108

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

  • Upload
    others

  • View
    4

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar
Page 2: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

Efnisyfirlit

1. SKIPULAG UMF STJÖRNUNNAR ..................................................................................................................... 3

2. IÐKENDUR – SKIPTING EFTIR DEILDUM OG ALDRI .......................................................................................... 5

3. LÖG UMF STJÖRNUNNAR............................................................................................................................... 8

4. HEIÐURSVIÐURKENNINGAR & HEIÐRANIR ................................................................................................... 11

5. SKÝRSLA AÐALSTJÓRNAR UMF STJÖRNUNNAR ........................................................................................... 16

6. SKÝRSLA ALMENNINGSÍÞRÓTTADEILDAR .................................................................................................... 20

7. SKÝRSLA BLAKDEILDAR ................................................................................................................................ 25

8. SKÝRSLA FIMLEIKADEILDAR ......................................................................................................................... 30

9. SKÝRSLA HANDKNATTLEIKSDEILDAR ............................................................................................................ 35

10. SKÝRSLA KNATTSPYRNUDEILDAR ................................................................................................................ 39

11. SKÝRSLA KÖRFUKNATTLEIKSDEILDAR .......................................................................................................... 46

12. SKÝRSLA KRAFTLYFTINGADEILDAR .............................................................................................................. 50

13. SKÝRSLA SUNDDEILDAR ............................................................................................................................... 52

14. REIKNINGAR ÁRSINS .................................................................................................................................... 56

15. ÁRITUN ENDURSKOÐENDA .......................................................................................................................... 57

15. SKÝRINGAR .................................................................................................................................................. 59

17. ÁRSREIKNINGUR 2016 - HEILDARREIKNINGUR FÉLAGSINS ........................................................................... 61

18. ÁRSREIKNINGUR 2016 - SJÓÐSSTREYMI ....................................................................................................... 64

19. REKSTRARYFIRLIT ÁRSINS 2016 ................................................................................................................... 65

20. EFNAHAGSYFIRLIT 31.12.2016 ..................................................................................................................... 66

21. ÁRSREIKNINGUR 2016 - AÐALSTJÓRN .......................................................................................................... 67

22. ÁRSREIKNINGUR 2016 - ALMENNINGSÍÞRÓTTADEILD .................................................................................. 69

23. ÁRSREIKNINGUR 2016 – BLAKDEILD ............................................................................................................ 73

24. ÁRSREIKNINGUR 2016 – FIMLEIKADEILD ..................................................................................................... 79

Page 3: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

25. ÁRSREIKNINGUR 2016 – HANDKNATTLEIKSDEILD ........................................................................................ 83

26. ÁRSREIKNINGUR 2016 - KNATTSPYRNUDEILD .............................................................................................. 89

27. ÁRSREIKNINGUR 2016 - KRAFTLYFTINGADEILD ............................................................................................ 95

28. ÁRSREIKNINGUR 2016 - KÖRFUKNATTLEIKSDEILD ....................................................................................... 97

29. ÁRSREIKNINGUR 2016 - SUNDDEILD ...........................................................................................................103

Page 4: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

1

Page 5: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

2

Aðalfundur 2017 - Dagskrá

Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:

1) Fundur settur.

2) Kosinn fundarstjóri og fundarritari.

3) Flutt skýrsla aðalstjórnar og einstakra deilda frá síðasta ári.

4) Lagðir fram endurskoðaðir reikningar aðalstjórnar og einstakra deilda félagsins, ásamt

heildarreikningi fyrir allt félagið.

Fundarhlé – kaffiveitingar viðurkenningar veittar

5) Umræða og atkvæðagreiðsla um skýrslu aðalstjórnar, deilda og reikninga.

6) Lagabreytingar.

7) Kjör aðalstjórnar.

formaður til tveggja ára.

2 stjórnarmenn til tveggja ára

2 stjórnarmenn til eins árs

2 varastjórnarmenn til eins árs

endurskoðendur til eins árs

varaendurskoðendur til eins árs

8) Önnur mál.

Page 6: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

3

1. Skipulag UMF Stjörnunnar

Aðalfundur UMF Stjörnunnar kýs félaginu stjórn og endurskoðendur. Stjórnin skipar stjórnir deilda, nefndir

og ráð sem starfa í umboði hennar.

Stjórnin ræður framkvæmdastjóra sem stýrir daglegum rekstri félagsins í umboði hennar. Starfsmenn

félagsins starfa undir stjórn framkvæmdastjóra.

Skipurit

Page 7: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

4

Deildir

Stjórnir deilda eru skipaðar af aðalstjórn og starfa í umboði hennar.

Almenningsíþróttadeild

kt: 480305-1240

Blakdeild

kt: 6111093-2259

Fimleikadeild

480989-1989

Handknattleiksdeild

460180-0159

Knattspyrnudeild

kt: 580589-1389

Körfuknattleiksdeild

511093-2449

Kraftlyftingadeild

470211-1560

Sunddeild

580193-2509

Nefndir

Nefndir félagsins eru skipaðar af aðalstjórn og starfa í umboði hennar.

Afreksnefnd

Verkefni nefndarinnar er að móta afreksstefnu fyrir félagið í heild sinni. Formaður nefndarinnar er

Sigurður Bjarnason.

Page 8: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

5

2. Iðkendur – skipting eftir deildum og aldri

Iðkendur Stjörnunnar skiptust þannig milli deilda og aldursflokka á árinu 2016.

Árið 2016 alm. Íþr. blak fimleikar handbolti knattsp. karfa lyftingar sund Samtals

12 ára og yngri 246 15 631 286 668 309 0 284 2439

13-18 ára 0 24 179 72 231 83 1 25 615

19 ára og eldri 235 115 37 56 43 40 41 0 567

iðkendur 481 154 847 414 942 432 42 309 3621

0

100

200

300

400

500

600

700

800

alm. Íþr. blak fimleikar handbolti knattsp. karfa lyftingar sund

Iðkendur 12 ára og yngri - skipt eftir deildum

Page 9: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

6

0

50

100

150

200

250

alm. Íþr. blak fimleikar handbolti knattsp. karfa lyftingar sund

Iðkendur 13-18 ára - skipt eftir deildum

13-18 ára

0

50

100

150

200

250

alm. Íþr. blak fimleikar handbolti knattsp. karfa lyftingar sund

Iðkendur 19 ára og eldri - skipt eftir deildum

19 ára og eldri

0

100

200

300

400

500

600

700

alm. Íþr. blak fimleikar handbolti knattsp. karfa lyftingar sund

Iðkendur 2016 - skipt eftir deild og kyni

kk kvk

Page 10: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

7

0

200

400

600

800

1000

1200

alm. Íþr. blak fimleikar handbolti knattsp. karfa lyftingar sund

Þróun iðkendafjölda eftir deildum sl. 5 ár

2012 2013 2014 2015 2016

Page 11: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

8

3. Lög UMF Stjörnunnar

Samþykkt á aðalfundi í maí 2014.

1. gr.

Félagið heitir Ungmennafélagið Stjarnan, skammstafað U.M.F. Stjarnan. 2. gr.

Starfssvæði U.M.F. Stjörnunnar er Garðabær. 3. gr.

Tilgangur félagsins er að efla líkams og heilsurækt í formi keppnis- og almenningsíþrótta hjá öllum aldurshópum í Garðabæ. Ennfremur að efla samkennd bæjarbúa með virkri þátttöku í íþrótta- og félagsstarfi. 4. gr.

Félagið er myndað af einstaklingum í íþróttadeildum, sem hafa sameiginlega aðalstjórn. Aðalstjórn skipar deildarstjórnir og fer með æðsta vald félagsins milli aðalfunda. 5. gr.

Félagi getur hver sá orðið, sem skráður er í félagið og greiðir félags- eða æfingagjald til þess. 6. gr.

Úrsögn úr félaginu skal tilkynnt aðalstjórn. 7. gr.

Semja skal ársreikning fyrir aðalstjórn U.M.F. Stjörnunnar og einstakar deildir félagsins. Hver deild skal annars vegar gera upp rekstur barna- og unglingastarfs og hins vegar rekstur keppnisíþrótta fyrir 18 ára og eldri. Jafnframt skal semja samstæðureikning fyrir UMF. Stjörnuna.

Ársreikningurinn skal gerður samkvæmt lögum, reglum og góðri reikningsskilavenju. Hann skal sýna yfirlit um rekstur og framkvæmdir á reikningsárinu og efnahagsreikning í lok reikningsárs ásamt skýringum. Í ársreikningi skal sýna fjárhagsáætlun reikningsársins til samanburðar og í honum skal koma fram yfirlit um fjárhagslegar skuldbindingar félagsins.

Ráðinn skal löggiltur endurskoðandi til þess að yfirfara og árita ársreikninginn í samræmi við lög og reglur og góðar skoðunarvenjur. Með endurskoðun sinni skal hann komast að rökstuddri niðurstöðu um áreiðanleika ársreiknings og ganga úr skugga um að fylgt hafi verð ákvæðum laga, reglna og samþykkta um meðferð fjármuna.

Reikningsár félagsins er frá 1. janúar til 31. desember ár hvert.

8. gr.

Aðalstjórn U.M.F. Stjörnunnar fer með stjórn félagsins samkvæmt ákvæðum samþykkta þessara.

Aðalstjórn skal skipuð 5 mönnum, formanni, varaformanni, ritara, gjaldkera og meðstjórnanda, ásamt 2 varamönnum.

Aðalstjórn skal kosin á aðalfundi félagsins og skal formaður kosinn sérstaklega.

9. gr.

Aðalstjórn ber að samræma starfsemi félagsins, vinna að eflingu þess og gæta hagsmuna þess í hvívetna. Aðalstjórn er málsvari félagsins út á við og skýrir sjónarmið þess á þeim vettvangi.

Aðalstjórn ákveður félagsgjöld í upphafi starfstímabils og heldur skrá yfir alla félagsmenn.

Aðalstjórn skal skipa trúnaðarmenn félagsins og þær nefndir sem hún telur nauðsynlegar hverju sinni.

Aðalstjórn er heimilt að víkja mönnum úr félaginu eða setja þá í keppnisbann álíti hún framkomu þeirra vítaverða og brjóta í bága við anda íþróttahreyfingarinnar.

Sjóði félagsins skal ávaxta í viðurkenndum innlánsstofnunum.

Aðalstjórn skal halda stjórnarfundi minnst einu sinni í mánuði og skal halda um þá sérstaka gerðarbók. Enga fullnaðarákvörðun getur aðalstjórn tekið nema með samþykki meirihluta stjórnarmanna.

Aðalstjórn hefur umráðarétt yfir eignum félagsins og ræður starfsemi þess.

10. gr.

Aðalstjórn U.M.F. Stjörnunnar ræður framkvæmdastjóra og aðra starfsmenn félagsins til þess að annast framkvæmd ákvarðana aðalstjórnar, framkvæmd ákvarðana stjórna einstakra deilda og verkefni félagsins.

Framkvæmdastjóri félagsins skal sitja fundi aðalstjórnar, og hefur hann þar málfrelsi og tillögurétt, en eigi atkvæðisrétt. Framkvæmdastjóri undirbýr fundi aðalstjórnar og hefur á hendi framkvæmd þeirra ákvarðana, sem aðalstjórn tekur.

Framkvæmdastjóri er prókúruhafi U.M.F. Stjörnunnar. Honum er heimilt að veita öðrum starfsmanni félagsins prókúru að fengnu samþykki aðalstjórnar. Prókúruhafar félagsins skulu vera fjár sín ráðandi.

Framkvæmdastjóri undirritar skjöl varðandi kaup og sölu eigna félagsins, lántökur og ábyrgðir, svo og önnur skjöl og samninga, sem fela í sér skuldbindingar eða ráðstafanir, sem samþykki aðalstjórnar eða stjórna einstakra deilda félagsins þarf til. 11. gr.

Aðalstjórn skal ekki sjaldnar en fjórum sinnum á ári halda fundi með formönnum deilda eða staðgenglum þeirra. Slíkir fundir kallast félagsráðsfundir og þar skulu helstu ákvarðanir aðalstjórnar kynntar og stefnumarkandi ákvarðanir ræddar. 12. gr.

Aðalstjórn skal hafa umsjón með stofnun nýrra íþróttadeilda. 13. gr.

Aðalstjórn skipar minnst 3 menn í deildarstjórnir. Að jafnaði skal skipa deildarstjórnir eftir að reglulegum starfstíma deilda lýkur. Hlutverk stjórna deilda er að annast daglegan rekstur deilda í

samræmi við stefnu og markmið félagsins. Stjórnir deilda fara

ásamt framkvæmdastjóra félagsins með framkvæmdastjórn

Page 12: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

9

deilda og fjármálastjórn í samræmi við fjárhagsáætlun hverju sinni. Þær hafa hver um sig umsjón með rekstri einstakra deilda, undirbúa fjárhagsáætlanir og sjá um að ársreikningar séu samdir reglum samkvæmt.

Stjórnum einstakra deilda er heimil fullnaðarákvörðun mála, sem eigi varða verulega fjárhag deildanna, enda sé eigi ágreiningur innan stjórnar eða við framkvæmdastjóra um ákvörðunina. 14. gr.

Aðalfundur félagsins skal haldinn eigi síðar en 15. maí ár hvert. Til aðalfundar skal boðað með minnst viku fyrirvara í almennri auglýsingu í Garðabæ. Aðalfundur telst löglegur, sé löglega til hans boðað.

Kosningarétt og kjörgengi á aðalfundi hafa allir skuldlausir félagsmenn er náð hafa 16 ára aldri.

Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:

1) Fundur settur.

2) Kosinn fundarstjóri og fundarritari.

3) Flutt skýrsla aðalstjórnar og einstakra deilda frá síðasta ári.

4) Lagðir fram endurskoðaðir reikningar aðalstjórnar og einstakra deilda félagsins, ásamt heildarreikningi fyrir allt félagið.

5) Umræða og atkvæðagreiðsla um skýrslu aðalstjórnar, deilda og reikninga.

6) Lagabreytingar.

7) Kjör aðalstjórnar.

· formaður til eins árs

· stjórnarmenn til eins árs

· varastjórnarmenn til eins árs

· endurskoðendur til eins árs

· varaendurskoðendur til eins árs

8) Önnur mál.

Á aðalfundi félagsins ræður meirihluta greiddra atkvæða úrslitum mála. Þó þarf 2/3 hluta greiddra atkvæða til að breyta lögum félagsins, veita aðalstjórn heimild til að selja eða veðsetja fasteignir þess og til að leggja félagið niður.

Slíkar tillögur má einungis bera fram á aðalfundi félagsins, eða almennum fundi sbr. 14. gr., enda hafi þær borist aðalstjórn minnst tveimur vikum fyrir fund.

Aðalstjórn skal geta þess í fundarboði að slíkar tillögur hafi komið fram og að menn geti kynnt sér þær í Stjörnuheimilinu við Ásgarð á aðgengilegum tíma.

Verði tillaga um félagsslit samþykkt á aðalfundi eða almennum félagsfundi skal boða til framhaldsaðalfundar eða nýs félagsfundar eftir minnst tvær vikur en innan fjögurra vikna. Komi til félagsslita skal bæjarstjórn Garðabæjar hafa umráðarétt með eignum og sjóðum félagsins. Verði sambærilegt félag stofnað síðar innan bæjarfélagsins skulu eignirnar renna til þess.

15. gr.

Fyrir upphaf hvers starfsárs skulu stjórnir deilda gera fjárhagsáætlun fyrir komandi ár sem skal lögð fyrir aðalstjórn til samþykktar. Fjárhagsáætlun sem aðalstjórn hefur samþykkt skal vera meginregla um tekjuöflun, ráðstöfun fjármuna og fjármálastjórn U.M.F. Stjörnunnar á viðkomandi reikningsári. Við gerð fjárhagsáætlunar skal hafa hliðsjón af fjárhagslegri stöðu félagsins og hverrar deildar.

Aðalstjórn U.M.F. Stjörnunnar skal árlega gæta þess svo sem kostur er, að heildarútgjöld félagsins fari ekki fram úr heildartekjum þess. Í fjárhagsáætlun skal koma fram rekstrar- og framkvæmdaáætlun, áætlun um efnahag í upphafi og lok árs, auk áætlaðra fjármagnshreyfinga. Form fjárhagsáætlunar skal vera í samræmi við form ársreiknings.

Heimilt er að endurskoða fjárhagsáætlun U.M.F. Stjörnunnar, aðalstjórnar og deilda félagsins, og gera á henni nauðsynlegar breytingar, ef í ljós koma breytingar á forsendum fjárhagsáætlunar. Slíkar breytingar öðlast gildi, þegar aðalstjórn félagsins hefur samþykkt þær.

Til útgjalda, sem ekki eru samningsbundin eða leiða af samþykkt aðalstjórnar U.M.F. Stjörnunnar, má ekki stofna nema til komi samþykki aðalstjórnar.

16. gr.

Aðalstjórn skal boða til almenns félagsfundar ef:

1) meirihluti aðalstjórnar telur þörf krefja.

2) minnst 1/10 hluti atkvæðisbærra félagsmanna krefst þess skriflega

eða

3) félagsslit hafa verið samþykkt á aðalfundi eða almennum félagsfundi sbr. 14. gr.

Almennur félagsfundur telst löglegur ef löglega er til hans boðað samkv. 14. gr. Í fundarboði skal þess skýrt getið hvaða málefni fundinum er ætlað að fjalla um. Ekki er heimilt að afgreiða aðrar tillögur eða málefni á almennum félagsfundi en getið er í fundarboði.

Almennur félagsfundur skal haldinn minnst tveimur vikum og mest fjórum vikum frá því að lögmæt krafa kom fram um að fundur skuli haldinn.

Almennur félagsfundur er lögmætur ef minnst fjórðungur atkvæðisbærra félagsmanna sækir fundinn. Nú telst fundur ekki lögmætur vegna þessa og skal þá boða til nýs fundar með sama hætti og áður. Skal tekið fram í fundarboðinu að til fundarins sé boðað öðru sinni. Telst sá fundur lögmætur óháð því hversu mikil fundarsókn er.

