40

2014 Reykjavik International Games

Embed Size (px)

DESCRIPTION

The magazine of the 2014 Reykjavik International Games.

Citation preview

Page 1: 2014 Reykjavik International Games
Page 2: 2014 Reykjavik International Games

Nánari upplýsingar á:facebook.com/toppur

SLÖKKTU MEIRAEN ÞINN

EIGIN ÞORSTA

Í hvert skipti sem þú kaupir flösku af Toppi, gefur þú 3 LÍTRA af hreinu vatni til Afríku.

Topp

ur is

a re

gist

ered

trad

emar

k of

The

Coc

a-C

ola

Com

pany

© 2

013.

1 TOPPUR3 LÍTRAR AF VATNI TIL AFRÍKU

Page 3: 2014 Reykjavik International Games

Sund / SwimmingSundlaugarpartí / Pool party

Þríþaut / TriathlonLaugardalslaug

/ Swimming Pool

Skylmingar / FencingSkylmingamiðstöð

National Stadium

Hátíðardagskrá / RIG CeremonyBroadway

Listhlaup / Figure SkatingSkautahöll

/ Skating Hall

Badminton / BadmintonBorðtennis / Table tennis

TBR við Glæsibæ / TBR

Valley of Sports

Skvass / SquashVeggsport

Taekwondo / TaekwondoFram / Sports Hall

Karate / KarateVíkin / Sports Hall

Bogfimi / ArcheryÍFR /Sports Hall

Hátíðardagskrá / RIG Ceremony Fimleikar / Gymnastics

Frjálsar íþróttir / AthleticsDans / Dancing

Júdó / JudoTaekwondo / Taekwondo

Kraftlyftingar / PowerliftingLaugardalshöll

/ Sports Hall

Keila / BowlingEgilshöllin / Bowling Hall

Hjólasprettur / Uphill duelSkólavörðustígur

Opnunarhátíð / Opening CeremonySkíði / Alpine Skiing

Bláfjöll / Ski Resort

Lyftingar / Weightlifting Crossfit Reykjavík

Page 4: 2014 Reykjavik International Games

4

Dagskrá - Schedule JANUARY 17-19Viðburður / Event Staðsetning / Venue 17. jan. 18. jan. 19. jan. Opnunarhátíð / Opening Ceremony Bláfjöll / Ski resort 16:00 -18:00

Badminton yngri / Badminton juniors TBR við Glæsibæ / TBR 09:00 -17:00 09:00 -15:30

Dans / Dance Laugardalshöll / Sports Hall 10:30 -19:00 10:30 -17:00

21:00 -22:00

Frjálsar íþróttir / Athletics Laugardalshöll / Sports Hall 13:00 -15:00

Kraftlyftingar / Powerlifting Laugardalshöll / Sports Hall 11:00 -15:00

Skíði / Alpine Skiing Bláfjöll / Ski resort 16:00 -18:00 13:00 -16:00

Sund fatlaðra / Swimming for disabled Laugardalslaug / Swimming Pool 12:00 -16:00 12:00 -16:00 12:00 -16:00

Sund / Swimming Laugardalslaug / Swimming Pool 16:00- 19:00 09:00 -12:00 09:00 -12:00 16:00 -18:00 16:00 -18:00

Taekwondo / Taekwondo Fram / Sports Hall 10:00 -16:00 10:00 -16:00

Hátíðardagskrá / RIG Ceremony Laugardalshöll / Sports Hall 19:30 -23:00

RáðstefnaÍþróttabandalag Reykjavíkur, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands ásamt Háskólan-um í Reykjavík standa að íþróttaráðstefnu í tilefni af Reykjavíkurleikunum, mánudaginn20. janúar og miðvikudaginn 22. janúar.

Hátíðir og afþreyingHátíðardagskrár verða í Laugardalshöllinni sunnudaginn 19. janúar og á Broadway sunnudaginn 26. janúar. Að lokinni hátíðardagskrá með borðhaldi, veitinguviðurkenninga og sýningu íþróttafólks mun vera slegið upp balli með Bogomil Font, Tómasi R og félögum í Laugardalshöllinni en á Broadway mun Retro Stefson halda uppi fjörinu. Frítt inn eftir kl. 20:30.

Fjöldi áhugaverðra erlendra sem innlendra fyrirlesara munu flytja erindi um afreksþjálfun. Fyrirlestrarnir fara ýmist fram á ensku eða íslensku. Ráðstefnan mun standa frá kl. 17-21. Frekari upplýsingar http://rig.is/lectures

„RIGGAROBB“Opnunarhátíð og blaðamannafundur Reykjvavíkurleik-anna fer fram á skíðasvæðinu í Bláfjöllum föstudaginn17. janúar kl. 16.Keppt verður á snjóbrettum og í samhliða svigi.Boðið verður upp á heitt súkkulaði auk þess sem plötu-snúður mun sjá til þess að halda uppi hitastiginuá svæðinu! Mikið fjör, sprengjur og læti.

Page 5: 2014 Reykjavik International Games

5

Dagskrá - Schedule JANUARY 23-26Viðburður / Event Staðsetning/Venue 23. jan 24. jan. 25. jan. 26. jan. Sundlaugarpartí / Pool party Laugardalslaug / Swimming pool 19:00 - 22:00

Badminton / Badminton TBR 13:00 -16:00 09:00 -21:00 10:00 -13:30 10:00 -14:00 15:30 - 19:00

Bogfimi / Archery ÍFR / Sports Hall 10:00 -18:00 Borðtennis / Table tennis TBR 15:00 -19:00

Fimleikar / Gymnastics Laugardalshöll / Sports Hall 10:00 -16:00

Hjólasprettur / Uphill duel Skólavörðustígur 19:00 -21:00

Júdó / Judo Laugardalshöll / Sports Hall 10:00 -17:00

Karate / Karate Víkin / Sports Hall 10:00 -18:00

Keila / Bowling Egilshöll / Bowling Alley 17:30 -20:00 09:00 -12:00 10:00 -12:30 13:30 -16:00 13:30 -18:00

Listskautar / Figure skating Skautahöll / Skating Hall 08:00 - 16:00 08:00 - 13:00

Lyftingar / Weightlifting Crossfit Reykjavík 10:00 - 15:00

Skvass / Squash Veggsport 10:00 -17.00 10:00 -14:00

Skylmingar / Fencing Skylmingamiðstöð/ National Stadium 10:00 -17:00 10:00 -16:00

Þríþraut / Triathlon Laugardalslaug / Swimming Pool 14:00 -16:00

Hátíðardagskrá / RIG Ceremony Broadway 19:00 -23:00

OfurmannakeppniSundlaugarpartí verður í Laugardalslauginni laugardaginn 25. janúar kl. 19-22. Samhliða því fer fram ofurmannakeppni þar sem að fjögurra manna lið etja kappi í þremur

keppnisgreinum: reiptogi, koddaslag og kuldapolli. Plötusnúður mun halda uppi fjörinu. Að venju munu samstarfsaðilar RIG gefa veglega vinninga. Allir velkomnir, skráning á staðnum!

Page 6: 2014 Reykjavik International Games

6

Verið innilega velkomin á sjöundu alþjóðlegu Reykjavíkurleikana hér í Laugardalnum.

Í Reykjavík fögnum við margbreytileika mannlífsins og þess vegna er sérstaklega ánægjulegt fyrir okkur að geta tekið á móti skemmtilegum gestum víðs vegar að úr heiminum. Á Reykjavíkurleikunum kemur saman íþróttafólk frá mörgum ólíkum löndum, fatlað og ófatlað, karlar og konur, til að keppa sín á milli í fjölmörgum íþróttagreinum. Margar íþróttagreinarnar eru óhefðbundnar og ýmislegt er öðruvísi en almennt er á íþróttaviðburðum. Leitast er við að sameina íþróttir, fræðslu, listgreinar og lífsgleði með áhrifamiklum hætti og verður árið í ár engin undantekning.

Reykjavík státar af hæfileikaríku íþróttafólki og glæsilegum íþrótta-mannvirkjum og ég er stoltur af hvoru tveggja. Sem borgarstjóri hef ég notið þess að fá að kynnast þeirri miklu grósku sem einkennir íþróttalífið í borginni. Á mótum skín einbeitingin úr augum keppenda og við sjáum oft að meðan íþróttafólkið er að gera sig klárt þá eru þau að undirbúa sig í huganum og jafnvel að lifa andartakið áður en þau keppa. Einbeiting, vilji og agi haldast í hendur svo takmarkinu verði náð. Þó má ekki gleyma leikgleðinni því þegar öllu er á botninn hvolft er hún mikilvægust af öllu.

Ég hef oft sagt að borgin okkar eigi að vera skemmtileg – og Reykja-víkurleikarnir eru eitt af því sem gerir hana skemmtilega. Ég býð ykkur hjartanlega velkomin til Reykjavíkur og óska ykkur öllum góðs gengis – og skemmtunar!

Jón Gnarrborgarstjóri í Reykjavík

Kæru gestir

Dear guestsYou are most welcome to the seventh annual Reykjavik International Games in Laugardalur.

In Reykjavik we welcome the diversity of humanity and it is enjoy-able for us to be able to have good guests from all around the world. At the Reykjavik International Games athletes from Iceland and many other countries get together, both sexes, all ages and disabled athletes and compete in numerous different types of sports. The participants are not the only ones that are diverse, the Games have been different from other sports events, it is a mixture of sports, art, education and pure fun and this year is no exception.

In Reykjavík we have talented athletes and elegant sports facili-ties which I’m really proud of. As a mayor I´ve had the pleasure of discovering the great growth that characterizes the sporting life in the city. At tournaments you can see very focused athletes prepar-ing themselves mentally and even living the moment before they compete. Determination, will and discipline helps them to reach their goals. But we must not forget the joy of playing because that is the most important ingredience.

I have often said that our city should be fun and the Reykjavik Inter-national Games is one of the things that makes it fun. I bid you wel-come to Reykjavík and wish you all good luck - and have great fun!

