32
Frárennslislagnir innan lóðamarka LAGNA FRÉTTIR 32 1. TBL. 19. ÁRGANGUR FEBRÚAR 2005

LAGNA FRÉTTIR 32 - Vatnsiðnaðurvatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2016/09/Lagnafrettir_32_net.pdf · LAGNA FRÉTTIR 32 1. TBL. 19. ÁRGANGUR FEBRÚAR 2005. Efnisyfirlit Ráðstefnustjóri

  • Upload
    others

  • View
    16

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: LAGNA FRÉTTIR 32 - Vatnsiðnaðurvatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2016/09/Lagnafrettir_32_net.pdf · LAGNA FRÉTTIR 32 1. TBL. 19. ÁRGANGUR FEBRÚAR 2005. Efnisyfirlit Ráðstefnustjóri

Frárennslislagnirinnan lóðamarka

LAGNAFRÉTTIR 32

1. TBL.19. ÁRGANGURFEBRÚAR 2005

Page 2: LAGNA FRÉTTIR 32 - Vatnsiðnaðurvatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2016/09/Lagnafrettir_32_net.pdf · LAGNA FRÉTTIR 32 1. TBL. 19. ÁRGANGUR FEBRÚAR 2005. Efnisyfirlit Ráðstefnustjóri

EfnisyfirlitRáðstefnustjóri

Kristján Ottósson, framkvæmdastjóriLagnakerfamiðstöð Íslands

Fundarstjóri Valdimar K. Jónsson,varaformaðurLagnakerfamiðstöð Íslands

Björn Ingi Sveinssonborgarverkfræðingur 4

Egill Skúli Ingibergssonverkfræðingur, Gæðamatsráð LAFI, formaður. 7

Guðbjartur Sigfússon,yfirverkfræðingur, Gatnamálastofu Reykjavíkurborgar 11

Gísli Gunnlaugsson, pípulagningameistari 16

Heiðar Jónsson,tæknifræðingur Lagnasvið VGK verkfræðistofu 24

Jón Ólafsson,rekstrarfræðingur, Samband íslenskra tryggingafélaga 29

Sverrir Sædal Kristjánsson,löggiltur fasteignasali 18

Valdimar K. Jónsson,fulltrúi Neytendasamtakanna 21

Þórður Ólafur Búason,yfirverkfræðingur byggingarfulltrúa í Reykjavík 22

Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir,fulltrúi Húseigendafélagsins 26

Útgefandi:LAGNAFÉLAG

ÍSLANDSThe Iclandic Heating,

Ventilating and Sanitary Association

Ystabæ 11110 Reykjavík

Sími: 587 0660GSM: 892-4428

Netfang: [email protected]íða: lki.is

Ráðstefnaum frárennslislagnir

innan lóðarmarka

Ritstjórn og ábyrgð:Kristján Ottósson

Setning og umbrot:Offsetfjölritun ehf.

Útgefandi:Offsetfjölritun ehf.

Auglýsingasíminn

867 [email protected]

Page 3: LAGNA FRÉTTIR 32 - Vatnsiðnaðurvatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2016/09/Lagnafrettir_32_net.pdf · LAGNA FRÉTTIR 32 1. TBL. 19. ÁRGANGUR FEBRÚAR 2005. Efnisyfirlit Ráðstefnustjóri
Page 4: LAGNA FRÉTTIR 32 - Vatnsiðnaðurvatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2016/09/Lagnafrettir_32_net.pdf · LAGNA FRÉTTIR 32 1. TBL. 19. ÁRGANGUR FEBRÚAR 2005. Efnisyfirlit Ráðstefnustjóri

Ágætu ráðstefnugestir

Eins og þið vitið nú eftir þessa kynninguþá starfa ég sem borgarverkfræðingur íReykjavík, en við því starfi tók ég þann 15.ágúst sl. eða fyrir um átta og hálfum mán-uði síðan. Sumir ykkar vita kannski hver éger og hvaðan ég kem en aðrir ekki. Þvíætla ég að byrja þetta erindi á því að gefasmávægilegar bakgrunnsupplýsingar umsjálfan mig áður en ég kem að því að talaum efni ráðstefnunnar.

Ég innritaðist í Háskóla Íslands haustið1973 að loknu stúdentsprófi frá Verzlunar-skóla Íslands. Frá háskólanum útskrifaðistég svo sem byggingarverkfræðingur vorið1977, en einn af kennurum mínum varágætur fundarstjóri ráðstefnunnar Dr. Valdi-mar K Jónsson - straumfræði var það semValdimar kenndi. Á námsárunum vann éghjá ýmsum verktökum, m.a. við að leggjaholræsa- og regnvatnslagnir innan lóða ogutan. Haustið 1977 hélt ég svo til fram-haldsnáms til Kaliforníuháskóla í Berkeley,við San Francisco flóann, til að nemasveiflufræði mannvirkja. Námskráin kallað-ist jarðskjálftaverkfræði, þ.e. EarthquakeEngineering, og því er ég að forminu tiljarðskjálftaverkfræðingur.

Að námi loknu starfaði ég á SanFrancisco svæðinu í ein tíu ár við störftengd sérfræðigrein minni, fyrstu árin viðáhættugreiningu og úrlausnir á sveiflu-fræðilegum vandamálum ýmissa kjarnorku-vera víðsvegar um Bandaríkin, en síðar viðeinangrun mannvirkja frá jarðskjálftum.Jafnframt þessu var ég við rannsóknarstörfá jarðskjálftarannsóknarstöð Berkeley há-skóla í verkefnum styrktum af vísindasjóðibandaríkjanna. Þetta var skemmtilegur tímien svo kom árið 1989, tólf árum eftir að égfór utan til náms, að ég tók þá ákvörðun aðflytjast aftur heim til Íslands.

Næstu sjö og hálfa árið starfaði ég hjáverktakafyrirtæki sem tæknilegur fram-

kvæmdastjóri þess og var þar við verkefnibæði á höfuðborgarsvæðinu sem og víðs-vegar um landið. Hafnargerð, vegagerð,flugvallagerð, gatnagerð, brúargerð ogmargt fleira datt inn í reynslubankann.Einnig vann ég ýmis störf fyrir aðra aðila,t.d. Vegagerðina og ýmsar verkfræðistofur,störf sem tengdust reynslu minni frá Banda-ríkjunum. Þar má telja jarðskjálftaáhættu-greiningu fyrir opinbera aðila og einangrunnokkurra brúa frá jarðskjálftum.

Þá tók við skemmtilegur tími sem fram-kvæmdastjóri lítils vélaframleiðslufyrirtækismeð mikinn metnað, fyrirtæki sem starfaðieinungis á erlendum mörkuðum. Var þaðbæði skemmtileg lífsreynsla og lærdómsrík.

Haustið 1999 réðist ég svo sem forstjóriverkfræðistofunnar Hönnunar og átti þarminn þátt í gríðarlegum vexti þess fyrirtækisá fjögurra ára tímabili, en eins og fram komáður þá tók ég við núverandi starfi mínu íágúst síðast liðnum.

Eins og ég hef nú farið yfir þá er bak-grunnur minn alls ekki í lögnum eða lagna-kerfum. Hins vegar heyra margir tugir kíló-metra af lögnum undir embætti borgar-verkfræðings, í gegnum Gatnamálastofu ogFasteignastofu, jafnframt því að Umhverfis-og heilbrigðisstofa Reykjavíkurborgar, semeinnig heyrir undir embætti borgar-verk-fræðings, lætur sig umhverfis- og heilbrigð-isþætti lagnakerfa, sér að því er það snýr aðvelferð borgara Reykjavíkur, miklu varða.

Og þetta skiptir allt miklu máli og varðarþann lífsstíl sem við þekkjum og gerumkröfu til nú til dags.

Það er margt nú á dögum sem við tök-um sem sjálfsagðan hlut og gleymumhversu stutt er síðan tímarnir voru aðrir ogmun lakari. Hvernig var ástandið t.d. íborginni fyrir réttum eitt hundrað árum.

Björn Ingi Sveinsson

borgarverkfræðingur

Ávarp á ráðstefnu Lagnafélags ÍslandsUm frárennslislagnir innan lóðarmarka

4 Lagnafréttir 32

Page 5: LAGNA FRÉTTIR 32 - Vatnsiðnaðurvatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2016/09/Lagnafrettir_32_net.pdf · LAGNA FRÉTTIR 32 1. TBL. 19. ÁRGANGUR FEBRÚAR 2005. Efnisyfirlit Ráðstefnustjóri

Lagnafréttir 32 5

Árin 1902 - 1904 var Knud Zimsen verk-fræðilegur ráðunautur Reykjavíkur, en síðar,þ.e. árin 1904 - 1907, var hann bæjar-verk-fræðingur og byggingarfulltrúi í Reykjavík.Og loks, eins og flestir vita, var Knud Siem-sen borgarstjóri, sem reyndar kallaðist þábæjarstjóri, í Reykjavík á árunum 1914 -1932.

Ef við grípum nú aðeins niður í ævisöguKnud Zimsens þá finnum við eftirfarandisögubrot:

Göturæsin í Reykjavík fyrir og eftir alda-mót báru bæjarbúum einna lakast vitni. Úrhúsunum lágu rennur út í ræsin, en í þærvar hellt öllu skólpi, fiskslöpum og ýmiskonar matarleifum. Þetta seig allt lengrieða skemmri leið eftir ræsunum, en sumtkomst aldrei í Lækinn eða niður í fjöru,heldur drafnaði og úldnaði, þar sem þaðvar komið, en af því lagði daun um bæinnog inn í húsin.

Eitt ræsið bar ekki ótignara heiti enGullrenna. Það var í Austurstræti norðan-verðu. Ræsi þetta var miklu dýpra og breið-ara en þá tíðkaðist og hafði beint sambandvið Lækinn. Nærliggjandi hús báru mikið afdrasli og skólpi í það, en í enda þess viðLækinn var loka. Í aðfalli var hún dreginupp, svo að sjórinn ætti greiðan aðgang inní ræsið. Þegar féll út, rann hann greiðlegaúr Gullrennunni í Lækinn og átti þá að flytjameð sér sorpið, sem safnast hafði fyrir íræsinu. En oftast var eitthvað eftir, svo aðþefurinn úr Gullrennunni var lítið skárri enúr öðrum ræsum. Gullrennan mun hafaverið gerð nokkru eftir 1890, en heiti sittfékk hún af því hve dýr hún þótti. Kostaðihún 600 krónur. Þannig var ástandið ennárið 1902.

Fyrsta holræsið var lagt í Ægisgötuhaustið 1902. Síðan liðu fimm ár þangaðtil næst var lagt holræsi í götu í Reykjavík,en það leysti af Gullrennuna í Austurstræti.

Eitt af því sem olli miklum óþrifnaði í ogvið bæinn var skortur á salernum. Við fjöl-mörg hús var ekkert salerni og víða, þarsem þau voru, var hreinsuninni mjög ábóta-vant. Um aldamótin 1900 var stofnað svonefnt Áburðarfélag sem hafði það að mark-miði að safna áburði fyrir tún- og garðeig-endur. Byggði félagið tvær miklar stein-þrær, aðra þar sem nú stendur Austurbæj-arbíó, en hin við Laufásveg. Félagið safnaðifiskslógi niður í fjöru þar sem aðgerð fórfram og flutti í þrærnar, sjómönnum aðkostnaðarlausu. Húseigendur máttu einniglosa sig við saur í þrærnar og um skeið létfélagið safna honum saman úr næstu hús-um við gryfjurnar. En þótt af þessu yrðinokkur bót, var ástandið í salernismálumReykjavíkur óviðunandi.

Fyrsta vatnssalernið var sett upp árið1906 og þótti það flottræfilsháttur að fá sérslíkt tæki. Einn æðsti embættismaður þjóð-arinnar hafði fengið sér vatnssalerni, og lof-aði mikið. Hitti hann eitt sinn kunningjasinn á götu og lofaði sérstaklega drunurnarsem heyrðust þegar sturtað var niður.Fannst honum auk þess sérlega skemmti-legt að geta fylgst með því, hvar sem væri íhúsinu, ef einhver brygði brókum. Hlóguþeir félagarnir mikið að þessu en í því barað kennara nokkurn sem þótti embættis-maðurinn vera óþarflega brosmildur, endaættu embættismenn væntanlega ætíð aðvera alvarlegir. Innti hann eftir því hvaðkætti þá svo mjög.

Embættismaðurinn varð fyrir svörum ogsagðist vera að hæla þessu skemmtilega tækiog spurði kennarann hvort hann hefði ekkifengið sér eitt. Kennarinn hreytti út úr sér aðsvo væri ekki, slíkt væri of fínt fyrir sig.

Leit þá embættismaðurinn brosandi ákennarann og sagði: Ertu virkilega enn sádóni að skíta i fötu. Féll talið þar með niður.

Page 6: LAGNA FRÉTTIR 32 - Vatnsiðnaðurvatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2016/09/Lagnafrettir_32_net.pdf · LAGNA FRÉTTIR 32 1. TBL. 19. ÁRGANGUR FEBRÚAR 2005. Efnisyfirlit Ráðstefnustjóri

6 Lagnafréttir 32

En svona var ástandið nú fyrir einni öld síðan.

Nú á dögum gerum við meiri kröfur tillífsgæða. Rennandi kalt og heitt vatn, loft-ræsing, tölvulagnir, ljósleiðaralagnir o.fl. o.fl.þykja allt sjálfsagðir hlutir.

Hvað varðar Reykjavíkurborg þá eru ígangi á vegum Gatnamálastjóra stöðugverkefni í viðhaldi og endurnýjun lagna íeldri hverfum borgarinnar. Er þá beitt bæðihefðbundnum aðferðum til endurnýjunarsem og nýjum aðferðum þar sem gömulholræsi eru fóðruð og gerð sem ný. Fast-eignastofa Reykjavíkurborgar er svo húsráð-andi á alls fjórða hundrað þúsund fermetr-um af húsnæði í eigu borgarinnar. Þar þarfsífellt að viðhalda flóknum og umfangsmikl-um lagnakerfum og aðlaga þau breyttumkröfum nútímans.

Eins og við vitum vel þá verður ávallt að

vanda vel til hönnunar lagnakerfa, af hverritegund sem þau eru, svo viðhald verði í lág-marki hvort heldur sem er miðað við líftímalagnanna eða líftíma húsanna sem þauþjóna. Jafnframt verður að vanda til verkavið framkvæmdirnar sjálfar, þ.e. uppsetn-ingu kerfanna, viðhafa verður virkt eftirlitmeð öllum framkvæmdum og sinna hverskonar úttektum af kostgæfni. Það eitttryggir gæðin.

