanneyjum.

Íslendingar í yfirdráttarlánin á nýÍslendingar eru farnir að nota yfirdrátt-arlán af krafti á ný. Þau hafa hækkað um rúma fjóra milljarða í júnímánuði, en um tíu milljarða alls frá áramótum.

Sala hugbúnaðarfyrirtækisÍslenska hugbúnaðarfyrirtækið Friðrik Skúlason ehf hefur selt veiruvarnar-hluta félagsins til bandaríska félagsins Commtouch.

Þrengt að lögreglunniOf langt hefur verið gengið í niður-skurði fjárframlega til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er hún komin að hungurmörkum segir lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins.

Ráðherranefnd skoðar NuboHópur ráðherra mun skoða hugmyndir kínverska fjárfestisins Huangs Nubos um uppbyggingu ferðaþjónustu á Gríms-stöðum á Fjöllum og aðkomu ríkisins að þeim.

Lífeyrissjóðir kaupa í TMStoðir hf. hafa samið um sölu á sextíu prósent hlut í Tryggingamiðstöðinni til hóps lífeyrissjóða, meðal annars Líf-eyrissjóðs verzlunarmanna, Söfnunar-sjóðs lífeyrisréttinda og Sameinaða lífeyrissjóðsins, auk annarra fjárfesta.

Eigendaskipti á SægreifanumSægreifinn Kjartan Halldórsson hefur selt samnefndan veitingastað sinn við Reykjavíkurhöfn. Við stýrinu tekur ung kona sem hefur starfað á staðnum, Elísabet Jean Skúladóttir, og maður hennar Daði Steinn Sigurðsson.

Bekkjabílar leyfðir áframBekkjabílaakstur verður með hefð-bundnu sniði á Þjóðhátíð Vestmanna-eyja, en til umræðu hefur verið að banna þá hefð að hátíðargestir séu fluttir á yfirbyggðum vörubílspalli.

Ekki stórfelldur niðurskurð-ur í fjárlagafrumvarpinuEkki verður ráðist í stófelldar niður-skurðaraðgerðir samkvæmt fjárlaga-frumvarpi næsta árs, að sögn efnahags- og viðskiptaráðherra. Aðhalds verður áfram gætt í rekstri.

Stórasta sál í heimiFáir eru meðvitaðari um ágæti og dug þjóðarinnar en forseti vor sem hefur nú greint íslenska þjóðarsál og komist að því að í kjarna hennar er handbolti.

Illugi JökulssonKjarni þjóðarsálarinnar. Jahá, einmitt.

Hildur Lilliendahl Viggósdóttir Hann kristallast í karlalandsliðinu í handbolta. Eða eitthvað ...

Jónas KristjánssonSkoðun Ólafs Ragnars á hand-bolta er hin sama og á útrásinni, hástemmd sem fyrr. Enn segir hann þjóðarsálina að verki.

Fríða GarðarsdóttirÍsland er samt ekki best í heimi. Nennir ekki bara einhver að vekja mig þegar við förum að tapa?

Lára Hanna EinarsdóttirÞetta finnst mér ógeðslega fyndið. Forsetinn að fabúlera – eina ferðina enn!

Örn Úlfar SævarssonFjöldi íþróttaiðkenda á Íslandi flokkaður eftir greinum 2010: Knattspyrna: 20.775, golf: 16.919, hestaíþróttir: 11.408, fimleikar: 8.1336, kjarni þjóðarsálarinnar: 7.019.

Einu sinni, einu sinni ennÓlafur Ragnar Grímsson var á miðvikudag settur í embætti forseta Íslands við fimmta sinn við hátíðlega athöfn. Fáir voru þó í kjólfötum á Facebook.

Gísli ÁsgeirssonSér að ÓRG verður settur inn í dag. Hann hlaut 4 ára dóm en sækir væntanlega um reynslu-lausn eftir 2 ár.

Gunnar Smári EgilssonNá Ólafur og Dorrit ekki örugg-lega að koma sér til London fyrir leikinn á móti Svíum? Ég sé ekki hvernig strákarnir okkar eigi að hafa Svía ef þjóðviljinn er ekki á staðnum.

Björn BirgissonFimmti innsetningardagur forsetans á morgun.Sendi af því tilefni mínar inni-legustu samúðarkveðjur til þjóðarinnar.En þetta vildu hægri mennirnir.Skjótt munu þó veður skipast í lofti.Sannið þið til.

að falla með sæmdFólk beið spennt á Facebook á þriðjudagskvöld eftir því að Ragna Ingólfsdóttir, sem var á sigurbraut, mætti Jie Yao í badminton á ólympíuleikunum.

Sigríður PétursdóttirHún er svo flott þessi stelpa og gott hjá henni að hætta á toppum. Viss um að henni mun ganga vel hvað sem hún tekur sér fyrir hendur næst.

Þorfinnur ÓmarssonRagna stóð sig frábærlega og var ekkert annað en óheppin að vinna ekki aðra lotuna. Glæsileg íþróttakona, bravó! Annars nokkuð skondið að horfa á badminton þegar maður er vanur því að horfa á tennis...

Kjartan GuðmundssonAf hverju er Ragna að keppa við 86 ára gamla konu?

Hafsteinn HaukssonAf hverju er RÚV ekki að sýna frá þessu? Ástæða frestunarinnar á Rögnu eru tvö lið að keppast um

að tapa viðureign í badmintoni. Hljómar eins og betra sjónvarps-efni en Litbrigði lífsins.

launauppbótin er á himnumRaunveruleikatengdir menn á Facebook ráku upp stór eyru og ramakvein þegar fréttist að prestar væru með hærri grunn-laun en læknar.

Andri Þór SturlusonVið borgum fólki meira fyrir að ljúga að börnum og dauðhræddum en við borgum fyrir að lækna fólk. Við erum villimenn.

Þráinn BertelssonÞetta er sennilega til marks um sigur andans yfir efninu. Eða öfugt?

Agnar Kristján Þorsteinsson Óhefðbundnar lækningar hafa nú verið metnar meir hér á landi heldur en menntað fagfólk í heil-brigðisgeiranum svo þetta kemur ekki á óvart.

Einar Bergmundur Prestar taka við mistökum lækna...

Baldur Kristjánsson Mér veitir ekkert af þessu enda þurftafrekur. Ef þetta væri öfugt væri ég læknir.

Tilnefnd til MTV-verðlaunaLítið lát er á velgengni íslensku hljómsveitarinnar Of Monsters and Men en hún var í vikunni tilnefnd til MTV-verðlauna sem afhent verða 6. september næstkomandi fyrir bestu listrænu stjórn un myndbands við lagið Little Talks. Tilnefnd í sama flokki eru tónlistarmennirnir Katy Perry, Drake, Lana Del Rey og Regina Spektor. Verðlaunahátíðin fer fram í Los Angeles. Fyrsta plata hljómsveit-arinnar, My Head Is An Animal, fór í 6.sæti bandaríska Billboard-listans og seldi hljómsveitin 55 þúsund eintök í fyrstu viku í sölu þar í landi. Engin íslensk hljómsveit hefur náð svona hátt áður. Þá lék sveitin nýlega í spjallþætti Jay Leno. Of Monsters and Men stóð efst hljómsveita í Músíktilraunum árið 2010.

Miðborg Reykjavíkur iðar af lífi á sólar-dögum eins og þeim sem buðust í vikunni. Erfitt er að neita yngri kynslóðinni að fá að máta sig á hliðinu sem lokar af bílaumferð við Skólavörðustíginn. Ljósmynd/Hari

HEituStu kolin á

Góð Vika fyrir

hljómsveitina Of Monsters and Men

Slæm Vika fyrir

Heimi Hannesson sem hætti við formannsframboð

Leðjuslagur eða skortur á stuðningiHeimir Hannesson ætlaði að bjóða sig fram gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, formanni Heimdallar, en hætti við á síðustu stundu og hélt því fram, í viðtölum og yfirlýsingu, að ógjörningur hefði verið að nálgast eðlileg kjörgögn fyrir kosningarnar. Þar sagði hann óheilbrigðan kúltúr, kosningasvik og leðjuslag ein-kenna ungliðahreyfinguna í Sjálfstæðisflokknum. Forráðamenn ungliðahreyfingarinnar og framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks-ins svöruðu Heimi og könnuðust hvorki við kosningasvik né óheilbrigðan anda innan hennar og sögðu Heimi einfaldlega ekki hafa gert sér grein fyrir því að hann hefði ekki

þann stuðning sem þyrfti. Fráfarandi

stjórn og skrifstofa hefðu staðið rétt að öllu við undirbúning aðal-fundar félagsins. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var sjálfkjörinn formaður Heimdallar.

15.000manns eða því sem næst verða samankomnir á Þjóðhátíð í Eyjum um helgina þar sem Ronan Keating er aðalnúmerið. Metfjöldi á há-tíðina er 17.000 manns.

4innbrot voru að meðaltali framin á dag á höfuðborgar-svæðinu í fyrra. Innbrotum fækkaði þó um þriðjung frá árinu á undan.

24 fréttir Helgin 3.-5. ágúst 201224 fréttir vikunnar

Page 25: 3. ágúst 2012

Vikan sem Var

Öll brúðhjón fá glæsilega svuntu með nöfnum sínum og

brúðkaupsdegi ísaumuðum.Íslensk kennslubók í matreiðslu fylgir.

Gildir um KitchenAid hrærivélar

FOR THE WAY IT´S MADE

Sérstök brúðkaupsgjöf

MIKIÐ ÚRVAL BRÚÐARGJAFA

HVÍ

TA H

ÚSI

Ð /

SÍA

Útborgunardagur?Í fyrsta lagi þá hafði ég annað og betra að gera á þessum degi en að arka um í kjólfötum á göngum þingsins, Ólafi Ragnari til heiðurs.Björn Valur Gíslason, formaður þing-flokks VG, nennti ómögulega að troða sér í kjól og hvítt og fylgjast með Ólafi Ragnari Grímssyni sverja embættiseið í fimmta sinn þann 1. ágúst.

Maðkar í mysu?Samtals fenguð þið um 12 þúsund milljón krónur i vasann nokkrum vikum fyrir hrunið með því að selja verðlaus hlutabréf í Baug til Baugs. Hvar eru þessir peningar í dag ???Jón Sullenberger, í Kosti, og fjölskylda Jóhannesar í Iceland hafa löngum eldað saman grátt silfur og Jón réðst til atlögu við Jóhannes á beinni línu DV.

Ekki spákona á ÍslandiÉg hef engan áhuga á að láta allskonar viðvaninga sem þykjast vera tónlistar-sérfræðingar hjá ykkur dæma mig. Indverska söngprinsessan Leoncie yfirgaf Ísland í fússi fyrir nokkrum árum en hefur enn metnað fyrir hönd landsins og vill keppa fyrir hönd þess í Eurovision. Hún gerir þá kröfu á Pál Magnússon útvarpsstjóra að hann sendi hana beint til keppni án forkeppni hér heima enda hefur mörlandinn löngum misskilið snilld hennar.

Hreint kjötborðÉg skulda ekki neitt.Jóhannes Jónsson, löngum kenndur við Bónus en er nú orðinn Jói í Iceland, er risinn upp úr öskustó hrunsins, skuldlaus og vígreifur eins og kom svo berlega í ljós á beinni línu DV.

Alvöru hvítþvotturÞjóðremba sigraði í forsetakosningum ársins. Ólafur Ragnar Grímsson er meira en nokkru sinni fyrr baðaður í þjóðrembu. Ritstjórinn fyrrverandi, Jónas Kristjáns-son, telst seint til helstu aðdáenda forsetans eins og greining hans á Ólafi Ragnari ber augljóst vitni.

Page 26: 3. ágúst 2012

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjó[email protected] Ritstjóri: Jónas Haraldsson [email protected] Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson [email protected] . Auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson [email protected]. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.

LLoðdýrarækt hérlendis blómstrar. Liðin er sú tíð þegar allt gekk á afturfótunum í greininni. Loðdýrabændur sjálfir tóku sér tak fyrir meira en áratug og endur-skipulögðu atvinnuveginn. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Íslenskir loð-dýrabændur, það er að segja framleiðendur minkaskinna, eru með þeim allra fremstu í heiminum í framleiðslu og framleiðslu-

verðmæti. Þrjú lönd skara þar fram úr, Danir, Íslend-ingar og Norðmenn. Norð-menn voru í öðru sæti á eftir Dönum, hvað varðar verð og gæði, en fyrir tveimur árum tóku Íslendingar það yfir.

Það var vitlaust gefið í upphafi loðdýraræktar hér á landi og vandinn sem þá var heimatilbúinn. Loðdýra-rækt var ekki sett á lagg-

irnar á eigin forsendum heldur til lausnar á vanda sauðfjárræktar og byggðaþróunar í landinu. Fólki var att út í greinina með óraunsærri lánafyrirgreiðslu og peninga-austri en grunnstoðirnar gleymdist að reisa, fóðurstöðvar, þekkingu og viðhald hennar. Fóðurverð var allt of hátt og fóðrið lélegt. Þetta var ávísun á að illa færi – sem og varð.

Loðdýrabændur litu þá í eigin barm og hafa breytt vandræðum og taprekstri í vel rekna atvinnugrein sem veitir vinnu í dreifðari byggðum og skilar þjóðarbúinu dýrmætum gjaldeyri. Farið var í innflutn-ing á erfðaefnum úr dýrum og því hefur verið haldið áfram síðan, það besta keypt frá Danmörku. Bændur fóru á námskeið hérlendis og erlendis, sýningar voru sóttar ytra, auk þess sem ráðunautar og aðrir sérfræðingar voru fengnir hingað til lands. Fóðurstöðvar nýta fiskúrgang, úrgang frá sláturhúsum og kjötvinnslustöðvum en ella færi mikið af þessum úrgangi í urðun.

Vandamáli er því breytt í peninga. Með seiglu og þrautseigju náðist frábær árang-ur. Því uppskera loðdýrabændur nú.

Í úttekt Fréttatímans á loðdýrarækt í fyrra kom fram að heildarverðmæti grein-arinnar losaði milljarð króna sem skilar sér nánast í hreinum gjaldeyri því lítið er flutt inn til búanna. Björn Halldórsson, formað-ur Sambands loðdýrabænda, hélt því fram þá að allar aðstæður hér á landi væru til að tífalda framleiðsluna. Þá væri verið að tala um verðmæti sem næmi hálfri loðnuver-tíð. Sú þróun er hafin því loðdýrabændum fjölgar um tæpan fjórðung á þessu ári. Þrír nýir loðdýrabændur tóku til starfa í vor og að minnsta kosti tveir hefja loðdýrarækt í haust en fyrir voru búin 22. Ungir nýliðar koma inn í greinina. Þróunin er því jákvæð og bjartsýni ríkir. Góður árangur hefur aukið loðdýrabændum sjálfstraust.

Íslenskir loðdýrabændur ganga inn í öflugt kerfi í Danmörku en uppboðshúsin í Danmörku eru með tæplega helming allrar minkaskinnasölu í heiminum og ráðandi í krafti stærðarinnar. Íslensk minkaskinn eru meðal þeirra dýrustu sem seljast nú en um þriðjungur alls útflutnings skinna frá Danmörku fer til Kína. Hinn mikli efnahagsuppgangur þar hefur leitt til þess að fjöldi Kínverja er orðinn mjög auð-ugur og sækir í dýra vestræna vöru, þar á meðal pelsa.