Jón GnarrMayor of Reykjavík

Efnisyfirlit / Contents3 Kort / Map of Laugardalur

4 Dagskrá

/ Preliminary Schedule

6 Borgarstjóri / Mayor of

Reykjavik

7 Forseti ÍSÍ / Formaður ÍBR

8 Reykjavík International Games

9 Badminton yngri

/ Badminton junior

10 Dans / Dance

11 Frjálsar íþróttir / Athletics

12 Kraftlyftingar / Powerlifting

14 Skíði / Skiing

15 Sund / Swimming

16 Sund fatlaðra

/ Swimming for disabled

17 Taekwondo / Taekwondo

20 Badminton /Badminton

22 Bogfimi / Archery

23 Borðtennis / Table tennis

24 Fimleikar / Gymnastics

26 Hjólasprettur

/ Uphill Duel

27 Júdó / Judo

28 Karate / Karate

30 Keila / Bowling

31 Listhlaup á skautum

/ Figure Skating

32 Lyftingar / Weightlifting

33 Skylmingar / Fencing

34 Skvass / Squash

32 Katherine Bak

35 Þríþraut / Triathlon

36 Harwey S. Newton

36 Hanna Rún Óladóttir

38 Ólafur E. Rafnsson

Page 7: 2014 Reykjavik International Games

Það eru fáar þjóðir sem taka jafnmikinn þátt í íþróttum og við Íslendingar og það á sérstaklega við hér í Reykjavík. Hér hefur verið lögð megin-áhersla á að byggja upp öflugt barna- og unglingastarf í íþróttafélögum borgarinnar og það hefur vegið þungt í þeim miklu afrekum sem við höfum unnið í íþróttum um heim allan á undanförnum árum. Það er eftir því tekið um allan heim þegar lítil þjóð nær jafn góðum árangri og raun ber vitni og þá spyrja menn sig hvað er það sem veldur. Ég tel að íþrótta-félögin hafi með sínu kröftuga starfi og öflugu þjálfurum gert þetta að veruleika, en því má ekki gleyma að íþróttafélögin eru rekin af almennum borgurum í sjálfboðaliðastarfi, foreldrum sem vilja efla þetta starf fyrir börn sín. En það eru auðvitað fleiri sem koma að eins og stjórnmálamenn sem hafa staðið að uppbyggingu mannvirkja og aðstoðað við rekstur.

Eftir hrun hefur þó dregið úr uppbyggingu og íþróttahreyfingin hefur tekið á málum faglega með það að leiðarljósi að verja barna- og unglingastarfið og aðstoðina við afreksstarf eins og hægt er með því að efla sjálfboðaliðsstarfið enn frekar. Síðastliðin fjögur ár hefur verið skorið niður til uppbyggingar mannvirkja og reksturs til að bregðast við efna-hagkreppunni og því er staðan sú að mannvirki eru farin að láta verulega á sjá vegna viðhaldsskorts og þörf fyrir nýja aðstöðu að verða vandamál í mörgum hverfum borgarinnar. En nú er landið að rísa, hagvöxtur fram-undan og bjartsýni hjá þjóðinni og það verður verkefni okkar til næstu ára að nýta þann kraft og vöxt til að hefja á ný uppbyggingu nýrra mann-virkja og bæta rekstur til þess að ná betri árangri á afrekssviðinu auk þess að tryggja það að allir borgarbúar undir 18 ára aldri eigi þess kost að stunda íþróttir í sínu hverfi.

Reykjavík er íþróttaborg og að því ber að hlúa. Íþróttaborgin er ekki bara til þess að efla heilsu barna og unglinga eða til að vinna glæsta sigra á erlendri grund, hún er líka landkynning og eflir tekjur þjóðarbúsins með sínu kröftuga starfi.

Ég óska ykkur öllum sem nú takið þátt í RIG 2014 hvort sem er sem íþróttamenn, þjálfarar, skipuleggjendur eða gestir góðs gengis og góðrar skemmtunar á leikunum.

Ingvar SverrissonFormaður Íþróttabandalags Reykjavíkur

Reykjavík er íþróttaborgÍþróttir hafa fylgt manninum frá örófi alda og keppnisandinn virðist okkur í blóð borinn. Þannig geymir sagan árþúsunda gamlar sagnir af því er menn etja kappi í hinum ýmsu íþróttum. Tilgangurinn var sá sami þá og nú; að reyna getu sína við nýja mótherja, upplifa og læra í samfélagi þeirra sem stunda sömu íþrótt. Þannig varð skipu-lagt íþróttastarf til, innan héraða, svæða, landa, álfa og heimsins alls. Íþróttastarf, í þeirri mynd sem við þekkjum það er í raun kerfi sem við höfum komið okkur upp til að koma til móts við þessar þarfir íþróttamannsins.

Hér á Íslandi þekkjum við það vandamál að erfitt getur stundum verið að nálgast verðuga keppinauta í íþróttum. Strjálbýlið og erfiðar samgöngur hafa um langa tíð torveldað samskipti landsmanna, svo ekki sé minnst á afskekkta og einangraða legu landsins sjálfs. Nú eru hins vegar breyttir tímar. Nú keppa menn nánast daglega landshorna á milli og á síðustu árum hafa alþjóðleg samskipti okkar íþróttafólks aukist gríðarlega og sér ekki fyrir endann á þeirri þróun.

Ennfremur erum við Íslendingar nú farnir að marka spor í alþjóðlegu mótahaldi. Þar má fyrst nefna Reykjavíkurmaraþonið sem hefur dregið til sín vaxandi fjölda þátttakenda víða að úr heiminum. Fyrir 30 árum tóku 214 keppendur þátt í fyrsta Reykjavíkurmaraþoninu. Á árinu 2013 voru öll met slegin en þá tóku 14.242 þátt í hlaupinu. Þar af voru erlendir þátttakendur 2.222. Það má því með sanni segja að Reykjavíkurmaraþon sé orðið stórviðburður jafnvel á alþjóðlegan mælikvarða.

Reykjavíkurleikarnir feta sömu slóð. Á árinu 2013 voru þátttkendur 2.400, þar af 400 erlendis frá. Mikilvægi þess að halda hér á landi alþjóðleg íþróttamót er mjög mikið fyrir íþróttir á Íslandi. Það gefur íslensku íþróttafólki tækifæri til að keppa við erlenda mótherja og eykur það bæði áhuga og árangur okkar fólks. Það er augljóst að við gætum aldrei veitt 2.000 íslenskum keppendum tækifæri til slíkrar þátttöku og reynslu nema vegna þess að mótið er haldið hér á landi.Reykjavíkurleikarnir eru því þegar orðnir stórviðburður fyrir íslenskt íþróttafólk og án efa einnig í huga þeirra fjölmörgu erlendu íþrótta-manna sem sjá sér hag í því að taka þátt. Fyrir það erum við þakklát. Látum þetta verkefni verða okkur hvatning til frekara alþjóðlegs mótahalds hér á landi.

Fyrir hönd Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands vil ég óska móts-höldurum og öllum keppendum á Reykjavík International Games góðs gengis og skemmtilegrar upplifunar á leikunum.

Lárus L. Blöndalforseti ÍSÍ

Íþróttir efla alla dáð

7

Page 8: 2014 Reykjavik International Games

8

Alþjóðlegu Reykjavíkurleikarnir17. – 26. janúar 2014Reykjavík International Games eða Alþjóðlegu Reykjavíkurleikarnir eru nú haldnir í sjöunda sinn en þeir eru haldnir árlega í janúar. Á leikunum er keppt í nítján íþróttagreinum og fer keppnin að mestu fram í Laugar-dalnum auk þess sem keppt er í hjólaspretti á Skólavörðustígnum og á skíðum í Bláfjöllum. Tilgangur leikanna er að auka samkeppnishæfni íslenskra keppenda og draga úr ferðakostnaði þeirra með því að fá sterka erlenda keppendur til leiks. Í ár eru keppendur á þriðja þúsundið og erlendir gestir eru um fjögur hundruð auk þess sem aragrúi sjálfboðaliða vinnur að skipulagi og framkvæmd mótsins.

Hugmyndin um leikana sprettur annarsvegar af frumkvæði forráða-manna Frjálsíþróttadeildar ÍR og Sundfélagsins Ægis sem höfðu haldið alþjóðleg mót í janúar um tveggja áratuga skeið en hinsvegar af þeirri reynslu sem varð til hjá Íþróttabandalagi Reykjavíkur þegar haldnir voru velheppnaðir Alþjóðaleikar ungmenna 2007 (International Children´s Games) í Reykjavík. Nú er keppt í badminton, bogfimi, borðtennis, dansi, fimleikum, frjálsum íþróttum, hjólreiðum, júdó, karate, keilu, kraftlyftingum, listhlaupi á skautum, lyftingum, skíðaíþróttum, skvassi, skylmingum, sundi, taekwondo og þríþraut og taka fatlaðir íþróttamenn þátt í þremur greinum. Í fyrsta sinn verður kynning á ýmsum jaðargrei-num á leikunum.

Undirbúningshópur með fulltrúa frá hverri íþróttagrein starfar allt árið en einstakir mótshlutar eru á ábyrgð einstaka félaga, sérráða og sérsam-banda ÍSÍ. Daglegt starf er í höndum fimm manna framkvæmdastjórnar en hana skipa að þessu sinni Gústaf A. Hjaltason, sem er formaður, Bjarnveig Guðjónsdóttir, Kjartan Ásmundsson, Jón Þór Ólason og Vilhelm Patrick Bernhöft.

Alþjóðlegu Reykjavíkurleikarnir eru haldnir með stuðningi Reykjavíkur-borgar en opinber bakhjarl RIG í ár er Síminn, Icelandair styrkir erlenda keppendur.

Hátíðir og afþreyingÍ ár verða Reykjavíkurleikarnir settir á skíðasvæðinu í Bláfjöllumföstudaginn 17. janúar. Fyrri hátíðardagskráin verður í Laugardalshöll-inni sunnudaginn 19. janúar með borðhaldi, veitingu viðurkenninga, sýningu íþróttafólks og gala-danskeppni, sem er í fyrsta sinn hluti af hátíðadagskránni en henni lýkur með því að Bogomil Font, Tómas R. Einarsson og félagar leika fyrir dansi. Sundlaugarpartí og ofurmanna-keppni verður í Laugardalslauginni laugardaginn 25. janúar en síðari hátíðardagskráin verður á Broadway sunnudaginn 26. janúar með borðhaldi, veitingu viðurkenninga, sýningu íþróttafólks og dansleik með Retro Stefson.

RáðstefnaÍþróttabandalag Reykjavíkur og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands standa fyrir ráðstefnu um afreksþjálfun íþróttamanna í samstarfi við Háskólann í Reykjavík dagana 20. og 22. janúar. Fluttir verða tíu fyrirlestrar um afreksþjálfun og eru fyrirlestrarnir á ensku eða íslensku. Erlendu fyrirlesararnir eru þeir Dietmar Chounard landsliðsþjálfari

þýska frjálsíþróttasambandsins, Jesper Frigast Larsen frá danska íþrótta og Ólympíusambandinu, Patrick O´Neill frá bandaríska listskautasam-bandinu og Peter Gade, einn sigursælasti badmintonspilari síðustu ára. Íslensku fyrirlesararnir eru Andri Stefánsson, Kjartan Freyr Ásmunds-son, dr. Viðar Halldórsson, Vésteinn Hafsteinsson, Björn S. Gunnarsson, Þráinn Hafsteinsson, Hörður Gunnarsson, Gunnar Páll Jóakimsson og Björn Björnsson.

