88
17.–19. október 2014 42. tölublað 5. árgangur SÍÐA 26 Edda endurvekur Jörund hundadaga- konung Fötlun, barneignir og ham- ingja Meðvituð ákvörðun um að rústa lífinu Ragnhildur Steinunn orðin að Excel-skjali VIÐTAL 32 VIÐTAL 40 VIÐTAL 16 DÆGRADVÖL 86 ÍSLENSKA/SIA.IS/NAT 71150 10/14 Dimm ganga Hildar og Einars Hildur Baldursdóttir taldi sig vera hraustustu 55 ára konu landsins þegar hún greindist með brjóstakrabbamein í ársbyrjun í fyrra. Hildur og eigin- maður hennar, Einar Kárason rithöf- undur, þreyttu þessa raun saman sem þau líkja ýmist við stórsjó eða dimma göngu. Hildur fékk hárkollu á meðan meðferðin stóð yfir og þótti barnabörn- unum ævintýralegt að amma gæti tekið af sér hárið. Þegar litið var á Hildi sem læknaða fékk Einar mikið orkuskot og byrjaði að skrifa bókina Skálmöld sem er forleikur að bókunum þremur sem hann hefur skrifað um Sturlungaöld. „Í fyrra vorum við sjúklingur og aðstand- andi,“ segir Hildur. „Það er gott að vera orðin kærustupar aftur.“ Of gömul til að fara á b5 DÆGURMÁL 84 Ljósmynd/Hari Kringlan / Smáralind JAKKI ÁÐUR 10990 NÚ 6990 Instagram @vilaclothes_iceland Facebook.com/VILAclothesIS fréttablað 17.-19. október 2014 ADHD fréttablað fylgir Fréttatím- anum í dag

17 10 2014

Embed Size (px)

DESCRIPTION

News, newspaper, Iceland, Fréttatíminn

Citation preview

Page 1: 17 10 2014

17.–19. október 201442. tölublað 5. árgangur

síða 26

Edda endurvekur Jörund hundadaga-konung

Fötlun, barneignir og ham-ingja

Meðvituð ákvörðun um að rústa lífinu

Ragnhildur Steinunn orðin að Excel-skjali

viðtal32

viðtal40

viðtal16

DÆGRaDvÖl86

ÍSLE

NSK

A/SI

A.IS

/NAT

711

50 1

0/14

Dimm ganga Hildar og Einars

Hildur Baldursdóttir taldi sig vera hraustustu 55 ára konu landsins þegar hún greindist með brjóstakrabbamein í ársbyrjun í fyrra. Hildur og eigin-maður hennar, Einar Kárason rithöf-undur, þreyttu þessa raun saman sem þau líkja ýmist við stórsjó eða dimma göngu. Hildur fékk hárkollu á meðan meðferðin stóð yfir og þótti barnabörn-unum ævintýralegt að amma gæti tekið af sér hárið. Þegar litið var á Hildi sem læknaða fékk Einar mikið orkuskot og byrjaði að skrifa bókina Skálmöld sem er forleikur að bókunum þremur sem hann hefur skrifað um Sturlungaöld. „Í fyrra vorum við sjúklingur og aðstand-andi,“ segir Hildur. „Það er gott að vera orðin kærustupar aftur.“

Of gömul til að fara á b5

DÆGuRMál 84

Ljós

myn

d/H

ari

Kringlan / Smáralind

JAKKIÁÐUR 10990NÚ 6990

Instagram @vilaclothes_icelandFacebook.com/VILAclothesIS

fréttablað17.-19. október 2014

aDHD fréttablað fylgir Fréttatím-anum í dag

Page 2: 17 10 2014

kynntu þér málið!

SIÐMENNTw w w . s i d m e n n t . i s

Málsvari veraldlegs samfélags

SiðmenntSkráðu þig í félagið á www.sidmennt.is

Ísland best NorðurlandannaNær öruggt er að á nýjum styrkleikalista FIFA, sem birtist í næstu viku, að íslenska landsliðið verði efst Norðurlandanna á listanum. Það er eitthvað sem aldrei hefur gerst áður, né nokkurn óraði fyrir. Samkvæmt styrkleikalistanum er Ísland nú í 34. sæti, Danir í 27. og Svíar í 32. sæti. Samkvæmt útreikningum fer íslenska landsliðið í 28. sæti og það danska fellur vegna taps þeirra gegn Portúgal. Það virðast fleiri vera á þessari skoðun því á heimasíðu Expressen í Svíþjóð hefur staðið yfir könnun um það hvaða Norðurlandalið sé best. Svíar hafa ekki mikla trú á Dönum því valið stendur á milli Svía, Íslendinga og svo annarra. Í gær höfðu tæplega 8.000 manns tekið þátt í könnuninni og 57% valið Ísland, 30% Svíþjóð og 12% aðrar Norður-landaþjóðir. Þetta ku stafa af gríðarlegum vinsældum Lars Lagerbäck, landsliðsþjálf- ara Íslands í heimalandinu.-hf

Íbúðir á lóð ÚtvarpshússinsBorgarráð samþykkti í gær, fimmtudag, tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra að efna til samkeppni með Ríkisútvarpinu um breytt skipulag á lóð RÚV við Efstaleiti.

Viðræður hafa verið milli Reykjavíkur-borgar og Ríkisútvarpsins síðan í maí. Markmiðið er að borgin nái markmiðum sínum um þéttingu byggðar og RÚV mun nýta ávinninginn til að grynnka á skuldum sínum. Vinnuhópur verður skipaður til að gera lýsingu þar sem þarfir RÚV auk áherslna Reykjavíkurborgar í skipulagi um þéttingu og gæði byggðar verða hafðar að leiðarljósi. Eftir að umrædd lýsing hefur verið samþykkt verður hún hluti af samkeppnislýsingu fyrir skipulagssamkep-pni um svæðið.

Viðbragðsáætlun vegna ebóluLandspítalinn hefur frá því um mitt sumar undirbúið viðbragðsáætlun ef grunur vaknar um ebólusmit hjá sjúklingi sem annað hvort leitar til Landspítalans eða er vísað þangað. Undirbúningur hefur verið í höndum farsóttarnefndar spítalans ásamt gæða- og sýkingavarnardeild og fram-kvæmdastjórum lækninga og hjúkrunar. Fjölmargir aðrir hafa komið að undirbú-ningnum og hefur sérstakur verkefnastjóri umsjón með samhæfingu verkefnisins. Meðal þeirra verkefna sem unnið hefur verið að eru verklagsreglur fyrir móttöku og meðferð sjúklinga, skipulagning fræðslu og þjálfun fyrir starfsfólk í viðbragðsteymi og undirbúningur breytinga á húsnæði, svo eitthvað sé nefnt.

Las upp úr Fimmtíu gráum skuggum„Þetta eru mergjaðar bókmenntir en líklega hefði textinn skilað sér betur í meðförum konu. Það kom sem sagt í ljós að frásögn- in er öll frá sjónarhorni Anastasiu Steele og ég er kannski full dimmraddaður til að vera trúverðugur í hennar hlutverki,“ segir Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri hjá Símanum.Magnús las upp úr bókinni Fimmtíu gráum skuggum fyrir sam-starfsmenn sína hjá Símanum í gærdag í tilefni átaksins Allir lesa, en Síminn er einn bakhjarla þess. Mikil stemning var innan fyrirtækisins vegna þessa upplesturs. „Hugmyndinni um upplestur úr þessari kyngimögnuðu bók var kastað fram sem gríni en gripin og framkvæmd mér til hryll- ings,“ segir Magnús í léttum tóni. „Ég get ekki sagt opinberlega að mér hafi verið skemmt, en það var gaman að sjá hvað samstarfsfólkið skemmti sér vel. Ég óttast helst að það hafi verið á minn kostnað!“

WikiLeaks Misnotkun á íMynd heyrir sögunni tiL

Hér eftir mun allur varningur sem tengist ímynd WikiLeaks þurfa leyfi frá fyrirtækinu „Justli-cense“ sem athafnamennirnir Ólafur Vignir Sigurvinsson og Guðmundur Magnússon standa á bak við. Tilgangurinn er að verja ímynd fyrirtækisins og um leið vera ný leið til fjármögnunar.

u pphafið að þessu öllu saman má rekja til þess að stóru al-þjóðlegu kortafyrirtækin,

Visa, Mastercard, PayPal og fleiri aðilar í greiðslumiðlun, ákváðu að skella í lás á okkur árið 2010. Þá var farið að selja varning tengdum WikiLeaks á netinu að frumkvæði sjálfboðaliða svo stuðningsaðilar gætu stutt við bakið á samtökun-um,“ segir Kristinn Hrafnsson tals-maður WikiLeaks.

Eftir að ímynd WikiLeaks varð þekktari fór að bera á misnotkun á henni. Andlit Julians Assange og lógó WikiLeaks var tengt við ýmis-konar varning sem aðstandendum WikiLeaks mislíkaði. „Það var til að mynda breskt tískufyrirtæki, „Russell & Bromley“, sem fór að markaðssetja kvenskó og hand-töskur undir WikiLeaks merkinu án þess að spyrja kóng né prest. Ég er nú enginn tískugúru en ég sé engin tengsl milli skótaus og okkar vinnu,“ segir Kristinn.

Vörumerkið WikiLeaksUpp úr þessari misnotkun á ímynd WikiLeaks hófst samstarfið við leyf-isveitingafélagið „Justlicense“, sem íslensku athafnamennirnir Ólafur Vignir Sigurvinsson og Guðmundur Magnússon standa á bak við. Guð-mundur Magnússon hefur starfað sem framkvæmdastjóri Latabæjar og Ólafur Vignir er stofnandi Data-cell.

„Justlicense“ sér um vörumerkið WikiLeaks með markvissum hætti, um vernd þess og líka um að koma því á framfæri. Þeir aðilar sem hafa vilja og löngun til að sækja um að nota vörumerkið á varning þurfa að sækja um það og greiða fyrir það. Við höfum ekki neinn áhuga á því að þetta lógó sé út um allt á varningi

án þess að það sé neinn stuðningur við samtökin með beinum hætti. Þetta er ákveðin leið til að form-gera eitthvað sem þegar er komið af stað,“ segir Kristinn sem hefur ekk-ert á móti því að WikiLeaks tengi sig við tískuvöru.

Íslendingar sjá um verndun vörumerkisinsSamstarf WikiLeaks við „JustLi-cense“ hefur vakið athygli fjölmiðla erlendis og því haldið á lofti að Juli-an Assange sé með tískuvörur í pípunum sem eigi eftir að koma á markað. Ólafur Vignir Sigurvins-son segir í viðtali við Washington Post marga hafa sýnt áhuga á því að tengja sitt vörumerki við varn-ing WikiLeaks, þeirra á meðal séu

franskir hönnuðir. Þetta mun þýða að vörurnar munu ekki aðeins selj-ast á netinu heldur líka í verslun-um hönnuða, sem mun þýða meiri fjárhagslegan ávinning fyrir Wiki-Leaks, sem frá árinu 2006 hefur lifað á einkaframlagi.

Halla Harðardóttir

[email protected]

Wikileaks lögverndað vöru-merki undir stjórn Íslendinga

Andlit Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, er vænlegt vörumerki.

Kristinn Hrafnsson, talmaður WikiLeaks.

Ólafur Vignir Sigurvinsson, einn mannanna á bak við JustLicense, leyfisveitingafélags sem sér um málefni WikiLeaks.

Vivienne Westwood, sem er ötull stuðn-ingsmaður WikiLeaks, vakti mikla athygli á dögunum þegar hún sýndi Assange og baráttu hans fyrir gegnsæu upplýsinga-flæði samstöðu með því að mæta í bol með mynd af Assange með yfirskriftinni „Ég er Julian Assange“.

Stefnt er að því að við endurnýjun næstu búvörusamninga verði geitfjár-rækt jafnsett sauðfjárrækt í opinberum stuðningi. Þannig megi tryggja ræktun og viðhald stofnsins til framtíðar.

Landbúnaður sjö MiLLjónir tiL efLingar geitfjárræktar

Geitfjárrækt verður jafnsett sauðfjárræktAtvinnuvega- og nýsköpunar-

ráðuneytið hefur gert samning við erfðanefnd landbúnaðarins um að efla geitfjárrækt á Íslandi. Reiknað er með að kostnaður verði samtals 7 milljónir króna á næstu þremur árum. Gert er ráð fyrir að erfða-nefnd landbúnaðarins verði falið að ráðstafa stuðningnum í samræmi við tillögur vinnuhóps sem ráðherra skipaði í vor. Þá verður, í samstarfi við Bændasamtök Íslands, búinn til stafrænn gagnagrunnur með öllum ætternisupplýsingum sem safnað hefur verið frá upphafi um

íslenska geitfjárstofninn. Ætlunin er að auka beinan stuðning til geita-bænda og gera átak í sæðistöku og djúpfrystingu sæðis svo koma megi upp erfðabanka er varðveiti mikil-vægustu erfðaþætti stofnsins.

Ólafur Dýrmundsson, ráðgjafi hjá Bændasamtökunum, hafði ekki heyrt fréttirnar þegar Fréttatíminn hafði samband við hann en var að vonum hæstánægður, enda ötull stuðningsmaður íslensku geitarinn-ar til margra ára. „Þessi mál hafa verið á dagskrá í mörg ár en aldrei hafa fengist peningar til að vinna al-

mennilega, eins og til dæmis við að bæta gagnagrunninn og frystingu sæðis. Þetta hlýtur að þýða að það fáist nú loks peningar í það. Von-andi verður þátttaka geitfjáreigenda nú betri, en hingað til hafa aðeins tveir þriðju geitfjáreigenda fyllt út skýrslur.“

Einnig stefnt að því að við endur-nýjun næstu búvörusamninga verði geitfjárrækt jafnsett sauðfjárrækt í opinberum stuðningi. Þannig megi tryggja ræktun og viðhald stofnsins til framtíðar. „Beingreiðslur þýða náttúrulega það að þeir aðilar sem

framleiða einhverjar afurðir og eru með skýrsluhald. Þeir munu fá styrk sem er hið allra besta mál. Ég er bara himinlifandi yfir þessum fréttum.“ -hh

2 fréttir Helgin 17.-19. október 2014

Page 3: 17 10 2014

HV

ÍTA

SIÐ

/SÍA

– 1

4-21

58

ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.isViðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi.

Þú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook

Page 4: 17 10 2014

siggaogtimo.is

Hvítagull og demantar

veður Föstudagur laugardagur sunnudagur

Strekkingur og rigning hér og þar S- og a-til, heldur hlýnandi.

höfuðborgarSvæðið: Lítisháttar rigning með köfLum.

allhvaSS af a. væta, einkum a-landS.

höfuðborgarSvæðið: DáLítiL væta annað veifið. miLt.

hægari vindur, milt og rigning hér og þar.

höfuðborgarSvæðið: Þurrt framan af, en síðan rigning.

Strekkingur og að mestu frostlaustvið eigum von á einhverri vætu um helgina í flestum landshlutum, einkum seinnipartinn á laugardag og sunnu-dag. Einn af kostum rigningar er að þá er von til þess að óloftið yfir landinu

hreinsist og brennisteins-samböndin skolist úr með rigningunni. Líklega

verður alveg frostlaust á láglendi fram yfir helgi og hitinn þetta 4 til 6 stig. Einnig þítt víðast á fjallvegum.

6

3 34

57

5 44

6

5

4 45

6

einar Sveinbjörnsson

[email protected]

Jón flytur til TexasJón Gnarr, fyrrum borgarstjóri í Reykjavík, flytur til Houston í Texas með fjölskyldu sinni eftir áramót. Jón mun dvelja við stofnun á vegum Rice-háskólans fram á vor hið minnsta. „Held að þetta gæti verið upphafið að einhverju mjög athyglisverðu ævintýri,“ segir Jón.

25.000.000króna þarf Forlagið ehf. að greiða í sekt vegna brots á samkeppnislögum. Hér-aðsdómur staðfesti í vikunni ákvörðun Samkeppniseftirlitsins.

42ár eru síðan öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð var komið á laggirnar. Öld-ungadeildin verður lögð niður um ára-mót vegna þverrandi aðsóknar og þess að ekki er gert ráð fyrir fjárveitingum til stúdentsefna eldri en 25 í frumvarpi til fjárlaga. Þegar mest lét stunduðu um 700 manns nám við öldungadeildina en undir það síðasta aðeins nokkrir tugir.

Sölvi Tryggva og Strákarnir okkar„Hugmyndin mín var að fylgja liðinu í gegnum undankeppnina og ná öllum þessum hliðarvinklum sem ég held að fólk átti sig ekki á,“ segir sjónvarpsmaðurinn Sölvi Tryggvason sem vinnur að heimildarmynd um leið íslenska fótboltalands-liðsins á EM í Frakklandi 2016. „Ég er byrjaður að skjóta efni en ég er að vinna í fjármögnun á myndinni. Þetta er allt á fyrstu stigum,“ segir Sölvi.

1.289blaðsíður af gögnum og 15 tölvudiskar liggja fyrir í SPRON-málinu sem þingfest var í Héraðdsómi Reykjavíkur í vikunni. Í

málinu er ákært fyrir umboðs-svik. Meðal ákærðra er Rann-veig Rist, for stjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi.

18milljónir króna fær Baldvin Jónsson á ári frá íslenska ríkinu til markaðssetningar íslenskra matvæla í Bandaríkjunum. Samkvæmt DV hefur hann fengið um 400

milljónir króna frá ríkissjóði á síðustu

tveimur áratugum.

vikan sem var

Þ að er afar mikilvægt að grípa inn í á fyrstu stigum hjá vefjagigtarsjúklingum

því þá getum við miklu betur snú-ið ferlinu við. Annars er hættan sú að fólk sigli bara í örorku. Það er því ótvíræður ávinningur af því að auka fjárveitingar til okkar því þær munu skila sér í lægri kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið á móti,“ segir Sig-rún Baldursdóttir, sjúkraþjálfari hjá Þraut ehf – miðstöð vefjagigtar.

Sigrún er ósátt við að fólk sem þjáist af vefjagigt fái ekki viðunandi þjónustu í heilbrigðiskerfinu sökum fjársveltis. Hún segir vefjagigtar-sjúklinga vera hornreku í kerfinu og njóti ekki sanngirni í meðferð-arúrræðum í samanburði við aðra

sjúklingahópa. „Mér f innst stundum eins og viðhorfið sé

að þetta sé eitthvert dek-urverkefni en þetta er háalvarlegt þjóðfélags-vandamál.“

Þraut ehf. var stofnað fyrir fjórum árum en árið 2011 samþykkt i vel -ferðarráðuneytið 30 milljón króna f járveitingu til tilraunarekst-urs á þessu sér-hæfðu úrræði fyrir fólk með

vefjagigt og tengda sjúk-dóma. Nú eru 650 manns á biðlista eftir meðferð en 220 manns komast að á hverju ári í greiningu og endurhæf-ingarmat hjá Þraut. Helm-ingur þess hóps fer svo í 8 -16 vikna endurhæf-ingu og hluti

hópsins kemur aftur í sex mánaða endurmat.

„Það hefur verið vaxandi eftir-spurn eftir þjónustu á þessum þrem-ur árum en við höfum ekki bolmagn til að auka hana þó við gjarnan vild-um, til þess skortir fjármagn. Við tókum saman starfsemistölur fyrr á árinu fyrir velferðarráðuneytið og Sjúkratryggingar Íslands sem sýna ótvírætt að starfsemi Þrautar er fjárhagslega afar hagstæð fyrir ríkið og að sparnaður velferðarkerf-isins er mikill,“ segir Sigrún sem reynt hefur að óska eftir auknu fjár-magni til starfseminnar. „Við fáum bara skilaboð um að ekki fáist meira fjármagn. Við erum ekki að tala um stórar fjárhæðir og getum engan veginn skilið svona „sparn-að“. Ég hef að vísu fengið vilyrði fyrir fundi með velferðarráðherra en ég hef ekki fengið boð um hvar eða hvenær.“

Sigrún segir að það sé sárt að horfa upp á þennan sjúklingahóp settan út í horn. „Hvaða sann-girni er í því að það séu t.d. settar 500 milljónir í rekstur Háholts til þriggja ára fyrir 2-3 einstaklinga en að Þraut fái 32 milljónir á ári fyrir 220 einstaklinga?“ spyr hún.

Sigrún segir að samkvæmt út-tekt frá 2008 sé vefjagigt sterkur orsakavaldur í örorku a.m.k. 22% kvenna á Íslandi. Afar mikilvægt sé að greina vefjagigtina snemma til að fólk geti lifað við ásættanleg lífs-gæði og haldið starfsorku. „Meðal-aldur þeirra sem leita til okkar er 45 ár en alls hafa 162 undir þrítugu leitað til okkar. Ein af aðal ástæðum þess að fólk með vefjagigt lendir á örorku er að það veikist ungt en fær ekki viðeigandi meðferð og heilsu þess hrakar þangað til það hefur misst starfsgetuna.“

Hún hvetur til aukinna forvarna. „Vefjagigt er dýr póstur fyrir vel-ferðarkerfið út af þessu háa örorku-stigi. Það sem við eyðum í forvarnir skilar sér margfalt í kassann. Allar rannsóknir sýna að þetta er ótrú-lega kostnaðarsamur sjúklinga-hópur í heilbrigðiskerfinu. Þessir sjúklingar fara til að mynda oft á bráðamóttöku út af ýmsum ein-kennum sem það þekkir ekki. Við kennum þeim að bregðast við og þekkja einkenni sjúkdómsins og drögum þannig úr komum á heil-brigðisstofnanir. Það minnkar strax kostnaðinn og dregur úr álagi ann-ars staðar í heilbrigðiskerfinu.“

höskuldur daði magnússon

Heilbrigðismál Óviðunandi ÞjÓnusta við veFjagigtarsjúklinga

Segir fólk með vefjagigt hornreku heilbrigðiskerfisSjúkraþjálfari sem hefur sérhæft sig í meðferð vefjagigtarsjúklinga segir þá ekki njóta sanngirni í meðferðarúrræðum í samanburði við aðra sjúklingahópa. Aukið fjármagn til meðferðarinnar myndi leiða til sparnaðar annars staðar í kerfinu. Hún furðar sig á að 500 milljónum sé varið í 2-3 sjúklinga í Háholti meðan 32 milljónir séu veittar til meðferðar 220 vefjagigtarsjúklinga.

Sigrún Baldurs-dóttir, sjúkra-

þjálfari hjá Þraut, er ósátt við að

fólk með vefjagigt fái ekki viðunandi þjónustu í heil-brigðiskerfinu vegna fjárskorts. Ljósmynd/Hari

4 fréttir Helgin 17.-19. október 2014

Page 5: 17 10 2014

ÍSLE

NSK

A/SI

A.IS

/TO

Y 71

145

10/1

4

KS Sauðárkróki

Toyota AkureyriBílaverkstæði Austurlands

Bílaleiga Húsavíkur

Bílatangi Ísafirði

Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur

Toyota Selfossi

Bílageirinn Toyota Kauptúni

Toyota Reykjanesbæ

Arctic Trucks

Nethamar

SMURT ER … Í OKTÓBER Sértilboð á smurþjónustu hjá viðurkenndum þjónustuaðilum Toyota

Kynntu þér betur þjónustu okkar á www.toyota.is Bókaðu tíma í d

ag.

Það er einfalt o

g fljótlegt.

Toyota Kauptúni Kauptúni 6 Garðabæ 570 5070Toyota Akureyri Baldursnesi 1 Akureyri 460 4300Toyota Selfossi Fossnesi 14 Selfossi 480 8000Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbæ 420 6610Arctic Trucks Kletthálsi 3 Reykjavík 540 4900Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur Bæjarflöt 13 Reykjavík 440 8000Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur Skemmuvegi 16 Kópavogi 440 8000Nethamar Garðavegi 15 Vestmannaeyjar 481 1216Bílatangi Suðurgötu 9 Ísafirði 456 4580Bifreiðaverkstæði KS Hesteyri 2 Sauðárkróki 455 4570Bílaleiga Húsavíkur Garðarsbraut 66 Húsavík 464 1888Bílaverkstæði Austurlands Miðási 2 Egilsstöðum 470 5070Bílageirinn Grófinni 14a Reykjanesbæ 421 6901

Engin vandamál - bara lausnir.

20% afsláttur Sértilboð á olíum, síum, þurrkublöðum, bílaperum, rúðuvökva, frostlegi og fleiru**

15% afsláttur af vinnu við smurningu hjá viðurkenndum þjónustuaðilum Toyota.

*Næsta smurþjónusta ókeypis hjá viðurkenndum þjónustuaðila (smurning og síur).**Olíur, olíusíur, loftsíur, frjókornasíur, bensín- og hráolíusíur, þurrkublöð, þurrkugúmmí, bílaperur, rúðuvökvi og frostlögur (afsláttur gildir eingöngu með vinnusölu).

Manstu gömlu bílnúmerin? Komdu og taktu þátt í smurningarleiknum okkar meðan við smyrjum bílinn. Þrjú heppin bílnúmer fá ókeypis smurþjónustu* og 50.000 kr. bensínúttekt í vinning.

Page 6: 17 10 2014

Dæmi eru um að hávaðinn mælist yfir heilsuvernd-armörkum, sér í lagi í íþrótta-kennslu og á matmáls-tímum.

Guðni Líndal Bene-diktsson hlaut Íslensku barnabóka-verðlaunin í gær. Ljósmynd/Hari

Bækur Guðni LíndaL Benediktsson hLaut ísLensku BarnaBókaverðLaunin

Búinn að þegja yfir þessu síðan í maí„Ég sendi söguna inn í mars og fékk að vita það í maí að ég hefði fengið þessi verðlaun og þurfti því að þegja yfir því í dágóðan tíma,“ segir Guðni Líndal Benediktsson sem í gær hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin fyr-ir bók sína, Ótrúleg ævintýri afa – Leitin að Blóðey. „Ég byrjaði á því að stökkva upp í rúm til kærustunn-ar minnar sem var sofandi og velti henni um af ánægju þegar ég fékk fréttirnar. Ég bjóst ekki við því að fá þessi verðlaun fyrir mína fyrstu bók.“

Hefurðu verið að skrifa lengi? „Ég hef alltaf verið að dútla mér

við skrif. Hvort sem það eru smásögur, leikritahandrit eða kvikmyndahandrit,“ segir Guðni sem er 26 ára kvik-myndagerðarmaður. „Þessi saga spannst út frá því að pabbi sat oft á rúm-stokknum hjá okkur bræðrum og bullaði sögur á staðnum fyr-ir okkur. Hann lét bara dæluna ganga en það gekk alltaf einhvernveginn upp á spennandi

hátt,“ segir Guðni, en bróð-ir hans er leikarinn Ævar Benediktsson sem nýver-ið gaf út bók undir nafninu Ævar vísindamaður.

Leitin að Blóðey er fyrsta bók Guðna, en

hann vonar að þessi

verðlaun komi sér vel til kynningar á öðrum hugmyndum sem hann er með í burðarliðnum. „Ég er langt kominn með drögin að framhaldi þessarar bókar, svo ef vel gengur þá vonast ég til þess að hún komi út síðar. Svo er ég með tvö kvikmynda-handrit hjá Kvikmyndasjóði sem eiga eftir að fá brautargengi. Ann-arsvegar barnamynd unna úr frægu barnaleikriti sem ég má ekki tala meira um, og líka teiknimynd sem ég hef verið að vinna í samstarfi við félaga minn,“ segir Guðni. -hf

Þ etta snýst ekki um hávaðamengun heldur að koma til móts við börn með sérþarfir sem eru viðkvæm

fyrir áreiti og þurfa í ákveðnum aðstæðum meira næði en önnur börn,“ segir Rakel Þorsteinsdóttir, formaður foreldrafélags Sunnulækjarskóla, sem hefur óskað eftir því við skólastjórnendur að útvega yngstu nemendum skólans heyrnarhlífar til að verj-ast erilshávaða. Rakel segir skólayfirvöld hafa tekið vel í þessa beiðni en fjöldi skóla víða um land bjóða upp á heyrnarhlífar fyrir nemendur.

Nýverið kom út fræðslubæklingur á vegum Kennarasambands Íslands og Sam-bands Íslenskra sveitarfélaga eftir dr. Val-dísi Jónsdóttur, talmeina- og raddfræðing, þar sem fjallað er um hávaðamengun í kennsluumhverfi og skaðsemi hennar. Þá sér Vinnueftirlitið um að gera hávaðamæl-ingar í skólum og dæmi eru um að hávaðinn mælist yfir heilsuverndarmörkum, sér í lagi í íþróttakennslu og á matmálstímum. Þeir sem Fréttatíminn ræddi við þvertaka hins vegar fyrir að nemendur noti heyrnarhlífar vegna hávaða heldur séu þau valkostur til að þeir geti einbeitt sér betur.

Sif Vígþórsdóttir, skólastjóri Norðlinga-skóla, segir nemendum standa til boða heyrnarhlífar og raunar hafi þessi hug-mynd vaknað innan Norðlingaskóla fyrir um áratug. „Við erum í nýju húsi og hljóð-vist vel heppnuð. Við reynum að einstak-lingsmiða námið sem mest, hvort sem það er námsefni eða námsleiðir en það er líka

einstaklingsbundið hvaða námsumhverfi hentar hverjum. Hér eru smærri rými þar sem nemendur geta farið í ef þeir vilja vera í friði en sumir nemendur vilja vera inni í hópnum og geta þá sett upp heyrnarhlíf-ar ef þeir vilja,“ segir hún. Hugmyndin að heyrnarhlífunum kom upp á kaffistofunni á sínum tíma þegar rætt var um hvað væri hægt að gera til að veita þeim næði sem eiga erfitt með einbeitingu. „Húsvörðurinn, sem er gamall iðnaðarmaður, stakk þá upp á að við myndum kaupa heyrnarhlífar,“ segir Sif en síðan hefur verið boðið upp á heyrnar-hlífar í fjölda skóla. Naustaskóli á Akureyri er einn af þeim.

„Heyrnarhlífar eru valkostur sem stend-ur nemendum til boða til að laga aðstæður að sínum þörfum en á ekkert skylt við um-ræðu um hávaðamengun,“ segir Ágúst Jak-obsson, skólastjóri Naustskóla. Hann tekur einnig fram að það hlyti alltaf að vera öfug nálgun á hávaða yfir heilsuverndarmörk-um að nota heyrnarhlífar. „Ég hef stund-um útskýrt þetta þannig að á kennslusvæð-inu erum við ekki bara með stóla og borð heldur líka dýnur, pullur og sófa. Það er ekki vegna þess að stólarnir séu svo slæmir heldur því nemendum henta mismunandi aðstæður. Í nútíma skóla er ekki gert ráð fyrir algjörri þögn en þeir sem vilja loka sig af hvað varðar hljóð geta það með heyrnar-hlífum,“ segir hann.

Erla Hlynsdóttir

[email protected]

Menntun heyrnarhLífar sífeLLt aLGenGari í skóLuM

Heyrnarhlífarnar ekki út af hávaðaHeyrnarhlífar verða sífellt aðgengilegri valkostur fyrir nemendur í grunnskólum. Þeir skólastjórn-endur sem Fréttatíminn ræddi við segja heyrnarhlífarnar alls ekki til komnar vegna hávaðameng-unar heldur til að koma til móts við þá sem eiga erfitt með að einbeita sér þar sem er kliður vegna samskipta nemenda og kennara.

Fjöldi grunnskóla býður nemendum upp á að fá heyrnarhlífar til að útiloka utanaðkomandi hljóð og auðvelda þeim þannig að einbeita sér. Mynd/Hari

[email protected] • www.betrabak.is

Faxafeni 5, Reykjavík, Sími 588 8477

Dalsbraut 1, Akureyri, Sími: 558 1100 • Skeiði 1, Ísafirði, Sími 456 4566

Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 11-16

Frábært verð!

5 svæða skipt yfirdýna. Laserskorið Conforma Foam heilsu- og hæg-inda lag tryggir réttan stuðning við neðra mjóbak og mýkir axlasvæði.

Vandaðar kantstyrkingar.

Vandað pokagormakerfi. Minni hreyfing betri aðlögun.

Slitsterkt og mjúkt bómullaráklæði.

Þykkt 29 cm.

AÐEINS KRÓNUR

95.920MEÐ AfSlættI

Gold120X200

AÐEINS KRÓNUR

122.320MEÐ AfSlættI

Gold160X200

Dýna og Tegund Stærð Classic-botn TILBOÐ

Gold 90x200 96.900 kr. 77.520 kr.

Gold 100x200 104.900 kr. 83.920 kr.

Gold 120x200 119.900 kr. 95.920 kr.

Gold 140x200 139.900 kr. 111.920 kr.

Gold 160x200 152.900 kr. 122.320 kr.

Gold 180x200 164.900 kr. 131.920 kr.

AukAhLutir á Mynd: gAFL og FerkAntAðAr

áLLAppir

Betra Bak

20Á R A A F M Æ L I

20% AFSLÁTTUR AF HEILSURÚMUM

HEILSURÚM í SéRFLokkI

C&J GOLD heilsurúm

6 fréttir Helgin 17.-19. október 2014

Page 7: 17 10 2014

Frábært ferðalag frá upphafi til enda.Í þessari sex þátta seríu sérðu dýralíf Afríkuí algerlega nýju ljósi. Stórkostleg upplifun!

Landsins mesta úrval af margverðlaunuðum þáttumfrá David Attenborough ...nú með 20% afslætti!

KRINGLAN OG SMÁRALIND · 591-5300 · WWW.SKIFAN.IS

AFRÍKANÝ SERÍA! AFRÍKA

9,3EINKUN

AFRÍKAAFRÍKA

3.199,-Verð áður 3.999,-

3.199,-Verð áður 3.999,-

3.199,-Verð áður 3.999,-

3.199,-Verð áður 3.999,-2.159,-

Verð áður 2.699,-2.799,-Verð áður 3.499,-

2.639,-Verð áður 3.299,-

2.159,-Verð áður 2.699,-

2.079,-Verð áður2.599,-

4.399,-Verð áður 5.499,-

4.239,-Verð áður 5.299,-

3.199,-Verð áður 3.999,-

Page 8: 17 10 2014

Íþróttir Hugsanleg stækkun þjóðarleikvangsins

þ að var myndaður starfs-hópur á vegum borgarinnar síðasta vetur um þetta mál

sem skilaði niðurstöðum í mars síðastliðnum með hugmyndum um framtíðarskipulag FRÍ í Laugardal. Frjálsar íþróttir hafa alltaf þurft að víkja fyrir knattspyrnunni í þess-ari umræðu. Það kom upp sú hug-mynd að reisa nýjan frjálsíþróttavöll á svæðinu norðan við Suðurlands-braut, þar sem Þróttur er með hluta æfingaraðstöðu sinnar, en borgin hefur einnig hugmyndir um byggð á því svæði,“ segir Jónas Egilsson, framkvæmdarstjóri frjálsíþrótta-sambandsins. „Á þessu svæði væri hægt að samnýta ýmsa hluti með Laugardalsvelli eins og áhalda-geymslur og annað. Einnig hefur Valbjarnarvöllurinn verið nefndur en engar ákvarðanir teknar.

Þetta strandar þó á því að Reykja-víkurborg hefur óskað eftir því að ríkið komi að málinu. Ríkið hefur

komið að byggingu íþróttamann-virkja á landsbyggðinni og finnst borgaryfirvöldum þau vera afskipt hvað það varðar.“

Á undanförnum árum hafa verið byggðir á bilinu 30-40 knattspyrnu-vellir um allt land og FRÍ finnst kominn tími á 1-2 frjálsíþróttavelli. „Frjálsar íþróttir hafa ekki átt neinn annan völl í 100 ár og ef ekkert verð-ur gert í málinu eigum við á hættu að lokast inni. Þess vegna verðum við að standa á okkar rétti.“

Er kergja á milli sambandanna varðandi þetta mál?

„Ég get ekki sagt til um það beint, en það er ekkert leyndarmál að allir starfsmenn Laugardalsvallar eru starfsmenn KSÍ og hefur sam-bandið alltaf verið í forgangi um allt sem kemur að vellinum. Hvort sem það eru viðburðir eða almenn starf-semi. Það er illa farið með áhöld og keyrt um á hlaupabrautinni eins og

hún sé gerð úr malbiki, sem er ekki boðlegt. Geir Þorsteinsson, formað-ur KSÍ, hefur þó alltaf talað um það að FRÍ sé í forgangi þegar kemur að umræðunni um nýtt svæði,“ segir Jónas. „Þetta er ekki beint kergja en kröfur hafa breyst hjá báðum sam-böndum. Það að hafa þessa velli saman er í rauninni úrelt þó það þekkist víða um heim, en á meðan engar breytingar eru á planinu af hálfu borgarinnar viljum við halda okkar hlut.“

„Eins og staðan er í dag erum við ekki að fylla þær alþjóðakröfur sem til okkar eru gerðar. Það þarf að leysa þennan hagsmunaárekstur og ágreining svo hnúturinn leysist til frambúðar. Frjálsíþróttafólk er ekki annars flokks þegnar,“ segir Jónas Egilsson, framkvæmdarstjóri Frjálsíþróttasambands Íslands.

Hannes Friðbjarnarson

[email protected]

Í kjölfar velgengni íslenska landsliðsins í knattspyrnu að undanförnu sprettur enn á ný upp um-ræða um stækkun Laugardalsvallar. KSÍ birti í vikunni nokkrar tillögur að breytingu vallarins og í öllum tilfellum er gert ráð fyrir því að frjálsíþróttavöllurinn og hlaupabrautin víki. Jónas Egilsson, framkvæmdarstjóri frjálsíþróttasambandsins, segir þetta hafa verið í umræðunni lengi, en engar niðurstöður né ákvarðanir teknar.

Frjálsíþróttafólk er ekki annars flokks þegnar

Hugmyndir eru uppi um stækkun Laugardalsvallar.

8 fréttir Helgin 17.-19. október 2014

HABITAT | Kauptúni | Sími 564 4400 Opið mánudaga til laugardaga kl. 11-18

og sunnudaga kl. 13 -18

afmælisafslátturaf öllum vörum

frá habitatí október

af glösum, stellum og hnífapörum

aðeins þessa helgi!

parnassetestellið

hannað af sir terence conran,stofnanda habitat,

í tilefni af 50 ára afmælinu

nÝtt!

SÍÐAN1964

www.icewear.is

ALLT AÐ 80% AFSLÁTTURALLT AÐ 80% AFSLÁTTURVETRAR- OG ÚTIVISTARFATNAÐUR

FÁKAFEN 9 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 555 7412

STORMUR DúnparkaVerð áður: 39.950Verð nú: 19.975

20%AFSLÁTTUR

Gildir í október

Lyfjaauglýsing

Nicotinell 3-20% 3x10-Apotekarinn copy.pdf 1 26/09/14 12:32

Page 9: 17 10 2014

#ATFsmáralindá Instagram

Nýttu þérnámsstyrkinn!

16.–20. OKTÓBER

NÝJAR VÖRURÁ TILBOÐIKarnivalstemning laugardagog sunnudag kl. 13-17

• Ljónatemjari• Trúðar• Kraftakeppni Smáratívolí• Cocoa Puffs lestin• Candy �oss• Blöðrurog margt �eira!

Kynntu þér tilboðiná smaralind.is

OPIÐ: VIRKA DAGA 11–19 FIMMTUDAGA 11–21 LAUGARDAGA 11–18 SUNNUDAGA 13–18 WWW.SMARALIND.IS FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Góða skemmtun

Page 10: 17 10 2014

Inniheldur 11,6 mg af díklófenaktvíetýlamíni. Ábendingar: Staðbundnir bólgukvillar. Skammtar og lyfjagjöf Fullorðnir og börn 14 ára og eldri: 2-4 g af hlaupi borið á aumt svæði 3-4 sinnum á sólarhring. Mælt er með handþvotti eftir notkun, nema verið sé að meðhöndla hendur. Ef meðhöndla á bráð, minniháttar meiðsli í stoðkerfi skal ekki nota Voltaren lengur en 7 daga án samráðs við lækni. Hafið samband við lækninn ef einkenni eru viðvarandi eða versna eftir meðferð í 7 sólarhringa. Frábendingar: Ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, asetýlsalisýlsýru og öðrum bólgueyðandi gigtarlyfjum (NSAID). Sjúklingar sem hafa fengið astma, ofsakláða eða bráða nefslímubólgu af völdum asetýlsalisýlsýru eða annarra bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID) eiga ekki að nota lyfið. Má ekki nota á síðustu 3 mánuðum meðgöngu. Má ekki nota handa börnum og unglingum 14 ára og yngri. Sérstök varnaðarorð: Má eingöngu bera á heila og heilbrigða húð og alls ekki á slímhúðir, augu, sár, exem, vessandi húðbólgu. Getur valdið húðertingu. Varast skal mikið sólarljós, notkun samhliða bólgueyðandi lyfjum eða að hylja notkunarsvæðið með loftþéttum umbúðum. Gæta skal sérstakrar varúðar hjá öldruðum eða astma-/ofnæmis-sjúklingum (hefur valdið berkjukrampa). Hætta á meðferð ef útbrot koma fram eftir notkun. Við notkun á stór húðsvæði eykst hættan á altækum aukaverkunum, t.d. á nýru. Við brjóstagjöf eða meðgöngu má eingöngu nota lyfið í samráði við lækni. Getur dregið úr frjósemi en þau áhrif ganga til baka. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfis hafi: Novartis Healthcare A/S. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.

Verkir?Verkir?Verkjastillandi og bólgueyðandi!

VoltarenGEL011014KK-5x10 copy.pdf 1 28/09/14 21:33

Þrjár konur í fangelsi á ÍslandiHlutdeild kvenna í afbrotum er, og hefur alltaf verið, mun lægri en karla. Í fangelsum sitja í dag 154 fangar, þar af eru þrjár konur.Hlutfall kvenna sem ljúka afplánun á síðastliðnum árum hefur verið frá 7% - 12,4%. Helgi Gunn-laugsson segir ástæðuna vera margþætta.-hh

Tilefni fangavistar 2013Fjöldi þeirra sem ljúka afplánun alls/eru í afplánun í lok árs

Karlar KonurManndráp/tilraun til manndráps 22 3Auðgunarbrot/skjalafals 78 4Umferðarlagabrot/nytjataka 25 2Fíkniefnabrot 105 9Kynferðisbrot 52 0Ofbeldisbrot 48 3Brenna 4 0Annað 16 2Samtals 350 23Hlutfall 93,8% 6,2%

Af hverju svona fáar konur?n Hlutdeild kvenna í af-brotum er, og hefur alltaf verið, bæði hérlendis og erlendis, mun lægri en karla. n Konur fremja síður alvarleg afbrot. n Fræðimenn líta til félagslegra og menningarlegra skýringa en ekki líffræðilegra.n Hin hefð-bundnu kynhlut-verk virðast gera það að verkum að konur halda meira aftur af sér en karlar. n Vettvangur kvenna er annar en karla sögu-lega séð. Þær hafa síður haft tækifæri til að fremja ýmis brot, eins og t.d. efna-hagsbrot.n Á áttunda ára-tugnum spáðu fræðingar því að hlutdeild kvenna í fangelsum myndi aukast með aukinni hlutdeild kvenna utan heimilis. En það hefur ekki gerst.n Síðastliðin tíu ár hefur hlut-deild kvenna í afbrotum aukist, en það er vegna þess að afbrotum karla er að fækka almennt, sem gerir það að verkum að bilið milli kynjanna verður minna.n Svo virðist sem konur séu síður dæmdar en karlar. n Félagsleg staða kvenna sem enda í fangelsi er oftast mjög erfið og eru þær oftast búnar að brenna allar brýr að baki sér þegar þær eru dæmdar.

Karlar í fangelsiHelgi Gunnlaugs-son segir marga þætti spila inn í fámenni kvenna í fangelsum. En það sé líka rétt að gefa hinni hliðinni gaum, þ.e. hversu sláandi fleiri karlar eru í fangelsum. Hvað erum við að gera rangt? Gjald karlmennskunnar? Á síðastliðnum árum hafi athyglinni verið beint að félagslegum vanda ungra kvenna og einstæðra mæðra en ungir karlmenn sem séu félagslega illa staddir eigi það til að gleymast.

