80
fyrir starfsárið 2012 - 2013 ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS samtaka blindra og sjónskertra á Íslandi BLINDRAFÉLAGIÐ Samtök blindra og sjónskertra á Íslandi STOFNAÐ 1939

ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

  • Upload
    others

  • View
    9

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

fyrir starfsárið 2012 - 2013

ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINSsamtaka blindra og sjónskertra á Íslandi

BL INDRAFÉ LAG IÐS a m t ö k b l i n d r a o g s j ó n s k e r t r a á Í s l a n d i

S T O F N A Ð 1 9 3 9

Page 2: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINSsamtaka blindra og sjónskertra á Íslandi

fyrir starfsárið 2012-2013

BL INDRAFÉ LAG IÐS a m t ö k b l i n d r a o g s j ó n s k e r t r a á Í s l a n d i

S T O F N A Ð 1 9 3 9

Page 3: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013

bls. 4bls. 4

bls. 4

bls. 6

bls. 7

bls. 8

bls. 8

bls. 9

bls. 9

bls. 10

bls. 10

bls. 10

bls. 10

bls. 11

bls. 11

bls. 11

bls. 12

bls. 12

bls. 12

bls. 12

bls. 12

bls. 13

bls. 13

bls. 14

bls. 15

bls. 15

bls. 15

bls. 15

bls. 16

bls. 17

bls. 17

bls. 18bls. 18bls. 20bls. 21bls. 21bls. 22bls. 22bls. 22bls. 22bls. 23bls. 24bls. 24

bls. 24bls. 24bls. 24bls. 25bls. 25

bls. 25

SKÝRSLA STJÓRNARSTJÓRN FÉLAGSINS

TALGERVILSVERKEFNIÐ

VEFVARP BLINDRAFÉLAGSINS

VIÐURKENNING FRÁ ÍSLENSKRI MÁLNEFND

AÐGENGISMÁL

SKYTTURNAR ÞRJÁR

FARSÍMAAÐGENGI

FERÐAÞJÓNUSTA

KOSNINGALÖGIN

BYLTING Í TÓNLISTARNÁMI BLINDRA

HÚSNÆÐISBREYTINGAR

SJÓNLÝSINGAR

STEFNUMÓTUN BLINDRAFÉLAGSINS

LEIÐSÖGUHUNDAVERKEFNIÐ

FRUMVARP TIL NÝRRA HEILDARLAGA UM LÍN

ÚTGÁFUMÁL

SAMSTARFSFUNDIR STJÓRNAR, DEILDA OG NEFNDA BLINDRAFÉLAGSINS

ALÞJÓÐLEGUR SJÓNVERNDARDAGUR

DAGUR HVÍTA STAFSINS

SAMFÉLAGSLAMPI BLINDRAFÉLAGSINS

DVALAR- OG HJÚKRUNARHEIMILIÐ EIR

NÝIR ENDURSKOÐENDUR

ALÞJÓÐLEGT SAMSTARF

FÉLAGSFUNDIR

TILLÖGUR UM VIÐBRÖGÐ EF UPP KOMA ÁSAKANIR UM KYNFERÐISLEGT

ÁREITI EÐA MISNOTKUN INNAN BLINDRAFÉLAGSINS

FRÆÐSLU- OG HVATNINGARFUNDIR STARFSFÓLKS OG STJÓRNAR

STYRKTARSJÓÐUR RICHARDS P. THEODÓRS OG DÓRU SIGURJÓNSDÓTTUR

FJÖLMIÐLAUMFJÖLLUN

SAMTÖK, STOFNANIR OG SJÓÐIR

LOKAORÐ

STARFSEMI SKRIFSTOFUStarfsmannamálFerðaþjónusta blindraHljóðbækurHjálpartæki fyrir blinda og sjónskertaTækjaleigaTalgervillinn Karl og DóraVeflesariVefvarp BlindrafélagsinsHjálpartækjaverslun og vefverslunMötuneyti

ÞJÓNUSTUSAMNINGAR OG FENGNIR STYRKIR

Styrkur frá Velferðarráðuneytinu fyrir árið 2012Styrkur frá Öryrkjabandalagi ÍslandsÞjónustusamningur við ReykjavíkurborgAðrir styrkir og gjafir

FJÁRÖFLUNARDEILD

Fjáraflanir 2012

Page 4: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013

bls. 25bls. 25bls. 26bls. 26bls. 26bls. 27bls. 28bls. 28

bls. 28bls. 31bls. 33bls. 34bls. 35bls. 36

bls. 36bls. 36bls. 37bls. 37

bls. 37bls. 37bls. 39bls. 39bls. 40bls. 40bls. 42bls. 42

bls. 43bls. 43bls. 44bls. 45bls. 45bls. 46bls. 47bls. 47

bls. 48bls. 48bls. 48bls. 48bls. 50bls. 50bls. 50

bls. 51bls. 51

bls. 52

bls. 55

bls. 57

bls. 60

bls. 61

BakhjarlarHappdrættiVíðsjáFyrirtækjasöfnunJólakortÞríkrossinnDagatöl

FÉLAGSMÁLADEILD

RáðgjafiSkýrsla aðgengisfulltrúa Blindrafélagsins 2012 - Byr undir báða vængiFerilfræðilegt aðgengiSkýrsla alþjóðafulltrúaÁrsskýrsla kynningarfulltrúa árið 2013

REKSTUR FASTEIGNA

Hamrahlíð 17 - viðbyggingByggingarkostnaðurÚtleiga og nýting íbúðaStigahlíð 71

FÉLAGSSTARFIÐOpið húsOpið hús á laugardögumBókmenntaklúbburinnFerða- og útivistarnefndSkemmtinefndTómstundanefndValdar greinar, 37. árgangur 2012, ársskýrsla

STARFSEMI DEILDA FÉLAGSINSForeldradeildKvennadeildNorðurlandsdeildRP-deild (Retina Ísland)SuðurlandsdeildUngblindStyrkir og framlög til nefnda og deilda

SJÓÐIR FÉLAGSINSVerkefnasjóður BlindrafélagsinsStyrktarsjóður Richards P. Theodórs og Dóru SigurjónsdótturSkipulagsskrá Styrktarsjóðs Richards P. Theodórs og Dóru SigurjónsdótturStyrktarsjóður Margrétar JónsdótturStuðningur til sjálfstæðisBlind börn á Íslandi

AÐRAR SKÝRSLURBlindravinnustofan

Hljóðbókasafn Íslands (áður Blindrabókasafn Íslands) Fjóla – félag fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu

Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda

einstaklinga – ársskýrsla 2012

Blind börn á Íslandi, ársskýrsla 2012

Lokaskýrsla - Skytturnar þrjár 2012

Page 5: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

4

ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013

Ársskýrsla stjórnar Blindrafélagsinsfyrir starfsárið 2012-2013 gerir greinfyrir helstu áherslum og nýjungum ístarfi og stefnumótun stjórnar félagsinsá starfsárinu. Varðandi ítarlegri upplýs-ingar vísast í fundargerðir stjórnar semeru aðgengilegar á heimasíðu félagsins.

SKÝRSLA STJÓRNAR

Stjórn félagsins

Stjórn Blindrafélagsins starfsárið2012–2013 hélt samtals 20 stjórnarfundi.Stjórnarskipan var eftirfarandi:

Kristinn Halldór Einarsson formaðurMarjakaisa Matthíasson varaformaðurRósa María Hjörvar ritariÓlafur Þór Jónsson gjaldkeriHalldór S. Guðbergsson meðstjórnandi

Á árinu 2010 tók stjórn Blindrafélagsinsum það ákvörðun að hafa forgöngu umað láta fara fram smíði á nýjum íslensk-um talgervli. Að mati stjórnar félagsinsvar það mikilvægasta hagsmunamálblindra og sjónskertra á Íslandi að hiðfyrsta yrði til vandaður íslenskur tal-gervill sem stæðist samanburð við þaðsem best þekktist í hlustunargæðum oggengi á nútímatölvubúnað.Frá þessum tíma og til dagsins í daghefur þetta verkefni verið umsvifamikiðí starfi Blindrafélagsins og mun óhjá-kvæmilega verða um ókomna framtíðef félagið vill verja og viðhalda þessariverðmætu fjárfestingu. Smíði tal-gervilsins er nú lokið og stóðust allar

TALGERVILSVERKEFNIÐ

Eyþór Kamban Þrastarson varamaðurHaukur Sigtryggsson varamaðurHlynur Þór Agnarsson varamaðurRósa Ragnarsdóttir varamaður

Samkvæmt lögum félagsins eru for-maður og stjórnarmenn kosnir tiltveggja ára í senn og er helmingurstjórnar kosinn á hverju ári.

Þeir sem voru kosnir fyrir tveimur árumog eru því að ljúka tveggja árakjörtímabili á þessum aðalfundi eru:Marjakaisa Matthíasson, Ólafur ÞórJónsson, Haukur Sigtryggsson ogHlynur Þór Agnarsson.

áætlanir í meginatriðum, m.a. kostnaðar-áætlun sem var upp á 85 milljóniríslenskra króna. Talgervillinn varsmíðaður af pólska fyrirtækinu Ivona.Talgervillinn er búinn tveimur íslenskumröddum; Dóru og Karli. Meginverkfæritalgervilsins sem Blindrafélagið hefurlagt áherslu á að kynna eru textalesariog veflesari. Fleiri verkfæri eru fáanlegsem gefa möguleika á að nota Dóru ogKarl til að ljá ýmsum búnaði rödd, svosem hraðbönkum, snjallsímum og raf-bókum.Textalesarinn er settur upp á ein-menningstölvur og les rafrænan textasem er á tölvunni, eins og t.d. texta íWord, pdf eða á heimsíðum. Allir þeir

Page 6: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

5

ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013

sem ekki geta lesið með hefðbundnumhætti, svo sem vegna blindu, sjónskerð-ingar, lesblindu eða annarra fatlana,eiga rétt á endurgjaldslausri úthlutuntextalesarans með báðum íslenskuröddunum. Hægt er síðan að kaupaerlendar raddir inn í textalesarann.Textalesarinn vinnur á windows-stýrikerfinu og er það sem kallast SAPI5samhæfð.Raddirnar mætti einnig nota á Apple-tölvubúnað, en til þess þyrftu höfuð-stöðvar Apple að gefa á það grænt ljós.Þrátt fyrir að ýmislegt hafi verið reyntí þeim efnum, af hálfu Apple á Íslandi,Ivona, RNIB í Bretlandi og fleiri aðila,þá hefur það engan árangur borið.Skýringin kann að liggja í því að Appleá hlut í Nuance-fyrirtækinu sem er einnstærsti talgervilsframleiðandi í heimiog þaðan koma þær raddir sem Applenotar, en engin íslensk Nuance-rödd ertil sem gengur á Apple-stýrikerfið.Til að fá úthlutað textalesaranum ánendurgjalds þarf að liggja fyrir stað-festing frá Hljóðbókasafni Ísland um aðviðkomandi sé skráður þar notandi.Aðrir sem vilja fá textalesarann verðaað greiða fyrir hann. Nú hefur verið út-hlutað um 600 leyfum. Af þeim hefur70% verið úthlutað án endurgjalds og30% leyfanna hafa verið seld, mest tilskóla.Veflesarinn er verkfæri sem sett erupp á vefsvæði þannig að hver sem ergeti fengið efni síðunnar upplesið.

Veflestrarþjónustan er seld í áskrift ogræðst áskriftarverð af því hversu mikiðþjónustan er nýtt. Nú þegar eru yfir 30vefsvæði komin með veflesarann ogmun fleiri eru með málið í skoðun. Öllvefsvæði Stjórnarráðs Íslands eru kominmeð veflestur á sín vefsvæði og komforsætisráðherra Íslands, JóhannaSigurðardóttir, í húsnæði Blindra-félagsins til að undirrita samning þarum. Önnur vefsvæði sem má nefna semeru komin með veflesarann eru vef-svæði Ríkisútvarpsins, Trygginga-stofnunar ríkisins og Reykjavíkurborgar.Varðandi frekari lýsingu á framgangiverkefnisins, samstarfsaðilum og fjár-mögnun er vísað í skýrslu stjórnar fyrirstarfsárið 2011–2012.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherraog Kristinn Halldór Einarsson skrifa undirsamning um veflesara Blindrafélagsins ávefsvæði Stjórnarráðsins

Page 7: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

6

VEFVARP BLINDRAFÉLAGSINS

ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013

Vefvarp Blindrafélagsins – talandifjölmiðlun fyrir blinda og sjónskerta erverkefni á vegum Blindrafélagsins semnýi íslenski talgervillinn gerir mögulegt.Verkefnið miðar að því að opna ígegnum nettengingu valfrjálsan aðgangað upplýsingum og efni fjölmiðla semí dag eru að miklu leyti óaðgengilegireldra blindu og sjónskertu fólki semekki er vel tölvulæst. Vefvarpstækið,sem kemur frá hollenska fyrirtækinuSolutions Radio, er einfaldur, talandi,gagnvirkur og auðstýranlegur net-tengdur Daisy-móttakari (DigitalAccessible Information System).Vefvarpið notast við nýja íslenskatalgervilinn.Efni sem hægt er að hlusta á í gegnumvefvarpið er mjög fjölbreytt. Sumt erhægt að gera aðgengilegt án mikillarfyrirhafnar á meðan annað krefstnokkurs undirbúnings og samstarfs viðeigendur efnisins.Meðal þess sem nú er í boði í gegnumvefvarpið er:• Efni frá Blindrafélaginu:

o Fréttir og tilkynningar.o Úr Opnu húsi.o Valdar greinar, hljóðtímarit Blindra- félagsins.o Víðsjá, tímarit Blindrafélagsins.o Fundargerðir aðal- og félagsfunda.o Kynning á Blindrafélaginu.• Efni frá Þjónustu- og þekkingar-

miðstöðinni fyrir blinda, sjónskerta

og daufblinda einstaklinga.

o Fréttir.o Um þjónustu- og þekkingarmiðstöðina.

• Almennar upplýsingar.• Upplýsingar um augnsjúkdóma.

• Hljóðbókasafn Íslands.

o Upplýsingar.o Hljóðbækur.

• Bókahillan mín.• Setja bók á bókahilluna mína.• Fjarlægja bók af bókahillunni minni.

• Dagblöð og tímarit. Þessi liður er

í vinnslu.

• Útvarpsstöðvar og hlaðvarp.

o Rás 1, Rás 2, Bylgjan, Gullbylgjan, FM95,7, X-ið 97,7, Radio Kántríbær, ÚtvarpSaga, BBC World Service, persónulegarútvarpsstöðvar, Hlaðvarp RÚV. • Lestur sjónvarpstexta.

o Ríkissjónvarpið.• Uppáhalds birtir í stafrófsröð listayfir það sem hlustað var á seinast.• Upplýsingar.

o Notkunarskilmálar.o Notkunarleiðbeiningar.

Kristinn Halldór kynnir vefvarpið

Page 8: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

7

ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013

Þann 13. nóvember 2012 efndi Íslenskmálnefnd til málþings í Þjóðmenningar-húsinu þar sem fjallað var um íslenskuí tölvuheiminum og viðurkenningarveittar þeim Kristni Halldóri Einarssyni,formanni Blindrafélagsins, Jóni Guðna-syni og Trausta Guðjónssyni fyrir merktframlag til íslensks máls. Á þinginu varáhersla lögð á nauðsyn þess að geraátak til að treysta stöðu tungunnar ísamskiptum við tölvur og tölvubúnaðog kynnt þau tvö nýju og mikilvægumáltækniverkefni sem viðurkenning-arnar eru tilkomnar vegna, en þau eru:• Nýr íslenskur talgervill sem KristinnHalldór Einarsson, formaður Blindra-félagsins, kynnti en félagið hefur staðið

VIÐURKENNING FRÁ ÍSLENSKRI MÁLNEFND

að gerð hans.• Talgreinir fyrir íslensku sem JónGuðnason, lektor við HR, og TraustiKristjánsson, frumkvöðull og aðjunkt íHR kynntu en þeir hafa unnið að gerðhans í samvinnu við Google.

Íslensk málnefnd heiðraði þessa ein-staklinga fyrir framlag þeirra í þáguíslenskrar máltækni. Bæði verkefninsnúast um samskipti í töluðu máli viðtölvur eða snjallsíma. Verkefni Blindra-félagsins snýst um að breyta rituðumstafrænum texta í talað mál.Talgreinisverkefnið snýst um að geratölvubúnaði kleift að skilja talað málog framkvæma skipanir.

Vefvarpinu er dreift í gegnum Þjónustu-og þekkingarmiðstöðina fyrir blinda,sjónskerta og daufblinda einstaklingasem hjálpartæki án endurgjalds til þeirrasem komnir eru undir tiltekin sjón-skerðingarmörk.Þeir sem ekki uppfylla skilyrði umgjaldfrjálsa úthlutun eiga þess kost aðleigja vefvarpstæki og fá aðgang aðþjónustunni gegn vægu gjaldi. Um 80vefvarpstæki eru nú í notkun.Verið er að vinna að eftirfarandi

viðbótum í þjónustu vefvarpsins:

• Að gera allan hljóðbókakost Hljóð-bókasafns Íslands aðgengilegan ígegnum vefvarpið.• Að búa til talandi útgáfur af Frétta-blaðinu og Morgunblaðinu sem verðiaðgengilegar í gegnum vefvarpið sama

dag og blöðin koma út.• Að auka við úrval sjónvarpsstöðvaþar sem hægt er að hlusta á lestursjónvarpstexta í gegnum vefvarpið.Nú er eingöngu hægt að hlust á RÚV.• Að auka við úrval tímarita sem hægter að hlusta á lesin í gegnum vefvarpið.

Sigríður Sól Jónsdóttir og Jóna Gísladóttirskoða vefvarpstæki

Page 9: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

8

ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013

Aðgengismál er málaflokkur sem birtistí flestum þeim viðfangsefnum sem snúaað blindum og sjónskertum einstakling-um og möguleikum þeirra til virkrarsamfélagslegrar þátttöku.Mikilvægir áfangar náðust á þessu árií tilteknum aðgengisverkefnum.Á undanförnum þremur árum hefurBirkir Rúnar Gunnarsson starfað semaðgengisfulltrúi á upplýsingasviði ogmá af skýrslu hans glöggt sjá hversumikilvæg þau verkefni eru sem hann erað fást við. Mikilvægir áfangar náðustá sviði upplýsingaaðgengi og vísast ísérstaka skýrslu frá Birki í þeim efnum.Vert er þó að nefna stefnumótun stjórn-valda í upplýsingaaðgengismálum sem

veitir mikla möguleika til bætts upp-lýsingaaðgengis blindra og sjónskertraeinstaklinga og Reykjavíkurborgar.Á seinasta ári ákvað síðan stjórnBlindrafélagsins að setja í gang tilrauna-verkefni í eitt ár sem miðaði að því vekjaathygli á og leita eftir úrbótum í feril-fræðilegum aðgengismálum blindra ogsjónskertra. Rósa María Hjörvar varráðin í hlutastarf sem verkefnastjóri íþað verkefni. Starf Rósu Maríu skilaðigóðum árangri og jók tvímælalaustvitund mikilvægra aðila á aðgengis-málum og setti í gang ýmis mál semáfram verður unnið að. Varðandi frekariupplýsingar um verkefnið vísast ískýrslu Rósu Maríu.

AÐGENGISMÁL

Skytturnar þrjár var samstarfsverkefniBlindrafélagsins, Þjónustu- ogþekkingarmiðstöðvar og Reykjavíkur-borgar fyrir blinda, sjónskertra og dauf-blinda einstaklinga. Óhætt er að segjaað verkefnið og nálgun skyttnanna hafivakið mikla athygli og skilað miklumárangri. Í inngangi skýrslunnar semskilað var segir:„Við, Skytturnar þrjár, erum félagsmenní Blindrafélaginu sem vorum ráðnar tilað skoða aðgengismál fatlaðra í Reykja-vík fyrir Blindrafélagið. Við völdumLaugaveginn sem helsta skotmarkið

SKYTTURNAR ÞRJÁR

enda er hann ein helsta lífæð Reykja-víkur. Við lásum meðal annars SáttmálaSameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðsfólks, fræddumst um byggingarreglu-gerð hjá aðgengisfulltrúa Blindra-félagsins, skrifuðum greinar og skýrslurog þræddum Laugaveginn alla leið niðurá Ingólfstorg. Með dyggri aðstoð sér-fræðinga auk starfsmanna Blindra-félagsins og Þjónustu- og þekkingar-miðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta ogdaufblinda einstaklinga, hefur okkurgengið nokkuð vel í þessu verkefni ogvið létum ekkert stöðva okkur.“

Page 10: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

9

ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013

Blindrafélagið hefur gert samning viðspænska fyrirtækið Code Factory umað þýða forrit sem það hefur smíðaðog er ætlað að gera snjallsíma meðsnertiskjám aðgengilegri blindum ogsjónskertum. Hægt verður að nýta Dóru,nýju íslensku Ivona-röddina, meðforritinu. Code Factory fyrirtækiðsmíðaði Mobile Speak forritið sem var

FARSÍMAAÐGENGI

sveitarstjórnarmanna á landinu, þarsem búsettir eru lögblindir íbúar.Í bréfinu er vakin athygli á leiðbeinandi

reglum fyrir sveitarfélög um ferða-

þjónustu fyrir fatlað fólk sem ekkigetur nýtt sér almenningssamgöngur.Reglurnar voru gefnar út af Velferðar-ráðuneytinu í upphafi árs 2012.Blindrafélagið hefur ítrekað reynt að fáviðræður við Reykjavíkurborg í þeimtilgangi að fara yfir hvort ekki megiaðlaga samninginn, sem er í grunninnfrá 1997, að leiðbeinandi reglum semVelferðarráðuneytið hefur gefið út umhvernig sveitarfélög skuli standa aðferðaþjónustu við fatlaða íbúa sína semekki geta nýtt sér almenningssam-göngur.Reykjavíkurborg áformar í samstarfivið Samtök sveitarfélaga á höfuðborgar-svæðinu að bjóða út alla ferðaþjónustufyrir fatlaða á höfuðborgarsvæðinu.Blindrafélagið mun fylgjast vel meðþessu ferli í því skyni að tryggja að þessiaðgerð verði ekki til þess að ferða-þjónusta blindra í Reykjavík bíði skaða af.

íslenskað og hefur verið notað á Nokia-símana. Nú er ljóst að þeir símar eruekki lengur fáanlegir. Í ljósi þess aðsnjallsímar með snertiskjám verðaallsráðandi á næstu árum er brýn nauð-syn á því að tryggja að til sé íslenskaðaðgengisforrit sem geri blindu fólki færtað notast við snjallsíma.