Reykjavík International Games17th – 26th January 2014

The Reykjavík International Games are now held for the seventh time. At the games athletes compete in nineteen different sports categories: Archery, badminton, bowling, cycling, dance, fencing, figure skating, gymnastics, judo, karate, olympic weightlifting, power lifting, skiing, squash, swimming, table tennis, taekwondo, track and field and triathlon with disabled athletes competing in three categories. The tournaments mostly take place in Reykjavik´s Sports Centre in Laugardalur in Janu-ary every year. The purpose of the games is to provide Icelandic athletes with the challenge of competing with strong foreign athletes. This year more than 2000 athletes participate, the foreign guests are around 400 and many volunteer workers help to make the event run smoothly.

Ceremonies and entertainmentThe opening of Reykjavík International Games will be at the ski area in Bláfjöll on Friday the 17th of January. There will be two ceremonies on the Sundays, the first will be in the Laugardalur Sports Hall on Sunday the 19th of January and the second at the Restaurant Broadway on Sunday the 26th. The ceremonies will consist of a banquet with handing out special prizes for best results in each category of sport and as usual of a theatrical show where the athletes will participate, followed by a ball. At Laugardalur Sports Hall there will there will also be a gala dance competition and a latin band playing but at Broadway the popular band Retro Stefson will play. On Saturday the 25th there will be a pool party in Laugardalur swimming pool.

ConferenceThe Reykjavik Sports Union and the National Olympic and Sports Association of Iceland organize a conference in collaboration with the Reykjavik University on the topic of elite training of athletes. The con-ference is on the 20th and 22th of January and the lectures are in English or in Icelandic. Lectures in English will be given by Dietmar Chounard, a German national coach in track and field, Jesper Frigast Larsen from the Danish Sport Federation, Patrick O´Neill from US Professional Skat-ers Association and the successful Danish badminton player Peter Gade. Icelandic lecturers will be Andri Stefánsson, Kjartan Freyr Ásmundsson, dr. Viðar Halldórsson, Vésteinn Hafsteinsson, Björn S. Gunnarsson, Þráinn Hafsteinsson, Hörður Gunnarsson, Gunnar Páll Jóakimsson og Björn Björnsson.

Page 9: 2014 Reykjavik International Games

9

Tennis- and Badminton Club of Reykjavík is the organizer of the junior badminton event of the Reykjavik International Games. This badminton tournament is for all junior age groups; U-13, U-15, U-17 and U-19. Players can enter all categories; singles, doubles and mixed doubles.

The event starts on Saturday the 18th of January and continues on Sunday the 19th with semi-finals and finals. The tournament will be held at TBR badmintonhall at Gnoðarvogur 1. The hall is a badmin-ton hall only, with 12 courts on a wooden floor, that match the best badminton halls in the world.

BadmintonTBR 18. Jan. 9 - 17 and 19. Jan. 9 - 15.30

Tennis- og badminton félag Reykjavíkur eða TBR skipuleggur og heldur sitt árlega unglingameistaramót í tengslum við Reykjavík International Games. Mótið er haldið fyrir keppendur í unglingaflokk-um sem eru skilgreindir sem U-13, U-15, U-17 og U-19. Leikmönn-um er heimilt að keppa í einliðaleik, tvíliðaleik og tvenndarleik.

Keppni hefst laugardaginn 18. janúar og stefnt er að því að leika fram í undanúrslit í öllum flokkum og greinum. Undanúrslit hefjast svo á sunnudagsmorgni og á eftir fylgja úrslitaleikir. Keppt verður í stóra sal TBR við Gnoðarvog 1 sem er eingöngu badmintonhús og þykir hið glæsilegasta á alþjóðamælikvarða en í húsinu eru 12 badminton-vellir á trégólfi.

BadmintonTBR 18. jan. kl. 9 - 17 og 19. jan. kl. 9 - 15:30

Skipuleggjandi / Event managerSigfús Ægir Arnarson [email protected]

Badminton á rætur sínar að rekja aftur til miðrar 18. aldar Breska-Indlands, þar sem íþróttin var búin til af breskum hermönnum sem voru þá staðsettir þar.

The beginning of Badminton can be traced to mid-18th century British India, where it was created by British military officers stationed there.

Page 10: 2014 Reykjavik International Games

10

DanceLaugardalshöll Sports Hall 18. Jan. 10:30 - 19and 19. Jan. 10:30 - 17 and 21 - 22

Dansíþróttasamband Íslands mun standa fyrir fjórum danskeppnum á RIG, RIG keppni fyrir þá sem styttra eru komnir, Íslandsmeistaramóti í latin dönsum með frjálsri aðferð, Bikarmóti í standard dönsum með frjálsri aðferð og WDSF sem er alþjóðlegt stigamót fyrir fullorðna. Íslandsmeistaramótið í latin dönsum er eitt þýðingarmesta mótið fyrir okkar elstu dansara því á þessu móti vinna þeir sér inn keppnisrétt á Heimsmeistaramótum víða um heim árið 2014. RIG WDSF keppnin er alþjóðlegt stigamót og væntir DSÍ fjölda erlendra para á þá keppni, enda gefur þessi keppni bæði stig á stigalista WDSF Alþjóðlega dansíþróttasambandsins og peningaverðlaun. Þessi keppni fer fram á sunnudagskvöldinu undir borðhaldi og er um að ræða Galakeppni. Það verða sjö erlendir dómarar, frá 7 löndum, sem dæma alla helgina en á alþjóðlegu keppninni verða dómararnir níu, keppnisstjórinn kemur einnig erlendis frá.

There will be four dance competitions during the weekend organized by the Icelandic Dance Sport Federation. The main event is the RIG WDSF International Latin Open, which will be held on Sunday eve-ning. During Saturday and Sunday there will be RIG competitions for all ages, but as always the competition starts with the youngest. There will be 7 international WDSF adjudcators judging the dancing this weekend along with an international chairman. The last few years, couples from several countries have participated in the RIG event, but this year couples from even more countries are expected, some ranked at the top places in their countries and even in the world and of course many couples from Iceland.

Skipuleggjandi / Event managerDansíþróttasamband Íslands, Jón Eiríksson [email protected]

Samkvæmisdans er ung keppnisgrein á Íslandi en fyrsta Íslands-meistaramótið var haldið árið 1986. Árið 2000 varð íslenskt par þau Adam Reeve og Karen Björk Björgvinsdóttir Reeve Evrópumeistarar í flokki atvinnumanna í 10 dönsum og 2003 urðu þau heimsmeist-arar í sömu grein.

The first Icelandic Dance Championship was in 1986 but in the year 2000 the Icelandic couple Adam Reeve and Karen Björk Björgvinsdóttir Reeve won the European Championship in 10 Dances and in 2003 they became World Champions

DansLaugardalshöll 18. jan. kl. 10:30 - 19 og 19. jan. kl.10:30 - 17 og 21 - 22

Page 11: 2014 Reykjavik International Games

11

AthleticsLaugardshöll Sports Arena, 19. Jan. 13 - 15

Frjálsar íþróttirLaugardalshöll 19. jan. kl. 13 - 15Frjálsíþróttamót Reykjavík International Games eða RIG eins og það er nefnt í daglegu tali er sprottið út frá vígslumóti Frjálsíþróttahall-arinnar í Laugardalnum árið 2006. Engum dylst sú mikla breyting sem Höllin hefur haft í för með sér á aðstöðu til iðkunar frjálsíþrótta í landinu.

Nú er RIG orðið alþjóðlegt fjölgreina íþróttamót með mikilli erlendri þátttöku. Markmiðið með RIG er að skapa metnaðarfulla keppni fyrir besta frjálsíþróttafólk Íslands og góða skemmtun fyrir áhorfendur í leiðinni. Boðið hefur verið til leiks erlendu keppnisfólki og til Íslands hafa komið þátttakendur frá öðrum Norðurlöndum, Bretlandi og víða af meginlandi Evrópu og jafnvel frá Karabíska hafinu.

RIG er skilgreint sem EAA Permit mót með staðfestingu frá Frjáls-íþróttasambandi Evrópu (EAA) og er það er í samræmi við stefnu mótshaldara, sem í þetta sinn er Frjálsíþróttasamband Íslands. Mark-miðið er að bæta mótið og gera það öflugra með hverju árinu. Undir-búningsnefnd mótsins skipa þau Benóný Jónsson, formaður, Guðlaug Baldvinsdóttir, mótsstjóri Þórey Edda Elísdóttir og Jónas Egilsson.

The Reykjavík International Games or RIG as they are more com-monly known, have been an international athletic event since 2006 when the initial meeting was held to celebrate the opening of Laugar-dalshöll Sports Arena. Its opening amplified the optimism and stirred up expectations of athletics in the entire country. The arena brought huge improvements in track and field which resulted in an almost twofold increase in the annual count of new national records over the previous years. Over the years athletes from other Nordic countries, Europe and even as far as the Caribbean have elevated the meeting with their participation.

The aim of the meeting has been to create opportunities for Icelandic athletes for a competitive forum on their home ground. At the same time it’s the hope of the organizers that the audience will enjoy pleas-ant and exciting entertainment. RIG has now the status of a European Athletics Indoor Permit Meeting which reflects the ambitions of the athletics movement in the country to take the next step forward.

Skipuleggjandi / Event managerJónas [email protected]

Íslendingar hafa átt tvo Evrópumeistara í frjálsum íþróttum innan-húss. Hreinn Halldórsson varð Evrópumeistari í kúluvarpi árið 1977 og Vala Flosadóttir varð Evrópumeistari í stangarstökki árið 1996

Hreinn Halldórsson won the European Indoor Championship in shot put 1977 and Vala Flosadóttir won the European Indoor Championship in pole vault 1996

Page 12: 2014 Reykjavik International Games

12

PowerliftingSports Hall 18. Jan. 11 - 15

KraftlyftingarLaugardalshöll 18. janúar kl. 11 - 15

ÍSÍ stofnaði sérsamband um kraftlyftingar í apríl 2010 og hefur íþróttin verið á dagskrá RIG síðan 2011. Að þessu sinni standa mörg kraftlyftingafélög að mótahaldi og skipta með sér verkum undir stjórn sérsambandsins. Áhugi á kraftlyftingum er sífellt að aukast, bæði hjá konum og körlum og íslenskir keppendur hafa látið til sín taka á alþjóðamótum undanfarin ár.