17. gr.

Meginlitir búninga félagsins skulu vera blár og hvítur. Aðalstjórn er heimilt að leyfa undantekningar, s.s. að aukalitum sé bætt við. Aðalstjórn skal setja reglugerð um gerð búninga, sem hafi að geyma leiðbeinandi reglur um hvaða undantekningar verði samþykktar.

18. gr.

Merki félagsins er blátt ess (s) á hvítri stjörnu á bláum grunni. Um gerð merkisins skal sett sérstök reglugerð.

19. gr.

Aðalstjórn skal setja sérstaka reglugerð um veitingar viðurkenninga fyrir vel unnin störf í þágu félagsins.

Page 13: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

10

20. gr.

a) Félagið skal á aðalfundi eða almennum félagsfundi setja reglur um úthlutun úr afrekssjóði sem kallast stofnskrá afrekssjóðs.

b) Aðalstjórn skal setja sérstaka reglugerð um úthlutun úr afrekssjóði sem byggir á stofnskrá afrekssjóðs.

21. gr.

Með lögum þessum falla eldri lög félagsins úr gildi.

Page 14: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

11

4. Heiðursviðurkenningar

Heiðursviðurkenningar Stjörnunnar skulu veittar á aðalfundi félagsins og við önnur tækifæri sem aðalstjórn

ákveður.

Viðurkenningar félagsins eru:

Gullstjarna með lárviðarsveig

Félagsmálaskjöldur

Heiðursviðurkenningu þessa er heimilt að veita fyrir mikil og farsæl störf á þágu

félagsins í a.m.k. 15 ár. Þeir sem hljóta þessa viðurkenningu verða heiðursfélagar Stjörnunnar.

Félagsmálaskjöld UMF Stjörnunar skal veita á árlega. skjöldurinn er veittur einstaklingi sem unnið

hefur félaginu ómetanlegt starf í áraraðir. Þrír síðustu handhafar skjaldarins gera tillögu til aðalstjórnar um

hver skuli hljóta hann.

Birgir Guðmundsson Anna R. Möller 2003

Sr. Bragi Friðriksson Bergþóra Sigmundsdóttir 2003

Hallgrímur Sæmundsson Páll Bragason 2003

Ingvi Guðmundsson Eysteinn Haraldsson 2004

Vilbergur Júlíusson Pálína Hinriksdóttir 2005

Anna Ragnheiður Möller 2014 Lárus Blöndal 2006

Benedikt Sveinsson 2014 Sævar Jónsson 2007

Erling Ásgeirsson 2014 Eiríkur Þorbjörnsson 2008

Lárus Blöndal 2015 Andrés B. Sigurðsson 2009

Snorri Olsen 2015 Snorri Olsen 2010

Gunnar Kr. Sigurðsson 2011

Sigmundur Hermundsson 2012

Sigrún Dan Róbertsdóttir 2013

Jóhann Ingi Jóhannsson 2014

Halldór Sigurðsson 2015

Silfurpeningur

Heiðursviðurkenningu þessa er heimilt að veita aðilum utan félagsins sem hafa starfað fyrir það eða greitt götu þess á einn eða annan hátt og ástæða þykir til að þakka

sérstaklega fyrir veittan stuðning eða hlýhug til félagsins. Heimilt er að veita einstaklingum jafnt sem félögum og fyrirtækjum þessa heiðursviðurkenningu.

Friðbjörn Pálsson 2012

Silfurskeiðin 2013

Elín Birna Guðmundsdóttir 2014

Ólafur Ágúst Gíslason 2014

Siggeir Magnússon 2015

Page 15: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

12

Niclaes Jerkholt 2015

Alice Flodin 2015

Gullstjarnan Silfurstjarna

Heiðursviðurkenningu þessa er heimilt að veita fyrir a.m.k. 10 ára starf og/eða keppni á vegum félagsins.

Heiðursviðurkenningu þessa er heimilt að veita fyrir a.m.k. 5 ára starf og/eða keppni á vegum

félagsins.

Albrecht Ehmann 2000 Arnar Smári Þorvarðarson 2012

Alda Helgadóttir 2000 Emil Gunnarsson 2012

Andrés B. Sigurðsson 2000 Hannes Ingi Geirsson 2012

Anna Ragnheiður Möller 2000 Svala Vignisdóttir 2012

Benedikt Sveinsson Gunnar Richardsson 2013

Bergþóra Sigmundsdóttir 2000 Anna Margrét Halldórsdóttir 2014

Bragi Eggertsson 2000 Bogi Thorarensen 2014

Erling Ásgeirsson Eyjólfur Ingimarsson 2014

Eysteinn Haraldsson 2000 Guðmundur Thorarensen 2014

Geir Ingimarsson 2000 Guðni Björnsson 2014

Guðjón Erling Friðriksson 2000 Hannes Árnason 2014

Gunnar Einarsson 2000 Herdís Sigurbergsdóttir 2014

Gunnlaugur Sigurðsson Hilmar Júlíusson 2014

Gyða Kristmannsdóttir 2000 Kristín Anna Ólafsdóttir 2014

Helga Sigurbjarnardóttir 2000 Lúðvík Örn Steinarsson 2014

Jóhannes Sveinbjörnsson 2000 Magnús Karl Daníelsson 2014

Jón Guðmundsson 2000 Magnús Magnússon 2014

Júlíus Arnarson 2000 Ragnheiður Stephensen 2014

Kristinn Rafnsson 2000 Ragnheiður Traustadóttir 2014

Kristófer Valdimarsson 2000 Sigurður Bjarnason 2014

Lovísa Einarsdóttir 2000 Sigurður Guðmundsson 2014

Magnús Andrésson 2000 Vilhjálmur Bjarnason 2014 Magnús Teitsson 2000 Þorsteinn Þorbergsson 2014

Páll Bragason 2000 Almar Guðmundsson 2015

Páll Skúlason 2000 Ágústa Hjartadóttir 2015

Sigmundur Hermundsson 2000 Einar Páll Tamimi 2015

Sigurður Þorsteinsson 2000 Einar Gunnar Guðmundsson 2015

Steinar J. Lúðvíksson 2000 Jóhannes Jóhannesson 2015

Sævar Jónsson 2000 Ólafur Reimar Gunnarsson 2015

Tómas Kaaber 2000 Unnur Johnsen 2015

Vigdís Sigurðardóttir 2000 Trausti Víglundsson 2015

Þórarinn Sigurðsson 2000 Sigurður Sveinn Þórðarson 2015 Lárus Blöndal 2006 Sturla Þorsteinsson 2015

Pálína Hinriksdóttir 2007 Valgeir Sigurðsson 2015

Page 16: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

13

Jóhann Ingi Jóhannsson 2007

Snorri Olsen 2008

Halldór Sigurðsson 2009

Gunnar Kr. Sigurðsson 2010

Vignir Þröstur Hlöðversson 2012

Sigrún Dan Róbertsdóttir 2012

Páll Grétarsson 2014

Einar Einarsson 2015

Valdimar Kristófersson 2015

Ingvar Ragnarsson 2015

Skúli Gunnsteinsson 2015

Jóhann Steinar Ingimundarson 2015

Jón Ásgeir Eyjólfsson 2015

Koparstjarna

Starfsmerki félagsins. Heiðursviðurkenningu þessa er heimilt að veita fyrir a.m.k. 2 ára starf og/eða keppni á vegum

félagsins.

Emil Gunnarsson 2007 Ágústa J Jóhannesdóttir 2014

Gunnar Kr. Sigurðsson 2007 Guðrún Kolbeinsdóttir 2014

Bragi Þ. Bragason 2007 Guðrún Elva Tryggvadóttir 2014

Hannes Ingi Geirsson 2007 Hanna Lóa Friðjónsdóttir 2014

Herborg Þorgeirsdóttir 2007 Hörður Hrafndal 2014

Herdís Wöhler 2007 Konráð Sigurðsson 2014

Jóhann Jónsson 2007 Kristinn Ingi Lárusson 2014

Magnús Karl Daníelsson 2007 Magnús Viðar Heimisson 2014

María Grétarsdóttir 2007 Sæmundur Friðjónsson 2014

Sigrún Dan Róbertsdóttir 2007 Unnur B Johnsen 2014

Jóna Konráðsdóttir 2007 Anna María Kristmundsdóttir 2015

Steinunn Bergmann 2007 Agnar Jón Ágústsson 2015

Ásmundur Jónsson 2008 Ágústa Hjartardóttir 2015

Eiríkur Ari Eiríksson 2008 Brynja Ástraðsdóttir 2015

Eiríkur Þorbjörnsson 2008 Baldvin Björn Haraldsson 2015

Gunnar Hrafn Richardsson 2008 Eyjólfur Örn Jónsson 2015

Hilmar Júlíusson 2008 Guðrún Jónsdóttir 2015

Jóhann St. Ingimundarson 2008 Gunnar Erlingsson 2015

Páll Grétarsson 2008 Guðný Handdóttir 2015

Einar Páll Tamimi 2010 Guðný Gísladóttir 2015

Hannes Árnason 2010 Grétar Sveinsson 2015

Ragnheiður Traustadóttir 2010 Hanna Kristín Gunnarsdóttir 2015

Page 17: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

14

Rakel Björnsdóttir 2010 2010 Halldór Ragnar Emilsson 2015 2015

Sigurður Hilmarsson 2010 2010 Jón Nóason 2015

Sigurður Sveinn Þórðarson 2010 2010 Magnús Stephensen 2015

Svala Vignisdóttir 2010 2010 Sigurbjörg J. Ólafsdóttir 2015

Þórey Þórðardóttir 2010 2010 Sunna Sigurðardóttir 2015

Anna Margrét Halldórsdóttir 2011 2011 Svava Bernhöft 2015

Anna Laxdal 2011 2011 Þórdís Björk Sigurbjörnsdóttir 2015

Bernharð Laxdal 2011 2011 Þórarinna Söbech 2015

Eyþór Sigfússon 2011 2011 Dóra Viðarsdóttir 2015

Finnborg Jónsdóttir 2011 2011 Sævar Þ Magnússon 2015

Gunnar Stefán Ingason 2011 2011 Hrönn S Steinsdóttir 2015

Heimir Erlingsson 2011 2011 Kristján Svan Kristjánsson 2015

Kristín Anna Ólafsdóttir 2011 2011 Steinunn Geirmundsdóttir 2015

Loftur Steinar Loftsson 2011 2011 Hanna Kristín Gunnarsdóttir 2015

Lúðvík Örn Steinarsson 2011 2011 Guðný Handóttir 2015

Sigurður Guðmundsson 2011 2011 Sigrún Magnúsdóttir 2015

Sturla Þorsteinsson 2011 2011 Guðný Gísladóttir 2015

Almar Guðmundsson 2012 2012 Brynja Ástráðsdóttir 2015

Ástþór Hlöðversson 2012 2012 Gísli Williardsson 2015

Brynja Ólafsdóttir 2012 2012 Jón Svan Sverrisson 2015

Eiríkur Ragnar Eiríksson 2012 2012 Vilborg Grétarsdóttir 2015

Jóhannes Jóhannesson 2012 2012 Eymundur Sveinn Einarsson 2015

Ingibjörg Guðmundsdóttir 2012 2012 Hrelgi Hrannarr Jónsson 2015

Róbert Karl Hlöðversson 2012 2012 Jón Gunnar Sævarsson 2015

Ágústa Símonar 2013 2013 Þórarinn Einar Engilbertsson 2015

Baldur G Jónsson 2013 2013 Kristján Másson 2015

Gunnar Leifsson 2013 2013 Björn Másson 2015

Jóna Sigurbjörg Eðvaldsd 2013 2013 Jón Þór Helgason 2015

Margrét Sigurbjörnsdóttir 2013 2013 Bárður Hreinn Tryggvason 2015

Ólafur Þór Gylfason 2013 2013 Kristinn Hjálmarsson 2015

Page 18: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

15

Þjálfari Ársins

Deild ársins

Þjálfarabikar UMF Stjörnunar skal veita á árlega. Bikarinn er veittur einstaklingi sem skarað hefur

fram úr í starfi sínu sem þjálfari á vegum félagsins og með starfi sínu náð framúrskarandi árangri, hvort heldur

sem er er, keppnislegum eða félagslegum. Þrír síðustu handhafar bikarsins gera tillögu til aðalstjórnar um hver

skuli hljóta hann.

Deildarbikar UF Stjörnunnar skal veita árlega. Bikarinn

er veittur þeirri deild sem að mati aðalstjórnar hefur náð bestum árangri á liðnu starfsári.

Auður Skúladóttir 2003 2003 Fimleikadeild 2004

Gyða Kristmannsdóttir 2003 2003 Handknattleiksdeild 2005

Vignir Hlöðversson 2003 2003 Blakdeild 2006

Magnús Teitsson 2004 2004 Körfuknattleiksdeild 2007

Vignir Hlöðversson 2005 2005 Knattspyrnudeild 2008

Þorlákur Már Árnason 2006 2006 Körfuknattleiksdeild 2009

Aðalsteinn Reynir Eyjólfsson 2007 2007 Fimleikadeild 2010

Jimmy Erik Ekstedt 2008 2008 Knattspyrnudeild 2011

Teitur Örlygsson 2009 2009 Körfuknattleiksdeild 2012

Bjarni Jóhannsson 2010 2010 Knattspyrnudeild 2013

Þorlákur Már Árnason 2011 2011 Knattspyrnudeild 2014

Niclaes Jerkeholt 2012 2012 Hlaupahópur Stjörnunnar 2015

Þorlákur Már Árnason 2013 2013

Rúnar Páll Sigmundsson 2014 2014

Nicleas Jerkeholt 2015

Íþróttamaður Ársins

Íþróttamaður UMF Stjörnunnar skal valinn árlega. Nafnbótina hlýtur sá íþróttamaður félagsins sem að mati aðalstjórnar er ákjósanlegur fulltrúi félagsins á opinberum vettvangi sakir atgervis síns og árangurs í íþróttum, íþróttamannslegrar

framkomu bæði innan vallar og utan. Deildir félagsins tilnefna einn íþróttamann/konu úr sínum röðum til nafnbótarinnar.

Róbert Hlöðversson 2003 Daníel Laxdal 2014

Sigurbjörg Jódís Ólafsdóttir 2004 Dagfinnur Ari Normann 2015

Valdimar Tr. Kristófersson 2005 Patrekur Jóhannesson 2006 Rakel Dögg Bragadóttir 2007 Florentina Stanciu 2008 Justin Christopher Shouse 2009 Halldór Orri Björnsson 2010 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir 2011 Andrea Sif Pétursdóttir 2012 Harpa Þorsteindsdóttir 2013

Page 19: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

16

5. Skýrsla aðalstjórnar UMF Stjörnunnar

Starfsárið 2016-2017

Aðalfundur félagsins var haldinn í Stjörnuheimilinu 10. maí 2017. Á fundinum var kosin stjórn sem skipti

þannig með sér verkum:

Sigurður Bjarnason formaður

Þórdís Björk SIgurbjörnsdóttir varaformaður

Þorsteinn Þorbergsson gjaldkeri

Kristján B. Thorlacius ritari

Ásta Kristjánsdóttir meðstjórnandi

Sigríður Dís Guðjónsdóttir varastjórn

Þorsteinn Júlíus Árnason varastjórn

Endurskoðandi ársreikninga félagsins er Ómar Kristjánsson lögg. endurskoðandi hjá Endurskoðun Ómars

Kristjánssonar ehf., Bæjarhrauni 8 í Hafnarfirði.

Starfsemin

Á starfsárinu voru verkefni aðalstjórnar með hefðbundnum hætti. Umfang starfseminnar hélt áfram að

vaxa með fjölgun iðkenda og aukinni veltu. Haldið var áfram að vinna við að innleiða nýtt bókhaldskerfi

og eins er nýr gagnagrunnur að koma í notkun sem ætti að auðvelda allt utan um hald gagna deilda og

félagsins í heild.

Framkvæmdastjóra skipti urðu á árinu en Jóhannes Egilsson lét af störfum í maí og þakka starfsmenn og

aðalstjórn honum fyrir einstaklega gott samstarf. Við stöðu framkvæmdastjóra tók Ása Inga

Þorsteinsdóttir en hún kom til starfa um miðjan júlí. Í millitíðinni brúaði Páll Grétarsson fjármálastjóri

stöðuna.

Frá hausti hefur verið unnið að endurskipurlagningu hlutverka og verkefna starfsmanna og stjórna

félagsins ásamt því að verkferlar hafa verið endurskoðaðir og unnið að endurbótum á þeim.

Nýr samstarfssamningur Garðabæjar og UMF Stjörnunnar var undirritaður í lok árs 2016. Forsvarsmenn

Stjörnunnar lögðu mikla áherslu á hækkun afreksstyrkt þar sem nýjir afrekshópar hafa bæst við í deildum

Stjörnunnar. Eins var lögð áhersla á aukin rekstrarstyrk til að mæta auknum kröfum um þjónustu og

Page 20: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

17

faglegt utan um hald í barna- og unglingastarfi félagsins sem stækkað hefur um 43% á síðastliðnum 3

árum. Allar deildir félagsins hafa vottun sem fyrirmyndarfélag ÍSÍ eftir að handbækur þeirra voru

uppfærðar og er það mikilvægt skref í að efla fagmennskuna innan félagsins.

Starf íþróttaskólans gekk að vanda vel og er hann búinn að tryggja sér fastan sess sem verðugur valkostur

fyrir dægradvöl barna yfir sumartímann.

Kvennahlaupið var haldið 27. árið í röð í Garðabæ. Framkvæmdin var enn sem fyrr í höndum Stjörnunnar

og tókst að vanda einkar vel. Hlaupahópur Stjörnunnar tók við framkvæmd hlaupsins í fyrsta sinn og var

öll þeirra vinna til fyrirmyndar. Hópurinn hefur svo verið í viðræðum við ÍSÍ um breytingar á framkvæmd

og áherslum hlaupsins til að aðlagast auknu framboði og samkeppni. Það samtal hefur gengið vel og

verður spennandi að sjá framkvæmd mótsins á árinu.