FERÐAÞJÓNUSTA

Undir lok október 2012 féllst Velferðar-svið Reykjavíkur á sex mánaða gamlabeiðni Blindrafélagsins um að kostnaðar-þak í ferðaþjónustu blindra hækki úr3.500 krónum í 4.000 krónur. Munbreytingin taka gildi 1. október 2012.Tilefni erindisins er að þeir notendurferðaþjónustunnar sem búa í úthverfumausturborgarinnar voru í síauknummæli farnir að nota tvær ferðir í erindisem ávallt hafa kostað eina ferð.Afleiðingarnar eru að kostnaðarhlut-deild notenda vex mikið og leyfilegurferðafjöldi skerðist.Ferðaþjónusta blindra í Reykjavík errekin í samstarfi Blindrafélagsins,Hreyfils og Reykjavíkurborgar, sem berlagalega ábyrgð á ferðaþjónustu viðfatlaða Reykvíkinga sem ekki geta nýttsér almenningssamgöngur. Markmiðiðer að tryggja að fatlaðir einstaklingargeti lagt stund á nám, atvinnu og tóm-stundir. Lögblindir einstaklingar eru íþessum hópi.Formaður Blindrafélagsins, KristinnHalldór Einarsson, sendi bréf til allra

Page 11: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

10

ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013

Blindrafélagið sendi Ögmundi Jónas-syni, ráðherra dóms- og mannréttinda-mála, athugasemdir vegna þess semfélagið taldi vera brot á mannréttindumblindra, við framkvæmd á utankjör-fundakosningu til embættis forsetaÍslands.

KOSNINGALÖGIN

Blindrafélagið átti frumkvæði að því aðþegar íslenska teiknimyndin, Þór –Hetjur Valhallar, var gefin út var hún

Blindrafélagið hafði áður gertathugasemdir við framkvæmd kosningameð aðgengi blindra og sjónskertra íhuga. Kosningalögum var síðan breyttog var í öllum aðalatriðum komið tilmóts við athugasemdir Blindrafélagsins.

Blindrafélagið styrkti verkefni sem fólstí því að gefa út íslenska kennslubók ítónfræði og punktaletursnótum sem erbæði á hefðbundnu letri og punktaletri.Það voru þeir Eyþór Kamban Þrastar-son og Hlynur Þór Agnarsson, tónlistar-menn og félagar í Blindrafélaginu, semsettu námsefnið saman.Í þessari kennslu- og æfingabók ereinnig gerð grein fyrir tónfræði ápunktaletri. Punktaletursnótur hafaverið til nánast jafn lengi og punktaletriðsjálft en það var Louis Braille sem settiþær fram nokkrum árum eftir að hann

BYLTING Í TÓNLISTARNÁMI BLINDRA

kynnti punktaletrið, fyrir rúmum 200árum. Punktaletursnótur notast viðsama 6 punktakerfið og venjulegtpunktaletur en merking táknannabreytist. Hingað til hafa punktaleturs-nótur ekkert verið notaðar á Íslandi ogekkert efni verið til um þær. Bókin erþví stórt skref í áttina til þess að blindirhafi jöfn tækifæri og sjáandi jafningjarþeirra til að stunda tónlistarnám og nálangt á því sviði.Erlendis hafa punktaletursnótur talsvertmikið verið notaðar af fagtónlistar-mönnum, m.a. á Norðurlöndum.

Á árinu var ráðist í framkvæmdir viðað byggja við norðausturhorn hússins,ofan á bílskúrinn, þrjár hæðir. Við þánýbyggingu urðu til ný þrjú 70 m2 rýmiá 2., 3. og 4. hæð hússins. Plássið á 2.hæð er nú nýtt sem fundarsalur og semtölvuver. Fyrirhugað er að rýmið á 3.hæð verði nýtt undir tómstundastarf

HÚSNÆÐISBREYTINGAR

og að 4. hæðin verði íbúð. Búið var tilnýtt rými á 2. hæð með því að stúkaanddyrið. Salurinn og salernið vorueinnig tekin í gegn. Nýtt gólfefni varsett á 2. hæð og leiðarlínur á gólfin.Mikil áhersla var lögð á gott aðgengi íallri hönnun.

SJÓNLÝSINGAR

gefin út með íslenskri sjónlýsingu. Húner fyrsta myndin sem gefin er út meðíslenskri sjónlýsingu.

Page 12: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

11

ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013

STEFNUMÓTUN BLINDRAFÉLAGSINS

Stefnumótun Blindrafélagsins, sem upp-haflega var samþykkt árið 2009 og svoendurskoðuð og uppfærð á árinu 2012,er mikilvægur leiðarvísir í starfi stjórnar-innar.Á vinnufundum stjórnar þann 29.september 2012 og 19. janúar 2012 varfarið yfir verkefnalista stefnumótunar-

innar og staða tekin á verkefnunum.Varðandi frekari upplýsingar um stefnu-mótunina er vísað á heimasíðu félagsinsog í skýrslu stjórnar fyrir seinastastarfsár þar sem gerð er ítarlegri greinfyrir uppfærslu stefnumótunarinnarsem fór á árinu 2011 og 2012.

Blindrafélagið er í samstafi við Þjónustu-og þekkingarmiðstöð fyrir blinda,sjónskerta og daufblinda einstaklingaum þjálfun og úthlutun á leiðsögu-hundum fyrir blinda og sjónskerta.Blindrafélagið mun afla fjár til að styrkjaverkefnið sem nú er alfarið á ábyrgðMiðstöðvarinnar og er það í fullu sam-ræmi við stefnumörkun Blindra-félagsins. Sérstakri aðstöðu hefur verið

LEIÐSÖGUHUNDAVERKEFNIÐ

komið upp til að þjálfa hunda til aðverða leiðsöguhundar fyrir blinda.Jafnframt hefur sérmenntaður hunda-þjálfari verið ráðinn til verksins.Í janúar 2013 var fyrsta leiðsöguhundiþessa samstarfs úthlutað til notanda ogfélags-manns Blindrafélagsins á Patreks-firði við hátíðlega athöfn. Vonir standatil að hægt verði í framtíðinni að úthlutaallt að tveimur hundum á ári.

Stjórn Blindrafélagsins fékk Mál-flutningsstofu Reykjavíkur (MSR) til aðgera lögfræðilega álitsgerð um frumvarpmennta- og menningarmálaráðherra tilnýrra heildarlaga um Lánasjóð íslenskranámsmanna, 630. mál, lagafrumvarp á141. löggjafarþingi 2012-2013.

Sérstaklega var óskað eftir því aðskoðað yrði hvort 12. gr. frumvarpsins,sem kveður á um að hluti námslánsbreytist í styrk sé námi lokið á tilskildum

FRUMVARP TIL NÝRRA HEILDARLAGA UM LÍN

tíma samkvæmt skipulagi náms, getifalið í sér ólögmæta mismunun í garðfatlaðra námsmanna.Niðurstaða MSR er að með hliðsjón aftilgreindum röksemdum feli 12. gr.frumvarpsins í sér ólögmæta mismununog brjóti gegn jafnræðisreglu 65. gr.stjórnarskrárinnar.

Álitsgerðin, sem send var allsherjar- ogmenntanefnd Alþingis, er aðgengileg áheimasíðu Blindrafélagsins.

Page 13: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

12

ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013

Að venju var Víðsjá gefin út tvisvar ástarfsárinu og send til um 20 þúsundeinstaklinga. Að venju voru efnistökfjölbreytt.

ÚTGÁFUMÁL

Á starfsárinu voru haldnir tveir sam-starfsfundir deilda og nefnda Blindra-félagsins, í september og janúar.Markmiðið er að kynna og samræma

SAMSTARFSFUNDIR STJÓRNAR, DEILDA OG NEFNDA BLINDRAFÉLAGSINS

allt það mikla og fjölbreytta starf semer að finna innan Blindrafélagsins. Mjöggóð mæting var á báða fundina ogalmenn ánægja með hvernig til tókst.

Í tilefni af alþjóðlegum sjónverndardegi,sem var 11. október, var GuðmundurViggósson augnlæknir með fyrirlesturum algengustu orsakir blindu og sjón-skerðingar hjá börnum á Íslandi í fundar-salnum í húsi Blindrafélagsins að

ALÞJÓÐLEGUR SJÓNVERNDARDAGUR

Hamrahlíð 17.Dagskráin var samstarfsverkefniBlindrafélagsins, Lions á Íslandi ogÞjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrirblinda, sjónskerta og daufblindaeinstaklinga.

Á degi Hvíta stafsins þann 15. októbervar viðamikil dagskrá í húsi Blindra-félagsins að Hamrahlíð 17. Frá kl. 09–12var aðgengisráðstefna með sérstakriáherslu á aðgengi blindra og sjónskertraað byggingum og umferðarmann-virkjum. Fulltrúar frá Reykjavíkurborgtóku þátt í ráðstefnunni. Ráðstefnanvar skipulögð í samstarfi við Þjónustu-og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjón-skerta og daufblinda einstaklinga. Frákl. 13:30-17:00 var hjálpartækjasýningog kl. 17 var Samfélagslampi Blindra-félagsins fyrir árið 2012 afhentur, en

DAGUR HVÍTA STAFSINS

það er fjórða árið sem lampinn erafhentur.

SAMFÉLAGSLAMPI BLINDRAFÉLAGSINS

Hlynur Þór Agnarsson og Eyþór KambanÞrastarson taka við viðurkenningu á degiHvíta stafsins fyrir kennslubók í tónfræðiá punktaletri

Miðað við dreifingu Víðsjár er blaðiðeitt best lesna tímarit sem gefið er út áÍslandi ef marka má skoðanakönnunCapacent Gallup frá 2011.

Samfélagslampi Blindrafélagsins varveittur í fjórða sinn á degi Hvíta stafsins

15. október. Lampinn er einstakurgripur, handsmíðaður af Sigmari Ó.

Page 14: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

13

ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013

Eftirfarandi áletrun er á Samfélags-

lampanum sem var færður Hreyfli:

„Stuðningur til sjálfstæðis. SamfélagslampiBlindrafélagsins, samtaka blindra og

sjónskertra á Íslandi. Veittur LeigubílastöðinniHreyfli svf árið 2012 fyrir framúrskarandi

þjónustu og samstarf við reksturFerðaþjónustu blindra, sem stuðlað hefur aðstórauknu sjálfstæði blindra og sjónskertra

einstaklinga.“

Þar sem Blindrafélagið er einn afstofnendum Dvalar- og hjúkrunar-heimilisins Eirar komu fjárhagserfið-leikar stofnunarinnar inn á borðstjórnarinnar. Stjórnin ákvað að standaað samþykkt þess efnis að Eir yrðiskipuð ný stjórn til að takast á viðfjárhagserfiðleikana. Ólafur Haraldsson,

DVALAR- OG HJÚKRUNARHEIMILIÐ EIR

framkvæmdastjóri Blindrafélagsins, varsíðan kosinn í nýja stjórn Eirar af full-trúaráði Eirar sem Blindrafélagið á sam-einginlega þrjá fulltrúa í með Blindra-vinafélaginu. Fulltrúar Blindrafélagsinseru Arnheiður Björnsdóttir og ÓlafurHaraldsson.

Sæmundur K Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri Hreyfils tekur við Samfélagslampanumúr hendi Kristins Halldórs Einarssonar

Maríussyni gullsmíðameistara. Um erað ræða upphleypta lágmynd úr silfrisem sýnir lampann úr merki Blindra-félagsins. Lampinn er festur á sagaðaog slípaða steinflís úr skagfirsku blá-grýti. Steinflísin stendur á tveimur járn-pinnum á blágrýtisfæti. Á fætinum ersíðan silfurskjöldur með áletrun umverkið og tilefni þess. Tilgangurinn meðveitingu Samfélagslampans er að vekjaathygli á fyrirtækjum, stofnunum og/eðatilteknum aðgerðum eða verkefnumsem með einum eða öðrum hætti hafastuðlað að auknu sjálfstæði blindra ogsjónskertra einstaklinga. Árið 2012 varSamfélagslampinn veittur Leigubíla-stöðinni Hreyfli svf.

Á seinasta ári ákváðu endurskoðendurBlindrafélagsins að segja skilið við PWCendurskoðunarskrifstofuna, sem endur-skoðað hefur reikninga Blindrafélagsinsum margra ára skeið, og stofna nýja

NÝIR ENDURSKOÐENDUR

stofu. Bæði PWC og endurskoðendurfélagsins sóttust eftir að halda við-skiptum Blindrafélagsins. StjórnBlindrafélagsins tók þá ákvörðun aðbjóða endurskoðunina út og voru gögn

Page 15: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

14

ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013

Sú almenna stefnumörkun var gerðinnan stjórnar Blindrafélagsins að beinafrekar kröftum í erlendu samstarfi aðvettvangi sem gæti skilað sér í upp-byggjandi verkefnum til félagsins. Erþá átt við að sækja tækniráðstefnur,vörusýningar og vísindatengdar ráð-stefnur frekar en að senda fjölmennarsendisveitir á þing og ráðstefnur ávegum EBU eða WBU.Sem lið í þessari stefnumörkun varákveðið að senda ekki fulltrúa á aðal-fund WBU í Tælandi í október 2012.Ísland fer með formennsku í NSK(Nordisk samarbejdskommite) árin2012-2014. Af hálfu Íslands hefur veriðlögð áhersla á að ná sambandi og sam-starfi við Blindrafélagið í Færeyjum ogað afla upplýsinga um stöðu blindra ogsjónskertra á Grænlandi. FormanniBlindrafélagsins í Færeyjum var þannigboðið í heimsókn til Íslands í tilefni afdegi Hvíta stafsins. Tveir NSK-fundirvoru á starfsárinu, annar í Færeyjumog hinn í Svíþjóð.Einn fulltrúi frá Blindrafélaginu sóttiráðstefnu AMD Alliance í Evrópu semvar í Róm í desember. Þar var meðalannars fjallað um fyrirsjáanlega miklafjölgun eldra blinds og sjónskerts fólksá næstu árum og mikilvægi þess aðbregðast við með meðal annars

ALÞJÓÐLEGT SAMSTARF

vitundarvakningu. Fjallað var ítarlegaum málið í seinasta tölublaði Víðsjár.Tveir fulltrúar Blindrafélagsins sóttutækniráðstefnu og vörusýningunaCSUN í San Diego í febrúar 2013. Þettaer mikilvægur vettvangur til að kynnastþví sem nýjast er að gerast íaðgengismálum blindra og sjónskertraog viðhalda og byggja upp tengslanetsem mikilvæg eru til að vinnaaðgengismálum hér á landi framgang.Alþjóðlegt samstarf var einnig ávettvangi kvennadeildar, RP-deildar,Ungblindar og aðgengisfulltrúaBlindrafélagsins á upplýsingasviði. Sjáfrekar í skýrslum þessara aðila.

Blindrafélagið á aðild að

eftirtöldum alþjóðasamtökum:

• European Blind Union (EBU)• Nordisk samarbejdskommite (NSK)• Retina International (RI)• World Blind Union (EBU)

Blindrafélagið á fulltrúa í eftirtöldum

stýrihópi innan European Blind

Union:

•Access to Information and TechnologyCommission

Fulltrúi félagsins er:

Birkir Rúnar Gunnarsson

send á öll helstu endurskoðunarfyrir-tæki landsins. Niðurstaða útboðsins varsú að KMPG var með lægsta tilboðiðog í ljósi þess að ekki var talið neitt

tilefni til að draga í efa faglega hæfniþeirra starfsmanna sem myndu vinnaverkið af hálfu KPMG var ákveðið aðganga til samninga við KPMG.

Page 16: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

15

ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013

Á starfsárinu voru haldnir tveir félags-fundir. Fyrri fundurinn var haldinn 8.nóvember 2012 og sá síðari 4. apríl 2013.Á félagsfundinum 8. nóvember varkynning á vefvarpsverkefni Blindra-félagsins þar sem í fyrst sinn var kynnthvernig hlusta má á lestur sjónvarps-texta í gegnum vefvarpið. Guide-tölvu-forritið var kynnt og einnig var kynningá áherslum í starfsemi Þjónustu- ogþekkingarmiðstöðvar fyrir blinda,sjónskerta og daufblinda einstaklinga.Seinni félagsfundurinn var haldinn 4.apríl og á honum var kynning á notenda-

Stjórn Blindrafélagsins ákvað að vinnaaðgerðaáætlun um hvernig skyldibrugðist við innan félagsins ef uppkæmu ásakanir um kynferðislega áreitni

FÉLAGSFUNDIR

stýrðri persónulegri aðstoð og umræðurum þjónustu Strætó við blinda og sjón-skerta farþega.

TILLÖGUR UM VIÐBRÖGÐ EF UPP KOMA ÁSAKANIR

UM KYNFERÐISLEGT ÁREITI EÐA MISNOTKUN

INNAN BLINDRAFÉLAGSINS

Á starfsárinu var haldinn einn fræðslu-og hvatningarfundur fyrir starfsfólkBlindrafélagsins. Á fundinum, sem varhaldinn mánudaginn 4. mars, var

eða misnotkun á vettvangi félagsins.Tillögurnar eru núna í umsagnarferli ogverða kynntar á félagsfundi næsta haust.

FRÆÐSLU- OG HVATNINGARFUNDIR STARFSFÓLKS OG STJÓRNAR

kynning á aðgerðaáætlun gegn kyn-ferðislegu áreiti sem nú er í vinnslu ávettvangi félagsins.

Þann 15. maí 2012 var gengið frá stofnunStyrktarsjóðs Richards P. Theodórs ogDóru Sigurjónsdóttur með erfðafé semBlindrafélaginu var ánafnað í erfðaskráDóru Sigurjónsdóttur. Sjóðurinn er í

STYRKTARSJÓÐUR RICHARDS P. THEODÓRS

OG DÓRU SIGURJÓNSDÓTTUR

Snædís Hjartardóttir leggur orð í belgá félagsfundi

vörslu Blindrafélagsins. Tilgangur hanser að styrkja blint fólk á aldrinum 16 til25 ára og/eða mennta fólk í þágu blindraog blinduvarna.

Page 17: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013

16

Stofnframlag sjóðsins (andvirði Laugar-ásvegar 44, Reykjavík) er erfðafé úrdánarbúi Dóru Sigurjónsdóttur(07.08.1920-31.05.2010), samtals kr.54.200.000 – fimmtíu og fjórar milljónirog tvö hundruð þúsund krónur.Tuttugu og fimm milljónum króna varráðstafað til kaupa á talgervli og varþað talið rýmast innan tilgangs sjóðsins,þar sem talgervillinn hjápar blindu fólkiað mennta sig. Í tilefni þessarar ráð-stöfunar var kvenmannsrödd íslenskatalgervilsins nefnd Dóra, til heiðurs ogí minningu Dóru Sigurjónsdóttur.Eftir standa í sjóðnum kr. 29.200.000 -tuttugu og níu milljónir og tvö hundruðþúsund krónur.Stjórn sjóðsins skal skipuð þremuraðilum, einum frá Blindrafélaginu,einum frá augndeild Landspítala ogeinum prófessor frá læknadeild HáskólaÍslands sem skal vera formaður sjóðs-stjórnar. Fulltrúi Blindrafélagsins í stjórnsjóðsins er Kristinn Halldór Einarsson.

Stjórn Blindrafélagsins gerði samþykktum stefnumörkun til að leggja fyrirsjóðsstjórnina. Stefnumótunin felst í

eftirfarandi: Í ljósi stóraukinnarþekkingar og þeirra meðferða sem eruað verða til við ólæknandi arfgengumhrörnunarsjúkdómum í sjónhimnu, þáer mikilvægt að huga að því hvað hægter að gera til að Íslendingum, sem þaðmyndu kjósa, stæðu þessar meðferðirtil boða þegar þær koma fram á sjónar-sviðið og verða í boði. Þar getur þurftað huga að atriðum eins og genakort-lagningu í því skyni að finna hvaða ein-staklingar bera þekktar stökkbreytingarí genum, að stuðla að aukinni þekkinguíslenskra vísindamanna á því sem er aðgerast á þessum vettvangi og stuðlajafnframt að samstarfi þeirra við erlendavísindamenn sem vinna að þessummálum, svo sem á Norðurlöndum, Bret-landi, Þýskalandi og Bandaríkjunum.Styrktarsjóður Richards P. Theodórs ogDóru Sigurjónsdóttur gæti gegnt lykil-hlutverki í þessum efnum. Þannig mættitil dæmis hugsa sér úthlutun vísinda-og rannsóknarstyrkja sem hefðu í förmeð sér menntun vísindamanna „í þágublindra og blinduvarna“, eins og segir ítilgangslýsingunni í samþykktum fyrirsjóðinn.

Í því skyni að auka samfélagslega vitundá málefnum blinds og sjónskerts fólkshefur Blindrafélagið unnið að því aðkoma málefnum þess í fjölmiðla íauknum mæli. Á starfsárinu hafa mál-efni blindra og sjónskertra einstaklinga

FJÖLMIÐLAUMFJÖLLUN

fengið prýðilega fjölmiðlaumfjöllun.Mikilvægt er að Blindrafélagið hefurnáð að stýra þessari umfjöllun að lang-mestu leyti. Þannig eru allar fréttir áheimasíðu Blindrafélagsins sendar fjöl-miðlum og flestallar þeirra fá umfjöllun

Page 18: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

17

ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013

Kristinn Halldór Einarsson,formaður Blindrafélagsins

Á starfsárinu átti Blindrafélagið aðildeða aðkomu að stjórnum eftirfarandisamtaka, sjóða og stofnana:• Blindrabókasafninu,• Margrétarsjóði,• Sjóðnum Blind börn á Íslandi,• Sjónverndarsjóði,• Styrktarsjóði Richards P. Theodórs og Dóru Sigurjónsdóttur,

fjölmiðla. Einnig hafa margir ein-staklingar í hópi blindra og sjónskertranáð athygli fjölmiðla fyrir það sem þeireru að takast á við, hvort sem það er ívinnu, námi eða tómstundum og er þaðjákvætt. Óhætt er að segja að málefni

SAMTÖK, STOFNANIR OG SJÓÐIR

Fyrir hönd stjórnar Blindrafélagsins vilég færa öllum þeim fjölmörgu félags-mönnum, sem komið hafa að því aðgera starfsemi Blindrafélagsins einsblómlega og raun ber vitni, kærar þakkirfyrir sitt verðmæta framlag. Það er um-talsverð vinna sem liggur í því að skipu-leggja starfsemi deilda, nefnda ogklúbba á vegum félagsins, en þar hefurvíða verið blómlegt starf um margra áraskeið.Starfsfólki félagsins eru einnig færðarkærar þakkir fyrir vel unnin störf ogtrúmennsku í garð félagsins og félags-manna.Að lokum færi ég svo stjórnarmönnumkærar þakkir fyrir jákvætt og uppbyggi-legt samstarf á árinu.

• Stuðningi til sjálfstæðis, styrktarsjóði Blindravinafélags Íslands og Blindrafélagsins,• Tölvumiðstöð fatlaðra,• Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga,• Öryrkjabandalagi Íslands.

LOKAORÐ

blinds og sjónskerts fólks hafi fengiðvaxandi athygli fjölmiðla á undan-förnum árum og nokkuð víst má teljaað samfélagsleg vitund á hagsmuna-málum þess hafi þar af leiðandi vaxið.

