Endurskoðun fjarskiptaáætlunar Notendur

Preview:

DESCRIPTION

Endurskoðun fjarskiptaáætlunar Notendur. Vinnufundur með hagsmunaaðilum. Lykilspurningar í hópavinnu. Hvar liggja tækifæri til úrbóta? Safna þeim saman Hver eru forgangsröð þessara tækifæra? Sammælast um mikilvægustu úrbótatækifærin Hvaða markmið er hægt að skilgreina? - PowerPoint PPT Presentation

Citation preview

Endurskoðun fjarskiptaáætlunarNotendur

Vinnufundur með hagsmunaaðilum

Lykilspurningar í hópavinnu

1. Hvar liggja tækifæri til úrbóta?– Safna þeim saman

2. Hver eru forgangsröð þessara tækifæra?– Sammælast um mikilvægustu úrbótatækifærin

3. Hvaða markmið er hægt að skilgreina?– Sem tengjast mikilvægustu tækifærunum

4. Hugmyndir að leiðum til að ná markmiðum? – Aðgerðir, lausnir...

• Notendahópur• Jón Baldur Lorange frá Nefnd um endurskoðun fjarskiptaáætlunar• Guðrún Auður Harðardóttir hjá Heilbrigðisráðuneytinu• Jóhannes Gunnarsson frá Neytendasamtökunum• Hörður Vilberg frá Samtökum atvinnulífsins • Guðberg K. Jónasson frá Heimili og skóla• Magnús Örn Stefánsson frá Samtökum iðnaðarins• Örn Þráinsson frá Samtökum fjármálafyrirtækja• (Jón Vilberg Guðjónsson frá Menntamálaráðuneyti komst ekki)• Fulltrúi frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti sendi skilaboð. • Vera Sveinbjörnsdóttir frá PFS ritaði niður umræður og niðurstöður

hópsins.

• Háhraðatengingar: um allt land, upptími, öryggi, jafnræði– Einstaklingar og fyrirtæki, til lands og sjós – Tryggja samband við útlönd; afköst, gæði & verð– Er lágmarkið, 128 kb. of lágt? Hvað er viðunandi, 2 Mb? – Jafna verð um allt land? – Skilgreining á hraða: þjónustuveitendur skilgreini hraða ekki

“allt að XX Mb”, heldur sé einnig tryggður ákveðinn lágmarkshraði tengingarinnar.

• Eignarhald á grunnetinu. – Er eðlilegt að ríkið standi að baki þjóðvegum internetsins?

NotendurTækifæri/forgangsröð/markmið

• Heilbrigðiskerfið: – Háhraðatengingar (ljós) og dulkóðuð samskipti. – Auka aðgengi að heilbrigðisupplýsingum, bæði fyrir notendur

og starfsfólk. • Rafræn skilríki• Aðgangur neytenda að upplýsingum

– Gagnsæi– Verð– Öryggi á internetinu (ógnir)

• Menntun– Byrja strax að mennta börn í upplýsingatækni– Siðferði, hvað er rétt og rangt

NotendurTækifæri/forgangsröð/markmið Frh.

• Siðferði– Siðareglur– “Vottun”: einhvers konar stimpill sem gefur til kynna að

viðkomandi vefsíða sé “við hæfi barna”• Skortur á IP tölum

NotendurTækifæri/forgangsröð/markmið Frh.

NotendurHugmyndir að leiðum til að ná markmiðum?

• Háhraðatenging um allt land (og sjó)• Ríkið taki yfir grunnetið

Ýmis atriði sem voru rædd í hópnum

• Hvar liggja vandamál? • Reynt var að raða vandamálunum upp eftir forgangsröð. • Háhraðatengingar um land og sjó: bæði til einstaklinga og fyrirtækja um allt

land. Nauðsynlegt að háhraðainternet sé tryggt um allt land, ekki bara til einstaklinga heldur líka til fyrirtækja, til að tryggja aðgengi og atvinnuöryggi. Tók dæmi um fyrirtæki sem er með útibú úti á landi, en gæti varla skoðað heimabankann með herkjum vegna hægs internets, né skoðað bókhaldið – og það litla sem þeir geta gert kostar tugi þúsunda.

• þeir eru útundan sem allra mest þurfa á háhraðatenginu að halda. 1600 lögheimili „afdalafólk“ sem þarf mest á því að halda. Enginn markaður sem tekur það að sér!