Aðalstjórn Stjörnunnar fór með haustinu yfir þá stefnumótunarvinnu sem unnin var árið 2015 og ól af sér

fjölda verkefna sem stjórnin hefur einsett sér að vinna að. Farið var stöðu á einstökum verkefnum og

nýjum áherslum bætt við sem innleiða á og vinna að á næstu tveimur árum hjá félaginu. Má þar meðal

annars nefna gagnagrunn, endurskipulagningu innra starfs félagsins og margt fleira.

Árið 2016 var fyrst teknar upp valkvæðar félagsgjaldsgreiðslur til félagsmanna UMF Stjörnunnar. Gekk

það fyrirkomulag vel og var almenn ánægja með verkefnið á meðal félagsmanna en ágóði félagsgjaldsins

fór í viðhald og uppbyggingu á félagsheimili félagsins. Félagsgjaldið var 2500 krónur fyrir árið 2016. Það

er von aðalstjórnar að upptaka félagsgjaldsins verði til þess að byggja upp öflugan félagagrunn

Stjörnunnar til framtíðar.

Rekstur

Rekstur Stjörnunnar var erfiður á árinu 2016, í heildina var rekstrarniðurstaða félagisns neikvæð um 75,7

milljónir króna sem leiðir til þess að eigið fé félagsins er neikvætt í lok ársins. Afreksstarf félagsins hefur

vaxið mjög á undanförnum árum með tilheyrandi vaxtarverkjum í rekstrinum. Allt afreksstarf félagsins

var rekið með tapi á árinu, en stóran hluta neikvæðrar afkomu má þó rekja til aukins kostnaðar

meistaraflokkanna í knattspyrnu eftir mikinn tekjuauka vegna þátttöku meistaraflokks karla í

Evrópukeppni á undanförnum árum.

Page 21: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

18

Barna- og unglingastarf

Stærsta og mikilvægasta verkefni Stjörnunnar er að tryggja að börn og unglingar í Garðabæ geti stundað

íþróttir sér til ánægju og heilsubótar. Forsvarsmenn félagsins hafa verið í innri endurskoðun á hvernig hægt

sé að standa enn betur að þessu mikilvæga starfi sem hefur ómentanlegt gildi varðandi forvarnir,

félagsþroska með það að markmiði að skila sterkum einstaklingum út í samfélagið. Árangur í slíku starfi er

hægt að mæla með ýmsum hætti enda hafa margir iðkendur verið að bætt verulega eigið framlag frá

síðustu keppni eða sigrast á öðrum áskorunum.

Afreksstarf

Afreksstarfið var svo sannarlega í blóma á starfsárinu. Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu varð

Íslandsmeistari eftir harða keppni við Breiðablik um toppsætið. Meistaraflokkur karla í knattspyrnu endaði

í 2. sæti í deildinni og tryggði sér þar með sæti í Evrópukeppninni fyrir næsta tímabil. Meistaraflokkur

kvenna í hópfimleikum varði einnig Íslandsmeistara titil sinn eftir harða keppni við lið Gerplu.

Meistaraflokkur kvenna í handknattleik hampaði bikarmeistaratitilinum. Lyfingadeild Stjörnunnar er ung

að árum en krafturinn í starfinu er hins vegar gríðarlega mikill. Dagfinnur Ari Norðmann átti frábært ár en

hann hampaði 2.sæti á HM í bekkpressu, og 3.sæti á Norðurlandamóti unglinga. Hann varð einnig Bikar-

og Íslandsmeistari í klassíksum lyftingum í sínum þyngdarflokki.

Íþróttafólk úr Stjörnunni varð hlutskarpast í vali á íþróttamanni Garðabæjar fyrir árið 2016 en þann

eftirsóknaverða titil hlutu Dagfinnur Ari Norðmann úr lyftingadeild Stjörnunnar og Harpa Þorsteinsdóttir

úr knattspyrnudeild Stjörnunnar. Þau eru vel að tilnefningunni komin og verðugir fulltrúar félagsins.

Framundan

Það eru fjölmörg mikilvæg verkefni framundan sem blasa við félaginu. Fjöldi iðkenda heldur áfram að vaxa

og um leið hefur það mikil áhrif á aðstöðuna sem deildir félagsins njóta en verulega er farið að þrengja að

mörgum þeirra auk þess sem innviðir félagsins hafa ekki náð að vaxa í takt við stækkun félagsins.

Það er því afar mikilvægt að vinna að eflingu þeirrar aðstöðu sem í boði er, auk þess sem viðhaldi og

endurbótum sé sinnt vel og að innviðir félagsins og aðstaða starfsfólk verði bætt.

Garðabær hefur sett af stað starfshóp sem vinnur að þarfagreiningu fjölnota íþróttahús í Vetrarmýrinni.

Verður áhugavert að sjá hverjar niðurstöður hópsins verða þegar þær verða kynntar í byrjun sumars 2017,

Page 22: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

19

en fomaður aðalstjórnar situr sem fulltrúi félagsins í þeim hópi. Talsverð endurnýjun hefur verið á

vallarsvæði félagsins við Ásgarð og munu þær framkvæmdir halda áfram út árið 2017.

Afreksstarf félagsins hefur verið í miklum blóma og félagið hefur síðastliðið tímabil verið með sé með bæði

karla- og kvennalið í efstu deild í öllum boltadeildum félagsins auk þess að vera með gríðarlega öflugan

meistaraflokka kvenna og blandaðs liðs í hópfimleikum. Þessi aukning á meistaraflokkum í fremstu röð er

mikil fjárhagsleg áskorun fyrir deildirnar og félagið í heild á tímum aukinnar samkeppni á auglýsinga-

og styrkjamarkaði. Það er því mikilvægt að leggja áherslu á að tryggja grunn afreksíþrótta eins og kostur er

þannig að viðhalda megi þessum góða árangri.

Lokaorð

Starf Stjörnunnar er mjög viðamikið og árlega koma hundruð Stjörnumanna að því við stjórnun deilda, í

starfi nefnda og ráða auk ýmissa annarra verkefna og fjáraflana. Meginstoðin í góðum árangri félagsins

byggir á samstilltu átaki iðkenda, styrktaraðila, sjálfboðaliða og starfsmanna. Ég vil fyrir hönd félagsins færa

öllum þessum aðilum innilegar þakkir fyrir ómetanlegt og óeigingjarnt framlag.

Garðabæ í aprílmánuði 2017.

Með Stjörnukveðju,

Sigurður Bjarnason, formaður

Page 23: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

20

6. Skýrsla almenningsíþróttadeildar

Starfsárið 2016-2017

Deildin

Almenningsíþróttadeild Stjörnunnar var stofnuð í ágúst 1995 og með skipunarbréfi aðalstjórnar frá

október 1995 um skipun stjórnar deildarinnar frá síðata aðalfundi Stjörnunnar.

Stjórn

Stjórn deildarinnar hefur frá árinu 2008 verið skipuð eftirfarandi aðilum:

Herborg Þorgeirsdóttir formaður

Eiríkur Þorbjörnsson varaformaður

Anný Antonsdóttir gjaldkeri

Örn Ottesen ritari

Kristján Gunnarsson meðstjórnandi

Kristín Hjaltadóttir Meðstjórnandi

Tilgangur og markmið.

Almenningsíþróttadeild er deild innan Stjörnunnar sem sér um almenningsíþróttir. Deildin starfar eftir

félagslögum Stjörnunnar og fylgir þeirri stefnu sem aðalstjórn ákveður á hverjum tíma.

Markmið deildarinnar er að efla almenningsíþróttir í Garðabæ og gefa þeim aðilum sem að jafnaði taka

ekki þátt í keppninisíþróttum, möguleika á að efla sál og líkama með þáttöku í almennri líkamsrækt.

Deildin telur 120 - 130 iðkendurí hóptímum í sal og skiptist sú tala nokkuð jafnt milli kynja.

Í boði eru eins og undanfarin ár hóptímar þrisvar í viku (morguntímar kvenna) og tvisvar í viku

eftirmiðdaga fyrir konur og karla.

Deildin hefur lagt sérstaka áhersu á:

Hóptíma í sal með menntuðum íþróttakennurum. Leikfimi Birnu og Óla.

Göngu- og fræðsluferðir yfir vetrartímann á laugardagsmorgnum.

Markmið deildarinnar er að bjóða uppá fræðsluerindi einu sinni á tímabili og í mars s.l. var boðið uppá

fyrirlestur um svefn og svefntruflanir, lausnir til að ná betir svefni og þannig auka lífsgæðin.

Þann 3. október 2012 var stofnaður hlaupahópur innan Almenningsíþróttadeildar og hefur verið mikil

fjölgun í hópnum sem telur hátt í 100 iðkendur. Hópurinn hittist við Ásgarð þrisvar í viku. Þáttökugjald

Page 24: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

21

er innheimt og fyrir það er ráðinn faglegur þjálfari. Fyrirhugað er að fulltrúar hlaupahóps taki sæti í

stjórn Almenningsíþróttadeildar.

Aðstaða

Núverandi aðstaða er Ásgarður en deildin hefur afnot af speglasal á efri hæð þrjá morgna í viku og „Bláa

salnum“ niðri tvo eftirmiðdaga í viku. Mjög tilfinnanlega vantar orðið betri aðstöðu fyrir

almenningsíþróttir í Garðabæ. Tækjasalur sem er á efri hæð Ásgarðs er löngu úr sér genginn bæði hvað

varðar tækin sjálf og rýmið sem hýsir þau. Í dag árið 2017 þykir orðið sjálfsagt að fólk hafi bæði aðgang

að tækjum og tímum í sal með þjáfurum, en til þess þurfa Gaðbæingar að leita til nágranna

sveitarfélaganna. Við bindum vonir við að með nýju fjölnotaíþróttahúsi verði almenningsíþróttir í heiðri

hafðar.

Nauðsynlegt væri líka að geta boðið uppá meiri fjölbreytni í líkamsrækt, en með núverandi aðstöðu er

það ekki möguleiki. Verði ekki úr þessu bætt innan fárra ára, mun þessi líkamsrækt að öllum líkindum

leggjast af þegar þjálfarar deildarinnar hætta vegna aldurs.

Stór hluti af prógraminu er að fara í heitu pottana og sundlaugina að æfingum loknum, en í vetur hefur

sundlaugin verið lokuð og sú aðstaða ekki í boði.

Rekstur

Deildin greiðir leigu fyrir aðstöðuna, en hluti af þeim leigutekjum er merktur deildinni sem eign og af

þeim tekjum greiðir deildin fyrir allan æfingabúnað og dýnur og hefur aðgang að læstri áhaldageymslu.

Félagslíf

Það hefur ávalt verið tilgangur deildarinnar að efla tengslin með því að brydda upp á einhverju

skemmtilegu fyrir utan líkamsræktina og hafa þjáfarar verið mjög virkir í að halda utan um hópinn sinn.

Ennþá eru margir iðkendur sem hafa verið með frá upphafi, en sem betur fer er einnig endurnýjun og er

ávalt nýjum félögum tekið vel og þeir hvattir til að taka þátt í félagslífinu.

Deildin heldur sitt eigið þorrablót í febrúar ár hvert og var að þessu sinni haldið í sjöunda sinn.

Haldinn er vorfagnaðurí apríl áður en vetrarstarfi lýkur og er þá oftast farið eitthvað út fyrir bæjarmörkin.

Síðasti vorfagnaður var þó hinnn fyrsti í sögunni þar sem ekki var leitað út fyrir bæinn, en byrjað var á

Bessastöðum þar sem Guðni forseti tók á móti okkur og lék á alls oddi og síðan var ekið í hinn nýja

glæsilega golfskála GKG og snæddur kvöldverður.

Page 25: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

22

Jeppaferð að hausti var árlegur viðburður, en var frestað haustið 2016 og þess í stað farið í aprílbyrjum í

öðruvísi ferð. Farið var að Laugarbakka í Miðfirði og gist á hóteli þar. Þaðan var farið í bíltúr og

skoðunarferð um Vatnsnes.

Jólafagnaður er haldinn fyrsta miðvikudag í desember ár hvert og hefst með skemmtilegum leikfimitíma í

sal og á eftir er borðað af hlaðborði í Stjörnuheimilinu. Fastur liður er að „efla barnið í okkur“og því eru

gömlu jólalögin sungin og dansað er í kring um jólatré.

Hlaupahópur Stjörnunnar 2016

Hlaupahópur Stjörnunnar er hluti af almenningsþróttadeild Stjörnunnar. Hlaupahópurinn hefur

vaxið jafnt og þétt frá stofnun hans árið 2012. Að meðaltali voru um 100 meðlimir í hópnum árið

2016. Um 85% meðlima eru úr Garðabæ og aðrir frá nágrannasveitarfélögum. Meðaldur hópsins er um

47 ár og kynjahlutfallið 60% konur og 40% karlar.

Starfsemin og almenningshlaup

Mikið og öflugt starf hefur verið unnið innan deildarinnar undanfarin ár. Lykillinn að árangri að halda úti

öflugu þjálfarateymi, góðri aðstöðu og starfi fyrir nýliða sem hefur gengið vel

Í hlaupahópi Stjörnunnar eru bæði byrjendur og þrautreyndir hlauparar og allt þar á

milli. Stjörnuhlauparar fjölmenntu í keppnishlaup árið 2016 bæði hér heima og erlendis. Á árinu 2016

tóku einstaklingar í hlaupahópnum þátt í yfir 60 hlaupaviðburðum vítt og breytt um landið, götuhlaupum,

utanvegahlaupum og erlendis einnig.

Stjörnuhlauparar voru duglegir að taka þátt í erlendum hlaupum á árinu. Í október fór 70 manna hópur

frá Stjörnunni til Munchen og tók þátt í 10km, 21km og 42km hlaupi þar. Hlaupið var um götur Munchen

og endað var inná ólympíu-leikvanginum. Árangur Stjörnuhlaupara í almenningshlaupum bæði í kvenna

og karlaflokki fer batnandi með hverju ári eignaðist félagið 4 Íslandsmeistara í öldungaflokkum árinu.

Þjálfarar voru þrír á árinu til að sinna öllum getustigum og boðið var upp á sérstakar styrktaræfingar í

Sjálandi og inniaðstöðu á hlaupabrautinni í FH-höllinni fyrir hraðaæfingar. inniaðstaða yfir köldustu

mánuðina ársins hefur aukið gæði æfinga og árangur hlaupara til muna. Í apríl hverju ári eru haldin

Page 26: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

23

nýliðanámskeið þar sem byrjendum í Garðabæ og annarstaðar gefst kostur á taka að skrefið, fá aðstoð

við að byrja og hlaupa undir leiðsögn reyndra þjálfara.

Félagsstarf og nefndir

Mikið og öflugt starf er hjá hlaupahópi Stjörnunnar. Ásamt 6 manna stjórn félags sem stýrir daglegum

málum, er sérststök Viðburðanefnd sem sér um félagslega þáttinn og skipuleggur hverskonar

viðburði. Hlaupahópurinn leggur mikið upp úr honum og reglulega eru minni og stærri viðburðir hjá

hópnum tengdir hlaupum. Þar að auki eru tvær 6 manna og aðskildar framkvæmdanefndir sem sjá um

annars vegar Stjörnuhlaupið og hins vegar Kvennahlaupið.

Stjörnuhlaupið og Kennahlaupið í Garðabæ

Hlaupahópur Stjörnunnar er framkvæmdaraðili bæði Stjörnuhlaupsins og Kvennahlaupsins.

Stjörnuhlaupið

Hlaupahópur Stjörnunnar tók við Stjörnuhlaupinu árið 2015. Áður var Stjörnuhlaupið haldið í Heiðmörk

og byrjað og endað við Vífilsstaðaspítala. Hlaupahópurinn færði hlaupið inn í miðbæ þar sem byrjað og

endað er við Garðatorg. Árið 2016 var boðið uppá 5km og 10km vegalengdir og var 10km vegalengdin

Íslandsmeistaramót í götuhlaupi þar sem Frjálsíþróttasamband Íslands veitti Íslandsmeisturum í karla- og

kvennaflokki sérstök Íslandsmeistara-verðlaun.

Kvennahlaupið

Árið 2016 tók Hlaupahópur Stjörnunnar við framkvæmd Kvennahlaupsins í Garðabæ af sérstakri

Kvennahlaupsnefnd sem hafði séð um hlaupið í 25 ár. Hlaupið byrjar og endar við Garðatorg og tóku

2.400 konur þátt í hlaupinu. Að venju var boðið upp á þrjár vegalengdir, skemmtiskokk 2,5km, 5km og

10km og skemmtiatriði á torginu. Markmið hlaupsins er að efla hreyfingu þar sem gleði og ánægja ríkir

og konur koma með bros á vör í mark.

Page 27: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

24

Viðurkenningar á árinu

Tók við viðurkenningu árinu 2016 hjá Stjörnunni sem besta deild ársins 2015

Stjörnuhlaupið valið þriðja besta og framkvæmda götuhlaup ársins 2016 af öllum öllum

götuhlaupum sem haldin voru.

Hlaupahópurinn er með fésbókarsíðuna "Hlaupahópur Stjörnunnar" og þar er að finna allar upplýsingar

um starfsemi félagsins, tilkynningar um æfingar og samskipti meðlima. Æfingar eru 4 sinnum í viku undir

leiðsögn reyndra þjálfara.

Fyrir hönd alm.Íþróttadeildar,

Herborg Þorgeirsdóttir, Formaður

Page 28: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

25

7. Skýrsla blakdeildar

Starfsárið 2016-2017

Stjórn

Eftirtalin skipuðu stjórn deildarinnar tíambilið 2016-2017:

Rósa Dögg Ægisdóttir formaður

Alexander Sævar Guðbjörnsson varaformaður

Bryndís Ösp Valsdóttir gjaldkeri

Halldór Sigurðsson meðstjórnandi

Unnur Johnsen meðstjórnandi

Egill Þorri Arnarsson meðstjórnandi

Ingibjörg Baldursdóttir ritari

Starfið

Tímabilið 2016 til 2017 hefur verið gífurlega lærdóms- og viðburðaríkt og ekki síst skemmtilegt.