Page 19: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

18

ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013

Á árinu 2012 urðu þessar breytingarhelstar á starfsmannahaldi Blindra-félagsins.Í mars 2012 var Rósa María Hjörvarráðin í starf ferilfræðilegs aðgengis-fulltrúa sem er nýtt starfssvið hjáfélaginu. Mun hún starfa í 25% starfs-hlutfalli.Í apríl 2012 kom Anna Kristín Tryggva-dóttir til tímabundinna starfa á skrif-stofu félagsins. Hún starfaði við ýmisverkefni á skrifstofunni, að jafnaði í80% starfshlutfalli til aprílmánaðar 2013.Eins og fram kom í ársskýrslunni 2011fór Hafrún Lára Bjarnadóttir í veikinda-leyfi í desember 2011. Var hún íveikindaleyfi til aprílmánaðar 2012 enþá var ljóst að hún ætti ekki afturkvæmttil starfa. Guðberg Halldórsson hljóp ískarðið fyrir hana og sá um alla matseldí mötuneyti félagsins til júní 2012.Þar var Þórey Haraldsdóttir honum tilaðstoðar. Frá og með 1. september 2012var Þórkatla Norðquist ráðin til starfaí mötuneyti félagsins og hefur síðan séðum alla matreiðslu og aðrar veitingar ífullu starfi.Í apríl 2012 lét Þorkell Jóhann Steindalaf störfum sem æskulýðsfulltrúifélagsins en hann hefur flust búferlum

STARFSEMI SKRIFSTOFU

STARFSMANNAMÁLfrá Reykjavík til Sólheima í Grímsnesiþar sem hann starfar nú. Jón Júlíussonfór af launaskrá félagsins í júní 2012 enhélt áfram sem umsjónarmaður Opinshúss sem verktaki.Gjaldkeri félagsins frá 1999, SærúnSigurgeirsdóttir, átti við erfið veikindiað stríða seinni hluta ársins 2011 og varmikið frá vinnu af þeim sökum. Í árs-byrjun 2012 óskaði hún eftir því aðlæknisráði að fara í ótímabundiðveikindaleyfi. Síðar á árinu sagði Særúnstarfi sínu lausu og ákvað að hættastörfum á almennum vinnumarkaði ogfara á eftirlaun. Særúnu eru hér meðþökkuð óaðfinnanleg störf í þágufélagsins.Frá og með 15. apríl 2012 tók HildurBjörnsdóttir við starfi sem gjaldkerifélagsins en áður hafði hún tekið viðumsjón með ferðaþjónustu blindra.Hildur hefur starfað hjá Blindrafélaginusíðan 2004.Þeir Eyþór Kamban Þrastarson ogHlynur Þór Agnarsson voru á launaskráfélagsins í um 9 mánaða skeið frádesember 2011 til ágúst 2012 við gerðkennslubókar í tónfræði á punktaletri.Verkefnið var unnið í samvinnu viðÞjónustu- og þekkingarmiðstöð blindra,

Frá vinstri: Rósa María Hjörvar,Klara Hilmarsdóttir, Margrét Páls-dóttir, Lóa Tryggvadóttir, Anna KristínTryggvadóttir, Marjakaisa Matthías-son, Haraldur Matthíasson, BrynjaArthúrsdóttir, Steinunn Hákonar-dóttir, Hildur Björnsdóttir, KristinnHalldór Einarsson, Ólafur Haraldsson

Page 20: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

19

ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013

sjónskertra og daufblindra og vorulaunagreiðslur þeirra félaga að hlutafjármagnaðar í gegnum Trygginga-stofnun ríkisins. Auk áðurnefnds hafanokkrir starfs-menn félagsins þurft aðstríða við veikindi á árinu og því voruveikinda-forföll nokkru meiri en oftáður.Frá og með 1. janúar 2013 tók Marja-kaisa Matthíasson til starfa sem alþjóða-fulltrúi í 50% starfshlutfalli.Á árinu urðu þær breytingar í trúnaðar-mannakerfi félagsins að Elín Bjarna-

Þeir eru, taldir í stafrófsröð:Anna Kristín Tryggvadóttir, skrifstofumaðurBirkir Rúnar Gunnarsson, aðgengisfulltrúiBrynja Arthúrsdóttir, aðaltrúnaðarmaður ogkynningarfulltrúiElín Bjarnadóttir, trúnaðarmaðurGrímur Þóroddsson, húsvörðurHalla Dís Hallfreðsdóttir, trúnaðarmaðurHaraldur Matthíasson, trúnaðarmaðurHarpa Völundardóttir, afgreiðslaHildur Björnsdóttir, gjaldkeri ogumsjónarmaður ferðaþjónustu blindraKatrín Gunnarsdóttir, ræstingarKlara Hilmarsdóttir, ráðgjafiKristinn Halldór Einarsson, formaður ogalþjóðafulltrúiKristín Waage, bókariLóa Birna Tryggvadóttir, afgreiðsla og salahjálpartækjaMargrét Pálsdóttir, fjáröflunarfulltrúiÓlafur Haraldsson, framkvæmdastjóriRósa María Hjörvar, ferilfræðileguraðgengisfulltrúiSteinunn Hákonardóttir, félagsmálafulltrúiÞórey Haraldsdóttir, aðstoð í eldhúsiÞórkatla Norðkvist, matartæknir í eldhúsiÞórunn Hjartardóttir, upplesari ValinnagreinaHeildarstarfsmannakostnaður félagsinsárið 2012 nam um 76 milljónum króna aðmeðtöldum launatengdum gjöldum.

dóttir tók til starfa í mars í 25% starfs-hlutfalli, Halla Dís Hallfreðsdóttir lét afstörfum í lok desember og í janúar 2013tók Helga Friðriksdóttir til starfa í 10%starfshlutfalli. Helga býr á Ísafirði ogvinnur heiman frá sér.Blindrafélagið þakkar öllum starfs-mönnum sínum vel unnin störf á árinuog óskar þeim sem hurfu frá störfumvelfarnaðar á öðrum sviðum.Í desember 2012 starfaði 21 ein-staklingur hjá félaginu í 12,8 stöðu-gildum.

Starfsmenn búa sig undir siglingu ístarfsmannaferð í Vestmannaeyjum

Ólafur Haraldsson, framkvæmdastjóriBlindrafélagsins

Page 21: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

20

ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013

Í Reykjavík er meðalkostnaður sveitar-félagsins fyrir hverja ferð kr. 1.376 oghefur hann aukist um 10% milli ára.Samkvæmt tölum borgarinnar erkostnaður vegna ferðaþjónustu blindrau.þ.b. 35% lægri pr. farþega/ferð en íferðaþjónustu fatlaðra. Þessi staðreyndhefur leitt til þess að borgaryfirvöld erualvarlega að íhuga að bjóða fleiri hópumfatlaðra samsvarandi þjónustu og lækkaþar með heildarkostnað vegna ferða-þjónustu fatlaðra.

Í lok ársins 2012 voru um 498 ein-staklingar sem nýttu sér ferðaþjónust-una. Þar af eru 88 sem eru utan sveitar-félaga með samning um þjónustuna,þ.e. fá 21% afslátt af ferðunum auk um-sýslugjalds sem er kr. 50 á ferð.

FERÐAÞJÓNUSTA BLINDRA

Ferðafjöldinn hefur nánast staðið í staðmilli ára. Hann var 36.356 árið 2012 oghafði fjölgað um 60 ferðir á milli ára.Hér fyrir neðan eru upplýsingar umskiptingu ferða milli sveitarfélaga ogmeðalkostnað pr. ferð.

Meðaltal pr. ferð992

1.3911.6981.374

872908

1.3761.320

2.147

SveitarfélagAkureyriÁlftanesÁrborgHafnarfjörðurÍsafjörðurKaldrananeshreppurReykjavíkSeltjarnarnesSamtalsNotendur með 21% afslátt

Heildarhlutdeild882.680351.88511.883

961.78719.18660.830

46.709.110640.045

49.637.4062.746.742

Fjöldi ferða890253

77002267

33.932485

36.3561.279

Hildur Björnsdóttir, gjaldkeri ogumsjónarmaður ferðaþjónustu

Page 22: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

21

ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013

Hafnarfjarðarbær greiðir Blindra-félaginu fasta krónutölu á ári fyrir ferða-þjónustu handa lögblindum íbúumHafnarfjarðar. Þessi upphæð hefur lengiverið óbreytt og hafa notendur því þurftað taka á sig miklar skerðingar í ferða-fjölda og núna eru aðeins að hámarkiátta ferðir á mánuði til ráðstöfunar tilhvers notanda. Einnig hefur þurft aðgrípa til þess að skerða þjónustu viðíbúa Akureyrar sem njóta ferðaþjónustublindra þar í bæ. Þar var sú leið farin,í samráði við notendur, að setja þak ákostnað við hverja ferð. Notendur þurfasjálfir að greiða umframkostnað ef fariðer upp fyrir þakið. Í dag þurfa notendursjálfir að greiða ferðakostnað sem erumfram 2.000 kr./ferð.

Blindrafélagið hefur haldið áfram aðþrýsta á bæjaryfirvöld í Kópavogi, Mos-fellsbæ og Árborg um ferðaþjónustuað taka á sig miklar skerðingar í ferða-fjölda og núna eru aðeins að hámarkiátta ferðir á mánuði til ráðstöfunar tilhvers notanda.Samningur hefur verið í gildi milliBlindrafélagsins og Álftaness um ferða-þjónustu blindra um nokkurra ára skeið.Þessi samningur gildir áfram eftir sam-einingu Álftaness og Garðabæjar.Blindrafélagið vonast til að bæjaryfir-völd muni áður en langt um líður sjáhag sinn í því að útvíkka þann samningþannig að hann gildi fyrir alla lögblindaíbúa hins sameinaða sveitarfélags.

Blindrafélagið selur í smásölu hljóð-bækur í afgreiðslu félagsins og þar er áboðstólum gott úrval af fáanlegumhljóðbókum. Á síðasta ári nam salan

HLJÓÐBÆKUR

aðeins um 90 þús. kr. Varla verður lengurunnt að halda þeirri sölu áfram en núer auðvelt að nálgast hljóðbækur íalmennum bókaverslunum.

Sala á ýmiss konar smávöru fyrir blindaog sjónskerta hófst fyrir um fjórumárum þegar félagið tók við sölu smárrahjálpartækja af Sjónstöð Íslands. Síðanhefur úrval þessarar vöru verið mark-visst aukið. Einkum eru það vörur fráRNIB í Bretlandi og frá Maxi Aids íBandaríkjunum sem hafa bæst í flóruna.Salan 2012 nam um 2,2 millj. kr. og fer

HJÁLPARTÆKI FYRIR BLINDA OG SJÓNSKERTA

hluti sölunnar nú fram í gegnum vef-verslun félagsins. Álagningu á þessumsmávörum er stillt í hóf og fá félagsmennBlindrafélagsins þar að auki 25% afslátt.Félagið vill með þessu bæta framboðaf hjálpartækjum og lítur á þessastarfsemi sem aukna þjónustu viðfélagsmenn fremur en að hagnast ásjálfri sölunni.

Page 23: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

22

ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013

Fyrir þremur árum hóf Blindrafélagiðað leigja út dýr og sérhæfð hjálpartækifyrir blinda og sjónskerta. Þjónustan erfyrst og fremst ætluð skólum ogstofnunum til að auðvelda þeim að aflasér nauðsynlegra tækja við kennslu fyrir

TÆKJALEIGA

blinda og sjónskerta nemendur.Gerður er leigusamningur milli Blindra-félagsins og leigutakans sem skuld-bindur sig til að leigja viðkomandi tækií 12–36 mánuði.

Dreifing á talgervlinum hófst í septem-ber 2012. Honum er dreift ókeypis tilallra sem eiga í erfiðleikum með að lesahefðbundið letur sökum fötlunar. Allirblindir og sjónskertir fá því talgervilinnán greiðslu en stærsti hópurinn er samtlesblindir. Þjónustu- og þekkingar-miðstöðin hefur milligöngu um úthlutuntil blindra og sjónskertra en Blindra-

TALGERVILLINN KARL OG DÓRA

bókasafnið staðfestir rétt annarra tilókeypis úthlutunar á talgervlinum.Aðrir sem vilja fá talgervilinn tilnotkunar þurfa að kaupa hann af Blindra-félaginu, þar á meðal eru skólar og aðrarstofnanir.

Í árslok 2012 höfðu 152 leyfi verið seldfyrir alls um 800 þús. kr.

Í janúar 2013 hófst sala á notkunar-leyfum til fyrirtækja og stofnana fyrirvefþulum sem byggja á talgervlinumKarli og Dóru. Í janúar og febrúar 2013voru sex leyfi seld, þar á meðal tilStjórnarráðs Íslands sem gildir fyrir allt

VEFLESARI

að 20 tilteknum heimasíðum á vegumstjórnvalda. Gjald fyrir notkun á vef-lesaranum er háð notkun hans. Lægster það um kr. 3.000 án vsk./mán. miðaðvið að gerður sé samningur til tveggjaára.

Dreifing á vefvarpstækjum Blindra-félagsins hófst í desember 2012. Tækineru leigð til notenda til eins mánaðar ísenn. Flestir fá tækjunum úthlutað semhjálpartæki en þá greiðir Þjónustu- ogþekkingarmiðstöð blindra, sjónskertraog daufblindra fyrir leiguna.

VEFVARP BLINDRAFÉLAGSINS

Almennt leiguverð á vefvarpstæki erkr. 2.540 án vsk./mán., en til félags-manna Blindrafélagsins er það kr. 1.905án vsk./mán. Í árslok 2012 höfðu veriðgerðir 48 leigusamningar vegna vef-varpstækja.

Page 24: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

23

ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013

Sala á ýmissi smávöru fyrir blinda ogsjónskerta er í verslun félagsins á 1.hæð að Hamrahlíð 17. Síðan félagið tókvið sölu þessara tækja af Þjónustu- ogþekkingarmiðstöð fyrir um þremurárum hefur salan aukist jafnt og þétt.Einkum eru þetta vörur frá RNIB íBretlandi og frá Maxi Aids í Banda-ríkjunum. Allar vörur sem versluninselur eru líka í vefversluninni á heima-síðu Blindrafélagsins, www.blind.is.

Í vefversluninni eru myndir og verð áöllum hlutum sem þar eru seldir.Vinsælustu vörurnar eru meðal annarsarmbandsúr, klukkur, spil, eldhúsvörur

Verkefnasjóður Blindrafélagsins lagðiút allan stofnkostnað vegna vefvarpsinsog greiðir þar að auki kaupverð 200fyrstu tækjanna. Stjórn Blindrafélagsinshefur samþykkt að 80% af þeim tekjum

sem koma inn vegna leigu á tækjunumskuli renna í verkefnasjóð félagsins þartil stofnkostnaðurinn er að fullu endur-greiddur.

HJÁLPARTÆKJAVERSLUN OG VEFVERSLUNog Þríkrossinn. Nýlega tókum við í sölulistaverk eftir listakonuna vinsælu LínuRut en hún hannar skemmtilegar fígúrursem heita Kríli og „Happy face“. Einnigeru til sölu bolir með „Happy face“ oglitabækur með teikningum Línu Rutar.

Álagningu á vörunum er stillt í hóf ogbýður félagið félagsmönnum sínum þarað auki 25% afslátt. Félagið vill meðþessu bæta framboð af þessum vörumog lítur á þessa starfsemi sem auknaþjónustu við félagsmenn fremur en aðhagnast á sjálfri sölunni.

Umsjónarmaðurverslunar er Lóa BirnaTryggvadóttir

Page 25: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

24

ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013

Mötuneytið í Hamrahlíð 17 hefur núverið rekið óslitið síðan síðla árs 2008þegar rekstur þess var hafinn að nýjueftir fimm ára hlé.Rekstrarmódelið miðast við að notendurgreiði sem svarar hráefniskostnaðimatarins en Blindrafélagið leggur tilannan kostnað, þ.m.t. laun starfsmanna.Á síðasta ári var matarverð hækkað um20% en þá hafði það verið óbreytt fráárinu 2008. Þrátt fyrir þessa hækkundugðu tekjur af seldum mat ekki fyrir

Á árinu 2011 átti sú breyting sér stað aðAlþingi samþykkti að hætta að taka ámóti umsóknum um fjárstyrki til félaga-samtaka í gegnum fjárlaganefnd Al-þingis. Þess í stað var ákveðið að slíkarumsóknir skyldu fara til Velferðarráðu-neytisins. Blindrafélagið sótti um styrktil ráðuneytisins og þann 19. mars 2012

MÖTUNEYTI

hráefnisverði og munaði þar 700 þús. kr.á árinu. Nú borða um 25 manns aðjafnaði hádegismat í mötuneytinu.Ennfremur þjónar mötuneytið Opnuhúsi og öðru félagsstarfi á vegumfélagsins. Matráður er Þórkatla Norð-quist en hún tók til starfa 1. september.Guðberg Halldórsson starfaði við mat-reiðslu í forföllum Hafrúnar Láru Bjarna-dóttur frá 1. desember 2011 fram ásumar 2012. Hafrún Lára lét af störfumá árinu vegna veikinda.

ÞJÓNUSTUSAMNINGAR OG FENGNIR STYRKIR

STYRKUR FRÁ VELFERÐARRÁÐUNEYTINU FYRIR ÁRIÐ 2012

var undirritað samkomulag um styrk tilfélagsins fyrir árið 2012 að upphæð kr.7.800.000. Félagið fékk sömu upphæðí styrk fyrir rekstrarárið 2013 en þá varundirritaður samningur til tveggja áraum styrkveitingar frá ráðuneytinu tilfélagsins. Fjárveiting frá ríkinu er þvítryggð út árið 2014.

Þann 15. mars 2012 undirritaði Blindra-félagið nýjan þriggja ára þjónustu-samning við Velferðarsvið Reykjavíkur-borgar vegna áranna 2012–2014.Samningurinn fjallar um leiguhúsnæðiBlindrafélagsins, félags- og tómstunda-

ÞJÓNUSTUSAMNINGUR VIÐ REYKJAVÍKURBORG

starf Blindrafélagsins ásamt starfsemiráðgjafa, æskulýðsfulltrúa, kynningar-fulltrúa og trúnaðarmanna. Samnings-upphæðin er kr. 4.620.000 á ári yfirsamningstímann.

Öryrkjabandalag Íslands veitir aðildar-félögum sínum árlega styrki til ýmissaverkefna. Blindrafélagið sótti um styrk

STYRKUR FRÁ ÖRYRKJABANDALAGI ÍSLANDS

að upphæð kr. 3.950.000, m.a. til vef-varpsverkefnisins, en fékk úthlutaðkr. 1.585.000.

Page 26: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

25

ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013

Blindrafélagið fékk einnig styrki fráUmhverfissjóði og Velferðarráðuneytitil tiltekinna verkefna, kr. 250.000 hvor.Ýmsir einstaklingar og fyrirtæki styrktufélagið með stórum og smáum gjöfum

AÐRIR STYRKIR OG GJAFIR

og margir þeirra vilja ekki láta nafnssíns getið. Öllum þessum aðilum erufærðar bestu þakkir fyrir stuðninginn.Án þeirra væri starf félagsins ekki jafnblómlegt og raun ber vitni.

Blindrafélagið er mjög háð fjáröflunumá hinum frjálsa markaði. Menn þurfaalltaf að vera á tánum því að aðstæðurbreytast í sífellu og samkeppni eralmennt að harðna. Fleiri félagasamtökleita eftir styrkjum til fyrirtækja og ein-staklinga. Fjöldi sölumanna hefuratvinnu af því að selja almenningivarning í nafni þekktra líknarfélaga.Framlög fyrirtækja eru mjög háðsveiflum í atvinnulífinu og erfiðara ernú en áður að sækja í þeirra sjóði.

FJÁRÖFLUNARDEILD

Fjáraflanir 2012

Tekjur vegna bakhjarla félagsins hafaaukist nokkuð síðustu ár en markvissthefur verið unnið að fjölgun bakhjarla.Tekjuaukning af framlögum bakhjarlanam um 10% milli ára og var í krónumtalið um 16 millj. kr. Bakhjarlar félagsins

Megnið af fjáröflunarfé Blindrafélagsinskemur frá einstaklingum. Á árinu 2012mátti merkja samdrátt í tekjum frá ein-staklingum og virtist hann aukast þegarleið á árið. Viðvarandi slæmt efnahags-ástand hefur vafalaust sitt að segja hvaðþetta varðar. Félagið hyggst bregðastvið þessum vanda með því að gera fjár-öflunarstarfið ennþá markvissara enáður og í því skyni verða markhóparfélagsins yfirfarnir.

Bakhjarlar

Happdrætti Blindrafélagsins er helstatekjulind félagsins og fer það framtvisvar á ári með útdrætti í júní annarsvegar og desember hins vegar.Vorhapp-drættið er með minna sniði en haust-

eru nú rúmlega 4.500 talsins. Allir þeirsem greiða árgjöld sín eru tryggðir gegnsjónmissi af völdum slysa og þeim semgreiða hærri framlög er boðið að tryggjaeinnig aðra fjölskyldumeðlimi.

Happdrætti

happdrættið. Upplag miða var 51.000og voru miðar sendir til allra þekktrastuðningsmanna auk þess sem rafrænirmiðar voru sendir til viðbótar til ungsfólks á aldrinum 20-25 ára.

Page 27: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

26

ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013

Á árinu komu út tvö tölublöð af Víðsjá,málgagni Blindrafélagsins. Var þetta 4.árgangur blaðsins en það kom fyrst útí tilefni af 70 ára afmæli félagsins árið2009. Upplag blaðsins hefur sífellt veriðað aukast og var síðara tölublað ársinssent út í yfir 22.000 eintökum. Sem fyrrfylgdi blaðinu valkrafa sem viðtakendurgátu greitt, vildu þeir styrkja útgáfublaðsins.

Hausthappdrættið var hins vegar ísvipuðum dúr og árið á undan. Miðarvoru sendir til allra landsmanna áaldrinum 30–88 ára. Heildarupplag út-gefinna miða var 154.000. Sem fyrr fenguþeir sem eru 60 ára og eldri sína miðasenda á pappír en þeir yngri fengueinungis rafræna miða.

Miðaverð var kr. 1.939 eins og áður ensú tala var ákveðin til að minnast þessað félagið var stofnað árið 1939.Sölutekjur af happdrættismiðumminnkuðu um ca. 10% á árinu en þráttfyrir það hélt afkoma af happdrættumfélagsins áfram að vera góð.

Víðsjá

Leitað var til rúmlega 1.000 fyrirtækjasem höfðu styrkt félagið með fram-lögum á síðustu þremur árum. Sendvoru út bréf í maí 2012 þar sem þauvoru beðin um að styrkja félagið og

Við seinna tölublað 2012 var upphæðvalkröfunnar hækkuð úr 1.000 kr. í 1.500kr. Heimtur á þessum valkröfumdrógust saman á árinu en um 35% þeirrasem fá blaðið sent greiða valkröfuna.Vel er vandað til blaðsins sem er íhefðbundnu tímaritabroti og prentað ágóðan pappír. Heildartekjur á árinuvegna Víðsjár drógust saman um 3,5%en afkoma af blaðinu var áfram góð.