Á leikunum í ár verður keppt í bekkpressu og er mótið jafnframt opið Íslandsmeistaramót í bekkpressu 2014. Sterkasta kraftlyftingafólk Íslands mun berjast um titlana í hinum ýmsu þyngdarflokkum karla og kvenna. Auk þess verður keppt um stigaverðlaun einstaklinga og liða. Tveir gestakeppendur á heimsmælikvarða hafa þegið boð um að vera með. Þau heita Inger Blikra og Kjell Egil Bakkelund og koma bæði frá Noregi. Inger Blikra er goðsögn í lifanda lífi. Hún hefur stigið á verðlaunapall oftar en 100 sinnum á alþjóðamótum og unnið sér sæti í IPF Hall-of-Fame, en það er mesti heiður sem kraftlyftingamanni getur hlotnast. Kjell Egil Bakkelund er heimsmeistari í -83 kg flokki og var silfurverðlaunahafi á World Games 2013, en það er sterkasta kraftlyftingamót heims og haldið á fjögurra ára fresti. Í bekkpressu á hann best 258 kg, en það var heimsmet í greininni á þeim tíma.

The Icelandic Powerlifting Federation was founded in April 2010, and the sport has been represented in the Reykjavík International Games since 2011. Public interest in the sport and the number of ac-tive participants is steadily increasing, both among men and women, and Icelandic competitors have been successful in international competitions in recent years.

This year, the Open Icelandic Championship in Bench Press 2014 will be held in conjunction with RIG. The strongest bench pressers in the country, both men and women, will compete for the medals in various weight categories, as well as for the overall victory on Wilks-points, both individually and for teams.

Among those competing for the overall victory are Inger Blikra and Kjell Egil Bakkelund, top international athletes from Norway. Inger Blikra´s name is known to everyone in the powerlifting world. She has been awarded a place in IPF Hall-of-Fame and has won more than 100 medals in international championships. Kjell Egil Bak-kelund is the reigning world champion in -83 kg category and was silver medalist at the World Games 2013. He has a personal best of 258,0 kg, which was a World Record in bench press at that time. The audience can expect a spectacular and exciting competition in the Sports Hall in Reykjavík.

Skipuleggjandi / Event managerGry Ek [email protected]

Kraftlyftingar voru fyrst stundaðar á Íslandi í kringum 1960 og þá sem grunnþjálfun frjálsíþróttamanna. Fyrsta mótið fór fram 1965 og var það liðakeppni milli Ármanns og KR. Kraftlyftingasamband Íslands var stofnað 15. apríl 2010. Í dag eru 15 skráð kraftlyftinga-félög í landinu og skráðir iðkendur rúmlega 900.

The Icelandic Powerlifting Federation was founded in 2010. Today there are 15 clubs around the country and more than 900 registered members.

Page 13: 2014 Reykjavik International Games

ANCHORAGE

SEATTLE

VANCOUVER

GENEVA

DENVER

MINNEAPOLIS / ST. PAUL

TORONTO

ORLANDO

WASHINGTON D.C. NEW YORKJFK & NEWARK

BOSTONHALIFAX

ICELAND

ST. PETERSBURG

HELSINKI

STOCKHOLM

OSLOGOTHENBURG

COPENHAGEN

BILLUNDHAMBURG

FRANKFURTMUNICH

ZURICH

PARIS

MILAN

BARCELONA

MADRID

TRONDHEIM

BERGEN

BRUSSELSGLASGOWMANCHESTER

STAVANGER

AMSTERDAM

LONDONHEATHROW & GATWICK

EDMONTON

WE BRING YOU CLOSER TO YOUR GOALSFLY ICELANDAIR TO 38 DESTINATIONS IN EUROPE AND NORTH AMERICA

Icelandair is the official airline of Reykjavik International Games

+ www.icelandair.com

Page 14: 2014 Reykjavik International Games

14

SkiingBláfjöll Ski Resort 17. Jan. at 16 & 19. Jan. 13 - 16

SkíðiBláfjöll 17. jan. kl. 16 og 19. jan. kl. 13 - 16

Skíðaráð Reykjavíkur í samvinnu við Skíðasamband Íslands býður í fyrsta skipti til Alþjóðlegu Reykjavíkurleikana. Keppt verður í aldurs-flokknum 14-15 ára og gildir mótið til bikarmótaraðar SKÍ. Keppnin mun fara fram á Skíðasvæðum Höfuðborgarsvæðisins (skidasvaedi.is), sem er í um það bil 40 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík. Keppnishelgina mun SKRR einnig standa fyrir keppni í Skíða-cross og er það í fyrsta skipti sem SKRR stendur að slíkri keppni. Keppnin verður keyrð samhliða keppni í Bretta-cross sem Brettadeild Breiðab-liks stendur fyrir. Opnunarhátíð RIG verður haldin í Bláfjöllum þann 17. janúar en þar verður opin keppni í samhliða svigi og verða undanúrslit og úrslit í beinni útsendingu á RÚV.

The Ski Union of Reykjavík (SKRR) in close cooperation with the Icelandic Ski Association (SKÍ) organize for the first time a ski event as a part of the Reykjavík International Games. The event is for ju-nior racers 2, and competitions will be held at the local Ski Resort, in a 40 minutes drive from Reykjavik (www.skidasvaedi.is). During the racing days SKRR will run an open Ski-cross competition in coopera-tion with Border-Cross competition. This will be the first time SKRR runs a Ski-cross competition.

The RIG Opening Ceremony will be held in Bláfjöll Ski Resort on the 17th of January featuring an open parallel slalom competition with live broadcast of semi finals and finals in the national television. Junior racers 2 and up are welcome.

Skipuleggjandi / Event managerGuðmundur Guðjó[email protected]

Skíði hafa verið notuð á norðurslóðum í árþúsundir og þau elstu fundust í Rússlandi og eru frá 6300-5000 f. Kr. Árið 2004 fannst skíði frá því um 1000 á Suður-Grænlandi sem hefur líklega borist þangað með íslenskum landnemum. Fyrsta skíðakeppnin sem sögur fara af var haldin í Tromsö í Noregi 1843.

The oldest information about skiing is based on archaeological evidence, a wooden ski dating from about 6300-5000 BC was found in Russia. In 2004 a primitive ski, dated back to 1010 was found near Nanortalik in Greenland probably brought by Icelandic settlers. First reported skiing competition was held in Tromsö Norway 1843.

Page 15: 2014 Reykjavik International Games

15

SwimmingSwimming Pool 24. Jan. 16 - 19 & 25. & 26. Jan. 9 - 12 & 16 - 18

SundLaugardalslaug 24. jan. kl. 16-19 og 25. og 26. jan. kl. 9-12 og 16-18Reykjavik International leikarnir (RIG) hafa verið haldnir í Laugar-dalslauginni síðan 1989 og hafa margir erlendir sundmenn komið til Íslands til að taka þátt í leikunum. Þátttakendur hafa verið sundfólk frá Svíþjóð, Noregi, Tékklandi, Danmörku, Þýskalandi, Rússlandi, Finnlandi, Slóvakíu, Bandaríkjunum og Færeyjum.

RIG leikarnir eru haldnir í 50m innilauginni í Laugardalnum, sem var opnuð í janúar 2005 og hafa margir erlendir keppendur lýst yfir mik-illi ánægju með aðstöðuna í Laugardalnum og framkvæmd mótsins. Dómarar með alþjóðlega reynslu hafa eftirlit með því að allt fari vel fram og erlendum þátttakendum gefst kostur á æfingabúðum á undan eða eftir keppni. Mótið er viðurkennt af FINA og gefur sundfólki möguleika á að ná lágmörkum t.d. á alþjóðleg mót eins og Ólympíu-leika og heimsmeistaramót.

The Reykjavik International Games have been held every year since 1989 in the Laugardalur Swimming Pool. Many foreign swimmers have found their way to Iceland and participated in the tournament through the years. Swimmers from Sweden, Norway, Czech Repub-lic, Denmark, Germany, Russia, Finland, Slovakia, USA and Faroe Islands have visited Iceland and participated in the Reykjavik Interna-tional Games.

The Reykjavik International Games are now held in a 50x25m indoor pool in Laugardalur which was opened in January 2005. Internation-ally experienced referees have been invited to conduct the technical part of the competition. Participation in Reykjavik International Games gives the athletes also a great opportunity to plan a training camp with their team before or after the competition.

Skipuleggjandi / Event managerGústaf Adolf [email protected]

Page 16: 2014 Reykjavik International Games

16

Swimming disabledSwimming Pool 17. , 18. & 19. Jan. 12 - 16

Sund fatlaðraLaugardalslaug 17. , 18. og 19. jan kl. 12 - 16

Fatlaðir sundmenn tóku fyrst þátt í RIG árið 2009. Í sundi fatlaðra er keppt eftir reglum FINA og IPC – Alþjóðaólympíuhreyfingar fatlaðra og keppt er samkvæmt stiga og forgjafaútreikningi. Keppt er í flokk-um S1-10 fyrir hreyfihamlaða þar sem S1 táknar mestu fötlun og S10 minnstu fötlun. Flokkar S11-S13 eru flokkar blindra og sjónskertra og flokkur S14 er flokkur þroskahamlaðra íþróttamanna. Keppni stendur yfir þrjár og hálfa klukkustund, föstudag, laugardag og sunnudag. Hún er takmörkuð við fjóra riðla í 50m og 100m greinum, þrjá riðla í 200m greinum og einn riðil í 400m greinum.

Markmiðið er að íslenskir afrekssundmenn eigi kost á því að keppa við sterka erlenda sundmenn og fá góða samkeppni í lauginni. Sérstaða fatlaðra sundmanna er að þeir þurfa að keppa með sömu ríkjandi reglum sem ófatlaðir en með frávikum vegna fötlunar.

Disabled athletes participated for the first time in the Reykjavik In-ternational Games in 2009. The disabled swimming meet will be held under FINA and IPC rules. All events will be multi discipline (score based on world record in each class). In disabled swimming there are competitions in classes S1-10 for physical impairment with S1 meaning most severe physical impairment and S10 the least severe physical impairment. Classes S11-S13 are allocated to swimmers with a visual impairment and class S14 is allocated to swimmers with an intellectual impairment. The meet will take place Friday, Saturday and Sunday and is limited to four groups in 50m and in 100m, three groups in 200m and one group in 400m.

Skipuleggjandi / Event managerBjörn [email protected]

sland hefur átt keppendur í sundi fatlaðra á alþjóðamótum síðan 1980 og hefur frammistaða þeirra verið framar öllum vonum því Íslendingar hafa sett bæði Heimsmet og Ólympíumótsmet

Icelandic disabled swimmers have been competing in international tour-naments since 1980 with excellent results: They have won gold medals at the World Championships and the Paralympics

Page 17: 2014 Reykjavik International Games

17

TaekwondoFram Sports Hall 18. & 19. Jan. 10-16, seminar 16. - 17. Jan. 10-21.