Ráðstefna þessi, er fjallar um frárennsl-islagnir innan lóðamarka inni og úti, er afaráhugaverð og verður í dag drepið á mörgumþeim atriðum sem mestu máli skipta á þessusviði. Lagnafélag Íslands, sem stendur fyrirráðstefnunni á þakkir skildar fyrir þetta fram-tak, sem og þau félagasamtök og stofnanirallar er félagið hefur átt samvinnu við.

Ég þakka áheyrnina og óska ykkur góðrastunda. •

Page 7: LAGNA FRÉTTIR 32 - Vatnsiðnaðurvatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2016/09/Lagnafrettir_32_net.pdf · LAGNA FRÉTTIR 32 1. TBL. 19. ÁRGANGUR FEBRÚAR 2005. Efnisyfirlit Ráðstefnustjóri

Fundarstjóri góðir fundarmenn,

Gæðamatsráð hefur um mörg ár sinntkvörtunum fólks vegna galla á lögnumsinna íbúða eða húsa og reynt að leysamál þannig að aðilar máls uni sínumhlut án þess að fara með mál fyrir dóm-stóla. Og er ætlunin að gera nokkrugleggri grein fyrir þessu verkefni ogfara í dæmi sem upp hafa komið ný-lega, sem ég tel undirstrika þörfina fyr-ir umræðu og ráðstefnu eins og þá semhér er að hefjast um frárennslislagnir.

Hvernig fær Gæðamatsráð kvartanir inntil sín ?

Mjög oft er hringt í framkvæmdastjóraLagnafélagsins, Kristján Ottósson, sem at-hugar og flokkar mál og beinir þeim í eðli-legan farveg til dæmis til nefnda fagfélagaeða til Gæðamatsráðs, og þá þannig aðviðkomandi senda inn skriflega undirritaðabeiðni um athugun.

Til Gæðamatsráðs koma fyrst og fremstmál sem varða hina faglegu hlið lagnakerfa.

Öll mál hafa að sjálfsögðu fjárhagslegahlið, og oft er hún aðaldeilumálið, þó fleirakomi svo í ljós þegar mál eru skoðuð.

DæmiMálum um frárennslislagnir og raka í

kjallaragólfum fer fjölgandi, og eru þauorðinn einn viðamesti málaflokkurinn í af-greiðslu mála Gæðamatsráðs á síðari árum.

Í dæmunum hér á eftir geri ég aðeinsgrein fyrir málsatvikum.

Gæðamatsráð var beðið um athugun áframkvæmd við drenlögn og lagfæringar áskolplögn, sem nýbúið var að vinna. Íbeiðninni kom fram að aðalágreiningurhúsráðenda og verktaka er kostnaður viðframkvæmdir, því menn voru ekki á eittsáttir um hvað hefði átt að gera fyrir þáupphæð sem sögð var hafa komið fram ísamtali um verkið.

En vegna ábendinga um að hugsanlega

væri verktakinn ekki meistari, og að spurtvar um hvernig væri með ábyrgð á svonaverkum, þá var ákveðið að athuga málið.

Í þessu tilviki var fagverk ekki tekið útog aðeins lausleg skoðun fór fram á staðn-um, enda ekki deilt um faglega útfærslu.Eigendur setja ekki út á virkni kerfisins ogklóakfýla og raki sem að sögn var á ákveðn-um stöðum eru horfin.

Það má segja að í aðdraganda þessararframkvæmdar og frágangi allra formsatriðasé farið rangt að í öllum atriðum, nema þvíað eigendur létu mynda klóaklögnina áðuren á stað var farið og fengu vitneskju umað lögnin væri orðin ansi lúin, og vafalausttímabært að skipta um hana alla, úr því aðþað varð að brjóta upp gólf hvort sem varvegna brots á lögn undir gólfi á einum eðatveimur stöðum.

Athugun Gæðamatsráðs staðfesti aðverktakinn er ekki meistari í pípulögnum.

Það var engin teikning gerð af því semátti að vinna, né af því sem unnið var.

Það var ekkert samband haft við bygg-ingarfulltrúa.

Það voru engir skriflegir samningar ámilli aðila.

Verktakanum var bent á hans mistök ogaðilum ráðlagt að ná samningi um peninga-upphæð, og að teikningu yrði að gera ogfara með til byggingarfulltrúa.

Um ábyrgð var bent á faglega ábyrgð áað kerfið héldi vatni, en einnig hefur meist-ari ábyrgð vegna eigenda á því að nauðsyn-legar upplýsingar berist byggingarfulltrúa.Fjárhagsleg ábyrgð er í samræmi við samn-ing milli aðila um framkvæmd, en verðurerfiðari eigendum að sækja komi upp gallarsíðar, séu engir reikningar fyrir hendi néteikningar eða nákvæm vitneskja um hvaðverktakinn gerði.

Auðvitað viljum við öll fá verk, sem viðeigum að greiða fyrir á eins lágu verði og

Egill Skúli Ingibergsson

verkfræðingur,

Gæðamatsráð LAFI,

formaður

Gæðamatsráð Lagnafélags Íslandsum frárennslislagnir innan lóðamarka inni og úti 29. apríl 2004

Lagnafréttir 32 7

Page 8: LAGNA FRÉTTIR 32 - Vatnsiðnaðurvatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2016/09/Lagnafrettir_32_net.pdf · LAGNA FRÉTTIR 32 1. TBL. 19. ÁRGANGUR FEBRÚAR 2005. Efnisyfirlit Ráðstefnustjóri

tök eru á, og teljum ef til vill að viðkomandiverk sé svo einfalt að það þurfi engin form-legheit í kringum það, það tefji bara máliðog skapi viðbótarkostnað,

ef verktakinn segir svo til viðbótar aðhann geti byrjað strax á morgunn en annarstefjist málið um einhverjar vikur, þá er sýntað allur undirbúningur er látinn lönd ogleið, og ekki síður ef bent er á að ef til villþurfi ekki að greiða virðisaukann.

Ég er heldur ekki viss um að orðið“verk” t.d. við skolplögn hafi sömu skil-greiningu í hugum allra, t.d. pípulagninga-meistara og íbúðareiganda eða einhverraannarra, það verður að skilgreina umfangiðí hverju tilviki - hvaða vinna- hve mikil vinna- hvaða efni - hve mikið efni - hvaða frá-gang - hvaða prófanir o.s.frv.

En erum við ekki bara í góðum málummeð okkar verk ef við fáum lágt verð? Eðahvað?

Erum við að bjóða heim vanda sem viðekki sjáum fyrir hver er, svo sem ófullnægj-andi framkvæmd, vöntun á upplýsingum,ekkert til um verkið hjá byggingarfulltrúa?Erum við að bjóða því heim að hver og einnsem býður sig fram til verks geti tekið fag-mannsverk að sér og ef hann er sæmilegurverkmaður komist upp með að skila engumgögnum um neitt.

Er það í raun þetta sem við viljum? Ég fullyrði að svo er ekki, en við hugsum

ekki málið til enda, t.d. ef einhver eigendavill selja sína íbúð þá liggur ekkert fyrir umástand lagna, annað en að eigandi segir aðþað hafi eitthvað verið gert. Þetta fæst ekkistaðfest hjá byggingarfulltrúa, reikningarliggja ekki fyrir.

Í dag veit fólk, allavega margir, aðlagnir í húsum sem eru orðin 40 ára hljótaað vera komnar að endurnýjun. Þessi vit-neskja hefur áhrif á verð íbúðar, og þaðhlýtur að vera sárt að vita að verðmætieignar er metið lægra en rétt er, fyrst ogfremst vegna vöntunar á tilkynningu tilbyggingarfulltrúa af því að meistari vannekki viðhaldsverk, heldur einhver sem sagð-ist geta unnið verkið á lægra verði.

Ég geng að sjálfsögðu út frá því aðmeistari skili nauðsynlegum gögnum tilbyggingarfulltrúa.

Sparnaður kostar á stundum ansi mikið

Nýlega var Gæðamatsráð beðið um aðathuga verk við frárennslislagnir þegar í ljóskom nokkru eftir að búið var að ganga frágólfum eftir endurnýjun lagna og lagfær-ingar, að aftur kom upp mikill raki í gólf-plötu.

Skoðunarmaður Gæðamatsráðs skoð-aði á staðnum og yfirfór verkið eftir því semhægt var, en lítið var um teikningar, húsiðvar um 60 ára gamalt. Skoðun á sýnishorniþess raka sem til staðar var sýndi efnasam-setningu sem benti til þess að um vatn frákaldavatnslögn eða / og heitavatnslögngæti verið að ræða. Húslagnir voru þáþrýstiprófaðar og í ljós kom að þær vorumjög lélegar og víða leki á þeim. Lausn ávanda þessa húss var að skipta öllum lögn-um út og setja nýjar aðgengilegar lagnir.

Spurning sem vaknar óhjákvæmilegaþegar þessi dæmi eru skoðuð er hvernig áeigandi að vita hvert hann á að snúa sérþegar vanda ber að höndum, til þess að fáörugga ráðleggingu um hvernig þurfi aðtaka á hans máli.

Til hverra er leitað? Fagmeistara? Hönn-uða? Kunningja útí í bæ? Farið eftir auglýs-ingum?

Eigendur þurfa að fá vitneskju umhvaða áhættu þeir taka með því að faraekki til löggilds aðila, eins og á hefur veriðbent.

Fagmeistarar hafi með vinnu sinni allriskapað sér það orðspor að sjálfsagt sé aðleita til þeirra, og þeirra orðspor og ábyrgð-artryggingin eru hvati til að skila góðumverkum .

Sama á við um hönnuði ef þeir koma aðverkinu með eigendum.

Þeir vita hvernig á að standa að málumog hvernig á að vinna til þess að tryggjaeigandanum viðunandi lausn.

En á öllu geta orðið frávik því í öðru ný-legu dæmi um jarðvatnslagnir sem viðfengum til athugunar, var hönnuður tilkall-aður til að setja á blað það sem gera skyldi,Hönnuður fór eftir því sem einn eigenda,sem er tæknimaður, í því tilviki taldi full-nægjandi lausn, og sá vildi ekki hlusta á aðeyða meiri peningum í verkið. Hönnunin var

8 Lagnafréttir 32

Page 9: LAGNA FRÉTTIR 32 - Vatnsiðnaðurvatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2016/09/Lagnafrettir_32_net.pdf · LAGNA FRÉTTIR 32 1. TBL. 19. ÁRGANGUR FEBRÚAR 2005. Efnisyfirlit Ráðstefnustjóri

í lagi en það var ekki farið eftir henni ávinnustað, og hönnuður fylgdist ekki með ástaðnum, sem er því miður of algengt, ogengar úttektir fóru fram né gerð raunteikn-inga.

Sá sem um verkið sá var ekki pípulagn-ingameistari.

Nú er verið að byrja á þessu verki aftur,allt sem áður skeði lítils eða einskis virði.

Mikill fjöldi húsa sem eru á sölu eru áþví aldursskeiði, meira en 40 ára gömul, aðbúast má við að grunnlagnir séu farnar aðlýjast og aðrar lagnir einnig, og því áreiðan-lega mikil nauðsyn á að nýir eigendur fáivitneskju um ef eitthvað hefur verið gert tilþess að lagfæra og endurnýja lagnir oghvort lögnum hefur verið breytt.

Hvernig er hægt að tryggja húseigend-um staðfesta vitneskju um eigið hús/íbúð?

Myndi einhverskonar dagbók hússins,svipuð að uppbyggingu og handbók lagna-kerfa koma að gangi? Þar myndu meistararað viðhaldsverkum vera tilgreindir, svo og árog mánuður, einnig hönnuðir og samþykkibyggingarfulltrúa á hönnun.

Geta fasteignasalar komið með slíkakröfu?

Það er nauðsynlegt að auka skilningíbúðareigenda fyrir kostum og nauðsynþess að skrásetja aðgerðir við sína eign.

Mér finnst þetta umhugsunarvert eink-um þegar litið er til þess að hús - íbúð er oftmesta fjárfesting sem fjölskyldan ræðst íalla ævina, og slíkri eign ætti nú að megasína nokkra virðingu t.d, ekki minni en bíln-um sem um eru handbækur, smurbækureftirlitsbækur og þykir sjálfsagt m.a. vegnasölu. Auðvitað ganga bílar oftar kaupum ogsölum en íbúðir en þeim mun meiri þörf áað safna saman á einn stað öllum upplýs-ingum um íbúðina/húsið og aðgerðir til við-halds og endurbóta.

Í grein í Fréttablaðinu - “allt-fasteignir”13.apríl, þar sem viðhaldsverk húsa erurædd kemur fram að Neytendasamtökinmæla eindregið með að skriflegir samning-ar séu gerðir um verkframkvæmdir ogframkvæmdastjóri Samtaka atvinnurek-enda(Ásbjörn Jóhannsson) segir að tilboðaskuli aflað í verk áður en þau eru sett afstað og hafa allt skriflegt”. Fólk er oft að

flaska á því að kaupa svarta vinnu og hefurekkert í höndunum þegar það kemur ogkvartar”.

Skarphéðinn Skarphéðinsson formaðurfélags pípulagningameistara, segir í sömugrein að oft komi fyrir að í ljós komi hlutirþegar farið er að rífa veggi eða gólf, semekki var hægt að sjá fyrir, og þetta verði aðgera húsráðendum ljóst strax. Hann telurallan gang á því hvort gerðir séu skriflegirsamningar þegar um minni háttar viðgerðirer að ræða, en leggur áherslu á heiðarleikaog orðheldni.

Byggingarfulltrúinn í Reykjavík sendi útOrðsendingu 1/04 nú í apríl þar sem kveðiðer skýrt á um gögn sem skila skal fyrir ný-byggingar, sem ég ætla að áreiðanleg hafiáhrif á skil gagna fyrir viðhaldsverk einnig.

Og fréttabréfi Lagnafélags Íslands í Apríl2004, er grein eftir Hjálmar A. Jónssonverkefnisstjóra hjá Byggingarfulltrúa, þarsem einmitt er fjallað um gögn vegna við-haldsverka mjög skýrt, þar sem Hjálmarbendir á m.a. að engin ákvæði séu í bygg-ingarreglugerðinni um viðhaldsframkvæmd-ir og endurnýjun, sem sé miður því aðbyggingarsögu þurfi að skrá.

Niðurstaða þess sem hér hefur veriðsagt er samandregið að:

Vanmeta ekki umfang verkefna þegarraki og skemmdir í lögnum undir gólfumeru annars vegar

Hafa formlegheitin við jafnvel það semmenn telja smáverk í heiðri

Tryggja að úttektir séu framkvæmdar ogað raunteikningum sé skilað.