Fyrirtækjasöfnunsérstaklega talgervilsverkefnið.Afrakstur fyrirtækjasöfnunarinnar varmun betri en árin á undan og er þaðvonandi merki um að fyrirtæki landsinsséu farin að ná sér eftir bankahrunið.

Á árinu 2011 drógust sölutekjur vegnajólakorta nokkuð saman og óttuðustmenn þá að dagar þessarar elstu fjár-öflunar Blindrafélagsins væru senntaldir. Á árinu 2012 var ákveðið að hættaað auglýsa eftir sölufólki til að ganga íhús, eingöngu yrði afgreitt til reyndrasölumanna sem selja fyrir félagið áreftir ár. Meiri áhersla var lögð á sölu í

Jólakort

Page 28: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

Gull SilfurÞríkross – stærð 1 kr. 91.260 kr. 16.990Þríkross – stærð 2 kr. 43.284 kr. 13.750Þríkross – stærð 3 kr. 28.284 kr. 11.749Þríkross – stærð 4 kr. 21.281 kr. 10.050Vegna hækkana á hráefni munu þessi verð hækka frá og með 1. mars 2013.

27

ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013

vefverslun félagsins og sölu til félags-manna, bakhjarla og annarra áskrifendameð útsendingu á jólakortapökkum enalls voru sendir út um 5.000 pakkar.Sölutekjur af jólakortum jukust um rúm9% milli ára og afkoma af sölunni varðmun betri en árið á undan, m.a. vegnaþess að kostnaður var minni vegna ein-földunar á dreifingu. Óhætt er því aðfullyrða að dauði jólakortamarkaðarinshafi verið stórlega ýktur.

Blindrafélagið hóf sölu á netjólakortumfyrir tveimur árum en sala þeirra hefurverið lítil. Þess ber þó að geta að stórhluti kostnaðarins við að setja upp sölu-kerfið fyrir rafrænu kortin á netinu vareinskiptiskostnaður sem hefur allurverið greiddur. Kostnaður við sölu raf-rænna korta er því óverulegur.

Sala Þríkrossins dróst saman um 23%frá árinu á undan og var svipuð í krónu-tölu og árið 2010. Fyrir jólin 2011 vorusettar á markaðinn fjórar gerðir afsilfurkrossum en því miður hefur salaá þeim ekki náð því flugi sem vonastvar eftir. Unnið er að því að markaðs-setja Þríkrossinn erlendis og erum viðí samstarfi við þýskan aðila um sölu þarí landi. Sá aðili hefur lagt mikla vinnuí markaðsrannsóknir og kynningar ogstanda vonir til að sú vinna skili árangriá næstunni.Framlegð af sölu Þríkrossins var hlut-fallslega betri en árið á undan en húner varla viðunandi.

Þríkrossinn

Verð á gulli á heimsmarkaði hefur fariðhækkandi undanfarin misseri og erfittað fylgja því með tíðum verðhækkunumá vörunni.Þríkrosshálsmen með keðju kosta semhér segir í netverslun Blindrafélagsins.Verðin eru með virðisaukaskatti:

Page 29: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

28

ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013

Þríkrossinn er nú framleiddur semhálsmen í fjórum stærðum, bæði í gulliog silfri. Einnig eru framleidd úr gullibarmmerki, eyrnalokkar, bindisnælurog nælur fyrir íslenska þjóðbúninginn.Úr silfri eru framleidd skeiðar og gafflarfyrir börn. Þríkrossinn hefur veriðseldur frá árinu 1989 og hefur skapaðsér sess og sérstöðu á íslenskummarkaði. Einnig hefur markvisst veriðunnið að því að ná til erlendra ferða-manna.

Í janúar 2010 keypti Blindrafélagiðhöfundarréttinn og vörumerki Þrí-krossins af erfingjum Ásgeirs heitinsGunnarssonar en Blindrafélagið hefurátt mjög góða samvinnu við þá um söluog markaðssetningu hans frá upphafi.

Í desember 2011 var lokið við skráninguá myndmerki Þríkrossins í Evrópu-sambandinu og gildir sú skráning íöllum löndum þess.

Ársskýrsla ráðgjafa á félagssviði fyrir starfsárið 2012-2013

FÉLAGSMÁLADEILD

Ráðgjafi

Á árinu 2011 var ákveðið að gefa útdagatal fyrir árið 2012 sem væri til-einkað leiðsöguhundum fyrir blindraog sjónskerta. Hugmyndin kemur upp-haflega frá blindrasamtökunum í Noregien þar í landi er slík útgáfa þýðingar-mikil fjáröflunarleið. Við ákváðum fljóttað fara eigin leiðir í útlitshönnun daga-talsins og völdum að gefa út borðdagatalmeð myndum af leiðsöguhundum.Dagatalið var sent út í 23.000 eintökumásamt 1.500 króna valkröfu. Viðtökurvoru betri en við þorðum að vona ogþegar upp var staðið höfðu um 40%þeirra sem fengu dagatalið greitt val-kröfuna.Ákveðið var að gefa út nýtt dagatal fyrirárið 2013, einnig með myndum af

Dagatöl

leiðsöguhundum. Upplag var heldurminna en árið á undan, eða um 18.600eintök. Voru dagatölin send út milli jólaog nýárs ásamt 1.500 kr. valkröfu einsog árið á undan. Dagatalið er hugsaðsem kynning á leiðsöguhundaverkefniBlindrafélagsins og Þjónustu- ogþekkingarmiðstöðvarinnar og verðatekjur af sölunni nýttar til verkefnisins.Hönnuður þess er Björn Westergren ogljósmyndun var í höndum Ragnars Th.Sigurðssonar.

Page 30: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

29

ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013

Starfshlutfall ráðgjafa á félagssviði hefurverið u.þ.b. 60% á ári undanfarin ár.Vinnutími ráðgjafa er frá kl. 9–15 frámánudegi til fimmtudags að báðumdögum meðtöldum. Á þeim tímum erfélagsmönnum velkomið að koma áskrifstofuna og tala við ráðgjafa umhvaðeina sem á bjátar án þess að skrásig sérstaklega í viðtal. Þetta fyrir-komulag hefur gefist vel en hefur haftþað í för með sér að tölur um skráðviðtöl og fjölda skjólstæðinga eru ekkieins nákvæmar og fyrr. Fyrir utan viðtölsinnir ráðgjafi erindum í síma og meðtölvuskeytum og fer töluverður tími íað sinna málum skjólstæðinga meðþeim miðlum. Ráðgjafi hefur í æ ríkari

• Vinna með félagsmönnum ogaðstandendum þeirra sem vilja og/eðaþurfa að breyta einhverju í lífi sínu• Standa vörð um réttindi og hagsmunieinstakra félagsmanna og aðstoða þávið að ná fram rétti sínum• Fylgjast með þróun réttindamála• Vinna að endurhæfingarmálum blindra

Verkefni:

og sjónskertra• Vinna að rannsóknum á högum blindraog sjónskertra• Halda utan um trúnaðarmannakerfiBlindrafélagsins, skipuleggja fundi meðtrúnaðarmönnum og boða til þeirra• Umsjón með sjóðnum Blind börn áÍslandi

Vinna með félagsmönnum Blindrafélagsins

mæli getað vísað á trúnaðarmennfélagsins, t.d. hvað varðar móttöku nýrrafélagsmanna. Með þessu fyrirkomulagigetur ráðgjafi á félagssviði einbeitt sérað þeim einstaklingum sem þurfa sér-stakrar þjónustu við og haft tíma til þessað sinna fræðslu og samstarfi við þáaðili sem koma að málum þeirra.Á árinu 2012 tók ráðgjafi á móti 47nýjum félagsmönnum og veitti þeimviðtöl og leiðbeiningar.Auk þess veitti ráðgjafi öðrum félags-mönnum og aðstandendum þeirrarúmlega hundrað viðtöl og margvíslegaaðra aðstoð við að fóta sig í lífinu viðbreyttar aðstæður. Samtals eru þettaum það bil 150 viðtöl á árinu 2012.

Helstu samstarfsaðilar voru stofnanirsveitarfélaga sem sjá um félagslegaheimaþjónustu, liðveislu og öldrunar-þjónustu, ýmsar öldrunarstofnanir,Þjónustu- og þekkingarmiðstöð blindra,sjónskertra og daufblindra einstaklinga,

SamstarfsaðilarTryggingastofnun ríkisins, Velferðar-ráðuneyti, Reykjavíkurborg, Vinnu-miðlun fatlaðra, Hringsjá, systurfyrir-tæki Símans Já.is, Vodafone, Tal, Þroska-hjálp og Öryrkjabandalag Íslands.

Page 31: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

30

ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013

Markmið trúnaðarmanna Blindra-félagsins er að miðla af reynslu sinniog veita þannig andlegan stuðning þeimsem hafa misst eða eru að missa sjónog aðstandendum þeirra. Ennfremurað veita almennar upplýsingar umréttindi og þjónustu við blinda ogsjónskerta. Trúnaðarmenn hvetja tilvirkrar þátttöku í samfélaginu og erufyrirmynd hvað það varðar sem ogannað í daglegu lífi. Trúnaðarmennmæta reglulega í „Opið hús“ Blindra-félagsins og sinna þar störfum sínumvið að taka á móti félagsmönnum ogveita upplýsingar um hin ýmsu málefnivarðandi félagsstarf og réttindisjónskertra. Þeir hringja í alla félags-menn að minnsta kosti tvisvar á ári tilþess að fylgjast með gangi mála og veitastuðning og upplýsingar eftir þörfum.Félagsmenn Blindrafélagsins eru rúm-lega 600 að tölu og eru því símtöltrúnaðarmanna hátt á annað þúsund.Trúnaðarmenn í launuðu starfi eru

Trúnaðarmenn Blindrafélagsins

Brynja Arthúrsdóttir sem jafnframt eraðaltrúnaðarmaður, Elín Bjarnadóttir,Haraldur Matthíasson og Helga Friðriks-dóttir sem hóf störf sem trúnaðarmaðurforeldra í byrjun árs 2013.Miklar vonir eru bundnar við að húngeti veitt foreldrum blindra og sjón-skerta barna viðeigandi stuðning ogtengt starf deildarinnar betur við annaðfélagsstarf Blindrafélagsins. Auk þeirraeru nokkrir félagsmenn sem sinnatrúnaðarmanna-störfum í sjálfboðavinnuog vinna við einstök mál í sjálfboðastarfiþegar þess er óskað. Reynslan af þessumbreytingum hefur verið mjög jákvæð ogmargir félagsmenn hafa látið í ljósánægju með betri tengingu við félagiðog bættar upplýsingar um þá þjónustusem í boði er fyrir félagsmenn.

Sérstakur starfsdagur trúnaðarmannavar haldinn 5. apríl 2013 en þá vartrúnaðarmönnum leiðbeint um hvernighægt væri að beita jákvæðu hugarfaritil að öðlast trú á sjálfum sér og byggjaupp þekkingu og styrk til þess að öðlastbetra og innihaldsríkara líf. Leiðbeinandiá þessum sérstaka starfsdegi var ÁsgeirJónsson. Trúnaðarmenn voru sammálaum að dagurinn hefði verið mjöglærdómsríkur og að margt af því semfram kom myndi nýtast þeim vel í starfi.

Elín Bjarnadóttir, trúnaðarmaður við vinnusína

Page 32: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

31

ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013

Árið 2012 var um margt kaflaskipt hvaðvarðar aðgengi að rafrænum upp-lýsingum.Áhersla var lögð á tækniframfarirannars vegar og kynningu á aðgengis-málum og stöðlum og kröfum um aðlögbindingu lágmarksaðgengiskrafnahins vegar. Einnig var talsvert að geraá alþjóðavettvangi, aðallega á vegumaðgengissérfræðingahóps evrópskublindrasamtakanna (sem heita því stuttaog hnitmiðaða nafni European BlindUnion Access to InformationCommission).Á fyrri hluta ársins voru gerðar úttektirá nokkrum vefsíðum opinberra stofnanajafnt sem einkafyrirtækja og tókst þarað ná fram nokkrum aðgengisumbótum,þó ekki eins miklum og undirritaðurvonaðist eftir. Vinna heldur áfram meðRÚV og fleiri ríkisstofnunum sem hafagert talsvert í aðgengismálum, en þráttfyrir ítarlegar athugasemdir við aðrarvefsíður, t.a.m. vefsíðu Akureyrarbæjar,fengust engin svör og undirtektirnarvoru vægast sagt dræmar.Undirstrikar þetta nauðsyn þess aðkoma lágmarksaðgengiskröfum í lög.

Í lok mars sótti aðgengisfulltrúi Blindra-félagsins, ásamt formanni, CSUN-ráðstefnuna í San Diego í Kaliforníu, enþað er stærsta ráðstefna sem tengistupplýsingatækni og aðgengi fyrir fólkmeð fötlun.

Skýrsla aðgengisfulltrúa Blindrafélagsins 2012 - Byr undir báða vængi

Umfjöllun um þá ráðstefnu var sett inná vef og póstlista Blindra-félagsins, eneinnig skrifaði ég grein fyrir evrópskublindrasamtökin, en hún birtist á vefritisamtakanna í apríl.

Á CSUN-ráðstefnunni hélt formaðurBlindrafélagsins fyrirlestur um sam-vinnuverkefni félagsins og fyrirtækisinsIvona við þróun íslenska talgervilsins.Undir vorið fór undirritaður í viðamiklafyrirlestra- og glærukynningarherferð íaðgengismálum, bæði fyrir vefstjóraráðuneyta og opinbera starfsmenn, jafntsem einkafyrirtæki sem sérhæfa sig ívefhönnun. Herferðin gekk vel og fékkgóðar undirtektir, reyndar svo góðar aðmér barst starfstilboð um hlutastarf ogverkefnavinnu fyrir Advania, á sviðiaðgengismála, bæði hvað varðar vef-síður og farsímahugbúnað.

Á sama tíma hófst tilraunaverkefni meðaðilum frá Þjóðskrá og Trygginga-stofnun um að uppfæra eyðublöð þarsem menn geta sent inn tilkynningar ogsótt um rafræna þjónustu yfir á að-gengilegt PDF-form. Blöðunum er svohægt að skila rafrænt í gegnum ísland.iseða þjónustusíður viðkomandi stofnanaog einfaldast því umsóknarferlið tilmuna. Fyrsti afrakstur þess verkefnisleit dagsins ljós í febrúarmánuði 2013.

Page 33: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

32

ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013

Þar að auki féll það í skaut undirritaðsað skrifa aðgengiskafla vefhandbókaropinberra starfsmanna nær alveg frágrunni, með dyggri aðstoð og í miklusamráði við Sigrúnu Þorsteinsdóttur,vefaðgengissérfræðing hjá Sjá.Þótt engin hagsmunatengsl séu millimín og Sigrúnar hefur samstarf okkarað aðgengismálum almennt gengið afarvel, og kann ég henni miklar þakkir fyrirfrábæra frammistöðu, mikinn stuðningog einstaklega gott samstarf, bæði áárinu 2012 og í raun á fyrri árum, þósvo að við höfum aldrei hist.

Því miður fór seinni hluti ársins 2012að miklu leyti í harða baráttu mína viðillkynja æxli sem undirritaður greindistmeð í júlímánuði og voru því afköstinað mörgu leyti ekki eftir áætlun. Þessmá þó geta að meðferðin gekk vel ogmyndatökur frá desembermánuði gefatil kynna að meðferðin hafi tekist aðöllu leyti og málinu sé lokið.Þó sátu menn alls ekki auðum höndum.

Talsverð vinna fór í prófanir, athuga-semdir og aðra verkefnavinnu við gerðíslenska talgervilsins en hluti af hennilítur reyndar ekki dagsins ljós fyrr enní næstu uppfærslu hugbúnaðarins vorið2013.

Í október vannst svo mikill sigur íaðgengismálum þegar ríkisstjórn Íslands

gaf út yfirlýsingu þess efnis að vefiropinberra stofnana á Íslandi skylduuppfylla aðgengiskröfur AA-stigsalþjóðlega vefaðgengisstaðalsins (WebContent Accessibility Guidelines) fráog með 1. janúar 2015.

Augljóst má telja að kynningarherferðiná vormánuðum hafi átt drjúgan þátt íþessari ákvörðun og stefnuyfirlýsingu.Í sama mánuði var gefin út uppfærðvefhandbók opinberra starfsmanna þarsem aðgengismál fengu meiri áherslurog uppfærði kaflinn var birtur. Þar vareinnig, í fyrsta sinn, settur inn undirkaflium aðgengi rafrænna skjala semundirritaður skilaði inn.

Á síðustu mánuðum ársins fór talsverðvinna í ályktanagerð fyrir evrópskublindrasamtökin en þau skila inn álitium evrópska aðgengistilskipun semvonast er til að taki gildi á árinu 2015eða 2016.Undirritaður er nú orðinn verkefnastjóriundirhóps um vefaðgengi og aðgengiað samfélagsmiðlum á vegum sam-takanna.

Því má að mörgu leyti segja að árið 2012hafi verið árangursríkt ár í heimiaðgengismála, þó að heilsufar undir-ritaðs hafi því miður hægt allnokkuðáframþróuninni. Allt bendir til þess aðárið 2013 verði gott ár og að mörg

Page 34: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

33

ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013

verkefni ársins 2012 muni skila afrakstriá þessu ári. Að sjálfsögðu verður nánarfjallað um árið 2013 í næsta yfirlitiaðgengisfulltrúa, svo ég bið ykkur aðbíða spennt.

Stjórn Blindrafélagsins ákvað snemmaárs 2012 að leggja áherslu á feril-fræðilegt aðgengi, þ.e.a.s. aðgengi íraunheimi. Mat stjórnar var að aðgengiblindra og sjónskertra hefði jafnvelversnað á undanförnum árum og þaðþyrfti að auka meðvitund yfirvalda ogþeirra sem færu með skipulagsvald.Átakið fór af stað undir nafninu „FráHlemmi að Alþingi“ og var hugmyndinsú að með því að tryggja aðgengi áþessari aðalgönguleið höfuðborgarinnarmætti vekja athygli á þeim vanda semblindir og sjónskertir glíma við.Ég var ráðin sem ferilfræðileguraðgengisfulltrúi í 25% starf og hófststrax handa við að safna samstarfs-aðilum og kynna átakið fyrir þeim.Þar á meðal voru Reykjavíkurborg,Miðborgin okkar, Mannvirkjastofnunog Umferðarstofa.Fyrsta skrefið var frumúttekt á leiðinniog var hún gerð í samstarfi við bekk íKvennaskóla Reykjavíkur á góðgerða-daginn þar sem nemendur fóru leiðinaog reyndu eftir bestu getu að skilgreinahelsta vandann.

Birkir Rúnar Gunnarsson

Ferilfræðilegt aðgengi

Úr þessu var svo unnin markmiða-áætlun þar sem helstu markmið voruskilgreind:• Skilti á gangvegi.• Skortur á hljóðmerkjum og lélegtaðgengi til þess að komast heill yfirgötur.• Umferð hjóla og rafskutla.• Ómerktar hindranir, þrep, veggir ogholur.• Merkingar, húsanúmer, götuskilti.• Bifreiðar sem lagt hefur verið upp ágangstétt.Þegar talað er um aðgengi fatlaðra eroftast litið á hjólastólaaðgengi og svovirtist sem aðgengi blindra og sjón-skertra hefði gleymst. Sums staðar hefurgott hjólastólaaðgengi bitnað á aðgengiblindra. Það var því mikilvægt aðbreikka staðalímynd fólks af fötluðumeinstaklingi.Um sumarið bættist svo við átakið þegarSkytturnar þrjár hófu störf fyrir félagiðog Þjónustu- og þekkingarmiðstöðinaog Halldór Sævar sem ábyrgðarmaður.Ég kynnti aðgengisátakið fyrirSkyttunum og það regluverk sem hægt

Page 35: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

34

ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013

er að nýta sér við úttektir og breytingar.Þær gripu boltann á lofti og unnuþrekvirki í úttekt og kynningu áaðgengismálum.Haldin var ráðstefna um aðgengi á degiHvíta stafsins í húsi Blindrafélagsins.Ráðstefnan markar lok aðgengis-átaksins. Það var vel mætt og fengufélagsmenn að heyra niðurstöður ogræða við þá sem taka ákvarðanir ískipulagsmálum.Eftir að skýrslu Skyttnanna var skilaðtil umhverfis- og samgönguráðs var húnsett í ferli innan borgarinnar og sáóskalisti sem Skytturnar lögðu fram varyfirfarin af verkefnastjóra hjá borginnisem skilaði svo aftur skýrslu til ráðsins.Niðurstöður úr henni voru svo á fundiráðsins samþykktar og á að framkvæmaþær á árinu. Þar að auki virðist ný stefnaum þarfagreiningar gera það að verkumað hagsmunafélög fatlaðra verða tekin

með strax í upphafi. Þannig vorum viðspurð álits um breytingar á Klapparstígog í sundlauginni í Laugardal. Helstiárangur átaksins hefur verið aukinvitneskja um þarfir blindra og sjón-skertra, vitneskja um þau ferli sem þurfaað vera til staðar og ábyrgðarhlutverkmismunandi aðila. Einnig hefur Blindra-félagið eignast samstarfsaðila ogsambönd sem nýtast vel í framtíðar-baráttu fyrir betra aðgengi fyrir fatlaða.

Blindrafélagið tekur virkan þátt í sam-starfi norrænna blindrasamtaka í tveimnefndum. NSK er samstarfsnefndnorrænna blindrasamtaka og NKK erkvennanefnd þeirra. Á árunum 2012 og2013 gegndi Ísland formennsku í báðumnefndunum. Árlega eru haldnir tveirfundir og reyna NSK og NKK að haldaað minnsta kosti einn sameiginleganfund á ári. Fyrri NSK-fundurinn var aðþessu sinni haldinn í Þórshöfn í

Rósa María Hjörvar,ferilfræðilegur aðgengisfulltrúi

Skýrsla alþjóðafulltrúa

Færeyjum í september 2012 og varFæreyingum boðið að taka þátt ístarfinu í fyrsta sinn.Fyrri NKK-fundurinn var haldinn íHurdal center í Noregi í lok nóvember2012 í tengslum við norræna kvenna-ráðstefnu, sá síðari í Almåsa í Svíþjóðí mars 2013.Norræn kvennaráðstefna er haldin átveggja ára fresti. Meginþema kvenna-ráðstefnunnar að þessu sinni var for-

Page 36: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

35

ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013

varnir gegn ofbeldi gegn sjónskertumkonum. Ráðstefnuna sóttu rúmlega 30konur frá öllum norrænu löndunum,fjórar konur frá Íslandi. Ráðstefnanályktaði m.a. að öll blindrasamtökinættu að búa til viðbragsáætlun fyrirkynferðislegt áreiti og ofbeldi.Blindrafélagið á einnig aðild að Euro-pean Blind Union (EBU), World BlindUnion (WBU) og Retina International(RI) og fylgist með starfi á þessumvettvangi.Undirrituð tók við starfi alþjóða- ogdeildarfulltrúa Blindrafélagsins í janúar

Starfssvið kynningarfulltrúa er aðheimsækja skóla og stofnanir og veitafræðslu um áhrif blindu og sjón-skerðingar á fólk og leiðbeina um um-gengni við fólk sem þannig er ástattfyrir. Fjallað er um hvíta stafinn, leið-söguhunda, punktaletur og einnig erusýnd ýmis hjálpartæki. Ef tími ogaðstæður leyfa er sýnd stutt kvikmyndmeð Radíusbræðrum þar sem þeir sýnahvernig á EKKI að koma fram við blintog sjónskert fólk.Á árinu heimsótti kynningarfulltrúireglulega Ökuskólann í Mjódd meðfræðslu fyrir verðandi leigubílstjóra.Farið var í nokkra grunnskóla á höfuð-borgarsvæðinu og spjallað viðnemendur í 8., 9. eða 10. bekk.