Á Íslandi eru sex fangelsi. Hegningar-húsið, Kvíabryggja, Litla-Hraun, Kvenna-fangelsið Kópavogs-braut, Fangelsið Sogni og Fangelsið Akureyri. Eins og er eru konur nú vistaðar í Kvenna-fangelsinu og á Kví-abryggju en munu í framtíðinni afplána í nýja fangelsinu við Hólmsheiði.

Fangelsi á Íslandi

Hlutfall kvenna sem ljúka afplánun á síðastliðnum

árum hefur verið frá

7% - 12,4%

151karlar afplána nú í

fangelsum landsins.

3konur afplána nú í

fangelsum landsins.

10 úttekt Helgin 17.-19. október 2014

Page 11: 17 10 2014

Samstarfsaðilar Eldað fyrir Ísland:

Með þinni þátöku fá sjál�oðaliðar okkar æfingu í að opna stöðvarnar og taka á móti stórum hópi fólks.

Þiggðu súpu, það hjálpar okkur.

Kjötsúpa Fjöldahjálpar-stöðvar

Sjál�oðaliðar Kynntu þérmálið

HV

ÍTA

SIÐ

/ S

ÍA -

14

-21

83

Þú færð allar upplýs-ingar um hvaða �öldahjálparstöðvar eru opnar á raudikrossinn.is

Stöðvarnar verða mannaðar af sjál�oðaliðum okkar líkt og um alvöru neyð væri að ræða.

Um 50 stöðvar af 117 víðsvegar um landið verða opnaðar. Hvar er þín næsta?

Í samstarfi við Klúbb matreiðslumeistara færðu gómsæta kjötsúpu. Fjöldi samstarfsaðila leggur hráefnið til.

Page 12: 17 10 2014

Við hönnun íþrótta- og menningarmið-stöðvarinnar höfðu Aðalheið-ur og félagar samnýtingu að leiðarljósi. Í húsinu eru fjölnota rými sem nýtast ekki bara íþrótta-iðkendunum heldur stórum hópi íbúa hverfisins við hverskyns upp-ákomur.

A 2f arkitektar, sem er með skrif-stofur í Reykjavík og Berlín, hefur áður hlotið viðurkenningar en þar

á meðal er nýbygging Framhaldsskólans í Mosfellsbæ. Samkeppnin var opin þar sem 95 tillögur voru samþykktar en af þessum 95 tillögum voru svo 10 valdar til þátttöku í samkeppninni. Það var einróma álit dómnefndar að tillaga af2 arkitektar skyldi vinna.

Harður heimurArkitektarnir á bak við tillöguna eru þau Aðalheiður Atladóttir, Falk Krüger og Fi-lip Nosek. „Við erum þrjú saman í þessu, við Falk, sem er eiginmaður minn, og Fi-lip, gamall vinur okkar úr háskólanum, en hann rekur stofuna í Berlín. Við lærðum í Aachen í Þýskalandi og á lokaönninni okkar leigðum við saman gamalt sláturhús sem var tómt á þeim tíma og umbreyttum því í vinnustofu. Það var svo í kjölfar vinn-unnar við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ sem við ákváðum að stofna saman stofu.“

Aðalheiður segir verðlaunin vera mjög þýðingarmikil fyrir stofuna. „Þetta er miklu harðari heimur úti en hér. Það er ekki mikið um opna samkeppni og mjög oft er forval til að komast að í keppni. Við höfum enn ekki mikið af opinberum bygg-ingum á ferilskránni svo það getur verið erfitt að komast að. Stundum er svona „wild card“ fyrir ungar stofur og þá er það bara happaglappa hvort maður komst að. Það er bara svo ofboðsleg samkeppni í Þýskalandi að það getur verið erfitt um vik fyrir litlar ungar stofur. En þessi verðlaun eiga eftir að hjálpa okkur mikið og veita þeim aðgang að fleiri samkeppnum.“

Áhersla á samnýtingu og vistvæn efniHúsið sem um ræðir er íþróttahöll og menningarmiðstöð og segir Aðalheiður bygginguna sjálfa endurspegla notagildi sitt í hönnun og efnisvali. „Menningar-miðstöðin umlykur íþróttahöllina og salur hennar nýtist sem fjölnota salur með menningarmiðstöðinni. En þar að auki er húsið á lóð grunnskóla hverfisins sem nýtir þá líka íþróttasalinn. Þannig að við leggjum mjög mikla áherslu á sam-nýtingu. Það sem er líka mikilvægt er að byggingin er hluti af átaki borgarinnar til að bæta hverfið, efla það og styrkja, en þess vegna hugsum við húsið sem mið-stöð þar sem fólk getur komið saman. Það eru fleiri fjölnota rými í húsinu sem fólkið í hverfinu getur nýtt við hverskyns upp-ákomur.

Íþróttahöllin sjálf er hærri eining og

hlaðin úr múrsteinum, líkt og næsta bygg-ing í hverfinu. Hugmyndin er að hún virki sem öflugur stólpi sem svo menningarmið-stöðin umlykur á „organískan“ hátt, bæði í efnisvali og formi,“ segir Aðalheiður en menningarmiðstöðin verður byggð úr viði.

Stofan þeirra Aðalheiðar vann alþjóðleg verðlaun árið 2014 fyrir vistvænar út-færslur við hönnun Framhaldsskólans í Mosfellsbæ. Aðalheiður segir þau alltaf vinna með vistvænar lausnir í huga. „Í þessari samkeppni var ekki beðið sérstak-lega um vistvænar lausnir en

við erum alltaf með það á bak við eyrað í okkar hönnun. Til dæmis hugsum við mikið um efnisval og hvað verði um efnið í framtíðinni. Við reynum að nota ending-argott efni, en ef það þarf að rífa eða laga hvað verður þá um efnið? Er hægt að farga því? Við erum mjög hrifin af tré því það er lifandi efni og það er hægt að gróðursetja nýtt tré í stað þess sem þú tekur.“

Sveiflukenndur bransiAðalheiður og Falk höfðu alltaf mikinn áhuga á því að vinna á Íslandi og fluttu því hingað eftir útskriftina í Aachen. Þau ákváðu svo að fara aftur út eftir hrun í atvinnuleit. „Við unnum úti í eitt ár en þegar við sigruðum í samkeppninni um Framhaldsskóla Mosfellsbæjar fluttum

við aftur heim. Mig langar að vinna hér heima en auðvitað er gott að hafa þessa tengingu við Þýskaland og geta unnið þar líka. Þetta mjakast svona hægt og rólega áfram hér heima, en kannski ekki alveg jafn hratt og maður var að vonast til þegar maður var að byrja. Þetta er svolítið sveiflukenndur og erfiður bransi, því verð-ur ekki neitað, en við getum þó alls ekki kvartað núna þar sem við erum með næg og fjölbreytt verkefni í gangi. Við erum bjartsýn á framtíðina.“

Halla Harðardóttir

[email protected]

Loft innan fárra mínútna

Ilmur af mentól og eukalyptus

Andaðu með nefinu

Otrivin Menthol ukonserveret, nefúði, lausn. Innihaldslýsing: Xýlómetazólínhýdróklóríð 1 mg/ml. Ábendingar: Bólgur og aukin slímmyndun í nefi, kinnholum og nefkoki. Skammtar og lyfjagjöf: Fyrir fullorðna og börn eldri en 12 ára: 1 úði í hvora nös 3 sinnum á sólarhring eftir þörfum, lengst í 10 sólarhringa og ekki úða oftar en að hámarki 3 úða í hvora nös á sólarhring. Snýttu þér. Fjarlægðu glæru plasthettuna. Skorðaðu úðaflöskuna milli fingranna. Úðað er með því að þrýsta kraganum niður að flöskunni. Hallaðu höfðinu örlítið fram. Stúturinn á úðaflöskunni er settur upp í nösina. Úðað er einu sinni, um leið og andað er að sér inn um nefið. Farðu eins að í hina nösina. Ekki má nota lyfið ef þú ert með ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, ef þú hefur gengist undir aðgerð í gegnum nefið eða munninn eða ert með þrönghornsgláku. Ráðfærðu þig við lækni áður en lyfið er notað ef þú ert: Þunguð, með barn á brjósti, næmur fyrir adrenvirkum efnum, ert með skjaldvakaóhóf, sykursýki, háþrýsting, æðakölkun, slagæðargúlp, blóðtappa í hjarta, óreglulegan eða hraðan púls, erfiðleika við þvaglát, æxli í nýrnahettum, þunglyndi og ert á lyfjameðferð við því. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.

Íslensk arkitektastofa vinnur til verðlauna í ÞýskalandiÍslensk-þýska arkitektastofan, a2f arkitektar, vann í vikunni samkeppni um hönnun íþróttahallar og menningarmið-stöðvar í Rendsburg í Þýskalandi. Aðal-heiður Atladóttir, einn eigenda stofunnar, segir verðlaunin mjög þýðingarmikil og hjálpa þeim að komast áfram í annars hörðum heimi.

Aðalheiður Atladóttir og Falk Krüger, sem eru samstarfsmenn og hjón, reka stofuna a2f ásamt Filip Nosek. Þau lærðu arkitektúr í Þýskalandi og vinna nú bæði á Íslandi og í Þýskalandi. Þau segja bransann mjög sveiflukenndan beggja vegna Atlantshafsins en þau séu samt bjarsýn á framtíðina. Mynd Hari.

12 fréttaviðtal Helgin 17.-19. október 2014

Page 13: 17 10 2014

www.samskip.is Saman náum við árangri

Í fimleikum skiptir mestu að leysa úr flóknum æfingum áreynslulaust og fallega. Kraft, samhæfingu, lipurð og að geta hugsað um margt í einu þekkjum við vel hjá Samskipum! Samskip - stoltur styrktaraðili Fimleikasambands Íslands.

> Fim og fær í flestan sjó

Page 14: 17 10 2014

U „Unnið verður að víðtækri sátt við aðila vinnu-markaðarins um þróun vinnumarkaðar og upp-byggingu til framtíðar.“ Svo sagði meðal ann-ars í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þegar hún tók við völdum í maí í fyrra. Ef marka má viðbrögð aðila vinnumarkaðarins nú, þegar lið-ið er tæplega eitt og hálft ár af kjörtímabilinu, er ekki að sjá að sú sátt hafi náðst.

Blika er lofti þegar horft er til vinnumark-aðar í vetur. Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífs-ins hafa gagnrýnt stjórnvöld fyrir samskiptaleysi. Á meðan svo er stefnir í óefni. Stór orð hafa fallið sem auka ekki tiltrú á samstarf vinnumarkaðsaðila og stjórnvalda. Gylfi Arnbjörns-

son, forseti ASÍ, hefur sagt fjár-lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar vera aðför að launafólki og hótað að láta af öllu samstarfi við ríkis-stjórnina, verði það samþykkt

óbreytt. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson for-sætisráðherra dró hins vegar í efa að forseti ASÍ stæði við hótun sína, að hætta samráði væri umbjóðendum hans ekki til gagns. Dyrn-ar stæðu opnar í forsætisráðuneytinu.

Samtök atvinnulífsins hafa tekið undir gagn-rýni á ófullnægjandi samráð ríkisstjórnarinnar um mikilvæg mál sem að vinnumarkaðnum snúa. Samið var til eins árs á almenna vinnu-markaðnum um hófsamar launahækkanir í þeirri von að slíkt skilaði auknum kaupmætti. Samtök atvinnulífsins segjast hafa skilning á því að reiði ríki innan verkalýðsfélaga á almennum vinnumarkaði vegna mikilla launa-hækkana á opinberum vinnumarkaði. Ábyrgð á verðstöðugleika verði aldrei borin af almenn-um vinnumarkaði einum. Þar verði stéttarfélög opinberra starfsmanna einnig að axla ábyrgð – og það sama á vitaskuld við um samningsaðil-ann, hið opinbera.

Samtök atvinnulífsins benda á þann árangur sem náðst hefur með hófsömum kjarasamning-um. Á tæpu ári hefur verðbólga hjaðnað hratt og er nú 1,8 prósent á ársgrunni. Aðilar vinnu-markaðarins lögðu upp með að hóflegar launa-hækkanir myndu stuðla að lægri verðbólgu

og meiri kaupmáttaraukningu en ella. Minna gæti orðið meira, eins og Samtök atvinnulífsins orða það – og það hafi gengið eftir. Kaupmáttur launa hafi því verið 4 prósent meiri í september en fyrir ári. Á það er að vísu bent að aukning kaupmáttar sé umfram aukningu framleiðni í atvinnulífinu og varanleiki hans því í nokk-urri óvissu. Svo hröð aukning kaupmáttar verði ekki varin nema vel sé haldið á spilum í efnahagsstjórn og við gerð kjarasamninga á komandi mánuðum.

Þar er óvissan mikil, hvort heldur litið er til almenna markaðarins eða hins opinbera. Læknar hafa til dæmis boðað verkfall og farið fram á verulegar kjarabætur. Mikil óvissa ríkir um niðurstöðu á þeim viðkvæma vett-vangi – annars vegar mat á að kjör lækna þurfi að vera með þeim hætti að þeir vilji starfa hér á landi og hins vegar það fordæmisgildi sem umtalsverð hækkun hefði og kröfur annarra í kjölfarið. Samtök atvinnulífsins benda því á að þrátt fyrir þann árangur sem náðst hefur í bar-áttu við verðbólgu og með auknum kaupmætti sé staðan á vinnumarkaði tvísýn. „Að óbreyttu gæti stefnt í víðtækari verkföll á almennum vinnumarkaði en um áratugaskeið,“ segja Sam-tökin. „Ástæðurnar má rekja til kjarasamninga opinberra starfsmanna, samskiptaleysis stjór-nvalda og aðila vinnumarkaðar og ósamstöðu um áherslur í efnahagsmálum. Í hnotskurn er verkalýðshreyfingin á almennum vinnumark-aði að undirbúa harðar aðgerðir vegna trún-aðarbrests við ríkisstjórnina,“ segir einnig og samtökin bæta við: „Forsenda þess að gerðir verði kjarasamningar á grundvelli verðstöðug-leika er að traust ríki á milli stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar. Það traust er ekki fyrir hendi og því stefnir í óefni á vinnumarkaði í vetur. Sameiginleg sýn á meginlínur efna-hagsstefnunnar er nauðsynleg forsenda slíks trausts, Það verður að vera forgangsverkefni stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar að stilla betur saman strengi.“

Það er krafa almennings að aðilar vinnu-markaðarins og stjórnvöld sýni umbeðna ábyrgð. Sá árangur sem náðst hefur fýkur fljótt út í veður og vind logi allt í vinnudeilum á komandi vetri.

Stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðar gangi í takt

Tvísýn staða á vinnumarkaði

Jónas [email protected]

LóABORATORíUM LóA hjáLMTýsdóTTiR

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjó[email protected] Ritstjóri: Jónas Haraldsson [email protected] Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon [email protected]. Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson [email protected]. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@

frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.

Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á

[email protected]

Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu

og Akureyri auk lausadreifingar um land allt.

Dreifing með Fréttatímanum á bæklingum og fylgiblöðum

er hagkvæmur kostur.

Ert þú að huga að dreifingu?

MMikilvægtMagnesíum plús með B12, B6 og fólinsýru er slakandi og styrkjandi fyrir líkama og sál.

14 viðhorf Helgin 17.-19. október 2014

Page 15: 17 10 2014

hvítur 178 cmRB29FSRNDWW/EF

99.517 Verð áður 119.900

Stállitur 178 cmRB29FSRNDSS/EF 107.817Verð áður 129.900

kælir/fryStir„no frost,“ það þarf aldrei að afþýða

hvítur 185 cmRB31FERNCSS/EF

124.417Verð áður 149.900

Stállitur 185 cm RB31FERNCSS/EF

132.717Verð áður 159.900

– um land allt –

Síðumúla 9 · Sími 530 2900 · samsungsetrid.isOpið ViRka Daga kl. 10-18 · laugaRDaga kl. 12-16

lágmúla 8 · Sími 530 2800 · ormsson.isOpið ViRka Daga kl. 10-18 · laugaRDaga kl. 11-15

VÖRU-

GJÖ

LDAF

NUMIN

FYRiR HEiMiliN Í laNDiNuOrMSSON hEfur AfNuMiÐ VÖRUGJÖLD í ÖlluM vErSluNuM SíNuM fyrStir AllrAVegna niðurfellingar vörugjalds hafa öll helstu heimilistækin lækkað í verði um 17% og sjónvörp, hljómtæki og annað um 20%.

ÞvOttAvélWF70F5E3p4W/EEECO Buble.Tekur 7 kg af þvotti, 1400 snúninga vinda og kolalaus mótor.

99.517 Verð áður 119.900

tvÖfAldur kæliSkápurRFg23uERS192 cm á breidd. kælir efrihluta og frystir niðri. Með „frönskum“ hurðum. Vatns- og klakavél.

464.717 Verð áður 559.900

kælir Og fryStirRS7567THCSR92 cm á breidd. Tvöfalt kælikerfi, loft fer aldrei á milli kælis og frystis.Vatns- og klakavél.

282.117Verð áður 339.900

Við höfum náð samningum við okkar helstu birgja, sem gerir okkur mögulegt að afnema þessi gjöld nú þegar. Fólk þarf því ekki að bíða eftir nýju ári til að gera hagstæð innkaup fyrir heimilið, heldur getur þú nú komið í verslanir ORMSSON um allt land og fengið umtalsvert meira fyrir peninginn en áður.

EKKI EFTIR NEINU AÐ BÍÐA

Page 16: 17 10 2014

Þetta er sjálfshjálparbók sem kennir fólki að rústa lífi sínu. Þetta er kaldhæðnisleg ádeila á allt það sem sjálfshjálparbækur standa fyrir. Ég ákvað að rústa lífi mínu skipulega til að frelsa mig,“ segir Sævar Daníel

Kolandavelu, betur þekktur sem Sævar Poetrix. Hann hefur sjálfur lesið ófáar sjálfshjálparbæk-urnar en finnst engin þeirra hafa hjálpað sér hið minnsta. „Ég hef til dæmis lesið Power of now, Conversations with god, AA-bókina og auðvitað Biblíuna,“ segir Sævar sem tilheyrði AA-samtök-unum um tíma. „Ég trúi ekki á hugmyndafræðina þar lengur. AA-samtökin hafa bjargað lífi margra og ég er ekki að dæma sannfæringu annarra. Fyrir mig var nauðsynlegt að komast sjálfur að kjarna mínum. Hugmyndin um að fólk þurfi á hjálp guðs að halda truflaði mig. Stærsta vandamál mann-kyns er guð. Guð er enginn annar en þú sjálfur, þú ert guð þinnar veraldar, það er enginn annar sem ætlar að dæma þig og það er enginn guð sem finnst þú ekki nógu góður.“

Sævar er að senda frá sér sína fyrstu bók sem ber heitið „Hvernig á að rústa lífi sínu... og vera alveg sama“ en þrátt fyrir að vera ekki enn komin út hefur hún þegar valdið miklu fjaðrafoki. Bókin er til sölu í gegnum fjármögnunarsíðuna Karolina Fund og í vikunni birti hann á Facebook-síðu sinni sama bókarkafla og er aðgengilegur í kynningar-skyni á söfunarsíðunni. Þar greindi hann meðal annars frá áfengisvanda móður sinnar og grófu of-beldi sem hann var beittur af móður sinni og stjúp-föður sem barn. Hann segir bókina þó alls ekki snúast um þetta ofbeldi en kaflinn hafi engu síður verið valinn til kynningar af ástæðu. „Þessi kafli er útskýring á því af hverju þú átt að treysta því að ég viti hvað ég er að tala um þegar ég tala um að rústa lífi sínu.“

Kjötbollur í baðkarinuKaflinn vakti mikla athygli og var vitnaði í hann á öllum helstu vefmiðlum. Í kjölfarið steig ein af systrum hans fram og sagði meirihlutann af því sem þar birtist vera lygi. Sævar hefur gefið út að hann standi við hvert orð. „Það eina sem ég get sagt er að hún veit líklega ekki betur. Það er til læknisfræðilegt heiti yfir það að standa með kvöl-urum sínum. Mín vegna má hún gera nákvæmlega þetta og líða nákvæmlega svona. Ég kæri mig ekki

um að búa til stríð um þetta mál á síðum blaðanna.“ Hann segir það skiljanlegt að jafnvel ókunnugt fólki telji hann vera að ljúga þegar það heyrir af því grófa ofbeldi sem hann varð fyrir. „Fólk trúir ekki að það sé hægt að vera svona vondur og það veitir fólki friðþægingu að afskrifa frásögn mína. Þannig líður fólki betur. En ég er alls ekki sá eini og saga mín er alls ekki sú versta.“ Sævar segist harma að við-brögð sumra hafi þó verið að for-dæma foreldra hans út af þessum skrifum. „Ég er sá fyrsti til að taka upp hanskann fyrir þau. Þau eru manneskjur og ég held að þau hafi einfaldlega ekki getað gert betur.“

Fjölskylda Sævars, sem hann lítur þó ekki á sem fjölskyldu sína í dag og segist ekki bera neinar tilfinningar til, bjó á Selfossi þegar hann var barn. Fyrstu minningarn-ar um ofbeldi eru frá því hann var fjögurra ára gamall. „Ég man ekki mikið í kringum þennan atburð en ég man eftir mér í baði, það var dimmt og ég mátti ekki fara upp úr fyrr en ég væri búinn að borða kvöldmatinn sem mamma hafði hellt ofan í baðið. Ég sat þarna í köldu baðinu og kjötbollur og kartöflur flutu um. Ég man ekki hvort vatnið var kalt upphaflega en ég var þarna klukkutímum saman. Mamma var mjög drukkin en hún gafst upp um nóttina enda átti ég að mæta á leikskóla morguninn eftir. Ég var svo þreyttur að ég hafði ekki orku til að vera reiður eða sýna aðrar tilfinningar heldur fór ég bara upp í rúm og stein-sofnaði.“

Vottar Jehóva bönkuðu upp áMóðir hans og faðir skildu þegar hann var lítill strákur og flutti stjúpfaðir hans inn á heimilið þegar Sævar var á fjórða ári. „Ég

hef alltaf verið uppreisnargjarn í eðli mínu. Þegar stjúpi minn flutti inn skynjaði ég strax að þetta var ekki góður maður og ég ákvað að hann myndi aldrei hafa vald yfir mér. Þetta mótaði mig sterkt og ég hef frá upphafi verið and-snúinn hvers konar valdi.“ Hann var ungur að árum þegar móðir hans gekk í trúfélagið Votta Jehóva eftir að Vottar höfðu bankað upp á og kynnt henni boðskapinn. Hann þvertekur þó fyrir að hafa fengið trúarlegt uppeldi. „Hugmynda-fræðileg kúgun er nær lagi. Ég tek fram að allt sem ég segi er út frá mínum bæjardyrum og ég virði skoðanir annarra. Eins og ég sé þetta þá lifir heittrúað fólk lífi sínu eins og það gerir því það vantar festu, öryggi og samþykki. Guð Votta Jehóva er rosalega reiður og honum er ekki sama hvernig þú lifir lífi þínu, og þín bíður ægileg refsing ef þú fylgir ekki fyrirmæl-um hans.“

Sævar segist í raun aldrei hafa átt fjölskyldu fyrr en hann kynntist núverandi kærustunni sinni og ekki áttað sig á því hvað samein-aði fjölskyldur. „Ég skildi aldrei af hverju fólki fannst fólkið í fjöl-skyldunni sinni eitthvað merki-legra en annað fólk eða hvað fjöl-skyldur gerðu almennt saman.“ Sævar á þrjár systur, eina sem er samfeðra og tvær sem móðir hans eignaðist með stjúpföður hans. „Systur mínar eru það eina sem ég hef tilfinningalega tengingu við, fyrir utan ömmu og afa og fjar-skyldari ættingja. Í mínum huga skilgreinist fjölskylda ekki af blóð-flokkum og kennitölum. Fjölskyld-an eru þeir sem standa þér næst, hvort sem þú vilt kalla það vini eða eitthvað annað.“

Versta æskuminninginHann segir barsmíðar stjúpa síns hafa verið hversdagslegan viðburð þó það séu vissulega einstaka bar-smíðar sem standa upp úr í minn-ingunni. „Mér finnst ekkert merki-legt að hafa verið barinn. Það sem mér fannst mest niðurlægjandi var að ráða ekki við hann og hafa ekki

Rústaði lífi mínu

Það eina sem skiptir máli er að meiða ekki.

Framhald á næstu opnu

Sævar varð þekktur undir nafninu Poetrix fyrir um áratug þegar hann sendi frá sér rappplötu og gaf út lag með Bubba Morthens. Hann útilokar ekki að snúa aftur í rappið. Mynd/Hari

Sævar Poetrix tók meðvitaða ákvörðun um að rústa lífi sínu til að frelsa sjálfan sig og skrifaði bók í leiðinni – sjálfshjálparbók sem um leið er ádeila á allt það sem sjálfshjálparbækur standa fyrir. Kynningarkafli sem hann birti úr bókinni hefur valdið miklu fjaðrafoki en þar greinir hann frá grófu ofbeldi sem hann varð fyrir af hálfu móður sinnar og stjúpföður. Til að finna eigin kjarna sagði Sævar upp traustri vinnu, losaði sig frá öllu sem veitti honum öryggi sem manneskja og skrifaði sjálfsævisögulegt uppgjör.

líkamlega burði til að vera jafn stór og ég var inni í mér,“ segir Sævar. Hann rifjar upp atvik þegar hann var um tíu ára gamall og fór að rífast við systur sínar um tölvu-leik sem þær voru að spila. „Stjúpi minn var búinn að vera að drekka réðist þá á mig og ég sótti hníf til að stinga hann. Ég fantaseraði um það allar nætur að stinga hann en þorði það ekki af ótta við að hann myndi vakna. Þarna náði hann af mér hnífnum, reif mig úr öllum fötunum og henti mér út í snjóinn með orðunum: „Þú komst nakinn inn í þennan heim og nakinn skaltu fara út.“ Ég ætlaði að hlaupa til ömmu og afa en mamma kom á eftir mér enda mátti ekki fréttast að ég væri nakinn úti í frosti og snjó.“ Hann segir mömmu sína og stjúpa hafa lagt sig fram við að halda uppi leikriti til að breiða yfir það sem átti sér stað á heimilinu. „Ég reyndi að segja frá en mér var ekki trúað. Þau voru mjög lúmsk og komu mjög vel fyrir út á við. Stjúpi minn var algjör naðra og passaði að það sæist aldrei á and-litinu á mér. Mamma gerði síðan hvað hún gat til að sannfæra skóla-yfirvöld um að ég væri geðveikur. Í eitt af fjölmörgum skiptum sem ég var sendur til skólastjórans, sem var góður maður, man ég að hann sagði við mig að ég væri greindur en væri gjörsamlega að eyðileggja alla möguleika mína á framtíð.“

Alverstu minningar Sævars frá æskuárunum eru frá því hann var einangraður í herberginu sínu í tvo mánuði í refsingarskyni. „Þau lögðu mikið upp úr því að hafa vald yfir mér og þegar þau fundu að þau höfðu ekki það vald reyndu þau að knésetja anda minn. Þegar ég gaf mig ekki notuðu þau sífellt öfgafyllri refsingar sem voru ekki í neinu samhengi við glæpinn. Ég þótti svakalega slæmur fyrir að borða ekki uxahalasúpu sem mér þótti vond. Það tók síðan steininn úr að þeirra mati þegar ég stal kexpakka úr Fossnesti á Selfossi. Eftir það var ég lokaður inni í her-berginu mínu í 2 mánuði. Þarna var skólinn í sumarfríi og enginn saknaði mín. Ég fékk að koma fram í hádegismat en enginn virti mig viðlits. Ég var vandamálið á heimilinu og blóraböggullinn.“

Sagði upp í vinnunni og neytti fíkniefnaBókin hans Sævars er í raun sjálfs-ævisögulegt uppgjör og fjallar lítið meira um ofbeldið sem hann varð fyrir í æsku en kom fram í kynn-ingarkaflanum en hann var þó tilbúinn til að segja nánar frá því hér vegna þeirra fjölmörgu spurn-inga sem vöknuðu og athyglinnar sem kaflinn vakti. Hann vill ekki ljóstra miklu upp um söguþráðinn en segir þó: „Þú hefur aldrei lesið neitt þessu líkt. Ég hef aldrei lesið neitt þessu líkt.“ Hann lítur á bók-ina sem lið í eigin frelsun og segist hafa verið orðinn mjög veikur af smitsjúkdómnum ofbeldi. „Ég var ófær um að mynda tengsl, ég var kaldur og gat ekki lifað með því að skaða mögulega þá sem mér þótti vænt um. Líklega var það kveikjan að þessu öllu,“ segir Sævar. Hann á 8 ára son úr fyrra sambandi sem er honum mikilvægt byggja upp gott sambandi við. „Ég hafði sann-færingu fyrir því að ég yrði að feta þennan stíg áður en ég gæti verið til staðar fyrir aðra manneskju.

16 viðtal Helgin 17.-19. október 2014

Page 17: 17 10 2014

NÝ SENDING AF HÚSGÖGNUM

DAKOTA leðurtungusófiStærð: 277X168cmVerð: 338.000,-

FOREX tungusófiStærð: 270X165cmVerð: 209.000,-

AVALON tungusófiStærð: 318X165cmVerð: 255.000,-

PISA tungusófiStærð: 249x157cmVerð: 177.000,-

MILANO leðursófasett3ja sæta - Verð: 199.900,- Stóll – Verð: 99.900,-

MODESTO leðurhornsófitærð: 300X210cmVerð: 398.000,-

Opið mán - fös: 10.00 - 18.00Opið um helgina: Lau 10.00 - 16.00 Sun 13.00 - 16.00

Ego Dekor - Bæjarlind 12www.egodekor.is

ADRIANA -stækkanlegt hnotuborðStærð: 180(240)x100Verð: 158.000,-

MORRIS stóllVerð: 19.900,-

CHESTER stóllVerð: 19.900,-

ARLO stóllTilboðsverð: 13.520,-

-20%Verð áður: 16.900,-

Page 18: 17 10 2014

Laugavegi 174 | Sími 590 5040Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16

Kíkið inná:heklanotadirbilar.is

GÓÐIR, NÝLEGIR,TRAUSTIR

GÆÐABÍLAR Á GÓÐU VERÐI

VW Polo Comfl. 1.4 85 hö Árgerð 2013, bensín Ekinn 41.000 km, sjálfskiptur

Hyundai i30 Comfort Wagon Árgerð 2009, bensín Ekinn 88.000 km, sjálfskiptur

VW Tiguan Track&Sport 2.0 TDI. Árgerð 2012, dísil Ekinn 48.500 km, sjálfskiptur

Ásett verð: 2.490.000

Ásett verð: 2.190.000

Ásett verð: 4.990.000

Skoda Rapid Amb. 1.2 105 hö. Árgerð 2013, bensín Ekinn 39.000 km, beinskiptur

Ásett verð: 2.690.000

Skoda Superb Combi TDI 140 hö. Árgerð 2012, dísil Ekinn 98.000 km, sjálfskiptur

Komdu og skoðaðu úrvalið!

Kia Cee'd EX 1.6 NewÁrgerð 2013, dísil Ekinn 19.600 km, sjálfskiptur

Ásett verð: 3.690.000

Audi A4 2.0 TDI 6 gíra Árgerð 2011, dísil Ekinn 60.000 km, beinskiptur

Ásett verð: 3.890.000

VW Golf Trendline 1.6 TDIÁrgerð 2011, dísil Ekinn 86.000 km, beinskiptur

Ásett verð: 2.390.000

VW Passat Comfort 1.6 TDI DSG. Árgerð 2012, dísil Ekinn 42.000 km, sjálfskiptur

Ásett verð: 4.150.000

Ásett verð: 3.570.000

Toyota Aygo TerraÁrgerð 2013, bensín Ekinn 14.000 km, beinskiptur

Ásett verð: 1.790.000

Ég vildi ekki bera áfram smit-sjúkdóminn ofbeldi. Ég hef aldrei meitt son minn eða neitt slíkt. Ég hef alltaf hugsað að hann eigi að búa við frelsi en þurfi líka á pabba sínum að halda. Honum var þó enginn greiði gerður með því að hafa pabba sinn veikan.“

Hugmyndafræðin sem hann varpar fram í bókinni hafði verið að gerjast með honum í nokk-urn tíma áður en hann byrjaði að skrifa, í apríl á síðasta ári. Hann sagði þá upp öruggri vinnu og lagðist í að rústa lífi sínu. „Ef ég væri í atvinnuviðtali og sendi þér ferilskrána mína hefði allt hljómað mjög vel út frá brengluðum sið-gæðis- og velferðarstöðlum sam-félagsins þar sem það skiptir máli í hvernig jakka þú gengur og hvaða tegund af marmelaði er í ísskápn-um. Ég var með góð laun, eitt-hvað af skuldum, hafði átt fallegar kærustur en var líka umdeildur því

ég hef alltaf verið með aðra sýn á lífið og óhræddur við að prófa mig áfram þegar kemur að viðbrögðum samfélagsins. Almennt hafði ég það mjög gott en samt hafði ég það alls ekki gott.“

Í leit að eigin kjarna ákvað hann að fjarlægja sig frá öllu því sem hafði veitt honum öryggi og gera aðstæður sínar sem allra verstar. Hann flutti um tíma til Leipzig í Þýskalandi þar sem hann, staur-blankur, fékk að gista hjá vini sínum. Sævar neytti einnig ótæpi-lega af hugarbreytandi fíkniefnum á meðan hann var að skrifa bókina en hann var í mikilli neyslu sem unglingur. „Ég flutti að heiman 15 ára gamall og fór í mikla fíkniefna-neyslu. Ég ætlaði alltaf að snúa aftur og drepa stjúpa minn en það var öllum hlutaðeigandi að happi að ég var of dópaður til að gera nokkuð úr því.“

Árin liðu þar sem Sævar var í vímu og því fannst honum nauðsynlegt að neyta fíkniefna til að rifja þessa tíma upp á sem raunverulegastan hátt. „Hlutverk penna er ekki að mynda skoðanir eða varpa fram heilögum sann-leika. Það sem pennar og rithöf-undar gera er að segja sögu. Þú þarft að brjótast eins mikið og þú getur frá hugmyndum þínum um sjálfan þig til að komast að kjarnanum. Aðeins þannig getur myndin sem þú dregur upp í huga lesenda orðið sem næst því að vera

í þessum sporum í alvörunni. Þér á að líða eins og mér leið þegar ég upplifði þessa hluti þegar þú lest bókina. Bókin fjallar að hluta um ævi mína sem vímuefnanotandi þar sem ég var bókstaflega í sjálfs-morðsleiðangri. Ég skal alveg viðurkenna að þessi skipulagði botn var ekkert í samanburði við þann raunverulega.“

Hann gerir sér grein fyrir að hann er að gefa færi á sér með því að segjast hafa verið undir áhrifum vímuefna við skrifin. „Ég ætla ekki að réttlæta þetta fyrir neinum. Þetta er eitthvað sem ég gerði og það virkaði,“ segir Sævar en hann hefur verið edrú frá því síðasti kaflinn var skrifaður. „Auð-vitað. Ég hef verið edrú síðan. Það var alltaf planið.“

Smitsjúkdómurinn ofbeldi Sævar fór í meðferð eftir mikla neyslu unglingsáranna, varð edrú

og gaf út rappplötu. Það var þá sem hann varð þekktur undir nafninu Poetrix en meðal annars gaf hann út lagið „Vegur-inn til glötunar“ með Bubba Morthens. Sævar segist ekki hafa náð að finna réttu röddina í rapp-inu, en það taki ef til við eftir bókina. Á næstu árum ætli hann samt að ein-beita sér að skrifum. „Ég ætlaði alltaf að verða rithöfundur og skrifaði sögur sem barn. Ég man eftir einni sem ég skrifaði um dreng sem fluttist með fjölskyldu sinni frá Noregi á land-námstímanum, bar-áttu hans við vonda menn á skipinu hingað og lífsbaráttu í nýju landi. Ég er hrifinn af þessu list-

formi og ætla að þróa mig áfram á þessu sviði.

Hann er í engu sambandi við móður sína og stjúpa en segist í raun ekki bera kala til þeirra. „Hvernig get ég borið kala til þeirra eftir allt sem ég hef gert sjálfur? Ég held að þau hafi verið svo afskaplega þjáð að þau hafi ekki haft stjórn á gjörðum sínum. Ég held að þau hafi réttlætt þetta fyrir sér og séð alls konar púka og djöfla sem voru ekki til staðar. Það er enginn vondur að upplagi heldur förum við að búa til vont í kringum okkur til að við getum séð okkur sem góð. Ofbeldi smit-ast og heilu kynslóðirnar smitast af ofbeldi, vanlíðan og geðveiki.“ Sævar segist hafa frétt af því að undanfarin ár hafi móðir hans reynt að snúa til baka. „Hún segist stundum vera full af eftirsjá og ég vona að hún hafi lagt af stað í þann slag að snúa til baka. Þó ég kalli hana ekki móður mína væri ég stoltur af slíkri breytingu. Ef hún ætlar sér alla leið til baka er mikilvægt að hún mæti ekki út-skúfun því það er ýmislegt sem fólk eins og hún gæti kennt þessu samfélagi.“

Spurður hvort hann sé trúaður hefur Sævar einfalt svar: „Við erum öll trúuð, það er bara mis-munandi hvað við köllum það sem við trúum á. Fyrir sumum er rækt-in guð en þeir kalla hana það samt ekki. Trú er bara orð og orð eru merkjakerfi sem við notum til að sýna öðrum hvað við trúum á. Við höfum öll skilgreint hvað okkur þykir heilagt og hvað ekki. Ég trúi því að það sé enginn endanlegur sannleikur. Það eina sem skiptir máli er að meiða ekki.“

Erla Hlynsdóttir

[email protected]

Sævar Poetrix lítur á ofbeldi sem smitsjúkdóm sem geti lagt heilu kynslóðirnar ef ekki er gripið inn í. Hann lagðist í algjört uppgjör á lífi sínu í því skyni að frelsa sig. Mynd/Hari

Helgin 17.-19. október 2014

Page 19: 17 10 2014

PIPA

R\TB

WA

• S

ÍA •

14

34

62

HLÝTT Í VETUR MEÐ DEVOLD

DEVOLD DUO ACTIVESvart og blátt, kk. Stærðir S–XXL

10.990 KR.

DEVOLD DUO ACTIVESvart og blátt, kk. Stærðir S–XXL

11.990 KR.

DEVOLD DUO ACTIVERautt og svart, kvk. Stærðir XS–XL

11.990 KR.

DEVOLD DUO ACTIVERautt og svart, kvk. Stærðir XS–XL

10.990 KR.

DEVOLD DUO ACTIVESvart og blátt, kk. Stærðir S–XXL

10.990 KR.

DEVOLD POLAR KIDBlátt og bleikt, stærðir 2–8

13.990 KR.

DEVOLD DUO ACTIVE JUNIORBlátt og rautt, stærðir 10–16

7.990 KR.

DEVOLD DUO ACTIVE JUNIORBlátt og rautt, stærðir 10–16

7.990 KR.

DEVOLD POLAR BABYBlátt og bleikt, stærðir 74–98

13.990 KR.

– FULLT HÚS ÆVINTÝRAREYKJAVÍK • Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • mánud.–föstud. 10–18 • laugard. 10–16

AKUREYRI • Tryggvabraut 1–3 • Sími 460 3630 • mánud.–föstud. 10–18 • laugard. 10–16 • ellingsen.is

Leitaðu ráða hjá okkur. Hjá Ellingsen starfa sérfræðingar í öllum deildum. Við veitum faglega og vandaða ráðgjöf og finnum réttu vörurnar sem uppfylla þínar þarfir. Við seljum eingöngu þrautreyndar hágæðavörur sem henta fyrir íslenskar aðstæður.

NÝJAR VÖRUR FRÁ DEVOLD

DEVOLD DUO ACTIVE KIDBlátt og rautt, stærðir 2–8

6.990 KR.

DEVOLD DUO ACTIVE KIDBlátt og rautt, stærðir 2–8

6.990 KR.

DEVOLD EXPEDITION M. HETTUSvart, kvk. Stærðir S–XLSvart, kk. Stærðir S–XL

14.990 KR.

Ellingsen býður mikið úrval af hinum eina sanna norska Devold ullarnærfatnaði, sem heldur á þér hita þó að þú blotnir. Nú finnur þú fjölda nýjunga frá þessu vinsæla merki sem útivistarfólk elskar, jafnt börn sem fullorðnir.

Page 20: 17 10 2014

3199kr/kg

Verð áður 3.999.-

Entrecoteúr spjaldhrygg

Ribeye - hægmeyrnuðúr framhrygg

T-boneúr spjaldhrygg

Bringa (brisket)úr framhluta

BBQ bræðurBudweiser, Jack Daniels og Jim Beam

Pik-NikCheese Curls, Cheese Balls

Tilbúnir Starbucks drykkirMarley coffeeSpilaður Marley lög með kaffibollanum

TABLoksins aftur á Íslandi

Lender´s beyglur- ekta amerískar beyglur

T.G.I Friday´s4 tegundir

Sara Lee ostakökurHver annarri betri

HERSHEY´SSúkkulaði, Resese´s

Pepperidge FarmBrauð og brauðskeljar

Reeses´s HnetusmjörBráðnar í munni

Mac & Cheese DinnerYou know you love it

JifHnetusmjör

Hnetur og möndlur WiseEkta bíópopp og ekta ostasnakk

Verð áður 3.999.-

Loksins Tab!

TILBOÐ20%afsláttur á kassa

TILBOÐ20%afsláttur á kassa

3199kr/kg

Verð áður 3.199.-

4998kr/kg

Verð áður 5.999.-

5599kr/kg

Verð áður 6.999.-

TILBOÐ25%afsláttur á kassa

1119kr/kg

Verð áður 1.599.-

TILBOÐ25%afsláttur á kassa

KLEINUHRINGJA HAMBORGARI

Gild

ir til

26.

okt

óber

á m

eðan

birg

ðir e

ndas

t.

HERSHEY´SSúkkulaði, Resese´s

TILBOÐ20%

TacoKrydd, salsa og fleira

2519kr/kg

Verð áður 3.598.-

1359kr/kg

Verð áður 1.699.-

479kr/kg

Verð áður 599.-

TILBOÐ25%afsláttur á kassa

TILBOÐ20%afsláttur á kassa

TILBOÐ20%afsláttur á kassa

NýttNýttÞÖKKUM FYRIR FÖSTUDAGINN

NAUTAAT Á AMERÍSKUM DÖGUM

RIBEYE

TORNADOS NAUTALUND

KALKÚNABRINGA

KALKÚNA-LEGGIR

HEILL KALKÚNN Úr framhrygg

Steik úr lund Íslensk

FrosinnFyllt USA

úr spjaldhrygg þarf langan eldunartímaENTRECOTE BRISKET

Page 21: 17 10 2014

3199kr/kg

Verð áður 3.999.-

Entrecoteúr spjaldhrygg

Ribeye - hægmeyrnuðúr framhrygg

T-boneúr spjaldhrygg

Bringa (brisket)úr framhluta

BBQ bræðurBudweiser, Jack Daniels og Jim Beam

Pik-NikCheese Curls, Cheese Balls

Tilbúnir Starbucks drykkirMarley coffeeSpilaður Marley lög með kaffibollanum

TABLoksins aftur á Íslandi

Lender´s beyglur- ekta amerískar beyglur

T.G.I Friday´s4 tegundir

Sara Lee ostakökurHver annarri betri

HERSHEY´SSúkkulaði, Resese´s

Pepperidge FarmBrauð og brauðskeljar

Reeses´s HnetusmjörBráðnar í munni

Mac & Cheese DinnerYou know you love it

JifHnetusmjör

Hnetur og möndlur WiseEkta bíópopp og ekta ostasnakk

úr spjaldhryggúr framhrygg úr spjaldhrygg úr framhlutaúr spjaldhryggúr framhrygg úr spjaldhrygg úr framhluta

Loksins Tab!

