25
Samtök um líknarmeðferð 2. tölublað 13. árg. 2011

Lífið um líknandi meðferðlsl.is/files/NklM-tfNF-.docx · Web viewKaj Munk, danskur prestur, sagði í tengslum við hátíðina: „Ég er eins og nirfill. Ég safna jólum og

  • Upload
    others

  • View
    5

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Lífið um líknandi meðferðlsl.is/files/NklM-tfNF-.docx · Web viewKaj Munk, danskur prestur, sagði í tengslum við hátíðina: „Ég er eins og nirfill. Ég safna jólum og

Samtök um líknarmeðferð2. tölublað 13. árg. 2011

Page 2: Lífið um líknandi meðferðlsl.is/files/NklM-tfNF-.docx · Web viewKaj Munk, danskur prestur, sagði í tengslum við hátíðina: „Ég er eins og nirfill. Ég safna jólum og

Í blaðinu eru birt ljóð úr ljóðabók Hjördísar Lindu Jónsdóttir Brot úr lífi. Hjördís fæddist 9. október 1965 og lést 16. september 2011 eftir margra ára baráttu við krabbamein. Fyrir þá sem vilja nálgast bókina geta haft samband við Herdísi í s. 690 6133 eða Áslaugu í s. 566 6481. Allur ágóði af sölu bókarinnar rennur til barna Hjördísar.

Page 3: Lífið um líknandi meðferðlsl.is/files/NklM-tfNF-.docx · Web viewKaj Munk, danskur prestur, sagði í tengslum við hátíðina: „Ég er eins og nirfill. Ég safna jólum og

Hugleiðingar á aðventu

Það er svo merkilegt að það virðist sama á hvaða aldri maður er eða hverjar aðstæður manns eru, alltaf verður ákveðin eftirvænting og spenna innra með manni þegar aðventan gengur í garð og við hefjum undirbúning jólanna.

Ég hef oft velt því fyrir mér hvað við erum heppinn hér á Íslandi að minnast fæðingar frelsarans í desember. Við erum upptekin af jólaundirbúningi þegar mesta skammdegið grúfir yfir landinu okkar. Við léttum okkur skammdegið með því að skreyta húsin okkar með fallegum jólaljósum. Aðventan er kærkomin tilbreyting og umgjörðin er lífleg. Á aðventunni erum við að undirbúa komu frelsarans sem fæddist á jólum, undirbúa hjarta okkar að taka á móti honum. Þema aðventunnar er ný von. Hann sem er konungur konunganna, kemur með ljósið inn í líf okkar.

Hefðir ríkja hjá hverri fjölskyldu og okkur finnst tilheyra að allt sé eins og það hefur alltaf verið. Við höfum öll ákveðna siði og venjur í farteskinu frá okkar æsku sem við viljum viðhalda og ekki kemur annað til greina en að hafa allt eins og það hefur alltaf verið. Við finnum öryggi í því að eiga siði tengda þessari mestu hátíð okkar kristinna manna, geta haldið í eitthvað þekkt sem hefur gert hátíðina sérstaka fyrir hvern og einn. Öryggi er eitthvað sem er okkur nauðsyn á tímum óvissu og umbrota í lífinu.

Kaj Munk, danskur prestur, sagði í tengslum við hátíðina: „Ég er eins og nirfill. Ég safna jólum og má ekki til þess hugsa að nein þeirra mistakist.“ Hann hefur líka haft hátíðarþörfina, rétt eins og við, því hann lagði á það mikla áherslu að heimilisfólkið fengi grænkálsjafning á Þorláksmessu, því þann sið höfðu foreldrar hans haft þegar hann var barn. Fjölskyldan hans lét sig hafa það að borða þennan hvimleiða jafning sem engum þótti góður, fyrir

Page 4: Lífið um líknandi meðferðlsl.is/files/NklM-tfNF-.docx · Web viewKaj Munk, danskur prestur, sagði í tengslum við hátíðina: „Ég er eins og nirfill. Ég safna jólum og

hann, því allt sem viðkemur jólum verður að yndislegri venju.