2013. Í starfinu felast samskipti viðfyrrnefnd samtök, skipulagning fundaog aðstoð við deildir félagsins.

Marjakaisa Matthíasson, alþjóðafulltrúi

Ársskýrsla kynningarfulltrúa árið 2013

Ennfremur hélt kynningarfulltrúi fyrir-lestra fyrir starfsfólk í heimaþjónustuhjá Reykjavíkurborg, Félag eldri borgaraí Garðabæ og Kiwanis-konur íReykjavík.

Brynja Arthúrsdóttir, kynningarfulltrúiBlindrafélagsins

Page 37: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

36

ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013

Á árinu 2012 var um 4,6 millj. kr. variðtil viðhalds Hamrahlíðar 17. Þeimfjármunum var að mestu varið í almenntviðhald. Ein íbúð var verulega lagfærðauk endurbóta á öðrum. Lagfæringaráttu sér einnig stað á atvinnuhúsnæði,einkum á 5. hæð.Hamrahlíð 17 - viðbygging

Í desember 2011 hófust framkvæmdirvið viðbyggingu við Hamrahlíð 17 semfelast í því að hækka tengibygginguna,sem tengir álmur hússins, um þrjárhæðir þannig að hún verði alls fjórarhæðir. Alls er þetta 239,6 m2 stækkuná húsinu sem verður eftir stækkuninaalls 4.314,6 m2 eða 13.011,7 m3. Lokiðvar við að steypa viðbygginguna í maí2012 og í september var ný félagsað-staða tekin í notkun á 2. hæð en þar ernýr 45 m2 fundarsalur stjórnar semtekur 18 manns í sæti. Einnig hefur nýtttölvuver verið innréttað á hæðinni enþar er góð kennsluaðstaða fyrir 4–5einstaklinga. Jafnhliða þessu var sam-komusalur félagsins tekinn í gegn.Einnig var mat-salurinn endurnýjaðurog anddyrið á 2. hæð endurskipulagt.Innréttuð voru ný salerni og húsgagna-geymslu komið fyrir inni í samkomu-salnum. Þannig hefur öll félagsaðstaðaBlindrafélagsins verið endurnýjuð, bæðihvað varðar gólfefni, gardínur, húsgögnog tæki. Framkvæmdum við þessar endur-bætur var að mestu lokið þegar vetrar-starf félagsins hófst í september 2012.

Rekstur fasteigna

Ákveðið var síðan að hin endurbættaog nýja félagsaðstaða á 2. hæð skyldiframvegis nefnast „FélagsheimiliBlindrafélagsins“ og var skilti sett uppvið innganginn sem afmarkaði svæðið.Í apríl 2013 standa yfir innréttingar ánýrri íbúð á 4. hæð viðbyggingarinnarog verður hún tilbúin seinna á árinu.Á 3. hæð er einnig verið að innréttasamsvarandi húsnæði og þar verðurbæði mögulegt að innrétta íbúð og nýtaþað til félagsstarfsemi.Byggingarkostnaður

Í árslok 2012 var kostnaður vegnaviðbyggingarinnar kominn í 45,4 millj.kr. og er allur greiddur kostnaður innií þeirri tölu, þ.m.t. gatnagerðargjöld oghönnun. Fermetraverðið er um 190.000kr. Kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir aðviðbyggingin kostaði tilbúin undir tré-verk 47 millj. kr. Raunkostnaður hefurþví reynst vera 3,5% undir samþykktrikostnaðaráætlun.Þessu til viðbótar var reist skyggni viðinnganginn inn í húsið á 2. hæð.Kostnaður við skyggnið var um 1,7 millj.kr. Heildarkostnaður við lagfæringar ogendurnýjun á félagsaðstöðu Blindra-félagsins á 2. hæð var um 18,4 millj. kr.Þeim framkvæmdum var að fullu lokiðá árinu 2012.Blindrafélagið fjármagnaði allar áður-nefndar framkvæmdir með eigin fé aðundanskilinni skammtímafjármögnunmilli mánaða.

Page 38: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

37

ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013

Útleiga og nýting íbúða

Allar íbúðir í húsinu voru í útleigu íárslok 2012 og á árinu flutti einn nýrleigjandi í húsið. Í húsinu eru einnigleigðar út tvær gestaíbúðir og eittgestaherbergi. Nýting þeirra árið 2012var sem hér segir:Íbúð 401 (gestaíbúð/endurhæfingaríbúð): 51%Íbúð 309 (gestaíbúð): 41%Íbúð 404 (gestaherbergi): 29%Stigahlíð 71Blindrafélagið á einbýlishúsið að Stiga-hlíð 71 sem hefur verið leigt Reykja-víkurborg undanfarin ár til rekstursSambýlisins að Stigahlíð 71 þar semblindir og sjónskertir einstaklingar eruí meirihluta íbúa.

Opið hús er fastur liður í félagslífiBlindrafélagsins og er ávallt vel sótt.Opið hús er ætlað öllum þeim sem viljakoma og skemmta sér í góðum félags-skap og eiga samverustundir meðskemmtilegu fólki. Þar eiga menn góðarstundir saman, njóta þess sem boðið erupp á í söng, upplestri, tónlist og öðruþví sem á dagskrá kann að vera.Reyndin hefur verið sú að stærstur hlutigesta Opna hússins er eldra fólk, en þómætir þangað fólk á ýmsum aldri.Opið hús var með hefðbundnu sniðisíðastliðið starfsár líkt og undanfarinár, á þriðjudögum og fimmtudögumhófst það kl. 13 og stóð til kl. 15.

FÉLAGSSTARFIÐ

Opið hús

Umsjónarmenn Opna hússins voru JónJúlíusson, Guðrún Ásmundsdóttir,Jónína H. Jónsdóttir, Edda Karlsdóttir,Hlynur Þór Agnarsson, Guðjón Skúlasonog Anna Sigríður Helgadóttir. Undirrituðhafði yfirumsjón og sá um að samræmadagskrá. Síðastliðið ár hefur aðsóknað Opnu húsi á þriðjudögum og fimmtu-dögum verið að meðaltali nálægt 33manns. Opið hús fór í tvær dagsferðirsíðastliðið vor, sú fyrri var farin aðSkógum undir Eyjafjöllum með við-komu í Þorsteinslundi Erlingssonar íFljótshlíð þar sem var sungið og stiginndans í heiðríku blíðskaparveðri.Snæddur var kvöldverður í Rauðahúsinu í bakaleiðinni.

Um árabil hefur Ólafur Þór Jónsson rekiðnuddstofu í Hamrahlíð 17.Hér er hann að störfum.

Page 39: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

38

ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013

Jóna Gísladóttir dansar við JónHjartarson, leikara

Frá jólagleði Opins húss 22. des. 2012:Kjartan Ásmundsson tekur lagið meðBaggalúti

Þórunn Guðnadóttir og Páll Jónssoní Opnu húsi

Hin ferðin var farin um miðjan júní aðSlakka í Biskupstungum með viðkomuað Borg í Grímsnesi. Enn lék veðrið viðokkur og var sungið og dansað undirberum himni við undirleik SigmundarJúlíussonar og síðan snæddur kvöld-verður. Haustferð var farin fyrri hluta

nóvember. Farið var gegnum Selfoss,niður Gaulverjabæjarhrepp, drukkiðsíðdegiskaffi á Eyrarbakka, þá varferðinni heitið í Strandarkirkju þar semséra Baldur Kristjánsson sagði gestumsögu staðarins. Þá var ekið til Grinda-víkur og snæddur þar kvöldverður.

Page 40: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

39

ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013

Bókmenntaklúbburinn blómstraði semaldrei fyrr í vetur. Hópurinn hittisttvisvar í mánuði frá september fram ímaí og voru lesnar saman níu bækur.Félagar í klúbbnum eru á ýmsum aldrimeð ólíkar skoðanir og voru oft fjörugarumræður og skoðanaskipti umbækurnar og allir tjáðu sitt álit.Sem fyrri ár naut bókmenntaklúbburinn

Bókmenntaklúbburinn

frábærrar þjónustu frá BlindrabókasafniÍslands en síðastliðna vetur hefur HuldaPétursdóttir, starfsmaður á safninu,alfarið séð um útlán til bókmennta-klúbbsins. Þökkum við klúbbfélagarHuldu fyrir einstaka lipurð og ljúf-mennsku og einnig fyrir góðar hug-myndir og ábendingar um bækur.Brynja Arthúrsdóttir

Áttunda starfsár Opna hússins á laugar-dögum hófst haustið 2012, en starfsemiþess hefur notið meiri vinsælda meðhverju árinu.

Opið hús á laugardögum er haldið aðjafnaði á fimm vikna fresti frá septembertil júní ár hvert. Dagskráin hefst kl. 11með fyrirlestri í hvert skipti. Leitast ervið að hann sé bæði fræðandi ogskemmtilegur. Kl. 12 er framreiddurheitur matur. Eftir matarhlé leika lista-menn tónlist til kl. 14.

Í vetur hafa margir góðir fyrirlesararglatt gesti. Má þar nefna Gísla Helgason,ritstjóra Valinna greina, HafdísiTryggvadóttur daufblindraráðgjafa,Þorkel Jóhann Steindal æskulýðs-fulltrúa, Þorvald Friðriksson fornleifa-fræðing og fréttamann og Guðna

Opið hús á laugardögum

Ágústsson fyrrum ráðherra. Þá hafamargir góðir tónlistarmenn spilað ogsungið fyrir gesti, hljómsveitin Bagga-lútur, Hinsegin kórinn og Hugsjóna-fólkið. Umsjónarmaður Opna hússinsá laugardögum er Steinunn Hákonar-dóttir, félagsmálafulltrúi Blindra-félagsins.

Steinunn Hákonardóttir, félagsmálafulltrúi

Page 41: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

40

ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013

Núverandi ferðanefnd hefur starfað frásíðasta hausti. Reynt var að bjóða ferðtil Akureyrar en ekki var nægileg

Ferða- og útivistarnefnd

Halldór Sævar Guðbergsson,formaður nefndarinnar

Skemmtinefnd

Guðfinnur Karlsson, Eyþór Kamban Þrastarson og Hlynur Þór Agnarsson taka lagið

Skemmtinefnd veturinn 2012-2013skipuðu þau Hlynur Þór Agnarsson,Eyþór Kamban Þrastarson, ArnheiðurBjörnsdóttir og Dagný Kristmannsdóttir.Hefðbundnir viðburðir voru á sínum

stað, þ.e. jólahlaðborð og þorrablót, eneinnig voru fleiri liðir á dagskrá.Skemmtikvöld eða „pöbbakvöld“

eins og þau voru gjarnan kölluð vorutvö talsins. Annað þeirra var haldið 8.

þátttaka þannig að það er engin skýrslafrá ferða- og útivistarnefnd að sinni.

Page 42: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

41

ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013

stað, þ.e. jólahlaðborð og þorrablót, eneinnig voru fleiri liðir á dagskrá.Skemmtikvöld eða „pöbbakvöld“

eins og þau voru gjarnan kölluð vorutvö talsins. Annað þeirra var haldið 8.nóvember að loknum félagsfundi oggekk vonum framar. Seldar voru pizzureftir fundinn og barinn opinn fyrir þásem vildu. Dagur Sigurðsson trúbadormætti á svæðið og heillaði viðstaddameð gítarleik og söng.Seinna skemmtikvöldið hefur ekkiverið haldið þegar þessi skýrsla erskrifuð en það er á dagskrá 11. maí, aðloknum aðalfundi. Hljómsveitin TheVisionaries mun þar leika ljúfa tóna ogkoma mannskapnum í stuð fyrirsumarið en þá hljómsveit skipa fjórirfélagsmenn, þau Hlynur Þór Agnarsson,Gísli Helgason, Haraldur G. Hjálmarssonog Rósa Ragnarsdóttir.Jólahlaðborð Blindrafélagsins varhaldið í salnum í Hamrahlíð 17 föstu-daginn 7. desember. Maturinn kom frágóðvini okkar Stefáni eins og svo oftáður. Veislustjóri var Helgi Hjörvar ogfór hann á kostum og um tónlist sáÁstvaldur Traustason. Ástvaldur lékmeðal annars undurfallega áharmónikku sem vakti mikla lukku. Aukþeirra kom Ari Eldjárn til okkar og varmeð uppistand og Þóra Sif Svansdóttirsöng nokkur lög við undirleik Ástvalds.Segja má að kvöldið hafi gengið vonumframar og voru um 100 manns þarna

saman komin í góðu yfirlæti.Þorrablót Blindrafélagsins varhaldið með pompi og prakt laugar-daginn 9. febrúar í salnum í Hamrahlíð17 og sóttu um 110 manns þann viðburð.Í þetta sinn kom maturinn frá Múlakaffiog vakti mikla lukku meðal viðstaddra.Hefðbundinn þorramatur var í boði semog úrræði fyrir þá sem ekki voru einshrifnir af súrmatnum. Veislustjóri varþingmaðurinn Róbert Marshall og umtónlist sá Ásgeir Ásgeirsson gítarleikarisem lék fyrir okkur ljúfan djass aukseiðandi suðrænnar tónlistar, nánartiltekið frá Grikklandi. ÞorsteinnGuðmundsson kom og var með uppi-stand og þau Eyþór Kamban Þrastarsonog Bryndís Snæbjörnsdóttir fóru meðminni karla og kvenna. Allir tóku velundir í fjöldasöng og að lokinni hefð-bundinni dagskrá kláraði Pétur ÖrnGuðmundsson kvöldið, söng og lék fyrirdansi. Ferð í Bjórskóla Ölgerðarinnar

Það var frækinn 16 manna hópur semskellti sér á námsbekk í BjórskólaÖlgerðarinnar föstudaginn 22. mars. Þarvar fræðst um bjór, bjórgerð, sögu bjórsog að sjálfsögðu var boðið upp á bjórog nóg af honum auk þess sem bragðaðvar á ýmsum tegundum og fjölbrigðumaf þessum vinsæla drykk. Að sögnviðstaddra var stemmingin mjög góð ogmenn og konur sátt með kvöldið.

Page 43: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

42

ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013

Hópferð á Dark Side of the Moon

heiðurstónleika

Skemmtinefndin stóð í samstarfi viðKristin Halldór Einarsson formann fyrirhópferð á heiðurstónleika Dark Side ofthe Moon plötunnar sem Pink Floydsendi frá sér fyrir 40 árum. 5-10 mannssóttu tónleikana frá félaginu í troðfullumEldborgarsal Hörpu laugardagskvöldið20. apríl 2012.

Hlynur Þór Agnarsson, formaðurskemmtinefndar

Tómstundanefnd stóð fyrir fjórumbingóum og þremur handavinnunám-skeiðum á starfsárinu sem er að líða.Reynt var að koma saman prjónahópisem gæti orðið að reglulegum sam-verustundum fyrir handavinnufólk enskráningin gekk ekki sem skyldi að

Tómstundanefnd

þessu sinni. Áformað er að reyna afturað stofna prjónahóp á nýju ári.

Valdar greinar, 37. árgangur 2012, ársskýrslaÁrið 2012 komu út 23 tölublöð afVöldum greinum. Heildartími: 96 klst.og 47 mínútur. Þar af var lestur úr dag-blöðum og vefmiðlum um 63 klst. Lesturúr dagblöðum hefur rúmlega tvöfaldastfrá því sem áður var og auk þess hefurlestur úr vefmiðlum bæst við. Efni fráBlindrafélaginu og ýmsum aðilum semtengjast málaflokknum var um 33 klst.Sem fyrr er lögð áhersla á að birta efniúr blöðum og vefmiðlum sem ekkibirtist annars staðar en jafnframt því erleitast við að gera málefnum blindra ogsjónskertra góð skil eftir því sem tök

eru á. Árið 2012 varð bylting í fjölmiðlunfyrir blint og sjónskert fólk. Með tilkomuvefvarps Blindrafélagsins gefast aukintækifæri til miðlunar upplýsinga jafn-óðum og þær birtast.„Valdar greinar“ hafa verið á vefvarpinusíðan 6. júlí 2012 og jafnframt eru þærbirtar á heimasíðu Blindrafélagsins ogfjölfaldaðar á geisladiskum. Valdargreinar eru gefnar út á daisy-formi semgefur lesendum aukna möguleika á aðskipta löngum greinum niður í kaflaþannig að auðvelt er að fletta á milliundirkafla í greinum eða því efni sem

Skemmtinefndin vill þakka kærlegaöllum þeim félagsmönnum sem sóttueða tóku þátt í viðburðum á vegumnefndarinnar veturinn 2012-2013 ogauk þess starfsmönnum félagsins ogöllum þeim sem komu að viðburðum áokkar vegum.

f.h. tómstundanefndar,Elín Bjarnadóttir, Harpa Völundardóttirog Margrét Guðný Hannesdóttir

Page 44: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

43

ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013

lifandi tengiliður Blindrafélagsins viðfélagsmenn sína.Þórunn Hjartardóttir er sem fyrraðallesari á Völdum greinum. Auk okkarhafa félagsmálafulltrúi og formaðurBlindrafélagsins komið að útgáfunni.Ég hef átt sem fyrr mjög gott samstarfvið félagsfólk Blindrafélagsins. Þaðbendir á ýmislegt sem mætti birtast áVöldum greinum. Eins hafa samskiptivið Þjónustu- og þekkingarmiðstöðinaog Hljóðbókasafn Íslands, áður Blindra-bókasafn, verið með ágætum.Ég þakka starfsmönnum og félagsfólkigóða samvinnu og samskipti. Það ermér ljúft að starfa sem ritstjóri Valinnagreina.

Fyrsti viðburður ársins 2012 hjáforeldradeildinni var heimsókn í sæl-gætisgerðina Freyju í tengslum viðöskudaginn en Freyja hefur undanfarinár styrkt sjóðinn Blind börn á Íslandimeð ágóðanum af sölu á öskudags-nammi til fyrirtækja (sjá myndir:http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/02/21/heimsokn_i_saelgaetisgerd/).17. mars var svo haldið Páskabingó hjáforeldradeildinni og heppnaðist þaðmjög vel. Mæting var góð og gáfu fjöl-

STARFSEMI DEILDA FÉLAGSINS

Foreldradeild

mörg fyrirtæki glæsilega vinninga semglöddu þátttakendur.Í ágúst var Reykjavíkurmaraþoniðhlaupið. Nokkrir aðilar hlupu til styrktarsjóðnum Blind börn á Íslandi og endaðiþað svo að sjóðurinn var meðal þeirragóðgerðarfélaga sem mestu fé var heitiðá í Reykjavíkurmaraþoninu sem var vel.14. október hélt foreldradeildin sund-laugarpartý þar sem allir hittust í Álfta-neslaug og kíktu svo í pizzu saman.

birtist hverju sinni. Lögð hefur veriðmeiri áhersla á að birta ýmislegt efnisvo sem af fundum Blindrafélagsins,alls kyns uppákomum og ráðstefnum,sem varða málefni fatlaðra. Einnig skipaviðtöl við félagsfólk stóran sess áVöldum greinum. Þar greinir fólk frálífshlaupi sínu og miðlar af margþættrireynslu, t.d. af sjónskerðingu.Frá og með upphafi þessa árs, 2013,hefur undirritaður séð um að miðlatilkynningum og fréttum frá Blindra-félaginu inn á vefvarpið. Enn og afturskal það áréttað að deildir félagsinsættu að nýta Valdar greinar meira engert er því að með aukinni tækni erauðvelt að koma efni á framfæri og geraþað skemmtilega áheyrilegt.Þannig verða Valdar greinar sem fyrr Gísli Helgason, ritstjóri

Page 45: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

44

ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013

margvíslegustu málefni. Fulltrúar ogstarfsmenn Blindrafélagsins hafa einniggott aðgengi að félagsmönnum úrforeldradeild og er þetta góðurvettvangur til að miðla þekkingu ogáhugaverðu efni auk þess sem þaðheldur lífi í starfinu þegar langt er millihefðbundinna viðburða.Í apríl er áætlað að halda aðalfundforeldradeildar þar sem ný stjórn verðurvalin og drög lögð að spennandi starfinæsta árið.

Páll Guðbrandsson, formaðurforeldradeildar

Í stjórn kvennadeildar starfsárið 2012-2013 hafa setið: Rósa Ragnarsdóttirformaður, Arnheiður Björnsdóttir,Bryndís Snæbjörnsdóttir og MarjakaisaMatthíasson.Kvennadeild var með tvö fræðslukvöldhaustið 2012. Það fyrra var haldið íoktóber og var þar fjallað um ýmis ráðvið heimilishald. Var það vel sótt af bæðikonum og körlum. Rósa Ragnarsdóttir,formaður kvennadeildar og MargrétSigfúsdóttir sáu um fræðsluna.Síðara fræðslukvöldið var haldið ínóvember og þema þess var jafningja-fræðsla í tæknimálum. Fólk mætti áfundinn með fartölvur og farsíma sínaog fékk aðstoð við ýmis tæknivandamál.Kvennadeild hefur tekið þátt í norrænu

Kvennadeild

f.h. kvennadeildar, MarjakaisaMatthíasson

kvennasamstarfi innan blindrasamtak-anna. Ísland fer með formennsku í NKK-nefndinni fyrir starfsárið 2012-2013. Fráþessu samstarfi er sagt í skýrslu alþjóða-fulltrúa. Sú umræða hefur farið fram ístjórn kvennadeildarinnar hvort þörf séá sérstakri kvennadeild innan félagsins.Fundur um framtíð deildarinnar varauglýstur og var hann haldinn 19.febrúar 2013. Á fundinn mættu RósaRagnarsdóttir og MarjakaisaMatthíasson en aðrir stjórnarmennhöfðu boðað forföll. Stjórn Blindra-félagsins tók á fundi sínum ákvörðunum að leggja deildina niður og stofnajafnréttisnefnd.