TaekwondoÍþróttahús Fram 18. og 19 jan. Kl. 10 - 16, æfingabúðir 16. og 17. jan. Kl. 10 - 21Það er mikið fagnaðarefni að taekwondo er hluti af Reykjavíkurleik-unum, bæði í bardaga og formi. Meðal dagskrárliða á RIG eru æfinga-búðir og dómaranámskeið fyrir mót þar sem Edina Lents frá Dan-mörku mun kenna poomsae auk þess að vera með dómaranámskeið þar sem farið verður yfir allar reglur og reglubreytingar. Þá verður boðið upp á æfingabúðir í bardaga fyrir mót með erlendum gestum og er því um magnað tækifæri að ræða fyrir Íslendinga sem vilja taka þátt í æfingum og kynnast reynsluboltum í bardaga.

Í öllum greinum og flokkum verður notast við rafrænar brynjur í sparring og það sama gildir með keppni í formum. Boðið verður upp á búnað sem sýnir úrslit strax og munu allir dómarar veita rafræna stigagjöf. Þetta er því sannkölluð taekwondo veisla sem höfðar til flestra iðkenda og til allra aldurshópa. TKÍ hvetur alla íslenska iðkendur til þátttöku enda verður brotið blað í sögu íþróttarinnar með þessum viðburði, því aldrei hefur verið boðið upp á fjölbreyttari dagskrá og vonandi koma góðir og reyndir gestir í heimsókn.

This is the secound time that Taekwondo is a part of Reykjavík Inter-national Games and we hope to see many competitors, as well as fair and good results. It is our goal to take good care of our guests and we strive to offer valuable seminars and camps for all categories before the tournament both in kyorugy and poomsae. Edina Lents will lead the poomsae camps; she is up to date on all WTF developments and has very good techniques. Sparring seminars and camps will also take place before the event led by our international guests. This oppor-tunity is perfect to prepare for other championships and at the same time explore the Volcano country in the middle of the Atlantic Ocean, you will not be disappointed!

For the Kyorugi competition Electronic Body Protectors (EBP) from Daedo will be used in all groups. Daedo is the official WTF recog-nized EBP provider and will be used throughout the competition. For the poomsae competition, Taekoplan will be used. We aim at providing high quality organization and competition, with top level international referees. It is our aim to have high level of transparency, fair play and impartiality for athletes.

Skipuleggjandi / Event managerRichard Már JónssonFormaður Taekwondosambands Í[email protected]

Taekwondo er bardaga-og sjálfsvarnaríþrótt sem byggist á gamalli bardagalist Kóreumanna. Áherslan er fyrst og fremst á sjálfsvörn þar sem fæturnir spila aðalhlutverkið. Agi er eitt af grunndvallar-atriðunum, börn og fullorðnir læra að beita sig aga við æfingarnar og að gefast ekki upp þó móti blási. Æfingarnar bæta þrek og liðleika og eru góð alhliða þjálfun fyrir börn jafnt sem fullorðna.

Taekwondo is one of the most systematic and scientific Korean tradi-tional martial arts, that teaches more than physical fighting skills. It is a discipline that shows ways of enhancing our spirit and life through training our body and mind. Today, it has become a global sport that has gained an international reputation, and stands among the official sports in the Olympics

Page 18: 2014 Reykjavik International Games

Síminn er með þér á RIG

Við óskum þér góðrar skemmtunar og glæsilegs árangurs á RIG. Einbeiting þín og vilji til afreka í þinni grein hvetur okkur öll til dáða. Sýndu hvað í þér býr, taktu myndir á snjallsímann og deildu augnablikinu með öðrum.

Á undan öðrum með farsímavef RIG

• Fréttir af RIG• Dagskrá leikanna• Allt um keppnisgreinar og viðburði

Síminn er stoltur styrktaraðili Reykjavik International Games m.rig.is

Deildu augnablikinu

með Símanum

• Instagram• Kort af svæðinu• Um RIG

#RIG14

Page 19: 2014 Reykjavik International Games

Síminn er með þér á RIG

Við óskum þér góðrar skemmtunar og glæsilegs árangurs á RIG. Einbeiting þín og vilji til afreka í þinni grein hvetur okkur öll til dáða. Sýndu hvað í þér býr, taktu myndir á snjallsímann og deildu augnablikinu með öðrum.

Á undan öðrum með farsímavef RIG

• Fréttir af RIG• Dagskrá leikanna• Allt um keppnisgreinar og viðburði

Síminn er stoltur styrktaraðili Reykjavik International Games m.rig.is

Deildu augnablikinu

með Símanum

• Instagram• Kort af svæðinu• Um RIG

#RIG14

Page 20: 2014 Reykjavik International Games

20

For the first time The Badminton Association of Iceland´s tournament, Iceland International, is a part of Reykjavik International Games. The tournament is a part of Badminton Europe´s circuit and gives points on BWF World Rankings.

The tournament is the biggest project for Iceland´s National Team and the best badminton players in Iceland take part. Foreign players also compete in the tournament. Prize money is 5.000 USD.

The tournament will be played at TBR badminton hall at Gnodar-vogur 1. The hall is a badminton hall only, with 12 courts and a wood-en floor and matches the best badminton halls in the world.

BadmintonTBR 23. Jan. 13 - 16:30, 24. Jan. 9 - 21, 25. Jan. 10 - 13:30 & 15:30 - 20 & 26. Jan. 10 - 13

Badmintonsamband Íslands heldur í fyrsta skipti alþjóðlega mótið sitt, Iceland International, sem hluta af Reykjavík International Games. Mótið er hluti af mótaröð Badminton Europe og gefur stig á heims-lista Alþjóða badmintonsambandsins.

Mótið er stærsta landsliðsverkefni ársins og bestu badmintonspilarar landsins taka þátt. Að auki koma þátttakendur hvaðanæva að og taka þátt í mótinu. Verðlaunafé er samtals 5.000 bandaríkjadalir.

Keppt verður í stóra sal TBR við Gnoðarvog 1 sem er eingöngu bad-mintonhús og þykir hið glæsilegasta á alþjóðamælikvarða en í húsinu eru 12 badmintonvellir á trégólfi.

BadmintonTBR 23. jan. kl. 13 - 16:30, 24. jan. kl. 9 - 21, 25. jan. kl. 10 - 13:30 og 15:30 - 20 og 26. jan. kl. 10 - 13

Skipuleggjandi / Event managerMargrét Gunnarsdó[email protected]

Page 21: 2014 Reykjavik International Games

opnar snemmaí öllum veðrum

í þínuhverfi

fyrir alla fjölskylduna

Heilsulindir í Reykjavík

Fyrirlíkamaog sál

Page 22: 2014 Reykjavik International Games

22

ArcheryIFR Sports Hall 25. Jan. 10 - 18

BogfimiÍþróttahús ÍFR 25. jan kl. 10 - 18Keppni í bogfimi á Alþjóðlegu Reykjavíkurleikunum hófst árið 2011. Keppt er samkvæmt FITA reglum með ólympískum sveigbogum (recurve) og trissubogum (compound) í karla- og kvennaflokki. Skotið er 2x60 örvum og síðan keppa þeir átta keppendur sem eru með hæst skor til úrslita, maður á mann (12 örvar), þar til úrslit eru ráðin. Skotið er af 18 metra færi í innanhússkeppnum og notaðar þriggja punkta skotskífur.

Bogfimi hefur verið stunduð innan Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík frá því að félagið hóf starfsemi sína en það er eina íþróttafélagið í Reykjavík sem stundar bogfimi en fjögur önnur félög starfa á lands-byggðinni. Bæði ófatlað fólk og fatlað fólk stundar þessa grein og er hún bæði stunduð innanhúss og utanhúss hér á landi.

Archery has been a part of the Reykjavík International Games since 2011. The tournament is acording to FITA regulations with recurve and compound bows. 2 * 60 arrows are shot and and then the 8 high-est scores in each group will shoot head to head (12 arrows) matches until we have result. FITA triple target is used.

Arhery is a young sport in Iceland. It was first in 1974 with the founding of sportclubs for disabled in Reykjavík and Akureyri that regular practice of the sport started. But even though those two clubs practice archery it does not mean that all the archers in the clubs are disabled, it has always been a mixture and both groups have worked well together through the years. Today there are 5 archery clubs in Iceland.

Skipuleggjandi / Event managerÞröstur Steinþó[email protected]

Norðurlandamót hefur verið haldið tvisvar á Íslandi, 1985 og 1997, og 1985 vann Elísabet Vilhjálmsson til silfurverðlauna í kvenna-flokki fatlaðra

The Nordic Archery Championship has been held twice in Iceland, 1985 and 1997, and in 1985 Elísabet Vilhjálmsson won silver in the women´s disabled category

Page 23: 2014 Reykjavik International Games

23

Table tennisTBR-Sport Hall 25. Jan. 15 - 19

BorðtennisTBR - Íþróttahús 25. jan. Kl. 15 – 19Borðtennis varð keppnisgrein á Alþjóðlegu Reykjavíkurleikunum árið 2011 og er Borðtennisdeild Víkings umsjónaraðili keppninnar. Reykjavíkurleikarnir er mjög spennandi verkefni og mun Víkingur gera sitt besta til að mótið verði sem mest spennandi og ógleymanlegt þeim keppendum sem taka þátt.

Keppni í borðtennis fer fram í TBR-Íþróttahúsinu, Gnoðarvogi 1, Reykjavík. Besta borðtennisfólk landsins mætir til leiks og von er á sterkum erlendum keppendum. Keppt verður í einliðaleik karla og kvenna og er leikjafyrirkomulag þannig að keppt verður í einföldum úrslætti, síðan koma undanúrslitaleikir og á eftir fylgja úrslitaleikir í karla- og kvennaflokki. Von er á spennandi og skemmtilegri keppni í borðtennis og eru áhorfendur hvattir til að mæta og fylgjast með.

The table tennis tournement of the Reykjavik International Games started in 2011. It is a great honour for Table Tennis Club Vikingur to organize an exciting tournament and to have the opportunity to do its best to make the table tennis tournament of the Reykjavik Interna-tional Games unforgettable.

The table tennis tournament will take place in TBR Sport Hall, Gnoðarvogur 1, 104 Reykjavik and Icelandic national players will attend as well as players from abroad.The tournament will be for Men´s and Women´s Singles. The players will play in single knock-out competition, and then there will be semi-finals and finals. We are hoping that spectators will find the table tennis tournament exciting and our guests will enjoy visiting Iceland.

Skipuleggjandi / Event managerPétur [email protected]

Borðtennis varð til í Bretlandi á 19. öld og var leikið af bresku yfirstéttinni. Upphaflega var netið röð af bókum sem stillt var upp á miðju borðinu, boltinn efri hlutinn af kampavínstappa og spaðarnir lok af vindlakössum.

Table tennis originated as a sport in Britain in the 19th century, where it was played among the upper-class. A row of books were stood up along the center of the table as a net, the paddles were made of cigar box lids and the balls of champagne corks.