Einn er sá siður sem við flest okkar höfum, að útbúa aðventukrans með fjórum kertum sem við kveikjum á hverju á fætur öðru, fjóra sunnudaga fyrir jólahátíðina. Ég er ekki viss um að við vitum öll um heiti þeirra og eins eru ótal sögurnar um hvernig þessi siður er til komin. Mig langar að segja ykkur aðeins frá hverju kerti um sig og tákni þess.

Spádómskertið er fyrst, ljós sannleikans sem rættist hina fyrstu jólanótt og minnir okkur á spádóminn sem kom fram löngu fyrir fæðingu Jesú og lesin er úr spádómsbók Jesaja á aðfangadagskvöld.

Betlehemskertið er annað, ljós trúarinnar, sá sem var lávarður heims var í heiminn borinn en um hann syngjum við í jólasálminum Heims um ból.

Þriðja kertið er Hirðakertið, ljós vonarinnar. Það rættist sem hirðarnir vonuðu um komu frelsara mannkyns og hverjir voru það sem fyrstir fengu fréttirnar um fæðingu Jesú, nema einmitt þeir sem ekki voru hátt skrifaðir í samfélaginu.

Fjórða og síðasta kertið er Englakertið, ljós kærleikans, en Kristur er sjálfur kærleikurinn. Hann er stærsta gjöfin sem Guð hefur fært okkur mönnunum.

Hver og einn á sér sinn reit sem er heimilið og þar njótum við þess að eiga samverustundir við okkar nánustu og halda í hefðir, sé það með nokkru móti mögulegt. Það er auðvitað mjög einstaklingsbundið hvað hentar hverjum og einum og líka hvað við viljum fyrir okkur sjálf og okkar nánustu.

Page 5: Lífið um líknandi meðferðlsl.is/files/NklM-tfNF-.docx · Web viewKaj Munk, danskur prestur, sagði í tengslum við hátíðina: „Ég er eins og nirfill. Ég safna jólum og

Hvernig og hvar finnum við frið og hamingju? Hver er hin sanna hamingja? Við þeirri spurningu eru mörg svör og mismunandi. En hamingjan er eitthvað sem við leitum öll að, viljum finna tilganginn með þessu öllu. Tilgang með lífinu.

Að vera sáttur við sjálfan sig er einnig mikilvægt, leyfa góðu minningunum sem við eigum að koma fram, þannig gengur okkur líka betur í samskiptum okkar við aðra menn, sem gerir okkur auðveldara að sýna meðbræðrum okkar kærleika og hlýju. Það þurfa ekki alltaf að vera svo stórar fórnirnar sem við leggjum öðrum til .

„Sérhvert handtak sem ber eitthvað hlýlegt með sér, getur heillað þá sálu sem vináttu kýs.“

Við sem teljum okkur kristin verðum að taka hlutverk okkar sem uppalendur alvarlega og fræða afkomendur okkar um þennan boðskap. Jólin eru oft nefnd hátíð barnanna, og öll erum við börn í hjarta sama á hvaða aldri við erum. Gefum barninu innra með okkur svigrúm á þessum tíma og tökum á móti hátíðinni á þann hátt. Sú hátíð sem kölluð er hátíð ljóssins er á næsta leiti, Guð gefi að hún vermi og lýsi í hjörtum okkar allra, og færi ykkur og fjölskyldum ykkar hina sönnu og ósviknu hamingju sem við öll þráum.