Víða um lönd eru samtök fólks sem leggjast gegn framleiðslu skinna. Um skinnaframleiðslu og framleiðslu kjöts gildir hins vegar í meginatriðum hið sama, að vel sé búið að dýrunum og að sómasam-lega sé staðið að slátrun þeirra. Það hversu Íslendingar standa framarlega í þessari grein sýnir að vel er að þeim málum staðið. Þeir sem til loðdýraræktar þekkja vita að bestu afurðirnar koma frá búum þar sem vandað er til verka og aðbúnaður dýranna er góður.

Íslenskir loðdýrabændur meðal þeirra fremstu í greininni

Uppskera að verðleikum

Jónas [email protected]

Frídagur verslunarmanna

Frítökuréttur ætti að fylgjaÞ ann 13. september 1894 hélt

verslunarfólk á Íslandi frídag versl-unarmanna hátíðlegan í fyrsta sinn.

Gerðist það skömmu eftir að flestir kaup-menn Reykjavíkur höfðu lýst því yfir á fé-lagsfundi í VR að þeir vildu gefa starfsfólki sínu frí til skemmtanahalds. Hugmyndin var sótt til Danmerkur og má segja að hún sé fyrsti vísirinn að orlofi á vinnumark-aði hér á landi. Til þess að tryggt yrði að dagurinn nýttist sem best tók VR að sér skipulagningu hátíðardagskrár sem hófst með skrúðgöngu frá Lækjartorgi að Ár-túnum. Þar var deginum varið í ræðuhöld, leiki, söng og aðra skemmtidagskrá. Undir kvöld var gengið aftur inn til Reykjavíkur og að Lækjartorgi. Var gleði fólks yfir velheppnuðum degi svo rík að hrópað var nífalt húrra fyrir honum og þá einkum í þeirri von að leikurinn yrði endurtekinn að ári.

Árin eftir 1894 var dagurinn haldinn hátíðlegur ein-hvern mánudag í september eða ágúst. Það var hins vegar árið 1931 sem fyrsti mánudagur í ágúst var fastsettur frídagur verslunarmanna. Það tengdist m.a. breytingu á samþykkt um lokunartíma verslana. Á öllum tímum hefur dagurinn verið haldinn hátíðlegur þó yfirbragð hans hafi sannarlega breyst og aðrar há-tíðir í tengslum við daginn hlotið meiri athygli. Þar ber helst að nefna hina miklu þjóðhátíð í Vestmannaeyjum sem fáar samkomur jafnast á við en sú hátíð dregur heiti sitt af þjóðhátíðinni sem haldin var 2. ágúst 1874 í tilefni þúsund ára byggðar á Íslandi.

Draga þarf skýra línuÍ aðdraganda verslunarmannahelgar í fyrra velti ég upp spurningum er lúta að stöðu verslunarfólks gagn-vart þessari mestu ferðahelgi ársins. Oft hefur fólk á orði að einkennilegt sé að eina fólkið sem raunverulega þurfi að vinna á frídegi verslunarmanna sé verslunar-fólk. Að sjálfsögðu er það ekki allskostar rétt, margar

stéttir leggja sitt af mörkum til samfélags-ins þennan tiltekna dag eins og aðra. Má þar m.a. nefna lögreglumenn og heilbrigð-isstarfsfólk. Það breytir þó ekki þeirri stað-reynd að verslunarfólk, sem þessi dagur er sérstaklega helgaður, þarf í alltof mörgum tilvikum að standa vaktina þegar það ætti einmitt að njóta dagsins fjarri skyldustörf-um.

Þeir sem starfa á grundvelli kjarasamn-ings VR og SA/FA og standa vaktina fyrsta mánudag í ágúst fá fyrir það greitt svokallað stórhátíðaálag sem er tímakaup sem nemur 1,375% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu. Það álag reiknast um níu stórhátíðir yfir árið.

Sérstaða dagsinsÞar sem frídagur verslunarmanna hefur þá sérstöðu að vera helgaður verslunarfólki sérstaklega, tel ég að rétt væri að sérregla ætti að gilda um hann, þ.e. að þeir sem vinni fyrsta mánudag í ágúst, fái ásamt hinu umsamda álagi, frítökurétt annan eða þriðja mánudag ágústmán-aðar þess sama árs og vinnan er innt af hendi. Með því móti er unnt að koma til móts við atvinnurekendur sem hagsmuni hafa af því að bjóða þjónustu fyrir-tækja sinna á þessum frídegi og einnig komið í veg fyrir að hagsmunir stangist á, þ.e. frítökuréttur fólks og þægindi þeirra sem ferðast um landið og vilja njóta þjónustu af ýmsu tagi. En um leið yrði mikilvægi þessa hátíðisdags undirstrikað og það áréttað að hið upp-haflega markmið kaupmanna með deginum stendur jafngilt nú sem fyrr, þ.e. að njóta frís og frístunda frá amstri hversdagsins og að það verði ekki aðeins lagt að jöfnu við 90% stórhátíðaálag heldur viðurkennt með raunverulegum frítíma. Atvinnurekendum væri mikill sómi af því að grípa boltann á lofti frá forvígismönnum verslunarstéttarinnar á 19. öld. Vonandi verða þeir til viðræðu um þetta atriði þegar næst verður sest að samningaborði. Gleðilega þjóðhátíð – gleðilegan frídag verslunarmanna!

Stefán Einar StefánssonFormaður Landssam-bands íslenzkra verzl-unarmanna og VR

WWW.SENA.IS/TOTALRECALL

FULLT AF VINNINGUM:

BÍÓMIÐARTÖLVULEIKIR - DVD MYNDIR - GOS OG FLEIRA!

SENDU SMS SKEYTIÐ ESL TOTAL

Á NÚMERIÐ 1900OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ!

9. HVERVINNUR!

FJÖLDI AUKAVINNINGA

VINNINGAR AFHENTIR Í ELKO LINDUM. 199 KR/SKEYTIÐ. MEÐ ÞVÍ AÐ TAKA ÞÁTT ERTU KOMINN Í SMS KLÚBB.

HVAÐ ER RAUNVERULEGT?

VILTUVINNA MIÐA?

FRUMSÝND 8. ÁGÚST

26 viðhorf Helgin 3.-5. ágúst 2012

Page 27: 3. ágúst 2012

Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Akureyri, sími 461 1099 • www.heimsferdir.is

14–28. ágúst

Skráðu þig í netklúbb Heimsferða og fáðu send öll tilboð.

Hotel Melia ****

Frá kr. 153.200 í 14 nætur með hálfu fæði

Hotel Royal Arena

Frá kr. 126.900 í 11 nætur með allt innifalið

Carlos I ***

Frá kr. 107.500 í 14 nætur með fullu fæði

Bitez Garden Life Hotel & Suites

Frá kr. 124.900 í 11 nætur með allt innifalið

Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 1 barn, 2–11 ára, í herbergi.Netverð m.v. 2 fullorðna í herbergi kr. 194.900 á mann. 14. ágúst í 2 vikur.

Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2–11 ára, í fjölskylduherbergi á Hotel Royal Arena. Netverð m.v. 2 fullorðna í herbergi kr. 164.900 á mann. Sértilboð 24. ágúst í 11 nætur

Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2–11 ára, í fjölskylduherbergi.Netverð m.v. 2 fullorðna í herbergi kr. 175.500 á mann. 14. ágúst í 2 vikur.

Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2–11 ára, í fjölskylduherbergi Bitez Garden Life Hotel & Suites. Netverð m.v. 2 fullorðna í herbergi kr. 139.900 á mann. Sértilboð 24. ágúst í 11 nætur.

frá aðeins kr.

107.500 í 14 nætur með fullu fæði

Alicante

kr. 14.900 – önnur leiðinfrítt fyrir börnin (skattur kr. 4.600)

Frítt flug

fyrir börnin

Benidorm

frá kr. 124.900

í Tyrklandi

11 nætur með allt innifalið

Heimsferðir bjóða ferðir til Tyrklands í allt sumar og fram á haust. Núna erum við með einstakt tilboð á Bitez Garden Life Hotel & Suites og Royal Arena 24. ágúst í 11 nætur.

Bodrum

24. ágúst

Page 28: 3. ágúst 2012

Kunn er samnefnd kvikmynd var gerð um atburðinn árið 1995 og setningin „Houston, we hava a problem“ situr í minni. Tom Hanks og Kevin Bacon, sem túlkuðu geimfarana, eru þó frægari en hinir raunveru-legu tunglfarar.

Síðasti maðurinn sem steig fæti sínum á tunglið, Eugene Cernan, skrifaði um það bók

árið 1999, sem heitir „Síð-

asti maður-inn á tungl-inu“. Hann er fráleitt eins frægur og Neil Arms-trong sem þremur og hálfu ári fyrr steig fyrstur manna á yfir-borð tunglsins en Cernan má þó eiga það að hann á nýjasta

fótsporið þar efra. Pistilskrifar-

inn var fyrir tilviljun staddur í Smithsonian-safninu í Wash-ington þegar Cernan var að árita nýútkomna bók sína en nafn geimfarans festist ekki betur í minni en svo að gúgla þurfti kappann til þess að rifja það upp.

Geimkapphlaup stórvelda 20. aldarinnar, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, stóð bróður-part síðari hluta hinnar nýliðnu aldar. Sovétmenn skoruðu fyrst þegar þeir komu manni á undan út í geim, Júrí Gagarín, í apríl árið 1961. Tveim árum fyrr höfðu þeir sent ómannað geimfar til tunglsins. Banda-ríkjamenn jöfnuðu með John Glenn, sínum fyrsta geimfara, og ómönnuðum tunglförum. Þeir komust síðan yfir með mönnuðu geimferðunum til tunglsins. Þannig var staðan þegar Sovétríkin luku keppni og leystust upp í frumeindir með falli kommúnismans.

Bandaríkin halda enn stór-veldisstöðu sinni en annað ríki og stærra en Sovétríkin gerir nú stórveldistilkall, Asíurisinn Kína. Því er spáð að Kína verði helsta stórveldi 21. aldarinnar og Kínverjar gerast æ frek-ari til fjörsins. Það er í anda stórvelda að kanna ókunn lönd og óbrotin landsvæði, helst hrjóstrug og ill yfirferðar. Það gerði bandaríska stórveldið þegar það flutti sína menn óra-

vegu til tunglsins. Áður höfðu bandarískir geimfarar æft sig í tvígang, árin 1965 og 1967, á landi sem mest þótti líkjast yfir-borði tunglsins, Íslandi. Í Öskju í Dyngjufjöllum var helst að finna auðnir í líkingu við yfir-borð fylgihnattarins hrjóstr-uga. Þar var að finna hinn jarð-neska mána. Meðal bandarísku geimfaranna sem komu til

æfinga í Öskju var Neil Armstrong, síðar fyrsti tunglfarinn.

Þessa sögu alla þekkir nýja stórveld-ið í austri. Það vill brjóta land, eins og önnur slík, og hefur í senn fundið nógu hrjóstrugan stað og mann sem þangað er sendur í æfinga-

skyni, sinn „tunglf-ara“. Kínverjarnir staðnæmdust við Ísland, rétt eins og Banda-ríkjamenn fyrir nær hálfri öld, og á svipuðum öræfum, örlítið norðan við Dyngjufjöllin, það er að segja á Grímsstöðum á Fjöllum. Armstrong í gær heitir Nubo í dag og hefur komið hingað til æfinga í tvígang, rétt eins og sá frægi tunglfari á sjöunda tug liðinnar aldar. Fyrst til reyna að kaupa víð-ernið og hrjóstrið en þegar það gekk ekki eftir til að leigja það til langframa.

Í villtum draumum stórvelda liðinnar aldar sáu þau fyrir sér geimstöðvar á tunglinu þar sem styrkur mannsins sigraðist á óbyggilegu landi. Teikningar voru birtar af híbýlum og farar-tækjum sem hæfðu umhverf-inu. Þeir draumórar gengu ekki eftir.

Hið nýja stórveldi 21. aldarinnar ætlar sér að gera betur. Það hefur fundið sér sínar óbyggðir og sér fyrir sér híbýli þar og viðeigandi farartæki, lúxushótel jafnvel og villur, þótt hvorki mönnum né skepnum sé útsigandi, fremur en óvörðum mönnum á tunglinu, þegar þannig viðrar á Fjöllum. Þótt tunglferðir 20. aldar hafi staðið stutt og lagst af fyrir réttum fjörutíu árum verður, gangi „geimæfingar“ eftir nyrðra, hægt að bjóða upp á „tunglferðir“ 21. aldarinnar. Draumórar nýja stórveldisins gætu ræst.

Í vetrarveðrum má fikra sig lengra, jafnvel alveg austur í Finnafjörð, þar sem hann gengur inn úr Bakkaflóa undir hömrum girtu Gunnólfsvíkur-fjalli, sigla þar með „tunglfara“ framtíðarinnar í brælu til að stæla kroppinn og reyna hugs-anlega að þvælast upp fjallið sjávarmegin. Það ætti að reyna á, ekki síður en tunglferðirnar forðum daga.

Of hversdagslegt er að fara veginn að ratsjárstöðinni efst á fjallinu, enda er hann alla jafnan lokaður almenningi – nema að semja fyrst við gamla stórveldið sem stöðina reisti.

Jarðneskur mániÁ

Á fallegum næturhimni er gaman að skoða tunglið, þennan bjarta nágranna okkar sem þó er svo langt í burtu. Fylgihnöttur okkar býr yfir miklum þokka sem birtist í mörgum myndum. Við sjáum höfin svokölluðu, dekkri hluta tunglsins með berum augum og enn betur í bærilegum sjón-auka þótt ekki sé um raunveruleg höf að ræða, og ljósu svæðin sem eru fjöll og gígar.

Glöggt man ég þann júlídag árið 1969 er fyrstu mennirnir stigu fæti á tunglið. Það var ótrúlegt tækniafrek og enn er það óraunveru-legt, þegar horft er til tunglsins, að mennskar verur hafi spígsporað þar fyrir rúmum fjörutíu árum.

Mannaðar tunglferðir stóðu um stutt árabil, frá 1969 til 1972. Tólf menn skruppu þangað í sex ferðum, um 400 þúsund kílómetra leið. Það er um það bil þúsund sinnum lengra en frá Reykjavík til Akureyrar.

Flestir geimfaranna sem unnu þetta afrek eru gleymdir, nema helst Neil Armstrong sem fyrstur tyllti tá á tunglið og meðreiðarsveinn hans, Edwin Aldrin á Apollo 11, sem mynd-aði valhoppið. Þokkalega frægir urðu einnig geimfararnir um borð í Apollo 13 sem urðu að hætta við lendingu á tunglinu vegna bilunar og björguðust naumlega til jarðar.

JónasHaraldssonjonas@

frettatiminn.is

HELGARPISTILL

Teik

ning

/Har

i

Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík Sími: 534 72681.250 kr

1.350 kr

HOLLTOG GOTT

PHO víetnamskur veitingastaður Ármúla 21 - 108 Reykjavík - Sími: 588 6868

1.250 kr

ALLT FYRIRAUSTURLENSKA MATARGERÐ

699 kr. 550 kr.

387 kr.

320 kr.

Opið: mán - föst Kl. 11 - 21

lau - sun Kl. 12 - 21

25-60% afsláttur

Lín Design Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is

af öllum vörum

ÚTSALA

28 viðhorf Helgin 3.-5. ágúst 2012

Page 29: 3. ágúst 2012

Miðasala: 551 1200 | www.leikhusid.is | [email protected]

Miðasala er hafin á harpa.is og midi.is.