Hvernig aðstoðar Gæðamatsráð fólk?Gæðamatsráð fer yfir hin faglegu atriði

hvers máls alveg frá ákvörðun þurfi þess,hönnun, samþykki eigenda fyrir fram-kvæmd, samninga og framkvæmd og at-hugar hvað var gert og hvernig fagleg vinnaþ.e. hönnun og framkvæmd er af hendileyst.

Komi eitthvað fram sem bendir til mis-taka eða rangra forsendna er það skoðaðnánar til þess að finna með sem mestu ör-yggi hvað fór úrskeiðis.

Þegar orsök kvörtunarefnis er fundin erbent á mögulega(r) lausn(ir) á því sem úr-

Lagnafréttir 32 9

Page 10: LAGNA FRÉTTIR 32 - Vatnsiðnaðurvatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2016/09/Lagnafrettir_32_net.pdf · LAGNA FRÉTTIR 32 1. TBL. 19. ÁRGANGUR FEBRÚAR 2005. Efnisyfirlit Ráðstefnustjóri

skeiðis fór, jafnframt því að bent er á nauð-syn hönnunar fagmanns um allan endan-legan frágang. Lausn hvers máls miðar aðþví að aðilar máls geti unað vel við og séþeim báðum hagstæð.

Í vinnureglum fagráðs Gæðamatsráðssegir að ráðið vinni sínar niðurstöður ágrundvelli þeirra gagna, sem fyrir það erulögð eða það aflar sér. Hlutaðeigandi máls-aðila(um) skal gefinn kostur á að komagögnum og sjónarmiðum sínum á framfærivið ráðið, áður en mál er tekið til afgreiðslu.Sinni aðili máls ekki upplýsinga þætti sín-um, vinnur ráðið niðurstöður sína út fráþeim gögnum sem til eru eða vísar máli fráeftir atvikum.

Niðurstöðum ráðsins, þar sem helstuforsendur koma fram svo og rökstuðningurfyrir niðurstöðu, ásamt ábendingum um úr-bætur, skal skila með greinargerð. Aðilummáls skal senda niðurstöðu innan viku fráþví að hún kom fram.

Ráðið setur sér ákveðinn tíma til af-greiðslu hvers máls, og er meginreglan aðafgreiða mál á skömmum tíma. •

VIT Á VATNI

Fjöltækni ehf.www.fjoltaekni.isopið alla virka daga frá kl. 8-18sími 568 7580 fax 568 7585Dugguvogur 23, 104 Reykjavík

10

GÆÐAMATSRÁÐ LAFI

Félag fasteignasalaSverrir KristjánssonFálagsmálaráðuneytiðBjörn Arnar MagnússonLagnafélag ÍslandsEgill Skúli IngibergssonNeytendasamtökinValdimar K JónssonUmhverfisráðuneytiðSmári Þorvaldsson

FAGRÁÐ GÆÐAMATSRÁÐS

Friðrik S KristinssonByggingartæknifræðingurGuðmundur HjálmarssonByggingartæknifræðingurJón K GunnarssonByggingariðnfræðingurRagnar GunnarssonVéliðnfræðingur

Fjöltækni Fjöltækni flytur í Súðarvog 14Um miðjan apríl næstkomandi

Page 11: LAGNA FRÉTTIR 32 - Vatnsiðnaðurvatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2016/09/Lagnafrettir_32_net.pdf · LAGNA FRÉTTIR 32 1. TBL. 19. ÁRGANGUR FEBRÚAR 2005. Efnisyfirlit Ráðstefnustjóri

Saga holræsa í Reykjavík er ekki mjöglöng, eða rúmlega 100 ára.Guðjón Friðriksson sagði frá upphafilokræsa í bók sinni “Saga Reykjavíkur1870-1940”.

Þar segir að árið 1897 hafi fyrsta hol-ræsið verið lagt í Bankastræti, líklega út íLækinn, hina “Ilmandi Slóð”. Enda varskolprennslið búið að menga einn helstavatnsbrunninn, s.k. Bakarabrunn.

1902 var fyrsta alvöru ræsið lagt í Ægis-götu, frá Landakotsspítala út í sjó. 1903 varfyrsta íbúðarhúsið tengt við sama ræsi,Vesturgata 27.

Nefnir hann einnig eftirfarandi bókanirúr gjörðarbókum bæjarstjórnar:

28. nóv. 1902 var ákveðið að leggjapípuræsi í Amtmannsstíg21. júní 1906 ákv. að leggja lokræsi úrHafnarstræti í sjó04.okt. 1906 ákv. að lengja ræsið um25 m upp í Pósthússtræti02. jan. 1908 samþykkt lokræsi í Lind-argötu og Frakkastíg20. des. 1908 samþykkt að leggja lok-ræsi í Tjarnargötu frá ráðherrabústað07.maí. 1908 kom fram að lokræsiyrðu lögð um leið og vatnsveitan.1910 var lagt ræsi um Tjarnargötu ogAðalstræti og út í Lækinn.

Í byrjun árs 1911 mun Sigurður Thor-oddsen verkfræðingur hafa skilað teikning-um af holræsakerfi víða um miðbæinn.

Næstu árin, eða til 1914 er fyrri heims-styrjöld hófst voru svo lögð holræsi í nánastallar götur nema örfáar í útjaðri byggðarinnar.

Árið 1908 var gerð breyting á heilbrigð-issamþykkt bæjarins, þar sem húseigendumvar gert skilt að leggja ræsi frá húsum íþeim götum þar sem ræsi var komið!

Árið 1911 voru sett lög um gjöld til hol-ræsa í Reykjavík, þar sem gjald var tengtbrunabótavirðingu húsa.

Holræsagjald er því engin ný bóla!

Samkvæmt ofansögðu hefur a.m.k. síð-an 1908 verið litið svo á að holræsi frá hús-um út í aðalræsi skuli lögð á kostnað hús-eigenda og þeirra eign, sem þeir beriábyrgð á að sé í lagi. Þeim beri því að ann-ast og kosta viðhald og viðgerðir á þessumlögnum.

Því miður er algengt að húseigendum séþetta ekki ljóst, jafnvel eru sumir verktakarog pípulagnamenn illa upplýstir!

Ef gera þarf við eða endurnýja slíkarlagnir gerist það yfirleitt ekki nema uppkomi alvarlegar bilanir og/eða stíflur. Hvorthúseigendur upplýsa embætti byggingafull-trúa um framkvæmdir vegna lagna inni álóðum eða Gatnamálastofu vegna lagnautan lóða tel ég vera undir hælinn lagt,sennilega sjaldnast.

Húseigendum er hins vegar skilt að fáleyfi Gatnamálastofu áður en grafið er í

Guðbjartur Sigfússon,

yfirverkfræðingur,

Gatnamálastofu

Reykjavíkurborgar

Lagnir innan lóðarmarka.Frárennslismál og holræsi eru ekki vinsælt umræðuefni, en eru samt lífsnauðsynleg í þéttbýli.

Lagnafréttir 32 11

atnamálastofa Lagnir innan lóðarmarka Guðbjartur Si____________________________________________________________________

Page 12: LAGNA FRÉTTIR 32 - Vatnsiðnaðurvatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2016/09/Lagnafrettir_32_net.pdf · LAGNA FRÉTTIR 32 1. TBL. 19. ÁRGANGUR FEBRÚAR 2005. Efnisyfirlit Ráðstefnustjóri

götu eða utan lóðamarka. Þurfa þeir þá að fylla út umsókn um slíkt

leyfi og greiða lágmarksgjald fyrir. Gatna-málastofa sér þá um að sækja upplýsingarum allar lagnir í jörðu hjá veitustofnunum.Áður en grafið er í götu þurfa menn einnigleyfi lögreglu.

Að verki loknu sér Gatnamálastofa umað ganga frá yfirborði götu og stétta ákostnað húseigenda.

Mynd 2 - Verðskrá fyrir tengingaleyfi.

Því miður veldur þetta atriði með eignar-aðild og kostnað vegna heimæðarlagnaiðulega erfiðleikum og misklíð, ef húseig-endur þurfa að leggja í mikinn kostnaðvegna viðgerða og viðhalds. Sérstaklegagerist það ef heimæðar eru langar og við-gerðir þ.a.l. mjög kostnaðarsamar. Sumarheimæðar eru hins vegar stuttar og ódýrar íviðhaldi. Það er því ekki alltaf mikið jafn-ræði í þessum málum.

Lögin - þ.e. Vatnalögin, eru hins vegarskýr hvað þetta varðar, þannig að ekki verð-ur undan vikist. Þó hefur heyrst að þessusé ekki endilega eins farið í öllum bæjarfé-lögum, en ég hef enga sönnun fyrir því.

Í Vatnalögum stendur m.a. í gr. 86: “Heimilt er bæjarstjórn að leggja holræsi tilþess að taka við skolpi og afrennsli í kaup-staðnum.”

Í 87gr.: “Bæjarstjórn er rétt að leggjagjald á hús og lóðir í kaupst. til að standastraum af holræsakostnaði.”

Í 88gr. 1: “Bæjarstjórn leggur holræsi svoað lóðareigandi n*i til þeirra í götu, vegi eðaopnu svæði .....”

Í 88gr. 2: “Skylt er lóðareigendum oghúseigendum að gera * sinn kostnað hol-ræsi, er flytji fr* húsum og lóðum skolp alltút í aðalræsi ...... annars skal bæjarstj. látavinna verkið á hans kostnað.”

Samkvæmt þessu er ljóst hver á lögn fráhúsi!

Í holræsareglugerð Reykjavíkur stendur: ígr. 12: “Allar viðgerðir á götum eða öðrumsvæðum, er gera þarf vegna lagningar frá-rennslis, strax að verki loknu eða síðar, skulugerðar á kostnað eiganda.”

Í 13.gr. Stendur: “Skilt er mönnum aðhlíta því að holræsi sé lagt um eignarlandþeirra eða umráðasvæði, og fari fram á þvínauðsynlegt viðhald.” Þetta á meðal annarsvið um gamlar baklagnir t.d. í Þingholtunum.

Tengingar húsalagna:

Í öllum hverfum síðustu 30-40 ára voruheimæðar allra húsa eða lóða lagðar innfyrir lóðarmörk um leið og lagnir voru lagð-ar í götur (dæmi 1,2,3,4) .

Ef nýtt hús er reist í eldra hverfi, þáleggur húsbyggjandi með leyfi Gatnamála-stofu að aðallögn, en okkar starfsmenntengja við aðallögn. En fyrst þarf að sækjaum graftrar- og tengileyfi og greiða fyrir það.

Þegar tengt er, er ýmist sagað, boraðeða brotið gat á aðallögn, eða ef þess erkostur, þá er skipt um rör og sett greinrör tilað tengja.

Hin síðari ár hefur verið reynt að forðastað frárennslislögn tilheyri fleiri en einu húsi.Þannig eru oft lagðar langar baklagnir fyrirt.d. 2 hús, sem enda í brunni þar sem lagnirgreinast

Þannig var ekki lagt í elstu hverfunumeins og t.d. Þingholtunum. Þar eru vegnalandhalla, mjög víða baklagnir, sem liggjagegnum annarra lóðir niður í næstu götufyrir neðan. Engar teikningar eru til af þess-um lögnum og nánast enginn veit lengurhvar þær liggja.

Þessar lagnir eru líka í einkaeign!Ef slík frárennslislögn tilheyrir fleiru en

einu húsi, eins og mjög algengt er á kostn-aður að skiptast milli húsanna, sem tengjastlögninni, sennilega í beinu hlutfalli viðfjölda húsa, en það veit ég ekki með vissu!!

Það hefur verið rætt að Gatnamálastofakomi að viðhaldi þessarra gömlu baklagna,einmitt vegna þess að húseigendur vita ekk-

12 Lagnafréttir 32

Page 13: LAGNA FRÉTTIR 32 - Vatnsiðnaðurvatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2016/09/Lagnafrettir_32_net.pdf · LAGNA FRÉTTIR 32 1. TBL. 19. ÁRGANGUR FEBRÚAR 2005. Efnisyfirlit Ráðstefnustjóri

ert um þær og kæra sig ekkert um að kostaviðhald á þeim, nema bilun (stífla) verðinæst þeirra húsi. Að öðrum kosti finnstfólki oft að þetta komi þeim ekkert við. Enþví miður er ástand þessarra lagna víðamjög bágborið, með tilheyrandi vandræð-um og jafnvel rottugangi. Það er því velhugsanlegt að Reykjavíkurborg þurfi aðkoma að málinu á einhvern hátt, en enginákvörðun liggur fyrir þar um.

Eitt vandamál sem við er að eiga í þess-um málaflokki eru rangar tengingar, ogstundum óleyfilegar tengingar. Við athug-anir síðustu ár hefur komið ljós að býsna al-gengt er að frá ýmsum húsum séu skolp-

lagnir tengdar inn á regnvatnslagnir.Stundum alfarið, stundum bara eitt klósett!

Oftast er þetta handvömm, eða mistökhúsbyggjanda, sem hefur jafnvel lagt lögn-ina sjálfur til að spara sér kostnað við pípu-lagningarmann!

Er þetta sérlega slæmt nú orðið vegnahinna nýtilkomnu miðlunar/ settjarna fyrirregnvatn í Elliðaárdal og Grafarholti og víð-ar. Þar má engin mengun vera.

Annar vandi er þegar húsbyggjendurvísvitandi eru að svindla á kerfinu, og tengjalagnir sínar við kerfið á vitlausum stöðum íleyfisleysi.

Nýlegt dæmi er um slíka tengingu, þarsem þakniðurfall á stóru húsi í Miðbænum

Lagnafréttir 32 13

___________________________________________________________________________

Mynd 3a - leiðbeiningar með götuleyfi.

Page 14: LAGNA FRÉTTIR 32 - Vatnsiðnaðurvatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2016/09/Lagnafrettir_32_net.pdf · LAGNA FRÉTTIR 32 1. TBL. 19. ÁRGANGUR FEBRÚAR 2005. Efnisyfirlit Ráðstefnustjóri

14 Lagnafréttir 32

hafði verið tengt stystu leið í næsta niðurfallvið götukant. Síðan hafði “nágranninn”(sambyggð hús) bætt gráu ofan á svart, oglagt skolplögn sína talsverðan spöl eftirgangstéttinni og tengt við þaklögn ná-grannans. Þetta hefur farið fram hjá eftirlit-inu! Auðvitað stíflaðist lögnin seinna ogskolpið lak út á gangstétt. Þá voru liðin all-mörg ár og erfitt getur reynst að finna þannseka eða ábyrga.

Gögn og teikningar af lögnum inni á lóðeiga að varðveitast hjá byggingarfulltrúa,og gera það nokkuð vel í dag, eða síðanum 1965. En auðvitað eru undantekningareins og gengur.