TILBOÐ20%afsláttur á kassa

TILBOÐ20%afsláttur á kassa

3199kr/kg

Verð áður 3.199.-

4998kr/kg

Verð áður 5.999.-

5599kr/kg

Verð áður 6.999.-

TILBOÐ25%afsláttur á kassa

1119kr/kg

Verð áður 1.599.-

TILBOÐ25%afsláttur á kassa

KLEINUHRINGJA HAMBORGARI

Gild

ir til

26.

okt

óber

á m

eðan

birg

ðir e

ndas

t.

TacoKrydd, salsa og fleira

Pepperidge Farm

2519kr/kg

Verð áður 3.598.-

1359kr/kg

Verð áður 1.699.-

479kr/kg

Verð áður 599.-

TILBOÐ25%afsláttur á kassa

TILBOÐ20%afsláttur á kassa

TILBOÐ20%afsláttur á kassa

NýttNýttÞÖKKUM FYRIR FÖSTUDAGINN

NAUTAAT Á AMERÍSKUM DÖGUM

RIBEYE

TORNADOS NAUTALUND

KALKÚNABRINGA

KALKÚNA-LEGGIR

HEILL KALKÚNN Úr framhrygg

Steik úr lund Íslensk

FrosinnFyllt USA

úr spjaldhrygg þarf langan eldunartímaENTRECOTE BRISKET

Page 22: 17 10 2014

Hef alltaf átt erfitt með að finna mína stöðuSigur íslenska landsliðsins á geysisterku liði Hollands á mánudaginn fór ekki framhjá neinum, hvorki á Íslandi né þeim sem fylgjast með úti í hinum stóra heimi. Allir leikmenn lands-liðsins stóðu sig eins og hetjur og er staða þeirra í riðlinum eftir fyrstu 3 leikina mjög góð. Þrír sigrar og liðið hefur ekkert mark fengið á sig. Einn þeirra sem vakið hefur hvað mesta athygli er ungur drengur sem er að stíga sín fyrstu skref með A-landsliðinu, Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson sem leikur með Viking Stavanger í Noregi.

É g fæddist í Reykjavík, bjó þar til 4 ára aldurs, þar til for-eldrar mínir skildu. Ég flutti

þá ásamt móður minni og bróður til Húsavíkur og var þar til 6 ára ald-urs. Þaðan flutti ég að Varmalandi í Borgarfirði til pabba míns. Þegar ég var 7 ára gamall fluttist ég til Selfoss, ásamt mömmu, og byrjaði þá að æfa fótbolta,“ segir Jón Daði Böðvarsson um uppruna sinn.

Gummi Ben treysti manniVar alltaf draumurinn að fara út?

„Nei, ekki alltaf, draumurinn byrj-aði kannski af einhverri alvöru þegar ég var orðinn 16 ára gamall.“

Kom aldrei til greina að fara til annars liðs á Íslandi, þ.e.a.s áður en þú fórst út?

„Nei. Ég persónulega hafði ekki mikinn áhuga á því. Selfoss var að

gera flotta hluti þá og það sem þeir gerðu, og gera enn, var að henda strákum beint í djúpu laugina og maður fékk að spila mikið. Þar á ég Gumma Ben, ásamt mörgum öðrum, mikið að þakka,“ segir Jón Daði. Guð-mundur Benediktsson þjálfaði lið Sel-foss á þessum árum. „Hann treysti manni mikið þrátt fyrir að hafa bara verið 17 ára gamall.“

Hvernig er lífið hjá Viking? „Lífið er ágætt hérna. Þetta er

klúbbur með miklar væntingar. Gengi liðsins hefur verið arfaslakt í ár og því getur verið erfitt að vera leikmaður þegar illa gengur. En við stöndum allir saman í þessu og hjálp-um hver öðrum,“ segir Jón sem er einn 5 Íslendinga hjá liðinu.

„Þeir eru allir saman fagmenn og flottir strákar. Indriði Sigurðsson er fyrirliði liðsins og hefur ávallt hjálpað manni og gefið manni ráð.“

Hefur frammistaða þín með A-landsliðinu vakið athygli í Noregi?

„Já það er hægt að segja það. Þeir hrósa okkur í hástert.“

Æfði eins og vitfirringurHvernig hefurðu bætt þig sem leik-maður hjá Viking?

„Ég get sagt að ég sé búinn að bæta mig mjög mikið og einnig þroskast töluvert. Fyrsta tímabilið mitt var nokkuð erfitt, ég fékk lítið traust og byrjaði fáa leiki. Sjálfstraustið hvarf algjörlega og ástríðan einnig. Stund-um sat maður heima og hugsaði hvort maður væri nægilega góður og slíkt, en að var alls ekki málið,“ segir Jón. „Að koma frá litlu félagi á Selfossi yfir í Viking, þar sem 10.000 áhorfend-ur krefjast sigurs, er nokkuð mikil breyting. Hinsvegar tók ég þessu bara sem áskorun og keppni. Ég setti mér ný markmið og æfði eins og vit-firringur á undirbúningstímabilinu. Fór til íþróttasálfræðings og gerði nánast allt sem ég vissi að mundi hjálpa. Í fyrsta leiknum á mótinu var

ég á bekknum, gegn Rosenborg. Við vorum að tapa 2-0 þegar þjálfarinn kallaði og sagði mér að koma inn á. Ég var settur fremst, skoraði 2 og jafnaði leikinn á síðustu mínútunni.

Það er óhætt að segja að þessi leikur hjálpaði mikið,“ segir Jón. „Ég hef ávallt verið í vandræðum að finna réttu stöðuna á vellinum. Ég var keyptur sem kantmaður en náði ekki mínu allra besta þar. Eftir að ég var settur upp á topp þá blómstraði ég.“

Tilbúinn að taka næsta skrefHver eru framtíðarmarkmiðin? Langar þig að færa þig um set?

„Framtíðarmarkmiðin eru að kom-ast ennþá lengra. Ég tel mig tilbúinn að taka næsta skref, en ég hef alltaf þá reglu að lifa í núinu og ekki vera að pæla of mikið í því.“

Var þér vel tekið í A-landsliðinu? „Já virkilega. Strákarnir voru allir

saman miklir fagmenn og pössuðu það að maður aðlagaðist hópnum hratt.“

Fékkstu ekkert að heyra það á æf-ingum?

„Nei, nei, ekkert meira en venju-lega. Það er alltaf eitthvað kallað á mann.“

Hvernig eru heimilisaðstæður ungs atvinnumanns í Noregi?

„Ég bý ásamt kærustunni minni, Maríu Ósk Skúladóttur. Hún er ynd-isleg manneskja sem er alltaf til staðar fyrir mig.“

Hvernig er tilfinningin núna eftir landsleikina?

„Tilfinningin er bara nokkuð góð. Núna vill maður bara gera sem best í þeim leikjum sem eftir eru af tímabilinu með Viking,“ seg-ir Jón Daði Böðvarsson, framtíðar-stjarna íslenska landsliðsins.

Hannes Friðbjarnarson

[email protected]

Ingibjörg Erna Sveinsdóttir móðir Jóns Daða

„Mamman hafði alltaf trú á honum,“ segir Ingibjörg Erna Sveinsdóttir, móðir Jóns. „Hann er gríðarlega fylginn sér og nær yfirleitt því sem hann ætlar sér. Það kom mér ekkert

á óvart þegar hann fór í atvinnu-

mennskuna því hann var miklu meira en efnilegur mjög ungur.

Hann bara gerði sér ekki

grein fyrir því strax sjálfur. Hann

er búinn að vinna mjög hart að því að vera þar sem hann er í dag og ég er mjög stolt.“

Guðmundur Benediktssonfyrrverandi þjálfari Selfoss

„Maður sá það um leið og maður mætti á fyrstu æfinguna á Selfossi að þarna væri drengur sem væri frekar sérstakt eintak. Hann hafði allt sem góður leik-maður þurfti á að halda. Hraða, styrk, skilning og gríðarlega sterkur í loftinu,“

segir Guðmundur Benediktsson.

„Hann hafði bara ótrúlega margt til brunns að bera. Það

sást vel að hann og félagi

hans, Guðmundur Þórarinsson, ætluðu

sér stærri hluti og þess vegna er virki-lega gaman að sjá þá blómstra núna með landsliðum Íslands.“

Fullt nafn: Jón Daði Böðvarsson

Aldur: 22 ára

Lið: Viking F.K.

Besti leikmaður í heimi? Cristiano Ronaldo

Átrúnaðargoð í æsku? Zinedine Zidane

Uppáhaldslið í enska? Manchester United

Jón Daði Böðvarsson stóð sig frábærlega í stórleiknum gegn Hollandi á mánudaginn, raunar eins og allt liðið, enda vakti sigur Íslendinga á hollenska liðinu heimsathygli. Hollendingar enduðu í bronssæti á heimsmeistaramótinu í Brasilíu í sumar. Mynd Hari

22 fótbolti Helgin 17.-19. október 2014

Page 23: 17 10 2014

Himneska súkkulaðið mitt er úr lífrænt ræktuðu hráefni og Fairtrade-vottað. Hágæða súkkulaði sem kætir bragðlaukana.

Lá�u hjartað ráða

Page 24: 17 10 2014

Minja er gjafavöruverslun með áherslu á íslenska og erlenda hönnun • skólavörðustíg 12 • sími 578 6090 • www. minja.is • facebook: minja

Kraftaverk

Ugla eða Kisa.

Kr. 3.600 settið

(2 stk.)

Gla›legarbókasto›ir

„Maður er nú með ýmsar grillur í höfðinu en ég var nú aldrei með

neinar grillur um það að ég gæti skrifað neitt. Það var í

raun algjör tilviljun hvernig þetta byrjaði. Konan mín var að útskrifast úr ferða-málaskóla árið 2002 og mig langaði svo að skrifa eitthvað fallegt til henn-ar. Ég leitaði ljóða ansi víða og fann alls ekkert sem mér fannst passa við tilefnið. Þannig að ég settist niður og fór að hnoða saman vísu, sem myndi nú ekki flokkast undir meistaraverk, en varð þó til þess að kveikja áhugann á skrifum hjá mér.“ Þessi vísa varð upphafið að skrifunum en síðan

hefur Filippus Gunnar sett saman fjöldann allan af vísum og nú hefur hann gefið út

barnabækur um lítinn fimm ára strák sem kallast Kalli kaldi. Sögurnar eru myndskreytt-

ar af Önnu Þorkelsdóttur.

Skapandi fjölskyldaKalli kaldi er þekkt persóna í fjölskyldu Filippusar en faðir hans var vanur að segja sögur af þessum litla strák sem er alltaf að lenda í ævintýrum. „Sög-urnar hans byrjuðu alltaf eins; „Einu sinni var lítill strákur í stóru húsi í Reykjavík.“ Það upphafsstef

varð svo kveikjan að sögunum mínum“, segir Filippus Gunnar sem á sjálfur þrjú börn sem öll hafa ratað í skapandi greinar. Dóttir hans, Nína Dögg, er þjóð-kunn leikkona, Árni Filippus er kvikmyndagerðar-maður og svo var fóstursonur hans, sem nú er fallinn frá, tónlistarmaðurinn Sigurjón Brink. „Við foreldr-

Afi sem býr til bækur í prentaraFilippus Gunnar Árnason er enginn venjulegur afi því auk þess að starfa sem sölumaður semur hann ljóð og skrifar barnabækur. Sögurnar af Kalla kalda hafa lifað með fjölskyldu hans til fjölda ára en eftir að hafa farið á námskeið í Háskólanum ákvað Filippus Gunnar að koma sögunum á prent svo fleiri börn gætu notið þeirra.

arnir segjum oft í gríni að þar sem börnin sáu okkur strita frá átta til sex alla daga hafi þau ákveðið að fara einhverja allt aðra leið,“ segir Filippus og hlær. „Nei, nei, svona að öllu gríni slepptu þá sáum við snemma að börnin höfðu hæfi-leika á sínu sviði og við höfum alltaf stutt þau í því sem þau hafa viljað gera. Og við erum mjög stolt af afrakstrinum,“ segir Filippus Gunnar og bætir því við að nú séu það börnin sem styðji og hvetji pabba sinn áfram. „Mér finnst mjög gaman að kynnast störfum barna minna núna í gengum útgáf-una á bókunum, hvernig tilfinning það er að skapa og leggja sín eigin hugverk á borð fyrir aðra.“

Hvatning að fara í endur-menntun„Þó að bækurnar séu ekki stórar þá er þetta stórt verkefni sem tekur sinn tíma, sérstaklega þar sem maður er í fullri vinnu annars-staðar,“ segir Filippus sem vinnur sem sölumaður. Hann fór á nám-skeið í skrifum í Háskólanum fyrir nokkrum árum sem varð honum hvatning til að skrifa meira. „Þar setti ég Kalla kalda fyrst niður á blað og skilaði afrakstrinum inn og fékk mjög góðar viðtökur sem var auðvitað mikill hvati fyrir mig. Það var líka bara svo skemmtilegt að fara á svona endurmenntunar-námskeið. Ég hvet alla sem hafa einhverjar „ambisjónir“ til að gera það. Svo kom líka fram á þessu námskeiði að það vantaði barna-bækur fyrir stráka því það er svo mikið gefið út sem er hugsað sér-staklega fyrir stelpur. Ég hef nú ekki gert neina könnun á þessu sjálfur en þetta hvatti mig enn meira áfram. Þetta eru samt alls ekki bækur bara fyrir stráka og hún Hrafntinna, afadóttir mín, er einn helsti aðdáandi minn. Hún er mjög stolt af því að eiga afa sem getur búið til bækur í prentara.“

Halla Harðardóttir

[email protected]

Filippus Gunnar Árnason hefur gefið út þrjár barnabækur um fimm ára strák sem kallast Kalli kaldi. Þetta eru hans fyrstu bækur en hann hefur starfað við versl-unarstörf í fjörutíu ár. Mynd Hari

Kalli Kaldi fer í búðina. Anna Þorkelsdóttir mynd-skreytti bækurnar.

24 viðtal Helgin 17.-19. október 2014

Page 25: 17 10 2014

H a m r a b o r g – N ó a t ú n 1 7 – H r i n g b r a u t – A u s t u r v e r – G r a f a r h o l t

Öll v

erð

eru

bir

t m

eð fyr

irva

ra u

m p

ren

tvillu

r og

/eð

a m

yndabre

ngl

.

Við gerum meira fyrir þig

3798 kr./kg

2659 kr./kg

100%safi

229kr./stk. 129 kr./stk.

Coca-Colaí glerflösku,25 cl

219 kr./stk.

Malt og appelsín,500 ml

398kr./pk.

338 kr./pk.

FazerDumle original og Tyrkisk peber

198 kr./stk.

Happy dayfjölvítamínsafi, 1 lítri

Grísabógur

hringskorinnGrísab

hringskorinn

699699kr./kg

269 kr./stk.

Ungnauta hamborgari, 120 g

2998 kr./kg

Lamba Prime

2198 kr./kg

Ferskir, úrbeinuð kjúklingalæri,án allra aukaefna

129 kr./stk.

Hrísmjólk2 tegundir

154 kr./stk.499 kr./pk.

Þykkvabæjarkartöflugratín, 600 g

548 kr./pk.

Weetos heilhveitihringir, 500 g

645 kr./pk.

kr./kg

BestirBestirí kjöti

Helgartilboð!Helgartilboð!219 kr./pk.

Gæðabakstur, heilkorna rúgbrauð

258 kr./pk.

798 kr./kg

Page 26: 17 10 2014

Ég taldi mig vera hraustustu 55 ára konu landsins. Fasta-gestur í líkamsrækt og sundi, hjólaði og gekk mikið. Ég hélt

að ég yrði allra kerlinga elst og það var gríðarlega erfitt þegar fótunum var kippt undan mér,“ segir Hildur Baldursdóttir, bókasafns- og upp-lýsingafræðingur, sem greindist með brjóstakrabbamein í árs-byrjun í fyrra. Hildur hafði stuttu áður tekið þátt í hóprannsókn hjá Hjartavernd og kom hún sérlega vel út úr henni. „Ég var sterk, liðug, verkjalaus og lyfjalaus. Mér leið virkilega vel. Mánuði seinna var ég greind með brjóstakrabbamein og við tók slagur sem stóð í tæpt ár,“ segir hún.

Krabbameinsæxlið var á stærð við sítrónu en Hildur hafði ekk-ert fundið fyrir því, ekki frekar en orkuleysi eða verkjum. „Ég hafði ekki farið reglulega í krabbameins-skoðun en þetta er mikilvæg áminn-ing um mikilvægi þess.“

Eiginmaður Hildar er Einar Kára-son rithöfundur og við sitjum þrjú saman á heimili þeirra við Barma-hlíð í Reykjavík og förum yfir bar-áttuna sem þau hjónin háðu saman. „Það hafði mikið að segja hvað hún var hraust. Í lyfjameðferðinni eru þetta í raun stórir eiturskammtar sem eru gefnir til að drepa krabba-meinið og fólk þolir þá misvel, en því meira sem fólk þolir því meiri líkur á að þetta beri árangur. Hildur stóð þetta allt af sér. Þegar þetta ferðalag var að byrja reikn-uðum við út að þetta yrði eins og að ganga á Suðurpólinn. Síðan væri það spurning hvort við myndum ná á Suðurpólinn og til baka aftur. Það var ekki að undra að það hefði verið lítið eftir af henni þegar þessu lauk,“ segir Einar.

Hélt sér í formi fyrir næsta eiturskammtÞað er ekki ofsögum sagt að líðan fólks hafi meiri áhrif á hvernig það upplifir umhverfi sitt heldur en um-hverfið sjálft. Veðrið er þar engin undantekning en flestir íbúar suð-vesturhorns landsins eru sammála um að nýliðið sumar hafi verið eitt það versta í langan tíma. Því var hins vegar ekki að heilsa hjá þeim Hildi og Einari sem á þeim tíma upplifðu gleðina yfir því að hafa yf-irbugað krabbameinið. „Það töluðu allir um hvað það var vont veður í sumar. Okkur fannst hins vegar alltaf svo gott veður, bjart og fínt. Við fórum í ófáa göngutúra og grill-uðum,“ segir Hildur og Einar bætur við: „Það var sumarið þar á undan sem við upplifðum ekkert sumar og hjá okkur skein þá engin sól.“ Hildur tekur undir með honum: „Nei, þá skein engin sól en í ár hef ég ekki séð annað en birtu og gleði. Ég held að allir sem veikjast svona alvarlega fari ósjálfrátt að njóta hversdagsins meira og gefa smáu hlutunum gaum. Við höfum notið þess að vera enn meira með fólkinu okkar þennan tíma. Við eigum fjórar dætur og sjö barnabörn. Vinir okkar voru duglegir við að eiga með okkur samverustundir og það er bara afskaplega dýrmætt. Það sem stendur upp úr er þessi vinátta og elska sem maður upplifir. Þó árið 2013 hafi verið sólarlítið þá hló ég ekkert minna það árið,“ segir hún.

Fyrstu skrefin sem voru tekin af læknum í baráttunni við krabba-meinið var háskammta lyfjameð-ferð. „Ég hafði ekki áttað mig á því að krabbameinslyf lækna ekki krabbamein heldur ráðast þau á

Við lentum í stórsjóHildur Baldursdóttir taldi sig vera hraustustu 55 ára konu landsins þegar hún greindist með brjósta-krabbamein í ársbyrjun í fyrra. Hildur og eiginmaður hennar, Einar Kárason, þreyttu þessa raun saman sem þau líkja ýmist við stórsjó eða dimma göngu. Hún fékk hárkollu á meðan meðferðin stóð yfir og þótti barnabörnunum ævintýralegt að amma gæti tekið af sér hárið. Þegar litið var á Hildi sem læknaða fékk Einar mikið orkuskot og byrjaði að skrifa bókina Skálmöld sem er forleikur að bókunum þremur sem hann hefur skrifað um Sturlungaöld.

Hildur Baldursdóttir og Einar Kárason voru í hlutverkum sjúklings og aðstandenda á síðasta ári en eru nú aftur orðin kærustupar. Mynd/Hari

26 viðtal Helgin 17.-19. október 2014

Page 27: 17 10 2014

það og þar með allan líkamann. Þess vegna missir maður meðal annars allt líkamshár og þar með augabrúnirnar og höfuðhárið. Ég fór í brjóstnám og í lokin fór ég 25 sinnum í geisla. Ári eftir að ég hafði staðið í þeirri trú að ég væri hraust-asta kona landsins var ég orðin svo veikburða að ég komst varla á milli stóla. Á milli þess sem mér voru gefnar eiturgusurnar reyndi ég að halda mér í nógu góðu formi til að þola næsta eiturskammt sem fer enn verr með mann. Það komst ekkert annað að en að þola næsta skammt. Þetta er styrjöld og maður er í henni af fullum þunga, með allan herinn sinn með sér,“ segir Hildur og gjóir augunum til eigin-mannsins. „Að meðferðinni lokinni tók við uppbygging og ég hef reynt að fara sem mest út að ganga og synda,“ segir hún.

Kósí með enga hárkolluHildur var um tíma með hárkollu eftir að hún missti hárið og komst að því að ýmsir fjölskyldumeðlimir kunnu vel að meta það. „Barnabörn-unum fannst svo ævintýralega flott að amma gæti tekið af sér hárið. Þeim finnst henni síðan hafa farið aftur núna því hún getur það ekki lengur,“ segir Einar kómískur. Hild-ur rifjar upp góðar stundir sem hún átti með þá þriggja ára dótturdóttur sinni uppi í rúmi að lesa á kvöldin. „Mér fannst óþægilegt að vera með hárkolluna þannig að ég tók hana af mér þegar við vorum að hafa það notalegt saman. Hún veit að ég læt oft undan henni þegar hún biður mig fallega þannig að hún biður mig stundum enn afskaplega fal-lega: „Elsku amma, viltu taka af þér hárið.“ Þegar við höfum það kósí saman þá finnst henni tilheyra að ég sé sköllótt. Hún á erfitt með að meðtaka að nú sé hárið fast og hún togar stundum í það til að fullvissa sig. Stundum togar hún jafnvel í hárið á öðrum bara til að athuga hvort það losnar,“ segir Hildur.

Einar stóð þétt við hlið eiginkonu sinnar í veikindunum og þegar hún lauk meðferð var það ekki bara hún heldur hann líka sem fékk orkuna aftur. „Það var ekki bara ég sem hresstist heldur varð allt annað upplit á manninum. Þegar litið var á mig sem læknaða kom allt önnur orka í Einar og það var eins og hann væri að orkudrykkju dag eftir dag. Það var ekki bara það að ég væri lasin heldur fórum við saman í hvert einasta viðtal og stigum þennan dans alveg saman. Þetta reyndi mikið á okkur bæði, á okkar fjölskyldu og vini. Miðað við kraftinn sem kom yfir hann var ég ekki hissa þegar hann sagði mér að hann yrði líklega með bók fyrir jólin,“ segir Hildur.

Í fótspor Star Wars og WagnerÞríleikur Einars sem gerist á Sturlungaöld og hófst með bókinni Óvinafagnaði sem kom út árið 2001 hefur vakið verðskuldaða athygli. Fjórða bókin kemur út fyrir jólin sem gerir bókaflokkinn að kvartett en ekki þríleik, og ber hún nafnið Skálmöld. „Ég hélt að þessu væri lokið og að þetta væri trílógía. Þegar ég fór að skoða þetta í heild sinni áttaði ég mig á því að ég var búin að dekka afar dramatískt tímabil á Sturlungaöld en ég hafði sleppt fyrstu og dramatískustu atburðunum. Óvinafagnaður hefst þegar Þórður Kakali fréttir að faðir hans og flestir bræður voru drepnir á Örlygsstöðum. Bækurnar Ofsi og Skáld gerast eftir það. Aðdragand-anum hafði ég hins vegar aldrei

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

64

614

Skammdegið er skemmtilegt, sérstaklega þegar maður er vel búinn.

Þeir sem eru með F plús fjölskyldutryggingu geta sótt sér hlýja og

skínandi fallega húfu eða eyrnaband á næstu þjónustuskrifstofu VÍS.

Sjáumst með F plús

VÍS | ÁRMÚLA 3 | 108 REYKJAVÍK | SÍMI 560 5000 | VIS.IS

gert skil en hann er líklega það dramatískasta sem gerðist á Sturl-ungaöld. Mig langaði því að klára þetta og fylla út í myndina,“ segir Einar. Það stóð aldrei til hjá honum að skrifa þrjár, hvað þá fjórar, bækur um Sturlungaöldina. „Ég hafði upphaflega bara áhuga á kar-akternum Þórði Kakala. Mér fannst hann nútímalegur og spennandi og passa vel í nútímaskáldsögu. Það

var seinna sem ég ákvað að skrifa meira um þetta tímabil. Skálmöld er fremsta bókin, svokallað „pre-quel“, og hún endar þar sem Óvinafagnað-ur byrjar. Þar með heitir þetta ekki trílógía heldur kvartett sem þykir mjög fínt,“ segir hann kíminn.

Einar komst síðan að því að hann var ekki fyrsti maðurinn til að skrifa forleikinn síðast „Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því en mér

var bent á að Star Wars hefði endað á byrjuninni,“ segir hann en fyrsta

myndin í forleiknum að hinum klassíska þríleik Star Wars kom út 16 árum eftir að síðasta myndin var gerð. „Tónlistarmaðurinn Vikingur Heiðar Ólafsson benti mér síðan á

að ég væri að gera það sama og tón-skáldið Richard Wagner í Niflunga-hringnum en hann endaði á þeirri óperu sem á sér stað fyrst, Rínar-gulli. Ég, Star Wars og Wagner eigum því allavega þetta sameigin-legt,“ segir hann hógvær. Einar byrjaði að skrifa Skálmöld í febrúar en þó er lítið að marka þann tíma því hann hefur undanfarin 15 ár

Elsku amma, viltu taka af þér hárið.

Framhald á næstu opnu

viðtal 27 Helgin 17.-19. október 2014

Page 28: 17 10 2014

grúskað mik-ið í efni frá Sturlungaöld. „Ég graut-aði mikið í heimildum á síðasta ári þegar ég var bókstaflega verklaus og við vorum að sinna veikindum á heim-ilinu. Síðan,

þegar þessi mikla meðferð hjá Hildi kláraðist í janúar, var það svo mikill léttir að ég byrjaði aftur á fullu. Ég gat farið aftur að vinna um leið og við vorum búin að bíta af okkur það versta,“ segir hann.

Orðin kærustupar afturHildur er farin aftur að vinna í hlutastarfi en hún starfar sem bókasafnsfræðingur á Kringlusafni og hefur það gefið þeim hjónum tækifæri á undanförnum árum að sameinast Sturlungu. „Ég hef borið í hann bækur um þetta tímabil og fundið alls konar skrýtnar bækur á bókasafninu,“ segir hún. Henni finnst gott að vera farin aftur að vinna og að Einar sé aftur að skrifa eftir þetta erfiða tímabil. „Í fyrra vorum við sjúklingur og aðstand-andi. Það er gott að vera orðin kær-ustupar aftur. Það er gott að vera komin aftur í hversdaginn og hann verður sterkari með degi hverjum,“ segir Hildur.

Hildur þekkir Landspítalann eins og stofuna hjá sér eftir þetta ár veikinda og bæði eru þau afar gagn-

Rekstrarvörur til fjáröflunar – safnaðu peningum með sölu á fjáröflunarvörum frá RV

FÓTB

OLT

I

BADM

INTO

N

SUN

D

HAN

DBO

LTI

KÖRF

UBO

LTI

Rekstrarvörur- vinna með þér

Réttarhálsi 2 • 110 ReykjavíkSími: 520 6666 • Fax: 520 6665

[email protected] • www.rv.is

RV 1113

Er æfingaferð, keppnisferð,

útskriftarferð eða önnur kostnaðarsöm verkefni framundan?

Síðustu 30 árin hafa félagar í íþróttafélögum, kórum og öðrum

félagasamtökum aflað sér fjár á einfaldan hátt með sölu á WC

pappír, eldhúsrúllum, þvottadufti og öðrum fjáröflunarvörum frá RV.

„Í kosning-unum fannst mér á stjórn-málamönnum að þeir bæru hag sjúklinga fyrir brjósti en ég veit ekki alveg hvar það brjóst er,“

rýnin á íslenskt velferðarkerfi, þrátt fyrir að allir læknar og annað heil-brigðisstarfsfólk hafi reynst þeim einstaklega vel. Einar bendir fyrst á þann gríðarlega kostnað sem dæm-ist á fólk þegar það veikist alvarlega en þau telja að beinn kostnaður vegna veikinda Hildar hafi verið um milljón króna. „Þetta á að heita vel-ferðarkerfi og við líkjum okkur við heilbrigðiskerfi á Norðurlöndunum. Flestir stjórnmálamenn gera mikið úr því að þeir ætli að lækka skatta á almenning en ég hef ekki heyrt neinn af þeim tala um að lækka skatta á sjúklinga. Mér finnst sjálf-sagt að borga meira til samfélags-ins á meðan maður er hraustur og í vinnu, og eiga það svo inni þegar maður veikist. Mér finnst þetta blettur á íslensku velferðarkerfi og íslensku samfélagi,“ segir Einar. „Kostnaðarþátttaka ríkisins hefur versnað til muna á þeim tíma sem ég hef verið að glíma við mín veik-indi,“ segir Hildur. „Í kosningunum fannst mér á stjórnmálamönnum að þeir bæru hag sjúklinga fyrir brjósti en ég veit ekki alveg hvar það brjóst er,“ segir hún hvöss. Þau leggja líka áherslu á hversu mikill missir það er fyrir íslenskt samfélag að hæfasta heilbrigðisstarfsfólkið flýi land því launin hér séu ekki samanburðarhæf. „Það er hræðilegt slys að missa þetta fólk úr landi því hér eru léleg laun og slæm aðstaða,“ segir Einar.

Bannað að trassa krabbameinstékkEn þó Hildur sé laus við krabba-meinið er þeim kafla ekki lokið. „Ég hef stundum sagt að líkami minn hafi áður verið eins og traust og vel byggð evrópsk stórborg, þar sem allt gengur sem skyldi. En eftir

eiturhernað, skurð og bruna er ég meira eins og Berlín eftir seinni heimsstyrjöldina. Víða rjúkandi rústir, en viðgerðarflokkar eru á fullu að laga það sem hægt er að laga. Sú vinna gengur bara vel, en mun taka langan tíma. Ég fer reglulega í skoðun til að fylgjast með hvort krabbameinið hafi tekið sig upp og er bara bjartsýn á fram-tíðina. Auðvitað breytir þetta lífs-sýninni. Ég er ekki að segja að það sé verra líf heldur er það öðruvísi líf,“ segir hún.

Einar grípur til líkingamáls til að skýra reynslu þeirra. „Þetta var eins og að lenda í sjávarháska, við lentum í stórsjó og það dugar ekkert annað en að vinna saman og komast út úr þessu saman,“ segir hann. Hildur tekur við: „Við upp-lifðum þetta bæði myndrænt en á ólíkan hátt. Mér fannst þetta vera eins og okkur hefði verið hent ofan í dimman, illfæran skurð og við vissum að við gætum ekki komið okkur undan að ganga hann. Vinir okkar og dætur komu þá og lýstu upp skurðinn þannig að gangan var bærilegri,“ segir hún.

Hildur segir að Einar hafi hvatt sig til að mæta í krabbameinsskoð-un en hún hafi ekki hlustað nógu vel. „Hún var uppteknari við að reka mig í tékk sem við karlar þurfum að fara í ,“ segir hann. „Við ætlum að vera dugleg að ýta á hvort annað að fara reglulega í skoðun. Héðan í frá er harðbannað að trassa slíkt,“ segir Einar og bætir við: „Við eigum fjórar dætur og þær komast ekki upp með annað en að fara í tékk.“

Erla Hlynsdóttir

[email protected]

Eftir að Hildur var úrskurðuð heilbrigð fékk Einar gríðarlega orku og skrifaði for-leikinn að bókunum þremur sem hann hefur gefið út um Sturlungaöld. Mynd/Hari

28 viðtal Helgin 17.-19. október 2014

Page 29: 17 10 2014

MADEBY SWEDEN

Svíþjóð, líkt og Ísland, er land andstæðna. Þar tekst ljósið á við myrkrið. Stórbrotið landslag, langar vegalengdir, snjór, rigning og ís.

Þetta er heimili Volvo XC60. Bíll sem er byggður fyrir ólíkar aðstæður. Upplifðu einstaka hönnun og skandinavískan lúxus.

KYNNTU ÞÉR NÝJAN OG ÖFLUGRI VOLVO XC60

Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7000 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 I volvo.isVolvo XC60 AWD, D4 dísil, 20 ventlar, 5 strokkar, 181 hö, tog 420 Nm, sjálfskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 6,4 l/100 km. CO2 169 g/km. Brimborg og Volvo áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu.

KOMDU OG SKoÐAÐU NÝJAN OG ENN BETUR BÚINN VOLVO XC60 AWD MEÐ ÖFLUGRI DÍSILVÉLAFLMIKILL, SPARNEYTINN OG SKEMMTILEGUR Í AKSTRI

Volvo xc60 awdverð frá 8.490.000 kr.volvo.is

- VOLVO XC60 OG ZLATAN -

Opið virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16.

Page 30: 17 10 2014

NEW YORK’SFUNNIEST

RICKY VELEZ · JAMES ADOMIAN

ANDREW SCHULZRICKY VELEZ · JAMES ADOMIAN

KERRY GODLIMANHANNAH ÚR GAMAN-

ÞÁTTUNUM DEREK

BBC PRESENTS:BEST OF FEST

ROB DEERING · HARRIET KEMSLEY JOEL DOMMETT · SEAN MCLOUGHLIN

ROB DEERING · HARRIET KEMSLEY JOEL DOMMETT · SEAN MCLOUGHLIN

JIM BREUEREINN AF 100 BESTU Í HEIMI,

SAMKVÆMT COMEDY CENTRAL

GODLIMANGODLIMANEINN AF

SAMKVÆMT STEPHEN MERCHANTMEÐHÖFUNDUR THE OFFICE

ÁSAMT F YNDNASTA FÓLKI ÍSL ANDS

ARI ELDJÁRN · DÓRI DNA · SAGA GARÐARS · ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON

MIÐASALA Í FULLUM GANGI!

WWW.RCF.IS OG WWW.SENA.IS/RCF

MIÐASALA Á MIÐI.IS, HARPA.IS, Í MIÐASÖLU HÖRPU OG Í SÍMA 528-5050LÉTTÖL

ALÞJÓÐLEG GRÍNHÁTÍÐ Á HEIMSMÆLIKVARÐA 24. - 26. OKTÓBER Í HÖRPU

Það er sérstaður í helvíti fyrir þá sem misnota sameiginleg svæði eins og almenningsgarða, klósett og útivistarsvæði. Hundaeigendur sem taka ekki upp saur gæludýra sinna eiga svo sérstað inni á sérstaðnum þarna niðri. Þeir hins vegar sem eiga sérmerkta stóla við háborðið við hliðina á skrattanum eru

svo þeir sem fokka í sameiginlegum hlutum á líkamræktarstöðum. Hér eru boðorðin tíu til að reyna að forðast þetta sérstaka svæði í neðra. Flest þeirra eiga líka við um sundferðir. Og já, sorrí, þetta eru aðallega reglur fyrir karlmenn. Greinarhöfundur þekkir ekki til í kvennaklefanum eða til kvenna yfir höfuð sem þurfa að kynna sér þessar reglur sérstaklega.1. Ekki þurrka pungsekkinn og eða rassinn með sameiginlegri hár-þurrku í sundi eða á líkamsræktarstöðvunum. Sköllóttir eldri herra-menn með loðna búka þurfa annað hvort að mæta með sína eigin þurrku eða kaupa betra handklæði.

Þetta er ekki PUNGÞURRKA!2. Ekki henda tyggjóinu þínu í vatnshanann, á sturtugólfið, klessa því undir bekk eða annarstaðar þar sem er ekki er ruslafata. Það vill enginn fá tyggjóið þitt, þó smá bragð hafi verið eftir af því.3. Handklæðin sem þú færð í boði hússins, þessi til að þurrka svitann af enninu og tækjunum eftir notkun, eru ekki til að: a) þerra á þér punginn, b) standa á í klefanum og þurrka á þér tærnar og þau eru svo sannarlega ekki, c) til að setjast á með berann bossann á bekkinn. Farðu í brókina. 4. Sturta eftir æfingu er góð hugmynd og í raun alveg nauð-synleg til að vera ekki illa lyktandi. En ekki mæta í sturtuna og standa við hliðina á næsta manni og skvetta eftirbununni (það sem skvettist af þínum sveitta líkama) yfir á næsta mann. Helst skal nota aðra hverja sturtu sé það möguleiki eða láta einfaldlega eftirbununa skvettast á vegginn fyrir aftan.5. Ekki pissa í sturtunni, ekki einu sinni til að spara vatn. Það get-ur verið freistandi að láta vaða og einstaka sinnum ef þú ert aleinn í klefanum getur verið ótrúlega frelsandi að láta það eftir sér og þá er líka eins gott að þú sért með niðurfall.6. Rakstur hvurskonar á ekki endilega heima í sameiginlegu rými. Kall-ar að raka á sér skallann er eitthvað sem ætti helst að fara fram innan veggja heimilisins en ef það er ekki í boði þarf að passa að allt fari í vask-inn og svo að þarf að skola þessu öllu niður og þrífa þennan sama vask. Hvað punghárasnyrtingu varðar – ekki raka á þér punginn í gymminu.7. Ekki hrækja í sturtu, ekki hrækja í vatnshanann, ekki hrækja í vask-inn og ekki hrækja í ruslafötur. Hræktu í klósettið.8. Þurrkaðu af tækjunum þegar þú klárar sveitt sessjón. Það gerir kannski ekki mikið, svona heilsufarslega en fyrir næsta mann, að þurfa ekki að grípa í sveitt handföng eða setjast á rassblautt sætið, gerir það heilmikið.9. Ekki vera gæinn sem skilur æfingatöskuna eftir á bekknum á meðan farið er í sturtu. Það þurfa aðrir að nota þessa bekki. Svo á ekki að færa töskur annara sem eru opnar og augljóslega í notkun bara af því að end-inn á bekknum er besta svæðið og þú vilt vera þar.10. Hugsaðu vel um tærnar. Þær þarf að þurrka vandlega svo það byrji ekki að vaxa á þeim sveppir. Ekki vera sveppagæinn í sturtunni og ef þú ert sveppagæinn, farðu þá í sturtuskó. Það vill enginn fá þessa sveppi þína og haltu tánum á þér frá sameiginlega hárblásaranum.

Haraldur Jónasson

[email protected]

Þetta er ekki pungþurrka

Hárblásararnir eru þarna til að blása hár og svona á að gera það. Þegar á að blása er rúlluburs-tinn (já það þarf rúllubursta) settur inn í lubbann og blásið utan um burstann u.þ.b. tvo þriðju úr hring. Halda hitanum á í smá stund. Fjarlægja svo blásarann en halda burstanum á sínum stað í nokkr-ar sekúndur á meðan hárið kólnar. Þá helst sveigjan. Passa bara að ganga ekki of langt. Til að enda ekki eins og gömul kona með vel túperað fjólublátt hár.

Að blæstri loknum er um að gera að strjúka geli, vaxi, eða blöndu beggja í allt hárið og muna eftir hnakkanum líka. Gott að fara svo í lokin aðeins yfir kollinn með blásarann á kaldasta. Svona til að losna við þetta ný-greidda lúkk.

Hárblásararnir eru

Blásturinn

30 líkamsrækt Helgin 17.-19. október 2014

Page 31: 17 10 2014

ÓDÝRARI KOSTURFYRIR HELGINA!

KosturFerskar kjúklinga- bringur

kr/kg 1.895,-

Amerískt kex

Hollur kostur

Indversk máltíð

Kostakaup

kr/stk 19.980,-

kr/stk 489,-

Fersk Aloe Verablöð

kr/kg 2.995,

Með

fyrir

vara

um

villu

r og

á m

eðan

birg

ðir e

ndas

t. At

hugi

ð að

ver

ð ge

ta b

reys

t milli

sen

ding

a. G

ildir

helg

ina

17. -

19.

okt

óber

201

4.

kr/stk 498,-

Sukhi’s indverskarsósur

kr/stk 579,-

Lundberghrísgrjón

Nokkrar tegundir85 gr

Nokkrar tegundir454 gr

kr/stk 898,-

Epli rauð

kr/kg 279

Chiafræ

kr/stk 3.795

907 gr

Þetta frábæra tæki er komið

aftur í Kost! Nánari upplýsingar um

tækið má finna á síðunni www.nutribullet.is.

Kynning á laugardag frá klukkan

13-17

kr/stk 429,-

Kókós-mjólk403 ml

LÍFRÆNTRÆKTAÐ

kr/stk 898,-

Oreo kexNokkrar tegundir405 gr

frá kr/stk 695,-

ChipsAhoyNokkrar tegundir333 gr

kr/stk 667,-

Nutterbutter453 gr

Chiafræ

3.795

LÍFRÆNTRÆKTAÐ

kr/kg 195,-

Perur

667,-

LÍFRÆNTRÆKTAÐ

Með

fyrir

vara

um

villu

r og

á m

eðan

birg

ðir e

ndas

t. At

hugi

ð að

ver

ð ge

ta b

reys

t milli

sen

ding

a.

Fersk túrmerik rót

Lífrænt salat í boxi Nokkrar tegundir142 gr

898,-

Organic girlOrganic girl

898,-

LÍFRÆNTRÆKTAÐ

Borðaðu salatið

beint úr boxinu!

Skolað 3 sinnum

frá Hollandi

frá Ítalíu

frá Thailandifrá USAGott

að setja í NUTRiBULLET

drykkinn

Gott að setja í

NUTRiBULLET drykkinn

Dalvegur 10-14 | 201 Kópavogur | S: 560-2500 | [email protected] | www.kostur.is

Opið alla daga frá klukkan 10.00 til 20.00

Fylgstu með okkur á Facebook www.facebook.com/kostur.dalvegi

Page 32: 17 10 2014

Fyrir nokkrum árum stofnaði ég aftur tríó ásamt Helgu, systur minni og víólu-leikara og Kristjáni Hrannari Pálssyni píanóleikara og við kölluðum okkur Tvær á palli með einum kalli, sem var svona útúrsnúningur af Þremur á palli.

Við vorum ekkert að syngja um Jörund heldur ein-beittum við okkur að kvikmyndatónlist. Svo lenti syst-ir mín í alvarlegu slysi og lamaðist. Það var mikið áfall og sárt að vera án hennar en við Kristján héldum samt áfram og fengum til liðs við okkur Pál Einarsson kontrabassaleikara og son hans, Magnús, sem spilar á klar-inett, og þá vorum við orðin Fjögur á palli,“ segir Edda Þórarinsdóttir. Svo í fyrrasumar vorum við beðin um að flytja lögin um Jörund á þjóðlagahá-tíðinni á Siglufirði. Magnús Geir, sem þá var leikhússtjóri Borgarleikhúss-ins, var á tónleikunum og þá kviknaði sú hugmynd á milli okkar að gaman væri að flytja þessi skemmtilegu lög og reyna um leið að segja þessa ótrúlegu sögu Jörundar á nýjan hátt, ásamt Karli Olgeirssyni píanóleik-ara,“ segir Edda.

Verkið heitir Leitin að Jörundi og lýsir Edda því sem kabarett með dill-andi tónlist í bland við söguna sem er sögð á gáskafullan hátt.