60 sýningar fyrir fullu húsi.

9 tilnefningar til Grímunnar.

Söngvari ársins, Þór Breiðfjörð.

Ein magnaðasta sýning í sögu Þjóðleikhússins í glæsilegri uppfærslu í Eldborgarsal Hörpu.Í flutningi listamanna Þjóðleikhússins, nú með stækkaðri hljómsveit og kór.

Tónlistarviðburður sem seint gleymist!

Tónlistarveisla á heimsmælikvarðaí Hörpu 2. og 9. september.Einstakur viðburður.

Þjóðleikhúsið kynnir í samvinnu við Hörpu!

Page 30: 3. ágúst 2012

30 nesti Helgin 3.-5. ágúst 2012

útilegumatur meðlæti

HrásalatFyrst skal rífa niður hálfan hvítkálshaus og eina gulrót. Gott að hafa gulrótina aðeins fínna rifna. Saxa fínt niður 1/4 rauðlauk. Blanda saman í skál matskeið af matarol-íu, t.d. sól blóma, laukn-um, sykrinum og edikinu. Láta bíða smá stund og blanda svo majónesinu út í. Sumir vilja mikið mæjó en aðrir minna. Gott að prófa aðeins minna og bæta svo bara við eftir smekk. Hræra svo kálinu saman við blönduna. Það tekur svolitla stund fyrir þetta að koma almenni-lega saman þannig að ekki stökkva strax til og setja óþarf ega mikið af majónunni. Geymist í kæli í minnsta kosti tvo tíma, best að gera þetta daginn áður.

Hálfur hvítkálshaus rifinn

1/4 rauðlaukur saxaður smátt

1 gulrót rifin

1 msk. olía

3 msk. sykur

1 msk. edik

6 msk. gott majónes

smá salt

Heimalagað salat með lettunumÞegar útilegumaturinn, lesist maríneraðar kótelettur, eru grillaðar við opinn eld í fríinu er fátt betra en að vita af heima-löguðu salati í kæliboxinu. Með lettunni stendur valið yfirleitt á milli kartöflu- og hrásalats. Nema hvorutveggja sé.

KartöflusalatEf hýðið er ljótt þarf að afhýða kartöfurnar, annars hreinsa það vel. Skera þær í jafn stóra teninga. Setja smá salt í sjóðandi vatn og kart-öfurnar út í. Passa að ofsjóða ekki. Þær eru tilbúnar þegar hægt er að setja gaffal í gegn án þess að nota mikið af. Þetta tekur um 8 mín-útur en fer eftir því hve stóra teninga kartöfurnar voru skornar í. Sía vatnið burtu um leið og kartöfurnar eru tilbúnar. Setja svo í skál og láta kólna aðeins. Grænmetið er allt saxað í jafn litla kubba og sett út í majónesið og sinnepið. Þegar það er enn smá ylur í kartöfunum er jukkinu blandað saman við. Ekki hræra of mikið í kartöfunum því þá molna þær. Geyma í kæliskáp í að minnsta kosti tvo tíma, helst yfir nótt.

Fyrir þá sem eru ekki alveg að gúddera 2 desilítra af majónesi er hægt að blanda tveimur matskeiðum af mæjó saman við tæpa dós af sýrðum rjóma.

4 bökunarkartöflur kubbaðar

½ dl saxað sellerí

½ rauð paprika söxuð fínt

½ rauðlaukur saxaður

1 súr gúrka söxuð

1½-2 dl gott majónes

1 tsk. sinnep Dijon eða sætt eftir smekk

Salt og pipar eftir smekk

Þær eru tilbúnar þegar hægt er að setja gaffal í gegn án þess að nota mikið afl.

HaraldurJónassonhari@ frettatiminn.is

Page 31: 3. ágúst 2012
Page 32: 3. ágúst 2012

32 bílar Helgin 3.-5. ágúst 2012

Ford Nýr Focus sT væNTaNlegur í árslok

HoNda Nýr cr-v

Tæknivædd fjórða kynslóð væntanlegNý kynslóð, sú fjórða af Honda CR-V er væntanleg á Evr-ópumarkað í haust en hún hefur verið á Bandaríkjamark-aði frá því í desember síðastliðnum. Bíllinn er framleiddur í verksmiðjum Honda í Swindon á Englandi. Bíllinn er í senn léttari og eyðslugrennri en fyrirrennarinn, að því er fram kemur í samantekt Félags íslenskra bifreiðaeigenda, en innanrými eykst.

Bíllinn verður í byrjun boðinn með tveimur vélartegund-um: Bensínvél 2,0 i-VTEC, 155 hestöfl/195 Nm, sem losar 174 g/km af CO2 (eldri útgáfa 150 hestöfl/190 Nm, 195 g/km) og endurbættri 2,2 lítra i-DTEC dísilvél, sem losar 153 g/km af koltvísýringi samanborið við 171 g/km frá eldri út-gáfunni. Afköstin eru óbreytt eða 150 hestöfl og 350 Nm.

„CR-V með framhjóladrifi verður nýr valkostur en bíll-inn hefur fram að þessu eingöngu verið fjórhjóladrifinn,“

segir enn fremur á síðu FÍB. „Framhjóladrifinn CR-V er eyðslugrennri og umhverfisvænni og koltvísýrings los-unin með i-VTEC vélinni fer niður í 170 g/km. 2,2 lítra i-DTEC dísilvélin verður aðeins í boði í fjórhjóladrifnu út-gáfunni en frá og með sumri 2013 á að bjóða upp á 1,6 lítra i-DTEC dísilvél sem losar aðeins 99 g/km af CO2 í fram-hjóladrifs CR-V.

Nýi bíllinn er tæknivæddari en eldri útgáfur. CR-V 2013 er m.a. með nýjan búnað – Eco Assist System – sem hjálpar ökumanni að spara eldsneyti. Start/stopp verður staðalbúnaður í öllum beinskiptum gerðum bílsins.

Innri hönnun bílsins hefur verið breytt til að auka inn-rými. Bíllinn er minni um sig en núverandi útgáfa eða 30 mm styttri og 5 mm lægri. Farangursrýmið hefur vaxið og er 589 lítrar.“ Ný kynslóð af Honda CR-V er væntanleg á Evrópumarkað í haust.

-þegar gæði verða lífsstíll

Vantar glæsivagna í salinn. Frítt í júlíog ágúst.

Við seljum bílinn þinn meðan þú slappar af

Mikil sala!Vilt þú selja bílinn þinn?

Settu hann á skrá hjá okkur frítt!

Funahöfða 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | [email protected]

Funahöfða 1 | 110 Reykjavík | Sími 580 8900 | bilalind.is

Fylgstu með okkur á Facebook

Kia Optima er væntanlegur til Íslands í ágúst en um er að ræða nýjan bíl í d-stærðarflokki. Yfirhönnuður Kia, Þjóðverjinn Peter Schreyer, er maðurinn á bak við hina nýju og gerbreyttu Kia bíla sem hafa sópað til sín verðlaunum um allan heim fyrir fallega hönnun. Schreyer var áður yfirhönnuður hjá BMW og Audi en hefur nú söðlað um og hefur heldur betur tekið til höndunum hjá suður-kóreska bílaframleiðandanum sem hefur að undanförnu sent frá sér hvern endurhannaða bílinn á fætur öðrum.

Kia er sá bílaframleiðandi sem vex hraðast um þessar mundir, að því er fram kemur hjá bílaumboðinu Öskju, og hérlendis er Kia í þriðja sætinu yfir mest selda bílamerkið á árinu.

Askja mun meðal annars bjóða Optima með 1,7 lítra dísilvél sem skilar 136 hestöflum og auk þess verða fleiri útfærslur af bílnum í boði. Þess má geta að Kia Optima í Hybrid útfærslu komst í heimsmetabók Guinnes nýverið sem sparneytnasti hybrid bíll í heimi. Eftirspurn er eftir bílnum í Bandaríkjunum og Asíu og því hefur Kia, að sögn umboðsins, vart náð að anna eftirspurn hvað varðar framleiðslu hans.

Mæla-borð Kia Optima er nútímalegt.

Kia Optima er hannaður af Þjóðverjanum Peter Scheyer sem áður hannaði hjá þýsku bílaframleiðendunum BMW og Audi.

Optima er nýr bíll frá Kia

opel Bíll sem Ber NaFN sToFNaNdaNs, adam

Nýr smábíll frá Opel hefur fengið nafnið Adam. Hann heitir eftir stofnanda Opel-verksmiðjanna, Adam Opel. Bíll-inn verður kynntur á bílasýningunni í París í haust og er til dæmis væntan-legur á markað í Danmörku vorið 2013. Í danska Jótlandspóstinum kemur fram að GM, framleiðandi Opel og Vauxhall, fylgi í kjölfar margra bílaframleiðenda með framleiðslu smábíla þar sem kaupendum býðst að setja sitt persónulega mark á bílinn, meðal annars með fjörugu litavali. Af fyrstu myndum að dæma er Adam snotur í útliti og verður meðal annars keppinautur Fiat 500 sem notið hefur vin-sælda ytra þótt hann hafi ekki sést á götum hérlendis, auk þess sem hann mun keppa beint við hinn nýja Volkswagen Up, Audi A1 og Mini.

Bíllinn er 3,70 metra langur, 30 sentímetrum styttri en Opel Corsa. Breiddin er 1,72 metrar. Hann er þriggja dyra og fjögurra manna.

Í fyrstu verður Opel Adam boðinn með þremur gerðum bensínvéla, 1,2 líta 70 hestafla, 1,4 lítra 87 hestafla og 1,4 lítra 100 hestafla vél. Þessir bílar eru með 5 gíra kassa. Síðar verður bíllinn í boði með bensínvél með túrbó og beinni innspýtingu. Sú gerð verður með 6 gíra kassa.

Opel Adam er, eins og margir nýir bílar nú, með „stop/start“ tækni, stöðugleikastýringu, brekkuaðstoð og rafdrifnu stýri. Í dýrari gerðunum verður upplýsingakerfi sem hægt verður að tengja iPhone eða Android-símum sem nýtast meðal annars sem leiðsögukerfi. Upplýsingarnar koma fram á 7 tommu skjá.

Velja má mismunandi felgustærð undir bílinn, 15 til 18 tommur.

Opel Adam, nýi smábíllinn verður kynntur á bílasýningunni í París í haust.

N ýr Ford Focus ST er væntan-legur í lok árs 2012. Hann er afkastamikill og með 2.0

lítra EcoBoost bensínmótor með beinni innspýtingu og hverfilfor-þjöppu. Bíllinn er 250 hestöfl og tog-ar 340 Nm með 248 kílómetra há-markshraða á klukkustund, að því er fram kemur á síðu umboðsins, Brimborgar. Hann er 6,5 sekúndur að ná100 kílómetra hraða. Uppgefin eyðsla er 7,19 lítrar á hundrað ekna kílómetra.

Þessi létti 4 strokka bensínmótor skilar betri frammistöðu en fyrir-rennarinn sem var með 2.5 lítra og 5 strokka vél, vegna bættrar túrbó-innspýtingar. Þrátt fyrir aukna af-kastagetu er bensínnotkun Ford Focus ST í blönduðum akstri 20

prósent minni. Losun koltvísýrings er 169 g/km.

„Með innleiðingu hins háþróaða kerfis Ford Sport Steering System hefur verkfræðingum Ford tekist að gera ánægjulega akstursupplif-un enn betri,“ segir meðal annars á síðu Brimborgar. „Með innleiðingu kerfisins minnkar titringur í stýrinu sem getur gerst á framhjóladrifn-um bílum þegar hröðun er mikil. Auk þess hefur stöðugleikavörnin (ESP) verið uppfærð með áherslu á sportlega akstursupplifun. Stöð-ugleikavörnina er hægt að stilla á þrjá mismunandi vegu eftir vega- og veðurskilyrðum auk þess sem ökumenn geta valið hvenær þeir virkja hana. Vilji ökumenn hins vegar hrárri og óheflaðri aksturs-

upplifun geta þeir slökkt á stöðug-leikavörninni.

Ford Focus ST er með trapisu-laga grilli að framan sem gefur bíln-um sterkan svip, vindskeið á þakinu og tvöfalt púströr sem gefur bílnum sportlegt útlit. Bíllinn er með Rec-aro-sportsætum sem eru að hluta til úr leðri.

Hinn nýi Ford Focus ST mun fást í sex mismunandi litum og í tvenns konar gerðum, ST1 og ST2. ST1-gerðin er meðal annars með sér-hönnuðum Recaro-sætum og 18 tommu álfelgum. Fyrir þá sem vilja meira íburð er ST2-gerðin meðal annars búin Windsor-leðursætum sem hægt er að stilla á átta mismun-andi vegu, Bi-xenon framljósum og LED-stöðuljósum.

Öflugur en sparneytinn

Nýr Ford Focus ST er sportlegur og kraftmikill en eyðslan er minni en hjá fyrirrennaranum.

Nýr smábíll verður kynntur í haust

Page 33: 3. ágúst 2012
Page 34: 3. ágúst 2012

34 bækur Helgin 3.-5. ágúst 2012

RitdómuR 25 gönguleiðiR á Reykjanesskaga

Hin ótrúlega pílagríms-ganga Harolds Fry eftir

Rachel Joyce hefur slegið í gegn síðustu vikur. Bókin situr í efsta sæti kiljulista Eymundsson og í öðru sæti á heildarlistanum í

síðustu viku.

Vinsæl kilja

RitdómuR ÞingVelliR ÞjóðgaRðuR og heimsminjaR

s igrún Helgadóttir sendi frá sér í fyrra bók um Þingvelli. Hún hafði nokkrum árum fyrr unnið bók um

Jökulsárgljúfur, en rannsókn hennar á Þingvöllum hófst í tíð Hönnu Láru Pét-ursdóttur fyrsta sumarið sem Hanna sat staðinn sem prestur og þjóðgarðsvörður, en um langan tíma fóru störfin saman svo undarlega sem það hljómar. Verk Sigrúnar er fallega út gefið, örnefnaskrár, heimildaskrár og myndaskrár eru til fyrirmyndar. Bókin er í þægilegu broti til ferðalaga en í nákvæmum og ítarlegum staðarlýsingum eru drög að gönguáætlun um þjóðgarðinn og lagðar til margar leið-ir. Bókin kallar reyndar á að lesandinn fari þangað og gerist tíðförull um þetta merkilega sögulega svæði. Fylgir bókinni laust kort í skalanum1:40 000 og kort um helstu staði, vegi, reiðvegi, troðninga og slóðir.

Sigrún rekur sögu Þingvalla, nánast til okkar daga þótt yfirlit skorti um þá sem hafa fengið endurnýjuð byggingarleyfi í þjóðgarðinum og hina sem eiga þar eldri bústaði. Það hefði að ósekju mátt fylgja með því rit Sigrúnar er á kurteislegan og rökfastan hátt gagnrýnið á það sem við höfum gert staðnum. Þar er fyrst sú gá-leysislega gróðursetning barrtrjáa í garð-inum sem getur til langs tíma skaddað lífríki vatnsins, rétt eins og DDT-eitrið sem var notað við virkjanaframkvæmdir svo verkamönnum væri vært við vinnu á sínum tíma þegar hrygningarsvæði stóru-rriðans var eyðilagt. Þá hafa menn frá upphafi aksturs lagt vegi gáleysislega um þjóðgarðinn, suma þeirra ætti að hreinsa upp og einfalda umferð þar skipulega t.d. með einstefnu leiðum, takmörkun um-ferðar til að linna skemmdum af henni. Þá vekur Sigrún athygli á vanhugsuðum opinberum byggingum á svæðinu. Ekki aðeins þeim sem ætti skipulega að rífa í bústaðabyggð broddborgara sem þar hafa fengið land til ráðstöfunar (sem þjóðin má væntanlega ekki ganga um!) heldur líka ýmsum opinberum byggingum, sumar hafa farið í brunum, aðrar ekki komist upp, eins og Norræna húsið sem þar átti að rísa. Verkið er reyndar óður um svæð-ið allt sem land hins gangandi manns

eins og var í örófi þótt reiðgötur væru þar margar og nýttar til ferða gegnum svæðið og á þingið.