Page 24: 2014 Reykjavik International Games

GymnasticsSports Hall 26. Jan. 10 - 16

FimleikarLaugardalshöll 26. jan. kl. 10 - 16Fimleikar hafa verið með á Reykjavík International Games síðan 2008 og hefur verið keppt með mismunandi fyrirkomulagi. Síðastliðin ár hefur verið keppt í hópfimleikum og höfum við fengið sterk erlend lið til keppni auk þess sem allt okkar besta fólk hefur tekið þátt. Þar má nefna einstaklinga sem hafa verið í landsliðum Íslands sem hafa unnið Evrópumeistaratitla. Mótið er haldið af fimleikadeildum Gróttu og Fylkis en Fimleikasamband Íslands sér um tæknilega útfærslu á mótinu.

Keppt verður í öllum flokkum hópfimleika í ár, frá meistaraflokki niður í 5. flokk. Mótið sjálft telur svo til stiga í GK-deildarmeistara-keppninni í meistaraflokki og 1. flokki. Í meistarflokki og 1. flokki verður keppt eftir ný samþykktum reglum UEG (Nýr code of points). Í öðrum flokkum er farið eftir núgildandi reglum. Búast má við hörkuspennandi keppni í ár þar sem að okkar elstu og bestu keppendur eru að fóta sig í nýjum reglum.

Gymnastics have been part of the Reykjavik International Games since 2008. The tournament has varied in form but the last years we have been competing in Teamgym. The tournament this year will be held by Grótta and Fylkir and the Iclandic Gymnastic Federation will provide technical support.

In this tournament the competition wil be divided into six catagories, from Seniors down to beginners. In seniors, from 16 years old and juniors, age 15-17 we will compete after he new rules from UEG.

Skipuleggjandi / Event managerÍris Svavarsdó[email protected]

Íslensk kvennalið hafa verið í sérflokki í hópfimleikum síðastliðin ár. Liðið hefur unnið alla stóra titla sem keppt hefur verið um síðan 2010. Liðið setur sér há markmið og stefnir að því að verða fyrsta kvennaliðið sem vinnur Evrópumeistaratitilinn þrisvar sinnum í röð hér á heimavelli í október 2014.

Teamgym is a young sport in Iceland but growing rapidly and Icelandic teams have been successful in competitions abroad, both in Nordic and European Championships.

24

Page 25: 2014 Reykjavik International Games

SMASSSALATSPARINAANWICHSESARSALATTANDOORI KJÚKLINGUR

Glæsibæ � Dalvegi � N1 Ártúnsbrekku � Bæjarhrauni � Skoðaðu matseðilinn á saffran.is

Page 26: 2014 Reykjavik International Games

26

Uphill DuelSkólavörðustígur, 24. Jan. 19 - 21

HjólaspretturSkólavörðustígur 24. jan. kl. 19 - 21Í hjarta Reykjavíkur verður úr því skorið hvaða hjólreiðafólk eru spretthörðustu knapar landsins. Ræst verður neðst á Skólavörðustíg og hjólað upp að Bergstaðastræti á braut sem er um 70 metra löng. Val keppenda á hjólreiðfáki er frjálst. Rétt er að minna á að Skólavörðustígur er upphitaður svo að ekki verður sérstök þörf á nagladekkjum eða öðrum búnaði tengdum vetrarhjólreiðum. Hámarskfjöldi þáttakenda er 32 og verður þeim raðað af handahófi þar sem tveir keppendur spretta samtímis. Notast verður við útsláttar-fyrirkomulag og að lokum mun aðeins einn sigurvegari standa eftir í karla og kvennaflokki.

Hjólreiðar voru í fyrsta sinn með á RIG 2013 en þá var einnig keppt í hjólspretti upp Skólavörðustíginn. Hjólreiðar sem keppnisíþrótt hafa verið í mikilli sókn undanfarin ár og hefur tala keppenda margaldast á aðeins örfáum árum og mörg ný hjólreiðafélög verið stofnuð.

The RIG Uphill Duel will be held on Skólvörðustígur in the heart of Reykjavík. Cyclists can use any bike of their choice. Maximum number of participants is 32 and riders will be paired randomly in a series of grueling head to head knock-out rounds. The street is geothermally heated so participants will not need any studded tires to get up the 70 meter long track.

Cycling was first introduced in RIG in 2013 when there was also held an Uphill Duel on Skólavörðustígur. Over the past few years cycling as a sport has enjoyed a tremendous success in Iceland with numbers of participants rising very fast.

Skipuleggjandi / Event managerAlbert Jakobsson, Hjólreiðanefnd ÍSÍ[email protected]

Fyrsta hjólreiðafélagið á Íslandi hét Hjólamannafélg Reykjavíkur og var stofnað 1897. Ári síðar var fyrsta hjólreiðakeppnin haldin á Þjóðhátíð í Reykjavík.

The first bicycle club in Iceland was founded in 1897 and was called Hjólamannfélag Reykjavíkur. The first official race was held the next year in Reyjavík.

Page 27: 2014 Reykjavik International Games

27

JudoSports Hall 25. Jan. 10 - 17

JúdóLaugardalshöll 25. jan. kl. 10 - 17Júdósamband Íslands heldur nú í annað sinn Reykjavík Judo Open í samvinnu við RIG (Reykjavik International Games) og er þetta er opið alþjóðlegt mót fyrir karla og konur sem verður haldið í Laugar-dalshöllinni. Á Reykjavík Judo Open 2013, þar sem forseti Evrópu Júdósambandsins Sergey Soloveychik og Michal Vachun varaforseti EJU voru sérstakir heiðursgestir, komu um sextíu þátttakendur frá fimm löndum auk Íslands. Meðal þeirra voru gríðasterkir keppendur frá Rússlandi, þeir Arsen Pshmakhow (-81 kg) og Victor Semenov (-90 kg) og frá Tékklandi kom Michal Krpalek (-100kg). Í ár er einnig von á sterkum keppendum frá Evrópu.

The Judo Federation of Iceland in collaboration with the RIG (Reyk-javik International Games), a multi-sport event, is holding for second time Reykjavik Judo Open Tournament for men and women in Lau-gardalshollin Sports Hall. Last year, where Mr. Sergey Soloveychik president of the European Judo Union and Mr. Michal Vachun vice president of the EJU honored us with their presence, we had competi-tors from six countries, among them strong competitors from Russia and from Czech Republic.We are expecting some strong competitors again this year.

Skipuleggjandi / Event managerBjarni Frið[email protected]

Júdósamband Íslands var stofnað 28. janúar 1973 og núna 40 árum síðar eru íslenskir svartbeltar orðnir 150 alls.

The Judo Federation of Iceland was founded on the 28th of January 1973 and now 40 years later Icelandic black belt holders are 150.

Page 28: 2014 Reykjavik International Games

28

KarateVíkin 22. Jan. 10 - 18

KarateVíkin 25. jan. kl. 10 - 18Þetta er í annað sinn sem Karatesamband Ísland tekur þátt í Reykjavík International Games og mun karatehluti þess fara fram í íþróttahúsi Víkings, Víkinni, Traðarlandi 1 Reykjavík. Á RIG eins og öðrum mó-tum á Íslandi, verður keppt eftir WKF reglum í þremur aldursflokk-um, cadet (14-15 ára), junior (16-17 ára) og senior (18 ára og eldri), bæði í kata og kumite þar sem farið er eftir þeim þyngdarflokkum sem WKF reglur segja til um og veitt verða tvenn 3ju verðlaun í hverjum flokki. Mótið mun fara fram á tveimur völlum samtímis en húsnæði Víkings í Víkinni býður upp á góða áhorfendaaðstöðu og skemmtilega umgjörð við mótið.

Karatesamband Íslands var stofnað 1985 en karate hefur verið stundað hér á landi frá áttunda áratug síðustu aldar eða yfir 40 ár. Alls eru um 12 karatefélög og deildir starfandi á landi og um 1600 iðkendur.

The Icelandic karate Federation is very proud to be a part of the Reykjavik International Games for the second time. The tournament is going to take place at Vikingur Sport Club, Traðarland 1, Reykja-vik, home of Vikingur Karate Club. The karate tournament is going to be on Saturday the 25th of January 2013, for cadets, juniors and seniors. We are going to use the WKF rules for the categories in the tournament. We will use two tatamis for the tournament.

The Icelandic Karate Federation was founded in 1985 but karate has been a sport in Iceland since early ’70 or over 40 years. In Iceland are about 12 different clubs training karate with around 1600 people participating.

Skipuleggjandi / Event managerÞrúður Sigurð[email protected]

Elsta starfandi karatefélag á Íslandi er Karatefélag Reykjavíkur sem átti 40 ára afmæli í september síðastliðnum en félagið var stofnað 13. september 1973. Fyrsti formaður félagsins var Ásgeir Hannes Eiríksson.

The oldest karate club in Iceland, Reykjavik Karate Club was founded 1973 and had its 40th anniversary the 13th september 2013.

Page 29: 2014 Reykjavik International Games

islandsbanki.is | Sími 440 4000

Við bjóðumgóða þjónustu

Skannaðu kóðann til að sækja eða uppfæra Appið.

Spennandi tilboð og afsláttarkjör

Viðskiptavinir í Vildarþjónustu Íslandsbanka geta nálgast yfirlit yfir tilboð og afsláttarkjör frá fjölmörgum fyrirtækjum um land allt í Íslandsbanka Appinu.

Í Vildarþjónustunni nýtur þú betri kjara og safnar frjálsum Íslandsbankapunktum með fjölbreyttum viðskiptum.

Njóttu þess að vera í Vildarþjónustu Íslandsbanka og fylgstu með frábærum tilboðum í Appinu og á islandsbanki.is!

Nýjung í Appinu

Nýttu þér skemmtilegvildartilboð í Appinu

Vildarþjónusta

Page 30: 2014 Reykjavik International Games

30

BowlingEgilshöll Bowling Alley 18. Jan. at 9, 22. Jan. 19 - 21:30, 25. Jan. 9 - 12 & 26. jan. 9 - 16The tournament will start with 6 games played in 3 groups. Top 16 from the 6 games qualify, top 4 will continue to the final step 2 but players seated 5-16 will play 6 games starting from scratch. Top 6 of this 6 games will be continuing to final step 2. The 4 players continu-ing from the final step 1 and the top 6 players from qualification will play Round Robin. The 4 top players of the Round Robin matches will continue to the finals. In the finals 4 players will play a steplad-der game (number 4 plays with number 3 one game, winner plays with number 2 one game, winner plays with number 1 one game and winner is winner of RIG.