„Sagan um Jörund á alltaf erindi á nokkurra ára fresti, því hann kom hingað og hristi upp í þjóðfélaginu. Tveimur árum eftir að hann kom til

Nánar um sölustaði á facebook

Höfuðhandklæðin frá Sif eru saumuð úr gæðabómull. Létt og þægileg í notkun og henta jafnt síðu sem stuttu hári og dömum

á öllum aldri.

Fáanleg í 12 litum

Leik og söngkonan Edda Þórarinsdóttir var um árabil mjög áberandi á leik- og tónlistarsviðinu á Íslandi. Bæði sem leikkona í Þjóðleikhúsinu, hjá Leikfélagi Reykjavíkur, Iðnó sem og í þjóðlagasveitinni Þremur á palli, sem var stofnuð út frá leikritinu Þið munið hann Jörund, eftir Jónas Árnason, sem sýnt var um árabil í Iðnó í kringum 1970. Nú, rúmlega 40 árum síðar, er Edda mætt aftur á svið og segir núna sína eigin sögu af Jörundi í tali og tónum. Jörundur hefur ekki sagt sitt síðasta orð á íslensku leiksviði.

Íslands fæddist Jón Sigurðsson. Kannski var hundadagakonung-urinn búinn að hrista þannig upp í okkur þá að við vorum tilbúin að takast á við sjálfstæðið. Það þarf kannski að hrista upp í okkur með nokkurra ára fresti.“

Í Leikhúskjallaranum, þar sem sýningin okkar verður, sitja gestir við borð og hafa það huggulegt og við erum leikhópur sem segir þessa skemmtilegu sögu okkar Ís-lendinga í tali, tónum og myndum frá þessum tíma,“ segir Edda.

Lítið um hlutverk fyrir full-orðnar konurEdda lék í mörgum verkum á áttunda og níunda áratugnum. Hún var lengi formaður Félags íslenskra leikara sem og stjórnar-maður í Borgarleikhúsinu í mörg ár. Hvað er langt síðan þú lékst á sviði?

„Ég hef leikið dálítið í sjón-varpi, en ég lék síðast í leikhús-uppfærslu árið 2005 þegar ég lék í söngleiknum Kabarett sem var settur upp í Gamla Bíói af leik-hópnum Á senunni. Það var mjög skemmtilegt því fyrir ótalmörgum árum lék í sama verki í Þjóðleik-húsinu. Þá lék ég ungu stúlkuna Sally Bowles, en þarna fékk ég að leika gömlu dömuna, Fräulein Schneider, og í rauninni lokaði þannig hringnum sem var mjög gaman,“ segir Edda.

„Ég varð formaður félags ís-lenskra leikara upp úr 1990 og var í um 11 ár í félagsmálum og finnst mjög gaman að því. Eftir það fór ég í stjórn Borgarleikhúss-ins og var þar í 9 ár og var það mjög skemmtilegur tími. Ég var efins um hvort ég gæti leikið aftur en í Kabarett kviknaði löngunin aftur.“

Hefurðu ennþá gaman af þessu? „Alveg óskaplega, ég er líka

svo heppin að söngröddin er enn á sínum stað,“ segir Edda og bankar í borðið.

Eru alltaf næg hlutverk í boði? „Nei þegar við konur eldumst

fækkar hlutverkum. Það hefur því miður alltaf verið þannig. Leikhúsbókmenntirnar eru bara svoleiðis í laginu. Karlarnir halda þó sínum status en það er eins og það sé ekki nógu spennandi að skrifa ofan í fullorðnar konur. Það er í rauninni stórfurðulegt að höf-undar skuli ekki endalaust skrifa flott hlutverk fyrir konur sem eru á sínu blómaskeiði, komnar með lífsreynslu og slíkt. Það er sorg-legt. Þetta gerir það að verkum að leikhúsgestir fá alltof sjaldan að sjá alla flóruna. Mér finnst þetta

Veisla með hundadaga-konungi

Edda Þórarinsdóttir: Það voru komnar kjaftasögur á kreik um að ég væri lömuð, jafnvel dáin. Mynd/Hari

Það vantar hlutverk fyrir konur þegar þær eru á sínu blómaskeiði, og komnar með lífs-reynslu.

Framhald á næstu opnu

32 viðtal Helgin 17.-19. október 2014

Page 33: 17 10 2014

Laugavegi 32S:553-2002

Laugavegi 25S:553-3003www.hrim.is

@hrimhonnunarhus

GLÆNÝ VEFVERSLUN www.hrim.is

NÝIR LITIRFRÁ

SUPERLIVING

NÝTT Í HRÍM ELDHÚS

NÝTT!!!FRÖNSK

ILMKERTI Í HRÍM ELDHÚS

VIÐ KYNNUM NÝTT MERKI

VÆNTANLEGT Í NÆSTU VIKU

NÝTT

Page 34: 17 10 2014

TILBOÐ

EX20skrifstofustóll

ALMENNT VERÐ

95.026 kr.TILBOÐSVERÐ

66.518 kr.Hæðarstillanlegt bak

Armar hæða- og dýptarstillanlegir

Dýptarstilling á setu

Hallastilling á baki, fylgir hreyfingu notanda

Hæðarstilling setu

Mótstöðustilling fyrir mismunandi þyngd notanda

Sjálfstæð „fljótandi“ hallastilling setu fylgir hreyfingu notandans

Mjúk hjól

STOFNAÐ 1956

Íslensk hönnun & handverk

Bæjarlind 8-10 201 Kópavogur

s: 510 7300 www.ag.is

líka oft vera í fleiri miðlum, kvik-myndum og sjónvarpi.“

Edda var meðlimur í þjóðlaga-sveitinni Þremur á palli, sem varð til í leikritinu Þið munið hann Jörund sem frumsýnt var árið 1970 þegar Edda var nýskriðin úr leiklistarnámi. Sveitin var mjög áberandi á áttunda áratugnum og ferðaðist um landið og út fyrir landsteinana með sína vísna- og þjóðlagamúsík.

„Það var fenginn ungur piltur til þess að útsetja lögin, sem heitir Páll Einarsson og er jarðeðlis-fræðingur. Hann fór utan í nám og sá aldrei sýninguna. Nú er hann kominn aftur og er með okkur í sýningunni í dag, svo það er eigin-lega honum að kenna að ég fór að syngja. Við erum enn að styðjast við margar af hans útsetningum, auðvitað búin að breyta sumu en í grunninn eru þetta gömlu útsetn-ingarnar.“

Þrjú á palli héldu áfram eftir leiksýninguna og gáfu út 7 plötur hjá Svavari Gests og voru starf-andi á fullu í 6 ár og fóru víða.

Þerapía Lafði Macbeth Árið 1975, þegar Edda er 29 ára, varð hún fyrir því óláni að hrasa í stiga og fá högg á höfuðið sem olli því að hún fékk heilablóðfall. Skiljanlega hægðist á öllu við slíkt áfall en rúmu ári síðar var hún komin á leiksvið aftur.

„Ég missti ekki mátt en tapaði öllum nafnorðum,“ segir Edda. Það var eins og sú skúffa hefði bara verið tekin úr orðaforðanum. Það tók tíma að vinna það til baka. Fljótlega eftir þetta átti ég mjög erfitt með að mynda setningar, en það kom sér vel að vera leikkona og geta leikið orðin sem nafnorðin

stóðu fyrir,“ segir Edda. Þú varst fljótlega komin á svið

aftur, var það bara íslenska hark-an sem kom þér í það eða hvað?

„Þegar ég lenti í þessu slysi var hljómsveitin á sínum hátindi. Það var komið sjónvarp og við vorum þekkt. Það voru komnar á kreik kjaftasögur á þá leið að ég væri lömuð fyrir lífstíð eða bara hrein-lega dáin. Einhverjum mánuðum síðar var ég að labba með Fróða, son minn, sem var nýfæddur þegar þetta gerðist, og Andrés Indriðason sem var hjá sjónvarp-inu sá mig á gangi. Stuttu seinna hafði hann samband og vildi fá mig til þess að stýra spurninga-þætti sem hann var að byrja með á RÚV,“ segir Edda.

„Ég sagði við Andrés að ég gæti þetta ekki, en hann stappaði í mig stálinu. Ég reyndi að læra setningarnar mínar en ég gat það ekki. Hann sagði að ég þyrfti þess ekki, ég fengi að hafa þetta fyrir framan mig og gæti lesið þetta og verið kynnir. Ég lét draga mig út í þetta og það tókst. Ég man að ég var ekki með neitt hár eftir uppskurðinn og var með skuplu á höfðinu,“ segir Edda. „Fljótlega eftir þetta fékk ég tilboð frá Þjóð-leikhúsinu þar sem Sveinn Einars-son var við stjórn og frá Iðnó sem þá var undir stjórn Vigdísar Finn-bogadóttur. Þar var mér boðið að leika Lady Macbeth. Ég var nú ekki viss hvort ég gæti tekið að mér svona flókið hlutverk,“ segir Edda. „Þorsteinn Gunnarsson, sem leikstýrði, sagði mér að nota þetta sem þerapíu og það gekk. Þetta var í byrjun árs 1977.

Við í Þremur á palli gerðum svo eina plötu í viðbót sem var líka góð þjálfun fyrir mig. Ég starfaði svo sem leikkona þar til ég tók við formennsku í leikarafélaginu árið 1992.“

Lífið til þess að leika sér að þvíÁrið 1994 missti Edda einkason sinn, Fróða, sem dó af völdum krabbameins sem hann greindist

34 viðtal Helgin 17.-19. október 2014

Page 35: 17 10 2014

pakkann í einu.“ Nær maður sér einhverntímann

af svona áfalli? „Ég held ekki, en þetta hefur

kennt mér að líta lífið öðrum aug-um og allt það léttvæga sem fólk og jafnvel maður sjálfur á til að kvarta yfir finnst mér ekki skipta neinu máli.“

Hvað tekur við eftir Jörund? Eru fleiri verkefni í burðarliðnum?

„Ég er opin fyrir öllu og til í að skoða hvað sem er. Ég held að leikari segi sjaldan nei,“ segir Edda.

Hannes Friðbjarnarson

[email protected]

með 4 árum áður. Hún segir það hafa verið gríðarlega erfiða upp-lifun og um leið mikinn skóla að ganga í gegnum.

„Fróði var í fjögur ár að berjast. Hann var greindur 15 ára og dó 19 ára. Það er einhver svakaleg-asti skóli sem hægt er að ganga í gegnum,“ segir Edda. „Hann sjálfur tók alveg ótrúlegt þroska-stökk á þessum tíma. Hann var á fullu í þungarokkinu þegar hann veikist og ákvað að hann ætlaði að verða tónskáld. Hann fór að læra allt sem hann komst í tæri við, tónfræði og slíkt,“ segir Edda. Fróði var meðlimur í hljóm-sveitinni Sororicide sem á níunda áratugnum ruddi braut margra dauðarokkssveita sem urðu til á þeim tíma og sveitin vann músík-tilraunir árið 1991.

„Rúmu ári áður en hann dó hittir hann lækni sem sagði honum að hann mundi ekki lifa lengi. Það var alveg skelfilegt högg. Fram að því höfðum við verið bjartsýn. Hann hafði komið vel út úr tveimur lyfjameðferðum á undan svo maður hélt í vonina eins og maður gat. Svo næstum fyrir tilviljun hittir hann þennan lækni. Fróði fór að spyrja hann nærgöngulla spurninga sem hann fékk bein svör við. Þá var hann 17 ára gamall.

Ég man að ég var brjáluð út í þennan lækni, en kannski á end-anum var það betra fyrir Fróða og okkur öll að fá þessa vitneskju,“ segir Edda. „Hann fékk tíma til þess að meta aðstæður og sætta sig við þær á endanum. Hann sagði við mig: „Það er ekkert merkilegt að deyja, það gera það allir. Þú verður að halda áfram að lifa, lífið er til þess að leika sér að því,“ og ég hef oft farið með þessa setningu. Hún hefur borið mig áfram, alla tíð,“ segir Edda.

„Þetta var mjög dramatískur tími. Á þeim tíma sem Fróði veikt-ist þá skildum við foreldrar hans og svo var mér sagt upp í Þjóð-leikhúsinu, eins og fleirum, svo það má segja að ég hafi tekið allan

Þegar við konur eldumst fækkar hlut-

verkum. Það hefur því miður alltaf verið

þannig.

Sönghópurinn Þrjú á palli naut mikilla vinsælda um og upp úr 1970, eins og blaðaúrklippur þess tíma sýna.

viðtal 35 Helgin 17.-19. október 2014

Page 36: 17 10 2014

Enginn heimsendir að komast ekki inn í LeiklistarskólannLeiklistarskóli Íslands, sem nú er orðinn að deild í Listaskóla Íslands, hefur fóstrað flesta þekktustu leikara landsins. Margar sögur hafa verið sagðar af ströngum inntökuprófum í skólann en aðeins átta útvaldir komast inn hverju sinni. Fjölmargir þjóð-þekktir einstaklingar lögðu mikið á sig fyrir inntökuprófin en urðu frá að hverfa og hafa haslað sér völl á öðrum vettvangi síðan.

Jóni Gnarr var hafnað þegar hann reyndi að komast inn í Leiklistarskólann á sínum yngri árum. Sagan segir að hann hafi leikið atriði úr Dýrunum í Hálsaskógi í inntökuprófinu og mætt með tré með sér sem leikmun. Ekki fylgir sögunni hvort Jón lék Mikka eða Lilla klifurmús.

Sverrir Þór

Sverrissonbetur þekktur sem Sveppi, komst

ekki inn í Leiklistarskólann þegar hann reyndi í kringum aldamótin. Þess í stað sneri hann sér að fjölmiðla-störfum og hefur leikið í barnaefni með

góðum árangri.

Pétur Örn Guðmundsson sótti um í Leiklistarskólanum snemma á tíunda áratugnum en komst ekki inn. Stuttu seinna fékk hann aðalhlutverkið í söngleiknum Superstar og hefur átt far-sælum tónlistarferli að fagna síðan.

Davíð Þór Jónsson prestur sótti á sínum tíma þrisvar um í Leiklistarskólanum. Hann komst í lokaúr-takið öll þrjú árin en komst ekki inn. Þá fór hann að læra guðfræði og varð síðar vinsæll útvarpsmaður og skemmtikraftur. Á dögunum hlaut Davíð Þór prestvígslu og hefur verið skipaður í embætti héraðs-prests í Austurlandsprófastsdæmi.

Gissur Páll Gissurarson heillaðist af leikhúsi í Oliver Twist árið 1989 og þreytti í kjölfarið inntökupróf í Leiklistarskólanum. Hann komst ekki inn en sneri sér að tónlistinni í staðinn.

Sneru sér að allt öðruFlestir leikarar sem útskrifast hafa úr Leiklistarskólanum starfa í faginu. En svo eru þeir til sem venda kvæði sínu alveg í kross.

Þórhallur Gunnarsson útskrifaðist sem leikari en er mun frægari fyrir vinnu sína í fjölmiðlum. Hann lék í Borgarleikhús-

inu eftir útskrift en frá aldamótum hefur hann að mestu starfað í sjónvarpi. Þórhallur var um tíma dagskrárstjóri RÚV en hann starfar nú við framleiðslu hjá Sagafilm.

Kjartan Bjarg-mundsson hefur að mestu fengist við smíðar síðustu ár. Síðasta bíó-mynd sem hann lék í var Nói albinói.

Fólkið sem lærði úti í löndumFjölmargir þekktir Íslendingar hafa lært leiklist úti í löndum, sérstak-lega síðustu ár.

Gunnlaugur Helgason, eða Gulli Helga, er öllum kunnur í dag sem Gulli byggir og fyrir vinnu sína í útvarpi og sjónvarpi allt frá tíunda áratugnum. Áður en að því kom lærði Gulli þó leiklist úti í Los Angeles.

Halla Vil-hjálmsdóttir lærði í Guild-ford-leiklistar-skólanum í Bretlandi.

Þorvaldur Davíð Krist-jánsson lærði í Julliard í New York.

Hera Hilmars-dóttir lærði í Lamda í London.

Mikael Torfasonrithöfundur og blaðamaður, var leitandi ungur maður og stefndi á að verða leikari áður en hann fór að skrifa. Hann reyndi fyrir sér í prufum fyrir Leiklistarskólann en komst ekki inn. Sagan segir að Rúnar Freyr Gíslason hafi komist inn á hans kostnað.

Valur Freyr Einarsson var vinur Hilmis Snæs og Benedikts Erl-ingssonar og fóru þeir saman í prufurnar í Leiklistarskólanum. „Þá var þetta þannig að maður mætti upp í skóla og inntöku-nefndin afhenti öllum sextán bréf. Átta fengu nei og átta já. Ég kom aðeins of seint og strákarnir, Benni og Hilmir, voru búnir að gefa hvor öðrum „high five“ og svona, báðir komnir inn. Ég náði í mitt bréf og ólíkt öllum öðrum reif ég það upp fyrir framan nefndina. Ég hélt mér hefði verið rétt vitlaust umslag. Það stóð eitt-hvað svona „því miður“ og ég ætlaði að skila þeim bréfinu aftur en þá var mér sagt að þetta væri „nei.“ Ég komst ekki inn.“ Valur Freyr fór því í leiklistar-skóla úti í Manchester.

Pétur Jóhann Sigfússon er einn þekktasti leikari landsins en hefur þó enga menntun á leiklistarsviðinu. Hann komst ekki inn í Leiklistarskólann en æfði sig á vinnufélögunum í Byko þar til stóra tækifærið kom í Fyndnasti maður Íslands. Síðan þá hefur hann ekki litið til baka.

Jón Atli Jónasson lék í frægri Rocky Horror-sýningu í

MH þar sem Páll Óskar Hjálm-týsson sló í gegn. Jón Atli var

ákveðinn í að verða leikari og undirbjó sig vel fyrir

inntökuprófin. Hans biðu þau grimmu

örlög að fá neitun, eins og fleiri. Jón

Atli er nú þekkt leikskáld og rithöfundur.

36 úttekt Helgin 17.-19. október 2014

Page 37: 17 10 2014

ÞRÆLGAMAN

1819 er ný upplýsingaveita sem veitir svör á hagkvæmari hátt en áður hefur þekkst. Hringdu núna – 1819 veitir alltaf svar.

S: . IS

Page 38: 17 10 2014

Ég segi bara eins og Ragna Foss-berg hefur sagt, ef hrukkukrem myndu virka þá væri enginn með hrukkur.fonix.is • Hátúni 6a • 105 Reykjavík • S. 552 4420

HEIMILISTÆKJADAGAR Í

20% AFSLÁTTUR

Rakel Garðarsdóttir og Margrét Mar-teinsdóttir gefa á næstunni út bókina Vakandi veröld. Í bókinni er til dæmis að finna uppskriftir að snyrtivörum sem fólk getur framleitt sjálft og heimagerð-um hreinsiefnum. Ljósmynd/Hari

Neysla okkar er farin úr böndunumRakel Garðarsdóttir og Mar-grét Marteinsdóttir hafa tekið höndum saman og skrifað bókina Vakandi veröld. Í bókinni miðla þær eigin reynslu en báðar tóku þær upp nýja lífshætti fyrir nokkru. Nú eru skilaboðin þau að við eigum ekki að henda mat, við eigum að flokka rusl og hugsa um hvar fötin okkar eru fram-leidd. Það sem við gerum mun nefnilega hafa áhrif á afkom-endur okkar.

M ikilvægast er að vera með-vitaður um það sem mað-ur gerir. Ef þú hugsar til

dæmis áður en þú kaupir inn þá ertu í miklu betri málum,“ segir Rakel Garðarsdóttir framleiðandi.

Rakel er annar höfunda bókarinn-ar Vakandi veröld sem kemur út um næstu mánaðamót. Bókina skrifaði hún með Margréti Marteinsdóttur, fyrrum fréttakonu og núverandi vert á Kaffihúsi Vesturbæjar.

Báðar hafa þær á síðustu árum tekið upp nýja lífshætti sem þær vilja meina að bæti eigin heilsu og takmarki um leið umhverfisspjöll. Í bókinni miðla þær af reynslu sinni og hvetja aðra til að tileinka sér nýja siði. Í inngangi bókarinnar segjast þær, eins og flestir, hafa sóað mat í stórum stíl, keypt föt frá framleið-endum sem ekki standast kröfur um lágmarks siðferði gagnvart starfsfólki sínu, og notað snyrti-vörur með kemískum og heilsuspill-andi efnum. Auðvelt sé að tileinka sér nýja og betri siði.

Hendum einum þriðja af inn-kaupunumRakel hefur látið til sín taka í um-ræðum um matarsóun og er stofn-andi samtakanna Vakandi. „Þetta hefur verið mikið áhugamál hjá mér. Neysla mannsins er farin úr böndunum. Við erum að henda ein-um þriðja af því sem við kaupum

inn. Það er borðleggjandi að hætta að henda mat. Jarðarbúar eru sjö milljarðar í dag og verða orðnir níu milljarðar árið 2050. Ef við höldum

þessu áfram mun jörðin ekki ráða við okkur. Það er ekki langt í þetta. Það er jafn langt í 2050 og það er síðan 1986 var,“ segir hún.

Yfirvöld ekki með á nótunumRakel segir að eftir hún fór að pæla í þessum hlutum sé auðvelt að sjá hluti sem hún sá ekki áður. „Í mínu tilviki fannst mér merkilegt að uppgötva markaðs-setningu fyrirtækja. Hvernig það er alltaf verið að telja manni trú um að maður verði að eignast eitt-hvað þegar mann vantar í raun ekkert. Það átti að heita að hér væri kreppa en samt var maður enda-laust að kaupa eitthvað. Þetta á til að mynda við um snyrtivörur, þar er ein mesta sóunin. Það er mark-aður sem veltir endalaust af peningum. Ég segi bara eins og Ragna Fossberg hefur sagt, ef hrukkukrem myndu virka þá væri enginn með hrukkur. Húðin er stærsta líffærið okkar og það er ekkert sniðugt að setja eitthvað á húðina sem ekki er hægt að borða. Það er vel hægt að nota náttúrulegar snyrtivörur.“

Í bókinni er einmitt kafli um hvernig fólk geti búið sjálft til náttúrulegar snyrtivörur og heima-gerð hreinsiefni. Þá eru kaflar um föt, plast og flokkun sorps, svo eitthvað sé nefnt.

Hvað með flokkun á sorpi? Manni virðist að Ís-lendingar hafi tekið nokkrum framförum þar und-anfarin ár.

„Já, í flokkun á pappír. En við eigum enn langt í land á öðrum sviðum. Það er til dæmis bara ein ruslatunna í almenningsrýmum. Ef þú labbar nið-ur Laugaveginn þá eru bara venjulegar tunnur en ættu að vera rauðar og grænar líka. Ríki og borg eru mjög aftarlega í þessum málum. Þetta var gert fyrir mörgum áratugum annars staðar í Evrópu.“

Lítill leiðarvísir um vitundarvakningu„Ég er alls ekki heilög. Þetta snýst bara um þessi litlu skref sem við getum öll tekið. Þegar þau hafa verið tekin verður allt miklu ljúfar fyrir vikið. Mað-ur hugar að umhverfinu, buddunni og framtíðinni,“ segir Rakel sem segir að bók þeirra Margrétar sé góður upphafspunktur fyrir alla.

„Þetta er engin predikun, þetta er bara lítill leið-arvísir um vitundarvakningu um betri lífsvenjur. Hvernig við getum öll hugað að framtíðinni. Fram-tíðin er nefnilega í okkar höndum og það sem við gerum mun hafa áhrif á afkomendur okkar.“

Höskuldur Daði Magnússon

[email protected]

38 viðtal Helgin 17.-19. október 2014

Page 39: 17 10 2014

FACEBOOK.COM/KRINGLAN.ISFACEBOOK.COM/KRINGLAN.ISKRINGLAN.IS

PIPAR\TBW

A · SÍA

· 14

32

99

NÝTT KORTATÍMABIL

KRINGLUKAST16.-20. OKTÓBER

AFGREIÐSLUTÍMI

FÖSTUDAGA 10:00 - 19:00LAUGARDAUR 10:00 - 18:00SUNNUDAGUR 13:00 - 18:00

Page 40: 17 10 2014

Með því að kaupa gjafabréf frá Sól í Tógó og gefa þeim sem þér þykir vænt um ertu sannarlega að gefa gjöf sem gefur. Andvirði gjafabréfssins rennur til heimilis munaðarlausra

barna í Tógó í Afríku sem er eitt fátækasta ríki heims.

Gefðu gjöf sem gefur

Gjafabréfin eru að verðmæti 1.500 kr. og 3000 kr. Þau fást í Heilsubúðinni, Njálsgötu 1 og Bókabúðinni, Bergstaðastræti 7. Farðu á www.solitogo.org og fáðu nánari upplýsingar. Þú getur líka sent póst á [email protected] eða hringt í síma

659 7515 og við sendum þér gjafabréf.

Florentine í Aneho. Nóvember 2012

Þorbera, sem vinnur sem ráðgjafi hjá Ör-yrkjabandalagi Ís-lands, hélt á dögun-um fyrirlestur fyrir Þekkingarmiðstöð

Sjálfsbjargar þar sem hún lýsti sinni upplifun af því að vera fötluð móðir. Þorbera er með hrörnunar-sjúkdóminn CMT en hann hefur áhrif á úttaugakerfið, sem þýðir að hægt og rólega missir hún kraft og tilfinningu í höndum og fótum. Hún byrjaði að nota hækju um fertugt en í dag styðst hún við göngugrind.

Þurfum að fagna fjölbreyti-leikanum„Við maðurinn minn kynntumst þegar við vorum 23 ára og líkt og flest pör þá fórum við fljótlega að hugsa um barneignir en þar sem ég hafði verið ranglega greind með vægt af-brigði af öðrum og mun alvarlegri sjúkdómi hafði mér verið ráðlagt að sleppa barneignum,“ segir Þorbera en þau hjónin gátu alls ekki hugsað sér að vera barn-laus. „Eðlilega vöknuðu allskonar siðferðislegar spurningar. Á þessum tíma hafði ég ekki enn fengið rétta sjúkdóms-greiningu svo ég hélt að börnin mín gætu jafnvel orðið mun fatlaðri en ég en svo fékk ég að vita að ef þau erfðu sjúkdóminn þá myndu þeirra til-felli vera væg, rétt eins og mitt. Þá skyndilega skipti sjúkdómurinn engu máli lengur því mér hefur alltaf þótt mitt líf þess virði að lifa því. Af hverju ætti ég þá ekki að eignast börn?

Það er grundvallar hugsunar-villa í gangi og hún er sú að líf með fötlun sé slæmt líf og bara eigin-lega ekki þess virði að lifa því. Það er talað um galla ef fólk er ekki

eins og flestir aðrir en hvernig er hægt að tala um að nýfætt barn sé gallað? Við þurfum að fagna fjöl-breytileikanum því hann er eðli-legur. Það er gallað samfélag sem gerir ekki ráð fyrir öllum.“

Samfélagið gerði ekki ráð fyrir fötluðum„Fólk er allskonar. Við komum í þennan heim af öllum stærðum og gerðum og með misjafnt and-legt og líkamlegt atgervi,“ segir Þorbera og bendir á að það væri óeðlilegt ef engin frávik væru frá norminu og einmitt þess vegna sé óeðlilegt að samfélagið geri ekki ráð fyrir öllum.

„Sjúkdómurinn hefur alltaf haft áhrif á líf mitt. Ég ólst upp í samfélagi sem gerði ekki ráð

fyrir mér. Ég upplifði það mjög sterkt sem barn að ég væri fötluð því ég var oft útundan í leikjum á skólalóðinni. Það að ekki sé gert ráð fyrir manni og að maður passi ekki inn í eru mjög fatlandi aðstæður. Þetta má heimfæra upp á samfélagið í heild. Þó ég finni alltaf fyrir skerð-ingunni, þ.e. líkamleg-um einkennum sjúk-dómsins, þá upplifi ég sterkast að vera fötluð þegar ég rekst á þessar samfélagslegu hindranir eins og slæmt aðgengi. Hugsunarhátturinn er hægt að breytast en það er mjög mikilvægt að fatlað fólk fái þau hjálpartæki og þá aðstoð sem það þarfnast til að geta lifað lífinu á sínum forsendum. Ef ég væri til að mynda ekki með göngugrind og hjálpar-tæki í bílnum sem gera

mér kleift að keyra án þess að nota fæturna þá væri ég föst heima. En vegna hjálpartækjanna get ég tekið þátt í samfélaginu.“

Þorbera fór í langt nám og starf-aði í mörg ár sem dönskukennari

„Ég hef alltaf notið þess að vera til, enda hefur fötlun ekkert með hamingju að gera. Ég hef allavega ekki enn séð nein dæmi þess að það að geta hoppað hátt eða hlaupið veiti manni lífsfyllingu.“

Fötlun hefur ekkert með hamingju að gera

og hefur alltaf verið virkur með-limur í Sjálfsbjörg. „Ég þekki fullt af fólki sem er fatlað en líka fullt af fólki sem er ófatlað og get ekki með nokkru móti séð að sá munur hafi eitthvert úrslitavald þegar kemur að lífshamingju. Ég hef alltaf notið þess að vera til, enda hefur fötlun ekkert með hamingju að gera. Ég hef allavega ekki enn séð nein dæmi þess að það að geta hlaupið eða hoppað á öðrum fæti tryggi fólki lífsfyllingu.“

Fordómar úr innsta hringÞorbera segir samfélagið sem betur fer hafa breyst en fordómana gagnvart fötluðum konum sem ákveða að eiga börn enn vera við lýði.

„Konur upplifa mikla fordóma, og ekki utan bara utan úr bæ heldur úr sínum innsta hring, frá vinum og ættingjum. Ég hef heyrt fatlaðar konur lýsa því þegar vin-konurnar fóru að ræða barneignir að þá hafi þær aldrei verið spurðar. Fólk hefur almennt svo miklar skoðanir á barneignum annarra og er oft óhrætt við að tjá þær. Sjálf fann ég það frá einstaklingum í

mínu umhverfi að þeim var alveg nóg boðið þegar ég átti von á þriðja barninu mínu. Ég skildi nú ekki hvernig stóð á því þar sem mínar barneignir höfðu á engan hátt bitnað á þeim.“

Þorbera var 29 ára þegar hún varð barnshafandi í fyrsta sinn. „Þetta var svo langþráður draumur að rætast að við nutum þess til fulls. Ég gerði ráð fyrir því að ég yrði kannski rúmliggjandi en allar mínar meðgöngur gengu mjög vel, ég var á fótum fram að fæðingu og fékk til að mynda aldrei grind-argliðnun. Fólk gerir yfirleitt ráð fyrir því að ég hafi farið í keisara vegna þess að ég er fötluð en ég fæddi öll börnin mín því það er ekkert að leginu í mér þó að ég sé hreyfihömluð í útlimunum,“ segir Þorbera og hlær. „Þetta gekk allt bara mjög vel. Ég vantreysti sjálfri mér aðeins með fyrsta barnið mitt en svo bara fann ég út úr þessu eins og öðru.“

Ofdekraði börnin„Þar sem að ég hef alltaf þurft smá aðstoð sjálf í lífinu þá var ég mjög meðvituð um það að verða ekki

byrði á neinum, hvorki manninum mínum né börnunum mínum. Þetta var kannski ekki meðvituð ákvörðun í upphafi, en allt sem ég get gert sjálf og hjálparlaust það geri ég. Þetta hefur orðið til þess að ég hef kannski ofdekrað börnin mín,“ segir Þorbera og hlær. „Þau þurftu til dæmis aldrei að setja í þvottavél og ég smurði ofan í þau nesti þar til þau kláruðu 10. bekk.“

Það eru helmingslíkur á að sjúk-dómurinn erfist en börn Þorberu hafa ekki erft hann. „Sjúkdómur-inn mun ekki hafa áhrif á þeirra líf, fyrir utan þau áhrif sem hann hefur á mig. Þau hafa auðvitað þurft að aðstoða mig en ég held að þau hafi nú ekkert skemmst af því. Það eina sem ég hef orðið vör við að þau hafi upplifað fordóma var þegar dóttir mín kom eitt sinn heim eftir að bekkjarsystir hennar hafi sagt að hún ætti fatlaða mömmu. Það var sagt til að særa en þá sagði dóttir mín bara; „Já, og hvað með það?“

Halla Harðardóttir

[email protected]

Þorbera Fjölnisdóttir segir ríkja fordóma gagnvart fötluðum konum sem ákveða að eignast börn. Samfélagið líti almennt svo á að líf með fötlun sé slæmt líf en það sé hugsunarvilla sem verði að útrýma. Þorbera, sem er fötluð þriggja barna móðir, segist upplifa fötlunina sterkast þegar samfélagið gerir ekki ráð fyrir henni.

Þorbera Fjölnisdóttir með fjölskyldu sinni. Mynd Hari

40 viðtal Helgin 17.-19. október 2014

Page 41: 17 10 2014
Page 42: 17 10 2014

Þ að er komið haust. Eða eiginlega fimbul-vetur að mínu mati. Lungun hrökkva ofan í brók þegar ég dreg fyrsta andardráttinn

utandyra á morgnana. Hrímaðar bílrúður bíða mín glottandi í vetrarhúminu. Fingurnir frjósa utan um stýrið á meðan líkaminn bíður þess skjálfandi að miðstöðin hrökkvi í gang. Fínhreyf-ingar verða erfiðar fram yfir hádegi og ég tek af mér hátíðlegt loforð um að pakka saman öllum kjólum og krúttlegum jökkum um óákveðin tíma. Föðurlandið og fimm ára gamla dúnúlpan mín framvegis. Ósmekklegt en praktískt. Og útlimir virka sem skyldi.

Á þessum árstíma fækkar kvöldrúntum í Ísbúð Vesturbæjar. Helst fer ég ekki ótilneydd út fyrir hússins dyr. Að vera heima eins og björn í híði er vænlegasti kosturinn. Samgróin sófanum með lúkuna á kafi í sælgætispokanum. Á þessum árs-tíma er gott sjónvarpsefni að sjálfsögðu lykilat-riði. Ekki japlar maður á Bingókúlunum sínum og horfir út í loftið. Ó, nei. Þar sem ég er ein af þeim sem hef fasta búsetu í sófanum allan ársins hring ætla ég að leyfa mér að mæla með fáeinum dagskráliðum til þess að ylja sér yfir á komandi vetrarkvöldum.

Hefjum leikinn á mínum uppáhalds þætti, Scandal. Magnaður spennuþáttur – stútfullur af lygum, svikum, blóði, kynlífi og forboðinni ást. Forseti Bandaríkjanna er ein af helstu sögupers-ónum. Guðdómlega fagur yfirlitum og mann langar mest að smyrja honum á brauð og snæða. Nöktum sko. Namm. Suits er annar stórgóður þáttur. Lögfræðidrama með gamansömu ívafi. Þættirnir skarta unaðslega girnilegri aðalpers-ónu, Harvey Specter, sem ég klæði reglulega úr með augunum. Ég lét meira að segja setja mynd af honum á púða í sumar. Þannig að ég sænga iðulega hjá honum. Stalker eru þættir sem hófu göngu sína vestanhafs í haust. Ég er búin að horfa á tvo slíka með lífið í lúkunum og hland

fyrir hjartanu. Æsispennandi þættir, passalega óþægilegir með vænu magni af morðum, ofbeldi og kynþokka. How to get away with murder eru einnig nýir af nálinni. Spilling, svik, morð, framhjáhald og kynlíf. Fullt af gullfallegu fólki með nánast sjálflýsandi tennur. Bandarískur krimmi par exelans. The Mindy Project eru þættir sem eru í afskaplega miklu uppáhaldi hjá mér. Pissfyndnir og dásamlegir. Mindy er læknir af indverskum uppruna, fáeinum kílóum of þung, talar áður en hún hugsar, er passlega óviðeigandi og klæðaburður hennar minnir stundum á jólatré sem lítið barn hefur skreytt. Hver einasta persóna í þáttunum er skemmtilega spes og hlægileg. Þó lítið sé um fola til þess að afklæða með augunum tekst The Mindy Project alltaf að gera mig örlítið hamingju-samari. Svo drekkur Mindy líka vínið sitt af stút – það gleður mig ósegjanlega að sjá aðrar virðulegar konur við slíkan verknað.

Nú ef ekki er nenna til þess að kynnast nýjum karakterum og lifa sig inn í ókunnar aðstæður má að sjálfsögðu hlýja sér yfir gamalli klassík. Sex and the city, Friends, Gilmore Girls, Desperate Housewives eða bara Bubba-myndböndum á You-tube. Glæstar vonir standa einnig ávallt fyrir sínu – að lýsa ást minni á Bill Spencer er efni í annan og mun dónalegri pistil.

Gleðilegan vetur.

Bragðgo� ogglútenlaust– beint úr frystinum

Fæst í verslunum Hagkaups og Bónus

Guðrún Veiga Guðmunds-dóttir er mann-fræðinemi frá Eskifirði sem vakið hefur athygli fyrir bloggskrif sín. Hún stjórnaði sjónvarps-þættinum Nenni ekki að elda og gefur út samnefnda bók fyrir jólin. Guðrún Veiga er komin í föðurlandið og býr sig undir langan vetur í sjónvarpssóf-anum.

Afþreying í skammdeginuGuðrún VeigaGuðmunds-dóttirritstjorn@

frettatiminn.is

Guðrún Veiga klæðir Harvey Specter í Suits reglulega úr með aug-unum. Ást hennar á Bill Spencer í Glæstum vonum er hins vegar efni í annan og dónalegri pistil.

42 pistill Helgin 17.-19. október 2014

Page 43: 17 10 2014
Page 44: 17 10 2014

„Lasse – veltir þungu hlasse“

H„Hvað er að gerast? Við Norðmenn drekk-um lýsi og borðum hafragraut. Á hverju hafa Íslendingarnir eiginlega lifað?“ Svo spurði Norðmaður, einn af mörgum sem tjáði sig á norskum vefmiðli um úrslit margfrægs sigurleiks Íslendinga gegn Hollendingum á mánudaginn. Hann fékk fljótlega svar við spurningu sinni frá ís-lenskri konu sem upplýsti á sama kommentakerfi að Íslendingar borðuðu bæði hafragraut og lýsi, eins og Norð-menn – en líka skyr. Sá norski brást við fljótt og tilkynnti um 7 hektólítra pöntun á skyri. Það eru ansi margir lítrar.

Sigurinn á Hollendingum kom í kjölfar tveggja annarra í undankeppni Evrópu-mótsins og hefur vakið verðskuldaða athygli ytra á góðu gengi íslenska lands-liðsins og einstakri gleði hér heima. Enn er þó langt í land, margir erfiðir útileikir eftir og liðið fráleitt komið í lokakeppnina í Frakklandi – en er á meðan er. Sjálfsagt er að gleðjast yfir góðu gengi en halda þó báðum fótum á jörðinni. Það virðast leikmennirnir gera, studdir af öflugum þjálfurum, Svíanum Lars Lagerbäck og hógværa tannlækninum frá Vestmanna-eyjum, Heimi Hallgrímssyni.

Sænski þjálfarinn nýtur mikilla vin-sælda á Íslandi. Honum er ekki síst þakk-aður þessi árangur, að hafa þjappað saman hæfileikaríkum strákum sem vitað var, eftir frammistöðu með yngri landsliðum, að væri hópur til alls líklegur. Ég las það í erlendu blaði að svo mikið væri dálæti Íslendinga á Lars að þeir vildu ólmir að hann fengi íslenskan ríkisborgararétt og yrði forseti í kjölfarið. Það eru ekki nema tvö ár í forsetakosningar og ólíklegt er að Ólafur Ragnar Grímsson leggi í sjötta tímabilið, þótt enn sé kallinn sprækur sem lækur. Dæmi eru um það að íþróttamenn hafi fengið hraðmeðferð í ríkisborgara-kerfinu. Var það ekki Kúbumaðurinn Duranona sem varð Íslendingur á met-tíma og gerði síðan garðinn frægan með íslenska handboltalandsliðinu?

Það hefur svo sem enginn spurt Lars hvort hann kjósi að gerast Íslendingur á efri árum, hvað þá hvort hann vilji setjast að á Bessastöðum og taka þar við búi eitt eða tvö kjörtímabil að þjálfaraferlinum loknum. Svo er heldur ekki víst að hann hafi tíma til þess að taka þátt í kosninga-baráttu sumarið 2016, það er að segja ef honum tekst það ómögulega, að koma íslensku karlalandsliði í fótbolta í úr-slitakeppni stórmóts. Hann var að vísu glettilega nærri því í fyrra, þegar aðeins munaði einum leik að íslenska liðið kæm-ist alla leið á HM í Brasilíu.

Takist Lars ætlunarverk sitt er þó ólíklegt að hann þurfi á kosningabaráttu að halda. Úrslitakeppnin fer fram í Frakk-landi á svipuðum tíma og gengið verður til forsetakosninganna. Miðað við fótbolta-æðið nú, að loknum þremur sigurleikjum,

er rétt hægt að ímynda sér stöðuna nái lið-ið takmarki sínu. Þá skiptir þjóðernið litlu, Lars verður forseti hvort heldur hann telst sænskur eða íslenskur á pappírunum – og sennilega hvort heldur hann vill embættið eður ei. Og ekki nóg með það, Heimir verður varaforseti. Það er að vísu ekki gert ráð fyrir slíku í stjórnskipan okkar en það skiptir engu. Þjóðin mun ráða. Lars er

kallaður Lasse í heimalandi sínu. Slagorð hans í forsetakosningunum gæti því verið: „Lasse – veltir þungu hlasse“ – eða eitt-hvað álíka.

Ég sat sem límdur við sjónvarpið þegar íslenska liðið lék gegn Hollandi. Á stórmótum hef ég gjarna haldið með hollenska liðinu, fundist það léttleikandi og skemmtilegt. Eftir heimsmeistara-mótið á liðnu sumri þekkti ég jafnvel helstu stjörnur liðsins með nafni, ekki síst Hollendinginn fljúgandi, Robin van Persie, sem skoraði skallamarkið ódauðlega í 5-1 sigrinum gegn Spáni í sumar – og sprett-harða kantmanninn, Arjen Robin. Það er óvenjulegt því aðrar stórstjörnur þekki ég fáar á velli, að undanskildum Rooney hjá Manchester United og Argentínumann-inum Messi. Bitvargnum Suárez man ég líka eftir – en bara fyrir það að hann skildi tannaförin eftir í öxl andstæðingsins.

Ég var einn heima, ýmist sat eða stóð, allt eftir spennustigi. Ég átti að vísu von á tveimur barnabörnum í gæslu – og ömmu þeirra skömmu síðar. Móðir barnanna skutlaði þeim til mín þegar um það bil hálftíma var liðinn af leiknum en blessuð börnin náðu litlu sambandi við afann í sjónvarpssófanum og horfðu á hann stórum augum, gott ef ekki skelfingar-augum, þegar hann stökk upp, hrópaði og skellti saman höndum þegar Gylfi negldi boltann í þaknetið, skömmu fyrir hálfleik.

Rétt í þann mund kom amma barnanna heim. Ekki veit ég hvort margir hafa þann hæfileika sem hún hefur en hún getur nær algerlega útilokað sjónvarpsíþróttir úr lífi sínu, einkum fótbolta. Flakki mín ágæta eiginkona milli stöðva er hún svo snögg á skiptitakka fjarstýringarinnar sjáist í læri fótboltamanns að augað nemur myndina varla. Hún fylgist heldur ekki með dag-skrá íslenskra landsliða og því komu lætin í eiginmanninum henni á óvart. Ég full-yrði að hún vissi ekki að til stóð að Ísland mætti bronsliði HM frá því í sumar og hefur enga hugmynd að í aðdraganda þess leik lagði liðið Tyrkland og Lettland. Þá þykist ég vita að hún hafi aldrei heyrt Sví-ann Lars Lagerbäck nefndan og því síður Vestmannaeyinginn Heimi Hallgrímsson. Það er því ólíklegt að hún kjósi Lars til for-setaembættis, komi til framboðsins þótt það muni trauðla koma að sök hvað hann varðar, í væntanlegu fótboltafári kosninga-sumarið 2016.

