20
Óskáldað en andríkt Rúnar Helgi Vignisson Rithöfundur, lektor í ritlist

Skapandi skrif á óskálduðum texta - Óskáldað en andríkt

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Fyrirlestur haldinn á Töff Stöff! Veflausnadegi TM Software 18. október 2012. http://www.tmsoftware.is/tm-software/vidburdir/vidburdur/item68106/Toff-Stoff--Veflausnadagur-TM-Software/ Umsjónarmenn vefsvæða þurfa í sífellu að huga að textagerð fyrir vefsvæði sín og mikil vakning hefur orðið á því undanfarið hversu miklu máli gott efni á vefsíðum skiptir. En það getur verið erfitt að gefa sköpunargleðinni lausan tauminn þegar kemur að því að skrifa óskáldaðan texta á dæmigerðar vefsíður. Rúnar Helgi Vignisson, lektor í ritlist við Háskóla Íslands ætlar að gefa okkur góðar hugmyndir varðandi sköpunarferlið og vinnulag við að finna orðin sem hitta í mark.

Citation preview

Óskáldað en andríkt

Rúnar Helgi Vignisson Rithöfundur, lektor í ritlist

Einfalt mál?

Í erindinu kem ég m.a. inn á:

• Ritunarferli

• Málsnið – markhóp

• Frágang, málfar og fagmennskuyfirbragð

• Skrif fyrir netið

• Leiðir til að vera skapandi í sannsögulegum texta og koma hugmyndaflæði af stað.

Leið til að hugsa

• Ritstörf eru landkönnun, leið til að hugsa og koma skipulagi á hugsanir sínar.

• Ritmál er fáguð hugsun og kallar á tilhlýðilegan búning.

Sköpunarferlið

• Sköpun þarf tíma. Svokallaður innblástur er afrakstur vinnu.

• Halda þarf vitundinni við efnið og þá kannski ekki síst undirvitundinni.

• „Ég rýni af og til í þetta og leita fyrir mér, juða við allskonar tilraunir, ekki síst til að halda undirvitundinni við efnið. Undirvitundin er einfaldlega svo miklu menntaðri eða þroskaðri en restin af vitsmununum.“ Sigfús Bjartmarsson, TMM

Rúnar Helgi Vignisson

Gerðu mistök!

• „Ég hugsa og hugsa svo mánuðum og árum skiptir. Í níutíu og níu prósent tilfella er niðurstaðan röng. Í hundraðasta skiptið hef ég á réttu að standa.“ Hugmyndabók, 112

Yfirfært á sköpun:

• „En mistök eru hluti af skapandi hugsunarferli og ef þú ert að reyna að skapa eitthvað nýtt gerir þú fjölda mistaka.“

• Jón Gnarr: http://eyjan.is/2011/08/23/jon-gnarr/

Fullkomnunarárátta

• Ef mistök eru lykill að sköpun segir sig sjálft að fullkomnunarárátta heftir sköpun. Fullkomnunarárátta er afurð hefðar.

• Óreiða er gósenland skaparans. Uppkast er yfirleitt ófullkomið.

• Í upphafi skal endirinn skoða á ekki endilega við um fyrstu skrefin í nýrri ritsmíð.

• Skiptir ekki öllu hvaða fótur er settur fyrst undir borðið ef það stendur að lokum.

Rúnar Helgi Vignisson

Aðferð til að koma hugmyndaflæði af stað og slökkva á ritskoðara

• Frjáls og óheft skrif: Skrifið í nokkrar mínútur án þess að ritskoða nokkuð, skráið allt sem kemur upp í hugann, jafnvel þó að ykkur detti ekkert í hug annað en „mér dettur ekkert í hug“.

• Endurtakið og beinið hugarflæðinu í ákveðinn farveg.

• Ein hugmynd kveikir aðra, ekki síst ef tekst að slökkva á ritskoðaranum.

Hvernig verður maður betri penni?

• Þetta er alveg eins og með tónlistarnám: Það er ekki nóg að hlusta bara á tónlist, þó að það hjálpi, það verður líka að æfa sig á hljóðfærið og æfa sig að semja tónlist ætli maður að verða tónskáld.