Bókin skiptist sex kafla sem síðan eru brotnir niður í smærri stubba. Yfirlit um þingsöguna er harla gott þótt býsna margt í því sé sótt í rómana sagnaritunar og tekið upp sem trúanlegt. Hún rekur skamma og snubbótta rannsóknarsögu staðarins af fornleifafræðinni — þar er sýnilega óplægður akur eins og fundur mannvistarleifa í Miðmundatúni leiddi í ljós og væri líkastil þar meira grafið ef ekki væri fyrir barr. Hér er ýtarleg lýsing á náttúrufari öllu. Þá er kostulegur kafli um aðkomu hins opinbera og það undar-lega fyrirbæri sem Þingvallanefndin er – var lengstaf einhverskonar útibú frá húsa-meistara ríkisins og þjóðkirkjunni. Bókin æpir um stefnuleysi íslenskra stjórn-málaflokka um staðinn en það stendur vonandi til bóta, allavega eru loks farnir að komast í nefndina menn sem eru með einhverja kunnáttu í líffræði, sumir meira að segja sérfróðir um staðinn þótt þess sjáist lítil merki enda nefndin einhvers-konar heiðursbitlingur þingsins lengstaf. Sess fyrir hofróður.

Bókin er ríkulega myndskreytt þótt stærð brotsins valdi því að myndir verða smávaxnar og því njóta margar þeirra sín illa. Bók Sigrúnar er nauðsynlegur ferða-félagi þeirra sem vilja skunda á Þingvöll. Sætir reyndar furðu miðað við aðgengi að garðurinn allur sé ekki meira nýttur sem göngusvæði, en eins og Sigrún bendir á og var í upphafi fengin til að skoða, þá vantar umferð svo gamlir troðningar lifni, vantar merkingar og þekkingu svo þeir verði troðnir. Ef vel tekst til dugar bókin til að koma þeirri langferð af stað og eng-inn betri ferðafélagi í þá ferð.

Bækur

Páll Baldvin Baldvinsson

[email protected]

Skaddaður sögustaður

Bókaverslunin Iða hefur komið sér fyrir á neðri hæðinni í endurbyggðu húsi sem kennt er við Ziemsen sem flutt var úr Austurstræti og sett niður í Grófinni. Á þessum slóðum, vestan Póst-hússtrætis allar götur að Ánanaustum hefur varið fátt um bókaverslanir síðan Eggert Briem og Snæbjörn Jónsson ráku bókaverslanir á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar í Veltusundi og Bókaverslun Ísafoldar var milli Austurstrætis og Vallarstrætis. Eftir að hún leið undir lok var engin bókaverslun þarna í Kvosinni fyrr en Bragi Kristjónsson fór að versla með notaðar bækur neðst á Vesturgötu og Sögufélagið kom sér fyrir í Grjótaþorpinu miðju. Ný búð Iðu er til marks um að verslun umhverfis Grófina er að breytast og er það einkum fyrir nýja þjónustu við vestursvæði hafnarinnar sem er að verða mesta gróskusvæðið milli Landakotstúna og Þingholtanna.

Iða í Ziemsenhúsið í GrófinniVegur Auðar Ólafsdóttur listfræðings og forstöðumanns Listasafns Háskóla Ís-lands sem skáldsagnahöfundar hefur vaxið hratt og örugglega í Frakklandi. Síðast bárust fréttir að önnur skáldsaga hennar, Rigning í nóvember, hefði verið tilnefnd til bókmenntaverðlauna hinna voldugu Fnac-bókaverslana í Frakklandi. Sagan kemur ekki út fyrr en í haust en hefur verið dreift í kynningarútgáfu til starfsmanna og dómnefndar. Átta hundruð manna dómnefnd valdi bókina eina af 30 mest spennandi, þeirra tæplega sjö hundruð bóka sem gefnar verða út í Frans í haust.

Fnac-tilnefninganna er ávallt beðið með mikilli óþreyju, því þær þykja oft gefa vísbendingu um strauma og stefnur fyrir haustið. Einsog gefur að skilja eru margir um hituna þegar 700 nýjar bækur líta dagsins ljós, en þessi tilnefning er ávísun á umfjöllun og athygli ... fyrir utan að vera náttúrlega sannkallaður heiður.

Upphækkuð jörð, Rigning í nóvember og Afleggjarinn komu út í kilju hjá Bjarti fyrr í sumar. Ný skáldsaga eftir Auði er væntanleg í haust.

Frami í FNAC og Frans

Suðurnesjamenn hafa lengi átt í vandræðum með staðarnöfnin sín. Keflavík-in mátti hverfa þegar þeir völdu stækkuðu sveitar-félagi sínu nafn. Sóru sumir að aldrei skyldu þeir taka nýja nafn sveitarfélagsins sér í munn. Menn eiga að halda í gömul nöfn, ekki týna þeim í fáfengilegum formbreytingum á skipan byggðar sem er fyrst og fremst huglæg. Það sem kallað er Reykjanesskaginn var áður kallað Reykjanes og löngu fyrr Suðurkjálk-inn, eins og talað var um

Vestfjarðakjálkann. Í tæpa öld eftir að menn hættu að fara á hestum og tveimur jafnfljótum milli bæja og byggða týndum við leiðum og merkisstöðum, urðum blýföst við akvegina, komumst varla út úr bíl nema til þess að létta á okkur í skjóli fyrir um-ferð og vindi. Nú hefur á áratug orðið umbreyting: fólk er farið að ganga. Á gamla Suðurkjálkanum hafa menn uppgötvað fjölbreytilegt og spennandi landslag þar sem saga er á hverjum skika. Göngu-hópurinn sem gerir út heimasíðuna www.ferlir.is verður að telja aflvakann í göngum um skagann en nú hefur Reynir Ingibjartsson bætt þriðju bókinni í gönguleiðasafn sitt með 25 gönguleiðum um Reykjanesskagann og gefur Salka bókina út.

Bókin er gormbundin, snoturlega uppsett eftir fastri reglu þar sem þrædd er umrædd leið og get-ið helstu staða og áfanga, skilmerkilega er getið um lengd hvers göngustígs, ástand hans og merk-ingar. Nútímagöngumaður skannar bara GPS-punkta sem merkja svæðin og geta gert slóðann öruggari þótt skammt sé til byggðar. Það eru varla hundrað ár síðan fólk týndist á þessum slóðum og með greiðara aðgengi og upprifjun á gömlum slóðum og leiðum er viðbúið að allur skaginn verði eitt stórt útivistarsvæði og þá eykst hættan á að menn rati í villur. GPS er þannig nauðsynleg við-bót við útgáfur sem þessar því þannig tæki eru í almannaeign.

Bókin er fróðleg og skemmtileg viðbót við hjálp-artæki sem gönguglöðum gefast. Nafnaskrá fylgir ekki í ritinu sem er miður. -pbb

Labbað um Suðurkjálkann

Þingvellir þjóðgarður og heimsminjarSigrún Helgadóttir

Opna 320 bls. 2011

25 gönguleiðir á ReykjanesskagaReynir Ingibjartsson

Salka, 162 bls. 2012

Auður Ólafsdóttir.

Reynir

Ingibjartsson.

Sigrún Helga-dóttir.

Verkið er reyndar óður um svæðið allt sem land hins gangandi manns eins og var í örófi ...

www.noatun.isH a m r a b o r g – N ó a t ú n 1 7 – H r i n g b r a u t – A u s t u r v e r – G r a f a r h o l t

OPIÐ ALLA VERSLUNARMANNA-

HELGINA TIL MIÐNÆTTIS

Page 35: 3. ágúst 2012

www.forlagid.is – alvöru bókaverslun á net inu

bbbbSL/MBL

bbbbPBB/F RT M

bbbbbPBB/F RT M

bbbbPBB/F RT M

bbbbA L Þ/MBL

Stjörnu-bækur

„koch er afhjúpandi höfundur ...nöturlega fyndinn ...

kann að búa til spennu sem heldur lesanda á nálum.

Hér er ekkert sem sýnist.“

PBB/F RT M

Page 36: 3. ágúst 2012

Svör: 1. Ólafur Rafnsson, 2. Pussy Riot, 3. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, 4. Bashar al-Assad, 5. Chariots of Fire, 6. Á Húsavík, 7. 1874, 8. Potturinn, Partíið, Sleikurinn, 9. Jón G. Hauksson, 10. Snow White and the Huntsman, 11. Þrístökki, 12. Bob Kane, 13. Í Galtalækjaskógi, 14. Gary Martin, 15. Gay World.

Spurningakeppni fólksins

Dóri DNA,

tónlistar- og textagerðarmaður

1. Ég er ekki með þetta.

2. Pussy Riot. 3. Sigmundur Davíð. 4. Assad. 5. Chariots of Fire. 6. Á Húsavík. 7. 1874. 8. Potturinn, Partíið, Sleikurinn. 9. Jón G. Hauksson. 10. Snow White and the Huntsman. 11. Þrístökk. 12. Bob Kane. 13. Selfossi.

14. Gary Martin,. 15. Gay World.

13 rétt

36 heilabrot Helgin 3.-5. ágúst 2012

Sudoku

Sudoku fyrir lengra komna

kroSSgátan ATH Nýr vefur með krossgátulausnunum: krossgatur.gatur.net, lausnin er birt að viku liðinni.

Spurningar1. Hver er forseti Íþrótta- og ólympíusambands Íslands?

2. Hvað heitir rússneska kvennapönkhljómsveitin sem hefur

verið að hrella Pútín?

3. Hver er ríkasti þingmaðurinn?

4. Hver er forseti Sýrlands?

5. Titillag hvaða kvikmyndar gaf Mr. Bean tilefni til að sprella á

opnunarhátíð Ólympíuleikanna?

6. Hvar á landinu eru Mærudagar haldnir?

7. Hvaða ár var Þjóðhátíð fyrst haldin í Eyjum?

8. Diskarnir þrír í nýju 80’s safni útvarpsmannsins Sigga Hlö

bera hver sitt nafn. Hvað heita þeir?

9. Hver er ritstjóri Frjálsrar verslunar?

10. Kristen Stewart hélt fram hjá kærastanum sínum, Robert

Pattinson, með leikstjóranum Rupert Sanders. Við gerð

hvaða bíómydar kynntist Kristen viðhaldinu?

11. Í hvaða keppnisgrein vann Vilhjálmur Einarsson til

silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Melbourne árið 1956?

12. Hvað hét maðurinn sem skóp ofurhetjuna Batman?

13. Hvar héldu Íslenskir ungtemplarar bindindismót sín um

verslunarmannahelgar?

14. Hvaða knattspyrnumaður var að söðla um eftir tvö ár hjá ÍA

og er byrjaður að spila fyrir KR?

15. Hvað heitir nýjasta plata Leoncie?

Dóri stendur uppi sem sigurvegari í Spurningakeppni fólksins með einu stigi.

úrslit

KLAKAVATN

KVEN-MAÐUR

SLAGA

FISKIMIÐÖFUG RÖÐ

STRIT

FÉLAG

GLOTTA MEÐ GRETTU

SÍÐAN

ÞEFJA

ÁVERKI

ÁRANSFYRIRTÆKI

SKÖMM

HVIÐA

PÍNAKRÁ

RÁN

SJÁ

Í RÖÐ

SÓÐA

KÚGUN

HVORT

SAMRÆÐI

TALA

BÁRA

HALD

SKÓLI

SKAMM-STÖFUN

Í RÖÐ

MERKI

KÖTTUR

SKADDA

PLÖTU

MÁLSBÓT

GÖNGULAGKLAUFSKA

YFIRBRAGÐ

RÖND

SKOÐUN

LOFTSKÖR

HRÓP

STANSA

BARDAGI

DÝR

FYRIR HÖND

GIFTI

LÍKJA EFTIR

BARNING-UR

VAGGA

KJAFTUR

DUFL

GERÐSPIL

SETJA Í PÆKIL

RYK

GÓL

TEGUND

MÖRGU

ÞOKA

NAFNORÐ

SVIF

ÆR

ÞJÓFNAÐUR

KRINGUM

ÍSHÚÐ

FUGL

SKERT STARFSGETA

ÖGN

LOFT-TEGUND

ÞRÆLKUN

HLAUP

EKKIGABBA

KÆRLEIKS

MJÖG

SYNJUN

KRYDDNÓTAVENJA

PÚÐI

ELDSNEYTI

STEIN-TEGUND

VAFI

LITNINGAR

EKKI

KYRRÐ

SAMAN-BURÐART.

AFLI

SKARÐ HRESSSKYNFÆRI

MÁLEINING

BÚ-PENINGUR ÚT

POTT-RÉTTUR

my

nd

: W

ik

im

ed

ia

Co

mm

on

s (

CC

-B

y-s

a)

97

FUGL

6 2 1 4

3 2

7 8 3 6

1 8 3

4 8 9 7

5

7 2

1 6 9 7 4

5 9 2

5 3

1 4

7 8 4 1

2 6 9

8 7

6 4

2 7

3 5

9 6 1 4

Þórður Snær Júlíusson,

blaðamaður

1. Ólafur Rafnsson. 2. Pussy Riot. 3. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. 4. Assad. 5. Titanic.

6. Húsavík. 7. 1972.

8. Hef ekki hugmynd.

9. Jón G. Hauksson. 10. Snow White and the Huntsman. 11. Þrístöökki. 12. Bob Kane. 13. Galtalæk. 14. Gary Martin. 15. Gay World. 12 rétt

Skemmtilegt að skafa!

100.000 kr.á mánuði í 15 ár!

67% ... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*

*konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent okt.-des. 2011

Page 37: 3. ágúst 2012

KR

AFT

AV

ERK

Í Minju finnur flú fallega íslenska hönnun jafnt sem gjafvörur frá öllum heimshornum

LinsukrúsKaffikrús í dulargervi.

Kr. 2.490,-

High Heel kökuspa›iHigh Heel kökuspaði. Kr. 2.990,-

Fuglapeysa Handprjónuð peysa úr léttlopa. Kr. 29.900,-

Espresso mál.....kr. 2.100,-Lítið mál............kr. 2.290,Miðlungs mál....kr. 2.490,-Stórt mál...........kr. 2.690,-

KeepCup kaffimál

Vintage plaggöt (50x70 cm). Mikið úrval af einstaklega flottum gamaldags plaggötum. Aðeins kr. 750,-

Kanína 5 litir...........kr. 7.400,-Sveppur 6 litir.........kr. 6.200,-(Einnig bambi, gæs og fótbolti)

Þrjár gerðir:Lundi (ljósgrá)Fálki (ljósgrá)Máfur (svört)

S K Ó L A V Ö R ‹ U S T Í G 1 2 • S Í M I 5 7 8 6 0 9 0 • w w w . m i n j a . i s

skissu- og minnisbækur3 í pakka: línustrikuð, rúðustrikuð og óstrikuð Kr. 1.990,-

D‡rapú›areftir Ross Menuez

Mikið úrval, 2 stærðirGórilla (37x25 cm) kr. 7.700,-

Heico lamparnir vinsælu

Page 38: 3. ágúst 2012

Föstudagur 3. ágúst Laugardagur 4. ágúst Sunnudagur

38 sjónvarp Helgin 3.-5. ágúst 2012

Föstudagur

Laugardagur

Sunnudagur

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

20:30 Minute To Win It Einstakur skemmtiþáttur undir stjórn þúsundþjala-smiðsins Guy Fieri.