Mæting var fín og skemmtu krakkarnirsér vel og líka þeir fullorðnu semlaumuðu sér í öldulaugina.Aðventuskemmtunin var góð að vandameð skemmtilegu föndri og frábærriskemmtun frá Magna og jólasveininum.Mætingin var góð að venju.Foreldradeildin hefur oft haft sig meiraí frammi en á móti kemur að myndasthefur ágætur samræðugrundvöllur áFacebook-síðu deildarinnar þar semnýir meðlimir hafa getað kynnt sig ogkynnst lauslega þeim sem lengur hafatekið þátt. Meðlimir eru ósmeykir viðað leita ráða hjá hinum varðandi hin

Page 46: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

45

ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013

aldrað fólk og meðferðir við þeim.Fulltrúar sem starfa við öldrunar-þjónustu hjá Akureyrarbæ mættu áfundinn. Fundur var haldinn 12.nóvember þar sem rætt var umhljóðmerki við umferðarljós á Akureyri.Kynning fór fram á nýja talgervlinummeð Dóru og Karli og þá var einnigkynning á vefvarpinu. JólafundurNorðurlandsdeildar var haldinn 9.desember. Eins og verið hafði kommaturinn frá Bautanum. Séra Arna ÝrrSigurðardóttir flutti jólahugvekju ogsysturnar Birgitta Líf og Erla RuthGunnarsdætur sungu nokkur lög viðundirleik Reynis Schiöth.Ekki var fleira markvert gert á árinu.

Norðurlandsdeild

Pálmi Stefánsson, formaður

Stjórn RP-deildarinnar skipa Sigþór U.Hallfreðsson formaður, Kristinn HalldórEinarsson gjaldkeri, Guðrún Skúladóttirritari og Alexander Hrafnkelsson ogElín Bjarnadóttir meðstjórnendur.Í júlí var aðalfundur Retina Internationalhaldinn í Hamborg í Þýskalandi.Fulltrúar Retina Ísland sátu þann fundog nú í fyrsta skipti sem fullgildir með-limir að samtökunum. Retina Interna-tional eru alþjóðleg samtök sem teygjasig nú orðið um allan heim og til margraog ólíkra landa. Markmið samtakannaer að vekja athygli á augnsjúkdómumsem tengjast sjónhimnunni og hvetja tilrannsókna þeim tengdum. Samtökin

RP-deild (Retina Ísland)

leggja mikið upp úr að leiða samanvísindamenn frá ólíkum heimshornumog stuðla þannig að auknum kynnum,betra upplýsingaflæði og meiri árangrií rannsóknum og meðferðartilraunum.Í þessu skyni stendur Retina Interna-tional m.a. fyrir reglulegum ráðstefnumþar sem fremstu vísindamenn heimsinssegja frá rannsóknum sínum á sviðiaugnsjúkdóma og augnlækninga semtengjast sjónhimnunni.Til gamans má einnig nefna að kín-versku Retina-samtökin sóttu þingið aðþessu sinni sem áheyrnarfulltrúar ogverða væntanlega fullgildir meðlimir ánæsta þingi sem haldið verður í París

Fyrsti fundur ársins var þorrafundursem haldinn var 5. febrúar. Að jafnaðimæta 15-25 manns á þessa árlegu fundi.Maturinn kom frá Bautanum ogsmakkaðist ágætlega. Jónas ÞórJónasson söngvari flutti nokkur lög viðundirleik Pálma Stefánssonar og allirfóru saddir og ánægðir heim.Þann 18. mars var haldið bingó. Aðal-vinningurinn var 15.000 kr. gjafabréf áGlerártorg en einnig glæsileg páskaeggfrá Kólus og ýmsir aðrir vinningar.Bingóstjóri var Rafn Sveinsson og boðiðvar upp á veitingar.Eftir ágætt sumar var boðað til fyrstafundar vetrarins 26. september þar semGuðmundur Viggósson augnlæknir fluttierindi um augnsjúkdóma sem herja á

Page 47: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

46

ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013

að ári liðnu. Þá fjölgar umtalsvertfólkinu sem stendur að baki RetinaInternational því að í kínversku sam-tökunum eru yfir 400.000 meðlimir.Í lok ágúst sóttu fulltrúar Retina Íslandársfund norrænu RP-samtakanna semað þessu sinni var haldinn í Finnlandi.Ársfundurinn var eins og undanfarin árhaldinn á sama tíma og norræna augn-læknaþingið og var þar haldið sérstaktRP-symposium í samráði við augn-læknana. Þetta fyrirkomulag hefurreynst vel og er eindreginn áhugi á aðhalda því áfram en það var að frum-kvæði íslensku RP-deildarinnar ogBlindrafélagsins sem þetta fyrirkomulagvar reynt í fyrsta skipti þegar augn-læknaþingið var hér í Reykjavík 2010.Í október var haldinn opinn fræðslu-fundur þar sem sagt var frá því helstasem fram kom á Retina Internationalráðstefnunni og einnig var sýnd ný myndum „Usher syndrom“ sem sænsku sam-tökin hafa látið gera.Í mars stóð Retina Ísland fyrir opnumfræðslufundi þar sem Margrét Bárðar-dóttir sálfræðingur fjallaði um „Mindfullness“ eða núvitund eins og hugtakið

hefur verið kallað á íslensku. Núvitundmá segja að sé eins konar hugleiðslu-tækni sem snýst um að vera opinn ogvakandi fyrir líðandi stund og að látasér líða vel hér og nú í þeim aðstæðumsem maður er í hverju sinni. Í þessariaðferðafræði er blandað saman gömlumaustrænum hugræktarfræðum og nú-tímasálfræði með ákaflega frjóum ogárangursríkum hætti. Með haustinu erfyrirhugað að standa fyrir námskeiðium núvitund fyrir áhugasama félags-menn.Á síðasta starfsári hefur deildin semfyrr staðið af og til fyrir óformlegumfundum með það að markmiði að hittastog spjalla saman á óformlegum nótumog miðla reynslu hver til annars. Einnighefur þetta verið vettvangur til að ná tilþeirra sem eru með RP en eru ekkiorðnir félagar í Blindrafélaginu. Þessiróformlegu fundir ganga undir nafninu„RP-hittingur“ og hafa ýmist veriðhaldnir á kaffihúsum eða í Hamra-hlíðinni.

Sigþór U. Hallfreðsson,formaður RP-deildar

Vetrarstarfið hófst með fundi semhaldinn var mánudaginn 24. septemberkl. 16. Fundurinn var að vanda haldinní sal Rauða krossins að Eyravegi 23 áSelfossi.

Suðurlandsdeild

Ákveðið var að fundir yrðu haldnirsíðasta mánudag í hverjum mánuði framtil áramóta, að undanteknum desember

Page 48: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

47

ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013

þjónustu sem stendur til boða fyrirblinda og sjónskerta í Árborg og Hvera-gerði. Ákveðið var að fara á Opið hús íHamrahlíð 17 í fyrstu viku mars.Næsti fundur var haldinn 25. febrúar.Komið hafði í ljós að nokkrir félags-menn gátu ekki mætt á fund á mánudegivegna tíma hjá augnlækni, var þvíákveðið að færa fundina til síðastaþriðjudags í hverjum mánuð.Þann 5. mars fóru síðan nokkrir félags-menn á Opið hús í Hamrahlíð 17 þarsem hin sívinsæla Guðrún Ásmunds-dóttir sá um dagskrá.Næsti fundur var haldinn þriðjudaginn26. mars. Í ljós kom að fleiri gátu mætttil fundar á þriðjudegi og ákveðið aðhalda þeim degi. Rætt var um vorferðSuðurlandsdeildar og ákveðið að faratil Sólheima í Grímsnesi mánudaginn27. maí nk. Ráðgert var að halda af staðkl. 13 frá Selfossi. Erlu og Ragnari varfalið að sjá um undirbúning.Næsti fundur var ákveðinn 30. apríl nk.kl. 16. Ákveðið var að reyna að fáfræðsluefni á fundinn.

Ingibjörg Sigtryggsdóttir, formaðurSuðurlandsdeildar

Engin skýrsla barst frá Ungmennadeild Blindrafélagsins um starfið á árinu.

Ungblind

Nefndir og deildir félagsins fengu úthlutað á árinu kr. 3.574.000 til ýmissa verk-efna á þeirra vegum.

Styrkir og framlög til nefnda og deilda

en þá er venja að félagsfólk fari samanút að borða.Ráðgert var að fá Guðmund Viggóssonaugnlækni á næsta fund með fræðslu-erindi og hann kom síðan til okkar áfund þann 29. október. Var erindi hansvel tekið.Á næsta fundi 26. nóvember var ákveðiðað fara saman á veitingastaðinn Menamtil sameiginlegs kvöldverðar. Öllum varheimilt að taka með sér gesti. Það vargert í byrjun desember.Aðalfundur Suðurlandsdeildar 2013 varhaldinn 28. janúar kl. 16. Á fundinumvar kosin þriggja manna stjórn, svoskipuð:Formaður: Ingibjörg Sigtryggsdóttir,Selfossi.Meðstjórnendur: Erla Jakobsdóttir,Selfossi, og Gunnlaug S. Antonsdóttir,Hveragerði.Gjaldkeri: Ragnar R. Magnússon,Selfossi.Á fundinum var vakin athygli á aðreynslusamningur um ferðaþjónustu íReykjavík fyrir blinda og sjónskerta íÁrborg rann út um sl. áramót.Fundarmönnum var síðan afhenturgeisladiskur með upplýsingum um þá

Page 49: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

48

ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013

Stjórn Blindrafélagsins fær allmargarstyrkbeiðnir á hverju ári. Stjórnin hefurmarkað sér þá stefnu að beina styrk-

SJÓÐIR FÉLAGSINS

Hrein eign sjóðsins í árslok nam kr.29.076.000 en skipulagsskrá hans var

Verkefnasjóður Blindrafélagsins

Verkefnasjóður beitti sér á ýmsum sviðum. Helstu gjöld hans á árinu voru:Smíði á nýjum talgervli kr. 24.325.000Húsgögn, tæki o.fl. í félagsaðstöðu Blindrafélagsins kr. 11.992.000Leiðsöguhundar – Styrkur til ÞÞM kr. 3.000.000Kostnaður vegna sölu eigna úr dánarbúum kr. 1.434.000Kostnaður vegna göngu „Strönd til strandar“ kr. 517.000Annar kostnaður kr. 197.000Fjármagnstekjuskattur kr. 942.000Útborganir samtals kr. 42.407.000

Heildartekjur Verkefnasjóðs á árinu voru kr. 60.315.000

Hrein eign Verkefnasjóðs í árslok nam kr. 86.800.000 en þá hafði verið bókaðframlag í Styrktarsjóð Richards P. Theodórs og Dóru Sigurjónsdóttur, kr. 29.076.000.

umsóknum sem mest í sjóði félagsins.Eftirtaldir sjóðir félagsins veittu styrkiá árinu.

Styrktarsjóður Richards P. Theodórs og Dóru Sigurjónsdóttur

1. GR. HEITI SJÓÐSINS, STOFNUN OGVARSLASjóðurinn heitir Styrktarsjóður RichardsP. Theodórs og Dóru Sigurjónsdóttur.Hann er stofnaður 15. maí 2012 meðerfðafé sem Blindrafélaginu var ánafnaðí erfðaskrá eftir Dóru Sigurjónsdóttur,kt. 070820-2189. Heimili og varnarþingsjóðsins er í Reykjavík. Sjóðurinn er ívörslu Blindrafélagsins, kt. 470169-2149,í Reykjavík.

samþykkt 21. nóvember 2012 og er húnbirt hér fyrir neðan:

Skipulagsskrá Styrktarsjóðs Richards P. Theodórs og DóruSigurjónsdóttur

2. GR. TILGANGUR SJÓÐSINSTilgangur sjóðsins er að styrkja blintfólk á aldrinum 16 til 25 ára gamaltog/eða mennta fólk í þágu blindra ogblinduvarna.

3. GR. STOFNFRAMLAG SJÓÐSINSStofnframlag sjóðsins (andvirðiLaugarásvegar 44, Reykjavík) er erfðaféúr dánarbúi Dóru Sigurjónsdóttur(07.08.1920 - 31.05.2010), samtals kr.

Page 50: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

49

ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013

54.200.000, kr. – fimmtíu og fjórarmilljónir og tvö hundruð þúsund krónur.Tuttugu og fimm milljónum króna varráðstafað til kaupa á talgervli og varþað talið rýmast innan tilgangs sjóðsins,þar sem talgervillinn hjápar blindu fólkitil að mennta sig.Eftir standa í sjóðnum kr. 29.200.000 -Tuttugu og níu milljónir og tvö hundruðþúsund krónur.

4. GR. ÁVÖXTUN SJÓÐSINS OGREIKNINGSÁRSjóðinn skal ávaxta á hagkvæmastanhátt á hverjum tíma og skal fjármunumsjóðsins haldið sérgreindum á sér-reikningi. Við ávöxtun sjóðsins skalforðast að taka áhættu sem gæti haftneikvæð áhrif á tilgang sjóðsins.Reikningsár sjóðsins skal veraalmanaksárið. Reikningar sjóðsins skuluendurskoðaðir af endurskoðandaBlindrafélagsins og þeir birtir með samahætti og aðrir reikningar þess.Reikningstímabilið er almanaksárið.Fyrsta reikningstímabilið er frá stofnunsjóðsins til næstu áramóta.

5. GR. SJÓÐSSTJÓRN OG SKIPUN HENNARSjóðnum skal skipuð sérstök sjóðsstjórnsem kemur saman þegar þörf krefur enþó hið minnsta einu sinni á ári. Stjórninskal skipuð til 5 ára og miðast kjörtíma-bilið við almanaksárið nema fyrsta kjör-

tímabil stjórnar, sem er frá stofnunsjóðsins til ársloka 2016. Stjórnina skuluskipa þrír fulltrúar: einn tilnefndur afstjórn Blindrafélagsins, tveir tilnefndiraf forstöðumanni augnlækninga viðlæknadeild Háskóla Íslands, annar fráaugndeild Landspítala og hinn frálæknadeild Háskóla Íslands og skalhann vera formaður sjóðsstjórnar.Stjórnarstörf eru ólaunuð.Hlutverk sjóðsstjórnar er að annastúthlutun styrkja. Sjóðsstjórn ber aðhalda formlega fundargerðarbók umstarf sitt og skal afriti af fundargerðumskilað til stjórnar Blindrafélagsins ogtil deildarforseta læknadeildar HáskólaÍslands.

6. GR. ÚTHLUTUNARREGLURStyrki skal veita úr sjóðnum einu sinniá ári og skulu þeir auglýstir opinberlegaeða á annan þann hátt sem stjórnin telurfullnægjandi. Stjórninni er heimilt aðhafna umsóknum, sem hún telur ekkifullnægja skilyrðum til úthlutunar.Heimilt er að úthluta árlega úr sjóðnumallt að tveimur milljónum króna, semgetur undir sérstökum kringumstæðumverið hærri fjárhæð, ef stjórn sjóðsinser því sammála. Úthlutun skal miðastsem næst við 7. ágúst ár hvert. Öll stjórnsjóðsins verður að vera sammála umstyrkveitingarnar.Ekki er skylt að úthluta árlega úrsjóðnum.

Page 51: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

50

ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013

7. GR. SAMEINING VIÐ AÐRA SJÓÐIHeimilt er að sameina sjóðinn öðrumsjóði með samskonar eða hliðstæðantilgang, en til þess þarf samþykki allrastjórnarmanna. Verði sjóðurinn sam-einaður öðrum sjóði þarf sérstaklega

Veittir styrkir á árinu námu kr. 600.000. Hrein eign sjóðsins í árslok nam kr.9.463.000.

að geta stofnenda þessa sjóðs, RichardsP. Theodórs og Dóru Sigurjónsdóttur, ískipulagsskrá þess sjóðs.

Skipulagsskráin er samþykkt í Reykjavík,21. nóvember 2012.

Styrktarsjóður Margrétar Jónsdóttur

Veittir styrkir á árinu námu alls kr.1.099.000. Hrein eign sjóðsins í ársloknam kr. 9.240.000.

Veittir styrkir á árinu námu alls kr.5.178.000. Hrein eign sjóðsins í ársloknam kr. 31.984.000.

Stuðningur til sjálfstæðis

Blind börn á Íslandi

Sindri Dagur Pálsson með ipadinn semsjóðurinn Blind börn á Íslandi styrkti hanntil að eignast

Rannveig Traustadóttir og GuðnýEinarsdóttir taka á móti styrkjum úrsjóðnum „Stuðningur til sjálfstæðis“

Page 52: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

51

ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013

Meginstarfsemi félagsins

Markmið Blindravinnustofunnar er aðveita blindum og sjónskertum atvinnu,samhliða þjálfun og endurhæfingu semeykur færni til þátttöku á vinnumarkaði.Blindravinnustofan starfar semverndaður vinnustaður samkvæmtsamningi við Velferðarráðuneytið.Starfsemi Blindravinnustofunnar felsteinkum í pökkun og sölu hreingerningar-vara undir vörumerki Blindravinnu-stofunnar. Einnig er pakkað vörum fyrirönnur fyrirtæki og stofnanir. Daglegtstarf starfsmanna felst því í sam-

AÐRAR SKÝRSLURBlindravinnustofan

setningu, flokkun, talningu, merkinguog pökkun.Starfsemin á árinu

Rekstur Blindravinnustofunnar varfjárhagslega vel viðunandi á árinu 2012.Í ársbyrjun voru ýmsar ráðstafanirgerðar til lækkunar á rekstrarkostnaði,m.a. með verulegri lækkun á stjórnunar-kostnaði. Til viðbótar varð mikill við-snúningur á rekstrinum á árinu meðtilkomu dreifingarsamnings við O.Johnson & Kaaber ehf. en hann tókformlega gildi 1. apríl 2012. Frá tap-rekstri hefur rekstrinum verið snúið í

Grímur Þóroddsson,starfsmaður Blindravinnu-stofunnar og húsvörðurí Hamrahlíð 17

Gunnar Már Andrésson,rekstrarstjóriBlindravinnustofan

Guðbjörg Daníelsdóttir og Halldór Dungal viðvinnu sína

Gunnar Már Óskarsson

Page 53: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

52

ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013

hagnað en mikið tap var á rekstrinumárin 2010 og 2011.Gengið var af krafti í að koma samning-unum við Vinnumálastofnun í höfn ogvar gengið til undirskriftar í mars 2013.Starfsemin á árinu 2012 var með hefð-bundnum hætti. Í árslok voru 30 starfs-menn á launaskrá félagsins í 15,5 stöðu-gildum og eru flestir þeirra blindir, sjón-skertir eða daufblindir og margir meðviðbótarfatlanir.Blindravinnustofan hélt áfram þátttökuí Evrópuverkefni (JOBS MDVI)Leonardo da Vinci Partnership 2011 til2013. Tilgangur með verkefninu er aðkynnast því hvernig önnur Evrópulöndstanda að málum gagnvart fötluðum,blindum og sjónskertum skjólstæðing-um sínum og hvað við getum lært afhvert öðru, bæði í þjálfun og því aðfinna ný verkefni fyrir starfsmenn meðskerta starfsorku. Evrópuverkefniðhefur gengið mjög vel og höfum viðþegar fundið ný verkefni fyrir Blindra-vinnustofuna sem við munum koma í

gang á árinu 2013. Við munum taka þáttí þessu verkefni fram til apríl 2013 oger það styrkt af Evrópusambandinu.Stjórn og stjórnendur

Í upphafi ársins voru eftirtaldir í stjórnBlindravinnustofunnar: Sigþór Hall-freðsson formaður, Ágústa Gunnars-dóttir, Elfa Hermannsdóttir, HalldórSævar Guðbergsson og Ólafur Haralds-son. Í ársbyrjun 2012 sagði Ólafur sigúr stjórninni þegar hann tók við starfiframkvæmdastjóra Blindravinnu-stofunnar.Aðalfundur félagsins fór fram 13. júní2012. Samþykkt var breyting á 16. gr.félagsins þess efnis að stjórnarmennskulu vera þrír í stað fimm. Þar semenginn af fyrri stjórnarmönnum gaf kostá sér til endurkjörs varð að kjósa nýjastjórn frá grunni. Samþykkt var aðeftirtaldir þrír einstaklingar skyldu skipastjórn félagsins til næsta aðalfundar:Margrét Gunnarsdóttir, Hjörtur H.Jónsson og Kristinn Halldór Einarssonsem kosinn var formaður stjórnarinnar.

Árið 2012 var 30 ára afmælisár Blindra-bókasafns Íslands og var haldin veglegveisla af því tilefni. Katrín Jakobsdóttirhélt tölu í afmælinu og forstöðumennblindrabókasafna Norðurlandanna vorumeðal gesta auk annarra velunnarasafnsins.

Hljóðbókasafn Íslands (áður Blindrabókasafn Íslands)

„Til hamingju með heillasporið,hvert af öðru stigið.Blindum gefur bókin þoriðbætir margt sem tapað er.Einbúanum óskavoriðandans rósu gróðurker.“Þessa vísu er að finna í skjalasafni

Page 54: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

53

ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013

Blindrabókasafns Íslands frá árinu 1984.Ónefndur lánþegi sendi safninu þessarkveðjur af því tilefni að safnið hafðiflutt starfsemi sína úr Hólmgarði í húsBlindrafélagsins í Hamrahlíð 17.Í skýrslunni kemur jafnframt fram aðheildarfjöldi titla á safninu sé 1.429, aðútlán hafi verið 21.715 og að lánþegarvoru 800. Á þessum tíma var safniðplagað af tækjaskorti og hafði blindra-letursbókaframleiðsla legið niðri áÍslandi í mörg ár. Allar bækur vorulesnar inn í sjálfboðavinnu, sem olli tals-verðum töfum og vandræðum, en þótókst safninu að framleiða 101 nýjantitil það ár. Síðan hefur runnið mikiðvatn til sjávar og þjónustan gerbreyst.Árið 2012 voru skráðir lánþegar orðnirum 16.000, þar af voru virkir lánþegar6.500. Mikil sprenging varð í skráningulánþega á árunum 2008-2009 enda höfðufor-sendur breyst. Bókakosturinn hefurmargfaldast en hann stendur nú samanaf um 7.000 titlum. Blindrabókasafniðhefur á 30 ára ferli sínum farið langanog stundum grýttan veg í átt að settumarki. Mikil vakning hefur orðið í sam-félaginu hvað varðar lesblindu og aðralestrarörðugleika. Blindrabóka-safniðhefur vaxið og dafnað þessi ár og sérekki fyrir endann á starfi þess, því aðenn er langt í land sé horft til þess aðblindir, sjónskertir og aðrir sem ekkigeta nýtt sér prentað letur hafi jafnanaðgang að prentuðu máli og aðrir.