Frá svipuðum tíma eru til teikningar aflögnum heimæða hjá gatnamálastofu.

Vandinn er hins vegar að ekki hefur ver-ið lögð áhersla á að geyma gögn um við-hald eða endurnýjun húseigenda eins oghún kemur okkur fyrir sjónir, þegar þeirsækja um graftrarleyfi.

Það má því segja að mál heimæðarlagnastanda mjög misvel. Í eldri bæjarhlutumeru lagnir mjög víða orðnar lélegar, og eng-ar upplýsingar til um legu þeirra né ástand.

Í nýrri hverfum eru víðast allar upplýs-ingar fyrir hendi, og ástand bærilegt.

Mér vitanlega eru engin áform uppi umað breyta vinnulagi Reykjavíkurborgargagnvart þessum lögnum. Það má því bú-ast við að næstu árin verði mikið að geravið endurnýjun þessara lagna bæði innanlóða og utan. Kostnaður húseigenda verð-ur því talsverður.

Auðvitað gæti það verið kostur aðReykjavíkurborg tæki þetta verkefni á sig áeinhvern hátt.

Slíkar hugmyndir hafa verið ræddar, enenginn slík ákvörðun hefur verið tekin. •

Guðbjartur Sigfússon.

___________________________________________________________________________

Mynd 3b – leiðbeiningar með götuleyfi og verkbeiðni.

Page 15: LAGNA FRÉTTIR 32 - Vatnsiðnaðurvatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2016/09/Lagnafrettir_32_net.pdf · LAGNA FRÉTTIR 32 1. TBL. 19. ÁRGANGUR FEBRÚAR 2005. Efnisyfirlit Ráðstefnustjóri

Lagnafréttir 32 15

ReykjavíkBlikksmiðurinn hf.Malarhöfða 8

Verkfræðistofan Önn ehf. Eiðistorg 15

KópavogurHagblikk ehf. Smiðjuvegi 4c

Alur Blikksmiðja ehf. Smiðjuvegi 58

HafnarfjörðurÓmar og Pálmi ehf, Fagraberg 18

Lagnakerfi ehf, Svalbarð 13

A H Pípulagnir, Kaplahrauni 8

GarðabærHitakerfi ehf. Eskiholti 21

Rennsli ehf. Holtsbúð 52

AkureyriSkrúfbútagerðin, gúmmímótunKaldbaksgötu 8

Bútur ehf, Njarðarnesi 9

Miðstöð ehf, Draupnisgötu 3g

Blikk og Tækniþjónustan,Kaldbaksgötu 2

Blikkrás ehf, Óseyri 16

AkranesBlikksmiðja Guðmundar J HallgrímssonarAkursbraut 11b

SiglufjörðurHM Pípulagnir Siglufirði ehf,Hafnartúni 20

EgilsstaðirP V Pípulagnir, Nátthaga

SelfossPípulagnir Helga ehf, Baugstjörn 17

VestmannaeyjarEyjablikk, Flötum 27

Page 16: LAGNA FRÉTTIR 32 - Vatnsiðnaðurvatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2016/09/Lagnafrettir_32_net.pdf · LAGNA FRÉTTIR 32 1. TBL. 19. ÁRGANGUR FEBRÚAR 2005. Efnisyfirlit Ráðstefnustjóri

Í þessum pistil mínum ætla ég að leitastvið að útskýra nokkur atriði í starfipípulagningameistara, til einföldunarhef ég ákveðið að skipta því niður ífimm liði, og sá fyrsti nefnist:

1 Hvernig berast viðgerðaverktil pípulagningameistara

Það má segja að verkefnin berist okkuroft gegnum óbeinar auglýsingar, þá á égvið þú vinnur fyrir einhvern sem síðan bend-ir öðrum á þig. Þetta á jafnt við um verk-fræðistofur sem og einstaklinga, fyrirtækiog fulltrúa húsfélaga. Sennilega mættumvið auglýsa miklu meira í blöðum og öðruslíku, þá værum við sýnilegri og það myndiminnka líkur á að fólk lenti á mönnum semhefðu ekki réttindi. Fólk á ennþá í erfiðleik-um með að fá pípulagningameistara, hvortheldur er í endurnýjun á fráveitulögnumeða í almennt viðhald í húsum. Ég verðalltaf jafn kátur þegar ég fæ hringingu ogbeiðni um einhverja vinnu og viðkomandisegir mér að hann hafi séð númerið mitt áeinhverjum bíla minna, þá finnur maðurþað að auglýsingar virka, þá sannfæristmaður enn betur að fyrirtækin þurfi að verasýnilegri, og líka stærri - það er allra hagur.

En þá er það liður tvö:

2 Hvernig meistarinn starfar með húsfélagi

Yfirleitt er komið á fundi, einhver úrhúsfélaginu gerður að tengilið og síðan eröll undirbúningsvinnan unnin; tekinn myndaf frárennslislögnum, ef það var ekki þáþegar búið ákveðin leið fyrir nýju lögnina.Tengiliðurinn fer síðan með afrakstur undir-búningsvinnunar á húsfund til samþykktareða frekari umræðu, og þá er það auðvitaðekki verra ef maður mætir sjálfur á fundinn.

Ef verkefnið er stórt og kostnaðarsamter nauðsynlegt að leggja fram tilboð til aðforðast vandræði í verklok. Sá sem leggurfram tilboð þarf að sjálfsögðu að skoða allt

ferlið, leggja það niður fyrir sig, enda vinnstallt best með góðri skipulagningu. Allrabester þegar verkfræðistofa kemur að málinu,svo sem í formi eftirlits og eða við gerð út-boðsgagna. Þá sér verkfræðistofan umsamskipti við húsfélagið.

Og þá yfir í lið þrjú.

3 Hvernig á að standa að viðgerðum áfrárennslislögnum

Það fyrsta sem ber að forðast er aðreyna að gera við einhverja búta inní lögn,það er bæði dýrt og skilar oft litlu því eflögnin er ónýt á einum stað er næsta víst aðhún er léleg annarsstaðar, og þá dugar við-gerðin skammt.

Flest verkanna eru þannig að engardrenlagnir eru í kringum húsin heldur ferregnvatnið í frárennslislagnirnar undir hús-unum. Þetta þarf að slíta frá og leggja utanvið hús og í drenbrunn. Innandyra er svohægt að fóðra lagnir að meginhluta en þóalltaf með einhverju uppbroti. Eða jafnvelað taka lagnir út úr húsi og leggja samsíðadrenlögn. Alltof algengt er að koma aðhúsum þar sem nýlega er búið að leggjadrenlögn frá stútum sem koma undan hús-inu frá gamalli frárennslislögn, vatnið á þágreiðari leið innundir húsið og í þau mis-jafnlegu góðu rör sem eru þar fyrir. Afleið-ingin er sú að rakamyndun á sér stað í inn-veggjum í meira mæli heldur en var fyrir.Þegar svo farið er af stað að skoða þettakemur í ljós að þarna hefur aldrei hefur ver-ið myndað, allt er ónýtt, jafnvel nýja lögninfyrir utan, því halli á henni er í rangar áttir.Og þá þarf að byrja allt upp á nýtt. En þettaer hættan þegar menn með litla eða engaþekkingu á þessum málum, stundum hús-eigandinn sjálfur eða einhver jarðvinnuverk-taki, treysta sjálfum sér of vel. Í öllum tilfell-um á að skila inn teikningu af verkinu, hlut-ir gleymast mjög fljótt, fólk flytur úr húsun-um þannig að eftir nokkur ár veit enginnneitt. Þú reynir að átta þig á málunum,spyrð fólkið í kring og þá er kannski sagt,já, það var lagt dren og eitthvað gert í frá-

Gísli Gunnlaugsson,

pípulagningameistari

Starf pípulagningameistaravið frárennslislagnir innan lóðamarka

16 Lagnafréttir 32

Page 17: LAGNA FRÉTTIR 32 - Vatnsiðnaðurvatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2016/09/Lagnafrettir_32_net.pdf · LAGNA FRÉTTIR 32 1. TBL. 19. ÁRGANGUR FEBRÚAR 2005. Efnisyfirlit Ráðstefnustjóri

rennsli en annars veit hann Pétur gamliþetta betur, hann er búinn að búa hér allatíð, verst að hann er orðinn svolítið kalkað-ur, þú verður að fara rólega að honum.Reynslan hefur síðan kennt manni að oft átíðum eru slíkar upplýsingar mjög varhuga-verðar. Og það þýðir að þú þarft að myndaaftur með tilheyrandi kostnaði, kostnaðursem allir myndu losna við ef teikningarlægju fyrir.

Samstarf við Byggingafulltrúa í þessummálum er mjög gott, þá er miðað við aðskila inn reyndarteikningu í verklok og við-komandi meistari látinn vita þegar hannbyrjar. Með einfaldri uppáskrift hjá Bygg-ingafulltrúa á þetta að vera í lagi. Ef farið eralla leið út á götu á að vinna í samstarfi viðGatnamálastofu. Af mörgu þarf að huga,það má til dæmis aldrei þræða eða fóðraheimæð án þess að mynda hana um leið,það er alltof algengt að menn stingi nýjarörinu of langt inní lögnina í götunni, sembýr þá til stífluhættu hvort sem er fyrirheimæðina eða þá hreinlega í stofnæðinni.

Og næst er það liður fjögur.

4 Hvernig við tökum ákvarðanir umefnisval, hljóðvist og afloftun.

Ákvörðun um efnisval utandyra er ein-föld; annaðhvort er notað PVC eða þá lögn-in fóðruð með þar til sniðnum sokk. Enþegar komið er inní húsin, upp fyrir botn-plötu, eru lagnir yfirleitt lagðar úr plasti ogkoma þá margar tegundir til greina, oftaster þó reynt að nota einhverskonar hljóðein-angrandi plast. Ekki er hægt að fóðra lóð-rétta stamma enn sem komið er, en það

stendur vonandi til bóta. Í sambandi við út-loftanir þá er yfirleitt reynt að tengja viðþau rör sem eru fyrir uppúr þaki, ef ekki ermöguleiki á því verður að leysa það meðþartilgerðum útloftunarventlum eða að farauppúr þaki.

5 Eftir hvaða gögnum vinnur pípu-lagningameistarinn?

Það eru yfirleitt til teikningar ef um erað ræða hús byggð á milli 1940 og 1950,þá erum við að tala um reyndarteikningarteiknað inná arkítektateikningu, oft mjögnákvæmar og góðar til hliðsjónar. Til við-bótar eru teknar videomyndir af lögnum tilað átta sig á ástandi og legu þeirra. Af ein-hverjum ástæðum, sem ég botna ekkert í,er mjög erfitt að fá lagnateikningar á hús-um byggð milli 1960 og 1970. Þá er lang-best og einfaldast að fara á staðinn, labbahring og átta sig á aðstæðum; þannig verðabestu gögnin til.

Niðurlag.

Ég vona að lesendur þessara orða séunú einhvers vísari um þessi mál.

Frumatriðið í öllu er náttúrlega aðstanda rétt að málunum og gera þá frekarmeira en minna. Eigendur vilja stundumláta gera sem minnst, vilja bara einhverjarbætingar, en það dugar skammt og alltkomið í sama horf tveimur árum seinna, ogþá er engum um kennt nema helvítis pípu-lagningameistaranum. Mín reynsla er sú aðsitji eigendur fastir við sinn keip, þá sé bestað láta verkið eiga sig.

Lagnafréttir 32 17

Page 18: LAGNA FRÉTTIR 32 - Vatnsiðnaðurvatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2016/09/Lagnafrettir_32_net.pdf · LAGNA FRÉTTIR 32 1. TBL. 19. ÁRGANGUR FEBRÚAR 2005. Efnisyfirlit Ráðstefnustjóri

Ágætu ráðstefnugestir ég er löggilturfasteignasali, og hef starfað við fast-eignasölu sl. 33 ár þar af í rúm 20 ármeð eigin fasteignasölu Fasteignamiðl-un í Síðumúla 11 og FasteignamiðlunGrafarvogs í Spönginni 37.

Lítið er um skráðar upplýsingar um lagnir íeldri fasteignum og í sumum tilfellum ekkert.

Þegar ég var beðinn um að halda hérstutt erindi um aðkomu fasteignasala aðupplýsingaöflun um frárennslislagnir í þeimfasteignum sem hann tekur til sölumeðferð-ar og miðlun þeirra upplýsinga til væntan-legra kaupanda var mér ljósara en áður hvelítið er um skráðar upplýsingar um frá-rennslislagnir í eldri fasteignum og í sumumtilfellum ekkert.

Ör skipting er á eignarhaldi fasteigna á Ís-landi, þar af leiðir eru litlar upplýsingar tilum lagnir.

Sennilega er óvíða í hinum vestrænaheimi eins ör skipting á eignarhaldi fast-eigna og á Íslandi, þar af leiðir eru litlarupplýsingar til um frárennslislagnir og umlagnir almennt í fasteigninni í heild aðrar enþær sem liggja hjá byggingafulltrúum hversumdæmis, til skamms tíma hefur verið mik-ill misbrestur á að haldið hafi verið nægi-lega utanum þær upplýsingar hjá bygg-ingafulltrúum, í einstaka tilfellum er ekkerttil skjalfast um frárennslislagnir né aðrarlagnir eða í tilfellum ekki einusinni til teikn-ing af fasteigninni.

Fasteignasala er skylt að gera söluyfirlit yfirþá fasteign sem hann tekur til sölumeð-ferðar sbr. 17 gr. laga um fasteigna-, fyrir-tækja og skipasölu nr. 54/1997, sbr. 2 gr.reglugerðar nr. 93/1998

Almennt sjónskoðar fasteignasalinneign sem kemur til sölumeðferðar og byggirmat sitt á eigninni á þeirri skoðun og tölu-legum upplýsingum frá opinberum aðilum

og upplýsingum frá seljanda um ástandfasteignarinnar við gerð söluyfirlitsins. Það ásjálfsögðu vera öllum ljóst að sjónskoðunfasteigna upplýsir ekkert um ástand lagnaneðanjarðar.

Hvaða verklagsreglur vinna fasteignasalar almennteftir við úttekt á lögnum ?

Ekki eru til samræmdar verklagsreglur hjáfasteignasölum um skoðun á fasteignum.

Samkvæmt lauslegri athugun undirrit-aðs á verklagi fasteignasala þá kemur í ljósað flestir fasteignasalar hafa með sér gát-lista sem er fylltur út við skoðun á fasteign-inni.

Fasteignaeigandinn lýsir ástandi lagnaog eru þær upplýsingar færðar í söluyfirlitiðsem fasteignaeigandinn staðfestir með und-irritun sinni.