17:55 Simpson-fjölskyldan (4/22) Lífið hjá Hómer og Marge Simpson gengur sinn vanagang.

RUV09.00 ÓL2012 - Júdó11.50 ÓL2012 - Frjálsar íþróttir12.45 ÓL2012 - Sund15.40 ÓL2012 - Blak (Brasilía - Kína (kvk))17.20 Leó (39:52) 17.23 Snillingarnir (54:54)17.45 Táknmálsfréttir18.00 Fréttir og veður18.30 ÓL2012 - Sund19.35 ÓL2012 - Frjálsar íþróttir21.00 Popppunktur (5:8) (Stóriðja - Náttúra) 22.05 Dráparinn – Illt blóð (3:6) (Den som dræber) Um æsispennandi leit dönsku lögreglunnar að raðmorðingja. Meðal leikenda eru Laura Sofia Bach, Jakob Cedergren og Lars Mikkelsen. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna.23.35 Blánætti (Powder Blue) Nokkrir Los Angeles-búar af ólíku sauðahúsi hittast fyrir tilviljun á aðfangadagskvöld. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna.01.20 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist08:00 Rachael Ray (e)08:45 Pepsi MAX tónlist16:25 Pan Am (1:14) (e)17:15 Rachael Ray18:00 One Tree Hill (3:13) (e)18:50 America's Funniest Home Videos (21:48) (e)19:15 Will & Grace (11:24) (e)19:40 The Jonathan Ross Show (11:21) (e) Kjaftfori séntilmaðurinn Jonat-han Ross er ókrýndur konungur spjallþáttanna í Bretlandi. 20:30 Minute To Win It21:15 The Biggest Loser (13:20)22:45 HA? (24:27) (e)23:35 The River (7:8) (e)00:25 Vexed (3:3) (e)01:25 Jimmy Kimmel (e)02:10 Jimmy Kimmel (e)02:55 Pepsi MAX tónlist

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

08:00 Make It Happen 10:00 The Wedding Singer 12:00 Unstable Fables: 3 Pigs & a Baby14:00 Make It Happen 16:00 The Wedding Singer18:00 Unstable Fables: 3 Pigs & a Baby 20:00 Adam 22:00 The Game 00:05 Georgia O'Keeffe02:00 Black Sheep04:00 The Game06:00 The Majestic

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Barnatími Stöðvar 2 08:50 Malcolm in the Middle (9/25) 09:15 Bold and the Beautiful 09:35 Doctors (115/175) 10:15 Sjálfstætt fólk (12/30) 10:55 The Glades (13/13) 11:45 Cougar Town (7/22) 12:10 Kalli Berndsen - Í nýju ljósi 12:35 Nágrannar 13:00 A Walk In the Clouds 14:40 Sorry I've Got No Head 15:10 Tricky TV (8/23) 15:35 Hundagengið 16:00 Waybuloo 16:20 Scooby Doo og félagar 16:40 Ævintýri Tinna 17:05 Bold and the Beautiful 17:30 Nágrannar 17:55 Simpson-fjölskyldan (4/22) 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:47 Íþróttir 18:54 Ísland í dag19:06 Veður 19:15 American Dad (8/19)19:40 Simpson-fjölskyldan (20/22) 20:05 So You Think You Can Dance21:30 Vegas Vacation Gamanmynd um Clark Griswold og fjölskyldu. 23:05 Jennifer's Body Gamansöm hrollvekja með Megan Fox og Amöndu Seyfried í aðalhlutverkum.00:45 The Soloist 02:40 Preacher's Kid 04:25 A Walk In the Clouds06:05 Simpson-fjölskyldan (20/22)

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

07:00 Grindavík - KR 16:20 Pepsi mörkin 17:30 Rey Cupmótið 18:15 Grindavík - KR 20:05 Samuel L. Jackson á heima-slóðum20:50 Sterkasti maður Íslands 21:25 UFC 121

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

18:15 QPR - Liverpool 20:00 Goals of the Season 2011/2012 21:00 Premier League World 2012/13 21:30 Swansea - Wolves 23:15 Michael Owen23:40 PL Classic Matches

SkjárGolf 06:00 ESPN America07:55 World Golf Championship 201211:55 Golfing World12:45 Golfing World13:35 World Golf Championship 201217:35 Inside the PGA Tour (31:45)18:00 World Golf Championship 201222:00 PGA Tour - Highlights (28:45)22:55 World Golf Championship 201202:00 ESPN America

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Strumparnir / Brunabílarnir / Elías / Algjör Sveppi / Latibær / Lukku láki / Fjörugi teiknimynda-tíminn 10:45 M.I. High 11:15 Glee (16/22) 12:00 Bold and the Beautiful 13:45 So You Think You Can Dance15:10 ET Weekend 16:00 Íslenski listinn16:30 Sjáðu 17:05 Pepsi mörkin18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:49 Íþróttir 18:56 Lottó 19:04 Ísland í dag - helgarúrval 19:29 Veður 19:35 Wipeout USA (16/18)20:20 Tron: Legacy Vísindatryllir með Jeff Bridges í aðalhlutverki. Ungur maður hefur leit að föður sínum, en sá er ábyrgur fyrir sköpun heimsins. Málin vandast þegar stráksi ratar inn í annan heim og hittir þar fyrir illa út-gáfu af föður sínum.22:20 Terminator Salvation Fjórða myndin um Tortímandann þar sem John Connor og félagar reyna að reisa veröldina úr ösku-stónni eftir að vélmennin hafa nánast jafnað heiminn við jörðu með kjarnorkuárás.00:15 Inglourious Basterds 02:45 The Hangover04:25 Obsessed

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

11:40 KF Nörd 12:20 Stjarnan - Þróttur R14:10 Rey Cupmótið14:55 Eimskipsmótaröðin 2012 15:25 Schüco Open 2012 18:25 Spænski boltinn20:10 Spænski boltinn21:55 Gunnar Nelson í Cage Contender 23:30 Amir Khan - Danny Garcia

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

17:00 Man. Utd. - Man. City 20.09.09 17:30 Premier League World 2012/1318:00 Man. City - Norwich 19:45 PL Classic Matches20:15 Liverpool - Arsenal 22:00 Goals of the Season 2008/2009 22:55 Man. Utd. - Wolves

SkjárGolf 06:00 ESPN America07:35 World Golf Championship 201211:35 Inside the PGA Tour (31:45)12:00 World Golf Championship 2012 16:00 World Golf Championship 201222:00 Golfing World22:50 World Golf Championship 201202:00 ESPN America

RUV08.00 Morgunstundin okkar / Poppý kisukló/ Herramenn / Franklín og vinir hans / Stella og Steinn / Smælki / Disneystundin / Finnbogi og Felix / Sígildar teiknimyndir / Skrekkur íkorni / Litli prinsinn / Hérastöð 10.30 ÓL2012 - Blak (Kína - Suður-Kórea (kvk))12.35 ÓL2012 - Skotfimi (Skamm-byssa 50m)13.00 ÓL2012 - Fimleikar15.00 ÓL2012 - Badminton17.30 Skellibær (40:52)17.40 Mókó17.45 Leó17.50 Táknmálsfréttir18.00 Fréttir og veður18.20 ÓL2012 - Frjálsar íþróttir20.55 ÓL2012 - Dýfingar21.15 Glæstar vonir (2:3) (Great Expectations) Breskur mynda-flokkur í þremur þáttum byggður á sögu eftir Charles Dickens. Meðal leikenda eru Douglas Booth, Jack Roth, Ray Winstone, David Suchet, Gillian Anderson og Vanessa Kirby.22.10 Sunnudagsbíó - Hús hinna fljúgandi hnífa (Shi mian mai fu) 00.05 Hljómskálinn á Listahátíð01.50 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist12:55 Rachael Ray (e)13:40 Rachael Ray (e)14:25 Rachael Ray (e)15:10 One Tree Hill (3:13) (e)16:00 Mr. Sunshine (1:13) (e)16:20 Mr. Sunshine (2:13) (e)16:40 The Bachelor (10:12) (e)18:10 Unforgettable (15:22) (e)19:00 Vexed (3:3) (e)20:00 Top Gear (7:7) (e) 21:00 Law & Order (21:22)21:45 Crash & Burn (2:13)22:30 Teen Wolf (9:12) (e)23:20 The Defenders (18:18) (e)00:05 Psych (13:16) (e)00:50 Camelot (8:10) (e)01:40 Crash & Burn (2:13) (e)02:25 Pepsi MAX tónlist

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

08:00 Shallow Hal 10:00 Dear John12:00 Robots 14:00 Shallow Hal 16:00 Dear John 18:00 Robots 20:00 The Special Relationship '22:00 It's Complicated 00:00 Kick Ass 02:00 The Invisible 04:00 It's Complicated06:00 Köld slóð

21:35 The Killing (13/13) Önnur þáttaröð af þessum mögnuðu spennuþáttum.

21.35 Kosturinn við reiðina (The Upside of Anger) Húsmóðir í úthverfi er ein með fjórar dætur eftir að maðurinn hennar hverfur.

RUV08.00 Morgunstundin okkar / Lítil prinsessa / Háværa ljónið Urri / Kioka / Snillingarnir / Skotta skrímsli09.00 ÓL2012 - Frjálsar íþróttir12.40 ÓL2012 - Strandblak13.30 ÓL2012 - Körfubolti (Litháen - Bandaríkin (kk))15.15 ÓL2012 - Handbolti (Króatía - Danmörk (kk))16.50 ÓL2012 - Strandblak17.50 Táknmálsfréttir18.00 Fréttir og veður18.20 ÓL2012 - Handbolti (Ísland - Frakkland (kk))20.30 ÓL2012 - Sund21.30 Lottó21.35 Kosturinn við reiðina (The Upside of Anger)23.30 Drápsmenn (Gamer) Í þessum framtíðartrylli geta menn stýrt öðru fólki í tölvuleik og hér lendir saman tveimur slyngum görpum. Leikstjórar eru Mark Neveldine og Brian Taylor og meðal leik-enda eru Gerard Butler, Michael C. Hall, Amber Valletta, Kyra Sedgwick, Alison Lohman og Ludacris. Bandarísk bíómynd frá 2009. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna.01.00 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist12:50 Rachael Ray (e)13:35 Rachael Ray (e)14:20 Design Star (5:9) (e)15:10 Rookie Blue (3:13) (e)16:00 Rules of Engagement (3:15) (e)16:25 Seven Deadly Sins (1:2) (e)17:55 The Biggest Loser (13:20) (e)19:25 Minute To Win It (e)20:10 The Bachelor (10:12)21:40 Teen Wolf (9:12)22:30 Dead Man Walking (e)Bandarísk kvikmynd frá árinu 1995 með Sean Penn og Susan Sarandon í aðalhlutverkum. 00:35 Jimmy Kimmel (e)01:20 Jimmy Kimmel (e)02:05 Lost Girl (13:13) (e)02:50 Pepsi MAX tónlist

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

08:30 Mamma Mia! 10:20 Hachiko: A Dog's Story 12:00 Gosi14:00 Mamma Mia!16:00 Hachiko: A Dog's Story 18:00 Gosi 20:00 The Majestic 22:30 The Tempest 00:20 The Nail: The Story Of Joey Nardone 02:00 The Hitcher 04:00 The Tempest06:00 The Special Relationship

22.10 Sunnudagsbíó - Hús hinna fljúgandi hnífa (Shi mian mai fu) Rómantískur lögregluforingi hjálpar uppreisnarkonu að flýja úr fangelsi en ekki er allt sem sýnist.

21:40 Teen Wolf (9:12) Bandarísk spennuþátta-röð um táninginn Scott sem bitinn er af varúlfi eitt örlagaríkt kvöld.

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

ÓTRÚLEGI ÚTSÖLUMARKAÐURINN Í FULLUM GANGI Í LAUGARDALSHÖLLINNI

10%AUKA AFSLÁTTUR

15%AUKA AFSLÁTTUR

10%AUKA AFSLÁTTUREF ÞÚ KAUPIR FYRIR MEIRA EN 10.000 KR.

15%AUKA AFSLÁTTUREF ÞÚ KAUPIR FYRIR

MEIRA EN 20.000 KR.

EF TALAN ÞÍN KEMUR

UPP FÆRÐU FULLA

ENDURGREIÐSLU*

*LÁGMARKSKAUP: 5.000 KR.

GILDIR 3. TIL 6. ÁGÚST

EF TALAN ÞÍN KEMUR

UPP FÆRÐU FULLA

ENDURGREIÐSLU*

KASTAÐUTENINGUNUMÍ SÍÐASTA SINN!KASTAÐU

TENINGUNUMÍ SÍÐASTA SINN!

VERÐ FRÁ99KR.

VERÐ FRÁ99KR.

OPIÐ 11 - 19 ALLA VERSLUNARMANNAHELGINA!

Page 39: 3. ágúst 2012

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Villingarnir/ Mörgæsirnar frá Madagaskar / Mamma Mu / Algjör Sveppi / Tasmanía 10:15 Toy Story 3 12:00 Nágrannar13:45 2 Broke Girls (13/24)14:05 Up All Night (1/24)14:30 Modern Family (17/24) 14:55 Drop Dead Diva (9/13) 15:40 Wipeout USA (16/18) 16:25 Masterchef USA (11/20) 17:10 Grillskóli Jóa Fel (4/6) 17:40 60 mínútur18:30 Fréttir Stöðvar 2 19:15 Frasier (18/24) 19:40 Last Man Standing (6/24) 20:05 Dallas (8/10) 20:50 Rizzoli & Isles (8/15) Önnur þáttaröðin um leynilögreglukonuna Jane Rizzoli og lækninn Mauru Isles sem eru afar ólíkar en góðar vinkonur sem leysa glæpi Boston-mafíunnar saman. 21:35 The Killing (13/13) 22:20 Treme (5/10) 23:20 60 mínútur 00:05 The Daily Show: Global Edition00:30 Suits (8/12) 01:15 Silent Witness (12/12) 02:10 Supernatural (22/22)02:50 Boardwalk Empire (6/12) 03:45 Nikita (5/22) 04:25 Paris

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

09:45 KR - ÍA 11:35 Pepsi mörkin 12:45 Grindavík - KR14:35 Samuel L. Jackson á heimaslóðum 15:20 Grillhúsmótið15:50 Spænski boltinn: Real Madrid - Levante 17:35 Spænski boltinn: Barcelona - Valencia 19:20 Miami - Oklahoma21:10 Íslandsmótið í höggleik

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

17:00 Football Legends 17:30 PL Classic Matches: Chelsea - Totten-ham Hotspurs 18:00 Wolves - Man.United 19:45 Premier League World 2012/13 20:15 Everton - Sunderland 22:00 PL Classic Matches: Tottenham - Leicester, 2003 22:30 Liverpool - Chelsea

SkjárGolf 06:00 ESPN America07:10 World Golf Championship 201211:10 Golfing World12:00 World Golf Championship 201216:00 World Golf Championship 201222:00 Inside the PGA Tour (31:45)22:25 World Golf Championship 201202:00 ESPN America

5. ágúst

sjónvarp 39Helgin 3.-5. ágúst 2012

Þótt sólin skíni enn glatt á þessu besta sumri í háa herrans tíð er farið að hausta hjá sjónvarpsstöðvunum og dagskrár þeirra byrja að blómstra frá og með miðjum ágúst þegar nýir og áhugaverðir þættir hefja göngu sína og gamlir og traustir kunningjar snúa aftur eftir sumarfrí. Skammdegið er vertíð sjónvarpssjúklinganna og stöðvarnar tjalda þá eðlilega öllu því besta sem þær eiga í fórum sínum.