• Joyce Carol Oates: Ef ekki er lesið vítt og breitt verður þetta bara áhugamennska, 99% viðleitni, 1% geta.

Rúnar Helgi Vignisson

Markhópur og miðill

• Lestur er samstarf höfundar og lesanda.

• Báðir eru skapandi.

• Lestur markast af bakgrunni lesanda.

• Góður höfundur veit þetta og býður lesanda til samstarfs.

• Miðill og markhópur móta framsetningu.

Rúnar Helgi Vignisson

Fagmennska endurspeglist í textanum

• Vara missir trúverðuleika við hverja stasenigarvidlu, hverja ambögu. Hvers vegna ætti kúnninn að treysta fyrirtæki sem ekki kynnir sig á fagmannlegan hátt?

• Fúsk er ekki traustvekjandi.

• Fagmennskan þarf að endurspeglast í kynningarefninu.

• Yfirlestur, prófarkalestur.

„Verðum að vera á svanbergi“

,,Við söknum Kolbeins, þeir þrír leikir sem hann hefur veirð þá tel ég að hann geti orðið einn besti framherji

Evrópu," sagði Lagerback.

Vefrit: Skimað eða lesið?

• Fólk les ekki vefsíður nema að litlu leyti.

• Það skimar og rannsóknir sýna að það skimar gjarnan í F-mynstri yfir skjáinn.

• Að öllu jöfnu les fólk ekki meira en 20% af texta hverrar vefsíðu.

Frágangur texta á vef

• Hnitmiðaður og vel skipulagður.

• Aðalatriðin fremst, hafa línur ekki of langar, láta lofta vel og nýta millifyrirsagnir.

• Ein hugsun í hverri efnisgrein.

• Forðast skrum og sértækt fagmál.

• Lesandi skrollar ekki margar skjálengdir.

• Ef notaðir eru hlekkir er betra að þeir séu áberandi, ekki bara eitt stutt orð.

Ein hugsun í hverri línu.

Þýðingar

• Fólki hættir til að fylgja frumtextanum of grannt; þýðingabragð.

• Gott að spyrja sig hvernig amma eða mamma hefðu orðað sambærilega hugsun á íslensku.

• Hvort er snjóskafl þykkur eða djúpur?

• Hér er tíminn algjört lykilatriði sem og góður yfirlesari.

• Ritstörf eru ekki eins manns verk.

Sköpun í sannsögulegum texta

• Nýta aðferðir skáldskaparins við framsetningu á óskálduðu efni.

• Nota frumlegt orðfæri, óvæntar tengingar.

• Nota sjálfan sig sem persónu í textanum. Þannig getur pistlahöfundur lýst því hvernig honum gekk að læra á nýtt forrit, sett á svið skemmtilega senu sem kristallar kosti (og galla) vörunnar.

• Höfundurinn þarf að gæta þess að verða ekki of sjálfumglaður, því þá missir hann tiltrú.

Frumleiki getur hjálpað

Hér beitir höfundur því skemmtilega stílbragði að skrifa bréf til Gouda-ostsins í framhaldi af auglýsingu þar sem osturinn sótti um nafnbreytingu.

Nýtir þetta til að koma á framfæri skoðun sinni á nafnamálum.

Frumleiki getur selt, sbr. auglýsingar þar sem oft er lagt mikið upp úr ferskri nálgun.

Blogg

• Bloggformið er að mínum skilningi persónulegt form.

• Á bak við það standa yfirleitt einstaklingar sem vilja viðra skoðanir sínar á mönnum og málefnum eða deila einhverju úr ævi sinni með heiminum.

• Af því við erum manneskjur höfum við hins vegar mikinn áhuga á öðru fólki og stundum má nýta það til óformlegrar kynningar á vöru eða þjónustu.

Hjálpartæki ritlistarlífsins

• Veforðabækur: Snara, Málfarsbanki og beygingarlýsing Árnastofnunar

• Hugmyndabók eftir Fredrik Härén

• Bird by Bird eftir Anne Lamott

• Sköpunarsögur eftir Pétur Blöndal

• Handbók um ritun og frágang eftir Ingibjörgu Axelsdóttur og Þórunni Blöndal.