Oftast kemur fram í texta söluyfirlitsinseftirfarandi setning um ástand lagna! “ástand ekki vitað eða í upprunaleguástandi“

Fasteignaeiganda er bent á að rangar upp-lýsingar geta valdið honum bótaskyldu.

Ekki eru til samræmdar verklagsreglurhjá fasteignasölum um skoðun á fasteign-um. og samkvæmt lauslegri athugun undir-ritaðs á verklagi fasteignasala þá kemur íljós að flestir fasteignasalar hafa með sérgátlista sem er fylltur út við skoðun og fyllt-ur með upplýsingum frá fasteignaeiganda,sem almennt eru munnlegar og ekki studd-ar neinum gögnum. Þá er fasteignaeigand-inn látinn lýsa ástandi lagna almennt ogbeðinn að hafa þá lýsingu skilmerkilega ogrétta og eru þær upplýsingar færðar í sölu-yfirlitið sem fasteignaeigandinn staðfestirmeð undirritun sinni. Oftast kemur fram ítexta söluyfirlitsins eftirfarandi setning umástand lagna “ástand ekki vitað eða í upp-runalegu ástandi“ ástæða þess er að hrein-lega veit fasteignaeigandinn ekkert umástand lagnanna eða vill ekkert um þaðvita.

Sverrir Sædal Kristjánsson,

löggiltur fasteignasali

Félag fasteignasala

Upplýsingar um lagnir í fasteignumLítið er um skráðar upplýsingar um lagnir í eldri fasteignum og í sumum tilfellum ekkert.

18 Lagnafréttir 32

Page 19: LAGNA FRÉTTIR 32 - Vatnsiðnaðurvatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2016/09/Lagnafrettir_32_net.pdf · LAGNA FRÉTTIR 32 1. TBL. 19. ÁRGANGUR FEBRÚAR 2005. Efnisyfirlit Ráðstefnustjóri

Gátlistarnir eru almennt einfaldir um lagnirog misjafnir sumir hafa aðeins eina spurn-ingu um frárennslislagnir hnitmiðaða, tök-um dæmi: Er frárennslislögn í lagi ja/nei.?

Aðrir hafa spurningarnar fleiri,tökum dæmi: Hafa stofnlagnir verið endurnýjaðarað hluta eða í heild já /nei?

Er frárennslislögn í lagi ja/nei.,

Hefur frárennslislögn stíflast á sl.mánuðum já /nei?

Hefur frárennslislögn verið end-urnýjuð að hluta eða í heild já/nei? Hefur frárennslislögn veriðmynduð já/ nei?

Aðrar athugasemdir:Nánast sömu spurningar eru not-aðar um kalda og heitavatns-lagnir.

Gátlistarnir eru almennt einfaldir ogspurningar hnitmiðaðar tökum dæmi umeldra hús. Hafa stofnlagnir verið endurnýj-aðar að hluta eða í heild?, Er frárennslislögní lagi ?, Hefur frárennslislögn stíflast á sl.Mánuðum?, Hefur frárennslislögn veriðendurnýjuð að hluta eða í heild?, Hefur frá-rennslislögn verið mynduð ?, Nánast sömuspurningar eru notaðar um kalda og heita-vatnslagnir nema bætt við spurningum umkrana og virkni hitakerfisins þ.m.t. spurt umhitastilla ofl. oftast kemur upp sama svariðþetta er allt í góðu lagi og oftar er þettasagt í góðri trú, þ.e. það rennur frá klósett-inu, það kemur kalt vatn úr krönum, það erhiti á flestum ofnum og hita er styrt meðþví að opna og loka gluggum og hurðummeiri kröfur gerir fasteignaeigandinn al-mennt ekki og spáir of lítið út í þennanrekstrarkostnað.

Skoðar fasteignakaupandi lagnir við kaup áfasteign ? Skoðar fasteignakaupandi td. hitakostnaðog kostnað við rekstur lagna við kaup?

Almennt skoðar fasteignakaupandi ekkifrárennslislagnir við kaup á fasteign jafnvelþótt það lyggi fyrir í söluyfirliti að ekki sévitað um ástand frárennslislagnalagna eða

að þær séu frá upphafstíma fasteignarinnarog fasteignasali bendi kaupandanum á aðskoða eignina vel og spyrja um ástandhennar þ.m.t. lagnir. Þeirri sjálfsögðu skoð-unarskyldu að skoða hreinlætistæki, skrúfafrá krönum bæði frá neistluvatni og á mið-stöðvarofnum sinnir kaupandi afar illa ogaðeins örfáir kaupendur spyrja um hita-kostnað, en almennt liggja ekki frammireikningar vegna hitakostnaðar við sölu. Afþessu má sjá að neitandinn (kaupandinn) erekki á tánni varðandi lagnamál fasteignar-innar almennt og síst gagnvart frárennslis-lögnum.

Hvað mætti betur fara frá sjónarhóli fast-eignasala varðandi upplýsingar um lagnirvið sölu á fasteignum ?

Er viðhaldssagan lagna til fyrir húsið?Er handbók lagnakerfa til fyrir lagnakerfihússins ?

Seljendur fasteigna ættu almennt aðláta þar tilhæfa aðila gera ástandsskýrsluum fasteignina sem tæki þá m.a. til lagna,slík skyrsla mundi undantekningarlítið aukaverðmæti fasteignarinnar, gera má ráð fyrirað slík skýrslugerð verði gerð að skyldu(lögfest) áður en langt um líður. Almennter ekki til viðhaldsaga lagna og væri mikillakkur að slíkri skýrslugerð jafnframt aðskyrslan yrði uppfærð við endurnýjun, við-hald eða breitingar á lögnum. Almennt erekki til handbók um lagnir í fasteignum, slíkhandbók ætti að fylgja hverri fasteign oglyggja frammi við eigandaskipti, jafnframtþví að slík handbók hjálpar til að halda ut-anum lagnirnar. Þá ætti að vera skylda aðmerkja við inntök, tæki og mælagrindþannig að hver maður geti lokað fyrir lagn-irnar ef eitthvað bilar.

Virðuleg ráðstefa ég þakka gott hljóð.

Lagnafréttir 32 19

Oftast kemur fram í texta

söluyfirlitsins eftirfarandi

setning um ástand lagna

“ástand ekki vitað eða í

upprunalegu ástandi“

Page 20: LAGNA FRÉTTIR 32 - Vatnsiðnaðurvatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2016/09/Lagnafrettir_32_net.pdf · LAGNA FRÉTTIR 32 1. TBL. 19. ÁRGANGUR FEBRÚAR 2005. Efnisyfirlit Ráðstefnustjóri

1. Lítið er um skráðar upplýsingar um lagn-ir í eldri fasteignum og í sumum tilfell-um ekkert.

2. Ör skipting er á eignarhaldi fasteigna áÍslandi, þar af leiðir eru litlar upplýsing-ar til um lagnir.

3. Fasteignasala er skylt að gera söluyfirlityfir þá fasteign sem hann tekur til sölu-meðferðar sbr. 17 gr. laga um fasteigna-, fyrirtækja og skipasölu nr. 54/1997,

sbr. 2 gr. reglugerðar nr. 93/1998

4. Hvaða verklagsreglur vinna fasteignasal-ar almennt eftir við úttekt á lögnum ?

5. Ekki eru til samræmdar verklagsreglurhjá fasteignasölum um skoðun á fast-eignum.

6. Samkvæmt lauslegri athugun undirrit-aðs á verklagi fasteignasala þá kemur íljós að flestir fasteignasalar hafa meðsér gátlista sem er fylltur út við skoðun áfasteigninni.

7. Fasteignaeigandinn lýsir ástandi lagnaog eru þær upplýsingar færðar í söluyf-irlitið sem fasteignaeigandinn staðfestirmeð undirritun sinni.

8. Oftast kemur fram í texta söluyfirlitsinseftirfarandi setning um ástand lagna! “ástand ekki vitað eða í upprunaleguástandi “

9. Fasteignaeiganda er bent á að rangarupplýsingar geta valdið honum bóta-skyldu.

10. Gátlistarnir eru almennt einfaldir umlagnir og misjafnir sumir hafa aðeinseina spurningu um frárennslislagnirhnitmiðaða, tökum dæmi: Er frárennslislögn í lagi ja/nei.?Aðrir hafa spurningarnar fleiri, tökumdæmi: Hafa stofnlagnir verið endurnýjaðar aðhluta eða í heild já /nei? Er frárennslislögn í lagi ja/nei.,Hefur frárennslislögn stíflast á sl. mán-uðum já /nei? Hefur frárennslislögn verið endurnýjuðað hluta eða í heild já /nei.? Hefur frá-rennslislögn verið mynduð já/ nei?

11.Aðrar athugasemdir:Nánast sömu spurningar eru notaðarum kalda og heitavatnslagnir.

12.Skoðar fasteignakaupandi lagnir viðkaup á fasteign ? Skoðar fasteignakaupandi td. hitakostn-að og kostnað við rekstur lagna viðkaup?

13.Hvað mætti betur fara frá sjónarhólifasteignasala varðandi upplýsingar umlagnir við sölu á fasteignum ?

14.Er viðhaldssagan lagna til fyrir húsið?Er handbók lagnakerfa til fyrir lagnakerfihússins ?

20 Lagnafréttir 32

Page 21: LAGNA FRÉTTIR 32 - Vatnsiðnaðurvatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2016/09/Lagnafrettir_32_net.pdf · LAGNA FRÉTTIR 32 1. TBL. 19. ÁRGANGUR FEBRÚAR 2005. Efnisyfirlit Ráðstefnustjóri

* Hver borgar brúsan þegar tjón verða?Oftast neytandinn

* Eru neytendur varnarlausir gagnvarttryggingum? Já

* Geta neytendur tryggt sig fyrir skaðavegna stýflu innan lóðamarka en ut-anhúss? Nei

Íslandstrygging:2.1gr. Vátryggingin bætir tjón af völd-

um vökva sem óvænt og skyndilega streym-ir fram og á upptök sín innan útveggja ogbotnplötu húseignarinnar vegna bilunar eðamistaka. Vátryggingin greiðir kostnað viðuppbrot og rask, sem óhjákvæmilegt er tilþess að stöðva leka, svo og frágang að nýjuvegna slíkra aðgerða, þannig að húseigninsé í sama og eigi verra ástandi en hún varfyrir tjónið. Bætur fyrir uppbrot og rask aðöðru leyti en því að stöðva leka greiðist ekki.

Tryggingarmiðstöðin18.1gr. Skemmdir á vátryggðri húseign

af völdum vatns, sem á upptök sín innanveggja hússins og stafa eingöngu af skyndi-legum og óvæntum leka úr vatnsleiðslum,hitakerfi eða frárennslislögnum þess. Einnigbætast tjón, sem verður þegar vatn flædirúr hreinlætistækjum, vatnsrúmum og fiska-búrum vegna mistaka eða skyndilegra bil-ana á þeim, svo og tjón vegna leka frá frystiog kæliskápum.

Undanþága ÍT er eftirfarandi “Vátrygg-ingin bætir ekki:

3.1gr-tjón vegna utanaðkomandi vatns,svo sem grunnvatns, úrkomu, flóða eða vatns fráþakrennum eða frárennslisleiðslum þeirraað öðru leyti en tiltekið er hér að framan;

3.2gr-tjón vegna vatns sem þrýstist uppúr skolp- eða frárennslisleiðslum eða efskolpleiðslur geta skyndilega ekki flutt alltþað vatn er að berst en þó með þeirri und-antekningu að slíkt er bótaskylt ef leiðslastíflast eða springur innanhúss;

3.3gr - tjón vegna grunnlagna sem erumissignar, morknar eða hafa á annan hátt hrörn-að af notkun eða ónógri undirbyggingu”.

Undanþága TM er eftirfarandi: 19.1grVátryggingin bætir ekki skemmd-

ir af völdum vatns, sem þrýstist upp úrskolp- eða frárennslis-lögnum eða af völd-um þess, að lagnir geta ekki flutt allt þaðvatn, er berst. Vátryggingin bætir þó slíkarskemmdir, ef þær verða beinlínis raktar til þssað leiðsla stíflast eða springur innanhúss.

19.2gr Vátryggingin bætir ekki tjónvegna utanaðkomandi vatns, svo semgrunnvatns, úrkomu, snjóbrá þar, sjávarfallaeða vatns frá svölum, úr þakrennum eðafrárennslisleiðslum þeirra.

19.3gr Vátryggingin bætir ekki tjón afvöldum leka úr skolp eða frárennslisleiðlum ígrunni hinnar vátryggð fasteignar, sem rekjamá til missigs, eðlilegs slits eða tæringar.

Önnur tryggingafélög taka mjög svipaðtil orða og gildir það sama um skilmála umfrárennslislagnir hjá þeim öllum.

SamantektTryggingafélögin undanskilja bótaskyldu

vegna vatns sem þrýtist upp úr skolp eðafrárennslislögnum nema að stífla sé innan-húss. Sé sú takmörkun ekki fyrir hendi teljavátryggingafélögin sig vera búin að skrifaupp á afar víðtæka, óþekkta og óafmark-aða áhættu t.d. að stofnæð einhversstaðar íheilu íbúðarhverfi stíflist og flæði inn íómældan fjölda húsa. Afmörkun við lóðar-mörk er í mörgum tilfellum afar grátt svæðiog vart tækt til málefnalegrar afmörkunar.Því er miðað við útveggi fasteignarinnarsjálfrar sem vart fer á milli mála.

Hvar geta neytendur fengið fagleganstuðning? Hjá:

* Lagnafélagi Íslands?* Lagnakerfamiðstöð?* Pípulagningameisturum?* Hönnuðum?Hverjir aðrir aðilar gætu veitt aðstoð við

húseigendur.* Neytendasamtökin* Fasteignarsalar

Valdimar K. Jónsson

fulltrúi Neytendasamtakanna

Um frárennslislagnir innan lóðarmarka

Hver borgar brúsan þegar tjón verða?Hvernig snúa þessi mál gagnvart neytendum:

Lagnafréttir 32 21

Page 22: LAGNA FRÉTTIR 32 - Vatnsiðnaðurvatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2016/09/Lagnafrettir_32_net.pdf · LAGNA FRÉTTIR 32 1. TBL. 19. ÁRGANGUR FEBRÚAR 2005. Efnisyfirlit Ráðstefnustjóri

Byggingarlög og reglugerð• Markmið að tryggja faglegan undir-

búning mannvirkjagerðar og virkt eftirlitmeð því að kröfum um öryggi, endingu, út-lit sé fullnægt

• Ráðherra setur í samráði við Skipulags-stofnun og Samband íslenskra sveitarfélagabyggingarreglugerð er nær til alls landsins

• Í byggingarreglugerð vera ákvæði umþær lágmarkskröfur sem gerðar eru varð-andi einstaka hluta bygginga

• Sveitarstjórnir fjalla um byggingarleyf-isumsóknir, veita byggingarleyfi og annastbyggingareftirlit með atbeina byggingar-nefnda og byggingarfulltrúa

• Sá sem óskar byggingarleyfis skalsenda um það skriflega umsókn til hlutað-eigandi byggingarnefndar ásamt nauðsyn-legum hönnunargögnum

• Veita leyfi til einstakra þátta bygging-arframkvæmda og takmarkast leyfið þáhverju sinni við samþykkt hönnunargögn

• Þegar um minni háttar breytingar erað ræða getur byggingarfulltrúi veitt und-anþágu varðandi hönnunargögn

• Óheimilt er að reisa hús, breyta því aðinnan eða utan, nema að fengnu leyfi við-komandi sveitarstjórnar

• Sækja skal um leyfi byggingarnefndaref fyrirhugað er að breyta eða endurnýjaburðarvirki (svipað gildir um raflagnir, sam-kvæmt reglugerð um raforkuvirki en ekkium lagnir en það er heldur ekkert semhindrar)

196. gr. Fráveitulagnir• 196.1 Fráveitulagnir skulu þannig

gerðar að komið sé í veg fyrir leka eftir þvísem unnt er. Kerfin skulu vera þétt viðmögulegan hámarks rekstrarþrýsting.