• Fjarskiptakerfi til sjós, kostnaður við fjarskipti til sjós þarf að vera viðráðanlegur. Sjómenn geta ekki stundað fjarnám til sjós vegna lélegra tenginga. Einnig rætt um dreifikerfi sjónvarpsefnis RÚV til skipa. Það var talið vera til staðar, sbr. RÚV um gervihnött?

• Markmið: tryggja háhraðatengingar um allt land og

• Gæði háhraðatenginga: Samtök fjármálafyrirtækja tóku fram að mörg fyrirtæki hefðu miklar áhyggjur af útlandasamböndum, það miklar að t.d. hafa Samtök fjármálafyrirtækja komið sér upp varakerfi, „Immarsat“ gervihnattakerfi, þar sem þeir telja sig ekki hafa efni á neinum niðri-tíma. Binda þó vonir við nýja sæstrenginn. Tók dæmi um niðri-tíma yfir Farice í febrúar ´08, það tæki tíma að færa yfir á Cantat, og þegar þangað var komið var þjónustan algjörlega ófullnægjandi.

• Hraði sé skilgreindur að lágmarki ákveðinn hraði, en ekki að þjónustuveitendur skilgreini hraða „allt að xx Mb“, eins og fjarskiptafyrirtækin gera nú.

• Markmið: tryggja gæði háhraðatenginga. (e.t.v. gæti PFS komið að því með strangara eftirliti?)

• Háhraðatengingar til heilbrigðisstofnana: Heilbrigðisráðuneytið benti á að í markmiðalista fjarskiptaáætlunar ætti að koma fram það markmið að tryggja háhraðatengingar til heilbrigðisstofnanir (líkt og fram kemur um tengingu til menntastofnana). Það væri nauðsynlegt með hliðsjón af sjónarmiðum útfrá heilbrigðisþjónustu og rafrænnar sjúkraskrár. Háhraðatenging allsstaðar og dulkóðuð sambönd. Stefnt væri að því að notendur gætu skoðað sínar eigin upplýsingar, sjúkrasögu, lyf o.s.frv. Slíkt yrði að vera aðgengilegt allsstaðar á landinu. Stefnt að netbókunum; þannig fólk geti skoðað hvar er stuttur biðtími o.s.frv. (og jafnvel gæði ?).

• Uppitími skiptir öllu máli varðandi heilbrigðiskerfið. Gert ráð fyrir samtengingu sjúkraskráa og gagnagrunna. Ómögulegt að netsamband detti niður í því sambandi.

• Markmið: setja háhraðatengingar inn á markmiðalista fjarskiptaáætlunar.

• Eignarhald á grunnnetinu: Miklu stærra mál; vakti máls á því hvort það væri ekki óeðlilegt að meðal 300 þúsund manna þjóð, af hverju ríkið ætti ekki þessa upplýsingahraðbraut, þ.e. grunnnetið. Aðrir aðilar selji þjónustu ofan á grunnnetinu. Þá er aðgengið jafnað á landsvísu, og engar undantekningar. Neytendasamtökin: grunnnetið eins og vegir – hið opinbera verður að koma að því að byggja upp grunnnet sem nær til allra. Hópurinn var sammála um þetta sjónarmið.

• Þarf e.t.v. betri skilgreiningu á grunnnetinu? • Markmið: tryggja aðgengi að grunnnetinu, með því að ríkið taki

það yfir.

• Rafræn skilríki: umræða um rafræn skilríki. • Rammaáætlun EES um rafræn skilríki. Er verið að hanna

tilrauna-case um notkun barna á rafrænum skilríkjum. Óvissa um verkefnið.

• Bankarnir ætluðu að fjármagna verkefni um rafræn skilríki. • Þarf mismunandi rafræn skilríki eftir hópum, rafræn skilríki fyrir

börn, ríkisstarfsmenn, heilbrigðisstarfsmenn o.s.frv. • Auðkenniskort, frekar en debetkort – þarf að aðskilja allavega

ríkisstarfsmenn. (sérstaklega í heilbrigðiskerfinu). • Ríkið gefi út eitt skilríki fyrir alla þegnana. Er það hlutverk

ríkisins að úthluta slíkt kort?