Rósa Kristjánsdóttir, djákni og formaður Lífsins

Page 6: Lífið um líknandi meðferðlsl.is/files/NklM-tfNF-.docx · Web viewKaj Munk, danskur prestur, sagði í tengslum við hátíðina: „Ég er eins og nirfill. Ég safna jólum og

Morgunstund

Nýr dagur hendir til mín geislum og gleðiég gríp nývöknuð og dagurinn er fullur af tækifærum

Í dag get ég lifað ævintýriÍ dag geta draumar ræst

Í kvöld sofna ég með hamingju í hjartanufrið í sálinni og veit að á morgun kemur nýr dagurmeð nýja geisla og nýja gleðifyrir mig að grípa

Hjördís Linda Jónsdóttir

Njóttu

Stoppaðu, staldraðu viðsettu annríkið á biðréttu út höndina og snertuopnaðu sálina og vertulifandi hér og núí augnablikinu þú

Hjördís Linda Jónsdóttir

Líknarmeðferð teygir sig út – hugleiðingar tengdar ráðstefnuferð -

Page 7: Lífið um líknandi meðferðlsl.is/files/NklM-tfNF-.docx · Web viewKaj Munk, danskur prestur, sagði í tengslum við hátíðina: „Ég er eins og nirfill. Ég safna jólum og

Í byrjun sumars sótti ég mína fyrstu hjúkrunarráðstefnu á erlendri grund ásamt stöllu minni og kollega, Guðbjörgu Jónu Guðlaugsdóttur. Ráðstefnan var haldin í Lissabon á vegum hinna evrópsku samtaka um líknandi meðferð (EAPC). Yfirskrift ráðstefnunnar var: „Líknarmeðferð – teygir sig út“ (palliative care – reaching out). Yfirskriftin fól í sér að sérstök áhersla var lögð á að leiða saman heilbrigðisstarfsfólk og aðra sem vinna með réttindi sjúklinga frá hinum ýmsu heimsálfum, meðal annars í þeim tilgangi að deila þekkingu og fræðast um stöðu mála varðandi líknarmeðferð í ólíkum ríkjum. Til að undirstrika þetta fyrsta skref í átt að samstarfi og sambandi milli fjarlægra ríkja var myndrænt tákn ráðstefnunnar, litir regnbogans.

Margt var um fróðlega fyrirlestra, meðal annars tengt líknandi nálgun við ólíka sjúklingahópa, nýjungum í verkjalyfjameðferð og brautryðjendastarfi í hinum vanþróuðu löndum. Guðbjörg Jóna fór á ráðstefnuna sem verðugur fulltrúi fylgdarhóps Líknardeildar Kópavogs og Heimahlynningar. Þar kynnti hún með veggspjaldi áhuga-verðar niðurstöður frá samantekt hópsins varðandi matstæki sem greinir þörf á sértækum úrræðum fyrir syrgjendur. Í dag standa þau erindi sem lutu að líknarmeðferð sem almennum mannréttindum efst í huga mér, en sá póll hafði komið til umræðu á stjórnarfundi Lífsins áður en ég hélt í ferðina. Ég hafði aldrei leitt hugann almennilega að því að til væru lönd eða ríki sem hafa jafn takmarkaðan aðgang að verkjalyfjum og þekkingu á þeim, og raun ber vitni.

Lögfræðingurinn, D.Lohman, bendir á leiðir til að þrýsta á stjórnvöld til úrbóta í þessum efnum í skjóli mannréttinda. Í fyrirlestri sínum á ráðstefnunni fjallaði hann um á hvaða hátt væri mögulegt að beita alþjóðlegum lögum, sem varða

Page 8: Lífið um líknandi meðferðlsl.is/files/NklM-tfNF-.docx · Web viewKaj Munk, danskur prestur, sagði í tengslum við hátíðina: „Ég er eins og nirfill. Ég safna jólum og

réttinn til heilsu og réttinn til mannúðar til að tryggja þjóðfélagi aðgang að líknarmeðferð. Máli sínu til stuðnings sýndi hann okkur myndband þar sem móðir eyðnismitaðs drengs í Kenýa, lýsti því á sláandi hátt hvernig hún horfði á barnið sitt í langan tíma kveljast af kviðverkjum og hvernig hann á endanum dó, hrópandi í kvölum og þjáningum. Það hefði mátt heyra saumnál detta í salnum eftir að myndbandinu lauk, svo áhrifaríkt var það. Ég hugsa að flestir áhorfendur hafi með sjálfum sér þakkað fyrir að búa í landi þar sem veruleikinn er ekki í líkingu við það sem við þarna fengum að upplifa.