• 196.2 Fráveitukerfið skal þannig gertað lagnir huldar undir neðstu plötu séu semstystar og að komast megi að til að skiptaút kerfinu með sem minnstu múrbroti.

• 196.3 Fráveitukerfi og einstakar lagnirþess skulu stærðarákvörðuð og gerð þannigað þau geti veitt burt öllu aðstreymandivatni jafnóðum.

• 196.4 Við alla töppunarstaði skal verafrárennsli sem flutt getur burt allt vatns-magnið sem töppunarstaðurinn afkastar.þetta gildir ekki um töppunarstaði utanhússþar sem náttúruleg þerring er fyrir hendi.

• 196.5 Öll tæki sem beintengd eru frá-veitukerfi skulu búin vatnslás sem auðvelt erað komast að til hreinsunar. Í fráveitukerfimega ekki vera sog- eða þrýstisveiflur semtæmt geta vatnslása.

• 196.6 Gólfniðurföll skulu staðsettþannig að ólíklegt sé að þau verði hulinmeð innréttingum.

196. gr. Fráveitulagnir• 196.7 Fullnægjandi aðkoma um

hreinsibrunna skal vera að öllum hlutumfráveitukerfis til að unnt sé að hreinsa það.

• 196.8 Fráveitulagnir skulu hafa hæfi-legan halla svo þær séu sjálfhreinsandi.

• 196.9 Öll fráveitukerfi skulu hafa opnaloftrás út undir bert loft, nema að hægt séað sýna fram á að virkni kerfisins sé tryggðá annan fullnægjandi hátt.

• 196.10 Til að hindra öfugrennsli þarfvatnshæðin í lægsta vatnslás í byggingu aðvera nægjanlega hátt yfir tengistað aðalfrá-rennslis hússins.

• 196.11 Fráveitulagnir sem eingönguflytja skólp, skulu stærðarákvarðaðar oggerðar þannig að þær geti flutt burt allt að-streymandi skólp jafnóðum svo að hvergiverði vatnsuppistöður eða önnur rennslis-truflun.

• 196.12 Regnvatns- og þerrilagnirskulu hannaðar fyrir stærðarákvarðandi úr-komu og grunnvatnsstreymi.

• 196.13 Ekki má hleypa sprengifimumeða mengandi efnum út í fráveitukerfi.

• 196.14 Fráveitukerfi skulu búin viðeig-andi skiljum til aðskilnaðar á óæskilegumefnum eftir því sem við á.

Byggingaryfirvöld• Af hverju eru afskipti byggingaryfir-

valda og umsókn um byggingarleyfi?• Af hverju hönnuðir og teikningar?• Af hverju byggingarstjóri?• Af hverju iðnmeistarar?

Þórður Ólafur Búason

Yfirverkfræðingur byggingar-

fulltrúa í Reykjavík

Byggingarlög og reglugerðUm frárennslislagnir innan lóðarmarka

22 Lagnafréttir 32

Page 23: LAGNA FRÉTTIR 32 - Vatnsiðnaðurvatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2016/09/Lagnafrettir_32_net.pdf · LAGNA FRÉTTIR 32 1. TBL. 19. ÁRGANGUR FEBRÚAR 2005. Efnisyfirlit Ráðstefnustjóri

• Af hverju úttektir?• Af hverju skráning byggingarsögu og

viðhalds?• Af hverju lokaúttekt?

Afskipti byggingarfulltrúa• Sækja skal um byggingarleyfi vegna

breytinga á notkun húsnæðis sem einmittleiðir oft til nýrra lagna einnig frárennsl-islagna.

• Ótvíræð ákvæði um byggingarleyfi,sambærileg og um burðarvirki virðast ekkium frárennslislagnir í byggingarreglugerð

• Ekki er kunnugt um að dómstólar hafií vafa tilfellum skorið úr um hvort sækjaþarf um byggingarleyfi vegna viðhaldslagna.

• En eiganda fasteignar er heimilt aðnýta sér byggingarlög og reglur til að fá _áumfjöllun sem vinna samkvæmt byggingar-leyfi, en því fylgja ákveðnar kvaðir.

• Áður en fyrsta úttekt er gerð sam-kvæmt veittu byggingarleyfi í nybygginguer skylt að láta byggingarfulltrúa í té upp-drætti sem hafa verið samræmdir,samþykktir og áritaðir af hönnuði aðalupp-drátta. Séruppdrættir eru háðir samþykkibyggingarfulltrúa og skulu áritaðir af hon-um

• Uppdrættirnir skulu gerðir af lögnumfyrir frárennsliskerfi.

• Byggingarfulltrúa er ekki heimilt aðgera úttektir á frárennslislögnu, nema fyrirliggi samþykktir og samræmdir uppdrættirog þeir eru varðveittir hjá honum.

• Hlutaðeigandi byggingarstjórar skuluóska úttektar byggingarfulltrúa á lögnum ígrunni, frárennslis-, regnvatns- og þerrikerf-um áður en hulið er yfir.

• Þegar verki samkvæmt byggingarleyfier að fullu lokið og áður en mannvirki semum ræðir er tekið í notkun skal byggingar-stjóri eða byggjandi óska eftir lokaúttektbyggingarfulltrúa

Hvernig er eftirlit og úttektir byggingar-fulltrúa?

• Byggingarfulltrúi skráir umsækjandaog umsókn um byggingarleyfi fyrir frá-

rennslislögn eða tilkynningu um viðhald.•Byggingarfulltrúi skráir kvartanir þar sem

ekki hefur verið unnið samkvæmt reglum• Byggingarfulltrúi skráir ábyrgan bygg-

ingarstjóra, iðnmeistara, hönnuði og upp-drætti sem gerðir eru vegna verks, áritar þáog varðveitir.

• Byggingarfulltrúi tekur út verk unniðþví samkvæmt uppdráttum

• Byggingarfulltrúa er heimilt að krefjastvirkniprófunar lagnakerfa.Standist lagna-kerfi ekki prófun skal byggingarfulltrúi gefabyggjanda ákveðinn frest til að geranauðsynlegar úrbætur. Að öðrum kostigetur hann látið bæta úr því sem áfátt er ákostnað byggjanda.

• Byggingarfulltrúi á samkvæmt lögunað varðveita byggingarsögu enda beristhonum gögn þar um.

Hvað ef lög og reglur eru brotnar?• Úrræði gagnvart brotum byggingar-

stjóra og iðnmeistara.• Ef byggingarstjóri eða iðnmeistari,

sem ábyrgð ber á byggingarframkvæmd-um, brýtur ákvæði laga, reglugerða eðasamþykkta um skipulags- og byggingarmál-efni getur byggingarnefnd veitt honumáminningu. Séu brot alvarleg eða ítrekuðgetur nefndin óskað eftir því við ráðherraað hann verði sviptur viðurkenningu.

• Ráðherra getur veitt iðnmeistaraáminningu og við ítrekað brot svipt hannviðurkenningu sinni um tiltekinn tíma eðafyrir fullt og allt. Áður en ráðherra tekurákvörðun um sviptingu viðurkenningar skalhann leita umsagnar byggingarnefndarviðkomandi sveitarfélags og Samtaka iðnað-arins og gefa iðnmeistara kost á að tjá sig.

Lagnafréttir 32 23

Page 24: LAGNA FRÉTTIR 32 - Vatnsiðnaðurvatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2016/09/Lagnafrettir_32_net.pdf · LAGNA FRÉTTIR 32 1. TBL. 19. ÁRGANGUR FEBRÚAR 2005. Efnisyfirlit Ráðstefnustjóri

Við hönnun og uppsetningu frárennsl-iskerfa þarf að hafa ýmislegt í huga tilþess að kerfi vinni rétt og uppfylli kröf-ur sem gerða eru til slíkra kerfa.

Helstu hönnunarforsendur eru þær aðkerfið þarf að geta leitt burt skolp jafnóð-um, leiðslur stíflist ekki, undir og yfirþrýst-ingur myndist ekki, hávaði og lykt beristekki frá kerfi og lagnir skerði ekki burðar-virki eða brunaskilrúm.

Staðall sem gildir um frárennsli innan ogutanhúss: Íslenskur staðall ÍST 68:2003önnur útgáfa. Ný útgáfa inniheldur sérá-kvæði við danska staðalinn DS 432:2000 ogsá staðall vísar til viðeigandi evrópskrastaðla. Tilvísanir í evrópska staðla eru leið-beinandi, því er það á ábyrgð hönnuðar aðaðlaga það að íslenskum aðstæðum ef þörfkrefur.

Útreikningur á skolprennsli: Málrennslier það rennsli sem mælist frá hverjuþrifatæki, t.d. salerni 1,8 l/s, handlaug 0,3l/s, ræstivaskur 0,9 l/s o.s.frv. Við ákvörðuná pípustærð er ekki gert ráð fyrir að öllþrifatæki séu í notkun í einu, heldur erreiknað út frá mesta sennilega skolpmagni(samtímarennsli) sem getur komið fráákveðnum fjölda tækja í einu. Til dæmis ergert ráð fyrir meira samtímarennsli í skólum,samkomuhúsum og þess háttar byggingumheldur en til dæmis í íbúðarhúsum og skrif-

stofum.Loftrásir - útloftun: Nauðsynlegt er að

útlofta frárennsliskerfi. Tilgangurinn er sáað koma í veg fyrir undir- og yfirþrýsting ílögnum og losa gös sem hugsanlega getamyndast. Gert er ráð fyrir að mesti undir-og yfirþrýstingur sé að hámarki 40 mm VS(400 pa). Vatnslásar eiga að vera með aðlágmarki 50 mm vatnshæð sem á að koma íveg fyrir að vatn sogist úr þeim, sé kerfiðnægjanlega útloftað.

Það þrýstifall sem verður í útloftunar-pípu, frá greiningu í fallpípu sem skolpiðstreymir í og að opnum enda á útloftunar-pípu, er summan af þrýstifalli eftirfarandiþriggja þátta: Tap í innstreymisopi útloftun-arpípu, tap í pípum og tap í beygjum.

Ýmsar reglur eru í sambandi við hvaðalagnir þarf að útlofta og hverjar ekki, sjámynd 1. Óloftaðar hliðarlagnir frá útloftaðrifallpípu mega vera mest 25 m að lengd, efekkert salerni er á lögninni, ótiltekinn fjöldiannara tækja er leyfilegur. Ef slík lögn ermeð salernum mega ekki vera fleiri en þrjúsalerni á lögninni og hámarkslengd er þá 10m. Óloftaður fallstammi með salerni máekki vera hærri en 1,5 m. Ekki er leyfilegtað tengja önnur þrifatæki inn á þannstamma.

Sé hliðarlögn frá útloftaðri fallpípueinnig útloftuð, þá eru í raun engin tak-mörk á lengd hennar nema hugsanlegtplássleysi, t.d. ofan við niðurhengd loftvegna reglna um halla á pípum. Ekki erutakmarkanir á fjölda salerna eða öðrumþrifatækjum á slíkri pípu.

Á útloftaða fallpípu má að hámarkitengja 20 salerni og ótiltekinn fjölda annaraþrifatækja.

Við staðsetningu útöndunaropa á frá-rennsliskerfi er vert að hafa eftirfarandi íhuga: Útloftun upp úr þaki með 30° hallaeða minna, má ekki vera nær glugga, mælteftir þakfleti, en 1,0 m og lóðrétt hæð þarfað vera að lágmarki 0,2 m. Við þakflötmeiri en 30° verður fjarlægðin að vera aðminnsta kosti 3 m og lóðrétt hæð 0,8 m að

Heiðar Jónsson,

tæknifræðingur

Lagnasvið

VGK verkfræðistofu

Frárennsli innanhúss

24 Lagnafréttir 32

Mynd 1: Fyrirkomulag á

útloftun frárennslislagna

Page 25: LAGNA FRÉTTIR 32 - Vatnsiðnaðurvatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2016/09/Lagnafrettir_32_net.pdf · LAGNA FRÉTTIR 32 1. TBL. 19. ÁRGANGUR FEBRÚAR 2005. Efnisyfirlit Ráðstefnustjóri

lágmarki.Þar sem gangandi umferð er má útloft-

unarop ekki vera nær en 3,0 m og hæðekki undir 2,0 m. Þar sem inntak á vélrænuloftræsikerfi er þarf fjarlægðin að veraa.m.k. 5,0 m.

Hljóð frá frárennsliskerfum eru afskap-lega hvimleið. Þess vegna er áríðandi aðhanna og leggja pípur þannig að semminnst hljóð berist út í bygginguna. Hljóðiðberst á tvenna vegu: Hljóð frá höggi eðatitringi vegna festinga, eða snertingar viðmannvirki og hinsvegar loftborið hljóðvegna rangrar notkunar á tengistykkjumog/eða ófullnægjandi einangrunar eða af-þiljunar á pípum. Leyfilegur hávaði utan viðafþiljaðar pípur er að hámarki 30 dB, sjámynd 2.

Ýmislegt er hægt að gera til að minnkahljóðburð frá pípum t.d. með réttri notkuntengistykkja. Nota tvær 45° beygjur í staðeinnar 87° beygju, sérstaklega í lögnum frásalernum. Varast það að láta rennsli fallaofan í lögn, því betra er að haga hliðarlögnþannig að rennslið sé ávalt eftir botni píp-unnar, þegar lögnin tengist láréttum stofni.Tengja hliðarlagnir við fallpípur með45°grein. Nota hljóðdempandi festingar.Einangra pípur frá mannvirki eins og kosturer. Staðsetja fallpípur þannig að hægt sé aðfesta við burðarhluta byggingar. Hafa ber íhuga að pípur sem uppfylla kröfur til aðflytja frárennsli, uppfylla ekki endilega kröf-ur til hljóðdempunar.