Í tilefni af 30 ára afmæli safnsins varfarið í það mikla verk að senda skráðefni sem til var um starfsemi safnsinstil skjölunar á Þjóðaskjalasafni.Forstöðumaður fór í gegnum allt efnisem fannst í geymslum safnsins ogkenndi þar ýmissa grasa. Það er alvegljóst að rekstur safnsins hefur ekkigengið átakalaust fyrir sig í gegnumtíðina. Mikill styr stóð um flutningsafnsins úr húsi Blindrafélagsins,Hamrahlíð 17, á Digranesveg 5 í Kópa-vogi, þar sem safnið er staðsett núna.Skiptust menn í fylkingar með og á móti.Þjóðskjalasafnið tók við öllu efninu ogætlaði að flokka það nánar og komafyrir á öruggum stað. Er það efni orðiðaðgengilegt öllum sem hafa áhuga á aðkynna sér það núna. Um mitt árið 2011voru ný framleiðslu- og útlánakerfi tekiní notkun á safninu. Kerfið hefur reynstmjög vel og hefur niðurhal í gegnumþað aukist jafnt og þétt. Nú fara um 40%útlána fram í gegnum niðurhal semverður að teljast afar gott sé litið tilniðurhalstalna annars staðar áNorðurlöndunum sem standa í 4-10%.Það gefur augaleið að niðurhal er munhagkvæmari dreifingaraðferð enútsendingar á diskum, lánþegar getaafgreitt sig sjálfir og þurfa litla aðstoðen niðurhal er að auki mun umhverfis-vænni miðill en geisladiskar.Nýja framleiðslu- og útlánakerfið semum ræðir hefur fengið nafnið Libro-

Page 55: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

54

ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013

Digital og hefur það þegar vakið athyglií öðrum löndum. Mjög fá kerfi af þessumtoga eru á boðstólum í heiminum. Þaðtók safnið dágóðan tíma að finna þessalausn því að hún blasti síður en svo við.Lausnin reyndist hins vegar bæði hag-kvæm og farsæl. Verkefnið LibroDigitalhlaut viðurkenningu fyrir nýsköpun íopinberri þjónustu og stjórnsýslu árið2012. Segir m.a. í mati dómnefndar:„LibroDigital er gott dæmi um verkefnisem er ný afurð og er þróuð í samvinnuopinberra aðila og einkaaðila, þar semunnið er að lausn til að mæta mjög sér-hæfðum kröfum notenda og starfs-manna ... Innleiðing verkefnisins leidditil hagræðingar í rekstri, betri þjónustuvið skjólastæðinga og aðgengis að upp-lýsingum, auk þess sem það auðveldarvinnu starfsmanna.Verkefnið þótti frumlegt, hafa háttnýsköpunargildi og skipta starfsemistofnunarinnar miklu máli.“Með tilkomu nýrra talgervla, sem beraheitið Karl og Dóra, um mitt ár 2012opnast fleiri möguleikar til miðlunarefnis til lánþega safnsins.Talgervlaverkefnið er sprottið úr smiðjuBlindrafélagsins í samstarfi við Blindra-bókasafn Íslands, Þjónustu- og þekkingar-miðstöð fyrir blinda, sjónskerta ogdaufblinda og fleiri. Blindrabókasafniðhefur hafið tilraunir með að láta tal-gervlana lesa tímarit og einfaldar náms-bækur.

Hljóðbókasafn Íslands tekur í æ meiramæli þátt í alþjóðlegu samstarfi.Norrænt samstarf er þó enn áhrifamestaog öflugasta samstarfið en forstöðu-menn hljóðbókasafna allra Norður-landanna hittast tvisvar á ári og hafaeinbeitt sér að því að halda fundi í þeimlöndum þar sem mikilvirkastastarfsemin á þeirra sviði fer fram.Blindrabókasafn Íslands hefur haftmikið upp úr samstarfi við Norður-löndin, m.a. fengið aðgang að öllumsafnkosti systursafnanna fyrir lánþegasína og mörg hundruð hljóðbókum fráBretlandi. Hljóðbókasafn Íslands vinnurnú að því að þróa sameiginlega leitarvélþar sem lánþegar safnsins geta leitað ísafnkosti allra Norðurlandanna á einumstað.Í febrúarmánuði var aðalfundur IFLA(LPD deildin – Libraries for PrintDisabled) á safninu. Fundurinn stóð ítvo daga en Hljóðbókasafn Íslands bauðhópnum að fundum loknum í ferð umSuðurnes og í Bláa lónið. Góður rómurvar gerður að fundinum og aðstöðunniá Digranesvegi 5. Til stendur að haldaaðalfund Daisy Consortium samtakannaá Íslandi árið 2014.Blindrabókasafnið hlaut tvær opinberarviðurkenningar á árinu. Annars vegarsem fyrirmyndarstofnun í könnun SFRog VR, en hún er þannig framkvæmdað sendar eru út kannanir til um 50.000starfsmanna sem starfa undir merkjum

Page 56: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

55

ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013

SFR og VR. Hins vegar hlaut safniðviðurkenningu fyrir nýsköpun í opin-berri þjónustu og stjórnsýslu árið 2012fyrir framleiðslu og útlánakerfiðLibroDigital sem safnið þróaði ísamvinnu við fyrirtækið Prógramm ehf.

Starfsmenn Hljóðbókasafns eru fáir enþar er valinn maður í hverju rúmi ogsamstaðan mikil. Safnið bindur vonirvið að bæta þjónustuna enn frekar meðnýjum miðlunarmöguleikum, svo semókeypis niðurhali og spilurum í farsíma,framleiðslu á EPUB-3 bókum og aukinniframleiðslu á íslensku námsefni meðnýjum talgervlum.Hljóðbókasafn Íslands horfir björtumaugum til framtíðar og er vakandi fyrirnýjum möguleikum svo þjónusta viðlánþega þess á Íslandi megi vera sembest og áfram til sem mestrar fyrir-myndar.

Félagsstarf

Fjóla hélt uppi hefðbundnu starfi síðast-liðið ár með aðalfundi og félagsfundum.Í tengslum við aðalfundinn var farið í

Fjóla – félag fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu

Þóra S. Ingólfsdóttir, forstöðumaðurHljóðbókasafns Íslands

heimsókn í Hörpu og fengum við leið-sögn um húsið. Haustfundur félagsinsvar tileinkaður hlutverki og starfsemifélagsins.

Skráðir lánþegar árið 2011 voru 14.025.Aukning er því 16%. Virkir lánþegar voruskráðir 6.642 en 5.794 árið á undan.Aukning er þar 14%. Nýir titlar á árinu2012 voru 262.

Starfsemi Blindrabóksafns Íslands/Hljóð-bókasafns Íslands gengur vel. Það ervissulega afar ánægjulegt fyrir stofn-unina að fá opinberar viðurkenningar,ekki síst þar sem safnið hefur veriðrekið á lágmarksmannafla frá því aðkreppan dundi yfir. Kjarni þjónustunnarút á við er útlánadeild safnsins þar semsvarað er í síma og lánþegar aðstoðaðirenda er þeim kjarna alltaf haldiðgangandi hvað svo sem á dynur.

Fjöldi lánþegaSkráðir lánþegarVirkir lánþegar

fjöldi16.308

6.642

karlar8.1853.081

%5047

konur8.1233.561

%5053

Lykiltölur ársins 2012

Page 57: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

56

ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013

Andrés Ragnarsson sálfræðingur stýrðiumræðum og komu margar og góðarhugmyndir upp á yfirborðið. Jólakaffiðvar á sínum stað og vel sótt. 27. júní varhaldinn hátíðlegur í annað sinn árið2012. Að þessu sinni var hátíðar-samkoma í húsnæði Félags heyrnar-lausra. Fullt var út úr dyrum og fengumvið góða fjölmiðlaumfjöllun. Ræðumennvoru nokkrir, þar á meðal FreyjaHaraldsdóttir og Christine 'Coco'Roschaert sem blésu fundarmönnumbaráttuanda í brjóst.Erlent samstarf

Samstarf við hin norrænu systursamtökokkar var með hefðbundnum hætti. Fórformaður félagsins Guðlaug Erlends-dóttir ásamt Margréti Ríkarðsdótturstjórnarmanni á formannafund til Kaup-mannahafnar í október.Verkefnastjórn

Verkefnastjórn um málefni heyrnar-lausra, heyrnarskertra og daufblindraá vegum Velferðarráðuneytis er við störfog í henni situr starfsmaður félagsins.Helstu baráttumál félagsins erueftirfarandi:a) Komið verði á greiningarteymi semvinnur að greiningu á heildarþörfumeinstaklinga.b) Þjónusta sveitarfélaga komi til mótsvið einstaklingsmiðaðar þarfir ein-staklinga (byggt á faglegu mati ogóskum einstaklinga).c) Komið verði á því fyrirkomulagi að

einn þjónustuaðili í sveitarfélagi við-komandi hafi yfirsýn yfir allar þjónustu-þarfir, veiti ráð og aðstoði viðkomandivið að ná fram rétti sínum í flóknu kerfisveitarfélaga og stofnana ríkisins.d) Boðið verði upp á túlkun sem miðuðer út frá þörfum einstaklinga, þar meðtalið leiðsagnartúlkun.e) Hjálpartæki vegna upplýsingaöflunar,samskipta og umferlis verði án endur-gjalds.f) Að menntað verði starfsfólk sem sinntgetur sérhæfðum verkefnum sem tengderu félagsmönnum. Um er að ræða fjöl-margar fagstéttir og sérhæfða liðveislu.Fjáraflanir

Sala dagbóka er helsta tekjuleiðfélagsins. Auk þess fær félagið styrkifrá opinberum aðilum, Öryrkjabanda-laginu, fyrirtækjum og stofnunum.Starfsmannamál

Hafdís Tryggvadóttir fór í ársleyfi ídesember og leysir Guðný Einarsdóttirhana af til eins árs. Guðný er í 50%starfshlutfalli og hefur aðstöðu hjáBlindrafélaginu í Hamrahlíð 17. Fjólaþakkar Blindrafélaginu kærlega fyrirstuðning sem það veitir Fjólu í formiaðgengis að góðri aðstöðu í Hamra-hlíðinni.Þessi stuðningur er félaginu mikilvægur.Þá er nærvera við Blindrafélagiðmikilvæg því mörg verkefni eru sam-eiginleg og gott að geta samnýtt kraftaokkar.

Page 58: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

57

ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013

Starfsemi Þjónustu- og þekkingarmið-stöðvarinnar árið 2012 gekk almenntvel. Mörg stór verkefni voru unnin áárinu og má þar sérstaklega nefna miklaendurskoðun á ferlum og þjónustu.Erlent samstarf var töluvert á árinu oger Miðstöðin þátttakandi og stjórnandií þremur evrópskum þróunarverkefnum.Árið 2012 var fjórða starfsár Miðstöðvar-innar og óhætt er að segja að mikið vatnhafi runnið til sjávar á þessum tíma.Miklar breytingar hafa átt sér stað,starfsmönnum hefur fjölgað, ferlar ogþjónusta orðin skipulagðari og starfs-menn meðvitaðri um þörfina og hvarhelstu áherslur liggja.Ef horft er til starfsfólks má segja aðMiðstöðin sé loksins orðin fullmönnuð,en einnig hefur verið gert samkomulagvið aðrar stofnanir og fyrirtæki umþjónustu. Á Miðstöðinni hafa verið alltað 30 starfsmenn árið 2012 í 25stöðugildum.Fjöldi viðskiptavina er svipaður og áður,tæplega 1500 manns, þar af eru 73%eldri en 67 ára. Þá eru 250 manns meðgerviaugu og fjöldi gleraugnaendur-greiðslna helst svipaður milli ára, um4.500 færslur á ári. Aldursdreifingviðskiptavina er líka sú sama og áður,en flestir eru á aldrinum 86-89 ára ogmeð aldurstengda augnbotnahrörnun,um 60% allra viðskiptavina.Úthlutun hjálpartækja og gleraugna-endurgreiðslur eru stærsti útgjaldaliður

Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta ogdaufblinda einstaklinga – ársskýrsla 2012

Miðstöðvarinnar fyrir utan launa-kostnað. Úthlutun flestra tækja hefurverið svipuð milli ára og helstu tækinsem er úthlutað eru stækkunartæki,hljóðspilarar og forrit. Nú er komin framný tækni í stað hinna hefðbundnuhljóðspilara sem heitir vefvarp ogbindum við miklar vonir við breytingarvegna þess. Þá kom nýr talgervill ámarkað á árinu og hefur honum veriðúthlutað í miklu magni.Helsta breytingin á starfsumhverfi áundanförnum árum snýr að börnum ognámsmönnum. Miðstöðin var að hlutatil stofnuð til að bæta þjónustu við börnog námsmenn og landslagið hvað þaðvarðar hefur breyst mikið á örfáumárum. Samstarf við skóla alls staðar álandinu er mjög gott og skólakerfiðhefur staðið sig vel í því að taka viðnýjum verkefnum og breyttumaðstæðum. Almennt er staðið vel aðþjónustu við blind og sjónskert börn ískólakerfinu og athugasemdum veltekið. Áhrif þessarar bættu þjónustueru án efa hærra menntunarstig en aldreihefur jafn mikill fjöldi blindra ogsjónskertra nemenda verið í framhalds-og háskólanámi og nú. Það hefurvissulega aukið álagið á Miðstöðina enþetta er þróun og framför sem við erumákaflega ánægð með. Við viljum þvímeina að markmið okkar um auknaþjónustu við börn, námsmenn og skóla-kerfið almennt hafi náðst og vel það.

Page 59: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

58

ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013

Bætt þjónusta við nemendur og skólahefur þýtt aukið álag á framleiðslunámsefnis og töluverðar breytingar hafaorðið á því hvernig bækur eru fram-leiddar og afhentar. Í dag er flestu náms-efni skilað rafrænt og prentun bóka ognámsefnis hefur minnkað jafnt og þétt.Miðstöðin vinnur allt námsefni fyrirnemendur frá leikskóla upp í háskólaog er það gert á punktaletri og stækkuðuletri auk þess að virkja skjöl og gögnen í dag er það orðið algengasta formefnis sem er skilað frá Miðstöðinni.Vorið 2012 fóru starfsmenn í mikiðverkefni sem heitir CAF en það er að-ferðafræði til að meta styrkleika ogveikleika. Í þeirri skoðun kom í ljós aðatvinnualdurshópurinn, þ.e. 18-67 ára,hefur ekki fengið þá athygli sem börnog eldri borgarar hafa fengið og því varákveðið að gera átak í þjónustu viðþennan hóp. Í þessum hópi eru um 250manns en í átaksverkefninu nú felst aðhafa samband við sem flesta í þessumhóp, athuga stöðuna hjá þeim með tillititil atvinnu, menntunar, virkni ogþjónustuþarfar, hvort sem er hjá ríkieða sveitarfélagi. Það er von okkar aðgeta kortlagt hópinn með tilliti tilatvinnu- og menntamála, bjóða fólkiþjónustu og aðstoða við úrlausnir enfyrst og fremst snýst þetta um virknieinstaklinga.Þá hefur einnig verið lögð sérstökáhersla á málefni þeirra sem eru með

samþætta sjón- og heyrnarskerðingu ogóskað hefur verið eftir auknu samstarfiannarra stofnana, en það eru Greiningar-stöð ríkisins, Samskiptamiðstöðin ogHeyrnar- og talmeinastöðin. Jafnframthefur verið óskað eftir aðstoð fránorræna velferðarráðinu (NordensVelfærdscenter) um þjálfun og fræðslustarfsfólks og að sett verði á laggirnargreiningarteymi á Íslandi. Miðstöðinhefur hlotið mikinn velvilja frá norrænavelferðarráðinu í Danmörku og sendiþað hóp ráðgjafa til Íslands í desembersíðastliðnum til aðstoðar og ráðgjafar.Það er von okkar að geta sinnt málumbetur fyrir þennan hóp en þjónusta viðhópinn er flókin sökum aðkomu margraaðila og viss þekkingarleysis á Íslandiá greiningu og þjónustu.Áðurnefnt CAF-verkefni dró jafnframtfram þá staðreynd að notendahópurMiðstöðvarinnar er að breytast mikið.Notendur með viðbótarfatlanir eru aðverða fleiri og fatlanirnar alvarlegri.Sem dæmi má nefna að af 108 börnumá aldrinum 0-18 ára sem eru í reglulegriþjónustu er helmingurinn með viðbótar-fatlanir. Þetta kallar á öðruvísi þjónustu,og þjálfun og fræðslu fyrir starfsfólk.Þessa fræðslu verðum við að sækja tilútlanda. Við leggjum mikla áherslu á aðleita okkur þekkingar hjá miðstöðvumí Evrópu og höfum sótt um styrki íerlend þróunarverkefni með góðumárangri hingað til og munum halda þvíáfram.

Page 60: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

59

ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013

Frá því að Miðstöðin tók til starfa hefurverið lögð sérstök áhersla á punktaleturen aldrei hafa fleiri verið í punktaleturs-kennslu en nú. Það er mjög ánægjulegten okkur langar að gera betur og finnaenn frekari leiðir til betri og markvissarikennslu, auka lestrarhraða barna semlesa punktaletur, vinna þróunarverkefnií stærðfræði á punktaletri og vinna ennfrekar að íslensku punktaletri og þróunþess. Í samráði við Blindrafélagið erstarfrækt punktaletursnefnd og eiga íhenni sæti tveir starfsmenn Miðstöðvar-innar og einn fulltrúi Blindrafélagsins.Upplýsingar um nefndina og störfhennar er að finna á heimasíðunnihttp://www.midstod.is/frodleikur/punktaletursnefnd/.Eitt af stóru þróunarverkefnunumokkar, sem hefur verið unnið með styrkfrá Blindrafélaginu, eru leiðsöguhundar.Ákveðin var fyrsta úthlutun leiðsögu-hunds í lok árs 2012 og Golden Retrieverhundinum Sebastian var úthlutað tilFríðu Sæmundsdóttur á Patreksfirði.Fimm sóttu um leiðsöguhund að þessusinni auk þess sem við vitum um fleirisem hafa áhuga en sóttu ekki um núna.Við vorum mjög ánægð með um-sækjendur og ferlið allt saman, semgekk vel, og hlökkum til næstuúthlutana. Verkefnið er yfirgripsmikiðog margir hundar nú þegar í umferð þ.e.fimm hundar í notkun, tveir unghundarí þjálfun og tveir hvolpar hjá fóstur-

fjölskyldum. Það verður sérverkefniárið 2013 að skoða hvernig þessariþróun verður haldið áfram og hvaðaleiðir eru bestar til að gera þetta verkefnisem sjálfstæðast og hagkvæmast.Að lokum vil ég fjalla um tækni- ogtölvumál en þau taka orðið mjög stóranhluta af tíma okkar og vinnu. Í dag erufimm ráðgjafar í þremur stöðugildumað vinna í tækni- og tölvumálum. Helstuáherslur hjá þeim hafa verið uppsetningá nýjum talgervli, uppsetning á forritum,kennsla á forrit, að skoða nýjungar einsog í símamálum, veita fjarþjónustu, enþað er nýtt hjá okkur þar sem við tökumyfir tölvu viðkomandi í gegnum netið,gerð fræðsluefnis og bæklinga auk allraralmennrar tölvu- og tækniþjónustu viðnotendur og aðstandendur. Þessimálaflokkur er mjög mikilvægur og fervaxandi því að notendahópurinn semer að fara á eftirlaun núna er almenntágætlega tölvulæs og vill halda áframað nota tölvur eins og áður og óskar þvíeftir þjónustu til samræmis við það ogvið því viljum við verða.Að síðustu vil ég þakka Blindrafélaginufyrir gott samstarf nú eins og endranærog við hlökkum til verkefna ársins 2013.

Huld Magnúsdóttir, forstjóri

Page 61: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

60

ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013

Haldnir voru tveir stjórnarfundir ísjóðnum Blind börn á Íslandi árið 2012.Fyrri fundurinn var haldinn 18. apríl oglágu fimm umsóknir um styrki tilmargvíslegra verkefna fyrir fundinum.Allar umsóknir voru afgreiddar á hefð-bundinn hátt og hægt var að verða viðöllum óskum um styrki. Seinnifundurinn var haldinn 24. október ogþá lá fyrir að afgreiða átta umsóknir umstyrki sem allir voru afgreiddir ájákvæðan hátt sem er alltaf sérstaktgleðiefni. Fjáröflun sjóðsins Blind börná Íslandi hefur aldrei verið í föstumskorðum en sjóðurinn hefur notið góð-vildar hinna ýmsu félaga og fyrirtækjasem hafa lagt honum lið af miklumrausnarskap. Því til viðbótar hefursælgætisgerðin Freyja undanfarin tvöár selt sælgæti til fyrirtækja þar semallur ágóði sölunnar hefur runnið tilsjóðsins og hefur það verið kærkominviðbót við annað sem sjóðnum hefurfallið til. Þá var sjóðurinn skráður núnaá áheitasíðu Reykjavíkurmaraþonsinsannað árið í röð. Margir röskir hlaupararurðu til þess að safna áheitum í nafnisjóðsins og söfnuðu þeir samtals kr.336.401 sem er rúmlega tvöföldun fráárinu á undan. Þá mynduðu hlaupararÁlversins í Straumsvík sérstakanhlaupahóp „IPU“ sem hljóp einnig tilstyrktar sjóðnum og hlaut sjóðurinn 100þús. kr. framlag fá Rio Tinto Alcan á

Blind börn á Íslandi – ársskýrsla 2012

Íslandi í nafni þeirra. Alls söfnuðust þvíkr. 436.401 í sjóðinn í nafni viljugrahlaupara í Reykjavíkurmaraþoni þettaárið.Árleg aðventuhátíð sjóðsins var haldinsunnudaginn 9. desember og var húnvel heppnuð að vanda. Hátíðagestirföndruðu jólaskreytingar af mikilli listog síðan kom Magni Ásgeirssontónlistarmaður og skemmti gestum meðspili og söng. Tveir jólasveinar villtustí salinn og léku og sungu af mikilli listásamt því að töfra fram jólagjafir handaöllum viðstöddum.

Klara Hilmarsdóttir, framkvæmdastjórisjóðsins Blind börn á Íslandi

Page 62: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

Reykjavík 13. ágúst 2012

Skytturnar þrjár

Allt fyrir aðgengi og hættu svo þessuvæli!

Áslaug Ýr Hjartardóttir

Snæðís Rán Hjartardóttir

Helga Dögg Heimisdóttir

Page 63: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

Efnisyfirlit

Skýrsluhöfundar ............................................................................................................ 63

Snædís Rán Hjartar

Áslaug Ýr Hjartardóttir

Helga Dögg Heimisdóttir

Inngangur ...................................................................................................................... 64

Úttektin ........................................................................................................................... 65

Laugavegur frá Hlemmi, Bankastræti, Lækjatorg og Austurstræti............................. 65

Auglýsingaskilti sem við rákumst á ........................................................................... 65

Óaðgengileg umferðarljós ........................................................................................ 67

Illvígir þröskuldar og tröppur .................................................................................... 71

Til skrauts eða hagræðingar? .................................................................................. 75

Óskalistinn ..................................................................................................................... 76

Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fólks með fötlun ..................................... 77

Lokaorð ......................................................................................................................... 77

Page 64: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

Skýrsluhöfundar

Skytturnar þrjár, talið frá vinstri: Snædís Rán, Helga Dögg, Áslaug Ýr

Snædís Rán Hjartardóttir

Ég heiti Snædís Rán Hjartardóttir og er bæði daufblind og hreyfihömluð. Ég er á

félagsfræðibraut í MH og finnst gaman að lesa og fræðast. Mér þykir skemmtilegt að

skoða matvörur úti í búð og fara út að borða, sérstaklega ef ég finn eitthvað skrýtið á

matseðlinum. Stundum geri ég hluti sem mér hefði aldrei dottið í hug að gera, eins og

að fara í sund eða á hestbak þrátt fyrir allar hættur sem þessu fylgir.