Þegar upp er staðið er sennilega hægt að fullyrða að okkur mannfólkinu sé mikilvægast að líða vel á líkama og sálu, geta notið þess að vera lifandi frá degi til dags, geta ræktað hæfileika okkar, myndað tengsl við fólk og notið samvista við þá sem okkur þykir vænt um. Þannig er það nú líka að ef fólkinu sem næst okkur stendur líður ekki vel, líður okkur sjálfum jafnvel ennþá verr. Þetta vita þeir sem hafa misst heilsuna af hvaða toga sem er og ástvinir þeirra. Það eru ef til vill þessar grunnþarfir sem að endingu endurspegla þörf okkar og löngun til að vera yfir höfuð til.

Ég hef alltaf álitið mig lánsama fyrir að hafa ratað inn í hjúkrunarstarfið, einmitt vegna þess að í gegnum það hef ég fengið að kynnast fólki sem hefur kennt mér að meta betur í hverju hin raunverulegu lífsgæði grunnþarfanna felast. Á síðustu þremur árum hef ég líka fengið að læra að líknarmeðferð snýst um að varðveita þessi umræddu lífsgæði og að hér á landi hefur mikið og óeigingjarnt starf verið unnið af hugsjón frá ólíkum stéttum, einstaklingum, hópum og samtökum til að koma þessari nálgun á þann stað sem hún hefur í dag. Ég er ekki ein af þeim sem á þátt í því að hafa byggt upp líknandi þjónustu á Íslandi, en ég er svo sannarlega stolt af henni og get vonandi, einhvern daginn

Page 9: Lífið um líknandi meðferðlsl.is/files/NklM-tfNF-.docx · Web viewKaj Munk, danskur prestur, sagði í tengslum við hátíðina: „Ég er eins og nirfill. Ég safna jólum og

sagt að ég hafi átt þátt í því að þróa hana áfram til fleiri hópa sem þurfa á henni að halda í samfélaginu.

Í einu erindi ráðstefnunnar kom fram að við þurfum að standa bjargföst á því að líknarmeðferð megi aldrei teljast til óþarfa hlunninda sem hægt sé að skera niður þegar efnahagsþrengingar steðja að. Þvert á móti þurfi að þróa hana og efla, þar sem hún sé í raun hagkvæm frá víðum sjónarhóli og að fjöldi þeirra einstaklinga sem í framtíðinni þurfa á þessari nálgun að halda fari vaxandi. Að auki eigi hugmyndafræði og nálgun líknarmeðferðar ekki aðeins við þá sem nálgast lok lífs heldur sé hún ekki síst mikilvæg þeim sem stríða við alvarlega og langvinna sjúkdóma af ýmsum toga.

Ég vil enda þessa stuttu hugleiðingu mína um ráðstefnuna í Lissabon á innleggi Mary Baines, en hún var vinkona Cicely Saunders og einn fyrsti læknirinn sem réði sig til hennar á St. Christophers líknareininguna. Það var sannkallaður innblástur að fá að hlusta á þessa konu tala um hvernig hugmyndafræði líknarmeðferðar þróaðist og um samstarf sitt og vináttu við frumkvöðul sinn, Cicely Saunders. Að finna eldmóðinn, einlægnina og hvatninguna í því sem Mary Baines hafði að miðla eftir ævistarf sitt var, fyrir mig, ein stærsta upplifun ráðstefnunnar. Eitt af því sem hún bað fólk að hugleiða var eftirfarandi: „Hvernig getur þín starfsemi þjónað samfélaginu betur?“ „Hvernig ætlar þú að teygja þína starfsemi út?“ Mary Baines endaði mál sitt á þessum orðum: „Ef ég gæti snúið tímanum til baka, myndi ég endurtaka allt upp á nýtt.“