Blakdeildin er með öflugt afreksstarf meistaraflokk kvenna og meistaraflokk karla, vaxandi barna-og

ungligastarf ásamt fjórum neðri deildar hópum. Deildin er með lið í úrvalsdeildum, bæði karla og kvenna,

og hafa bæði liðin verið í toppbaráttu á tímabilinu. Einnig keppa hópar með lið í 3. deild karla, 1. deild

kvenna, 3. deild kvenna, 6. deild kvenna og 7. deild kvenna. 3. deildar lið karla er í samstarfi við blakdeild

Álftaness.

Á árinu hélt deildin öldungamót BLÍ sem fékk nafnið Stjörnustríð og er ætlaði leikmönnum eldri en 30 ára.

Mótið heppnaðist vel og var mikil ánægja meðal þáttakenda með mótið og lokahófið sem var haldið í TM

höllunni að móti loknu. Deildin hélt einnig hið árlega Stjörnumót í Ásgarði á starfsárinu sem heppnaðist vel

og er orðinn vinsæll og vel sóttur viðburður á blakárinu.

Þá á Stjarnan fjölmarga landsliðsmenn í A-landsliðum og unglingalandsliðum.

Page 29: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

26

Meistaraflokkur karla

Þjálfari liðsins er Rosilyn Rae Cummings frá Bandaríkjunum sem fengin var til starfa í október síðastliðinn.

Miklar breytingar hafa verið á úrvalsdeildarliði karla en síðustu ár hefur það verið byggt upp af gömlum

reynsluboltum. Í ár stigu margir þeir til hliðar eftir farsælan feril og ungir og efnilegir strákar tóku við

boltanum. Á tímabilinu bættust við hópinn tveir leikmenn frá Bandaríkjunum, þeir Matthew Gibson og

Michael Pelletier, og hefur sú viðbót reynst vera frábær styrkur fyrir liðið. Matthew spilaði áður fyrir

háskólalið í Kanada en Michael hefur spilað í atvinnumennsku síðustu ár, meðal annars í Finnlandi. Þess

má geta að fimm leikmenn meistaraflokks karla voru tilnefndir í Mizunolið ársins 2016, í nánast öllum

stöðum, ásamt þjálfara árinsins 2016.

Karlaliðið hefur átt gott tímabil og tryggði liðið sér deildarmeistaratitil eftir að hafa endað í fyrsta sæti í

deildarkeppninni og tryggði sér með endaði liðið í öðru sæti í deildarkeppninni og tryggði sér með því

heimaleikjarétt í fjögurra liða úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Þar mætti liðið KA mönnum og unnu

Stjörnumenn þá rimmu 2-1 í leikjum og því komnir í úrslit gegn HK sem hefjast í lok apríl.

Í byrjun apríl fór fram lokakeppni í bikarkeppni Blaksambandsins, sem í ár var hluti af glæsilegri íþróttaviku

RÚV. Lið Stjörnunnar var eitt af fjórum liðum sem hafði unnið sér þátttökurétt eftir krefjandi

útsláttarkeppni, en alls tóku 15 karlalið þátt. Stjarnan sigraði HK örugglega í undanúrslitum en tapaði í

úrslitum fyrir Aftureldingu í hörkuleik.

Meistaraflokkur kvenna

Þjálfari liðsins á tímabilinu var Michael Pelletier, sem einnig er leikmaður meistaraflokks karla. Í hóp

þjálfarateymisins bættist einnig við Matthew Gibson sem aðstoðarþjálfari liðsins. Úrvalsdeildarliðið er

skipað af mörgum ungum og efnilegum stúlkum sem alist hafa upp í yngri flokkum Stjörnunnar, ásamt

nokkrum eldri og reyndari leikmönnum koma frá öðrum félögum. Hópurinn stækkaði töluvert í ár og

bættust við fjórir nýjir leikmenn á tímabilinu, meðal þeirra ein frá Bandaríkjunum, Rosilyn Rae Cummings,

sem einnig er þjálfari meistaraflokk karla. Þess má geta að tveir leikmenn meistaraflokks kvenna voru

tilnefndir í Mizunolið ársins 2016. Tveir leikmenn náðu þeim árangri að vera besti blokkarinn og besti

móttökuleikmaðurinn, en það voru þær Erla Rán Eiríksdóttir og Rosilyn Rae Cummings.

Liðið hafnaði í 4. sæti í deildarkeppninni og tryggði sér því þáttökurétt í undanúrslitum í úrslitakeppni. Liðið

lenti í þeirri hindrun að missa Bandaríkjakonuna Rosilyn frá vegna meiðsla í byrjun árs en mun hún snúa til

baka á næsta tímabili. Stjarnan mætti í undanúrslitum deildarmeisturum HK en lauk úrslitakeppninni með

tapi fyrir þeim. Í byrjun apríl fór fram lokakeppni í bikarkeppni Blaksambandsins, sem í ár var hluti af

Page 30: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

27

glæsilegri íþróttaviku RÚV. Lið Stjörnunnar var eitt af fjórum liðum sem hafði unnið sér þátttökurétt eftir

krefjandi útsláttarkeppni, en alls tóku 15 kvennalið þátt. Stjarnan mætti einnig sterku liði HK í

undanúrslitum bikarsins og lauk leikurinn með 3-1 tapi.

Neðri deildar lið

Að vanda heldur deildin úti fögrum hópi byrjenda og öldunga sem skipa nokkur lið. Liðin spila í neðri

deildum Íslandsmótum einnig sem þau taka þátt í öldungamóti BLÍ en mótið telst til stærstu og

fjölmennustu íþróttaviðburða landsins.

Þjálfarar hópanna eru Egill Þorri Arnarsson, Lárus Jón Thorarensen, Rosilyn Rae Cummings og Matthew

Gibson. Hóparnir æfa að mestu leyti á Álftanesi og í Mýrinni.

Árangur liðanna hefur verið góður en auk þess að taka þátt í neðri deildum Íslandsmótsins fara liðin á fjölda

hraðmóta sem haldin eru allan veturinn. Liðinu munu einnig taka þátt í öldungamóti BLÍ sem haldið verður

að Varmá í Mosfellsbæ 28. – 30. apríl.

Tvö karlalið eru skráð í öldungahópa en annars vegar er um að ræða hóp sem skráður var sem

byrjendahópur fyrri hluta tímabilsins en sá hópur hefur æft undir handleiðslu Lárusar Jóns Thorarensen.

Einnig er starfandi annar karlahópur sem hefur verið starfandi í nokkur ár og samanstendur af leikmönnum

Stjörnunnar og er sá hópur í samstarfi við Álftanes og æfir með hópi þaðan. Þjálfari liðsins er Zdravko

Velikov Demirev.

Stjarnan sendi fimm kvennalið og þrjú karlalið á Öldungamót BLÍ sem haldið var á heimavelli í Garðabæ í

maí á síðasta ári. Kvennaliðin spiluðu í 1., 3., 5., 9. og 10. deild mótsins en alls var spilað í 10 kvennadeildum.

Liðin stóðu sig frábærlega en tvö ný lið sem Stjarnan sendi á mótið unnu sína deild með yfirburðum. 1.

deildar liðið tapaði í hörkuleik á móti sigurvegurum HK og enduðu í 3. sæti. Karlalið Stjörnunnar spiluðu í

1., 5. og 6. deild mótsins af 6 karladeildum. Stjarnan sendi tvö ný karlalið í ár en annað þeirra stór sig

frábærlega og endaði í 1. sæti í sinni deild. 1. deildar liðið endaði í 3. sæti eftir jafna keppni.

Öldungamót BLÍ í Garðabæ 2016

Stjarnan fékk það heiðursverkefni að halda eitt stærsta blakmót sem haldið hefur verið á Íslandi í maí

síðastliðinn. Til að öðlast þátttökurétt á mótinu verða allir leikmenn að hafa náð 30 ára aldri. Mótið fékk

nafnið Stjörnustríð og var haldið í öllum helstu íþróttamannvirkjum bæjarins. Auk þess að vera gestgjafi

átti Stjarnan sjö lið á mótinu, sem er talsverð aukning frá því á árinu áður. Spilaðir voru yfir 460 leikir á 13

Page 31: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

28

völlum útum allan Garðabæ. Skemmtidagskrá var öll kvöldin og endaði mótið með veglegu lokahófi í TM

höllinni með mat og dansleik, þar sem hljómsveitin Í Svörtum Fötum hélt uppi fjörinu. Mótið heppnaðist

vel og var einnig frábær fjáröflun fyrir komandi ár í starfinu. Sjálfboðaliðar sem komu að mótinu voru

fjölmargir eiga þau allar okkar þakkir skilið fyrir frábæra vinnu, bæði í marga mánuði við skipulagningu og

á mótinu sjálfu.

Barna og unglingastarf

Yngri flokkar blakdeildar Stjörnunnar hafa verið að vaxa síðustu ár og er það stefna deildarinnar að efla

enn frekar þetta starf. Deildin hefur ráðið inn öfluga liðstyrki í hóp þjálfara, þau Rosilyn Rae Cummings og

Matthew Gibson, sem munu einnig vinna að því að efla og kynna stafið í skólum bæjarins. Deildin hefur

einnig sett upp í fyrsta skipti barna- og unglingaráð sem hefur mikinn metnað í uppbyggingu starfsins.

Æfingar hófust mánaðamótin ágúst-september af fullum krafti. Krakkarnir æfa mjög vel og oft í viku undir

dyggri handleiðslu þeirra Rosilyn Cummings og Hannesar Inga Geirssonar, íþróttafræðings og leikmanns

meistaraflokks Stjörnunnar. Þau hafa unnið frábært starf saman og eru ekki nærri hætt, en markmiðið er

að fara í mikla uppbyggingu á komandi ári.

4. og 5. flokkur

Hannes Ingi Geirsson er þjálfari flokkanna ásamt því að vera yfirþjálfari yngri flokka. Æft er þrisvar til

fjórum sinnum í viku og er heildarfjöldi iðkenda um 20 talsins. Flokkarnir tóku þátt í nokkrum æfingamótum

og voru alltaf í fremstu röð í þeim.

Margir nýliðar eru í hópnum en þrátt fyrir að vera að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni hafa þau náð

frábærum árangri á þeim mótum sem þau hafa tekið þátt í og einkennist spilamennska þeirra af gleði og

miklum metnaði.

Krakkarnir hafa staðið sig vel við æfingar og gaman að sjá hve áhuginn er mikill. Það er sérstakt ánægjuefni

að deildin á að skipa stórum og þéttum leikmannahópi hjá stúlkunum. Á móti kemur að gera þarf átak hvað

varðar drengina.

Page 32: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

29

2. og 3. flokkur

Rosilyn Rae Cummings þjálfari meistaraflokks karla og leikmaður meistaraflokks kvenna hefur séð um

þjálfun í þriðja flokki. Æft er þrisvar sinnum í viku og er heildarfjöldi iðkenda um 20 talsins. Í hópnum eru

bæði nýliðar og mjög efnilegir og reyndir leikmenn yngri flokka sem æft hafa með yngri landsliðum Íslands.

Þjálfarinn hefur þau markmið að skipta hópnum frekar upp á næsta tímabili til að möguleiki sé að að bæta

við enn fleiri krökkum á þessum aldri, en áhugi hefur verið mikill í þeim skólaheimsóknum sem þjálfarar

hafa farið í.

Landsliðsverkefni

Tíu einstaklingar náðu þeim frábæra árangri að spila fyrir Íslands hönd á tímabilinu sem leið þar af voru

fjórir sem léku með U16 og U19 ára liðum Íslands.

Sex leikmenn meistaraflokka léku fyrir Íslands hönd á mótum A-landsliða á árinu. A landslið kvenna og karla

náðu bæði þeim frábæra árangri að komast áfram í aðra umferð á HM og EM karla og kvenna.

Ísland sendi í fyrsta skipti til móts U16 lið í kvenna- og karlaflokki. Stjarnan átti tvo leikmenn í kvennahópi

U16 sem keppti á NEVZA móti og spilaði í 2. umferð Evrópumótsins.

Þannig hafa fjöldamargir einstaklingar frá Stjörnunni tekið þátt í landsliðsverkefnum á starfsárinu og er

deildin afar stolt af þeim.

Lokaorð

Blakdeild Stjörnunnar hefur verið að eflast á öllum sviðum í síðustu misserum og er gaman að segja frá því

að fjöldi sjálfboðaliða í kringum deildina hefur aukist til muna. Ljóst er að gott starf þarf á góðum

sjálfboðaliðum að halda til að geta gengið og því erum við afar þakklát öllum þeim sem koma að starfinu.

Deildin hefur nú þegar samið við Michael Pelletier og Rosilyn Rae Cummings um áframhaldandi samstarf

fyrir meistaraflokka og barna- og unglingastarf. Bæði hafa þau komið inn með mikinn eldmóð í starfið og

er það von okkar að þau munu halda áfram að byggja upp starfið með okkur. Nú tekur við mikilvægt

uppbyggingarstarf í barna- og unglingastarfinu sem við bindum miklar vonir við að muni ganga vel, ásamt

áframhaldandi afreksstarfi karla og kvenna.

Fyrir hönd blakdeildar Stjörnunnar,

Rósa Dögg Ægisdóttir, Formaður

Page 33: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

30

8. Skýrsla fimleikadeildar

Starfsárið 2016-2017

Stjórn

Hrafnhildur M. Gunnarsdóttir formaður

Unnar Helgason varaformaður

Sunna Helgadóttir ritari

Sóley Snædís Stefánsdóttir gjaldkeri

Jóna Sigurbjörg Eðvaldsdóttir formaður meistaraflokksráðs

Unnur Símonardóttir meðstjórnandi (barna- og unglingastarf)

Rekstrarstjóri

Björt Baldvinsdóttir, til 1. febrúar 2017

Kristín Helga Einarsdóttir, frá 15. febrúar 2017.

Þjálfarar í fullu starfi

Niclaes Jerkeholt, yfirþjálfari hópfimleika

Steinunn Sif Jónsdóttir, yfirþjálfari áhaldafimleika

Aníta Líf Aradóttir, yfirþjálfari yngri hópa í hópfimleikum

Henrik Pilgaard, yfirþjálfari stráka

Coroiu Ioan þjálfari í áhaldafimleikum

Birgitte Hagelskjær, þjálfari í hópfimleikum

Michael HyungSuk Johansson, þjálfari í hópfimleikum

Morten Imer Kappel, þjálfari í hópfimleikum

Tanja Kristín Birgisdóttir, þjálfari í hópfimleikum

Page 34: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

31

Þjálfarar í tímavinnu

15 aðalþjálfarar

23 aðstoðarþjálfarar

Barna- og unglingastarf

Haustið 2016 voru iðkendur í barna- og unglingahópum deildarinnar samtals 847, á aldrinum 3 ára til 31

árs, sem æft hafa í 38 hópum á öllum stigum.

Fyrir yngstu iðkendurna, sem eru 3ja til 4 ára, eru í boði krílahópar sem æfa einu sinni í viku á sunnudögum.

Áherslan er lögð á að kenna ýmis grunnatriði fimleika í gegnum leik og þrautir með þátttöku foreldra. Við

5 ára aldur taka við grunnhópar sem æfa 2 x í viku 45 mínútur í senn og eru þá án foreldra í sal. Þeir fá

undirstöðuþjálfun og þarf sú uppbygging að vera góð svo auðvelt sé að byggja ofan á. Fyrir 6 til 8 ára eru í

boði framhaldshópar fyrir iðkendur. Fimleikar eru mjög tæknileg íþrótt og fer nemendum mishratt fram

eins og gengur og gerist. Í framhaldshópum er að einhverju leyti tekið mið af getu einstakra iðkenda og

getustig milli einstakra framhaldshópa því mismunandi. Markmiðið er ávallt að allir iðkendur fái þjálfun við

hæfi. Æfingatími er 2 til 6 klukkustundir á viku, en hann fer vaxandi eftir aldri og getu. Í kringum 9 ára

aldurinn stendur kvenkyns iðkendum að jafnaði til boða að velja hvort þeir vilji halda áfram í

áhaldafimleikahóp eða í hópfimleikahóp en einungis er boðið upp á hópfimleika fyrir drengi. Við þann aldur

er einnig heimilt að skrá iðkendur á mót á vegum Fimleikasambands Íslands og eru hóparnir því flestir

keppnishópar þó að fimleikadeildin leggi sig jafnframt fram um að bjóða upp á hópa fyrir börn á aldrinum

9 til 12 ára þar sem áhersla er á skipulagt íþróttastarf án keppni.

Haustið 2016 voru hópar í áhaldafimleikum alls 6 og iðkendur á aldrinum 7 til 18 sem keppa í 1. til 6. þrepi

íslenska fimleikastigans og í frjálsum æfingum. Á árinu 2016 átti Stjarnan meðal annars Íslandsmeistara í

4. þrepi, bikarmeistara í 5. þrepi og vann einnig til fjölmargra verðlauna á mótum á vegum FSÍ, bæði í

fjölþraut og á einstökum áhöldum.

Hópfimleikahópar hjá deildinni voru alls 13, 9 stúlknahópar, sem keppa í 5. flokki til 1. flokki og 4

drengjahópar sem keppa bæði í eldri og yngri flokki drengja. Árangur hópfimleikahópa Stjörnunnar hefur

verið einstakur undanfarin ár en á árinu 2016 átti Stjarnan meðal annars bikarmeistara í 1 og 2 flokki

drengja og 1 og 2 flokki stúlkna. Fjóra Íslandsmeistara og deildarmeistartitla og urðu stúlkurnar í 1. flokki

einnig Norðurlandameistarar unglinga 2016. Stjarnan átti samtals 13 þátttakendur sem komust í

landsliðsverkefni fyrir EM og kepptu 5 með stúlknalandsliði Íslands og 8 með unglingalandsliði í blönduðum

flokki. Frábær árangur hjá þessum flottu krökkum hlakkar fimleikadeildin til þess að fylgjast með

keppendunum okkar vaxa.