Stöð 2 situr á áhugaverðasta nýja þættinum þetta haustið en The Newsroom sem runninn er undan rifjum hins frábæra handritshöfundar Aaron Sorkin (A Few Good Men,

Moneyball, The Social Network, The West Wing) og skartar öndvegisleik-aranum Jeff Daniels í aðalhlutverkinu hefur farið vel af stað í Bandaríkjun-um og lofar góðu.

Skjár einn hýsir þó sem fyrr alla mína þægilegustu kunningja enda há þeir andlegu annmarkar mér veru-lega að fátt veit ég betra en að liggja heiladofinn fyrir framan glæpaþætti sem reyna ekkert á. Þannig að maður bíður spenntur eftir CSI: New York og Law&Order: Special Victims Unit sem er eru alveg sallafínir þættir og vanmetnir ef eitthvað er.

Skjárinn þjófstartaði haustinu í

vikunni með stórundarlegum þáttum sem heita Crash & Burn og eftir fyrsta þáttinn er maður ekki alveg viss um að það taki því að senda þetta út. Þátturinn er kanadískur, frá árinu 2009 og virðist ekki hafa enst nema eitt tímabil. Það virðist því aðeins vera farið að slá í þetta og svo lítið hefur farið fyrir þessu að herra Go-ogle kannast varla við fyrirbærið.

Hér segir frá lánlausum starfs-manni tryggingafélags sem er uppá-lagt að ná samningum við tjónþola áður en þeir fá sér lögmann og þann-ig hlunnfara þá sem frekast er unnt.

Þessi fyrsti þáttur fór hægt og

leiðinlega af stað og náði ekki að læsa klónum í mann nema rétt í bláendann þegar gefið var í skyn að okkar mað-ur ætti skuggalega og jafnvel ofbeld-isfulla fortíð. Vissulega getur ræst úr þessu en það litla sem herra Google veit um þættina lofar ekki góðu.

En æðrist eigi. Benson, Stabler, Munch og Finn í Law&Order: SVU eru handan við hornið ásamt ger-spilltri Borgias-familíunni. Veturinn verður góður. Þórarinn Þórarinsson

Furðulegur haustboði Í sjónvarpinu Chrash & Burn

Heimsmeistari í Crossfit 2012Heimsmeistari í Crossfit 2011

Silfurhafi á heimsleikum í Crossfit 2010 Evrópumeistari í Crossfit 2009 og 2010 Margfaldur þrekmótsmeistari Íslands

Page 40: 3. ágúst 2012

40 bíó Helgin 3.-5. ágúst 2012

Hann

segir að

strax og

hann hitti

McCo-

naughey

hafi eng-

inn annar

komið til

greina.

Sjónvarp í bíó The equalizer William Friedkin læTur mcconaughey leika

Sá sykursæti leikari Matthew McConaughey sýnir á sér óvenjulega og skuggalega hlið í hlutverki sínu í Killer Joe.

Kolsvört og klístruð kómedía í Texas

k iller Joe er meðal annars sögð vera kol-svört gamanmynd en hún er meira en það og þykir óhugnanleg, fráhrindandi

en heillandi í senn, ágeng og erfið. Friedkin er svosem vanur því að hneyksla og ganga fram af fólki og gerði einmitt það með miklum og ógleymanlegum tilþrifum fyrir rétt tæpum fjörutíu árum með The Exorcist. Hann virðist enn kunna þessa list vel þar sem Killer Joe fékk hinn alræmda NC-17 stimpil í Banda-ríkjunum og er bönnuð yngri en sautján ára vegna ofbeldis, kynlífs og til þess að bæta gráu ofan á svart, ofbeldisfulls kynlífs.

Killer Joe byggir á leikriti eftir Pulitzer-verðlaunahafann Tracy Letts. Lögreglumað-urinn Joe er í forgrunni en sá stundar frekar ógeðfellda aukavinnu þar sem hann drepur fólk gegn greiðslu. Matthew McConaughey leikur Joe og þykir fara á kostum, ógnvekjandi og lúmskt sjarmerandi í senn. Leikarinn segir Joe vera eins og svartan pardus. Allt sem hann geri sé úthugsað og hann gæti þess vandlega að láta aldrei of mikið uppi um áætlanir sínar.

Emile Hirsch (Into the Wild) leikur Chris Smith, heimskan skíthæl og dópista sem ákveður ásamt hvítarusls skyldmennum sín-um að ráða Joe til þess að myrða móður sína. Faðir hans er með í ráðum og þar sem hann á ekki fyrir fyrirframgreiðslunni til Joe ákveður morðinginn að taka systur hans, Dottie, sem tryggingu. Málin flækjast síðan verulega þegar sérstakt samband tekur að myndast á milli Dottie og Joe og allt útlit er fyrir að vanhugsuð ráðagerð vitleysinganna verði að meiriháttar klúðri.

Friedkin hefur góð tók á öflugum leik-arahópnum þar sem McConaughey glansar fremstur meðal jafningja. Thomas Haden Church (Sideways) sýnir á sér skemmtilega hlið í hlutverki föðurins og hin mjög svo þokkafulla og allt of sjaldséða Gina Gershon (Showgirls, Bound) mætir öflug til leiks.

Friedkin skoðaði ýmsa leikara fyrir hlut-verk Joe en hitti McConaughey eftir að hann

frétti að leikarinn hefði lesið handritið og litist vel á. Hann segir að strax og hann hitti McCo-naughey hafi enginn annar komið til greina. Friedkin talaði fjálglega um McConaughey í hlaðvarpi kvikmyndatímaritsins Empire og sagði litlar kröfur hafa verið gerðar hingað til um að McConaughey nýtti leikhæfileika sína. Hann hafi auðgast vel á leik í rómantískum gamanmyndum en það sé óhjákvæmilegt í Hollywood að þegar fólk er myndarlegt sé ekki ætlast til þess að það leiki. Það eigi bara að mæta, vera fallegt og hirða launatékkann.

Lögreglumenn hafa löngum verið Friedkin hugleiknir. Rannsóknarlögreglumaðurinn Kinderman vó til dæmis þungt í The Exorcist þótt myndin hverfðist um kaþólskan prest í sálarháska sem reyndi að flæma djöful úr unglingsstúlkunni Reagan. Þá þarf ekki að fjölyrða um hina einbeittu löggu Popey Doyle í The French Connection sem Gene Hackman lék með miklum glæsibrag 1971. Þá tók Willi-am Petersen (síðar Grissom í CSI) vanmetinn sprett í hlutverki lögreglumanns í To Live and Die in L.A. fyrir Friedkin árið 1985.

Þegar Friedkin ræddi Killer Joe við Empire á dögunum sagði hann frá því að áhuga hans á lögreglumönnum mætti rekja langt aftur í æsku hans. Friedkin fæddist árið 1935 í Chicago þar sem hann ólst upp. Þar átti hann frænda, Harry Lang, fræga en gerspillta löggu sem þáði mútur frá gengi Als Capone. Þegar Capone var stungið í steininn tók Frank Nitti við genginu og borgarstjórinn, Anton Cer-mak, fól frænda Friedkins og félaga hans að uppræta glæpagengið. Harry Lang og félaginn völsuðu þá inn á skriftofu Nittis þar sem Harry skaut hann nokkrum skotum og skaut sig síðan í handlegginn til þess að láta líta út fyrir að Nitti hefði verið fyrri til að skjóta á hann.

Nitti lifði árásina af en í kjölfarið vall spill-ingin í kringum Harry upp, hann var rekinn úr lögreglunni og gerðist lífvörður Cermaks og stóð við hlið hans þegar hann var skotinn til bana árið 1935. Lífvarðarferlinum lauk fljótlega eftir það, eðlilega kannski, og Harry opnaði bar þar sem lögreglumenn héldu til. Aðallega spilltar löggur að sögn Friedkins sem vann á barnum í æsku þar sem hann kynntist þessum mönnum og heillaðist svo að lögreglumenn hafa sett áberandi mark á feril hans sem kvikmyndaleikstjóri.

Þess má geta til gamans að Killer Joe var sýnt á litla sviði Borgarleikhússins 2007 í leikstjórn Stefáns Baldurssonar. Þá var Björn Thors með hlutverk Joe og sýningin vakti mikla lukku hjá bæði áhorfendum og gagn-rýnendum.

Leikstjórinn William Friedkin hefur á löngum ferli gert vægast sagt misgóðar myndir. Hryllings-myndin The Exorcist og löggumyndin The French Conection eiga eftir að halda nafni hans á lofti um ókomna tíð enda báðar tímamótaverk. Killer Joe er nýjasta mynd leikstjórans og þar er hann á sveittum og sóðalegum slóðum í Texas þar sem treggáfaður ræfill fær lögreglumanninn og leigumorðingjan Joe til þess að drepa móður sína til þess að geta leyst út líftryggingu hennar og greiða upp fíkniefnaskuld.

Þórarinn Þó[email protected]

Bíó Paradís frumsýnir finnsku myndina Tahtitaivas talon ylla (Stars Above). Myndin segir sögu þriggja kynslóða kvenna sem búa í sama húsinu í finnskri sveit.

Árið 1942 er Saima ung og spræk kennslukona sem rekur heimilið af myndarskap meðan maður hennar er á vígstöðvunum. Hún á í leynilegu sambandi við sjarmerandi einhentan hermann og þau eignast saman dótturina Tuulikki. Við fylgjumst með henni á ofanverðum áttunda áratugnum þar sem hún dvelst í húsinu og

elur upp dóttur sína án manns síns. Saima er róttækur feministi og höll undir

frjálsar ástir en reynist erfitt að samþætta skyldur og langanir. Í nútímanum fylgjumst við með uppkominni Salla, hún er lesbía og fræðimaður með bein í nefinu. Salla snýr aftur í hús móður sinnar og ömmu til að vera í ró og næði en fyrirferðarmikill nágranni setur strik í reikninginn.

Pegasus Pictures á Íslandi er meðfram-leiðandi myndarinnar og Sævar Guð-mundsson klippti hana.

Þrjár kynslóðir kvenna

Tahtitaivas ta-lon ylla segir frá femínisma og frjálsum ástum í Finnlandi á stríðsárunum.

Leguizamo í Kick-Ass 2Sá ágæti leikari John Leguizamo hellir sér fljótlega á kaf í banda-ríska útgáfu af breskum gamanþáttunum Only Fools And Horses þar sem hann mun reyna að feta í fótspor David Jason sem lék Del Boy eftirminnilega í gömlu þáttunum. Áður en að þessu kemur mun hann skjóta upp kollinum í ofurhetjugríninu Kick-Ass 2. Þar leikur hann Javier, lífvörð hins unga Red Mist sem á sér draum um að verða aðal illmennið í þeim ruglaða hetjuheimi nördanna Kick-Ass og Hit-Girl.

Aðrir miðlar: Imdb: 7,4, Rotten Tomatoes: 75%, Metacritic: 59%.

MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS CAFÉ/BAR, opið 17-23

VERTU FASTAGESTUR!Ódýrara í bíó með aðgangskortum!

Sjá sýningartíma á BIOPARADIS.IS og MIDI.ISSKÓLANEMAR: 25% afsláttur gegn framvísun skírteinis!

NÝTT Í BÍÓ PARADÍS!

ÞRJÁR KYNSLÓÐIR KVENNA Í SAMA HÚSINU“Elín Petersdóttir er gjöf frá Íslandi til fi nnskra kvikmynda.”

STARS ABOVE

Gore Vidal látinnHandritshöfundurinn og samfélagsrýnirinn beitti, Gore Vidal, lést af völdum lungnabólgu á heimili sínu í vikunni, 86 ára að aldri. Vidal er þekktastur fyrir handrit sín að kvik-myndunum The Best Man, Caligula, Is Paris Burning? og Suddenly, Last Summer. Auk þess kom hann að hand-ritsgerð Ben-Hur án þess að nafns hans væri getið. Vidal skrifaði einnig fjölda skáldsagna og tók virkan þátt í stjórnmálum og þjóðmálaumræðu og verður sjálfsagt minnst lengur fyrir skrif sín um samfélagsmál en kvikmyndahandritin sem eftir hann liggja. MYND/Getty

Marsibil Sæmund-ardóttir hlaut fyrstu verðlaun Stuttmyndadaga í fyrra fyrir hroll-vekjuna Freyju.

Jack Nicholson var geðveikt góður í túlkun sinni á nafna sínum Torrance í The Shining.

The Shining hugmyndir um Forleik

Blóðug saga Overlook-hótelsinsHjá kvikmyndarisanum Warner Bros. eru nú uppi hugmyndir um að gera út á hina magnþrungnu og sígildu hrollvekju Stanleys Ku-bric The Shining. Kubrick sendi The Shining frá sér árið 1980 og hafði með henni varanleg áhrif á hryllingsmyndageirann. Myndin var gerð eftir samnefndri skáld-sögu Stephen King um rithöfundinn Jack Torrance sem tekur að sér húsvörslu á stóru fjallahóteli sem er lokað og einangrað vegna veðurs yfir veturinn.

Hótelið á sér óhugnanlega forsögu og þar sveima illir andar um sem gera Jack geggj-

aðan með þeim afleiðingum að hann reynir að slátra eiginkonu sinni og ungum syni.

King hefur aldrei skrifað for-leik að The Shining þannig að í augum liggur uppi að myndin mun alfarið byggja á nýju og frumsömdu efni og þá hlýtur að liggja beinast við að gera út á

blóðuga fortíð Overlook-hótelsins.Talsmaður kvikmyndaversins segir hug-

myndina á frumstigi og að engin þróunar-vinna sé komin í gang þannig að þetta getur enn runnið út í sandinn áður en handrit verð-ur að veruleika.

STuTTmyndadagar SkilaFreSTur að renna úT

Besta stuttmyndin fer til CannesÁrlegir Stuttmyndadagar í Reykjavík fara fram í Bíó Paradís í byrjun september en frestur til að skila inn myndum í keppnina rennur út eftir viku, föstudaginn 10. ágúst. Sérstök athygli er vakin á því að myndir megi ekki fara yfir 15 mínútur að lengd. Þá verða innsendar myndir að notast við Íslendinga í lykilstörfum og hlutverkum. Venju samkvæmt verða veitt sérstök áhorfenda-verðlaun auk þess mun Sjónvarpið sýna þær myndir sem vinna til verðlauna. Þá verður leikstjóra þeirrar myndar sem hlýtur fyrsta sætið, boðið á kvikmyndahátíðina í Cannes að ári þar sem myndin tekur þátt í hinu svokallaða Short Film Corner. Ingvar Þórðarson kvikmyndaframleiðandi, Ísold Uggadóttir kvik-myndaleikstjóri og Örn Marinó Arnarson kvikmyndagerðarmaður sitja í dómnefnd Stuttmyndadaga í ár. Verðlaun verða veitt fyrir þrjár bestu myndirnar: 100.000 krónur fyrir fyrsta sætið, 75.000 krónur fyrir annað sætið og 50.000 krónur fyrir þriðja sætið.