KeilaEgilshöll 18. jan. kl. 9 og 22. jan. kl. 19 - 21:30, 25. jan kl. 9 - 12 og 26. jan. kl. 9 - 16Fyrirkomulag í keilumótinu er með þeim hætti að það eru 3 riðlar spilaðir og 6 leikir í hverjum riðli. Hver leikmaður þarf að skila 6 leikjum og getur spilað alla riðlana en það er bara besta 6 leikja serían sem gildir. Eftir forkeppnina fara fjórir efstu beint í milliriðil 2 en 12 leikmenn (sæti 5-16) fara áfram í milliriðil 1 og spila aðra 6 leiki og sex bestu af þeim og þeir fjórir sem komust beint áfram fara í milli-riðil 2 og spila allir við alla eða 9 leiki og fjórir bestu af þessum tíu fara svo í úrslitakeppni þar sem 4. sætið spilar við 3. sætið og sigurvegari úr því spilar svo við 2. sætið og sigurvegari úr þeirri viðureign spilar við 1. sætið og sigurvegari úr þeirri viðureign verður RIG meistari.

Skipuleggjandi / Event managerHörður Ingi Jó[email protected]

Keila á Íslandi byrjaði í seinni heimstyrjöldinni í herbragga í Reykjavík. Þar voru tvær keilubrautir og var pinnunum raðað upp af mannahöndum. 1985 var opnaður keilusalur í Öskjuhlíðinni en Keiludeild ÍR var stofnuð 1994 þegar Keila í Mjódd var opnuð

The first bowling alley in Iceland was opened during World War II. There were two bowling lanes in one of the army bases and the pins were stacked by hand. The bowling alley in Öskjuhlíð was opened 1985

Page 31: 2014 Reykjavik International Games

31

Figure SkatingSkating Hall 25. Jan. 8 - 16 & 26. Jan. 8 - 13

Listhlaup á skautumSkautahöllin í Laugardal: 25. jan. kl. 8 - 16 og 26. jan. kl. 8 - 13

Listhlaupadeild Skautafélags Reykjavíkur hefur tekið þátt í RIG síðan 2008 og Alþjóðlegu Reykjavíkurleikarnir hafa fest sig í sessi og eru í dag sterkasta mót sem haldið er hérlendis í listhlaupi á skautum. Skautasamband Íslands tekur við sem mótshaldari árið 2014 af Listhlaupadeild Skautafélags Reykjavíkur. Almenn tilhlökkun er hjá íslenskum keppendum og töluverð spenna að sjá í hvaða keppnis-flokka erlendir keppendur skrást. Langtímamarkmið er að mótið laði að sér keppendur beggja vegna Atlandshafsins samhliða því að byggja upp styrkleikastig mótsins ár frá ári.

Mótið er haldið í Skautahöllinni í Laugardal þar sem elsta skautafélag landsins, Skautafélag Reykjavíkur, æfir en félagið var fyrst stofnað árið 1893. Síðan þá hefur margt breyst, sérstaklega þó aðstaða til æfinga, enda var áður æft á frosinni jörð utandyra.

The Figure Skating Club of Reykjavík has participated in the Reyk-javík International Games since 2008. 2014 the Icelandic Skating Association takes over as organizer. The figure skating competition takes place in Skautahöllin in Laugardalur. The ice rink is located in the beautiful valley Laugardalur, close to the center of Reykjavík. It is our goal to have in the future a strong competition with skaters up to senior level from Europe, Canada and USA. We belive that our location is ideal to build up a tournament where skaters from both sides of the Atlantic can meet and compete, the distance being not to great for either group.

Skipuleggjandi / Event managerBjarnveig Guðjónsdó[email protected]

Fyrsta Íslandsmeistaramótið fór fram á Akureyri árið 2000. Áður höfðu verið haldin Íslandsmót barna og unglinga, allt frá 1996. Íslenska heitið yfir þessa grein hefur oft valdið vangaveltum, „listhlaup á skautum“ og hafa margir spurt sig hver upphaflega þýddi heitið‚ Figure skating‚ yfir í listhlaup

Figure skating is a young sport in Iceland and the first Icelandic Champi-onship was held in the year 2000

Page 32: 2014 Reykjavik International Games

32

WeightliftingLyftingafélag Reykjavíkur 25. Jan. 10 - 15

LyftingarLyftingafélag Reykjavíkur 25. jan. kl. 10 - 15Ólympískar lyftingar hafa verið með á Reykjavík International Games síðan 2012 og sjá Lyftingasamband Íslands, Lyftingafélag Reykjavíkur og Lyftingadeild Ármanns um framkvæmdina. Keppt er í húsnæði Lyftingafélags Reykjavíkur í Faxafeni 12 og hefst vigtun tveimur tímum fyrir keppni. Keppt er í jafnhendingu og snörun sam-kvæmt í IWF reglum. Í snörun er stöng með lóðum lyft í einu átaki upp fyrir höfuð og er lyftan gild þegar keppandinn getur staðið hreyf-ingarlaus með hand- og fótleggi útrétta. Í jafnhendingu er stönginni fyrst lyft upp að herðum í einu átaki en síðan upp fyrir höfuð. Lyftan er gild þegar keppandinn getur staðið hreyfingarlaus með hand- og fótleggi útrétta.

Ólympískar lyftingar hafa verið stundaðar á Íslandi í fjölmörg ár og Lyftingarsamband Íslands hefur verið innan ÍSÍ frá 1973. Íslenskir lyftingamenn hafa keppt fyrir Íslands hönd á fjórum Ólympíuleikum

Weightlifting has been a part of the Reykjavik International Games since 2012. The tournament takes place at the facilities of The Reyk-javík Weightlifting Club at Faxafen 12. The Reykjavík Weightlifting Club and Ármann Weightlifting Club organize the event with the Icelandic Weightlifting Federation and the competition is according to IWF rules. The two competition lifts in order are the Snatch and the Clean and Jerk. Gold, silver and bronze medals will be awarded for the first, second and third places scoring on Sinclair points both for men and women.

Weightlifting started in Iceland decades ago and the Icelandic Weightlifting Federation has been a part of The National Olympic and Sports Association of Iceland since 1973. Icelandic weightlifters have competed four times in the Olympic Games.

Skipuleggjandi / Event managerLárus Páll Pá[email protected]

Ólympískar lyftingar voru stundaðar í fornum egypskum og grískum samfélögum sem grunnþjálfun og náttúruleg leið til að mæla styrk og afl og þær voru á meðal íþróttagreina á fyrstu nútíma Ólympíu-leikunum í Aþenu 1896

Weightlifting was practised in ancient Egyptian and Greek societies as a basic training method and to measure strength. Weightlifing was one of the competitions at the first modern Olympics in Athens 1896.

Page 33: 2014 Reykjavik International Games

33

FencingFencing Sabre Center 25. Jan. 10 - 17 & 26. Jan. 10 - 16, training camp 22. - 25. JanThe fencing event of the Reykjavik International Games will be a Men’s & Women’s Competitions and Team Tournament.

The sport of fencing has been practiced for a long time in Iceland and in the middle of last century there were two fencing clubs in Reyk-javik. In the sixties there was a decline in practice but in 1983 The Fencing Club of Reykjavik was revived. In 2008 the Fencing Center in Laugardalur was formally inaugurated as a Nordic Sabre Center.

SkylmingarSkylmingamiðstöðin í Baldurshaga 25. jan kl. 10 - 17 og 26. jan. kl. 10 - 16Á Alþjóðlegu Reykjavíkurleikunum í skylmingum verður keppt með höggsverðum í karla- og kvennaflokki en einnig verður liðakeppni.

Skylmingar hafa verið stundaðar lengi á Íslandi og um miðja síðustu öld voru tvö skylmingafélög starfandi í Reykjavík. Á sjöunda áratug síðustu aldar var lægð í ástundun skylminga, en 1983 var Skylminga-félag Reykjavíkur endurvakið. Frá þeim tíma hefur ástundun farið vaxandi og íslenskir skylmingamenn hafa stöðugt bætt árangur sinn á alþjóðlegum mótum. Skylmingafélag Reykjavíkur flutti starfsemi sína í Skylmingamiðstöðina í Laugardal 2008 en aðstaða þar er öll hin glæsilegasta og tækjabúnaður er til fyrirmyndar. Þann 14. júní 2008 var Skylmingamiðstöðin formlega gerð að samnorrænni miðstöð til þjálfunar skylminga með höggsverði.

Skipuleggjandi / Event managerNikolay [email protected]

Skylmingar verða að keppnisíþrótt á 19. öld, ekki síst vegna þess að einvígi voru í auknum mæli háð með byssum. Skylmingar eru ein af fjórum íþróttagreinum sem hafa alltaf verið með á nútíma Ólympíu-leikunum.

Fencing transforms into a pure sport in the 19th century when duels were increasingly fought with pistols. Fencing is one of four sports which have been featured at every one of the modern Olympic Games.

Page 34: 2014 Reykjavik International Games

34

SquashVeggsport 24. Jan. 10 - 17 og 25. Jan. 10 - 14

SkvassVeggsport 24. jan. kl. 10 - 17 og 25. jan kl. 10 - 14Skvass var keppnisgrein á RIG í fyrsta skipti árið 2012. Mótið er haldið í Veggsport, Stórhöfða 17, sem er stærsti skvassklúbbur Íslands en þar eru 4 salir. Spilað verður í karlaflokki, kvennaflokki og ungl-ingaflokki (U19) og hefst mótið á laugardegi en undanúrslit og úrslit eru á sunndegi. Mikill áhugi er meðal skvassara að taka þátt í þessum stóra viðburði sem Reykjavíkurleikarnir eru. Skvassfélag Reykjavíkur var stofnað 1988 og Skvassnefnd ÍSÍ árið 1993 og er íþróttin því ung á Íslandi. Skvassíþróttin er þróuð úr a.m.k. fimm öðrum íþróttagreinum sem innihalda spaða, kylfur og bolta og sérstaða hennar er sú andstæðingarnir mætast á sama vallarhelmingi sem er umkringdur veggjum. Spilararnir spila oftast mjög þétt og eru því mjög strangar reglur um hvernig spila eigi skvass, aðallega til að koma í veg fyrir meiðsli.