• Gagnsæi / aðgengi neytenda að upplýsingum: Neytendasamtökin bentu á að það væri þvílíkur frumskógur fyrir hinn venjulega neytenda að finna út hvað eru hagkvæmir kostir. Taldi hag að því að fá gagnagrunn á netið þar sem neytendur geta borið saman sína áætluðu notkun, fastlínusíma, gsm og net og fengið útkomu > það er ódýrast að versla þarna. Jóhannes hefur þegar rætt við Símann og Vodafone.

• Til eru verðupplýsingar, (sem eru að finna á vefsíðu PFS), en ekki er hægt að fá upplýsingar um „heildarpakkann“. Mál í skoðun.

• Þá vantaði ríkara gagnsæi í verðlagningu. • Óumbeðinn ruslpóstur. Mikið kvartað vegna þess. Dönsk póstfyrirtæki mega

ekki senda tölvupóst á netföng. Sambærileg regla í íslensku fjarskiptalögunum. Ruslpóstur / tölvupóstur í markaðslegum tilgangi. Sjá 4. mgr. 46. gr.

• PFS kynni betur neytendaupplýsingar. (Nú er í vinnslu verkefni hjá PFS um aðgengi neytenda að upplýsingum á vefsíðu stofnunarinnar).

• Markmið: tryggja aðgengi neytenda að skýrum upplýsingum um verð o.þ.h.

• Öryggi á internetinu (ógnir): Heimili og skóli taldi að hagur væri af því að finna því farveg í reglum eða þess háttar að koma á fót vefsíðu þar sem hagsmunaaðilar geti sameinast á bak við, þar sem fjallað er um öryggi o.fl. fyrir notendur.

• Svipað netoryggi.is og netsvar.is, en fá aðkomu fjarskiptafyrirtækja að því, þar sem þeir búa yfir mikilli þekkingu í öryggismálum.

• Bent á Ísland.is > síða hugsuð fyrir notendur og aðila. Fyrsti staður til að leita upplýsinga, hlekkur þar inn í öryggissíðu.

• Markmið: tryggja aðgengi neytenda að upplýsingum um öryggismál.

• Börn og internetið, menntun og siðferði: Nauðsynlegt að byrja strax að mennta börn betur, tryggja tölvulæsi, tölvunotkun og skilning á upplýsingasamfélaginu strax í grunnskólum. Ekki bara hvað varðar tölvulæsið, heldur líka koma börnum í skilning um hvað er í lagi og hvað ekki (t.d. að þú getur ekki sagt hvað sem er á netinu o.s.frv.).

• Heimili og skóli benti á að félagið og væri með verkefni í samstarfi við Námsgagnastofnun um svipað verkefni.

• Siðferði: jafnmikilvægt hugtökum á borð við gæði og verð. Viðskiptasiðferði, almennt siðferði. (Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja?).

• Markmið: tryggja menntun barna varðandi notkun internets og einnig að þau skilji hvað er rétt og rangt á internetinu.

• Siðareglur / Vottun: Heimili og skóli stakk einnig upp á einhvers konar siðareglum, sem hægt væri að fá þjónustuaðila til að kvitta upp á. T.d. ef þú ert með vefsíðu sem ætluð er börnum, fáir þú viðkomandi stimpil til að sýna að efni síðunnar sé við hæfi ungra barna. Ekki markaðssetning beint að börnum o.s.frv. Slíkur stimpill gæti innihaldið aldurslýsingu eða nánari útskýringu á því hvaða aldri viðkomandi vefsíða hæfir. Nefnir dæmi um leikjavefi, stundum er bara eitt skref yfir á klámsíður!

• Nefnt var að til væru mjög almenn tilmæli/siðareglur. Einnig spurning hver ætti að standa að slíkri vottun og hvort þurfi eftirlitsaðila með því?

• Markmið: foreldrar geti „treyst“ því að vefsíður sem hafa viðkomandi stimpil séu við hæfi barna.

• IP tölur: Brátt þörf á nýju IP tölukerfi. IP version 6? Þá var minnst á það að brátt yrði IP tölukerfið sem nú er í notkun uppiskroppa með IP tölur. (tengist fyrirlestri Hjálmars sem kom inn á að í framtíðinni yrðu ekki bara notendur með IP tölur heldur alls kyns hlutir, sbr. nettengda internetkanínan).

• Hugmyndir að leiðum til að ná markmiðum? • Hópurinn komst ekki langt í að leita leiða til að ná markmiðum,

en taldi að með því að ríkið tæki yfir grunnnetið væri betur tryggt aðgengi að háhraðatengingum um allt land.

Recommended