Brunaþétting og einangrun: Tilgangur-inn er að skerða ekki brunahólfun byggingaog koma þannig í veg fyrir útbreiðslu elds,sjá mynd 3. Hafa ber í huga að allar plast-lagnir stærri en ø32 sem fara í gegnumbrunahólfanir þarf að setja brunaþenslu-hólk, en kítta með brunakítti með grennripípum. Einnig er leyfilegt að einangra pípumeð 60 mm steinull 0,5 m inn í viðkomandibrunahólf og klæða með vírneti eða blikk-plötu. Steypujárnspípur þurfa ekki sérstakabrunaeinagrun eða þéttingu að öðru leytien því að fylla með pípu sem fer í gegnumbrunaskil með steinull og kítta meðbrunakítti.

Algeng efni í frárennslispípum innan-húss:

PP-plast óhljóðdeyft, sett saman á múff-um: Þetta efni hefur verið mikið notað síð-ustu þrjá áratugina eða svo. Helsti galliþessa efnis er hve illa það deyfir hljóð. Þarfað einangra vel. Notkun brunaþéttihólka ernauðsynleg á milli brunahólfa.

PP-plast hljóðdeyft, sett saman á múff-um: Margar gerðir af hljóðdeyfðu PP-plastihafa komið á markaðinn hin síðari ár. Aukinhljóðeinangrun er fengin með íblöndunar-efnum sem auka eðlisþyngd efnis í pípunni.Hægt er að fá sérhannað festingakerfi semætlast er til að notað sé við uppsetningu áþessum pípum, til að koma í veg fyrir hljóð-burð út í mannvirkið. Notkun brunaþétti-hólka er nauðsynleg á milli brunahólfa.

PE-þykkveggja hljóðdeyft plast, settsaman á klemmum, soðið saman meðspegli eða rafmúffum: Þetta lagnaefni gefurgóða hljóðdempun, jafnvel hægt aðminnka einangrun. Notkun brunaþéttihólkaer nauðsynleg á milli brunahólfa.

PE- plast, sett saman á múffum, soðiðsaman með spegli: Hentugt í frárennsli þarsem ætandi efni eru til staðar, til dæmis sýr-ur. Einnig notað í venjulegt frárennsli. Deyfirilla hljóð. Þarf að einangra vel. Notkunbrunaþéttihólka er nauðsynleg á millibrunahólfa.

Steypujárnspípur settar saman meðklemmum: Þetta lagnaefni gefur mjög góðahljóðdempun, oft er einangrun sleppt.Brunaþétting einföld.

Ryðfrítt stál: Oftast notað í utanáliggj-andi, sýnilegar lagnir.

Eir: Notað t.d. í afhrímingarlagnir fráfrystikerfum.

Lokaorð: Ofanritað er alls ekki tæmandi

Lagnafréttir 32 25

Mynd 2: Hljóðburðurfrá frárennslispípum

Mynd 3: Dæmi um bruna-

þéttingu og einangrun

Page 26: LAGNA FRÉTTIR 32 - Vatnsiðnaðurvatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2016/09/Lagnafrettir_32_net.pdf · LAGNA FRÉTTIR 32 1. TBL. 19. ÁRGANGUR FEBRÚAR 2005. Efnisyfirlit Ráðstefnustjóri

Í lögum um fjöleignarhús er víða aðfinna ákvæði er varða lagnir í fjöleign-arhúsum. Hér verður fjallað um hvern-ig eignarhaldi á lögnum í fjöleignarhús-um er háttað, hvernig standa beri aðákvörðunartöku um lagnaframkvæmd-ir, hvaða afleiðingar það hefur í förmeð sér ef ranglega er staðið aðákvörðunartöku og hvernig sameigin-legum kostnaði skuli skipt á milli eig-enda vegna lagnaframkvæmda. Bygg-ist umfjöllunin á túlkun kærunefndarfjöleignarhúsamála á ákvæðum lag-anna. Til skýringa verða nefnd dæmiúr álitsgerðum kærunefndar fjöleignar-húsamála eftir því sem við á.

Eignarhald á lögnum í fjöleignarhúsumgetur verið með þrennum hætti, þ.e. lagnirgeta verið í séreign, sameign allra eða sam-eign sumra. Kærunefnd fjöleignarhúsamálahefur ítrekað fjallað um ágreining vegnaeignarhalds á lögnum í álitsgerðum sínum,þ.e. hvort um séreign, sameign allra eðasameign sumra sé að ræða. Hefur nefndintúlkað lögin svo að jafnan séu yfirgnæfandilíkur á því að lagnir í fjöleignarhúsi séu ísameign allra, þar til inn fyrir vegg íbúðar erkomið, þ.e. út úr vegg eða upp úr gólfi.Byggist rökstuðningur nefndarinnar á því aðlagnir í fjöleignarhúsum séu eðli sínu sam-kvæmt bæði viðameiri og flóknari en geristí annars konar byggingum. Megi ætla, aðlagnir í fjöleignarhúsum miðist fyrst ogfremst við hagkvæmni og kostnað viðbyggingu hússins þar sem ákvörðun sé tek-in út frá aðstæðum og hagsmunum heildar-innar en ekki með sérstöku tilliti til þess aðlega eða afnot lagna gagnist beinlínis fleirieða færri íbúðum hússins. Þannig gætilagnakerfi þjónað einvörðungu einni íbúðþar sem það teldist ódýrara fyrir heildinavegna staðsetningar íbúðarinnar. Ráðiþannig aðstæður og hagkvæmni því ofthvort fleiri eða færri séu um tiltekna lögn.Slík ákvörðun þjóni sameiginlegum þörfumheildarinnar. Telur nefndin því að túlka beriákvæði fjöleignarhúsalaganna þannig, að

sem sanngjarnast sé fyrir heildina þegar tillengri tíma sé litið, þannig að íbúar fjöleign-arhúsa búi að þessu leyti við réttaröryggisem búseta í fjöleignarhúsi geti veitt. Þátelur nefndin að nauðsynlegt sé að reglurum atriði sem þessi séu einfaldar og skýrarþannig að þær séu sem flestum skiljanlegar.Þá beri að stuðla að samræmingu í úrlausn-um ágreiningsmála hvað þetta varði þannigað íbúar búi við sambærilega réttarstöðuinnbyrðis. Annað bjóði upp á “rugling efekki öngþveiti ef sinn siður myndaðist íhverju húsi og eigendur sambærilegra húsabyggju við mismunandi réttarstöðu”.

Í máli kærunefndar fjöleignarhúsamálanr. 53/1995 var því haldið fram aðskolplagnir í kjallara tveggja stigahúsa væruséreign viðkomandi kjallaraíbúða þar til þærtengdust öðrum lögnum og að stofnlagir íhvorum húshluta fyrir sig væri sameign við-komandi húshluta. Þannig háttaði til að einstofnlögn lá undir báðum húshlutunum ogtengdist út í götu og mynduðu lagnirnarþannig sameiginlegt frárennsliskerfi fyrirbáða húshlutana. Kærunefndin komst aðþeirri niðurstöðu að lögnin væri í sameignallra enda væri lagnakerfið hannað sem einheild. Í málinu nr. 1/1996 komst nefndin aðþeirri niðurstöðu að skolplögn sem stíflaðistað einum stigangi af þremur væri í sameignallra enda lægi ein stofnlögn undir og með-fram öllu húsinu og í þessa stofnlögn tengj-ast síðan allar aðrar frárennslislagnir húss-ins. Í málinu nr. 1/1999 var um að ræðastíflun í skolplögn sem lá frá salernum á 3.og 4. hæð. Höfðu þessar tvær hæðir veriðbyggðar síðar ofan á húsið. Komst nefndinað þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir það værilögnin í sameign allra. Í málinu nr. 48/1999var um að ræða tveggja íbúða hús þar semfrárennslislögn annarrar íbúðarinnar lámeðfram vesturhlið og sameinaðist fyrirframan húsið frárennslislögn hinnar íbúðar-innar sem lá meðfram austurhliðinni. Lágulagnirnar aðgreindar og sameinuðust út ígötu. Komst nefndin að þeirri niðurstöðuað um sameign allra væri að ræða þar sem

Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir

fulltrúi Húseigendafélagsins

Lagnir í fjöleignarhúsum Um frárennslislagnir innan lóðarmarka

26 Lagnafréttir 32

Page 27: LAGNA FRÉTTIR 32 - Vatnsiðnaðurvatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2016/09/Lagnafrettir_32_net.pdf · LAGNA FRÉTTIR 32 1. TBL. 19. ÁRGANGUR FEBRÚAR 2005. Efnisyfirlit Ráðstefnustjóri

lagnakerfið væri samtengt innan lóðar. Ímálinu nr. 11/2001 var um að ræða skol-plögn sem lá utan á húsi og inn í vegg íkjallara og þaðan í lögn í gólfi. Taldi nefnd-in að lögnin væri hluti af sameiginlegulagnakerfi hússins og þ.a.l. í sameign allra.

Af þessum álitum kærunefndar má ráðaað um sameign allra sé að ræða ef lögnliggur frá sameiginlegu lagnakerfi húss eðatengist því að einhverju leyti og skiptir þáekki máli hvort lögnin tengist lagnakerfinuinnan hússins eða utan. Skiptist kostnaðurvegna sameiginlegra lagna á milli eigendureftir hlutfallstölum eignarhluta.

Þegar ráðast þarf í framkvæmdir viðsameiginlegar lagnir, hvort sem um er aðræða skyndilega bilun/stíflun eða ekki, ermeginreglan sú að ákvörðun um fram-kvæmdirnar þarf að vera tekin á húsfundi.Frá þessari meginreglu eru tvær undantekn-ingar. Önnur þeirra heimilar eiganda aðgrípa til ákveðinna ráðstafanna til að forð-ast tjón. Það skilyrði er sett að um brýnarráðstafanir sé að ræða til að koma í veg fyr-ir yfirvofandi tjón sem ekki þola bið eftirsameiginlegri ákvörðun húsfélagsins eðastjórnar þess. Viðkomandi þarf þá að gætaþess að slíkar ráðstafanir verði ekki um-fangsmeiri og kostnaðarsamari en nauðsynkrefur og telst kostnaðurinn þá sameigin-legur. Ef gengið er lengra situr eigandi einnuppi með kostnaðinn. Samkvæmt hinniundantekningunni getur eigandi látið fram-kvæma nauðsynlegar viðgerð á lögnum ákostnað allra ef hún eða séreignarhlutarliggja undir skemmdum vegna vanrækslu áviðhaldi og húsfélagið eða aðrir eigendurhafa ekki, þrátt fyrir tilmæli og áskoranir,fengist til samvinnu og til að hefjast handa íþví efni. Þessi heimild byggist á því að eig-anda þurfi ekki að una því að sameignhússins níðist niður vegna vanrækslu á við-haldi, þegar húsfélagið eða aðrir eigendurvilja ekki hefjast handa þrátt fyrir tilmæli ogáskoranir. Áður en eiganda leggur út í fram-kvæmdir þarf hann að afla sönnunar á

nauðsyn viðgerðarinnar, umfangi hennar ogkostnaði og öðrum atriðum sem máli getaskipt.

Í þeim tilvikum þegar farið er í lagna-framkvæmdir án þess að þær séu bornarupp á húsfundi og ekki verður talið aðframangreindar undantekningar eigi við,þ.e. að þær séu þess eðlis að hafa ekki þol-að bið eftir sameiginlegri ákvörðun húsfé-lagsins eða stjórnar þess né að séð verði aðhúsfélagið hefði ekki fengist til samvinnuum framkvæmdina, geta aðrir eigendurneitað að taka þátt í kostnaðinum vegnaframkvæmdanna og situr þá sá eigandieinn uppi með kostnaðinn sem annaðistframkvæmdina þrátt fyrir að um sameignallra sé að ræða. Hefur kærunefnd fjöl-eignarhúsamála ítrekað komist að þeirriniðurstöðu að ranglega hafi verið staðið aðákvörðunartöku um lagnaframkvæmdir ogþví geti aðrir eigendur neitað að taka þátt íkostnaðinum. Er þá um að ræða fram-kvæmdir þar sem einn eigandi í húsinu hef-ur ráðist í þær án húsfundar og borið fyrirsig framangreindar undantekningar semekki hefur verið fallist á að eigi við. Í álitikærunefndar fjöleignarhúsamála nr.27/1997 réðst eigandi í tilteknar breytingará séreign sinni sem leiddu til þess að hanntaldi að nauðsynlegt að ráðast í fram-kvæmdir við lagnakerfi hússins. Taldinefndin að þegar honum var þetta ljóst barhonum að gangast eftir því að ákvörðunyrði tekin um framkæmdir á húsfundi. Þarsem ekki hafi verið sýnt fram á að undan-tekningarnar ættu við bar öðrum eigendumhússins ekki að taka þátt í kostnaðinum. Ímálinu nr. 46/1998 háttaði því þannig til aðað lögn í baðherbergi einnar íbúðarinnarsprakk. Réðast eigandi þeirrar íbúðar íframkvæmdir án þess að ákvörðun yrði tek-in um þær á húsfundi. Bar hann því við aðum neyðarástand hafi verið að ræða og þvíhefði ekki verið hægt að bíða með fram-kvæmdirnar. Hélt gagnaðili því fram aðgengið hefði verið of langt. Hefði eigand-inn átt að loka fyrir vatnsinntak og ræða við

Lagnafréttir 32 27

Page 28: LAGNA FRÉTTIR 32 - Vatnsiðnaðurvatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2016/09/Lagnafrettir_32_net.pdf · LAGNA FRÉTTIR 32 1. TBL. 19. ÁRGANGUR FEBRÚAR 2005. Efnisyfirlit Ráðstefnustjóri

aðra eigendur áður en réðst í framkvæmdir.Taldi kærunefndin að ranglega hefði veriðstaðið að ákvörðunartöku í málinu og þvígætu aðrir eigendur hússins hafnað að takaþátt í kostnaði vegna framkvæmdanna. Afþesum álitum kærunefndar og öðrum sam-bærilegum má ráða að eigendur verða aðfara mjög varlega í það að ráðast í fram-kæmdir án þess að húsfundur hafi fjallaðum málið því skilyrði undantekninganna frámeginreglunni eru ströng og eiga sjaldnarvið en fólk álítur.