Lóa Björk Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingurSpegilmynd

Úr speglinum horfir kona mér mótátakanleg en ekki beint ljót

Page 10: Lífið um líknandi meðferðlsl.is/files/NklM-tfNF-.docx · Web viewKaj Munk, danskur prestur, sagði í tengslum við hátíðina: „Ég er eins og nirfill. Ég safna jólum og

það er ekkert hár höfðinu áhúðin er föl, næstum gráaugnhárin farinkroppurinn víða marinnhún er mörkuð djúpum baugumtár renna úr augumá líkamanum eru sárhandleggur bólginn og blár.Ég horfi á hana hún er berhægra brjóstið farið erþar er langt og beint örog hún er með fleiri skurðföreitt V-laga við lyfjabrunnhrukkur eru við augu og munn. Hún er eins og gömul konarétt fertug og á ekki að vera svonaskorpin eins og gömul kellingsem reynt hefur heilan helling. Ég virði hana fyrir mérveit ekki hver hún ersorg og þreyta úr augum skínsem ég tek inn um augun mínég vil ekki vera svonaég vil vera heilbrigð og falleg kona ég bið guð og vona

Hjördís Linda Jónsdóttir

Page 11: Lífið um líknandi meðferðlsl.is/files/NklM-tfNF-.docx · Web viewKaj Munk, danskur prestur, sagði í tengslum við hátíðina: „Ég er eins og nirfill. Ég safna jólum og

Námsferð til Skotlands á haustdögum- Ráðstefna 21.-22. september 2011 –

Strathcarron Hospice er staðsett í Stirlingsskíri í Skotlandi og þjónar um 300 þúsund manna upptökusvæði. Innan þess er starfandi fræðasvið sem Dr. Erna Haraldsdóttir, íslenskur sérfræðingur í líknarhjúkrun, veitir forstöðu. Í haust stóð fræðasvið Strathcarron fyrir ráðstefnu í tilefni af 30 ára afmæli stofnunarinnar undir yfirskriftinni Nýjar leiðbeiningar í líknarmeðferð. Til stendur að halda sambærilega ráðstefnu árlega þar sem kynntar verða nýjungar í líknarmeðferð og fjallað um flókna einkennameðferð. Þrír hjúkrunarfræðingar á Landspítala sóttu þessa ráðstefnu í ár og segja hér frá efni hennar.

Dagskrá ráðstefnunnar var mjög fjölbreytt en umfjöllun um verki var þó mest áberandi. Ráðstefnan var þverfagleg og læknar í sérfræðinámi í líknarmeðferð í Skotlandi fá stundirnar metnar sem hluta af námi sínu.

Dr. Kevin Smith - Þróun lyfja - frá hugmynd að raunveruleika: Dr. Smith sagði frá þróun á lyfjablöndu af oxicodone með naloxone (ON) sem vinnur á móti hægðatregðu sem aukaverkun ópíoíðsins þar sem naloxone sest í þá viðtaka í görninni sem ópíoíðið myndi annars setjast í og valda hægðatregðu. Naloxonið verkar því sem ópíoíð antagónisti í görn en er svo brotið niður í lifur svo það kemst ekki inn í miðtaugakerfið þar sem oxicodone verkar sem ópíoíð agónisti. Lyfjablandan hefur þegar verið samþykkt í Evrópusambandinu og er notuð í 32 löndum. Rannsóknir síðustu ára sýna fram á betri þarmastarfsemi og minni hægðatregðu hjá sjúklingum sem fengu verkjastillingu með þessu ON samanborið við sjúklinga sem fengu bara oxocodone. Einkar áhugaverð framför á lyfjamarkaði sem vert er aðfylgjast með.