Page 35: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

32

Meistaraflokkar

Meistaraflokksráð heldur utan um rekstur og starfsemi meistaraflokkanna. Meistaraflokksráð skipa:

Jóna Sigurbjörg Eðvaldsdóttir, formaður

Brynja Ástráðsdóttir

Guðný Gísladóttir

Hildigunnur Gunnarsdóttir

Sjöfn Sigurðardóttir

Meistaraflokkar fimleikadeildarinnar eru tveir. Kvennalið í hópfimleikum og blandað lið karla og kvenna í

hópfimleikum (mix lið). Með kvennaliðinu æfa 19 stúlkur, í mix liðinu eru 10 stúlkur og 8 piltar. Keppendur

í meistaraflokki eru á aldrinum 17 til 30 ára.

Allir iðkendur meistaraflokka á yfirstandandi æfingatímabili eru á svonefndum iðkendasamningi.

Samningurinn byggir á ákveðnum skuldbindingum iðkenda sem og ákveðnum skyldum deildarinnar.

Meistaraflokkur kvenna í fimleikadeild Stjörnunnar uppskar heldur betur á árinu 2016 og var liðið mjög

sigursælt þar sem liðið varð Íslands, bikar og deildarmeistarar. Frábær árangur hjá kvennaliði Stjörnunnar

í hópfimleikum.

Meistaraflokkur blandaðs lið Stjörnunnar átti gott keppnistímabil á árinu 2016. Liðið er nýtt en er á mikilli

siglingu og urðu þau Íslandsmeistarar í gólfæfingum.

Stjarnan átti 10 þátttakendur í landsliðsverkefni fyrir EM 2016 sem skiptust á milli landsliðs kvenna og

landsliðs í blönduðum flokki. Stóð hópurinn sig gríðarlega vel og var fimleikadeildin virkilega stolt af sínu

fólki.

Rekstur

Rekstur fimleikadeildarinnar hefur verið í þungur undanfarin ár og skuldir hafa safnast upp. Vorið 2016 var

ljóst að taprekstur yrði á starfsemi deildarinnar þá önn, bæði í barna- og unglingastarfi og í starfsemi

meistaraflokka. Vorið 2016 var því farið í umfangsmikla greiningarvinnu á starfseminni í því skyni að ná

hagræðingu í rekstri deildarinnar og meðal annars fenginn utanaðkomandi ráðgjöf frá aðila með

áratugareynslu af rekstri fimleikafélags. Niðurstaðan var sú að unnt væri að hagræða umtalsvert með því

Page 36: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

33

að breyta skipulagi æfinga og samsetningu þjálfarateyma einstakra hópa. Engu að síður var þó ljóst að

hækka yrði æfingagjöld meðal annars vegna kjarasamningsbundinna launahækkana þjálfara. Þá var það

niðurstaða að nauðsynlegt væri að ráða á ný rekstarstjóra fyrir deildina meðal annars til þess að unnt yrði

að hafa yfirsýn með þeim breytingum sem lagt var upp með og fylgja þeim eftir, auk þess sem daglegur

rekstur deildarinnar krefst mikillar vinnu. Í júní 2016 voru fyrirhugaðar breytingar á starfseminni kynntar

þjálfurum og í byrjun júlí kom rekstarstjóri til starfa hjá deildinni. Skemmst er frá því að segja að frá

haustinu 2016 hefur orðið viðsnúningur í rekstri deildarinnar, jafnt í barna- og unglingastarfi sem og í

rekstri meistaraflokka deildarinnar. Að því er varðar rekstur meistaraflokkanna þá hafa meistaraflokksráð

og iðkendur í meistaraflokki verið gríðalega öflugir í fjáröflunarstarfi og auglýsingasölu. Eiga þessir aðilar

mikið hrós skilið fyrir þá vinnu.

Framtíðarsýn

Ljóst er að enn má hagræða í rekstri deildarinnar og jafnframt ná fram hagkvæmari nýtingu á sal og

þjálfurum. Það er von stjórnar að með betra jafnvægi í rekstri muni verðþróun æfingagjalda taka mið af

eðlilegum kjarasamningshækkunum og tímabili hárra hækkana því vonandi lokið.

Þó verður ávallt að hafa í huga þá sérstöðu fimleika að æfingarnar eru þess eðlis að móttaka og sérþjálfun

er mikil og því fáir iðkendur á hvern þjálfara. Mikill skortur er á hæfum þjálfurum og samkeppni um þá

mikil. Það er mikilvægt að hafa gott starfsfólk og er það stefna deildarinnar að hjá henni starfi þéttur og

öflugur kjarni góðra þjálfara og jafnframt að allir iðkendur fái þjálfun við hæfi. Þannig tekst okkur að ná

sem bestum árangri iðkenda bæði hvað varðar afreksstarf og ekki síður forvarnarstarf með því að koma í

veg fyrir brottfall iðkenda.

Það er áríðandi að huga að öllum mögulegum leiðum til að auka afköst hjá okkur á sem hagkvæmastan

hátt. Með auknum fjölda iðkenda, ekki síst á afreksstigi, skapast þörf fyrir bætta aðstöðu. Aðgangur að

sérstökum sal fyrir dansæfingar myndi breyta miklu fyrir deildina. Það myndi auka hagkvæmni og minnka

líkur á biðlistum, auka gæði starfseminnar og minnka hljóðáreiti annarra iðkenda sem eru við æfingar í

aðalsal. Þá er jafnframt nauðsynlegt að bæta nokkuð aðstöðu og tækjabúnað til iðkunar áhaldafimleika

Lokaorð

Deildin vill þakka aðalstjórn og framkvæmdastjóra fyrir gott samstarf á árinu. Þjálfarar og starfsfólk eiga

jafnframt hrós skilið fyrir gott starf sem hefur sannarlega skilað sér í frábærum árangri á liðnu ári. Starfsfólki

Page 37: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

34

í Ásgarði þökkum við einnig vel unnin störf og gott viðmót. Síðast en ekki vill stjórn þakka öllum þeim

sjálfboðaliðum, foreldrum og öðrum, sem hafa unnið ómetanlegt starf fyrir deildina síðastliðin ár.

Fyrir hönd stjórnar fimleikadeildar,

Hrafnhildur María Gunnarsdóttir, Formaður

Page 38: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

35

9. Skýrsla handknattleiksdeildar

Starfsárið 2016-2017

Stjórn

Magnús Karl Danielsson formaður

Tómas Björnsson gjaldkeri

Gunnar Erlingsson ritari

Dóra Viðarsdóttir formaður mfl ráð kvenna

Hrund Grétarsdóttir formaður mfl ráð kvenna

Guðrún Jónsdóttir formaður barna og unglinga ráðs

Vilhjálmur Halldórsson formaður mfl ráðs karla.

Hrönn S Steinarsdóttir meðstjórnandi

Pétur Jónsson meðstjórnandi

Jens Kjærnested heimaleikjaráð

Ágústa Hjartar heimaleikjaráð

Á miðju sumri var skipt um formann deildarinnar, Gunnar Erlingsson sem hefur verið formaður í 3 ár og

hefur stýrt deildinni með stakri prýði lét af störfum sem formaður og kunnum við honum bestu þakkir

fyrir að leiða hópinn með rökfestu og ábyrgð, og við tók Karl Danielsson.

Eins og undanfarin ár þá eru þetta þrjár eining í handboltanum og eru allar aðskildar það er

meistaraflokkur karla, meistaraflokkur kvenna og svo barna og unglingaráð, (B/U) sem hafa hver sinn

fjárhag.

Það hefur tekist þokkalega vel til með að manna mfl kvenna ráðið, það var reyndar breyting á því um jól

og áramót, þar sem að Agnar Hannesson sem tók við því á haustmánuðum, en varð að segja sig frá því

vegna anna í vinnu, og við tóku Hrund Grétarsdóttir og Dóra Viðarsdóttir og leiða þær það núna.

Mfl ráð karla er borið uppi af Vilhjálmi Halldórssyni og hefur mikið mætt á honum í vetur, og hefur hann

skila mjög góðu starfi.

Deildin sem er borin upp af sjálfboðaliðum, og erum við auðug af, og svo lánsöm að hafa allt þetta

frábæra fólk sem gefur tíma sinn til að hægt sé að halda úti handboltadeild hjá Stjörnunni, þeim ber að

þakka sérstaklega.

Page 39: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

36

Fjárhagur og fjáraflanir

Deildin stendur ekkert alltof vel, það er takmark okkar allra að hafa reksturinn réttum megin við núllinu,

en því miður þá varð það ekki raunin á síðasta ári…örlítið tap var á rekstrinum sem má sjá í árskýrslu.

Stjórnin hefur verið dugleg að afla tekna fyrir deildina, en betur má ef duga skal. Við erum með öfluga

bakhjarla sem hafa stutt við bakið á okkur með styrkjum sem eru Tryggingarmiðstöðin (TM) Ölgerðin,

Askja, Sixt, Hreinsitækni, Toyota, Namo (Jako), og Pizzan og svo Garðabær með afrekstyrkinn og fleiri

sem hafa styrkt okkur í vetur og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.

Herra og kvennakvöld voru sömu helgi og haldið í FG…útkoman var mjög góða herrakvöldið var á

föstudegi og kvennakvöldið var á laugardegi og heppnaðist þetta mjög vel, það er samdóma allra þeirra

sem komu að undirbúningi að þessu viðburðum að þetta væri komið til með að vera, og stefnum við að

halda þetta í október á haust mánuðum. Við vorum með Skötuveislu 23. Des og heppnaðist hún

framúrskarandi vel tæplega 100 manns mættu þetta skiptið, sem er 100% fjölgun frá árinu á undan og

það bera að þakka Fiskikónginum honum Kristjáni fyrir að leggja okkur lið með að skaffa okkur

hráefni…gerum við okkur vonir að þetta verði stærra á næsta ári

Allir þeir sem komu að þessu viðburði eiga mikla þakkir fyrir.

Árangur á árinu 2016 – 2017

Það eru blendnar tilfinningar sem bærast með manni þegar talað er um árangur, karlaliðið stóð í ströngu

á yfirstandandi tímabili, liðið vann sér rétt til að spila í efstu deild á síðasta tímabili, og það á sínum eigin

verðleikum með því að vinna 1. deildina. Töluverðar breytinga voru gerðar á liðinu á milli tímabila, við

fengum leikmenn úr atvinnumennsku frá Þýskalandi Sveinbjörn Pétursson, Ólafur Gústafsson koma frá

Danmörku, Stefán Darri kom frá Fram og svo Garðar B Sigurjónsson sem kom líka frá Fram. Liðið fór mjög

vel af stað undri stjórn Einars Jónssonar og Jóhanns Inga Guðmundssonar og eftir 4 umferðir hafði liðið

unnið 2 og gert 2 jafntefli og var með 6 stig og var í toppnum, en þá fór að síga á ógæfuhliðina, þar komu

upp meiðsli hjá lykilmönnum, og átti liði í miklu basli það sem eftir lifði vetur og endaði í 9 sæti í deild, og

það munaði 1 marki að liðið hefði komist í úrslitskeppni 8 liða. Væntingar voru meiri fyrir veturinn, en

niðurstaða varð. Það lýtur út fyrir að liðið verði áfram í olísdeildinni á næsta tímabili vegna þeirra

fjölgunar sem var búið að ákveði fyrir þó nokkru síðan, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum um fjölda

þáttökuliða.

Karla liðið mun koma reynslunni ríkari á næsta tímabili inn í deildina og vonandi sterkari.

Page 40: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

37

Við tefldum fram ungmennaliði í vetur, þar sem við felldum niður 2fl karla og skráðum lið í 1. Deild, sem

var borið uppi af leikmönnum undir 23 ára aldri, sem er 2 fl og 3fl að hluta, og klárlega er þetta

fyrirkomulag komið til með að verða áfram, en það þarf að manna þetta starf á leikjum og munum við á

komandi vikum vinna að því máli, árangur liðsins var framar björtustu vonum.

Töluverðar breytinga voru á kvennaliðinu líka þetta tímabil, Flora okkar yfirgaf okkur eftir síðasta tímabil,

og í hennar stað var fengin ung og efnilega stúlka úr Fram Hafdís sem tók markið ásamt Heiðu og spiluðu

þær sig báðar inn í landsliðið á tímabilinu, við fegnum líka Þorgerði Önnu Atladóttur, en hún var að koma

úr atvinnumennsku og hefur glímt við mikil meiðsli á undaförnum árum, Aðalheiður Hreinsdóttir kom til

baka frá Val, Elena Birgisdóttir línumaður koma frá Selfossi og svo kom Brynhildur Kjartansdóttir að láni

frá ÍR ásamt að Rakel Dögg Bragadóttir var með á fullu frá byrjum tímabils.

Kvennaliðið fór af stað inn í mótið eftir breytingar á fyrirkomulagi, það var búið að skipta í tvær átta liða

deildir, og í þessum skrifuðum orðum er Stjarnan að fara að berjast um þann stóra Íslandsmeistara

titilinn, eru ríkjandi bikarmeistarar eftir úrslitaleik við Fram í febrúar, eru deildarmeistarar eftir magnað

sigur á Fram í Safamýrinni, og var það hreinn úrslitaleikur um deildameistara titilinn …mögnuð

frammistaða í þeim leik.

Úrslitakeppnin byrjaði með látum, með breyttu fyrirkomulagi þar sem aðeins fjögur lið keppa um titilinn,

þar sem að Stjarnan var efst að lokinn deildarkeppni þá fegnu þær Gróttu í undaúrslitum, og það má með

sanni segja að það hafi farið allt í loft, þar sem að fyrsti leikur endaði í vítakeppni sem við því miður

töpuðum, en leikur tvö verðu minnisstæður fyrir margra hluta sakir …það sem að mannleg misstök urðu

til þess að Stjörnunni var dæmdur tapaður leikur 10 – 0 þó svo þær haf unnið leikinn, nú voru góða ráð

dýr…við komnar upp að hinum sígilda vegg og þurftum að vinna næstu þrjá leiki til að komast í

úrslitarimmuna við Fram, og viti menn….það tókst ! með gríðarlegum stuðningi frá Stjörnu fjölskyldunni

sem mætti á leikina og hvatti liðið áfram…mögnuð reynsla að fá að upplifa þetta, að hafa slegið út

Íslandsmeistarana síðustu tveggja ára var mögnuð frammistaða hjá okkar liði og það í gegnum þetta

mótlæti sem liðið þurfti að ganga í gegnu í þessu einvígi.

Það er mikil tilhlökkun að fara í úrslitaeinvígið fimmta árið í röð, og vonast ég til þess að fá að sjá sem

flesta á leikjum okkar í þessu einvígi, sem byrjað mánudaginn 8. Mai.

Ráðist var í ákveðnar breytinga á b/u á tímabilinu, töluvert af vinnu sem hvíldi á formanni Guðrúni

Jónsdóttur og Hrönn Steinarsdóttur gjaldkera voru yfirfærðar á Einar Jónsson yfirþjálfara, og stýrði því

sem yfirþjálfari og starfsmaður deildarinnar í samráði við framkvæmdastjóra félagsins

Page 41: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

38

Því miður þá er staðan þannig að það er tap á BU, og skýrist það af fækkun iðkendum á tímabilinu, en

fyrirhuguð er vinna, til að greina hvað má betur fara og gera á næsta tímabili til að komast hjá taprekstri,

en æfingargjöld eiga að standa undir starfinu.

Stefna deildarinnar er að halda úti faglegri þjálfun einstaklinga með það aða leiðarljósi að búa til afreks

einstaklinga, sem koma til með að leiða félagið sem mfl leikmenn til framtíðar, við munum á næsta

tímabili vonandi brydda upp á ýmsum þáttum, sem ættu að vera í þjálfun yngri iðkendum, til að brjóta

þetta upp, og búa til umhverfi þar sem er bæði aðlaðandi og markviss þjálfun með fræðslu.

Í þjálfara teymið bættust við nokkrir sem eru að koma aftur eftir smá hlé eins og Magnús Teitsson og

Guðrún Axelsdóttir sem ánægjulegt, Jóhann Ingi Guðmundsson hefur verið með markmanns þjálfun hjá

deildinni í vetur ásamt að vera aðstoðarþjálfari mfl karla og með ungmennaliðið, aldrei hafa fleiri verið á

markmanns þjálfunar æfingum eins og var í vetur sem er frábært.

Bolta skólinn var í vetur undirstjórn Siggeir Magnússonar og Guðnýjar Gunnsteinsdóttur, og var nánasta

uppselt í allan vetur, og er þetta mjög vinsælt og vel sótt af bæði iðkendum og ekki síst foreldrum með

börnunum, mjög gott framtak hjá þeim hjónum sem er bæði skemmtilegt og fjölbreytt.

Töluverðar framkvæmdir hafa átt sér stað innandyra hjá okkur í vetur, þar sem að við höfum fengið nýja

stóla í húsið, betri aðstöðu fyrir fjölmiðla og svo vip herbergið sem var stækkað og er verið að leggja loka

hönd á það þessa daga. Þetta gerir það að verkum að aðstaða okkar batnar til mikilla muna, en við eigum

eitthvað í land og munum við halda áfram að knýja á um breytingar hjá bæjaryfirvöldum, eins og t.d með

búningsklefa…sem er löngu sprunginn, og gera snyrtilegra fyrir frama húsið, en við erum afar þakklát fyrir

það sem er gert fyrir okkur og kunnum að meta.

Lokaorð

Veturinn hefur verið bæði gefandi og oft á tíðum mjög krefjandi, þar sem að mikið af málum hafa komið

upp, og sum ratað í fjölmiðla, við erum mannlega og gerum misstök, en við leitum alltaf að því að

leiðrétta þau misstök sem við gerum og lærum af þeim til heilla fyrir félagið okkar.

Mig langar til að þakka öllum sem komu að rekstri deildarinnar og öllum þeim sjálfboðaliðum sem tóku

þátt í starfinu í vetur og hafa gert undanfarinn ár, styrktaraðilum og Garðabæ, og öllu því mæta fólki sem

mætti á leiki hjá okkur í vetur kærlega fyrir veturinn, með von um að næsti vetur færi okkur enn meiri

gleði. Hlakka til að sjá ykkur á næstu leikjum í TM höllinni.