„Hvað er í gangi,“ sagði hún við æstan eiginmann sinn sem átti að gegna því hlut-verki einu að gæta barnanna. „Staðan er 2-0,“ hrópaði ég og endurtók stöðuna, svo ótrúleg sem hún var. „Nú,“ sagði frúin, „á móti hverjum?“ „Hollendingum, mann-eskja, en ekki hverjum, bronsliðinu frá HM í sumar.“

„Jæja,“ sagði hún og kallaði í krakkana, „ég fylgist ekkert með þessum handbolta eftir að Óli Stef hætti.“

JónasHaraldssonjonas@

frettatiminn.is

HELGARPISTILL

Teik

ning

/Har

i

SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT

METSÖLULISTI EYMUNDSSON

VIKAN 08.10.14 - 14.10.14

1 2

5 6

7 8

109

43 Í innsta hring Viveca Sten

Kata Steinar Bragi

Náðarstund Hannah Kent

Afdalabarn Guðrún frá Lundi

Stundarfró Orri Harðarson

Handan minninga Sally Magnusson

Í krafti sannfæringar Jón Steinar Gunnlaugsson

Slaufur Rannveig Hafsteinsdóttir

Fuglaþrugl og naflakrafl Þórarinn Eldjárn

Þegar dúfurnar hurfu Sofi Oksanen

44 viðhorf Helgin 17.-19. október 2014

Page 45: 17 10 2014

VÖRU-

GJÖ

LDAF

NUMIN

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

FYRIR HEIMILIN Í LANDINUORMSSON HEFUR AFNUMIÐ VÖRUGJÖLD Í ÖLLUM VERSLUNUM SÍNUM FYRSTIR ALLRAVegna niðurfellingar vörugjalds hafa öll helstu heimilistækin lækkað í verði um 17% og sjónvörp, hljómtæki og annað um 20%.

UE32/40/48H5005 LED SJÓNVARP · 100 Hz. Full HD 1920x1080p · Mega skerpa · Afspilun USB: kvikmyndir, ljósmyndir, tónlist · Sjónvarpsmóttakari: Digital DVB-T2

32” 87.920 áður 109.900

40” 111.920 áður 139.900

48” 151.920 áður 189.900

UE48H6675 LED SJÓNVARP · 600 Hz. · Full HD 1920x1080p 3D · SMART TV · Gervihnatta móttakari · Micro Dimming · Gervihnatta móttakari

48” 229.920 áður 287.400

Við höfum náð samningum við okkar helstu birgja, sem gerir okkur mögulegt að afnema þessi gjöld nú þegar. Fólk þarf því ekki að bíða eftir nýju ári til að gera hagstæð innkaup fyrir heimilið, heldur getur þú nú komið í verslanir ORMSSON um allt land og fengið umtalsvert meira fyrir peninginn en áður.

EKKI EFTIR NEINU AÐ BÍÐA

UE46/55/65H8005 LED SJÓNVARP · 1000 Hz. · Full HD 1920x1080p SMART TV · CURVED

48” 399.920 áður 499.900

55” 495.420 áður 619.900

65” 719.920 áður 899.900

UE32/40/55/65H6475 LED sjónvarp · 400 CMR (rið)3D · smart TV með þráðlausu neti.

32“ 119.920 áður 149.900

40“ 151.920 áður 189.900

55“ 279.920 áður 349.900

65“ 519.920 áður 649.900

Page 46: 17 10 2014

heimili & hönnun Helgin 17.-19. október 201446

já Heimilistækjum má finna mikið úrval af uppþvotta-vélum frá mörgum virtum framleiðend-

um. Whirlpool er einn af þeim og er jafnframt stærsti framleiðandi heimilistækja í heimi.

Whirlpool er ávallt með þarfir og óskir viðskiptavina sinna að leiðarljósi og leggur áherslu á hugvit, tækni og glæsilegar vörur en jafnframt notendavænar og hagkvæmar.

Nýju Whirlpool uppþvottavél-arnar eru með skynjara sem búa yfir sjötta skilningarvitinu en þeir nema óhreinindi og stilla vatns-þrýsing á 28 öflugum vatnsstútum. Tæknin gerir það að verkum að jafnvel erfiðustu óhreinindi og blettir eru fjarlægðir. Það er óþarfi að skola eða forþvo leirtauið áður en það er sett í vélina.

Vélarnar eru 13 manna, með 10 þvottakerfi og mjög hljóðlátar. Sían í botni vélarinnar er sjálf-hreinsandi og kemur í veg fyrir að matarleifar festist og skilar þannig hámarks hreinlæti.

Vélin er með sérstakt Power Dry kerfi, sem er byltingarkennd nýjung frá Whirlpool en þann-ig er hægt að hraða þurrkun og þvo þannig og þurrka fulla vél á aðeins 60 mínútum. Hún þurrkar fullkomlega og þú getur tekið glösin beint úr vélinni og sett á borðið án þess að þurfa að þurrka með viskustykki því þau eru skín-andi hrein. Vörur úr plasti eiga það til að þorna illa en Whirlpool vélin sér til að allt kemur fullkom-lega þurrt út. Vélin fæst í þremur útgáfum hvít, stál eða til innbygg-ingar.

Heimilistæki eru með verslanir á 7 stöðum á landinu og einnig er allt vöruúrval og nánari upplýs-ingar að finna á heimasíðu Heim-ilistækja: www.ht.is.Kynning

Whirlpool hefur þarfir viðskiptavina að leiðarljósi

H

Page 47: 17 10 2014

Til hamingju, Guðni Líndal Benediktsson,

með Íslensku barnabókaverðlaunin 2014

Ótrúlegt ævintýri! GaLdramenn · ninjur · drekar · Ófreskjur · TröLL

www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu

Page 48: 17 10 2014
Page 49: 17 10 2014
Page 50: 17 10 2014

jólahlaðborð Helgin 17.-19. október 201450

Jólahátíðin hefur löngum verið mikil matarhátíð þar sem menn belgja sig út af góðum mat og hefur kjötneysla verið sérstaklega áberandi hér á landi á þessum árstíma. Í seinni tíð hefur það reyndar þróast svo að það er ekki aðeins um hátíðina sjálfa sem mikið er borðað heldur byrjar átið jafnvel strax á aðventunni. Þá fer fólk að leggja leið sína á jólahlaðborð þar sem hægt er

að borða nægju sína af alls kyns dýrindis krásum. Margir taka einnig upp á því að baka margar sortir af smákökum fyrir jólin og skera jafnvel út laufabrauð. Á mörgum heim-ilum er nartað í jólabaksturinn á aðventunni þó að sumir vilji sjálfsagt geyma krásirnar

Jólahlaðborðin orðin hluti af jólamenningunni

til jólanna. Hér áður fyrr voru síðustu

vikurnar fyrir jól kallaðar jóla-fasta vegna þess að í kaþólskum sið var fastað á þessum tíma og kjöt ekki borðað. Þetta orðalag hélst lengi fram eftir öldum þó að ekki væri lengur fastað í eigin-legum skilningi þess orðs. Í dag á þetta orð þó tæpast við þar sem aðventunni fylgir yfirleitt meira át en gengur og gerist. Það er samt áhugavert að sjá að einn er sá siður sem tíðkast hér á landi sem gæti flokkast sem nokkurs konar leifar af þessari kaþólsku föstuhefð en það er að á Þorláksmessu, þann 23. desember, er það siður margra að borða svokallaða Þorláksmes-suskötu.

Gert vel í mat og drykkLöng hefð er fyrir því hér á landi að vel sé gert við menn í mat og drykk um jólin. Heimildir eru til

sem benda til þess að á þjóðveldisöld hafi það þótt brýnasta nauðsyn að menn fengju nýtt kjöt um jólin. Lengi fram eftir öldum slátruðu þeir bændur sem efni höfðu á vænni kind fyrir jólin svo heimilisfólkið gæti fengið nýslátrað kjöt í jólamatinn. Hins vegar fór þetta allt eftir efna-hag bændanna og ekki gátu allir séð af heilli kind um jólaleytið. Þá var brugðið á það ráð að bjóða upp á næstbesta kostinn sem var reyktur matur á borð við hangikjöt sem síðar varð einn vinsælasti jólamatur landsins og mörgum þykir enn í dag ómissandi um jólin. Langt fram á 20. öldina var það einnig bara á jólunum að hægt var að fá ávexti þar

sem þeir voru innfluttir og komu til landsins um jólaleytið.

Epli og appelsínur um jólinEnn eru margir sem minnast þess að hafa fengið epli eða appelsínur um jólin og þótt algert lostæti. Með árunum hafa málin þróast í þá átt að nú er hægt að nálgast nánast hvaða matartegund sem er á hvaða árstíma sem er og er því ekki nema eðlilegt að menn hafa það í jólamatinn sem þeim finnst best. Algengt hefur verið að rjúpur, hamborgarhryggur, lambalæri eða kalkúnn hafi verið á borðum landsmanna um jólin en ekki er til neinn tæmandi listi um það hvað Íslendingar borða um jólin þar sem úrvalið er svo mikið og smekkur manna misjafn.

Af vef Þjóðminjasafnsins

Laugardagstilboð– á völdum servéttum og kertum

Rekstrarvörur- vinna með þér

Réttarhálsi 2 • 110 ReykjavíkSími: 520 6666 • [email protected] • rv.is

Opið laugardaga kl. 10-16

Nýir og

fallegir haust- og

vetrarlitir í servéttum

og kertum

®

Page 51: 17 10 2014

HELGI BJÖRNSSON EÐA BJARNI ARASON

OG DJ FOX

Pantanir í síma 514 8000 og á [email protected]

GÓÐAR STUNDIR OG DÝRINDIS HÁTÍÐARVEITINGAR Á JÓLAHLAÐBORÐI

GRAND HÓTEL REYKJAVÍK.

GESTIR GETA VALIÐ Á MILLI ÞESS AÐ HLÝÐA Á LJÚFA TÓNA BJARNA ARA EÐA

HELGA BJÖRNS Í SYNGJANDI SVEIFLU.

DJ FOX SKEMMTIR GESTUM FRAM Á NÓTT.

VERÐ 9.900 KR.

Jólahlaðborðin byrja 14. nóvember og verða á föstudags- og laugardagskvöldum fram að jólum.

Sérstakt tilboð á gistingu fyrir þá sem koma á jólahlaðborðið. 15.500 kr. fyrir tveggja manna herbergi í eina nótt,

morgunverðarhlaðborð innifalið.

TAKTU FJÖLSKYLDUNA MEÐ Í NOTALEGAN JÓLABRUNCH Á GRAND HÓTEL REYKJAVÍK.

ALLA SUNNUDAGA FRÁ 16. NÓV. FRAM AÐ JÓLUM.

Pantanir í síma 514 8000 og á [email protected]

VERÐ 4.600 KR. FYRIR FULLORÐNA.VERÐ 2.300 KR. Á MANN FYRIR 6-12 ÁRA / FRÍTT FYRIR BÖRN 5 ÁRA OG YNGRI.

JÓLASVEINAR KOMA Í HEIMSÓKN OG GLEÐJA BÖRNIN.

Í SALNUM ER EINNIG SÉRSTAKT BARNAHORN

MEÐ LEIKFÖNGUM OG JÓLAFÖNDRI.

EÐA BJARNI ARASON EÐA BJARNI ARASON EÐA BJARNI ARASON

Jólahlaðborðin byrja 14. nóvember og verða á föstudags-

Sérstakt tilboð á gistingu fyrir þá sem koma á jólahlaðborðið.

Page 52: 17 10 2014

jólahlaðborð Helgin 17.-19. október 201452

„Sérstaða okkar er hið mikla úrval rétta á hlaðborðinu,“ segir Stefán Stefánsson, yfirmatreiðslumaður Perlunnar, sem stendur nú í ströngu við undirbúning hins árlega jólahlaðborðs Perlunnar sem byrjar þann 20. nóvember og stendur til 30. desember.

„Við erum með stórt húsnæði og getum því boðið upp á stórt hlaðborð með mörgum réttum,“ segir Stefán. Jólahlaðborð Perlunnar hefur skipað sér sess sem eitt vinsælasta jólahlaðborð landsins, að sögn Stefáns, og hafa skapast þar ákveðnar hefðir sem haldið er í. „Við bjóðum ávallt upp á vinsælustu réttina, svo sem ham-borgarhrygg, purusteik, roast beef, hreindýrapaté og skelfisksalatið okkar, en bætum síðan við nýjungum árlega. Í ár bjóðum við til að mynda upp á transeraðar nautalundir,“ segir hann.

Gestir fá allir villibráðasúpu beint á borðið en geta síðan gætt sér á 24 mis-munandi forréttum af for-réttahlaðborði. Þar á meðal er heimareyktur lax Perl-unnar, parmaskinka rúlluð með rjómaosti, áll á soðnu eggi, gæsacarpaccio, rækjur, saltfiskur, nauta-tunga og kjúlingaréttur.

Heitir og kaldir kjöt- og fiskréttir eru í boði á aðal-réttahlaðborðinu auk mik-ils úrvals meðlætis. Þrír heitir kjötréttir eru skornir jafnóðum fyrir gesti en að auki eru tveir kjötréttir flamberaðir við hlaðborðið. Þá er einnig í boði köld kalkúnabringa og ýmislegt fleira.

Hægt er að fullyrða að allir finni sér eftirrétt við hæfi því alls eru 18 mis-

Hamborgarhryggurinn og purusteikin ávallt vinsælir réttir

Minniborgir.is Ferðaþjónusta

Minniborgir.is ferðaþjónusta á góðum stað

BOLTINN Í BEINNI

Gisting • Veitingar • AfþreyingHöfum opnað nýjan veitingastað í Minniborgum sem er opinn allt árið.

Frábær aðstaða fyrir hópa og fjölskyldur.

Verðum með villibráðar-, og jólahlaðborð í haust og vetur.

Verð á jólahlaðborði með gistingu og morgunmat 14.900 kr. á mann. Verð á jólablaðborð án gistingar 7.900 kr. á mann

Nánari upplýsingar og bókanir í síma 486 1500 eða á emaili [email protected]

Leitið upplýsinga á auglýsingadeildFréttatímans í síma 531 3310 eða á [email protected]

Fréttatímanum er dreift á heimili á

höfuðborgarsvæðinu

og Akureyri auk

lausadreifingar um land allt.

Dreifing með

Fréttatímanum á

bæklingum og fylgiblöðum

er hagkvæmur kostur.

Ert þú að huga að dreifingu?

munandi eftirréttir í boði á eftirréttahlað-borði. Að sögn Stefáns er Créme Brulée ávallt vinsæll en einnig svokölluð Perlu-bomba, sem er nokkurs konar sælgætis-eftirréttur, en ris a la mande, heit eplakaka og kirsuberjakakan njóta einnig mikilla vinsælda, sem og marensterturnar.

Á föstudögum og laugardögum verður boðið upp á lifandi tónlist og í ár verður tekin upp sú nýjung að bjóða upp á jólahlaðborð í hádeginu þrjár helgar í desember.

Stefán segir að þegar sé farið að bóka í jólahlaðborðin og nokkrar helgar séu þegar

nánast fullbókaðar. Hann hvetur viðskipta-vini því til að bóka sem fyrst til að tryggja sér borð í tíma.

Jólahlaðborðið kostar 9.500 kr.- og á til-boði frá mánudegi til miðvikudags á aðeins 8.500 kr.- á mann. Starfsfólk Perlunnar tek-ur á móti pöntunum á þessi vinsælu hlaðborð núna. Hafið samband í síma 562 0200 eða á netfangið [email protected] til að panta.

Unnið í samvinnu við Perluna

Jólaölið ómissandiÍslendingar hafa lengi drukkið sérstakt óáfengt jólaöl með jólamatnum, enda var áfengur bjór ekki leyfður á Íslandi fyrr en árið 1989. Einkum tíðkast að drekka blöndu af maltöli og appelsíni og þykir jóla-ölið til dæmis ómissandi með hangikjötinu.

Page 53: 17 10 2014

Gallery Restaurant - Hótel Holt - Sími: 552 5700 - www.holt.is

Við bjóðum ykkur að njóta veitinga hjá okkur í einum af fjórum sölum hússins.

Einkasalir: Þingholt - 60 gestir

Bókaherbergi - 36 gestir á fjögur hringborð eða 19 gestir á eitt hringborð Gamli bar - 12 gestir

Þriggja rétta hádegisseðill 5.500.-

Jólaball Fimm rétta jólaseðill

9.500.-

Jólin byrja 21. nóvember

Jólin á Holtinu

Það

borgar sig

að bóka

tímanlega

www.videy.com

MatseðillLystauki úr eldhúsinu Grafin gæs, hreindýrapaté og síld

Endurgerður rækjukokteill með íslenskum humri í hátíðarbúning

Andalæri „orange“ með möndlum, franskri pönnuköku og appelsínusósu

Nautalundir „Wellington“, stökkar kartöflur á rósmarínspjóti og kremuð rauðvínssósa

Eplakaka “tarte tatin” og vanilluís

8.900.- (5 rétta matseðill)

Ferja siglir frá Skarfabakka og kostar 1.200.- fyrir hvern og einn

Jólahátíð í Viðeyjarstofu

Viðey er notalegur staður að heimsækja í kringum hátíðarnar.

Íslenskur jólamatseðill í elsta steinhúsi á Íslandi.

Friðgeir og félagar á Holtinu sjá um allar veitingar í Viðeyjarstofu

Jólahátíðin er í boði alla föstudaga og laugardaga frá 21. nóvember til 13. desember.

Fleiri dagsetningar í boði fyrir hópa.

Upplýsingar og bókanir í síma 533 5055 og á [email protected]

Page 54: 17 10 2014

jólahlaðborð Helgin 17.-19. október 201454

„Um jólin ætlum við á Satt að senda jólagleði á ljúfum djassnótum inn í hvert hjarta yfir borðhaldinu hjá okkur. Jólahlaðborðið hefst 21. nóvember og er á föstudags- og laugardagskvöldum og svo er hátíðarbrunch og jóla-stemning alla laugardaga og sunnudaga frá 22. nóvember og fram að jólum,“ segir Brynhildur Guðmundsdóttir, hótelstjóri á Icelandair hótel Reykjavík Natura, þar sem Veitingastaðurinn Satt er til húsa. „Hlaðborðið okkar er fyrsta flokks, við erum með alla klassísku jólaréttina í bland við ferska og skemmtilega nýbreytni,“ bætir hún við. Heyrst hafa sögur frá jólasveinunum að þeir geri sér ferð til byggða á sunnudögum í aðventunni með nýbakaðar piparkökur í pokanum sínum fyrir börnin.

„Einir fremstu djasstónlistarmenn landsins munu spila sígild jólalög frá árunum 1930-40 sem kemur okkur í jólagírinn. Frábærir listamenn eru þar á ferð og ég lofa að þeir hringja sannarlega inn jólin með sínum töktum,“ segir Brynhildur.

Jólahlaðborð á kvöldin kr. 8.900.- Jólahlaðborð í hádegi kr. 4.900.-Börn 6-12 greiða hálfvirði og 0-5 ára greiða ekkert.Borðapantanir: S. 444 4050 eða á [email protected]

Djassað jólahlaðborð á Satt

Jólasaganþín

Á Hótel Sögu finna allir eitthvað við sitt hæfi og upplifa einstaka jólastemningu

www.hotelsaga.is

AN

TON

& B

ER

GU

R

Page 55: 17 10 2014

jólahlaðborðHelgin 17.-19. október 2014 55

Jóhannes Steinn Jóhannesson, matreiðslumeistari Slippbarsins, leggur áherslu á að jólin á Slipp-barnum séu öðruvísi en á hinu venjulega hlaðborði þar sem Slippbarinn verði með hátíðar-matseðil fyrir tvo eða fleiri til að deila. „„Sharing is caring“ eru orð sem við höfðum að leiðarljósi í jólamatnum á Slippbarnum,“ segir Jóhannes Steinn. „Við elsk-um að hafa gaman og gleðina við völd. Við elskum að njóta og deila matnum, sem matreiðslumeist-arar okkar útbúa af metnaði.

Jólamaturinn er óhefðbundinn og skemmtilegur og er borinn beint á borðið þitt. Jólaklukk-urnar klingja í takt við kokteilana okkar og jólahjólið stendur beint fyrir utan barinn. Við viljum bara eiga gleðileg jól með ykkur,“

segir Jóhannes Steinn um leið og hann listar upp fyrir okkur hve-nær Slippbarinn hringir inn jólin:

Jólahlaðborðið okkar hefst að kvöldi föstudagsins 21. nóvem-ber, kr. 7900.-Jólahádegið okkar hefst mánu-daginn 24. nóvember frá kl. 11.30 - 14 alla virka daga, kr. 3900.- Jólabrunchinn okkar hefst laugardaginn 22. nóvember frá kl. 12 - 15 allar helgar fram að jólum, kr. 3900.- Börn 6-12 greiða hálfvirði og 0-5 ára greiða ekkert.

Borðapantanir: S. 560 8080 eða á [email protected]

Á Hilton Reykjavík Nordica er boðið upp á jólastemningu í margvíslegum myndum. Páll Hjálmtýsson, veitinga-stjóri VOX, segir jólin á Hilton og VOX vera sérlega hátíðleg. „Við njótum þess að koma þér í jólaskap og hér eru margir möguleikar í boði,“ segir hann.

„Í fyrsta lagi er það Jóladýrðin á Hilton. Þar fer saman ævintýraleg umgjörð og unaðslegar kræsingar frá matreiðslumeisturum VOX. Jógvan Hansen, Pálmi Sigurhjartar og Erna Hrönn skemmta gestum yfir borð-haldi og í lok kvölds sláum við upp alvöru dansleik sem stendur til kl. 01.

Opnað verður inn í forsal-inn kl. 19 og er fólk velkomið á „happy hour“ fyrr, milli kl. 17 og 19 á VOX Lounge og VOX Bar, en VOX Lounge

er nýtt og skemmtilegt rými hér í alrými hótelsins á jarð-hæðinni, mjög huggulegt,“ segir Páll. „Hilton getur einnig tekið á móti stærri hópum í sérsal á annarri hæð hótelsins sem rúmar allt að 200 manns og hafa fyrirtæki nýtt sér það að vera út af fyrir sig.“

Jólahlaðborðið hefst 21. nóvember og lýkur 13. des-ember og er öll föstudags- og laugardagskvöld. Verðið er það sama og síðastliðin ár, kr. 9.400,-

VOX Restaurant mun sem áður taka þátt í jóladýrðinni en jólabrunchinn á VOX er orðinn ómissandi hluti af aðventunni. „Jólabrunchinn og jólahádegishlaðborðið okkar á virkum dögum eru orðin mjög þekkt enda bæði hátíðleg og sérlega gómsæt. Fyrsti brunchinn okkar

Gleðileg jól á Slippbarnum

Jóladýrðin á Hilton og VOX

er 22. nóvember og er þó nokkuð síðan að fólk fór að bóka sitt borð í brunchinn,“ segir Páll.

Nýr valkostur um jólinVOX Club er nýtt og spenn-andi rými sem opnað var í vor og þar verður hægt að vera með skemmtileg jóla-partý, bæði með standandi og sitjandi borðhaldi og veit-ingum við allra hæfi. „Þetta er öðruvísi en Jóladýrðin í hátíðarsalnum, umhverfið er hrárra og veitingarnar léttari. Við köllum þetta Jólapartý VOX Club,“ segir Páll og bætir við að verði sé stillt í hóf þar, aðeins 7.200 kr. á manninn fyrir mikla og skemmtilega veislu.

Jólin í fyrirtæki, jólafund-ir og fjölskyldujólaboð

Fyrir utan þetta allt bjóða Hilton og VOX upp á að koma með jólin í fyrirtæki. „Meistarakokkar okkar bara snara upp jólahlaðborði og jólastemningu á staðnum, eftir uppskrift sem hentar,“ segir Páll. Frá 17. nóvember bjóðum við fyrirtækjum einnig upp á jólalega fundi á Hilton. Heitt súkkulaði og jólasmákökur og fundar-pakkar í jólabúningi. En það eru ekki bara fyrirtæki sem njóta góðs af þessari þjón-ustu því við bjóðum einnig fjölskyldum og vinahópum að koma saman á Hilton í stað þess að halda jólaboð í heimahúsi. Að njóta jólanna

með þínu fólki og láta okkur sjá um undirbúninginn,“ segir Páll og bætir við að það sé sívinsælli kostur sem fjöl-skyldur og vinahópar séu að nýta sér við mikla ánægju.

Borðapantanir á Jóla-dýrð Hilton og á VOX: s. 444 5050/ [email protected] og [email protected]

IcelandAirwavesIcelandAirwaves

Jólin á Slippbarnum 2014

FORRÉTTIRJólasúpa með graskeri og appelsínuChorizo, Serrano, reykt andabringa,síld með brúnuðu smjöri, sinnepi, lauk og eggjum. Tempura þorskur með tartarsósu og límónu. Dökkt súrdeigsbrauð, kúmenlaufa-brauð og smjör

AÐALRÉTTIRKalkúnabringa í trönuberjagljáa ásamt salt-bakaðri seljurót og rósakáli, purusteik með sítrónu og salvíu, sultuðum plómum, sýrðum laukum og jólasósu ásamt jólasalati Slippbarsins 2014 og róstuðum kartöflum í andafitu með kryddjurtum

EFTIRRÉTTURTanariva mjólkursúkkulaðimús, frosinn sítrus-frómas, möndlumarsipan svampur í karamellu og kirsuberjamarengs

Hefst mánudaginn 24. nóvember 2014 Kl. 11:30 - 14:00 alla virka daga.Verð kr. 3.900,- á mann.

JÓLIN - HÁDEGI JÓLIN - KVÖLDKALDIR RÉTTIRTómatsúpa með eldpipar, nýbökuðu brauði og pestóGrísk jógúrt með hunangi, berjasultu og músliHeilsuskotBlandaður ávaxtabakkiSíldarsalat með eggjumChili rækjurGrafinn lax með sætri sinnepssósuChorizo pylsa og Serrano skinkaFlatbökur að hætti SlippbarsinsSneiddar kalkúnabringur með jólasalati og trönuberjagljáa

HEITIR RÉTTIRGrillaður reyktur grísakambur „BBQ!”Djúpsteiktar pylsur á priki!Osta ommelettaRóstaðar sætar kartöflurSteikt brokkolí með sesam og chiliPurusteik og sveppasósa

EFTIRRÉTTIRStökkar vöfflur með Golden sýrópi og súkkulaðismjöriMarengstertaJólafrómasLagkakaSætir bitarÁvaxtasafi og uppáhellt kaffi fylgir með hlaðborðinu

Hefst laugardaginn 22. nóvember - Kl. 12:00 - 15:00Verð 3.900 - Laugardagar og sunnudagar.

LYSTAUKARChorizo, Serrano, Reykt andabringa, Stökkt grísaflesk með ídýfuKremaðar sveppakrókettur með perlubyggiKjúklingalifrarfrauð með villtum berjumSætkartöflusnakk með reykostakremiDökkt súrdeigsbrauð, kúmenlaufabrauð og smjör

FORRÉTTIRRauðrófusalat með geitaosti, lakkrís, brómberjum og sætu edikiHeitreyktur lax á spjóti með piparrót, sítrónu, einiberjum og dilliSíld með brúnuðu smjöri, sinnepi, lauk og eggjumTempura þorskur með tartarsósu og límónu

AÐALRÉTTIRKalkúnabringa í trönuberjagljáa ásamt saltbakaðri seljurót og rósakáli, purusteik með sítrónu og salvíu, sultuðum plómum, sýrðum laukum og jólasósu ásamt jólasalati Slippbars-ins 2014 og róstuðum kartöflum í andafitu með kryddjurtum.

EFTIRRÉTTURTanariva mjólkursúkkulaðimús, frosinn sítrusfrómas, möndlu- og marsipansvampkaka í karamellu og kirsuberjamarengs

Hefst föstudaginn 21. nóvember 2014 - Kl. 18:00 - 22:00Verð kr. 7.900,- á mann

JÓLIN - BRUNCH

Page 56: 17 10 2014

jólahlaðborð Helgin 17.-19. október 201456

„Við reynum að halda í hefðirnar og höfum gert það síðustu ár. Hótel Saga á langa sögu að baki þannig að við reynum að vera hefðbundin og leggjum áherslu á klassíska íslenska hlaðborðsrétti,“ segir Ólafur Guð-mundsson, yfirmatreiðslumaður á Hótel Sögu, um jólahlaðborðið þar í ár. „Við leitum aðeins aftur til for-tíðar og gerum þetta svolítið heim-ilislegt. Við erum með sérreyktan lax og heitreyktan lax þannig að þetta er mest sérunnið frá upp-skriftum héðan. Svo erum við með hamborgarhrygginn og waldorfsal-atið þannig að við reynum að halda okkur innan þessa hefðbundna ramma. Við einblínum sérstaklega á íslensk hráefni,“ segir Ólafur sem lofar hefðbundinni íslenskri stemn-ingu á Hótel Sögu. Í boði verður úr-val kaldra og heitra rétta en auk þess dýrindiseftirréttir. Meðal rétta eru til dæmis íslensk bláskel, sérvalin folaldasteik og að sjálfsögðu ris a la mande í eftirrrétt. Við erum einnig byrjuð að útbúa jólasnafs að hætti Hótel Sögu sem verður í boði í Súlna-salnum á jólahlaðborðinu okkar. Auk þess boðið upp á pinna með jólaívafi sem henta vel fyrir síðdegisskemmt-anir á vinnustöðum og aðra smærri hópa. Mímisbar er kjörinn fyrir þá

sem vilja hita upp fyrir jólahlaðborð-ið eða einfaldlega gæða sér á góðum drykk.

Þessi jólin verður boðið upp á Lata-bæjarhlaðborð sem hefst 22. nóvem-ber og verður fjóra laugardaga í nóvember og desember. „Þetta er jólahlaðborð fjölskyldunnar með fjöl-skylduskemmtun frá Latabæ,“ segir Lovísa Grétarsdóttir, ráðstefnu- og veitingastjóri á Hótel Sögu. „Leikar-arnir úr Latabæjarleikritinu koma og skemmta krökkunum. Fólk kemur bara og fær sér að borða og leikar-arnir færa börnin aðeins frá foreldr-unum og skoppa aðeins með þeim.“ Lovísa segir að Latabæjarskemmt-unin hafi heppnast svo vel í fyrra að þau ákváðu að bjóða upp á hana fjóra sunnudaga í ár í stað tveggja. Þá verður sérstaklega hugað að barn-vænu jólahlaðborði, að sögn Ólafs. „Maturinn verður meira sniðinn að börnunum. Við erum með einfaldari hluti, ef svo má segja, fyrir krakk-ana. Við verðum með mat sem þeim geðjast meira að eins og pítsur og mini-hamborgara í bland við hefð-bundnari rétti. Jólahlaðborðið hefst 14. nóvember á veitingastaðnum Skrúði og verður á kvöldin til 30. nóvember. Frá 1. desember verður jólahlaðborð alla daga í hádeginu og

á kvöldin í Skrúði. „Við byrjum 21. nóvember í Súlna-

sal með okkar sívinsæla jólahlað-borð og næstu fjórar helgar sjá Örn Árna og Regína um að halda uppi stemningu við undirleik Jónasar Þóris eftir borðhald. Síðan tekur Siggi Hlö við sem plötusnúður og spilar fyrir dansi,“ segir Lovísa. Hóp-ar geta pantað jólahlaðborð í sérsal en boðið er upp á sérsniðnar lausnir sem henta hverjum og einum hópi.

Auk þessa verður boðið upp á jólabröns á sunnudögum frá og með 16. nóvember og einnig boðið upp á jólaveislu í Grillinu sem hefst 20. nóvember. „Þá er boðið upp á þriggja, fjögurra og sjö rétta mat-seðil með íslensku lostæti í hátíðar-búningi. Þetta hefur heppnast mjög vel hjá okkur undanfarin ár og því viljum við halda fast í hefðirnar,“ segir Lovísa. Meðal þess sem verður á boðstólum á Grillinu er maríneruð síld að hætti Grillsins og andabring-ur af franskri aliönd en Sigurður Helgason, yfirmatreiðslumaður á Grillinu, keppir fyrir Íslands hönd á hinni virtu alþjóðlegu matreiðslu-keppni Bocuse d’Or í ár.

Hin árlega skötuveisla verður haldin í Súlnasal en Gísli Einarsson, sem er landsmönnum kunnur úr

Landanum á Ríkisútvarpinu, sér um að halda uppi skemmtuninni.

Auk jólahlaðborðsins er góð að-staða fyrir jólaböll á Hótel Sögu en þau hafa áratuga reynslu af því að skipuleggja jólaböll fyrir fyrir-tæki og hópa. Fjöldi sala er í boði en Súlnasalur og Sunnusalur eru vinsælastir. Þá er auk þess hægt að bóka sali fyrir smærri hópa.

Unnið í samstarfi við Hótel Sögu.

Hefðbundin íslensk stemning á Hótel Sögu

Ólafur og Lovísa hjá Hótel Sögu lofa klass-ískri íslenskri stemningu þessi jólin. Mynd/Hari

Page 57: 17 10 2014

2014

Jólahladbord

C100 M60 Y0 K30

Pantone Coated 281

Svart

Hvítt

Veitingahúsið Perlan Sími: 562 0200 · Fax: 562 0207

Netfang: [email protected] Vefur: www.perlan.is

Villibráðarhlaðborð Perlunnar er frá 23. október til 19. nóvemberVillibrád

Gjafabréf PerlunnarGóð gjöf við öll tækifæri!

9.500 kr.tilboð mánud.-miðvikud

8.500 kr.

10.500 kr.tilboð mánud.-miðvikud

9.500 kr.

Perlunnar er frá 20. nóvember til 30. desember

Page 58: 17 10 2014

R enault Zoe ZE er glæsilegur fimm dyra smábíll sem aðeins gengur fyrir raf-

magni. ZE í nafni bílsins stendur fyrir „zero emission“ eða engan útblástur. Bíllinn sem ég reynsluók var svartur og glansandi og einkar þægilegur í akstri. Renault kynnti bílinn fyrst árið 2010 og á dögun-um hóf rafbílafyrirtækið Even inn-flutning á honum hingað til lands. Sem smábíll hefur Zoe sína kosti og er hann hinn besti borgarbíll, honum er auðvelt að leggja í þröng stæði og lengd einnar hleðslu hentar vel til að flakka um höfuð-borgarsvæðið og nágrannasveitar-félögin en ekki mikið lengra. Mælaborðið í Zoe er skýrt og gott og þar eru ekkert of miklar og flóknar upplýsingar, heldur aðeins sýndur hraði og hve mikið er eftir af rafhlöðunni. Eins og í smábílum eru aftursætin nokkuð þröng en með þolinmæði og einbeitingu

tókst mér þó að festa þrjár barnasessur þar og bjóða fjöl-skyldunni á rúntinn í rafbílnum.

Í Renault Zoe er 22 kWh lithium-ion rafhlaða og samkvæmt Evr-ópustöðlum ætti að vera hægt að aka bílnum 210 kílómetra á einni hleðslu. Hjá Even fékk ég þó þær upplýsingar að eftir prófanir síð-ustu vikur væri niðurstaðan sú að með hefðbundinni keyrslu innan-bæjar kæmist bíllinn um 150 km á einni hleðslu en með því að keyra í sparakstri mætti auka drægnina verulega. Zoe er hlaðinn með því opna Renault merkið að framan og stinga í samband. Auðvelt er að hlaða Zoe í venjulegri 240V - 16A innstungu og tekur hleðslan þá um sex klukkustundir. Hægt er að hlaða mun hraðar með litlum hleðslustöðvum sem hægt er að koma fyrir á heimilum eða

taka með sér á ferðalögum. Hafi fólk aðgang að þriggja fasa

rafmagni (eins og notað er fyrir þvottavélar) er hægt að fullhlaða Zoe rafbílinn með slíkri hleðslu-stöð á hálftíma.

Ísland er smám saman að rafbílavæðast og gaman að fá Zoe í flóruna. Zoe rafbíllinn er búinn annarri tækni en til dæmis Nissan Leaf rafbíllinn og er því ekki hægt að hlaða hann á þeim hraðhleðslu-stöðvum sem settar hafa verið upp að undanförnu af ON. Even hefur fengið til landsins 200 hleðslu-stöðvar sem stefnt er að setja upp allt í kringum landið, en á þeim hleðslustöðvum verður hægt að hlaða Zoe og allar tegundir rafbíla.

Dagný Hulda Erlendsdóttir

[email protected]

58 bílar Helgin 17.-19. október 2014

Vantar þig gistingu í útlöndum?Gerðu Verðsamanburð á hóteltilboðum út um allan

heim oG bókaðu haGstæðasta kostinn á túristi.is.

T Ú R I S T I

Rafmagnaður Renault

ReynsluakstuR Renault Zoe Ze

5 dyraDrægni: um 150 km í blönduðum akstriHæð: 156 cmBreidd: 173 cmLengd: 408 cm13,5 sek í 100 km hraðaVerð frá 3.590.000 kr.

Page 59: 17 10 2014

Velkomin í Löður

Miðstöð bílaunnendawww.lodur.is | Sími 568 0000

Ef þig langar raunverulega að vinna 1.000.000 króna þá er tækifærið núna!

Sjá nánar á www. lodur.is/milljon

Hafnargata 86

Bæjarlind 18 Gagnvegur 2

Lækjargata 46 Hagasmári 9

Vatnagarðar Vesturlandsvegur Stórihjalli

Stekkjarbakki 2 Skógarsel Skúlagata 2

Fiskislóð 29

PS. Svo erum við að sjálfsögðu á Hörgárbrautinni á Akureyri!

Page 60: 17 10 2014

F ramleiðendur Honda Civic segja hönnunina á þessari 2014 árgerð vera byltingar-

kennda. Að nýja hönnunin endur-spegli ekki aðeins straumlínulögun bílsins, heldur auki hana og að allt hafi verið hannað til að fullkomna loftflæði, sem geri aksturinn stöð-ugri. Ég get ekki fullyrt að þessi straumlínulaga hönnun hafi gert minn akstur stöðugri, en bíllinn er svo sannarlega mjög þægilegur í akstri.

Honda Civic hefur lagað sig að breyttum tímum og kröfum neyt-enda um umhverfisvænni bíla með kerfum eins og Idle-Stop og Eco-system. Idle-stop kerfið drepur á vélinni þegar bíllinn er stöðvaður, til að mynda á umferðarljósum, og ræsir hann sjálfkrafa aftur þegar kúplingin er stigin niður. Með þessu nýtist bensínið betur og um leið dregur kerfið úr mengun. Eco-system kerfið breytir litnum á hraðamælinum til að sýna hversu hagkvæmur aksturinn er. Þegar þú hemlar eða gefur snögglega inn verður hraðamælirinn blár en þegar er ekið jafnt og hagkvæmt verður mælirinn grænn. Allt mjög sniðugt.

Allar innréttingar og stillanleg sæti og stýri eru til þess hugsaðar að

geta lagað sig að ólíkum ökumönn-um en einn helsti kostur bílsins að mínu mati eru færanlegu aftursætin en þeim er hægt að lyfta upp eða nið-ur með einföldu handtaki.

Það auðvitað smekksatriði hvort straumlínulag þyki fallegt eður ei. Persónulega er ég ekki mjög hrifin af forminu og skil ekki alveg þessa þörf bílahönnuða að gera alla bíla straumlínulagaða. Kannski því það

gerir einmitt aksturinn stöðugri, líkt og framleiðendurnir halda fram. Fyrsti Honda Civic-inn kom á markað árið 1973 og er með fallegri smábílum sem framleiddir hafa ver-ið, en svo varð hann hægt og rólega straumlínulagaður. Ætli hann hafi verið mjög óstöðugur?

Halla Harðardóttir

[email protected]

60 bílar Helgin 17.-19. október 2014

ReynsluakstuR Honda CiviC

Straumlínulagaður stöðugleiki

Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is

16BLSBÆKLINGURSTÚTFULLUR AF ÖLLUM HEITUSTU TÖLVU-GRÆJUNUM

ÞÚ Þ

ARFT

BARA AÐ SKANNA QR KÓÐANN

TIL AÐ FÁ NÝJASTA BÆKLINGINN Í SÍM

ANN

ÞINN

Nýjasta útgáfan af Honda Civic er

sportlegur borgarbíll sem er einstaklega þægilegur í akstri. Hann er nettur en

rúmgóður og fylgir kröfum nútíma-

neytenda með Eco og Idle-Stop kerfi sem sparar elds-

neyti og minnkar um leið útblástur. Hann

er samt ekki jafn fallegur og fyrsti

Honda Civic-inn sem kom á markað 1973

og varð um leið einn vinsælasti smábíll

Evrópu.

Honda Civic árgerð 1973. Þessi fyrsti Honda Civic er með fallegri smábílum sem framleiddir hafa verið og varð fljótt vinsæll og þekktur fyrir að vera mjög spar-neytinn.

Straumlínulaga hönn-unin er sérstaklega gerð með það í huga að auka

stöðugleika bílsins.

Það kemur skemmtilega á óvart hversu rúmgóður bílinn er. Farangursrýmið er stórt og það fer vel um farþega í aftursætunum. Mynd Hari

Page 61: 17 10 2014

„Grænu skrefin mín í borginni eru harðskeljadekk“Toyo harðskeljadekk tryggja minni mengun og meira öryggi

María Lovísa Árnadóttir - Markþjálfi og hönnuður

mín í borginni eru harðskeljadekk“

minni mengun og meira öryggi

ÖRYGGI

ALLAN

HRINGIN

N

„Það er leitt til þess að hugsa að á veturna fer svifryksmengun oft yfir heilsuverndarmörk á höfuðborgarsvæðinu. Þetta bitnar á öllum, ekki síst börnunum okkar. Rannsóknir sýna að nagladekk eiga þar stóra sök og spæna upp malbikið með tilheyrandi viðhaldskostnaði. Ég álít það siðferðislega skyldu okkar að velja umhverfisvænsta kostinn og nota því Toyo harðskeljadekk - þau eru grænu skrefin mín í umferðinni.”

Upplýsingar í síma 590 2045 eða á www.benni.is

Söluaðilar um land allt

Taktu þátt í Toyo leiknum á bylgjan.is. Þú getur unnið umfelgun og Toyo harðskeljadekk

Page 62: 17 10 2014

62 fjölskyldan Helgin 17.-19. október 2014

Bankastræti 3 | S. 551 3635 | www.stella.is

sokkabuxurRosaflottar

Líka í yfir-

stærðum

Kvenleiki hvernig hjálpa mæður dætrum sínum frá gildrunum?

F ullkomnun er hið sjálfsagða viðmið í heimi ungra kvenna. Ekki það að þær séu þessar hlægilegu ofurkon-

ur, heldur lifa þær sínu sjálfsagða lífi þar sem þær gera svosem ekkert merkilegt. Það er sjálfsagt að hafa menntað sig; það lærðu þær af mæðrum sínum og eins er sjálfsagt að bæta við sig framhaldsgráðu á háskólastigi. Sjálfsagt að gera það með vinnu enda eru þær ábyrgar fyrir fram-

færslu fjölskyldunnar, að vísu á lægri launum en eiginmaðurinn en dugar þó fyrir rekstri heimilis og barna á meðan hann borgar húsið og bílinn – hin seljanlegu verðmæti meðan kvennalaunin fara inn og út um gluggann og alltaf sömu leið. Svo þarf að lesa nýjar fræðigreinar og sækja námskeið og ráðstefnur heima og heiman til að halda sér við í faginu, fylgjast vel með fréttum og þjóðmálaumræðu, sinna menningar-lífi heimsins og hitta vinkonurnar á kaffihúsi og í saumaklúbbnum sem núna heitir reyndar leshringur. Gleymum ekki foreldraviðtölum og eftirfylgd með námi barnanna, mætingu á fótboltamótin og fimleika-

æfingarnar og akstrinum í píanótímana en pabbinn tekur þó hluta af þessu, sérlega ef búið er að minna hann á tímasetningar og hringja í hann 5 mínútum áður en æfingu lýkur eða viðtal hefst. Heimilisrekstur tekur reyndar sama tíma og hann gerði fyrir 50 árum skv. breskri rannsókn þar sem kröfur um hreinlæti hafa margfald-ast, fatamagn fjölskyldunnar hefur marg-faldast og flækjustig í næringu fjölskyld-unnar hefur líka margfaldast. Hollusta og heimaeldun, lífræn ræktun, sykurleysi, laktósalausar mjólkurvörur, glúteinóþól unglingsins og bakstur að kvöldlagi. Loks er það ræktin og jógað og salsað, fótleggj-arakstur, dagförðun og kvöldförðun og vitaskuld frábært kynlíf, allt á innan við þúsund kalóríum á dag.