Page 41: 3. ágúst 2012
Page 42: 3. ágúst 2012

Helgin 3.-5. ágúst 201242 tíska

Rómantíkin í haustinuHausttískan í förðun þetta árið er rómantísk og dularfull í senn, en áherslan er á litsterkum vörum. Rauðir brúntóna varalitir verða áberandi og einnig vínrauðir.

Húðin er náttúruleg með fallegri áferð, föl en ekki bronsuð. Þá er meira um að nota drapplitaðan kinnalit til að

skyggja í stað þess að nota sólarpúður.Það sem er afar skemmtilegt í haustförðuninni þetta

árið er að aðaláherslan er lögð á augnlokið með mikl-um eyeliner og miklum maskara á efri augnhárin en þau neðri eru höfð náttúrulegri. Augnblýantarnir verða mjög vinsælir og þá enn þykkari og ýktari en áður, þessi vinsæli „cat eye“ eyeliner. Útkoman er dramatísk og töff. Einnig verður mikið um litaðar augnblýantalín-ur og þá sérstaklega í dökkfjólubláu, silfruðu og gylltu.

Augabrúnir eru vel formaðar og hafðar eins þykkar og mögulegt er.

Klassíska „smokey eye“ förðunin heldur sínum sessi og er upplagt að útfæra förðunina með nýju haustlitun-um. Glimmer er einnig farið að sjást mikið á tískupöll-unum og þá í fínlegri línu ofan á augnlokinu.

Litir sem verða vinsælir í haust og vetur á augun eru: rústrauðir, plómufjólubláir, grænir, silfraðir og brúnir en einnig verða svartir augnskuggar sjáanlegir meðal litanna.

Varalitir sem verða vinsælir eru: rauðir, rauðbrúnir, vínrauðir, dökkfjólubláir, brúnir og einnig halda „nude“ varirnar áfram að vera mjög vinsælar þá sérstaklega glossaðar, en þar er breyting á frá því í vor þar sem mattar varir hafa verið mjög vinsælar síðustu misserin.

Nú er um að gera að undirbúa húðina vel með góðum skrúbb eins og nýja „SPA Milk Face Scrub“ frá Make Up Store og ekki gleyma vörunum en á þær er frábært að nota Lip Care Mix. Það inniheldur skrúbb, raka-maska og varasalva til að halda vörunum mjúkum og kyssilegum undir litsterka varaliti.

Barnafatalína og bók frá StelluHátískuhönnuðurinn og bítilsdóttirin Stella McCartney hefur ákveðið að bæta barnafatalínu við tískuhús sitt sem byggð er á karakternum Little Miss Stella sem rithöfundurinn Adam Hargreaves skrifaði árið 2006. Stella mun einnig hafa tekið sér bessaleyfi og skrifað nýja skáldsögu um Little Miss Stellu sem fjallar um þegar hún hittir Little Miss Nobody, sem enginn tekur eftir eða veitir athygli. Little Miss Stella ákveður þá að hanna á Little Miss Nobody föt sem gerir hann að strák sem allir taka eftir.

Fatalínan mun heita í höfuðið á Little Miss Stellu og samanstendur af stuttermabolum, peysum, náttfötum og skóm, bæði fyrir stelpur og stráka frá aldrinum 0-14 ára. Bæði línan og bókin munu koma í verslanir Stellu í Bretlandi í næsta mánuði og ríkir mikil eftir-vænting fyrir þessari fyrstu barnafatalínu hennar.

Vinsælasta fatalína sumarsinsVor- og sumarlína hátískufyrirtækisins Louis Vuitton er vinsælasta fatalína tímabilsins ef marka má helstu tískutímarit heims. Á síðustu þremur mánuðum hafa 88 forsíður helstu tímaritanna prýtt stjörnur eða fyrir-sætur, klæddar nýjustu sumarlínu fyrirtækisins, og skýtur þar Louis Vuitton öðrum hátískufyrir-tækjum ref fyrir rass.

Nokkrar af sömu flík-unum úr línunni birtust lesendum oftar en einu sinni, en var þó fjöl-breytnin mikil enda stór lína sem fyrirtækið setti á sölu þetta árið.

Annað vinsælasta tísku-húsið á forsíðum tíma-ritanna var Prada með 78 forsíður og sumarlína Dolce & Gabbana prýddi 71 forsíðu.

Sunny 8 No toeSokkabuxur

• Tálausar

• Þunnar

• Sólbrúnt útlit

• fullkomnar í sandalana/bandaskó

Gestapistla-höfundur vikunnar er

Steinunn Eddaförðunarfræðingur og bloggari hjá margret.is

Júlíanna Ósk Hafberg er tvítug upprennandi saumakona sem elskar

að sauma á sig föt. Hún kláraði Versl-unarskóla Íslands í vor og hefur nú

komið sér fyrir í Noregi þar sem hún ætlar að vinna í ár.

„Það var í saumum í 8. bekk í Hamraskóla sem áhuginn

kviknaði. Ég uppgötvaði hvað það er auðvelt að sauma á sig

föt,“ rifjar Júlíanna upp. „Síðan hef ég verið dugleg að setjast fyrir

framan saumavélina og bæta við flíkum í fataskápinn. Draumurinn er að verða fatahönnuður í framtíðinni, svo upp á síðkastið hef ég verið dugleg að sauma og æfa mig.

Innblástur fyrir saumaskapinn fæ ég aðallega með að skoða í kringum mig og á internetinu. Svo er það oft þannig að þegar ég kem í efnabúðir og sé eitt-hvað ákveðið efni, koma hugmyndirnar. Ég er mjög fljót að sauma og er ég yfirleitt ekkert að draga saumaskapinn. Þegar ég byrja á flík, þá klára ég hana strax.“

Stefnir á fatahönnun í framtíðinni

Mín hönnun

Bolur: Í janúar árið 2010 gerði ég bolinn, sem átti upprunalega að vera gjöf handa vini mínum.

Ég saumaði bolinn og prentaði svo myndina á hann, en varð svo ánægð með útkomuna að ég

hélt honum fyrir mig sjálfa. Ég er búin að nota hann mjög mikið og fá mikla athygli

út á hann. Ég var mjög nálægt því að fara framleiða svona boli og selja þá. Vesti: Þetta var gallajakki sem

ég keypti í Rauða Kross-búðinni fyrir klink núna síðastliðin mars. Ég klippti hann til og saumaði, sem tók mig enga stund. Skór: VagabondBuxur: Monki

Skór: Vaga-

bondLeggings:

Ég saumaði þær árið 2007 en

breytti þeim svo örlítið meira núna í sumar. Það tók mig klukku-tíma að breyta þeim. Skyrta: Skyrtuna keypti ég mjög einfalda núna síðastliðinn júní. Sjálf ákvað ég svo að breyta henni og gera hana flottari og ég skipti um allt. Nýir hnappar, setti vasana á, klóraði

hana að neðan og setti brúnt, gegnsætt efni að

ofan. Það tók mig tvo daga að klára hana.

Bolur: Hann saumaði ég núna í júní, fyrir tvítugsafmælið mitt. Efnið fékk í efnabúðinni í Noregi og það tók mig tvo daga að sauma hann. Hálsmen: Ég bjó það til

fyrir lokaball Versló sem var haldið í maí síðastliðinn. Það er gert úr þremur mis-munandi kögrum sem ég lagði ofan á hvert annað.

Það tók mig tíu mínútur að setja það saman og ég hef

notað það rosalega mikið, enda passar það svo vel við margt. Pils: H&MSkór: FókusBelti: Rauða Kross-búðin

Blússa: Saumaði þessa

í síðustu viku. Ég átti inneign

í efnabúðinni Vogue sem ég vann í fatahönnunarkeppni

Versló, sem ég þurfti að nota áður en ég flyt út til

Noregs. Þetta efni varð fyrir valinu og fannst

þetta skemmtilegt í svona öðruvísi blússu. Ekki enn fengið

tækifæri til að nota hana. Það tók mig tvo tíma að sauma hana.

Þetta var ótrúlega auðvelt....Kjóll: Weekday

Hálsmen: CubusSkór: Fókus.

Page 43: 3. ágúst 2012

tíska 43Helgin 3.-5. ágúst 2012

Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460www.belladonna.is

VERTU Í TAKTVIÐ ÓLYMPÍULEIKANA

Í LONDON 2012

Co

ca-C

ola

; C

oke

´an

d t

he C

oca-C

ola

´co

nto

ur

bo

ttle

are

tra

dem

ark

s o

f T

he C

oca-C

ola

Co

mp

an

y. ©

20

12 T

he C

oca-C

ola

Co

mp

an

y.

Stígvélfyrir helgina

s.512 1733 - s.512 7733

Kringlan - Smáralind

www.ntc.is | erum á

Doppótt stígvél/3 litir7.995.-

Há stígvél/2 litir7.995.-

Ökklastígvél m/stroffi7.995.-

Barnastígvél/2 litir5.995.-

Ökklastígvél m/slaufu5.995.-

Kendall sat fyrir hjá Victoria's Secret

Hin sextán ára Kendall Jenner, næst yngsta Kardashian systirin, fetar nú í fótspor ofurfyrirsætna á borð við Naomi Camp-bell, Andriana Lima og Gisele

Bündchen, en í fyrr í vikunni var henni flogið til New York þar sem hún sat fyrir hjá nærfatafyrirtækinu Victoria's Secret.

Mikil gagnrýni hefur heyrst vegna þessa samstarfs, en mörgum finnst hún of ung til þess að sitja fyrir í kynþokka-fullum undirfötum.

Kendall lætur þó ekki svona gagn-rýni stoppa sig og heldur hún áfram að eltast við drauminn. Fyrirsætuferill hennar hefur risið hratt síðustu mánuði, en hún tók þá ákvörðun fyrr á árinu að hætta í menntaskólanum til þess að sinna ferlinum betur.

Gallabuxnalína fyrir konur í stærri stærðumKardashian þríeykið, þær Kim, Khloe og Kourt-ney, leggja nú lokahönd á nýja gallabuxnalínu sem ætluð er fyrir konur í yfirstærð. Sjálfar eru þær þekktar fyrir sínar kvenlegu línur og vita þær því nákvæmlega hvernig gallabuxur þær þurfa að framleiða fyrir konur í stærri stærðum. Línan mun heita Kardahsian Kurves og mun vera seld í verslunum Sears í haust á við-ráðanlegu verði. Í þetta sinn munu systurnar ekki taka þátt í auglýs-ingaherferð línunnar og leita þær nú eftir stelpum í aðdáendahópi þeirra til þess að vera andlit línunnar. Margar umsóknir hafa borist en aðeins ein stelpa verður fyrir valinu og mun hún verða talsmaður línunnar í ár.

Tískudrottning í GleeLeikkonan Sara Jessica Parker mun birtast áhorfendum þáttarins Glee í nýjustu þáttaröðinni sem sýnd verður í haust. Leikkonan mun leika ritstjóra tískutímarits en ekki er enn vitað hvernig hún á að tengist öðrum karakterum þáttarins. Hún verður vel klædd að vanda og mun engin önnur en ritstýra bandaríska Vogue, Anna Wintour, sjá um búningaval Söru fyrir þáttinn.

Jeremy Scott, aðallhönnuður Adidas, frumsýndi nýjustu haustlínuna á dög-

unum, sem var eins frumleg og við mátti búast. Bangsar, dýramynstur og lita-gleði eru áberandi og er hönnuðurinn

duglegur að blanda saman and-stæðum. Línan hefur fengið góðar undirtektir og er hún væntanleg á

Bandaríkjamarkað í næsta mánuði.

Litrík haustlína frá

Jeremy Scott

Page 44: 3. ágúst 2012

– Lifið heil

Lægraverð í Lyfju

ÍSLENSKA/S

IA.IS

/LY

F 6

0420

06/

12

Gildir út ágúst.

Voltaren Gel15% verðlækkun.100 g. Áður: 3.815 kr. Nú: 3.243 kr.

Undirbúðu fæturna fyrir ferðalagiðÞú færð Heelen fóta-og húðvörurnar í apótekum

www.portfarma.is

Í takt við tÍmann Berglind Pétursdóttir dansari

Sá engan mun á Batman og ArmageddonBerglind Pétursdóttir er sjálfstætt starfandi dansari og danshöfundur. Hún heldur úti hinni vinsælu vefsíðu The Berglind Festival og fylgist vel með hvað margir heimsækja síðuna.

StaðalbúnaðurÉg starfa sem dansari svo ég er oftast í sveittum joggingbuxum og þeim bol sem er minnst skítugur þann daginn. Þegar ég er ekki að vinna er ég oftast í því sem er efst í hillunni hverju sinni. Uppáhaldið mitt þessa dagana eru grænar velúrbuxur úr versluninni Kassettu á Laugaveginum og skósíður netakjóll úr sömu búð. Ég er eins og lax í neti í þeim kjól, sem sagt mjög glæsileg. Svo er best að vera bara í skærbláum Nike Free skóm við. Þeir eru svo mjúkir og góðir fyrir hnén. Ég get ekki farið út úr húsi án þess að taka með mér son minn, og iPhone. Mér er alveg sama um allt annað.

HugbúnaðurMig langar að fylgjast með fleiri sjónvarpsþáttum en ég gleymi því alltaf. Horfði síðast á Girls. Annars hef ég horft á allar Simpsons seríurnar svona fjórum sinnum og er að meta að læra þær utan að. Svo elska ég upprunalegu Dallas þættina. Síðasta bíómynd sem ég sá var Batman en á undan því horfði á á Armageddon. Ég sá engan mun á þessum tveimur myndum en það er af því að ég er stelpa. Um þessar mundir er ég að vinna að sýningunni Dúnn með sviðslistahópnum Litlar og nettar, dansa í verki eftir Steinunni Ketilsdóttur sem verður sýnt í Þjóðleikhúsinu í desember og taka þátt í og skipuleggja RVK dansfestival sem verður haldið 21.-31.ágúst.

VélbúnaðurAppy Hour Reykjavík er besta appið sem iPhone býður upp á. Það sýnir mér hvar er happy hour í bænum og það hentar hófdrykkjufólki eins og mér mjög vel. Instagram er líka mjög mikil-vægt, ég bara verð að pósta svona 20 myndum af syni mínum á dag, fólk verður að sjá hvað hann er fyndinn og skemmtilegur. Ég er forfallinn Facebook sjúklingur, ef það er ekki á Facebook þá gerðist það ekki. Svo er ég orðin fíkill í að skoða hvað margir heimsækja heimasíðuna mína á dag í gegnum Google Analytics. Ég elska líka að senda tölvupóst. Mail er mjög vanmetið forrit. Ég þyrfti eiginlega að eignast svona 200 e-mail pennavini til þess að geta alltaf verið í Mail.