Page 12: Lífið um líknandi meðferðlsl.is/files/NklM-tfNF-.docx · Web viewKaj Munk, danskur prestur, sagði í tengslum við hátíðina: „Ég er eins og nirfill. Ég safna jólum og

Prof. Marie Fallon - Translational research í líknarmeðferð: Dr. Fallon prófessor við Edinborgarháskóla sagði frá mjög athyglisverðum tilraunum sem hún er að gera á sínum sjúklingum sem þjást af taugaverkjum (e. neuropathic pain) í kjölfar lyfjameðferðar. Allt að 90% sjúklinga í krabbameinslyfjameðferð fá bráða taugaverki sem aukaverkun og hjá um helmingi þeirra þarf að minnka skammta eða jafnvel hætta meðferð vegna þessara einkenna. Ári eftir að meðferð lýkur eru allt að 35-50% sjúklinga enn með einkenni og oft gengur illa að meðhöndla þau þar sem ekki er til nein virk meðferð við þeim. Dr. Fallon hefur verið að prófa sig áfram með að nota mentól krem til að meðhöndla þessi einkenni. Hún notar 1% mentól krem og ber það á svæði þar sem einkennin eru og tilheyrandi ganglion svæði á mænu. Hún sagði frá ótrúlegum árangri sem hún og samstarfsfólk hennar hefur náð við þessa einkennameðferð.

Prof. Sam Ahmedzai - Symptomics og þörfin á að nota gagnreynda þekkingu í líknarmeðferð: Fyrirlesturinn fjallaði almennt um þörf fyrir að nýta betur þá gagnreyndu þekkingu sem til er í líknarmeðferð og að nota fræðin til að skilja betur einkenni skjólstæðinga okkar. Prof. Sam Ahmedzai sagði einnig frá þróun á fentanyl nefsprey og kókaínplástri sem dæmi um nýjungar sem verið væri að prófa.

Prof. Tony Dickenson - Lífeðlisfræði taugaverks (e. neuropathic pain): Athyglisverður fyrirlestur um lífeðlisfræði verkja. Það sem stendur upp úr er að þegar verkir eru stöðugt til staðar þróast mænan í að flytja verkjaboðin skilvirkar svo verkur magnast og vítahringur getur skapast.Dr. Leslay Colvin - Verkjameðferð hjá fólki með sögu um misnotkun lyfja: Mjög þarfur fyrirlestur og áhugaverður en lítið er til af gagnreyndri þekkingu um

Page 13: Lífið um líknandi meðferðlsl.is/files/NklM-tfNF-.docx · Web viewKaj Munk, danskur prestur, sagði í tengslum við hátíðina: „Ég er eins og nirfill. Ég safna jólum og

þennan hóp sjúklinga, sem fer sífellt vaxandi. Dr. Leslay Colvin lagði áherslu á að ópíoíð eru kjörlyf við krabbameins-verkjum og ætti því alltaf að nota þau lyf við slíkar aðstæður, en taka tillit til fíknar. Einstaklingar sem hafa sögu um misnotkun eru í meiri hættu að vera vanmeðhöndlaðir vegna vanþekkingar og fordóma. Mælt er með langverkandi lyfjum til að meðhöndla verki hjá fíklum, til dæmis methadone. Dr. Colvin talaði um fjóra þætti sem hafa ber í huga við notkun ópíoíða: notkun/ofnotkun, fordómar (e. stigma), öryggi/ofskömmtun og reglur. Bent er á að hægt er að vera líkamlega háður ópíoíðum án þess að misnota þá. Það kallast gervifíkn (e. Pseudoaddiction) og er það ástand þegar einstaklingur sækir í lyf vegna þess að verkir hans eru vanmeðhöndlaðir. / Sjá vefslóðina: http://www.britishpainsociety.org/

Prof. Scott Murray - Hvernig getur líknarmeðferð komið í veg fyrir skaðlega (e. futile) meðferð?: Þar sem líknarmeðferð er heildræn tekur hún á öllum þáttum og þörfum sjúklinga, ekki bara líkamlegum. Líknarmeðferð tekur tillit til þess að hver einstaklingur hefur sínar eigin þarfir og að við erum ekki öll eins. Þess vegna er leitast við að komast að því hvað það er sem skiptir sjúklinginn mestu máli hverju sinni, hverjar óskir hans eru og þarfir. Prof. Murray kynnti í fyrirlestri sínum hjálpartæki sem kallast SPICT (stundum PICT) sem stendur fyrir Supportive and Palliative Care Indicator Tool. Hjálpartækinu er ætlað að spá fyrir um hverjir eru í þörf fyrir líknarmeðferð án þess að hafa neitt með horfur eða sjúkdómsgreiningu að gera.