Fyrir hönd handknattleiksdeildar

Karl Danielsson, Formaður

Page 42: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

39

10. Skýrsla knattspyrnudeildar

Starfsárið 2016

Stjórn

Almar Guðmundsson formaður

Sæmundur Friðjónsson formaður meistaraflokksráðs karla.

Einar Páll Tamimi formaður meistaraflokksráðs kvenna.

Kristinn Ingi Lárusson afreksmál

Valgeir Sigurðsson formaður barna og unglingaráðs.

Victor Ingi Olsen rekstrarstjóri deildarinnar

Barna- og unglingastarf árið 2016

Barna- og unglingastarf knattspyrnudeildar Stjörnunnar heldur áfram að vaxa og þróast. Á starfsárinu

voru iðkendur 887 og mótsleikir sem fram fóru á Stjörnusvæðinu voru 380 talsins.

Bæting var á aðstöðu til æfinga en skipt var um gervigras á svokölluðum miðjuvelli og battavöllum.

Fyrirhugað er svo að skipta um yfirborð á æfingavelli austan aðalvallar. Þar að auki hefur völlurinn á

Álftanesi verið nýttur fyrir æfingar og leiki. Mjög mikilvægt er að æfingavöllurinn, sem er löngu orðin

ónýtur, komist sem fyrst í gagnið og stækkun á vellinum gangi eftir þannig að hann verði löglegur fyrir

keppnisleiki á vegum KSÍ.

Alltaf er verið að bæta starfið, ráðin var styrktarþjálfari í hlutastarf, Andri Freyr Hafsteinsson sem sinnir 2.

og 3. flokkum karla og kvenna auk þess að vera yfir allri styrktarþjálfun yngri flokka. Þar að auki sér hann

um fyrirlestra um næringu og kemur að bóklegri kennslu í Garðaskóla.

Áfangar í Garðaskóla, tækniæfingar, hlaupaæfingar, markmannsæfingar, jóga námskeið,

næringarfræðifyrirlestrar, leikgreining og sálfræðifyrirlestrar eru orðin hluti af starfinu sem alltaf er verið

að bæta. Þar er fagmnennska ávallt höfð að leiðarljósi.

Page 43: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

40

Þórhallur Siggeirsson yfirþjálfari var með erindi á súpufundi KSÍ þar sem hann kynnti starfið og þá

hugmyndafræði sem liggur að baki. Var fundurinn sá fjölmennasti sem KSÍ hefur haldið af þessu tagi og

greinilegt að mikill áhugi er innan KSÍ og annarra félaga um starfið hjá okkur í Stjörnunni.

3. flokkur karla hélt utan til Danmerkur og heimsótti vinafélagið Lyseng og endurgalt heimsókn Dananna

frá því árinu áður. Vel tókst til og var Halldór Ragnar Emilsson aðalmaðurinn að vanda við skipulagningu

ásamt þjálfurum og foreldraráði flokksins.

Stærsti einstaki viðburður síðasta starfsárs var TM mótið sem er orðið eitt stærsta mót sinnar tegundar

en á tveim helgum spila leikmenn úr 5., 6., 7. og 8. flokkum karla og kvenna hraðmót og eru þátttakendur

yfir 3000 talsins. Þarna spilar saman frábært skipulag mótsnefndar með Magnús Stephensen í

fararbroddi og er ástæða til að þakka honum og hans fólki sérstalega fyrir vel unnin störf. Framlag

foreldra er líka mikið og það ber að þakka.

Að lokum vil ég þakka Jóhannesi Jóhannessyni, sem lætur af störfum í Barna- og unglingaráði eftir

áralangt starf, kærlega fyrir hans framlag. Hann hefur starfað í Barna- og unglingaráði frá því að elstu

menn muna og tekið þátt í ævintýralegum vexti í starfinu.

Gunnar Leifsson, Formaður Barna- og unglingaráðs Knattspyrnudeildar

Meistaraflokkur karla árið 2016

Eftir vonbrigða tímabil á árinu 2015 þar sem liðið náði ekki að fylgja eftir góðum árangri frá

Íslandsmeistaratímabilinu 2014 var stefnan aftur að fara alla leið. Mikill hugur var í leikmönnum,

þjálfurum, stjórn deildarinnar og stuðningsmönnum liðsins enda komu nokkrir nýir leikmenn til félagsins

fyrir tímabilið.

Fyrsta mót tímabilsins hófst í nóvember 2015 þegar liðið tók þátt í Bose mótinu. Þótt mótið sé lítið er

alltaf gott að komast í alvöru leiki svona í byrjun undirbúningstímabilsins. Þetta er gott tækifæri til að

gefa ungum og efnilegum leikmönnum tækifær og má segja að þeir leikmenn sem fengu tækifæri hafi

nýtt það vel. Einn þeirra, Kristófer Ingi Kristinsson nýtti sitt tækifæri svo um munar og fór til að mynda á

kostum í úrslitaleik mótsins sem var gegn KR. Þar gerði hann eftirminnilega þrennu í 7-2 sigri þar sem eitt

markana var sérstaklega glæsilegt. Liðið vann því þarna fyrsta titil tímabilsins eftir flottan leik.

Á nýju ári hófst Fótbolti.net mótið þar sem liðið spilaði ágætlega framan af, margir ungir leikmenn fengu

áfram tækifæri til að sýna sig og sanna og endaði liðið í öðru sæti í riðlunum sem þýddi að liðið spilaði við

Page 44: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

41

ÍA í leik um 3ja sætið. Sá leikur var skelfilegur og átti Stjarnan aldrei möguleika enda tapaði liðið á

endanum sannfærandi 6-1.

Í febrúar hófst Lengjubikarinn þar sem liði spilaði 5 leiki, 3 leikir unnust en tveir töpuðust og endaði liðið í

3ja sæti riðilsins líkt og árið áður en í þetta skiptið dugi það ekki til þess að komast upp úr riðlinum.

Að loknu Fótbolta.net móti var farið í æfingarferð til Spánar um miðjan Apríl líkt og fyrri ár. Þetta árið var

hins vegar ákveðið að breyta til og fara til Campoamor þar sem aðstæður voru allar hinar bestu til

undirbúnings á lokasprettinum fyrir Pepsi deildina.

Þann 1. maí var komið að fyrsta leik Íslandsmótsins og var það heimaleikur gegn Fylki. Stjarnan var með

mikla yfirburði í þessum leik en átti erfitt með að koma boltanum í netið. Það var ekki fyrr en á 78.

mínútu sem varamaðurinn Veigar Páll náði að skora glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu og koma

Stjörnunni yfir. Veigar var svo aftur á skotskónum nokkrum mínútum síðar þegar hann innsiglaði 2-0 sigur

Stjörnunnar með flottu skoti utan úr teig.

Annar leikur liðsins var gegn Víking í Vikinni og þar var heldur betur um kaflaskiptan leik að ræða.

Stjarnan spilaði skelfilega í fyrri hálfleik og var 1-0 undir í hálfleik. Það var allt annað Stjörnulið sem mætti

til leiks í síðari hálfleik og voru það Baldur Sigurðsson og Halldór Orri sem skoruðu sitthvort markið og

tryggðu þar með sigur Stjörnunnar í miklum baráttu leik. Það óheppilega atvik átti sér stað í síðari hálfleik

stuttu eftir að Stjarnan hafði skorað annað markið að Ólafur Karl Finsen sem hafði komið inn á sem

varamaður í síðari hálfleik lenti í samstuði við leikmann Víkings og meiddist illa og varð af þeim sökum að

fara af velli og spilaði liðið einum færri síðustu 20 mínúturnar þar sem liðið hafði notað allar skiptingarnar

sínar. Þetta óhapp varð þess valdandi að Ólafur spilaði ekki meira með liðinu á tímabilinu og var það

slæmt fyrir liðið að missa úr umferð eins sterkan leikmann og Ólafur Karl er.

Í næsta leik fór fram sannkölluð veisla þar sem Stjarnan fór létt með Þrótt Reykjavík og sigraði að lokum

6-0. Eftir þennan leik var hljóðið nokkuð gott í stuðningsmönnum liðsins og sáu menn fram á gott sumar.

Næstu leikir voru hins vegar langt frá því að vera auðveldir og fór það svo að liðið sótti aðeins 2. stig úr

næstu fjórum leikjum sem voru á móti KR, FH, Breiðablik og Val. Það var ekki fyrr en í 8. umferð gegn ÍBV

sem sigur náðist aftur frá því í 2. umferð og var það kærkominn sigur. Við tók nokkuð góður kafli þar sem

liðið spilaði flottan bolta og halaði inn stigum. Það var svo í leik gegn Þrótti Reykjavík sem hlutirnir fóru

að ganga okkur í óhag. Liðið spilaði á köflum virkilega flottan bolta en inn vildi boltinn ekki og

niðurstaðan ótrúlega svekkjandi jafntefli í gríðarlega mikilvægum leik þar sem liðið þurfti nauðsynlega á

öllum stigunum að halda.

Page 45: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

42

Við tók erfiður tími þar sem liðið náði ekki að landa stigi í fjórum leikjum í röð. Það var hins vegar ekkert

stress á leikmönnum heldur höfðu þeir allan tímann trú á verkefninu þó svo að baráttan um titilinn hafi

verið orðin frekar langsótt á þessum tíma. Liðið hélt áfram að spila sinn bolta og að lokum kom að því að

næsti sigur kom og þá aðeins fjórar umferðir eftir. Á þessum tímapunkti var liðið komið á bragðið á nýjan

leik og fór það svo að liðið sigraði síðustu fjóra leikina í deildinni og endaði í öðru sæti með 39 stig,

fjórum stigum á eftir FH. Þegar litið er yfir tímabilið eru það ákveðin vonbrigði að hafa ekki náð að landa

titlinum eins og markmiðið var en annað sætið og að vera komnir í Evrópukeppnina á nýjan leik verður að

teljast gott.

Í bikarkeppni KSÍ datt liðið út á móti ÍBV á Samsung velli og voru þar að verki tveir fyrrum Stjörnumenn

sem komu í veg fyrir það að Stjarnan kæmist lengra í bikarnum þetta árið, þeir Pablo Punyed og Bjarni Jó

þjálfari ÍBV. Liðið spilaði ekki sinn besta leik á tímabilinu en áttu þó nokkur góð tækifæri til að komast inn

í leikinn en liðinu tókst ekki að koma boltanum fram hjá ótrúlega öflugum markmanni ÍBV liðsins sem átti

stórleik.

Fyrir tímabilið gengu þeir Eyjólfur Héðinsson, Baldur Sigurðsson, Grétar Sigfinnur Sigurðsson, Hilmar Árni

Halldórsson, Ævar Ingi Jóhannesson og Duwayne Kerr til liðs við liðið og því má segja að við höfum verið

með gríðarlega sterkan hóp fyrir þetta tímabil. Til viðbótar við þessa leikmenn bættist Hólmbert Aron

Friðjónsson sem kom til liðsins á miðju tímabili frá KR í skiptum fyrir Jeppe Hansen.

Eftir að Íslandsmótinu lauk yfirgáfu tveir miklir Stjörnumenn, þeir Veigar Páll Gunnarsson og Halldór Orri

Björnsson félagið og er það alltaf erfitt þegar það gerist en félagið þakkar þeim sérstaklega vel fyrir þeirra

framlag til félagsins. Auk þeirra yfirgáfu félagið þeir Guðjón Orri Sigurjónsson og Grétar Sigfinn

Sigurðsson félagið og þökkum við þeim einnig vel fyrir þeirra framlag.

Undirbúningur fyrir næsta tímabil hófst fljótt aftur eftir stutt frí að loknu Íslandsmótinu og ekki leið á

löngu áður en nýir leikmenn fóru að bætast við leikmannahópinn. Bræðurnir efnilegu Dagur Austmann

og Máni Austmann Hilmarssynir komu til baka eftir nokkur ár í Danmörku. Auk þeirra komu einnig þeir

Haraldur Björnsson, Óttar Bjarni Guðmundsson og Jósef Kristinn Jósefsson. Þessir leikmenn munu án efa

styrkja liðið mikið og verður spennandi að sjá þá spila í bláu treyjunni í sumar.

Þjálfarateymið var nánast óbreytt frá tímabilinu á undan að undanskildum Davíð Snorra Jónassyni sem

kom frá Leikni fyrir tímabilið. Auk Davíðs var teymið skipað Rúnari Páli Sigmundssyni, Brynjari Birni

Gunnarssyni, Fjalari Þorgeirssyni, Friðrik Ellert Jónssyni sjúkraþjálfara og Sigurði Sveini Þórðarsyni og

Davíð Sævarssyni sem sáu um liðsstjórn.

Page 46: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

43

Það er ekki hægt að fara yfir svona tímabil án þess að þakka þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem lögðu

hönd á plóg og ekki síður öllum þeim fjölmörgu stuðningsmönnum sem fylgdu okkur í gegnum súrt og sætt

á tímabilinu 2016. Án ykkar væri liðið ekki á þeim stað sem það er í dag.

Það er ekki síður mikilvægt að þakka öllum þeim styrktaraðilum, stórum sem smáum sem studdu við bakið

á liðinu með fjárhagslegum hætti. Þessir aðilar eruð gríðarlega mikilvægur þáttur í rekstri liðsins og hafa

þeir iðulega tekið því vel þegar til þeirra er leitað. Með þeirra hjálp, ásamt öllum þeim sem mæta á leiki og

styðja við bakið á liðinu, hefur okkur tekist að byggja upp eitt allra sterkasta liðið í efstu deild á Íslandi og

er það ósk okkar allra að sú þróun haldi áfram og næstu ár muni gefa okkur fleiri titla í safnið.

Skíni Stjarnan

Magnús Viðar Heimisson, formaður meistaraflokksráðs karla

Meistaraflokkur kvenna

Það bar hæst á árinu 2016 að Íslandsbikarinn skilaði sér aftur heim í Garðabæ. Stjarnan sigraði m.ö.o. í

Pepsi-deild kvenna í fjórða skiptið á sex árum sem verður að teljast árangur sem unnt er að vera stoltur af.

Deildin var gríðarlega jöfn og spennandi allt fram í síðustu umferð, en Stjarnan fór langt með að tryggja sér

titilinn með hreint ótrúlegu jafntefli gegn höfuðkeppinaut sínum um titilinn, Breiðabliki, í næst síðustu

umferð. Eins og stóran hluta móts var hálfur leikmannahópinn á meiðslalistanum og einn leikmaður

þungaður, en aðrir tvíefldust við mótlætið og skiluðu framlagi langt umfram það sem krefjast mátti.

Stjarnan féll úr leik í undanúrslitum Borgunarbikarsins eftir 2-3 tap gegn Breiðabliki og fékk því ekki

tækifæri til að verja Bikarmeistaratitil sinn. Stjarnan féll einnig úr leik í undanúrslitum Lengjubikarsins með

2-3 tapi gegn ÍBV. Þá laut Stjarnan einni í lægra haldi gegn Breiðabliki í Meistarakeppni KSÍ í vítakeppni,

eftir markalausan leik.

Nokkur breyting varð þá þjálfunarteymi liðsins frá árinu á undan. Ólafur Þór Guðbjörnsson var áfram

aðalþjálfari, en Jón Þór Brandsson, sem verið hafði aðstoðarþjálfari lét af störfum. Andrés Ellert Ólafsson,

sem áður hafði verið markmannsþjálfari liðsins, tók við stöðu Jóns Þórs og Þóra Björg Helgadóttir kom inn

í teymið sem markmannsþjálfari. Eru þeim öllum þökkuð störf sín á árinu.

Page 47: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

44

Í meistaraflokksráði kvenna á árinu 2016 sátu Einar Páll Tamimi, formaður, Kristján Geirsson og Bárður

Tryggvason. Stuðningsmannahópur meistaraflokks kvenna, Gullvagninn, og stóð einnig á bakvið liðið og

setti skemmtilegan svip á leiki þess og umgjörðina alla. Einnig komu aðrir að þeim fjölmörgu verkefnum

sem þurfti að sinna á vettvangi flokksins, svo sem að framkvæmd heimaleikja o.fl., og er þeim þakkaður

sýndur áhugi og óeigingjarnt starf.

Kató hinn gamli lauk öllum sínum ræðum í rómverska senatinu með því að leggja til að Karþagó yrði lögð

í eyði. Ég hef í öllum ársskýrslum mfl. kvk. undanfarin ár gert að umfjöllunarefni það erfiða fjárhaglsega

umhverfi sem kvennaknattspyrna býr við og mun ég í anda Kató halda því áfram þar til breyting verður á.

Vonandi sjá stuðningsmenn Stjörnunnar og kvennaknattspyrnu almennt gildi þess að styðja fjárhagslega

við lið sem náð hefur jafn glæsilegum árangri og raun ber vitni. Liðið hefur nú unnið sjö stóra titla á fimm

árum og stefnt er að því að halda áfram að vinna titla. Grundvöllur slíks árangurs er traust fjárhagsstaða

sem einungis verður að veruleika ef þeir sem leitað er til horfa jákvæðum augum á boð um auglýsinga-

og styrktarsamninga. Þeim sem slíkt gerðu á árinu 2016 og er innilega þakkaður þeirra mikilvægi þáttur

og gott samstarf.

Einar Páll Tamimi, formaður meistaraflokksráðs kvenna

Samantekt og lokaorð

Góður árangur náðist hjá mörgum liðum knattspyrnudeildar á árinu 2016 bæði í Íslands- og bikarkeppni.

Yngri flokkar félagsins héldu áfram að blómstra og getum við verið stolt af starfinu þar. Þátttaka í

Evrópukeppni truflaði lið m.fl.kk og m.fl.kvk ekki á tímabilinu þar sem þátttökuréttur náðist ekki árið

áður. Deildin stefnir þó að því að vera ávallt með lið í þeirri keppni. Mikill metnaður er hjá deildinni og

vilji til að ná langt. Nokkrir leikmenn náðu þeim frábæra árangri að leika landsleiki fyrir Íslands hönd og

samfögnum við því.