Margt bendir til þess að sjálfsmynd stúlkna á barnsaldri sé sterkari en hún var fyrir einhverjum áratugum en sá ár-angur byggir að einhverju leyti á brauð-fótum þar sem átökin við upphaf unglings-áranna brýtur sjálfstraust þeirra niður. Fullkomnunin sem viðmið kvenleikans heldur sem sagt innreið sína. Streita yfir íþróttaiðkun eða tónlistarnámi sem er orðið að fullkomnunarprófi, áhyggjur af frammistöðu í skóla, grátur fyrir próf og sjálfsrefsingar fyrir einkunnir undir níu komma fimm. Ótti við að standast ekki samanburð við „hinar“ stelpurnar og hræðsla við höfnun hins kynsins, kvölin um að vera ekki nógu sæt eða nógu vel klædd, vera of lágvaxin eða of hávaxin, vera ekki í nógu góðu formi og verst af öllu – að vera ekki nógu mjó.

Þreyta og meiri þreyta, magaverkir og höfuðverkir, kvíði og þunglyndiseinkenni sigla í kjölfar þess að þær eru aldrei nógu góðar á mælistiku fullkomleikans. Sú stika leyfir engin frávik og engin mistök enda óttast stúlkur ekkert meira en þá skepnu. Þær fara að stjórna lífi sínu frá mögulegum mistökum, velja „öruggt“ og halda ásýndinni í lagi. Þar með afsala þær sér nýjum möguleikum þar sem æfing með tilheyrandi mistökum skapar meist-ara. Ímyndum kvenleikans er fjölvarpað í formi fótósjoppaðra mynda af hálfnöktum konum og vitað er að sjálfstraust kvenna lækkar mælanlega við það eitt að fletta tískublaði. Þar með eru þær auðveld fórnarlömb fyrir átraskanir í fjölmörgum myndum, allt frá lífshættulegu lystar-stoli yfir í offitu til að skapa vernd utan um viðkvæmt sjálf. Með tímanum þróast svo langvarandi veikindi vegna þess

margfalda álags sem þær búa við með til-heyrandi læknisheimsóknum, fjölbreyttri lyfjanotkun, aðgerðum af ýmsum toga og loks vefjagigt og síþreyta ofan á notkun þunglyndislyfja og kvíðastillandi lyfja og geðdeildarheimsókna. Öryrkjar á besta aldri þegar verst lætur.

Hvernig hjálpa mæður dætrum sínum frá gildrunum? Fyrst og fremst verða þær sjálfar að vinna með sjálfar sig þar sem þær eru fyrirmynd stúlknanna sinna frá fyrstu stundu. Meira að segja snýst upp-reisn unglingsstúlkna um að slíta sig frá mömmu og gera allt öðruvísi en mamma – en teygjanleiki naflastrengsins togar þær fljótt til baka. Mæður verða að skipta út neikvæðum einkennum kvenleikans í eigin fari og setja nýja þætti inn eða endurforrita sig fyrir stúlkurnar sínar. Verið framkvæmdastjórar heimilisins en ekki pirraðar hús-mæður. Verkstýrið allri fjölskyldunni í heimilisverkum með gleðibrosi á vör til að andæfa gegn ímynd hinnar pirruðu húsmóður. Takið ykkur ekki of hátíðlega, leyfið ykkur að hlæja að erfiðleikum daglegs lífs og reyndar eru gleðiæfingar, fjör og hlátur ómetanleg andóf gegn fullkomnunaræðinu. Sýnið dætrum ykkar að þið prófið óvenjulega hluti eins og að fresta framhaldsnáminu um tvö ár eða skreppið einar til útlanda án þess að spyrja hvernig hann muni græja heimili og börn á meðan. Segið dætrum ykkar frá lífi ykkar, sigrum og mistökum án þess að ætlast til að þær verði með-virkar með ykkur og hvetjið þær til að tala um sína líðan.

Skiljið stundum eftir óuppvaskað og farið í ísrúnt eftir kvöldmatinn og setjið barnaflokkinn ykkar í fötin frá í gær þrátt fyrir smábletti. Ávítið dætur ykkar aldrei fyrir að skíta út fötin sín eða segið þeim að „passa sig“ í nýju jólafötunum. Veljið fleiri liti en bleika á stúlkuna ykkar og leyfið henni að prófa fleiri leikföng en bleikar prinsessur, munið að það fæst frá-bær bíll með barbie og hún getur fengið hraustlega hlaupakjóla af ýmsum gerðum. Segið þeim að áhugamálin séu til gleði og ekki til að verða bestar, syngið endalaust að góðar einkunnir séu allt í lagi en líka frábært að fá stundum lágar einkunnir til að muna að þær séu jafndásamlegar hvað sem eitthvert einkunnablað segir. Höldum áfram og áfram að bæta eigin líf og fram-tíð dætra okkar án gjalds kvenleikans; dropinn holar steininn, ekki af því að hann falli svo fast – heldur að því að hann fellur aftur og aftur.

Gjald kvenleikans

Margrét Pála Ólafsdóttirritstjórn@

frettatiminn.is

heimur barna

Ávítið dætur ykkar aldrei fyrir að skíta út fötin sín eða segið þeim að „passa sig“ í nýju jólafötunum.

Veljið fleiri liti en bleika á stúlkuna ykkar og leyfið henni að prófa fleiri leikföng en bleikar prinsessur, munið að það fæst frábær bíll með barbie.

SPECIALIZED BICYCLES & COMPONENTSKRÍA HJÓL GRANDAÐGARÐUR 7 101 REYKJAVÍK s.5349164

Heilsuka�iMóðir & barn

Föstudaginn 24. október verður sérka�i um heilsu í Fréttatímanum þar sem �allað verður um allt sem

viðkemur meðgöngu og heilsu barna.

Ef þú hefur áhuga á að kynna starfsemi þína eða kaupa auglýsingu hafðu þá samband við auglýsingadeild

Fréttatímans, [email protected] eða í síma 531-3300.

Page 63: 17 10 2014

Lyf & heilsa Kringlunni

www.lyfogheilsa.is

Lyf & heilsa Kringlunni

www.lyfogheilsa.is

VIÐ LEIT OKKAR AÐ FULLKOMINNI HÚÐ VARÐ FARÐI FRAMTÍÐARINNAR TIL. Fljótandi steinefnafarði, sem er ofurþunnur og silkikenndur.

Einstök innihaldsefni töfra fram bjartari og jafnari húðlit*.

Farðinn er prófaður af húðsjúkdómalæknum og hentar öllum húðgerðum. Hann er laus við olíur, ilmefni, silicon og paraben.

95 % kvenna upplifðu að dökkir blettir urðu áberandi minna sjáanlegir*.

* N

iður

stöð

ur ra

nnsó

kna

þar s

em 9

4 ko

nur

no

tuðu

BA

RESK

IN s

amfle

ytt í

8 v

ikur

.

Kynningardagar í Lyfjum og heilsu Kringlunni föstudag – sunnudags.

25% afsláttur af bareMinerals.

Page 64: 17 10 2014

64 ferðalög Helgin 17.-19. október 2014

Munkurinn seM svalaði sér á stjörnunuM

Barcelona

Spáni

Stórfengleg borg

Barcelona í beinu �ugi frá Akureyri6.-9. nóvember

3 næturog

4 dagar

Úrval veitingahúsa, verslana (m.a. H&M) og kaf�húsa.Næturlíf eins og það gerist best.

RigaLettlandi

Glæsileg borg

Beint �ug frá Akureyri25.-28. október

Miðaldaborg frá 12. öldMiðaldaborg frá 12. öld

Verð í tveggja manna herbergi einungis kr. 89.900,- Innifalið: Flug, skattar, hótel með morgunmat, íslensk fararstjórnog rúta til og frá flugvelli.Trans Atlantic sérhæfir sig í ferðum til Eystrasaltslanda.

Upplýsingar í síma 588 8900

Verð á mann í tveggja manna herbergi kr. 126.990,- Innifalið: Flug, skattar, hótel með morgunmat, íslensk fararstjórnog rúta til og frá flugvelli.

Upplýsingar í síma 588 8900Verð miðað við gengi EU og USD 14 mars.

Barelona er ein glæsilegsta borg Evrópuog er í dag miðstöð menningar og lista á Spáni. Þar má �nna allt sem hugurinn girnist; stórkostlega byggingalist, úrval safna, kaf�húsa, verslana og spennandi veitingastaðir eru á hverju götuhorni. Má m.a. nefna hina heimsfrægu Kaþólsku kirkju La Sagrada Familia sem er á minjaskrá Unesco og á ekki sína líka, Gotneska hver�ð, Guell garðinn með sínar ótrúlegu byggingar, Camp Nou heimavöll Barcelona liðsins, svo og hina þekktu göngugötu Las Ramblas.

Barelona er ein glæsilegsta borg Evrópuog er í dag miðstöð menningar og lista á Spáni. Þar má �nna allt sem hugurinn girnist; stórkostlega byggingalist, úrval safna, kaf�húsa, verslana og spennandi veitingastaðir eru á hverju götuhorni. Má m.a. nefna hina heimsfrægu Kaþólsku kirkju La Sagrada Familia sem er á minjaskrá Unesco og á ekki sína líka, Gotneska hver�ð, Guell garðinn með sínar ótrúlegu byggingar, Camp Nou heimavöll Barcelona liðsins, svo og hina þekktu göngugötu Las Ramblas.

MenningarborgEvrópu 2014

3 næturog

4 dagar

Nú fer hver að verða

síðastur að ná sæti!

Frábært verð!

Barcelona í beinu flugi frá Keflavík og Egilsstöðum

Beint flug frá Keflavík og Egilsstöðum

13-16. nóvember

129.800,-

F ólki ber ekki saman um uppruna freyðivínsins en í Champagne héraði í Frakk-

landi er þegjandi samkomulag um að það hafi verið munkurinn Dom Pérignon sem fyrstur manna fann leið til að framleiða vínið sem er kennt við héraðið. Á Dom að hafa opnað fyrstu flöskuna af þessum freyðandi, gyllta vökva, sem fram-leiddur var samkvæmt hans for-skrift, og sagt að nú hefði hann svalað sér á stjörnunum. Hvað sem sannleiksgildi sögunnar líður þá er það staðreynd að í dag starfa um fimmtán þúsund vínbændur í héraðinu við framleiðslu á kampa-

víni sem byggir á aðferðum sem meðal annars munkurinn frægi lagði drög að.

Verðmætar vínekrurFramlag Dom Pérignon til vín-menningarinnar í Champagne héraði þótti strax svo merki-legt að þegar hann dó var hann jarðsettur inni í aðalkirkjunni í bænum Hautvillers þar sem hann bjó og starfaði. Þetta fallega og sjarmerandi pláss er því í dag skyldustopp hjá öllum þeim sem fara um hið rómaða Champagne hérað. Ekki aðeins til að skoða gröf munksins heldur einnig smakka á framleiðslu bæjarbúa en Hautvillers er umkringt vín-ökrum. Meðal annars í eigu hins fræga kampavínsframleiðanda Moët&Chandon.

Engum sveitarstjórnarmanni í

þessum hluta Frakklands dettur í hug að ganga á vínræktarlandið til að stækka byggðina því ein vínekra kostar að minnsta kosti um 250 milljónir króna en engin þeirra mun hins vegar vera til sölu. Byggðin í Hautvillers mun því líklega haldast óbreytt um ókomna framtíð.

Kjallaranir við Kampavíns-strætiÞað eru fáir sem opna kampa-vínsflöskur að tilefnislausu enda kostar flaskan töluvert meira en hefðbundið freyðivín. Flöskurnar sem innihalda besta safann úr verðlaunaárgöngum eru svo virði tugi þúsunda króna, ef ekki meira. Margar þeirra eru geymdar í kjöllurunum við hina glæsilegu L’Avenue de Champ-agne, Kampavínsstræti, í bænum Épernay. En við þessa merkilegu götu er að finna aðalskrifstofur margra þekktra kampavínshúsa. Vegna þess hve mikil verðmæti eru geymd í kjöllurunum er gatan stundum sögð dýrasta

Kampavínsbændur vonast til að héraðið þeirra verði sett á heimsminjaskrá á næsta ári. Það er ekki aðeins drykkurinn frægi sem laðar ferðamenn að þessu svæði heldur líka sveitasælan og einstaklega falleg þorp.

Þú finnur það helsta í Champagne með því að elta svörtu skiltin.

Vínekra Moët&Chandon við Hautvillers.

Ferðaþjónusta er aukabúgrein víða í Champagne og túristar geta víða stoppað og fengið að prófa afurðir hússins.

Kristján Sigurjónsson

[email protected]

Ferðalag um freyðandi hluta Frakklands

stræti Frakklands. Á næsta ári gæti verðmiðinn á götunni hækkað enn frekar því Samtök kampavínsframleiðanda, Comité Champagne, gera sér vonir um að UNESCO samþykki umsókn þeirra um að setja götuna og fleiri þekkta staði í héraðinu á heims-minjaskrá. Það yrði stór sigur fyr-ir samtökin en þó ekkert í líkingu við það þegar fallist var á beiðni þeirra um að aðeins þau freyðivín sem framleidd væru í héraðinu mættu kallast Champagne.

Bærinn Épernay er skammt frá Hautvillers og það er því lítið mál að gera þeim báðum góð skil á ferðalagi um héraðið. Champ-agne liggur reyndar ekki langt frá París, aðeins um 150 kílómetra í austur og því hægt að sameina heimsókn til höfuðborgarinnar með ferðalagi út á þessar frægu vínekrur. Margir þeirra ferða-manna sem gefa sér lengri tíma í héraðinu halda til í borginni Reims og keyra svo þaðan um sveitirnar og koma við á vínekrun-um þar sem bændur taka á móti ferðamönnum. Það er þó reiknað með að gestirnir kaupi að minnsta kosti eina flösku.

Page 65: 17 10 2014

UPP

Shock up

• Lyfta upp rassinum, grenna magann, læri og mjaðmir.• Strengurinn er breiður, þægilegur, situr kyrr og rúllast ekki niður. Mittislína skerst ekki.• Falla fullkomlega að allan daginn. • Einstaklega falleg áferð, flatir saumar og skrefbót úr bómull.

ÞÆGILEGAR ÞEKJANDI SOKKABUXUR

60

Page 66: 17 10 2014

Kvenfataverslun, Síðumúla 34, www.stillfashion.is

í dagFöstudaginn 17.Október frá kl 17-19

Nýjar vörur, léttar veitingar og ómótstæðileg tilboð

Fagnið með okkur á nýjum stað að Síðumúla 34

„Happy Hour“

ára tísku-fyrir-myndI ris Apfel (f.1921) hefur

verið valin nýtt andlit versl-unarinnar &OtherStories,

sem er einn angi hins sænska tískurisa H&M. Á heimasíðu verslunarinnar er hægt að sjá hið 92 ára gamla „tísku-ícon“ sitja fyrir í fötum verslunarinn-ar á fagurlega skreyttu heimili sínu í New York.

Iris Apfel hefur aldrei verið hrædd við að feta ótroðnar slóðir í fatavali. Hún er löngu orðin þekkt fyrir óvæntar lita-og efnasamsetningar og áberandi stóra skartgripi sem hún hefur sankað að sér á ferðalögum sínum um heiminn í gegnum tíðina. Iris lærði á sínum tíma listasögu við New-York háskóla en hefur aðallega starfað við hverskyns hönnun og viðskipti tengd henni auk þess að vera þekktur innan-húshönnuður. Hún er samt þekktust fyrir ástríðu sína fyrir fötum og að vera lifandi dæmi þess að stíll spyr ekki að aldri.

„Ef þú klæðir þig ekki eins og allir aðrir, þarftu ekki að hugsa eins og allir aðrir.“ - Iris Apfel.

92 Myn

dir:

Get

tyIm

ages

66 tíska Helgin 17.-19. október 2014

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

20% AFMÆLISAFSLÁTTUR

af öllum vörum föstudag og laugardag

Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta

Opnunartími: Virka daga kl. 11-18 Laugard. kl. 10-16Laugavegi 178 ( Bolholtsmegin ) l S. 555 1516 l Kíktu á síðuna okkar Laugavegi 178 ( Bolholtsmegin ) l S. 555 1516 l Kíktu á síðuna okkar

3 síddir: 75 + 80 + 85 cm.

Verð 12.900 kr.7 litir: vínrautt, svart, flöskugrænt, sandgrátt, blátt, hvítt, mosagrænt.Stærð 34 - 56.

Laugavegi 178 ( Bolholtsmegin ) l S. 555 1516 l Kíktu á síðuna okkar Laugavegi 178 ( Bolholtsmegin ) l S. 555 1516 l Kíktu á síðuna okkar

Nýtt kortatímabil

Stretchbuxur frá

Laugavegi 178 Sími 551-3366 www.misty.is

Laugavegi 178

OPIÐ: Mán. - fös. 10 - 18,

Laugardaga 10 - 14

teg SELENA fæst í stærðum 75-95

C,D,E,F,G á kr. 6.850,-

Buxurnar í stærðum M,L,XL,2XL á kr. 2.680,-

Handprjónasamband ÍslandsSkólavörðustíg 19 s. 552-1890 www.handknit.is

Lopi, prjónar og uppskriftir.

Page 67: 17 10 2014

Þ að er mín skoðun að við eigum allar að geta fundið okkur falleg föt

sem klæða okkur vel og eru á góðu verði. Fötin eiga að vera bæði klassísk og þægileg,“

segir Sandra Jónína Svavars-dóttir, eigandi tískufataversl-unarinnar Möst C. Þar er að finna mikið úrval af flíkum, skóm, skarti og snyrtivörum en lögð er áhersla á að bjóða

upp á föt sem henta konum á öllum aldri. „Hér geta allar konur fengið föt sem klæða þær vel. Við bjóðum upp á gott úrval af stærðum, allt frá 34 og upp í 58.“

Klassísk og þægileg föt fyrir allskonar konur

Sandra segist bjóða upp á flíkur sem hana langar sjálfa að ganga í. „Ég er alltaf að hugsa um eitthvað sem gæti hentað í búðina. Það gefur mér mikið að bjóða upp á fal-legar flíkur án þess að rukka alltof mikið fyrir.“ Vörurnar eru aðallega fluttar inn frá Frakklandi og Hollandi. „Ég fer út með snið og hugmyndir og vel svo efnin fyrir flíkurn-ar,“ segir Sandra hún segir það takast að halda verðinu niðri með því að láta sauma vörurnar erlendis. Ein vinsæl-

asta flíkin í versluninni eru buxur sem Sandra hannaði en hún hefur líka hannað toppa sem hafa reynst vinsælir en ásamt frönsku og hollensku vörunum er boðið upp á ís-lenska hönnun.

Verslunin fagnar nú fjög-urra ára afmæli og heldur af því tilefni upp á afmælisviku. „Á föstudag og laugardag verður 20% afsláttur af öllum vörum. Á föstudaginn er opið hjá okkur milli klukkan 2-18 en á laugardaginn er opið frá 11-16.“ Unnið í samvinnu við Möst C

tíska 67 Helgin 17.-19. október 2014

Page 68: 17 10 2014

www.nowfoods.is

Gæðakröfur NOW eru einstakar og bragðið eftir því.

NOW framleiðir náttúrulegar og lífrænar

matvörur án allra óæskilegra fyllingar- og

aukefna í umbúðum sem varðveita gæðin

fullkomlega út líftímann.

Fást í öllum helstu matvöruverslunum um land allt.

Stevíudropar. Sérstaklega bragðgóðir stevíudropar með mildara

eftirbragði. Unnir úr 100% náttúrulegum hráefnum. Aðeins örfáir dropar eru nóg til að

sæta þeytinga og eftirrétti.

heilsa sykur hefur ýmis skaðleg áhrif á heilsuna

14 daga sykurlaus áskorunJúlía Magnúsdóttir hjá Lifðu til fulls skorar á landsmenn að sleppa sykri í 14 daga. Þeir sem taka áskoruninni fá ókeypis uppskriftir og fróðleik um sykurlausan lífsstíl. Lifðu til fulls stóð fyrir sykurlausri áskorun í sumar og vegna mikils áhuga var ákveðið að endurtaka leikinn.

Sykurlaus uppskrift

Vanillu chia-grautur

Fyrir 2-4

Chia fræin gera það að verkum að umbreyting kol-vetnis í sykur í líkamanum verður hægari sem leiðir til þess að orkan varir lengur og sveiflur í blóðsykri verða minni sem dregur jafnframt úr sykurlöngun.

1/2 bolli kasjúhnetur1 og 3/4 bolli vatn1/8 bolli hunang eða 4-6 dropar stevia1/2 msk vanilludroparklípa salt1/4 bolli chia fræVal: klípa af kanil, 1/4 tsk sítrónubörkur

1. Settu kasjúhneturnar, vatnið, hunang, vanilludrop-ana og saltið í blandara og blandaðu þangað til mjúkt og kekkjalaust, ca. 30 sek.

2. Settu allt í skál og bættu við chia fræjunum og hrærðu. Settu allt saman í glerílát og bíddu í 10 mín eða leyfðu að liggja í ísskápnum í um 2 klst eða yfir nóttu. Ef þú átt ekki góðan blandara, leyfðu kasjúhnetunum að liggja í vatni í um 3 klst áður en þú setur þær í blandarann upp á áferðina. Ef þú ert að drífa þig er hægt að sleppa því að leggja þær í bleyti en upptaka næringarefna þeirra bætist við það að leggja þær í bleyti. Grauturinn er svolítið sætur og því ekkert síðri sem eftirréttur.

V ið vorum með sykurlausa áskorun í júní og henni var svo vel tekið að við höfum ákveðið að endurtaka leikinn,“ segir Júlía

Magnúsdóttir, heilsumarkþjálfi og næringar- og lífsstílsráðgjafi hjá Lifðu til fulls en hún er jafnframt stofnandi fyrirtækisins. „Við elskum að skora á fólk og hjálpa því með litlum skrefum í þeim tilgangi að bæta heilsu og líðan,“ segir hún.

Ókeypis er að taka áskoruninni, þátttakendur fá sendar uppskriftir og innkaupalista, og til að vera með þarf aðeins að skrá sig á vefsíðunni Lifdutil-fulls.is og smella þar á „Sykurlaus áskorun.“

Hugmyndina að sykurlausu áskorunnni fékk Júlía eftir að hafa spurt þær konur sem hún vinnur með í heilsumarkþjálfuninni um hver væri þeirra helsta glíma. „Langflestar töluðu um hvað þeim fannst erfitt að halda sig frá sykri. Ég man sjálf eftir því þegar ég var að byrja þá fékk ég reglulega syk-urlöngun þrátt fyrir að halda mínu striki að öðru leyti. Ég hef síðan haldið fyrirlestra um afleiðingar sykurneyslu fyrir heilsuna, bæði skammtímaáhrif og langtímaáhrif, eins og þyngdaraukning, orku-leysi og liðverki sem dæmi og fannst mikilvægt að halda þeim boðskap á lofti. Þess vegna skorum við á konur og karla að sleppa sykri í 14 daga og finna muninn,“ segir Júlía.

Þegar er búið að opna fyrir skráningu, fyrstu uppskriftirnar og innkaupalisti berast þátttakend-um í pósti fimmtudaginn 23. október og áskorunin hefst síðan mánudaginn 27. október. „Ég fann hjá sjálfri mér að sykurlöngun var í beinum tengslum við skort á ákveðinni næringu og fæðan sem við neytum í sykurlausu áskoruninni er því samansett af mat með náttúrulegum vítamínum og steinefnum sem munu næra líkamann og slá á sykurlöngun. Auk þess fá þátttakendur ýmis hollráð send í pósti. Til að mynda segjum við frá kostum chia-fræja sem eru afar næringarrík og draga úr sykurlöngun,“ segir hún.

Júlía segir þessa tímasetningu tilvalda því margir vilji koma sér á rétt ról áður en jólahátíðin hefst með tilheyrandi freistingum. Hún deilir hér sykur-lausri uppskrift að vanillu chia-graut.

Erla Hlynsdóttir

[email protected]

Júlía Magnúsdóttir, stofnandi Lifðu til fulls, segir margar konur sem hún vinnur með sem heilsumarkþjálfi tali um að þeim finnist erfitt að halda sig frá sykri.

Chia-fræ eru talin ofurfæða, þau eru

afar næringarrík og henta sérlega vel í

grauta. Mynd/Lifdutilfulls.is

68 heilsa Helgin 17.-19. október 2014

Page 69: 17 10 2014

Heilsulausnir• Hefst 27. október kl. 7:20, 12:00 og 17:30

• Kennt þrisvar í viku• Á námskeiðinu er unnið með hreyfingu, næringu, skipulag daglegs lífs og hugarfar

Að námskeiðinu standa m.a. hjúkrunarfræðingar,

íþróttafræðingar, læknir, næringarfræðingur,

sálfræðingar og sjúkraþjálfarar.

Upplýsingar í síma 560 1010

eða á [email protected]

Kynningarfundur mánud. 20. október kl. 17:00

offitu?

verki?

háan blóðþrýsting?

orkuleysi?

depurð eða kvíða?

Lausnina finnur þú í Heilsuborg

Heilsulausnir

Stoðkerfislausnir

Orkulausnir

Hugarlausnir

Ert þú að kljást við?

Ert þú óviss með næstu skref?Pantaðu tíma í Heilsumat og hjúkrunarfræðingur fer yfir

stöðuna á þinni heilsu og aðstoðar með næstu skref.

12 mánaða námskeið að léttara lífi

Léttara líf í Heilsuborg

Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 108 • Reykjavík • Sími 560 1010 www.heilsuborg.is

Heilsuborg er líkamsrækt þar sem boðið er upp á heildstæða þjónustu í átt að betri heilsu og líðan.

Oreganolauf eru eitt vinsælasta kryddið í hinum vestræna heimi. Á síðari árum uppgötvuðu menn að nota má kjarnaolíu sem unnin er úr laufinu til lækninga, meðal annars til að hamla vexti sveppagróðurs, vírusa og baktería.

Þegar oreganó-olía er notuð gegn sveppasýkingu útvortis skal bera 1-2 dropa af henni á sýkta staði reglulega þar til hún fer. Ef um inn-vortis sveppasýkingu að ræða skal blanda 3 dropum af olíunni í safa eða annan vökva og slík blanda drykk-inn þrisvar á dag. Til að ráða niður-lögum sveppasýkingar þarf yfirleitt að nota oreganó-olíu í nokkrar vikur

samfleytt. Tekið skal fram að olían getur hamlað frásogi járns og því er ráðlagt að láta líða um tvær klukku-stundir milli þess sem olían og járn eru tekin inn.

Oreganó-olía hefur einnig róandi áhrif á magann. Við magaóþægind-um er mælt með að drekka vökva blandaðan með 1-2 dropum af olíu reglulega. Þá gagnast hún einnig við tannpínu en þá skal nudda olí-unni umhverfis sýktu tönnina til að draga úr verkjum. - eh

Lavender-maskiÞessi einfalda uppskrift nærir húð-ina á náttúrulegan hátt auk þess að gefa henni raka og ljóma. Það besta við maskann er þó að hann er 100% náttúrulegur og um-hverfisvænn, án allra plastagna sem iðulega eru í hefðbundnum korna- möskum. Haframjölið hreinsar, möndlurnar gefa raka og lavender-kamillu olían róar húðina.

1/4 bolli möndlumjöl3 msk. haframjöl1 tsk. maízenamjöl1 tsk. kamillublóm (úr tepoka)2 tsk. möndluolíaNokkrir dropar lavender-olía

Blandið öllu vel saman og nudd-aðu andlitið vel með blöndunni. Láttu maskann svo liggja á andlit-inu í fimm mínútur og skolaðu hann svo af með volgu vatni. Skvettu svo ísköldu vatni á í lokin. Mask-inn geymist í lokaðri glerkrukku í nokkra mánuði.

Hreinsun fyrir meltingarveginn1 lúka af spínati 1 epli 5 gulrætur náttúruleg trefjablanda

Allt pressað saman í safa-pressu og trefjunum bætt saman við.

Fengið af lifandimarkadur.is

Heilsudrykkur úr hreinni jógúrt1 dós hrein lífræn Biobú-jógúrt 1/2 lífrænn banani sneið af melónu 1/2 lífræn pera hreinn appelsínusafi eftir smekk klaki.

Allt sett í blandara og kurl-að vel saman.

Oreganó-olía til bjargar

heilsa 69 Helgin 17.-19. október 2014

Page 70: 17 10 2014

HV

ÍTA

SIÐ

/ S

ÍA

12 atriði sem geta komið í veg fyrir krabbameinAlþjóða heilbrigðisstofnunin gaf út á dögunum 12 atriða lista um leiðir sem fyrirbyggja að fólk fái krabbamein.

n Ekki reykja. Ekki neyta tóbaks í neinu formi.

n Gerðu heimilið reyklaust.

n Reyndu að halda líkamsþyngd þinni í kjörþyngd.

n Hreyfðu þig reglulega. Takmarkaðu kyrrsetu.

n Borðaðu heilsusamlega. Forðastu fituríkan mat.

n Ef þú neytir áfengis. Takmarkaðu áfengisinntöku þína.

n Forðastu að vera í of mikilli sól. Ljósabekkir eru á bannlista.

n Forðastu mikla geislun frá rafmagnstækjum á vinnustað og heimili.

n Brjóstagjöf minnkar líkur á krabbameini.

n Verndaðu þig gegn krabbameinsvaldandi efnum með því að fylgja leiðbeiningum um heilsuvernd og öryggi.

n Tryggðu að börnin þín fari í bólusetningu gegn lifrarbólgu B og HPV-veiru.

n Taktu þátt í krabbameinsleit og mættu í skoðun fyrir allar tegundir krabbameins.

NáttúrulækNiNgafélagið málþiNg um hvítt hveiti

Skaðvaldur eða næringarlaus orkugjafiN áttúrulækningafélag Íslands

efnir til málþings um hvítt hveiti á Icelandair hótel Reykjavík Natura, þriðjudaginn 21.október. Hvítt hveiti hefur lengi verið í umræðunni sem ein óhollasta fæðan í nútíma næringarfræði. Hvítt hveiti inniheldur ýmis lífs-nauðsynleg næringarefni en þó í mun minna magni heldur en er til staðar í heilu hveiti. Hvítt hveiti er því snauðara af vítam-ínum, steinefnum og trefjum en heilhveiti eða hveitiklíð. Þetta er meginástæða þess að hvítt hveiti

hefur verið talið óhollt, þó svo að það hafi ekki beint slæm áhrif á líkamann – eða er það bara ekki eins hollt og heilkorn? Á mál-þinginu koma ýmsir aðilar fram og ræða þennan meinta skaðvald. Meðal spurninga sem leitað verður svara á málþinginu eru hvort hvítt hveiti sé ofnæmisvald-ur, áhrif glútens á meltinguna, hvernig hvítt hveiti er unnið, munurinn á spelti og hveiti og líf-rænu korni eða hefðbundnu.

Þeir sem flytja ræður á þinginu eru Sigurjón Vilbergsson lyf-

læknir og meltingarsérfræðing-ur, dr. Björn Rúnar Lúðvíksson prófessor, Ösp Viðarsdóttir nær-ingarþerapisti, Birna Óskarsdótt-ir hjúkrunarfræðingur og Sigfús Guðfinnsson bakarameistari. Þor-leifur Einar Pétursson flugmaður segir reynslusögu og Sólveig Eiríksdóttir frá Gló flytur pistil.

Í lokin verða pallborðsum-ræður. Málþingið hefst klukkan 19.30. Aðgangseyrir er 2.000 krónur en frítt er fyrir félags-menn Náttúrulækningafélags Ís-lands. -HF

Sólveig Eiríksdóttir hjá Gló er meðal frum-mælenda.

MyPlate – Calorie TrackerÍ MyPlate Calorie Tracker app-inu er hægt að hafa stjórn á mataræði sínu og matarinntöku. Hafa yfirsýn yfir þyngdartap og aukningu. Setja sér markmið og fylgjast daglega með hitaein-ingum og hreyfingu. Með mark-miðasetningu í forritinu er hægt að léttast auðveldlega og fylgjast með framförum í matardagbók sem fylgir forritinu. Forritið inniheldur yfir 1 milljón fæðutegunda og einnig er hægt að fylgjast með dagbókum annarra notenda þar sem hægt er að sækja hugmyndir af uppskriftum.

Mögulegt fyrir iPhone og Android

70 heilsa Helgin 17.-19. október 2014

Page 71: 17 10 2014

util if. isGLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND

ÁRNASYNIR

ÁRNASYNIR

síðan 1974

Sigrum kuldabola

20%

afsláttur af öllum útivistarvörum og kuldafatnaði til mánudags

Page 72: 17 10 2014

72 matur & vín Helgin 17.-19. október 2014

Drykkur vikunnar

Singapore Sling

6 cl. gin4 cl. kirsuberjalíkjör2 cl. sítrónusafiSkvetta GrenadineSódavatnKlakiAllt nema sódavatnið er hrist saman með klaka og hellt í long-drykkglas og fyllt með sódavatni. Skreytt að vild.

Af Vinbudin.is

Heilsuka�iMóðir & barn

Föstudaginn 24. október verður sérka�i um heilsu í Fréttatímanum þar sem �allað verður um allt sem

viðkemur meðgöngu og heilsu barna.

Ef þú hefur áhuga á að kynna starfsemi þína eða kaupa auglýsingu hafðu þá samband við auglýsingadeild

Fréttatímans, [email protected] eða í síma 531-3300.

kortatímabil!Nýtt

KAUPTU8 x 3 pk.– þú mátt blanda þessum tegundum!

1289Verð áður 1896 kr. 8 pakkar

Floridana epla-, appelsínu-

og heilsusafi,3x250 ml í pakka

kr.8 pakkar

Hámark3 kassar

á mann meðan

birgðir endast!

32%afsláttur

Bragðmikil núðlu-súpa með grísa-kjöti og grænkáliÞað sem til þarf fyrir fjóra

500 g grísahakk

3 - 4 hvítlauksrif

1 tsk Sichuan piparkorn (fást í víetnamska markaðinum á Suður-landsbraut)

3 tsk fersk rifin engiferrót

1/2 tsk salt

1/2 tsk rauðar chili flögur

1/2 tsk cumin fræ (fást í víetnamska markaðinum á Suðurlandsbraut)

1 msk grænmetisolía

3 teningar af kjúklingakrafti

6 bollar af vatni

2 msk sojasósa

1 msk fiskisósa

180 g grænkál

6 vorlaukar

1/2 pakki hrísgrjónanúðlur

Svartur pipar

réttur vikunnar

Bragðmikil núðlusúpa SnorraSnorri Guðmundsson sælkeri birtir uppskriftir af girnilegum réttum sem hann eldar á snor-rieldar.com. Snorri byrjaði með bloggsíðuna í mars og hefur vakið nokkra athygli enda er síðan skemmtilega hönnuð og uppskriftirnar fjöl-breyttar og forvitnilegar. Við fengum Snorra til að leggja okkur til girnilega núðlusúpu-uppskrift.

é g er rosalega hrifinn af þessari súpu. Hún er fljót-gerð, einföld, rífur aðeins í

og Sichuan piparkornin gefa henni sérstakt bragð og kitla tunguna skemmtilega. Alveg kjörin ef maður vill fá eitthvað yljandi og kraftmikið með lítilli fyrirhöfn og tíma,“ segir Snorri Guðmundsson sælkeri um þessa girnilegu núðlusúpu. Upp-skriftina að henni og fleiri forvitni-legar uppskriftir birtir hann á Snor-rieldar.com.

Snorri Guðmundsson heldur úti skemmti-legu matarbloggi á Snorrieldar.com. Ljósmynd/Hari

Aðferð

1. Skerið hvítlaukinn smátt, rífið engiferið í rifjárni og kremjið Sichuan piparkornin og cumin fræin í morteli.

2. Blandið því öllu ásamt grísahakk-inu, rauðu chili flögunum, saltinu og ögn af svörtum pipar vel saman í skál.

3. Hitið olíuna í stórum potti og eldið kjötið á meðalháum hita í 6-8 mín eða þar til það er hvergi bleikt.

4. Bætið næst 6 bollum af vatni og kjúklingakraftinum við og náið upp suðu, látið svo malla í 10 mín.

5. Eldið núðlurnar eftir leiðbeiningum á pakka, en þær taka yfirleitt 8-10 mín að verða til.

6. Skerið grænkálið í 3 parta eða rífið blöðin af stilkunum, skerið vorlaukinn smátt og bætið svo út í ásamt soja-sósunni og fiskisósunni og látið malla í nokkrar mín eða þar til stilkarnir á grænkálinu eru ekki lengur stökkir.

7. Skammtið núðlurnar í skálar, hellið súpunni yfir og blandið saman.

Page 73: 17 10 2014

Heilsaðu deginum með hollustu

Hugsaðu um heilsuna og veldu Havre Fras eða Rug Fras á morgunverðarborðið. Báðar tegundirnar eru stútfullar af trefjaríku heilkorni og uppfylla hollustukröfur Skráargatsins.

Fáðu þér Havre Fras eða Rug Fras í morgunmat og þér líður betur allan daginn.

Page 74: 17 10 2014

Nú er hafin útsláttarkeppni í spurningakeppninni. 20 manns taka þátt. Baldur Guðmundsson sigrar í fyrstu viðureigninni og er því kominn í næstu umferð. Í næstu viku er önnur viðureign í 20 manna úrslitum.

?

? 3 stig

8 stig

Baldur Guðmundsson útibússtjóri

1. Brynhildur Guðjónsdóttir. 2. 25. október. 3. Króatía. 4. Pass.

5. Esmeralda.6. Þórarinn Eldjárn. 7. 42 ára.

8. Viking Stavanger. 9. Verdi.

10. Pass.

11. Emil Hallfreðsson.

12. Jack White.

13. Sigurður Jónsson. 14. Pass.

15. Björn Hlynur.

1. Margrét Vilhjálmsson.

2. 20. október.

3. Króatía. 4. Í krafti sannfæringar. 5. Pass.

6. Þórarinn Eldjárn. 7. 33 ára.

8. FH.

9. Puccini.

10. Karlar.

11. Kolbeinn Sigþórsson.

12. Bubbi.

13. Eyjólfur Sverrisson.

14. Steindinn ykkar.

15. Daníel Ágúst Haraldsson.

Önundur Páll Ragnarsson hagfræðingur

74 heilabrot Helgin 17.-19. október 2014

sudoku

sudoku fyrir lengra komna

REGLU-BRÓÐIR

SÍ-VINNANDI

EKKI

TÚNSAMRÆÐA FURÐA HNÝTA

ÞVENG

SUNDUR-LEITUR

ALMÆTTI

LYKT

FATAEFNI

SKORDÝRA-EGG

VIRÐI

KÖNNUN

ÁVÖXTURKRINGUM

HÆÐ

ÞÍÐA SIGTIHLUTUR

Í RÖÐ

SMÁBÁRA

SVEIA

SPÍRA

REIÐMAÐUR

GEYMDU Í MINNI

LJÚKA UPPÓVILJUGUR

FLOSSILKIHÉLA LEIKUR

STERKUR

SLITINN

FÓRNAR-GJÖF

LJÚKA VIÐ

TVEIR EINS

LOFT-TEGUND

BLIKK

ÞÖKKRISTA

TÍMABIL

BLAÐUR

ÁMA

GLATA

EFNI

UTAN

ÞEFJA

EYJA

ERGJA

GLEÐI

MIKLA

HEIMSÁLFU

TVEIR EINS

SLÆMA

NÝJA

SÆLINDÝR

ANGAN

ÓSKERT

ÓLÆTI

GARMUR

RÁMA

SVARA

KOSNING

DÆLD

MEGIN

FYRIR-MENN

BÚINN REKA

LABBA

MISSA

YFIR-STÉTTAR

ÓSKIPTAN

ÆTÍÐ

HUGLEIÐA

LOKKA

ATORKA

BÁTUR

TVÍHLJÓÐI

LAMPI

ÓSIGUR

FÓSTRA

FORNAFN

SVELGUR

ÁSAMT

HVERJUM EINASTA

TVEIR

HREYFING

ÁTT

KLÍNA

STEIN-TEGUND

TAFLA FJALLSNÖF

UPPFÍFLALÆTI

GARÐI

HÆTTA

211

2

5 1 3 9

4 9 3

6 8

5 2 7 8

7 6 1

9 8

9 3 4

8 1

1 3 8

4 6 5

2 8 1

6 2 3 7

8

7 4 9

3

5 7

2 9

Hamraborg – Nóatún 17 – Hr ingbraut – Austurver – Grafarho l t

Grillaður kjúklingur – heill

Franskar kartöflur – 500 g

Kjúklingasósa – heit, 150 g

Coke – 2 lítrar*

*Coca-Cola, Coke Light eða Coke Zero 2198,-

Verð aðeins

+ 1 flaska af2 L

Grillaður kjúklingur – heillGrillaður kjúklingurGrillaður kjúklingur

SKOT MAÐUR L MEIÐSLI KIRTILL KEYRSLA LAND KLIFUN

FJÁRANS

LÍÐA VEL S K R A M B A N SU N A

GÓLF-KLÆÐNING

SPIL P A R K E TRÓL A R

RÁK

LÆR-LINGUR R I S P A

F L A N BAND

VONSKA S T A GS

FYRST FÆDD

FÝLA EVÖRU-MERKI

ÁTT S S ANDMÆLI

HLUTVERK N E I HÁR

LOKAORÐ U L L

GUMS

GAN

SAMTÖK

K

K Ó L N APILAR

ÖNDUNAR-FÆRI R I M L A R GOÐSAGNA-

VERA SVIKULTKULNA

BJÚGA

Y L S A Í RÖÐ

HVAÐ T U ANGAN

FYRIRTÆKI I L MFRÁ

DREPA NIÐUR A FP

N O T HELMINGUÐ

VOTTUR H Á L F SJÓR S E L T AGAGN

UPP-HRÓPUN

F F GÆLUNAFN

SAMKVÆMI V A L L I SKEMMTUN

STERTUR K N A L LÚÆ T T I

FROSK-TEGUND

ERGJA K A R T A BLAÐUR

RÁMA M A SR LOFT-

TEGUND E T A NSKÓLI

PERSÓNU-FORNAFN M A UMRÓT

LOFT R A S KI Ð I N N BÆLA

UXI Þ A G G A SÓLAR-HRINGA STUTTUR TÖTULL

DÝRKA

HÖFUÐ T I G N ARÍKIS

BLAÐ-LAUKUR L A N D S STRITAASKUR

S K IGORT

HESTA-SKÍTUR R A U P HRISTA

ÓGREIDDUR S K A K AEN O ÞVOTTUR

NEMA T A UTVEIR EINS

STAÐAR-NAFN Ú Ú

STEIN-TEGUND

ÓLÆTI A G A TNAFNORÐ

I L L A VAÐA

EYRIR T O R F A ANGRA

SIGAÐ A M ASLÆMA

G L Æ Ð A SKÍTA

NÚNA D R I T A SJÚK-DÓMUR

TVÍHLJÓÐI M SLÍFGA

HLÝJA

L U R FYRIR U N D A N TULDUR T A U TYA R A G R Ú I STÓR

FISKINET N Æ T U RURMULL

SKYLDI

my

nd

: C

lin

to

n &

Ch

ar

les

ro

ber

ts

on

(C

C b

y 2

.0) 210

lausnLausn á krossgátunni í síðustu viku.

krossgátan

1. Brynhildur Guðjónsdóttir. 2. 25. október. 3. Króatíu.

4. Í krafti sannfæringar. 5. Esmeralda Amanda. 6.