Prof. Mari Lloyd-Williams - Áhrif kvíða og þunglyndis í líknarmeðferð: Þunglyndi er algengt vandamál meðal sjúklinga með langt gengna lífsógnandi sjúkdóma og hefur neikvæð áhrif á velferð einstaklingsins og dregur úr lífsgæðum. Samkvæmt rannsóknum er þunglyndi oft vangreint, jafnvel í sérhæfðri líknarþjónustu. Fyrirlesarinn

Page 14: Lífið um líknandi meðferðlsl.is/files/NklM-tfNF-.docx · Web viewKaj Munk, danskur prestur, sagði í tengslum við hátíðina: „Ég er eins og nirfill. Ég safna jólum og

lagði áherslu á mikilvægi þess að greina þunglyndi sjúklinga og að oft sé erfitt að meðhöndla það. Hún fjallaði um hugtak sem kallast Demoralization sem felur í sér skort á tilgangi, vonleysi, tilfinningu um að mistakast, skort á sjálfsöryggi og skort á félagslegum tengslum. Demoralization er skylt þunglyndi en Prof. Lloyd-Williams leggur áherslu á að greina þurfi þarna á milli. Áhersla var lögð á að þunglyndislyf eru oft ekki gagnleg ef þunglyndi er vægt, þá komi samtalsmeðferð og nærvera að meira gagni.

Dr. David Craig - Sálfræðilegt sjónarhorn á verki – mat og meðferð:Dr. Craig er sálfræðingur sem vinnur mikið með sjúklinga í líknarmeðferð og hann talaði um sína reynslu af þessum sjúklingum. Hann sagðist upplifa að þeir sem vilja berjast við verki án aðstoðar verkjalyfja (no pain no gain) þjást oft af mikilli streitu sem hann telur afleiðingu verkjanna. Einnig hefur hann rekið sig á að tali sjúklingar mikið um verki sína stafi það oft af áhyggjum sem þeir hafa af meðferð sjúkdómsins.

Dr. Joy Ross - Erfðafræði og framtíð ópíoíða: Sýnir fram á að erfðafræði skiptir máli varðandi móttækileika fólks fyrir ópíoíðum, þ.e. ekki allir hafa sömu viðtakana fyrir þeim og þess vegna virka lyf misvel á fólk. Í þessu ljósi er mikilvægt að skipta um tegund ópíoíða ef illa gengur að verkjastilla fólk fremur en stækka skammta endalaust.

Dr. Andrew Davies: Meðhöndlun gegnumbrotsverks: Gegnumbrotsverkur hefur mikið verið rannsakaður á síðustu árum og meðal annars hefur verið sýnt fram á að ef um raunverulegan gegnumbrotsverk er að ræða gengur hann yfir á 30 mínútum að jafnaði, án lyfjagjafar. Þetta þýðir að það hjálpar ekki að gefa lyf sem tekur meira en 30 mínútur að verka og jafnvel erum við oft að oflyfja sjúklinga með því að meðhöndla þennan verk með þeim lyfjum sem

Page 15: Lífið um líknandi meðferðlsl.is/files/NklM-tfNF-.docx · Web viewKaj Munk, danskur prestur, sagði í tengslum við hátíðina: „Ég er eins og nirfill. Ég safna jólum og

við höfum í dag, einkum vegna þess að við greinum ekki gegnumbrotsverki rétt. Til að meðhöndla betur gegnumbrotsverk án þess að oflyfja fólk hefur bæði nefsprey og tungurótarsprey með ópíoíðum verið þróað, það virkar á fáeinum mínútum og helmingunartími er stuttur. Í þessu samhengi er mikilvægt að greina á milli vanmeðhöndlaðs verks og gegnumbrotsverks. / Sjá vefslóðina: http://breakthroughcancerpain.org/