Listi yfir leikmenn sem léku með landsliði á árinu 2016

Sölvi Snær Fodilsson U17

Páll Hróar Helgason U17

Jón Alfreð Sigurðsson U17

Lárus Björnsson U17

Alex Þór Hauksson U17

Page 48: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

45

Kristófer Ingi Kristinsson U17

Kristófer Konráðsson U19

Elín Helga Ingadóttir U17

Agla María Albertsdóttir U17/U19

Á haustmánuðum lét Almar Guðmundsson af störfum sem formaður deildarinnar og er óhætt að segja að

deildin hafi stækkað og styrkts undir hans stjórn. Í tíð Almars náði deildin að hampa Íslands- og

bikarmeistaratitlum í m.fl.kvk, Íslandsmeistaratitli í m.fl.kk sem og frábærum árangri í barna og

unglingastarfinu okkar. Það framlag sem Almar lagði til deildarinnar verður ekki metið til fjár og þökkum

við honum mikið vel fyrir frábær störf. Við væntum þess þó að hann haldi áfram að sinna verkefnum fyrir

deildina, á öðrum vettvangi. Takk Almar.

Undir lok árs bættust tveir kunnir aðilar í stjórn deildarinnar, Magnús Viðar Heimisson og Valgeir

Sigurðsson. Magnús mun leiða m.fl.kk áfram af sinni alkunnu snilld en hann starfaði áður hjá deildinni

sem rekstarstjóri og þekkir deildina vel. Eftir tæpa árs fjarveru kemur Valgeir aftur til starfa, nú með

annan hatt og mun fyrst um sinn leiða málaflokk sem snýr að aðstöðumálum ásamt því að koma að

öðrum málum. Virkilega gaman að fá þess tvo reynslumiklu menn aftur til starfa.

Áherslur deildarinnar árið 2016 voru með svipuðu móti og undangengin ár, aðstöðumál, öflugt yngra

flokka starf, ná stöðuleika í afrekshópum deildarinnar og halda rekstri í jafnvægi. Á árinu 2017 er ljóst að

aðstöðumál þurfa að vera í forgrunni og verður þungi settur í að vinna vel með Bæjaryfirvöldum að

uppfylla þær þarfi sem fyrir eru. Ætli deildin að haldið út jafn öflugu starfi og verið hefur þurfa

aðstöðumál að færast til mun betri vegar. Núverandi æfinga- og keppnisvæði deildarinnar er löngu

sprungið og þörfin brýn. Þrátt fyrir miklar þrengingar í aðstöðumálum gengur starf deildarinnar vel og ber

að þakka öllu því góða starfsfólki sem sinnir málum deildarinnar og ekki síður þeim fjölmörgu

sjálfboðaliðum. Stefnum hátt og gerum gott betra.

Fyrir hönd knattspyrnudeildar

Sæmundur Friðjónsson, Formaður

Page 49: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

46

11. Skýrsla körfuknattleiksdeildar

Starfsárið 2016-2017

Stjórn

Hilmar Júlíusson formaður

Karen Sigurðardóttir varaformaður

Jón Svan Sverrisson gjaldkeri

Bryndís Gunnlaugsdóttir ritari og form meistaraflokksráðs kvenna

Sveinn Kristinn Ögmundsson formaður barna- og unglingaráðs

Elías Karl Guðmundsson fjölmiðlafulltrúi

Gunnar Valdimarsson meðstjórnandi

Barna og unglingastarfið

Berry Timmermans var áfram yfirþjálfari yngri flokka þennan vetur. Í Barna- og unglingaráði voru 7 aðilar

en markmið B&U er að halda áfram að byggja ofan á það góða starf

sem hefur verið unnið síðustu ár, ráða hæfustu þjálfarana, leggja áherslu á að iðkendur hafi gaman af

íþróttinni og að flokkar og einstaklingar fái verkefni við hæfi.

Iðkendum heldur áfram að fjölga innan körfuknattleiksdeildar og ánægjulegt er að sjá hversu mikið

stúlkum fjölgar á milli ára en áfram verður lögð sérstök áhersla á að fjölga stúlkum.

Þegar þetta er skrifað þá hefur 7. flokkur drengja tryggt sér silfurverðlaun á Íslandsmótinu en 8., 9. og 10.

flokkur drengja leika til úrslita á næstu vikum. 10. flokkur drengja hefur einnig leikið í Íslandsmóti og

bikarkeppni drengjaflokks þennan veturinn. Flokkurinn hefur náð frábærum árangri í vetur og varð

bikarmeistari í sínum árgangi og fékk silfur í bikarkeppni drengjaflokks.

Page 50: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

47

Stjarnan átti 5 glæsilega fulltrúa í landsliðum Íslands sem voru valin nú í mars mánuði, Magnús Helga

Lúðvíksson í U15, Árna Gunnar Kristjánsson, Dúa Þór Jónsson og Ingimund Orra Jóhannsson í U16 og

Jónínu Þórdísi Karlsdóttur í U18.

Í apríl var haldið Stjörnustríðsmót Kass í Ásgarði sem tókst frábærlega eins og síðustu ár og mættu

rúmlega 900 krakkar til leiks.

Eins og áður kom fram er stefnan að halda áfram að gefa í og fjölga iðkendum og það eina sem getur

komið í veg fyrir enn frekari vöxt körfuboltans í Garðabæ er húsnæði til iðkunar.

Sveinn Kristinn Ögmundsson, formaður barna og unglingaráðs.

Meistararflokkur kvenna

Meistaraflokkur kvenna endaði sitt fyrsta keppnistímabil í efstu deild í næst neðsta sæti eftir frekar erfitt

tímabil. Liðið gekk í gegn um erfiðleika með erlendann leikmann sem þrátt fyrir óumdeilda hæfileika í

körfubolta átti erfitt að aðlagast liðsfélögum sem endaði með uppsögn og stuttu síðar var þjálfaranum

einnig sag upp hljóp yfirþjálfari yngriflokka Berry Timmerman í skarðið og kláraði tímabilið. Stelpurnar

héldu þó sæti sínu í deildinni. Fyrir yfirstandandi tímabil var Pétur Már Sigurðsson ráðinn þjálfari og

honum til aðstoðar Oddur Benediktsson. Fyrir tímabilið var ljóst að einn sterkasti leikmaður liðsins

Margrét Kara Sturludóttir yrði ekki með þar sem hún var ólétt. Auk þess lögðu fjölmargar stelpur skóna á

hilluna af ýmsum ástæðum. Alls voru 12 leikmenn sem komu við sögu 2015-2016 sem hættu. Í þeirra

stað komu 10 nýjir leikmenn, að mestu ungar og efnilegar stelpur. Það má segja að eins óheppnar þær

vour með útlending fyrsta árið þá höfðu þær svo sannarlega heppnina með sér í ár. Pétur Már fékk til

liðs við liðið Danielle Victoriu Rodriguez. Hún reyndist svo sannarlega happafengur fyrir félagið. Alger

gullmoli bæði innan og utan vallar og var einn albesti leikmaður deildarinnar. Með hana og Rögnu

Margréti, landsliðsmiðherja í fararbroddi náði liðið í fyrsta skipti í sögunni í úrslitakeppnina og tapaði þar

í undanúrslitum gegn margföldum íslandsmeisturum Snæfells. Klárlega árangur sem fór fram úr

væntingum miðað við þær breytingar sem liðið gekk í gegum en stelpurnar sýndu að þær voru svo

sannarlega tilbúnar í slaginn þegar á reyndi.

Pétur Már var ráðinn til tveggja ára og mun hann halda áfram uppbyggingunni með styrkri aðstoð

Bryndísar Gunnlaugsdóttur formanni mfl ráðs kvenna. Þegar þetta er skrifað er að hefjast vinna við að

undirbúa næsta tímabil og bindur stjórnin vonir við að allar þær ungu og efnilegu stelpur sem léku með

liðinu í vetur haldi áfram og haldið verði áfram uppbyggingu kvennakörfuboltans í Garðabæ.

Page 51: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

48

Það er þekkt staðreynd að sterkir meistaraflokkar auka áhuga hjá yngri iðkendum. Nú eru að koma upp

fjölmennir stelpuflokkar og sjáum við nú loksins fram á að innann ekki margra ára munum við sjá uppalda

leikmenn í meistaraflokki. Enn sem komið er hefur aðeins einn leikmaður sem er uppalinnhjá félaginu

leikið með mfl kvenna.

Meistaraflokkur karla

Meistaraflokkur karla náði sínum besta árangri í deildarkeppninni frá upphafi þegar liðið náði öðru sæti í

deildinni keppnistímabilið 2015-16. En það dugði skammt því að eftir magnaða 5 leikja seríu gegn

Njarðvík urðu strákarnir að játa sig sigraða í 8 liða úrslitum sem voru mikil vonbrigði, oddaleikurinn var

æsispennandi og má segja að hann hafi tapast á vægast sagt umdeildan hátt.

Það urðu ekki miklar breytingar á hópnum fyrir tímabilið 2016-17. Þjálfarateymið var óbreytt en Tómas

Þórður hélt í nám til Bandaríkjanna og var sá eini sem yfirgaf hópinn. Í hans stað komu tveir leikmenn,

þeir Eysteinn Bjarni Ævarsson sem kom frá Hetti Egilstöðum og landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson

sem var að koma heim úr atvinnumennsku frá Svíþjóð. Það má segja að koma Hlyns marki tímamót í

sögu félgasins og gríðarlegur fengur að fá leikmann í þessum gæðaflokki til liðsins.

Liðið byrjaði tímabilið feiknavel og tapaði aðeins tveimur leikjum fyrir áramót. Seinni hluti tímabilsins var

liðinu erfiður en liðið lenti þrátt fyrir það í öðru sæti en þegar þetta er skrifað er ljóst að liðið datt út í

undanúrslitum. Framundan eru miklar breytingar þar sem eldri leikmenn hverfa á braut af ýmsum

ástæðum og yngri leikmenn taka við keflinu. Það er stefna stjórnarinnar að byggja upp framtíðarlið í

kringum uppalda leikmenn.

Körfuboltinn í Garðabæ

Árið 2017 markar viss tímamót í sögu körfuboltans í Garðabæ. Nú er 10 ár síðan karlalið félagsins vann

sig uppí efstu deild eftir að hafa tryggt sér 5. sæti í deildarkeppninni og þar með þáttökurétt í umspili um

laust sæti í efstu deild í síðasta leik. Liðið hafði áður spilað eitt tímabil í efstu deild þar sem liðið fór beint

niður aftur án sigurs. Eftir óvænta sigra gegn Breiðablik og Val var liðið allt í einu komið í efstu deild og

hefur verið þar síðan. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan árið 2007 hvað körfuboltann í Garðabæ

varðar. Karlalið félagsins hefur stimplað sig inn sem eitt öflugasta lið landsins, liðið hefur 9 ár í röð

komist í úrslitakeppnina, þar af tvisvar í lokaúrslit. Auk þess hefur liðið komist þrisvar í bikarúrslit og

unnið í öll skiptin. Árið 2007 voru nokkrir tugir sem æfðu körfu í bænum. Ekki var boðið uppá neinar

æfingar fyrir stelpur og þrír þjálfarar að störfum við deildina. Árið 2017 eru skráðir iðkendur í deildinni

að nálgast 400 og 18 þjálfarar störfuðu við deildina í vetur.

Page 52: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

49

Stór skref hafa líka verið stigin kvennamegin. Árið 2009 var í fyrsta skipti skráð kvennalið til leiks í

deildarkeppninni. Núna 8 árum seinna hefur liðið leikið tvö ár í efstu deild og var að ljúka þáttöku í sinni

fyrstu úrslitakeppni. Til marks um sterka stöðu Stjörnunnar í íslenskum körfubolta má benda á að aðeins

tvö félög eru með bæði kvenna og karlalið í úrslitakeppninni í Dominos deildanna, en það er Stjarnan og

Keflavík. Auk þess er Stjarnan líklega það félag með flesta eða næstflesta yngri iðkendur á landinu. Og

hvergi hefur aukningin verið eins og í Stjörnunni, iðkendafjöldinn hefur meira en tífaldast á 10 árum. Allt

þetta styður hvort annað, sterkir meistaraflokkar laða fleiri iðkendur á æfingar og sterkir yngri flokkar

munu styrkja meistaraflokka framtíðarinnar og draga fleiri foreldra í starfið.

Ekki er hægt að ljúka þessari yfirferð án þess að minnast aðeins á aðstöðuna. Í fyrsta lagi er þessi mikla

fjölgun yngri iðkenda að sprengja það húsnæði sem deildin hefur yfir að ráða utan af sér. Nú hefur

deildin beðið í töluverðann tíma eftir endurnýjun á gólfi og áhorfendaaðstöðu í Ásgarði.

Körfuknattleikssambandið hefur gert formlega athugasemd við gólfið og eins er núverandi bekkir fyrir

áhorfendru ekki lengur boðlegir. Nýtt gólf myndi líka gjörbreyta aðstöðu fyrir æfingar yngri flokka þar

sem þá væri hægt að nýta svæðið sem nú er gömul fimleikagryfa undir æfignar og þar með fjölga

æfingavöllum um einn.

Allt þetta starf kostar mikla vinnu. Þrátt fyrir að sjálboðaliðum fjölgi ár frá ári þá vantar alltaf duglega

einstaklinga sem tilbúnir eru að leggja hönd á plóg. Í dag koma allt að 20 einstaklingar að einum

körfuboltaleik. Það þarf á ritaraborð, grilla hamborgara, manna sjoppu, setja upp salinn o.s.frv. Þannig

að allir þeir sem hafa áhuga á að koma að starfinu með einhverjum hætti, ekki hika við að hafa samband

við forráðamenn deildarinnar, ykkur verður tekið opnum örmum!

Ég vil nota tækifærið og þakka þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem lagt hafa hönd á plóginn. Án þeirra og

þeirra frábæru þjálfara, aðstoðarþjálfara og annarra sem á einhvern hátt koma að starfinu væri þetta

ekki gerlegt.

Auk þess vill deildin þakka starfsfólki Ásgarðs og öllum þeim sem komu að starfi deildarinnar,

leikmönnum, iðkendum og forráðamönnum, aðalstjórn félagsins og styrktaraðilum kærlega fyrir frábært

samstarf og það er ljóst að framtíð körfuboltans í Garðabæ er björt.

Fyrir hönd körfuknattleiksdeilar

Hilmar Júlíusson, Formaður

Page 53: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

50

12. Skýrsla kraftlyftingadeildar

Starfsárið 2016-2017

Stjórn

Alexander Ingi Olsen formaður

Jón Sævar Brynjólfsson gjaldkeri/ (og varaformaður)

Erling Gauti Jónsson ritari

Starfsárið 2016 var fjórða ár deildarinnar síðan Kraftlyftingafélagið gekk í Stjörnuna. Mikið umrót hefur

verið á starfi deildarinnar þá helst vegna endurbóta sem standa yfir á íþróttahúsinu í Ásgarði en þar hefur

deildin haft til umráða lyftingasal sérstaklega tileinkaðan starfi deildarinnar. Á meðan framkvæmdir

standa yfir hefur deildin þurft að deila æfingaaðstöðu sinni með almenning og bindur lyftingadeild vonir

sínar um að framkvæmdir gangi hratt og vel fyrir sig svo að æfingaraðstaða deildarinnar útaf fyrir sig

verði endurheimt og hægt verði að halda áfram með þá öflugu uppbyggingu sem deildin hefur staðið í

síðustu ár.

Árið 2016 fjölgaði einnig iðkendum og telja þeir um 50 manns því er ljóst að mikill vöxtur er á starfi

deildarinnar og því mikilvægt að líta til uppbygginar á æfingaraðstöðu deildarinnar.

Afrekshópur deildarinnar átti góðu gengi að fagna í ár. Keppnislið Stjörnunnar mætti til leiks á Íslandsmót

í klassískum kraftlyftingum og varð keppnisliðið íslandsmeistarar karla 2016 í liðakeppni annað árið í röð

og hlutu einstakir keppendur keppnisliðsins 1 gull, 3 silfur og eitt brons. Á árinu sem leið sótti

afrekshópur stjörnunnar til heildarinnar litið 3 Íslandsmeistaratitila, 3 bikarmeistaratitla ásamt því að

vinna til verðlauna á alþjóðlegum stórmótum og setja fjölda íslandsmeta.

Dagfinnur Ari Normann, okkar fremsti afreksmaður átti annað frábært ár og lenti í fyrsta sæti á Reykjavík

International Games, 2. sæti á Evrópumeistaramótinu í bekkpressu, 3. sæti á Norðurlandamóti unglinga í

klassískum Kraftlyftingum og í 12 sæti á Heimsmeistarmótinu í klassískum kraftlyftingum sem haldið var í

Texas fylki í Bandaríkjunum.

Í byrjun árs 2016 var Dagfinnur Ari kjörinn Íþróttamaður Garðabæjar annað árið í röð. Nafnbót Dagfinns

sem íþróttamaður Garðabæjar annað árið í röð er mikil viðurkenning fyrir það starf fer fram innan

deildarinnar sem og alla þá vinnu sem Dagfinnur Ari hefur lagt af mörkum til að ná þessum árangri.

Page 54: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

51

Félagsandinn á árinu var til fyrirmyndar en slíkt er lykilatriði í starfi lyftingardeildarinnar þar sem

iðkenndur vinna mikið saman og hjálpa hvor öðrum að ná markmiðum sínum. Áfram var unnið að

uppbyggingu á starfi tengdu Ólympískum lyftingum og sendi deildin keppanda á íslandsmeistaramót sem

hafnaði í 2. sæti í sínum flokki. Líkt og nefnt var að ofan þá þarf að vinna að frekari uppbyggingu á

æfingaaðstöðu svo það sé hægt að æfa íþróttina að fullu í aðstöðu Stjörnunnar en okkar von er að

aðstaða deildarinnar batni með þeim framkvæmdum sem eiga sér stað í íþróttahúsinu ásgarði um þessar

mundir.