The competition will be held at Veggsport Squash Club, the single largest squash club in the country and one that has hosted numerous international squash events including PSA and WPSA events. Veggsport has 4 courts in excellent condition, each of them with glass back-wall, fully equipped gym and an outstanding sauna to relax in after a hard day´s competing. There will be competed in three cat-egories: Men’s, Women’s and Teenagers (U-19) with tournament on Saturday and semi-finals and finals on Sunday. There is a great interest among Icelandic and international squash players to attend this big event, The Reykjavik International Games. Skvassfélag Reykjavíkur (Reykjavik Squash Federation) was founded in December 1988 and Skvassnefnd ÍSÍ (Icelandic Squash Commit-tee) in 1993 which makes the sport very young in Iceland. .Sagan segir að skvass hafi orðið til í skuldafangelsum í Englandi á 15. öld en skvassíþróttin hefur verið spiluð eins og hún er í dag frá 1850. Talið er að í dag séu um 15 milljónir iðkenda The history of squash goes back to a 15th century debtor´s prison in England but it has been played in its current form since the year 1850. It is believed that there are about 15 million squash players in the world

Skipuleggjandi / Event managerErling Adolf Ágú[email protected]

Sagan segir að skvass hafi orðið til í skuldafangelsum í Englandi á 15. öld en skvassíþróttin hefur verið spiluð eins og hún er í dag frá 1850. Talið er að í dag séu um 15 milljónir iðkenda

The history of squash goes back to a 15th century debtor´s prison in England but it has been played in its current form since the year 1850. It is believed that there are about 15 million squash players in the world

Page 35: 2014 Reykjavik International Games

35

Triathlon Swimmingpool 26. Jan. 14 - 16

Þríþraut Laugardalslaug 26. jan kl. 14 - 16Keppt var í þríþraut í fyrsta skipti 2011 en þríþraut er sú íþróttagrein sem er í einna örustum vexti á Íslandi í dag. Síðan fyrsta þríþrautar-félagið var stofnað 2004 hefur þátttaka í tví- og þríþrautarkeppnum tífaldast. Nú eru tíu félög starfandi og keppa þau í öllum vegalengd-um, allt frá spretthlaupum til Ironman-keppna en yfir 50 Íslendingar hafa lokið keppni í þeirri erfiðu grein.

Á Alþjóðlegu Reykjavíkurleikunum mun þríþrautarfólk keppa í tvíþraut þar sem verður synt og hlaupið. Synt verður í innilauginni í Laugardal en hlaupið á hlaupabrettum í WorldClass.

Triathlon is one of the fastest growing sports in Iceland. Since the establishment of the first triathlon club in 2004 participation in triathlon and duathlon competitions has grown tenfold. We now have 10 triathlon clubs with active participants competing in all distances from sprint to Ironman and Iceland has produced over 50 Ironman finishers in the last few years.

At the Reykjavik International Games triathlon will be represented by a duathlon of swimming + running on Saturday 26th of January. The swim will be in the indoor 50m pool at Laugardalslaug, with the run taking place on treadmills at the WorldClass fitness center.

Skipuleggjandi / Event managerJens Viktor Kristjá[email protected]

Árið 2000 var í fyrsta sinn keppt í þríþraut á Ólympíuleikum, en vinsælustu vegalengdir í þríþraut er ólympíska vegalengdin (1500m sund + 40km hjólreiðar + 10km hlaup) og Ironman-vegalengdin (3,8km sund + 180km hjólreiðar + 42,2km hlaup) en til eru fjölmargar útfærslur á greininni

The most popular form for triathlon is the Olympic distance (1500m swim + 40km bike + 10km run) and Ironman (3,8km swim + 180km bike + 42,2km run) but there are many other variations

Page 36: 2014 Reykjavik International Games

36

Olympic style weightlifting is ideal for athletesHarvey S. Newton was one of the speakers at a series of lectures at the Reykjavik International Games last year. Har-vey is a leading figure in the world of weightlifting, he is a former U.S. Olympic team weightlifting coach and former executive director of the National Strength and Conditioning Association (NSCA). He was also the first U.S. national coach and the first U.S. member of the International Weightlifting Federation’s Scientific and Research Committee and holds an MA in sociology from the University of Colorado. We met Harvey at World Class fitness center and asked him if this was his first time in Iceland.

Hanna Rún and Nikita - Dance and romance at RIGHanna Rún Óladóttir is an Icelandic dancer who has been dancing in the RIG Dance Competition from the start in 2008. Last year she competed with a new partner, Russian dancer Nikita Bazev and since then they have been very succesful and were among other things nominated Best Dancing Couple of the Year in Iceland. We asked Hanna Rún if RIG 2013 was their first dance competition together?

Yes it was our first competition, says Hanna Rún, we had only been dancing together for nine days.

How did you get together? I sent him a message on Facebook and asked him if he was interested in a try out with me. We had been competing against each other before and he is a very well known dancer and has a high ranking. I decided to start at the top and see what would happen, if he said no then that would be that. But he was really interested and came a week later and we became friends immediately.

And how is it working so far?It has been great, we work very well together both on and off the dance floor. Our last competi-tion was the World Championship in Berlin, we were in the 16th place which is the best result for an Icelandic couple so far. So last year had a strong ending but now we are taking a break because we are expecting a baby in May or in June. But we will start again in August in a competition called Germany Open. It is one of the largest and strongest competitions in the world, so we are going to have a strong start too.

So you will not be competing in RIG this year. No it is too late for me because of the baby and Nikita will be teaching in

Portugal and Ukraine. But I will come and watch.

What do you think of RIG?It´s a great competition and good atmosphere.

Tell us more about your year together.We have been competing everywhere in the world since we competed in RIG 2013, taking lessons, going to dance camps and also doing some shows. We were in Austria for the World Cup where we got the 9th place and we went to Ukraine for the European Cup and got the 6th place which is the best result for an Icelandic couple in that competition. We went to dance camps in Germany and Denmark and to a big competition in France that we won. We have been all around the world, competing in Poland, Denmark and Germany and we did

a show in Portugal last summer. Then we got an invitation to a competition in Germany but only couples who get an invitation are allowed to compete and we won that competition. We were very busy this year but we also give us self time off to relax like when we went to Paris only to relax and no dancing. Almost every weekend we go to the movies because we try to take Sundays off to relax so we have a lot of power and energy for the week.

Yes, and I´m having a great time. I´m here dis-cussing Olympic style weightlifting for athletes in many different sports and also seeing if we can create more interest in Olympic weightlift-ing in Iceland. I would like to see the sport make a bit of a comeback and in my lecture I will be talking about how this type of training is ideal for almost every athlete regardless of the sport. We are looking at the muscular coordina-tion and explosiveness; many things that can contribute to performance across borders.

Do you mean that athletes in other sports categories should do Olympic weightlifting on the side?I would like them to have the knowledge and the ability to do so. It is a matter of educating coaches, it is a matter of educating parents and it is a matter of educating participants. There are a great deal of opportuni-ties available for those who are training in this cycle of format. Especially now, when there is a great interest in CrossFit and weightlifting is a com-

ponent of that. We hope that this interest will create more interest on international level so we can compete more on the Olympic level than we have been doing recently.

Have you been round to Icelandic gyms and fitness centers?Yes, I have seen a number of facilities. They are excellent and a lot of people are working out and that is the main thing. There are a lot of healty looking folks and this seems to be an automatic spot where weightlifting could flourish.

Have you seen anything of the city or the country?I have been to the Blue Lagoon which was a very nice trip and I have seen a fair amount of the city. I have been here almost a week now

and every morning I go out and walk around the streets and talk to some of the shop owners, just trying to get a feel for what is going on in Iceland. Very enjoyable! Beautiful people!

Page 37: 2014 Reykjavik International Games
Page 38: 2014 Reykjavik International Games

38

Ólafur E. Rafnsson7. apríl 1963 - 19. júní 2013

Þann 19. júní sl. varð Ólafur E. Rafnsson bráðkvaddur í Sviss, þar sem hann gegndi embættisstörfum sem forseti FIBA Europe. Ólafur var einungis fimmtugur að aldri og öllum mikill harmdauði. Hann lét eftir sig eiginkonu og þrjú börn.

Útför Ólafs fór fram frá Hallgrímskirkju 4. júlí sl. að viðstöddu fjölmenni. Heiðursvörður fulltrúa sérsambanda ÍSÍ stóð fyrir utan kirkjuna á meðan kistan var borin út og setti mikinn svip á athöfnina. Fjöldi erlendra gesta frá ýmsum alþjóðasamtökum íþrótta voru viðstaddir útförina auk forseta Íslands, fulltrúum stjórnvalda, forystumanna sambandsaðila ÍSÍ, ýmissa félagasamtaka í landinu, fjölskyldu og vinum Ólafs.

Á aðalfundi Evrópskra ólympíunefnda – EOC, sem haldinn var í nýlega í Róm, var Ólafur sæmdur Order of Merit sem er æðsta viðurkenning þeirra samtaka. Sú viðurkenning sýnir glögglega hversu mikils Ólafur var metinn í alþjóðasamfélagi íþróttanna.

Að ósk fjölskyldu Ólafs var settur á stofn minningarsjóður í nafni hans. Sjóðurinn er í umsjá ÍSÍ en hann verður nýttur i þágu íþróttahreyfingar-innar í minningu Ólafs og hans mikla og óeigingjarna starfs innan hennar.

Ólafur E. Rafnsson var frá upphafi mikill áhugamaður um Reykjavíkur-leikanna og studdi þá með ráðum og dáð. Við vottum fjölskyldu, vinum og samstarfsfólki samúð okkar vegna fráfalls hans.

Ólafur E. Rafnsson7th of April 1963 - 19th of June 2013

Olafur E. Rafnsson, president of Iceland’s National Olympic Associa-tion and president of FIBA Europe passed away on the 19th of June in Switzerland. Olafur´s death is a great loss, he was only 50 years old and left behind a wife and three children.

The funeral service was held in the church Hallgrímskirkja on the 4th of July with a great number of people attending. An honor guard, represent-ing the various sports federations of Iceland, stood outside the church while the coffin was carried out had a solemn impact on the ceremony. A number of foreign visitors from various international sports organizations were present at the funeral as well as the President of Iceland, government representatives, leaders of sports federations within the NOC, various as-sociations in the country and the family and friends of Olafur.

At the 42nd General Assembly of the European Olympic Committees (EOC) that was held in Rome in November the Assembly awarded the EOC Order of Merit posthumously to Olafur E. Rafnsson.

At the request of Olafur´s family a Memorial Fund has been established in his name. The fund is managed by Iceland’s National Olympic Association and will be used for the benefit of sports in Iceland in memory of Olafur and his passion for sports and his work within the sports movement.

Ólafur E. Rafnsson was from the beginning a great supporter of the Reykjavik International Games and our sincere condolences go out to his family, friends and co-workers.

Page 39: 2014 Reykjavik International Games
Page 40: 2014 Reykjavik International Games

100%HÁGÆÐAPRÓTEIN

KATRÍN TANJA DAVÍÐSDÓTTIRCROSSFIT-KONA

ÍSL

EN

SK

A S

IA.I

S M

SA

672

46 0

1/20

14

HLEðSLA Í FERNU MEð SÚKKULAðIBRAGðI ER KJÖRIN EFTIR GÓðA ÆFINGU EðA BARA Í DAGSINS ÖNN. HÚN ER GÓðUR KOSTUR

MILLI MÁLA OG ER RÍK AF PRÓTEINUM. HENTAR FLESTUM ÞEIM SEM HAFA MJÓLKURSYKURÓÞOL.

HLEðSLA MEð SÚKKULAðIBRAGðI