Dr. Fliss Murtagh - Ávísun ópíoíða hjá sjúklingum með nýrna- og lifrarbilun: Megin vandamál við ávísun ópíoíða hjá sjúklingum með nýrna- og lifrarbilun er skortur á rannsóknum meðal þessa hóps. Mikilvægt er að hafa í huga hvað verður um það lyf sem verið er að gefa. Fylgjast þarf með þessum sjúklingum vandlega og velja rétt lyf og rétta skammta. Mælt er með því að byrja með litla skammta og títra þá hægt upp. Vandamál í notkun ópíoíða í praktík koma einkum upp þegar nýrna- og lifrarbilun er vangreind hjá sjúklingi eða ekki þekkt. Besta leiðin til að fylgjast með lifrarstarfssemi er INR og Albúmín.

Ásamt þessum áhugaverðu fyrirlestrum voru veggspjaldakynningar úr ýmsum áttum og val um að sækja einn master class, annað hvort um eigindlegar rannsóknir í líknarmeðferð eða notkun intrathecal deliver systems í meðhöndlun verkja. Við mælum með ráðstefnum Strathcarron Hospice fyrir alla sem áhuga hafa á líknarmeðferð og hvetjum félagsmeðlimi Lífsins til að fylgjast með auglýsingum frá þeim á vef samtakanna lsl.is

Elfa Þöll Grétarsdóttir, hjúkrunarfræðingur Guðríður Kristín Þórðardóttir, hjúkrunarfræðingur Sigrún Lillie Magnúsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri

Page 16: Lífið um líknandi meðferðlsl.is/files/NklM-tfNF-.docx · Web viewKaj Munk, danskur prestur, sagði í tengslum við hátíðina: „Ég er eins og nirfill. Ég safna jólum og
Page 17: Lífið um líknandi meðferðlsl.is/files/NklM-tfNF-.docx · Web viewKaj Munk, danskur prestur, sagði í tengslum við hátíðina: „Ég er eins og nirfill. Ég safna jólum og

Samvera á aðventu íGrafarvogskirkju fimmtudaginn 8. desember

kl. 20:00

Velkomin á samveru á aðventu!

Samveran er sérstaklega ætluð þeim sem hafa misst ástvin og vilja staldra við á aðventunni. Samveran er fyrir alla fjölskylduna og opin öllum.

Dagskrá: Sr. Halldór Reynisson og Sr. Ingileif Malmberg leiða

samveruna Jólasálmar sungnir Hamrahlíðarkórinn syngur undir stjórn Þorgerðar

Ingólfsdóttur Sr. Ingileif Malmberg flytur hugvekju Minningarstund; ljós tendruð til að minnast látinna

ástvina Veitingar Sr. Miyako Þórðarson og Margrét Baldursdóttir,

táknmálstúlkur, túlka samveruna á táknmál

Starfsfólk frá eftirtöldum aðilum taka þátt í samverunni:Hjúkrunarþjónustunni Karitas Landspítala Nýrri DögunÞjóðkirkjunni

Fyrir hönd undirbúningshóps,

Ragnheiður Sverrisdóttir, verkefnisstjóri Biskupsstofu

Page 18: Lífið um líknandi meðferðlsl.is/files/NklM-tfNF-.docx · Web viewKaj Munk, danskur prestur, sagði í tengslum við hátíðina: „Ég er eins og nirfill. Ég safna jólum og

Samtökin senda þér og fjölskyldu þinni hugheilar jólakveðjur með ósk

um farsæld á komandi ári

Lífið, samtök um líknarmeðferðKópavogsbraut 5-7

200 Kópavogi

Heimasíða: www.lsl.is