Öll álit kærunefndar fjöleignarhúsamálaeru byggð á sömu grunnsjónarmiðunumsem nefnd hafa verið hér að framan, þ.e.

að yfirgnæfandi líkur séu á að lagnir séu ísameign allra þar til inn fyrir vegg íbúðar erkomið eða upp úr gólfi. Þar sem löginbyggja á þeim grunni að sameign sé megin-reglan verður sá aðili sem heldur því framað lagnir séu í séreign eða sameign sumraað sanna slíkt. Takist honum það ekki erum sameign allra að ræða. Þá hafa álitkærunefndar sýnt að mikilvægt er aðstanda réttilega að ákvörðun um fram-kvæmdir á lögnum í sameign. Sé það ekkigert geta aðrir eigendur hússins neitað aðgreiða sinn hluta kostnaðinum vegna við-gerða eða endurnýjana á lögn sem er í sam-eign allra.

28 Lagnafréttir 32

Vantar þig bréfsefni, umslög, nafnspjöld

eða kynningar-bækling?

S ími 562 7890

www.print.is

OFFSETFJÖLRITUNP R E N T S M I Ð J ASTAFRÆN LJÓSRITUN & PRENTUN

Page 29: LAGNA FRÉTTIR 32 - Vatnsiðnaðurvatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2016/09/Lagnafrettir_32_net.pdf · LAGNA FRÉTTIR 32 1. TBL. 19. ÁRGANGUR FEBRÚAR 2005. Efnisyfirlit Ráðstefnustjóri

Er hægt að bæta vátryggingar húseig-enda með samvinnu vátryggingafélagsog byggingafulltrúa?Breytast iðgjöld vátrygginga með út-tektum?

VÁTRYGGINGAR VEGNA VATNSTJÓNAEignatryggingar almennings hjá vátrygg-

ingafélögunum eru alla jafnan inni í svokölluðum fjölskyldu- eða heimilistrygging-um hvað lausa muni varðar, eða þær fallaundir húseigenda- eða fasteignatryggingarvarðandi það sem tilheyrir fasteigninnisjálfri. Í þessum tryggingum er blandaðsaman ýmsum vátryggingum sem fólk nýtirí daglegu lífi til að verjast fjárhagslegumáföllum. Eru vatnstjón að sjálfsögðu þar ámeðal. Vátryggingar af þessu tagi nefnastsamsettar tryggingar, og er unnt að kaupaþær stakar, allt eftir þörfum einstaklingaeða fjölskyldu.

Atvinnufyrirtæki kaupa fasteignatrygg-ingar vegna atvinnurekstrarhúsnæðis oglausafjártryggingar vegna verðmæta eins ogvéla, tækja og lagers. Þessar vátryggingarinnihalda oftast vernd gegn vatnstjónum.

Ef skoðuð er skipting vatnstjóna millitryggingaflokka hjá eignatryggingafélögun-um þá má ætla að um 80% falla á húseig-enda- eða fasteignatryggingar einstaklinga.Á fjölskyldutryggingu falla um 4% og átryggingar fyrirtækja um 16%.

Þessar tryggingar eru frjálsar tryggingar,þ.e. ekki hvílir sú skylda á húseigendum aðvátryggja innbú eða húseignir sínar t.d.vegna hugsanlegra vatnstjóna. Þessu eröndvert varið varðandi brunatryggingarhúseigna, en slíkar tryggingar eru lögboðn-ar að því er húseignir varðar.

Ekki eru tiltækar tölur um hlutfall hús-eigenda með húseigenda- eða fasteigna-tryggingu. Fyrir allmörgum árum var þettakannað hér á landi og sýndi sig að einungisrúmur helmingur húseigenda var með slíkartryggingar. Lausleg athugun sýnir þó, að

þetta hefur batnað verulega, og er t.d.ástæða til að ætla að a.m.k. 8 af hverjum10 íbúðarhúsaeigendum hafi einhvers kon-ar fasteignatryggingu aðra en lögboðnabrunatryggingu. Jafnframt er álitið að um20-30% landsmanna kjósi að sleppa því aðvátryggja innbú sitt.

Vatnstjón eru verulegt vandamál húseig-enda. Að frumkvæði Vatnstjónaráðs hafastærstu eignatryggingafélögin innan SÍT ísamstarfi við lagnadeild Rb, gert könnun ástöðu þessara mála yfir 12 mánaða tímabilfrá árinu 2002 fram í mars 2003. Hafahelstu niðurstöður verið birtar í skýrslu að-ila. Þar kemur fram, að hjá eignatrygginga-félögunum eru skráð tæp 5.000 tjón ár-lega. Að teknu tilliti til þess að vátrygging erekki til staðar, tjónið er óbótaskylt, eða tjón-ið er svo lítið að það nær ekki sjálfsábyrgðog hefur því ekki komið til kasta vátrygg-ingarfélags, þá er talið að heildarfjöldivatnstjóna sé nærri 8.000 tjón á ári, eða um22 tjón á dag alla daga vikunnar! Þetta erótrúlegur fjöldi tjóna. Kostnaðurinn ereinnig verulegur eða tæpur milljarður krónabótaskyldur hjá vátryggingafélögunum, ogað auki um hálfur milljarður króna sem fell-ur á húseigendur sjálfa. Þessi tjónskostnað-ur er því um 5.000 krónur á hvern einastaíbúa landsins á ári.

HVAÐ ER VÁTRYGGT OG HVAÐ ER ÓVÁTRYGGT?

Til að átta sig á til hvers húseigenda-trygging tekur er rétt að lesa upp úr vá-tryggingarskilmálum hvað er vátryggt. Í skil-mála eins félaganna segir m.a.: „Vátrygg-ingin tekur til húseignar þeirrar eða hlutahúseignar sem tilgreind er í vátryggingar-skírteini og venjulegra fylgihluta hennar,enda hafi verið tekið tillit til þeirra í bruna-bótamati skv. matsreglum Fasteignamatsríkisins.”

Nánar er skýrt í lagareglum um lög-boðna brunatryggingu húseigna hvað telstvátryggð húseign eða hluti húseignar.

Jón Ólafsson,

rekstrarfræðingur, Samband

íslenskra tryggingafélaga

Frárennslislagnir og vátryggingar.

Hvað er vátryggt, hvað er óvátryggt?Hvernig er háttað vátryggingum vegna vatnstjóna?

Lagnafréttir 32 29

Page 30: LAGNA FRÉTTIR 32 - Vatnsiðnaðurvatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2016/09/Lagnafrettir_32_net.pdf · LAGNA FRÉTTIR 32 1. TBL. 19. ÁRGANGUR FEBRÚAR 2005. Efnisyfirlit Ráðstefnustjóri

Þannig segir í reglugerð um brunatrygging-ar, að vátryggingin og þar með brunabóta-matið, skuli ná til:

* allra varanlegra lagna, s.s. vatns-, hita-,loftræsti-, skólp-, raf-, síma- og tölvulagna.

* botnplötu og undirstaða ásamt fyll-ingu, einangrun og lagna í grunni allt að1,2 metra niður fyrir efri brún botnplötu.

Hér erum við að fjalla um lagnir í hús-um, en sá misskilningur er oft uppi, að vá-tryggingar bæti lagnir sem eru að hrörnaog skemmast með tímanum. Það er vita-skuld ekki hlutverk vátryggingafélaga aðannast um og/eða greiða eðlilegt viðhaldeigna, þ.m.t. lagna. Með kaupum á vá-tryggingum fyrir húseign sína og innbú eruhúseigendur að tryggja sig fyrir óvæntutjóni. Skilmálar félaganna, sem eru öllumaðgengilegir m.a. á heimasíðum félaganna,hafa gjarnan það ákvæði að geyma umvatnstjón, að vátryggingin bætir tjón semverður vegna vatns, gufu og olíu semóvænt og skyndilega streymir úr leiðslumhússins og á upptök innan veggja þess.Jafnframt bætast tjón sem verða ef vatnstreymir óvænt og skyndilega úr vatnsrúm-um eða fiskabúrum vegna bilana. Einnigbætast vatnstjón sem verða þegar vatnflæðir úr hreinlætistækjum vegna mistakaeða bilana á tækjum, svo og tjón vegnaleka frá frystikistum og kæliskápum. Hér erverið að vátryggja fyrir vökva sem á upptökinnan veggja hússins og er því ekki bættfyrir skaða frá þakrennum og niðurföllum,nema rekja megi tjón til þess, að leiðslastíflast eða springur innanhúss. Aftur erundanskilið ef tjón er af völdum asahlákueða af öðrum þeim atburðum sem valda þvíað niðurföll hússins hafa ekki undan aðbera vatn frá húseigninni. Ekki er bætt tjónvegna grunnlagna sem eru missignar,morknar eða hafa á annan hátt hrörnað afnotkun eða ónógri undirbyggingu. Þó bæt-ist beint vatnstjón, sem verður á húseign-inni ef slík lögn stíflast og flæðir frá henniupp fyrir botnplötu.

Hér er sem sagt ljóst orðið, að vátrygg-ingar bæta almennt afleiddan skaða af þvíþegar lögn fer að leka, en vátrygginginbætir ekki lögnina sjálfa. Jafnframt liggurfyrir, þar sem húseigendatryggingin fjallarum húseignina og það sem er innan

grunns, að tjón verður að vera innangrunns til að trygging hússins taki á slíkutjóni. Þegar frárennslislögn fer út úr grunni,þótt innan lóðamarka sé, veldur hún tæpasttjóni á húseigninni sjálfri eða innanstokks-munum verði skyndilegt óvænt streymi fráhenni út í umhverfið. Þó með þeirri undan-tekningu sem áður var lýst varðandi stíflaðalögn og flæði upp fyrir botnplötu.

Ef við lítum aftur til könnunar félagannameð Rb og skoðum helstu tjón frárennsl-islagna, þá kemur í ljós að bilun í samskeyt-um er um 40% orsakavaldur tjóna. Lögnbrotin og/eða í sundur er um 20% tjóna ogstífla 15%, eða svipað og innri og ytri tær-ingar valda. Jafnframt kemur fram að þaðer að stærstum hluta plast sem er lagnaefnií tjónum, eða í um 40% tilvika, og steypu-járn og steypa með sitthvor rúm 20%.

Niðurstaðan er því sú, hvað vátrygginga-félögin varðar, þá eru lagnir undir gólfi ekkiað valda flestum tjónunum heldur plast-lagnir innan húss. Þær eru að brotna ogganga í sundur og vökvi frá þeim að flæðainn í húseignina og valda tjóni. Niðurgrafn-ar frárennslislagnir valda ekki miklu tjóni áhúseignum eða innanstokksmunum, enkostnaður við viðgerðir slíkra tjóna er veru-legur og hann bera vátryggingafélöginstundum að hluta, en húseigendur allajafna einnig sé viðhaldi eigna áfátt, eins ogáður greindi.

SAMVINNA VÁTRYGGINGAFÉLAGA OG BYGGINGAFULLTRÚA

Velt er upp þeirri spurningu, hvort bætamegi samstarf vátryggingafélaga og bygg-ingarfulltrúa. Slíkt samstarf er í dag tak-markað hvað varðar vatnslagnir. Félöginverða að treysta því að eftirlit þar til bærraaðila sé samkvæmt reglum þar um. Þannigá það að vera í nýjum byggingum og ættiað sjálfsögðu einnig að vera þannig vegnaendurbóta sem ná ákveðnu stigi fram-kvæmda. Slíka vinnu á auðvitað einnig aðtaka út að verki loknu. Þarna kemur til sam-vinna og ábyrgð fagmanna og eftirlitsaðila.Vátryggingafélögin koma yfirleitt ekki aðmálum fyrr en búið er að ganga frá lögnumog jafnvel loka þær af og gera óaðgengi-legar. Það getur heldur aldrei verið hlutverkvátryggingafélaganna að hafa eftirlit með

30 Lagnafréttir 32

Page 31: LAGNA FRÉTTIR 32 - Vatnsiðnaðurvatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2016/09/Lagnafrettir_32_net.pdf · LAGNA FRÉTTIR 32 1. TBL. 19. ÁRGANGUR FEBRÚAR 2005. Efnisyfirlit Ráðstefnustjóri

úttektum, sem opinberir aðilar lögum sam-kvæmt eiga að annast, frekar en þau hafit.d. eftirlit með lögreglunni hvað varðarumferðarmálefni. Á hinn bóginn vilja vá-tryggingafélögin eiga gott samstarf viðbyggingafulltrúa vegna sameiginlegra mála,sem tengjast vátryggingum. Hefur og veriðnokkurt samstarf milli samtaka bygginga-fulltrúa og SÍT á undanförnum árum.

IÐGJÖLD OG ÚTTEKTIR.Vátryggingafélög gera gjarnan eigið

áhættumat á eignum og ástandi þeirra áðuren gengið er frá vátryggingarsamningi. Erþetta gert til að meta áhættu félagsins á aðábyrgjast viðkomandi eign og þau tjón semætla má að hljótist af henni og fallið gætuá félagið að greiða. Iðgjöld eru síðan áætl-

uð út frá almennri tjónareynslu m.v. ástandog gerð eignarinnar. Varðandi lagnir í hús-um leita vátryggingafélögin yfirleitt til fag-aðila, pípulagningamanna eða iðnmeistaratil að meta ástand lagna. Ef húseigendurhalda lagnakerfi húsa sinna í góðu horfi, þágeta þeir notið þess í iðgjöldum sínum. Fyrirkemur að félögin „yngja upp” lagnir húss-ins í iðgjaldagrunni sínum, ef húseigendurráðast í verulegar endurbætur lagna. Þaðhefur jafnframt sýnt sig, og kemur fram ítíttnefndri könnun eignatryggingafélagannaog Rb, að þegar frárennslislagnir hafa náðákveðnum aldri, eru orðnar hálfrar aldargamlar og eldri, þá lækkar tjónatíðni þeirraverulega. Ætla verður að slíkt helgist af því,að búið er að endurnýja veikustu hnökrakerfisins.

Lagnafréttir 32 31

Page 32: LAGNA FRÉTTIR 32 - Vatnsiðnaðurvatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2016/09/Lagnafrettir_32_net.pdf · LAGNA FRÉTTIR 32 1. TBL. 19. ÁRGANGUR FEBRÚAR 2005. Efnisyfirlit Ráðstefnustjóri

Danfoss hf • Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.is

GÆÐI - REYNSLA - ÞJÓNUSTA

Tengigrindur

Vatnssíur

Stopploka

Einstefnuloka

Segulloka

Þrýstistilla

Þrýstinema

Hitastilla

Hitanema

Magnstilla

Flæðimæla

Ofnhitastilla

Stjórnstöðvar

og fleira

Frá Danfoss færðu allanstjórnbúnað fyrir hitakerfi frá virkjun til heimilis

Danfoss er leiðandi í framleiðslustjórnbúnaðar fyrir hitakerfi