AukabúnaðurStarfsins vegna má ég náttúrlega ekkert maula nema salat og kotasælu. Þess vegna finnst mér mjög gaman að borða reglulega pítsu. Fólk sem talar um einhver lambalæri og nautalundir sem uppáhaldsmat hefur greinilega ekki smakkað pítsu eða hamborgara. Ruccola pítsan á Eldofn-inum skákar klárlega hvaða lambalæri sem er. Latté og croissant á Kaffismiðjunni eða latté og túnfiskbeygla á Kaffitári og ég er glöð í marga daga á eftir. Ef ég er að fara út að skemmta mér, sem gerist örsjaldan, fer ég á Prikið á virkum kvöldum og Kaffibarinn um helgar. Þegar ég panta mér drykk á barnum er það oftast bjór, rauðvín, hvítvín, gin og tónik, vodki í sóda eða Fernet Branca. Ég ferðast um á eldgömlum stationbíl sem er vís til þess að brotna í tvennt mjög bráðlega. Ég ferðast þegar ég á pening, sem er að meðaltali aldrei, en ég fór síðast til Marseille í júní með kærastanum mínum í vinnuferð. Ég var að vinna en hann var fullur allan tímann.

Berglind Pétursdóttir heldur úti hinni vinsælu heimasíðu The

Berglind Festival. Ljósmynd/Hari

44 dægurmál Helgin 3.-5. ágúst 2012

Page 45: 3. ágúst 2012

Fylgstu með á Facebook

Skoðaðu ora.is

cw120182_isam_ora_60áraafmæli_afmaelissild_auglblada5x39_18072012_END.indd 1 18.7.2012 10:34:13

Page 46: 3. ágúst 2012

Úrslit spurningakeppni Fréttatímans

Dóri DNA marði sigur á Þórði SnæTónlistar- og textagerðarmaðurinn Dóri DNA stendur uppi sem sigur-vegari í Spurningakeppni Frétta-tímans 2011-2012 eftir eins stigs sigur á blaðamanninum Þórði Snæ Júlíussyni í úrslitum. Dóri svaraði þrettán spurningum rétt en Þórður Snær tólf.

Á leið sinni í úrslitin lagði Dóri Björku Eiðsdóttur, ritstjóra Séð og heyrt, Arnar Þór Stefánsson lög-mann, Viðar Lúðvíksson hæsta-réttarlögmann, Magnús Þorlák Lúðvíksson blaðamann, og Árna Þór Hlynsson reikningsskilamann.

Dóri fær í verðlaun 30 þúsund króna gjafabréf hjá Sushi Samba.

„Þetta er auðvitað frábært og fyrsti sigur minn á þessu sviði,“ sagði Dóri þegar úrslit lágu fyrir. „Loksins borgaði sig að lesa frétt-irnar og svona.“

Þóra Arnórsdóttir sigraði í fyrra og fór í framhaldi í forsetafram-boð. Sér Dóri fyrir sér að sigurinn marki upphaf á nýjum ferli hjá sér?

„Nei. Hún nefnilega tapaði þannig að ég veit hvernig það endar ef ég fer í framboð.“

Dóri segir sigurgönguna hafa

verið langa, stranga og hún hafi tekið á. „Mér finnst alveg gaman að fara út að borða sko, en ég hélt að verðlaunin væru utanlandsferð fyrir tvo svona miðað við hversu mikill tími fór í þetta. En þetta er ferlega mikill heiður og gott að vera þarna með flottu fólki eins og Þóru. Mér finnst líka fínt að þurfa ekki að verja titilinn og ætla þess vegna hér með að hætta að lesa íslenskar fréttir.“ -þþ

Dóri DNA fagnaði sigrinum sem kostaði hann mikla baráttu og erfiði.

Loksins borgaði sig að lesa frétt-irnar og svona.

Jón Þór tekur sig vel út við fjörutíu ára gamla glæsikerruna. Ljósmynd/Hari

glæsikerra Jón Þór ÞorleiFsson keypti draumabílinn

m ig hefur alltaf langað í svona bíl,“ segir Jón Þór Þorleifsson, framleiðandi og rokkstjóri tón-

listarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður.Jón Þór hefur vakið athygli á götum

Reykjavíkur síðustu daga enda keyrir hann nú um á fjörutíu ára gömlum Range Rover. Bíllinn er næstum alveg eins og bíll sem afi hans átti í mörg ár og Jón Þór fékk að sitja í sem strákur. Það var því langþráður draumur sem rættist á dög-unum. „Þessi bíll er hluti af æsku minni. Afi átti 73-módelið og ég hef leitað mér að svona bíl lengi. Ég fylgdist vel með og fann hann loks á netinu í gegnum Fornbílaklúbbinn,“ segir Jón Þór hæst-ánægður.

Bíllinn hefur að mestu verið geymdur inni í skúr síðustu 28 árin en hefur verið tekinn út á sunnudögum, eins og slíkur gripur á skilið. „Það var hugsað úrvalsvel um hann,“ segir Jón Þór sem vill ekki gefa upp kaupverðið. Fyrri eigandi er látinn en tengdasonur hans annaðist söl-una og segir Jón Þór að honum hafi verið annt um bílinn. „Honum stóð ekki á sama hvert hann færi.“

Þessi fallegi bíll er 72 módel með 8 cylindra vél. Hann er beinskiptur og án vökvastýris, en þau komu ekki í Range Roverana fyrr en ári seinna. Bíll afa Jóns Þórs var til að mynda með vökvastýri. Þessi bíll er nær alfarið „original“ og seg-ir Jón Þór að sér detti ekki til hugar að breyta því á neinn hátt. Einhverjir kynnu að freistast til að lýsa lit bílsins sem karríbrúnum eða eitthvað í þá veruna. Eigandinn heldur sig hins vegar við lýs-ingu framleiðandans, Bahama Gold.

Hvað er gripurinn keyrður?

„Við höldum að hann sé keyrður 113 þúsund kílómetra. Það stend-ur 13 þúsund á mælinum og það er ósennilegt að hann hafi farið nema einn hring.“

Ekki er nema rúm vika síðan Jón Þór festi kaup á bílnum en hann hef-ur þegar vakið mikla athygli hvar sem hann hefur farið. „Mér finnst skemmtilegast þegar fólk fer að segja mér sögur af svona bílum og tengir mig í kjölfarið við skemmtilegar minningar sem það á,“ segir hann.

Eins og áður segir átti afi Jóns Þórs, Jón á Þverá, samskonar bíl á árum áður. Afi hans er látinn en eigin-kona hans, Kristín Þorleifsdóttir, var glöð að heyra af bílakaupunum. „Ég fór með ömmu á rúntinn um daginn á bílnum. Hún var rosa ánægð með þetta. Hún er vön að sitja frammi í Range Rover en það eru orðin ansi mörg ár síðan. Við ætlum að fara sam-an á bílnum í réttir á Þverá í haust og síðan fer Range Roverinn í vetrardvala þar fyrir vestan.“

Jón Þór á einnig tuttugu ára gaml-an Mercedes Benz og hefur sést aka um á gamalli Lödu og gömlum Volvo. Hvað veldur þessari áráttu?

„Mér finnst skipta máli að bílar séu með karakter. Það gerir þetta ólíkt skemmtilegra. Við Jón Birgir frændi minn höfum stundum grínast með að það sé ekkert vit í bílum nema það sé búið að keyra þá til tunglsins og til baka.“

Höskuldur Daði Magnússon

[email protected]

Jón Þór Þorleifs-son rokk-stjóri fann draumabíl-inn á netinu um daginn. Hann keyrir nú um á 72-módeli af Range Rover, bein-skiptum og án vökva-stýris, og hefur aldrei verið ánægðari.

Rokkstjóri á 40 ára gömlum Range Rover

Skrif um gullið á SkeiðarársandiHaukur Már Helgason heimspekingur vinnur nú að ritverki sem byggir á leitinni að gullskipinu á Skeiðarársandi en frá þessu greinir Haukur Már á bloggsíðu sinni. Það verk sem slíkt gengur ekki átakalaust fyrir sig því það vekur upp með heimspekingnum tilvistar-, hagfræði- og samfélagslegar spurningar, eða eins og hann segir sjálfur: „Ég er á launum, rithöf-undalaunum, frá íslenska ríkinu, sem ég fæ raunar sem verktakagreiðslur. Ríkið er verkkaupi, ég er verktakafyrirtæki. Hvort er þetta sósíalismi eða ríkiskapítalismi?“

Dómara leitaðRíkissjónvarpið og samtök framhaldsskóla landsins standa frammi fyrir umfangs-miklum breytingum þegar næstu törn spurningakeppninnar Gettu betur verður komið á koppinn. Fyrir liggur að dómarinn og spurningahöfundurinn Örn Úlfar Sævarsson hefur lokið keppni, en enginn hefur staðið vaktina lengur en hann eða alls þrjú tímabil. Talið er víst að spyrillinn verði eftir sem áður Edda Hermannsdóttir og að Þórhildur Ólafsdóttir verði eftir sem áður spurningahöfundur og spyrill; stóru fréttirnar eru hins vegar þær að framleið-andinn Andrés Indriðason, sem verið hefur með frá upphafi, lætur af störfum. Arftaki hans er þaulvön því að stjórna upptökum, en þar er um að ræða Elínu Sveinsdóttur en hún og maður hennar, Sigmundur Ernir Rúnarsson, létu af störfum hjá 365 fyrir nokkrum árum þannig að eftir var tekið.

Fréttatíminn greindi í síðustu viku frá draumi blaðamannsins Eiríks Jónssonar um að fá gamlar spólur með nokkrum tugum

sjónvarpsþátta sinna Eiríkur frá Stöð 2 svo hann geti uppfyllt óskir lesenda sinna á vefnum www.eirikurjonsson.is um að fá að sjá aftur þessa þætti sem nutu mikilla vinsælda á Stöð 2 fyrir drjúgum áratug.

Ari Edwald, framkvæmdastjóri 365 miðla, kannaðist ekki við beiðni Eiríks þegar Fréttatíminn

leitaði viðbragða hans en sagðist þó muna eftir þáttunum. Ari vísaði á sjónvarpsstjórann

Pálma Guðmundsson. Pálmi segist eiga eftir að fara yfir málið með forstjóranum en benti á að ósk Eiríks sé umfangs-meiri en blaðamaðurinn ef til vill geri sér grein fyrir þar sem að Stöð 2 gæfi ákveðið fordæmi með því að láta Eiríki þættina eftir.

Umfangsmikil bón

46 dægurmál Helgin 3.-5. ágúst 2012

Page 47: 3. ágúst 2012

J. Frank Michelsen úrsmíðameistari,

stofnandi Michelsen úrsmiða, á kontór

sínum á Sauðárkróki, ca. árið 1920.

Laugavegi 15 - 101 Reykjavík - sími 511 1900 - www.michelsen.is

Úrsmiðir síðan 1909Í fjórar kynslóðir hafa Michelsen úrsmiðir þjónustað Íslendinga af þeirri sérþekkingu og hæfni sem reynslan hefur kennt þeim og gengið hefur áfram innan fjölskyldunnar, mann fram af manni, kynslóð eftir kynslóð. Í tilefni 100 ára afmælis Michelsen úrsmiða árið 2009 voru Michelsen úr endurvakin eftir 70 ára hlé.

Reykjavík 64°N/22°W. Vandað mekanískt sjálfvinduúrverk, 316L stálkassi með rispufríu safírgleri. Svört, steingrá eða silfurlit skífa og 15 mismunandi handgerðar leðurólar í boði.Úrin eru sérframleidd í númeruðu og takmörkuðu upplagi.

Page 48: 3. ágúst 2012

HELGARBLAÐ

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 [email protected] www.frettatiminn.is

Hrósið...... fær Ragna Ingólfsdóttir fyrir frábæra frammistöðu á ólympíuleikunum í London. Ragna varð fyrst íslenskra kvenna til að vinna leik í badminton á ólympíuleikum en féll úr leik eftir hetjulega baráttu í úrslitaleik um að komast í 16-manna úrslitin. Í kjölfarið tilkynnti hún að hún væri hætt keppni.

Steikhús verður bakaríHið veglega Austur steikhús, sem var til húsa í Austurstræti 7, hefur lagt upp laupana. Á dögunum var opnað þar The Muffin Bakery sem áður var rekið í Kópavogi. Eins og nafnið gefur til kynna eru þar seldar múffur af ýmsum gerðum auk gæðakaffis. Skemmtistaðurinn Austur, sem fjölmiðlamaðurinn Ásgeir Kolbeinsson stýrir, lifir þó enn í sama húsnæði. Hann er opinn fimmtudags-, föstudags- og laugardagskvöld.

Innipúkinn á sínum staðÓfáir leggja land undir fót um verslunarmannahelgina en alltaf er nóg af fólki sem vill skemmta sér í miðborg Reykjavíkur. Tónlist-arhátíðin Innipúkinn verður haldin í ellefta sinn um helgina í Iðnó. Aðalnúmerið í ár er dúettinn Þú og ég en auk þess má berja augum sjóðheita listamenn á borð við Ás-geir Trausta, Lay Low og Jónas

Sigurðsson. Meðal hljómsveita sem troða upp eru Tilbury, Prins

póló, Dr. Gunni og Mammút.

Miðasala fer fram á Miði.

is en þar má einnig nálgast frekari upplýs-ingar.

Nú aðeins kr. 19900

Flottur pakki hjá MugisonTónlistarmaður-inn Örn Elías Guðmunds-son, Mugison, hefur gert það gott síðustu misserin. Síðasta plata hans, Haglél, seldist í bílförmum og nú, þegar innlendi markaðurinn er að líkindum mettur, er herjað á erlenda ferðamenn. Mugison og félagar í dreifingarfyrirtækinu Kongó bjóða nú fimm plötur hans saman í pakka (auk Hagléls eru það Lonely Mountain, Mugimama, Mugiboogie og Ítrekun) og verðið er ekkert til að kvarta yfir, litlar 3.500 krónur. Pakkinn fæst nú í Kongó við Nýlendugötu og í 12 Tónum.

ALLT FYRIR SVEFNINN!

Plus T10 yfirdýnaEggjabakkalöguð yfirdýna úr svampi sem

eykur þægindi og vellíðan. Þykkt: 5 sm.

90 x 200 sm. 4.995140 x 200 sm. 6.995

PLUSÞÆGINDI& GÆÐI

JErsEy TEygJulökMjög góð teygjulök. Efni: 100% bómull. Nokkrir litir.

Ath. sumir litir eru ekki fáanlegir í öllum stærðum.

Dýpt í öllum stærðum:45 sm. Stærðir:

90 x 200 sm. 1.995120 x 200 sm. 2.295140 x 200 sm. 2.495180 x 200 sm. 2.995

VERÐ FRÁ:

1.995

STÆRÐ: 90 X 200 SM.

4.995

HøiE uniquEsæng og koddi

Vönduð thermosæng fyllt með 2 x 600 gr. af holtrefjum. Stærð:

140 x 200 sm. Koddinn erfylltur með 500 gr. af hol-

trefjum. Stærð: 50 x 70 sm. Sængurtaska fylgir.

SÆNG + KODDI

9.995SÆNG OG KODDI

TrinE gEsTarúmGóð lausn er gest ber að garði.

5 sm. þykk svampdýna. Stærð: B80 x L193 sm.

GESTARÚM

7.495

VElour ComforT gEsTarúmSniðug lausn fyrir þá sem þurfa að taka á

móti gestum en hafa lítið pláss. Auðveldara getur þetta ekki verið! Vindsæng með inn-

byggðri rafmagnspumpu. Taska fylgir. Stærð: B157 x L203 x H47 sm.

GESTARÚM

9.995

FRÁBÆRT VERÐ!

Hulda sængurVErasETTStærð: 140 x 200 sm. ogkoddaver 50 x 70 sm.Efni: 100% bómull.Lokast að neðanmeð tölum.

www.rumfatalagerinn.is

SÆNGURVERASETT

2.995