Þórarinn Eldjárn. 7. 36 ára. 8. Viking Stavanger. 9. Verdi.

10. Kata. 11. Sonur Gunnleifs Gunnleifssonar. 12. Ricky

Martin. 13. Sigurður Jónsson. 14. Hreinn skjöldur. 15.

Jakob Frímann Magnússon.

Spurningakeppni fólksins

svör

1. Hvaða leikkona leikur Karítas í sam-nefndu verki sem sýnt verður í Þjóðleik-húsinu í vetur?

2. Hvenær er fyrsti vetrardagur?

3. Hvaða landi tilheyrir eyjan Hvar?

4. Hvað heitir ný bók hæstaréttar-dómarans fyrrverandi, Jóns Steinars Gunnlaugssonar?

5. Hvað heitir nýfædd dóttir leikaraparsins Ryan Gosling og Evu Mendes?

6. Hver er höfundur ljóðabókarinnar Fugla-þrugl og naflakrafl?

7. Hvað var Marilyn Monroe gömul þegar hún lést?

8. Með hvaða liði leikur Jón Daði Böðvars-son, leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu?

9. Eftir hvern er óperan Don Carlo?

10. Hvað heitir nýjasta bók Steinars Braga?

11. Sonur hvaða landsliðsmanns fékk treyju Gylfa Þórs Sigurðssonar eftir sigurleik-inn gegn Hollandi?

12. Hvaða kunni tónlistarmaður lýsti því yfir að menntun væri eins og standpína, „ef þú ert með hana, þá er það augljóst.“

13. Norski knattspyrnumaðurinn Martin Ødegaard varð í vikunni yngsti leik-maðurinn í sögu Evrópukeppninnar, 15 ára og 300 daga. Hver átti metið áður en hann sló það?

14. Hvað heita nýir þættir Steinda Jr. sem nú er verið að taka upp?

15. Hver er faðir ungu stúlkunnar sem leikur Heru í þáttunum Hraunið á RÚV?

Page 75: 17 10 2014

Slaufa er ekki bara slaufa ...Splunkuný prjónabók • 47 fjölbreyttar uppskriftir að slaufum

Einfaldar og aðgengilegar leiðbeiningar skref fyrir

skref fylgja ásamt skemmtilegum myndum.

Slaufur má nota við ýmis tækifæri; auk hefðbundinnar notkunar geta þær prýtt hárbönd, sokka, skó, húfur, jólapakka,

vettlinga, vínglös, ferðatöskur … möguleikarnir eru endalausir eins og

sjá má í þessari fallegu bók!

salka.is • Skipholti 50c • 105 Reykjavík

Komin í

allar helstu

bókabúðir

Page 76: 17 10 2014

Föstudagur 17. október Laugardagur 18. október Sunnudagur

76 sjónvarp Helgin 17.-19. október 2014

Föstudagur

Laugardagur

Sunnudagur

20:30 The VoiceEinstök söngvakeppni þar sem ótrúlegt hæfileikafólk keppir.

19:45 LogiLogi Bergmenn er kominn aftur á fullt með sinn huggulega spjallþátt.

RÚV13.45 Ástareldur14.35 Ástareldur15.25 EM í hópfimleikum16.30 Kúlugúbbarnir (13:18)16.53 Sanjay og Craig (8:20)17.15 Táknmálsfréttir (47)17.25 EM í hópfimleikum19.00 Fréttir19.20 Veðurfréttir19.25 Íþróttir19.35 Hraðfréttir (4)20.00 Útsvar (Garðabær - Hvera-gerði) 21.10 Barnaby ræður gátuna22.40 Savage-fjölskyldan (Savages) 00.30 Inn í tómið (Enter the Void) 02.50 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist08:00 Everybody Loves Raymond08:20 Dr.Phil09:00 The Talk09:40 Pepsi MAX tónlist14:45 Friday Night Lights (10:13)15:30 Survivor (2:15)16:15 Growing Up Fisher (5:13)16:40 Minute To Win It Ísland (5:10)17:40 Dr.Phil18:20 The Talk19:00 The Biggest Loser (11:27)19:45 The Biggest Loser (12:27)20:30 The Voice (6:26)22:00 The Voice (7:26)22:45 The Tonight Show23:25 Law & Order: SVU (9:24)00:10 Fargo (3:10)Fargo eru bandarískir sjónvarps-þættir sem eru skrifaðir af Noah Hawlay og eru undir áhrifum samnefndrar kvikmyndar Coen bræðra frá árinu 1996 en þeir eru jafnframt framleiðendur þáttanna. 01:00 Hannibal (3:13)Önnur þáttaröðin um lífs-nautnasegginn Hannibal Lecter. Rithöfundurinn Thomas Harris gerði hann ódauðlegan í bókum sínum og kvikmyndir sem gerðar hafa verið, hafa almennt fengið frábærar viðtökur. 01:45 The Tonight Show02:30 The Tonight Show

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

11:10 Notting Hill13:10 Dumb and Dumber15:00 Drinking Buddies16:30 Notting Hill18:35 Dumb and Dumber20:30 Drinking Buddies22:00 The Counselor23:55 The Place Beyond the Pines02:15 The Remains of the Day04:30 The Counselor

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Barnatími Stöðvar 2 08:05 Wonder Years (13/17) 08:30 Drop Dead Diva (7/13) 09:15 Bold and the Beautiful09:35 Doctors (69/175) 10:15 Last Man Standing (24/24) 10:40 White Collar (2/16) 11:25 Heimsókn11:45 Junior Masterchef Australia 12:35 Nágrannar13:00 Dumb and Dumber14:50 Thor Tales of Asgard 16:05 Young Justice16:25 New Girl (23/24) 16:50 Bold and the Beautiful 17:12 Nágrannar17:37 Simpson-fjölskyldan (14/22) 18:03 Töfrahetjurnar (4/10)18:23 Veður18:30 Fréttir Stöðvar 218:47 Íþróttir 18:54 Ísland í dag19:11 Veður 19:20 Simpson-fjölskyldan (3/22) 19:45 Logi (4/30)20:30 Mike and Molly (6/22) 20:55 NCIS: Los Angeles (20/24) 21:40 Louie (2/14) 22:05 Colombiana23:50 Black Forest01:15 Haunting of Molly Hartley02:40 Dumb and Dumber04:30 Mike and Molly (6/22) 04:50 Simpson-fjölskyldan (3/22)

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Barnaefni Stöðvar 2 / Strump-arnir / Skógardýrið Húgó / Doddi litli og Eyrnastór / Algjör Sveppi / Skoppa og Skrítla enn út um hvippinn og hvappinn / Ávaxtakarfan - þættir / Kai Lan / Svampur Sveinsson / Lína langsokkur / Tommi og Jenni / Kalli kanína og félagar / Villingarnir / Kalli kanína og félagar / Batman: The Brave and the bold 11:35 Big Time Rush12:00 Bold and the Beautiful13:45 Neyðarlínan (4/7) 14:10 Logi (4/30) 15:00 Sjálfstætt fólk (3/20)15:45 Heimsókn (4/28) 16:10 Gulli byggir (5/8)16:40 ET Weekend (5/52) 17:25 Íslenski listinn17:55 Sjáðu (361/400) 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 218:55 Sportpakkinn (10/50) 19:10 Mið-Ísland (4/8) 19:35 Lottó 19:40 The Big Bang Theory (12/24) 20:05 Stelpurnar (4/10) 20:30 Won’t Back Down22:30 The Conjuring00:25 J. Edgar02:40 Safe House04:35 A League of Their Own

RÚV07.00 Smælki / Kalli og Lóla / Tillý og vinir / Kioka / Pósturinn Páll / Ólivía / Sebbi / Kúlugúbbarnir / Tré-Fú Tom / Um hvað snýst þetta allt? / Disney-stundin / Finnbogi og Felix / Sígildar teiknimyndir / Nýi skólinn keisarans / Millý spyr / Chaplin / Undraveröld 10.20 Fisk í dag (1:8)10.30 Óskalög þjóðarinnar (1:8)11.25 Hraðfréttir11.45 Nautnir norðursins (7:8)12.15 Djöflaeyjan (3:27)12.45 Villta Arabía (2:3)13.35 Litir ljóssins14.20 Gasland16.05 Sitthvað skrítið í náttúrunni17.00 Vísindahorn Ævars17.10 Táknmálsfréttir (49)17.20 Stella og Steinn (18:42)17.32 Sebbi (3:40)17.44 Ævintýri Berta og Árna (3:52)17.49 Hrúturinn Hreinn (2:10)17.56 Skrípin (24:52)18.00 Stundin okkar (3:28)18.25 Basl er búskapur (1:10)19.00 Fréttir19.20 Veðurfréttir19.25 Íþróttir19.40 Landinn (6)20.10 Vesturfarar (9:10)20.50 Hraunið (4:4)21.45 Downton Abbey (1:8)22.55 Vafasöm fjármögnun (Elles) 00.30 Afturgöngurnar (3:8)01.20 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 10:45 The Talk12:45 Dr.Phil14:05 Survivor (2:15)14:50 Kitchen Nightmares (4:10)15:35 Growing Up Fisher (5:13)16:00 The Royal Family (5:10)16:25 Welcome to Sweden (5:10)16:50 Parenthood (4:22)17:35 Remedy (4:10)18:20 Reckless (7:13)19:05 Minute To Win It Ísland (5:10)20:05 Gordon Ramsay Ultimate ...20:30 Red Band Society (2:13)21:15 Law & Order: SVU (10:24)22:00 Fargo (4:10)22:50 Hannibal (4:13)23:35 Ray Donovan (7:12)00:25 Scandal (17:18)01:10 The Tonight Show01:55 Fargo (4:10)02:45 Hannibal (4:13)

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

07:30 & 14:45 My Cousin Vinny09:30 & 16:45 You’ve Got Mail11:30 & 18:45 The Jewel of the Nile13:15 & 20:30 Fun With Dick and Jane22:00 & 03:25 Pacific Rim00:10 Dredd01:45 Game of Death

20:50 ÖryggisvörðurinnKevin James leikur góð-hjartaðan öryggisvörð verslunarmiðstöðvar.

20.30 Won’t Back DownDramatísk mynd frá 2012 með Maggie Gyllenhaal, Holly Hunter og Viola Davis í aðalhlutverkum.

RÚV07.00 Morgunstundin okkar / Smælki / Kalli og Lóla / Tillý og vinir / Kioka / Pósturinn Páll / Ólivía / Snillingarnir / Hvolpasveitin / Úmísúmí / Kosmó / Loppulúði, hvar ertu? / Kafteinn Karl / Hrúturinn Hreinn / Drekar: Knapar Birkieyjar / Hrúturinn Hreinn10.30 EM í hópfimleikum12.30 Alheimurinn (12)13.15 EM í hópfimleikum (Úrslit í kvennaflokki) 15.05 Vesturfarar (8:10)15.45 EM í hópfimleikum (Úrslit í karlaflokki) 17.25 Táknmálsfréttir (48)17.35 Tré-Fú Tom (11:26)17.57 Nína Pataló (2:39)18.05 Vasaljós (3:10)18.30 Hraðfréttir (4:29)18.54 Lottó (8:52)19.00 Fréttir19.20 Veðurfréttir19.25 Íþróttir19.40 Óskalög þjóðarinnar (1:8) (1944-1953) 20.45 Öryggisvörðurinn (Paul Blart: Mall Cop) 22.15 Leigjandinn (The Resident) 23.50 Borgríki01.15 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist11:35 The Talk12:15 The Talk12:55 Dr.Phil13:35 Dr.Phil14:15 Dr.Phil14:55 Red Band Society (1:13)15:40 The Voice (6:26)17:10 The Voice (7:26)17:55 Extant (7:13)18:40 The Biggest Loser (11:27)19:25 The Biggest Loser (12:27)20:10 Eureka (19:20)20:55 NYC 22 (7:13)21:40 A Gifted Man (16:16)22:25 Vegas (8:21)23:10 Dexter (7:12)00:00 Unforgettable (4:13)00:45 Flashpoint (5:13)01:30 The Tonight Show02:15 The Tonight Show03:00 Pepsi MAX tónlist

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

10:40 Limitless12:25 Parental Guidance14:10 In Her Shoes16:20 Limitless18:05 Parental Guidance19:50 In Her Shoes22:00 Arthur Newman23:40 The Company You Keep01:40 Contagion03:25 Arthur Newman

20.50 HrauniðLokaþáttur í þessari vinsælu spennuþáttaröð.

20.05 Gordon Ramsay Ul-timate Cookery Course Gordon Ramsey snýr aftur í heimaeldhúsið og kennir áhorfendum einfaldar aðferðir við heiðarlega heimaeldamennsku.

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

HEIMSKLASSA HLJÓMFLUTNINGUR

LÁGMÚLA 8 · SÍMI 530 2800 · www.ormsson. is · Verslanir og umboðsmenn um land al l t

BÍLGEISLASPILARI · DEH-X3600UI4X50 W MOSFET magnari. Útvarp með 24 stöðva minni. Spilar: CD-R/RW, MP3, WMA, WAV. AUX og USB tengi á framhlið. EEQ, Tónstillir fyrir bassa, mið– og hátóna. Spilar og hleður iPod í gegnum USB (snúra fylgir ekki). Multi-Colour skjár.

Verð: 28.900 23.100* *Eftir niðurfellingu Ormsson á vörugjaldi

Veldu vandað – það borgar sig alltaf.

Úrval afgæðahátölurum

frá Pioneer

BÍLGEISLASPILARI · DEH-150MP4X50 Mosfet magnari · Útvarp með 24 stöðva minni · Spilar: CD, MP3, WMA WAV · USB og Aux-in af framan

Verð: 19.900 15.900*

BÍLGEISLASPILARI · DEH-150MP4X50 Mosfet magnari · Útvarp með 24 stöðva minni

- fyrir heimilin í landinu Best í bílinn ...

Page 77: 17 10 2014

Nýju þættirnir hans Gulla Helga, Gulli byggir sem komnir eru af RÚV yfir á Stöð 2 snerta margan Íslendinginn. Það er nefni-lega góð blanda af hnýsni inn á heimili annara og hvernig hægt er að spara svolitla peninga með því að sinna léttu viðhaldi á hús-eignum á einfaldan og oft aðeins ódýrari hátt. Ég er reyndar ekk-ert sérstaklega hnýsinn maður en ég er svo sannarlega gerðu það sjálfur og ekki panta smið eða rafvirkja fyrr en húsið er að hrynja maður. Svo ég hef yfir-

leitt gaman að svona þáttagerð. Kóngurinn yfir svona þáttum er hinn kanadíski Mike Hol-mes með þættina Hol-mes on homes. Nýju þættirn-ir hans Bubba eru í áttina og hafa það um-fram hina gömlu að hann klárar

hvert verkefni í einum þætti þótt það hafi jafnvel tekið hátt í ár hjá þeim sem það unnu. Því er hægt að verða margs vísari þrátt fyrir

kannski að sjá ekki alla þætt-ina. Þó finnst mér áherslan vera aðeins röng í þáttunum því þar er mun meira talað

en smíðað. Þannig að ef hann Gulli minn blaðrar aðeins minna og sýnir meira af smiðstöktun-um er ég þess fullviss að ég mun horfa meira en minna. -hj

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Barnatími Stöðvar 2 / Strump-arnir / Ævintýraferðin / Könnuðurinn Dóra / Algjör Sveppi / Doddi litli og Eyrnastór / Latibær / Elías / Tommi og Jenni / Grallararnir / Ben 10 / Kalli kanína og félagar / Villingarnir / Ozzy / Lukku láki / Scooby-Doo! Mystery Inc / iCarly / Töfrahetjurnar12:00 Nágrannar13:40 Stelpurnar (4/10) 14:05 Heilsugengið (2/8) 14:25 Meistaramánuður (3/4) 14:45 Veep (8/10) 15:15 Mike & Molly (16/23) 15:40 Louis Theroux: Extreme Love - Dementia16:45 60 mínútur (3/52) 17:30 Eyjan (8/16) 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 218:55 Sportpakkinn (60/100) 19:10 Ástríður (10/12)19:35 Sjálfstætt fólk (4/20) 20:10 Neyðarlínan (5/7) 20:35 Rizzoli & Isles (13/16) 21:20 Homeland (3/12) 22:10 The Knick (10/10) 23:10 60 mínútur (4/52) 00:00 Eyjan (8/16)00:50 Daily Show: Global Edition01:15 Outlander (1/16) 02:20 Legends (5/10)03:05 Boardwalk Empire (6/8) 04:00 What’s Your Number05:45 Fréttir

19. október

sjónvarp 77Helgin 17.-19. október 2014

Stöð 2 Viðhald húSeigna

Bubbi blaðrar

KOMDU MEÐ MÁLIN og við hönnum, teiknum og gerum þér hagstætt tilboð

FAGMENNSKA Í FYRIRRÚMIÞú nýtur þekkingar og

þjónustu.

VIÐ KOMUM HEIM TIL ÞÍN, tökum mál og ráðleggjum um val innréttingar.

ÞÚ VELUR að kaupa inn-réttinguna í ósamsettum einingum, samsetta, eða samsetta og uppsetta.

HREINT OG KLÁRT

Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500Mán. - föst. kl. 9 -18 · Laugardaga kl. 11-15

Við sníðum innrétt-inguna að þínum óskum. Þú getur fengið

tauborð undir véL-arnar, einnig útdreginn óhreinatausskáp, kústaskáp o.m.fl .

Fataskápar og sérsmíði

Baðherbergi Skóhillur

Uppþvottavélar

Helluborð Ofnar

Háfar

Kæliskápar

RAFTÆKIFYRIR ELDHÚSIÐ

TILBOTILBOTILBOÐÐÐTILBOÐTILBOTILBOÐTILBOTILBOÐTILBO

AFSLÁTTUR25% AF ÖLLUM

INNRÉTTINGUM

TIL 20. OKT.

GÓÐ KAUP

VEGNA GÓÐRA UNDIRTEKTA HÖFUM VIÐ ÁKVEÐIÐ AÐ FRAMLENGJA HAUSTTILBOÐ OKKAR TIL 20. OKTÓBER

NÚ ER LAG AÐ GERA

Glæsilegar innréttingar á tilboðsverði

Vandaðar hillur Pottaskápar Þvottahúsinnréttingar

ÁBYRGÐ - ÞJÓNUSTA5 ár á innréttingum, 2 ár á raftækjum. Fríform annast alla þjónustu. (Trésmíðaverkstæði, raftækjaviðgerðaverkstæði).

VÖNDUÐ RAFTÆKI Á VÆGU VERÐI

friform.is

Viftur

tækjum.

I

Page 78: 17 10 2014

Jón Steinar á toppnumÍ krafti sannfæringar, bók Jóns Steinars Gunnlaugssonar, fyrrum hæstaréttar-dómara, trónir á toppi Metsölulista Eymundsson í liðinni viku. Í öðru sæti er Handan minninga, eftir Sally Magnusson og því þriðja sakamálasagan Í innsta hring, eftir Viveca Stein. Í fjórða til tíunda sæti eru: Stundarfró, eftir Örn Harðarson, Kata, eftir Steinar Braga, Náðarstund eftir Hannah Kent, Afdala-barn, eftir Guðrúnu frá Lundi, Þegar dúfurnar hurfu, eftir Sofi Oksanen, Fuglaþrugl og naflakrafl, eftir Þórarin Eldjárn og Slaufur, eftir Rannveigu Haf-steinsdóttur.

tónleikar Hljóðön í Hafnarborg

Góður gestur frá Finnlandif innski sellóleikar-

inn Markus Hohti kemur fram á fyrstu tónleikum vetrarins í tónleikaröðinni Hljóðön í Hafnarborg í Hafnar-firði á sunnudaginn. Tónleikarnir bera yfir-skriftina Nýir strengir en á þeim leikur Hohti á ný íslensk strengja-hljóðfæri sem styðjast á einn eða annan hátt við notkun strengja í fjöl-breyttri mynd.

Markus Hohti er kunnur sellóleikari og kemur reglulega fram á tónleikum víðs-vegar um Evrópu. Hann leikur allt frá klass-ískri kammertónlist yfir í tónlist sam-tímans. Hohti hefur frumflutt yfir hundrað einleiks- og kammer-verk og unnið náið með mörgum þekktum tón-skáldum.

Á tónleikunum í

Hafnarborg má hlýða á nýjustu útgáfu hljóð-færisins dórófón (#8) eftir Halldór Úlfars-son myndlistarmann og nýtt selló Hans Jó-hannssonar, fiðlusmiðs. Á efnisskrá tónleikanna eru fjölbreytt verk eftir innlend og erlend sam-tímatónskáld. Á tónleik-unum verður jafnframt frumflutt nýtt verk eftir Guðmund Stein Gunn-arsson fyrir dórófón.

Tónleikarnir hefjast klukkan 20 á sunnu-dagskvöld og eru að-göngumiðar seldir í af-greiðslu Hafnarborgar. Miðaverð er 2.500 krón-ur en eldri borgarar og námsmenn greiða 1.500 krónur.

Finnski sellóleikarinn Markus Hohti leikur í Hafnarborg á sunnudags-kvöld. Mynd/NordicPhotos/Getty

Harpa óperan Don Carlo frumsýnD um Helgina

É g hef einu sungið þetta hlutverk í tón-leikauppfærslu í Ísrael, fyrir mörgum árum, sem stýrt var af Zubin Mehta

hljómsveitarstjóra, það var mjög gaman. Ég hef ekki mikið sungið hér heima á undan-förnum árum. Ég bý hérna og hef sungið reglulega með Sinfóníuhljómsveitinni og einstaka óperuuppfærslum, en ég hef verið mikið á flakki. Ég byrjaði að læra hér heima hjá Sigurði Demetz og fór svo til Ítalíu í nám. Ég kom heim eftir námið til þess að syngja í Toscu, sem var mín frumraun, og fæ í kjölfarið tilboð til þess að koma til Noregs og syngja hjá norsku óperunni. Ég var þar í 6 ár.“ segir Guðjón Óskarsson bassasöngvari.

Hvernig er hlutverk yfirdómarans í Don Carlo?

„Þetta er ekki langt hlutverk. Hann á dúett með konunginum sem hann gnæfir yfir. Þetta er mjög töff hlutverk, hann gengur beint til verks og það er mikið pressa og maður kemur inn og byrjar að syngja á fullu gasi. Það er ekkert hægt að læðast inn í þetta hlutverk, sem er góð áskorun.“

Þarftu þá að syngja þig mikið í gang bak-sviðs áður en þú ferð inn?

„Aðeins, en þó er ég að syngja þetta fag og syng mikið Wagner, sem eru mínar ær og kýr. Hann kunni að setja okkur bassasöngv-ara á réttu staðina.“

Með Kristni í ScalaGuðjón hefur sungið í öllum helstu óperu-húsum heims á undanförnum árum, m.a í London, München, Arenunni í Veróna og í La Scala sem er talið vera altari óperuheimsins.

„Ég söng með Kristni Sigmundssyni í Scala, við vorum þar saman,“ segir Guð-jón, en Kristinn syngur titilhlutverkið í Don Carlo. „Svo söng ég í Don Giovanni í Veróna sem var skemmtilegt. Í þessum húsum er alltaf fullt, fólk kemur frá öllum heimshorn-um. Ég heyrði meira að segja íslensku eitt sinn í Veróna.

Ferðalögunum hefur fækkað að undan-förnu af því að ég hef kosið að vera meira heima, mér finnst það betra. Ég er mjög ánægður með það, kominn með barnabörn og slíkt.“

Hvernig finnst þér óperuþróunin hafa verið hér heima á undanförnum árum?

„Hér er mýgrútur af fínum söngvurum og frábært að fá þetta hús sem Harpan er.“

Er hún samkeppnishæf miðað við það sem þú hefur prófað?

„Já, þetta er þó ekki hugsað sem óperuhús en það er gott að syngja þar.“

Tók fyrsta söngtímann þrítugurGuðjón stendur á sextugu og hefur verið

starfandi söngvari í 25 ár. Sem er ekki langt miðað við mann á hans aldri. Byrjaðirðu seint að syngja?

„Ég tók minn fyrsta söngtíma orðinn 30 ára gamall.“

Hvað kom til? „Ég hitti tenórinn Guðbjörn Guðbjörnsson

á vertshúsi í bænum og við tókum tal saman. Hann byrjaði svo að syngja og ég söng með honum, sem varð til þess að hann krafðist þess að ég færi og hitti kennarann hans, sem ég gerði,“ segir Guðjón. „Menn höfðu verið að segja mér að ég hefði rödd og ætti að drífa mig í tíma. Mér fannst ég alltaf bara orðinn of gamall til þess.“

Er eitthvert óperuhús sem þér hefur liðið hvað best að syngja í, hafandi sungið víða?

„Þau eru mörg góð. Toulouse er mjög gott, en ég á ekkert uppáhalds, kannski.“

Er eitthvert eitt hlutverk sem þér þykir vænst um á þínum ferli?

„Það er eitt hlutverk í Niflungahring Wag-ners sem ég fæ mikið kikk úr því að syngja en það er hlutverk Hagens, eða Högna eins og það er á íslensku. Það er eins og samið fyrir mig og mína rödd,“ segir Guðjón.

„Hlutverkið í Don Carlo er líka mjög gott, þetta er gífurlega flott músík. Þetta er svo-lítið myrk og grand ópera og mikil dramatík. Þessi dúett milli mín og Kristins er kraft-mikill, þegar tveir bassar syngja saman er eins gott að halda sér.“

Óperan Don Carlo verður frumsýnd á laugardaginn í Hörpu og allar upplýsingar um miðasölu er hægt að finna á heimasíðu Hörpu, www.harpa.is

Hannes Friðbjarnarson

[email protected]

Þegar tveir bassar syngja dúett er eins gott að halda sérÓperan Don Carlo eftir Guiseppe Verdi verður frumsýnd um helgina í Eldborgarsal Hörpu, en óperan hefur aldrei verið flutt áður á Íslandi. Eingöngu íslenskir söngvarar taka þátt í sýningunni og með hlutverk yfirdómara rannsóknarréttarins fer bassasöngvarinn Guðjón Óskarsson. Guðjón hefur sungið um allan heim á sínum ferli og segir hlutverkið mjög skemmtilegt, en krefjandi um leið.

Guðjón Óskars-son bassa-söngvari: Þetta er mjög töff hlutverk, hann gengur beint til verks og það er mikið pressa og maður kemur inn og byrjar að syngja á fullu gasi. Mynd Hari

Hér er mýgrútur af fínum söngvurum og frábært að fá þetta hús sem Harpan er.

Hamskiptin

551 1200 • HVERFISGATA 19 • LEIKHUSID.IS • MIÐ[email protected]

leikhusid.is

Lau 11/10 kl.13:0017.sýn Sun 19/10 kl. 13:0020.sýn Sun 26/10 kl. 13:0022.sýn

Lau 11/10 kl.16:3018.sýn Sun 19/10 kl. 16:3021.sýn Sun 26/10 kl. 16:3023.sýnSun 12/10 kl.13:0019.sýn Ö

Ævintýri í Latabæ – Stóra sviðið

Þvílíkt fjör, litadýrð og banastuð. Það er engin latur í Latabæ!

Fös 10/10 kl.19:309.sýn Fim 23/10 kl.19:3015.sýn Fös 7/11 kl.19:3024.sýn

Lau 11/10 kl.19:3010.sýn Fös 24/10 kl.19:3016.sýn Lau 8/11 kl.19:3025.sýn Sun 12/10 kl.19:3011.sýn Lau 25/11 kl.19:30aukas Fim 13/11 kl.19:3026.sýn Mið 15/10 kl.19:30aukas

Fim 16/10 kl.19:30aukas Fim 30/10 kl.19:3018.sýn Lau 15/11 kl.19:3028.sýn Fös 17/10 kl.19:3012.sýn Fös 31/10 kl.19:3019.Sýn Mið 26/11 kl.19:3029.sýnLau 18/10 kl.19:3013.sýnmið 22/10 kl.19:30aukas Fim 6/11 kl.19:3023.sýn

Lau 1/11 kl.19:3020.sýn Fim 27/11 kl.19:3030.sýn Fös 28/11 kl.z19:3031.sýn

Mið 29/10 kl.19:30aukas Fös 14/11 kl.19:3027.sýn

ÖÖÖÖ

ÖÖ

Ö

ÖÖÖÖ

Ö

Ö

Ö

Ö

Ö

Ö

Konan við 1000° - Kassinn

Mögnuð skáldsaga Hallgríms Helgasonar í sviðsetningu Unu Þorleifsdóttur.

U

U

UUUUUUU

UU

U

Fös 17/10 kl.19:30frums Lau 1/11 kl.19:307.sýn Fim 20/11 kl.19:3014.sýn

Lau 18/10 kl.19:302.sýn Fim 6/11 kl.19:308.sýn Fös 21/11 kl.19:3015.sýn Fim 23/10 kl.19:303.sýn Fös 7/11 kl.19:309.sýn Lau 22/11 kl.19:3016.sýn

Fim 27/11 kl.19:3017.sýn Fös 28/11 kl.19:3018.sýn Lau 29/11 kl.19:3019.sýn Lau 8/11 kl 19:3010.sýn

Fös 24/10 kl.19:304.sýn Lau 25/10 kl.19:30aukas Fim 13/11 kl.19:3011.sýn

Fös 14/11 kl.19:3012.sýn Lau 15/11 kl.19:3013.sýn

Fim 30/10 kl.19:305.sýn Fös 31/10 kl.19:306.sýn

Lau 8/11 kl.19:3010.sýn

ÖÖÖÖ

Ö ÖÖ

Ö

Karítas – Stóra sviðiðUUUU

U

UU

UU

Sun 26/10 kl.20:00Frums Sun 2/11 kl.20:003.sýn Sun 9/11 kl.20:005.sýn

Lau 1/11 kl.17:002.sýn Lau 8/11 kl.17:004.sýn ÖÖ Ö

ÖÖÖ

Leitin að Jörundi – ÞjóðleikhúskjallarinnUU

U

UU

U

U

Ö

Sun 12/10 kl.14:00 Sun 19/10 kl.14:00 Sun 26/10 kl.14:00

Umbreyting – Kúlan

Aukasýning í nóvember á þessu magnaða verki.

Seiðandi verk eftir Kirstínu Marju Baldursdóttur.

Mið 19/11 kl.19:30aukas

Hamskiptin – Stóra sviðið

Lau 18/10 kl. 19:30 – 2. sýning – Uppselt

Fim 23/10 kl. 19:30 – 3. sýning – Uppselt

Fös 24/10 kl. 19:30 – 4. sýning – Uppselt

Lau 25/10 kl. 19:30 – aukasýning

Fim 30/10 kl. 19:30 – 5. sýning – Uppselt

Fös 31/10 kl. 19:30 – 6. sýning – Uppselt

Lau 1/11 kl. 19:30 – 7. sýning – Uppselt

Fim 6/11 kl. 19:30 – 8. sýning – Uppselt

Fös 7/11 kl. 19:30 – 9. sýning – Örfá sæti

Lau 8/11 kl. 19:30 – 10. sýning – Örfá sæti

Fim 13/11 kl. 19:30 – 11. sýning – Uppselt

Fös 14/11 kl. 19:30 – 12. sýning – Uppselt

WWW.LEIKHUSID.IS Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.isÞJÓÐLEIKHÚSIÐ

FRUMSÝNT 17. OKTÓBER – UPPSELT

Seiðandi verk um ástir og örlög, og löngunina til að hlýða kalli listagyðjunnar í hörðum heimiB

rand

enbu

rg

Hamskiptin

551 1200 • HVERFISGATA 19 • LEIKHUSID.IS • MIÐ[email protected]

leikhusid.is

Lau 11/10 kl.13:0017.sýn Sun 19/10 kl. 13:0020.sýn Sun 26/10 kl. 13:0022.sýn

Lau 11/10 kl.16:3018.sýn Sun 19/10 kl. 16:3021.sýn Sun 26/10 kl. 16:3023.sýnSun 12/10 kl.13:0019.sýn Ö

Ævintýri í Latabæ – Stóra sviðið

Þvílíkt fjör, litadýrð og banastuð. Það er engin latur í Latabæ!

Fös 10/10 kl.19:309.sýn Fim 23/10 kl.19:3015.sýn Fös 7/11 kl.19:3024.sýn

Lau 11/10 kl.19:3010.sýn Fös 24/10 kl.19:3016.sýn Lau 8/11 kl.19:3025.sýn Sun 12/10 kl.19:3011.sýn Lau 25/11 kl.19:30aukas Fim 13/11 kl.19:3026.sýn Mið 15/10 kl.19:30aukas

Fim 16/10 kl.19:30aukas Fim 30/10 kl.19:3018.sýn Lau 15/11 kl.19:3028.sýn Fös 17/10 kl.19:3012.sýn Fös 31/10 kl.19:3019.Sýn Mið 26/11 kl.19:3029.sýnLau 18/10 kl.19:3013.sýnmið 22/10 kl.19:30aukas Fim 6/11 kl.19:3023.sýn

Lau 1/11 kl.19:3020.sýn Fim 27/11 kl.19:3030.sýn Fös 28/11 kl.z19:3031.sýn

Mið 29/10 kl.19:30aukas Fös 14/11 kl.19:3027.sýn

ÖÖÖÖ

ÖÖ

Ö

ÖÖÖÖ

Ö

Ö

Ö

Ö

Ö

Ö

Konan við 1000° - Kassinn

Mögnuð skáldsaga Hallgríms Helgasonar í sviðsetningu Unu Þorleifsdóttur.

U

U

UUUUUUU

UU

U

Fös 17/10 kl.19:30frums Lau 1/11 kl.19:307.sýn Fim 20/11 kl.19:3014.sýn

Lau 18/10 kl.19:302.sýn Fim 6/11 kl.19:308.sýn Fös 21/11 kl.19:3015.sýn Fim 23/10 kl.19:303.sýn Fös 7/11 kl.19:309.sýn Lau 22/11 kl.19:3016.sýn

Fim 27/11 kl.19:3017.sýn Fös 28/11 kl.19:3018.sýn Lau 29/11 kl.19:3019.sýn Lau 8/11 kl 19:3010.sýn

Fös 24/10 kl.19:304.sýn Lau 25/10 kl.19:30aukas Fim 13/11 kl.19:3011.sýn

Fös 14/11 kl.19:3012.sýn Lau 15/11 kl.19:3013.sýn

Fim 30/10 kl.19:305.sýn Fös 31/10 kl.19:306.sýn

Lau 8/11 kl.19:3010.sýn

ÖÖÖÖ

Ö ÖÖ

Ö

Karítas – Stóra sviðiðUUUU

U

UU

UU

Sun 26/10 kl.20:00Frums Sun 2/11 kl.20:003.sýn Sun 9/11 kl.20:005.sýn

Lau 1/11 kl.17:002.sýn Lau 8/11 kl.17:004.sýn ÖÖ Ö

ÖÖÖ

Leitin að Jörundi – ÞjóðleikhúskjallarinnUU

U

UU

U

U

Ö

Sun 12/10 kl.14:00 Sun 19/10 kl.14:00 Sun 26/10 kl.14:00

Umbreyting – Kúlan

Aukasýning í nóvember á þessu magnaða verki.

Seiðandi verk eftir Kirstínu Marju Baldursdóttur.

Mið 19/11 kl.19:30aukas

Hamskiptin – Stóra sviðið

Lau 18/10 kl. 19:30 – 2. sýning – Uppselt

Fim 23/10 kl. 19:30 – 3. sýning – Uppselt

Fös 24/10 kl. 19:30 – 4. sýning – Uppselt

Lau 25/10 kl. 19:30 – aukasýning

Fim 30/10 kl. 19:30 – 5. sýning – Uppselt

Fös 31/10 kl. 19:30 – 6. sýning – Uppselt

Lau 1/11 kl. 19:30 – 7. sýning – Uppselt

Fim 6/11 kl. 19:30 – 8. sýning – Uppselt

Fös 7/11 kl. 19:30 – 9. sýning – Örfá sæti

Lau 8/11 kl. 19:30 – 10. sýning – Örfá sæti

Fim 13/11 kl. 19:30 – 11. sýning – Uppselt

Fös 14/11 kl. 19:30 – 12. sýning – Uppselt

WWW.LEIKHUSID.IS Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.isÞJÓÐLEIKHÚSIÐ

FRUMSÝNT 17. OKTÓBER – UPPSELT

Seiðandi verk um ástir og örlög, og löngunina til að hlýða kalli listagyðjunnar í hörðum heimiB

rand

enbu

rg

Hamskiptin

551 1200 • HVERFISGATA 19 • LEIKHUSID.IS • MIÐ[email protected]

leikhusid.is

Lau 11/10 kl.13:0017.sýn Sun 19/10 kl. 13:0020.sýn Sun 26/10 kl. 13:0022.sýn

Lau 11/10 kl.16:3018.sýn Sun 19/10 kl. 16:3021.sýn Sun 26/10 kl. 16:3023.sýnSun 12/10 kl.13:0019.sýn Ö

Ævintýri í Latabæ – Stóra sviðið

Þvílíkt fjör, litadýrð og banastuð. Það er engin latur í Latabæ!

Fös 10/10 kl.19:309.sýn Fim 23/10 kl.19:3015.sýn Fös 7/11 kl.19:3024.sýn

Lau 11/10 kl.19:3010.sýn Fös 24/10 kl.19:3016.sýn Lau 8/11 kl.19:3025.sýn Sun 12/10 kl.19:3011.sýn Lau 25/11 kl.19:30aukas Fim 13/11 kl.19:3026.sýn Mið 15/10 kl.19:30aukas

Fim 16/10 kl.19:30aukas Fim 30/10 kl.19:3018.sýn Lau 15/11 kl.19:3028.sýn Fös 17/10 kl.19:3012.sýn Fös 31/10 kl.19:3019.Sýn Mið 26/11 kl.19:3029.sýnLau 18/10 kl.19:3013.sýnmið 22/10 kl.19:30aukas Fim 6/11 kl.19:3023.sýn

Lau 1/11 kl.19:3020.sýn Fim 27/11 kl.19:3030.sýn Fös 28/11 kl.z19:3031.sýn

Mið 29/10 kl.19:30aukas Fös 14/11 kl.19:3027.sýn

ÖÖÖÖ

ÖÖ

Ö

ÖÖÖÖ

Ö

Ö

Ö

Ö

Ö

Ö

Konan við 1000° - Kassinn

Mögnuð skáldsaga Hallgríms Helgasonar í sviðsetningu Unu Þorleifsdóttur.

U

U

UUUUUUU

UU

U

Fös 17/10 kl.19:30frums Lau 1/11 kl.19:307.sýn Fim 20/11 kl.19:3014.sýn

Lau 18/10 kl.19:302.sýn Fim 6/11 kl.19:308.sýn Fös 21/11 kl.19:3015.sýn Fim 23/10 kl.19:303.sýn Fös 7/11 kl.19:309.sýn Lau 22/11 kl.19:3016.sýn

Fim 27/11 kl.19:3017.sýn Fös 28/11 kl.19:3018.sýn Lau 29/11 kl.19:3019.sýn Lau 8/11 kl 19:3010.sýn

Fös 24/10 kl.19:304.sýn Lau 25/10 kl.19:30aukas Fim 13/11 kl.19:3011.sýn

Fös 14/11 kl.19:3012.sýn Lau 15/11 kl.19:3013.sýn

Fim 30/10 kl.19:305.sýn Fös 31/10 kl.19:306.sýn

Lau 8/11 kl.19:3010.sýn

ÖÖÖÖ

Ö ÖÖ

Ö

Karítas – Stóra sviðiðUUUU

U

UU

UU

Sun 26/10 kl.20:00Frums Sun 2/11 kl.20:003.sýn Sun 9/11 kl.20:005.sýn

Lau 1/11 kl.17:002.sýn Lau 8/11 kl.17:004.sýn ÖÖ Ö

ÖÖÖ

Leitin að Jörundi – ÞjóðleikhúskjallarinnUU

U

UU

U

U

Ö

Sun 12/10 kl.14:00 Sun 19/10 kl.14:00 Sun 26/10 kl.14:00

Umbreyting – Kúlan

Aukasýning í nóvember á þessu magnaða verki.

Seiðandi verk eftir Kirstínu Marju Baldursdóttur.

Mið 19/11 kl.19:30aukas

Hamskiptin – Stóra sviðið

Lau 18/10 kl. 19:30 – 2. sýning – Uppselt

Fim 23/10 kl. 19:30 – 3. sýning – Uppselt

Fös 24/10 kl. 19:30 – 4. sýning – Uppselt

Lau 25/10 kl. 19:30 – aukasýning

Fim 30/10 kl. 19:30 – 5. sýning – Uppselt

Fös 31/10 kl. 19:30 – 6. sýning – Uppselt

Lau 1/11 kl. 19:30 – 7. sýning – Uppselt

Fim 6/11 kl. 19:30 – 8. sýning – Uppselt

Fös 7/11 kl. 19:30 – 9. sýning – Örfá sæti

Lau 8/11 kl. 19:30 – 10. sýning – Örfá sæti

Fim 13/11 kl. 19:30 – 11. sýning – Uppselt

Fös 14/11 kl. 19:30 – 12. sýning – Uppselt

WWW.LEIKHUSID.IS Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.isÞJÓÐLEIKHÚSIÐ

FRUMSÝNT 17. OKTÓBER – UPPSELT

Seiðandi verk um ástir og örlög, og löngunina til að hlýða kalli listagyðjunnar í hörðum heimiB

rand

enbu

rg

Sun 19/10 kl 13:00 – 20. sýnSun 19/10 kl 16:30 – 21. sýnSun 26/10 kl 13:00 – 22. sýn

Sun 26/10 kl 16:30 – 23. sýnSun 2/11 kl 13:00 – 24. sýnSun 2/11 kl 16:30 – 25. sýn

Sun 9/11 kl 13:00 – 26. sýnSun 9/11 kl 16:30 – 27. sýn

Fös 17/10 kl 19:30 12. sýn ULau 18/10 kl 19:30 13. sýn Umið 22/10 kl 19:30 aukas. UFim 23/10 kl 19:30 15. sýn UFös 24/10 kl 19:30 16. sýn ULau 25/11 kl 19:30 aukas. öMið 29/10 kl 19:30 aukas. U

Fim 30/10 kl 19:30 – 18. sýn UFös 31/10 kl 19:30 – 19. sýn öLau 1/11 kl 19:30 20. sýn UFim 6/11 kl 19:30 23. sýn uFös 7/11 kl 19:30 – 24. sýn uLau 8/11 kl 19:30 – 25. sýn uFim 13/11 kl 19:30 – 26. sýn ö

Fös 14/11 kl 19:30 – 27. sýn öLau 15/11 kl 19:30 – 28. sýnMið 26/11 kl 19:30 - 29. sýnFim 27/11 kl 19:30 – 30. sýnFös 28/11 kl 19:30 – 31. sýn

U

UUUUU

U

U

UUUU

ö

ö

ö

ö

ö

Fös 17/10 kl 19:30 - frums. ULau 18/10 kl 19:30 - 2.sýn U Fim 23/10 kl 19:30 - 3.sýn UFös 24/10 kl 19:30 - 4.sýn ULau 25/10 kl 19:30 –aukas UFim 30/10 kl 19:30 - 5.sýn UFös 31/10 kl 19:30 - 6.sýn U

Lau 1/11 kl 19:30 - 7.sýn UFim 6/11 kl 19:30 - 8.sýn UFös 7/11 kl 19:30 - 9.sýn ÖLau 8/11 kl 19:30 - 10. sýn ÖFim 13/11 kl 19:30 - 11.sýn UFös 14/11 kl 19:30 - 12.sýn ULau 15/11 kl 19:30 - 13.sýn Ö

Fim 20/11 kl 19:30 - 14.sýn UFös 21/11 kl 19:30 - 15.sýn ULau 22/11 kl 19:30 - 16.sýn UFim 27/11 kl 19:30 - 17.sýn Fös 28/11 kl 19:30 - 18.sýnLau 29/11 kl 19:30 - 19.sýn

U U UUU

U

UU

UUUUUU

öö

ö

Mið 19/11 kl 19:30 – aukas.