Mikil gróska er í starfi lyftingadeildar og er Stjarnan nú þegar búið að skipa sér ses meðal sterkustu

félögum landsins þegar kemur að klassískum kraftlyftingum og stefnt er að að halda þeirri sókn áfram.

Tækifæri er til áframhaldandi vaxtar á bæði á vettvangi kraftlyftinga og ólympískra lyftinga og stefnir

Stjarna ótrauð áfram að frekari afrekum á þeim sviðum.

Að lokum viljum við þakka aðalstjórn og öðrum deildum fyrir gott samstarf á liðnu ári. Skíni Stjarnan!

F.h. stjórnar Lyftingadeildar Stjörnunnar

Alexander Ingi Olsen

FormaðurStjórn

Page 55: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

52

13. Skýrsla sunddeildar

Starfsárið 2016-2017

Stjórn

Sigrún Þorsteinsdóttir formaður

Arnheiður Elísa Ingjaldsdóttir varaformaður

Gunnhildur Eva Arnoddsdóttir meðstjórnandi

Þjálfarar

Friðbjörn Pálsson er yfirþjálfari hjá Sunddeildinni. Hann hefur séð um þjálfun yngri hópa eins og

undanfarin ár, auk þess sér hann um daglegt skipulag deildarinnar. Hannes Már Sigurðsson sér um

þjálfun A og B hóps á móti Sindra Davíðssyni. Kristín Lúðvíksdóttir, Soffía Klemenzdóttir, Elfa Ingvadóttir,

Kristján Albert Kristinsson og Sesselja Þrastardóttir eru með C, D, E og barnahópa. Sunddeildin hefur

jafnframt nokkra aðstoðarþjálfara sem eru, eins og þjálfarar okkar, öll núverandi eða fyrrverandi

sundmenn. Þjálfarar deildarinnar sóttu á árinu þjálfara- og skyndihjálparnámskeið sem haldin voru á

vegum SSÍ/ÍSÍ og annara aðila. Deildin er með starfsemi í fjórum sundlaugum og setur markmið sitt að

sinna öllum aldurshópum eftir bestu getu.

Iðkendur

Iðkendur hjá deildinni eru í kringum 100-120 eftir því hvort þriggja til sex ára gömul börn eru talin með.

Auk þess sækja fjölmargir námskeið á vegum deildarinnar í vatnsleikfimi og ungbarnasund. Æfingahópar

eru 11 talsins: A hópur fyrir 13 ára og eldri, B hópur fyrir 11-15 ára, tveir C hópar fyrir 8-11 ára, fjórir D

hópar fyrir 7-9 og 6-8 ára, fjórir E hópar fyrir byrjendur 4-7 ára auk námskeiða fyrir aðra aldurshópa.

Sundæfingar fyrir garpa sem eru 18 ára og eldri eru í biðstöðu.

Markmið

Yngri börn: Að börnin læri undirstöðutækni í sundgreinum. Lögð er áhersla á að börnin hafi gaman af

fremur en að ná árangri í keppni. Einnig er áhersla á að byggja upp samkennd og liðsheild geta hlustað og

farið eftir fyrirmælum og sýnt starfsfólki og félögum virðingu og kurteisi. Eldri börn: Að börnin fái

fjölbreytta þjálfun í keppnisgreinum sundsins. Börnin fái að spreyta sig í keppni á löggiltum sundmótum

með jafnöldrum úr öðrum félögum. Einnig að þau fari sem hópur í æfinga- og keppnisferðir innan- og

utanlands sem þroskar þau og eflir. Námskeið: Að bjóða upp á alhliða líkamsrækt í gegnum sundæfingar

og sundleikfimi auk þess að efla sundiðkun almennings.

Page 56: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

53

Námskeið

Haldin eru reglulega námskeið fyrir þriggja til sex ára börn í fylgd með foreldrum og hefur Friðbjörn

umsjón með þeim. Námskeiðin hafa gengið mjög vel og eru orðin fastur liður í starfi sunddeildarinnar.

Einnig er boðið uppá ungbarnasund sem Elín Birna Guðmundsdóttur hefur umsjón með en hún haft

samstarf við sunddeildina síðan 2005. Birna hefur einnig verið með vatnsleikfimi og leikfimi fyrir

barnshafandi konur. Sunddeildin hefur undanfarin ár staðið fyrir sundnámskeiðum í Ásgarði og Álftanesi

yfir sumartímann fyrir börn á aldrinum 3ja til 11 ára. Sumarnámskeiðin gengu ekki eins vel sumarið 2016

eins og undanfarin sumur og líklega er hluti skýringar velgengni íslenska karlalandsliðsins í fótbolta.

Sundþjálfarinn Krístín Lúðvíksdóttir hafði umsjón með námskeiðunum. Aðsókn að námskeiðum hefur

verið góð undanfarin ár og bindum við miklar vonir við uppbyggingu á Ásgarðssvæðinu. Ánægjulegt er að

sjá metnað foreldra til að tryggja börnum sínum góðan grunn í sundi, strax frá unga aldri.

Starfið árið 2016

Árið einkenndist af metnaði og bjartsýni eins og undanfarin ár. Yngra starfið gekk vel eins og fyrri ár.

Innanfélagsmót og sýningar voru haldin í Mýrinni tvisvar sinnum á hvorri önn innanfélagsmót/sýningar

og tókust þau vel í alla staði. Á þessum mótum er lögð áhersla á réttan sundstíl frekar en hraða og allir frá

þátttökuviðurkenningu. Auk þess er reglulega boðið uppá pizzukvöld og leiktíma til að brjóta upp starfið

hjá yngstu hópunum. Það hefur einnig verið hefð síðusta ára að enda hverja önn með stórum leiktíma í

einni veglegustu laug landsins, á Álftanesi, við mikla ánægju iðkenda.

Elstu iðkendur deildarinnar sóttu flest þau mót sem voru í boði á árinu undir merkjum Sundsambands

Íslands; SH mót, sundmót Ægis, sundmót Ármanns, Íslandsmót í 50m laug, vormót Breiðabliks og Fjölnis.

Krakkarnir voru að standa sig vel og náðu lágmörkum fyrir AMÍ.

Í júní lauk svo A-hópurinn tímabilinu með þátttöku á aldursflokkameistaramóti Íslands (AMÍ) og stóðu

þau sig öll með stakri prýði, sýndu góða liðsheild og hvöttu félaga sína til dáða í lauginni.

Haustið byrjaði síðan með Ægismóti, Fjölnismóti, Íslandsmóti í 25 m laug. Miklar og góðar framfarir hafa

verið í vetur og stefnir í flottan árangur á AMÍ í sumar.

Sunddeildin er með samning við Garðabæ frá árinu 2005 um að skráðir iðkendur deildarinnar fái frítt í

sund. Tilgangurinn hefur verið sá að gefa iðkendum kost á að bæta við sig sundæfingum. Þetta

samkomulag hefur haldið og er Garðakortið aðgangskort þeirra að lauginni á Álftanesi fyrir iðkendur

deildarinnar 11 ára og eldri. Þau yngri fá áfram frítt í sund. Við hvetjum iðkendur okkar til að nýta sér

Page 57: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

54

þetta sem best.

Sunddeildin er í vexti og býður nú upp á fjölbreytta sundiðkun fyrir alla aldurshópa, þ.e. allt frá

ungbarnasundi að garpasundi auk vatnsleikfimi. Þannig reynir deildin að leggja sitt af mörkum til að efla

sundiðkun almennings. Deildin leggur mikla áherslu á að efla félagsanda iðkenda og að byggja upp sterk

tengsl innan hópsins. Með þetta að markmiði voru meðal annars haldin nokkur pizzakvöld, farið í bíó,

keilu o.fl. Allir þessir viðburðir hafa farið vel fram og iðkendur okkar verið deildinni og öðrum til sóma.

Sunddeildin hefur hvatt grunnskóla Garðabæjar að taka þátt í Boðsundssmóti Grunnskólanna sem haldin

er í Laugardalslaug ár hvert og hefur Grunnskóli Álftaness tekið þátt, sem er mjög gleðilegt og vona ég

innilega að næsta ár munum við sjá fleiri skóla í bænum okkar taka þátt því þetta hefur hvetjandi áhrif.

Aðstaðan

Boðið eru uppá æfingar og námskeið í fjórum sundlaugum; Ásgarði, Álftanesi, Mýrinni og í Sjálandsskóla.

Sundæfingar eru að hefjast klukkan 15:30 fyrir yngsta hópinn, sem getur þannig æft sund í tengslum við

dvöl í skólaskjóli Hofsstaðaskóla. Með góðum innilaugum í Mýrinni og í Sjálandi er unnt að bjóða upp á

námskeið/æfingar fyrir þriggja til tíu ára börn og ungbarnasund. Sundlaugin í Mýrinni hentar síður fyrir

eldri iðkendur enda laugin stutt og vatnið almennt heitt sem hentar litlum kroppum. Þá hafa ekki verið til

staðar baðverðir af báðum kynjum síðla dags en slíkt takmarkar nýtingu laugarinnar. Sundlaugarnar í

Ásgarði og Álftanesi nýtast vel fyrir eldri iðkendur og því fara æfingar þeirra að mestu leyti fram þar. Við

erum mjög þakklát fyrir þá aðstöðu sem sunddeildin hefur fyrir starfsemi sína og allt stefnir í frábæra

laug í Ásgarði. Kennslulaugin við Sjálandsskóla hefur veitt okkur færi á að fjölga æfingahópum fyrir yngri

iðkendur og einnig eftir lokun Ásgarðslaugar hafa elstu börnin æft þar. Sunddeildin hefur áhuga á að

vinna með öðrum deildum og félögum og hefur m.a. boðið fram þjálfara fyrir íþróttaskóla Stjörnunnar og

krakka í skólaskjóli Sjálandsskóla. Þetta er göfug hugmynd með íþróttaskólann en gengur ekki upp á

þeim forsendum sem er verið að biðja um, það að sundþjálfari komi hálfan dag einu sinni í viku að

verkefninu er ekki framkvæmanlegt en Friðbjörn hefur nefnt að hægt væri að láta krakkana byrja hjá

okkur í sunddeildinni að morgni áður en almennu sundnámskeiðin hefjast og svo taka starfsmenn úr

íþróttaskólanum börnin með sér yfir á Ásgarðssvæðið í Íþróttaskólann. Sunddeildin hefur jafnframt boðið

uppá sundþjálfun á Álftanesi undanfarin ár. Deildin hefur einnig séð um sérstök námskeið fyrir nemendur

í barnaskóla Hjallastefnunnar á Vífilsstöðum og vonumst við til áframhaldandi samstarfs og bjóðum fram

þekkingu okkar við að veita börnum sem besta færni í sundi.

Sunddeildin hefur hins vegar áhyggjur af lágmarksmönnun íþróttahúsanna Mýrarinnar og Sjálands en þar

Page 58: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

55

er bara einn starfsmaður á vakt seinni part dags með stór mannvirki eins og bent var á hér að framan.

Virkilega gott samstarf hefur verið við starfsfólk Álftaneslaugar og eiga þau þakkir skilið fyrir að taka vel á

móti hópunum okkar og þjálfurum þegar Ásgarði var lokað og bætt aðstöðuna til að tryggja öryggi í

lauginni.

Fjármálin

Sunddeildin hefur lagt áherslu á að halda fjármálum deildarinnar í jafnvægi. Fram til þessa hefur tekist að

standa undir útgjöldum með æfingargjöldum og styrkjum. Skráning á iðkendum fer fram í Nóra, en það

kerfi hefur nýst vel til að skipta hópum og innheimta æfingagjöld.

Styrkaraðilum hefur hins fækkað verulega og er nú svo komið að framlög frá þeim eru nær horfin. Ljóst

er að næsta ár munum við þurfa að hækka æfingagjöld.

Framtíðin

Mikið framfararskref er verið að taka nú í uppbyggingu á Ásgarðslaug og erum við mjög spennt fyrir því

hver útkoman verður. Teikningar lofa góðu og mun öll aðstaða fyrir sunddeildina og alla bæjarbúa verða

til fyrirmyndar og mikið gleðiefni að nú loks skuli laugin verða löglegir 25m. Aðstaða fyrir tímatöku

verður að veruleika sem gjörbreytt getur stöðu sunddeildarinnar.

Sunddeildin hefur verið að vaxa og dafna undanfarin ár og þó að við gerum ekki ráð fyrir mikilli fjölgun

þetta árið þar sem verið er að endurnýja Ásgarðslaug þá lítum við björtum augum á framtíðina og ný laug

mun vissulega hjálpa okkur í þeim efnum. Stöðug fjölgun yngri iðkenda leggur grunninn að öflugum

keppnishópi framtíðarinnar en ekki síður að öflugum hópi iðkenda sem gerir sundið að sínum lífsstíl.

Því er mikilvægt að halda áfram uppbyggingu sundmannvirkja til að hægt verði að mæta þörfum ólíkra

hópa til framtíðar. Foreldrar verða að gera sér grein fyrir mikilvægi þess að vera vel syndur og í lok 4.

bekkjar geta öll börn farið eftirlitslaus í sund.

Að lokum þakkar stjórn sunddeildarinnar öllum þeim sem komu að starfinu með einum eða öðrum hætti

og starfsfólk mannvirkjanna á heiður skilið fyrir þolinmæði í garð iðkenda.

f.h. Sunddeildar Stjörnunnar

Sigrún Þorsteinsdóttir, Formaður

Page 59: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

56

14. Reikningar ársins

Áritun Stjórnenda

Félagið er ungmennafélag, sem rekur umfangsmikið íþrótta- og tómstundastarf í Garðabæ. Rekstur

félagsins skiptist niður á 8 deildir sem hver og ein er rekin sjálfstætt. Ársreikningur félagsins sem saminn

er eftir bókum félagsins hefur að geyma rekstrar- og efnahagsreikning hverrar deildar og heildarreikning

allra deilda með skýringum og yfirliti um sjóðstreymi. Heildartekjur félagsins á árinu 2016 námu 677,3

milljónum króna og tap af rekstri félagsins var neikvætt um 75,6 milljónir króna. Eigið fé félagsins í árslok

2016 er neikvætt um 3,7 milljón króna.

Garðabæ, 3. maí 2017

Stjórn UMF Stjörnunnar

Framkvæmdastjóri

Page 60: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

57

15. Áritun endurskoðenda

Page 61: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

58

Page 62: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

59

16. Skýringar

Reikningsskilaaðferðir

Ársreikningurinn er gerður í samræmi við lög og góða reikningsskilavenju. Hann er byggður á

kostnaðarverðsreikningsskilum og er í öllum megindráttum fylgt sömu reikningsskilaaðferðum og á fyrra

ári.

Eignir og skuldir sem bundnar eru vísitölu eða gengi erlendra gjaldmiðla eru færðar upp miðað við

verðlag eða gengi í lok reikningsárs.

Varanlegir rekstrarfjármunir

Varanlegir rekstrarfjármunir, eru færðir til eignar á upphaflegu kostnaðarverði.

Það hefur verið stefna forráðamanna UMF Stjörnunnar undanfarin ár að færa ekki til eignar í ársreikningi

félagsins óefnislegar eignir þegar veruleg óvissa ríkir um raunverulegt verðmæti þeirra. Á það meðal

annars við um verðmat á leikmönnum meistaraflokka félagsins.

Vegna skilyrðislausra krafna Leyfiskerfis KSÍ er verðmæti leikmanna meistaraflokks karla í

knattspyrnudeild nú fært til eignar í ársreikninginn. Verðmæti leikmanna er reiknað skv. félagaskiptakerfi

KSÍ og nam í árslok 2015 7,5 milljónum króna.

Skuldbindingar

Engar skuldbindingar hvíla á félaginu í árslok 2016 umfram þær sem fram koma í ársreikningi félagsins.

Önnur mál

Auk annarra styrkja eru afnot íþróttamannvirkja í Garðabæ reiknuð og færð í ársreikninginn. Reiknuð

afnot nema samtals 111,7 mkr. og eru færð til tekna og gjalda á deildir í hlutfalli við notkun.

Page 63: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

60

Page 64: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

61

17. Ársreikningur 2016 - heildarreikningur félagsins

Page 65: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

62

Page 66: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

63

Page 67: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

64

18. Ársreikningur 2016 - sjóðsstreymi

Page 68: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

65

19. Rekstraryfirlit ársins 2016

Page 69: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

66

20. Efnahagsyfirlit 31.12.2016

Page 70: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

67

22. Ársreikningur 2016 - Aðalstjórn

Page 71: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

68

Page 72: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

69

23. Ársreikningur 2016 - Almenningsíþróttadeild

Page 73: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

70

Page 74: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

71

25. Ársreikningur 2016 – Alm.deild - Hlaupahópur

Page 75: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

72

Page 76: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

73

26. Ársreikningur 2016 – Blakdeild

Page 77: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

74

Page 78: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

75

Page 79: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

76

Page 80: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

77

Page 81: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

78

Page 82: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

79

28. Ársreikningur 2016 – Fimleikadeild

Page 83: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

80

Page 84: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

81

Page 85: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

82

Page 86: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

83

29. Ársreikningur 2016 – Handknattleiksdeild

Page 87: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

84

Page 88: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

85

Page 89: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

86

Page 90: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

87

Page 91: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

88

Page 92: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

89

30. Ársreikningur 2016 - Knattspyrnudeild

Page 93: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

90

Page 94: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

91

Page 95: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

92

Page 96: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

93

Page 97: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

94

Page 98: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

95

31. Ársreikningur 2016 - Kraftlyftingadeild

Page 99: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

96

Page 100: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

97

32. Ársreikningur 2016 - Körfuknattleiksdeild

Page 101: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

98

Page 102: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

99

Page 103: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

100

Page 104: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

101

Page 105: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

102

Page 106: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

103

33. Ársreikningur 2016 - Sunddeild

Page 107: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

104

Page 108: UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016stjarnan.is/images/fundargerdir/2017/Arskyrsla_2016.pdf · 2017-09-01 · UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016 2 Aðalfundur 2017 - Dagskrá Dagskrá aðalfundar

UMF Stjarnan - Ársskýrsla 2016

105