Ég hef tekið eftir því að oftast er aðgengið verst á þeim stöðum sem mig langar mest að

fara á. Þess vegna nenni ég sjaldan að fara niður í bæ og verða fyrir vonbrigðum með

allt og ekkert. Ég fer bara þangað í fylgd með fólki sem ég veit að getur troðið mér hvert

sem ég vil fara.

Þrátt fyrir að hafa heyrt annað þá finnst mér gott aðgengi fallegt. Eftir að hafa verið háð

slíku er ekki hægt að láta sér finnast annað. Þannig vildi ég að allir hugsuðu, því þá væri

búið að laga allt sem hægt er.

Áslaug Ýr Hjartardóttir

Ég heiti Áslaug og er 16 ára stelpa með BVVL. Ég var að klára Hlíðaskóla í vor og er að

fara í Menntaskólann við Hamrahlíð í haust. Mér finnst gaman að lesa og skrifa góðar

sögur og horfa á skemmtilegar bíómyndir, leika mér við dýrin, sérstaklega hunda. Svo

finnst mér sérstaklega gaman að kjafta. Ég hef mikinn áhuga á réttindum fatlaðs fólks

og er alltaf tilbúin að berjast fyrir þeim til síðasta blóðdropa. Sjálf er ég með

hrörnunarsjúkdóminn BVVL sem er mjög sjaldgæfur sjúkdómur sem einkennist af því að

eitt genið sem tekur við B vítamínum er bilað svo manni hrakar en þó á mismunandi

hraða. Mér byrjaði sjálfri að hraka þegar ég var fimm ára, ég missti heyrnina, sjónin

skertist og jafnvægið varð óstöðugt. En þrátt fyrir það sé ég engan mun á fötluðu eða

63

Page 65: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

ófötluðu fólki. Fólk vill bara ekki viðurkenna fjölbreytni mannlífsins. Ég ætla að berjast

fyrir réttindum fatlaðra svo lengi sem ég lifi. Auk þess langar mig til að verða hótelstjóri

og rithöfundur og byggja mitt eigið hótel með aðgengi og þjónustu fyrir alla. En samt er

sagt að ég eigi að verða lögfræðingur eða blaðamaður þar sem ég tuða svo mikið ha ha

en ég er bara nöldrari af guðs náð, frekja og nöldur er stór hluti af réttindabaráttunni

enda fæst ekkert sjálfkrafa.

Helga Dögg Heimisdóttir

Ég heiti Helga Dögg og er 19 ára. Ég er sjónskert vegna þess að sjóntaugarnar mínar

þroskuðust ekki á meðgöngu. Ég er með 6/60 sjón sem þýðir einfaldlega að það sem

fullsjáandi getur séð úr 60 metra fjarlægð get ég bara séð úr sex metra fjarlægð.

Mér finnst skemmtilegt að lesa, teikna, hlusta á tónlist, vera úti með vinum mínum og

auðvitað að fara í útilegur og ferðalög með fjölskyldunni.

Mér finnst aðgengi ekki alltaf eins og það ætti að vera. Ef við byggjum í hinum fullkomna

heimi þá væri allt aðgengilegt fyrir alla, hvort sem væri blint eða heyrnarskert fólk, fólk í

hjólastólum, með barnavagna eða göngugrind. Það er margt sem mætti bæta í

aðgengismálum en mikilvægast held ég þó að sé að vekja vitund hjá fólki og leyfa

almenningi að upplifa hvernig er að vera hreyfihamlaður, blindur eða heyrnarskertur og

finna hvernig er að fara á þeirra uppáhalds veitingastað eða kaffihús eða fara út í búð

eða bíó og þurfa að hugsa meira en bara hvaða mynd vil ég sjá eða hvað vil ég borða.

Inngangur

Við, Skytturnar þrjár, erum félagsmenn í Blindrafélaginu sem vorum ráðnar til að skoða

aðgengismál fatlaðra í Reykjavík fyrir Blindrafélagið. Við völdum Laugaveginn sem

helsta skotmarkið enda er hann ein helsta lífæð Reykjavíkur. Við lásum meðal annars

Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, fræddumst um

byggingarreglugerð hjá aðgengisfulltrúa Blindrafélagsins, skrifuðum greinar og skýrslur

og þræddum Laugaveginn alla leið niður á Ingólfstorg. Með dyggri aðstoð sérfræðinga

auk starfsmanna Blindrafélagsins og Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda,

sjónskerta og daufblinda einstaklinga, hefur okkur gengið nokkuð vel í þessu verkefni og

við létum ekkert stöðva okkur. Hér á eftir er sagt frá öllu því helsta sem við lærðum og

upplifðum.

Þessi aðgengisúttekt var unnin þannig að farið var í fjórar vettvangsferðir og aðgengi

kannað frá Hlemmi og alla leið niður á Ingólfstorg. Gengið var báðum megin á

gangstéttinni. Talin voru auglýsingaskilti og inngangar í verslanir sem eru með eina

tröppu eða fleiri, auk þess sem umferðarljós voru könnuð út frá aðgengi blindra og

sjónskertra svo dæmi séu tekin.

Teknar voru myndir til að setja inn í skýrsluna. Við Skytturnar þrjár skiptum með okkur

verkum við gerð þessarar aðgengisskýrslu.

Það er von okkar að þessi skýrsla verði til þess að Reykjavíkurborg, verslunareigendur

og aðrir hlutaðeigandi aðilar taki höndum saman og bæti aðgengi þannig að allir komist

leiða sinna í miðborg Reykjavíkur án teljandi vandræða. 64

Page 66: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

Úttektin

Laugavegur frá Hlemmi, Bankastræti, Lækjartorg og Austurstræti

Ofangreind leið er um 1400 m samkvæmt „já 118“. Almennt um leiðina má segja að

hún er frekar þröng fyrir gangandi vegfarendur, sérstaklega ef einstaklingur er í hjólastól

eða notar hvíta stafinn. Frá Hlemmi og niður að Vatnsstíg er Laugavegurinn bæði opinn

fyrir gangandi vegfarendum og bílaumferð. Frá Vatnsstíg að Bankastræti er eingöngu

opið fyrir gangandi vegfarendum, en frá Bankastræti er opnað aftur fyrir bílaumferð að

Lækjartorgi. Frá Lækjartorgi og að Ingólfstorgi er eingöngu opið fyrir gangandi

vegfarendur. Eftir því sem við best vitum, þá er hér um að ræða sumaropnun. Við

erum sérstaklega ánægðar með þann hluta leiðarinnar sem er lokaður fyrir bílaumferð

því það skapar meira pláss fyrir fatlað fólk og almenna borgara til að komast leiðar

sinnar og mun afslappaðra er að ganga þegar ekki þarf að passa sig á bílunum. Á þeim

leiðum er einnig mun meira rými. Frá Snorrabraut að Vatnsstíg eru gönguleiðir mjög

þröngar þar sem auglýsingaskilti, fataslár, bekkir og bílar þrengja að gangandi

vegfarendum. Aðstoðarfólk okkar benti okkur á hjólastíg á þessum vegakafla sem er illa

merktur og engin aðgreining er á milli gangstéttar og hjólastígs þannig að þeir sem nota

hvíta stafinn átta sig ekki á hvenær þeir eru á gangstétt eða á hjólastíg. Það væri mjög

gott ef á allri leiðinni væru leiðarlínur sem notendur hvíta stafsins gætu fylgt svo þeir

vissu hvar þeir eru staddir og einnig til að halda beinni stefnu. Þegar gengið er niður

Laugaveginn koma þó nokkuð margar hliðargötur sem erfitt er að átta sig á þegar

notaður er þreifistafur. Þess vegna leggja Skytturnar til að auðkenni verði sett í

gangstéttina þegar kemur að hliðargötum. Þetta er t.d. hægt að gera með því að setja

öðruvísi hellur eða steina þar sem kemur að gatnamótum.

Annað atriði sem truflaði okkur á gangi okkar í miðbænum voru stólpar eða staurar sem

eiga að varna því að bílar leggi ólöglega. Við köllum þetta svona okkar á milli,

arkitektatyppi, en þessir staurar eru af öllum stærðum og gerðum. Sérstaklega erum við

óhressar með þá staura sem eru í hnéhæð því sjónskertir eiga erfitt með að sjá þá. Þá

erum við á því að staurarnir eigi að vera í áberandi lit.

Á göngu okkar voru þrjú atriði sem stuðuðu okkur mest, en það voru auglýsingaskilti,

óaðgengileg umferðarljós og illvígir þröskuldar og tröppur inn í verslanir, kaffihús og

veitingastaði. Hér á eftir verður sérstaklega fjallað um þessi þrjú atriði og sýndar

myndir.

65

Page 67: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

Auglýsingaskilti sem við rákumst á

Við rákumst á 125 auglýsingaskilti á leið okkar frá Hlemmi niður að Ingólfstorgi. Þessi

skilti stóðu á miðri gangstétt svo það er auðvelt fyrir blint og sjónskert fólk að hrasa um

þau. Samkvæmt byggingarreglugerð mega gangstéttir ekki vera mjórri en 2 m. Þar sem

skiltin eru oft úti á miðri gangstéttinni og taka sitt pláss, er augljóslega verið að brjóta

byggingarreglugerð. Af hverju þarf fólk alltaf að setja auglýsingaskiltin á svona vonda

staði??? Okkur langar að benda á reglugerð um skilti sem samþykkt var árið 1997.

Þessi samþykkt á að tryggja öryggi bæði gangandi og akandi vegfarenda í lögsögu

Reykjavíkurborgar. Laugavegurinn er innan lögsögu Reykjavíkurborgar en það er ekki

hægt að segja að vegfarendur séu öruggir fyrir öllum þessum skiltum. Öll skilti verða að

vera samþykkt áður en þau eru sett fram og það eru ákveðin takmörk fyrir því hversu

stór þau mega vera og hve mikið pláss þau mega taka. Einnig eru takmörk fyrir því

hversu lengi skilti má standa, t.d. má setja upp bráðabirgðaskilti fjórum vikum fyrir

viðburð og það verður að fjarlægja ekki síðar en tveimur dögum eftir viðburð. En við

rákumst á skilti þar sem viðburðurinn var löngu búinn. Þetta þarf að athuga, við

Skytturnar þrjár höfum grun um að þessi skilti séu ekki öll lögleg.

Skiltin eru af öllum stærðum og gerðum og staðsetning þeirra er breytileg frá verslun til

verslunar. Mörg þessara skilta eru greinilega sett út á gangstétt þegar fyrirtæki eru

opnuð og staðsetning þeirra getur því verið breytileg frá degi til dags. Við höfum heyrt

af fólki með þröngt sjónsvið sem rekur sig á þau og dettur jafnvel um þau sem eru lítil.

Einnig viljum við benda á að flest skiltin eru án lýsingar þannig að á veturna, þegar

myrkur er úti, er mikil hætta á að sjónskertir gangi á umrædd skilti.

Flott hjól og falleg blóm,

Eiga mótorhjól heima á gangstéttum, jafnvel þó en mjög óþægilegt að flækjast í fíneríinu.

þau séu flott??

66

Page 68: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

Stafurinn sér stundum ekki alveg allt. Í smá vandræðum í Austurstrætinu. Betra að vera ekki utan við sig! Lífið kannski of stutt fyrir slæmt aðgengi ;)

Óaðgengileg umferðarljós

Umferðarljós gegna mjög mikilvægu hlutverki fyrir akandi og gangandi vegfarendur svo

allir komist leiðar sinnar stórslysalaust. Þess vegna erum við Skytturnar þrjár undrandi

á hversu mörg umferðarljós í Reykjavík eru ekki með hljóðmerki eða - þar sem þau eru

til staðar er hljóðið svo lágt stillt að fólk þarf að einbeita sér 100% til að heyra í þeim.

Blint og sjónskert fólk treystir mikið á heyrnina til að komast yfir götur og því eru

umferðarljós með hljóðmerkjum mjög nauðsynleg fyrir þennan hóp. Einnig teljum við að

hljóðmerki á umferðarljósum gagnist mun stærri hóp, t.d. börnum. Því leggjum við til að

Reykjavíkurborg fari í sérstakt átak til að fjölga hljóðmerkjum á umferðarljósum.

Hjólum og öðrum lágværum ökutækjum hefur fjölgað mikið á liðnum árum og gerir það

blindu og sjónskertu fólki mun erfiðara fyrir. Í ljósi þessa vaxandi vandamáls er þeim

mun meiri ástæða að setja hljóðmerki á öll umferðarljós. Sjónskert fólk kvartar oft yfir

því að við ákveðin birtuskilyrði sé mjög erfitt að greina muninn á rauða og græna

karlinum, t.d. í mikilli birtu.

67

Page 69: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

Þegar gengið er frá Hlemmi og niður á Ingólfstorg þarf að fara yfir þrenn gatnamót með

umferðarljósum. Fyrstu umferðarljósin eru staðsett á gatnamótum

Hlemms/Rauðarárstígs og þar eru engin hljóðmerki sem er mjög slæmt m.a. vegna

þess að margir strætisvagnar aka þar um. Næstu umferðarljós sem verða á vegi manns

eru á gatnamótum Hlemms og Snorrabrautar. Hljóðmerki eru til staðar vinstramegin,

þ.e. hjá Tryggingarstofnun ríkisins, en eru, að okkar mati, of lágt stillt. Hins vegar, þegar

gengið er hægramegin niður Laugaveginn, eru engin hljóðmerki á umræddum ljósum.

Hvað á þetta eiginlega að þýða, á blint og sjónskert fólk einungis að ferðast

vinstramegin á Laugaveginum?

Þriðju og síðustu umferðarljósin, og sennilega þau mikilvægustu í Reykjavík þegar horft

er á þarfir gangandi vegfarenda, eru umferðarljósin á gatnamótum Bankastrætis og

Lækjargötu. Mikill fjöldi gangandi vegfarenda fer þarna yfir allan sólarhringinn, allt árið

um kring. Á þessum ljósum eru engin hljóðmerki og erum við mjög undrandi á því!

Við teljum að úr þessu verði tafarlaust að bæta!

Ef maður ætlar yfir götuna neðst í Bankastræti er betra að hafa einhvern með sér sem getur

séð ljósin - eða vera mjög vel tryggður. Hér er ekkert hljóðmerki.

68

Page 70: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

Hér fer enginn yfir nema sjáandi maður eða þá fuglinn fljúgandi. Engin hljóðmerki.

69

Page 71: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

Vont að komast í strætó á Hlemmi sé maður öfugu megin við götuna. Hér eru ljós en ekkert

hljóð. Hmmm.

Efst á Laugavegi vantar hljóðmerki þótt ljósin séu fyrir hendi. Enn erfiðara er að komast yfir

Snorrabrautina norðanmegin við Laugaveginn. Betra að halda sig sunnan megin. Eins gott að

tapa ekki áttunum!

Hér er hjólastígur sem kemur hljólandi fólki vel. Blindur eða sjónskertur maður á hins vegar ómögulegt með að átta sig á hvort hann gengur á gangstéttinni eða á hjólastígnum. Gæti endað með ósköpum og spítalaferð.

70

Page 72: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

Auðveldara er að komast yfir Snorrabraut norðan við Laugaveginn. Þar hefur ekki gleymst að

setja hljóðmerki, sem betur fer.

Illvígir þröskuldar og tröppur

Frá Hlemmi að Ingólfstorgi höfum við rekist á 95 staði sem eru með eina eða fleiri

tröppur, tröppur hindra ferðir fólks með sérþarfir svo sem hjólastóla og göngugrindur og

geta reynst blindum og sjónskertum hættulegar, sérstaklega ef þær eru ekki merktar.

Einnig er mikilvægt að hafa handrið við tröppur svo vegfarendur geti stutt sig við það

þegar þeir fara upp eða niður, en á mörgum stöðum vantar slíkt. Hægt er að laga þetta

með því að setja rampa eða lyftur eða jafnvel að hækka gangstéttina svo hjólastólar

komist inn. Því samkvæmt sáttmála Sameinuðu þjóðanna stendur að fatlaðir eigi jafnan

rétt og aðrir á að lifa sjálfstæðu lífi og taka fullan þátt í mannlífinu.

71

Page 73: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

Aðeins fyrir fótalipra gesti.

Betra að hinkra bara fyrir neðan tröppurnar

Og ég sem ætlaði að fá mér fínt að borða

72

Page 74: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

En svo voru líka staðir þar sem aðgengi er til fyrirmyndar:

Beint af götunni, ekkert mál!

Flott aðgengi.

Dyrabjalla til að hringja á aðstoð.

Hugsað fyrir hjólastólafólki

Mætti þó merkja til hvers takkinn er

73

Page 75: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

Án orða.

Tröppur, rampur, handrið og allt!

Bara flottast !!

74

Page 76: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

Til skrauts eða hagræðingar?

Við Laugaveginn eru margar útgáfur af stólpum sem við köllum arkitektatyppi.

Þessir stólpar eru hættulegir blindu og sjónskertu fólki, sem hæglega getur dottið um stólpa

sem eru of lágir.

75

Page 77: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

Þessir eru hærri og þess vegna betri.

ÓskalistinnHér fyrir neðan eru tillögur frá Skyttunum þremur um hvað þarf að gera til að bæta aðgengi á umræddri leið. Röð efnisatriða er ekki í neinni forgangsröð enda teljum við að öll þessi atriði séu mikilvæg svo allir komist leiða sinna án vandræða.

Hækka hljóðmerkið í umferðarljósunum í bænum og setja hljóðmerki þar sem þau eru ekki til staðar.

Setja bjöllur fyrir utan innganga í verslanir, kaffihús og veitingastaði svo hægt sé að hringja eftir aðstoð.

Setja lyftur og rampa þar sem við á. Merkja tröppur og setja handrið. Skilti off, þ.e. fjarlægja þau úr gönguleiðum. Reykjavíkurborg og verslunareigendur fari í aðgengisátak sem hefði það að

markmiði að allir borgarbúar kæmust leiðar sinnar í miðbænum. Gera Laugaveginn frá Snorrabraut að göngugötu á sumrin. Húsnúmer séu merkt með stórum og skýrum stöfum og það væri staðlað hvar

þau eru fest upp, t.d. fyrir ofan hurðir. Að Laugavegurinn sé alltaf vel mokaður á veturna. Skil á milli gangstétta og gatna væru skýr þannig að þeir sem nota hvíta stafinn

ættu auðveldara með að staðsetja sig. Huga að góðri lýsingu á Laugaveginum á veturna. Reykjavíkurborg einfaldi reglugerð um notkun skilta og að það sé farið eftir

henni. Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna og byggingarreglugerð verði notuð til að bæta

aðgengi í miðbæ Reykjavíkur. Staurar á gangstéttum (arkitektartyppin) séu í skærum litum og vel sýnilegir og

samræmi á milli þeirra (nú eru staurarnir af öllum stærðum og gerðum). 76

Page 78: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fólks með fötlun.

Í Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er gengið út frá því að fatlað

fólk eigi að njóta mannréttinda til jafns við aðra, án tillits til fötlunar, búsetu eða annarra

persónulegra þátta. Í því skyni skulu aðildaríki að sáttmálanum skuldbinda sig til að gera

ráðstafanir til að tryggja fötluðu fólki m.a. aðgang að menntun, þjónustu, byggingum,

samgöngum og ýmsu öðru, til jafns við ófatlað fólk. Fötluðum einstaklingum skal látin í

té sú aðstoð sem þeir þurfa til að lifa sjálfstæðu lífi og eiga hjálpartæki að standa til

boða á viðráðanlegu verði. Ýmislegt fleira kemur fram en hér verður ekki hægt að segja

frá því öllu.

Í skýrslunni er sérstaklega tekið mið af 9. grein sáttmálans sem fjallar um aðgengi. Þar

er notast við hugtakið algild hönnun, en það er sú hönnun sem allir geta notið góðs af.

Gott aðgengi er mikilvæg forsenda þess að fatlað fólk geti lifað sjálfstætt og farið frjálsir

ferða sinna. Í raun segir í sáttmálanum að það sé ekki skylda að fara eftir honum, en

markmiðið með honum væri hins vegar að beina réttindabaráttu fatlaðs fólks í réttar

skorður svo og auðvelda þeim hana. Vonandi á hann eftir að reynast ómissandi í

baráttunni fyrir betra aðgengi niðri í miðbæ Reykjavíkur.

Hér er slóð á sáttmálann: http://www.blind.is/fraedin/sattmali-um-rettindi-fatlads-folks

Lokaorð

Lesandi góður nú höfum við Skytturnar þrjár fjallað um aðgengismál út frá okkar

sjónarhorni. Gönguleiðin frá Hlemmi niður á Ingólfstorg er skemmtileg leið, sérstaklega

er gaman að fara hana í góðu veðri. Margt er til fyrirmyndar hvað varðar aðgengismál

og margar verslanir bjóða upp á gott aðgengi. Greinilegt er að mörg fyrirtæki hafa

metnað fyrir því að hafa hlutina í lagi og er það hið besta mál. Hinsvegar er margt ógert

í aðgengismálum í höfuðborginni svo allir Íslendingar og allir þeir fjölmennu ferðamenn

sem koma til landsins geti komist leiðar sinnar óhindrað. Fjölmargt er hægt að gera í

aðgengismálum til að bæta stöðuna til muna með litlum tilkostnaði t.d. með því að

fjarlægja hindranir svo sem auglýsingarskilti. Hér skiptir mestu máli um jákvætt viðhorf

til aðgengismála og köllum við því eftir viðhorfsbreytingum hjá viðeigandi aðilum t.d.

Reykjavíkurborg og verslunareigendum.

Það hefur verið mjög lærdómsríkt fyrir okkur að taka þátt í þessu verkefni hjá

Blindrafélaginu, við sjáum aðgengismál með öðrum hætti en við gerðum fyrr í sumar.

77

Page 79: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

Það er von okkar að skýrsla þessi verði notuð á jákvæðan hátt til að bæta aðgengi í

miðbæ Reykjavíkur. Það er mikilvægt að allir taki höndum saman og leggi sitt af

mörkum til að bæta aðgengi því það er allra hagur.

78

Page 80: ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS · 2017. 11. 9. · ÁRSSKÝRSLA BLINDRAFÉLAGSINS 2012–2013 bls. 4 bls. 4 bls. 4 bls. 6 bls. 7 bls. 8 bls. 8 bls. 9 bls ... Á árinu 2010 tók stjórn

Hamrahlíð 17 • 105 Reykjavík • Sími 525 0000Fax 525 0001 • www.blind.is • Netfang [email protected]

BL INDRAFÉ LAG IÐS a m t ö k b l i n d r a o g s j ó n s k e r t r a á Í s l a n d i

S T O F N A Ð 1 9 3 9