Sun 19/10 kl 14 - ÖSun 26/10 kl 14 - Ö

öö

Sun 26/10 kl 20 - Frums. ULau 1/11 kl 17 - 2.sýn. ÖSun 2/11 kl 20 - 3.sýn. ÖLau 15/11 kl 17 - 4. sýn. ÖSun 16/11 kl 20 - 5.sýn. Öö

öööU

Lína Langsokkur – HHHH – S.J. fbl.

Lína langsokkur (Stóra sviðið)Lau 18/10 kl. 13:00 15.k. Sun 2/11 kl. 13:00 20.k. Sun 30/11 kl. 13:00 26.k.

Lau 18/10 kl. 16:30 Aukas. Lau 8/11 kl. 13:00 Aukas. Lau 6/12 kl. 13:00 27.k.

Sun 19/10 kl. 13:00 16.k. Lau 8/11 kl. 16:00 Aukas. Sun 7/12 kl. 13:00 28.k.

Sun 19/10 kl. 16:30 Aukas. Sun 9/11 kl. 13:00 21.k. Lau 13/12 kl. 13:00 29.k.

Lau 25/10 kl. 13:00 17.k. Lau 15/11 kl. 13:00 22.k. Sun 14/12 kl. 13:00 30.k.

Lau 25/10 kl. 16:30 18.k. Sun 16/11 kl. 13:00 Aukas. Lau 20/12 kl. 13:00 Aukas.

Sun 26/10 kl. 13:00 19.k. Lau 22/11 kl. 13:00 23.k. Sun 21/12 kl. 13:00 31.k.

Sun 26/10 kl. 16:30 Aukas. Sun 23/11 kl. 13:00 24.k.

Lau 1/11 kl. 13:00 Aukas. Lau 29/11 kl. 13:00 25.k.

Sterkasta stelpa í heimi á Stóra sviði Borgarleikhússins!

Bláskjár (Litla sviðið)Sun 19/10 kl. 20:00 7.k. Sun 9/11 kl. 20:30 8.k. Mið 12/11 kl. 20:30 9.k.

Nýtt íslenskt verk eftir ungskáldið Tyrfing Tyrfingsson. Aðeins þessar sýningar!

Gullna hliðið (Stóra sviðið)Fös 17/10 kl. 20:00 9.k. Fös 24/10 kl. 20:00 10.k.

Vinsæl verðlaunasýning frá Leikfélagi Akureyrar

Kenneth Máni (Litla sviðið)Mið 22/10 kl. 20:00 aukas. Fös 31/10 kl. 20:00 16.k. Lau 15/11 kl. 20:00 23.k.

Fim 23/10 kl. 20:00 11.k. Lau 1/11 kl. 20:00 17.k. Fös 21/11 kl. 20:00Fös 24/10 kl. 20:00 12.k. Fim 6/11 kl. 20:00 18.k. Lau 22/11 kl. 20:00Lau 25/10 kl. 20:00 13.k. Fös 7/11 kl. 20:00 19.k. Sun 23/11 kl. 20:00Sun 26/10 kl. 20:00 14.k. Lau 8/11 kl. 20:00 20.k. Lau 29/11 kl. 20:00Mið 29/10 kl. 20:00 Aukas. Fim 13/11 kl. 20:00 21.k.

Fim 30/10 kl. 20:00 15.k. Fös 14/11 kl. 20:00 22.k.

Sýningar í Hofi Akureyri 17. október kl. 19 22

Gaukar (Nýja sviðið)Fös 17/10 kl. 20:00 7.k. Fös 31/10 kl. 20:00 11.k. Fös 14/11 kl. 20:00 14.k.

Lau 18/10 kl. 20:00 8.k. Lau 1/11 kl. 20:00 12.k. Fim 20/11 kl. 20:00Fim 23/10 kl. 20:00 9.k. Fim 6/11 kl. 20:00 Sun 30/11 kl. 20:00Sun 26/10 kl. 20:00 10.k. Sun 9/11 kl. 20:00 13.k.

Grátbroslegt verk um karlmenn, tilfinningar og sparakstur

78 menning Helgin 17.-19. október 2014

Page 79: 17 10 2014

Dásamleg perla ef t ir verðl aunahöfunD

www.forlagid.is | Bókabúð Forlagsins | F iskislóð 39

Page 80: 17 10 2014

Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is

mánudaginn 20. október, kl. 18 í Gallerí Fold, á Rauðarárstíg

Sölvi Helgason

Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna.

Verkin verða sýnd í dag, föstudag kl. 10–18, laugardag kl. 11–17,sunnudag kl. 12–17, mánudag kl. 10–17

Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is

Listmunauppboðí Gallerí Fold

afmælishátíð listasafn íslands 130 ára

Fjölskyldudagur á stórafmæli Listasafnsinsl istasafn Íslands fagnar 130 ára

afmæli í ár og efnir til afmæl-ishátíðar með fjölbreyttri dagskrá sem mun standa út árið. Í tilefni afmælisins býður Listasafn Ís-lands allri þjóðinni ókeypis aðgang í safnið nú um helgina, fram á sunnudaginn 19. október. Boðið verður upp á leiðsögn við allra hæfi og afmælisveislu á sérstökum fjöl-skyldudegi á morgun, laugardag.

Listasafn Íslands á að baki merka sögu en það var stofnað í Kaupmannahöfn árið 1884 af Birni

Bjarnarsyni lögfræðingi og stór-huga listunnanda. Verk safnsins voru til sýnis í Alþingishúsinu frá 1885 til 1950 þegar það fluttist í safnahúsið við Suðurgötu sem það deildi með Þjóðminjasafni Íslands. Árið 1987 fluttist safnið að Frí-kirkjuvegi 7. Aðalbygging safnsins var reist sem íshús árið 1916 eftir uppdráttum Guðjóns Samúelsson-ar en nýbyggingin er verk Garðars Halldórssonar, húsameistara ríkis-ins. Listasafn Íslands á merkasta safn íslenskra verka hér á landi

eftir alla helstu myndlistarmenn þjóðarinnar, að því er fram kemur í tilkynningu, um 10.000 verk og rúmast því aðeins hluti hennar í núverandi salarkynnum.

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra opnaði Vasulka-stofu í gær, fimmtudag, á formlegum afmælisdegi safnsins. Um leið gaf safnið út bók um Va-sulka-hjónin sem er fyrsta íslenska útgáfan um verk þeirra. Steina og Woody Vasulka voru viðstödd opn-unina ásamt Ólafi Ragnari Gríms-

syni, forseta Íslands. Á morgun, laugardag, verður

haldið upp á afmælið á sérstökum fjölskyldudegi í safninu. Boðið verður upp á afmælisköku og fjöl-breytta viðburði sem skipulagðir eru með samveru fjölskyldunnar í huga. Leiðsögn verður um lista-verk og leiðangur um safnið, innlit í listaverkageymslu og mynd-listargetraun fyrir unga sem aldna. Vegleg verðlaun verða í boði. Um leið verður umbreytt fræðslu- og upplifunarrými afhjúpað í kjallara

safnsins. Björk Viggósdóttir er hugmyndasmiður rýmisins, en einnig gefur að líta vídeó-portrett Snorra Ásmundssonar sem tekin eru af gestum safnsins. - jh

Listasafn Ísland fagnar 130 ára afmæli.

E ftir því sem hitastigið lækkar fjölgar ástæðunum fyrir því að sitja inni í hlýj-

unni og lesa bók. Barnabókaútgáfa hefur tekið vel við sér á undan-förnum vikum. Þar á meðal leynist ljóðabók um hval, spennubók um stelpu sem talar dýramál, múmín-bók í bundnu máli og bók um lítið skrímsli sem eignast kött. Það er óhætt að segja að yngsta kyn-slóðin hafi úr mörgu að velja þetta haustið.

Erla Hlynsdóttir

[email protected]

Hulda Vala dýravinur – Spæjarar

Þetta er fjórða bókin um Huldu Völu sem á sér það leyndarmál að geta talað við dýrin. Hún og dýrin bregða sér hér í hlut-verk spæjara til að handsama þjóf. Þau komast fljótt að því að þjófurinn er bæði ferfættur og loðinn en það verður heljar verkefni að handsama hann.

Hvað gerðist þá?Múmínbókin „Hvað gerðist þá?“ er nú endurútgefin í tilefni af 100 ára fæðingarafmælis Tove

Janson, skapara múmínálfanna. Bókin er í bundnu máli, þar fylgjum við múmínsnáðanum sem leggur í leiðangur að sækja mjólk í krús og lendir í ýmsum ævintýrum.

Örleifur og hvalurinnKvæðið um Örleif og hvalinn er eitt af vinsælustu barnaljóðum pólska skáldsins Julians Tuwim. Hér birtist það íslenskum les-endum í fyrsta sinn með sígild-um myndum Bohdan Budenko í þýðingu Þórarins Eldjárn.

Litróf dýrannaÍ þessari fallegu bók er fjallað um litina með aðstoð skraut-legra dýra frá öllum heimshorn-um og þeir sem leita vel finna kamelljón nánast á hverri síðu. Verðlaunahöfundurinn Halldór Á. Elvarsson teiknar myndir og skrifar texta.

Óliver Máni og drekavandræðinÓliver Máni er nemandi í Galdraskólanum og er sérstök Galdrahátíð á næsta leiti. Hann er afar spenntur fyrir því að taka þátt í skrúðgöngunni og fær gæludrekann sér til hjálpar,

Bækur fyrir yngstu kynslóðina

80 menning Helgin 17.-19. október 2014

Page 81: 17 10 2014

eftir georgeS bizet

www.opera.is

2. sýning 25. október kl. 203. sýning 1. nóvember kl. 204. sýning 8. nóvember kl. 20

Frumsýning annað kvöld! Lýsing: Páll RagnarssonLeikmynd og búningar: Þórunn S. ÞorgrímsdóttirHljómsveitarstjóri: Guðmundur Óli GunnarssonLeikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir

Jóhann Friðgeir Valdimarsson Helga Rós IndriðadóttirKristinn SigmundssonOddur Arnþór JónssonHanna Dóra SturludóttirGuðjón ÓskarssonViðar GunnarssonErla Björg KáradóttirHallveig Rúnarsdóttir

Miðasala í Hörpu og á harpa.is

Miðasölusími 528 5050

eftirGiuseppe

Verdi

leikhús lífið frumsýnt í tjarnarbíói

Óvenjuleg leikhúsupplifun fyrir alla aldurshópaLeiksýningin Lífið verður frum-

sýnd í Tjarnarbíói á morgun, laugar-dag. Sýningin fjallar um sköpunar-kraftinn, vináttu og hringrás lífsins, þar sem unnið er með mold. Það er leikhúsið 10 fingur sem stendur að sýningunni en það setti upp Skrímslið litla systir mín sem hlaut Grímuverðlaunin sem besta barna-sýning ársins 2012.

Sýningin er unnin á sama hátt og Skrímslið litla systir mín – með óvenjulegri aðferð þar sem sagan í verkinu fær að kvikna út úr efniviðn-

um sem notaður er í sýningunni. Að baki er þriggja mánaða spunavinna og útkoman er óvenjuleg leikhús-upplifun fyrir börn og fullorðna, að því er segir í tilkynningu.

Charlotte Böving er leikstjóri sýningarinnar, Helga Arnalds hann-ar myndræna hlið verksins og leik-arar eru Sólveig Guðmundsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson. Þau fjögur eru höfundar verksins. Mar-grét Kristín Blöndal semur tónlist og lýsingu hannar Björn Bergsteinn Guðmundsson.

Sveinn Ólafur Gunnarsson og Sólveig Guðmundsdóttir leika aðalhlutverkin í Lífinu í Tjarnarbíói.

Það er fríður hópur listafólks

sem stendur að baki sýningunni.

en þá lenda þeir í heilmiklum vandræðum.

SkrímslakisiSkrímslakisi er áttunda bókin í þessum vinsæla bókaflokki um litla og stóra skrímslið. Að þessu sinni eignast litla skrímslið ógurlega sætan og mjúkan kettling en dag einn hverfur skrímslakisi og finnst hvergi. Bók sem allir aðdá-endur skrímslanna verða að eignast.

Fuglaþrufl og naflakraflLjóðabækur Þórarins Eldjárns með myndum eftir Sigrúnu Eldjárn hafa glatt íslensk börn í ríflega tvo áratugi. Hér er á ferðinni bók með 21 nýju ljóði, ljóð um allt milli himins og jarðar; fugla, hesta, sjóræn-ingja og dreka – að ógleymdu naflakuskinu sem loks fær sinn sess í ljóði.

Stafróf dýrannaÞessi sívinsæla bók hefur verið endurprentuð í þriðja skipti og nú fylgir plakat með bókinni. Hér kynnir verðlaunahöf-undurinn Halldór Á. Elvarsson stafina fyrir börnum með hjálp dýra úr öllum heimshornum og léttum fróðleik um dýrin er fléttað saman við fyrstu skrefin í lestrarnámi.

Freyja Dísa sem vildi bara dansa og dansaBirgitta Sif sló eftirminnilega í gegn með bókinni um Ólíver á síðasta ári. Bókin um Freyju Dís er ekki síðri en stúlkan sú elskar að dansa, en bara þegar enginn sér til. Fallegar og margslungnar myndir Birgittu gera þessa bók að eigulegu listaverki.

menning 81 Helgin 17.-19. október 2014

Page 82: 17 10 2014

18 rauðar rósir eru 8 áraÝmis tilboð á gjafavöru og íslenskum rósum út október

Verið velkomin

Hamraborg 3 • Sími: 554 4818 • [email protected] • www.facebook.com/18raudarrosir

Verið velkomin

www.facebook.com/18raudarrosir

Verið velkominVerið velkomin

L ilja Birgisdóttir opnar sýninguna 40-42 gráður/40-42 degrees í Gallerí Listamenn um helgina. Þetta er fyrsta

einkasýning Lilju en hún lærði myndlist og ljósmyndun í Listaháskóla Íslands og Royal Academy of Arts í Den Haag. Lilja hefur tek-ið þátt í fjölda samsýninga á undanförnum árum og vakti hljóðgjörningur hennar, „The Vessel Orchestra“, mikla athygli sem opn-unaratriði Listahátíðar í Reykjavík árið 2013.

Á sýningunni í Gallerí Listamönnum veltir Lilja fyrir sér minnimáttarkennd mannsins gagnvart náttúrunni og þörf hans til að vera jafn góður eða jafnvel betri en hún. „Við hreykjum okkur af náttúrunni út á við en það er eins og það sé snefill af einhverri afbrýðisemi í okkur líka því við erum svo léleg í eðli okkar og löt að við munum aldrei ná þessari fullkomnun. Við tökum styttri leiðina og reynum að herma

eftir henni,“ segir Lilja sem gerir einmitt tilraun til þess á sýningunni, sem hún segir auðvitað dæmda til að mistakast. „Þegar ég vann þessa sýningu má segja að hún hafi orðið til í sunnudagsbíltúr við Þingvelli þegar það birtist mér fallegasti tvöfaldi regnbogi sem ég hef séð og ég snarstoppaði bílinn. Ég reyndi að grípa fegurðina og tók upp myndavélina til þess að eigna mér litadýrðina. Kaldhæðni örlag-anna var sú að ég var bara með svarthvíta filmu á mér. Framhaldið er svo hægt að sjá á sýningunni.“

Sýningin 40-42 gráður/40-42 degrees verður opnuð í Gallerí Listamenn, Skúla-götu 32-34, í dag, föstudaginn 17. október, klukkan 17.

Halla Harðardóttir

[email protected]

myndList Fyrsta einkasýning LiLju Birgisdóttur

Minnimáttarkend gagnvart náttúrunniLilja Birgisdóttir reynir að herma eftir stórfengleika náttúrunnar í sinni fyrstu einkasýningu, þó svo að tilraunin sé dæmd til að mistakast. Kveikjan að sýningunni er tvöfaldur regnbogi sem listakonan sá í sunnudagsbíltúr við Þingvelli.

Lilja Birgisdóttir, sem vinnur jafnt í myndlist og hljóðlist, hefur tekið þátt í fjölda samsýninga en opnar nú sína fyrstu einkasýningu í Gallerí Listamönnum.

Fjörefni úr frystinum

Fæst í verslunum Bónus

498KRÓNUR

Frumsýning!

Lau. 18. okt kl . 14.00

Sun. 19. okt . kl . 14.00

Sun. 26. okt . kl . 13.00

Sun. 2. nóv kl . 13.00

Lau. 8. nóv. kl . 14.00

Sun. 9. nóv kl . 13.00

Fyrir börn

frá 4ra

ti l 12 ára

VAKANDI!VERTU

blattafram.is VERNDARI BARNA Í 10 ÁR

60% þolenda segja ekki frá kynferðislegu ofbeldi á þeim tíma sem það á sér stað eða fljótlega á eftir.

82 menning Helgin 17.-19. október 2014

Page 83: 17 10 2014

50” gæði á frábæru verði50” LED 3D SJÓNVARP - KDL50W828

• Full HD 1920 x1080 punkta upplausn• Motionflow XR 800Hz myndvinnslukerfi• Nettengjanlegt og innbyggt WiFi

Tilboð 224.990.- Verð áður 249.990.-

Örþunnt og flott 32” SJÓNVARP - KDL32R435

• HD Ready 1366x768 punkta upplausn• 100Hz X-Reality myndvinnslukerfi• Multimedia HD Link

Tilboð 87.990.- Verð áður 109.990.-

Glæsileg hönnun 40” LED SJÓNVARP - KDL40W605

• Full HD 1920x1080 punkta upplausn• 200Hz X-Reality myndvinnslukerfi• Nettengjanlegt og innbyggt WiFi

Tilboð 127.990.- Verð áður 159.990.-

60” risi á flottu verði60” LED SJÓNVARP - KDL60W605

• Full HD 1920x1080 punkta upplausn• 200Hz X-Reality myndvinnslukerfi• Nettengjanlegt og innbyggt WiFi

Tilboð 319.990.- Verð áður 399.990.-

Tær snilld55” LED 3D SJÓNVARP - KDL55W955

• Full HD 1920x1080 punkta upplausn• 800Hz X-Reality myndvinnslukerfi• Nettengjanlegt og innbyggt WiFi

Tilboð 375.990.- Verð áður 469.990.-

Fullkomin gæði 49” LED 3D SJÓNVARP - KD49X8505

• 4K (3840x2160) Ultra HD upplausn• 200Hz X-Reality myndvinnslukerfi• Triluminos skjár og þrívíddarafspilun

Tilboð 382.490.- Verð áður 449.990.-

Einstök fjórföld háskerpa55” LED 3D SJÓNVARP - KD55X8505

• 4K (3840x2160) Ultra HD upplausn• 200Hz X-Reality myndvinnslukerfi• Triluminos skjár og þrívíddarafspilun

Tilboð 479.990.- Verð áður 599.990.-

Stórkostleg myndgæði 42” LED 3D SJÓNVARP - KDL42W828

• Full HD 1920x1080 punkta upplausn• 400Hz X-Reality myndvinnslukerfi• Nettengjanlegt og innbyggt WiFi

Tilboð 175.990.- Verð áður 199.990.-

Magnað verð48” LED 3D SJÓNVARP - KDL48W605

• Full HD 1920x1080 punkta upplausn• 200Hz X-Reality myndvinnslukerfi• Nettengjanlegt og innbyggt WiFi

Tilboð 175.990.- Verð áður 199.990.-

Sony Center Verslun Nýherja Borgartúni569 7700

Sony Center Verslun Nýherja Kaupangi Akureyri 569 7645

12 MÁNAÐA VAXTALAUS LÁN VISA*

*3,5% lántökugjald og 340 kr. færslugjald á hvern gjalddaga.

5 ÁRA ÁBYRGÐ FYLGIR ÖLLUM SJÓNVÖRPUM

Húrra!Sony lækkar verð

Gerið verð- og gæðasamanburð

Tilboð32” 87.990.-

Tilboð40” 127.990.-

Tilboð60” 319.990.-

Tilboð55” 375.990.-

Tilboð49” 382.490.-

Tilboð55” 479.990.-

Tilboð42” 175.990.-

Tilboð48” 175.990.-

Page 84: 17 10 2014

Í takt við tÍmann við tÍmann anna Gréta Oddsdóttir

Er að verða of gömul til að fara á b5Anna Gréta Oddsdóttir er 25 ára og ólst upp í Fossvoginum. Hún lauk BS-námi í sál-fræði við HÍ og hefur starfað sem blaðamaður á Séð & heyrt síðasta árið. Anna Gréta er að læra að verða jógakennari og elskar bandarísku Office-þættina.

StaðalbúnaðurFatastíllinn minn er frekar ein-faldur. Ég er yfirleitt í svörtum gallabuxum og para eitthvað í öðrum lit að ofan, stutt-ermaboli, skyrtur eða eitthvað þvíumlíkt. Ég geng svo oftast í ökklastígvélum við. Ég kaupi föt í útlöndum en hér heima í Zöru, Topshop og Corner.

HugbúnaðurÉg stunda jóga og er að læra að verða jógakennari. Ég er ást-fangin af öllu sem viðkemur jóga og finnst það hrikalega gaman. Ég held meira að segja að það sé hægt að samræma sálfræðina og jóga. Ég hef verið í hestamennsku frá því ég man eftir mér með pabba mínum. Því miður hef ég ekki haft mikinn tíma til að sinna hesta-mennskunni undanfarið en ég reyni að fara sem oftast. Ég get horft endalaust á bandarísku

Office-þættina og síðan horfi ég stundum á Modern Family. Ég skammast mín fyrir að segja að ég fari á b5, ég er nefnilega að verða of gömul til að vera þar. Þess vegna er ég byrjuð að kíkja líka á Kaffibarinn. Og Danska, mér finnst gaman að syngja þó ég sé ekki góð söng-kona. Á barnum panta ég mér gin & tónik eða Crabbies engi-ferbjór, ef hann er til.

VélbúnaðurÉg á bæði iPhone 5 og iPad en það er brotinn skjárinn á þeim báðum. Ég þarf að fara að gera eitthvað í þeim málum. Svo var fartölvan mín að krassa þannig að ég ætla að kaupa mér Macbook Pro. Ég nota bara þessi helstu öpp í sím-anum; Snapchat, Instagram og Facebook. Svo er ég líka með jóga-app sem hjálpar mér að velja rútínur.

AukabúnaðurMér finnst rosa gaman að borða góðan mat, ég elska að borða. Mig langar að vera góð í að elda og er að reyna en það gengur ekki nógu vel. Ég er ekki með mjög frjótt ímyndunarafl og það vill stranda á því. Á virkum dögum borða ég oft á Fresco á Suðurlandsbraut, starfsfólkið er farið að þekkja mig þar. Svo finnst mér rosalega gaman að fara á Austur-Indíafjelagið. Ég keyri um á Toyotu Corollu, hvítu 2002 módeli sem virkar vel og hefur reynst mér vel. Uppáhaldsstaðurinn minn er Siglufjörður, þar á ég marga ættingja og hef dvalist mikið. Svo verð ég líka að nefna sveit-ina hjá pabba mínum, Búgarða-byggð, rétt fyrir utan Selfoss.

Vinsæli formfix púðinn sem er fyrir meðgönguna, brjóstagjöfina og hægt að breyta í ömmustól.

Okkar sívin-sæli Boob Warmer meðgöngu- og brjóstagjafapeysa með flísefni fyrir barminn til að halda hita á brjóst-unum peysan er úr lífrænum bómull.Boob warmer.Margir litir.

Frábært burðarsjal fyrir börn frá fæðingu og upp í 18 kíló, margir litir.Fair trade og úr lífrænni bómull

www.tvolif.is

Tvö Líf fyrir verðandi foreldra og krílin þeirra

Vinsælu dúkku-dulurnar sem verða besti vinur barnsins.Fair trade og úr lífrænum bómull. Margir litir. Verð 3.990,-

Opið 11-18 virka daga, 12-17 laugardaga.Holtasmára 1, 201 Kópavogi, S. 517-8500

 facebook.com/barnshafandi

PlötuhOrn hannesar

Diskó BerlínNý dönsk

Ferskt gáfumannapoppDiskó Berlín er 18. plata Ný danskra ef allt er talið á 27 ára ferli sveitarinnar. Sveitin hefur fyrir lifandi löngu sannað sig sem ein besta íslenska popp-sveitin og á undanförnum árum hafa plöturnar þeirra einkennst af því sem í mínum bókum kall-ast gáfumannapopp. Það sem mér finnst einkenna Diskó Berlín er að allur hljóðfæraleikur er litaður einhverskonar unggæð-ingsblæ, sem er frábært. Meðlimir sveitarinnar eru greinilega óhræddir við að prófa ýmsa hluti, sem er vel.Eflaust eru margir aðdá-endur sveitarinnar ennþá að bíða eftir nýju Horfðu til himins eða Nostrada-mus, en platan er góð poppplata með skemmti-legum textum sem allir aðdáendur sveitarinnar ættu að hafa gaman af.Bestu lögin eru Upp-vakningar, Stafrófsröð og Dagdraumaregn.

Brighter DaysFM Belfast

Fleiri bjartari dagaÉg sá FM Belfast eitt sinn á tónleikum og skemmti mér konunglega. Gríðarlega hressandi hljómsveit sem hefur gaman af því sem hún er að gera og smitar út frá sér mikilli gleði og erfitt annað en að hrífast með. Ég hugsaði mér gott til glóðarinnar þegar ég settist niður með nýjustu skífu sveitarinnar Brighter Days. Platan byrjar á hinu bráðskemmtilega titillagi og maður fer ósjálfrátt að dilla sér. Platan líður í gegn og fyrr en varir er hún búin. Það er mikil stemning á plötunni, en þó finnst mér vanta fleiri lög í sama styrkleikaflokki og titillagið. Ég efast samt ekki um að lögin öðlist annað líf á tónleikum sveitarinnar. Bestu lögin eru Brighter Days, Holiday og Gold.

MannabörnTómas R. Einarsson

Hugljúft og seiðandiÁ plötunni Mannabörn er það sönghópurinn Við tjörnina ásamt Sigríði Thorlacius sem flytja lög Tómasar R. Einarssonar í útsetningum Gunnars Gunnarssonar. Lög Tómasar eru frábær fyrir þessa tegund útsetninga og hefur Gunnar fært þau í mjög skemmtilegan búning. Textar plötunnar eru í miklu hlutverki og verð ég að segja að Tómas mætti gera meira af því að semja texta, því þeir sem hann semur eru mjög skemmtilegir og fallegir. Platan er mjög þægileg og enginn vandi að renna henni aftur og aftur. Bestu lögin eru Stolin stef, Land þjóð og tunga, og

Vorregn í Njarðvíkum.

Hannes Friðbjarnarson

[email protected]

Ljós

myn

d/H

ari

84 dægurmál Helgin 17.-19. október 2014

Page 85: 17 10 2014

Miðasala er á Miði.is og í síma 540 9800. Skráðu þig á póstlistann okkar á jolagestir.is.*Skráning í Jólastjörnuna stendur yfir til miðnættis 22. október.

STÓRSVEIT JÓLAGESTA UNDIR STJÓRN ÞÓRIS BALDURSSONARREYKJAVIK SESSION ORCHESTRA UNDIR STJÓRN ROLAND HARTWELL · KARLAKÓRINN ÞRESTIR UNDIR STJÓRN JÓNS KRISTINS CORTEZ

GOSPELKÓR ÓSKARS EINARSSONAR · BARNAKÓR KÁRSNESSKÓLA UNDIR STJÓRN ELÍNAR HALLDÓRSDÓTTUR HANDRIT BJÖRN G. BJÖRNSSON LEIKSTJÓRN GUNNAR HELGASON

STÓRSVEIT JÓLAGESTA UNDIR STJÓRN ÞÓRIS BALDURSSONARREYKJAVIK SESSION ORCHESTRA UNDIR STJÓRN ROLAND HARTWELL · KARLAKÓRINN ÞRESTIR UNDIR STJÓRN JÓNS KRISTINS CORTEZ

GOSPELKÓR ÓSKARS EINARSSONAR · BARNAKÓR KÁRSNESSKÓLA UNDIR STJÓRN ELÍNAR HALLDÓRSDÓTTUR HANDRIT BJÖRN G. BJÖRNSSON LEIKSTJÓRN GUNNAR HELGASON

BJÖRGVIN HALLDÓRSSON · BJARTEY OG GÍGJA ÚR YLJU · EIVØR · EYÞÓR INGI · GISSUR PÁLLJÓHANNA GUÐRÚN · JÓN JÓNSSON · PÁLL RÓSINKRANZ · RAGGA GRÖNDAL · SVALA

Góa og FjarÐarkaup kynna meÐ stolti

BJÖRGVIN HALLDÓRSSON · BJARTEY OG GÍGJA ÚR YLJU · EIVØR · EYÞÓR INGI · GISSUR PÁLLJÓHANNA GUÐRÚN · JÓN JÓNSSON · PÁLL RÓSINKRANZ · RAGGA GRÖNDAL · SVALA

MIÐASALA HEFST23. OKTÓBER KL. 10.00

MIÐASALA HEFST23. OKTÓBER KL. 10.00

6dagarí miðasölu!

Góa og FjarÐarkaup kynna meÐ stolti

PÓSTLISTAFORSALA FER FRAM DAGINN ÁðURPÓSTLISTAFORSALA FER FRAM DAGINN ÁðUR

FYLGSTU MEÐ Á ÍSLANDI Í DAG Á STÖÐ 2

SKRÁNING ER HAFIN Á

VÍSIR.IS/JOLASTJARNAN*

SÖNGKEPPNI FYRIR 16 ÁRA OG YNGRI! HVAÐA LAG VILTU HEYRA?TAKTU ÞÁTT Í AÐ VELJA LÖG FYRIR JÓLAGESTI.EF ÞÍN TILLAGA VERÐUR VALIN ÁTTUMÖGULEIKA Á AÐ VINNA MIÐA Á TÓNLEIKANA!FYLGSTU MEÐ Á BYLGJUNNIOG SKRÁÐU ÞIG TIL LEIKS Á BYLGJAN.IS.

Page 86: 17 10 2014

LeikList Íris HóLm Hjá LeikféLagi mosfeLLsbæjar

Hlutverkið fullkomið fyrir migs öngkonunni Írisi Hólm er

margt til lista lagt. Hún stendur nú á leiksviði í fyrsta sinn í uppfærslu Leikfélags Mosfellsbæjar á ævintýrinu um Ronju Ræningjadóttur. „Ég hafði alltaf viljað taka þátt í leikfélaginu hér í heimabænum mínum,“ segir Íris. „Ég var svo í heimsókn hjá Agnesi Wild leikstjóra og hún sagði mér að hún ætlaði að setja Ronju á svið og ég sagði henni að mig hefði alltaf langað til þess að leika hlutverk Lovísu, mömmu

Ronju. Hún tók mig bara á orð-inu og það var ákveðið. Lovísa er ekkert ósvipuð mér, fyrir-ferðarmikil frekja,“ segir Íris. „Svo er skemmtileg tilviljun að maðurinn minn heitir Matthías, eins og maður Lovísu, svo ég fæ mikla útrás á sviðinu og er rólegri heima fyrir,“ segir Íris.

„Þetta hefur gengið alveg rosalega vel og mjög gaman að taka þátt í þessu. Ég er allavega komin til að vera hjá Leikfélagi Mosó, mig langar að leika meira,“ segir Íris. „Það er ýmis-

legt fram undan í söngnum, en ekkert sem hægt er að tala um strax. Ég finn það að hlutverk í leikhúsi á eftir að hjálpa mér mikið þegar kemur að söngn-um og framkomu og slíkt,“ segir Íris Hólm sem nýtur sín á sviðinu.

Ronja Ræningjadóttir er sýnd alla sunnudaga í leikfélagi Mos-fellsbæjar.

-hf

Íris Hólm leikur Lovísu, mömmu Ronju Ræningja-

dóttur.

V ið byrjuðum á því í vor að vera með kosningu á vef Ríkisútvarpsins, þar sem allir landsmenn gátu kosið sín

uppáhalds lög frá hverjum áratug. Frá árinu 1944 til dagsins í dag. Þátttakan var frábær og greinilegt að margir hafa sterka skoð-un á því hvaða lög eru í uppáhaldi,“ segir Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir. „Það var auðveldara að velja úr elstu lögunum en svo varð þetta erfiðara og erfiðara.“

Var ekki erfitt að sjá kannski lög sem þið höfðuð í uppáhaldi ekki komast inn á listann?

„Auðvitað vantar alltaf einhverja gull-mola. Fjöldinn af góðum íslenskum lögum er bara svo svakalegur að annað væri ekki hægt, það kemst bara ekki allt að, því miður. Svo komumst lög inn sem maður sjálfur hefur enga tengingu við, sem er líka skiljan-legt. Listinn er mjög fjölbreyttur.“

Saga laganna sögðÍ þættinum eru 5 lög flutt af hljómsveit

og rjómanum af íslenskum söngvurum og söngkonum, en Jón Ólafsson útsetur lögin af sinni alkunnu snilld. „Ég held að það verði gaman að heyra þessi lög flutt af öðrum söngvurum en þeim sem fluttu þau, og sum þeirra í skemmtilegum útsetningum sem ekki hafa heyrst áður. Sum sem koma mjög á óvart,“ segir Ragnhildur. „Við segjum líka sögu laganna og þeirra sem flytja þau, erum búin að tala við marga höfunda sem og börn þeirra sem fallnir eru frá. Rifjum upp gamlar sögur og fréttir úr blöðum og sjón-varpsþáttum,“ bætir hún við.

„Undirbúningur þáttanna hefur verið mjög skemmtilegur og maður hefur rekist á margar skrýtnar sögur og skemmtilegar fréttir. Í dag rakst ég t.d á gamla frétt frá 1982 þar sem fjallað var um æðið sem greip um sig á Íslandi þegar fótanuddtæki komu til landsins. Radíóbúðin seldi svo mikið af tækjunum að um tíma tók því ekki að stilla tækjunum uppí versluninni og voru þau seld úr fjörutíu feta gámi úti á stétt. Svo rekst maður á skemmtilegar staðreyndir eins og að hversu afkastamiklar sumar íslenskar hljómsveitir voru á þessum tíma. Purrkur Pillnikk starfaði t.d bara í eitt og hálft ár en gaf út 5 plötur!

VIP-passi með launaumslaginuÞað er nóg að gera þessa dagana því

meðfram Óskalögum Þjóðarinnar ritstýrir Ragnhildur Steinunn nýjum þætti á RÚV sem heitir Hæpið og einnig er hún að hefja upptökur á fjórðu seríu Ísþjóðarinnar þar sem ungu áhugaverðu fólki er fylgt eftir. „Það er bara svo skemmtilegt að fást við öll þessi verkefni að manni finnst maður varla vera í vinnunni, þetta er meira eins og áhugamál. Og það að undirbúa Óskalög Þjóðarinnar er eins og eitt gott nostalgíu-partí. Svo er ég líka algjör Nýdanskra aðdá-

andi þannig að fá að vinna með Jóni Ólafs er eins og að fá VIP-passa með launaumslaginu um hver mánaðarmót.“

Hvernig gengur að koma þessu öllu heim og saman?

„Ég er algjört excel skjal þegar kemur að skipulagningu enda mörg verkefni sem þarf að sinna á hverjum degi. Ég var líka svo heppin að fá bestu dagmömmuna í Vestur-bænum, hana Þórunni, til að gæta sonar okkar sem er nýorðinn eins árs þannig að ég get sinnt vinnunni áhyggjulaus þar til vinnu-deginum lýkur. Ef dagarnir lengjast bjargar pabbinn alltaf málunum og þó ég segi sjálf frá þá held ég að við stöndum okkur nokkuð vel miðað við að hafa litla aðstoð í kringum okkur,“ segir Ragnhildur.

Þættirnir verða 8 talsins. Einn þáttur fyrir hvern áratug og eftir hvern þátt verður hægt að kjósa sitt uppáhald í hverjum þætti fyrir sig. Þann 6. desember verður svo loka-þáttur í beinni útsendingu þar sem eitt lag frá hverjum áratug verður flutt og óskalag þjóðarinnar afhjúpað.

Átt þú þitt uppáhalds lag? „Ég get ómögulega svarað því. Það er svo

ótrúlega mikið til af fallegum og flottum lögum,“ segir Ragnhildur.

Þátturinn Óskalög þjóðarinnar hefst á morgun, laugardag, í Ríkissjónvarpinu og söngvararnir sem syngja í fyrsta þættinum eru þau Ágústa Eva, Björn Jörundur, Eyþór Ingi, Lay Low og Sigga Eyrún.

Hannes Friðbjarnarson

[email protected]

sjónVarp ragnHiLdur steinunn stýrir óskaLögum þjóðarinnar á rÚV

Hef svo mikið að gera að ég er orðin að excel-skjaliSkemmtiþátturinn Óskalög þjóðarinnar hefst á laugardaginn á RÚV. Þættirnir eru tónlistar-þættir þar sem farið verður yfir uppáhaldslög landsmanna síðustu sjö áratugi. Umsjónarmenn þáttarins verða þau Jón Ólafsson tónlistarmaður og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, sem er nýkomin á skjáinn aftur eftir fæðingarorlof, en hún og maður hennar Haukur Ingi Guðnason eignuðust sitt annað barn fyrir ári. Fyrir eiga þau fjögurra ára dóttur.

Ég er algjört excel skjal þegar kemur að skipulagningu enda mörg verkefni sem þarf að sinna á hverjum degi, segir Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir.

Purrkur Pillnikk starfaði t.d bara í eitt og hálft ár en gaf út 5 plötur!

Valli sport í ChileUmboðsmaðurinn Valgeir Magnússon, betur þekktur sem Valli sport, hefur dvalið í Chile undanfarið. Þar er hann í góðu yfirlæti hjá söngkonunni Heru Björk Þórhallsdóttur sem þangað flutti með fjölskyldu sinni fyrr á árinu. Eins og kunnugt er sigraði Hera Björk í söngvakeppninni Viña Del Mar Festi va þar í landi í fyrra. Sigurinn opnaði henni ýmsa möguleika í tón-listarbransanum sem Hera er staðráðin í að nýta sér. Þau Valli og Hera leggja nú á ráðin um næstu skref og verður forvitnilegt að sjá hvernig til tekst hjá þeim á nýjum vettvangi.

Auðnuspor í SalnumAuðnuspor með þér nefnast tónleikar sem leikararnir Kristjana Skúladóttir og Þór Breiðfjörð halda í Salnum Kópavogi á morgun, laugardag, klukkan 20. Þau ætla að flytja sönglög og frásagnir sem á ein-hvern hátt tengjast foreldrum og börnum. „Við ætlum t.d. að fjalla um hvernig það var að vera foreldri í fátæktinni á Íslandi fyrr á öldum eða hvernig það var að vera unglingur fyrir 2500 árum. Svo erum við að prófa að koma fyrir í einum stuttum söngtexta öllu sem nútímamóðirin þarf að segja á einum sólahring. Þetta verður bæði fróðleikur og fúlasta alvara, en líka grín og gaman,“ segir Kristjana. Þó umfjöllunarefnið séu börn og foreldrar eru þetta ekki barnatónleikar. „Þeir eru ekki bannaðir börnum en klárlega samt ætlaðir fullorðnum. Fyrst og fremst notaleg kvöldstund til að njóta ljúfra tóna.“

Bjarni Ara syngur ElvisBjarni Arason syngur í Háskólabíói á sunnudaginn nokkur af vinsælustu lögum Elvis Presley frá helstu tímabilum söng-ferils kóngsins, rock’n roll, rythm’n blues, gospel, country og fleiri. Bjarni hefur sýnt það og sannað i gegn um árin að honum fer einstaklega vel að syngja lögin sem Elvis Presley söng á sínum tíma. Frábær 12 manna hljóm-sveit undir stjórn Þóris Úlfarssonar með blásurum og röddum verða með Bjarna á

sviðinu í Háskólabíói.Bjarni Arason hefur verið aðdáandi Elvis Presley frá því hann var lítill gutti og frá því hann hóf upp raust sína á unglingsárum hafa lög Elvis Presley ávallt fylgt honum.Bjarni býður nú öðrum aðdáendum Elvis að njóta tónlistar kóngsins á þessum heiðurs-tónleikum. Þeir hefjast klukkan 20.30.

MK kvartettinn úr 25 ára dvalaMK kvartettinn mun koma saman á ný eftir 25 ára hlé, en meðlimir hans stofnuðu hópinn í Menntaskólan-um í Kópavogi og sungu saman í nokkur ár með miklum ágætum. Kvartettinn kom fram í sjónvarpi, útvarpi og á skemmtunum víða um höfuðborgarsvæðið og vakti mikla athygli en tónlistina sóttu þau að mestu í smiðju kvartettsins bandaríska, Manhattan Transfer. MK kvartettinn ætlar að rifja upp öll sín bestu lög á þessum einu tónleikum og athugið, það verða aðeins þessir einu tónleikar.Kvartettinn skipa þau Guðrún Gunnars-dóttir, Skarphéðinn Hjartarson, Hrafnhild-ur Halldórsdóttir, Þór Heiðar Ásgeirsson og Þuríður Jónsdóttir.

86 dægurmál Helgin 17.-19. október 2014

Page 87: 17 10 2014

1.799kr.

svooogott™ FAXAFENI • GRAFARHOLTI HAFNARFIRÐI • KÓPAVOGI • MOSFELLSBÆREYKJANESBÆ • SELFOSSI WWW.KFC.IS

PIPAR

\TBW

A • SÍA

• 143027

GRAFARHOLTI • SUNDAGÖRÐUM

Page 88: 17 10 2014

HELGARBLAÐ

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 [email protected] www.frettatiminn.is

Þórunn ArnA Kristjánsdóttir

Bakhliðin

Magnaður listamaðurAldur: 30 ára.Maki: Vignir Rafn Valþórsson, leikari og leikstjóri.Börn: Kría, 8 mánaða.Menntun: Útskrifuð frá leiklistardeild Listaháskólans 2010 og söngkona frá sama skóla 2006.Starf: Leikkona í Borgarleikhúsinu.Fyrri störf: Strandvörður í Nauthólsvík og skrifstofudama.Áhugamál: Elda góðan mat, og verja tíma með góðum vinum. Stjörnumerki: Sporðdreki.Stjörnuspá: Það getur reynst þér skeinuhætt að hlaupa í blindni eftir athugasemdum annarra. Hvort sem þú velur í aðstæðum dagsins mun það

enda með hlátri.

Þórunn Arna er yndisleg-asta manneskja sem ég hef kynnst,“ segir Ævar Bene-

diktsson, leikari og bekkjarbróðir Þórunnar. „Ég hef ekki fundið duglegri leikara. Hún er alltaf til í að hjálpa öllum og er alveg hreint mögnuð. Hún heldur frábær matarboð og er höfðingi heim að sækja og í listinni lætur hún ekk-ert stoppa sig,“ segir Ævar.

Þórunn Arna Kristjánsdóttir er leikkona við Borgarleikhúsið. Hún fékk í vikunni það undarlega starf að vera vara-Lína Langsokkur, þar sem Ágústa Eva, sem leikur Línu missti röddina og þurfti því að fella niður þrjár sýningar. Þórunn mun því vera á hliðarlínunni um helgina ef

óhappið endurtekur sig.

Hrósið...fær Svíinn Lars Lagerbäck, landsliðsþjáfari ís-lenska landsliðsins, sem eftir sigur landsliðsins á Hollendingum er kominn í guðatölu. Bæði hér sem og í heimalandinu.

Fallegar regnkápur

Laugavegur 45 Sími: 519 66 99

Vefverslun: www.myconceptstore.is